Systrakaffi er fjölskyldurekið kaffihús á Kirkjubæjarklaustri, sem stofnað var árið 2001. Staðurinn er opinn alla daga yfir sumartímann, og býður upp á ljúffengan mat við allra hæfi.
Veitingahús
Hótel Vík í Mýrdal
Klettsvegur 1-5, 870 VíkHótel Vík í Mýrdal er eitt af virtustu gististöðum á suðurlandi. Með stílhreinri hönnun er það með flottari nútíma hótelum landsins. Hótel Vík í Mýrdal dregur mikið stolt af góðri þjónustu og frábæri staðsetningu. Hótelið er staðset aðeins hálfum kílómeter frá svörtu fjörunni og er frábært sjávarútsýni úr herbergjum okkar. Í norður hluta hótelsins er einstakt kletta útsýni sem erfitt er að finna annars
staðar á Íslandi. Hótelið er fjölskyldurekið af heimamönnum sem vilja einungis tryggja að gestir fái sem bestu upplifun þegar þeir heimsækja Vík.
Múlakaffi
Hallarmúli, 108 ReykjavíkMúlakaffi var stofnað árið 1962 og er óhætt að segja að fyrirtækið sé rótgróið fjölskyldufyrirtæki. Í dag rekur Múlakaffi eina stærstu veisluþjónustu landsins þar sem stöðugt er leitast við að fara ótroðnar slóðir til þess að koma viðskiptavinum okkar á óvart.
Veitingastaðurinn Múlakaffi er hjarta fyrirtækisins og er staðsettur í Hallarmúla. Múlakaffi býður upp á heimilislegan íslenskan mat: "Eins og maturinn heima hjá mömmu".
Fyrirtækjaþjónustan er stór hluti af rekstrinum enda hafa ófá íslensk fyrirtæki verið í áskrift hjá okkur í áratugi, hvort sem um ræðir nokkra matarskammta á dag eða heildarumsjón með veitingarekstur og starfsmannahald.
SKÝ Bar Lounge
Ingólfsstræti 1, 101 ReykjavíkSKÝ Bar Lounge er veitingastaður staðsettur í miðborg Reykjarvíkur, nánar tiltekið á 8. hæð og janframt efstu hæð á Center Hotels Arnarhvoll.
Á veitingastaðnum er að finna ljúffenga rétti, skemmtilega drykki og notalegt andrúmsloft. Frá veitingastaðnum er einstakt útsýni bæði yfir miðborg Reykjavíkur og Faxaflóann þar sem fjallasýnin er stórbrotin. Veitingastaðurinn er hannaður á nýtískulegan máta en um leið hlýlegan máta með stórum gluggum og aðgengi út á stóra verönd þar sem fyrir eru borð og stólar þannig að hægt er að njóta veitinganna úti við með óhindrað útsýni.
Við tökum fagnandi á móti hópum, allt að 80 manns og erum með sérsniðin hópmatseðil fyrir bæði smærri og stærri hópa. Einnig bjóðum við upp á sér sýningarseðil sem skemmtilegt er að nýta áður en farið er á tónleika í Hörpu þar sem nálægðin við tónleikahúsið er mikil.
Happy Hour er í boði alla daga frá 16:00 - 18:00
Randulffs-sjóhús
Strandgata 96, 735 EskifjörðurRandulffssjóhús á Eskifirði er starfrækt í samvinnu við Ferðaþjónustuna Mjóeyri og er þar rekið veitingahús yfir sumartímann þar sem boðið er upp á mat úr héraði.
Randulffssjóhús er opið frá kl 12-21 alla daga sumarsins og er með matseðil bæði í hádeginu og á kvöldin og kaffimatseðil yfir daginn. Hægt er að panta fyrir hópa á öðrum tímum. Þar starfa lærðir kokkar sem leggja mikla áheyrslu á ferskan mat úr nágrenninu.
Randulffssjóhús er í eigu Sjóminjasafns Austurlands. Húsið var byggt um 1890 og var lengst notað sem síldarsjóhús en síðan Sjóminjasafnið eignaðist það hefur það tengst safnastarfi safnsins. Sjóhúsið er núna opið almenningi. Búið er að koma upp gestamóttöku í sjóhúsinu og þar er matsalur sem rúmar allt að áttatíu manns. Auk gestamóttöku og matsölu er hluti hússins nýttur til sýningarhalds á hlutum sem tengdir eru sjóhúsinu og þeirri starfsemi sem þar hefur verið í gegn um tíðina. Á efri hæðinni er verðbúð sjómannanna í sinni upprunalegu mynd og sýningarsalur. Húsið er tilvalið fyrir hópa sem vilja eiga glaðan dag, til dæmis ættarmót, grillveislur og annan mannfögnuð og fer vel um allt að 80 manna hópa.
Saga Randulffssjóhúss í stuttu máli
Upp úr 1870 hafði síldveiði verið stunduð í Noregi um langan tíma og voru aðferðir við veiðarnar orðnar þróaðar og voru síldveiðar norðmanna stór atvinnuvegur. En um þetta leiti hvarf síldin við Noreg og stóðu menn uppi ráðalausir. Fréttist þá frá farmönnum sem höfðu siglt til Íslands, að þar væru mikla síld að sjá inni á Austfjörðum og einnig á Eyjafirði. Ákváðu þá nokkrir síldveiðimenn að fara til Íslands og kanna veiðiskap þar. Þá kunnu Íslendingar enga leið til þess að veiða síldina, þó að nóg væri til af henni við fjöruborðið og urðu að láta sér nægja að dorga fyrir þorsk. Var þetta fyrir almenna fátækt og þekkingarleysi.
Fluttu því nokkrir Norðmenn veiðibúnað sinn hingað, fyrst til Austfjarða og síðan til Eyjafjarðar og veiddu vel. Með þeim fyrstu sem komu til Reyðarfjarðar og Eskifjarðar, voru Peter Randulff, sem settist að á Hrúteyri við Reyðarfjörð og J.E. Lehmkuhl sem byggði upp veiðistöð sína á Eskifirði, á þeim stað þar sem Jóhann Klausen byggði Netaverkstæði árið 1960 Norðmaðurinn Fredrik Klausen sá um síldveiðarnar fyrir Lehmkuhl og flutti til Eskifjarðar með sína fjölskyldu. Nokkrum árum síðar byggði Lehmkuhl aðra veiðistöð skammt innan við stöð Randulffs á Reyðarfjarðar ströndinni. Lehmkuhl og Randulff, unnu mikið saman og þegar Peter Randulff byggði Randulffssjóhúsið á Eskifirði árið 1890 þá mun sonur Fredriks, Þorgeir Klausen hafa tekið við stjórnun á síldveiðunum á nýju stöðinni. Þorgeir Klausen kvæntist dóttur Randulffs og þegar Randulff féll frá árið 1911 mun Þorgeir og bróðir hans Friðrik hafa eignast sjóhúsið, en það hefur alla tíð síðan verið kallað Randulffs-sjóhús. Þeir bræður stunduðu svo síldveiðar í botnnet og lagnet og notuðu til þess lítinn mótorbát, ásamt gömlu nótabátunum sem voru róðrarbátar.
Einnig veiddu þeir þorsk sem var saltaður og þurrkaður, eins og gert var áður en frystihúsin komu til sögunnar. Eftir að þeir bræður Þorgeir og Friðrik féllu frá, á árunum 1955-1960 eignuðust börn þeirra húsið og var það í umsjá Thors Klausen sem var sonur Friðriks. Thor var mikill veiðimaður og veiddi hann bæði síld og þorsk og einnig veiddi hann með byssu sinni, sel og hnísu, sem er minnsti hvalur við Ísland og sjófugla á vetrum og notaði hann þá alltaf lítinn róðrarbát. Síðari árin stundaði hann kolaveiðar í net á litlum trillubát og gaf hann safninu báða þessa báta. Sjóminjasafn Austurlands keypti helming sjóhússins og bryggjunnar af dóttur Þorgeirs, árið 1982 og nokkrum árum síðar gaf Thor safninu sinn hluta eignarinnar. Safnið hefur endurbætt húsið og bryggjuna, þannig að það er að mestu leiti eins og það var upphaflega. Thor lést í umferðarslysi árið 2004.
KFC - Kentucky Fried Chicken
Sundagarðar 2B, 104 ReykjavíkFyrsti KFC-staðurinn á Íslandi var opnaður í Hafnarfirði í október 1980, þannig að sagan spannar nú yfir 30 ár.
Í gegnum tíðina hafa staðirnir tekið á móti fallegu og frábæru fólki. Við höfum heyrt fólk hlæja, eiga góðar stundir og fundi við vini og samstarfsfélaga. Við kunnum að meta
hverja einustu mínútu og þess vegna höfum við raðað saman myndum af frábærum stundum á KFC.
La Primavera Ristorante
Grandagarði 20, 101 ReykjavíkLa Primavera er ítalskur veitingastaður í Marshallhúsinu, Grandagarði 20, 101 Reykjavík og í menningarhúsinu Hörpu, Austurbakka 2, 101 Reykjavík.
Á La Primavera sameinast matarhefð úr Norður Ítalíu og úrval af íslensku hráefni.
Borðapantanir:
Marshall húsið:
(+354) 519-7766
info@laprimavera.is
Harpa:
(+354) 519-9700
harpa@laprimavera.is
Tryggvaskáli
Tryggvatorg, 800 SelfossTryggvaskáli er einstaklega fallegur a’la carte veitingastaður sem leggur áherslu á vandaða matreiðslu með fókus á hráefni úr héraði.
Með virðingu fyrir störfum bænda, útbúa matreiðslumenn staðarins virkilega vandaðan mat þar sem íslenskar- og erlendar matreiðsluaðferðir blandast skemmtilega saman.
Tryggvaskáli er elsta og sögufrægasta húsið á Selfossi, byggt árið 1890.
Upplifðu góðan mat í einstöku húsi með fallegu útsýni yfir Ölfusá, vatnsmestu á landsins.
Nings
Sudurlandsbraut 6, 108 ReykjavíkFyrsti veitingastaður Nings var opnaður við Suðurlandsbraut 6 sumarið 1991. Strax frá upphafi var Nings leiðandi á skyndibitamarkaði á Íslandi og kynnti til leiks ýmsar nýungar. Nings var um árabil stærsti innflytjandi á asískum vörum og fersku grænmeti frá Thailandi, var fyrst veitingahúsa til að að framleiða ferskt sushi daglega og til að selja sushi í verslanir. Nings kynnti einnig Konyaku fyrir Íslendingum en úr því voru unnar núðlur sem eru sérlega hollar og grennandi. Þá kom Nings með tofunúðlur á markaðinn, einnig bokhveiti- og green tea núðlur. Nings kynnti Íslendinga einnig fyrir tofukjöti sem er vara búin til úr soya en smakkast sem besti kjúklingur. Nings hefur frá upphafi eingöngu notað kolestrol lausa repjuolíu í alla matargerð.
Á Nings er eingöngu notað ferskt grænmeti og ferskar kryddjurtir sem er trygging neytandans fyrir góðum og hollum mat. Þá var Nings fyrsti veitingastaðurinn sem vakti athygli á óhollustu MSG og hefur ekki notað það við matargerðina.
Harbour restaurant ehf.
Hafnarlóð 7, 545 SkagaströndVið bjóðum upp á metnaðarfulla matargerð og áhersla lögð á að vinna sem mest með hreinar afurðir beint frá býli og bryggju. Harbour restaurant&bar er í gömlu iðnaðarhúsnæði á höfninni þar sem hjarta bæjarins slær. Þar má upplifa taktinn í bryggjulífinu og fylgjast með þegar bátar leggjast að og landa afla dagsins.
Vogafjós
Vogum , 660 MývatnVelkomin í Vogafjós
Árið 2005 voru reist gistihús til viðbótar við fjósið .Gistihúsin eru bjálkahús austan við fjósið á fallegum reit umkringdu hrauni og birkiskógi. Herbergin eru rúmgóð og hægt er að velja milli 2ja, 3ja og 4ja manna, allt með sérbaðherbergjum. Morgunverður er innifalinn. Herbergin eru fallega innréttuð og höfuðmarkmiðið er að gestum líði vel og geti slappað af
eftir langan dag.
Vinsamlegast bókið beint hér eða í síma 464-3800 eða sendið fyrirspurn á netfangið vogafjos@vogafjos.is til að fá nánari upplýsingar.
Morgunverður
Morgunverður er framreiddur í veitingasalnum, í um þriggja
mínútna göngufjarlægð frá gistihúsunum. Hægt er að fylgjast með morgunmjöltum
sem byrja klukkan 7.30 og jafnvel fá að smakka ylvolga og ferska mjólkina,
beint úr spenanum.
Morgunverðartími er breytilegur milli árstíma.
Veitingastaður
Inni í Vogafjósi rekum við glæsilegan veitingastað þar sem við leggjum áherslu á að bjóða veitingar beint frá býli.
Einkunnarorð Vogafjóss eru: ,,Þú ert það sem þú borðar". Með það að leiðarljósi leggjum við metnað okkar í að hafa
einungis á boðstólum úrvals hráefni. Við notum mikið af okkar eigin afurðum svo sem hangikjöt, reyktan silung, heimagerða osta, heimabakað bakkelsi, hverabrauð og að sjálfsögðu kjöt frá okkar eigin búi.
Þá er vert að geta þess að Vogafjós er aðili að Beint frá býli og matarklasanum Þingeyska matarbúrið.
Opnunartími er breytilegur yfir árið, best er að hafa samband í síma 464-3800 eða á vogafjos@vogafjos.is fyrir upplýsingar varðandi það.
Lauga-ás
Laugarásvegur 1, 104 ReykjavíkLauga-ás er fjölskyldurekið veitingahús sem rekið hefur verið í 42 ár þar sem gott hráfefni og íslenskar hefðir ráða ríkjum.
Við leggjum metnað okkar í það sem við gerum. "Árin segja sitt" segir mikið um okkar starf. Við bjóðum ykkur velkomin í heimsókn til okkar á Laugarásveg 1.
Akureyri | Berjaya Iceland Hotels
Þingvallastræti 23, 600 AkureyriAkureyri, Berjaya Iceland Hotels er vinalegt hótel með fallega innréttuð herbergi og frábæra aðstöðu á besta stað í bænum. Sundlaugin er hinum megin við götuna og stutt ganga í miðbæinn. Útsýnið er til fjalla og skíðaævintýrið er handan við hornið en skíðarútan stoppar beint fyrir utan hótelið á veturna ásamt því sem hótelið býður upphitaðar skíðageymslur. Hótelgarðurinn er einstaklega notalegur bæði sumar og vetur, með arineldi, skinnábreiðum og yljandi drykk, eða gómsætt High Tea að breskri fyrirmynd.
- 99 hótelherbergi
- 12 herbergi með hjólastólaaðgengi
- Aurora, glæsilegur veitingastaður og bar
- Frábær staðsetning, sundlaugin steinsnar í burtu
- Frítt internet
- Flott fundar- og veisluaðstaða
- Fallegur hótelgarður þar sem gestir geta notið veitinga
- High Tea að breskri fyrirmynd
Logn, restaurant & bar
Silfurtorg 2, 400 ÍsafjörðurLogn, restaurant & bar er nýr veitingastaður sem staðsettur er á jarðhæð Hótels Ísafjarðar. Á Logni er hægt að gæða sér á girnilegum réttum af fjölbreyttum matseðli. Happy hour er alla daga milli 16:00 og 18:00 en einnig eru flottir Gindrykkir í boði og úrvals léttvín. Þægilegt "lounge" er við barinn þar sem hægt er að láta líða úr sér eftir annasamann ferðadag.
Hilton Reykjavík Nordica
Suðurlandsbraut 2, 108 ReykjavíkHilton Reykjavík Nordica er eitt glæsilegasta hótel landsins og er hluti af Icelandair hótel fjölskyldunni. Hilton Reykjavík Nordica leggur mikla áherslu á að vanda til verka og bjóða ætíð fyrsta flokks þjónustu í gistingu, mat og drykk.
Veitingastaðurinn VOX Brasserie og VOX Bar eru staðsett á fyrstu hæð hótelsins ásamt spennandi rýmum hafa nú bæst við: VOX Club, VOX Home og VOX Lounge. Á hótelinu er einnig að finna fyrsta flokks heilsulind og líkamsræktarstöð, Hilton Reykjavik Spa.
Stutt er í verslanir, veitingastaði og skemmtanalífið í miðborginni.
Slippurinn
Strandvegur 76, 900 VestmannaeyjarFjölskyldurekin veitingastaður með áherslu á hráefni í nærumhverfi í árstíð hefur SLIPPURINN stimplað sig inn meðal bestu veitingahúsa á Íslandi með frumlegan og spennandi Íslenskum mat.
Ekki missa af ógleymanlegri matarupplifun og notalegri stemmningu.
Nýjasta matseðilinn og nánari upplýsingar má finna á:
www.slippurinn.com
Hér má finna stutt kynningu um Slippinn:
http://www.youtube.com/watch?v=RDi8MLGj2tc
Til að bóka borð, vinsamlega hringið í:
s. 4811515
netfang: info@slippurinn.com
Sólon Bistro
Bankastræti 7a, 101 ReykjavíkSólon Bistro býður upp á úrval smárétta, salöt, hamborgara, samlokur og steikur ásamt ferskum fiski daglega. Sólon Bistro er í miðbæ Reykjavíkur, með líflegt og rómantískt yfirbragð.
Hægt er að leigja sal á efri hæð hússins.
Fjölbreytt úrval drykkja.
Verið velkomin.
EfraNes
Vesturvör 30b, 200 KópavogurÁ Efra Nesi er frábær aðstaða fyrir hverskyns viðburði, stóra sem smáa. Auðvelt er að aðlaga salina að hverjum viðburði fyrir sig hvort sem um er að ræða brúðkaup, veislur, fundi eða námskeið.
Bókakaffi Hlöðum
Hlaðir, 700 EgilsstaðirBókakaffi Hlöðum er griðarstaður í gömlu Bókabúðinni við Lagarfljótsbrú fyrir hvern þann sem hefur smekk fyrir góðum mat, góðu kaffi eða gömlum bókum og tímaritum.
Bryggjan Grindavík
Miðgarður 2, 240 GrindavíkBryggjan er lokuð tímabundið vegna eldgosa á Reykjanesi. Fylgist með tilkynningum um endurskoðun á opnun staðarins.
Bryggjan er notalegt kaffihús, sem og veitingastaður og lifandi tónlistarstaður, staðsettur á bryggjunni við hliðina á Grindavikarhöfn.
Reks bistro
Grundabraut 2, 355 ÓlafsvíkResk er nýr staður í Ólafsvík sem bíður upp á ferskan fisk, taco, afburða góðar pizzur ásamt ýmsu fleira.
Skál
Hlemmur Mathöll, 105 ReykjavíkSKÁL! leggur áherslu á frumlega kokteila, úrval íslenskra bjóra og frumlega smárétti með íslensku ívafi.
Castello
Dalvegur 2, 201 KópavogurCastello Pizzeria, er fjölskyldufyrirtæki með 18 ára reynslu í rekstri pizza- og veitingastaða.
Fyrirtækið var stofnað árið 2007 og fyrsti Castello veitingastaðurinn opnaður að Dalvegi 2, Kópovogi, þar sem hann er ennþá í dag. Tveimur árum síðar (2009) opnuðum við annan stað að Dalshrauni 13, Hafnarfirði. Castello hefur fengið mjög góða dóma frá okkar tryggu viðskiptavinum og öllum þeim sem hafa smakkað pizzurnar okkar.
Það sem gerir okkur betri er fyrst og fremst:
- Við notum fyrsta flokks hráefni
- Við erum stoltir af þjónustunni okkar
- Við erum fjölskyldufyrirtæki.
Það er alltaf einn fjölskyldumeðlimur á svæðinu til að tryggja að gæðin séu alltaf í fyrsta sæti.
Í dag bjóðum við einnig upp á Kebab sem gerir matseðilinn okkar miklu ríkari.
Eins og með pizzurnar gáfum við okkur góðan tíma í að þróa hina fullkomnu uppskrift og getum með stolti sagt að við erum með besta Kebab sem við höfum smakkað.
Við á Castello þökkum öllum okkar viðskiptavinum sérstaklega fyrir að vera með okkur frá upphafi. Við munum gera okkar besta til að halda ykkur ánægðum.
Hótel Langaholt
Ytri-Garðar Staðarsveit, 356 SnæfellsbærLangaholt er staðsett miðsvæðis á sunnanverðu Snæfellsnesi, við bæinn Garða í sveit þeirri er áður hét Staðarsveit en er núna hluti Snæfellsbæjar.
Svæðið umhverfis er sannkölluð náttúruperla, tignarlegur fjallgarður, jökullinn í allri sinni dýrð, gullin strönd við Faxaflóann og stjörnubjartur himinn með norðurljósatrafi þegar skyggir.
Langaholt er í miðri hringiðu Snæfellskrar náttúru, strönd, fjöll, hraun, vötn, lækir, fuglar, selir, allt er þetta í grennd og meira til, já sannkölluð náttúruparadís þar sem sjálfur Snæfellsjökull blasir við í allri sinni tign. Umhverfi Langaholts er markað af nálægð sinni við sjóinn og hinni gullnu strönd og er margt þar forvitnilegt að skoða í ró og næði fyrir alla náttúruunnendur unga sem aldna og er ströndin endalaus uppspretta leikja og ævintýra.
Hótel Laugar
Laugar, 650 LaugarHeimavist fyrir ungmenni í framhaldsskóla sem rekið er sem hótel yfir sumarmánuðina.
Krían veitingastaður
Grímsey, 611 GrímseyVeitingastaðurinn er rétt við höfnina með fallegt útsýni yfir Grímseyjarsun og er opinn daglega yfir sumartímann og eftir samkomulagi þar fyrir utan. Þar er boðið upp á létta rétti af matseðli en einnig eru í boði sérréttir eins og nýr fiskur, saltfiskur og svartfugl.
Kol bar & bistro
Hallormsstaður, 701 EgilsstaðirFallegur veitingastaður á efri hæð Hótels Hallormsstaðar með stórkostlegu útsýni yfir skóginn og Lagarfljót. Matseðillinn er fjölbreyttur með hinum ýmsu réttum, meðal annars pasta, risotto, grilluðu nauti, lambi og hægeldaðri grísasíðu.
Opnunartíminn er frá 18:00 til 22:00
Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
Lækjargata 12, 101 ReykjavíkHapp
Höfðatorg, 105 ReykjavíkHapp hefur það að leiðarljósi að stuðla að auknu heilbrigði. Hver og einn getur lagt sína merkingu í orðið heilbrigði en fyrir okkur þýðir það allt sem stuðlar að auknum lífsgæðum, orku og ánægju. Hollur matur úr hreinu hráefni. Alvöru matur, gerður frá grunni í eldhúsi okkar án aukaefna, bragð- og litarefna. Listaverk úr náttúrunni sem gleður augað jafnt sem bragðlaukana. Góðar stundir með góðum vinum. Gleði og hlátrasköll. Hreyfing. Líkamleg áreynsla. Að yfirstíga hindranir. Hugarró og friður. Samkennd og snerting. Ást og kærleikur.
Allt þetta er heilbrigði. Allt þetta er Happ.
Að baki Happ eldhúsinu liggur sú hugmynd að matur eigi að vera hollur og næringarríkur. Hann á að vera einfaldur en samt bragðgóður. Maturinn á að vera fallegur, litríkur og lifandi. Hann skal vera nærandi bæði fyrir sál og líkama og án stæla og tilgerðar. Matur á umfram allt að vera hreinn og ferskur. Það er sannfæring okkar að með því að neyta matar sem er óunninn og hollur getum við bætt heilsu okkar og komið í veg fyrir eða læknað ýmsa sjúkdóma. Við vonum að boðskapur Happ eldhússins rati til þín.
Hvammsvík sjóböð
Hvammsvík, 276 MosfellsbærSjóböðin í Hvammsvík, Hvalfirði samanstanda af átta misstórum og heitum laugum í fjöruborðinu, gufu og útisvæðum til slökunar. Neðstu laugarnar birtast og hverfa til skiptis á flóði og fjöru og er upplifunin því síbreytileg eftir tíma dags. Öll böðin eru náttúrulaugar þar sem 90 gráðu heitu jarðvarmavatni af svæðinu er blandað saman við sjóinn. Til að tryggja sem besta upplifun fyrir gesti og varðveita náttúruna og umhverfið er gestafjölda hverju sinni stillt í hóf og því þarf að bóka aðgang fyrirfram á heimasíðu. Gestir geta valið á milli inni eða útiklefa og jafnframt notið veitinga á svæðinu.
Sker Restaurant
Ólafsbraut 19, 355 ÓlafsvíkSker Restaurant er veitingastaður í hjarta Ólafsvíkur á Snæfellsnesi, veitingastaðurinn er huggulega innréttaður og með mögnuðu útsýni.
Sker er með fjölbreyttan matseðil og aðeins er unnið úr bestu hráefnum hverju sinni.
Fjöldi sæta í sal er 80.
Bjarnarhöfn Bistro
Bjarnarhöfn, Helgafellssveit, 340 StykkishólmurNíu restaurant & bar
Ármúli 9, 108 ReykjavíkNíu restaurant & bar er staðsettur á Hótel Íslandi í Ármúla 9 og er hluti af Heilsumiðstöðinni.
Við stofnuðum níu restaurant & og bar af ástríðu fyrir alvöru mat, fyrir mat sem er ferskur, hollur og ekta. Við notum aðeins raunverulegt hráefni hér á veitingastaðnum níu. Ferskvatnsfiskur, frjálst lambakjöt og íslenskt grænmeti. Við leggjum okkur fram um að gera hvern rétt að heilbrigðri tjáningu á ást okkar til matar og lífsins.
Subway
Suðurlandsbraut 46 - Faxafen, 108 ReykjavíkMarkmið Subway um allan heim er að bjóða upp á fjölbreyttan og bragðgóðan skyndibita með hollustu að leiðarljósi. Lögð er áhersla á að matseðillinn bjóði upp á bragðgóða
valkosti sem henta heilbrigðum lífsstíl. Strangt gæðaeftirlit tryggir að matvæli uppfylla stöngustu skilyrði um ferskleika og gæði. Upplýsingar um næringarinnihald eru
aðgengilegar á vefnum og þannig stuðlar Subway að vel upplýstu vali þegar kemur að skyndibitakaupum.
Á Subway er boðið upp á úrval fitusnauðra báta sem innihalda 6 grömm af fitu eða minna. Engar viðbættar transfitur er að finna í hráefni sem notað er á Subway.
Til þess að tryggja besta mögulega hráefni þurfa birgjar Subway, bæði innlendir og erlendir, að standast ströng skilyrði. Brauðin eru bökuð nokkrum sinnum á dag og það sama á
við um kökurnar. Grænmetið kemur ferskt og er skorið á hverjum stað daglega.
Hótel Vatnsholt
Vatnsholt 1-2, 803 SelfossVatnsholt er uppgerður fallegur sveitabær sem stendur við Villingaholtsvatn. Frá Vatnsholti er eitt víðasta útsýni í byggð á landinu. Þar sést vel til Vestmannaeyja, Eyjafjallajökuls, Tindfjalla, Heklu og Hellisheiðar. Vatnsholt er í aðeins 16 km fjarlægð frá Selfossi , 8 km frá Þjóðvegi 1 og ca 60 km frá Reykjavík.
Við bjóðum upp á notalega aðstöðu fyrir ferðamenn, hjón, einstaklinga eða fjölskyldur sem vilja hvíla sig og njóta þess sem Suðurland hefur upp á að bjóða. Vatnsholt er fjölskylduvænn staður þar gestum gefst kostur á að kynnast lífinu í sveitinni, upplifa náttúruna og slappa af. Hægt er að veiða í Villingaholtsvatni og einnig er mikið fulglalíf við vatnið þar sem fuglaáhugafólk getur gefið sér tíma til að skoða fuglalífið.
Auk hótelsins er nú boðið upp á glænýtt tjaldsvæði í Vatnsholti, opnað 1. júní 2021. Tjaldsvæðið er rétt við Hótel Vatnsholt og geta tjaldgestir nýtt sér alla þá aðstöðu og afþreyingu sem hótelið hefur upp á að bjóða, en þar má nefna stórglæsilegt leiksvæði fyrir börn og fullorðna með veglegum útileiktækjum, 9 holu fótboltaminigolf velli, fótboltavelli og tennisvelli. Í Vatnsholti er veitingastaður sem reynir eftir fremsta megni að vera með ferskt og gott hráefni frá næsta nágrenni. Frábær aðstaða fyrir allt að 70-80 gesti í björtum og notalegum herbergjum. Bjóðum einnig upp á hús með 7 herbergjum, húsið er með góðri aðstöðu til eldununar/grillunar. Við gerum okkar besta til að gera dvölina ánægjulega.
Klausturkaffi
Skriðuklaustur, 701 EgilsstaðirKlausturkaffi er veitingastaður í Gunnarshúsi á Skriðuklaustri í Fljótsdal, 39 km frá Egilsstöðum. Klausturkaffi leggur áherslu á íslenska matargerð og notkun á hráefni af svæðinu s.s. lambakjöt, hreindýrakjöt, hrútaber og lerkisveppi. Allar kökur og allt brauð er heimabakað. Boðið er upp á hádegis- og kaffihlaðborð alla daga auk lítils matseðils.
Einungis er opið fyrir hópa í kvöldverð eða þegar sérstakir viðburðir eru í húsinu.
Veitingastaðurinn rúmar um 50 manns í sæti en að sumri er einnig hægt að sitja úti á verönd. Yfir veturinn er opið kringum viðburði og hægt að fylgjast með því á heimasíðunni þar sem einnig er að finna matseðla. Hópar alltaf velkomnir í fjölbreyttar veitingar eftir samkomulagi.
Opnunartími:
Apríl og maí, kl. 11-16
Júní - ágúst, kl. 10-17
September - 13. október, kl. 11-17
Kaffi Klara - Gistihús og veitingar
Strandgata 2, 625 ÓlafsfjörðurKAFFI KLARA
Kaffi Klara er til húsa í gömlu pósthúsinu í Ólafsfirði, sögufrægt hús í hjarta Ólafsfjarðar sem gért var upp í 2013 og innréttað sem kaffihús og gistiheimili.
Kaffi Klara er notalegt og heimilislegt kaffhús þar sem lögð er áhersla á að hlúa vel að gestunum, nota hráefni úr héraði, elda matinn sem mest frá grunni og skapa matarupplifun. Boðið upp á rétt dagsins og um helgar er í boði súpa og brauð auk þess sem boðið er upp á smurt brauð, bökur, súrdeigspitsur, kökur, tertur og vöfflur.
Tapasveislur, hlaðborð, purusteikur, brunch, tónleikar, sýningar m.m. eru reglulega auglýst á facebooksíðu Kaffi Klöru. Kaffi Klara er einnig með veitingaþjónustu og tekur á móti smærra hópa ferðamanna, fjölskyldna, samstarfsfólks, saumaklúbbur, eða félagssamtök.
GISTIHÚSIÐ
Gistihúsið okkar er staðsett á efri hæð Kaffi Klöru, í miðbær Ólafsfjarðar. Það eru 5 herbergi og 2 baðherbergi. Við eigum 1 frábært stórt herbergi með pláss fyrir 4 t og 1 aðeins minni herbergi með pláss fyrir 3. Bæði herbergin eru tilvalin fyrir fjölskyldur. Herbergin eru með nútímalegum innréttingum og eru með viðargólf og handlaug. Gestir hafa aðgang að sameiginlegri baðherbergisaðstöðu auk sameiginlegs svæðis með ísskáp og hraðsuðukatli. Gistihúsið tekur 11-12 manns í gistingu.
Gistihúsið er tilvalið fyrir stórfjölskyldan, fyrir göngu eða hjólahópa sem vilja njóta náttúrunnar á Tröllaskaga eða fyrir gólfarar. Leitið til okkar eftir tilboð fyrir gisting og fæði.
Fransmenn á Íslandi
Hafnargötu 12, 750 FáskrúðsfjörðurFrakkar á Íslandsmiðum er nýjasta perlan á safnastreng Fjarðabyggðar. Safnið er til húsa í tveimur reisulegum byggingum sem Frakkar reistu upp úr aldamótunum 1900 eða Læknishúsinu og Franska spítalanum á Fáskrúðsfirði. Meginsýning safnsins er þó í hvorugu húsanna, heldur í undirgöngum sem tengja þau saman.
Frakkar á Íslandsmiðum er án efa eitt athyglisverðasta safn landsins. Ekki aðeins fyrir hönnun þess og nálgun við viðfangsefnið, heldur einnig vegna andrúmsloftsins sem tekist hefur að skapa. Lifandi nærmynd er brugðið upp af lífi sjómanna um borð í frönsku skútunum sem sóttu Íslandsmið og skynjar áhorfandinn glöggt aðstæður þeirra og daglegt líf. Þá veitir safnið einnig glögga innsýn í starfsemi Franska spítalans og merka starfsemi hans upp úr aldamótunum 1900.
Endurgerð Minjaverndar á Frönsku húsunum á Fáskrúðsfirði lauk sumarið 2014. Húsin eru alls fimm og eru auk Læknishússins og Franska spítalans, Sjúkraskýlið, Litla kapellan og Líkhúsið. Endurreisnarsaga húsanna er með merkari framkvæmdum Minjaverndar og sú viðamesta utan höfuðborgarsvæðisins.
Frönsku húsin gegna á ný mikilvægu hlutverki fyrir bæjarlíf Fáskrúðsfjarðar, en nú sem Fosshótel Austfirðir, sælkerastaðurinn l'Abri og safnahús Fransmanna á Íslandi. Litla kapellan hlaut blessun 26. júlí 2014 og er eina byggingin sem heldur upprunalegu hlutverki sínu.
Safnið er opið alla daga kl. 10:00-18:00 (15.maí - 30.september) eða eftir samkomulagi á öðrum árstímum.
Nánari upplýsingar um opnunartíma má finna hér
Langabúð-Byggðasafn - Ríkarðssafn
Búð I, 765 DjúpivogurLangabúð er reist á grunni eldra húss og þar sem Langabúð stendur hefur verið verslun frá árinu 1589 er Þýskir kaupmenn frá Hamborg hófu verslunarrekstur á Djúpavogi.
Langabúð hýsir safn Ríkarðs Jónssonar, ráðherrastofu Eisteins Jónssonar og minjasafn. Þar er einnig rekið yndælis kaffihús ásamt minjagripasölu.
Svarti Sauðurinn
Unubakki 10 - 12 , 815 ÞorlákshöfnHeimilismatur (hlaðborð) í hádeginu. Opið 11:30-13:30.
Serrano Smáralind
Hagatorg 1, 201 KópavogurSerrano býður uppá ferskan og hollan mexíkóskan skyndibita.
Opnunartími
Mánudaga til laugardaga
11:00 – 21:00
Sunnudaga
12:00 – 21:00
Kvikkí
Tryggvabraut 22, 600 AkureyriKvikkí er skyndibitastaður við Tryggvabraut á Akureyri þar sem salat og samlokur er í aðalhlutverki.
🍞 Kvikkí rist
Eru gómsætar samlokur úr alvöru heimabökuðu focaccia brauði. Þú bara verður að prófa!
🥗 Salötin vinsælu
Okkar frábæru salöt eru að sjálfsögðu á sínum stað.
🍲 Heitir grunnar
Bjóðum einnig upp á heita grunna í salötin okkar. Kjúkling, núðlur og steikt grænmeti.
Center Hotels Arnarhvoll
Ingólfsstræti 1, 101 ReykjavíkNálægðin við höfnina, Hörpu og dásamlega útsýnið yfir miðborgina, Faxaflóann og fjöllin blá gera Arnarhvol að einstökum dvalarstað. Yfirbragð hótelsins er afar nútímalegt, allt frá fallegri gestamóttöku til herbergjanna sem eru 104 talsins, öll björt með nútíma þægindum.
Morgunverður er innifalinn með öllum herbergjunum og er hann borinn fram á efstu hæð hótelsins á veitingastaðnum SKÝ Restaurant & Bar. Útsýnið á efstu og jafnframt áttundu hæð er þannig að Skálafell, Móskarðshnjúkar, Esjan öll og Akrafjall blasa við en hinu megin er einstaklega notalegur veitingastaður þar sem boðið er upp á gómsætar veitingar. Einstök forréttindi fyrir þá sem kunna að meta góðan mat og fallegt útsýni. Veitingastaðurinn er opinn alla daga til miðnættis. Á hótelinu er að finna heilsulind með heitum potti, gufubaði og slökunarrými. Boðið er upp á nudd í heilsulindinni.
- 104 herbergi, 202 rúm
- Morgunverður innifalinn
- Ókeypis þráðlaust internet
- Heilsulind
- Veitingastaðurinn SKÝ Restaurant & Bar
- Bar
- Einstakt útsýni yfir miðborgina og Faxaflóann
Hluti af Center Hotels hótelunum sem öll eru staðsett í hjarta miðborgar Reykjavíkur.
American Style
Nýbýlavegur 22, 200 KópavogurAustur-Indíafjelagið
Hverfisgata 56, 101 ReykjavíkAustur-Indíafjelagið hefur leitt Íslendinga um undraheim indverskrar matargerðar í rúma tvo áratugi. Markmiðið hefur frá upphafi verið einfalt: Að blanda saman fersku og framandi kryddi Indlands við fyrsta flokks íslensk hráefni og bera það á borð af fagmennsku í þægilegu og afslöppuðu umhverfi. Lykillinn að velgengni okkar felst í því að skapa jákvæða upplifun fyrir alla gesti og gefa þeim ríka ástæðu til að koma aftur og aftur.
Hannesarholt
Grundarstígur 10, 101 ReykjavíkHannesarholt er menningarheimili, opið öllum, þar sem fara saman matur, menning og saga. Hannesarholt er sjálfseignarstofnun, ekki rekin í hagnaðarskyni, í sögufrægu húsi sem var síðasta heimili Hannesar Hafstein. Húsið var byggt árið 1915, á fyrstu árum nútímans, þegar helmingur þjóðarinnar bjó í torfhúsum. Matargerð - allt unnið á staðnum úr bestu fáanlegu hráefnum, með umhverfissjónarmið að leiðarljósi. Matur í hádegi 6 daga vikunnar (nema mánudaga), kvöldverður á undan viðburðum. Í Hannesarholti býðst matur, bókmenntir, tónlist, myndlist, saga og samfélag.
Laundromat Café
Austurstræti 9, 101 ReykjavíkÍ Ágúst 2004 opnaði The Laundromat Café í Elmegade 15 á Norðurbrú í Kaupmannahöfn.
Hugmyndin er að hægt sé að þvo fötin sín, fá sér að borða, lesa bók, drekka kaffi eða sörfa á netinu í þægilegu og afslöppuðu andrúmslofti.
Í Ágúst 2006 opnaði Laundromat Café í Århusgade 38 á Austurbrú í Kaupmannahöfn.
Í Mars 2011 opnaði Laundromat Café í Austurstræti 9 í Reykjavík.
Í Desember 2011 opnaði Laundromat Café á Gammel Kongevej 96 á Frederiksberg í Kaupmannahöfn.
Við bjóðum upp á fjölbreyttan matseðil með heimagerðum mat, kökum, heilsudrykkjum, smoothies, mjólkurhristingum, kaffi, tei, vínum og úrvali af bjór.
Allt borið fram með brosi á vör.
Hér finnurðu gott úrval tímarita og dagblaða og í barborðinu eru 6000 bækur sem þú getur lesið. Hjá okkur getur þú spilað yatzy, kotru, teflt eða spilað á spil.
Í kjallarnum er stórt barnaleiksvæði.
Steikhúsið
Tryggvagata 4-6, 101 ReykjavíkSteikhúsið er við gömlu höfnina sem síðustu ár hefur þróast í líflegt umhverfi með veitingastöðum og handverksverkstæðum.
Nafnið Steikhúsið skýrir í raun skarpa stefnu staðarins sem er að einbeita sér að steikum, hvort sem það er naut, lamb, fiskur eða fugl. Allt þetta finnur þú á seðlinum … líka hnetusteik.
Kjötunnendur eru hvattir til að prófa „28 daga“ kjötið, meyrt eftir forskrift matreiðslumeistara Steikhússins. Hjarta staðarins er forlátaviðarkolaofn frá Mibrasa á Spáni, hann gefur áferð og bragð án hliðstæðu. Njótið.
Hótel Laugarbakki
Skeggjagata 1, 531 HvammstangiHótelið er miðja vegu á milli Reykjavíkur og Akureyrar, eða 193 km frá Reykjavík. 198 km eru frá Laugarbakka norður á Akureyri. Frá hótelinu er útsýni yfir Miðfjarðará, eina frægustu laxveiðiá landsins. Á leiðinni fyrir Vatnsnes eru söguslóðir Vatnsenda-Rósu og klettadrangurinn Hvítserkur gnæfir yfir sjávarmálinu. Grettir Ásmundarson, frægasti útlagi Íslendingasagnanna, ólst upp í Miðfirði og úti á Húnaflóa háðu Þórður kakali og Kolbeinn ungi einu sjóorrustuna við Ísland, Flóabardaga árið 1244.
56 herbergi öll með baði eru á Hótel Laugarbakka.
Erum með 1×1, 1×2, 1×3, fjölskylduherbergi og junior svítur.
Öll herbergi eru útbúin með sjónvarpi, hárþurrku, tekatli-instant kaffi&te, baðvörum, og sloppum.
Restaurant Bakki og Bakki Bar er á hótelinu. Bistro staður með áherslur á mat úr héraði ásamt bar.
Fundar-og ráðstefnusalir eru á Hótel Laugarbakka, Ásdísarstofa fyrir minni fundi, Grettir fyrir stærri ráðstefnur.
Heitir pottar og útisturtur eru á hótelinu frítt fyrir gesti.
Frítt þráðlaust net í alrýmum hótelsins og í öllum herbergjum
Frí bílastæði
Útileiksvæði fyrir börn
Ýmis afþreying er í boði fyrir gesti, upplýsingar hægt að nálgast í móttöku og á heimasíðu okkar.
Birkividur studios
Á Hótel Laugarbakka er aðstaða fyrir æfingar og upptökur á tónlist. Upptökubúnaður er á staðnum.
Birkividur studios er ný aðstaða hjá okkur. Tilvalið fyrir tónlistarfólk: einstaklinga, kóra og hljómsveitir.
Sigurvald Ivar Helgason er umsjónaraðili fyrir stúdióið og veitir allar upplýsingar: birkividurstudios@laugarbakki.is
Bakki veitingastaður
Veitingastaðurinn Bakki er staðsettur á Hótel Laugarbakka. Markmiðið okkar er að vera eitt besta sveitahótel á landinu. Við leggjum áherslu á mat úr héraði, góður og ferskur matur úr sveitinni á sanngjörnu verði. Hráefni úr sýslunni er okkur hjartans mál, allt lambakjöt er úr Húnaþingi, nautakjöt frá bænum Jörfa, silungurinn af heiðinni og salat og jurtir frá gróðurhúsinu Skrúðvangi.
Opin fyrir morgunmat og kvöldmat. Hádegishópa þarf að panta fyrirfram.
Borðapantanir nauðsynlegar yfir sumartímann.
Gestir velkomnir af götunni.
Opnunartími veitingastaðar
- morgunmatur: 0700 - 1000
-hádegisverður: hlaðborð (panta fyrirfram)
-kvöldverður: 1800-2200
Hotel 1001 nott
Álfaási, 700 EgilsstaðirHótel 1001 nótt er fjölskyldurekið lúxushótel, staðsett í náttúrulegu umhverfi á bökkum Lagarfljóts, 5 km frá Egilsstöðum.
Hótelið er búið fjölbreyttri og góðri aðstöðu til hvíldar og afþreyingar. Gestir okkar geta nýtt sér fallegt útsýni, heita potta undir berum himni, koníakstofu, bar og veitingastað.
Við leggjum áherslu á jákvæða upplifun af gistingunni, veitingunum og þjónustunni í nánum tengslum við náttúruna.
Gengið er frá hótelgarði inní hvert herbergi, sem eru rúmgóð, 22m2, með sér verönd, stórum glugga frá gólfi upp í loft, og miklu útsýni.
Herbergin eru innréttuð á hlýlegan og stílhreinan máta. með sér baðherbergi, hita í gólfum og frían aðgang að interneti.
Hótel 1001 nótt er staðsett í fallega grónu landi, með útsýni yfir Vallanes og Fjótsdal. Frá hótelinu er fjallasýn á Gagnheiði, Hött, Sandfell, Snæfell og Fellaheiði.
Við hótelið rennur falleg bergvatnsá, Höfðaá sem steypist í Lagarfljót í tærum breiðum fossi. Í vatnaskilunum er sandfjara, en þar mætast tær bergvatnsá og gráhvít jökulsá.
Í bergganginum við hótelið eru áberandi skófir, stærsti flekkurinn þekur 4 til 5 m2, sem náttúrufræðingurinn Helgi Hallgrímsson segir að séu stærstu samfelldu skófir á Íslandi.
Norðausturland býður upp á óspillta náttúru. Þar eru villt hreindýr í fjöllunum, stærstu varpstöðvar gæsa á Fljótsdalsheiði, og auðvelt að rekast á rjúpur í göngutúr í skógarjaðrinum.
Ýmis afþreying er í boði á svæðinu, svo sem gönguferðir, náttúruskoðun, hestaferðir og fiskveiði. Næsti flugvöllur er Egilsstaðaflugvöllur, í 5 km fjarlægð.
Veitingastaður 1001 nótt
Veitingastaður, bar og koníaksstofa eru hlýlega hönnuð með töfrandi útsýni yfir Lagarfljót, með Fljótsdal og Snæfell í bakgrunn.
Kokkarnir leitast við að bjóða upp á árstíðabundna rétti með ferku hráefni, lífrænt ræktuðu grænmeti og góðu víni.
Á morgunverðarhlaðborðinu er er boðið upp á ferskt brauð, ávexti og heimatilbúna rétti.
Gistihúsið Staðarhóli
Staðarhóll, Aðaldalur, 641 HúsavíkVinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
The Gastro Truck
Grandagarður 16, Grandi mathöll, 101 ReykjavíkThe Gastro Truck bjóða upp á vandað götufæði sem á ensku myndi kallast "upper class street food". Það þýðir í grunninn að verið er að bjóða upp á auðveldan og
aðgengilegan mat þar sem mikil natni er lögð í hráefnið og hafa viðtökurnar verið vonum framar.
Bíllinn hefur ekki verið með fasta staðsetningu eða opnunartíma og fundum við fljótlega að daglega eru sendar fyrirspurnir um hvar og hvenær sé næst opið. Nýir réttir verða á boðstólnum í Granda Mathöll sem munu ná sömu hæðum og gæðum og þeir réttir sem boðið hefur verið upp á í Gastro Truck hingað til.
Staðsetningar:
Grandi Mathöll - Grandagarður 16, 101 Reykjavík
Mathöll Höfða - Bíldshöfða 9, 110 Reykjavík
Food Truck - Facebook: The Gastro Truck
Sími: 771 7877
Pöntunarsími: 419-4500
Messinn
Lækjargata 6b, 101 ReykjavíkMessinn er lítill sjávarréttarstaður, staðsettur í hjarta Reykjavíkur. Við sérhæfum okkur í fersku sjávarfangi sem við bjóðum upp á í hádeginu og á kvöldin, alla daga vikunnar. Sérréttir Messans eru vafalaust fiskipönnurnar okkar, en á þeim berum við fram nýeldaðan fisk beint úr eldhúsinu, ásamt smjörsteiktum kartöflum og grænmeti sem bráðnar í munni — fullkomið til að deila. Komdu og njóttu þess að borða ljúffengt og spriklandi ferskt fiskmeti í hlýlegu umhverfi.
Við hlökkum til að sjá þig.
Bláa Kannan
Hafnarstræti 96, 600 AkureyriBláa Kannan kaffihús er staðsett í hjarta bæjarins og opnar á morgnana með nýbökuðu brauði, samlokum og allskonar kruðeríi. Allan daginn er boðið upp á súpu dagsins með nýbökuðu súrdeigsbrauði. Kökur og samlokur eru framreiddar allan daginn ásamt fersku Rubin kaffi. Á kvöldin er róleg kaffihúsa - bar-stemning.
Bláa Kannan var til margra ára eitt af fáum reyklausu kaffihúsum landsins og því brautryðjandi í þeim málum.
Opið:
mán-fös 9-22
lau-sun 10-22
Grillmarkaðurinn
Lækjargata 2a, 101 ReykjavíkÁ Grillmarkaðnum höfum við lagt mikla vinnu í samstarf okkar við bændur landsins. Úr verður óvænt matargerð þar sem íslensk hefð og nútíminn mætast.
Upplifun á sér stað í íslensku umhverfi þar sem náttúran fær að njóta sín. Hluti af farsælu starfi Grillmarkaðrins á rætur sínar í góðri samvinnu við íslenska framleiðendur sem leggja Grillmarkaðnum til gæðahráefni.
Grillmarkaðurinn er í samstarfi við bændur sem leggja stund á fjölbreytta framleiðslu og búskap og útvega samstarfsbændur staðarins meðal annars lambakjöt, hunang, mjólkurvörur, lynghænur, osta, skyr, nautakjöt og bleikju, svo eitthvað sé nefnt.
Útlit staðarins samanstendur af íslenskri náttúru. Samspil hrauns, mosa, fiskiroðs og stuðlabergs er áberandi í kósý umhverfi þar sem öllum líður vel. Léttleikandi og afslappað andrúmsloft er lýsandi fyrir staðinn og stillum við verðinu í hóf og bjóðum alla velkomna.
Lamb Inn
Öngulsstaðir III, 601 AkureyriAðeins 10 km frá Akureyri má finna Lamb Inn á Öngulsstöðum, í kyrrlátu og notalegu umhverfi. Árið 1996 var fjósi breytt í í fallega gistiaðstöðu með uppábúnum rúmum. Morgunverðahlaðborð er borið fram í hlýlegum sal sem áður var hlaða, þar er áherslan lögð á heimagert góðgæti eins og brauð og kökur, sultur og marmelaði, osta og fleira. Lamb Inn veitingastaður opnaði á Öngulsstöðum 2012. Þar er áherslan á íslenska lambið og einkennisréttur veitingastaðarins er gamaldags eldað lambalæri í heilu lagi, með heimalöguðu rauðkáli, brúnuðum kartöflum, grænum baunum, sósu og rabbarbarasultu. Sá réttur hefur slegið í gegn meðal innlendra sem erlendra ferðamanna. Fiskur er líka á matseðlinum ásamt fleiri réttum. Yfir vetrartímann er eldhúsið ekki opið daglega, en hægt að panta mat með fyrirvara.
Í nágrenninu má finna margskonar afþreyingu við allra hæfi. Fallegar gönguleiðir eru á svæðinu bæði upp til fjalla og niður á engjar, hestaferðir, söfn, kirkjur, golfvöll, kaffihús og krá, sundlaug, gallerí og fleira.
Heitur pottur er við hótelið með frábæru útsýni yfir Eyjafjörðinn og er hann mikið notaður af gestum okkar. Í honum er gott að slappa af eftir ferðalög dagsins eða ánægjulegan dag í Hlíðarfjalli. Hjá okkur er hægt að þurrka skíðaföt og búnað yfir nóttina.
Frír netaðgangur er fyrir gesti hótelsins.
Lamb Inn er frábærlega staðsettur fyrir ferðamenn sem vilja skreppa í dagsferðir um allt Norðurland. Hann er líka tilvalinn fyrir skíðaáhugafólk sem nýtir sér frábæra skíðaaðstöðu á Norðurlandi.
Gamli bærinn á Öngulsstöðum er afar merkilegur í byggingasögulegu tilliti. Hann hefur verið í endurbótum undanfarið og þar hefur verið opnað safn sem hótelgestir geta skoðað án endurgjalds. Hann er vinsæll fyrir smærri móttökur og heimsóknir hópa á ferð sinni um Eyjafjörð.
Yfir vetrartímann er góður fundarsalur Lamb Inn nýttur fyrir fundi, námskeið og smærri ráðstefnur. Hann er vel tækjum og búnaði búinn. Það er vinsælt að smærri fyrirtæki og hópar komi í funda- og hópeflisferðir á Lamb Inn og þá nýtist öll aðstaða hótelsins vel.
Á Lamb Inn er opið allt árið. Hafið samband og kannið kjör og tilboð sem í boði eru. Bjóðum stéttarfélögum og starfsmannafélögum upp á sérkjör á gistingu.
Hótel Lækur
Hróarslækur, 851 HellaHótel Lækur er lítið fjölskyldurekið sveitahótel á suðurlandi, stutt er í allar helstu náttúruperlur suðurlands. Hótelið er byggt úr gömlum útihúsi og fjárhúsi. Mikið er lagt upp úr útliti og hönnun og skemmir fjallagarðurinn, jöklarnir og áinn sem umlykur hótelið ekki fyrir. Gestir eru kvattir til að njóta náttúrunna, taka göngutúr meðfram ánni, leika sér í fótbolta eða frisbí golfi og hitta dýrin á bænum.
Hótel Lækur er með 21 herbergi í ýmsum stærðum ásamt 4 stökum húsum sem notið hafa mikilla vinsælda fyrir fjölskyldur, tvö pör að ferðast saman og sem svítur fyrir stök pör. Gott er að njóta kvöldsólarinnar með lækinn í forgrunni
eða horfa á norðurljósin yfir Heklunni. Heitur pottur, gufa og kaldur pattur er á hótelinu og er frítt öllum til afnota. Öll herbergi hafa sér inngang, einkabaðherbergi, stóla og borð, kaffi og te, frítt net, sjónvarp og baðherbergisvörur.
Hótel Lækur hefur notið mikilla vinsælda á umsagnarkerfum internetsins en til að mynda eru þau með 9,6 á hotels.com, í fyrsta sæti í sínum flokki á tripadvisor o.fl.
Hornið
Hafnarstræti 15, 101 ReykjavíkHornið er með ítölskum blæ og var fyrsti veitingastaðurinn í þessum stíl á Íslandi. Hornið er þekkt fyrir góðan mat úr fersku hráefni, góðar pizzur, bakaðar fyrir framan gestina, gott kaffi og lipra og þægilega þjónustu. Staðurinn er í gömlu verslunarhúsi í miðborg Reykjavíkur nálægt höfninni. Hornið býður auk þess upp á 2 sali, Galleríið og Djúpið.
Óbyggðasetur Íslands
Norðurdalur, 701 EgilsstaðirÓbyggðasetrið bíður upp á fjölbreytta afþreyingu, heimilislegan veitingastað og gistingu í einstöku umhverfi.
Lifandi sýning Óbyggðasetursins um ævintýri óbyggðanna hefur hlotið fjölda viðurkenninga og hentar gestum á öllum aldri.
Fjöldi lengri sem styttri gönguleiða er í nágrenninu og staðurinn vinsæll hjá gönguhópum.
Dæmi um styttri göngu er eyðibýlagangan sem liggur inn með ánni að endurgerðum kláf sem gestum er velkomið að prófa.
Sæta Svínið
Hafnarstræti 1-3, 101 ReykjavíkSæta svínið er Gastropub þar sem þú getur droppað við í hádeginu, í eftirmiðdaginn eða á kvöldin í drykk og hágæða mat í skemmtilegri og afslappaðri stemningu.
Við leggjum áherslu á bragðgóðan mat búin til að mestu úr íslenskum fyrsta flokks hráefnum - á góðu verði.
Og við leggjum metnað í að bjóða upp á gott úrval af bjór, víni og kokteilum til að njóta með matnum.
Hörgsland
Hörgsland I, 880 KirkjubæjarklausturUpplýsingar um húsin:
Húsin eru 13 talsins og voru byggð árin 2002 og 2003.
Þau eru panelklædd að innan með parketi á gólfum, björt og hlýleg.
Húsin eru með:
Klósetti, sturtu og handlaug
Verönd og útiborði
Tveimur svefnherbergjum, Bæði herbergin með tveggja manna rúmi og koju fyrir ofan
Einnig er í húsunum svefnloft með rúmlega 2m lofthæð og þar eru tvö 90×200 cm rúm
Í húsunum fylgir alltaf með handþurrka, klósettpappír, sápa, diskaþurrka og borðþurrka.
Eldhúsin eru með:
Ísskáp og örbylgjuofni
Kaffivél og brauðrist.
Eldavél og öllum almennum eldhúsáhöldum
Stofan er með:
Sjónvarpi, útvarpi, sófasetti og stofuborði.
Á svæðinu eru heitir pottar með nuddi og tjaldstæði með salernisaðstöðu og og sturtu.
Verð á tjaldstæði innifalin sturta 1600 kr / per mann en frítt fyrir yngri en 12 ára.
Góðar gönguleiðir og mikið útsýni eru við bæjardyrnar.
Lítill skógur er fyrir ofan sumarhúsin, og mikið fuglalíf á svæðinu.
Matur og drykkur
Grandagarður 2, 101 ReykjavíkMATUR OG DRYKKUR er fjölskyldurekinn veitingastaður sem sérhæfir sig í klassískri íslenskri matargerð með nútímalegu ívafi.
Frá upphafi höfum við á MAT OG DRYKK lagt mikið uppúr því að nýta íslenska náttúru, hvort sem það eru villtar jurtir eða hráefni frá bæði landi og sjó, og leitað uppi gamlar íslenskar uppskriftir í bókum og handritum sem við notum á nýstárlegan hátt.
Allt á matseðlinum okkar er unnið á staðnum úr fyrsta flokks hráefni.
Fosshótel Reykjavík
Þórunnartún 1 - Höfðatorg, 105 ReykjavíkFosshótel Reykjavík er stærsta hótel landsins og býður upp á magnað útsýni til allra átta. Á hótelinu má finna 320 herbergi og 4 fyrsta flokks fundar- og ráðstefnusali sem rúma allt að 220 manns. Á hótelinu má svo einnig finna Haust Restaurant. Haust er stór glæsilegt veitingahús sem var hannað af Leifi Welding og tekur rúmlega 200 manns í sæti. Bjórgarðinn er einnig að finna á jarðhæð hótelsins en þar er boðið upp á landsins mesta úrval af bjór.
Nálægð hótelsins við miðbæ Reykjavíkur gerir það að frábærum áfangastað fyrir þá sem vilja njóta alls þessa sem Reykjavík hefur upp á bjóða en vilja á sama tíma geta notið góðs nætursvefns og vinalegrar þjónustu. Allir hótelgestir hafa aðgang að líkamsræktaraðstöðu.
- 320 herbergi
- Morgunverður í boði
- Fundaraðstaða
- Ókeypis þráðlaust net
- Aðgangur að líkamsrækt fyrir alla hótelgesti
- Bjórgarðurinn / Beer Garden
- Veitingastaðurinn Haust
- Lyfta
Hluti af Íslandshótelum
Hótel Reykjanes
Reykjanes, 401 ÍsafjörðurVinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Tjaldsvæði opnar snemma vors og fram á haust (fer eftir tíðarfari).
Hótel Varmahlíð
Skagafjörður, 560 VarmahlíðHótel Varmahlíð er staðsett í hjarta Skagafjarðar, Varmahlíð við þjóðveg 1 og er í u.þ.b. 3 ½ tíma akstursfjarlægð frá Reykjavík og til Akureyrar er einungis klukkustundar akstur. Hótelið býður upp á gistingu í 19 vel búnum herbergjum sem öll hafa sér baðherbergi.
Morgunverðarhlaðborð er innifalið í gistingu og yfir sumarmánuðina er veitingastaður hótelsins opin öll kvöld og býður upp á matseðil sem inniheldur úrvalshráefni úr héraði.
Forréttabarinn
Nýlendugata 14, 101 ReykjavíkForréttabarinn býður upp á úrval forrétta og eftirrétta í ýmsum stærðum og gerðum. Lögð er áhersla ferskt, íslenskt hráefni en matreiðslan er innblásin af áhrifum frá Suður-Evrópu.
Einnig er gott úrval grænmetis og vegan rétta, ásamt því að fjögurra rétta samsettu matseðlarnir eru sérstaklega vinsælir.
Opið:
Mán – Sun. kl.16–22.
Holtið Kitchen bar
Langanesvegur 16, 680 ÞórshöfnVið erum með sveigjanleg með opnunartíma þegar eitthvað er um að vera.
Við bjóðum upp á fjölbreyttan matseðil. Leggjum áherslu á nýjan fisk, lambakjöt frá svæðinu, heimabakað brauð, ferskt grænmeti og gómsæta eftirrétti.
Allir helstu leikir eru sýndir á stóra skjánum.
Skemmtilegt og rúmgott barnahorn.
Hafið samband og fáið tilboð fyrir hópa og/eða sérstök tilefni.
Umi Hótel
Leirnavegur nr. 243, 861 HvolsvöllurUMI hótel er glæsilegt fjögurra stjörnu hótel sem opnaði í ágúst 2017. Hótelið er staðsett við rætur Eyjafjallajökuls og bíður upp á einstakt útsýni á eldfjallið ásamt því að vera í nálægð við allar helstu perlur suðurlands og er því kjörin staður til að gista og njóta góðra veitinga eftir að hafa skoðað þær náttúruperlur sem Ísland hefur uppá að bjóða. Hótelið býður upp á fyrirtaksaðstöðu fyrir brúðkaup, veislur og ráðstefnur. UMI hótel býður upp á 28 herbergi og þar af eru 4 superior herbergi, veitingarstað og bar.
Til að bóka beint:
e-mail: info@umihotel.is (Ef bóka á sérstök tilboð)
Bókunarsíðan okkar: https://property.godo.is/booking2.php?propid=124956
Serrano
Krossmói 4 , 260 ReykjanesbærSerrano býður uppá ferskan og hollan mexíkóskan skyndibita.
Opnunartími
Mánudaga til laugardaga
10:00 – 21:00
Sunnudaga
12:00 – 21:00
XO Veitingarstaður
Smáralind - Hagasmári 3, 200 KópavogurXO er hollur skyndibitastaður sem framreiðir mat í fusion stíl þar sem asísk og evrópsk matreiðsla renna saman. Maturinn er eldaður frá grunni og XO kappkostar við að gera bragðið af matnum einstakt. XO styðst eingöngu við topp hráefni og er hvorki hvítur sykur né hvítt hveiti notað við matreiðsluna.
Gistiheimilið Brekka
Aðaldalur, 641 HúsavíkBrekka Gistiheimilið er í fallegu umhverfi mitt á milli Húsavíkur og Mývatns.
Gistihúsið er vel staðsett til skoðunarferðar að Goðafossi,Mývatni,hvalaskoðun á Húsavík,Dettifossi,Öskju og Akureyrar.
Veitingastaðurinn er opinn frá 1. maí til 30. september.
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Kjúklingastaðurinn Suðurveri
Stigahlíð 45-47, 105 ReykjavíkGrána Bistro
Aðalgata 21, 550 SauðárkrókurVið bjóðum upp á ferskan og hollan mat úr skagfirsku hráefni og viljum að grænkerar jafnt sem sælkerar njóti þess að borða hjá okkur í notalegu andrúmslofti. Kökurnar okkar eru settar saman á staðnum af ást og alúð og kaffið okkar svíkur engan. Gefðu þér góða stund í Gránu.
Græna kannan lífrænt kaffihús
Sólheimar, 805 SelfossGræna kannan kaffihús/listmunabúð er kaffi- og samveruhús íbúa Sólheima og gesta. Ef þú vilt upplifa Sólheima með bragðlaukunum þá er Græna Kannan þinn heppilegasti kostur. Græna kannan er staðsett í hjarta Sólheima og notar hráefni úr nærumhverfinu svo sem gróðurhúsinu Sunnu og matjuragarðinum Tröllagarði. Í Grænu könnunni má einnig finna Listmunaverslunina Völu, fallega listmuni, kerti, tún vottaðar jurtavörur sem eru framleiddar úr náttúrulegum hráefnum og jurtum úr jurtagarði Sólheima auk fullt af spennandi vörum sem Íbúar Sólheima búa til.
Sjá má opnunartíma á forsíðu heimasíðu Sólheima. Oft eru uppákomur á kaffihúsinu og er vakin sérstök athygli á facebook síðu Sólheima og einnig á instagram síðu Sólheima þar sem sérstaklega eru tilgreindir þeir atburðir sem eru á boðstólnum hverju sinni. Verið velkomin á Sólheima.
Þið finnið okkur á facebook hér: https://www.facebook.com/heimasol
Þið finnið okkur á instagram hér: @solheimareco
Kaffi Hornið
Hafnarbraut 42, 780 Höfn í HornafirðiKaffi Hornið býður fjölbreytta rétti úr hráefni úr héraði. Meðal annars sjávarrétti úr spriklandi nýju sjávarfangi, úrval af réttum úr lambakjöti, kjúkling, salati eða humri. Súpa er borin fram daglega með heimabökuðu brauði.
Snjófell Restaurant
Arnarstapi, 356 SnæfellsbærSnjófell er nútímalegur veitingastaður þar sem áhersla er lögð á mat úr heimabyggð. Snjófell bíður upp á gómsætan mat úr besta hráefni úr héraði.
Snjófell tekur allt að 100 manns í sæti og er opinn frá kl. 10:00 til 22:00.
Thai Matstofan
Suðurlandsbraut 52, 108 ReykjavíkHjá Thai matstofunni leggjum við okkur fram við að elda alvöru tælenskan mat. Með áratuga reynslu, hágæða hráefni og ást á tælenskum mat bjóðum við upp á fjöldan allann af réttum. Næsti uppáhalds rétturinn þinn gæti leynst á matseðlinum okkar.
Góður tælenskur matur á samgjörnu verði.
Stórir og góðir skammtar.
Rock´n´Troll Kaffi
Fossatún, Borgarbyggð, 311 BorgarnesFossatún er staðsett um 90 km frá Reykjavík við veg nr. 50 mitt á milli Borgarness og Reykholts. Öll aðstaða er góð og nútímaleg hvort heldur gestir hafa styttri eða lengri viðkomu. Staðsetningin er miðlæg og stutt í allar áttir til að skoða fallega náttúru og þá möguleika sem aðrir bjóða upp á í ferðaþjónustu á Vesturlandi. Fossatún er staðsett á bökkum Grímsár og útsýni yfir Tröllafossa og hægt að sjá laxa stökkva og ganga meðfram fallegu árbakkasvæðinu. Einnig er gönguleið að Blundsvatni þar sem er fjölbreytt, iðandi fuglalíf. Borgfirski fjallahringurinn blasir við og umlykur.
Veitingahús - Rock´n Troll Cafe Veitingaaðstaðan okkar er staður til að slaka á og njóta nálægðar náttúrunnar og útsýnisins og hlusta á tónlist. Gestir geta valið plötu úr vinyl safninu sem inniheldur meira en 3.000 plötur og 5.000 geisladiska. Starfsfólk okkar mun með glöðu geði spila plöturnar í heilu en ekki einstök óskalög.
Yfir daginn bjóðum við upp á kaffiveitingar og hádegisverð og léttan kvöldverð mánudaga-miðvikudaga. Fimmtudaga til sunnudaga bjóðum við upp á fjölbreyttan og góðan kvöldverðarmatseðil. Ef hópur gesta er fleiri en 6 persónur, þarf að panta mat fyrirfram, annaðhvort af hópmatseðli eða hámark 3 rétti af kvöldverðarseðli.
Vinylplötu- og geisladiskasafnið er í eigu Steinars Berg, gestgjafa Fossatúns, en lífshlaup hans hefur alltaf verið tengt tónlist. Hann starfaði í íslensku tónlistarlífi í 30 ár og átti Steina hf. leiðandi tónlistarfyrirtæki á Íslandi og gaf út tónlist með mörgum besta, skemmtilegasta og áhugaverðasta tónlistarfólki Íslandssögunnar. Einstök staðsetning veitingahússins býður upp á náttúrunálægð og útsýni sem á sér ekki sinn líka.
Góður matur, einstakt útsýni og tónlista sem þú elskar. þess virði að stoppa!
Hveravík/Söngsteinn
Hveravík, 511 HólmavíkHótel Svartiskógur
Hallgeirsstaðir, Jökulsárhlíð, 701 EgilsstaðirHótel Svartiskógur er gisti- og veitingastaður staðsettur í fallegu skógi vöxnu landi í einni fegurstu sveit Austurlands, Jökulsárhlíð. Hótelið býður 16 herbergi með baði í aðalbyggingu og er með 4 smáhýsi sem eru frábærr áningarstaður fyrir einstaklinga og hópa sem hrífast af íslenskri náttúru, fuglasöng og friðsæld. Stutt í laxveiðiár. Vel staðsett, miðja vegu milli Egilsstaða og Vopnafjarðar og kjörin bækistöð til skoðunarferða um Fljótsdalshérað, Borgarfjörð eystri, Vopnafjörð, Seyðisfjörð, Fjarðarbyggð o.s.frv.Vel búið tjaldstæði er hið næsta hótelinu. Tjaldsvæðið er í skógi vöxnu landi og er góður áningastaður fyrir einstaklinga og hópa. Vel staðsett til skoðunarferða um Austurland og nágrenni.
Salt Café & Bistro
MIðvangur 2, 700 EgilsstaðirSalt Café & Bistro er veitingastaður og kaffihús í miðbæ Egilsstaða.
Við bjóðum fjölbreyttan matseðil og mikil gæði. Matseðillinn inniheldur meðal annars hamborgara, pizzur, salöt, tandoori, fiskrétti og steikur.
Við leggjum einnig áherslu á heilsusamlega rétti fyrir fólk með hollan lífsstíl.
Skoðaðu matseðilinn okkar og fylgstu með krítartöflunni.
Opnunartími er 11:30 – 22:00.
Brúnir - Horse, Home food and Art
Brúnir, 605 AkureyriÁ Brúnum búa hjónin Einar og Hugrún ásamt fjölskyldu sinni. Þar er stunduð hrossarækt og boðið upp á sýningar um íslenska hestinn.
Gestum býðst að njóta heimagerðra veitinga með hráefni úr héraði. Á Brúnum er einnig gallerý og sýningarsalur þar sem gestir geta skoðað listaverk bóndans og einnig eru þar sýningar annarra listamanna.
Upplýsingar um opnunartíma má finna á www.brunirhorse.is
GPS punktar: N65° 34' 0.392" W18° 3' 51.597"
Höfnin restaurant
Geirsgata 7c, 101 ReykjavíkHöfnin er fjölskyldurekinn veitingastaður sem Brynjar og Elsa settu upp árið 2010. Sérstaklega var hugað að því að viðhalda tíðaranda og „sál“ hússins sem er mikil en sægrænu húsin við Suðurbugtina eru byggð á árunum kringum 1930 og þjónuðu hér sem beitningaskúrar og netageymslur fram yfir aldamótin síðustu.
Synirnir hafa verið með, ýmist í eldhúsi eða sal. Logi stjórnar eldhúsinu með aðstoð föður síns og annars afburðarfólks sem sér um að gestum líði vel. Brynjar og Logi eru báðir matreiðslumeistarar og Elsa er „kolde jomfru“ sem lærði fræðin í Danmörku. Andri útskrifaðist síðan í framreiðslu frá Höfninni og Hótelskólanum 2015. Sterk tenging fjölskyldunnar til sjómennsku laðaði þau Brynjar og Elsu að þessum stað sem til stóð að rífa en hrunið mikla bjargaði því.
Í dag eru á svæðinu fjöldi veitingastaða og verslana sem byggst hafa upp á allra síðustu árum í bland við smábáta og trillukarla færandi fiskinn heim beint fyrir framan veitingastaðinn. Er hér til orðið nánast nýtt hverfi í miðborg Reykjavíkur sem hundruðir ferðamanna og annarra sækja daglega.
Höfnin er á tveim hæðum og tekur um 100 gesti í sæti og býður einnig ævintýralegt útsýni yfir smábátahöfnina, atvinnustarfsemina og mannlífið sem því fylgir, Esjuna og Faxaflóann.
Á Höfninni er lögð áhersla á klassískan íslenskan mat sem færður er í nútíma búning og meðal vinsælla rétta eru skelfisksúpan sem fræg er orðin, bláskelin, plokkfiskurinn bleikjan og íslenska lamba- og nautakjötið. Útisvæðið okkar er eitt hið allra besta á svæðinu og frábært að njóta þar í mat og drykk.
Fjölskyldan býður gesti sína velkomna í von um að þeir upplifi nútímann í samt klassískum íslenskum mat framsettum af meistarahöndum.
Hjarðarból Gistiheimili
Hjarðarból, Ölfusi, 816 ÖlfusVinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Kröst - Grill og vínbar
Hlemmur Mathöll, 105 ReykjavíkNútímalegur veitingastaður og vínbar fyrir sælkera þar sem unnið er með árstíðabundið gæðahráefni.
Kröst leika á strengi tímans til að elda mat í hæsta gæðaflokki. Kokkarnir hjá Kröst taka sér tímann sem þarf svo þú getir notið máltíðarinnar þegar hún er fullkomin.
Gamla Prestshúsið
Laufás, 601 AkureyriÍ gamla prestssetrinu sem er í eigu Minjasafnsins á Akureyri hefur verið rekin Gestastofa Laufáss frá sumrinu 2014. Þar er lögð áhersla á móttöku ferðamanna og gesta, meðal annars með fræðslu um sögu staðarins, náttúruna og nánasta umhverfi. Hægt er að fá kaffi og léttar veitingar og njóta útsýnisins eða líta í bók og blöð í bókahorninu. Þá er einnig starfrækt í Gestastofunni handverks- og minjagripaverslun þar sem gefur að líta fjölbreytt vöruúrval m.a. frá handverksfólki af svæðinu.
Smyrlabjörg sveitahótel
Suðursveit, 781 Höfn í HornafirðiSmyrlabjörg er sveitahótel með 68 björtum og vel útbúnum tveggja, þriggja og fjögurra manna herbergjum með sérbaði í flokki IV. Ágætis aðstaða er fyrir fatlaða. Hárþurrkur, sjónvarp og þráðlaust net er í öllum herbergjum.
Veitingastaðurinn er alla jafn opin allt árið. Á matseðlinum er að finna fjölbreytta og fjölskylduvæna rétti.
Í nágrenninu eru margar af fallegustu náttúruperlum landsins. Mikið af fjölbreyttri og skemmtilegri afþreyingu allt í kring.
Vínstúkan Tíu sopar
Laugavegur 27, 101 ReykjavíkNotalegur bar með góðu úrvali af vínum, góðum mat og andrúmslofti. Nú einnig takeaway.
Fröken Selfoss
Brúarstræti 12A (On the town square), 800 SelfossFröken Selfoss er stemningsstaður með smárétti í "Nordic tapas" stíl. Tapas er mjög frjálsleg matreiðsla og markast helst við stemninguna, stærð réttana og hvernig maturinn er borinn fram.
Fröken Selfoss er staðsett á neðra brúartorgi í nýja miðbænum á Selfossi. Þar framleiðum við frábæran mat, bragðgóðan og fallega borinn fram. Við bjóðum upp á skemmtilega og frumlega kokteila ásamt úrval af góðum vínum.
Við erum hóflega "fínn" veitingastaður og leggjum upp með að bjóða uppá vinarlega þjónustu, girnilegan og bragðgóðan mat.
Gamla fjósið
Hvassafell/Steinar, 861 HvolsvöllurVeitingahúsið Gamla fjósið ehf. er staðsett
að Hvassafelli undir Eyjafjöllum og stendur undir hinu stórbrotna Steinafjalli
sem gnæfir yfir byggðina í Steinum og er rekið af fjölskyldunni á Hvassafelli.
Eftir gosið í Eyjafjallajökli 2010 var mikið aukning á ferðamönnum í sveitinni og
tóku við þá ákvörðun um að rífa út úr gömlu fjósi sem staðið hafði ónotað í 10
ár og breyta því í veitingastað.
Uppistaðan á matseðlinum eru nautakjöt úr sveitinni og háægða hamborgarar.
Við leggjum áhersla á góða og persónulega þjónustu og bjóða einfalda rétti úr besta
fáanlega hráefni úr sveitinni.
Flatus
Skúlagata 28, 101 ReykjavíkFlatus er glænýr pop-up bar og veitingastaður á KEX þar sem þú færð pizzu á 1200 kr og Flatus af krana á 800 kr. enda lág verð og góð stemning númer eitt, tvö og þrjú hjá okkur. Lifandi tónlist og fjölbreytt afþreying í boði!
Kaffivagninn
Grandagarður 10, 101 ReykjavíkKaffivagninn var stofnaður árið 1935 af Bjarna Kristjánssyni og stóð þá á Ellingsenplaninu sem er á horni Pósthússtrætis og Tryggvagötu, á þessum tíma var Kaffivagninn vörubíll með yfirbyggðum palli. Fram yfir stríðsárin var Kaffivagninn í eigu Bjarna sem rak hann allan tímann.
Hús Kaffivagnsins hefur verið í núverandi mynd frá því 1975.
Kaffivagninn býður upp á úrval hefbundinna íslenskra og skandinavískra rétta auk heitra og kaldra drykkja. Við bjóðum upp á heita drykki frá te og kaffi auk þess að vera með gamla góða uppáhellta kaffið.
Glæsilegur pallur er við austurgafl Kaffivagnsins með útsýni yfir höfnina og Hörpu.
Country Hótel Anna - Moldnúpur
Moldnúpur, 861 HvolsvöllurCountry hotel Anna býður uppá gistingu í 7 vel útbúnum herbergum, með sjónvarpi/gervihnetti, síma og internet tengingu. Hótelið er í hinu rómaða umhverfi Eyjafjalla og býður upp á persónulega þjónustu.
Afslöppunaraðstaða með heitum nuddpotti og sauna er til staðar fyrir gesti. Veitingasalur sem rúmar allt að 60 manns.
Matseðill fyrir litla og stærri hópa.
Brúarás - Geo Center
Stóri-Ás, 320 Reykholt í BorgarfirðiBrúarás er glæsilegt veitinga-og samkomuhús steinsnar frá Hraunfossum í Borgarfirði. Í boði eru fjölbreyttar veitingar og áhersla er lögð á að nota hráefni beint frá býli. Þar er jafnframt starfrækt upplýsingaþjónusta og verslun með handverk, fatnað og minjagripi. Náttúran allt í kring og nálægðin við margar helstu náttúruperlur Vesturlands gerir Brúarás að einstökum viðkomustað og ákjósanlegum vettvangi fyrir margvíslegar veislur og viðburði.
Opið daglega á sumrin, á veturnar opið eftir samkomulagi fyrir hópa.
Lundinn Veitingahús
Kirkjuvegur 21, 900 VestmannaeyjarLundinn er elsti Pöbbinn í bænum, Lundinn býður upp á lifandi tónlist flestar helgar ársins.
Teni
Húnabraut 4, 540 BlönduósHótel Kría
Sléttuvegur 12-14, 870 VíkHótel Kría opnaði sumarið 2018 í Vík í Mýrdal. Hótelið samanstendur af 72 herbergjum og einni svítu, bar og veitingarstað. Öll herbergin eru rúmgóð, björt og með þægindin í fyrirrúmi. Vík í Mýrdal einkennist af einstakri náttúru þar sem jöklar, svartar strendur og grænar hlíðar mætast. Það er eitthvað fyrir alla að finna í Mýrdalshrepp, hvort sem að það eru gönguferðir, zip-line ævintýri eða tekið hring á golfvellinum!
Tehúsið Hostel
Kaupvangur 17, 700 EgilsstaðirTehúsið Hostel er staðsett í miðsvæðis á Egilsstöðum.
Gestir hafa aðgang að fullbúnu eldhúsi og hægt er að slaka á í gestastofum. Ókeypis WiFi er til staðar.
Á hostelinu er lögð áhersla á umhverfismál og sanngjörn viðskipti (Fair trade). Allt sorp er flokkað.
Okkar gildi eru gleði, sjálfbærni og heiðarleiki.
Gott kaffihús og bar er á Hostelinu sem bíður upp á Te, Kaffi og heimabakað meðlæti.
Barinn er með eitt mesta úrval af bjór á Austurlandi.
Farfuglaheimilið býður upp á einföld, snyrtileg, herbergi með góðum rúmum. Bæði í svefnskálum og privat.
Baðherbergisaðstaða er sameiginleg. Rúmfatnaður og handklæði eru til staðar.
Gististaðurinn er staðsettur miðsvæðis við hlið tjaldsvæðis Egilsstaða og upplýsingaveitu. Hægt er að panta morgunverð sem m.a. felur í sér staðbundið góðgæti.
Áfangi
Húnavatnshreppur, Húnavöllum, 541 BlönduósÁfangi er gagnamannaskáli í eigu Húnavatnshrepps.
Á sumrin er rekin ferðaþjónusta sem tekur á móti ýmiskonar hópum s.s hestahópum og gönguhópum.
Veitingasala er í Áfanga fyrir gesti og gangandi.
Í Áfanga er svefnpokapláss fyrir 32 manns í 8 fjögura mann herbergjum. Svefnpláss á dýnum í setustofu. Hægt að fá uppábúin rúm.
Eldhús og borðsalur eru til afnota fyrir næturgesti og hópa. Aðkeyrsla og dyr beint inn í eldhúsið.
Veitingasala og verslun er í Áfanga. Boðið er uppá morgunmat, hádegismat, kaffi og kvöldmat. Súpa og brauðmeti er ávallt til en stærri máltíðir þarf að panta fyrirfram. Bjór, gos og sælgæti er til sölu.
Í Áfanga er heitur pottur og góð sturtuaðstaða.
Fátt er betra en hvíld í heitum potti eftir langan ferðadag.
GPS: N65°08,701 W19°44,148
Aðstaða fyrir hesta, hesthús og hey.
American Style
Skipholt 70, 105 ReykjavíkFinnsson Bistro
Kringlan 4-12, 103 ReykjavíkFinnsson fjölskyldan er með samanlagða 81 árs reynslu í öllu sem viðkemur veitingarekstri. Yfirmatreiðslumaður staðarins er Vilhjálmur Sveinn Guðmundsson (Villi kokkur). Hann hefur m.a. unnið á Hilton, Sjávargrillinu, Grand Hótel og Grillmarkaðnum.
Villi og teymið í eldhúsinu gera allar sósur og pestó frá grunni eins er allt brauð og kökur bakaðar á staðnum. Sérstök áhersla er lögð á sykurlaust góðgæti!
Finnsson Bistro er með einfaldan og bragðmikinn mat. Markmiðið fjölskyldunnar er að hafa sanngjarnt verð á mat og drykk.
Miðhraun - Lava Resort
Miðhraun 2, 342 StykkishólmiMiðhraun - Lava Resort er fjölskylduvænn og fjölskyldurekinn gististaður á sunnanverðu Snæfellsnesi. Hús, íbúðir og herbergi, leikvöllur með ærslabelg, gönguleiðir, lítið fjárbú, náttúrubað, sauna, veitingastaður og veislusalur. Veitingastaðurinn er opinn frá maí til enda október en getum opnað fyrir stærri hópa sem bóka með fyrirvara. Miðhraun er hentugur staður fyrir bæði litla og stóra hópa.
Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu.
Jómfrúin
Lækjargata 4, 101 ReykjavíkJómfrúin býður upp á mikið úrval af dönsku smurbrauði í bland við klassíska danska og skandinavíska aðalrétti. Hefð og handbragð danskrar matreiðslu ásamt áræðinni íslenskri nýjungasmíð er í öndvegi. Hefðin skiptir öllu máli, smurbrauð á að vera fallega skreytt, topphlaðið og matarmikið.
Jómfrúin hefur starfað óslitið í 23 ár og fastagestir hafa haldið tryggð við staðinn allan tímann sem segir meira en mörg orð. Dönsku áhrifin eru sterk enda er fátt danskara en smurbrauð.
Jómfrúin er staðsett í Lækjargötu 4, í hjarta miðborgarinnar. Að baki veitingastaðarins er skjólsælt torg þar sem gestir geta setið úti á góðviðrisdögum.
Kaffi Sumarlína
Búðavegur 59, 750 FáskrúðsfjörðurFáskrúðsfjarðargestrisnin lætur ekki að sér hæða á Búðavegi 59 þar sem Kaffi Sumarlína býður gestum sínum heimalagaðar veitingar eins og þær gerast bestar austur hér. Auk rómaðs austfirsks meðlætis með kaffinu er einnig matseðill i boði í hádeginu og á kvöldin. Hráefni úr heimabyggð er gert hátt undir höfði. Sérréttir í boði fyrir þá sem ekki þola glúten. Kvöldverði á Kaffi Sumarlínu með útsýni yfir fjörðinn er ekki í kot vísað!
Kaffi Sumarlína er opin alla daga frá 11:00-22:00 og matseðillinn í gangi allan daginn frá kl. 11:00 til 20:45
Fish & Chips Lake Myvatn
Hraunvegur 8, 660 MývatnVeitingastaður í hjarta Mývatnssveitar, Fish & Chips. Bjóðum upp á frábæran sjófrystan fisk og franskar.
Serrano
Spöngin 31, 112 ReykjavíkSerrano býður uppá ferskan og hollan mexíkóskan skyndibita.
Opnunartími
Mánudaga til laugardaga
11:00 – 21:00
Sunnudaga
12:00 – 21:00
Local
Kringlan 4-12 , 103 ReykjavíkMarkmið Local er að bjóða hollan og ferskan skyndibita á sanngjörnu verði. Við leggjum mikla áherslu á skjóta og góða þjónustu og bjóðum upp á fyrsta flokks hráefni á hverjum degi.
Verið velkomin.
Tokyo Sushi
Glæsibær, Álfheimar 74, 104 ReykjavíkÍ Glæsibæ er Tokyo sushi veitingastaður með 45 þægilegum sætum. Á veitingastaðnum er allt sushi gert jafnóðum, rétt eins og á öðrum Tokyo sushi stöðum. Sama verð er á sushi-réttum á öllum stöðunum okkar. Í Glæsibæ er allt sushi úrvalið okkar, heitir réttir og sushi a-la-carte – „eftir þínu höfði“.
Hugmyndin á bakvið Tokyo Sushi var að opna veitingastað þar sem boðið yrði upp á bragðgott sushi sem væri gert jafnóðum.
Taktu sushi með þér eftir vinnu eða um helgi og borðaðu heima í rólegheitum. Sestu inn með maka og börnum og allir finna eitthvað við sitt hæfi. Taktu sushi með í vinnuna og borða við skrifborðið. Sestu með vinum og njóttu matarins í rólegheitum. Taktu alla fjölskylduna með. Fáðu þér sushi við gluggaborð á meðan þú lest blaðið. Þótt þú sért að flýta þér áttu rétt á ferskum og hollum mat !
Minilik Eþíópískt veitingahús
Gilsbakki, 845 FlúðirÞað gleður okkur að kynna hið sérstaka bragð frá Eþíópíu elstu þjóðinni sem býr sunnar Sahara.
Við bjóðum þér að bragða á þjóðlegum réttum eins og t.d. Doro Wat sem er sítrónumarineraður kjúklingur, stappaðan í „berbera“ heita sósu, borinn fram með lauk, hvítlauk og engifer.
Við erum sannfærð um að við höfum besta og fjölbreyttasta matseðilnn fyrir grænmetisætur vegna hefða Eþíópíubúa fyrir því að fasta.
Sérstakar kaffiathafnir að hætti Eþíópíubúa
Minilik – eþíópskt veitingahúsið gerir kröfur um að kaffibaunirnar sem við ristum og berum fram komi ekki aðeins beint frá Eþíópíu heldur einnig frá þeim héruðum landsins sem eru þekktust fyrir bestu kaffibaunaframleiðslu í Eþíópíu.
Minilik býður þér að upplifa sérstakar kaffihefðir Eþíópíu; frá því að grænu baunirnar eru og allt þar til þú finnur ilminn og bragðið af sterku og einstaka kaffinu okkar.
Þjónusta okkar
Minilik – eþíópskt veitingahús bíður nú bar, veitingar og „take away“ á Flúðum.
Hringdu 30 mínútum á undan þér og fáðu matinn afhentan í afgreislu
Þarftu að halda veislu? Við sjáum um hana fyrir þig – hafðu samband til að fá verð, panta sal og veisluföng.
Það gleður okkur að þjóna þér.
Hvanneyri Pub
Hvanneyrartorfa, 311 BorgarnesAllir eru velkomnir á Hvanneyri Pub! Ferðamenn jafnt sem heimafólk.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Sel-Hótel Mývatn
Skútustaðir, 660 MývatnSel er fjölskyldufyrirtæki síðan 1973 og byrjaði sem verslun og skyndibita staður. Fyrsta hluti hótelsins var ekki byggður fyrr en árið 2000 og síðan stækkuðum við árið 2015. í dag erum við með 54 herbergi af nokkrum gerðum og stærðum sem hægt er að skoða nánar á heimasíðu okkar.
Sel Hótel Mývatn er á fullkomnum stað til að hlaða batteríin og njóta þess að vera í fríi. Hvert herbergi er rúm gott með sér baðherbergi og hefur mikilfenglegt útsýni, hvort sem það er yfir Skútustaðagígana, Stakhólstjörn, bóndabæinn og til fjalla og jökla.
- 54 herbergi
- Einstök staðsetning
- Frábær veitingarstaður
- Happy hour
- Persónuleg og góð þjónusta
- Morgunverðarhlaðborð innifalið
Munaðarnes Restaurant
Munaðarnes, 311 BorgarnesMunaðarnes Restaurant er vinalegur veitingastaður í hjarta Borgarfjarðar.
Hægt er að sitja úti og njóta veðursins og náttúru svæðisins og að sjálfsögðu innandyra í rúmgóðum veitingasalnum.
þráðlaust net er á staðnum.
Litla Kaffistofan
Suðurlandsvegur, 110 ReykjavíkLitla kaffistofan er bensínstöð og veitingahús á þjóðvegi 1, Suðurlandsveginum, í Svínahrauni. Hún var upphaflega stofnuð 4. júní 1960 og hefur verið rekin óslitið síðan. Litla kaffistofan er vinsæll áningarstaður þeirra sem ferðast til og frá Reykjavík.
Hótel Blönduós
Aðalgata 6, 540 BlönduósHótel Blönduós er nýuppgert hótel með langa sögu. Vorið 2023 var blásið til nýrrar sóknar og opnað endurnýjað hótel með 19 herbergjum af ýmsum gerðum; einstaklingsherbergi, tveggja manna herbergi og fjölskylduherbergi. Baðherbergi er á öllum herbergjum sem og sturta en fjölskylduherbergin eru með baði. Útsýnið er breytilegt eftir herbergjum, ýmist yfir gamla bæinn eða Húnaflóann.
Fjölbreytt úrval veitinga:
Apótekarastofan: hluti af Hótel Blönduósi. Er staðsett í Helgafelli Aðalgötu 8, þar var apótek sýslunnar til húsa áður fyrr. Boðið er upp á á kaffi og kökur, súpur og fleira og rólegt umhverfi í þessum elsta hluta bæjarins.
Einnig eru ýmsar vörur til sölu, sem gætu hentað heimamönnum og ferðafólki. Þar á meðal gönguskó, fatnað, matvöru notaðan borð borðbúnað og fallega handunna dúka.
Lögð er áhersla á umhverfi og endurvinnslu. Húsgögnin okkar og borðbúnaður er að mestu notaður.
Í Apótekarastofunni er heimilislegt andrúmsloft. Að auki er boðið upp á fjölbreytta viðburði eins og prjónakvöld, tónleika og ýmislegt fleira.
Krúttvagninn: matarvagn sem býður upp á skyndibita og er yfirleitt staðsettur á Blönduósi, við ÓB stöðina.
Sýslumaðurinn: veitingastaður Hótels Blönduóss. Lögð er mikil áhersla á gæði hráefnisins og leitumst við eftir því að vera með lambakjöt, kindakjöt og lax sem hefur tengingu við svæðið enda er héraðið rómað fyrir gjöfulan landbúnað og heimsþekktar laxveiðiár. Einnig er hægt að fá vegan og grænmetisrétti.
Krauma
Deildartunga 3, 320 Reykholt í BorgarfirðiSkammt norðan Deildartunguhvers standa Krauma - náttúrulaugar. Náttúrulaugarnar innihalda hreint og tært vatn, beint úr Deildartunguhver sem kælt er með vatni undan öxlum Oks. Laugarnar eru sex talsins, fimm heitar og ein köld. Engum sótthreinsandi efnum er bætt í vatnið, heldur er hreinleiki þess tryggður með mjög miklu vatnsrennsli í laugarnar.
Opnunartímar:
Opið alla daga frá klukkan 11:00 til 21:00
Hótel Laugarhóll
Bjarnarfjörður, 520 DrangsnesAÐSTAÐA
Hótel Laugarhóll er heimilislegt, sveitahótel í gróðursælum dal á Ströndum, miðja vegu milli Ísafjarðar og Reykjavíkur. Boðið er upp á gistingu í eins, tveggja og þriggja manna herbergjum, með eða án sér baðs. Einnig er tekið er á móti hópum, allt að 40 manns í uppbúin rúm. Á Laugarhóli er að finna notalega setustofu með nettengingu, veitingastað, íþróttasal og gallerí, sundlaug og heitan pott. Skammt frá hótelinu er tjaldsvæði með rennandi vatni og salernum. Tjaldsvæðið er opið frá 1. júní til 1. september.
Utan háannatíma hentar staðurinn einstaklega vel til funda-, námskeiða- og ráðstefnuhalds og ekki síður sem æfingabúðir fyrir kóra, leik- og íþróttahópa, björgunarsveitir eða gönguskíðagarpa,
AFÞREYING
Við hótelið stendur Gvendarlaug hins góða, ylvolg sundlaug, með náttúrulegu heitu vatni (32°C) og náttúruleg heit uppspretta (42°C), vinsæll viðkomustaður hjá lúnum ferðalöngum. Í næsta nágrenni eru fjölbreyttar og fallegar gönguleiðir, silungsveiði, hestaleiga, sjóstangveiði og lundaskoðun, ósnert og víða stórbrotin náttúra og ævintýralegar rekafjörur sem eru eitt helsta tákn Strandasýslu.
VEITINGASTAÐUR
Boðið er uppá veitingar í björtum og notalegum borðsal með útsýni yfir sveitina. Þar má gæða sér á bragðgóðum, heimilislegum mat úr héraði í bland við framandi rétti. Á boðstólum er að jafnaði ferskt sjávarfang, heimalagaðar súpur og nýbakað brauð, ásamt grænu salati og kryddjurtum úr garðinum, að ógleymdum girnilegum eftirréttum.
KOTBÝLI KUKLARANS
Strandir hafa löngum verið kenndar við galdra og í Bjarnarfirði bjó Svanur galdramaður á Svanshóli sem getið er í upphafskafla Njálu. Kotbýli kuklarans er annar áfangi Galdrasafnsins á Hólmavík og stendur við hlið Gvendarlaugar. Það sýnir vel þær aðstæður sem almúgafólk á Ströndum bjó við á tímum galdrafársins og fátæklegur aðbúnaðurinn útskýrir ef til vill þörf þess til að sækja sér styrk í kukl.
GVENDARLAUG HINS GÓÐA
Sundlaugin á sér merka sögu en hún var byggð á fimmta áratug síðustu aldar með sameiginlegu átaki bænda úr hreppnum. Nýleg sundskýli eru við laugina og í anddyri þeirra er sýning sem greinir í máli og myndum frá byggingu laugarinnar.
GVENDARLAUG HIN FORNA
Skammt ofan við sundskýlin er Gvendarlaug hin forna, náttúruleg heit uppspretta, blessuð í byrjun 13. aldar af Guðmundi góða fyrrum Hólabiskupi. Hún er talin búa yfir lækningamætti og er nú friðuð og í umsjá Þjóðminjasafns Íslands.
STAÐSETNING
Frá Reykjavík er rúmur þriggja stunda akstur (258 km) að Laugarhóli, gegnum Borgarnes og Búðardal til Hólmavíkur. Þaðan liggur leiðin fyrir botn Steingrímsfjarðar og yfir Bjarnarfjarðarhálsinn. Hótel Laugarhóll er við veg nr. 643.
Stúkuhúsið Café / Restaurant
Aðalstræti 50, 450 PatreksfjörðurStúkuhúsið er notalegur veitingastaður á Patreksfirði sem er staðsettur á mjög góðum útsýnisstað nálægt sundlauginni.
Opnunartíma og aðrar upplýsingar má finna á Facebook síðu Stúkuhússins og á heimasíðunni www.stukuhusid.is.
Á matseðli er lögð áhersla á ferskasta fisk dagsins og að sjálfsögðu íslenska lambið.
Fjölbreyttur matseðill þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi, súpur, salöt,bökur o.s.frv.
Heimabakaðar kökur og allar gerðir af ilmandi kaffidrykkjum.
Osushi the train
Reykjavíkurvegur 60, 220 Hafnarfjörður
Eigendur Osushi eru Anna og Kristján Þorsteinsbörn. Hugmyndin að staðnum kviknaði þegar Kristján var á ferðalagi um Ástralíu en þá kynntist hann sushi menningunni og sótti mikið svokallaða færibandastaði. Þannig var grunnur lagður að því að opna slíkan veitingastað á Íslandi.
Reykjavíkurvegur 60
Osushi á Reykjavikurvegi í Hafnarfirði er nýjasti veitingarstaðuinn í Osushi keðjunni. Staðurinn tekur 30 manns í sæti.
Mánudaga - föstudaga kl. 11:30 - 14:00 & 17:00 - 21:00
Laugardaga kl. 16:00 - 21:00
Sunnudaga kl. 17:00 - 21:00
ION Adventure Hotel
Nesjavellir, 805 SelfossIon Adventure Hotel opnaði þann 1. febrúar 2013. Hótelið er staðsett í einni mestu náttúruperlu landsins og aðeins í um hálftíma fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Umhverfisvænar lausnir og hugvitssamleg nýting á náttúrulegum efnum eru grundvallarþættir í hönnun og byggingu hótelsins. Gestir munu upplifa sterka tengingu við náttúruna, orkuna á svæðinu og tærleikann í umhverfinu.
Laugarvatn Fontana
Hverabraut 1, 840 LaugarvatnLaugarvatn Fontana er frábær staður til að stoppa við á, á ferðalaginu um landið, og slaka á í heitum laugum og náttúrulegu gufubaði.
Náttúruböðin bjóða upp á einstaka upplifun í hinni einstöku GUFU sem er beint yfir náttúrulegum gufuhverum sem heimamenn hafa notað til heilsubaða í tugi ára. Fontana liggur beint við Laugarvatn og þú upplifir einstaka fjallasýn á meðan þú endurnærist á þessum heilsuvæna stað.
Opnunartími:
Alla daga : 10:00 – 21:00
Verðskrá:
Fullorðnir (17+) 4990 kr.
Unglingar (10-16) 2990 kr.
Börn (0-9) frítt með fullorðnum
Eldri borgarar 2990 kr.
Öryrkjar 2990 kr.
Upplifðu orku jarðar í bakarísferðunum okkar.
Alla daga, klukkan 10:15, 11:45 og 14:30 förum við niður að vatninu þar sem við gröfum upp hverabrauð sem búið er að bakast í sólarhring í heitri jörðinni.
Gestum er velkomið að bóka sig í ferð með okkur og upplifa þettta einstaka bakarí jarðhitans. Smakkað er á nýbökuðu brauðinu sem borið er fram með íslensku smjöri og reyktum silungi.
Þetta er tilvalin upplifun fyrir hópa.
Verð 2.990 kr. á mann.
Frítt fyrir 12 ára og yngri.
Vinsamlegast bókið fyrirfram. Hlökkum til að sjá ykkur.
Dirty Burgers & Ribs
Austurstræti 10, 101 ReykjavíkAlvöru hamborgarar, rif, kjúklingavængir, kjúklingabitar, kjúlingaborgarar, pulled pork og margt fleira.
Mika Restaurant
Skólabraut 4, 806 SelfossMika er fjölskyldufyrirtæki sem rekið er af hjónunum Michał og Bożenu Józefik. Hér ríkir sannkölluð fjölskyldustemmning þar sem allir frá ömmu Józefik niður í börnin hjálpast að við að gera staðinn að því sem
hann er. Við leggjum mikið upp úr ferskleika og erum í góðu samstarfi við bændur hér í kring. Hér er flest allt lagað frá grunni hvort sem það er brauð eða sósur. Við sérhæfum okkur í súkkulaði, konfektgerð og
humarréttum. Úr verður óvænt matargerð þar sem humar og súkkulaði mætast.
Dill Restaurant
Laugavegur 59, 101 ReykjavíkDILL var stofnað árið 2009 og hefur síðan þá haft það markmið að færa öllum sínum gestum einstaka og eftirminnilega upplifun.
Frá upphafi höfum við einblínt á að kanna nýjar aðferðir og uppskriftir á okkar gömlu réttum og hefðum sem vekur svo nýtt líf á disknum og gleður gestsins hjarta.
Gunnar Karl Gíslason ræður ríkjum á DILL, tilbúinn til að nýta hvað sem finnst í fjörum okkar, landi og sjó. Skila því svo á disk í formi rétta, jafn misjöfnum og veðrið.
Á DILL leggjum við upp með að virða öll þau hráefni sem til okkar koma, jafnt stór sem smá. Hver hlutur grípur athygli okkar og við gerum allt til að nýta hann.
Það er á ábyrgð okkar allra að passa upp á umhverfið okkar og DILL er svo sannarlega engin undantekning frá því. Við erum öll með fullan fókus og ekki bara ætlum við að vera góð, við ætlum að bæta okkur á hverjum degi. Umhverfið skiptir okkur öllu.
Friðheimar
Reykholt, Bláskógabyggð, 806 SelfossMatarupplifun
Í Friðheimum bjóðum við upp á einstaka matarupplifun, þar sem borin er fram tómatsúpa og nýbakað brauð ásamt öðru góðgæti í notalegu umhverfi innan um tómatplönturnar. Gestirnir upplifa miðjarðarhafsloftslagið sem er ríkjandi í gróðurhúsinu allt árið um kring og finna ilminn af tómatplöntunum á meðan þeir njóta umhverfisins og heimalagaðra veitinganna. Einnig er vinsælt að koma og skála í tómatsnafs í góðra vina hópi!
Hægt er að taka gómsætar minningar með sér heim úr Litlu Tómatbúðinni okkar þar sem eru til sölu matarminjagripir á borð við tómatsultu, gúrkusalsa og tómathressi en þetta er allt framleitt á staðnum.
Við mælum með að bóka alla þjónustu fyrirfram á www.dineout.is/fridheimar
Gróðurhúsaheimsókn og Hestasýning eða Heimsókn í hesthúsið
Einnig bjóðum við uppá Gróðurhúsaheimsókn þar sem farið er yfir hvernig hægt er að rækta grænmeti á Íslandi allt árið um kring með aðstoð náttúrunnar!
Hestasýning og Heimsókn í hesthúsið er í boði þar sem farið er yfir sögu- og gangtegundir íslenska hestsins í notalegu umhverfi. Eftir sýninguna er gestum boðið í hesthúsið þar sem tækifæri gefst til að klappa hestunum og spjalla við knapana.
Afþreyingin hentar öllum aldurshópum og er tilvalin fyrir þá sem hafa áhuga á að skyggnast inn í hið hefðbundna sveitalíf íslenskrar fjölskyldu.
Við mælum með að bóka alla þjónustu fyrirfram á www.dineout.is/fridheimar
Nielsen Restaurant
Tjarnarbraut 1, 700 EgilsstaðirNielsen veitingahús er staðsett í hjarta Egilsstaða við Tjarnarbraut 1 í elsta húsi bæjarins sem nýlega hefur verið uppgert. Húsið var byggt af dananum Oswald Nielsen árið 1944 og er því af heimamönnum oftast kallað Nielsenshús. Húsið hefur gegnt allskyns hlutverkum í gegnum árin en hefur í seinni tíð verið einn vinsælasti veitingastaður Egilsstaða.
Núverandi eigendur Nielsen eru þau Sólveig Edda Bjarnadóttir og Kári Þorsteinsson. Sólveig er fædd og uppalin á Egilsstöðum en Kári er m.a. fyrrum yfirkokkur á hinum margrómaða veitingastað Dill sem var sá fyrsti á Íslandi til þess að hljóta Michelin stjörnu.
Ein af ástæðum þess að Kári og Sólveig ákváðu að flytja austur á Egilsstaði og opna veitingastað var það frábært aðgengi að hágæða staðbundu hráefni sem Austurland hefur upp á að bjóða. Ferskur fiskur, lífrænt grænmeti, allskonar villibráð og meira að segja wasabi sem er ræktað rétt hinu megin við fljótið! Matseðillinn er svo hannaður með þetta hráefni í aðalhlutverki, og tekur mið af árstíðabundnumframboði sem gerir það að verkum að seðillinn breytist ört í takt við það…þú skalt því ekki láta þér bregða ef matseðillin hefur gjörbreyst frá því þú borðaðir á Nielsen síðast.
Serrano
Dalshraun 11, 220 HafnarfjörðurSerrano býður uppá ferskan og hollan mexíkóskan skyndibita.
Opnunartími
Mánudaga til laugardaga
11:00 – 21:00
Sunnudaga
12:00 – 21:00
Hereford Steikhús
Laugavegur 53b, 101 ReykjavíkHereford steikhús leggur einkum áherslu á tvennt: annars vegar að þú fáir góðan mat úr úrvals hráefni og hins vegar að verðlagning veitingastaðarins spilli ekki fyrir þér matarlystinni.
Hereford steikhús leggur allan sinn metnað í að bjóða aðeins upp á besta fáanlega hráefni sem til er hverju sinni og bjóða fjölbreytt úrval aðalrétta, forrétta og eftirrétta.
Matreiðslumeistarar Hereford steikhús hafa áralanga reynslu af steikhúsum að baki bæði hérlendis og erlendis og gera miklar kröfur til góðs hráefnis. Steikurnar okkar koma frá Kjarnafæði og eru þær sérvaldar, fituofnar og sérverkaðar eftir óskum yfirmatreiðslumeistara Hereford steikhús. Kjarnafæði í samvinnu við Hereford og íslenska nautgripa ræktendur gera miklar gæðakröfur til að ná fram hámarksgæðum út úr hverjum munnbita.
Sjanghæ
Strandgata 7, 600 AkureyriVeitingastaðurinn Sjanghæ er kínverskur staður á Akureyri. Við bjóðum upp á úrval góðra rétta í hádeginu og á kvöldin. Verið velkomin!
Take Away afgreiðsla.
Local
Reykjavíkurvegur 62, 220 HafnarfjörðurMarkmið Local er að bjóða hollan og ferskan skyndibita á sanngjörnu verði. Við leggjum mikla áherslu á skjóta og góða þjónustu og bjóðum upp á fyrsta flokks hráefni á hverjum degi.
Verið velkomin.
Laugar Spa
Sundlaugavegur 30a, 105 ReykjavíkLaugar Spa er einstakt tækifæri til að endurnæra líkama og sál. Fyrsta flokks heilsulind þar sem slökunar- og og lækningarmáttur íslenska vatnsins er í hávegum hafður
Í Laugar Spa eru alls sjö gufur, hver með sínu þema. Hver gufa hefur sinn einstaka ilm og má m.a. anda að sér sítrónu, piparmyntu og lavender, svo eitthvað sé nefnt. Ákveðið þema einkennir hverja gufu og þar má m.a. heyra fugla- og lækjarnið, upplifa stjörnuhvolfið sem og sólarupprisu eða hverfa til austurrísku bjálkakofanna og ekki síst Infrared stofu.
Í nuddpottinum sem byggður er úr graníti er hægt er að láta þreytuna líða úr sér eða hvíla þreytta fætur í þar til gerðum fótlaugum. Þeir sem vilja ferska upplifun skella sér í kaldan sjópott eða í heit og köld víxlböð í sérútbúnum klefum, eða baða sig í 6 metra breiðum fossi lystilega hönnuðum af Sigurði Guðmundssyni listamanni. Listilegt handbragð Sigurðar er einstakt og einkennist af handbragði meistara sem á sér engan líkan.
Hvíldarherbergi Laugar Spa er draumi líkast þar sem íslenskt landslag prýðir veggina ásamt kínversku graníti og listaverkum Sigurðar Guðmundssonar, að ógleymdum arninum sem prýðir miðju stofunnar.
Í Betri stofunni er einnig fyrsta flokks veitingaaðstaða, þar sem hægt er að njóta drykkja og veitinga í einstöku umhverfi.
Heimabyggð Kaffihús
Aðalstræti 22b, 400 ÍsafjörðurHeimabyggð er umhverfisvænt, grænkera kaffihús í hjarta Ísafjarðar. Kaffihúsið gefur frá sér litríkan og hressandi sjarma þar sem lykt af nýbökuðu súrdeigsbrauði, bakkelsi og fyrsta flokks kaffidrykkjum umvefur þig í. Á matseðli eru réttir sem henta öllum sem gerðir eru frá grunni í eldhúsi kaffihússins og á hverjum degi er nýr réttur dagsins. Á kvöldin er svo gott að tilla sér, hlusta á góða tónlist með einum köldum og popp á kantinum.
Hólanes veitingar ehf.
Hólanesvegur 11, Kantrybaer, 545 SkagaströndVeitingahús og bar í hjarta Skagastrandar. Bjóðum upp á almennan heimilismat, súpur ásamt pizzum og hamborgurum. Happy hours, gleði tímar alla daga 14:00 - 18:00 Sportbar þar sem hægt er að fylgjast með helstu sportviðburðum á 86" risaskjá.
Staðsett í hinu fallega húsi, Kántrýbær.
Apotek Restaurant
Austurstræti 16, 101 ReykjavíkApotek Restaurant er spennandi veitingahús staðsett á einu fallegasta horni Reykjavíkur í Austurstræti 16. Veitingahúsið er “causal/smart” staður þar sem boðið er upp á ljúffengar veitingar í líflegri stemningu og flottu umhverfi. Matseðillinn er skemmtileg blanda af íslensku og evrópsku eldhúsi með funheitu argentísku grilli. Fjöldi smárétta er á matseðlinum sem mælt er sérstaklega með að gestir smakki og njóti saman. Á Apotek restaurant er lifandi kokteilbar þar sem verðlaunaðir „apótekarar“ hrista saman spennandi kokteila – við allra hæfi – örvandi, róandi og jafnvel verkjastillandi.
Hönnun veitingastaðarins var í höndum Leifs Welding & Brynhildar Guðlaugsdóttur. Útgangspunkturinn var að halda heiðri hússins á lofti og gera byggingunni og sögu hennar hátt undir höfði. En á sama tíma að skapa nútímalegt, skemmtilegt og afslappað andrúmsloft. Langstærstur hluti húsgagna og innréttinga voru einnig hannaðir af tvíeykinu og smíðaðir á Íslandi.
Kíktu við í skemmtilegasta Apotek bæjarins.
Sbarro
Austurstræti 14, 101 ReykjavíkVið bökum ekta New York pizzur allan daginn úr fyrsta flokks hráefni. Alltaf nýjar og ferskar!" #sbarroiceland
Hamborgarabúlla Tómasar
Bíldshöfði 18, 110 ReykjavíkÞað hafa fáir jafn mikið vit og áhuga á hamborgurum eins og Tómas Tómasson, betur þekktur sem Tommi í Tommaborgurum. Hann hefur fylgt sínu heilræði alla tíð “einn hamborgari á dag kemur skapinu í lag” og mælir með að allir geri slíkt hið sama.
Í sparifötum eða vinnugallanum? Það skiptir ekki máli, allir eru velkomnir á Búlluna. Staðir Hamborgarabúllunnar eru innréttaðir á afslappaðan hátt, starfsmenn staðanna leggja áherslu á vinalega þjónustu og vilja þeir að öllum líði vel inni á Búllunni.
Við sérhæfum okkur í hamborgurum sem eru einfaldir en á sama tíma ómótstæðilega bragðgóðir úr besta fáanlega hráefni. Sérvalið hágæða nautakjöt, grillað yfir eldi, nýbakað brauð ásamt fersku grænmeti og hárréttri blöndu af sósum verður að Búlluborgaranum víðfræga.
Bastard - brew & food
Vegamótastígur 4, 101 ReykjavíkVið hjá Bastardinum erum með tvo sérbruggada bjóra sem við gerum í samstarfi við Ægirsgarð og Malbygg brugghús og erum einnig með þó nokkrar tegundir frá vinum okkar sem eru alveg geggjað góðir, hvort sem það er á krana eða í flösku.
Eldhúsið er opið til 23 alla daga vikunnar, á boðstólum eru réttir eins og flatbrauð með úrvali af áleggjum, tacos, frábærir hamborgarar, Luisiana kjúklingur, osta og kjöt platti ásamt frábæru úrvali af ýmsum réttum.
Við erum með fullt af frábærum bjórum á krana !
Tónlistin hjá okkur er lifandi og skemtileg samsuða af rokk-, soul-, funk- og diskótónlist síðustu áratuga. Barinn er opinn frá hádegi inní nóttina. Gleðistundin okkar er á hverjum degi frá 4 til 7 (í eftirmiðdaginn).
A.Hansen
Vesturgata 4, 220 HafnarfjörðurVið bjóðum upp á einstaka þjónustu þegar kemur að áfengi. Kósý og klassískur bar í 135 ára gömlu húsi. Við erum staðsett á Vesturgötu 4 í hafnarfirði.
Kaffi Lára - El Grilló Bar
Norðurgata 3, 710 SeyðisfjörðurKaffi Lára – El Grilló Bar er fjölskyldu rekinn veitingastaður og bar sem stofnaður var árið 2001 og er staðsettur í hjarta Seyðisfjarðar við regnbogagötuna.
Staðurinn er þekkastur fyrir að bjóða uppá ýmsa ljúffenga rétti sem eru matreiddir á útigrilli staðarins. Á matseðlinum er meðal annars boðið uppá hinn geysivinsæla El Grilló hamborgara, hægelduð BBQ svínaríf, grænmetis borgara og grillaðan camenbert. Þar fyrir utan er einnig boðið uppá ýmsar gómsætar kökur og kaffi.
Kaffi Lára er ekki síst þekkt fyrir sinn eigin bjór, El Grilló sem hefur flætt á krönum barsins frá 2006, einnig er boðið uppá breytt úrval íslenskra gæða bjóra.
Borðpantanir eru ekki nauðsynilegar nema fyrir hópa með fleiri en 8 manns.
Sjáumst á Lárunni – Engin Miskunn
Fosshótel Núpar
Núpar, 881 KirkjubæjarklausturFosshótel Núpar er við hringveginn, í miðju eystra Eldhrauni, en þaðan er stórkostlegt útsýni yfir Vatnajökul og Lómagnúp. Mikil náttúrufegurð er í nágrenni hótelsins og örstutt í einstakar náttúruperlur, svo sem Lakagíga, Systrastapa, Dverghamra, Lómagnúp, Núpsstað, Skaftafell og Jökulsárlón.
Á hótelinu er að finna veitingahús sem býður upp á magnað útsýni yfir hraunbreiðurnar. Veitingahúsið tekur allt að 90 gesti í sæti.
Á Fosshótel Núpum bjóðum við upp á falleg og stílhrein herbergi með öllum þeim þægindum sem fylgja 3 stjörnu hóteli. Að auki fylgir öllum herbergjum lítill sólpallur sem veitir þér aðgengi að stórbrotinni náttúru í kringum hótelið og er tilvalinn fyrir þá sem vilja njóta morgun- eða kvöldsólarinnar.
- Ókeypis þráðlaust net
- Morgunverður í boði
- Ókeypis bílastæði
- Veitingastaður
- Bar
- Hleðslustöð
Hluti af Íslandshótelum.
Hluti af Íslandshótelum.
Hótel Dyrhólaey
Mýrdalur, 871 VíkHótel Dyrhólaey er fjölskyldurekið hótel, staðsett á Suðurlandi, 9 km vestan við Vík. Hótelið er þekkt fyrir glæsilegt útsýni yfir Mýrdalinn og Dyrhólaey. Stutt er í allar helstu náttúruperlur Suðurlands. Á staðnum er líkamsrækt og bílasafn með bílum frá 1915 til 1970.
Það er frítt þráðlaust net í allri byggingunni. Herbergin eru rúmgóð og hugguleg, með sér baðherbergi. Í hverju herbergi má finna sjónvarp, hárblásara og hraðsuðuketil með te/kaffi bakka.
Fyrir bókanir og/eða fyrirspurnir sendið póst á dyrholaey@dyrholaey.is
Við tökum vel á móti þér!
Sprettur-Inn
Kaupangi v/Mýrarveg, 600 AkureyriSprettur-Inn selur pizzur og hamborgara geta viðskiptavinir valið á milli þess að borða á staðnum, fá heimsent eða að sækja sjálfir. Opið 11.00-22.30.
BRÚT Restaurant
Pósthússtræti 2, 101 ReykjavíkFerðaþjónustan Hellishólum
Hellishólar, 861 HvolsvöllurHellishólar í Fljótshlíð er glæsileg ferðaþjónusta sem býður upp á fjölbreytta afþreyingu fyrir gesti, gistingu í sumarhúsi og fullkomna tjaldaðstöðu. Hellishólar eru staðsettir mitt í sögusviði Brennu-Njálssögu og eru í um klukkutíma fjarlægð frá Reykjavík.
Hellishólar eru stoltir að kynna þá afþreyingu sem hægt er að stunda á svæðinu og má þar helst nefna glæsilegan níu holu golfvöll, Hellishólavatn til að veiða í, heita potta, leiksvæði, hestaleigu og margt fleira.
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Grillhúsið
Brúartorg 6, 311 BorgarnesGRILLHÚSIÐ Í BORGARNESI ER VINALEGT STEIKHÚS SEM OPNAÐI 2015.
Grillhúsið er vinalegur fjölskyldustaður sem býður upp á fjölbreyttan matseðil þar sem allir ættu að geta fengið eitthvað við sitt hæfi, og auðvitað er líka sérstakur barnamatseðill.
Á grillhúsinu tökum við brosandi á móti þér. Okkar fremsta markmið er að bjóða upp á einstaklega góðan mat og frábæra þjónustu á hagstæðu verði. Okkar von er sú að þegar gestir hafa notið þess að borða hjá okkur hlakki þeir til að koma aftur.
Matseðillinn okkar er fjölbreyttur og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, hvort sem maginn er sólginn í létta og ferska rétti, gómsæta hamborgara eða safaríka steik.
Við vitum að grunnurinn að góðum mat er gott hráefni. Því vöndum við sérstaklega valið og veljum aðeins það ferskasta sem fæst hverju sinni. Allt er síðan lagað á staðnum svo úr verði frábær máltíð.
Í hádeginu er boðið upp á sérstakan hádegismatseðil þar sem er að finna gómsæta rétti á hagstæðu verði. Við erum eldsnögg að afgreiða réttina og súpa fylgir frítt með.
Hlökkum til að sjá þig!
Flóran Garden Bistro
Grasagarði Reykjavíkur, Laugardal, 104 ReykjavíkFlóran hefur þá sérstöðu að vera staðsett í miðju plöntu- og jurtasafni, Grasagarði Reykjavíkur, en hugmyndafræðin á bak við veitingastaðinn er sótt í staðsetninguna. Flóran ræktar stóran hluta af því hráefni sem er notað í eldhúsinu, salat, kryddjurtir og blóm, allt lífrænt ræktað af natni og alúð.Þannig geta gestir garðsins fræðst um plöntur og jurtir í ferð sinni um garðinn og gætt sér á afurðum úr þeim í garðskálanum.
Þannig geta gestir garðsins fræðst um plöntur og jurtir í ferð sinni um garðinn og gætt sér á afurðum úr þeim í garðskálanum.
Flóran er opin yfir sumartímann en síðan lokað yfir vetrartímann en opnar í rúman mánuð yfir jólatímann þegar jólahlaðborðið hefst.
Matseðillinn samanstendur af klassískum og nýjum réttum sem eru í anda skandinavískrar matarhefðar og er unnið úr hráefni sem er að mestu sótt í garðinn og sveitir landsins. Reynt er að hafa matinn sem fjölbreyttastan hverju sinni og notað er árstíðabundið hráefni til að fá mestu gæðin hverju sinni.
Hótel í Sveinbjarnargerði
Sveinbjarnargerði, 606 AkureyriHótel Sveinbjarnargerði er staðsett við þjóðveg nr.1 um 10 mínútna akstur frá Akureyri. Þar eru 29 tveggja manna herbergi (eða eins manns), 3 þriggja manna og eitt fjölskyldu herbergi (4) - öll með baði. Á Sveitahótelinu er Veislusalur sem tekur allt að 110 manns í sæti, því tilvalið fyrir hópa - t.d. starfsmannahópa að halda árshátíðar og litla jafnt sem stóra fundi. Arinn er í setustofu og borðsal. Þar er gott að slaka á eftir erilsaman dag og borða við arinneld eða njóta friðarins með góða bók. Útsýni út Eyjafjörð er einstakt og fjölbreytt afþreying í seilingarfjarlægð. Heitur pottur er á staðnum og verönd þar sem hægt er að sitja og njóta útsýnisins.
Hótel Framtíð
Vogaland 4, 765 DjúpivogurHótelið hefur í heild til umráða 42 herbergi. 18 herbergi búin öllum helstu þægindum, baðherbergi, síma og sjónvarpi. Einnig býður hótelið uppá 24 herbergi með handlaug. Mjög góð aðstaða er fyrir svefnpokahópa. Sturtur og sauna eru í kjallara gamla hússins.
Byggð hefur verið viðbygging við hótelið sem tekin var í notkun í júní 1999. Viðbyggingin er um 740 m2 sem skiptist í 250 m2 samkomusal og 18 tveggja manna herbergi með baði.
Hótelið býður uppá þrjá veitingasali. Nýr veitingasalur tekur 250 manns í sæti, gamli veitingasalurinn tekur um 40 manns í sæti og bar hótelsins tekur 50 manns í sæti.
Mjög fjölbreyttur og góður matseðill er í gangi yfir sumarmánuðina. Sérstök áhersla er lögð á sjávarrétti úr glænýjum fiski, helst frá fiskimönnum staðarins.
Fjögur sumarhús eru á lóð hótelsins auk þriggja íbúða til leigu.
Starfsfólk okkar er vingjarnlegt og lipurt og gerir sitt besta til þess að gestum okkar geti liðið vel á meðan á dvöl þess stendur í þessu fallega fjalla- og fjarðahéraði.
Haust Restaurant
Þórunnartún 1, 105 ReykjavíkHaust er einstakur veitingastaður í Reykjavík. Matseldin einkennist af ferskum, íslenskum hráefnum í nýjum og spennandi búningi. Nafnið Haust er engin tilviljun en veitingastaðurinn er tileinkaður litum og fegurð íslenska haustsins. Við vildum fanga þessa fegurð og ferskleikann sem fæst við að draga djúpt andann á björtum haustmorgni. Öll hönnun og umgjörð staðarins, kliðurinn frá opnu eldhúsinu og ilmurinn í loftinu fangar skynfærin og gerir heimsóknina alveg einstaka.
Hótel Rauðaskriða
Rauðaskriða, Aðaldalur, 641 HúsavíkHótel Rauðaskriða er vinalegt, fjölskyldurekið sveitahótel við veg 85 á milli Húsavíkur og Akureyrar. Hótelið er mjög vel staðsett fyrir dagsferðir á áhugaverða staði á Norðurlandi, svo sem Akureyri, Húsavík, Goðafoss, Mývatn, Dimmuborgir, Ásbyrgi, Dettifoss, Hljóðakletta og Aldeyjarfoss. Afþreying í nágrenni okkar er t.d. Hvalaskoðun frá Húsavík, Jarðböðin við Mývatn, Geosea sjóböðin á Húsavík, hestaleigur, hjólaleigur, veiði í vötnum og ám og margt fleira.
Við erum umhverfisvottað hótel (Norræni Svanurinn) og bjóðum upp á 37 herbergi með baði og morgunverði. Á öllum herbergjum er gervihnattasnjónvarp, ótakmarkað internet, hárþurrka og te- og kaffisett. Við hótelið eru einnig heitir pottar þar sem gott er að slaka á eftir ferðalag dagsins.
Flatey Pizza
Grandagarður 11, 101 ReykjavíkFlatey sækir í pítsuhefðina sem kennd er við Napólí. Við gerum súrdeig á staðnum og látum það þroskast í sólarhring áður en við bökum pítsurnar við 500 gráðu hita. Fyrir vikið verða botnarnir bragðmiklir og léttir í maga og áleggin sérstaklega fersk og safarík.
Við notum einungis ferskan mozzarella sem við flytjum inn frá Suður-Týról á Ítalíu. Snöggur eldunartími heldur ostinum ferskum og mjólkurkenndum.
Við kaupum San Marzano tómata beint frá bónda. Þeir eru ræktaðir við rætur Vesúvíusar og eru í laginu eins og plómur og sérstaklega safaríkir og gómsætir. Því þarf engu við að bæta þegar þeir eru maukaðir í sósu, ef frá er talið dálítið sjávarsalt.
Verið velkomin.
Einsi Kaldi
Vestmannabraut 28, 900 VestmannaeyjarVeitingastaðurinn, Einsi kaldi, er á jarðhæðinni í Hótel Vestmannaeyjar. Það hús á sér mikla sögu því að þar hefur margvísleg starfsemi verið rekin, s.s. kvikmyndahús og gosdrykkjaverksmiðja.
Eigandi Einsa kalda, Einar Björn Árnason eða Einsi kaldi, er borinn og barnfæddur Vestmannaeyingur. Einsi nýtur þess alveg sérstaklega að beita göldurm sínum þegar hann matreiðir sjávarrétti og fyrir þá rétti sína er hann hvað þekktastur.
Á surmrin bjóða Einsi kaldi og hans einvala lið upp á fjölbreyttan matseðil frá hádegi fram á kvöld, alla daga vikunnar. Í hádeginu er lögð sérstök áhersla á létta og ferska rétti, s.s. súpur og kjötrétti og að sjálfsögðu nýjan og gómsætan íslenskan fisk.
Á kvöldin ræður fjölbreytnin ríkjum og þá getur þú valið allt frá forréttum til lúxusrétta úr kjöti eða fisk. Þar finna allir eitthvað sem kitlar bragðlaukana og hugur þeirra girnist.
Frá því að Einar Björn hóf rekstur veitingastaðarins hefur hann vakið mikla athygli fyrir frábæra matargerð og hefur það m.a. verið staðfest af TripAdvisor.
Auk þess að reka veitingastaðinn er Einsi með veisluþjónustu sem er sniðin að þörfum hvers og eins viðskiptavinar.
Þá aðstoðum við einnig hópa við að skipuleggja heimsóknir sínar til Vestmannaeyja þannig að þær verði mjög áhugaverðar og skemmtilegar, með afþreyingu, fróðleik og fallegri náttúru eftir óskum hvers og eins hóps.
Víkingaheimar
Víkingabraut 1, 260 ReykjanesbærVíkingaheimar í Reykjanesbæ er glæsilegt sýningahús sem hýsir nú fimm áhugaverðar sýningar þar á meðal víkingaskipið Íslending sem sigldi til Ameríku árið 2000. Húsnæðið er hannað af hinum margverðlaunaða arkitekt Guðmundi Jónssyni. Nútímaleg hönnun þess undirstrikar fegurð Íslendings.
Aðgengi að safninu er góður fyrir fólki sem á erfitt með gang eða háð hjólastól/göngugrind. Gjafavara, ráðstefnu- og móttökusalir fyrir öll tækifæri og útisvæði fyrir víkingahátíðir eru einnig til staðar.
Opnunartími er 10 - 16 alla daga og hægt er að bóka morgunmat fyrir stærri hópa.
Sýningar:
Örlög guðanna
Sýning um norræna goðafræði og goðsögur. Gesturinn er leiddur í gegnum þennan forna hugmyndaheim og goð og goðheimar birtast ljóslifandi á myndrænan og nýstárlegan hátt þar sem myndlist, frásögn og tónlist fléttast saman í eina heild. Sýningin er samin og unnin af viðurkenndum íslenskum samtímalistamönnum og norrænufræðingum sem þarna leiða saman hesta sína til að skapa glæsilegt og nútímalegt listaverk um fornan menningararf.
Víkingar Norður-Atlantshafsins
Sýning um siglingar og landnám norrænna manna og þátt þeirra í landafundum Norður-Ameríku. Sýningin var unnin í samstarfi við Smithsonian stofnunina í Bandaríkjunum.
Víkingaskipið Íslendingur
Skipið er nákvæm eftirgerð af Gaukstaða skipinu, níundu aldar víkingaskipi og sigldi árið 2000 yfir Atlantshafið til að minnast ferðar Leifs Eiríkssonar til Nýja heimsins þúsund árum fyrr.
Landnám á Íslandi
Merkar fornleifar af Suðurnesjum. Minjar um elstu byggð á Reykjanesi, nánar tiltekið frá Vogi í Höfnum og Hafurbjarnarstöðum.
Söguslóðir á Íslandi
Kynning á helstu söguslóðum Íslands unnin í samstarfi við Samtök um sögutengda ferðaþjónustu. Rúmlega 30 staðir, söfn, sýningar, minjar, hátíðir, mannvirki og slóðir ákveðinna sagna er kynnt hér.
Nánari upplýsingar á www.vikingaheimar.is eða í síma 422-2000.
Bragginn Bar
Nauthólsvegur, 101 ReykjavíkBragginn í Nauthólsvík býður uppá frábæran mat í street food stíl og gómsæta drykki á mjög viðráðanlegu verði.
Í Bragganum er pláss fyrir 75 manns í sæti og enn fleiri standandi. Hjá okkur er allt til alls.
Að auki er glæsilegt útisvæði með útsýni yfir Nauthólsvík.
Vestur restaurant
Aðalstræti 110, 450 PatreksfjörðurVestur restaurant er fjölskyldurekinn veitingastaður á Patreksfirði og bjóðum við upp á súpu, hamborgara, pizzur, salat, taco og fleiri rétti. Við leggjum áherslu á að bjóða upp á fyrsta flokks gæðahráefni úr heimabyggð. Við erum með bar og oft með viðburði fram eftir kvöldi. Sýnum einnig fótboltaleiki og helstu íþróttaviðburði.
Enn 1 skálinn
Fjarðarvegur 2, 680 Þórshöfn– Hádegishlaðborð alla virka daga þar sem venjulegur heimilismatur er áberandi.
– Fjölbreyttur grillmatseðill, grillið er opið kl. 11.30 – 20.30 alla daga.
– Heimabakað rúgbrauð er reglulega á boðstólnum (fylgist með á facebook)
Frystihúsið H13
Grandi Mathöll, 101 ReykjavíkFerskur fiskur matreiddur eftir kúnstarinnar reglum. Einfalt og æðislegt. Djúpsteikt ýsa í orly degi eða brauðraspi. Djúpsteikt rauðspretta í brauðraspi. Franskar og sósur. Gos, vatn, bjór. Hvítt eða rautt.
Veislan
Austurströnd 12, 170 SeltjarnarnesVeislan veitingaeldhús er alhliða veisluþjónusta, stofnað 1988, býður upp á fyrsta flokks veitingar. Veislueldhús, handverksbakarí, smurbrauð ásamt tveim glæsilegum veislusölum.
Local
Ártúnshöfði N1, 110 ReykjavíkMarkmið Local er að bjóða hollan og ferskan skyndibita á sanngjörnu verði. Við leggjum mikla áherslu á skjóta og góða þjónustu og bjóðum upp á fyrsta flokks hráefni á hverjum degi.
Verið velkomin.
Ferðaþjónustan Dalbæ
Snæfjallaströnd, 401 ÍsafjörðurFrá og með 25. júní og til 8. ágúst verður rekin ferðaþjónusta í Dalbæ á Snæfjallaströnd á vegum Snjáfjallaseturs og Sögumiðlunar, netfang olafur@sogumidlun.is .
Opið verður kl. 10-20, alla daga vikunnar. Bergljót Aðalsteinsdóttir (gsm 6904893) Vigdís Steinþórsdóttir (gsm 863 5614), Vera Rún Viggósdóttir (gsm 690 8258) og Agnes Hjaltalín Andradóttir (gsm 8671102) munu sjá um ferðaþjónustuna.
Verð á ferðaþjónustímanum:
Svefnpokapláss með aðgangi að öllu kr 7000
Yngri en þrettán ára fá frítt á tjaldstæði en greiða í sturtu
Tjaldstæði með aðgangi að salerni kr 2000 - önnur nótt kr. 1500
Rafmagn v/ húsbíls, tjaldvagns kr 1200
Sturta kr. 500
Þvottur, hver vél kr. 500
Ingibjörg Kjartansdóttir tekur við pöntunum utan ferðaþjónustutímans (gsm 8681964), unidalur34@gmail.com .
Tjöruhúsið
Neðstikaupstaður, 400 ÍsafjörðurTjöruhúsið er fiskiveitingastaður í Neðstakaupstað á Ísafirði.
Sægreifinn
Geirsgata 8, 101 ReykjavíkSægreifinn er ekki neinu öðru líkur í veitingahúsaflóru Íslendinga. Sjálft húsnæðið er hluti af atvinnu- og menningarsögu Reykjavíkur, dýrindis sjávarfang er fært þar á diska, umhverfið er gamla höfnin í Reykjavík og mannlífið fjölþjóðlegt.
Grillaður fiskur á spjóti og humarsúpa hafa frá upphafi verið aðalsmerki Sægreifans og þeir réttir sem staðurinn er þekktur fyrir, hérlendis og erlendis.
Margir unnendur sjávarfangs komast ekki upp með það heima hjá sér að sjóða og borða skötu eða siginn fisk með hömsum, signa grásleppu og fleiri álíka eðalrétti.
Þeir hinir sömu eiga sér öruggt skjól á Sægreifanum og hafa myndað óformleg hollvinasamtök um veitingareksturinn þar.
Gestir tala oft um hve notalegt sé að eiga stund í góðum hópi að degi eða kvöldi hérna í betri stofuni á efri hæðinni. Þeir hafa jafnvel líkt henni við vistlegan sumarbústað fjarri heimsins glaumi.
Tökum á móti hópum.
Gallerý Fiskur
Nethylur 2, 110 ReykjavíkÍ þjóðsögum Jóns Árnasonar stendur: “Ekki skal éta hinn svartleita díl í þorskhausnum því þar er fingrafar skolla er hann fór höndum um þorskinn.” Það var þá og nú eru aðrir tímar og enginn þarf að óttast fingrafar fjandans í Gallerý Fiski.
Fiskurinn sem þar er í boði er ferskur og nýr og sérvalinn af fagmönnum. Aldrei er slegið af kröfunum og einungis úrvals hráefni er í borðinu.
Þar ræður fjölbreytnin ríkjum. Í boði er ferskur fiskur, fiskréttir og frystivara. Þar er t.d. að finna plokkfisk, fiskibollur, ýsu í raspi, saltfisk og fiski fylltar pönnukökur svo ekki sé minnst á úrval grænmetisfiskrétta.
Olifa La Madre Pizza
Suðurlandsbraut 12, 108 ReykjavíkHeiðarbær
Reykjahverfi, 641 HúsavíkTjaldstæðið við Heiðarbæ er staðsett á milli Húsavik og Mývatns á vegi 87. Tjaldstæðið er fullkomlega staðsett fyrir þá sem vilja skoða austasta hluta norðausturhorns Íslands í afslöppuðu og fallegu umhverfi. Heiðarbær er staðsett aðeins stutt frá mörgum af vinsælustu ferðamannastöðum landsins: Mývatni, Goðafossi, Ásbyrgi, Jökulsárgljúfrum og Laxá í Aðaldal.
Í Heiðarbæ er veitingastaður sem býður upp á pizzur, hamborgara og fleiri smárétti ásamt kaffi og ís. Sundlaug með heitum potti er opin (júní - september).
Önnur þjónusta í nágrenninu:
Fjallasýn Rúnars Óskarssonar s: 464 3940 jeppaferðir, óvissuferðir o.fl. Saltvík, hestaleiga 15 km í átt að Húsavík s: 847 9515.
Í næsta nágrenni:
Hveravellir, þar er ein elsta garðyrkjustöð landsins. Þar er hægt að versla grænmeti á virkum dögum frá 8-12 og 13-16 s: 464 3905.
Staðir nálægt:
Mývatn 33 km Goðafoss 29 km Jökulsárgljúfur 79 km Laxárvirkjun 9 km Þeistareykir: jarðhitasvæði Þar eru áhugaverðir hellar (nánar síðar) Hvalaskoðun á Húsavík 20 km.
Beint frá býli:
Skarðaborg, pantanir í síma 892 0559. Vörur í boði: Ær- og lambakjöt.
Öll önnur almenn þjónusta er á Húsavík 20km frá Heiðarbæ.
Ráin
Hafnargata 19a, 230 ReykjanesbærVeitingastaðurinn Ráin opnaði árið 1989 og er einn glæsilegasti veitingastaðurinn í Keflavík, með fagurt útsýni á upplýst Bergið og yfir sjóinn í átt til Reykjavíkur.
Ráin getur nú tekið um 300 manns í sæti í tveimur veitingasölum eftir breytingar sem voru gerðar í lok ársins 1999. Um helgar er leikin lifandi tónlist og fá matargestir frían aðgang að dansleik.
Einnig erum við með Karaoke-kerfi sem er mjög vinsælt meðal gesta. Ráin býður upp á léttan hádegisseðil öll virk hádegi og sérréttamatseðil á kvöldin. Ráin er opin alla daga frá kl. 11:00-01 og á föstudögum og laugardögum kl. 11-03.
Við fögnum þér og vonum að þú njótir gestrisni okkar.
Hótel Hvolsvöllur
Hlíðarvegur 7, 860 HvolsvöllurHótel Hvolsvöllur er með 66 herbergi með baði og úrvals veitingastað. Þar er ráðstefnu og fundaaðstaða fyrir allt að 200 manns og veislusalur fyrir allt að 200 manns. Hótelið hefur verið fjölskyldurekið í mörg ár og er mikill metnaður lagður í að bjóða viðskiptavinum upp á vinalega og persónulega þjónustu.
Miðlæg staðsetning hótelsins er tilvalin fyrir þá sem vilja njóta þess sem Suðurland hefur upp á að bjóða. Hvolsvöllur er staðsettur nálægt mörgum frægustu náttúruperlum landsins, eins og Þórsmörk, Seljalandsfossi, Seljavallalaug, Fljótshlíð,Vestmannaeyjum, Gullhringnum og mörgum fleiri.
Ferðaþjónustan á Hólum
Hjaltadalur, 551 SauðárkrókurÁ Hólum er boðið upp á gistingu í smáhýsum og íbúðum og er eldunaraðstaða og borðbúnaður í þeim öllum. Veitingastaðurinn Kaffi Hólar er í háskólabyggingunni og er opinn allt árið.
Hólar í Hjaltadal eru einn merkasti sögu- og menningarstaður landsins. Margt er að skoða á Hólum svo sem Háskólann, Hóladómkirkju, Auðunarstofu, Nýjabæ og Sögusetur íslenska hestsins.
Gott útivistarsvæði með merktum gönguleiðum við allra hæfi er á Hólum einnig eru í boði lengri og meira krefjandi leiðir.
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana. Hundar eru leyfðir á tjaldsvæðinu.
Birki
Hafnarbraut 4, 780 Höfn í HornafirðiBirki er nýr veitingastaður á Höfn í Hornafirði sem einblínir á góðan mat í notalegu umhverfi.
Uppsalir Bar and Café
Aðalstræti 16, 101 ReykjavíkSagan er við hvert fótmál í Aðalstrætinu og eru Uppsalir engin undantekning. Uppsalir standa þar sem Ullarstofan var áður, en Ullarstofan var hús Innréttinganna og stóð syðst í Aðalstræti.
Á Uppsölum er boðið upp á létta rétti, tertur og eftirrétti, auk fjölbreytt úrval drykkja. Barinn er tilvalinn fyrir móttökur og til að hafa það huggulegt við arineld.
Blábjörg Resort
Gamla Frystihúsið, 720 Borgarfjörður eystriBlábjörg Resort er staðsett í sjávarþorpinu Bakkagerði á Borgarfirði eystri, sem er náttúruperla með óteljandi útivistarmöguleika allt árið um kring. Svæðið er rómað fyrir náttúrufegurð, fjallahringurinn umvefur fjörðinn og fyrir miðjum firði, neðst í þorpinu Bakkagerði, trónir Álfaborgin yfir.
Hafnarhólminn iðar af fuglalífi frá maí og allt til byrjun ágúst. Lundinn sest upp í hólmann fyrstu vikuna í apríl og fer svo aftur í kringum 10. ágúst.
Í Blábjörgum finna allir eitthvað við sitt hæfi. Gisitheimilið hefur uppá að bjóða 11x lítil og snyrtileg herbergi með 3x sameiginlegum baðherbergjum, 9x lúxus hótel herbergi með sérbaði og útsýni yfir fjörðinn, og síðast en ekki síst hótel íbúðirnar okkar fjórar. Þar af eru 2x studio íbúðir með sjávarsýn, 1x 2-svefnherbergja íbúð og 1x 3-svefnherbergja íbúð.
Veitingastaðurinn okkar, Frystiklefinn, leggur mikla áherslu á að vinna með hráefni úr nærumhverfinu og Musterið Heilsulind býður upp á fjöldan allan af meðferðum fyrir bæði líkama og sál.
Brasserie Askur
Sudurlandsbraut 4, 108 ReykjavíkAllt frá byrjun hefur markmið Asks verið að nota aðeins fyrsta flokks hráefni ásamt því að vera fyrstur í Evrópu með fitumælingar í kjöti, einnig að bjóða uppá ýmiskonar nýjungar eins og t.d. að matreiða í opnu eldhúsi þannig að viðskiptavinurinn gæti séð hvað var verið að elda. Askur var fyrsti íslenski BBQ staðurinn og bauð upp á grillaða kjúklinga, glóðarsteikur, lambakótilettur, nautasteikur og kokteilsósuna frægu.
Við leggjum okkur fram við að hafa allt fyrsta flokks og höfum gæði, þjónustu og notalegt umhverfi að leiðarljósi. Askur hefur verið einn besti Grillstaðurinn i Reykjavik síðan 1966. Við á Aski höfum upp á að bjóða fjölbreyttan matseðil og ferskt salat daglega.
Hótel VOS
Norður-Nýibær, 851 HellaHótel VOS er lítið og notalegt sveitahótel, staðsett á býlinu Norður-Nýjabæ í Þykkvabæ, í um 10 mínútna akstursfjarlægð frá Hellu. Morgunverður er innifalinn og hægt er að panta borð á veitingastaðnum fyrir kvöldverð. Á veitingastaðnum bjóðum við upp á ýmiss konar rétti og flest hráefni er fengið í nágrenninu. Hótelið er allt á einni hæð og öll 18 herbergin eru með sérinngang, einkasalerni og aðgangi að heitum potti. Við erum einnig með gott aðgengi fyrir hjólastóla. Hótel VOS er tilvalinn staður til að njóta þess sem suðurströndin hefur að bjóða, hvort sem þú hefur í hyggju að slaka á eða kanna náttúruna og samfélögin í nágrenninu.
Vinsamlegast hafið samband við info@hotelvos.is til að fá upplý singar um verð og að bóka gistingu. Einnig er hægt að hafa beint samband við okkur á heimasíðu hótelsins www.hotelvos.is
Olsen Olsen
Hafnargata 62, 230 ReykjanesbærOlsenOlsen hefur verið til síðan 1995. Var til húsa á hafnargötu 17 en síðan fluttist staðurinn ofar á hafnargötu 62. Fjölskyldu rekið fyrirtæki sem hefur alltaf haft þá stefnu að vinna allt frá grunni og þá erum við að meina allt kjöt, brauð, sósur og nánast allt unnið með okkar höndum.
Ingólfsskáli - Viking Restaurant
Efstalandi, 816 ÖlfusÁ undirlendi suðurlands, við rætur Ingólfsfjalls, má finna Ingólfsskála veitingahús. Ingólfsskáli er staður þar sem hefðir, menningararfur og nútíma eldamennska mætast í einstakri matarupplifun. Ingólfsskáli færir þér upplifun sem stígur út fyrir mörk tímans og veitir innsýn í líf víkinga með fáguðum en jafnframt menningarlegum mat. Skálaðu í mjöð, drekktu úr hornum og njóttu einstakrar matargerðar úr hráefnum sóttum úr íslenskri náttúru.
Ingólfsskálafjölskyldan veiðir og uppsker allt sem hún getur úr íslenskri náttúru til þess að stuðla að ósvikinni reynslu af íslenskri náttúru, ávallt með fersku bragði.
Kráin
Bárustígur 1, 900 VestmannaeyjarGefðu bragðlaukunum lausan tauminn og kíktu við á Kránna. Við bjóðum upp á fjölskylduvæna stemningu og ábyrgjumst það að allir munu finna eitthvað góðgæti við sitt hæfi.
Læknishúsið á Hesteyri
Læknishúsið Hesteyri, 415 BolungarvíkLæknishúsið á Hesteyri er lítið fjölskyldurekið kaffi- og gistihús staðsett í stórfenglegri náttúru Hornstranda.
Hesteyri er lítið þorp við Hesteyrarfjörð sem er einn Jökulfjarða á norðanverðum Vestfjörðum. Hin einstaka náttúra þessa svæðis býður upp á mosavaxna dali, brött og klettótt fjöll, mikið fuglalíf og fjölbreyttan gróður.
Hesteyri upplifði sína bestu tíma fyrir um 100 árum en 1952 yfirgaf síðasti íbúinn þorpið. Rústir gömlu síldarverksmiðjunnar standa innar í firðinum. Á Hesteyri standa enn 10 hús sem öll eru eingöngu notuð sem sumarhús.
Til Hesteyrar er eingöngu hægt að komast sjóleiðina. Áætlanaferðir eru frá Ísafirði og Bolungarvík á tímabilinu júní til ágústloka.
Á Hesteyri byrja flestir göngumenn göngur sínar um Hornstrandafriðlandið.
Bál Vín & Grill
Borgartún 29, 105 ReykjavíkSjávarsetrið
Vitatorg 7, 245 SuðurnesjabærVeitingastaðurinn Sjávarborg
Strandgata 1, 530 HvammstangiSjávarborg er veitingahús staðsett við höfnina á Hvammstanga. Sjávarborg bíður upp á fjölbreyttan matseðill allan ársins hring ásamt því að sjá um mötuneyti fyrir Grunnskóla Húnaþings vestra yfir vetrartímann.
Opnunartími
Alla daga kl. 11:00 -22:00.
Aðeins hægt að panta af matseðli virka daga frá kl. 17:00 - 21:00
Réttur dagsins í hádeginu alla virka daga frá 11:30 - 14:00
Pantanir af matseðli um helgar frá kl. 11:00-21:00
Krían - Sveitakrá
Kríumýri, 801 SelfossSveitakráin Krían er á Kríumýri, rétt við Selfoss. Um er að ræða ekta sveitakrá sem tekur um 60 manns í sæti auk sólskála sem tekur 30 manns í sæti. Á staðnum er hljóðkerfi og hljóðfæri, s.s. gítarar og píanó auk skjávarpa, flatskjár og karaoke, sem notið hefur mikilla vænsælda. Á staðnum er pílukast, internettenging og aðstaða til útileikja. Tekið er á móti litlum sem stórum hópum í mat og til að mynda boðið upp á ekta íslenska kjötsúpu með brauði, grillað lambalæri með kartöflum, fersku salati og heitri sósu og fiskibollur í lauksmjöri með kartöflum og salati. Einnig er boðið upp á pottrétti með brauði. Krían er tilvalinn staður fyrir óvissuferðir, starfsmannafélög, vinnustaði og aðra hópa til að koma saman og skemmta sér í fallegu sveitaumhverfi. Tilboð eru gerð fyrir hópa. Áhersla er á persónulega og góða þjónustu en rekstraraðilar eru hjónin María Davíðsdóttir og Hörður Harðarson.
Mandi - Sýrlenskur Veitingastaður
Faxafen 9, 108 ReykjavíkMandi var stofnað árið 2011. Mandi var lengst af eingöngu staðsett í Veltusundi 3 við Ingólfstorg en árið 2019 opnaði Mandi nýjan stað í Skeifunni sem býður upp á sama matseðil og Mandi í Veltusundi. Árið 2020 opnaði svo Mandi enn einn staðinn en sá er staðsettur í Hæðasmára 6 í kópavogi. Mandi býður einnig upp á vinsæla veisluþjónustu á frábæru verði.
Markmið Mandi er að bjóða Íslendingum upp á alvöru sýrlenskan mat á sanngjörnu verði.
Krua Siam
Strandgata 13, 600 AkureyriVeitingahúsið Krua Siam er staðsett í hjarta Akureyrar, á mótum Glerárgötu og Strandgötu. Ráðhústorg er skammt frá og Menningarhúsið HOF er handan götunnar.
Krua Siam sérhæfir sig í tælenskri matargerð og býður upp á fisk- og kjötrétti ásamt grænmetisréttum.
Lauf
Hallormsstaður, 701 EgilsstaðirHótel Hallormsstaður er eitt glæsilegasta hótel á Austurlandi, þekkt fyrir fagmennsku og framúrskarandi gæði bæði í mat og þjónustu.
Á veitingastaðnum Lauf er boðið uppá hið rómaða sumarhlaðborð sem samanstendur af fjöldan allan af réttum, bæði heitum og köldum, forréttum, aðalréttum og eftirréttum. Sælkeraferðalag fyrir bragðlaukana!
Hafið samband við Hótel Hallormsstað varðandi opnunartíma
Veiðihúsið Hálsakot í Jökulsárhlíð
Hálsakot - Jökulsárhlíð, 701 EgilsstaðirVeiðihúsið Hálsakot er nýtt og stórglæsilegt gistihús staðsett á bökkum Kaldár í Jökulsárhlíð. Um er að ræða þjónustuhús með stórri stofu með arin, gervihnattasjónvarpi og frábæru útsýni til Dyrfjalla, stóru eldhúsi búnu öllum helstu tækjum, salerni, stórri geymslu og upphituðu herbergi sem kjörið er til að geyma útifatnað. Átta tveggja manna herbergi hvert með sér baðherbergi eru svo í minni húsum samtengd þjónustuhúsi með viðarpalli. Húsið hentar einstaklega vel til fundahalda í sveitasælunni skammt frá Egilsstöðum sem og fyrir fjölskyldur og aðra hópa að njóta samveru í fallegu umhverfi. Fjölbreytt þjónusta er í boði þar sem gestir okkar geta valið um að sjá algjörlega um sig sjálfir í uppábúnum rúmum og allt til fullrar þjónustu í mat, drykk og framreiðslu. Við sérsníðum þjónustuna að þörfum hvers hóps fyrir sig. Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Veiðiþjónustan Strengir var stofnuð árið 1988 og hefur síðan þá lagt mikla áherslu á persónulega og góða þjónustu við veiðimenn jafnt innlenda sem erlenda. Bjóðum upp á lax-og silungsveiði með gistingu víða á landinu svo sem í Hrútafjarðará, Jöklusvæðinu, Breiðdalsá og Minnivallalæk. Fjölbreytt úrval veiðileyfa í boði.
Hjá Höllu
Víkurbraut 62, 240 GrindavíkAthugið að veitingastaðurinn Hjá Höllu í Grindavík er lokaður. Starfsemin hefur flutt sig um set til Sandgerðis með takmarkaðri þjónustu. Hægt er að fylgast með þjónustuframboði á heimasíðunni þeirra og samfélagsmiðlum.
Hjá Höllu er veitingafyrirtæki sem starfrækir tvo veitingastaði, á Keflavíkurflugvelli og í Grindavík. Þar að auki bjóðum við upp á fyrirtækja- og veisluþjónustu.
Okkar áhersla er að bjóða upp á hollan og heimilislegan mat sem kætir alla bragðlauka, ásamt því að veita framúrskarandi og persónulega þjónustu.
Á staðnum okkar í Grindavík erum við með matseðil sem breytist á vikufresti, svo fjölbreytnin er í fararbroddi. Á matseðlinum er margt í boði; ferskur fiskur frá Grindavíkurhöfn, súpa og brauð, vegan- og grænmetisréttir, salöt og samlokur, svo fátt sé nefnt.
Auðvitað er svo alltaf heitt á könnunni hjá okkur og úrval af gómsætum kökum á boðstólum fyrir þá sem vilja sætt með kaffinu. Á hverjum morgni bökum við brauð og útbúum ferska djúsa, bústa, jógúrt og fleira sem má finna í okkar fallega kæli – tilvalið að grípa með sér í ferðalagið.
Opnunartímar:
Virkir dagar: 8 – 17 (eldhúsið lokar 15)
Laugardagar: 11 – 17 (eldhúsið lokar 16:30)
Sunnudagar: Lokað
Hjá Höllu er reglulega með skemmtilega viðburði, eins og kvöldopnanir, pub quiz, bjórkvöld og fleira. Við hvetjum þig til að fylgja okkur á samfélagsmiðlum svo þú missir ekki af.
Ferðaþjónustan Mjóeyri
Strandgata 120, 735 EskifjörðurGistiheimilið er staðsett í fögru og friðsælu umhverfi á Mjóeyri, rétt utan við þéttbýlið við Eskifjörð. Húsið er nýlega innréttað, var byggt árið 1895 og ber merki gamalla og nýrra tíma. Við leggjum áherslu á hlýlegt og heimilislegt andrúmsloft.
Stórkostlegt útsýni er út Reyðarfjörð, inn Eskifjörð, yfir Hólmanes og Hólmatind. Hægt er að fá morgunmat og kvöldmat ef pantað er með fyrirvara. Boðið er upp á gistingu í fjórum, eins til tveggja manna herbergjum með sameiginlegum eldhúskrók, setustofu með sjónvarpi og góða hreinlætissaðstöðu. Útvarp og sjónvarp er í öllum herbergjum. Reyklaust umhverfi er innandyra. Stór sólpallur er við innganginn á neðri hæð og þaðan er einnig gengið inn í morgunverðarsal.
Ferðaþjónustan á Mjóeyri býður einnig upp á fimm 39m2 smáhýsi. Húsin eru klædd að innan með panil og á gólfi er parket, hvert hús er með verönd og á efri hæð eru svalir með frábæru útsýni. Hvert hús rúmar 4-6 manns. Í setustofu er sjónvarp og útvarp með geislaspilara. Eldhúsið er úbúið með örbylgjuofni, ísskáp, hraðsuðukatli og pressukönnu auk áhalda og borðbúnaðar. Í setustofunni er sófi sem auðvelt er að breyta í þægilegt tvíbreitt rúm. Á efri hæðinn er eitt herbergi með 2 rúmum og svefnloft með pláss fyrir 2-3 persónur. Baðherbergið er á neðri hæðinni. Á Mjóeyri er einnig baðhús með heitum potti og sauna. Þá eru þrjú nýbyggð 24m2 og tvö 29m2 hús. Þau eru með 2x90cm rúm á neðri hæðinni, eldunaraðstöðu, baðherbergi með sturtu og svefnlofti. Fínt fyrir tvo til fjóra gesti.
Öll húsin eru með aðgangi að interneti.
Í næsta nágrenni Mjóeyrar er Randulffssjóhús sem er opið frá kl 12-21 alla daga sumarsins. Þar er matseðil bæði í hádeginu og á kvöldin og kaffimatseðil yfir daginn. Svo er auðvitað hægt að panta fyrir hópa á öðrum tímum. Í Randulffssjóhúsi starfa lærðir kokkar sem leggja mikla áheyrslu á ferskan mat úr nágrenninu.
Thai Keflavík
Hafnargata 39, 230 ReykjanesbærVínlandssetrið Leifsbúð
Búðarbraut 1, 370 BúðardalurVínlandssetrið er spennandi áfangastaður fyrir unga sem aldna, þar sem sögum af landafundum Eiríks rauða og Leifs heppna Eiríkssonar á Grænlandi, Kanada og í Bandaríkjunum, eru gerð skil í nýrri sýningu sem samanstendur af myndverkum tíu þekktra íslenskra myndlistarmanna. Þú ferðast um söguna með hljóðleiðsögn og skoðar um leið töfraheim sýningarinnar. Að sýningu lokinni getur verið gott að fá sér einhverja næringu eða gott kaffi á neðri hæðinni.
Opið daglega á tímabilinu maí til október.
Vogur Country Lodge
Vogur, Fellsströnd, 371 BúðardalurBoðið er upp á gistingu í tveggja manna herbergjum með baði og svítur, notalegan matsal og setustofu, heitan pott og sauna.
Mikið úrval gönguleiða, einstæð náttúrufegurð og vagga sagnanna.
Café Riis
Hafnarbraut 39, 510 Hólmavík Café Riis leggur metnað sinn í að bjóða klassíska rétti á matseðli þar sem rík áhersla er lögð á gæðahráefni úr okkar nærumhverfi hvort sem um ræðir á láði og legi. Okkar margfrægu pizzur hafa notið mikilla vinsælda hjá gestum og
heimamönnum í gegnum árin, enda einstakar.
Café Riis, hefur verið starfandi veitingastaður síðan 1996 og er staðsettur í miðbæ
Hólmavíkur, Hafnarbraut 39, í elsta húsi bæjarins, byggt 1897. Húsið á sér víðamikla og merkilega sögu, og er það rótgróin hluti af sögu Hólmavíkur frá upphafi kauptúnsins til okkar daga.
Nauthóll
Nauthólsvegur 106, 101 ReykjavíkMetnaður okkar liggur í fersku, fjölbreyttu og vönduðu hráefni og allur matur er lagaður frá grunni. Við erum meðvituð um umhverfisvernd og sjálfbærni og kaupum allt sem hægt er beint frá býli.
Veitingastaðurinn Nauthóll nýtur sérstöðu sem fáir veitingastaðir á höfuðborgarsvæðinu geta státað af en hann býr að frábærri staðsetningu í nágrenni við helstu útivistarperlur höfuðborgarsvæðisins, Nauthólsvík og Öskjuhlíð. Þeirri nálægð fylgir ósjálfrátt einhver bjartur heilnæmur og fallegur andi og við leggjum sérstaka áherlsu á létt og notalegt andrúmsloft á staðnum.
Við gerum okkur grein fyrir þeirri ábyrgð sem lögð er á herðar okkar þar sem við erum staðsett í nánd við eitt helsta útivistarsvæði borgarinnar. Í Nauthólsvík er hægt að upplifa tengsl við náttúruna og sækja hreyfingu, hollan og góðan mat, menningu til að næra andann og síðast en ekki síst eiga góðar samverustundir með vinum og fjölskyldu.
Lónkot Sveitasetur
Sléttuhlíð, 566 HofsósLónkot Sveitasetur bíður gestum sínum uppá kúltúr og krásir úr Matarkistu Skagafjarðar. Lónkot er staðsett 12 km norðan við Hofsós í magnaðri náttúru Þórðarhöfða og hinna stórbrotnu eyja fjarðarins Málmeyjar og Drangeyjar. Frá árinu 1991/95 hefur verið rekinn gisti –og veitingastaður í Lónkoti sem hlotið hefur mikið lof fyrir gestrisni og matargerðarlist.
Lónkot býður uppá rómantíska og fjölskylduvæna gistingu í herbergium með eða án baðs sem öll eru sérinnréttuð. Afnot af heitum potti fylgir næturgistingu í herbergjum. í Lónkoti er einnig boðið uppá tjaldstæði.
í Lónkoti er rekið eitt þekktasta sælkeraeldhúsið á landsbyggðinni (Heimsendakrásir á heimsmælikvarða, Morgunblaðið) sem skapað hefur sér sérstöðu með skapandi meðhöndlun og framsetningu staðbundins og árstíðabundins hráefnis úr Matarskistu Skagafjarðar. Ástríðukokkar Lónkots leggja áherslu á hönnun matar úr blómum, jurtum og berjum úr Lónkotslandinu sem borinn eru fram með ferskum fiski úr sjó og vatni, fjallalambi og fugli úr eyjunum. Lónkot er félagi í Slow Food samtökunum.
í Sölvastofu veitingahúsi Lónkots gefur að líta hina sérstæðu myndlist frægasta förumanns Íslands, Sölva Helgasonar (Solon Islandus). Árið 1995 var Sölva reistur heiðursminnisvarði sem unninn var af Gesti Þorgrímssyni myndhöggvara. Fleiri valinkunnir myndlistarmenn hafa dvalið og skilið eftir sig verk í Lónkoti eins og Katrín Sigurðardóttir, Páll á Húsafelli og Örn Þorsteinsson auk þess sem fjöldi listamanna hafa sýnt í Sölvastofu m.a Helgi Þorgils, Sigurbjörn Jónsson, Páll á Húsafelli, Pétur Gautur og Ragnar Páll Einarsson.
Fiskmarkaðurinn
Aðalstræti 12, 101 ReykjavíkFerskt, framandi og ógleymanlegt
Fiskmarkaðurinn var stofnaður í ágústmánuði árið 2007, af þeim Hrefnu Sætran meistarakokki og Ágústi Reynissyni meistaraþjóni. Leitast er við að bjóða gestum hágæða afurðir úr fersku íslensku hráefni, í bland við kraftmikið og hlýlegt andrúmsloft, enda hefur Fiskmarkaðurinn notið mikilla vinsælda allt frá opnun. Vel er fylgst með stefnum og straumum í matreiðslu og höfum við í raun aldrei verið betri en akkúrat núna!
Hvort sem þú vilt kíkja með vinum í drykk, njóta kvöldverðar með fjölskyldunni eða nýta hádegið í stuttan viðskiptafund – þá tökum við vel á móti þér.
Café Vatnajökull
Fagurhólsmýri, 785 ÖræfiCafé Vatnajökull er lítið kaffihús sem situr við rætur Öræfajökuls. Kaffihúsið býður upp á ferskar samlokur, súpu, bakkelsi og besta kaffið á svæðinu. Falið meðal plantnanna er hægt að finna handverk frá fólki í héraðinu og píanó sem hugrökkum gestum er velkomið að spila á. Komdu við á leið þinni í sveitinni milli sanda, það er opið alla daga.
Til að heimsækja okkur á Facebook smellið hé r.
Til að heimsækja okkur á Instagram smellið hér .
Gróðurhúsið
Austurmörk 6, 810 HveragerðiGróðurhúsið leggur áherslu á sjálfbærni og að skapa grænt umhverfi í allri starfsemi okkar. Frá jörðu og upp í minnsta margnota tannstöngul. Reynum eftir bestu getu að versla inn allt staðbundið, vinna með íslenskum framleiðendum og vörum, lágmarka flutninga, endurnýta gömul og falleg húsgögn og velja umhverfisvænustu lausnirnar í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur. Með því að vinna með staðbundnum leiðsögumönnum og fyrirtækjum styðjum við við einstaklinginn og samfélagið sem umlykur hótelið okkar.
Fosshótel Mývatn
Grímsstaðir, Skútustaðahreppur, 660 MývatnFosshotel Mývatn býður upp á 92 herbergi í einstaklega fallegu umhverfi við Mývatn. Hótelið er hannað af verðlaunuðum arkitektum og hefur eins lítil umhverfisáhrif og mögulegt er. Hönnun hússins miðar við að það falli sem best inn í umhverfið.
Hægt er að velja svítur og herbergi með útsýni yfir vatnið, auk venjulegra herbergja. Á hótelinu er gufubað með útsýni yfir vatnið og á jarðhæðinni er að finna frábæran veitingastað með fallegu útsýni, en hann tekur á móti allt að 120 manns í einu.
- Ókeypis þráðlaust net
- Morgunverður í boði
- Ókeypis bílastæði
- Veitingastaður
- Bar
- Fundaraðstaða
- Hleðslustöð
Hluti af Íslandshótelum.
Mandi Reykjavik
Veltusund 3b, 101 ReykjavíkMandi var stofnað árið 2011. Mandi var lengst af eingöngu staðsett í Veltusundi 3 við Ingólfstorg en árið 2019 opnaði Mandi nýjan stað í Skeifunni sem býður upp á sama matseðil og Mandi í Veltusundi. Árið 2020 opnaði svo Mandi enn einn staðinn en sá er staðsettur í Hæðasmára 6 í kópavogi. Mandi býður einnig upp á vinsæla veisluþjónustu á frábæru verði.
Markmið Mandi er að bjóða Íslendingum upp á alvöru sýrlenskan mat á sanngjörnu verði.
Gistiheimilið Flúðum
Grund, 845 FlúðirGistiheimilið Flúðum og veitingahúsið Grund eru staðsett í hjarta Flúða.
Gistiheimilið er með fjögur tveggja manna herbergi og eitt þriggja manna, öll með handlaug og sloppum til afnota fyrir gesti. Tvö baðherbergi með salerni og sturtu. Setustofa með sjónvarpi. Bílastæði og nettenging frí.
Veitingahúsið er með 50 sætum inni og 30 sætum úti á sumrin. Fjölbreyttur matseðillinn, eitthvað við allra hæfi. Grænmeti er ferskt frá bændum á svæðinu. Lamb, svínarif, hamborgarar, pizzur, pasta, ferskt salat, súpur og fleira. Gott úrval drykkja þar með talið léttvína.
Tveir sjónvarpsskjáir eru í veitingasal þar sem varpað er upp öllum helstu beinu útsendingum íslenskra sjónvarpsstöðva.
Tilboð sumarið 2020:
- Gisting fyrir tvo, herbergi með sérbaði, morgunmatur innifalinn kr. 12.900. Gildir til 30. september
2020.
- Gisting fyrir tvo, herbergi með sérbaði, morgunmatur innifalinn, golfhringur fyrir 2 á Selsvelli, Flúðum,
kr. 19.900. Gildir til 31. ágúst 2020.
Hótel Skúlagarður
Kelduhverfi, 671 KópaskerSkúlagarður - hótel og veitingastaður
Skúlagarður var byggður á árunum 1953-1959 sem heimavistarskóli og félagsheimili. Á síðari árum hefur húsinu verið breytt í notalegt sveitahótel.
Gistingin í Skúlagarði býður uppá 17 tveggja manna herbergi með baði (klósetti og sturtu). Með gistingunni fylgir morgunmatur ef bókað er beint af heimasíðunni. Í Skúlagarði er einnig bar, ísbar sem bíður uppá kúluís og veitingastaðurinn Heiðin Restaurant sem er opinn á föstudögum og laugardögum frá 6.júní-1.september frá kl 18-21. Á veitingastaðnum er einungis boðið uppá rétti úr hráefni úr héraði með áherslu á lambakjöt.
Skúlagarður er í miðju Kelduhverfi í 50 km fjarlægð frá Húsavík og 140 km. frá Akureyri. Margar af helstu náttúruperlum Íslands, svo sem Ásbyrgi, Hljóðaklettar og Dettifoss eru í næsta nágrenni. Gönguleiðir í Kelduhverfi og nágrenni eru margar og fjölbreyttar og náttúrufegurð mikil. Við Ásbyrgi er 9 holu golfvöllur. Örstutt frá Skúlagarði er Litlá, vinsæl stangveiðá og ein af bestu silungsám á Norðulandi. Skúlagarður er tilvalinn staður fyrir stóra sem smærri hópa, ættarmót, fundi og ráðstefnur.
Hestheimar
Hestheimar, 851 HellaÞessi fjölskyldurekni gististaður er staðsettur á Hestheimum, í 13 km fjarlægð frá miðbæ Hellu og í 2 km fjarlægð frá hringveginum. Boðið er upp á útsýni yfir Heklu og Eyjafjallajökul, hefðbundinn íslenskan veitingastað og 1 heitan pott sem er staðsettur fyrir aftan hótelið með frábæru útsýni. Boðið er upp á ókeypis Wi-Fi-Internet hvarvetna á staðnum.
Gistirými á Hestheimum eru kynnt með jarðvarma og þau eru búin myrkvagluggatjöldum. Boðið er uppá rúmgóð herbergi með sér baði og einnig mjög rúmgóð smáhýsi sem eru mismunandi, fyrir allt að 5 manns.
Veitingastaðurinn býður upp á 3ja rétta hlaðborð á kvöldin ef pantað er daginn fyrir eða um morgunin. Einnig bjóðum við upp á ríkulegan morgunverð.
Rúmgóð setustofa og pallur þar sem hægt er að njóta útiveru.
Reykjavík er í 50 mínútna akstursfjarlægð og um 20 mínútur á Selfoss.
Hótel Grímsborgir
Ásborgir 30, 805 SelfossHótel Grímsborgir er glæsilegt vottað fimm stjörnu hótel staðsett á glæsilegum stað í kjarrivöxnu landi við Sogið í Grímsnesi. Hótelið býður upp á gistingu í 68 superior herbergjum, 7 svítum, 5 stúdíóíbúðum og 7 stærri íbúðum með 4 svefnherbergjum hver, sem rúma allt að 8 manns. Herbergin og svíturnar eru með sér svalir og aðgang að heitum pottum.
Umhverfis íbúðirnar er falleg og stór verönd. Gasgrill og heitur pottur er við hvert hús. Einstaklega glæsileg herbergi og hús að innan sem utan í kyrrlátu umhverfi á bökkum Sogsins.
Hótelið býður upp á mjög góða aðstöðu fyrir ýmiss konar funda- og viðburðarhöld og er aðeins í 50 mín. akstursfjarlægð frá Reykjavík
Veitingahúsið Grimsborgir Restaurant tekur 170 manns í sæti. Kjörinn staður til að halda upp á afmælið, brúðkaupsveislu, ættarmót og ýmiskonar mannfagnaði.
Hringið í síma 555 7878 eða sendið okkur e-mail info@grimsborgir.com og fáið nánari upplýsingar um verð og aðstöðuna hjá okkur.
Veggur veitingahús
Við Dettifossveg, 671 KópaskerVeggur veitingahús er við Dettifossveg í Kelduhverfi, við jaðar Vatnajökulsþjóðgarðs og hinn svokallaða Demantshring. Náttúran umhverfis staðinn státar af mikilli fegurð og eru nokkrar af helstu náttúruperlum landsins á svæðinu í kringum okkur, til dæmis Ásbyrgi, Vesturdalur, Hólmatungur og Dettifoss.
Við bjóðum upp á spennandi rétti úr héraði sem gestir okkar geta snætt í björtum og fallegum veitingasal með stórkostlegu útsýni yfir Kelduhverfi. Megin uppistaða matseðils Veggs veitingahúss er úr héraði og nærumhverfinu, enda vilja eigendur stuðla að minna kolefnisspori en ella og leitast við að færa söluna nær uppruna sínum. Þannig stuðlum við einnig að atvinnusköpun í fallegu sveitinni okkar.
Fiskfélagið
Vesturgata 2a, Grófartorg,, 101 ReykjavíkÞað er ekki nóg með að matseðillinn sé ævintýri sem ber þig umhverfis hnöttinn, heldur er umgjörð staðarins og samsetning hreinræktað ævintýri. Zimsen-húsið var byggt 1884 og tvöfaldað að stærð 1889 á lóð númer 21 við Hafnarstræti. 2006 var Zimsen húsið tekið af grunni sínum og flutt út á Granda þar sem það var gert upp af alúð og natni eins og sjá má.
Við undirbúning Grófartorgs fannst gamli hafnarbakkinn frá 1850 sem nú hefur verið endurgerður sem listaverkið „Flóð og fjara“ af Hjörleifi Stefánssyni og Minjavernd og gefur útisvæðinu einstakt yfirbragð. Þar hækkar og lækkar í líkt og við nýju höfnina. Þegar þessi góði grunnur hafði verið lagður var svo tími til komin að sækja húsið út á granda og tilla því eins og kórónu ofan á nýformað Grófartorg.
Fiskfélagið tekur brosandi á móti þér og leiðir þig í gegnum heimshornaflakk bragðlaukanna sem byrjar líkt og í bestu ævintýrum undir brú.
Bragðavallakot
Bragðavellir, 765 DjúpivogurBragðavallakot - sumarhús
Á Bragðavöllum við Hamarsfjörð er boðið upp á gistingu í 2-8 manna sumarhúsum. Húsin er bjálkahús með öllu því nauðsynlegasta sem til þarf til að njóta lífsins á ferð um landið okkar.
Öll húsin eru með ísskáp, örbylgjuofn og helluborði. Grill eru í boði fyrir þá sem það kjósa. Stutt er í alla helstu þjónustu á Djúpavogi eða aðeins um 10km. Fallegar gönguleiðir sem henta vönum sem óvönum ásamt því að möguleiki er á að rekast á húsdýrin á bænum, svosem hænur, endur, kindur, hesta og kanínur. Bragðavellir er friðsæll staður, stutt frá þjóðvegi eitt og kjörið viðkomustaður fyrir fjölskyldufólk á ferð um Austfirði.
Hægt er að staldra við og ganga td að Snædalsfossi sem er í 15 mínútna göngufjarlægð frá Bragðavöllum, sem er tignarlegur en um leið er umhverfið stórbrotið og friðsælt.
Bragðavellir - Hlaðan veitingarhús
Því miður er veitingarstaðurinn lokaður sumarið 2020, við stefnum á að opna aftur 1. Júní 2021. Hægt er að biðja um tilboð fyrir hópa 20manns eða fleiri meðan lokað er.
Á Bragðavöllum við Hamarsfjörð er að finna notalegan veitingarstað þar sem veitt er persónuleg þjónusta í gamalli hlöðu og gömlu fjósi. Einfaldur matseðill þar sem lögð er áhersla á staðbundið hráefni og heimilislega stemningu.
Adventure Hótel Hellissandur
Klettsbúð 9, 360 HellissandurAdventure Hótel Hellissandur er fjölskylduvænt hótel staðsett á Snæfellsnesi. Herbergin henta vel fyrir einstaklinga, pör og fjölskyldur, ásamt því að vera öll með einka baðherbergi. Staðgóður morgunverður innifalinn sem býr þig undir ævintýri dagsins.
Svæðið í kring hefur margt upp á að bjóða, í nágrenninu má finna Sjóminjasafnið og Þjóðgarðsmiðstöðina á Hellissandi.
Upplifðu náttúru, menningu og þægindi hjá okkur.
Gistiheimilið Kiðagil
Barnaskóla Bárðdæla, 645 FosshóllOpið fyrir veisluhöld allt árið. Uppbúin rúm og svefnpokagisting í boði. Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Tjaldsvæði er staðsett í miðjum Bárðardal vestan Skjálfandafljóts um 23 km frá þjóðvegi 1 eða um það bil 20 kílómetrum eftir að komið er niður af Sprengisandi.
Fallegir fossar eins og Goðafoss, Aldeyjarfoss og Hrafnabjargarfossar eru í nágrenninu.
Tjaldsvæði á friðsælum og rólegum stað. Salernis- og sturtuaðstaða ásamt aðgangi að rafmagni. Fótboltamörk og leikvöllur á staðnum.
Fín aðstaða fyrir ættarmót.
Krúska
Suðurlandsbraut 12, 108 ReykjavíkHeilsusamlegur matur eldaður með ást og umhyggju. Grænmetisréttir, kjúklingaréttir salöt, kökur og kaffi.
Krúskumatur er hreinn matur útbúinn á staðnum úr fyrsta flokks hráefni án allra aukaefna.
Kænan Veitingastofa
Óseyrarbraut 2, 220 HafnarfjörðurOpið frá kl 07:00- 17:00 alla virka daga og á laugardögum frá 09:00-14:00þ Bjóðum upp á heimilismat í hádeginu. Einnig tökum við að okkur allar veislur t.d ferminga-, giftinga- og afmælisveislur
Kaffi Norðurfjörður
Norðurfjörður, 524 ÁrneshreppurGrillhúsið
Sprengisandur - Bústaðavegur 153, 108 ReykjavíkGrillhúsið er vinalegur fjölskyldustaður sem býður upp á fjölbreyttan matseðil þar sem allir ættu að geta fengið eitthvað við sitt hæfi, og auðvitað er líka sérstakur barnamatseðill.
Á grillhúsinu tökum við brosandi á móti þér. Okkar fremsta markmið er að bjóða upp á einstaklega góðan mat og frábæra þjónustu á hagstæðu verði. Okkar von er sú að þegar gestir hafa notið þess að borða hjá okkur hlakki þeir til að koma aftur.
Matseðillinn okkar er fjölbreyttur og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, hvort sem maginn er sólginn í létta og ferska rétti, gómsæta hamborgara eða safaríka steik.
Við vitum að grunnurinn að góðum mat er gott hráefni. Því vöndum við sérstaklega valið og veljum aðeins það ferskasta sem fæst hverju sinni. Allt er síðan lagað á staðnum svo úr verði frábær máltíð.
Í hádeginu er boðið upp á sérstakan hádegismatseðil þar sem er að finna gómsæta rétti á hagstæðu verði. Við erum eldsnögg að afgreiða réttina og súpa fylgir frítt með.
Hlökkum til að sjá þig!
Hjá Jóni Restaurant
Thorvaldsensstræti 2, 101 ReykjavíkVelkomin á stílhreinan veitingastað á hinu glæsilega Iceland Parliament hóteli við Austurvöll. Hjá Jóni fá bragðlaukarnir ævintýralega upplifun þar sem mætast hágæða hráefni og alþjóðlegir straumar í matargerð ásamt sérvöldum vínum og úrvali kokteila sem hristir eru saman á hinum skemmtilega Telebar.
Hótel Rangá
Suðurlandsvegi, 851 HellaHótel Rangá er einn af vinsælustu áningarstöðum Íslendinga innanlands auk þess sem hótelið er vinsæll áfangastaður gesta víðsvegar að úr heiminum. Hótelið er vel staðsett fyrir ráðstefnur, brúðkaup og glæsilegar veislur.Á Hótel Rangá er 51 herbergi, þar af átta fallegar svítur sem eru hannaðar á listilegan hátt eftir heimsálfunum sjö. Hótelið er búið koníaksstofu, tveimur börum og tveimur ráðstefnusölum sem báðir eru búnir allri nauðsynlegri tækni til nútímalegs ráðstefnuhalds. Utandyra eru heitir pottar og býðst gestum hótelsins að slaka þar á um leið og þeir njóta útsýnisins til Eystri Rangár sem rennur þar rólega hjá. Ekki spillir fyrir stjörnubjartur himininn og norðurljósin þegar þau sjást. Hægt er að gera dvölina á hótelinu enn ánægjulegri með því að fá nudd í slakandi sveitaumhverfinu.
Gps punktarnir okkar eru: 63°46'50.53"N og 20°17'58.86"W.
Geysir - veitingastaður
Geysir, Haukadalur, 806 SelfossGeysir veitingahús leggur áherslu á að gestir okkar njóti upplifunar í mat og drykk og eigi ógleymanlega kvöldstund í þægilegu umhverfi.
Veitingastaðurinn er fyrsta flokks a la carte staður þar sem áhersla er lögð á fjölbreyttan matseðil og góðan mat við allra hæfi. Við notum mikið af afurðum beint frá bónda en við erum í samstarfi við bændur sem leggja stund á fjölbreytta framleiðslu og búskap og njótum þess allra ferskasta hráefnis sem völ er á. Matseðillinn tekur breytingar á hverjum árstíma.
Vinsamlegast pantið borð í síma 480-6800 eða á geysir@geysircenter.is
Hraðlestin
Hlíðasmára 8, 201 KópavogurHraðlestin er fjölskyldurekinn veitingastaður á þremur stöðum. Öll okkar krydd hafa verið sérinnflutt frá Indlandi í 18 ár og blönduð á staðnum af indverskum, faglærðum kokkum. Fersk gæðahráefni og enginn sykur.
Taktu með og fáðu ekta indverska upplifun við stofuborðið heima eða fáðu þér sæti hjá okkur í rólegu andrúmslofti sem sækir innblástur frá litríkri og fjölbreytilegri menningu Indlands".
Opnunartími:
Mánudagar-föstudagar kl. 11:30-21
Laugardaga og sunnudaga kl. 17-21
Á hinum stöðunum okkar er opið sem hér segir:
Hverfisgata 64a:
17-21 alla daga vikunnar
Grensásvegur 3:
Mánudagar-föstudagar kl. 11:00-21
Laugardaga og sunnudaga kl. 17-21
Vinsamlegast athugið að afgreiðslutími getur tekið breytingum á almennum frídögum.
Highland Base Kerlingarfjöll
F347, 801 SelfossHighland Base Kerlingarfjöll er heilsársáfangastaður með fjölbreyttri gistiaðstöðu, veitingastað, böðum og ótal afþreyingarmöguleika - kjörinn staður til að hefja upplifunina á miðhálendi Íslands. Hvort sem þú kýst tjald, skála eða hótelsvítu þá höfum við gistingu við allra hæfi. Kerlingarfjöll er hinn fullkomni heilsársstaður fyrir ævintýrafólkið.
Veitingastaður Highland Base, sem státar af borðsal í fjallastíl með stórfenglegu útsýni, býður upp á næringarríkan og ljúffengan mat sem heldur stemningunni huggulegri og gefur orku fyrir næsta ævintýri.
Highland Base er sælustaður uppi á öræfum. Einstök og ósnortin náttúra hálendisins er uppspretta ævintýra allt árið um kring. Í Kerlingarfjöllum býðst spennandi útivist fyrir alla, frá gönguferðum og fjallahjólreiðum til fjallaskíða og vélsleða.
Hótelið er vel búið til að taka á móti hópum allan ársins hring og býður umhverfið í Kerlingarfjöllum upp á spennandi útivist fyrir hópefli og hvataferðir, félagasamtök, vinahópa og vinnustaði.
Hótel Valaskjálf
Skógarlönd 3, 700 EgilsstaðirÞitt heimili að heiman. Dveldu í rólegum og friðsamlegum hluta Egilsstaða. Hótel Valaskjálf er gamalt og virðulegt hótel sem býður upp á gistingu nýuppgerðum herbergjum, öll með sér baðherbergi.
Á hótelinu er glæsilegur veitingasalur ásamt fundar- og ráðstefnusölum. Hótelið er sérstaklega vel útbúið fyrir stærri veislur og mannfagnaði. Tækjabúnaður er fullkominn fyrir ýmsan tónlistaflutning. Sími 471-1600
Valaskjálf býr að einum glæsilegasta bar á landsbyggðinni. Ölstofan býður upp á ljúffenga barrétti og spennandi hanastél. Happy hour er á sínum stað alla daga frá 17:00- 19:00
Duck & Rose
Austurstræti 14, 101 ReykjavíkÁ Duck & Rose einblínum við á létta og heiðarlega matreiðslu með áhrifum frá Frakklandi og Ítalíu. Duck & Rose er staðsettur á einu flottasta horni Reykjavíkur, við Austurvöll á horni Pósthússtrætis & Austurstrætis.
Verið hjartanlega velkomin.
Viðeyjarferjan
Skarfagarðar 3 (Skarfabakka í Sundahöfn), 101 ReykjavíkEyjuna Viðey á Kollafirði þarf vart að kynna enda er hún einstök náttúruperla í hjarta Reykjavíkur. Viðey er frábær staður fyrir einstaklinga, vini, fjölskyldur og aðra hópa sem vilja eiga skemmtilegar samverustundir í fallegri náttúru. Það tekur einungis nokkrar mínútur að sigla frá Skarfabakka yfir til Viðeyjar og þegar þangað er komið geta gestir litið á hin fjölmörgu listaverk sem Viðey hefur að geyma, fræðst um sögu eyjunnar, notið náttúrunnar eða kíkt í kaffi í Viðeyjarstofu.
Viðeyjarstofa: Viðeyjarstofa er merkur og fallegur sögustaður. Húsið var upphaflega byggt sem embættisbústaður Skúla Magnússonar á árunum 1752-1755. Árið 1988 lauk umfangsmiklum endurbótum en yfirbragði hússins hefur verið haldið sem upprunalegustu. Í dag er rekið kaffihús og veitingarstaður í Viðeyjarstofu. Viðeyjarstofa er opin í tengslum við ferjusiglingar en einnig er hægt að bóka stofuna fyrir stóra sem smáa hópa og þykir frábær kostur fyrir fundi, veislurog fjölbreyttar uppákomur.
Frekari upplýsingar um verð og áætlun er að finna á heimasíðu Viðeyjar; www.videy.com. Á síðunni finnurðu einnig upplýsingar um sumar og vetrardagskrá í eyjunni.
Akureyri Backpackers
Hafnarstræti 98, 600 AkureyriAkureyri Backpackers er staðsett í hjarta Akureyrar, við sjálfa Göngugötuna. Stutt er í alla þjónustu, en helstu kaffihús og veitingastaðir bæjarins eru í göngufjarlægð og Sundlaug Akureyrar er einungis í 500 m fjarlægð. Þá er Menningarhúsið Hof handan við hornið og hinn landsfrægi tónleikastaður Græni hatturinn er við hliðina á Akureyri Backpackers.
Hægt er að velja um sameiginleg herbergi í svefnpokaplássi eða tveggja manna herbergi. Sameiginlegar snyrtingar eru á öllum hæðum og sturtuaðstaða er í kjallara.
Á jarðhæð er svo ferðamiðstöð ásamt veitingastað og bar þar sem hægt er að njóta léttra veitinga.
• Morgunverður
• Uppábúin rúm
• Eldhús og grillaðstaða
• Veitingasala
• Þráðlaust internet
• Sturtur
• Gufubað
• Skíðageymsla
• „Preppaðstaða“ fyrir skíðafólk
• Þvottavélar
• Upplýsingamiðstöð
• Læstir skápar
• Farangursgeymsla
• Hópar velkomni
Bestu kveðjur/Best regards
Akureyri Backpackers staff
Dirty Burgers & Ribs
Fellsmúli 30, 108 ReykjavíkSalthúsið
Stamphólsvegur 2, 240 GrindavíkSalthúsið er hlýlegur veitingastaður í Grindavík með
ferskan fisk, lamb og úrval annarra girnilegra rétta fyrir alla. Salthúsið er einstakt bjálkahús í aðeins 35 mín akstri frá Reykjavík og aðeins 6 mín akstri frá Bláa Lóninu. Við erum einnig með spennandi hópmatseðla, bæði ódýra og einfalda.
Skaftfell Bistró
Austurvegur 42, 710 SeyðisfjörðurSkaftfell Bistro er staðsett á fyrstu hæð Listamiðstöðvar Skaftfells, að Austurvegi 42, á Seyðisfirði.
Veitingastaðurinn býður upp á nýstárlegan matseðil með hefðbundnum íslenskum réttum með nýstárlegu ívafi.
Hluti veitingastaðarins er einnig gallerý sem sýnir verk eftir bæði svissnesk-þýska listamanninn Dieter Roth, sem bjó og starfaði á Seyðsifirði síðasta áratug ævi sinnar og einnig verk samtímalistamanna á Austurlandi.
Bistro-ið leggur upp með sjálfbærni og ber virðingu fyrir náttúrunni.
Bistró vinnur með ferskt hráefni úr heimabyggð og styður við bakið á bændum, sjómönnum, framleiðendum á svæðinu.
Hótel Vesturland
Borgarbraut 59, 310 BorgarnesHótel Vesturland er huggulegt hótel í Borgarnesi. Á hótelinu eru 81 herbergi, glæsilegur veitingastaður, bar, spa og góð fundaraðstaða. Hótel Vesturland er tilvalið hótel fyrir árshátíðar- og ráðstefnuhópa, stóra sem smáa.
Fjörukráin - Víkingaþorpið
Víkingastræti 1-3, 220 HafnarfjörðurValhöll Víkinga er öðruvísi A la carte veitingastaður í næst elsta húsi Hafnarfjarðar, þar sem innréttingar og húsgögn eru gerð úr hundrað ára gömlum neftóbaks-og víntunnum og veggir skreyttir málverkum af Hafnarfirði og veisluborði goðanna.
ATH: Vinsamlegast pantið borð fyrirfram og látið vita ef þið hyggist greiða með ferðagjöfinni.
Valhöll er með setustofu á efrihæð með útsýni yfir höfnina og bíður upp á notalegt andrúmsloft, þó svo að Víkingar komi þar við með sínar skemmtilegu uppákomur.
Valhöll er opin fyrir matargesti alla daga frá kl. 18:00 og þar er opið fyrir hópa í hádeginu.
Notalegur og öðruvísi veitingastaður sem vert er að heimsækja aftur og aftur.
Fjörugarðurinn býður upp á ekta Vikinga umhverfi, góðan mat og lifandi tónlist.
Þið munið eiga eftirminnilega stund í Fjörugarðinum, sem á sér engan líka,
útskurður, listmunir og skrautmunir á staðnum virðast óteljandi svo gestir upplifa heimsóknina ekki bara sem veitingastað. Sjón er sögu ríkari.
Fjörugarðurinn er opinn fyrir matargesti frá kl. 18:00-22:00 alla daga en þá lokar eldhús staðarins, barinn hinsvegar er opinn fram eftir kvöldi. Boðið er uppá okkar margrómuðu Víkingaveislur öll kvöld vikunnar, auk þess sem gestir geta valið af fjölbreyttum sérréttarseðli.
Svarta fjaran Veitingahús
Reynisfjara, 871 VíkSvarta fjaran/Black beach restaurant er veitingastaður og kaffihús sem staðsett er í einni mögnuðustu náttúruperlu Suðurstrandarinnar, Reynisfjöru. Svarta fjaran er í göngufæri við Reynisdranga, stuðlabergið og Hálsanefshelli. Frá veitingastaðnum er frábært útsýni að Dyrhólaey og yfir sjóinn.
Þjónustuhúsið var byggt árið 2014 og miðast arkitektúrinn við að láta bygginguna falla að landslaginu og voru m.a. notaðir steinar úr fjörunni sem byggingarefni í veggi og gólf. Húsið fellur inn í fjallshlíðina.
Á veitingahúsinu er hægt að fá m.a. heita súpu og brauð, kökur sem bakaðar eru á staðnum, samlokur og sitthvað fleirra, gosdrykki, safa, kaffi og te. Á veitingastaðnum er hægt að fá hefðbundinn íslenskan mat svo sem lambakjöt og fisk, hamborgara úr nautakjöti frá næsta bæ auk ýmisa smárétta.
Kaffi 59
Grundargata 59, 350 GrundarfjörðurKaffi 59 er lítill einkarekinn fjölskylduveitingastaður og bar við aðalgötu bæjarins.
Kaffi 59 er í alfaraleið skammt frá Kirkjufellsfossi og býður upp á fallegt útsýni á Kirkjufell.
Á matseðlinum eru hamborgarar, pizzur, djúpsteiktur fiskur og fleira góðgæti.
Réttirnir á matseðlinum draga nafn sitt af náttúruperlum í umhverfinu bæjarins og ber þá helst að nefna vinsælasta borgarann, Kirkjufellsfoss eða pizzurnar Kirkjufell, Stöð og Helgrindur.
Á Kaffi 59 er einnig hægt að setjast niður og gæða sér á ís úr vél og köku dagsins.
Á Kaffi 59 er notaleg fjölskyldustemning innan um heimamenn og ferðamenn.
Ýmsir viðburðir á Kaffi 59 setja litríkan svip á skemmtanalífið í bænum.
Endilega fylgist með á fésbókarsíðu Kaffi 59 en þar eru ýmsir viðburðir auglýstir sem og opnunartími.
Sænautasel
Jökuldalsheiði, 701 EgilsstaðirSænautasel var byggt á Jökuldalsheiði 1843. Bærinn var í byggð í eina öld. Árið 1861 voru 16 bæir í byggð á heiðinni. Þeir eyddust að mestu í Öskjugosi 1875. Flutt var úr bænum árið 1943. Meðal hinna brottfluttu var ellefu ára snáði, Eyþór, sem vitjar enn þá (2010) átthaganna á sumrin. Þáverandi Jökuldalshreppur endurbyggði bæinn árið 1992. Hluti hans féll árið 2009 og var endurbyggður 2010. Hann er mjög áhugavert safn og aðeins fimm kílómetra að fara frá gamla þjóðveginum, sem liggur um Möðrudalsöræfi og Jökuldalsheiði.
Flestir Íslendingar og margir erlendir aðdáendur Haldórs Kiljan Laxness þekkja söguna um Bjart í Sumarhúsum úr skáldverkinu „Sjálfstætt fólk”. Hún lýsir lífsbaráttu sjálfstæðs kotbónda á afskekktri heiði. Margir telja að fyrirmynd sögunnar sé komin frá Sænautaseli, því þar átti Halldór næturstað á þriðja áratugi 20. aldar. Hann gekk þangað úr byggð.
Heiðabúskapur var einnig viðfangsefni rithöfundanna Gunnars Gunnarssonar (Aðventa) og Jóns Trausta (Halla og heiðarbýlið).
Ferðaþjónustan, sem er rekin í bænum á sumrin, nær til leiðsögu um bæinn. Þar er sögð saga fólksins, sem bjó á heiðinni og búskaparháttum. Ekki má gleyma því, að heiðarbýlin áttu aðgang að stöðuvötnunum á heiðinni, sem var drjúg búbót. Síðan er hægt að setjast og njóta veitinga í bænum, þar sem komið er fullkomið eldhús, sem er þekkt fyrir góðar lummur og súkkulaði.
Lilja Hafdís Ólafsdóttir
Merki í Jökuldal
701 Egilsstaðir
Sími: 855-5399 / 471-1086
Opið frá 1. júni til 10. September kl. 9-22 og samkvæmt samkomulagi.
jokulsa@centrum.is
Fosshótel Austfirðir
Hafnargata 11-14, 750 FáskrúðsfjörðurFosshótel Austfirðir er glæsilegt hótel á Fáskrúðsfirði. Starfsemi hótelsins fer fram í 4 byggingum við Hafnargötuna sem hafa verið endurgerð í samvinnu við Minjavernd. Þekktasta húsið er bygging franska spítalans sem var reist árið 1903 og í notkun til ársins 1939 eða þar til það var flutt út á Hafnarnes þar sem það stóð í eyði í nær 50 ár. Húsin eiga sér ríka sögu og hefur í einu þeirra verið sett upp sýning um franska sjómenn á svæðinu. Við enduruppbyggingu húsanna var lögð áhersla á að endurnýta byggingarefni eins og hægt var. Á hótelinu er glæsilegur veitingastaður L'Abri.
- 47 herbergi
- Morgunverður í boði
- L'Abri veitingahús
- Bar
- Ókeypis þráðlaust net
- Safn
- Hleðslustöð
Hluti af Íslandshótelum
Englendingavík
Skúlagata 17, 310 BorgarnesÁ fallegum stað í eldri bæjarhluta Borgarness liggur friðsæl og falleg vík sem heitir Englendingavík. Þar ríkir ró og friður sem eingöngu er rofinn af fuglasöng og sjávarnið. Í gömlu kaupfélagshúsunum í víkinni var stunduð verslun til fjölda ára en nú hýsa þau veitingastaðinn og gistiaðstöðuna Englendingavík ásamt Leikfangasafni Soffíu .
Veitingahúsið Englendingavík
Í veitingahúsinu Englendingavík er lagt upp með afslappað og notalegt andrúmsloft í anda gömlu húsanna í víkinni. Boðinn er fjölbreyttur matseðill með áherslu á fisk og lamb. Í sumar er opið frá 13:00-21:00 alla daga.
Sjálfsagt er að taka á móti hópum alla daga.
Úr veitingahúsinu er afar fallegt útsýni út á sjóinn og nærliggjandi eyjar og sker sem iða af fuglalífi og gaman er að fylgjast með flóði og fjöru úr veitingasalnum. Einnig er pallur fyrir sunnan húsið, þar sem lognið dvelur þegar norðan- og norðaustan áttir ríkja. Þar er notalegt að sitja í sólinni og njóta matar og drykkjar í góðum félagsskap.
Gistihúsið Sjávarborg
Við víkina stendur einnig heimagistingin Sjávarborg, í bárujárnsklæddu húsi sem byggt var 1890 og stendur alveg við sjávarsíðuna. Sjávarborg býður uppá heimilislega gistingu, þar sem hægt er að velja á milli fjögurra manna fjölskylduherbergis og fjögurra tveggja manna herbergja, allt í uppábúnum rúmum með sameiginlegu baðherbergi.
Andrúmsloftið er afslappað á Sjávarborg, aðgangur að eldhúsi og setustofu og auðvitað þráðlausri nettengingu. Við viljum benda gestum okkar góðfúslega á að Sjávarborg er gamalt hús með sál, brakandi gólfum og því nokkuð hljóðbært ef margir eru á ferli á sama tíma. Þetta hefur þó sannarlega ekki komið í veg fyrir góða hvíld og nætursvefn gesta og efumst við ekki um að gestir okkar eigi hjá okkur notalega stund.
Við hlökkum til að sjá ykkur og munum taka vel á móti ykkur, hvort sem um er að ræða einstaklinga, fjölskyldur eða minni og stærri hópa.
Hópið Veitingastaður
Hrafnadalsvegur 3, 460 TálknafjörðurVeitingastaðurinn Hópið á Tálknafirði er stolt heimamanna. Boðið er upp á heimilismat í hádeginu alla virka daga og fjölbreyttan matseðil á kvöldin. Hópið er best þekkt fyrir pizzur og brauðstangir, en einnig er hægt að fá fisk, kjöt, salöt, vegan rétti og eftirrétti svo eitthvað sé nefnt. Auk þess er billiardborð og píluskífa.
Sumaropnun:
Auglýst síðar á facebook síðu Hópsins.
Vetraropnun:
Alla daga: 18:00-21:00
Heimilismatur er í hádeginu alla virka daga frá 12:00-13:00, bæði sumar og vetur.
Hægt er að hafa samband á ýmsan hátt:
Sími: 456-2777
Netfang: hopid@simnet.is
Facebook síðan okkar er hér.
Grandi mathöll
Grandagarður 16, 101 ReykjavíkKS Ketilási
Fljót, 570 FljótVerslunin er staðsett milli Siglufjarðar og Hofsós, umkrind fallegu útsýni og sveitabýlum. Í útibúi KS að Ketilási í Fljótum er að finna bæði verslun olíuafgreiðslu (aðeins diesel). Skyndibiti er seldur frá júní til miðjan ágúst. Við bjóðum upp á Pylsur, hamborgarar, franskar og pizzur.
Hestakráin sveitahótel / Land og hestar
Húsatóftir 2a, 801 SelfossHestakráin á Húsatóftum Skeiðum er aðlaðandi sveitakrá sem er tilvalinn staður til mannfagnaða s.s. árshátíðir. Hestakráin rúmar hæglega 50 - 70 gesti í sæti.
Áhersla er lögð á þjóðlega, ferska og góða rétti t.d. grillað lambakjöt, lambasteik, fiskrétti, kjötsúpu, kúrekasúpu, heimabakað brauð og bakkelsi. Allt hráefni kemur úr héraði.
Fyrir hópa er t.d. hægt að velja um:
· Súpu og brauð
· Tveggja rétta máltíð
· Þriggja rétta máltíð
Einnig er reynt að verða við séróskum viðskiptavina, má þar nefna afmælisveislu, jólahlaðborð, þorrablót og sviðamessu.
Gistirými er fyrir 20 manns í tveggja manna herbergjum. Í öllum herbergjum er baðherbergi með sturtu og snyrtiaðstaða og úti á verönd er heitur pottur.
· Uppá búin rúm í gistiherbergjum með snyrtiaðstöðu
· Tvær vistlegar setustofur
· Heitur pottur á verönd
. Sauna
Apotek Hótel - Keahotels
Austurstræti 16, 101 ReykjavíkApótek Hótel er glæsilegt fjögurra stjörnu hótel á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis. Hótelið er staðsett í hjarta Reykjavíkur en allt í kring má finna fjölbreytta afþreyingu, veitingahús og verslanir. Á Apótek Hótel eru 45 glæsilega innréttuð herbergi. Lagt var upp með þægindi í bland við nútímalegt útlit með klassísku yfirbragði við hönnun þeirra og tóna herbergin vel við ytra útlit hótelsins.
Herbergin á Apótek Hótel eru búin helstu nútíma þægindum eins og sjónvarpi, síma, öryggishólfi og míníbar. Þar að auki er frí internettenging, kaffi- og tesett, sérbaðherbergi með sturtu, baðsloppur og inniskór, baðvörur, hárblásari, strauborð og straujárn, skrifborð og parketlögð gólf inni á öllum herbergjum.
Fyrir þá sem vilja enn meiri lúxus býður Apótek Hótel upp á Superior- og Deluxe herbergi ásamt Juniorsvítum og Turnsvítu.
Á jarðhæð hótelsins er veitingastaðurinn Apotek Kitchen + Bar sem býður upp á ljúffengar veitingar í líflegri stemningum flottu umhverfi. Matseðillinn er skemmtileg blanda af íslensku og evrópsku eldhúsi með funheitu argentínsku grilli. Á Apotekinu er lifandi kokteilbar þar sem verðlaunaðir „apótekarar” hrista saman spennandi kokteila við allra hæfi – örvandi, róandi og jafnvel verkjastillandi.
Apótek Hótel er eitt af fimm Keahótelum sem staðsett er í Reykjavík.
Tilveran
Linnetsstíg 1, 220 HafnarfjörðurVeitingahúsið Tilveran er staðsett í hjarta Hafnarfjarðar, rétt við höfnina í vinalegu umhverfi. Notalegur staður með persónulega þjónustu.
Hjá Tilverunni er metnaður settur í vandaða matreiðslu. Á sérréttamatsðli er fjöldi girnilegra rétta, auk spennandi 3ja rétta matseðils dagsins. Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi og verðin koma þægilega á óvart.
Hafnarfjörður hefur upp á ýmislegt að bjóða s.s. söfn, iðandi mannlíf við höfnina og ekki síst hraunið sem bærinn er byggður á. Missið ekki af heimsókn í Hafnarfjörð - hún er vel þess virði. Tilveran er tilvalinn staður í upphafi eða lok heimsóknar í Hafnarfjörð
Opnunartími tilverunnar er:
Hádegi
11:30 - 14:00
Virk kvöld
18:00 - 21:00
Föstudags og Laugardagskvöld
18:00 - 22:00
Papa´s Pizza
Hafnargata 7a, 240 GrindavíkFjölskylduvænn veitingastaður þar sem þú getur einnig sótt, eða fengið sent heim til þín.
Við erum sérfræðingar í pizzum og djúpsteiktum fisk, bjóðum einnig uppá steikur, hamborgara, og ýmislegt fleira, getum tekið við hópum stórum sem smáum allt að 120 manns. Við erum staðsett beint á móti Saltfisksetrinu í Grindavík í um einnar mínútu göngufæri við höfnina.
Erum með boltan í beinni og frítt wi-fi fyrir viðskiptavini.
OPNUNARTÍMAR
Virkir dagar 11:30 - 20:00
Helgar 12:00 - 20:00
North West Hotel
Víðigerði, 531 HvammstangiNorth West Hotel er staðsett í Víðidalstungu við hringveginn. Ókeypis WiFi er í boði. Öll herbergin eru með setusvæði og sér baðherbergi með sturtu. Það er einnig veitingastaður á staðnum. Herbergin bjóða upp útsýni til fjalla eða yfir garð. Rúmföt eru í boði.
Morgunverður er í boði frá lok maí til miðjan október.
Á North West er garður, verönd og bar. Eignin er einnig með sameiginlega setustofu og leiksvæði fyrir börn.
Ókeypis bílastæði eru í boði.
Mandi - Sýrlenskur Veitingastaður
Hæðasmári 6, 201 KópavogurMandi var stofnað árið 2011. Mandi var lengst af eingöngu staðsett í Veltusundi 3 við Ingólfstorg en árið 2019 opnaði Mandi nýjan stað í Skeifunni sem býður upp á sama matseðil og Mandi í Veltusundi. Árið 2020 opnaði svo Mandi enn einn staðinn en sá er staðsettur í Hæðasmára 6 í kópavogi. Mandi býður einnig upp á vinsæla veisluþjónustu á frábæru verði.
Markmið Mandi er að bjóða Íslendingum upp á alvöru sýrlenskan mat á sanngjörnu verði.
Kopar Restaurant
Geirsgata 3, 101 ReykjavíkVið á Kopar leggjum áherslu á staðbundið hráefni og leitum jafnt til lands og sjávar í samsetningu á matseðli okkar.
Sérstaða Kopars felst í spennandi hráefni og fjölbreyttum réttum. Á matseðlinum mætast nýjar og gamlar aðferðir og uppskriftir, hefðbundið hráefni og óvænt. Brasserie-réttir Kopars veita gestum tækifæri til að kanna matarheiminn á einni kvöldstund á sanngjörnu verði. Brasserie-réttirnir eru smáréttir, gómsæt viðbót við hefðbundna forrétti, aðalrétti og eftirrétti.
Ferskt og kraftmikið andrúmsloft hafnarinnar er hluti af upplifuninni þegar þú borðar á Kopar.
101 Hótel
Hverfisgata 10, 101 Reykjavík101 hotel er "boutique" hótel sem staðsett er í hjarta Reykjavíkur. Hótelið opnaði árið 2003 og er fyrsta íslenska hótel sem er meðlimur í Design Hotels. Einnig er veitingastaður, bar og lounge á aðalhæð hótelsins. Frekari þægindi ná til concierge-borðs, herbergisþjónustu, þvottaþjónustu, líkamsrækt og spa með gufubaði og heitum potti. Nudd í herbergi er einnig fáanlegt.
Hægt er að útvega samfellanlegt aukarúm á hjólum eða barnarúm fyrir sum herbergi. Dýrahald er ekki leyfilegt. Bílastæðahús er í göngufæri.
Til að bóka herbergi og nýta ferðagjöfina á 101 hotel sendið tölvupóst á netfangið 101hotel@101hotel.is .
Árnanes
Árnanes, 781 Höfn í HornafirðiÁrnanes ferðaþjónusta býður upp á hestaferðir og útsýnisferðir fyrir einstaklinga og litla hópa.
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista, ferða og bókana.
Lamb street food
Grandagarður 7, 101 ReykjavíkLambakjöt, skyr og flatbrauð eru hráefni samofin matarmenningu Íslands og sögu sem ber að halda á lofti. En matarmenningin mótast einnig af erlendum áhrifum, þar sem forvitnilegur bræðingur lagast að smekk neytenda í dag. Hugmyndafræði LAMB er einmitt að heiðra rammíslenskar hefðir og bræða við framandi og spennandi matarmenningu m.a. Afríku og Arabíu.
Við útbúum daglega sósur úr skyri og ólífolíu, notum ferskar kryddjurtir og litrík ilmandi ofurkrydd eins og sumac, zaatar. Við bökum eigið flatbrauð í vefjurnar sem við rúllum upp með fjölbreyttum grænmetisblöndum íslensku gæða lambakebab eða falafel og jakaber fyrir grænkera.
Lamb Street Food er umhverfisvænn staður sem leitast við að nota umhverfisvænar umbúðir og vinna gegn matarsóun. Íslensk náttúra, hreint loft og hreint vatn er heimahagi íslenska lambsins og forsendur fyrir gæðum íslenska lambakjötsins.
Reykjavík Marina | Berjaya Iceland Hotels
Mýrargata 2-8, 101 ReykjavíkReykjavík Marina er litríkt hótel við Reykjavíkurhöfn með einstakan karakter þar sem gaman er að vera. Frumleg íslensk nútímahönnun í bland við gamla muni úr slippnum einkenna hótelið og herbergi þitt, sem hefur þægindin í fyrirrúmi, en er einnig skreytt á einstakan, heimilislegan hátt.
Slippbarinn sér um veitingasöluna og er orðinn vel þekktur fyrir óhefðbundin mat og frábæra kokteila.
- 147 glæsileg herbergi
- Svítur og fjölskylduherbergi
- Í hjarta borgarinnar
- Við Slippinn og fallega gamla hafnarsvæðið
- Frábær matur og drykkur á Slippbarnum
- Frítt internet
- Bíósalur fyrir ýmis tilefni
- Fundarherbergi og óhefðbundin fundarrými
- Viðburðir og menning
Snaps Bistro-Bar
Þórsgata 1, 101 ReykjavíkVeitingastaðurinn SNAPS býður upp á fyrsta flokks hráefni, vandað úrval af gæðavínum og leggur mikið upp úr góðri stemningu.
Við tökum borðapantanir til klukkan 18:30, eftir það er opið hús hjá okkur.
Verið velkomin.
Laterna Restaurant
Ægisgarður 2, 101 ReykjavíkSaga hússins, útsýnið og andrúmsloftið er það sem gerir Laterna að einstökum veitingastað í hjarta Reykjavíkur.
Sushi Social
Þingholtsstræti 5, 101 ReykjavíkSushi Social er spennandi veitingastaður í miðbæ Reykjavíkurs sem býður upp á einstaka blöndu af japanskri og suður-amerískri matargerð undir áhrifum stemningar sem varð til í byrjun síðustu aldar er þúsundir japana fluttust til Suður-Ameríku.
Hlökkum til að sjá þig
Ginger
Síðumúli 17, 108 ReykjavíkVið erum sammála um það að hlutverk okkar á markaðnum er ekki eingöngu að gera góðan mat heldur snýst þetta um að gleðja viðskiptavini okkar, veita þeim persónulega upplifun svo þeir fari ánægðir frá okkur og hugsi til okkar þannig að þá langi til að koma aftur fljótlega. „Góður og fallegur matur gleður og svo er bónus ef hann er í hollari kantinum og lætur þér líða vel“
Gríptu með þér hollan skyndibita hvort sem það er úr kælinum okkar þar sem salöt og ferskir safar, boost og fleira er tilbúið eða úr eldúsinu okkar þar sem meðal biðtíminn er ca. 10-12 mín.
En hvað sem þú gerir þá ekki gera ekki neitt, kíktu við þó það væri ekki nema í kaffi.
Galito
Stillholt 16-18, 300 AkranesGalito Restaurant leggur áherslu á úrvals matargerð við allra hæfi og góða þjónustu í notalegu umhverfi.
Opið mánudaga-fimmtudaga frá 11:30-21:00, föstudaga frá 11:30-22:00, laugardaga frá 12:00-22:00 og sunnudaga frá 17:00-21:00.
Gistihúsið - Lake Hotel Egilsstaðir
Egilsstaðir 1-2, 700 EgilsstaðirGistihúsið – Lake Hotel Egilsstaðir er rómað, fjölskyldurekið hótel sem hvílir á gömlum merg íslenskrar bændamenningar. Hótelið mætir ströngustu nútímakröfum um gæði, glæsileik og aðbúnað, um leið og það varðveitir uppruna sinn sem nær aftur til ársins 1903 og ljær því einstakan blæ. Gestir geta valið um vel búin og rómantísk antík-herbergi í eldri hluta hótelsins eða nútímaleg herbergi yngri byggingar. Herbergin eru alls 50 talsins og öll með sérbaðherbergjum. Sameiginlegt rými/setustofa er í móttökusal og er þar einnig glæsilegur bar með góðu úrvali drykkja.
Glæsileg heilsulind, Baðhúsið, er á jarðhæð hótelsins, með heitri smálaug, sánu, köldum potti og hvíldarsvæði innan og utan dyra. Einkar fallegt útsýni er yfir Lagarfljót frá heilsulindinni. Lögð er áhersla á rólegt, slakandi og endurnærandi umhverfi. Gestir hafa aðgang að búningsklefum og fá handklæði og baðsloppa til afnota, en hægt er að leigja sundföt.
Veitingastaður hótelsins, Eldhúsið, hefur getið sér orðs og eru metnaður og alúð þar allsráðandi. Matargerðin er sprottin úr traustum hefðum, en hráefnin gjarnan sett í nýtt og framsækið samhengi. Hráefni er ætíð fyrsta flokks, að mestu íslenskt, gjarnan lífrænt og oft fengið úr næsta nágrenni, enda er leitast við að nýta og kynna afurðir úr héraði. Þriggja rétta kvöldverðurinn Beint frá býli er stolt eldhússins.
Gistihúsið - Lake Hotel Egilsstadir býður upp á gönguskíðaleigu yfir vetrarmánuðina. Í samstarfi við Snæhéra, sem er félagsskapur áhugafólks um skíðagöngu á Fljótsdalshéraði, verður hægt að nýta sér sporið annað hvort við Gistihúsið, í Selskógi eða við skíðaskála Snæhéra á Fjarðarheiði þegar aðstæður leyfa.
Berunes Restaurant
Berunes, 766 DjúpivogurÍ stórfenglegum fjallasal við Berufjörðinn gengt Djúpavogi munu matreiðslumenn okkar galdra fram girnilega og gómsæta rétti innblásna úr matarkistu austurlands í sumar. Síbreytilegur sérréttamatseðill ásamt handverksbjórum úr héraði og metnaðarfullu vínúrvali gera kvöldið ógleymanlegt. Róbert Ólafsson matreiðslumaður og eigandi Forréttabarsins í Reykjavík er fæddur og uppalinn á Berunesi. Eftir að hafa tekið sín fyrstu skref í eldhúsinu heima í Berunesi undir leiðsögn Önnu móður sinnar og Sigríðar ömmu, þá hefur hann nú starfað í eldhúsum bæði hér heima og erlendis í yfir 30 ár. Á Berunesi hefur fjölskylda Róberts tekið á móti ferðalöngum í rúm 50 ár. Við mælum svo sannarlega með dvöl á þessum einstaka stað á Austfjörðum í amk 2 nætur því fjölbreytt afþreying er þar í boði, allt frá göngu uppá Steinketil og hinn glæsilega Búlandstind til rómantískrar gönguferðar meðfram stórskorinni ströndinni. Með alþjóðlegar viðurkenningar í farteskinu býður Berunes Hostel uppá gistingu fyrir um 50 gesti í herbergjum og smáhýsum, ásamt huggulegu tjaldstæði. Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin til okkar.
Borðapantanir má gera hér: https://www.dineout.is/berunes
Sæland Vestmannaeyjar
Strandvegur 49, 900 VestmannaeyjarSæland er spennandi staður sem býður upp á fjölbreytta asíska rétti, fisk og grillmat. Góður matur á góðu verði.
Gregors
Goðabraut 3, 620 DalvíkVið bjóðum upp ferskan mat á hverjum degi á sumrin. Ferskur fiskur og íslenskt lambafille eða rib-eye eru sérgreinar okkar. Þið verðið ekki svöng á ferdalagi ykkar!
Við bjóðum einnig mat fyrir allt að 35 manns - kvöldverð, hádegismat, léttar veitingar o.fl. eftir samkomulagi.
Við erum í miðju Dalvíkur á Goðabraut 3 - notalegur staður á móti menningar- og upplýsingamiðstöðinni Bergi.
Opið á hverjum degi frá 18.00 til 23.00. á sumrin.
Á veturna er opið frá fimmtudegi til sunnudags frá 18.00 til 23.00
Kíktu á TripAdvisor til að ganga úr skugga um ákvörðun þína.
Hótel Cabin
Borgartún 32, 105 ReykjavíkHótel Cabin er vinsælt 257 herbergja budget hótel frábærlega staðsett í göngufæri frá miðborginni og Laugardalnum. Meginstefna hótel Cabin er að bjóða þægilega gistingu á góðu verði.
Á Cabin finnur þú herbergi sem hæfir þínum þörfum. Herbergin eru allt frá því að vera lítil standard herbergi til stærri superior herbergja. Standard herbergin eru ódýrustu herbergin sem við bjóðum upp á og eins og nafnið gefur til kynna eru þau mjög einföld en notaleg. Superior with a view herbergin eru öll á 7. hæð hótelsins og bjóða upp á stórkostlegt útsýni yfir borgina eða sjóinn.
Á fyrstu hæð hótelsins er bar og setustofa þar sem gestir geta slakað á með drykk.
Boðið er upp á ókeypis bílastæði bakvið hótelið.
GOTT veitingastaður
Bárustígur 11, 900 VestmannaeyjarGOTT er heilsusamlegur og skapandi fjölskylduveitingastaður í Vestmannaeyjum sem notar aðeins ferskt og heilnæmt hráefni. Allar sósur, soð, súpur, brauð og kökur eru löguð frá grunni á staðnum. Ferskur fiskur er sóttur beint af fiskmarkaðnum á hverjum morgni. Þó að mikil vinna sé lögð í matinn þá eru allir réttir á mjög sanngjörnu verði.
Áhersla er á persónulega og góða þjónustu.
Yfirkokkurinn Sigurður Gíslason fyrrum meðlimur kokkalandsliðs Íslands og konan hans Berglind Sigmarsdóttir reka og eiga veitingastaðinn GOTT. Sigurður hefur unnið á frábærum veitingastöðum um allan heim þar á meðal Clairfontaine í Frakklandi, Charlie Trotters í Chicago, Ferry House Bahamas og var yfirkokkur á Vox, Hilton Nordica. Þau Siggi og Berglind hafa gefið út tvær metsölu matreiðslubækur á Íslandi og önnur þeirra gefin út í Þýskalandi. Þriðja bókin þeirra kom út í oktober 2016, GOTT - réttirnir okkar. Í bókinni eru vinsælustu réttir GOTT þar sem einstakir réttir Sigurðar og snilldar útfærslur Berglindar gera réttina ómótstæðilega.
Auk veitingarstaðarins er GOTT með veisluþjónustu sem sniðin er eftir þörfum viðskiptavinarins . Bjóðum upp á smárétti , hópaseðla og veislur. Veitingarstaðurinn tekur allt að 80 manns í sæti , auk þess að vera með annan veislusal sem tekur 130 manns .
Vegan og glútenlausir réttir í boði.
Frí nettenging er í boði fyrir gesti.
Hamar Kaffihús
Þverhamar 2a, 760 BreiðdalsvíkUtan afgreiðslutíma tökum við á móti einstaklingum og hópum í kaffi eða veitingar. Einnig er hægt að leigja salinn hjá okkur undir einkasamkvæmi. Ýmislegt í boði. Fyrir frekari upplýsingar hafið samband í síma: 4756625 á afgreiðslutíma eða sendið okkur tölvupóst á póstfangið drangagil@gmail.com.
Björk
Austurvegur 10, 860 HvolsvöllurSöluskáli, veitingar og verslun. Finnur þetta allt í Björkinni Hvolsvelli.
Kaffihúsið Garðurinn
Klapparstígur 37, 101 ReykjavíkStaðsett á Klapparstígnum í hjarta miðbæjarins, lítið kaffihús sem býður upp á bragðgóða grænmetisrétti.
OPIÐ MÁN-FÖS 11-20:30, MIÐ 11-17, LAU. 12-17
Indian Food Box
Langirimi 21, 112 ReykjavíkStrikið
Skipagata 14, 600 AkureyriStrikið veitingahús býður upp á fjölbreytilegan og vandaðan matseðil, góðan mat og góða þjónustu. Saman gerir þetta heimsókn á veitingahúsið Strikið á Akureyri að upplifun sem þú nýtur og geymir í minningunni. Útiaðstaðan okkar gerir þessa upplifun enn eftirminnilegri á góðum sumardegi.
Strikið er á fimmtu (efstu) hæð í Skipagötu 14 á Akureyri þar sem er frábært útsýni yfir Eyjafjörðinn og Akureyri. Salir Striksins eru tveir og rúma 60 og 80 manns en því til viðbótar er pláss fyrir allt að 100 manns úti undir beru lofti.
Áherslan er á fjölbreytileika í matargerð og úrval rétta á matseðlinum.
Ögur Travel
Ögur Ísafjarðardjúpi, 401 ÍsafjörðurÖgur Travel er staðsett í Ögri við Ísafjarðardjúp, 106 km frá Ísafirði. Tímabilið hjá okkur hefst í lok maí og er út september. Farið er í ferðir allt árið ef pantað er með fyrirvara. Kaffi- og veitingasala á staðnum frá miðjum júní. Við getum útvegað svefnpokapláss en að öðru leyti vísum við fólki á gistingu í Reykjanesi, Heydal, Ísafirði, Dalbæ og víðar. Ögur Travel getur útbúið heildarpakka með ferðum, gistingu, veitingum og nesti. Frítt er fyrir 15 ára og yngri í gönguferðir. Tungumál er íslenska, enska og Norðurlandamál (sænska og danska). Nánari upplýsingar á heimasíðu okkar.
Center Hotels Laugavegur
Laugavegur 95-99, 101 ReykjavíkCenter Hotels Laugavegur er staðsett líkt og nafnið bendir til á Laugaveginum. Nánar tiltekið á horni Laugavegar og Snorrabrautar. Hótelið er því staðsett í hringiðu miðborgarinnar í grennd við allt það besta sem miðborgin býður upp á.
Á Laugaveg eru 102 einstaklega fallega hönnuð herbergi sem eru björt með stórum gluggum. Sum hver snúa út á Laugaveg á meðan önnur snúa út á Snorrabraut. Þau herbergi sem eru staðsett ofarlega hafa aðgang að svölum með útsýni út á Faxaflóa. Öll nútíma þægindi er að finna inni á herbergjunum. Morgunverður fylgir með sem og frítt þráðlaust internet á hótelinu.
Tveir veitingastaðir eru á Center Hotels Laugaveg. Annar er Lóa Bar-Bistro sem býður upp á létta rétti og Stökk er staðurinn til að staldra við ef stemming er fyrir góðri súpu, kaffi eða samloku.
- 102 herbergi
- Morgunverður innifalinn
- Ókeypis þráðlaust internet
- Bar
- Veitingastaðurinn Lóa Bar-Bistro
- Veitingastaðurinn Stökk
Center Hotels Laugavegur er hluti af Center Hotels hótelunum sem öll eru staðsett í hjarta miðborgar Reykjavíkur.
Krydd Veitingahús
Strandgata 34, 220 HafnarfjörðurKRYDD veitingahús leggur áherslu á flottan og fjölbreyttan matseðil, frábæra kokteila, gott úrval af bjór á krana og skemmtilega stemmningu.
Við erum staðsett í Hafnarborg, að Strandgötu 34 í Hafnarfirði. Við bjóðum upp á gómsætan mat og frábæra stemningu.
Torgið
Gránugata 23, 580 SiglufjörðurTorgið er hlýlegur og sérstæður veitingastaður sem býður upp á huggulegt og rómantískt umhverfi með útsýni yfir fallega smábátahöfnina og tignarleg fjöllin. Staðurinn stendur í nýuppgerðu sólgulu húsi við smábátahöfnina á Siglufirði og er nefndur eftir sjóaranum Hannesi. Hannes var í uppáhaldi hjá mörgum bæjarbúum, hann ataðist gjarnan í strákunum við höfnina og fékk þannig viðurnefnið Boy.
Veitingastaðurinn opnaði árið 2010 og er þar boðið upp á fínni mat. Staðurinn er opinn alla daga yfir sumartímann, frá júní og þar til seinnipartinn í ágúst. Á veturna er opið eftir pöntunum eða við sérstök tilefni og ávallt er tekið á móti hópum.
Hannes Boy er einn af þremur veitingastöðum sem tilheyrir Sigló Hótel. Hinir tveir veitingastaðirnir eru Kaffi Rauðka og veitingastaðurinn Sunna sem er staðsettur inn á hótelinu.
Hotel Reykjavík Grand
Sigtún 38, 105 ReykjavíkHótel Reykjavík Grand er ráðstefnuhótel í kyrrlátu umhverfi í hjarta Reykjavíkur. Hótelið er stærsta ráðstefnuhótel landsins með 311 herbergi og 15 ráðstefnu- og veislusali sem rúma allt að 470 manns í sitjandi veislu og 800 manns í standandi móttöku. Á hótelinu er svo einnig að finna fyrsta flokks veitingahús, líkamsræktaraðstöðu og heilsulindina Reykjavík Spa sem býður upp á glæsilegt úrval af spa-, nudd- og snyrtimeðferðum.
- 311 herbergi
- Morgunverður í boði
- Fundaraðstaða
- Ókeypis þráðlaust net
- Ókeypis bílastæði
- Aðgangur að líkamsrækt
- Spa
- Veitingastaðurinn Grand Brasserie
- Tveir barir; Torfastofa og Miðgarður
Hótel Reykjavík Grand hefur hlotið vottun Norræna umhverfismerkisins, Svanurinn, samkvæmt viðmiðunarreglum fyrir hótel. Hótelið hefur einnig hlotið vottun frá Túni, sem er faggild eftirlits- og vottunarstofa fyrir lífræna og sjálfbæra framleiðslu.
Reykjavík Spa ( www.reykjavikspa.is ) er heilsulind sem býður upp á fjölbreytt úrval spa-, nudd- og snyrtimeðferða. Þá er einnig líkamsræktarstöð á hótelinu fyrir hótelgesti.
Hluti af Íslandshótel hf.
Serrano
Höfðatorg - Borgartún 8-16, 105 ReykjavíkSerrano býður uppá ferskan og hollan mexíkóskan skyndibita.
Opnunartími
Mánudaga til föstudaga
11:00 – 20:00
Laugardaga og sunnudaga
Lokað
Smiðjan brugghús
Sunnubraut 15, 870 VíkSmiðjan brugghús er handverksbrugghús og veitingastaður sem vara stofnað af hópi af fjölskyldu og vinum árið 2017. Smiðjan er staðsett í hjarta Víkur í eldra iðnaðarhúsnæði, þar getur þú notið útsýnis upp í fallegar hlíðar Reynisfjalls eða inn í brugghús á meðan þú slakar á og færð þér mat og fyrsta flokks handverksbjór.
Við erum einstaklega stolt af bjórnum okkar og mat. Okkar sérgrein eru þykkir og safaríkir hamborgarar, vængir og grísa spare ribs elduð upp úr Stuck at home milk stout.
Við bjóðum upp á brugghústúra þar sem við leiðum ykkur í gegnum brugghúsið og segjum ykkur söguna af því hvernig Smiðjan varð til og sögu fyrirtækisins. Við segjum ykkur frá sögu bjórsins og kynnum ykkur fyrir bruggferli bjórs. Á meðan
brugghústúrnum stendur bjóðum við ykkur bjórsmakk af hinum ýmsu bjórum sem framleiddir eru á staðnum. Túrinn tekur um 30-45 min og þarf að bóka fyrirfram.
Kvosin Downtown Hotel
Kirkjutorg 4, 101 ReykjavíkKvosin hótel er staðsett í sögufrægri byggingu í hjarta borgarinnar. Nágrannar okkar eru Alþingi og Dómkirkjan þannig að gestir okkar eru sannarlega hluti af sögunni. Húsið var byggt árið 1900 en gert upp árið 2013 og uppfyllir hótelið allar þarfir nútíma ferðamannsins.
Verið velkomin.
Hótel Breiðavík við Látrabjarg
Látrabjarg, 451 PatreksfjörðurVinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Pakkhús veitingar
Krosseyjarvegur 3, 780 Höfn í HornafirðiPakkhúsið er veitingastaður sem staðsettur er við höfnina með útsýni yfir
bátana og bryggjulífið. Pakkhúsið opnaði 2012 og hefur frá upphafi verið
vinsæll kostur heimamanna og ferðalanga. Pakkhúsið býður uppá fjölbreyttan
matseðil fyrir alla aldurshópa með aðaláherslu á íslenskan humar og íslenskt
hráefni. Í hádegi er léttari matseðill í boði. Stór pallur er fyrir utan þar sem hægt er að njóta á
góðviðrisdögum.
Verið velkomin á Pakkhúsið
Þrír frakkar
Baldursgata 14, 101 ReykjavíkVeitingastaðurinn Þrír frakkar hjá Úlfari var stofnaður 1. mars 1989 og hefur verið rekinn af fjölskyldu Úlfars Eysteinssonar, matreiðslumeistara síðan þá. Nú hefur sonur Úlfars, Stefán Úlfarsson, tekið við rekstrinum.
Veitingastaðurinn er staðsettur í miðbænum og er í göngufæri við helstu verslanir og þjónustu í hjarta
Miðborgarinnar. Staðurinn hefur ávalt sérhæft sig í fiskréttum og er helst þekktur fyrir það. Einnig er boðið upp á hvalkjöt, sjófugla o.fl.
Staðurinn tekur 44 gesti í mat og hefur kappkostað við að veita sem besta þjónustu til viðskiptavina sinna. Reynt er að stilla verðlagi í hóf og er til að mynda boðið upp á ódýrari matseðil í hádeginu.
Eyri Restaurant
Eyri, 601 AkureyriEyri er fallegur lítill veitingastaður á Hjalteyri. Þar er útsýni inn Eyjafjörðinn og sjarmerandi að hafa gömlu síldarverksmiðjuna í nágrenninu.
Boðið er uppá ferskan mat út staðbundnum hráefnum.
Opið er í allt sumar kl.10:00-22:00
Einarshúsið
Hafnargötu 41, 415 BolungarvíkEinarshúsið í Bolungarvík er timburhús byggt árið 1902. Húsið stendur á besta stað við höfnina með útsýni yfir Ísafjarðardjúp og fjöllin í kring. Það var byggt af Pétri Oddsyni athafnamanni sem bjó þar og rak verslun. Eftir daga Péturs keypti Einar Guðfinnsson húsið, rak þar verlsun og stýrði þaðan viðskiptaveldi sínu. Húsið hefur verið gert upp í upprunalegri mynd og er þar rekið gistihús allt árið ásamt veitingarekstri yfir sumarmánuðina.
Einarshúsið er með 8 herbergjum, 6 tveggja manna, eitt þriggja manna ásamt þriggja manna svítu. Herbergin eru öll með vaski en önnur baðherbergisaðstaða er sameiginleg. Frítt og hraðvirkt þrálaust net er í herbergjum og sameiginlegum rýmum hússins.
Veitingastaðurinn er opinn alla daga frá 11:45 - 20:30 á sumrin en opnunartíminn er heldur takmarkaðri yfir vetrartímann. Einarshúsið hefur getið sér gott orð fyrir saðsamar og glæsilegar pizzur sem hægt er að fá allan daginn en einnig er boðið upp á rétt dagsins af einföldum og góðum íslenskum heimilismat.
Hægt er að fá morgunverð með gistingu sé þess óskað.
Á útiverönd er hægt að njóta matar og drykkjar á hlýjum sumardögum.
Í Bolungarvík og nágrenni er margt að skoða, má þar nefna sjóminjasafnið Ósvör, Náttúrugripasafn Bolungarvíkur, sundlaug Bolungarvíkur, útsýnið af Bolafjalli og keyra yfir til Skálavíkur. Ísafjörður er aðeins 13 km frá Bolungarvík.
Rauða Húsið
Búðarstígur 4, 820 EyrarbakkiVeitingarstaðurinn er þekktur fyrir ljúffengan humar sem bráðnar undir tönn og getur Smjattrófan sannarlega staðfest það en skellti hún sér út úr borginni um daginn til að bragða á lostætinu sem hún hefur heyrt svo vel talað um.
Í forrétt var humarsúpa en einnig er hægt að fá hana sem aðalrétt og var hún einstaklega ljúffeng. Matarmikil og bragðgóð en elskhuga Smjattrófunnar fannst súpan svo góð að var brauðið notað til hreinsa skálina algjörlega upp til agna.
Smjattrófan fékk sér humar í aðalrétt og stóð rétturinn algjörlega fyrir sínu. Stór og mikill humar, vel útlátinn með salati og bræddu smjöri. Elskhuginn fékk sér Brim og Bola sem er íslenska heitið á „Surf and Turf“, nema Brim og Boli hljómar einhvernvegin miklu karlmannlegra sem að sjálfsögðu kitlaði rómantíkina hjá Smjattrófunni en samkvæmt elskhuganum smakkaðist rétturinn einstaklega vel og vildi hann að sjálfsögðu fá meira.
Í eftirrétt fengu turtildúfurnar sér „Gamla góða þjórsárshraunið“ og er það réttur sem er sniðugt að deila ef báðir aðilar vilja fá smá sætt, en ekki of mikið en rétturinn samanstendur af ljúffengum ís, heitri súkkulaðiköku þar sem súkkulaðið hreinlega lekur niður og ferskum berjum en getur Smjattrófan sannarlega mælt með þessum rétti með kaffibollanum.
Þjónustan á staðnum var einstaklega góð, nærvera þjónsins var afslappandi og bauð hann upp á drykki, spurði okkur hvernig okkur líkaði maturinn og var hann brosmildur – og meira segja sætur sem er aldrei verra.
Ef þig langar út úr bænum á huggulegan veitingarstað, bragða á ljúffengum humar og fara í afslappað umhverfi þá er Rauða Húsið á Eyrarbakka algjörlega málið.
Salatbarinn
Faxafen 9, 108 ReykjavíkDaglega er boðið upp á ljúffengt 30 rétta hlaðborð. Veldu milli heitra og kaldra rétta og tveggja tegunda af súpu, sem fylgir með. Nýbakað brauð kórónar úrvalið - alla daga!
Minniborgir Cottages
Grímsnes, 801 SelfossGisting í hjarta suðurlands við Gullna Hringinn
Við höfum opnað veitingastað að Minniborgum.
Dagsferðir inná hálendið frá Minniborgum
Hestaferðir frá Minniborgum
Við á Minniborgum bjóðum fjórar mismunandi gerðir húsa til útleigu. Allt eftir þörfum hvers og eins. Í boði eru eftirfarandi stærðir:
30 m2 hús (7 stk) sem saman mynda Skógarborgir 1 (ætlað fyrir hópa, sameiginlegir heitir pottar),
40 m2 hús (7 stk) sem saman mynda Skógarborgir 2 (heitur pottur við hvert hús),
80 m2 Minniborgar lúxus hús (7 stk) öll með sér heitum potti og sér verönd-henta stórum fjölskyldum og jafnvel tveimur fjölskyldum saman,
100 m2 Minniborgar extra lúxus hús með öllu, sér heitum potti og stórri verönd, glæsilegu innbúi ( þetta er brúðkaupssvítan),
Kaffi Laugalækur
Laugarnesvegur 74a, 105 ReykjavíkKaffi Laugalækur býður uppá hollan og ferskan heimilismat á sanngjörnu verði úr hágæða hráefni og handverks kaffi.
Satt
Nauthólsvegi 52, 101 ReykjavíkSatt er eldhúsið þitt að heiman, notalegt, ferskt og fallegt. Við matreiðum fyrir þig frá grunni af alúð og innlifun úr besta mögulega hráefni og við kunnum sannarlega að gera úr því lostæti. Við bökum ilmandi ferskt brauð og kökur í okkar eigin Satt bakaríi á hverjum degi og eldbakaðar flatbökur koma rjúkandi úr ofninum.
Við byggjum á gömlum, góðum hefðum og færum þær til nútímans í léttri og hollri matargerð þar sem ferskleiki og bragðgæði hráefnisins fá að njóta sín umvafin ilmandi kryddjurtum.
Mývatn | Berjaya Iceland Hotels
Mývatnssveit, 660 MývatnLöng hefð er fyrir því að taka vel á móti ferðamönnum á Mývatnssvæðinu og Berjaya Iceland Hotels hlakka til að viðhalda þeirri hefð. Staðsetning hótelsins er frábær og tilvalin dvalarstaður til að skoða Mývatnssveit og nágrenni.
Umhverfi hótelsins er afslappað og gott að slaka á og gera vel við sig í mat og drykk, hvort sem þú kýst að endurhlaða batteríin með samferðamönnum eða hvíla þig í þægilegum herbergjum.
- Opnað í júlí 2018
- 59 hótelherbergi
- Herbergi með hjólastólaaðgengi
- Frábær staðsetning
- Veitingastaður og bar
- Frítt internet
- Stórbrotin náttúra
Jörgensen Kitchen & Bar
Laugavegur 120, 101 ReykjavíkJörgensen Kitchen & Bar er skemmtilegur veitingastaður staðsettur á besta stað í borginni, á Laugavegi 120.
Á veitingastaðnum er að finna ljúffengar veitingar, góða þjónustu, létt yfirbragð og fallegt umhverfi. Útkoman er einskær notalegheit þar sem allir geta fundið sér eitthvað við hæfi. Matseðillinn á Jörgensen samanstendur af bragðgóðum réttum og spennandi drykkjum.
Happy Hour er alla daga frá 16:00 - 18:00, en á fimmtudögum er hann lengdur til kl. 20:00 þegar boðið er upp á lifandi tónlist.
Veitingastaðurinn er staðsettur á jarðhæð þar sem einnig er aðgengi að garði með borðum og stólum sem hægt er að sitja við og njóta matarins þegar vel viðrar. Veitingastaðurinn er rúmgóður og getur því tekið við bæði stórum og smáum hópum, en í boði er úrval rétta á hópmatseðli veitingastaðarins.
Eldofninn Pizzeria
Grímsbær, Efstaland 26, 108 ReykjavíkVerið velkomin á Eldofninn – eitt besta leyndarmál Reykjavíkur. Eldofninn var opnaður 13. júní 2009 og er staðurinn fjölskyldurekið fyrirtæki. Við bjóðum uppá ekta ítalskar pizzur en ofninn okkar var sérstaklega fluttur inn frá Ítalíu. Við notum íslenskt hráefni þar sem það er hægt og erum stolt af því, búum til okkar eigin sósu og deigið frá grunni. Eldhúsið okkar er opið svo þú getur fylgst með öllu ferlinu. Einstök upplifun í vinalegu umhverfi, þú getur borðað á staðnum eða tekið með heim. Verði þér að góðu.
Veitingahúsið Suður-Vík
Suðurvíkurvegur 1, 870 VíkVið erum fjölskyldurekið fyrirtæki.
Bjóðum upp á ferskar og góðar máltíðir gerðar af ást og staðbundnu hráefni. Þetta heillandi hús er staðsett efst á hæðinni með ótrúlegu útsýni yfir hafið, bæinn og fjöllin í kring.
Við endurnýjuðum nýlega kjallarann okkar og opnuðum hann sem bar og biðsvæði á annasömum kvöldum! Við erum með dýrindis kokteila, frábært úrval af bjór (flöskur og drög) og vín. Fylgdu okkur á facebook fyrir lifandi tónlist, spilakvöld, íþróttaviðburði og slíkt!
Kaffi Krókur Sportbar og grill
Aðalgata 16, 550 SauðárkrókurSportbar með veitingum. Á matseðlinum eru m.a. borgarar, 9" pizzur og lokur.
Þá skartar Kaffi Krókur skartaglæsilegum kokteilaseðli. Frábær stemmning stemming í pool og pílu og fullt af leikjum sýndir.
Gandhi.
Bergstaðastræti 13, 101 ReykjavíkGandhi er indverskur veitingastaður í hjarta Reykjavíkur. Kokkarnir okkar koma frá Indlandi og eru sérfræðingar í að útbúa ekta inverskan mat.
Gamli bærinn
Mývatnssveit, 660 MývatnÞað ríkir vinalega stemning í Gamla bænum frá opnun og fram á kvöld. Boðið er uppá úrval ljúffengra rétta af grillinu eins og hamborgara og ferskan fisk sem og smárétti til að deila. Að Sjálfsögðu er einnig boðið upp á hverabakað rúgbrauð með reyktum silungi sem má teljast „þjóðarréttur“ Mývetninga.
Opið alla daga frá 12:00 til 22:00
Eldhúsið er opið frá klukkan 12:00 til 15:00 og aftur frá klukkan 18:00 til 21:00
Drykkir og kaffihúsaveitingar eru í boði allan daginn.
Innilega velkomin til okkar í Gamla Bæinn.
Bjórgarðurinn
Þórunnartún 1, 105 ReykjavíkBjórgarðurinn á Fosshótel Reykjavík er samkomustaður allra bjórunnenda og þeirra sem þykir gott að borða góðan mat.
Á Bjórgarðinum getur þú gengið að því vísu að fá alltaf góðan bjór, enda bjóðum við ótrúlegt úrval úr öllum áttum, bæði á krana og flöskum. Mikil áhersla er lögð á árstíðarbundinn bjór og samstarf við innlend brugghús. Við sérhæfum okkur í að para saman mat og bjór enda teljum við að bjór upphefji allar máltíðir.
Black crust pizzeria
Austurvegur 16, 870 VíkHótel Örk
Breiðamörk 1, 810 HveragerðiHótel Örk er glæsilegt fjögurra stjörnu hótel staðsett í Hveragerði, um 45 km frá Reykjavík. Á hótelinu má finna björt og vel innréttuð herbergi, allt frá standard upp í glæsilegar svítur sem tryggja ánægjulega og eftirminnilega dvöl í fallegu umhverfi.
Gestir hafa aðgang að útisundlaug, veitingastað, heitum pottum, gufubaði, golfvelli og afþreyingarherbergi. Hótelið býður einnig upp á fyrirtaksaðstöðu fyrir árangursríka fundi, veislur og aðra mannfagnaði.
HVER Restaurant er vinsæll veitingastaður í sama húsi og hótel Örk þar sem lögð áhersla er á góða og persónulega þjónustu. HVER er með fjölbreyttan a la carte matseðil sem og matseðil fyrir hópa og hentar því vel fyrir alla. Á HVER Bar gefst fólki færi á að slappa af eftir amstur dagsins og njóta góðra drykkja.
Opið er allt árið. Verið velkomin!
Hraunfossar Restaurant
Hraunsás 4, 311 BorgarnesVeitingastaður, kaffihús og minjagripaverslun við Hraunfossa býður ferðafólk velkomið.
Bjóðum upp á hlaðborð með fjölbreyttu úrvali rétta, kaffi, kökur, ís, heita og kalda drykki.
Minjagripir og listmunir til sölu.
Veitum upplýsingar um svæðið og nágrennið.
Stór og góð verönd þar sem gestir geta notið veitinga og náttúrunnar.
Seljum veiðileyfi á Arnarvatnsheiði.
Hótel Skaftafell
Freysnes, Öræfum, 785 ÖræfiHótel Skaftafell er huggulegt þriggja stjörnu ferðamannahótel á einum af fallegustu stöðum Íslands.
Í Skaftafelli eru 63 einföld en góð hótelherbergi með sturtu/salerni, gervihnattasjónvarpi, síma og þráðlausri internettengingu. Öll herbergin eru á jarðhæð í fjórum mismunandi byggingum með stórkostlegu jöklaútsýni.
Hafið samband fyrir verð og bókanir.
Hótel Siglunes
Lækjargata 10, 580 SiglufjörðurSiglunes var byggt sem hótel árið 1935 og hét þá Hótel Siglufjörður.
Miklar endurbætur hafa verið gerðar á húsinu og áhersla lögð á að gera herbergin sem heimilislegust og aðstöðuna eins þægilega og hugsast getur fyrir ferðafólk.
Sjáðu hvað er laust og bókaðu herbergi beint í gegnum vefinn.
Hótel Tangi
Hafnarbyggð 17, Vopnafjörður, 690 VopnafjörðurHótel Tangi býður upp á 4 rúmgóð herbergi með sér baðherbergi og sjónvarpi. Þar af er eitt með aðgengi fyrir hjólastóla. Einnig eru 13 minni herbergi á efri hæðinni með handlaug og sjónvarpi en með sameiginlegum snyrtingum og sturtum. Heildarfjöldi rúma er 37.
Einnig er í boði ein stúdíóíbúð fyrir allt að 4 manneskjur. Sjónvarp er í öllum herbergjum hótelsins.
Á neðri hæð hússins er setustofa með sjónvarpi og veitingasalur með bar.
Veitingasalurinn er opinn fyrir morgunverð frá kl. 07.00-09.00, en fyrir kvöldverð frá kl.17.00-20.00 að sumri en 18-20 að vetri.
Skoðið matseðilinn okkar hér.
Höllin
Hafnargata 16, 625 ÓlafsfjörðurHöllin veitingahús er lítill, kósý veitingastaður staðsettur í Ólafsfirði. Tveir matsalir, bar og útisvæði. Tilvalið er að halda fundi og einnig veislur.
Við bjóðum uppá flottan og fjölbreyttan matseðil. Tilvalið að kíkja í heimsókn ef fólk heimsækir Tröllaskagann.
Verið velkomin.
Langbest ehf
Aðalgata 60, 235 ReykjanesbærVið erum staðsett á gamla herflugvellinum við Keilisbraut 771. Bjóðum uppá fjölbreytt úrval af pizzum og réttum af grillinu. Hentugur og notalegur fjölskyldustaður sem hefur verið vinsæll í áraraðir.
OPNUNARTÍMAR
Opið alla daga frá 11:00 - 22:00
Matarkjallarinn
Aðalstræti 2, 101 ReykjavíkMatarkjallarinn er Grill & kokteilbar í kjallara 160 ára gamals húss í miðbæ Reykjavíkur. Fyrir okkur er Matur fyrir líkamann og tónlist fyrir sálina.
Brasserie matargerð ræður ríkjum i eldamennskunni þar sem áherslan er á íslenskt hráefni. Matseðillinn er fagmannlega útbúin af hæfileikaríkum og metnaðarfullum matreiðslumönnum. Upplifðu Leyndó matseðilinn okkar, sem tekur þig uppí skýin.
Barinn er með úrval kokkteila, útbúna af framúrskarandi barþjónunum okkar. Um helgar meðan þú borðar, hljómar lifandi tónlist frá Bösendorf flyglinum okkar, sem var smíðaður árið 1880 í Vínarborg. Þegar kvöldið fjarar út og nóttin tekur við, breytist Matarkjallarinn í kokteilbar með ljúfri “lounge” stemmingu og lifandi tónlist.
Leyndarmálið er okkar eins og er, en það gæti orðið þitt. Matarkjallarinn er upplifun sem fæðir líkamann með mat og sálina með tónlist.
Sjóminjasafnið í Reykjavík - Borgarsögusafn
Grandagarður 8, 101 ReykjavíkÁ grunnsýningu safnsins, Fiskur og fólk, er fjallað um fiskveiðar Íslendinga, frá því árabátarnir gömlu viku fyrir útgerð stórra skipa á síðustu áratugum 19. aldar og fram yfir aldamótin 2000. Sagan er sögð frá sjónarhóli stærsta útgerðarbæjar landsins, Reykjavíkur, með gripum og textum, myndum og leikjum. Aðalpersónan í þessari sögu er auðvitað fiskurinn! Honum er fylgt eftir úr hafinu í netið, um borð í bátinn og að landi, í gegnum vinnslu – og loks á diskinn.
Mjaltastúlkan er sýning á neðri hæð safnsins um neðansjávarfornleifar. Árið 1659 sökk hollenskt kaupskip í ofsafengnum stormi við Flatey á Breiðafirði. Meira en 300 árum síðar, árið 1992, fundu kafarar flak skipsins. Árið eftir var í fyrsta sinn framkvæmd víðtæk rannsókn á fornminjum neðansjávar við Ísland. Enn stærri hluti flaksins var svo grafinn upp árið 2016.
Við bryggju safnsins liggur hið fræga varðskip Óðinn en það er stærsti gripur safnsins.
Sjóminjasafnið í Reykjavík heyrir undir Borgarsögusafn – Eitt safn á fimm frábærum stöðum.
Opið alla daga: 10-17
Bláa lónið
Svartsengi, 240 GrindavíkBláa Lónið var stofn að árið 1992. Sérstaða þess er jarðsjórinn sem er að tveimur þriðju hlutum saltvatn og einum þriðja hluta ferskvatn. Hann finnst á allt að 2000 metra dýpi og er leiddur með lögn frá uppsprettunni að lóninu þar sem gestir geta notið hans og slakað á. Hann er ríkur af steinefnum, kísli og þörungum sem er grunnurinn í öllum húðvörum Bláa Lónsins.
National Geographic hefur valið Bláa Lónið sem eitt af 25 undrum veraldar. Bláa Lónið hefur þróast í að vera upplifunarfyrirtæki sem byggir á spa, rannsóknum og þróun, húðvörum, hótelum og veitingum.
Veitingahúsið Hvönn
Skálholt, 806 SelfossVeitingahúsið Hvönn er staðsett í Skálholti og er opið frá kl. 11:30-21:00. Þar er mikil áhersla lögð á að vinna matinn úr íslensku hráefni og erum við í blómlegu samtarfi við ræktendur og matvælaframleiðendur á svæðinu. Á Hvönn getur þú notið íslenskrar matargerðar matreidda á framúrstefnulegan hátt og við leggjum metnað okkar í að hafa matinn okkar heimalagaðan að hætti hússins. Við vinnum mikið með gerjaðar vörur og erum meðal annars að búa til okkar eigið Kombucha og súrkál, svo eitthvað sé nefnt. Við hlökkum til að taka á móti ykkur og bjóða ykkur velkomin.
Ferðaþjónustan Úthlíð
Bláskógabyggð, 806 SelfossFerðaþjónustan í Úthlíð stendur í jaðri óspilltrar náttúru Suðurlands. Bærinn stendur við þjóðveg nr. 37 og er í 100 km fjarlægð frá Reykjavík. Frá Úthlíð og þaðan er stutt að sækja heim marga áhugaverða staði eins og Gullfoss og Geysi. Bláa kirkjan vísar veginn heim að Úthlíðarbænum en ferðaþjónustan er við næsta afleggjara fyrir austan.
Orlofshúsin í Úthlíð eru staðsett á brúninni fyrir ofan bæinn og skarta einstöku útsýni yfir sveitir suðurlands. Húsin eru misstór og er best að skoða úrvalið og bóka gistingu á vefsíðunni okkar www.uthlid.is
Veitingastaðurinn Réttin er opin alla daga ársins kl. 16 – 20. Alla laugardaga er opið kl. 11 – 21. Á sumrin er að sjálfsögðu opið lengur. Sjá nánar á www.uthlid.is
Úthlíðarvöllur er 9 holu golfvöllur í holtinu fyrir neðað þjóðveg. Rástímabókanir á www.golf.is
Tjaldsvæði með rafmagni, góðri aðstöðu í þjónustuhúsi svo sem heitum pottum og þvottaaðstöðu. Tjaldsvæðið er hugsað fyrir fjölskyldufólk og er óskað eftir kyrrð eftir miðnætti.
Cottage of the year 2020. Ferðaþjónustan Úthlíð var valin „Cottage of the year 2020 in Iceland“ sem byggir á umsögnum fjölda viðskiptavina Ferðaþjónustunnar í Úthlíð.
Hestaleigan Bjössa Blesi og Svali ásamt öllum hinum skemmtilegu hestunum í Úthlíð eru miklir gleðigjafar og skokka með krakka sem fullorðna í spennandi útreiðartúra.
Til að bóka hestaleigu er best að fara inn á vefinn www.uthlid.is, panta þarf hesta með fyrirvara, helst daginn áður.
Búnaður:
Ferðalangar skulu vera í hlýjum, mjúkumog vantsheldum fatnaði ásamt vatnsheldum skóm
Ferðaþjónustan skaffar hesta, reiðhjálma og reiðtygi.
Leiðsögumaður stýrir ferðinni og hraða
Brúarfoss:
Skemmtilegur útreiðartúr frá Úthlíð sem leið liggur eftir Kóngsveginum að gömlu brúnni sem liggur yfir Brúará og er við Brúarfossinn. Kóngsvegurinn var lagður fyrir konungskomuna 1907. Stuttir kaflar hafa varðveist af þessum vegi og munum við ríða hann alla leið að fossinum.
Ferðin tekur liðlega klukkustund.
Útreiðartúr á frekar sléttu landi en það er riðið yfir á. Krefjandi fyrir óvana.
Kolgrímshóll:
Riðið er sem leið liggur frá Úthlíð upp svokallaðan Skarðaveg. Eftir stutta reið er leiðangurinn kominn í ósnortna náttúru Úthlíðar með óviðjafnanlega sýn til fjalla. Áð er við Kolgrímshól sem dregur nafn sitt af þeim tíma þegar Skálholtsbiskup átti Úthlíðarjörðina og nýtti skóginn til kolagerðar. Létt ganga er upp á hólinn en þar er fallegt útsýni til allra átta.
Ferðin tekur 1 1/2 tíma.
Léttur útreiðartúr á frekar sléttu landi, en er krefjandi fyrir óvana.
Kóngsvegurinn:
Riðið er frá Úthlíð upp að veitingastaðnum Réttinni og þaðan eftir kóngsveginum sem var lagður fyrir konungskomuna 1907. Riðið er um fallega kjarrivaxna slóð.
Ferðin tekur um 30 mín.
Léttur útreiðartúr á frekar sléttu landi fyrir alla.
Fljótsdalsgrund
Végarður 2, 701 EgilsstaðirEyja - Vínbar og Bistro
Hafnarfstræti 90, 600 AkureyriEyja er vínbar og Bistro, staðsett í Hafnarstræti 90 miðbæ Akureyrar.
Vínlistinn okkar einkennist af vínum frá litlum lífrænum vínframleiðendum og gæðavínum frá víninnflytjendum sem við vinnum náið með.
Nings
Stórhöfði 17 i v/ Gullinbrú, 110 ReykjavíkFyrsti veitingastaður Nings var opnaður við Suðurlandsbraut 6 sumarið 1991. Strax frá upphafi var Nings leiðandi á skyndibitamarkaði á Íslandi og kynnti til leiks ýmsar nýungar. Nings var um árabil stærsti innflytjandi á asískum vörum og fersku grænmeti frá Thailandi, var fyrst veitingahúsa til að að framleiða ferskt sushi daglega og til að selja sushi í verslanir. Nings kynnti einnig Konyaku fyrir Íslendingum en úr því voru unnar núðlur sem eru sérlega hollar og grennandi. Þá kom Nings með tofunúðlur á markaðinn, einnig bokhveiti- og green tea núðlur. Nings kynnti Íslendinga einnig fyrir tofukjöti sem er vara búin til úr soya en smakkast sem besti kjúklingur. Nings hefur frá upphafi eingöngu notað kolestrol lausa repjuolíu í alla matargerð.
Á Nings er eingöngu notað ferskt grænmeti og ferskar kryddjurtir sem er trygging neytandans fyrir góðum og hollum mat. Þá var Nings fyrsti veitingastaðurinn sem vakti athygli á óhollustu MSG og hefur ekki notað það við matargerðina.
Nings rekur einnig veisluþjónustu og sushigerð sem þjónar Nings stöðunum, matvöruverslunum og öðrum veisluþjónustum. Veisluþjónusta Nings og skrifstofur fyrirtækisins eru til húsa að Vagnhöfða 13.
Nings
Hlíðarsmári 12, 201 KópavogurFyrsti veitingastaður Nings var opnaður við Suðurlandsbraut 6 sumarið 1991. Strax frá upphafi var Nings leiðandi á skyndibitamarkaði á Íslandi og kynnti til leiks ýmsar nýungar. Nings var um árabil stærsti innflytjandi á asískum vörum og fersku grænmeti frá Thailandi, var fyrst veitingahúsa til að að framleiða ferskt sushi daglega og til að selja sushi í verslanir. Nings kynnti einnig Konyaku fyrir Íslendingum en úr því voru unnar núðlur sem eru sérlega hollar og grennandi. Þá kom Nings með tofunúðlur á markaðinn, einnig bokhveiti- og green tea núðlur. Nings kynnti Íslendinga einnig fyrir tofukjöti sem er vara búin til úr soya en smakkast sem besti kjúklingur. Nings hefur frá upphafi eingöngu notað kolestrol lausa repjuolíu í alla matargerð.
Á Nings er eingöngu notað ferskt grænmeti og ferskar kryddjurtir sem er trygging neytandans fyrir góðum og hollum mat. Þá var Nings fyrsti veitingastaðurinn sem vakti athygli á óhollustu MSG og hefur ekki notað það við matargerðina.
Nings rekur einnig veisluþjónustu og sushigerð sem þjónar Nings stöðunum, matvöruverslunum og öðrum veisluþjónustum. Veisluþjónusta Nings og skrifstofur fyrirtækisins eru til húsa að Vagnhöfða 13.
Grímsborgir veitingastaður
Ásborgir 30, 805 SelfossHótel Grímsborgir er með glæsilegan veitingastað og bar í aðalbyggingu hótelsins. Staðurinn, sem er innréttaður í fáguðum sveitastíl er afar rúmgóður og tekur allt að 240 manns í sæti. Veitingastaðurinn er opinn daglega frá 7.00 til 22.00.
Á A la Carte matseðlinum okkar má finna fjölbreytt úrval af íslenskum og alþjóðlegum gourmet réttum og fínum vínum. Lifandi tónlist, sýningar og uppákomur um helgar og eftir óskum. Hið höfðinglega morgunverðarhlaðborð er staðsett í sal veitingarstaðarins og er ávallt innifalið í gistingu á hótelinu en opið fyrir alla. Á hlaðborðinu má finna heimabakað brauð og bakkelsi, álegg, ferskt grænmeti, marmelaði og sultu, jógúrt, súrmjólk, músli og ferska ávexti, sem og heita rétti eins og hrært egg, pulsur, beikon og hafragraut. Morgunverðarhlaðborðið er opið alla daga frá kl. 7:00 – 10:00.
Barinn okkar er opinn alla daga og við erum með happy hour alla daga frá kl 16:00 – 18:00.
Grillhúsið
Laugavegur 96, 101 ReykjavíkGrillhúsið er vinalegur fjölskyldustaður sem býður upp á fjölbreyttan matseðil þar sem allir ættu að geta fengið eitthvað við sitt hæfi, og auðvitað er líka sérstakur barnamatseðill.
Á grillhúsinu tökum við brosandi á móti þér. Okkar fremsta markmið er að bjóða upp á einstaklega góðan mat og frábæra þjónustu á hagstæðu verði. Okkar von er sú að þegar gestir hafa notið þess að borða hjá okkur hlakki þeir til að koma aftur.
Matseðillinn okkar er fjölbreyttur og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, hvort sem maginn er sólginn í létta og ferska rétti, gómsæta hamborgara eða safaríka steik.
Við vitum að grunnurinn að góðum mat er gott hráefni. Því vöndum við sérstaklega valið og veljum aðeins það ferskasta sem fæst hverju sinni. Allt er síðan lagað á staðnum svo úr verði frábær máltíð.
Í hádeginu er boðið upp á sérstakan hádegismatseðil þar sem er að finna gómsæta rétti á hagstæðu verði. Við erum eldsnögg að afgreiða réttina og súpa fylgir frítt með.
Hlökkum til að sjá þig!
Sportbarinn Ölver
Álfheimar 74, 104 ReykjavíkSportbarinn Ölver í Glæsibæ er elsta krá landsins og hefur verið starfrækt síðan 1984. Staðurinn hefur alls 5 mismunandi sali sem henta til ýmissa viðburða. Alls eru 5 breiðtjöld og 20 sjónvörp og hægt er að sýna allt að 9 mismunandi íþróttaviðburði þar af 5 með hljóði.
WEMBLEY
Á Wembley eru þrír salir. Aðalsalurinn tekur um 130 manns og innaf honum eru tveir minni salir. Annar þeirra tekur um 40 manns og er mjög heppilegur fyrir minni samkomur og fundi. Sá þriðji er pool-stofan sem er með þremur pool borðum og pílukastaðstöðu og litlum sal sem tekur um 20 manns í sæti. Wembley opnar alla virka daga kl. 10 á morgnana og er opinn til 1 í miðri viku og til 3 um helgar en þá tekur karaoke við eftir kl. 21. Þar er grillið opið í hádeginu og á kvöldin frá kl. 18-21 og lengur þegar leikir eru í gangi.
ÖLVER
Salurinn Ölver tekur yfir 200 manns. Salurinn er opinn þegar verið er að sýna beint frá stórleikjum. Í salnum hafa verið haldnar allt að 140 manna árshátíðir og mannfagnaðir og nokkuð er um að salurinn sé leigður fyrir fundi og ráðstefnur á virkum dögum.
Public House Gastropub
Laugavegur 24, 101 ReykjavíkVið setjum áherslu á að framrétta skemmtilegan í góðu andrúmslofti. Við notum íslenskt hráefni en bætum við það með japönsku ívafi. Þetta gerir réttina skemmtilega og nýstárlega. Við framréttum matinn um leið og hann er tilbúinn. Allir réttir hjá Public House eru smáréttir.
Hótel Óðinsvé
Þórsgata 1, 101 ReykjavíkHótel Óðinsvé er fjögurra stjörnu hótel staðsett í rólegu íbúðahverfi í hjarta Reykjavíkur, frá skarkala miðbæjarins. Á Hótel Óðinsvé eru 50 herbergi, þar af 5 svítur, og 10 glæsilegar íbúðir. Stutt er í alla helstu merku staði miðborgarinnar sem og leikhús, söfn, veitingastaði og bari; allt í göngufæri. Á hótelinu er líka hinn vinsæli veitingastaður Snaps Bistro ásamt bar.
Herbergin eru búin helstu nútíma þægindum eins og flatskjásjónvarpi með innlendum og erlendum rásum, síma, og míníbar. Þar að auki er frí internettenging, kaffi- og tesett, sérbaðherbergi með sturtu og/eða baðkari, baðvörur, hárblásari, strauborð og straujárn og parketlögð gólf á öllum herbergjum.
Á jarðhæð hótelsins er veitingastaðurinn Snaps þar sem áhersla er lögð á hágæða hráefni sem eru unnin frá grunni, þægilegt umhverfi og skemmilega stemmningu. Matseðillinn er innblásinn sannri Bistro matarmenningu.
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Hótel Klaustur
Klausturvegur 6, 880 KirkjubæjarklausturHótel Klaustur er staðsett í þorpinu Kirkjubæjarklaustur sem rómað er fyrir mikla náttúrufegurð og veðursæld. Frábærar dagsferðir frá hótelinu eru meðal annars að; Jökulsárlóni, og fyrir breytta bíla að Lakagígum og Landmannalaugum. Einnig er mikið úrval frábærra gönguleiða styttri og lengri á og í kringum Klaustur. Sundlaug Kirkjubæjarklaustur er í 2 mínúta gangi frá hótelinu sem er frábær endir á góðum degi. Hótelið hefur upp á að bjóða 56 herbergi og 1 svítu, einnig er á hótelinu glæsilegur veitingastaður og bar, þar sem gott er að eiga notalega kvöldstund í nálægð við náttúröflin. Á hótelinu er góð aðstaða fyrir hvers kyns fundi eða aðra mannfagnaði allt árið um kring.
Hraðlestin
Grensásvegur 3, 108 ReykjavíkHraðlestin er fjölskyldurekinn veitingastaður á þremur stöðum. Öll okkar krydd hafa verið sérinnflutt frá Indlandi í 18 ár og blönduð á staðnum af indverskum, faglærðum kokkum. Fersk gæðahráefni og enginn sykur.
Taktu með og fáðu ekta indverska upplifun við stofuborðið heima eða fáðu þér sæti hjá okkur í rólegu andrúmslofti sem sækir innblástur frá litríkri og fjölbreytilegri menningu Indlands".
Opnunartímar:
mánudagar-föstudagar 11:00 - 21:00
laugardagar-sunnudagar 17:00 - 21:00
Aðrir staðir:
Hraðlestin Hlíðasmári 8, Kópavogur:
mánudagar-föstudagar 11:30 - 21:00
laugardagar-sunnudagar 17:00 - 21:00
Hraðlestin Hverfisgata 64a:
kl. 17:00 - 21:00 alla daga
Aurora restaurant
Þingvallastræti 23, 600 AkureyriAurora Restaurant er fullkomin viðbót við Berjaya Akureyri Hótel. Staðurinn tengir öll almenn rými hótelsins mjög vel saman og er hann einkar þægilegur og notalegur.
Ljósmynd af tignarlegum norðurljósum yfir Súlum, bæjarfjalli Akureyringa, eftir ljósmyndarann Gísla Dúa Hjörleifsson setur mikinn svip á rýmið og eldstæði prýðir einnig staðinn sem eykur á hlýleikann.
Á matseðlunum úir og grúir af einstökum réttum, samansettum úr því besta sem norðlenska matarkistan hefur uppá að bjóða.
Einstakur staður fyrir notalega kvöldstund.
B.K. kjúklingur
Grensásvegur 5, 108 ReykjavíkAðaláherslan er lögð á rétti úr sérmarinerðum grilluðum kjúkling, mest á heilsusamlega rétti sem henta þeim sem hugsa um heilsuna. Einnig er þó boðið upp á djúpsteikta kjúklingabita og franskar handa þeim sem það vilja. Jafnframt eru í boði ýmsar gerðir af samlokum og hamborgurum auk nokkurra mexíkanskra rétta.
Brunnhóll
Mýrar, 781 Höfn í HornafirðiBrunnhóll er gisthús og veitingastaður sem er staðsettur á besta stað undir Vatnajökli og útsýn til jökulsins því stórkostleg. Við erum um 50 km austar en Jökulsárlón og 30 km vestan við Höfn í Hornafirði, aðeins 300 m frá hringveginum.
Brunnhóll er fjölskylduvænn staður og við leggjum okkur fram um að veita persónulega og góða þjónustu.
Gistiheimilið er með rúm fyrir um 75 manns, í eins-, tveggja-, og þriggja manna herbergjum auk nokkurra fjölskylduherbergja. Öll herbergin eru með sér baðherbergi. Hægt er að fá bæði morgunverð og kvöldverð, auk þess léttra veitinga allan daginn.
Leitast er við að bjóða upp á afurðir sem framleiddar eru á býlinu eða í næsta nágrenni. Lögð er áhersla á að hafa ávallt heimabakað brauð á boðstólum og nýbakaðar skonsur og rabbarbarasulta eru einn af föstum liðum á morgunverðarborðinu. Sérstaklega viljum við minna á heimalagaða rjómaísinn Jöklaís, sem framleiddur er og seldur á býlinu.
Víðsýnt er úr veitingasalnum. Salurinn er tvískiptur og tekur hann um 60+ manns í sæti. Opið er út á skjólgóða verönd þar sem hægt er að njóta stórbrotinnar náttúru og útsýnis um leið og hvers konar veitinga.
Á næsta bæ, Árbæ er rekið myndarlegt kúabú. Við leitumst við að veita gestum innsýn í daglega störf bænda og þeirra vinnuhætti ásamt fræðslu um staðhætti í nágrenninu. Nokkrir erlendir starfsmenn vinna hjá okkur á hverju ári og verða oftast eins og partur af fjölskyldunni. Dvöl þeirra eykur á víðsýni og auðgar menningu heimamanna.
Opið er frá 1. febrúar til 31. október og um jól og áramót.
Gistiheimilið Lyngholt
Langanesvegur 12, 680 ÞórshöfnGistiheimilið Lyngholt hefur verið starfrækt síðan 1999. Við bjóðum upp á gistingu fyrir allt að 30 manns í fjórum húsum.
Tvö hús (Lyngholt og Þórshamar) eru hefðbundin gistiheimili með sameiginlegum snyrtingum og eldhúsaðstöðu. Tvö hús eru leigð sér þ.e. annað þeirra er stúdíóíbúð (Hellir) fyrir tvo og hitt er lítið einbýlishús (Þórshamar) með tveimur svefnherbergjum. Enn 1 skálinn er svo rétt við hornið sem býður uppá veitingar.
Kíkið á heimasíðu Lyngholts fyrir frekari upplýsingar og myndir af húsunum.
Í nágrenni Þórshafnar eru fjölmargar fallegar gönguleiðir s.s. á Rauðanesi og Langanesi. Á Langanesi er tilvalið að eyða deginum með fjölskyldunni og skoða gömul eyðibýli, útsýnispallinn á Skoruvíkurbjörgum og gamla þorpið á Skálum.
Brasserie Kársnes
Hafnarbraut 13 b, 200 KópavogurVið erum samstillt teymi sem leggjum okkur fram við að bjóða upp á framúrskarandi mat úr gæða hráefnum sem er eldaður af ástríðu með flottri þjónustu.
Kíktu við á kósý, röff hverfisstaðinn á Kársnesinu og gerðu vel við þig í mat og drykk í þægilegu umhverfi.
Komið og prófið fisk og kjötrétt dagsins. Það er einnig hægt að panta street food af matseðli.
Berlín
Skipagata 4, 600 AkureyriBerlín er lítið kaffihús og morgunverðarstaður i miðbæ Akureyrar. Boðið er upp á morgunverð og brunch alla daga.
Réttur dagsins í hádeginu á virkum dögum úr fersku og góðu hráefni. Gott úrval af kökum og kaffidrykkjum og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.
Morgunverður og brunch er frá kl. 08.00-16.00 alla daga. Opnunartími 08.-18.00
Stapinn
Arnarstapi, 356 SnæfellsbærStapinn er best staðsetti veitingastaðurinn á Snæfellsnesi, stutt á Snæfellsjökul, flott gönguleið að Hellnum og ótrúlegar gönguleiðir um Snæfellsnes.
Kaffi Munkar
Klausturvegur 1-5, 880 KirkjubæjarklausturÁ Kaffi Munkar byrjum við daginn á morgunverði fyrir Klausturhof Guesthouse sem og gesti og gangandi. Ef þú vilt geturðu bara látið þér kaffibolla duga og farið svo af stað í ævintýri dagsins. Í hádeginu er boðið upp á léttar veitingar eins og súpur eða fiskrétt og að sjálfsögðu kaffi og kökur.
Kvöldverður hefst klukkan 17:30 og hægt er að velja um ýmsa rétti. Allt frá okkar vinsæla fisk og frönskum upp í íslenska lambasteik.
Cafe Catalina
Hamraborg 11, 200 KópavogurCafé Catalína er skemmti- og veitingastaður sem er opinn alla daga vikunnar. Við bjóðum upp á frábæran mat, það er lifandi tónlist hjá okkur allar helgar og svo er hægt að koma til okkar og horfa á alla helstu íþróttaviðburði á risaskjá.
Héraðsskólinn Historic Guesthouse
Laugarbraut 2, 840 LaugarvatnHéraðsskólinn að Laugarvatni er staðsettur í hjarta Gullna hringsins. Héraðsskólinn er opinn allan ársins hring og þar geta gestir okkar notið þess að dvelja í sögulegri byggingu og notið matarins á veitingastað Héraðsskólans. Stutt er í eina fallegustu náttúru landsins sem býður upp á ótal möguleika tengdri útivist. Gott er að enda daginn á heimsókn í jarðböðin við Laugarvatn.
Hótel Edda Egilsstaðir
Menntaskólanum, Tjarnarbraut 25, 700 EgilsstaðirHótel Edda Egilsstaðir sem staðsett í heimavist Menntaskólans á Egilsstöðum og býður upp á herbergi með sérbaðherbergi og sturtu. Veitingastaður hótelsins er með útsýni yfir ána þar sem gestir geta notið alþjóðlegrar matargerðar og fengið sér síðan góðan drykk á hótelbarnum eftir kvöldmatinn.
Nærliggjandi svæði eru góð til gönguferða, veiði og annarrar útivistar. Hallormsstaðaskógur, stærsti skógur landsins, er 25 km frá hótelinu. Egilsstaðaflugvöllur er í minna en 5 mínútna akstursfjarlægð.
Aðstaða á staðnum:
- Alls 52 herbergi
- Öll herbergi með baði
- Tveggja hæða fjölskylduherbergi
- Veitingastaður með útsýni yfir Lagarfljót
- Ráðstefnu- og fundaraðstaða
- Frítt internet
- Á lokunardegi lokum við á hádegi, síðustu gestir koma þá inn daginn áður
Afþreying í nágrenninu:
- 25m útisundlaug
- Vaðlaug
- Níu holu golfvöllur
- Fjalla- og jöklaferðir
- Skógargöngur
- Fuglaskoðun
- Selaskoðun
Golfskálinn - Ness
Nesvöllur, Seltjarnarnesi, 170 SeltjarnarnesMai Thai Bistro
Laugavegur 116, 101 ReykjavíkMai Thai Bistro & Supermarket er fjölskyldufyrirtæki stofnað árið 2005 og býður upp á fjölbreytt úrval asískra rétta. Njóttu fljótlegrar máltíðar í notalegu andrúmslofti.
TukTuk Thai
Fjarðargata 19, 220 HafnarfjörðurTuk Tuk Thai býður upp á gómsæta tælenska rétti á hagstæðu verði. Staðurinn býður gestum í notaleg og nútímaleg húsakynni við uppábúin borð fyrir smáa sem stóra hópa.
Þú getur sest inn í veitingasalinn okkar og notið yndislegra rétta af fjölbreyttum matseðli okkar eða valið úr fjölda tilbúninna rétta úr hitaborðinu ef þú hefur nauman tíma eða vilt taka matinn með þér heim.
Starfsfólkið kemur víða að og kappkostar að veita viðskiptavinum okkar úrvals þjónustu og framreiða dýrindis tælenska rétti af kostgæfni.
Hótel Vestmannaeyjar
Vestmannabraut 28, 900 VestmannaeyjarHótel Vestmannaeyjar er 43 herbergja hótel staðsett í hjarta miðbæjarins.
Herbergin hafa baðherbergi með sturtu. Gestir hafa aðgang að þráðlausri nettengingu inni í herbergjum. Spa er á neðstu hæð hótelsins með heitum pottum og sauna. Morgunverður er framreiddur í veitingasal alla morgna 7:00 – 10:00.
Veitingastaður er á hótelinu sem er opinn alla daga á sumrinn. Nálægðin við fengsæl fiskimið gefur möguleika á fersku hráefni daglega. Matseðill veitingastaðarins er fjölbreyttur og reynt að mæta óskum allra.
Hótel Vestmannaeyjar er góður kostur fyrir þá sem vilja slaka á, njóta fallegrar náttúru, skoða mannlífið á eyjunni eða spila golf á glæsilegum 18 holu velli.
BanThai
Laugarvegur 130, 105 ReykjavíkBanThai er besti tælenski veitingastaðurinn á Íslandi, en hann hefur m.a. verið kosinn það á hverju ári af The Reykjavík Grapevine.
Einnig var hann kosinn einn af 10 bestu veitingastöðunum á Íslandi nú nýlega í DV. 17. 06. 2011
Staðurinn hefur verið starfandi í 26 ár og bjóðum við upp á ekta tælenskan mat alveg eins og hann er í Tælandi. Af því það eru margir réttir á matseðlinum sem hvergi annars staðar er hægt að fá t.d. erum við með sérstaka BanThai-sósu, þá getur stundum verið löng bið og gott er að spurja um biðina ef þú hefur ekki nægan tíma, best er því að taka því rólega og njóta matarins, þar sem þetta er ekki skyndibitastaður, það tekur tíma að elda allan matinn, ekkert er tilbúið. Við bjóðum upp á mjög fjölbreytt úrval rétta og allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi, hvort sem það er sterkt eða milt, en réttirnir eru allir merktir með chili-merkjum svo hægt sé að sjá styrkleikann. Allur maturinn er létt eldaður úr ferskum hráefnum og því heldur hann næringargildi sínu og upprunalegu bragði vel. Við notum t.d. kjúklingabringur, nauta fillet, svína fillet, lamba fillet, ferskt grænmeti, gæða krydd sem við flutjum inn sjálf, litla olíu og margt fleira en við notum aldrei msg. Við bjóðum ekki upp á hnífa, prjóna eða soja-sósu. Á efri hæð staðarins er góð aðstaða fyrir hópa og getum við tekið á móti allt að 40 manna hópum, best er fyrir hópa að panta nokkra rétti saman því þá tekur styttri tíma að fá matinn. Gott er að drekka tælenskan bjór með matnum en við bjóðum upp á Singha-bjór sem er einmitt á tilboði hjá okkur núna fram að áramótum, einnig er gott að drekka tælenskt vín, en tælenska vínið sem við bjóðum upp á hefur unnið mörg verðlaun einnig er gott að fá sér tælenskt viskí, brandí og romm með matnum.
Fyrir svona góðan mat á finum stað, skiptir biðin þá einhverju máli ?
ÁVALLT ER GÓÐUR BITI BIÐARINNAR VIRÐI.
Keiluhöllin Egilshöll
Fossaleyni 1, 112 ReykjavíkKeiluhöllin í Egilshöll er einn glæsilegasti keilusalur í Evrópu, og þó víðar væri leitað. Boðið er upp á 22 keilubrautir af fullkomnustu gerð.
Hjá okkur er gaman að eiga afmæli. Afmælisbörn á öllum aldri njóta dagsins umvafin vinum og fjölskyldu.
Sportbar á að hafa sál og hjarta. Þangað kemur venjulegt fólk og deilir ástríðu og tilfinningum. Við erum með þrjú risatjöld og tugi sjónvarpsskjáa – Boltatilboð af mat og drykk yfir öllum leikjum.
Keiluhöllin í Egilshöll er fullkominn staður fyrir hópinn þinn. Vinahópar, vinnuhópar, afmælishópar, steggjanir, gæsanir og hópefli.
Hólmur ferðaþjónusta
Hólmur, 781 Höfn í HornafirðiÍ gamla íbúðarhúsinu eru sex herbergi tveggja og eins manna , fyrir 10 manns Í húsinu er setustofa þar sem möguleiki er að laga kaffi og te.
Yfir vetrartímann er opin eldunaraðstaða fyrir gesti í sama rými. Tvö baðherbergi eru í húsinu.
Í fjósinu er 2 x þriggja og 1 xfjögra manna fjölskylduherbergi. Í fjósinu eru 2 snyrtingar.
Við bjóðum einnig uppá morgunmat og kvöldmat, ásamt léttum veitingum yfir daginn í Jóni ríka veitingastaðnum okkar.
Þá erum við einnig með veitingastaðinn og brugghúsið Jón Ríki.
Hafnarbúðin Diner
Ránarslóð 2, 780 Höfn í HornafirðiEigum frábæra sögu, með frábæru starfsfólki og frábærum kúnnum
Pósthús Foodhall
Pósthússtræti 5, 101 ReykjavíkHótel Leirubakki
Landsveit, 851 HellaHótel Leirubakki leggur áherslu á góða og persónulega þjónustu og kappkostar að mæta kröfum hvers og eins.
Mjög falleg og hlýleg setustofa er í hótelinu og heitir pottar við húsvegginn, auk þess sem saunabað og stærri laug, Víkingalaugin, standa gestum til boða.
Veitingahúsið í sal Heklusetursins er í hæsta gæðaflokki og þar fer saman glæsilegur salur og frábært útsýni þar sem Hekla og Búrfell blasa við augum.
Mjög góð aðstaða er til funda- og ráðstefnuhalds og einnig hefur starfsfólk okkar mikla reynslu í að skipuleggja brúðkaupsveislur, óvissuferðir, hvataferðir, ættarmót og hvers kyns samkomur.
Leirubakki er í aðeins 100 km fjarlægð frá Reykjavík á góðum, malbikuðum vegi alla leið. Staðurinn er miðsvæðis á Suðurlandi og flestir sögustaðir og náttúruperlur þessa landshluta eru í innan við klukkustundar akstursfjarlægð frá Leirubakka.
Hótel Leirubakki og Heklusetrið bjóða gesti velkomna allt árið. Staðurinn er þekktur fyrir mikla náttúrufegurð og gott veður. Glæsilegt útsýni er til allra átta og fátt er betra en að njóta slökunar í heitum laugum staðarins hvort heldur er í miðnætursól á sumrin eða við skin norðurljósa og stjarna að vetrinum.
Tjaldsvæði eru opin frá maí og út september.
Tjaldsvæðið Árnesi
Árnes, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, 801 SelfossTjaldsvæðið Árnesi stendur við Kálfá nálægt mynni Þjórsárdals sem er eitt fegursta svæði landsins. Þaðan er stutt að fara til að skoða fjölmargar náttúruperlur, sögufræga staði og fjölbreytt náttúrufar.
Á tjaldsvæðinu er rúmgóð flöt með 36 rafmagnstenglum. Aðgengi er að salernum, sturtum og þvottavél. Einnig eru þar hliðartjaldsvæði, m.a. flöt rétt við sundlaugina, sem rúma minni hópa. Góð aðstaða er fyrir útiveru, leiki og íþróttir. Hægt er að fá leigðan sal til inniveru fyrir hópa. Á staðnum er veitinga og kaffistofa, bændamarkaður þar sem seldar eru vörur beint frá býli, sundlaug, fótboltavöllur, farfuglaheimili og verslun.
Volcano Huts Þórsmörk
Húsadalur Þórsmörk via Road no. F 249 ,Volcano Huts í Húsadal í Þórsmörk
Volcano Huts er þjónustu fyrirtæki sem staðsett er í Húsadal í Þórsmörk og býður upp á gistingu og veitingar fyrir hópa og einstaklinga. Þórsmörk er ævintýraheimur göngufólks og náttúruunnenda á öllum aldri. Landslagið er ægifagurt og mótast af samspili eldfjalla, jökla, skóga og jökuláa sem móta útsýnið til allra átta.
Hægt er að bóka gistingu og aðra þjónustu í gegnum vefsíðu okkar www.volcanotrails.is
Þjónusta í Húsadal
Gisting og aðstaða: í Húsadal er boðið upp á gistingu í notalegum fjallaskálum, fjögurra manna smáhýsum, tveggja manna herbergjum, glæsi tjöldum og stórt tjaldsvæði. Hægt er að fá leigð rúmföt og sængur á staðnum. Sturtur, gufubað og heit náttúrulaug er innifalið í gistingu en aðrir ferðalangar geta fengið aðgang að þeirri þjónustu gegn vægu gjaldi.
Veitngastaðurinn okkar býður upp á ljúffengar veitingar fyrir hópa og einstaklinga sem leið eiga um Húsadal og Þórsmörk. Boðið er upp á morgunverð, hádegisverð, kaffiveitingar og kvöldverð auk þess sem hægt er að setja upp veislur og viðburði fyrir hópa hvort heldur sem er innandyra eða utan. Eftir matinn er svo tilvalið að fá sér drykk á barnum og deila ferðasögunni með öðrum ferðalöngum.
Afþreying: Frá Húsadal liggur fjöldi gönguleiða um Þórsmörk og Goðaland og má þar helst nefna Laugaveginn og Fimmvörðuháls sem eru vinsælustu gönguleiðir landsins. Einnig er hægt að fara í styttri göngur sem henta fyrir alla aldurshópa, skoða sönghelli og taka lagið, sauna og toppa daginn í heitir náttúrulaug.
Gönguleiðir: Fjöldi skem mtilegra göngu- og hlaupaleiða liggja um Þórsmörk og nágrenni Húsadals og hér ættu allir að finna sér leiðir við hæfi. Laugavegurinn og Fimmvörðuháls eru meðal þekktustu gönguleiða á Þórsmerkursvæðinu en auk þeirra eru fjöldi annarra skemmtilegra leiða. Gönguleiðakort eru seld í Húsadal.
Samgöngur: Til að ko mast í Húsadal er ekið frá Suðurlandsvegi upp jeppafæran vegarslóða merktan F249 í Þórsmörk. Fara þarf yfir nokkrar ár og læki á leiðinni en helst má þar nefna Krossá sem eingöngu er fær vönum bílstjórum á vel útbúnum jeppum.
Daglegar rútuferðir eru frá BSÍ yfir sumar mánuðina en hægt er að nálgast nánari upplýsingar um áætlun rútuferða og að bóka rútumiða á vefsíðu Volcano Huts.
Bókanir og allar nánari upplýsingar um þjónustu í Húsadals er að finna á vefsíðunni og hægt er að hringja í síma 4194000 eða senda tölvupóst á netfangið info@volcanotrails.is
Glamping lúxustjöld - eins manns / tveggja manna - 16 stk
Herbergi - eins manns / tveggja manna - 14 stk
Smáhýsi - 4 pers - 8 stk
Skálagisting - 34 rúm
Tjaldstæði 100 +
Dalakofinn
Laugar, Reykjadalur, 650 LaugarVið leggjum áherslu á góðan mat á sanngjörnu verði og góða þjónustu. Í veitingastaðnum finnur þú fjölbreytt úrval af spennandi réttum, meðal annars ljúffengar heimagerðar pizzur, hamborgara úr Reykdælsku nautakjöti, alvöru íslenska kjötsúpu og gratíneraðan plokkfisk að hætti hússins.
Eftir matinn geturðu verslað allar helstu nauðsynjar í versluninni okkar í hinum enda hússins.
Við veitum afslátt gegn framvísun KEA korts, 5% (þó ekki af tóbaki og drykkjum).
Kíktu við hjá okkur, við tökum vel á móti þér!
Opið alla daga. Opnunartíma má finna á dalakofinn.is.
Hótel Geysir
Geysir, Haukadal, 806 SelfossKennileiti Íslands, Geysir, gaf hótelinu nafn og stendur við dyr þess.
Þann 1. ágúst 2019 opnaði Hótel Geysir sem lúxus hótel með 77 herbergi þar af 6 svítur. Öll herbergin eru með fallegu útsýni yfir sveitina, hágæða Jensen rúmum og eru óvenju rúmgóð. Áhersla er lögð á að byggingin sé hógvær í umhverfi sínu og endurspeglast það í formi hennar og landslagsmótun en byggingin er formuð þannig að hún skyggi sem minnst á náttúruperlur svæðisins.
Lögð er áhersla á umhverfisvænar vörur og sjálfbæra stefnu. Glæsilegur veitingastaður er samtengdur hótelinu. Þar er boðið upp á mikið af afurðum beint frá bónda en við erum í samstarfi við bændur sem leggja stund á fjölbreytta framleiðslu og búskap og njótum þess allra ferskasta hráefnis sem völ er á.
Brimslóð Atelier Guesthouse
Brimslóð 10a, 540 BlönduósRekstur fyrirtækisins samanstendur af gistihúsi (10 gistiherbergi), veitingastað (fyrir 50 manns) og hinsvegar móttöku á móti hópum bæði íslenskum og erlendum í fyrirlestur um íslenskan mat, matarhefðir með sögulegri tengingu við sögu Íslands. Gestir er einnig boðið að borða máltíð 2ja - 3ja rétta með lykilhráefnum úr íslenskri matarsögu.
Einnig er boðið upp „foodwork-shop“, þar sem gestir/hópurinn fer saman út í náttúruna að veiða fisk, tína jurtir, taka upp grænmeti og matjurtir í matjurgargarði sem tilheyrir rekstrinum. Með leiðsögn elda gestirnir úr hráefnunum og borða afraksturinn.
Fyrirtækið er skilgreint sem upplifunarferðaþjónusta.
Hægt er að panta gistingu og aðra þjónustu í gegnum heimasíðu fyrirtækisins
Einnig er hægt að panta gistingu í gegnum bókunarsíðuna www.booking.com
Eigendur fyrirtækisins eru: Inga Elsa Bergþórsdóttir, framkvæmdarstjóri og Gísli Egill Hrafnsson.
Bæði menntaðir leiðsögumenn með mikla og langa reynslu að baki í því starfi.
Einnig hafa þau gefið út og samið fjölda af matreiðslubókum fyrir íslenskan og erlendan markað á íslensku, ensku, frönsku, flæmsku og þýsku.
Þau hafa hlotið fjölda viðurkenninga fyrir bækur sínar s.s. tilnefningar til íslensku bókmennarverðlaunanna, til verðlauna Hagþenkis og til alþjóðlegru „Gourmand“ verðlaunanna.
Á heimsíðu fyrirtækisins er hægt að sjá myndir og þá aðstöðu sem fyrirtækið hefur upp á að bjóða.
RIF restaurant
Fjarðargata 13-15, 220 HafnarfjörðurSíðla sumars 2019 opnuðum við Rif Restaurant hér í Firði Verslunarmiðstöð. Ævar Olsen matreiðslumeistari til fjölda ára stýrir hér hópi starfsfólks sem leggur hjarta í matreiðsluna og mikla áherslu á persónulega þjónustu til okkar gesta.
Það er alveg einstakt að vera staðsett í hjarta Hafnarfjarðar og við höfum lagt kapp við það að bjóða upp á eitthvað fyrir alla á góðu verði, með frábæru útsýni og góðum félagsskap.
Hótel Selfoss
Eyravegur 2, 800 SelfossHótel Selfoss er staðsett á bökkum Ölfusá við nýjan miðbæ Selfoss í hjarta Suðurlands.
Á hótelinu eru 139 herbergi, veitingastaður, bar og heilsulind. Herbergin eru vel búin öllum þægindum með gervihnattasjónvarpi, háhraða tölvutengingu, minibar, hárþurrku og öryggishólfi.
Fullkomin veislu, funda og ráðstefnuaðstaða er í eldri hluta hótelsins sem tekur allt að 450 manns í sæti.
Á meðan á dvöl þinni stendur getur þú slakað á í Riverside spa. Fyrir lítið gjald er hægt að kaupa aðgang að heilsulindinni og slaka á í hefðbundnu íslensku gufubaði, sánu og heitum potti.
Á Hótel Selfossi er háklassa veitingastaður, Riverside restaurant sem tekur allt að 300 manns í sæti.
Bíóhúsið sem er staðsett á hótelinu er glæsilegt með vönduðum sætum og fullkomnu hljóð- og myndkerfi. Með Bíóhúsinu eru 2 ráðstefnusalir til viðbótar fyrir alls 180 manns.
Himalayan Spice
Geirsgata 3, 101 ReykjavíkHimalayan Spice er nepalskur veitingastaður í miðbæ Reykjavíkur sem býður upp á blöndu af mat sem byggir á menningarlegri fjölbreytni og landafræði Nepal. Björt og aðlaðandi veitingastaðurinn opnaði árið 2018 og það hefur fljótt orðið í uppáhaldi hjá mörgum íbúum og ferðamönnum jafnt! Sem eini nepalski veitingastaðurinn í Reykjavík bætir Himalayan Spice mjög við fjölbreytileika og bragð matarlífsins í höfuðborginni.
Matargerðin okkar er jafn fjölbreytt og fólkið og menning í Nepal er. Fjölbreytt úrval gómsætra og heilsusamlegra rétta og drykkja. Njóttu máltíðarinnar og Nepalskrar gestrisni. Namaste!
KFC - Kentucky Fried Chicken
Háholt 9, 270 MosfellsbærFyrsti KFC-staðurinn á Íslandi var opnaður í Hafnarfirði í október 1980, þannig að sagan spannar nú yfir 30 ár. Staðirnir eru 8 alls; í Hafnarfirði, Kópavogi, Reykjavík,
Selfossi, Reykjanesbæ og Mosfellsbæ.
Í gegnum tíðina hafa staðirnir tekið á móti fallegu og frábæru fólki. Við höfum heyrt fólk hlæja, eiga góðar stundir og fundi við vini og samstarfsfélaga. Við kunnum að meta
hverja einustu mínútu og þess vegna höfum við raðað saman myndum af frábærum stundum á KFC.
Thai Kitchen
Borgartún 3, 105 ReykjavíkUpplifðu tælenskan mat „thai street food“ hjá okkur í Thai kitchen eins og hefð er fyrir í Thailandi.
Thailenskur veitingastaður með hlaðborð alla virka daga í hádeginu og fjölskyldutilboð alla daga til að taka með. Fjölbreyttur matseðill (thai street food).
LiBRARY bistro / bar
Park Inn by Radisson, Hafnargata 57, 230 ReykjanesbærLiBRARY bistro/bar er veitingastaður á Park Inn by Radisson hótelinu í Kelfavík. LiBRARY býður upp á upplifun á mat og drykk á pari við það allra besta sem gerist í París, höfuðborg bistróanna. Staðurinn hefur hlotið mikið lof fyrir flotta hönnun, hlýlegt andrúmsloft og fjölbreyttan matseðil á sanngjörnu verði.
Þú getur notið þess að kíkja til okkar í léttan hádegisverð, íburðarmeiri kvöldverð eða dykk og snarl á barnum.
LiBRARY bar
Seturstofan og barinn okkar er kjörin staður fyrir vini og vandamenn að hittast í rólegheitum í drykk og spjall.
Opnunartímar eldhúsins á LiBRARY bistro
Alla daga frá 11:30 - 22:00
Opnunartímar LiBRARY bar
Mánudagar til fimmtudaga 11:30 – 22:00
Föstudaga til sunnudaga 11:30 – 24:00
Brunch
Við bjóðum upp á mikið úrval af „brunch“ réttum um helgar og að sjálfösgðu klassíska brunch kokteila eins og Mimósa og Bloddy Mary
Brunch er í boði laugardaga og sunnudaga frá 11:30 – 15:00
LiBRARY Happy Hour
Kíktu við í happy hour og fáðu góðan afsláttur af víni, bjór og kokteilum.
Happy hour alla daga frá 15:00 til 19:00.
Kex Hostel
Skúlagata 28, 101 ReykjavíkKEX var stofnað árið 2010 af gömlum vinahópi sem langaði að taka sér nýtt og spennandi verkefni fyrir hendur. Hugmyndin að KEX kviknaði þegar félagarnir skoðuðu yfirgefna byggingu sem áður hafði hýst kexverksmiðjuna Frón. Þetta gamla og glæsilega verksmiðjuhúsnæði stóð autt og hafði næstum orðið niðurrifi að bráð. KEX var innréttað með virðingu fyrir sögu hússins og verksmiðjubragnum var leyft að njóta sín. Í stað þess að rífa allt út og raða inn fjöldaframleiddu dóti voru húsgögn með mikla reynslu látin ganga fyrir. Nánast allt sem kom inn á KEX átti sitt fyrra líf og sál. Sameiginleg fyrri reynsla þessara hluta á stóran þátt í að skapa sálina og andrúmsloftið í KEX.
KEX er svefnstaður, bækistöð, þvotta- og eldhús, hvíldarstaður, staður tónlistar og menningar fyrir frjálsa huga hvaðan sem þeir koma.
Á KEX er í boði gisting fyrir 142 gesti, í mismunandi herbergjum og verðflokkum. Þar er einnig þvottahús, líkamsræktaraðstaða, gestaeldhús, gastro pub, þráðlaust net og margt fleira.
Fosshótel Jökulsárlón
Hnappavöllum, 785 ÖræfiStórkostlegt umhverfi og mikil náttúrufegurð
Fosshotel Jökulsárlón er staðsett á Hnappavöllum við rætur Öræfajökuls. Hnappavellir eru á milli Skaftafells og Jökulsárlóns, tveggja af helstu náttúruperlum Íslands en þar er eitt vinsælasta göngusvæði landsins. Hótelið er því kjörið fyrir útivistarfólk og fjallageitur, enda er úr meira en hundrað gönguleiðum að velja og útsýnið stórfenglegt til allra átta.
Herbergjategundir:
Economy standard, standard, ocean view, triple, family deluxe, suite og executive suite með svölum og prívat heitum potti
- 125 herbergi
- Veitingastaður og bar
- Ókeypis þráðlaust net
- Ókeypis bílastæði
- Morgunmatur opinn 07.00-10.00
- Veitingastaður opinn 18.00-22.00 – borðapöntun nauðsynleg
- Bar matseðill frá 12:00 – 22:00 alla daga
- Barinn er opinn frá 12:00 – 00:00 alla daga
- Þvottaþjónusta gegn gjaldi
- Þurrgufa og pottar opin frá 08:00 – 12:00 og 15:00 – 23:00 alla daga
- Þurrgufa og pottar innifalin í herbergjaverði
- Móttakan er opin allan sólahringinn
- Happy alla daga 16:00 – 18:00
Hluti af Íslandshótelum.
Groovís
Brúarstræti 2, 800 SelfossGroovís býður upp á eftirminnilega upplifun og frábæra deserta sem samanstanda af lita dýrð, skemmtilegar samsetningar af ís, mini kleinuhringjum og kandífloss. Við leggjum höfuð áherslu á að bjóða uppá deserta sem þú finnur ekki hvar sem er. Viltu prófa Shake’n donuts? Ís í kandífloss pilsi? Heita mini kleinuhringi með köldum ís? Þá ertu að koma á réttan stað.
Við bjóðum einnig uppá allt það hefðbundna eins og bragðarefi, slushy , kúluís og ís í boxi. Við erum tæknivæddasta ísbúð landsins og reynum þannig að útrýma löngum biðröðum, hjá okkur finnurðu sjálfsafgreiðslu tölvur (kiosk), netsölu og QR kóða til þess að starfsfólkið okkar fái að einbeita sér að því sem skiptir máli - að búa til kræsingar fyrir þig! Það er auðvitað hægt að panta með því að tala við starfsfólk líka en allar pantanir fara í stafrænu röðina.
Í Groovís er viðverandi hátíðar stemmning fyrir hvern þann sem ákveður að heimsækja nýja miðbæ Selfossar þar sem ís, mini kleinuhringir og kandífloss á það allt sameiginlegt að vera hátíðar réttir á öllum betri viðburðum.
Hamborgarafabrikkan
Höfðatorg - Katrínartún 2, 105 ReykjavíkVið viljum að fólki á öllum aldri finnist gaman að koma á Fabrikkuna. Þess vegna leggjum við hjarta okkar og sál í að veita lifandi og skemmtilega þjónustu og töfra fram hágæðamat úr hágæðahráefni. Hjartað í matseðli Hamborgarafabrikkunnar eru fimmtán ferkantaðir hamborgarar. Þar er líka að finna frábæra forrétti, fersk salöt, himnesk grísarif í bland við spennandi forrétti og eftirrétti. Á hverju ári bryddum við uppá nýjungum og eru árstíðaborgararnir okkar löngu orðnir vinir íslenskra hamborgaraunnenda, Rúdolf, Heiðar og Páskalamborgarinn. Hamborgarakjötið okkar er úr hæsta gæðaflokki og sent ferskt á alla staði. Brauðið er sérbakað af Myllunni, Bernaisesósan er hrærð uppá gamla mátann á hverjum morgni og nachosið er handlagað og steikt á staðnum. Allar sósurnar okkar eru framleiddar sérstaklega fyrir Fabrikkuna. Hamborgari er nefnilega ekki það sama og hamborgari. Á Fabrikkunni meðhöndlum við hamborgarann eins og stórsteik. Af þeirri virðingu sem hann á skilið. Á Íslandi eru þrjár Fabrikkur: Á Höfðatorgi, í Kringlunni og á Hótel Kea Akureyri.
Devitos Pizza
Laugavegur 126, 105 ReykjavíkÞegar Devitos opnaði fyrst árið 1994 komum við á óvart með nýtt fersk bragð og skárum okkur úr fyrir snögga þjónustu og ómótstæðilegar pizzur. Húsakosturinn var lítið skýli sem var aðeins örfáir fermetrar, rétt nóg til að skýla viðskiptavinum frá veðri og vindum. En frá því að Devitos opnaði hefur kúnnahópurinn stöðugt stækkað og því var stundum þröngt á þingi þegar mest gekk á, margir vildu prófa þessar nýju pizzur sem allir voru að tala um en ekki var mikið pláss.
Árið 2004 flutti Devitos í sitt núverandi húsnæði að Laugavegi 126 við Hlemm (gengið inn frá Þverholti) og leystis úr plássleysinu. Það var ekki langt að fara frá gamla staðnum heldur aðeins örfá metra, svo fastir viðskiptavinir gátu vel við unað. Nú var komið gott pláss í hlýju og góðu umhverfi sem þjónar mörgum svöngum munnum á hverjum degi.
Esjustofa
Mógilsá, 116 ReykjavíkEsjustofa er hlýlegt veitinga- og kaffihús sem stendur við Esjuna, eitt vinsælasta útivistarsvæði í Reykjavík.
Það er nærandi fyrir sál og líkama að setjast niður í Esjustofu eftir góða göngu eða útivist við Esjuna. Góðar veitingar eins og heimalöguð tómatsúpa, samlokur kaffimeðlæti, kaldir og heitir drykkir og fleira spennandi.
Hópar !! Hafið samband við Esjustofu áður en þið gangið á fjallið,
allt tilbúið þegar hópurinn kemur niður.
Opið fyrir hópa og salarleigu alla daga.
Sveitasetrið Brú
Brúarholt 2, 805 SelfossHótel og gistiheimilisrekstur hefur verið á Efri-Brú síðan á 18. öld. Hér er boðið uppá gistingu, veitingar, veislu og hópa og ýmisskonar samkvæmi.
Skjól
Kjóastaðir, 806 SelfossTjaldsvæðið Skjól er staðsett milli Gullfoss og Geysis. Tjaldsvæðið er stórt og þar er rafmagn og frítt wifi.
Á svæðinu er veitingastaður, eldhús opið milli 12-15 og 18-23
Einnig er seyrulosun, mini golf ásamt poolborði á efri hæð og stór hoppudýna sem hefur slegið í gegn hjá börnunum. - frítt í afþreyingu .
Það eru nægir staðir að skoða í nágrenni tjaldsvæðisins og þar á meðal eru Geysir, Gullfoss, Laugavatn, Kerlingafjöll og margt fleira. Einnig má finna næga afþreyingu en á næsta bæ er hestaleiga og svo er einn glæsilegasti golf völlur landsins aðeins 3 km frá tjaldsvæðinu.
Boltinn sýndur á tjaldsvæðinu um helgar.
Opnunartími: Opið allt árið
Yuzu
Hverfisgata 44, 101 ReykjavíkÁ Yuzu kynnum við til leiks nýja bragðupplifun innblásna af austurlenskri matargerð. Í réttunum okkar notumst við eingöngu við fersk hráefni.
Adventure Hótel Geirland
Geirlandi, 880 KirkjubæjarklausturKyrrðin, friðurinn og krafturinn gerir staðsetningu hótelsins einstaka. Persónuleg þjónusta eru einkunnarorð okkar og leggur allt okkar starfsfólk metnað sinn í að gera heimsóknina sem eftirminnilegasta.
Hótel Geirland býður upp á 40 herbergi og svefnpokpláss. Veitingahúsið okkar leggur metnað sinn í að bjóða upp á mat beint frá býli. Öll herbergin hafa sér baðherbergi og kaffi og te aðstöðu. Við bjóðum svo gestum okkar upp á frítt þráðlaust WIFI internet .
Í næsta nágrenni er svo sundlaug með heitum pottum, 9 holu golfvöllur, veiði og síðast en ekki síst stórbrotin náttúra sem bíður upp á margar mismunandi gönguleiðir með erfiðleikastigi fyrir alla. Af áhugaverðum stöðum má nefna Systrastapa, Systravatn, Landsbrotshóla, Fjarðarárgljúfur og Dverghamra. Á sumrin er boðið upp á dagsferðir með leiðsögn á heilmarga staði.
- Ókeypis þráðlaust net
- Morgunmatur opinn 08:00 – 9:30 alla daga
- Kvöldmatur opinn 18:00-20:00 á völdum dögum. Vinsamlegast hafið samband til að fá upplýsingar.
- Happy hour á flöskubjór og húsvíni 17:30 – 18:30
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana
Það er einnig hægt að finna okkur á Facebook (Hotel Geirland)
Samúelsson matbar
Eyrarvegur 1, 800 SelfossSamúelsson Matbar er veitingastaður í mathöll Selfoss. Við höfum sannkallaða ástríðu fyrir matreiðslu og leggjum áherslu á fallegan, litríkan og ofar öllu bragðgóðan mat sem við berum fram með kokteilum og víni.
Þó svo við séum staðsett í mathöll er þetta ekki skyndibita staður heldur erum við með góðan og fallegan mat á góðu verði. Á Samúelsson höfum við tileinkað okkur nýjar skandinavískar matarhefðir með asísku ívafi. Staður sem þú mátt ekki láta fram hjá þér fara.
Samúelssin matbar er nr.1 á tripadvisor á öllu suðurlandi. Samúelssin matbar fékk "Travelers choice award" árið 2023 á TripAdvisor.
HVER Restaurant
Breiðamörk 1c, 810 HveragerðiHVER Restaurant er fyrsta flokks veitingastaður með a la carte matseðil ásamt því að vera með hópamatseðla. HVER Restaurant er staðsettur í hótel Örk í Hveragerði og er því í alfaraleið.
Vandaður og fjölbreyttur matseðill í hlýlegu umhverfi. HVER Restaurant vann íslensku lambakjötsverðlaunin 2020.
Hótel Bjarkalundur
Reykhólasveit, 380 ReykhólahreppurHótel Bjarkalundur í Reykhólasveit stendur í fögru og stórbrotnu umhverfi við þjóðveginn milli Berufjarðar og Þorskafjarðar. Það var byggt árið 1945-1947 og er elsta sumarhótel landsins. Frá Bjarkalundi liggja vegir til allra átta: suður til Reykhóla, norður til Hólmavíkur og Ísafjarðar og vestur á suðurfirðina þar sem við blasir íslensk náttúra í sinni fegurstu og dulmögnuðustu mynd. Fjölmargar gönguleiðir eru við Bjarkalund. Ferðamálasamtök Vestfjarða hafa gefið út ýmis kort og handhægar leiðarlýsingar á þessu svæði.
Skammt frá Bjarkalundi er afleggjarinn til Reykhóla, sem liggur um hina blómfögru Barmahlíð. Rétt hjá Bjarkalundi er Berufjarðarvatn og í það rennur Alifiskalækur út í Þorskafjörð. Eru þar fyrstu heimildir um fiskirækt á Íslandi. Merkileg og falleg náttúrufyrirbæri eru í næsta nágrenni við Bjarkalund. Vaðalfjöllin gnæfa tignarlega norðan við hótelið. Frá Bjarkalundi upp að Vaðalfjöllum er góð gönguferð. Þar má skoða þessa stórfenglegu náttúrusmíð. Hægt er að fara alla leið upp og notið hins einstæða útsýnis úr rúmlega 500 metra hæð. Þar sér niður á Þorskafjörðinn, en við fjarðarbotninn voru Kollabúðafundir haldnir á 19 öld.
Þrastalundur
Þrastalundur, 801 SelfossÞrastalundur er nútímalegur veitingastaður stutt frá Selfossi og aðeins 40 mínútur frá Reykjavík.
Þrastalundur er fallegur staður með glæsilegt útsýni yfir Sogið og æðislegt umhverfi. Frábært stopp ef þú ert að taka gullna hringinn. Mjög friðsælt og þæginlegt andrúmsloft.
Matseðillinn samanstendur af nokkrum hefðbundnum íslenskum réttum eins og Hrossalund, Lambaskanka ofl, en sérstaða Þrastalundar eru eldbökuðu pizzurnar.
Daddi’s Pizza
Vogum, 660 MývatnVið bjóðum góðar pizzur, bjór og léttvín. Ásamt fallegustu náttúru Íslands.
Skaftfell - myndlistarmiðstöð Austurlands
Austurvegur 42, 710 SeyðisfjörðurSkaftfell, myndlistarmiðstöð Austurlands, var stofnað 1998 af hópi áhugamanna um menningu og listir sem kallaði sig Skaftfellshópinn. Stofnár listamiðstöðvarinnar er einnig dánarár myndlistarmannsins Dieters Roth (1930-1998) en hann gegndi stóru hlutverki í menningarflóru Seyðfirðinga allt frá því að hann hóf að venja komur sínar í fjörðinn upp úr 1990. Skaftfellshópurinn samanstendur að miklu leyti af fólki sem naut mikilla og góðra samvista við Dieter og er tilurð miðstöðvarinnar sprottin úr þeim frjóa jarðvegi er hann átti þátt í að skapa á Seyðisfirði.
Starfsemin er staðsett í gömlu og glæsilegu timburhúsi að Austurvegi 42 á Seyðisfirði og var gjöf frá hjónunum Karólínu Þorsteinsdóttur og Garðari Eymundssyni. Í dag má þar finna sýningarsal og litla verslun á annarri hæð, gestavinnustofu fyrir listamenn á þriðju hæð og bistró á jarðhæð sem einnig geymir bókasafn bókverka og listaverkabóka.
Starfsemi Skaftfells er helguð samtímamyndlist á alþjóðavísu. Miðstöðin þjónar jafnframt sem vettvangur fyrir listamenn og áhugafólk um listir til að skiptast á hugmyndum, taka þátt í skapandi samræðum og verða fyrir áhrifum hvert af öðru í umhverfinu. Í miðstöðinni er öflug sýninga- og viðburðadagskrá, starfræktar gestavinnustofur fyrir listamenn og boðið upp á fjölþætt fræðslustarf. Jafnframt er hægt er að skoða verk eftir alþýðulistamanninn Ásgeir Jón Emilsson (1931-1999) sem er að finna í Geirahúsi og er í eigu og umsjá Skaftfells. Hægt er að skoða húsið eftir samkomulagi. Einnig er hægt að skoða útilistaverkið Tvísöngur sem er hljóðskúlptúr eftir þýska listamanninn Lukas Kühne en verkið vann hann í samvinnu með Skaftfelli árið 2012.
Skaftfell hlaut Eyrarrósina fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni árið 2013.
Nánari upplýsingar um sýningarhald, aðra starfsemi Skaftfells og opnunartíma má finna á skaftfell.is
Einnig er hægt að senda fyrirspurn á skaftfell@skaftfell.is
Móðir Jörð í Vallanesi
Vallanes, 701 EgilsstaðirHjá Móður Jörð í Vallanesi er boðið uppá gistingu í nýuppgerðum svítum með eldhúskrók og baðherbergi með sturtu.
Á staðnum er rekið kaffihús (Asparhúsið) og verslun þar sem boðið er uppá staðbundinn morgunmat og máltíðir úr jurtaríkinu frá kl 10 - 17:00 mánudaga til laugardaga í júní, júlí og ágúst. Í maí og september er opið frá kl 11 - 16.
Hægt er að versla ferskt grænmeti sem er lífrænt ræktað á staðnum og forvitnilegar heilsu- og sælkeravörur Móður Jarðar. Tekið er á móti hópum og sérpöntunum en senda má fyrirspurn á info@vallanes.is.
Osushi the train
Tryggvagata 13, 101 ReykjavíkEigendur Osushi eru Anna og Kristján Þorsteinsbörn. Hugmyndin að staðnum kviknaði þegar Kristján var á ferðalagi um Ástralíu en þá kynntist hann sushi menningunni og sótti mikið svokallaða færibandastaði. Þannig var grunnur lagður að því að opna slíkan veitingastað á Íslandi.
Sushi er blanda af handverki og list, sem höfðar jafnt til sjónskynjunar og bragðlauka og það er alltaf framleitt úr besta fáanlega hráefni. Kokkurinn mótar hnossgætið í sínum þaulæfðum höndum.
Velkomin.
Hótel Djúpavík
Árneshreppur, 524 ÁrneshreppurHúsið sem nú er Hótel Djúpavík var byggt á 3ja áratug síðustu aldar fyrir konur sem unnu á söltunarplaninu við söltun síldar.
Þá kallaðist það Kvennabragginn. Það var síðan gert upp árið 1985 og það sumar komu síðan fyrstu gestirnir á hótelið.
Við bjóðum upp á morgunverðarhlaðborð og kvöldmat í matsal sem er mjög sérstakur og fallegur. Kaffi og te eru frítt og brauð og kökur eru á boðstólum yfir daginn, ásamt léttum veitingum í hádeginu.
Já sæll - Grill og bar
Fjarðarborg, 720 Borgarfjörður eystriVeitingastaðurinn („Já sæll“) er opinn á sumrin. Á öðrum árstímum þjónar húsið sem félagsheimili.
Reykjavík Natura | Berjaya Iceland Hotels
Nauthólsvegur 52, 101 ReykjavíkReykjavík Natura er hlýlegt hótel staðsett mitt í náttúru Nauthólsvíkur og Öskjuhlíðar. Þar býðst öll sú þjónusta sem gestir gera kröfu um á fyrsta flokks hóteli, hvort sem er í mat og drykk á veitingastaðnum Satt eða í afslöppun og dekri í Natura Spa. Hótelið starfar eftir gæðastöðlum og er umhverfisvottað samkvæmt ISO 14001.
- 220 herbergi af mörgum gerðum
- 3 svítur
- Fundaraðstaða
- Veitingastaðurinn Satt
- Natura Spa
- Frítt internet
- 20-30 mínútna gangur í miðbæ Reykjavíkur
- Næg bílastæði
- Hjólastólaaðgengi
Chickpea
Hallveigarstígur 1, 101 ReykjavíkFjölskyldurekinn vegaterian/vegan veitingastaður með næringarríkum og góðum mat gerðum frá grunni, alla daga.
Public deli
Keilisbraut 771, 107 ReykjavíkIndian Curry House
Ráðhústorg 3, 600 AkureyriIndian Curry Hut er matsölustaður í miðbæ Akureyrar sem býður upp á indverskan mat.
Opnunartímar
Á veturna:
Mánudagar: Lokað
Þriðjudagur - föstudagur: 11:30-13:30 og 17:30-21:00
Laugardagur - sunnudagur: 17:30 - 21:00
Á sumrin (júlí - ágúst):
Mánudagur-föstudagur: 11:30-13:30 og 17:30-21:00
Laugardagur-sunnudagur: 17:30-21:00
Stúdentakjallarinn
Háskólatorg, Sæmundargötu 4, 102 ReykjavíkStúdentakjallarinn er veitinga- og skemmtistaður, kaffihús og bar. Þar er boðið upp á fjölbreyttan mat og drykki á mjög sanngjörnu verði, líflega dagskrá og notalegt andrúmsloft. Staðurinn er opinn öllum, allt árið um kring.
Perlan - undur íslenskrar náttúru
Öskjuhlíð, 105 ReykjavíkFjölþætt og stórbrotin náttúrusýning
Perlan hýsir í dag stærstu náttúrusýningu landsins. Markmið sýningarinnar er að fræða unga og aldna um magnaða náttúru Íslands og er áhersla lögð á nútímalega vísindamiðlun og faglegan grunn í öllu fræðsluefni sýningarinnar. Tæknin er nýtt til að skapa einstaka upplifun og deila fræðsluefni á nýjan og spennandi hátt. Um er að ræða margverðlaunaða sýningu sem á sér enga líka í heiminum.
Hápunktar:
- Íshellir
- Jöklasýning
- Norðurljósasýning í stjörnuveri Perlunnar
- Sýning um krafta náttúrunnar
- Látrabjarg
- Sýning Náttúruminjasafns Íslands, Vatnið í Náttúru Íslands
- Ísgerð og kaffihús Perlunnar
Perlan Ísgerð
Ný og glæsileg ísgerð hefur opnað á 4. hæð Perlunnar. Um er að ræða ferskan og ljúffengan ís sem búinn er til að staðnum, einstakt umhverfi til að njóta hans og besta verðið í bænum!
Perlan kaffihús
Rjúkandi heit súpa, brauð, kökur, bjór, vín og einstaklega gott kaffi. Njóttu á toppi Reykjavíkur með síbreytilegt útsýni.
Perlan veitingahús
Perlan er einn glæsilegasti veislu- og viðburðasalur landsins. Afgerandi arkitektúr og yfirbragð Perlunnar gerir viðburðinn einstakan. Hægt er að bóka salinn á info@perlan.is.
Castello
Lágmúli 7, 103 ReykjavíkCastello Pizzeria, er fjölskyldufyrirtæki með 18 ára reynslu í rekstri pizza- og veitingastaða.
Fyrirtækið var stofnað árið 2007 og fyrsti Castello veitingastaðurinn opnaður að Dalvegi 2, Kópovogi, þar sem hann er ennþá í dag. Tveimur árum síðar (2009) opnuðum við annan stað að Dalshrauni 13, Hafnarfirði. Castello hefur fengið mjög góða dóma frá okkar tryggu viðskiptavinum og öllum þeim sem hafa smakkað pizzurnar okkar.
Það sem gerir okkur betri er fyrst og fremst:
- Við notum fyrsta flokks hráefni
- Við erum stoltir af þjónustunni okkar
- Við erum fjölskyldufyrirtæki.
Það er alltaf einn fjölskyldumeðlimur á svæðinu til að tryggja að gæðin séu alltaf í fyrsta sæti.
Í dag bjóðum við einnig upp á Kebab sem gerir matseðilinn okkar miklu ríkari.
Eins og með pizzurnar gáfum við okkur góðan tíma í að þróa hina fullkomnu uppskrift og getum með stolti sagt að við erum með besta Kebab sem við höfum smakkað.
Við á Castello þökkum öllum okkar viðskiptavinum sérstaklega fyrir að vera með okkur frá upphafi. Við munum gera okkar besta til að halda ykkur ánægðum.
Fjalladýrð
Reykjahlíð/Mývatn, 701 EgilsstaðirVelkomin í Fjalladýrð í Möðrudal! Hér er að finna gistingu við allra hæfi, kaffi – og veitingahús. Hægt er að njóta umhverfisins á eigin spýtur en einnig eru skipulagðar skoðunarferði í boði. Möðrudalur er um 10 mín. akstur frá hringvegi 1, á vegi 901, mitt á milli Mývatnssveitar og Egilsstaða.
Möðrudalur er hæsta byggða ból á Íslandi, 469 metra yfir sjávarmáli. Bæinn er að finna á hásléttunni norðan Vatnajökuls. Möðrudalur var landnámsjörð og kirkjustaður allt frá fyrstu dögum kristni. Í dag er blandaður búskapur stundaður í Möðrudal og afurðir búsins nýttar í ferðaþjónustu staðarins.
Í Möðrudal er lítil snotur kirkja sem reist var af ábúandanum Jóni Stefánssyni í minningu konu sinnar og málaði hann einnig altaristöfluna í sínum sérstaka stíl. Sonur hans Stefán Jónson, Stórval, gerði seinna garðinn frægan með myndum sínum af Herðubreið. Listin blundar enn í afkomendum Jóns bónda og myndir Írisar Lindar prýða betri herbergi Fjalladýrðar.
Fjallakaffi, er kaffi-/veitingahús staðarins og þar má gæða sér á kleinum og ástarpungum með kaffibollanum eða panta sér dýrindis máltíð af matseðlinum þar sem áhersla er á afurðir beint frá býli.
Nokkrar gönguleiðir eru í boði á svæðinu og hægt að nálgast kort í upplýsingamiðstöð. Þar er einnig hægt að sjá kvikmynd sem sýnir svipmyndir frá gosinu í Holuhrauni 2014. Úr Möðrudal er stutt í margar óviðjafnanlegar náttúruperlur eins og Herðubreiðarlindir, Öskju, Kverkfjöll, Hvannalindir, Jökuldalsheiði Stuðlagil og Stórurð.
Gistingin hjá okkur er með ýmsu sniði, hægt er að upplifa gömlu baðstofumenninguna í baðstofunum okkar sem eru frábær kostur fyrir fjölskyldur og vinahópa. Fyrir einstaklinga og pör eru herbergi með og án baðs í boði sem og aðgangur að eldhúsi. Síðast en ekki síst er tjaldstæðið okkar til reiðu fyrir bæði tjöld og húsbíla.
Tjaldsvæði opin frá júní fram í miðjan september.
Hótel Arnarstapi
Arnarstapi, 355 ÓlafsvíkHótel Arnarstapi er nýtt 36 herbergja hótel staðsett við rætur Stapafells og Snæfellsjökul. Á hótelinu er veitingastaðurinn Snjófell sem opinn er frá 10:00 - 21:00. Á honum er fjölbreyttur matseðill í boði gerður úr íslensku hráefni. Hótelið er mjög vel staðsett til þess að heimsækja helstu perlur Snæfellsnes s.s. Djúpalónssand, Dritvík, Snæfellsjökul, Rauðfeldsgjá, Lóndranga, Saxhól svo eitthvað sé nefnt. Hótelið er einnig í 2,5 km göngufæri frá Hellnum. Gönguleiðin byrjar frá Höfninni í Arnarstapa sem er í nokkra mínútna göngufjarlægð frá Hótelinu og endar í fjörunni á Hellnum. Þessi ganga er einstök því gengið er meðfram ströndinni fram hjá Gatklett inní hraunið og niður í fjöru. Gestamiðstöði þjóðgarðsins Snæfellsjökuls er á Malarifi sem er í 10 km fjarlægð frá Arnarstapa.
Öll herbergin eru með sérbaðherbergi með hárþurrku og ókeypis snyrtivörum. Morgunmatur er í boði á hótelinu.
Gatklettur er 220 metra frá hótelinu. Styttan af Bárði Snæfellsás er 400 metra í burtu. Miðbær Ólafsvíkur er 37 km frá Arnarstapa.
Arnarstapi er á einum fallegasta stað Snæfellsnes.
32 herbergi, Dbl/Twin/Triple
4 x íbúðir sem rúma 6 manns, elshúskrókur og 2 baðherbergi.
Morgunverður frá 07:00-10:00
Veitingastaður og bar
Þráðlaust internet
Gönguleiðir
Fuglaskoðun
Serrano
N1 Hringbraut 12, 101 ReykjavíkSerrano býður uppá ferskan og hollan mexíkóskan skyndibita.
Opnunartími
Mánudaga til föstudaga
10:00 – 23:00
Laugardaga
11:00-23:00
Sunnudaga
12:00 – 23:00
Lemon
Suðurlandsbraut 4, 108 ReykjavíkLemon býður upp á ferskustu djúsa landsins & sælkerasamlokur en þú getur auðvitað líka fengið hollan og góðan hafragraut, ljúffeng salöt, gríska jógúrt, ávexti í boxi ofl.
Ferskasta hráefnið hverju sinni. Það er mantran okkar hjá Lemon og við víkjum aldrei frá henni.
Hamborgarabúlla Tómasar
Geirsgata 1, 101 ReykjavíkÞað hafa fáir jafn mikið vit og áhuga á hamborgurum eins og Tómas Tómasson, betur þekktur sem Tommi í Tommaborgurum. Hann hefur fylgt sínu heilræði alla tíð “einn hamborgari á dag kemur skapinu í lag” og mælir með að allir geri slíkt hið sama.
Í sparifötum eða vinnugallanum? Það skiptir ekki máli, allir eru velkomnir á Búlluna. Staðir Hamborgarabúllunnar eru innréttaðir á afslappaðan hátt, starfsmenn staðanna leggja áherslu á vinalega þjónustu og vilja þeir að öllum líði vel inni á Búllunni.
Við sérhæfum okkur í hamborgurum sem eru einfaldir en á sama tíma ómótstæðilega bragðgóðir úr besta fáanlega hráefni. Sérvalið hágæða nautakjöt, grillað yfir eldi, nýbakað brauð ásamt fersku grænmeti og hárréttri blöndu af sósum verður að Búlluborgaranum víðfræga.
Katla hótelrekstur ehf
Höfðabrekka, 871 VíkÁ Hótel Kötlu eru 103 vel búin tveggja manna herbergi með baði, sjónvarpi og þráðlausu neti. Veitingastaðurinn tekur allt að 200 manns í sæti þar sem við bjóðum gestum upp á ljúffengt kvöldverðarhlaðborð allt árið. Á Hótel Kötlu er vel útbúin funda / ráðstefnuaðstaða. Við erum 5 km austan við Vík.
Heitur pottur og gufubað eru við hótelið þar sem notalegt er slaka á og njóta kyrrðarinnar. Hótel Katla - Höfðabrekka er kjörinn staður fyrir starfsmannahópa að halda árshátíðir eða fyrir ráðstefnur. Margar skemmtilegar gönguleiðir eru í fallegu umhverfi hótelsins og í nágrenninu er, t.d, hægt að fara í hestaferðir, þeysa á snjósleða, fara í ísgöngu á Sólheimajökli, skella sér í golf á golfvellinum í Vík eða bara njóta útiverunnar á þessum fallega stað.
-Velkomin á Hótel Kötlu!
BlackBox Pizzeria
Borgartún 26, 105 ReykjavíkBlackbox er miklu meira en bara geggjaðar pizzur. Blackbox er fjölskylda, vinir, gaman, gleði, njóta, drykkir og dans og uppáhalds pizzan þín er ástríðan okkar. Pizza er nefnilega ekki bara pizza.
Sælkerapizzubotninn okkar er súrdeigs en þú getur líka fengið ketóbotn eða glútenlausan.
Við notum einungis hágæða hráefni. Hráskinkan okkar er skorin fersk á hverja Parma Rucola pizzu, við notum eingöngu ferskan jalapenó og náttúrulegar Miðjarðarhafs ólífur og andalærið okkar kemur frá stórvinum okkar í Kjötkompaní.
Hamborgarabúlla Tómasar
Ofanleiti 14, 103 ReykjavíkÞað hafa fáir jafn mikið vit og áhuga á hamborgurum eins og Tómas Tómasson, betur þekktur sem Tommi í Tommaborgurum. Hann hefur fylgt sínu heilræði alla tíð “einn hamborgari á dag kemur skapinu í lag” og mælir með að allir geri slíkt hið sama.
Í sparifötum eða vinnugallanum? Það skiptir ekki máli, allir eru velkomnir á Búlluna. Staðir Hamborgarabúllunnar eru innréttaðir á afslappaðan hátt, starfsmenn staðanna leggja áherslu á vinalega þjónustu og vilja þeir að öllum líði vel inni á Búllunni.
Við sérhæfum okkur í hamborgurum sem eru einfaldir en á sama tíma ómótstæðilega bragðgóðir úr besta fáanlega hráefni. Sérvalið hágæða nautakjöt, grillað yfir eldi, nýbakað brauð ásamt fersku grænmeti og hárréttri blöndu af sósum verður að Búlluborgaranum víðfræga.
Askur Pizzeria
Fagradalsbraut 25, 700 EgilsstaðirAskur Pizzeria er veitingastaður samtengdur handverksbarnum Aski Taproom. Við bjóðum upp á eldbakaða, þunnbotna pizzu, ásamt salötum og eftirréttum. Hægt er að velja af matseðli eða setja saman eigin pizzu úr úrvali áleggja sem í boði eru.
Italiano Pizzeria
Hlíðasmári 15, 201 KópavogurGóð þunnbotna pizza í þægilegu umhverfi.
Opið alla daga 11:00-21:00.
Gilbakki Kaffihús
Gilbakki v/ Höskuldarbraut, 360 HellissandurGilbakki er krúttlegt kaffihús í einu fallegasta húsinu á Hellissandi. Á Gilbakka er boðið uppá fiskisúpu með glænýjum fiski úr Breiðafirði og brauð, gæða kaffi frá Kaffitári og heimabakaðar hnallþórur að snæfellskum sið.
Opið er alla daga frá 1. júní 11:00-17:00
Sveitasetrið Hofsstöðum
Skagafjörður, 551 SauðárkrókurSveitasetrið Hofsstöðum er fjölskyldurekið sveitahótel staðsett á kyrrlátum stað í fallegu umhverfi við bakka Héraðsvatna með útsýni til lands og sjávar.
Sveitasetrið býður upp á 30 notaleg 26 fm herbergi með baði og verönd. Einnig eru í boði 3 herbergi með baði í bændagistingu á Hofsstöðum. Á Sveitasetrinu er veitingastaður þar sem eigin framleiðsla og hráefni úr heimabyggð er í fyrirrúmi.
Hér er hægt að dvelja og njóta kyrrðarinnar sem sveitin hefur uppá að bjóða með alla þjónustu og afþreyingu í Skagafirði innan seilingar.
Sveitasetrið er við veg nr. 76 aðeins 18 km frá þjóðvegi 1.
Afþreying í Skagafirði er fjölbreytt og áhugaverð, svo sem söfn, sýningar, sundlaugar, hestasýningar, bátasiglingar, golf, skíðasvæði, gönguleiðir o.fl. (www.visitskagafjordur.is )
Hlökkum til að taka á móti ykkur.
Hjá Höllu
Keflavíkurflugvöllur, 235 ReykjanesbærHjá Höllu er í suðurbyggingu flugvallarins, við C hliðin og því opin öllum hvort sem ferðinni er heitið til Evrópu eða eitthvert annað.
Stutt er í öll brottfararhlið frá þessum stað og því tilvalið að setjast þar niður áður en farið er í flug
Við erum með eldofn á staðnum og bjóðum því upp á eldbakaðar pizzur sem tekur örstuttan tíma að útbúa
Einnig erum við réttina okkar í kælinum þ.e. samlokur, salöt, djúsa, boosta og margt annað hollt.
Bragðavallakot
Bragðavellir , 765 DjúpivogurBaggi er fjölskyldufyrirtæki sem býður upp á gistingu í notalegum sumarhúsum. Við erum staðsett í sveitinni nálægt hringveginum á Austurlandi. Það tekur um tíu mínútur að aka til Djúpavogs þar sem finna má alla nauðsynlega þjónustu, svo sem verslun, sundlaug, veitingastaði og kaffihús.
Við bjóðum upp á þrjár tegundir af sumarhúsum, eins svefnherbergja, tveggja svefnherbergja og sumarhús, sem henta fyrir stærri hópa eða fjölskyldur.
American Style
Dalshraun 13, 220 HafnarfjörðurAmerican Style þekkja allir Íslendingar. Opnaður árið 1985, rótgróinn og heiðarlegur. Þú getur borðað á staðnum, eða tekið með þér heim í TakeAway. Við fullyrðum að heimsókn til okkar er þess virði. Alvöru hamborgarar! Fáðu þér máltíð, þú sérð ekki eftir því.
Bombay Bazaar
Ármúli 21, 108 ReykjavíkBombay Bazaar er indverskur veitingastaður þar sem boðið er upp á alvöru indverskan mat frá Mumbai (Bombay) á hagstæðu verði.
Notast er við fyrsta flokks hráefni frá Indlandi og Íslandi og lagt er mikið upp úr notkun heilnæmra kryddjurta eins og t.d turmerik, engifer og hvítlauk.
Vinalegt og hlýlegt andrúmsloft.
Verið velkomin.
Bombay Bazaar býður upp á veisluþjónustu við hin ýmsu tilefni; vinnustaðir, afmæli, saumaklúbbar og fyrir alla þá sem koma saman í hóp.
Kjarr restaurant
Klausturvegur 2, 880 KirkjubæjarklausturKjarr restaurant opnaði 17. júní 2022.
Veitingahúsið er við Systrafoss á Kirkjubæjarklaustri.
Sjá vefsíðu fyrir nánari upplýsingar um opnunartíma.
Röstin - veitingastaður
Skagabraut 100, 250 SuðurnesjabærRöstin er staðsett á efri hæð byggðasafnsins á Garðskaga. Þar er hægt að fá góðan mat á sanngjörnu verði allt árið um kring. Útsýnið frá Röstinni er frábært og hægt að njóta sólarlagsins yfir Snæfellsjökil, fjölbreytts fuglalífs og stundum má sjá hvali rétt undan ströndinni.
Heimsókn á Byggðasafnið á neðri hæðinni og í stóra vitann er er frábær viðbót við góðan málsverð á Röstinni.
Vitarnir á Garðskaga voru byggðir 1897 og 1944. Röstin stendur un 20 metra frá ströndinni og útsýni yfir Faxaflóann og mikið fuglalíf gera heimsókn á Röstina að sérstakri upplifun.
Stóri vitinn er sá hæsti á Íslandi og geymir hann tvær áhugaverðar sýningar, norðurljósasýningu og hvalasýningu. Frá toppi vitans er stórkostlegt útsýni.
Það er líka tjaldsvæði á Garðskaga.
Fyrir hópa hafið samband við safnstjóra í síma 893-8909 eða með tölvupósti: johann@gardskagi.com.
Opið:
Mánudaga-Miðvikudaga kl. 17 - 21
Fimmtudaga-Sunnudaga kl. 12 - 21
Metro
Smáratorg 5, 201 KópavogurMetro fjölskylduveitingastaðirnir bjóða upp á fjölbreyttan matseðil fyrir alla fjölskylduna.
Hollustueiður Metro
Hollustueiður Metro stendur fyrir úrvali af heilsusamlegum réttum fyrir alla fjölskylduna.
Brakandi salat, léttari sósur, grillaður kjúklingur, grófara brauð og ekkert samviskubit.
Eitthvað fyrir alla – Betr’ á Metro.
Vellir Sportbar
Tjarnarvellir 3, 221 HafnarfjörðurHótel Húsafell
Húsafell , 311 BorgarnesHótel Húsafell býður upp á 48 vel útbúin herbergi í fjórum stærðum. Öll herbergin eru reyklaus og skreytt með málverkum eftir Pál Guðmundsson, listamann á Húsafelli. Hér getur þú sameinað notalega dvöl á þægilegu lúxushóteli og einstakar upplifanir í íslenskri náttúru. Í nágrenni Húsafells getur þú uppgötvað faldar perlur í okkar stórkostlega landslagi.
Serrano
Ráðhústorg 7, 600 AkureyriSerrano býður uppá ferskan og hollan mexíkóskan skyndibita.
Almennur opnunartími
Mánudaga til laugardaga
11:00 – 21:00
Sunnudaga
12:00 – 21:00
La Colina - Pizzeria
Hrafnaklettur 1b, 310 BorgarnesLa Colina er pizzastaður með ljúffengar, eldbakaðar pizzur og fleira og býður upp á heimilislegu þjónustu.
Friday´s
Smáralind, 200 KópavogurFridays í Smáralind er alvöru amerískur veitingastaður! Á matseðli Fridays finnur þú meðal annars sérkrydduð og hægelduð rif, eldgrillaða hamborgara, kjúklinga fajitas og ljúffenga smárétti með heimsfrægum sósum.
Á Fridays er nóg pláss fyrir hópa, skjávarpar og flatskjáir víðsvegar um staðinn og því frábær staður til að horfa á íþróttaviðburði. Á Fridays er alltaf föstudagur og alltaf fjör og mikið lagt upp úr því að andrúmsloftið sé ferskt, skemmtilegt og afslappað.
Ef þú vilt alvöru amerískan mat, bjór, kokteila og góða þjónustu í skemmtilegri stemningu er Fridays staðurinn fyrir þig.
Sbarro BSÍ /Reykjavik Bus Terminal
Vatnsmýrarvegur 10, 101 ReykjavíkFrábær veitingstaður með fyrsta flokks heimilismat og margt fleira eins og t.d Sbarro pizzur og pasta.
Vogar, ferðaþjónusta
Vogum, 660 MývatnFyrirtækið Vogar, ferðaþjónusta ehf bíður upp á margþætta þjónustu fyrir ferðamenn s.s. tjaldsvæði, svefnpokagistingu, gistingu í herbergjum án baðs og með baði, morgunverð, pizzur, létta drykki, veiði, leigubíl ofl. Auk þess eru innan við 7 km í marga af vinsælustu stöðunum í Mývatnssveit s.s Grjótagjá, Hverfjall, Dimmuborgir, Hverarönd, Jarðböðin ofl.
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Kanslarinn
Dynskálum 10c, 850 HellaVeitingastaðurinn og Hótel Kanslarinn er við Þjóðveg 1 á Hellu. Við bjóðum upp á alls kyns mat - hamborgara, pizzur, samlokur, steikur og fiskrétti, ásamt boltanum í beinni og böll öðru hvoru. Góð og notaleg herbergi við allra hæfi.
KEF Restaurant
Hotel Keflavík, Vatnsnesvegur 12-14, 230 ReykjanesbærKEF hefur verið margrómaður veitingastaður í Keflavík um árabil og er vinsæll meðal heimamanna jafnt sem ferðamanna. Við bjóðum ykkur velkomin til að koma og njóta alls hins besta í mat og drykk í glæsilegum og nýuppgerðum veitingasal, bar og bistro þar sem við berum einnig fram morgunverð alla daga ársins. Á KEF leggjum við áherslu á ævintýralega rétti úr fersku hráefni úr héraði og faglega og vinalega þjónustu sem lætur þér líða eins og heima hjá þér.
Góður matur er ómissandi hluti af öllum ferðalögum og við bjóðum upp á úrval möguleika.
KEF veitingastaður er fyrsta flokks a la carte veitingastaður sem býður upp á ævintýralega rétti, eldaða úr fersku úrvalshráefni úr héraði svo þú getur alltaf verið viss um gæðin. Starfsfólkið okkar dekstrar við þig svo þú hafir það notalegt hjá okkur og af barnum afgreiðum við sérvalið vín, úrval kokteila og íslenskan bjór á krana.
KEF bar er smár að stærð en býður upp á risastórt úrval af víni, viskí, bjórum og kokteilum og að sjálfsögðu uppáhaldskaffidrykkinn þinn.
KEF bistro er tilvalinn til að eiga rólegan eftirmiðdag eða kvöldstund með léttum réttum og drykkjum á meðan horft er á það er í sýningu á stóra tjaldinu þann daginn, spjallað eða spilað.
KEF morgunverður er margrómaður innanlands og utan og fá hótel á Íslandi sem bjóða uppá jafn vel útilátinn morgunverð og boðinn er daglega á Hótel Keflavík: margar sortir af smurðu brauði, skornum ávöxtum og grænmeti og kjötáleggi, egg, ostur og fjölbreytt úrval af brauði, kexi og kökum ásamt hefðbundnu morgunkorni og súrmjólk. Glúten-frítt brauð og mjólkurlausar mjólkurvörur eru til en þarf að biðja um. Skyr og Lýsi eru ávallt í boði ásamt úrvali af heitum og köldum drykkjum eins og kaffi, te, kakó, mjólk og ávaxtasafa. Heitir réttir eins og pylsur, bakaðar baunir, heitar samlokur og ofnréttir með osti, pylsum, eggjum og grænmeti eru bornir fram eftir kl. 06:00 en hlaðborðið opnar kl. 05:00 og er opið til kl. 10:00.
KEF er tilvalinn til að snæða einn, emð ástvinum, félögum eða í hóp. Einnig er hægt að panta hjá okkur sal fyrir einkaviðburði og við bjóðum alla velkomna, hótelgesti jafnt sem gesti inn af götunni.
Flame - veitingahús og bar
Katrínartún 4, 105 ReykjavíkFlame er veitingahús og bar þar sem ferskleiki, gæði og upplifun eru í fyrirrúmi. Hugmyndin er innblásin af Japönsku matargerðinni Teppanyaki.
32 sæta sérsmíðað Teppanyaki borð, eitt af stærstu matreiðsluborðum Íslands. Teppanyaki mestari okkar mun búa til stóra elda og sýna alls konar listir meðan hann eldar matinn fyrir framan þig með kúnstir sínar. Einstök upplifun í hjarta Reykjavíkur.
Hafið Bláa
Óseyri við ósa Ölfusár, 816 ÖlfusHafið Bláa er staðsett við sjávarsíðuna á Suðurströndinni við ósa Ölfusár. Við hvert
sæti er útsýni yfir sjóinn og gaman er að skoða fuglalíf og seli út um glugann
á meðan er borðað. Á matseðlinum er áhersla á sjávarrétti úr héraði. Það er
boðið upp á ljúffengan humar og humarsúpu, krækling og fiskrétti. Einnig er
Hafið Bláa við stærsta humar landsins: Humar við Hafið, 6m langt listaverk
fyrir utan veitingastaðinn.
Daddi’s Pizza
Skipholti 70, 105 ReykjavíkSjávargrillið
Skólavörðustíg 14, 101 ReykjavíkOpnunartímar:
- Mánudag – Fimmtudag: 11:30 til 21:00
- Föstudagur og Laugardagur: 11:30 til 22:00
- Sunnudagur: 17:00 til 21
La Primavera Harpa
Austurbakki 2, 101 ReykjavíkLa Primavera er ítalskur veitingastaður í Hörpu og Marshallhúsinu. Á La Primavera sameinast matarhefð úr Norður Ítalíu og úrvals íslensk hráefni.
KFC - Kentucky Fried Chicken
Bæjarlind 18, 201 KópavogurFyrsti KFC-staðurinn á Íslandi var opnaður í Hafnarfirði í október 1980, þannig að sagan spannar nú yfir 30 ár. Staðirnir eru 8 alls; í Hafnarfirði, Kópavogi, Reykjavík,
Selfossi, Reykjanesbæ og Mosfellsbæ.
Í gegnum tíðina hafa staðirnir tekið á móti fallegu og frábæru fólki. Við höfum heyrt fólk hlæja, eiga góðar stundir og fundi við vini og samstarfsfélaga. Við kunnum að meta
hverja einustu mínútu og þess vegna höfum við raðað saman myndum af frábærum stundum á KFC.
Serrano
Nýbýlavegi 6-8, 200 KópavogurSerrano býður uppá ferskan og hollan mexíkóskan skyndibita.
Opnunartími
Mánudaga til laugardaga
11:00 – 21:00
Sunnudaga
12:00 – 21:00
Efsti-Dalur II
Efsti-Dalur II, 806 SelfossVorið 2013 opnaði ferðamannafjósið í Efstadal veitingastað og ísbúð, þar sem fyrir var gistiheimili og mjólkurbú. Þar geta gestirnir fylgst með sveitastörfum, séð kýr og kálfa í sínu daglega umhverfi og fylgst með þegar verið er að framleiða hinar ýmsu mjólkurafurðir, svo sem ís, skyr, fetaost.
Hægt er að setjast niður á kaffihúsinu Íshlöðunni og gæða sér á nýbakaðri vöfflu og heimagerðum ís, kaffi og köku, eða fengið sér máltíð á veitingastaðnum Hlöðuloftinu á annarri hæð hússins þar sem þemað er „Beint frá býli“ og notast er við afurðir frá bænum og úr nágrenninu. Verið velkomin að koma og fylgjast með fjölskyldunni að störfum!
Opnunartíma má sjá á facebook síðu Efstadals
Hestaleigan opin maí – september.
BrewDog Reykjavík
Frakkastígur 8a, 101 ReykjavíkBrewDog Reykjavík er íslenskur veitingarstaður og bjórbar á horni Frakkastígs og Hverfisgötu með áherslu á handverksbjór og hágæða íslensk matvæli.
Okkar helsta markmið er að gera fólk jafn ástríðufullt fyrir góðum handverksbjórum íslenskum sem erlendum.
Maturinn gefur bjórnum ekkert eftir og hefur staðurinn stimplað sig inn í íslenska matarflóru með frábærum einföldum mat í amerískum BBQ stíl.
The Bridge
Aðalgata 60, 230 ReykjanesbærVeitingastaðurinn, The Bridge, er opinn alla daga þar sem finna má fjölbreyttan matseðil við allra hæfi, bæði fyrir þá sem eru á hraðferð og þá sem vilja setjast niður og njóta góðs matar í fallegu og notalegu umhverfi. Á barnum eru framleiddir lúxus kokteilar og úrvalskaffiréttir og þar eru líka góð vín og kaldur á krana.
Moss veitingastaður - Bláa Lónið
Svartsengi, 240 GrindavíkVeitingastaðurinn Moss er einn sá fremsti á Íslandi og fékk þau einstöku viðurkenningu að vera valin í Michelin-handbókina 2019. Á veitingastaðnum má njóta magnaðs útýsinis yfir hraunbreiðuna sem umlykur Bláa Lónið.
Matreiðslumenn Moss gleðja bragðlaukana með ljúffengum réttum úr fersku hráefni úr íslenskri náttúru – frá fjalli að fjöru. Hægt er að velja á milli 5-7 rétta samsettra seðla sem eru breytilegir eftir árstíðum eða vegan matseðils.
Hótel Laxá
Olnbogaás 1, 660 MývatnHótel Laxá var opnað árið 2014 og stendur við hið fallega Mývatn. Á hótelinu er að finna tvær herbergistegundir: standard herbergi og herbergi með útsýni yfir vatnið. Herbergin er innréttuð á nútímalegan hátt og hægt að bæta við auka rúmi sé þess óskað.
Veitingastaðurinn Eldey býður uppá glæsilegan matseðil með mat úr héraðinu og er tilvalið að njóta matarins með fallegu útsýni yfir Mývatnssveitina.
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Ban Kúnn
Tjarnarvöllum 15, 221 HafnarfjörðurBan Kúnn er Tælenskur veitingastaður að Tjarnarvöllum 15 í Hafnarfirði. Þar er bæði hægt að setjast inn og borða og líka taka með heim.
Harbour house Café
Gránugata 5b, 580 SiglufjörðurVingjarnlegur sjávarréttastaður á Siglufirði með útsýni yfir höfnina.
Spaðinn
Dalvegur 32b, 201 KópavogurSpaðinn er nýjasta viðbótin við skyndibitaflóruna á Íslandi og er markmiðið að Spaðinn verði leiðandi á markaðnum, strax frá upphafi. Ástríða fyrir góðum mat á sanngjörnu verði er drifkrafturinn og kveikjan á bak við hugmyndina af Spaðanum.
Norð Austur - Sushi & Bar
Norðurgata 2, 710 SeyðisfjörðurNorð Austur sushi & bar er hluti af Hótel Öldunni, fjölskyldureknu hóteli í þremur byggingum staðsett á Seyðisfirði einungins nokkrum metrum frá Regnbogagötunni og Bláu Kirkjunni. Veitingastað urinn hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem einn af fremstu sushi veitingastöðum landsins og hefur m.a. hlotið viðurkenningu fyrir besta sushi landsins.
Nafn veitingastaðarins, Norð Austur er dregið af vindáttinni sem sem íbúar Austurlands þekkja vel. Veitingastaðurinn nýtir einungis ferskasta hráefni sem völ er á hverju sinni. Fiskurinn er allur veiddur á svæðinu sem tryggir ferskleika í hverjum bita.
Veitingastaðurinn er eingöngu opinn á sumrin og því er mælt með að bóka borð fram í tímann.
Sushi Corner
Kaupvangsstræti 1, 600 AkureyriSushi Corner er sushi veitingastaður með mikið úrval sushi-rétta, bæði í take away og til að borða á staðnum.
Fjöruhúsið
Hellnar, 356 SnæfellsbærFjöruhúsið er cosý kaffihús á fallegum stað í fjörunni á Hellnum. Meðal annars er boðið upp á fiskisúpu, heimabakað brauð, kökur og vöfflur með sultu og rjóma.
Frá Fjöruhúsinu er hægt að ganga fallega 2,5 km leið út á Arnarstapa.
Dæli Guesthouse
Víðidalur, 531 HvammstangiFerðaþjónustan Dæli í Víðidal hefur verið rekin frá árinu 1988. Fjölbreytt aðstaða og afþreying, bæði fyrir einstaklinga og hópa, 16 herbergi með baði þar af 10 tveggja og 4 þriggja manna og 1 með aðgengi fyrir fatlaða. Þá eru 6 smáhýsi með rúmum og kojum fyrir allt að 24 manns og er hvert hús 12 m² að stærð með WC í hverju húsi. Sameiginleg sturtu- og snyrtiaðstöða. Þar er einnig matsalur með eldunaraðstöðu.
Í Dæli er rekin veitingasala með bar fyrir gesti og gangandi, hópa jafnt sem einstaklinga. Okkar rómaða kaffihlaðborð með heimabökuðu íslensku bakkelsi nýtur líka sívaxandi vinsælda. Við gerum tilboð í hópa, bæði í mat og kaffi, svo hafið endilega samband og fáið frekari upplýsingar!
Veitingasalan er opin alla daga og öll kvöld frá 15. maí til 30. september, en annars eftir samkomulagi.
Boðið er upp á hestasýningar fyrir 15 eða fleiri en þær þarf að panta fyrirfram. Þá bjóðum við upp á reiðkennslu fyrir einstaklinga og þarf að bóka það sérstaklega .
KFC - Kentucky Fried Chicken
Faxafen 2, 108 ReykjavíkFyrsti KFC-staðurinn á Íslandi var opnaður í Hafnarfirði í október 1980, þannig að sagan spannar nú yfir 30 ár. Staðirnir eru 8 alls; í Hafnarfirði, Kópavogi, Reykjavík, Selfossi, Reykjanesbæ og Mosfellsbæ.
Í gegnum tíðina hafa staðirnir tekið á móti fallegu og frábæru fólki. Við höfum heyrt fólk hlæja, eiga góðar stundir og fundi við vini og samstarfsfélaga. Við kunnum að meta hverja einustu mínútu og þess vegna höfum við raðað saman myndum af frábærum stundum á KFC.
Dýragarðurinn Slakka
Laugarás, 801 SelfossDýragarðurinn Slakki er lítill húsdýragarður í Laugarási, Biskupstungum.
Opnunartími:
Apríl og Maí - opið um helgar
1. júní - 31. ágúst - Opið alla daga kl. 11:00 - 18:00
September - opið um helgar
Hótel Staðarborg
Staðarborg, 760 BreiðdalsvíkHótel Staðarborg er glæsilegt, nýlegt 30 herbergja hótel í Breiðdal í Suður-Múlasýslu, aðeins 7 km. frá Breiðdalsvík. Hér er um að ræða endurnýjað skólahúsnæði er rúmar 54 gesti í 30 rúmgóðum herbergjum með sér baði og sjónvarpi, auk svefnpokaplássa. Hótelið er við þjóðveg nr. 1 í 625 km fjarlægð frá Reykjavík og um 100 km frá Seyðisfirði, sem gerir hótelið að ákjósanlegum áningarstað fyrir þá sem ferðast með bílferjunni Norrænu. Afþreying er fjölbreytt á svæðinu og við allra hæfi í fögru umhverfi.
Hótel Staðarborg var opnað sumarið 2000 í Breiðdal. Í veitingasal er framreiddur morgunverður, hádegisverður og kvöldverður auk þess sem hægt er að fá kaffi og meðlæti allan daginn. Á lóðinni eru tjaldstæði og heitur pottur gestum til afnota.
Skógarböð
Vaðlaskógur/ Vaðlareitur, 605 AkureyriSkógarböðin eru náttúrulaugar, staðsettar í Vaðlaheiði gegnt Akureyri. Á svæðinu er hægt að njóta nátturulauganna, þurrsánu, baða sig í kaldri laug, panta sér drykki af tveimur börum sem staðsettir eru í lauginni. Á staðnum er einnig að finna Skógar Bistró - þar sem hægt er að sitja inni og njóta góðra veitinga í fallegu umhverfi eða sitja úti á palli fyrir utan.
Ferðaþjónustan Bakkaflöt
Tungusveit, 560 VarmahlíðBakkaflöt er fjölskyldurekið fyrirtæki sem byrjaði með gistingu og veitingar árið 1987. Erum með gistingu í smáhýsum með sérbaði, herbergjum með sameiginlegu baði, stærri sumarhúsum og tjaldstæði. Sundlaug, heitir pottar, veitingastaður og bar á staðnum.
Frá árinu 1994 höfum við boðið upp á fljótasiglingar niður Austari og Vestari jökulsá.
Í sumar(2020) erum við með tilboð í Vestari jökulsá: 11.900 kr á mann. 8.000 kr fyrir 9-12 ára.
Frábær ferð um skemmtilegt landslag. Stoppað til að fá sér kakó úr heitri uppsprettu og svo er auðvitað stoppað við stökk klettinn og þeir sem vilja stökkva ofan í ána.
Bjóðum einnig upp á Sit on top Kayak ferðir niður Svartá, Paintball, Þrautabraut og Loftbolta.
Á staðnum: Gisting í smáhýsum með sérbaði, stærri sumarhúsum, herbergjum án baðs, tjaldstæði, lítil sundlaug og heitir pottar, veitingastaður og bar.
Terían Brasserie
Hafnarstræti 87-89, 600 AkureyriHraðlestin
Hverfisgata 64a, 101 ReykjavíkHraðlestin er fjölskyldurekinn veitingastaður á þremur stöðum. Öll okkar krydd hafa verið sérinnflutt frá Indlandi í 18 ár og blönduð á staðnum af indverskum, faglærðum kokkum. Fersk gæðahráefni og enginn sykur.
Taktu með og fáðu ekta indverska upplifun við stofuborðið heima eða fáðu þér sæti hjá okkur í rólegu andrúmslofti sem sækir innblástur frá litríkri og fjölbreytilegri menningu Indlands".
Opnunartími: 17-21 alla daga vikunnar
Á hinum stöðunum okkar er opið sem hér segir:
Hraðlestin Hlíðasmári 8, Kópavogur:
mánudagar-föstudagar 11:30 - 21:00
laugardagar-sunnudagar 17:00 - 21:00
Hraðlestin Grensásvegur 3:
mánudagar-föstudagar 11:00 - 21:00
laugardagar-sunnudagar 17:00 - 21:00
Vinsamlegast athugið að afgreiðslutími getur tekið breytingum á almennum frídögum.
Kaffi Hólar
Hólar í Hjaltadal, 551 SauðárkrókurFlúðasveppir Farmers Bistro
Garðastígur 8, 845 FlúðirFerskleiki – þekking – reynsla
Flúðasveppir er eina sveppastöð Íslands og eigum við einnig eina af stærstu garðyrkjustöðvum Íslands, Flúða-Jörfi.
Farmers Bistro aðhyllist Slow Food hreyfinguna sem leggur áherslu á nýtingu hráefnis úr nærumhverfi og kynnum við heillandi heim Flúðasveppa og Flúða-Jörfa á matseðlinum. Við viljum efla vitund fólks um mikilvægi matarmenningar, þekkingar, hefða og landfræðilegan uppruna matvæla.
VIÐ RÆKTUM ÞAÐ SEM VIÐ BJÓÐUM UPPÁ
Fyrir fyrirfram bókaða hópa, bjóðum við uppá kynningu á okkar ræktun og innlit í sveppaklefa.
Bókanir: booking@farmersbistro.is
Heimasíða: https://farmersbistro.is/
Olís - Þjónustustöð
Sundagarðar 2, 104 ReykjavíkÞjónustustöðvar Olís sérhæfa sig í í sölu og þjónustu til viðskiptavina á veitingum og nauðsynjavörum auk eldsneytis og annari olíuvöru fyrir bílaeigendur.
Afgreiðslutími:
- Mánudaga-laugardaga 07:30-23:30
- Sunnudaga 09.00-23:30
Eldsneytistegundir:
- 95 okt bensín
- Lituð olía
- Dísel
Þjónusta:
- Grill 66 mini
- Þvottaplan
- Loft í dekk
- Veitingar
Tjaldsvæðið við Faxa
Biskupstungur, 806 SelfossTjaldsvæðið við Faxa er á bökkum Tungufljóts, við fossinn Faxa og Tungnaréttir. Tjaldsvæðið er í rólegu og fallegu umhverfi og stutt er í alla þjónustu.
Fallegt útsýni er frá tjaldsvæðinu og fallegar gönguleiðir.
Nýr veitingastaður hefur opnað á svæðinu.
25 ára aldurstakmark er á svæðinu.
Sjáið okkur á Facebook
Verð 2023
Verð fyrir fullorðna: 1.500 kr
Elli og örorkulífeyrisþegar: 1200 kr
Börn 7 – 15 ára: 500 kr
Börn undir 7 ára: Frítt
Rafmagn: 1.200 kr
Caruso
Austurstræti 22, 101 ReykjavíkÍtalski veitingastaðurinn Caruso er vinsæll og virtur veitingastaður í höfuðborginni, rekinn af sömu fjölskyldu í 15 ár.
Caruso er til húsa í sögulegri endurreistri byggingu í miðbænum sem var upphaflega byggð árið 1801. Stærsti hluti byggingarinnar, nema arininn, eyðilagðist í eldsvoða árið 2007 og má segja að nýja húsið hafi verið byggt í kringum arininn sem stóð uppi eftir eldsvoðann. Við bjóðum upp á forrétti og salöt, girnilegar pizzur og pastarétti, kjöt, fisk og sjávarrétti og stórkostlega eftirrétti. Andrúmsloftið á Caruso er rómantískt og notalegt.
Stracta Hótel
Rangárflatir 4, 850 HellaStracta Hótel er fjölskyldurekið hótel í eigu Hreiðars Hermannssonar sem stendur einnig vaktina sem hótelstjóri.
Staðsetning hótelsins er upplögð fyrir ferðalanga í leit að ævintýrum á suðurlandinu en þar er að finna fjöldan allan af helstu náttúruperlum landsins. Starfsfólkið okkar í móttökuni veitir gestum með glöðu geði aðstoð við að finna áhugaverða staði til göngu- eða skoðunarferða og ef fólk er að leitast eftir annarskonar ferðum erum við í samsstarfi við fjölda ferðaþjónustuaðila sem bjóða upp á fjölbreytta dagskrá og afþreyingu. Eftir útiveruna er tilvalið að snæða góðan mat en Bistroið okkar leggur upp með að notast við hráefni úr næsta nágrenni og er það opið frá 11:30 – 22:00.
Við mælum eindregið með að gestir ljúki deginum með slökun í heitu pottum og sánum sem allir gestir hafa aðgang að án endurgjalds. Verslun með vönduðum íslenskum gjafavörum ásamt hlýjum fatnaði má finna á neðri hæð hótelsins.
Finnnið okkur á Facebook hér.
Hænsnakofinn
Grandi Mathöll, 101 ReykjavíkBrakandi góðir og ferskir kjúklinga réttir bornir fram með hollu meðlæti eins og grænmeti og byggi og skolað niður með svölum drykkjum.
Dalahótel
Laugar í Sælingsdal, 371 BúðardalurDalahótel er fjölskylduhótel staðsett í fallegum og rólegum dal, aðeins einum km frá þjóðvegi 60. Staðurinn er frægur frá fornöld, en þar bjó Guðrún Ósvífursdóttir sem var ein af aðalpersónum Íslendingasagna. Hótelið er staðsett við rætur fjalls þar sem þú getur notið ósnortinnar náttúru með fjölda gönguleiða við allra hæfi. Í lok dags er hægt að slaka á í Guðrúnarlaug, sem er náttúrulaug staðsett rétt ofan við hótelbygginguna, eða í heitu pottunum og sundlauginni á hótelsvæðinu.
Veitingastaður Dalahótels er opinn öllum á eftirfarandi tímum:
Morgunverður: 8:00 – 10:00.
Hádegisverður: 12:00 – 14:00.
Kvöldverður: 18:00 – 21:00.
HBTS ehf.
Eyravegur 32, 800 SelfossÞað hafa fáir jafn mikið vit og áhuga á hamborgurum eins og Tómas Tómasson, betur þekktur sem Tommi í Tommaborgurum. Hann hefur fylgt sínu heilræði alla tíð “einn hamborgari á dag kemur skapinu í lag” og mælir með að allir geri slíkt hið sama.
Í sparifötum eða vinnugallanum? Það skiptir ekki máli, allir eru velkomnir á Búlluna. Staðir Hamborgarabúllunnar eru innréttaðir á afslappaðan hátt, starfsmenn staðanna leggja áherslu á vinalega þjónustu og vilja þeir að öllum líði vel inni á Búllunni.
Við sérhæfum okkur í hamborgurum sem eru einfaldir en á sama tíma ómótstæðilega bragðgóðir úr besta fáanlega hráefni. Sérvalið hágæða nautakjöt, grillað yfir eldi, nýbakað brauð ásamt fersku grænmeti og hárréttri blöndu af sósum verður að Búlluborgaranum víðfræga.
Austur Indíafélagið
Hverfisgata 56, 101 ReykjavíkÍ rúma tvo áratugi hafa gestir Austur-Indíafjelagsins notið ekta indversks matar í hlýlegu og notalegu umhverfi. Á tuttugasta afmælisárinu tók staðurinn algjörum stakkaskiptum m.a. með glæsilegum bar og rými fyrir einkasamkvæmi. Sem fyrr er það besta úr indverskri matargerð á boðstólum. Verið velkomin í stórglæsilegt Austur-Indíafjelag.
Hildibrand Hótel
Hafnarbraut 2, 740 NeskaupstaðurHildibrand Hotel er íbúðahótel í Neskaupstað þar sem gæði og þjónusta er í fyrirrúmi.
Hótelið státar af 15 íburðamiklum og rúmgóðum íbúðum sem taka hver 4-8 gesti og eru þær frá 55-110 fm2 af stærð og hótelið er opið allt árið. Allar íbúðir eru með sjávarútsýni og svölum. Hótelið er staðsett á besta stað í hjarta miðbæjarins á Norðfirði, alveg við sjávarsíðuna og með einstöku útsýni yfir Norðfjarðaflóan sem er frægur fyrir stillur og fjölskrúðugt líf. Hvalir eru algengir gestir í Norðfirði og verður þeirra oft vart fyrir utan hótelið.
Bókanir fara fram í síma 477-1950 eða á hildibrand@hildibrand.is
Veitingastaður Hildibrand þetta sumarið er Beituskúrinn sem er í göngufjarlægð frá hótelinu á Egilsbraut 26.
Gistiheimilið Stöng
Mývatnssveit, 660 MývatnGistiheimili á kyrrlátum stað með fallegu útsýni yfir fallegt vel gróið land. Þaðan er falleg gönguleið á Sandfell auk þess sem það vel staðsett til skoðunarferða í helstu náttúruperlur Þingeyjarsýslu og Mývatnssveitar. Veitingasalur með vínveitingaleyfi þar sem hægt er að fá allt frá morgunverði til þriggja rétta máltíða. Aðgangur er að heitum pottum.
Saffran
Dalvegur 4, 201 KópavogurSAFFRAN býður upp á heilsusamlegan, alþjóðlegan, ferskan og framandi mat sem kryddar sál þína og líkama. Við veljum að mestu íslenskt hráefni í matinn okkar en flytjum einnig inn okkar eigið saffran sem er að okkar mati það besta í heimi. Allt brauð er bakað á staðnum til þess að tryggja gæði og ferskleika. Þá bjóðum við einnig upp á svaladrykki, smúðinga, sósur og krydd til matargerðar.
Scandinavian Restaurant & Smurbrauð
Laugavegur 22a, 101 ReykjavíkÁ hverjum degi bjóðum við uppá rétti dagsins á afar hagstæðu verði.
Við bjóðum þig velkominn á vín og veitingastaðinn Scandinavian á Laugavegi 22a.
Þetta er “cozy” fjölskyldurekinn staður í hjarta miðborgarinnar. Við bjóðum uppá úrvals rétti sem tengja má Íslandi og hinum Norðurlöndunum sem og einstakra Evrópuþjóða.
Matreiddir á íslenskan hátt úr fyrsta flokks íslensku hráefni. Það er von okkar að þið eigið hjá okkur ánægjulega stund og njótið góðra veitinga í fallegu umhverfi. Fjölbreyttur matseðill á mjög hagstæðu verði.
Landhótel
Við Landveg (Road nr 26), 851 HellaVerið velkomin á Landhotel sem er staðsett í friðsælu umhverfi Landsveitar á Suðurlandi. Þegar þú nálgast hótelið tekur á móti þér töfrandi fjallasýn til austurs þar sem Hekla rís tignarlega í fjarska.
Þegar þú kemur inn á hótelið tekur á móti þér hlýtt og aðlaðandi andrúmsloft sem lætur þér strax líða vel. Hótelið er innréttað í notalegum Rustic stíl, með sambland af viðar- og steinveggjum og nútímalegum húsgögnum.
Herbergin eru rúmgóð og vel útbúin, með þægilegum rúmum, hágæða rúmfötum og öllum þeim þægindum sem þú þarft fyrir afslappandi dvöl. Öll herbergin eru einnig með setusvæði, þar sem þú getur notið töfrandi útsýnis til fjalla eða sveita.
Hótelið býður upp á úrval af afþreyingu til að hjálpa þér að slaka á og tengjast náttúrunni.
Í SPA-inu okkar eru tvær saunur, ein infrafauð og ein gufu sauna. Einnig erum við með heitan pott á frábærum útsýnisstað fyrir utan gufubaðsaðstöðu okkar. Gestir hafa einnig aðgang að líkamsrækt okkar og leikherbergi með billjard og pílu. Hér er svo sannarlega hægt að slaka á og njóta.
Fyrir þá sem vilja fara í ævintýragírinn þá getur hótelið skipulagt skoðunarferðir með leiðsögn um Landmannalaugar, Þórsmörk, Fjallabak Syðra og aðra ævintýralega staði.
Veitingastaður hótelsins býður upp á ljúffenga, staðbundna matargerð í notalegu og rómantísku umhverfi. Á matseðlinum er úrval rétta sem eru úr ferskum hráefnum úr heimabyggð og endurspeglar það sem fæst úr nánast umhverfi. Starfsfólk okkar er alltaf reiðubúið til að mæla með uppáhaldsréttunum sínum og drykkjum.
Við Landhótel eru tvær hleðslustöðvar fyrir rafbíla sem eru einungis ætlaðar fyrir gesti hótelsins.
Hvort sem þú ert að leita að notalegri gistingu, útivistarævintýri eða rómantísku fríi, þá er Landhótel fullkominn áfangastaður fyrir þig.
LYST - Lystigarðurinn
Eyrarlandsvegi 30, 600 AkureyriLYST er veitingastaður og menningarvettvangur staðsettur í hjarta Lystigarðsins á Akureyri. Best þekkt fyrir hádegismatseðilinn okkar þar sem fiskur & grænmeti eru í aðalhlutverki, og leggjum áherslu á að búa til bragðgóða rétti úr fersku, staðbundnu hráefni til að skapa hina fullkomnu hádegisupplifun. Njóttu dagsins með glasi af náttúruvíni eða hágæða handverkskaffi fyrir fullkomna heildarupplifun. Í fallegu umhverfi Lystigarðsins er LYST einnig einstakur vettvangur fyrir tónleika og aðra viðburði.
Bryggjan
Strandgata 49, 600 AkureyriFallegur veitingastaður staðsettur á Akureyri í einu elsta húsi bæjarins. Staðsett við höfnina með útsýni yfir sjóinn.
Upplifðu ævintýri fyrir bragðlaukana sem hefur verið vandlega skapað af yfirmatreiðslumeistara Sigurgeir Kristjánssyni og teyminu hans í einstökum veitingasal þar sem yfir þjóninn Pétur Jónsson hefur séð til hvers smáatriðis til að sjá til þess að þín upplifun verði fullkominn.
Kaffihúsið Hjáleigan Bustarfelli
Bustarfell, 690 VopnafjörðurKaffihúsið Hjáleigan er við Minjasafnið á Bustarfelli í Vopnafirði . Þar eru hægt að fá ljúffengar þjóðlegar kökur og aðrar veitingar.
Opnunartími: 10:00-17:00 alla daga frá 1. júní til 31. ágúst.
Saffran
Glæsibær - Álfheimar 74, 104 ReykjavíkSAFFRAN býður upp á heilsusamlegan, alþjóðlegan, ferskan og framandi mat sem kryddar sál þína og líkama. Við veljum að mestu íslenskt hráefni í matinn okkar en flytjum einnig inn okkar eigið saffran sem er að okkar mati það besta í heimi. Allt brauð er bakað á staðnum til þess að tryggja gæði og ferskleika. Þá bjóðum við einnig upp á svaladrykki, smúðinga, sósur og krydd til matargerðar.
Við hlökkum til að sjá þig.
Serrano
N1 Bíldshöfði 2, 110 ReykjavíkSerrano býður uppá ferskan og hollan mexíkóskan skyndibita.
Opnunartími
Mánudaga til föstudaga
10:00 – 23:15
Laugardaga
11:00-23:15
Sunnudaga
12:00 – 23:15
Verksmiðjan Restaurant
Glerártorg, 600 AkureyriVerksmiðjan Restaurant er veitingastaður með sérinngangi og nóg af bílastæðum á Glerártorgi á Akureyri. Staðurinn var hannaður og byggður upp frá grunni sem veitingastaður og ber hönnun þess merki en hann er á tveimur hæðum þar sem möguleiki er að sýna frá íþróttaviðburðum á fjölmörgum skjám á efri hæðinni á meðan neðri hæðin er skemmtileg með stórum gluggum og mikilli lofthæð og leikhorni fyrir börnin.
Verksmiðjan er vinaleg og fjölskylduvæn með 100 rétta matseðil þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi hvort sem þeir vilji pizzu, hamborgara, fisk, steik eða grænmetisrétti.
Staðurinn opnar 11:30 alla daga og er opinn til 21:30 á föstudögum og laugardögum og til 21:00 aðra daga.
Kynnið ykkur matseðilinn okkar á verksmidjanak.is og verið velkomin á Verksmiðjuna.
Hótel Breiðdalsvík
Sólvellir 14, 760 BreiðdalsvíkHótel Breiðdalsvík er staðsett á Breiðdalsvík, nánast við vegarbrún þjóðvegar eitt. Þar velja gestir úr 39 herbergjum af öllum stærðum með baði, sjónvarpi og síma.
Við bjóðum upp á úrvals ráðstefnu og veisluaðstöðu fyrir allt að 300 manns í sölum sem taka frá 30 - 300 manns í sæti. Á matseðli hótelsins má finna úrval þjóðlegra rétta. Njótið fagurs sjávarútsýnis, sem er rammað inn af klettum, hæðum og einum tignarlegustu fjöllum fjórðungsins. Breiðdalur er þekktur fyrir veðursæld og ýmsar gönguleiðir sem leiða þig á vit ævintýranna. Hægt er að veiða í 3 ám í dalnum og á eftir er tilvalið að njóta þess að fara í sauna og slappa af við arininn. Stutt er í góða sundlaug með heitum potti.
Travel East Iceland býður upp á úrval afþreyingar í nágrenni Breiðdalsvíkur.
Greifinn veitingahús
Glerárgata 20, 600 AkureyriVeitingahúsið Greifinn á Akureyri er án efa einn vinsælasti veitingastaður bæjarins. Boðið er upp á fjölbreyttan matseðil þar sem verðlagi er stillt í hóf. Greifinn er tilvalinn fyrir einstaklinga, fjölskyldur og hópa sem vilja gera sér glaðan dag yfir mat og drykk.
Markmið Greifans hefur frá upphafi verið að hafa fjölbreytni að leiðarljósi og reka blandaðan veitingastað sem höfðar til allra. Greifinn er byggður á amerískri hugmyndafræði þar sem hröð en jafnframt góð þjónusta er í fyrirrúmi. Þrátt fyrir þetta er lögð áhersla á fjölbreyttan matseðil sem endurnýjaður er reglulega. Á honum má meðal annars finna pizzur, steikur, fiskrétti, pastarétti og tex mex rétti ásamt ýmsum forréttum og eftirréttum. Einnig má finna á Greifanum mikið og gott úrval léttvína sem eru sérvalin af framreiðslumeistara hússins.
Greifinn er fjölskyldustaður af bestu gerð og kappkostar að þjóna sem fjölbreyttustum hópi viðskiptavina. Góð ímynd staðarins er þekkt af þeim fjölda ánægðra gesta sem hafa í gegnum tíðina notið þjónustu Greifans.
Einnig bíður greifinn upp á salarleigu sem er einkar hentug fyrir hverskonar hópa, hvort sem um er að ræða fundi eða veislur.
Grillstofan
Kaupvangsstræti 23, 600 AkureyriGrillstofan-Sportbar er staðsett í Gilinu á Akureyri, við sýnum hina ýmsu sport viðburði, erum með pool, pílu, fótboltaspil, karaoke-herbergi, og svo er hægt að fá sér eitthvað gott á grillinu líka.
Íslenski barinn
Ingólfsstræti 1a, 101 ReykjavíkÞann 22. janúar 2009 varð Íslenski barinn til, allavega sem hugmynd en skömmu síðar sem fullskapaður staður. Þetta var daginn sem táragasi var beitt á Austurvelli í búsáhaldabyltingunni. Hundruðir flúðu gasið og fengu aðhlynningu frá starfsfólki jafnt og gestum sem höfðu verið inni á staðnum þegar gashylkin sprungu fyrir utan. Þarna áttaði fólkið sig á hvað skipti máli, hve römm taugin er og hve gott var að hafa stuðning hvert af öðru.x Íslenski barinn hélt áfram að vera skjól skelfdri þjóð og staður til að ræða málin.
Ekkert varir að eilífu og svo fór að Íslenski barinn vék fyrir nýjum stað. Hann lagðist í híði í á annað ár en þá var það sem stofnandi Íslenska barsins rétti keflið til valkyrju sem áður starfaði þar. Úr varð að fyrrum veitingastjórinn, Veronika, tók stökkið og hóf annan kafla í sögu Íslenska barsins. Augljóslega má sjá að sál staðarins er sú sama en umgjörðin er betri á Ingólfsstræti. Á fyrsta degi, 2. mai 2014 mátti sjá kunnugleg andlit gesta frá gamla staðnum, fólkið sem þá hópaðist saman til að reyna að átta sig á erfiðum tímum. Það kemur nú til að plana framtíðina, viðra hugmyndir og hefja sókn.x
Það er okkur sönn ánægja að hafa þig með okkur inn í framtíðina, þú ert í góðum félagsskap. Ævintýri enn gerast!
Gistiheimilið Malarhorn
Grundargata 17, 520 DrangsnesÁ gistiheimilinu Malarhorni er boðið upp á að leigja hús með 4 svefnherbergjum og eldhúsi (hús nr. 2), tveggja manna herbergi með snyrtingu og sturtu í 10 herbergja húsi (hús nr. 1),
íbúð með aðgengi fyrir fatlaða, fjölskylduherbergi og lúxusherbergi, 27 fm hvort (hús nr. 3).
Veitingahúsið Malarkaffi er rekið á sama stað, auk þess sem boðið er upp á siglingar út í eyjuna Grímsey, þar sem hægt er að njóta fjölskrúðugs fuglalífs yfir sumartímann. Einnig er möguleiki á sjóstangveiði.
Viðeyjarstofa
Viðey , 104 ReykjavíkViðeyjarstofa er merkur og fallegur sögustaður. Húsið var upphaflega byggt sem embættisbústaður Skúla Magnússonar á árunum 1752-1755. Árið 1988 lauk umfangsmiklum endurbótum en yfirbragði hússins hefur verið haldið sem upprunalegustu. Í dag er rekið kaffihús og veitingarstaður í Viðeyjarstofu. Kaffihúsið er opið í tengslum við ferjusiglingar til Viðeyjar. Veitingarstaðurinn er opinn á völdum dögum vegna kvölddagskrárinnar Óður til friðar og jólahlaðborða. Viðeyjarstofu er einnig hægt að bóka fyrir stóra sem smáa hópa og þykir frábær kostur fyrir fundi, veislur og fjölbreyttar uppákomur.
Bara Ölstofa Lýðveldisins
Brákarbraut 3, 310 BorgarnesÖlstofan er lítil, fjölskyldurekin, fjölskylduvæn matkrá í Borgarnesi. Við sérhæfum okkur í íslenskum handverksbjórum og matargerð með mikilli ást, ásamt viðburðum og afþreyingu.
Húsið Kaffihús
Hrannargata 2, 400 ÍsafjörðurHúsið er staðsett í miðbæ Ísafjarðar og er það veitingastaður með alskyns mat, heimagerðar kökur með kaffinu og einnig bar á kvōldin.
Einnig erum við með lítinn sportbar í garðinum fyrir fótbolta og þess hattar.
Hótel Drangshlíð
Drangshlíð 1, Austur-Eyjafjöllum, Rang., 861 HvolsvöllurVinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Hótel Norðurljós
Aðalbraut 2, 675 RaufarhöfnHótel Norðurljós hefur verið hluti af sögu Raufarhafnar síðstliðin 40 ár. Það var byggt á árunum 1957-8, sem verbúð (síldarbraggi), til að hýsa síldarstelpur, sem komu til að salta á Óðinsplani. Þegar best lét bjuggu í húsinu allt að 200 manns. Síldin hvarf upp úr 1967 og þar með síldarstelpurnar, sem blunda enn í minningu heimamanna. Árið 1974 var Hótel Norðurljós opnað í sama húsi, fyrst rekið sem sumarhótel, en sl. 10 ár hefur það verið opið allt árið um kring.
Hótelið er staðsett við hafnarbakkann, þaðan sést yfir alla höfnina og yfir á Höfðann. Útsýnið er einstakt. Á Hótelinu eru 15 tveggja manna herbergi með böðum, góð setustofa, veitingasalur fyrir 80-90 manns og bar.
Þar eru 15 tveggja manna herbergi með böðum, góð setustofa, veitingasalur fyrir 80-90 manns og bar. Veitingasalurinn snýr að höfninni, framan við hann er pallur sem nær yfir hafnarbakkann, þar sem gestir geta setið úti við á góðviðrisdögum notið þeirrar fegurðar er auganu mætir.
Á matseðlinum er lögð mikil áhersla á fisk. Þar má finna silung, lax, ýsu, þorsk, kola, lúðu, steinbít og karfa auk annara fisktegunda. Einnig má sjá hvalkjöt, svartfugl, hreindýr og ýmislega villibráð úr náttúru Íslands. Auk þessa er lambakjötið alltaf í sérflokki. Hraðréttir af grilli og pizzur eru ætíð vinsælar máltíðir, en einn réttur hefur notið sérstakrar vinsældar, en það er Skinnalónsborgarinn.
Umhverfi Raufarhafnar býður upp á marga möguleika til útiveru. Melrakkasléttan ein og sér er heilt ævintýri fyrir þá sem unna fallegri náttúru. Strandlengjan er vogskorin, þar sem skiptist á stórgrýtt annnes og sendnar víkur, sjávarlón og tjarnir. Þar er ekki þverfótað fyrir reka. Inni á Sléttunni eru nokkrir tugir vatna, sem flest eru iðandi af fiski. Fuglalíf er eitthvað það fjölskrúðugasta sem gerist á Íslandi. Gróður er mikill."
Þú finnur okkur á Facebook hér
Þá erum við á booking.com og hægt er að fá frekari upplýsingar um okkur og bókanir hér
Húsafell Bistró
Húsafell, 320 Reykholt í BorgarfirðiHúsafell Bistro er staðsett milli hrauns og jökla og er opið daglega árið um kring. Ýmsir girnilegir réttir eru á boðstólum.
Í júní, júlí og ágúst er opið frá kl. 11:30 til 17:00 og 18:00-21:00. Við bjóðum upp á hádegisverðarhlaðborð sem er tilvalið fyrir dagsferðalanginn sem er að fara í skoðunarferðir.
Verslunin í húsnæði Húsafells Bistró er opin frá kl 11:30 til kl. 21:00 í júní, júlí og ágúst, en yfir vetrartímann, á laugardögum frá kl 11:30-17:00.
North restaurant
Hafnarstræti 67, 600 AkureyriÁ North er lögð áhersla á staðbundið og árstíðarbundið hráefni í formi smakkseðils.
Aldan Hotel & Restaurant
Norðurgata 2, 710 SeyðisfjörðurHótel Aldan býður upp á gistingu í þremur sögulegum húsum á Seyðisfirði. Hvert herbergi er innréttað með sínum eigin karakter og sjarma.
Auk hótelherbergja bjóðum við upp á skammtímaleigu á tveimur notalegum íbúðum í gamla hluta bæjarins.
Bjóðum uppá æðisleg sumartilboð í gistingu á heimasíðunni okkar. Hundar eru leyfðir í völdum herbergjum og íbúðunum.
Ítalía
Frakkastígur 8b, 101 ReykjavíkVeitingahúsið Ítalía er staðsett í hjarta borgarinnar, að Laugavegi 11. Staðurinn hefur frá árinu 1991 verið í eigu og rekstri þeirra Tino og Fabio sem báðir hafa langa reynslu í veitingarekstri frá heimalandi sínu, Ítalíu. Eins og nafnið bendir til sérhæfir Veitingahúsið Ítalía sig í ítalskri matargerð. Við leggjum mikla áherslu á ferskt og gott hráefni. Á matseðlinum er að finna úrval ítalskra rétta, allt frá forréttum til fisk- og kjötrétta, við leggjum mikla áherslu á pastarétti og pizzurnar hjá okkur eru eldbakaðar.
Aðalveitingasalurinn á 1. hæð tekur um 70 manns. Þar er hlýlegt og notalegt ítalskt andrúmsloft og heyra má ítölsku hljóma úr eldhúsinu. Á 2. hæð er lítill salur og einnig setustofa þar sem notalegt er að fá sér drykk meðan beðið er eftir borði eða að máltíð lokinni. Allar upplýsingar á vefsíðunni eru með fyrirvara um ófyrirsjáanlegar breytingar.
KFC - Kentucky Fried Chicken
Þjóðhildarstígur 1, 113 ReykjavíkFyrsti KFC-staðurinn á Íslandi var opnaður í Hafnarfirði í október 1980, þannig að sagan spannar nú yfir 30 ár. Staðirnir eru 8 alls; í Hafnarfirði, Kópavogi, Reykjavík,
Selfossi, Reykjanesbæ og Mosfellsbæ.
Í gegnum tíðina hafa staðirnir tekið á móti fallegu og frábæru fólki. Við höfum heyrt fólk hlæja, eiga góðar stundir og fundi við vini og samstarfsfélaga. Við kunnum að meta
hverja einustu mínútu og þess vegna höfum við raðað saman myndum af frábærum stundum á KFC.
Hlemmur Mathöll
Laugavegur 107, 105 ReykjavíkFYRSTA STOPP FYRIR SÆLKERA
Hlemmur - Mathöll sækir innblástur í hinar rómuðu evrópsku mathallir. Hlemmur hefur gengið í endurnýjun lífdaga sem lifandi Mathöll. Þar koma saman tíu metnaðarfullir kaupmenn og reiða fram mat og drykk af bestu sort í miðborg Reykjavíkur.
Shake&Pizza
Egilshöll, 112 ReykjavíkShake & Pizza er eins og nafnið gefur til kynna pizzastaður sem sérhæfir sig í pizzum og shake-um. Við erum að tala einstakt úrval mjólkurhristinga sem ögra öllum viðmiðum og útpældar og vandaðar pizzur úr hágæðahráefni. Við eigum til að mynd fjórðu bestu pizzu í heimi sem heitir "Beikonsultupizzan"! 🍕
Þú einfaldlega verður að smakka!
Þú getur borðað á staðnum, eða tekið með þér heim í take away.
Opnunartími:
Mánudaga - miðvikudaga 16-21
Fimmtudaga og föstudaga 16-22
Laugardaga 11:30-22
Sunnudaga 11:30-21
Hótel Capitano
Hafnarbraut 50, 740 NeskaupstaðurHótel Capitano er lítið og hlýlegt hótel í nýlega endurgerðu aldargömlu húsi í Neskaupstað, hið næsta sjávarsíðunni. Hótelið -annað tveggja 3ja stjörnu hótela á Austurlandi - er rekið af fyrrum skipstjóra í þessum mesta fiskveiðibæ Íslands. Þegar færi gefst er unnt að slást í för með honum í strandveiði af bryggjunni.
Hótel Capitano býður 10 vel búin herbergi og veitingar í sal með sjávarsýn. Hið næsta hótelinu má komast í sundlaug, heita potta og líkamsrækt. Neskaupsstaður hefur flest að bjóða sem finna má í íslensku þéttbýli og freistandi gönguleiðir til helstu átta.
Energia
Smáralind, 201 KópavogurEnergia var opnað árið 2001 í Smáralind og var fyrst eingöngu með létta brauðrétti, skyrdrykki og ferska safa, en hefur síðan verið að þróa matseðilinn og er í dag með algjörlega sína línu í mat, við förum svona milliveginn í hollustinni, notum t.d. ekki majones og djúpsteikjum ekki, allur matur er eldaður eftir pöntun og allt hráefni haft sem ferskast, við notum t.d. eingöngu kjúklinabringur í alla okkar rétti m/kjúklingi, og við erum ekki með neitt rautt kjöt.
Við leggjum áherslu á kjúklingasalötin okkar sem eru geysivinsæl, en allir okkar réttir hafa náð töluverðum vinsældum. Núverandi eigendur tóku við staðnum í ársbyrjun 2006 og hafa náð að skapa sér enn frekari sérstöðu í Smáralind með einstöku andrúmslofti, enda fáum við að heyra það oft á dag hvað fólk er ánægt með okkur (smá mont) Við eigendurnir erum oftast á staðnum til að fylgjast með að allt sé eins og það á að vera.
Hægt er að panta í gegnum síma og sækja matinn til að taka með.
Síminn er 577 7077. Vekjum athygli á því að á háannatímum þá svörum við ekki í símann og er þá betra að koma á staðinn til að panta.
Mathús Garðabæjar
Garðatorg 4B, 210 GarðabærGlæsilegur veitingastaður í hjarta Garðabæjar.
Góður matur, falleg hönnun og hlýlegt viðmót.
Mathús Garðabæjar er fjölskylduvænn veitingastaður sem býður upp á vandaðan mat, sem matreiddur er úr fyrsta flokks hráefni. Matseðillinn er fjölbreyttur og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Bjargarsteinn Mathús
Sólvellir 15, 350 GrundarfjörðurBjargarsteinn er huggulegt, hæglætis-mathús. Mat- og drykkjarseðlar breytast örlítið eftir árstíðum og kenjum vertanna en áhersla er lögð á matreiðslu frá grunni. Leitast er eftir að vinna með hráefni úr héraði og skemmtilega nýsköpun.
Matreiðslumenn hússins eru Gunnar Garðarsson og Miroslav Honek.
Hótel Flókalundur
Vatnsfirði, 451 PatreksfjörðurHótel Flókalundur er lítið fjölskyldurekið sumarhótel í Vatnsfirði á sunnanverðum Vestfjörðum, um það bil 6 km frá Brjánslæk þar sem ferjan Baldur kemur að landi. Hótelið er miðsvæðis á Vestfjörðum og stutt í margar af helstu náttúruperlum landsfjórðungsins.
Vatnsfjörður er friðland og þekktur fyrir náttúrufegurð og fjölbreytt lífríki. Þar er mikil veðursæld og því gaman að njóta útiveru í gróðurríkum firðinum.
Sendu okkur tölvupóst til að fá nánari upplýsingar.
Hótel Flókalundur er opinn frá 20. maí - 15. september
Gisting
Hótel Flókalundur er heimilislegt sveitahótel með 27 notalegum eins og tveggja manna herbergjum. Öll herbergin eru með sér baði (wc/sturta), auk þess sem rúmgóð setustofa með sjónvarpi er á hótelinu. Hjólastólaaðgengi er í tveimur af herbergjunum.
Veitingar
Veitingasalur er opinn frá 7:30 til 23:00. Morgunverðarhlaðborð er frá 7:30 til 10:00 og í hádegi er boðið upp á rétt dagsins ásamt smáréttaseðli sem hægt er að panta af allan daginn. Hægt er að fá mat af kvöldverðarmatseðli og smáréttaseðli til 21:00. Barinn er opinn til 23:00.
Bensínstöð
Hægt er að kaupa eldsneyti af sjálfsala.
Tjaldsvæði
Tjaldsvæði er stutt frá hótelinu þar er góð aðstaða fyrir tjöld, tjaldvagna og fellihýsi. Hægt er að komast í rafmagn og í þjónustuhúsi eru salerni, vatn, sturtur og aðstaða fyrir uppvask.
Lemon
Hjallahraun 13, 220 HafnarfjörðurLemon býður upp á ferskustu djúsa landsins & sælkerasamlokur en þú getur auðvitað líka fengið hollan og góðan hafragraut, ljúffeng salöt, gríska jógúrt, ávexti í boxi ofl.
Ferskasta hráefnið hverju sinni. Það er mantran okkar hjá Lemon og við víkjum aldrei frá henni.
Metro
Suðurlandsbraut 56, 108 ReykjavíkMetro fjölskylduveitingastaðirnir bjóða upp á fjölbreyttan matseðil fyrir alla fjölskylduna.
Hollustueiður Metro
Hollustueiður Metro stendur fyrir úrvali af heilsusamlegum réttum fyrir alla fjölskylduna.
Brakandi salat, léttari sósur, grillaður kjúklingur, grófara brauð og ekkert samviskubit.
Eitthvað fyrir alla – Betr’ á Metro.
Old Iceland Restaurant
Laugavegur 72, 101 ReykjavíkFjölskyldurekinn veitingastaður í hjarta Reykjavíkur. Við leggjum metnað okkar í að bjóða upp á vinalegt andrúmsloft og góðan staðbundinn mat. Megináhersla okkar er ferskur íslenskur fiskur og kjöt. Við notum kryddjurtir sem vaxa villtar á Íslandi og útkoman er einstök.
Canopy by Hilton Reykjavik City Centre
Smiðjustígur 4, 101 ReykjavíkCanopy Reykjavík er staðsett í hjarta miðbæjarins og sameinar fallega hönnun, öðruvísi listaverk og öll helstu þægindi hótels.
Spaðinn Pizza
Dalvegur 32b, 200 KópavogurÁstríða fyrir góðum mat á sanngjörnu verði er drifkrafturinn og kveikjan á bak við hugmyndina af Spaðanum.
Slagorð Spaðans er Mikið fyrir lítið.
Spaðinn er fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á hágæða pizzum og meðlæti, sem viðskiptavinir sækja. Sérstaða Spaðans liggur annarsvegar í frábærum gæðum, en ekki síður í verði sem sannarlega kemur á óvart.
Íslenska Flatbakan
Bæjarlind 2, 201 KópavogurÍslenska Flatbakan er ferskur pizzastaður sem býður upp á eldbakaðar bökur, skemmtilega eftirrétti og gott andrúmsloft. Staðurinn hentar fjölskyldum, vinum og félögum sem vilja setjast niður í glæsilegan sal eða taka með sér heim.
Golfklúbbur Öndverðarness
Öndverðarnes, 805 SelfossNafn golfvallar: Öndverðarnesvöllur
Holufjöldi: 18
Par: 70
Veitingastaður á svæðinu.
Bautinn
Hafnarstræti 92, 600 AkureyriBautinn er í einu elsta og virðulegasta húsi bæjarins, byggt 1902. Við leggjum áherslu á góðan mat á sanngjörnu verði. Opið daglega frá 11:00.
KFC - Kentucky Fried Chicken
Krossmói 2, 260 ReykjanesbærFyrsti KFC-staðurinn á Íslandi var opnaður í Hafnarfirði í október 1980, þannig að sagan spannar nú yfir 30 ár. Staðirnir eru 8 alls; í Hafnarfirði, Kópavogi, Reykjavík,
Selfossi, Reykjanesbæ og Mosfellsbæ.
Í gegnum tíðina hafa staðirnir tekið á móti fallegu og frábæru fólki. Við höfum heyrt fólk hlæja, eiga góðar stundir og fundi við vini og samstarfsfélaga. Við kunnum að meta
hverja einustu mínútu og þess vegna höfum við raðað saman myndum af frábærum stundum á KFC.
Take Off Bistro
Keilisbraut 762, 235 ReykjanesbærTake Off Bistro er nýr huggulegur veitingastaður á Konvin hótelinu á Ásbrú. Lagður er metnaður í einfaldan og vandaðann matseðil bæði í hádeginu og á kvöldin.
Matseðilinn, tilboð og upplýsingar má finna inn á heimasíðu staðarins og samfélagsmiðlum.
Happy hour er daglega.
Hægt er að bóka borð með því að hafa samband í gegnum miðla staðarins eða á Dineout appinu.
Mjólkurbúið Mathöll
Brúarstræti 2, 800 SelfossMjólkurbúið á Selfossi er sannkallað matarmenningarhús. Mathöll með 8 veitingastöðum, , vínbar og sýning um sögu skyrs.
Veitingastaðirnir eru: Samúelsson Matbar, Ísey Skyr Bar, Röstí Burgers & Beer, Romano Pasta, Takkó, Menam Thai Food, Menam Dim Sum og Flatey.
Fisherman Hótel
Aðalgata 14, 430 SuðureyriFisherman er ferðaþjónn á Suðureyri sem hefur m.a. 18 herbergi í boði fyrir gesti sem vilja upplifa sjávarþorpið Suðureyri og Vestfirði í heild sinni. Við höfum bæði herbergi með sameiginlegu baðherbergi og einnig herbergi með sér baðherbergi. Öll herbergi og veitingarými eru reyklaus og því miður getum við ekki leyft dýrum að koma með að tillitsemi við aðra gesti. Tengsl ferðaþjónustu og atvinnulífs í litlu vistvænu sjávarþorpi hefur notið vinsælda meðal okkar gesta. Hægt er að heimsækja þorskinn í lóninu, skella sér á sjóinn sem háseti á línubát, heimsækja fiskvinnsluna á staðnum eða fara í matarferð með leiðsögn um vistvænt sjávarþorpið. Við erum stolt af því að vera ferðaþjónar í sjávarþorpinu Suðureyri og okkur langar að hjálpa þér að upplifa Sjávarþorpið Suðureyri. Skoðaðu úrvalið af gistingu á heimasíðunni okkar.
Magma Hotel
Tunga, 880 KirkjubæjarklausturMagma Hotel og Bistro 1783 er staðsett í Landbroti, um 3 kílómetra frá Kirkjubæjarklaustri. Við bjóðum upp á 25 rúmgóð herbergi í nútímalegum stíl. Útsýnið frá herbergjunum er magnað, þar sem horft er yfir stórbrotið umhverfi í kringum hótelið: vatn, hraun, fjöll og jökla.
Hótelið tók á móti sínum fyrstu gestum sumarið 2017 og hefur fengið gríðarlega góð viðbrögð. Það er óhætt að segja að Magma Hotel sé á topp 10 yfir bestu hótel Íslands, sé tekið mið af endurgjöfum viðskiptavina á TripAdvisor og Booking.com.
Veitingastaður Magma Hótels, Bistro 1783 er skírður eftir árinu er gosið í Lakagígum hófst. Útsýnið frá veitingastaðnum er einstakt og höfum við lagt áherslu á að skapa þægilega og afslappaða stemmningu. Matseðillinn er ekki stór en við mætum þörfum allra með sveigjanleika og þjónustulund. Það sem við bjóðum upp á er gert úr fersku gæðahráefni og lögð er áhersla á að sem mest komi frá nærumhverfi hótelsins.
Finndu okkur á Facebook hér
Finndu okkur á Instagram hér
Finndu okkur á TripAdvisor hér
GPS: 63.7847° N, 18.0150° W
Glóð restaurant
Skógarlönd 3, 700 EgilsstaðirNýr og glæsilegur veitingastaður staðsettur í Hótel Valaskjálf. Matseðillinn er undir sterkum áhrifum frá löndunum við Miðjarðarhafið. Pasta-, fisk- og kjötréttir ásamt ekta ítölskum pizzum, eldbökuðum í handgerðum eldofni frá Róm.
Að sjálfsögðu eru pizzurnar gerðar af sönnum ítölskum pizzaiolo og eingöngu úr ítölskum hráefnum. Opnunartími er 18:00 – 22:00.
Borðapantanir í síma 471-1600
Hálendismiðstöðin Hrauneyjar
Sprengisandur F26, 851 HellaHálendið, nær en þú heldur.
Hálendismiðstöðin á Hrauneyjum er síðasti áningarstaður áður en haldið er inn á hálendi Íslands. Hrauneyjar er í nálægð við margar af sérstæðustu náttúruperlum landsins, þ.á.m. Landmannalaugar, Þjórsárdal, Heklu, Sprengisand, Veiðivötn og Fjallabak. Óspillt náttúran og friðsældin lætur engan ósnortinn sem þangað leitar.
Hótelið er opið allt árið með 48 notaleg herbergi, kærkominn veitingastaður með heimaelduðum mat, bar, lítil verslun, veiðileyfi og eldsneyti á bílinn.
Lava restaurant, Bláa lóninu
Svartsengi, 240 GrindavíkÁ LAVA helst einstakt íslenskt umhverfi og matur sem byggir á hreinu íslensku hráefni í hendur og veita einstaka íslenska upplifun. Ferskt sjávarfang og íslenskt lambakjöt setja svip sinn á matseðilinn. Nálægð við Grindavík tryggir aðgang að fersku sjávarfangi á degi hverjum.
LAVA er byggður inn í hraunið sem umlykur Bláa Lónið. Einn veggur staðarins er náttúrulegur steinveggur en hinir eru háir glerveggir með útsýni yfir lónið.
Burger-inn ehf
Flatahraun 5a, 220 HafnarfjörðurVeitingastaður í Hafnarfirði með áherslu á framúrskarandi gæði.
MiniGarðurinn
Skútuvogur 2, 104 ReykjavíkMiniGarðurinn 1900m2 staður með tvo minigolfvelli, veitingastað, sportbar og bar.
- Tveir 9 holu minigolf vellir sem eiga sér enga hliðstæðu á Íslandi.
- 350 manna veitingastaður sem leggur áherslu á spennandi og bragðgóðan mat.
- 150 manna sportbar með nýjustu tækni í hljóði og mynd.
MiniGarðurinn mun taka á móti fjölskyldufólki, barnaafmælum, hópefli
fyrirtækja,vinahópum og saumaklúbbum.
Lifandi DJ‘ar verða á fimmtudags-, föstudags- og laugardagskvöldum.
Mini golf mót, HappyHour og uppákomur.
MiniGarðurinn er staðsettur í Skútuvogi 2, þar sem gamla Vodafone var til húsa.
Seljaland ferðaþjónusta
Seljaland í Hörðudal, 371 BúðardalurSeljaland er friðsæll bóndabær við enda Hörðudalsvegar eystri 581. Það þarf að panta gistingu og mat með fyrirvara í síma 894 2194 eða niels@seljaland.is.
Við bjóðum upp á gistingu í gamla Seljalandshúsinu. Þar eru 3 svefnherbergi, eldhús, stofa og baðherbergi. Húsið er leigt út í einu lagi.
Það eru tvö stór herbergi í skála með sér baðherbergi, þar er hjónarúm og auka rúm. Það er 25 manna veitingasalur í skála sem er rekin af matreiðslumeistara og með vínveitingaleyfi.
Það er gisting í 3 smáhýsum sem deila með sér baðhúsi. Smáhýsin eru bara í boði á sumrin. Á sumrin erum við með aðstöðu fyrir hópa, svo sem ættarmót. Gott aðgengi fyrir húsbíla, tjaldvagna, fellihýsi og tjöld. Grillaðstaða og aðgengi að hlöðu.
Einnig erum við með til leigu nýtt 113 fermetra hús með heitum potti, Kornmúli. Það eru þrjú svefnherbergi í húsinu. Hver herbergi hefur sér baðherbergi. Það er opið rými sem er eldhús, borðstofa og stofa. Stór og mikill pallur vestan og sunnan við húsið í kringum heita pottinn.
Það er hægt að skoða fleiri myndir á heimasíðu Seljalands www.seljaland.is
American Style
Bíldshöfði 14, 110 ReykjavíkThe Hill Hotel
Vesturbrún 1, 845 FlúðirVerið velkomin á The Hill Hotel á Flúðum, heillandi 3 stjörnu hótel staðsett á Suðurlandi. Tæplega tveir tímar frá Reykjavík og flugvellinum. Hótelið okkar býður upp á fullkomna blöndu af aðgengi og kyrrlátu sveitalífi. Aðalbyggingin okkar býður upp á 32 herbergi á jarðhæð með svölum, en hið síðarnefnda gefur beinan aðgang að heitu pottunum. Fyrir fjölskyldur bjóðum við upp á 11 herbergi og 5 herbergi með sameiginlegri aðstöðu sem ódýran valkost. Ævintýraleitendur elska nálægð okkar við náttúruundur Íslands, þar á meðal Langjökul, jarðhitalaugar og Gullna hringinn. Njóttu afþreyingar eins og flúðasiglingu, fiskveiða, hestaferða, vélsleðaferða, snorkl og slakaðu á í heitu pottunum okkar á meðan þú horfir á norðurljósin á veturna. Þetta er allt hluti af upplifuninni!
Við leggjum metnað okkar í að bjóða upp á ferskum, staðbundnum afurðum, sem tryggir yndislega matreiðsluupplifun. Hvort sem þú ert hér í sólóævintýri, fjölskyldufríi eða hópferð, lofar The Hill Hotel notalegri, eftirminnilegri dvöl í hjarta hins töfrandi landslags Íslands.
Vertu með á The Hill Hótel á Flúðum, þar sem hver dvöl lofar að vera óvenjulegt ferðalag.
Hamborgarabúlla Tómasar
Reykjavíkurvegur 62, 220 HafnarfjörðurÞað hafa fáir jafn mikið vit og áhuga á hamborgurum eins og Tómas Tómasson, betur þekktur sem Tommi í Tommaborgurum. Hann hefur fylgt sínu heilræði alla tíð “einn hamborgari á dag kemur skapinu í lag” og mælir með að allir geri slíkt hið sama.
Í sparifötum eða vinnugallanum? Það skiptir ekki máli, allir eru velkomnir á Búlluna. Staðir Hamborgarabúllunnar eru innréttaðir á afslappaðan hátt, starfsmenn staðanna leggja áherslu á vinalega þjónustu og vilja þeir að öllum líði vel inni á Búllunni.
Við sérhæfum okkur í hamborgurum sem eru einfaldir en á sama tíma ómótstæðilega bragðgóðir úr besta fáanlega hráefni. Sérvalið hágæða nautakjöt, grillað yfir eldi, nýbakað brauð ásamt fersku grænmeti og hárréttri blöndu af sósum verður að Búlluborgaranum víðfræga.
Naustið
Ásgarðsvegur 1, 640 HúsavíkLe KocK & DEIG
Tryggvagata 14, 101 ReykjavíkEigið og rekið af 3 matreiðslumönnum. Við eldum mat sem okkur finnst gaman að borða. Ekkert bætt kjaftæði.
Hótel Sandafell
Hafnarstræti 7, 470 ÞingeyriGisting, morgunverður og veitingasala í hjarta Þingeyrar í ægifögru umhverfi Dýrafjarðar.
Fallegar gönguleiðir allt í kring og fjölbreytt afþreying. Þingeyri er í þægilegu akstursfæri við margar af helstu náttúruperlum Vestfjarða.
Fosshótel Húsavík
Ketilsbraut 22, 640 Húsavík
Fosshotel Húsavík er vinalegt og vel útbúið hótel í hjarta Húsavíkur og í göngufæri við höfnina. Húsavík er sannkölluð hvalaskoðunarmiðstöð Íslands, en hvalir og hafið setja svip sinn á innréttingar í hluta hússins. Á hótelinu er að finna veitingastaðinn og barinn Moby Dick, ásamt 6 ráðstefnu- og veislusölum fyrir allt að 350 manns.
- 63 standard herbergi
- 47 deluxe herbergi
- Morgunverður í boði
- Samtengd fjölskylduherbergi
- Veitingahús og bar
- Fundaraðstaða
- Ókeypis þráðlaust net
- Veitingastaðurinn Moby Dick
- Hleðslustöð
Hluti af Íslandshótelum.
Kerlingarfjöll Hálendismiðstöð
Kjölur 35,Kerlingarfjöll eru ein af náttúruperlum hálendisins. Þar fara saman stórkostlegt landslag, fjölbreytt og fróðleg jarðfræði og síðast en ekki síst samspil jökla og jarðhita, gróðurs og gróðurleysis og ótrúleg litadýrð. Af hæstu tindum er mjög víðsýnt og sér þaðan til sjávar bæði til norðurs og suðurs. Bjartur og fallegur dagur í Kerlingarfjöllum er mörgum ógleymanleg upplifun.
Hálendismiðstöðin í Kerlingarfjöllum er staðsett í dalnum Ásgarður í norðanverðum Kerlingarfjallaklasanum, þar er boðið upp á gistingu fjallaskálum, á staðnum er tjaldstæði og þar eru veitingar seldar.
Krisp veitingastaður
Eyrarvegur 8, 800 SelfossKrisp er nýleg viðbót við veitingaflóruna á Selfossi. Krisp er í eigu Sigurðar Ágústssonar, fyrrum meðlims íslenska landliðsins, og konu hans Birtu Jónsdóttir. Vel þess virði að kíkja við.
Ölverk Pizza & Brugghús
Breiðamörk 2, 810 HveragerðiÁ Ölverk hafa tveir hlutir verið fullkomnaðir, handverksbjór úr okkar eigin brugghúsi og eldbakaðar pizzur úr deigi sem útbúið er á staðnum daglega. Ölverk er staðsett í Hveragerði, í 35 mínútum aksturfjarlægð frá Reykjavík . Á bak við hugmyndina að Ölverk liggur einlægur áhugi á eldbökuðum handverkspizzum og bruggun á vönduðum bjórum. Á stuttum tíma hefur Ölverk náð að skapa sér gott orðspor enda afar sérstætt og merkilegt á heimsvísu fyrir brugghús sem Ölverk að nýta jarðhitaorku í framleiðsluferli bjórsins.
Í boði eru skemmtilegar bjórkynningar sem eru tilvaldar fyrir allar smærri eða stærra hvata-, og hópeflisferðir. Í kynningunum er stiklað á bjórsögu Íslands, jarðhitavirkni Hengil svæðisins og nýtingu þeirrar orkuauðlinda hér á Íslandi. Aðaláherslan liggur svo í skemmtilegri og fræðandi frásögn um einstakt bjórframleiðsluferli Ölverks og fá gestir að smakka á fjórum bjórtegundum á meðan kynningu stendur. Hefðbundin bjórkynning varir í 30 til 40 mínútur og bókast á olverk@olverk.is.
Á matseðli Ölverks er að finna afar fjölbreytt úrval af forréttum, salötum og eldbökuðum pizzum við allra hæfi.
Á Ölverk eru átta bjórkranar með síbreytilegum bjórtegundum framleiddum á staðnum en einnig er gott úrval af vörum frá öðrum íslenskum áfengisframleiðendum. Á matseðli Ölverks er að finna afar fjölbreytt úrval af forréttum, salötum og eldbökuðum pizzum við allra hæfi.
Frá stofnun Ölverk vorið 2017 hefur Ölverk framleitt sínar eigin sterku sósur eða ´hot sauce´ og notað við framleiðslu á þeim chili sem ræktaður er af þeirra eiginn chili-bónda í gróðurhúsi sem er upphitað með jarðgufu. Þessa sterku en bragðgóðu sósu, sem nú eru fáanlegar í öllum betri verslunum, ganga undir nafninu Eldtungur og eru orðnar fjórar talsins.
Local
Hagasmári 1 - Smáralind, 201 KópavogurMarkmið Local er að bjóða hollan og ferskan skyndibita á sanngjörnu verði. Við leggjum mikla áherslu á skjóta og góða þjónustu og bjóðum upp á fyrsta flokks hráefni á hverjum degi.
Verið velkomin.
Halldórskaffi
Víkurbraut 28, 870 VíkHalldórskaffi er notalegur veitingastaður í Vík í Mýrdal í húsi Brydebúðar. Veitingastaðurinn er nefndur eftir Halldóri Jónssyni kaupmanni og má því segja að gamall og góður andi sé í húsinu.
Í boði er fjölbreyttur matseðill við allra hæfi. Súpa dagsins með heimalöguðu brauði, smáréttir, salöt, réttir unga fólksins og fleira gómsætt með afurðum úr heimahéraði. Kaffið er ljúffengt og kökurnar okkar eru heimabakaðar og ísinn úr sveitinni. Við leggjum áherslu á gott íslenskt hráefni, notalegt umhverfi og lipra þjónustu. Gestir okkar geta bæði setið inni og úti, ef veður leyfir, og notið þess að fylgjast með mannlífi í elsta hluta þorpsins.
Halldórskaffi er opið alla daga á sumrin frá kl 11:00 – 23:00. Frá höfuðborginni Reykjavík til Víkur í Mýrdal eru aðeins um 180 km.
Hótel Reykjavík Centrum
Aðalstræti 16, 101 ReykjavíkHótel Reykjavík Centrum er fyrsta flokks hótel í hjarta borgarinnar. Á hótelinu fá töfrar liðinna tíma að skína í gegn, enda er það staðsett við eina af elstu götum borgarinnar, Aðalstræti. Hótelið er byggt á gömlum grunni og elsti hluti hússins var byggður árið 1764.
Á hótelinu eru 89 herbergi með öllum helstu þægindum.
- Morgunverður í boði
- Bar & Café
- Fundaraðstaða
- Ókeypis þráðlaust net
- Lyfta
Hluti af Íslandshótelum.
Serrano
Kringlunni 4-12 , 103 ReykjavíkSerrano býður uppá ferskan og hollan mexíkóskan skyndibita.
Opnunartími
Mánudaga til laugardaga
11:00 – 20:00
Sunnudaga
12:00 – 20:00
Spaðinn Pizza
Fjarðargata 11, 220 HafnarfjörðurÁstríða fyrir góðum mat á sanngjörnu verði er drifkrafturinn og kveikjan á bak við hugmyndina af Spaðanum.
Slagorð Spaðans er Mikið fyrir lítið.
Spaðinn er fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á hágæða pizzum og meðlæti, sem viðskiptavinir sækja. Sérstaða Spaðans liggur annarsvegar í frábærum gæðum, en ekki síður í verði sem sannarlega kemur á óvart.
Landnámssetur Íslands
Brákarbraut 13-15, 310 BorgarnesÍ Landnámssetrinu er sögð saga Landnámsins og söguþráður Egilssögu rakinn. Gesturinn er leiddur áfram með hljóðleiðsögn sem hægt er að fá á 15 tungumálum auk leiðsagnar á íslensku sem sérstaklega er sniðin fyrir börn frá allt að fjögurra ára aldri. Sýningarnar eru um margt ólíkar en eiga það sameinginlegt að vera einstaklega skemmtileg viðbót við frásögnina í hljóðleiðsögninni.
KFC - Kentucky Fried Chicken
Austurvegur 46, 800 SelfossFyrsti KFC-staðurinn á Íslandi var opnaður í Hafnarfirði í október 1980, þannig að sagan spannar nú yfir 30 ár. Staðirnir eru 8 alls; í Hafnarfirði, Kópavogi, Reykjavík,
Selfossi, Reykjanesbæ og Mosfellsbæ.
Í gegnum tíðina hafa staðirnir tekið á móti fallegu og frábæru fólki. Við höfum heyrt fólk hlæja, eiga góðar stundir og fundi við vini og samstarfsfélaga. Við kunnum að meta
hverja einustu mínútu og þess vegna höfum við raðað saman myndum af frábærum stundum á KFC.
Eldstó Art Café Restaurant
Austurvegur 2, 860 HvolsvöllurEldstó Art Café Restaurant er listrænt kaffihús þar sem að bollinn sem þú drekkur úr er handgerður á staðnum.
Í Eldstó Café er boðið upp á handgerða kaffidrykki, frábærar kökur, smárétti, kjöt- og fiskrétti, sem og eitthvað ljúfengt fyrir grænmetisætur.
Eldstó Art Gallery er rekið af listahjónunum Þór Sveinssyni, leirkerasmiði og G.Helgu Ingadóttur söng-og leirlistakonu, sem og listmálara. Þau skapa nytjalist, sem að fátíð er á Íslandi í þeirri mynd sem að sést í Eldstó. Hægt að upplifa listina á staðum, í góðum kaffibolla. "Eldfjallaglerungar" unnir úr Hekluvikri, Búðardalsleir og öðum eldfjallaefnum eru á hlutunum í Eldstó. Á Skjánum í Eldstó má sjá myndbönd sem að sýna þau hjónin við vinnu sína. Íslensk hönnun, íslenskt handverk, það er það sem þú færð í Eldstó Art Gallery.
Verbúðin 66 Restaurant
Sjávargata 2, 630 HríseyVeitingastaðurinn er staðsettur í nálægð við höfnina. Opið er alla daga yfir sumartímann. Utan sumartíma er opið um helgar og fyrir hópa eftir samkomulagi. Boðið er upp á ýmsa fiskirétti, súpu dagsins, hamborgara, kökur og kaffi. Í matreiðsluna er nýtt hráefni úr Hrísey og nágrenni.
Opnunartími í sumar:
Frá 1. júní er opið alla daga frá 12:00-21:00. Eldhúsið er opið til 20:30
Eiriksson Brasserie
Laugavegur 77, 101 ReykjavíkEIRIKSSON BRASSERIE er veitingastaður í miðborg Reykjavíkur, í endurhönnuðu húsnæði sem flestir landsmenn þekkja vel – fyrrum Landsbanka Íslands við Laugaveg 77.
Matseðillinn á EIRIKSSON BRASSERIE er í evrópskum matargerðarstíl þar sem sérstök áhersla er lögð á ítalska matargerð. Glæsilegur vínkjallari hússins, staðsettur í gömlu peningageymslunum skapar óviðjafnanlega stemningu. Þar er að finna fágætt safn vína sem samanstendur af um 4000 flöskum sem margar hverjar eru ófáanlega á almennum markaði. Í peningageymslunum er einkaherbergi sem hægt er að panta og þar er dekrað við gesti í mat og drykk.
EIRIKSSON BRASSERIE mun umfram annað leggja áherslu á afslappaða stemningu, hvort sem er þegar gestir hefja daginn á ljúffengum hádegisverði eða ljúka honum á sérbrugguðum EIRIKSSON Kalda á barnum.
Hótel Heydalur / Ferðaþjónustan í Heydal
Mjóifjörður, 420 SúðavíkSveitahótelið Heydalur er í 130 km fjarlægð frá Ísafirði og 320 km – 340 km fjarlægð frá Reykjavík eftir því hvaða leið er valin. Veitingasalur, sem er í gamalli hlöðu, rúmar 70 – 100 manns og fundaraðstaða er fyrir 10 – 40 manns. Boðið er upp á gistingu fyrir 59 manns í átta tveggja manna og einu þriggja manna herbergi í flokki 3 og átta tveggja manna og tveimur þriggja manna herbergjum í flokki 4 öll með sér baðherbergjum ásamt þremur sumarbústöðum, annars vegar 10 manna og hins vegar 4 – 5 manna. Gott tjaldsvæði sem er opið frá 1. júní fram í októberlok.
Gnægð afþreyingar er í boði. Lítil sundlaug í suðrænu gróðurhúsi, heitur frumlegur pottur og náttúrulaug vígð af Gvendi góða. Kajak og hestaleiga með leiðsögn við allra hæfi, bæði styttri ferðir og dagsferðir. Veiði í vötnum. Á veturna snjóþrúgur og gönguskíði. Falleg gönguleið um dalinn sem eitt sinn hýsti 13 bæi. Friðaður birkiskógur. Fjölbreytt fuglalíf og plöntugróður. Fugla og plöntuspjöld eru til fróðleiks.
Veitingasalurinn er öllum opinn. Boðið er upp á fjölbreyttan matseðil, þar sem áhersla er lögð á mat úr héraði, heimaræktuðu grænmeti og nýveiddan silung úr eigið eldi. Veitingastaðurinn er með vínveitingaleyfi.
Á tjaldsvæðinu er snyrtiaðstaða með heitu vatni, þrjú kvenna og karla klósett og sturtur sitt hvoru megin. Rafmagn fyrir húsbíla og tjaldvagna. Leiksvæði bæði fyrir börn og unglinga. Frábært umhverfi til göngu og leikja í kjarrinu.
Hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla
Gisting: 3 hús, 19 herbergi, 59 rúm
Kol - Kitchen & Bar
Skólavörðustígur 40, 101 ReykjavíkVeitingastaðurinn Kol opnaði í febrúar 2014 og hefur fengið mjög góðar viðtökur frá fyrsta degi. Að Kol standa reynslumiklir menn í veitingabransanum. Eldhúsinu á Kol stjórna Kári Þorsteinsson og Einar Hjaltason. Þeir hafa báðir unnið á mörgum vinsælustu og flottustu veitingastöðum Evrópu. Barnum og salnum á Kol stjórnar Gunnar Rafn Heiðarsson en hann hefur verið veitingarstjóri á mörgum flottustu veitingahúsum Reykjavíkur. Eldhúsið á Kol leggur mikið uppúr „comfort“ mat með klassísku twisti. Á matseðlinum kennir ýmissa grasa, á boðstólnum er gott úrval fjölbreyttra forrétta ásamt ýmis konar fingurfæðisrétta. Í aðalrétt eru hinar ýmsu steikur kolagrillaðar í kolaofni og einnig er boðið upp á úrval fiskrétta og ekki má gleyma eftirréttunum. Á barnum á Kol er mikið lagt upp úr hágæða kokteilum þar sem allir safar eru nýkreistir og mikið af innihaldsefnunum eru löguð frá grunni í húsinu og er hann leiðandi ásamt nokkrum öðrum í rísandi kokteilsenu Íslands.
Menam veitingastaður
Mjólkurbúið mathöll - Eyravegur 1, 800 SelfossMenam býður upp á girnilega rétti úr fersku gæða hráefni, matreidda undir thailenskum áhrifum. Með því að nýta besta mögulega hráefni úr nærumhverfinu hverju sinni og matreiða með töfrum thailenskrar matargerðar, drögum við það besta fram frá báðum heimum.
Menam var stofnað árið 1997 af thailenskri konu og íslenskum eiginmanni hennar en hefur síðan 1999 verið í eigu sömu fjölskyldunnar. Alla tíð var Menam lítill fjölskyldurekinn veitingastaður að Eyravegi 8 á Selfossi, eða allt til ársins 2018 þegar staðurinn var seldur, en vörumerkið Menam hélst þó áfram í eigu fjölskyldunnar. Árið 2021 var ákveðið að taka aftur upp vörumerkið Menam, ekki hvað síst vegna fjölda áskoranna frá heimafólki. Þá opnaði staðurinn aftur, í smækkaðri útgáfu, á nýjum stað undir nýjum merkjum.
Gömlu gildin eru þó áfram höfð í heiðri og bjóðum við upp á ferskan og freistandi mat, á sanngjörnu verði sem og góða þjónustu í skemmtilegu umhverfi sem gaman er að starfa í og heimsækja. Gestrisni og góður andi einkenndi staðinn frá upphafi og kappkostum við að halda þeim heiðri á lofti.
Nýi staðurinn er staðsettur í Mjólkurbúinu mathöll í nýjum miðbæ Selfoss.
Menam er thailenska og þýðir einfaldlega við fljótið. Það er því við hæfi að staðurinn sem staðsettur er við eina vatnsmestu á landsins, Ölfusá, beri nafnið Menam.
Einkennisblóm Menam er lótusblómið sem táknar; hreinleika, nýtt upphaf, von og þrek. Bleik lótusblóm tákna einnig hreina ástríðu og ást til lífsins, sem mun endurspeglast í ástríðu okkar fyrir thailenskri matargerð. Þá hefur bleiki liturinn kvenlega skírskotun, en Menam var upphaflega stofnað og alla tíð rekið af konum.
Samhliða thailenska hluta Menam opnaði fjölskyldan fyrsta dömplingsstaðinn á Suðurlandi – og utan Höfuðborgarsvæðisins ef því er að skipta - með útibúi frá Dragon Dim Sum sem hafði svo sannarlega slegið í gegn. Í upphafi árs 2023 var ákveðið að fara fram undir eigin nafni, Menam Dim Sum, í áframhaldandi góðu samstarfi við Dragon Dim Sum.
Menam Dim Sum býður upp á framúrskarandi góða dömplinga og meðlæti sem gert er úr fersku gæðahráefni og framreitt á faglegan, en um leið skemmtilegan hátt. Við berum virðingu fyrir hefðum en setjum um leið okkar mark á réttina. Dömplingarnir okkar eru sem fyrr heimagerðir í smiðju Drekans, en sérstaða okkar felst í „toppings“ og svolítið af heimagerðum, bragðgóðum sósum sem gefur þeim þetta litla extra og um leið einstaka bragðupplifun.
Upprunalega kínverska merking dim sum er að „snerta hjartað“, sem við kappkostum að að gera í gegnum einstaka bragðupplifun fyrir matgæðinga sem og að koma reglulega með spennandi nýjungar.
Menam var á sínum tíma brautryðjandi í að koma með nýja strauma með því að kynna asíska matargerð fyrir heimafólki á Suðurlandi, sem á þeim tíma þótti mjög framandi. Að sama skapi er Dim Sum fyrsti dömplingsstaðurinn á svæðinu og Menam því enn á ný brautryðjandi í að kynna nýjungar í mat og matarmenningu fyrir Sunnlendingum.
Torgið
Aðalgata 32, 580 SiglufjörðurLítill fjölskyldurekinn veitingastaður við bæjartorgið á Siglufirði.
Erum með gott úrval af hamborgum, pizzum sem við bökum frá grunni, fisk&franskar, salöt, ferskan fisk og svo ýmislegt sem er ekki alltaf á matseðli.
Frábært andrúmsloft og lifandi músík.
Frí nettenging.
Þú finnur okkur á Facebook, TripAdvisor, www.torgid.net, og Instagram.
Northern Light Inn
Norðurljósavegur / Northern Lights Road 1, 241 GrindavíkNorthern Light Inn er fjölskyldurekið hótel, heilsulind og veitingastður í nágrenni við Bláa lónið.
• Við bjóðum uppá 42 notaleg herbergi, 24/7 heiðarleika bar, öfluga nettengingu og gjaldfrjálsar ferðir í Bláa lónið.
• Á hótelinu er heilsulind með sánu, solarium, aurora floti, líkamsrækt og hressandi vellíðunarmeðferðum.
• Veitingastaðurinn Max’s býður uppá matseðil með hráefni úr héraði, Norræna sérrétti og úrvals vín.
Norðurljósin dansa yfir hótelinu frá september fram í apríl þegar aðstæður eru góðar.
Frekari upplýsingar á þjónustu okkar má finna á miðlum okkar og með því að hafa beint samband.
Verbúðin pub
Aðalstræti 9a, 415 BolungarvíkVerbúðin pub, er krá í Bolungarvík þar sem þyrstir og þreyttir ferðalangar geta sest niður skipst á ævintýralegum fiskisögum á meðan þeir dreypa á dýrindis veigum. Þema kráarinnar er byggir á sögu Bolungarvíkur sem sjávarþorpi og eru munir frá gömlum tímum hangandi um alla veggi sem veita gestum innsýn í gamla og góða tíma.
Exeter Hótel
Tryggvagata 12-14, 101 ReykjavíkExeter Hótel er töff og nútímalegt 106 herbergja hótel í miðbæ Reykjavíkur. Hótelið er glæsilega hannað og með skemmtilegum veitingastað, bar og dásamlegu bakaríi. Öll herbergi og svítur eru með nútímalegum húsgögnum, þráðlausu interneti, ísskáp og Nespresso kaffivél. Einnig býðst hótelgestum að slaka á í notalegu gufubaði og nýta sér glæsilega líkamsræktaraðstöðu.
Castello
Dalshraun 13, 220 HafnarfjörðurCastello Pizzeria, er fjölskyldufyrirtæki með 18 ára reynslu í rekstri pizza- og veitingastaða.
Fyrirtækið var stofnað árið 2007 og fyrsti Castello veitingastaðurinn opnaður að Dalvegi 2, Kópovogi, þar sem hann er ennþá í dag. Tveimur árum síðar (2009) opnuðum við annan stað að Dalshrauni 13, Hafnarfirði. Castello hefur fengið mjög góða dóma frá okkar tryggu viðskiptavinum og öllum þeim sem hafa smakkað pizzurnar okkar.
Það sem gerir okkur betri er fyrst og fremst:
- Við notum fyrsta flokks hráefni
- Við erum stoltir af þjónustunni okkar
- Við erum fjölskyldufyrirtæki.
Það er alltaf einn fjölskyldumeðlimur á svæðinu til að tryggja að gæðin séu alltaf í fyrsta sæti.
Í dag bjóðum við einnig upp á Kebab sem gerir matseðilinn okkar miklu ríkari.
Eins og með pizzurnar gáfum við okkur góðan tíma í að þróa hina fullkomnu uppskrift og getum með stolti sagt að við erum með besta Kebab sem við höfum smakkað.
Við á Castello þökkum öllum okkar viðskiptavinum sérstaklega fyrir að vera með okkur frá upphafi. Við munum gera okkar besta til að halda ykkur ánægðum.
Veitingahúsið Salka
Garðarsbraut 6, 640 HúsavíkEr í hjarta bæjarins í gömlu kaupfélagshúsunum.
Opið allt árið. Fjölbreyttur matseðill, steikur, sjávarréttir, súpur, hamborgarar og pizzur. Frábærir kokteilar og húsvískur bjór.
Á Sölku finna allir eitthvað við sitt hæfi. Yndislegt að sitja á útisvæðinu okkar, njóta matar og drykkar og fylgjast með mannlífinu.
Kaffi Borgir
Dimmuborgir, 660 MývatnVið erum lítið fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað 2010, þar sem faðirinn, Freddi, sér um veitingastaðinn og móðirin, Halla, sér um minjagripaverslunina. Börnin okkar elda og þjóna ásamt öðru frábæru starfsfólki. Við vonumst til að þið njótið matarins og þessa frábæra útsýnis sem við höfum.
Rok
Frakkastigur 26a, 101 ReykjavíkROK leggur sig fram um að veita fyrsta flokks mat og vinalega þjónustu í afstlöppuðu umhverfi.
Brons Keflavík
Sólvallagata 2, 230 ReykjanesbærSelva
Laugavegur 12, 101 ReykjavíkÁ Selva er Mið- og Suður Amerísk stemmning í mat og drykkjum. Bragðmiklir Latin Tabas réttir sem skemmtilegt er að deila. Státum af fjölbreyttu safni af premium rommi víða af úr heiminum.
Hótel Frón
Laugavegur 22A, 101 ReykjavíkHótel Frón er notalegt hótel við Laugaveg 22a í Reykjavík með 96 herbergjum. Hótelið er á fjórum hæðum með lyftu og geta gestir valið um ýmsa gistimöguleika: eins- og tveggjamanna herbergi, stúdóíbúðir eða stærri íbúðir. Í öllum herbergjum er snyrting, mínibar, sími, sjónvarp og öryggishólf. Allar íbúðir eru með eldhúsaðstöðu, ískáp, örbylgjuofni og helluborði. Hótelið býður upp á þráðlausa internettengingu, fundaraðstöðu og DVD spilara. Á jarðhæð hótelsins er glæsilegur veitingastaður þar sem morgunverður, hádegis- og kvöldverður er framreiddur.
Tapas Barinn
Vesturgata 3b, 101 ReykjavíkTapasbarinn er fullkomin staður til að skella sér á eftir vinnu og fá sér tapas og rauðvín í góðra vina hópi í skemmtilegri spænskri stemmningu!
Þú getur smakkað um yfir 70 gómsæta tapasrétti, saltfisk, paellu, humar, lunda og svo miklu miklu fleira.
Lamb í lakkríssósu og beikonvafinn hörpuskel með döðlum er eitthvað sem allir verða að smakka, og að ógleymdum hvítlauksbökuðum humarhölum sem eru algert sælgæti!
Til að fá alvöru spænska stemmingu í æð, þarftu að smakka okkar heimsfræga Sangria með fullt af ávöxtum og okkar eigin leyniblöndu!
Spánverjar búa að ríkri tapas-hefð sem endurspeglar hinn spænska líffstíl. Að borða Tapas er að borða frjáls frá reglum og stundaskrám. Tapas er fyrir þá sem vilja njóta lífssins og eiga notalegar stundir með góðum vinum.
Frábært er fyrir hópa að koma saman og hafa ótrúlega gaman, flestir hópar fara í óvissuferðina hjá okkur sem inniheldur fordrykk, 7 tapas rétti og eftirrétt.
Fyrir þá sem eru seint á ferðinni er gott að vita að Tapasbarinn er eini veitingastaðurinn í Reykjavík sem er með opið eldhús til kl. 00:00 um helgar og 23:00 virka daga.
Rub 23
Kaupvangsstræti 6, 600 AkureyriRub23 er íslenskur veitingastaður sem notar hráefni frá Íslenskum fiskimönnum og bændum. Hugvit frá Asíu og Ameríku. Við sérhæfum okkur í sjávarréttum og erum með fjölbreytt úrval fisktegunda og mikið úrval sushi-rétta í bland við steikur og eftirrétti.
Það er þó eitt sem öðru fremur skapar veitingastaðnum sérstöðu, bæði á íslenskum og alþjóðlegum markaði, en það er fjölbreytt samsetning matseðils með heimatilbúnum kryddblöndum sem viðskiptavinir geta valið. RUB er orðið þekkt heiti yfir kryddblöndur sem eru settar á og/eða nuddað í hráefnið, eins og nafnið bendir til. Þannig geta viðskiptavinir valið sér hráefni, fisk eðakjöt, og valið svo af lista þá kryddblöndu sem þeir vilja prófa.
Gistihúsið Narfastöðum
Reykjadalur, 641 HúsavíkVelkomin í Gistihúsið á Narfastöðum sem er staðsett við þjóðveg nr. 1 í Reykjadal í Þingeyjarsveit skammt fyrir sunnan þéttbýlið á Laugum. Aðalbygging gistihússins eru fyrrum fjárhús og hlaða sem breytt hefur verið í glæsilega en jafnframt notalega aðstöðu fyrir ferðafólk. Einnig er gisting í gamla íbúðarhúsinu á jörðinni sem gert hefur verið upp með þarfir ferðafólks í huga en húsið er timburhús, byggt í upphafi síðustu aldar.
Yfir sumarið bjóðum við okkar rómaða kvöldverðarhlaðborð með úrvali fisk, kjöt og grænmetisrétta og morgunverðarhlaðborðið svíkur engann með heimabökuðu brauði og fjölbreyttu úrvali af morgunkorni, brauði, áleggi söfum og ávöxtum. Yfir vetrartímann eru máltíðir í boði eftir samkomulagi.
Vær næstursvefn er lykilatriði á ferðalögum og því er áhersla löggð á góð rúm, hreinlæti og snyrtimennsku. Jafnframt er lögð áhersla á önnur þægindi s.s. sjónvarp með gervihnattarásum á herbergjum, þráðlaust internetssambands og aðgangur að almenningstölvu, rúmgóðar setustofur og lítill bar með úrvali af óáfengum og áfengum drykkjum. Ávallt er molakaffi og te í boði gestum að kostnaðarlausu og vingjarnlegt viðmót stjórnenda og starfsfólks fylgir að sjálfsögðu með í kaupbæti.
Þórbergssetur
Hali, Suðursveit, 781 Höfn í HornafirðiÍ Þórbergssetri er veitingasala,gestamóttaka, salerni og sýningarsalir. Sýning Þórbergsseturs er fjölbreytt upplifunarsýning er tengist ævi og verkum skáldsins, en einnig sögu íslensku þjóðarinnar. Sjá má breytingar og þjóðlifsmyndir frá frumstæðu bændaþjóðfélagi yfir í bæjarlíf og búsetu í ört vaxandi höfuðborg. Textar úr verkum Þórbergs varða leiðina á fallega hönnuðum ljósaskiltum, en einnig er hægt að fá hljóðleiðsögn með viðbótarefni. Þannig er sýningin sambland af fræðsluefni, safni og sagnaskemmtan og gengið er inn í leikmyndir þar sem reynt er að ná andblæ liðinna ára og njóta um leið stórbrotinna lýsinga meistarans sem leiðsögn um staðinn. Vakin er athygli á að sýningin höfðar einnig mjög vel til barna og unglinga.
Hópar eða fjölskyldur geta bókað leiðsögn um Þórbergssetur þar sem heimamenn fræða gesti um lífið í Suðursveit og hverning sögusvið bóka Þórbergs opnar sýn inn í horfna veröld liðins tíma.
Arkitekt að húsinu er Sveinn Ívarsson og hönnuður sýningar Jón Þórisson.
Opið er allt árið, en í sumar verður opnunartími á sýninguna frá klukkan 10 á morgnana til klukkan 6 á kvöldin.
Veitingahús Þórbergsseturs er opið fyrir almenning frá klukkan 10 - 8 í sumar.
Í boði eru ýmsir þjóðlegir réttir úr heimabyggð, kjötsúpa, heimabakað brauð, samlokur, bleikjuréttir og Halalamb.
Kvöldmatur er framreiddur frá klukkan 6 til 8 á kvöldin
Hressó Hressingarskálinn
Austurstræti 20, 101 ReykjavíkHressingarskálinn eða Hressó eins og hann er oft nefndur, er vel staðsettur veitinga- og skemmtistaður með fjölbreytta skemmtidagskrá og ljúffengan matseðil þar sem boðið er upp á súpur, salöt, hamborgara, steikur, grillmat, morgunmat og margt fleira girnilegt á góðu verði. Hressingarskálinn er alltaf með nýjan og spennandi sérréttamatseðil auk klassísku Hressó réttanna á matseðli.
Hressó er tilvalinn fyrir fyrirtækja- og einkahópa til að njóta ljúffengrar máltíðar og lifandi tónlistar á frábæru verði í hjarta miðbæjarins.
Við bjóðum uppá þráðlausan aðgang að internetinu þér að kostnaðarlausu.
22 Hill Hotel
Brautarholt 22-24, 105 Reykjavík22 Hill Hotel er aðeins í fimm mínútna göngufæri frá Laugarveginum og miðbæ Reykjavíkur. Á hótelinu eru 55 notaleg og smekklega innréttuð herbergi útbúin öllum helstu þægindum. Veitingastaðurinn, Potturinn og pannan, sem er landsmönnum gamalkunnur fyrir góðan viðgjörning, sér um allar veitingar fyrir hótelið og er innangengt á hann. 22 Hill Hotel er úrvalskostur fyrir bæði ferðamenn og fólk í viðskiptaerindum.
Kore
Grandagarður 16, Grandi mathöll, 101 ReykjavíkKORE - 2018
Litla Kórea Íslands segir 안녕하세요 og HALLÓ HALLÓ!
KORE er stærsta sameining Kóreuskagans á Norðurlöndunum síðan að Moon Jae-in fékk sér pulsu með öllu í Osló.
KORE stendur fyrir snargrjónaðri gleði, kryddsterkum laglínum og brösuðum nótnastigum sem innihalda bæði Gangnamstæla og Reykjavíkurnotó, með smá L.A. snúning.
Þið finnið Kóresk taco, gangnam style vefjur, tiger balls og Kóreska kjúklingavængi á boðstólunum hjá okkur all day erryday.
KORE - Grandi mathöll
KORE - Kringlutorg
Hunkubakkar
Síða, 881 KirkjubæjarklausturFerðaþjónustan á Hunkubökkum býður upp á 20 herbergi í heildina, þar af 6 tveggja manna herbergi með sameiginlegu baði, 6 bjálkahús sem eru 3 og 4 manna með sér baði og 8 tveggja manna herbergi með sér baði.
Húsin eru nálægt aðalbyggingunni, þar er að finna gestamóttöku er ásamt veitingastað sem opinn er á kvöldin og á daginn hluta sumars, einnig er morgunverður borinn fram þar.
Veitingastaðurinn er með góðu úrvali af réttum frá býli og héraði. Við erum sauðfjárbændur og bjóðum upp á okkar eigið gómsæta grillaða lambakjöt á matseðli.
Hægt er að panta mat og kaffihlaðborð fyrir hópa - Veitingaaðstaðan tekur ca 50 manns í sæti.
Umhverfi Hunkubakka er rómað fyrir náttúrufegurð og milt veðurfar. Einnig eru margar gönguleiðir í kring og staðsetningin miðsvæðis fyrir stærstu náttúruperlur landsins eins og Fjaðrárgljúfur , Laka, Fagrafoss, Langasjó, Sveinstind, Eldgjá, Landmannalaugar, Skaftafell og Jökulsárlón.
Hótel Hallormsstaður
Hallormsstað, 701 EgilsstaðirHótel Hallormsstaður samanstendur af 92 herbergjum, öll með sér salernis- og sturtuaðstöðu. Hótelið er eitt glæsilegasta hótel á Austurlandi, þekkt fyrir fagmennsku og framúrskarandi gæði í mat og þjónustu.
Á hótelinu eru tveir veitingastaðir, fundar og ráðstefnusalir, veislusalir, heitur pottur bæði úti og inni, spa, nuddstofa og æfingasalur. Einnig er við hótelið tilkomumikið Tentipi tjald með eldstæði. Tjaldið tekur allt að 60 manns í sæti við borð. Stór pallur er fyrir utan tjaldið. Sími 470-0100
Fosshótel Vatnajökull
Lindarbakki , 781 Höfn í HornafirðiStórkostlegt útsýni til Vatnajökuls
Fosshótel Vatnjökull er vinsælt hótel á fallegum stað rétt fyrir utan Höfn, með einstakt útsýni yfir jökulinn. Öll þægindi eru til staðar og allt til alls fyrir ferðalanga. Boðið er upp á fyrsta flokks matseðil á veitingastaðnum en auk þess er bar og aðstaða fyrir fundi og ráðstefnur á hótelinu.
- 66 herbergi
- Morgunverður í boði
- Veitingastaður og bar
- Fundaraðstaða
- Frítt þráðlaust net
- Ókeypis bílastæði
- Hleðslustöð
- Takmörkuð starfsemi á veturna
Smelltu hér fyrir upplýsingar um ráðstefnu- og fundarhöld á Fosshótel Vatnajökli.
Hluti af Íslandshótelum.
Primo Ristorante
Þingholtsstræti 1, 101 ReykjavíkMax´s Restaurant
Norðurljósavegur 1, 240 GrindavíkMax’s Restaurant er staðsettur á Northern Light Inn, aðeins 1 km frá Bláa Lóninu.
Við leggjum áherslu á ferskan mat úr íslensku gæða hráefni. Tilvalið að kíkja við eftir golfhring í Grindavík eða bara að koma og njóta stundarinnar í glæsilegu umhverfi í Svartsengi.
Sem hluti af starfsemi Northern Light Inn býður Max´s Restaurant uppá morgunmat milli klukkan 07:00 og 10:00
Staðurinn opnar svo aftur kl. 12:00 og síðasta pöntun er kl. 21:30.
Boðið er uppá Á La Carte matseðill alla daga nema á sunnudögum þegar boðið er uppá hlaðborð.
Vinsamlegast hafið samband og bókið borð í síma 426 8650 eða með tölvupósti á info@nli.is.
Fernando's Restaurant
Hafnargata 28, 230 ReykjanesbærÍtalska eldhúsið + bar Fernando's er staðsett á einu fegursta horni Keflavíkur í Hafnargötu 28.
Við erum „frjálslegur / snjall“ staður þar sem við bjóðum upp á ljúffengar veitingar í líflegu andrúmslofti og frábæru umhverfi.
Matseðillinn er skemmtileg blanda af íslenskri og ítölskri matargerð með skemmtilegu íslensku grilli. Á matseðlinum er fjöldi smárétta sem sérstaklega er mælt með fyrir gesti að smakka og njóta saman.
Fernando's er með líflegum kokteilbar, hristu saman spennandi kokteila - við allra hæfi.
Rossopomodoro
Laugavegur 40a, 101 ReykjavíkROSSOPOMODORO er sneiðmynd af lífinu í Napoli á suður Ítalíu, útlit staðarins, matseðillinn og klæðaburður starfsfólksins eru til marks um þá hugmyndafræði.
ROSSOPOMODORO er að finna í helstu borgum í Ítalíu, Madrid á Spáni, Rio í Brasilíu og í Reykjavík.
Daladýrð
Brúnagerði, 601 AkureyriHúsdýragarðurinn Daladýrð er í tæplega 20 mín fjarlægð frá Akureyri. Staðsettur í Brúnagerði í Fnjóskadal, rétt við Vaglaskóg. Þarna gefur að líta öll helstu húsdýrin eins og hesta, kindur, kýr, hund, geitur, grísi, ýmsar tegundir af hænum, kanínur og kisur. Einnig eru við með refi á sumrin.
Það má klappa öllum dýrum sem vilja láta klappa sér og svo má fara inn í gerðið hjá geitunum og kattaheimilið og knúsa kisur og kettlinga þegar þeir eru nógu stórir til að láta halda á sér.
Leiksvæði fyrir börnin er bæði innan og utandyra. Hlaða til að hoppa í heyið og úti eru trampólín og fleira.
Í daladýrð er kaffihús og verslun sem selur íslenskt handverk sem allt tengist sveitinni á einhvern hátt.
Baccalá Bar
Hafnargata 6, Hauganes, 621 DalvíkÁ Hauganesi í Eyjafirðinum sem er í aðeins 25 mínútna akstursfjarlægð norður af Akureyri er að finna veitingastaðinn Baccalá Bar þar sem dýrindis ferskeldaður fiskur sem og saltfiskur verkaður eftir gamla mátanum er borið á borð. Þar geta gestir setið og snætt og notið útsýnisins inn fallega Eyjafjörðinn.
Opið í júní: þriðjudaga – sunnudaga milli kl. 12.00-21.00.
Hægt er að fylgjast með Facebook síðunni Baccalá Bar til að fá nánari upplýsingar um opnunartíma, matseðil og skemmtilega viðburði. Síminn á Baccalá Bar er 620 1035, best er að taka frá borð.
Matseðillinn er fjölbreyttur og þar má finna saltfiskrétt hússins, fiskisúpu, pizzur og hamborgara, fisk og franskar, salat, vöfflur, ís og ýmsa drykki
KFC - Kentucky Fried Chicken
Hjallahraun 15, 220 HafnarfjörðurFyrsti KFC-staðurinn á Íslandi var opnaður í Hafnarfirði í október 1980, þannig að sagan spannar nú yfir 30 ár. Staðirnir eru 8 alls; í Hafnarfirði, Kópavogi, Reykjavík,
Selfossi, Reykjanesbæ og Mosfellsbæ.
Í gegnum tíðina hafa staðirnir tekið á móti fallegu og frábæru fólki. Við höfum heyrt fólk hlæja, eiga góðar stundir og fundi við vini og samstarfsfélaga. Við kunnum að meta
hverja einustu mínútu og þess vegna höfum við raðað saman myndum af frábærum stundum á KFC.
ARA - Restaurant & Bar
Búðakór 1, 203 KópavogurFine take away
Helluhraun 22, 221 HafnarfjörðurKínverskur matur. Hádegistilboð virka daga frá 11:30-14:00.
Múlaberg Bistro & Bar
Hafnarstræti 87-89, 600 AkureyriMúlaberg Bistro & Bar er veitingastaður og kokteilabar staðsettur á Hótel Kea.
Veitingastaðurinn er í hjarta bæjarins og hefur að geyma stórt útisvæði með útsýni til Akureyrarkirkju þar sem gestir sitja oft á góðviðrisdögum.
Markmið Múlabergs og metnaður liggur í því að koma gestum á óvart í mat og drykk þar sem boðið er upp á ljúffengar veitingar í líflegri stemmningu og notalegu umhverfi.
Smáréttir og fjölbreytt steikarúrval spilar stærstan þátt á matseðli Múlabergs þar sem íslensk og evrópsk matargerð mætist.
Á Múlabergi er lifandi kokteilbar þar sem áhersla er lögð á að framreiða flotta og bragðgóða kokteila með skemmtilegum áherslum ásamt því að vínseðillinn státar sig af gríðarlegu úrvali hágæða léttvína.
Hægt er að bóka borð á Múlabergi beint inn á heimasíðunni www.mulaberg.is
Heimahumar
Svalbarð 3, 780 Höfn í HornafirðiHeimahumar er matarvagn sem staðsettur er við eina af perlum Íslands, Jökulsárlón. Þar er boðið upp á humar, pylsur og Bulsur ásamt drykkjum. Dásamlegt að gæða sér á ljúfmeti í fallegu umhverfi.
Hótel Eyvindará
Eyvindará 2, 700 EgilsstaðirHótel Eyvindará er staðsett í friðsælu og trjágrónu umhverfi skammt utan Egilsstaða (2.5 km.) Hótelið er að finna við þjóðveg nr. 94, norðan við afleggjarann til Seyðisfjarðar. Það er vel í sveit sett og kjörin bækistöð fyrir áhugaverðar dagsferðir um allan fjórðunginn.
Í boði eru 28 tveggja manna herbergi með baði og glæsilegu útsýni, 7 smáhýsi með baði.
Í aðalhúsinu er sólpallur fyrir gesti, 2 heitir pottar og þvottaaðstaða(kostar aukalega). Þá bjóðum við upp á setustofu með fallegu útsýni yfir hérað sem menn geta horft á sjónvarp og fengið sér drykki.
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana. Gæludýr eru ekki leyfð. Matur eingöngu í boði fyrir hópa yfir 15 manns of þarf að bóka fyrirfram.
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana. Gæludýr eru ekki leyfð.
Ferðaþjónustan Síreksstöðum
Síreksstaðir, 690 VopnafjörðurSíreksstaðir eru í Sunnudal, litlum og friðsællum dal inn af Hofsárdal í Vopnafirði. Þar er frístandandi gistihús og tvö 32 fermetra sumarhús í boði fyrir ferðamenn er rúma 4 manns hvort, hlýleg og vel búin öllum þægindum.
Verönd með gasgrilli eru við hvort hús og heitur pottur við annað húsið. Í gistihúsinu eru 7 tveggja manna herbergi og eitt þriggja manna svefnherbergi með koju og eins manns rúmi. Setustofa með sjónvarpi. Uppbúin rúm eða svefpokapláss. WC og sturtur til sameiginlegra afnota í miðrými hússins. Handlaugar eru í hverju herbergi. Morgunverður borin fram í veitingarstaðnum sem er áfastur við gistihúsið. Hentugt fyrir alla þá er áhuga hafa fyrir að komast út og upplifa náttúruna og kyrrðina.
Á Síreksstöðum er einnig rekinn veitingastaðurinn „Hjá okkur“ sem býður upp á fjölbreyttan og góðan mat. Leitast er við að vera með sem mest af hráefni frá búinu og nágrenni. Veitingarstaðurinn er opin 1. júní til 1. september, frá kl. 18 til 21.
Á Síreksstöðum er stundaður hefðbundinn búskapur og njóta gestir stúkusæta sem áhorfendur að bússtörfum. Hér eru griðavé til að upplifa kyrrðina og rólegheitin, hlusta á fuglasönginn og skoða plöntulífið. Staðurinn er fjölskylduvænn og dvöl í sveitasælunni er vel þess virði að upplifa.
Afþreying:
Leiktæki, rólur, rennibraut, sandkassi.
Minjasafnið Bustarfelli og "Hjáleigan" kaffihús 8km. Gönguleiðir í nágrenninu. Veiði í ám og vötnum. Á slóðum Vopnfirðingasögu með leiðsögn.
Nánari upplýsingar á www.sireksstadir.is
Iðnó
Vonarstræti 3, 101 ReykjavíkIðnó býður upp á fyrsta flokks veislu- þjónustu við öll tilefni, svo sem brúð- kaup, afmæli, fermingar og þegar bjóða á erlendum gestum upp á það besta í mat og drykk staðsett í einu fallegasta húsi Reykjavíkur. Iðnó og umhverfi þess er alveg einstakt.
Við tökum á móti stærri og smærri hóp- um. Allar veitingar eru frá sælkeraeld- húsi Iðnó sem býður mjög fjölbreyttan matseðil við öll tækifæri.
Í Iðnó leggjum við áherslu á faglega þjónustu. Við önnumst alla umgjörð og skreytingar með þínar óskir í huga svo veislan verði sniðin að þínum þörfum.
Leikhússalurinn rúmar allt að 120 manns í sitjandi borðhald og 300 manns í stand- andi móttökur. Á sumrin er frábært að opna út á pall við Tjarnarbakkann.
Á sumrin er kaffihúsið á fyrstu hæð opið á daginn. Hjartanlega velkomin og njótið að vera á pallinum í góðu veðri.
Hótel Ísafjörður
Silfurtorg 2, 400 ÍsafjörðurHótel Ísafjörður er þægilegt heilsárshótel í höfuðstað Vestfjarða, Ísafirði. Hótelið er við Silfurtorg í hjarta bæjarins steinsnar frá allri þjónustu og höfninni. Í næsta nágrenni eru einnig sundlaug, upplýsingamiðstöð, söfn og strætisvagnar. Hótelið er allt innréttað í ljósum þægilegum litum og mjög vel í stakk búið til að þjóna fjölbreyttum hópi viðskiptamanna. Á hótelinu er öll aðstaða eins og best verður á kosið fyrir ferðamenn, fjölskyldur og fólk í viðskiptaerindum. Öll herbergin eru með sturtu, hárþurrku, sjónvarpi, síma, útvarpi og kaffi/te setti auk þess sem frí háhraða nettenging er á öllum herbergjum og veitingasölum. Hótelið er allt reyklaust.
Á veitingastað hótelsins Við Pollinn er lögð áhersla á gæði jafnt í þjónustu sem matreiðslu og metnaður er lagður í að nýta hráefni úr nágrenninu á sem fjölbreyttastan hátt. Á Hótel Ísafirði er góð aðstaða til að taka á móti smærri og stærri hópum.
Starfsfólk hótelsins leggur sitt af mörkum til að gera dvölina bæði ánægjulega og þægilega og hefur faglegan metnað til að takast á við viðfangsefni af ýmsu tagi. Persónuleg þjónusta og heimilislegt andrúmsloft hótelisins og nálægð við einstæða náttúru skapar öðruvísi umgjörð.
B&S Restaurant
Norðurlandsvegur 4, 540 BlönduósB&S Restaurant er notalegur veitingastaður á Blönduósi við þjóðveg 1.
Okkar markmið er að bjóða upp á framúrskarandi veitingar með þægilegri þjónustu á sanngjörnu verði og veita gestum okkar góða og eftirminnilega stund sem verkar upplyftandi fyrir sál og líkama.
Við bjóðum upp á fjölbreyttan matseðil sem samanstendur meðal annars af kjöt- og fiskréttum úr úrvals hráefnum, grænmetis- og pastaréttum, úrvali af súpum og smáréttum, auk hefðbundinna hraðrétta, svo sem pizzum og hamborgurum. Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Opnunartími: 11:00-21:00 allt árið
Einkasamkvæmi
B&S Restaurant býður einnig upp á hópamatseðla og hlaðborð fyrir hvers konar tilefni, svo sem afmæli, fermingar eða giftingar.
Ert þú að skipuleggja slíkan viðburð? Settu þig í samband við okkur og við kynnum þér hvað við höfum að bjóða og leysum málið í samræmi við þínar óskir.
Hótel Laki
Landbrot, 881 KirkjubæjarklausturHótel Laki er fjölskyldurekið hótel staðsett fimm kílómetrum sunnan við Kirkjubæjarklaustur, í einungis þriggja klukkustunda akstursfjarlægð frá Reykjavík. Við okkur blasa Öræfajökull og Mýrdalsjökull, þar sem þeir teygja sig stoltir til himins og til suðurs hvílir augað í óendanleika himins og hafs.
Við bjóðum uppá 64 hótelherbergi og glæsilegan veitingastað og bar.
Hægt er að fá aðgengi að glæsilegu veiðivatni í göngufæri við hótelið.
Blik Bistro og grill
Æðarhöfði 36, 270 MosfellsbærBlik Bistro & Grill er nýr veitingastaður staðsettur í Kletti, Mosfellsbæ. Við bjóðum alla Mosfellinga og gesti velkomna!
Sjávarpakkhúsið
Hafnargata 2, 340 StykkishólmurSjarmerandi veitingastaður á besta stað í Stykkishólmi.
Sjávarpakkhúsið hefur hlotið umhverfisvottun Svansins sem er opinbert
norrænt umhverfismerki
Við leggjum áherslu á staðbundin hráefni og sjálfbærni og gerum ávallt
okkar besta í að framreiða hágæða mat með eins litlum áhrifum á
umhverfið og mögulegt er. Við erum afar stolt af að vinna náið með
sjómönnum, bændum og matvælaframleiðendum í nágrenni við okkur sem sjá
okkur fyrir besta hráefni sem völ er á. Við veljum hráefni og þjónustu
úr nærumhverfinu, höldum matarsóun í lágmarki, leggjum áherslu á að
minnka orkunotkun, efnanotkun og úrgang.
Culiacan
Suðurlandsbraut 4a, 108 ReykjavíkCuliacan er rótgróinn mexíkóskur veitingastaður á Suðurlandsbraut og í Mathöll Höfða sem leggur áherslu á ferskan mexíkóskan mat frá grunni.
Á Culiacan getur þú fengið allt það besta úr mexikóskri matargerð m.a. quesadillas, burritos, nachos og ferskasta guacamole í bænum. Nýlega fékk staðurinn tvo kokka frá Mexíkó til að taka matseðilinn í geng og er nýjasta viðbótin glútenlausar tacos bakaðar á staðnum sem hafa heldur betur slegið í gegn.
Við bjóðum einnig upp á vegan rétti.
Hádegistilboð alla daga frá kl. 11-14
Þriðjudagar eru Taco Tuesday dagar á Culiacan. Allar taco máltíðir á afslætti.
Opið alla daga frá 11-21.
Víkurskálinn í Bolungarvík
Þuríðarbraut 13, 415 BolungarvíkVíkurskálinn býður upp á fjölbreyttan matseðil. Við framleiðum sem mest sjálf (pizzadeig, sósu, eigið pesto o.sv.frv.) og keyrum staðinn á gæðum.
Bjóðum upp á gott baunakaffi og erum með ísseðil. Erum með stóran nammibar og úrval af sælgæti, gosi og snakki.
Steinbakaðar pizzur, grillaðir borgarar og okkar fræga avocado rist ásamt öðru.
Við bjóðum upp á mat fyrir vegeterian/vegan.
Bjóðum upp á mjög gott úrval af bjór (10-14 tegundir yfir sumartímann) kranabjór og léttvín.
Bílalúga og útisvæði á sumrin.
Opnunartími: 11:30 - 21:00
Narfeyrarstofa
Aðalgata 3, 340 StykkishólmurVeitingahúsið Narfeyrarstofa er opið allan ársins hring. Matseðillinn er metnaðarfullur borinn upp af staðbundnu hráefni auk þess sem úrval hamborgara er einnig á seðlinum.
Kíktu á heimasíða Narfeyrarstofu til að skoða opnunartímar.
Bjórböðin
Öldugata 22, Árskógssandur, 621 DalvíkBjórbað virkar þannig að þú liggur í 25 mínútur í baði sem er fyllt af bjór, vatni, humlum og geri. Eftir það ferðu upp í slökun þar sem þú liggur í aðrar 25 mínútur.
Bjór gerið er notað á ýmsan hátt, það sem algengast er, er töfluform þar sem eiginleikar gersins nýtast mjög vel. „Bjórbað“ þar sem er baðað sig í bæði ungum bjór og lifandi bjórgeri, án þess að sturta það af sér fyrr en einhverjum klukkustundum síðar, hefur afar öflug áhrif á líkamann og húð. Þessi meðferð er bæði mjög hreinsandi fyrir húðina og hefur einnig mjög jákvæð áhrif á heilsuna.
Kerin eru 7 talsins og getum við því tekið á móti 14 manns á klukkutíma. Það er í boði að fara einn eða tveir saman. Það er ekkert aldurstakmark í bjórbað þar sem bjórvatnið er ódrykkjarhæft en bjórdæla er við hvert bað fyrir þá sem eru 20 ára og eldri. 16 ára og yngri þurfa að koma í fylgd með fullorðnum.
Mylla restaurant
Reykjahlid - Mývatn, 660 MývatnMylla er veitingarstaður staðsettur á Berjaya Mývatn hótelinu, veitingastaðurinn sækir hráefni og innblástur í villta íslenska náttúru.
Eftir fremsta megni viljum við flétta nærumhverfi okkar saman við hráefni, hefðir, nýsköpun og ástríðu. Í nánu samstarfi við bændur og nágranna svo ferðalagið og ævintýrið haldi áfram í gegnum diskinn þinn.
Gamla Kaupfélagið ehf
Kirkjubraut 11 , 300 AkranesGamla Kaupfélagið leggur áherslu á að bjóða upp á úrvals mat og góða þjónustu á sanngjörnu verði. Bjóða upp á matseðil, taka á móti hópum og eru með veisluþjónustu. Opið mánudaga-fimmtudaga frá 11:30-21:00, föstudaga-laugardaga frá 11:30-22:00 og sunnudaga frá 17:00-21:00.
Súpufélagið
Víkurbraut 5, 870 VíkSúpufélagið er fjölskyldurekinn veitingastaður í Vík í Mýrdal sem sérhæfir sig í ljúffengum og matarmiklum súpum. Súpurnar koma með brauði og ábót svo enginn fari svangur út. Börn fá 50% afslátt af matseðli. Við bjóðum einnig uppá létta rétti, kökur, kaffi og aðra drykki. Lagt er uppúr snöggri en góðri þjónustu og nýstárlegu en þægilegu umhverfi. Hægt er að sitja bæði inni og úti á palli á sólríkum dögum, nú eða í setustofu við arineld þegar þannig viðrar. Súpufélagið deilir þaki með hraunsýningunni The Icelandic Lava Show og því tilvalið að fá sér mat fyrir eða eftir sýningu.
Hótel Tindastóll - Arctichotels
Lindargata 3, 550 SauðárkrókurHótel Tindastóll
Njótið rómantískrar dvalar á einu elsta hóteli landsins, Hótel Tindastóli (hótel síðan 1884), þar sem andi liðinna tíma svífur yfir vötnunum. Hótelið var tekið til gagngerar endurgerðar árið 2000 og eru þar nú 10 herbergi með baði í gömlum og rómatískum stíl og 10 í nútímastíl en allt með nútíma þægindum; sjónvarpi, interneti og síma. Í hótelgarðinum er hlaðin laug þar sem hótelgestir geta átt notalega stund í kvöldkyrrðinni.
Hótelið er vel staðsett rétt við aðalgötuna í gamla bænum á Sauðárkróki. Í næsta nágrenni við hótelið er margt að finna s.s 3 veitingastaði, bakarí, sögu- og fuglaskoðunar ferðir út í Drangey, Minjahús, golfvöll, þreksal og góðar gönguleiðir.
Hvað er betra en að skreppa á skíðasvæðið í Tindastóli, fara í rómantíska göngu eftir fjörunni og njóta alls þess sem Skagafjörður hefur upp á að bjóða í afþreyingu, mat og drykk.
Hlöðueldhúsið - Matarupplifun í Þykkvabænum
Oddsparti í Þykkvabæ, 851 HellaHlöðueldhúsið býður upp á matarupplifun fyrir starfsmannahópa, vinahópa og fjölskyldur í gamalli hlöðu og áföstu fjárhúsi í Oddsparti í Þykkvabænum, 16 km frá þjóðvegi 1, rétt hjá Hellu.
Vel útbúið eldhús rúmar vel 8-16 manna hópa sem læra nokkrar nýjar uppskriftir sem hægt er að nýta heima. Stærri hópar geta fengið viðaminni námskeið þar sem allir taka þátt að einhverju leiti (hafið samband við Hrönn í síma 8223584).
Hópurinn eldar saman undir leiðsögn, úr Íslensku hráefni. Einnig ræktum við kryddjurtir, salat og æt blóm sem við notum í eldhúsinu okkar.
Hver hópur (að lágmarki 8 manns) þarf að bóka fyrirfram í síma 8223584 eða senda tölvupóst, hlodueldhusid@gmail.com.
Á heimasíðunni www.hlöðueldhúsið.is er að finna nokkur leiðbeinandi námskeið en hægt er að klæðskerasníða matseðilinn fyrir hvern hóp.
Stærri hópar (20-50 manna) geta komið í heimsókn/ veislu en þá eldum við fyrir hópinn. Allskonar hópar koma, kórar á ferðinni, kvenfélög, golffélagar, afmælisveislur.
Heimsókn í gróðurbraggann og Textíl er innifalið í heimsókninni fyrir alla hópa.
Kaffi Krús
Austurvegur 7, 800 SelfossKaffi Krús er notalegt veitinga- og kaffihús. Markmið staðarins eru skýr: Að fá gesti sína til þess að koma aftur og aftur og njóta góðra veitinga í afar notalegu umhverfi.
Búllan Reykjanesbæ
Iðjustígur 1, 260 ReykjanesbærÞað hafa fáir jafn mikið vit og áhuga á hamborgurum eins og Tómas Tómasson, betur þekktur sem Tommi í Tommaborgurum. Hann hefur fylgt sínu heilræði alla tíð “einn hamborgari á dag kemur skapinu í lag” og mælir með að allir geri slíkt hið sama.
Hótel Látrabjarg
Fagrihvammur, Örlygshofn, 451 PatreksfjörðurVinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Himalaya
Tryggvagata 16, 101 ReykjavíkFyrsti núðlubarinn sem framleiðir lífrænar ferskar núðlur. Ramen styður innlent og mest af því hráefni sem notað er á veitingastaðnum er íslenskt. Ramen miðar einnig að því að vera sjálfbær og ábyrgur staður gagnvart umhverfinu og býður t.a.m. viðskiptavinum sínum afslátt komi þeir með sín eigin ílát.
Golfklúbburinn Flúðir
Efra-Sel - Hrunamannahrepp, 846 FlúðirSelsvöllur er staðsettur í nágrenni við Flúðir í Hrunamannahreppi.
Völlurinn er 18 holu golfvöllur og þægilegur í göngu. Mikil uppbygging og endurbætur hafa átt sér stað á vellinum þar sem áhersla er lögð á aðgengi, stígagerð og umhverfi.
Golfklúbburinn Flúðir (GF) er með aðstöðu í golfskálanum þar sem veitingastaðurinn Kaffi-Sel sér um veitingarekstur.
Gisting er í boði í nágrenni við völlinn, annars vegar 6 herbergja gistiheimili (Efra-Sel hostel) og hins vegar í einbýlishúsi sem leigt er út í heild sinni (Efra-Sel home). Efra-Sel home er staðsett nokkrum metrum frá 10. teig vallarins.
Tilvalið er fyrir hópa að bóka golf, gistingu og hlaðborð. Leitið tilboða hjá okkur í síma 486-6454 eða með tölvupósti á netfangið pantanir@kaffisel.is
Nafn golfvallar: | Holufjöldi: | Par: |
Selsvöllur | 18 |
70 |
Íshúsið Pizzeria Restaurant
Heppuvegur 2a, 780 Höfn í HornafirðiÁ Íshúsinu Pizzeria er lögð áhersla á ekta þunnbotna steinbakaðar pizzur úr úrvalshráefnum, þ.m.t. humarinn fræga úr heimabyggð. Á staðnum er einnig boðið upp á ýmsa aðra rétti og drykki..
Íshúsið Pizzeria opnaði vorið 2017 og er staðsettur í einstaklega skemmtilegu umhverfi á bryggjusvæðinu á Höfn.
Hótel Borg
Pósthússtræti 11, 101 ReykjavíkHótel Borg er 4 stjörnu hótel staðsett við Pósthússtræti í Reykjavík. Hótelið er í hjarta Reykjavíkur en allt í kring má finna fjölbreytt mannlíf, veitingahús og verslanir. Á Hótel Borg eru 99 herbergi, þar af eru 7 svítur og 1 turnsvíta. Líkt og hótelið sjálft eru öll herbergin innréttuð í art deco stíl sem er einkennandi fyrir bygginguna og kemur fram jafnvel í minnstu smáatriðum. Lagt var upp með þægindi í bland við fágun við hönnun herbergjanna.
Herbergin á Hótel Borg eru búin helstu nútíma þægindum eins og flatskjásjónvarpi með innlendum og erlendum rásum, síma, öryggishólfi og míníbar. Þar að auki er frí internettenging, kaffi- og tesett, sérbaðherbergi með sturtu og/eða baðkari, upphituð baðherbergisgólf, skrifborð, baðsloppur og inniskór, baðvörur, hárblásari, strauborð og straujárn og parketlögð gólf inn á öllum herbergjum.
Hótel Borg býður gesti velkomna á Borg Spa, heilsulind og líkamsrækt þar sem boðið er upp á slakandi og endurnærandi meðferðir. Heilsulindin er búin heitum potti, gufubaði, sána og afslöppunarherbergi.
Á jarðhæð hótelsins er veitingastaðurinn Jamie´s Italian þar sem áhersla er lögð á hágæða hráefni frá bæði innlendum og erlendum framleiðendum. Matseðillinn er innblásinn af Ítalskri menningu – hefðum gildum og matarástríðu Ítala, og státar af úrvals antipasti og klassískum ítölskum réttum.
Hótel Borg er eitt af fimm Keahótelum sem staðsett er í Reykjavík.
Grand Restaurant
Sigtún 38, 105 ReykjavíkGrand Restaurant er nútímalegur og glæsilegur veitingastaður þar sem hægt er að njóta fyrsta flokks matargerðarlistar. Veitingastaðurinn er opinn daglega og er með bæði hádegis- og kvöldverðarseðil.
Fjölbreytt úrval ljúffengra rétta prýða matseðilinn. Áhersla er lögð á íslenska og norræna matargerð og eingöngu er notast við úrvals hráefni. Það er okkur sönn ánægja að geta einnig boðið upp á breitt úrval af vínum, sérvalin af vínþjónum okkar.
Hvort sem þið viljið njóta veitinga eða drykkja mælum við með heimsókn til okkar, þar sem þið getið sest niður fyrir framan arineldinn og notið góðra samverustunda en við leggjum okkur fram við að skapa rólegt og streitulaust andrúmsloft.
Kringlukráin
Kringlunni 4-12, 103 ReykjavíkKringlukráin er lifandi veitingahús, þar sem lögð er áhersla á faglega þjónustu og góðan mat. Allt frá opnun staðarins árið 1989 hafa vinsældirnar aukist jafnt og þétt. Þar fer saman klassískt yfirbragð og létt andrúmsloft í hádeginu, á kvöldin og um helgar. Um helgar er boðið uppá lifandi tónlist og dansleik.
Vox
Suðurlandsbraut 2, 105 ReykjavíkVOX Brasserie & bar
Þægileg stemning og fagleg gestrisni.
VOX býður upp á fjölbreyttan matseðil sem sameinar nútíma íslenska matargerð og klassíska alþjóðlega rétti á einstakan hátt, þar sem við tökum hágæða hráefni og kinkum bæði kolli til hefðbundinna aðferða og nýrra matreiðsluaðferða.
Hvort sem er heldur þú velur að snæða með vinum og fjölskyldu, einn eða eiga rómantíska stund áttu von á faglegri gestrisni, þægilegri stemningu og einstökum mat að hætti VOX Brasserie þar sem matreiðslumeistarar okkar ráða ríkjum. Þeir og töfrateymið þeirra eru hugmyndarík og þaulreynd þegar kemur að matreiðslu og útfærslu litríkra rétta.
Hjá Góðu Fólki
Syðra-Lágafell, 342 StykkishólmiHjá Góðu fólki er lítið kaffi- og listahús. Við vinnum með hráefni úr héraði og salat, jurtir og blóm úr gróðurhúsum hjá Ræktunarstöðinni Lágafelli. Þar er vistvæn ræktun á salati og jurtum og jarðvarmi frá svæðinu nýttur til að hita upp gróðurhúsin. Við höfum lagt mikla vinnu í að gera húsið okkar hlýlegt og tökum vel á móti öllum sem koma til okkar með úrvals kaffi og heimagerðum mat og bakkelsi.
Hamborgarabúlla Tómasar
Dalvegur 16a, 201 KópavogurÞað hafa fáir jafn mikið vit og áhuga á hamborgurum eins og Tómas Tómasson, betur þekktur sem Tommi í Tommaborgurum. Hann hefur fylgt sínu heilræði alla tíð “einn hamborgari á dag kemur skapinu í lag” og mælir með að allir geri slíkt hið sama.
Í sparifötum eða vinnugallanum? Það skiptir ekki máli, allir eru velkomnir á Búlluna. Staðir Hamborgarabúllunnar eru innréttaðir á afslappaðan hátt, starfsmenn staðanna leggja áherslu á vinalega þjónustu og vilja þeir að öllum líði vel inni á Búllunni.
Við sérhæfum okkur í hamborgurum sem eru einfaldir en á sama tíma ómótstæðilega bragðgóðir úr besta fáanlega hráefni. Sérvalið hágæða nautakjöt, grillað yfir eldi, nýbakað brauð ásamt fersku grænmeti og hárréttri blöndu af sósum verður að Búlluborgaranum víðfræga.
Local
Borgartún 25, 105 ReykjavíkMarkmið Local er að bjóða hollan og ferskan skyndibita á sanngjörnu verði. Við leggjum mikla áherslu á skjóta og góða þjónustu og bjóðum upp á fyrsta flokks hráefni á hverjum degi.
Á Local færðu næringaríkan og góðan skyndibita - Gómsæt salöt sem þú setur saman að þínu eigin vali, súpur, samlokur, ferska djúsa og hristinga, ásamt fjölbreyttum hráfæðiseftirréttum!
Verið velkomin.
Geysir Glíma
Geysir, Haukadalur, 806 SelfossGeysir Glíma er veitingastaður, kaffihús og ísbúð. Um er að ræða nýja upplifun þar sem náttúra Íslands, þjóðaríþrótt Íslendinga og einstök hönnun eru leidd saman á einum stað.
Lögð er áhersla á íslenskt eldhús og fersk hráefni beint frá býli. Í hádeginu (frá 11.30 - 14.30) er alltaf í boði heitur matur og þar má meðal annars finna ferskan fisk dagsins, ljúffengt lambakjöt og plokkfisk borinn fram með hverabrauði Geysis.
Ávallt eru þrjár tegundir af súpu í boði, kjötsúpa, fiskisúpa og súpa dagsins bornar fram með nýbökuðu brauði. Einnig er hægt að fá pizzur, panini, bökur og margt fleira. Glæsilegt úrval er af kökum og bakkelsum ásamt nýmöluðu kaffi frá Illy og kúluís. Úrval af víni og sérstök áhersla er lögð á úrval af íslenskum bjór og okkar eigin Geysisbjór.
Sigurður Greipsson forfaðir fjölskyldunnar var mikill íþróttagarpur og frumkvöðull í íþróttaskólastarfi. Höfum við reynt að halda minningu hans og hans góða starfi á lofti og því er glímusýning hluti af veitingastaðnum. Meðal annars er til sýnis Grettisbeltið sem er merkasti og sögufrægasti gripur í gjörvallri íþróttasögu Íslands og einnig sá elsti en beltið hefur verið geymt í bankahólfi þar til það kom hingað á Geysi Glímu.
Paddy´s Beach Pub
Hafnargata 38, 230 ReykjanesbærPaddy's er frekar óhefðbundinn írskur bar í hjarta Keflavíkur. Paddy's býður upp á svalandi drykki, lifandi tónlist, pub quiz, íþróttir í beinni og strandblak í bakgarðinum.
Miðgarður by Center Hotels
Laugavegur 120, 101 ReykjavíkMitt í miðri Reykjavík er Miðgarður by Center Hotels. Hótelið er staðsett ofarlega á Laugavegi og er því nálægt öllu því helsta sem miðborgin býður upp á.
Á hótelinu eru 170 nýmóðins og notaleg herbergi sem öll eru fallega innréttuð með útsýni yfir miðborgina og bjóða upp á öll nútímaþægindi. Litlu smáatriðin eru nákvæmlega eins og þú vilt hafa þau. Morgunverður er innifalinn með öllum herbergjum hótelsins. Miðja hótelsins er iðagrænn og fallegur garður þar sem gott er að eiga notalega stund. Útgengt er í garðinn frá rúmgóðu alrými hótelsins sem og frá veitingastaðnum Jörgensen Kitchen & Bar sem staðsettur er á jarðhæð hótelsins.
Vel búin heilsulind er á Miðgarði þar sem finna má gufubað, heitan pott innandyra sem og utandyra og líkamsræktaraðstöðu. Boðið er upp á úrval af nuddmeðferðum í heilsulindinni. Fundarsalir eru á hótelinu og eru þeir allir bjartir, skemmtilega hannaðir með litríkum og nútímalegum húsgögnum. Gott aðgengi og næði er að finna í fundarsölunum.
- 170 herbergi
- Morgunverður innifalinn
- Ókeypis þráðlaust internet
- Heilsulind
- Líkamsræktaraðstaða
- Veitingastaðurinn Jörgensen Kitchen & Bar
- Bar
- Fundarsalir
- Afgirtur garður í miðju hótelsins
Hluti af Center Hotels hótelunum sem öll eru staðsett í hjarta miðborgar Reykjavíkur.
Potturinn og pannan
Brautarholt 22, 105 ReykjavíkPotturinn og pannan er fjölskylduvænn staður sem hefur áunnið sér vinsældir í gegnum tíðina fyrir þægilega þjónustu og ljúffengar veitingar á sanngjörnu verði. Frá 1982 hefur Potturinn og Pannan verið eitt af virtari veitingahúsum landsins.
Markmið Pottsins og pönnunar er að bjóða ávallt uppá ljúffengan mat úr fyrsta flokks hráefni ásamt fagmannlegri og alúðlegri þjónustu. Þannig leitast Potturinn og pannan við að uppfylla þarfir sinna viðskiptavina og gera heimsókn þeirra ógleymanlega. Potturinn og pannan býður upp á fjölbreyttan matseðil frá hádegi og fram á kvöld. Alla daga vikunnar.
Laugarfell
Fljótdalsheiði, 701 EgilsstaðirLaugarfell er staðsett á austanverðu hálendi Íslands, rétt norðan við fjallið Snæfell. Kárahnjúkavegur liggur nánast að Laugarfelli en afleggjarinn frá veginum að skálanum er tveir kílómetrar og er það eini staðurinn sem ekki er lagður bundnu slitlagi að skálanum. Að sumri til er vel fært að Laugarfelli fyrir allar tegundir ökutækja.
Laugarfell er með gistirými fyrir 28 manneskjur. Tvær heitar náttúrulegar laugar eru við Laugarfell og eru þær samkvæmt gömlum heimildum þekktar fyrir lækningamátt sinn.
Margar skemmtilegar gönguleiðir eru í nágrenni Laugarfells og fjöldi fallegra fossa er í þægilegri göngufjarlægð frá Laugarfelli. Miklar líkur eru á að sjá hreindýr á vappi í nágrenni Laugarfells.
Laugarfellsskáli er opinn frá 1. júní til 30 september.
Geiri smart Restaurant
Hverfisgata 30, 101 ReykjavíkHjarta Reykjavíkur slær enn í miðbæ borgarinnar, þar sem Geiri Smart fagnar bæði sérvisku og fágun.
Við beygjum okkur ekki undir neinar reglur þegar kemur að matargerð heldur helgast valið af framleiðslu bænda hverju sinni. Tækifærin birtast þegar innblásturinn ræðst af vörunni. Sjálfbærni er Íslendingum í blóð borin en við þurfum þó stöku sinnum að sækja út fyrir landsteinana. Hvaðan sem hráefnin koma eru það alltaf gæðin sem stýra hraðanum.
Við stýrum stefnunni.
Húrra! Húrra! Húrra!
Velkomin á Geira Smart Restaurant.
Hótel Höfn
v/Víkurbraut , 780 Höfn í HornafirðiHótel Höfn er gott hótel með 68 vel búnum herbergjum. Á efri hæð er veitingasalur sem rúmar 120 gesti og á hótelinu er notalegur bar. Annar veitingastaður, Ósinn, er á fyrstu hæð og rúmar hann um 50 gesti með fjölbreyttum matseðli.
Hótel Höfn er örfáa kílómetra frá stærsta jökli Evrópu þar sem hægt er að fara á sleða- eða í jeppaferð. Hótel Höfn er ákjósanlegur staður fyrir minni ráðstefnur eða allt að 110 manns og skaffar hótelið allan tæknibúnað.
Durum
Laugavegur 42, 101 ReykjavíkDurum er veitingastaður í hjarta miðbæjarins, lítill en huggulegur staður þar sem gott er að sitja í ró og næði. Við bjóðum upp á alþjóðlega rétti með Miðjarðarhafsívafi, með áherslu á ferskleika og íslenskt hráefni á viðráðanlegu verði. Verið velkomin, við tökum vel á móti þér og þínum.
Hótel Edda Akureyri
Þórunnarstræt, 600 AkureyriHótelið er staðsett miðsvæðis á horni Þórunnarstrætis og Hrafnagilsstrætis og er starfrækt sem heimavist fyrir menntaskólana á veturna en á sumrin breytast vistirnar í fallegt hótel.
Gamla vistin er með 72 herbergi - flest öll með handlaug og sameiginlegri - bað og salernisaðstöðu. Á nýju vistinni eru 132 Eddu Plús herbergi sem eru öll með sér baðherbergi, sjónvarpi og síma. Stutt er í miðbæinn og sundlaugina frá hótelinu og ekki má gleyma lystigarðinum sem er við hliðina á hótelinu
Aðstaða á staðnum:
- Alls 204 herbergi
- 132 Eddu PLÚS herbergi m/ baðherbergi, sjónvarpi og síma
- 72 herbergi m/ handlaug
- Kaffihús
- Fundarsalir
- Frítt internet
Á lokunardegi lokum við á hádegi, síðustu gestir koma þá inn daginn áður
Afþreying í nágrenninu:
- Akureyrarlaug
- Skrúðgarðar
- Skógargöngur
- Fjallaferðir og klifur
- Hvalaskoðun
- Hestaferðir
- Söfn
- Nyrsti 18 holu golfvöllur heims
Frost restaurant
Fjallsárlón, 785 ÖræfiÁ Frost er boðið upp á hlaðborð daglega þar sem má finna gott úrval af heitum réttum ásamt salatbar. Einnig er boðið upp á súpu hlaðborð, samlokur, kökur og snarl. Á Frost finnur þú mikið úrval af heitum og köldum drykkjum ásamt bjór og léttvíni.
AÐSTAÐA & STAÐSETNING
Veitingastaðurinn er í nýlegri byggingu, staðsettur nálægt náttúruperlunni Fjallsárlóni þar sem þú getur notið einstaks útsýnis yfir Fjallsjökul og nærliggjandi fjallgarða.
Þú finnur okkur við þjóðveg 1 á suðausturlandi. Við afleggjarann er skilti sem á stendur Iceberg Boat Tours & Frost Restaurant. Veitingastaðurinn er rekinn af einkaaðilum, þeim sömu og bjóða upp jökullón siglingar á Fjallsárlóni.
Þú einfaldlega mætir og við tökum vel á móti þér!
Opnunartími: 09:30-17:00 alla daga
(apríl-október)
Nánari upplýsingar: fjallsarlon.is
Pizzasmiðjan
Hafnarstræti 92, 600 AkureyriPizzasmiðjan býður upp á ljúfengar eldbaðakar pizzur í skemmtilegri stemmningu. Við tökum vel á móti þér.
Fjöruborðið
Eyrarbraut 3a, 825 StokkseyriFjöruborðið á Stokkseyri er nautnahús í álögum. Menn þurfa að beita sig valdi til að eiga þaðan afturkvæmt. En það er allt í lagi, einungis góðir gjörningar eiga sér stað innan veggja, nokkuð sem kitlar bæði maga og sál.
Hótel Gullfoss
Brattholt, 806 SelfossHótel Gullfoss er staðsett á þjóðveg 35 í þægilegri fjarlægð frá Reykjavik. Hvort sem þú vilt heimsækja Gullfoss eða Geysi eða fara yfir kjöl þá er Hótel Gullfoss ákjósanlegur áningastaður fyrir þig.
Hótelið er staðsett á bænum Brattholti og bíður upp á vinalegt viðmót, góðan mat og afslappað andrúmsloft.
Hótel Gullfoss samastendur af 35 herbergjum og rúmgóðum veitingasal. Öll herbergin eru með sér baðherbergi, hárblásara, frítt WIFI, double eða twin rúm og flatskjám. Veitingasalurinn er með frábært útsýni og stóra glugga sem snúa að Hvítá og er því útsýnið einstaklega fallegt.
Við Hótel Gullfoss liggur gamli vegurinn upp að Gullfossi og er tilvalið að labba meðfram gilinu og virða fyrir sér fallega útsýnið.
Hótel Gullfoss er aðeins í 3 km fjarlægð frá Gullfossi, 7,6 km frá Geysi og 60 km frá Þingvöllum, þetta er því tilvalinn staður til að vera á þegar ferðast er um Gullna hringinn.
Hótel Gullfoss er tilvalinn staður til að dvelja á til þess að njóta helstu ferðamannastaðinna Geysis og Gullfoss fyrir háannatímann, á kvöldin og morgnanna.
Bambus asian cuisine and lounge
Borgartún 16, 105 ReykjavíkBambus sérhæfir sig í “casual fine dining” asískri matarmenningu en asísk matarmenning er ein sú elsta í heimi.
Spennandi réttir úr fersku íslensku hráefni eldaðir upp á austurlenska vísu.
Café Adesso
Hagasmári 1 - Smáralind, 201 KópavogurCAFÉ ADESSO var opnað 7. apríl 2002 . Hönnun innréttinga var í höndum GoForm ehf. en Caoz ehf. sá um hönnun á logoi og nafni.
CAFÉ ADESSO er nútímaleg kaffitería/matsölustaður þar sem áhersla er lögð á úrvals hráefni til að tryggja hámarks gæði. Markmið CAFÉ ADESSO er að bjóða upp á góðan og fjölbreyttan matseðil þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Kappkostað er að skapa þægilegt andrúmsloft og veita viðskiptavininum góða þjónustu. Boðið er upp á sæti fyrir 180 viðskiptavini.
2fyrir1 er af Carlsberg á krana í frosinni bjórkönnu alla daga milli 16 og 19.
Hamborgarar-Crepes-Mömmumatur í hádeginu-Íslensk kjötsúpa-Súpa dagsins-Fiskur-Salöt-Kjúklingalundir í speltbrauði-Smurbrauð-kökur-kaffi-smátykki og margt margt fleira.
Pítan veitingahús
Skipholt 50c, 105 ReykjavíkHard Rock Cafe Reykjavík
Lækjargata 2, 101 ReykjavíkHARD ROCK CAFE REYKJAVIK
STOFNAÐ 30 OKTÓBER, 2016
Hard Rock Cafe Reykjavik hefur verið á besta stað í miðbænum síðan 2016.
Á matseðlinum finna allir eitthvað við sitt hæfi enda samanstendur hann af fjölbreyttum og ljúffengum réttum. Sumir þeirra eru fyrir löngu orðnir klassískir eins og Original Legendary® borgarinn og bragðgóðu Bourbon rifin.
Við bjóðum einnig upp á mikið úrval hanastéla, annarra drykkja og auðvitað einstakra eftirrétta.
Upp um alla veggi er að finna merkilega hluti úr rokksögunni og í Rock Shop er svo fjölbreytt úrval af rokkvarningi og minjagripum fyrir alla alvöru Hard Rock aðdáendur.
Við tökum vel á móti ykkur í Hard Rock stemningu sem stendur alltaf fyrir sínu!
Til þess að panta borð fyrir fleiri en 9, vinsamlegast sendið tölvupóst á GROUPS@HRCREYKJAVIK.COM
Þú finnur okkur á Facebook og Instagram og getur heyrt í okkur í síma 5600803
Hérað | Berjaya Iceland Hotels
Miðvangur 5-7, 700 EgilsstaðirHérað | Berjaya Iceland Hotels á Egilsstöðum er glæsilegt hótel sem mætir væntingum gesta í hvívetna. Á hótelinu eru 60 herbergi og mjög góð aðstaða til ráðstefnu- og fundarhalda.
Á Lyng, veitingahúsi hótelsins er boðið upp á fjölbreyttan matseðil og þar er notalegur bar með verönd þar sem gott er að setjast niður og slaka á. Stutt er í alla þjónustu en um leið er sveitakyrrðin ekki nema steinsnar í burtu. Hótelið er staðsett í hjarta Austurlands, þar sem leiðir liggja niður á firði, inn í Hallormsstað og inn á hálendið. Náttúran á svæðinu er stórbrotin þar sem er að finna margar fallegar gönguleiðir og óþrjótandi afþreyingarmöguleika
- 60 hótelherbergi
- Fyrsta flokks veitingastaður Lyng restaurant
- Hráefni úr héraði t.d hreindýr
- 24 stunda herbergisþjónusta
- Frábær fundaraðstaða
- Frítt internet
- Bar með útsýnissvölum
- Brunch á sunnudögum
- Næg bílastæði fyrir utan hótelið
Jarðböðin við Mývatn
Jarðbaðshólar, 660 MývatnJarðböðin við Mývatn eru staðsett í Jarðbaðshólum, um 4 km frá Reykjahlíð. Hér hafa verið stunduð heit jarðböð til heilsubótar allt frá landnámsöld en snemma á þrettándu öld vígð Guðmundur góði, biskup, gufuholu í Jarðbaðshólum sem notuð var til gufubaða (þurrabaða). Jarðböðin eru fyrir alla sem vilja njóta þess að vera í beinni snertingu við náttúruna, slaka á og endurnæra líkama og sál. Boðið er upp á náttúruleg gufuböð, baðlón með heitu hveravatni og heitan pott. Öll aðstaða fyrir gesti er góð, búningsklefar með læstum skápum, útiklefar og góðar sturtur. Hægt er að leigja sundfatnað og handklæði.
Með Jarðböðunum við Mývatn er ætlunin að viðhalda aldagamalli hefð fyrir böðum í Mývatnssveit, auka fjölbreytni í afþreyingu fyrir ferðamenn, styrkja atvinnulíf á svæðinu og opna nýja möguleika í heilsutengdri ferðaþjónustu.
Veitingasala er í Kaffi Kviku með stórkostlegu útsýni yfir baðlónið og Mývatn.
Opnunartími:
Sumar: 10:00-23:00
Vetur: 12:00-22:00
Fjárhúsið
Grandagarður 16, Grandi mathöll, 101 ReykjavíkGamli Baukur
Hafnarsvæðið, 640 HúsavíkInnandyra er Baukurinn hlýlegur, sjórekinn viðurinn kallast á við ýmsa muni tengda sjósókn og gömul gildi eru í hávegum höfð, gamlir skipakastarar og koparluktir skapa þægilega og rólega stemningu og fyrir utan gluggann vagga bátarnir í höfninni. Á Gamla Bauk er rekinn metnaðarfullur veitingastaður þar sem matseðillinn samanstendur af réttum úr ýmsum áttum og er hráefnið ávallt fengið brakandi ferskt frá birgjum úr nágrenninu. Bjór- og vínseðlar eru fjölbreyttir og starfsfólkið boðið og búið til ráðlegginga varðandi val á vínum með mat. Kaffidrykkir fást í úrvali ásamt eftirréttum. Á kvöldin skapast þægileg kráarstemning á Bauknum. Mikið úrval drykkja prýðir barinn og hægt er að panta sér smárétti eða grípa í spil. Um helgar dunar dansinn á Skipasmíðastöðinni, tónleikar, böll og diskótek meðan rólegri gestir geta haft það náðugra á Gamla Bauk yfir drykk.
Ströndin
Austurvegur 18, 870 VíkStröndin er nútímaleg krá í Vík þar sem þú getur komið og slakað á eftir langan dag.
Einstök staðsetning við ströndina skapar notalegt andrúmsloft þar sem gestir geta t.d. setið og fylgst með sólinni setjast á bakvið Reynisdranga á meðan þeir gæða sér á dýrindis vetingum.
Lemon
Salalaug, Versalir 3, 201 KópavogurLemon býður upp á ferskustu djúsa landsins & sælkerasamlokur en þú getur auðvitað líka fengið hollan og góðan hafragraut, ljúffeng salöt, gríska jógúrt, ávexti í boxi ofl.
Ferskasta hráefnið hverju sinni. Það er mantran okkar hjá Lemon og við víkjum aldrei frá henni.
Lindin Restaurant
Lindarbraut 2, 840 LaugarvatnOpið allt árið. Staðsett við hlið gufubaðsins, Fontana.
Vök Bistro
Vök við Urriðavatn, 701 EgilsstaðirVeitingastaður Vök Baths, Vök Bistro er tilvalinn að auka enn frekar á upplifun dagsins. Á Vök Bistro er boðið upp á úrval bragðgóðra rétta ásamt léttari veitingum s.s. súpur, smárétti, þeytinga og fersk salöt. Margt hráefni kemur úr heimabyggð og er leitast við að kaupa inn lífrænt eins og kostur er. Gott samstarf er við austfirska bændur til að tryggja ferskt og fyrsta flokks hráefni.
Á Tebarnum bjóðum við upp á úrval af lífrænum jurtadrykkjum sem gestir brugga sér sjálfir. Þar eru á boðstólnum íslenskar handtíndar jurtir sem blandað er í 75 gráðu heitt og kristaltært vatn beint úr borholum Urriðavatns. Við bjóðum jurtadrykkina einnig kælda ef gestir vilja frískandi drykk eftir slökun í heitu laugunum. Þessi drykkur er innifalinn í aðgangsmiða gesta.
Midgard Restaurant
Dufþaksbraut 14, 860 HvolsvöllurMidgard Restaurant er staðsettur á Hvolsvelli. Við bjóðum upp á “Feel Good Food” sem bæði nærir og kætir. Við leggjum jafnframt áherslu á að nota hráefni úr heimabyggð og reynum að gera allt frá grunni. Við bjóðum upp á breitt úrval rétta fyrir kjöt-, fisk- og grænmetisætur og auðvitað líka grænkera.
Bar og Happy Hour
Á barnum bjóðum við upp á gott úrval íslenskra bjóra, bæði á krana og í flösku ásamt kokteilum og sterkjum drykkum. Happy hour er í boði alla daga frá 17-19.
Viðburðir og námskeið
Við erum með frábæra aðstöðu fyrir viðburði. Endilega skoðið Facebook síðuna okkar til að sjá hvað er í gangi hjá okkur hverju sinni.
Mugison, Ásgeir Trausti, Jónas Sig., Hjálmar, Valdimar og fullt af fleirum frábærum tónlistarmönnum hafa spila hjá okkur. Einnig höfum við haldið Þakkagjörðarhátíð, Sænskt jólahlaðborð, Spænskt smakkkvöld og fleiri matarviðburði þar sem að kokkarnir elda mat frá sínum löndum.
Við höfum einnig verið með allskonar skemmtileg útivistarnámskeið, Wim Hof námskeið, RIE uppeldisnámskeið, kryddjurtanámskeið, hlaupafyrirlestur með Sigurjóni Erni og fleiri fyrirlestrar sem að hafa verið vel sóttir.
Midgard Base Camp
Midgard Restaurant er hluti af Midgard Base Camp sem er í senn hótel og hostel. Í boði eru bæði kojuherbergi og prívat-herbergi (tveggja manna herbergi eða fjölskylduherbergi). Baðherbergin eru annað hvort sameiginleg eða sér. Kojurnar eru sérstaklega glæsilegar og þægilegar. Þær eru búnar gæðadýnum, gardínum til að fá meira næði, lesljósi og innstungum. Þær eru jafnframt heimasmíðaðar og boltaðar í gegnum veginn.
Fyrirmyndaraðstaða fyrir gesti
Allir gestir fá aðgang að heitum potti og sauna þar sem hægt er að njóta útsýnis yfir Eyjafjallajökul og á góðum degi má sjá alla leiðina til Vestmannaeyja. Eftir ævintýri dagsins geta gestir slappað af í notalegum sófum og rólum í stóru sameiginlegu rými. Önnur aðstaða fyrir gesti sem vert er að nefna: gestaeldhús, þvottavél, þurrkuskápur, útiverönd þar sem gott er að slaka á yfir sumartímann, há-hraða internettenging í allri byggingunni og nóg af bílastæðum.
Midgard Adventure (ferðaskrifstofa)
Ferðaskrifstofan Midgard Adventure er einnig til húsa í Midgard. Við sérhæfum okkur í ævintýraferðum um Suðurlandið, bæði dagsferðum og lengri ferðum.
Áhugaverðir tenglar
Staðsetning Midgard Restaurant á Google Maps
Edinborg Bistró
Aðalstrætii 7, 400 ÍsafjörðurEdinborg Bistró er staðsett í Menningarmiðstöð Ísafjarðar í einu fallegasta og í árdaga þess, stærsta húsi bæjarins.
Hvort sem þú vilt bragða á íslenskri matarmenningu, fá þér kaffi og köku, eða einfaldlega skemmta þér með einn kaldan á kantinum. Þá er Edinborg Bistró staðurinn þinn.
Á veitingastaðnum er fjölbreytt dagskrá allan ársins hring meðal annars myndlistarsýningar, bjórbingó, diskótek, og lifandi tónlist.
Borðapantanir og nánari upplýsingar í s: 456-8335