Fara í efni

Golfvellir

61 niðurstöður

Golfklúbburinn Skrifla

Nes, Reykholtsdal, 311 Borgarnes

Hugmyndir um gerð golfvallar á jörðinni Nesi í Reykholtsdal kviknuðu við þáttaskil í búskap á býlinu. Nes er nýbýli skipt frá jörðinni Skáney árið1937 og liggur í miðjum dal, um 2,5 km vestan við Reykholt við veg  518. Golfvöllurinn liggur austast í landi jarðarinnar milli þjóðvegarins og Reykjadalsár. Hann er ræktaður á gömlum túnum og graslendi. Lækur fellur um hann í landbroti. Næst veginum er sléttlendi með skjólbeltum en nær ánni einkenna lautir og hólar landið.

Hannes Þorsteinsson golfvallararkitekt skipulagði völlinn og sagði fyrir um gerð hans en landeigandi, Bjarni Guðráðsson, sá um framkvæmdir og nánari útfærslu. Völlurinn er níu holu, par 70.  Lengd hans frá gulum teigum  er 2669 m, frá bláum 2337 m. og frá rauðum 2001 m. Einnig er rúmgott æfingasvæði og æfingaflöt fyrir púttspil. Undirbúningur í landinu hófst árið 2004 með gerð lokræsa og skjólbelta til viðbótar þeim eldri skjóbeltum sem voru. Flatirnar voru sumar upphaflega ræktaðar í túninu en aðrar byggðar upp. Reykholtsdalsvöllur var opnaður til notkunar um sólstöður sumarið 2008. Golfskáli var reistur árið 2007. Þar eru sæti fyrir allt að 60 manns. Eigendur jarðarinnar, Sigrún Einarsdóttir og Bjarni Guðráðsson eiga og reka golfvöllinn og golfskálann sem hluta búskapar í Nesi ásamt gistiheimili, ræktun og öðrum mannvirkjum jarðarinnar.

Golfklúbburinn Skrifla var stofnaður í árslok 2008.  Félagar eru 16. Reykholtsdalsvöllur er hans heimavöllur og hefur klúbburinn samning við landeigendur um afnot mannvirkja og réttindi félaga á staðnum. Klúbburinn er aðili að Golfsambandi Íslands. Vallarmat fyrir Reykholtsdalsvöll tók gildi 16. febrúar 2010.

 Nafn golfvallar:  Holufjöldi: Par: 
 Reykholtsdalsvöllur  9

 

 70

Golfklúbbur Mosfellsbæjar – Hlíðavöllur og Bakkakot

Æðarhöfði 36, 270 Mosfellsbær

Hlíðavöllur er staðsettur við Leirvog í Mosfellsbæ og er 18 holu keppnisvöllur. Völlurinn liggur við ströndina og er óviðjafnanlegt útsýni bæði til sjávar og fjalla. Hlíðavöllur er 5.412 metrar á gulum teigum og 4.678 metrar á rauðum.

Bakkakot er staðsett í Mosfellsdal og er 9 holu keppnisvöllur. Einkenni Bakkakots má segja að séu stuttar brautir og trjágróður en í gegnum árin hefur mikið verið gróðursett á svæðinu og er sannkölluð sveitasæla stutt frá ys og þys borgarinnar. Bakkakot er 2.051 metrar 9 holur af gulum teigum eða 4.102 metrar á 18 holum.

Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs

Ekkjufell - Fellabær, 701 Egilsstaðir

Nafn golfvallar: Ekkjufellsvöllur
Holufjöldi:
9
Par:
70



Golfklúbbur Vatnsleysustrandar

Kálfatjörn, 190 Vogar
Nafn golfvallar: Holufjöldi: Par:
Kálfatjarnarvöllur 9

 

70

Golfklúbburinn Mostri

Vindás 18, 340 Stykkishólmur

Golfklúbburinn Mostri í Stykkishólmi var stofnaður 1984. Klúbburinn rekur Víkurvöll sem er 9 holu golfvöllur sem er nánast inni í bænum, rétt sunnan við tjaldsvæðið og Fosshótel Stykkishólm. Náið samstarf hefur verið milli klúbbsins og tjaldsvæðisins og þjónar golfskálinn gestum tjaldsvæðisins að hluta, m.a. með hreinlætisaðstöðu og þvottavél og þurrkara sem eru við skálann. Í tveggja mínútna göngufæri er svo íþróttamiðstöð bæjarins með frábærum sundlaugum og annarri aðstöðu, og þarf ekki einu sinni að fara yfir götu til þess að komast að henni frá tjaldsvæðinu.

Víkurvöllur er par 35 (70) og 4.864 m. Völlurinn er teiknaður af Hannesi Þorsteinssyni og er þægilegur í göngu, liggur milli tveggja ása og niður að ströndinni. Skemmtilegur og krefjandi golfvöllur.

Golfklúbburinn Hamar

Arnarholti Svarfaðardal, 620 Dalvík

Golfklúbburinn Keilir

Steinholt 1, 220 Hafnarfjörður

Byrjað var að spila Hvaleyrarvöllinn í núverandi mynd árið 1997. Hannes Þorsteinsson teiknaði og hannaði fyrri níu holurnar eða “hrauni”, en fleiri komu að hönnun síðari níu holanna. Fyrri níu holurnar eru í Hvaleyrarhrauni og er spilað í suður frá klúbbhúsinu og svo til baka. Síðari níu holurnar eru á gamla Hvaleyrartúninu þar sem spilað er meðfram strandlengjunni. Á vellinum eru hvítir, gulir, bláir og rauðir teigar og parið er 71 (36 + 35). Hvaleyrarvöllur hefur í gegnum árin verið annálaður fyrir góðar brautir og eftir að nýi völlurinn í Hvaleyrarrauni var opnaður hafa flatirnar fengið lofsverða athygli fyrir að vera sérstaklega góðar.

Nafn golfvallar: Hvaleyrarvöllur
Holufjöldi:
18
Par:
71 

Nafn golfvallar: Sveinskotsvöllurvöllur
Holufjöldi:
9
Par:
?

Golfklúbburinn Ós

Vatnahverfi, 540 Blönduós

Vatnahverfisvöllur, 9 holur par 70.

Ferðaþjónustan Úthlíð

Bláskógabyggð, 806 Selfoss

Ferðaþjónustan í Úthlíð stendur í jaðri óspilltrar náttúru Suðurlands. Bærinn stendur við þjóðveg nr. 37 og er í 100 km fjarlægð frá Reykjavík. Frá Úthlíð og þaðan er stutt að sækja heim marga áhugaverða staði eins og Gullfoss og Geysi.  Bláa kirkjan vísar veginn heim að Úthlíðarbænum en ferðaþjónustan er við næsta afleggjara fyrir austan. 

Orlofshúsin í Úthlíð eru staðsett á brúninni fyrir ofan bæinn og skarta einstöku útsýni yfir sveitir suðurlands. Húsin eru misstór og er best að skoða úrvalið og bóka gistingu á vefsíðunni okkar www.uthlid.is 

Veitingastaðurinn Réttin er opin alla daga ársins kl. 16 – 20. Alla laugardaga er opið kl. 11 – 21.  Á sumrin er að sjálfsögðu opið lengur. Sjá nánar á www.uthlid.is 

Úthlíðarvöllur er 9 holu golfvöllur í holtinu fyrir neðað þjóðveg. Rástímabókanir á www.golf.is 

Tjaldsvæði með rafmagni, góðri aðstöðu í þjónustuhúsi svo sem heitum pottum og þvottaaðstöðu. Tjaldsvæðið er hugsað fyrir fjölskyldufólk og er óskað eftir kyrrð eftir miðnætti. 

Cottage of the year 2020. Ferðaþjónustan Úthlíð var valin „Cottage of the year 2020 in Iceland“ sem byggir á umsögnum fjölda viðskiptavina Ferðaþjónustunnar í Úthlíð. 

Hestaleigan Bjössa Blesi og Svali ásamt öllum hinum skemmtilegu hestunum í Úthlíð eru miklir gleðigjafar og skokka með krakka sem fullorðna í spennandi útreiðartúra. 

Til að bóka hestaleigu er best að fara inn á vefinn www.uthlid.is, panta þarf hesta með fyrirvara, helst daginn áður. 

Búnaður:
Ferðalangar skulu vera í hlýjum, mjúkumog vantsheldum fatnaði ásamt vatnsheldum skóm
Ferðaþjónustan skaffar hesta, reiðhjálma og reiðtygi.
Leiðsögumaður stýrir ferðinni og hraða 

Brúarfoss:
Skemmtilegur útreiðartúr frá Úthlíð sem leið liggur eftir Kóngsveginum að gömlu brúnni sem liggur yfir Brúará og er við Brúarfossinn. Kóngsvegurinn var lagður fyrir konungskomuna 1907. Stuttir kaflar hafa varðveist af þessum vegi og munum við ríða hann alla leið að fossinum.

Ferðin tekur liðlega klukkustund. 
Útreiðartúr á frekar sléttu landi en það er riðið yfir á. Krefjandi fyrir óvana.

Kolgrímshóll:
Riðið er sem leið liggur frá Úthlíð upp svokallaðan Skarðaveg. Eftir stutta reið er leiðangurinn kominn í ósnortna náttúru Úthlíðar með óviðjafnanlega sýn til fjalla. Áð er við Kolgrímshól sem dregur nafn sitt af þeim tíma þegar Skálholtsbiskup átti Úthlíðarjörðina og nýtti skóginn til kolagerðar. Létt ganga er upp á hólinn en þar er fallegt útsýni til allra átta.

Ferðin tekur 1 1/2 tíma.
Léttur útreiðartúr á frekar sléttu landi, en er krefjandi fyrir óvana.

Kóngsvegurinn:
Riðið er frá Úthlíð upp að veitingastaðnum Réttinni og þaðan eftir kóngsveginum sem var lagður fyrir konungskomuna 1907. Riðið er um fallega kjarrivaxna slóð.

Ferðin tekur um 30 mín. 
Léttur útreiðartúr á frekar sléttu landi fyrir alla.

Golfklúbbur Grindavíkur

Húsatóftum, 240 Grindavík
Nafn golfvallar: Holufjöldi: Par:
Húsatóftavöllur 13 71

Golfklúbbur Bolungarvíkur

Syðridal, 415 Bolungarvík

Syðridalsvöllur er golfvöllurinn í Bolungarvík, 9 holu völlur en þó með 18 teiga og er því skráður sem 18 holu völlur. Syðridalsvöllur er einn af fáum strandvöllum á Íslandi, völlurinn var byggður upp á svæði sem Landgræðsla Ríkisins hafði áður verið að græða upp til að sporna við sandfoki. Syðridalsvöllur er því einkar sérstakur og frábær tilbreyting að spila golf innan um sandhóla og melgresi.
Syðridalsvöllur er par 71.

Golfklúbburinn Vík

Klettsvegur, 870 Vík

Golfvöllurinn Vík er 9 holu, par 36 völlur í fallegu umhvefi. Völlurinn er réttvið tjaldsvæði í Vík og í göngufæri frá bænum. Hann er girtur hamrabelti með útsýni til Hjörleifshöfða til austurs en Reynisdranga og Reynisfjall í suðri.

Golfklúbbur Hornafjarðar

Dalbraut, 780 Höfn í Hornafirði

Velkomin á Silfurnesvöll. Völlurinn er níu holur og er staðsettur á Höfn í Hornafirði.

Golfklúbburinn Brautarholti

Brautarholt, Kjalarnesi, 116 Reykjavík

Njóttu þess að leika golf í dásamlegu umhverfi. Golfvöllur GBR, Brautarholt er rétt utan við Reykjavík þ.e. Kjalarnesi. Brautarholt er í 62 sæti yfir bestu golfvelli heims samkvæmt vefsíðunni Golfscape og í 40. sæti yfir bestu golfvelli Skandinavíu samkvæmt tímaritinu GolfDigest.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Grafarholt, 110 Reykjavík

Golfklúbbur Reykjavíkur rekur tvo golfvelli á höfuðborgarsvæðinu, annars vegar Grafarholtsvöll (18 holur) og hins vegar Korpúlfsstaðarvöll (27 holur). Svíinn Nils Sköld hannaði Grafarholtsvöll og er hann einstakur að því leyti að engar tvær brautir eru eins, hann telst því bæði vera fjölbreyttur og skemmtilegur að spila. Korpúlfsstaðarvelli er skipt í þrjár 9 holu lykkjur – Sjórinn, Áin og Landið og skiptist völlurinn því í mismunandi 9 og 18 holu völl hvern dag. 

Golfklúbbur Reykjavíkur er stoltur af því að geta boðið upp á glæsilega golfvelli í fallegu umhverfi og býður kylfinga velkomna. 

Nafn golfvallar: Grafarholtsvöllur
Holufjöldi: 18
Par: 71

Upplýsingar um aðra aðstöðu klúbbsins, svo sem stutta æfingavelli og inniæfingasvæði má finna á vefsíðu klúbbsins.

Golfklúbburinn Flúðir

Efra-Sel - Hrunamannahrepp, 846 Flúðir

Selsvöllur er staðsettur í nágrenni við Flúðir í Hrunamannahreppi.

 

Völlurinn er 18 holu golfvöllur og þægilegur í göngu. Mikil uppbygging og endurbætur hafa átt sér stað á vellinum þar sem áhersla er lögð á aðgengi, stígagerð og umhverfi.

 

Golfklúbburinn Flúðir (GF) er með aðstöðu í golfskálanum þar sem veitingastaðurinn Kaffi-Sel sér um veitingarekstur.

 

Gisting er í boði í nágrenni við völlinn, annars vegar 6 herbergja gistiheimili (Efra-Sel hostel) og hins vegar í einbýlishúsi sem leigt er út í heild sinni (Efra-Sel home). Efra-Sel home er staðsett nokkrum metrum frá 10. teig vallarins.

 

Tilvalið er fyrir hópa að bóka golf, gistingu og hlaðborð. Leitið tilboða hjá okkur í síma 486-6454 eða með tölvupósti á netfangið pantanir@kaffisel.is

Nafn golfvallar: Holufjöldi: Par:
Selsvöllur 18

 

70


Golfklúbbur Hólmavíkur

Hafnarbraut 18, 510 Hólmavík

Nafn golfvallar :Skeljavíkurvöllur
Holufjöldi:
9
Par:
66



Golfklúbbur Fjallabyggðar

Skeggjabrekka , 625 Ólafsfjörður

Nafn golfvallar: Skeggjabrekkuvöllur
Holufjöldi:
9
Par:
66

Golfklúbbur Vestmannaeyja

Torfmýravegur, 902 Vestmannaeyjar

Frábær 18. holu golfvöllur á einstöku landsvæði. Ógleymanleg upplifun fyrir alla golfara. Herjólfur siglir á milli lands og eyja alla daga vikunnar og er alltaf hægt að fá lausa rástíma. 

Finnið okkur á Facebook hér.
Finnið okkur á Instagram hér 

 

Nafn golfvallar:

Holufjöldi: Par:
Vestmannaeyjavöllur 18

 

70

Frisbígolf

Bernódusarlundur, 415 Bolungarvík

Völlurinn er með 9 körfur og 2 teigar á hverri braut, ókeyps aðgangur. 

Golfklúbburinn Jökull

Golfskálinn Fróðá, 355 Ólafsvík

Fróðárvöllur er 9 holu golfvöllur skammt austan við Ólafsvík. Völlurinn liggur á flatlendi við ósa Fróðár, sem rennur í Breiðafjörð. Völlurinn er frekar stuttur og léttur í göngu.

Golfklúbburinn Jökull var stofnaður 1973 og voru stofnfélagar 44.

Völlurinn er par 70, 4858 m af gulum teigum og 4186 m af rauðum teigum.

Klúbbhús er á staðnum en einungis eru seldar þar veitingar á mótum. Auðvelt er að fá teigtíma.

 

 Nafn golfvallar:  Holufjöldi:  Par:
 Fróðárvöllur  9  70

 

 

Golfklúbbur Vopnafjarðar

Skúlatún, 690 Vopnafjörður

Skálavöllur, 9 holur, par 72.

Golfklúbburinn Kiðjaberg

Grímsnes, Árnessýsla, 801 Selfoss
Nafn golfvallar: Holufjöldi: Par:
Kiðjabergsvöllur 18

 

71

Golfklúbbur Ísafjarðar

Tungudalsvöllur, 400 Ísafjörður

Golfvöllur Ísafjarðar er 9 holu völlur par 72. Hann er staðsettur í Tungudal sem er útivistarparadís Ísafjarðarbæjar.

Völlurinn er í skemmtilegu umhverfi í nálægð við sumarbústaðarhverfi og tjaldsvæðið í Tungudal. Veitingasala og æfingarsvæði er í boði hjá Golfklúbbi Ísafjarðar. 

Golfklúbbur Patreksfjarðar

Vestur-Botn, 450 Patreksfjörður

Nafn golfvallar: Vesturbotnsvöllur

Holufjöldi: 9

Par: 72

Golfklúbburinn Lundur

Fnjóskadalur, 601 Akureyri
Nafn golfvallar: Holufjöldi: Par:
Lundsvöllur 9

 

68

Golfklúbburinn Vestarr

Grundargata 84, 350 Grundarfjörður

 Bárarvöllur er 9 holu völlur um 8 km austan við Grundarfjörð. Völlurinn liðast um hlíðar Klakks með frábæru útsýni yfir Grundarfjörð og Breiðafjörð. Golfklúbburinn Vestarr var stofnaður 1995. Nafnið Vestarr kemur frá landnámsöld en Vestarr Þórólfsson var fyrsti landnámsmaður í Eyrarsveit. 

Hannes Þorsteinsson, golfvallaarkitekt, hannaði 9 holur og var völlurinn tekinn í notkun 1996. 

Völlurinn er par 72, 5322 m af gulum teigum og 4572 m af rauðum teigum. Veitingasala er í klúbbhúsi og frekar auðvelt er að fá teigtíma.  

Nafn golfvallar: Bárarvöllur
Holufjöldi: 72
Par:   9 

 

Golfklúbbur Akureyrar

Jaðar, 600 Akureyri
Nafn golfvallar: Holufjöldi: Par:
Jaðarsvöllur 18

 

71

 

www.arcticopen.is

Golfklúbbur Skagastrandar

Höfði, 545 Skagaströnd

Golfklúbbur Skagastrandar, Háagerðisvöllur, er 9 holu völlur, par 72, staðsettur 4 km fyrir norðan Skagaströnd.

Völlurinn liggur í fjölbreyttu og skemmtilegu landslagi sem býður upp á áhugaverð tækifæri. Ekki er þörf á að panta tíma heldur bara mæta á staðinn.

Opið alla daga 08-23. Verið velkomin.

Nafn golfvallar: Háagerðisvöllur
Holufjöldi:
9
Par:
72

 

Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar - GKG

Vífilsstaðavegur, 210 Garðabær

Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar var stofnaður 24. mars 1994. Svæði félagsins er í landi Garðabæjar annarsvegar og í landi Kópavogs hinsvegar eins og nafnið ber með sér. Vallarstæðið er í Vetrarmýri í landi Vífilsstaða í Garðabæ og í Leirdal ofan við Salahverfi í Kópavogi.

Fram til ársins 1996 voru einungis 9 holur til afnota fyrir félagsmenn en árið 1996 voru teknar í notkun 9 holur til viðbótar og var völlurinn þá orðinn 18 holur. Enn frekari endurbætur voru gerðar á vellinum 2002 og nú síðast hafa 9 holur til viðbótar verið byggðar í Leirdal í landi Kópavogs. Kópavogshluti vallarins var tekinn í notkun árið 2007. 

Í dag er völlurinn orðinn hinn glæsilegasti og státar af 27 holum.  Annars vegar er 9 holu völlur ( MÝRIN, par 34 ) og hinsvegar 18 holu völlur ( LEIRDALSVÖLLUR, par 71).

 

 



Golfklúbburinn Gláma

Meðaldalur, 470 Þingeyri

Heimavöllur Golfklúbbsins Glámu er á Meðaldalsvelli í Dýrafirði, um 5 km fyrir utan þorpið á Þingeyri. Vallarstæði golfvallarins er einkar fagurt, margbreytilegt landslag þar sem leikið er yfir allskyns torfærur, ber þar helst að nefna stífluna á sjöundu holu. 

Völlurinn er 9 holur og par 72.

Golfklúbburinn Glanni

Glannaskáli Hreðavatni, 311 Borgarnes

Golfvöllurinn Glanni er 9 holu golfvöllur og er staðsettur við fossinn Glanna í Norðurárdal. Einn fallegasti golfvöllur landsins. Völlurinn er mjög áhugaverður fyrir golfspilara, jafnt byrjendur sem og góða golfara. Golfskálinn býður upp á veitingar eins og samlokur, hamborgara, súpur, kaffi og aðra drykki. Einnig leigu á golfáhöldum. Upplagt að njóta þessa glæsilega golfvallar á leið milli landshluta.

 

 Nafn golfvallar:  Holufjöldi:  Par:
 Golfvöllurinn Glanni         9   70

 

 

Golfklúbburinn Geysir

Haukadalur, 801 Selfoss

Nafn golfvallar: Haukadalsvöllur
Holufjöldi:
9
Par:
74



Golfklúbbur Húsavíkur

Katlavellir, 640 Húsavík
Nafn golfvallar: Holufjöldi: Par:
Katlavöllur 9

 

70

Golfklúbbur Hveragerðis

Gufudalur, 810 Hveragerði
Nafn golfvallar: Holufjöldi: Par:
Gufudalsvöllur 9

 

72

Golfskálinn

Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík

Golfskálinn er sérverslun með golfvörur og golfferðir erlendis. Við leggjum mikla áherslu á góða þjónustu, vandaðar vörur og gott verð.

Golfklúbbur Bíldudals

Hóll, 465 Bíldudalur

Golfklúbbur Bíldudals var stofnaður árið 1992, félagsmenn hafa byggt fína aðstöðu á Litlueyrarvelli við Bíldudal. Þar var gömlu íbúðahúsi breytt í klúbbhús og verja fjöllin í dalnum völlinn fyrir veðri og vindum. 

Völlurinn er 9 holur og er par 70 þegar spilaðir eru 2 hringir. 

Golfklúbburinn Leynir

Grímsholt, 300 Akranes

Garðavöllur er 18 holu völlur í útjaðri Akraness. Landið er frekar slétt en klapparholt, tjarnir, glompur og trjágróður setja sinn svip á völlinn sem er mjög krefjandi og skemmtilegur.

Garðavöllur hefur skipað sér í sess meðal bestu valla landsins og þar hafa verið haldin mörg stórmót.

Golfklúbburinn Leynir var stofnaður árið 1965. Árið 2000 var völlurinn stækkaður í 18 holur. Hönnuður vallarins er Hannes Þorsteinsson, golfvallaarkitekt.

Par vallarins er 72, völlurinn er 6006 m af hvítum teigum, 5560 m af gulum og 4593 m af rauðum teigum.

Veitingaaðstaða er í klúbbhúsi. Nauðsynlegt er að panta rástíma á www.golf.is eða hafa samband við klúbbhús.

 

Nafn golfvallar:  Holufjöldi:   Par:
 Garðavöllur  18  72

 

 

Golfklúbbur Borgarness

Hamar, 310 Borgarnes

Hamarsvöllur er 18 holur, mjög skemmtilegur golfvöllur sem er frekar auðveldur í göngu.

Völlurinn liðast um hæða og ása umhverfis gamla bæinn að Hamri. Við áttundu flöt stendur svo Icelandair Hótel Hamar.

Vatn kemur við sögu á nokkrum holum og er 16. flöt umvafinn vatni á alla vegu.

Golfklúbbur Borgarness var stofnaður 1973 og var völlurinn upphaflega hannaður af Þorvaldi Ásgeirssyni en Hannes Þorsteinsson, golfvallaarkitekt endurhannaði völlinn og bætti við 9 holum.  Í júní 2007 var völlurinn formlega tekin í notkun sem 18 holu völlur.

Völlurinn er par 71, 5338 m af hvítum teigum, 4939 m af gulum og 4405 m af rauðum teigum.

Öruggara er að panta teigtíma á www.golf.is eða í klúbbhúsi.

Ferðaþjónustan Hellishólum

Hellishólar, 861 Hvolsvöllur

Hellishólar í Fljótshlíð er glæsileg ferðaþjónusta sem býður upp á fjölbreytta afþreyingu fyrir gesti, gistingu í sumarhúsi og fullkomna tjaldaðstöðu.  Hellishólar eru staðsettir mitt í sögusviði Brennu-Njálssögu og eru í um klukkutíma fjarlægð frá Reykjavík.

Hellishólar eru stoltir að kynna þá afþreyingu sem hægt er að stunda á svæðinu og má þar helst nefna glæsilegan níu holu golfvöll, Hellishólavatn til að veiða í, heita potta, leiksvæði, hestaleigu og margt fleira.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Golfklúbburinn Nes

Suðurnesi, 170 Seltjarnarnes

Golfklúbbur Ness - Nesklúbburinn var stofnaður 1964. Klúbburinn rekur 9 holu golfvöll, par 72 á Seltjarnarnesi þar sem náttúrufegurðin ræður ríkjum.

Golfklúbbur Öndverðarness

Öndverðarnes, 805 Selfoss

Nafn golfvallar: Öndverðarnesvöllur
Holufjöldi: 18
Par: 70

Veitingastaður á svæðinu.

Golfklúbbur Mývatnssveitar

Krossdalsvöllur, Reykjahlíð, 660 Mývatn

Nafn golfvallar: Krossdalsvöllur
Holufjöldi:
9
Par:
66



Golfklúbburinn Setberg

Fagraberg 30, 221 Hafnarfjörður

Setbergsvöllur var opnaður formlega þann 23. júní 1995 en hann liggur í landi Setbergs á mörkum Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Landið var áður nýtt til landbúnaðar og þurfti að byggja upp allar flatir og teiga, en hluti af gömlu túnunum voru nýtt undir brautir. Margir teigar hafa verið byggðir upp að nýju og allar flatir, nema sú fimmta.

Nafn golfvallar: Setbergsvöllur
Holufjöldi:
18
Par:
72

 



Golfklúbbur Skagafjarðar

Hlíðarendi, 551 Sauðárkrókur

Hlíðarendavöllur á Nöfunum á Sauðárkróki er einn lengsti og glæsilegasti 9 holu golfvöllur landsins og fær einróma lof þeirra sem hann sækja. Hann þykir sérstaklega erfiður fyrir þá sem spila á rauðum teigum. Af hvítum teigum er völlurinn tæplega 6000 metrar. Af gulum teigum 5636 metrar og af rauðum 4876 metrar.

Golfklúbbur Skagafjarðar hefur starfað frá árinu 1970 og er því orðinn 50 ára. Mótahald skipar stóran sess í starfi klúbbsins, en árlega eru haldin a.m.k. 6 opin mót og yfir 20 innanfélagsmót á Hlíðarendavelli.

Golfklúbbur Staðarsveitar

Votilækur, 356 Snæfellsbær

Garðavöllur undir Jökli er á margan hátt sérstæður í hinni fjölbreyttu golfvallarflóru á Íslandi, með stutta fortíð að baki en á að talið er mikla framtíð fyrir sér.

Völlur: Garðavöllur undir jökli
Langaholt, 356 Snæfellsbær
Afgreiðsla:
Sími 4356789
Netfang golfklst@gmail.com
Vefsíða: www.golfklst.is
Facebook: smellið hér
Opið: Fles ta daga 08:00 til 22:00

Það var árið 1997 sem Þorkell Símonarson í Görðum fékk Hannes Þorsteinsson, golfvallaarkitekt til að hanna völlinn. Fluttar voru inn slátturvélar, keyptur gamall traktor og opnað svo í ágúst sama ár og þótti mönnum völlurinn nokkuð gisinn til að byrja með.

Svo er aðstæðum hér í gamla -heimatúninu- í Görðum fyrir að þakka að hægt er yfirleitt að reka golfvöll með einhverju móti en heimatúnið gamla er myndað úr gulum foksandi sem hefur hlaðist upp í sunnan ofsaveðrum í gegnum aldirnar. Þetta skilar sér sem harðgert, þurrt land og á allan hátt þægilegt og vandræðalítið miðað við það sem víða er. Einnig má taka fram að golfíþróttin sjálf varð til á einmitt svona grónum sandbölum á Bretlandseyjum fyrir mjög löngu síðan en bæta má við að golffróðir menn kalla svona velli “Links”.

Það kom senn að því að þeir íbúar í sveitinni sem hvað skemmtilegast þótti að leika golf ákváðu að stofna með sér félagsskap og hlaut klúbburinn nafnið Golfklúbbur Staðarsveitar eftir hinu forna nafni sveitarinnar sem nú er hluti Snæfellsbæjar, en nokkuð var tekist á um nafn. Þetta var í ágúst 1998 og var stofnfundurinn haldinn í gistihúsinu Langaholti að Ytri Görðum og voru stofnfélagar átta talsins. Sumarið 2002 hlaut klúbburinn svo inngöngu í G.S.Í. og eru það óneitanlega þó nokkur tímamót í sögu vallarins og golfiðkunar á Íslandi yfirleitt.

Gaman er að segja frá því að golfvöllurinn er einnig fræðslustígur þar sem á hverri braut eru skilti sem veita upplýsingar um sögu og jarðfræði þess sem fyrir augu ber.

Skemmtigarðurinn Grafarvogi

Grafarvogur, Gufunesvegur, 112 Reykjavík

Skemmtigarðurinn í Grafarvogi býður upp á fjölbreytt hópefli. Garðurinn er opinn eftir pöntunum allan ársins hring, en mini-golfið og fótboltagolfið er opið alla daga á sumrin. Skemmtigarðurinn í Grafarvogi leggur aðaláhersluna á litbolta, lasertag, minigolf, hópefli, ratleiki, fótboltagolf ásamt ýmsum skemmtilegum dagsferðum. Í garðinum er skáli sem rúmar 200 manns i sæti og eru grillveislurnar okkar rómaðar. Helstu viðskiptavinir okkar eru: ferðaskipuleggjendur, fyrirtæki, steggjahópar, ýmsir skólahópar og einstaklingar. Láttu okkur sjá um viðburðinn – viðburðir eru okkar fag. Við komum líka með fjörið til þín. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu okkar www.skemmtigardur.is , með því að senda póst á info@skemmtigardur.is eða bara með því að slá á þráðinn til okkar í síma 587-4000

Golfklúbburinn Oddur

Urriðavatn, 210 Garðabær

Urriðavöllur var vígður 8. ágúst 1997 og þykir einn flottasti völlur landsins. Völlurinn er hannaður af Hannesi Þorsteinssyni en hann er fyrst og fremst hugsaður sem skemmtilegur klúbbvöllur frekar en erfiður keppnisvöllur.

Nafn golfvallar: Urriðavöllur
Holufjöldi:
18
Par:
71

 



Golfklúbburinn Dalbúi

Miðdalur, 840 Laugarvatn
Nafn golfvallar: Holufjöldi: Par:
Golfvöllurinn Miðdal 9

 

68

Golfklúbburinn Húsafelli

Húsafell, 320 Reykholt í Borgarfirði

Húsafellsvöllur er 9 holu golfvöllur sem liðast um fjölbreytt landslag meðfram bökkum Kaldár og Stuttár. Víða liggja brautir meðfram og yfir vatn og oft er stutt í skóginn.

Árið 1986 var byrjað að undirbúa jarðveg fyrir golfvöll í Húsafelli. Helstu hvatamenn að uppbyggingu golfvallarins voru Kristleifur Þorsteinsson og Þorsteinn Kristleifsson, sem sá um framkvæmdir. Tíu árum síðar var hann formlega tekinn í notkun.

Golfvöllurinn er hannaður af Hannesi Þorsteinssyni, golfvallaarkitekt.

Völlurinn er par 72, 5992 m af gulum teigum og 4110 m af rauðum teigum.

Fjölbreytt ferðaþjónusta er í boði að Húsafelli.

 Nafn golfvallar:  Holufjöldi:  Par:
 Húsafellsvöllur  9

 

72

Golfklúbburinn Gljúfri

Ekrugata 6, 670 Kópasker

Nafn golfvallar: Ásbyrgisvöllur
Holufjöldi:
9
Par:
66

Golfklúbbur Byggðarholts / GBE

Bogahlið 2, 735 Eskifjörður

Nafn golfvallar: Byggðarholtsvöllur
Holufjöldi: 9
Par: 35

Teigar og erfiðleikar (á 9 holum):
Gulir teigar karla
Lengd:
2496 m
Vallarmat: 69,8
Vægi: 113

Rauðir teigar karla -
Lengd: 2048

Vallarmat: 65,2
Vægi: 103

Rauðir teigar konur
Lengd: 2048

Vallarmat: 69,8
Vægi: 128 

 



Golfklúbbur Suðurnesja

Hólmsvöllur, 250 Suðurnesjabær

Stærsti golfviðburður ársins, Íslandsmótið í höggleik, er haldinn á Hólmsvelli í Leirunni í Garði.  Tuttugu konur og á annað hundrað karlar munu berjast um eftirsóttasta titilinn í golfinu í fjóra daga. Fyrstu keppendur hófu keppni í býtið fimmtudaginn 21. júlí. Allir eru velkomnir í Leiruna til að fylgjast með og er enginn aðgangseyrir, veitingasala á staðnum og stemmningin góð. Eins og kunnugt er þá er frægasta hola landsins við 3. brautina í Bergvík í Leiru.

Nafn golfvallar: Holufjöldi: Par:
Hólmsvöllur í Leiru 18

 

72

Golfklúbbur Reykjavíkur

Korpúlfsstaðavöllur, Grafarholti, 112 Reykjavík

Golfklúbbur Reykjavíkur rekur tvo golfvelli á höfuðborgarsvæðinu, annars vegar Grafarholtsvöll (18 holur) og hins vegar Korpúlfsstaðarvöll (27 holur). Svíinn Nils Sköld hannaði Grafarholtsvöll og er hann einstakur að því leyti að engar tvær brautir eru eins, hann telst því bæði vera fjölbreyttur og skemmtilegur að spila. Korpúlfsstaðarvelli er skipt í þrjár 9 holu lykkjur – Sjórinn, Áin og Landið og skiptist völlurinn því í mismunandi 9 og 18 holu völl hvern dag.

Golfklúbbur Reykjavíkur er stoltur af því að geta boðið upp á glæsilega golfvelli í fallegu umhverfi og býður kylfinga velkomna. 

Nafn golfvallar: Korpúlfsstaðavöllur
Holufjöldi: 27
Par:

 



Golfklúbbur Hellu

Strönd, 851 Hella
Nafn golfvallar: Holufjöldi: Par:
Strandarvöllur 18

 

70

Golfklúbbur Sandgerðis

Vallarhús, 245 Suðurnesjabær
Nafn golfvallar: Holufjöldi: Par:
Kirkjubólsvöllur 18

 

70

Golfklúbbur Siglufjarðar - Sigló Golf

Skarðsvegur, 580 Siglufjörður

Golfvöllurinn á Siglufirði er níu holur, byggður á endurheimtu landi fyrir neðan skógræktarsvæði í Skarðsdal. Völlurinn er hannaður af Edwin Roald.

Nafn golfvallar: Hólsvöllur 

Holufjöldi: 9

Par: 70

Facebooksíða klúbbsins:
https://www.facebook.com/gksgolf/

Heimasíða golfvallar:
https://www.facebook.com/siglogolf/

Golfklúbbur Norðfjarðar

Golfskálinn, Grænanesbökkum, 740 Neskaupstaður

Nafn golfvallar: Grænanesvöllur
Holufjöldi: 70
Par: 18



Golfklúbbur Selfoss

Selfossi, 800 Selfoss
Nafn golfvallar: Holufjöldi: Par:
Svarfhólsvöllur 9

 

70

Golfklúbbur Seyðisfjarðar

Kúahagi / Vesturvegi, 710 Seyðisfjörður

Nafn golfvallar: Hagavöllur 

Holufjöldi: 9

Par: 70

Golfklúbbur Þorlákshafnar

Hafnarsandi , 815 Þorlákshöfn

Verið velkomin á Þorlákshafnarvöll, 18 holuvöll á besta stað!