Eldstó Art Café Restaurant
Eldstó Art Café Restaurant er listrænt kaffihús þar sem að bollinn sem þú drekkur úr er handgerður á staðnum.
Í Eldstó Café er boðið upp á handgerða kaffidrykki, frábærar kökur, smárétti, kjöt- og fiskrétti, sem og eitthvað ljúfengt fyrir grænmetisætur.
Eldstó Art Gallery er rekið af listahjónunum Þór Sveinssyni, leirkerasmiði og G.Helgu Ingadóttur söng-og leirlistakonu, sem og listmálara. Þau skapa nytjalist, sem að fátíð er á Íslandi í þeirri mynd sem að sést í Eldstó. Hægt að upplifa listina á staðum, í góðum kaffibolla. "Eldfjallaglerungar" unnir úr Hekluvikri, Búðardalsleir og öðum eldfjallaefnum eru á hlutunum í Eldstó. Á Skjánum í Eldstó má sjá myndbönd sem að sýna þau hjónin við vinnu sína. Íslensk hönnun, íslenskt handverk, það er það sem þú færð í Eldstó Art Gallery.