Fara í efni

Dýralíf

78 niðurstöður

Akranes gönguleið

Akranes

Akranes er fjölmennasta þéttbýli Vesturlands, með um 7.688 íbúa. Fjölmargar gönguleiðir er að finna á svæðinu, með fjölbreytu undirlagi og með áhugaverðum áningarstöðum. Gönguleiðir er að finna á útjaðri bæjarins, við sjávarsíðu og inn í bænum sjálfum sem gerir gestum og íbúum Akranes kleift að upplifa mikin fjölbreytileika.   

Akranes hefur margt uppá að bjóða þegar kemur af afþreyingu og upplifun en þekktustu svæðin eru Langisandur og Breiðin. Langisandur er gríðarlega vinsæll meðal íbúa Akranes en þar er að finna fjölmargar afþreyingarmöguleika, hvort það er að fara í Guðlaugu, sjósund, líkamsrækt eða að njóta strandlengjunnar og fegurðinni sem hún hefur að geyma.
Breiðin er vinsæll áfangastaður ferðamanna en svæðið hefur tekið miklum framförum, með góða innviði og góða upplýsingagjöf. Akraneskaupstaður hefur gert frábæra hluti þegar kemur að aðgengi og upplýsingagjöf og er gríðarlega
áhugaverður áfangastaður að heimsækja.  

Svæði: Akranes. 

Vegnúmer við upphafspunkt: Kalmansbraut(nr.51), við tjaldsvæði Akranes. 

Erfiðleikastig: Auðveld leið. 

Vegalengd: 10.36km 

Hækkun: 0-50 metra hækkun. 

Merkingar á leið: Engar merkingar. 

Tímalengd: 2.15klst. 

Yfirborð leiðar: Smá grjót og malbikaður stígur. 

Hindranir á leið: Engar hindranir. 

Þjónusta á leið: Við tjaldsvæði Akranes og þjónustufyrirtæki á svæðinu. 

Upplýst leið: Meirihluti leiðar er upplýstur en hluti sem er óupplýstur. 

Tímabil: Opið 12 mánuði ársins.  

GPS hnit upphaf: N64°19.5756 W022°04.0371 við tjaldsvæði Akranes. 

GPS hnit endir: N64°18.7945 W022°02.6144 við Himnaríki. 

Arnarstapi

Snæfellsbær
Fjölskylduvænn ferðamannastaður. Sérstæð náttúra. Saga og menning

Álfholtsskógur

Akranes

Útivistarsvæði inn í Álfholtsskóg er vinsæll áfangastaður fyrir ferðalanga í Hvalfjarðarsveit en aðgengi hefur verið bætt síðastliðin ár og er svæðið skilgreint sem „Opinn skógur“. Gönguleiðir eru víða um svæðið, merkingar hafa verið settar upp og áningarstaðir inn í skóginum eru fjölmargar. Upphaf skógræktar í Álfholtsskóg má rekja til ársins 1939 en í dag má finna yfir 130 tegundir af trjám og runnum í skóginum og misjöfnum yrkjum af sömu tegund.

Gönguleiðir um Álfholtsskóg eru fjölbreyttar og krefjandi en aðstaða til að njóta er fyrsta flokks. Áningarstaðir þar sem gestir geta hvílst, borðað nesti eða eingöngu að njóta svæðisins eru til staðar og auk þess eru að finna merkingar víða. Félagar í skógræktarfélagi Skilmannahrepps hafa gert mjög vel með að merkja leiðirnar og auka aðgengi fyrir göngufólk, með tilkomu brúa og trappa upp hlíðar Álfholtsskógar.

Svæði: Hvalfjörður. 

Vegnúmer við upphafspunkt: Akrafjallsvegur (nr. 51).  

Erfiðleikastig: Auðveld leið og létt leið. 

Vegalengd: 7 km. 

Hækkun: 0-50 metra hækkun. 

Merkingar á leið: Merkt leið með skiltum sem vísa leið. 

Tímalengd: 1.30 klst. 

Yfirborð leiðar: Smá grjót, trjákurli, grasi og blönduðu efni. 

Hindranir á leið: Þrep og brýr á gönguleið. 

Þjónusta á leið: Hægt er að losa sorp við bílastæði. 

Upplýst leið: Óupplýst leið. 

Tímabil: Opið 12 mánuði ársins.  

GPS hnit upphaf: N 64°22.2406 W 021°51.0028. 

GPS hnit endir: N 64°22.2406 W 021°51.0028.  

Ásbyrgi

Húsavík
Ásbyrgi er eitt helsta náttúruundur Íslands og er staðsett í Vatnajökulsþjóðgarði.

Barnaborgir gönguleið

Borgarnes

Barnaborgarhraun er úfið apalhraun frá nútíma, víða lyngi og kjarri vaxið, runnið frá Barnaborg. Eldvarp var í miðju hrauni en Barnaborgir eru tveir hraunhólar sem standa í miðju hrauninu. Skemmtilegt útivistarsvæði þar sem gönguleið liggur um hraunið og hægt er að njóta svæðisins, kyrrðinni og fegurð Snæfellsnes og Borgarbyggðar á sama tíma. Barnaborgir eru á náttúruminjaskrá Umhverfisstofnunar Íslands.

Gönguleið um Barnaborgarhraun er greinileg en frá bílastæði eru þrep yfir girðingu en svo blasir við gestum greinilegur slóði sem leiðir gesti inn hraunið. Þegar komið er inn í hraunið taka við mjóir stígar sem geta verið hættulegir en tryggja þarf góðan skóbúnað áður en haldið er inn í hraunið. Þegar komið er að hraunhólunum tekur við smá grjótar undirlag en hægt er að ganga víða um svæðið og njóta umhverfisins, náttúru og kyrrðar sem svæðið hefur uppá að bjóða.  

Staðsetning: Borgarbyggð. 

Upphafspuntkur: Við þjóðveg nr. 54 (Snæfellsnesveg). 

Erfiðleikastig: Létt leið. 

Lengd: 2.8 kílómetrar 

Hækkun: 107 metrar. 

Merkingar: Nokkrar stikur og nokkrar vörður á leiðinni. 

Tímalengd: 45 mínútur. 

Undirlag: Smá grjót, storknað hraun, stór grjót, þúfur. 

Hindranir á leið: Þrep eru víða á leiðinni. 

Þjónusta á svæðinu: Engin þjónusta. 

Lýsing: Engin lýsing. 

Árstíð: Opin 12 mánuði ársins en huga þarf að aðstæðum að vetri til. 

GPS hnit upphafspunktar: N64°45.3335 W022°14.9905 

GPS hnit endapunktar: N64°45.3335 W022°14.9905  

Bárður Snæfellsás gönguleið

Snæfellsbær

Arnastapi er þekktur áfangastaður ferðamanna um Snæfellsnes og er búin að vera uppbygging á síðastliðnum árum á svæðinu. Göngustígar um svæðið eru nú sumir hverjir vel aðgengilegir og mikill fjöldi veitingastaða auk gistiaðstöðu er á svæðinu. Höfnin við Arnastapa og göngustígar á milli Arnastapa og Hellnar eru vinsælir áfanga/áningastaðir. Umhverfið í heild sinni á svæðinu er einstakt, þar sem fuglalíf, í bland við fjölbreytt landslag, gerir Arnarstapa að einum vinsælasta áfangastaðar Vesturlands. Hlaðin mynd af Bárði Snæfellsás eftir Ragnar Kjartansson gnæfir yfir svæðinu og strandlengju Arnarstapa.

Svæði: Bárður Snæfellsás, Arnarstapi. Snæfellsnes.

Vegnúmer við upphafspunkt: Arnarstapavegur (nr. 5710).

Erfiðleikastig: Auðveld leið.

Vegalengd: 1.18km.

Hækkun: 30 metra hækkun.

Merkingar á leið: Engar merkingar.

Tímalengd: 18 mínútur.

Yfirborð leiðar: Mottur og smá grjót.

Hindranir á leið: Engar hindranir.

Þjónusta á leið: Salerni og möguleiki á að losa sorp á leiðinni.

Upplýst leið: Leið óupplýst.

Tímabil: Leið opin 12 mánuði ársins en bent er á að leið gæti verið hál vegna ísingar yfir vetrartímann.

GPS hnit upphaf: N64°45.9992 W023°37.7660

GPS hnit endir: N64°45.9992 W023°37.7660

Beruvík gönguleið

Snæfellsbær

Upphaf gönguleiðar er við bílastæði hjá Beruvík. Gönguleið liggur um rústir bæja sem voru í Beruvík og er leiðin stikuð. Sagt er að kona að nafni Bera hafi búið í Beruvík. Í Beruvík voru tvær jarðir, Garðar og Hella. Nýjabúð, Bakkabúð og Helludalur voru hjáleigur. Landið var erfitt búskapar því lítil tún og hraun gerðu bændum erfitt fyrir. Þó var skjólsamt og góð beit árið um kring. Bændur sóttu sjóinn frá Beruvík og nýttu reka. Byggð lagðist af um miðja 20 öld. Á göngu um Beruvík er farið á milli bæjarrústa en sjá má m.a. fjárbað þar sem sauðfé var baðað vegna fjárkláða, Nýjabúð rústir og ýmsar tóftir á meðan Snæfellsjökullinn gnæfir yfir gesti.

Svæði: Beruvík, Snæfellsjökull þjóðgarður.

Vegnúmer við upphafspunkt: Útnesvegur (nr. 574. )

Erfiðleikastig: Auðveld leið

Vegalengd: 1.17km.

Hækkun: 7 metra hækkun.

Merkingar á leið: Merkingar á leið.

Tímalengd: 18 mínútur.

Yfirborð leiðar: Hraun og graslendi.

Hindranir á leið: Göngustígar eru þröngir, grasstígar, og blandað yfirborð.

Þjónusta á leið: Engin þjónusta á leið.

Upplýst leið: Leið óupplýst.

Tímabil: Leið opin 12 mánuði ársins en bent er á að leið er ófær yfir mars og apríl mánuði.

GPS hnit upphaf: N64°48.7933 W023°57.6929

GPS hnit endir: N64°48.7933 W023°57.6929

Blautós Innstavogsnes við Akranes

Akranes
Gönguleiðir og fuglaskoðun fyrir alla aldurshópa

Borg á Mýrum-Einkunnir gönguleið

Borgarnes

Borg á Mýrum er kirkjustaður vestur af Borgarnesi. Staðurinn er, samkvæmt Egils sögu Skallagrímssonar, landnámsjörð en kirkja hefur staðið þar frá árinu 1002. Borg á Mýrum er vel þekktur staður sem áfangastaður ferðamanna, hvort sem það er erlent eða innlent ferðafólk. Kirkjustaðurinn hefur tekið á móti erlendum gestum í árabil en gestir hafa þá fengið leiðsögn um svæðið og fengið að skoða kirkju undir handleiðslu prestins á Borg. Listaverkið Sonatorrek og útsýni yfir Borgarnes og Hafnarfjall blasir við gestum sem koma að kirkjunni.  

Einkunnir eru 273 hektara fólkvangur sem er að finna norðan við Borgarnes. Skógrækt hefur verið þar síðan árið 1951 en innan fólkvangsins er að finn fallega tjörn, Álatjörn ásamt fjöldan af göngustígum, áningarstöðum og gullfallegri skógrækt sem gerir Einkunnir að einum af perlum Borgarbyggðar. Minjar eru á gönguleið. Hægt er að finna þær við Borg á Mýrum en einnig á gönguleið á milli Borg og Einkunna. Árið 2015 hófst skráning á minjum við gönguleið en þar er að meðal annars að finna minjar af beitarhúsi, smalahúsi, sel og fleiru. Göngufólk er beðið um að bera virðingu fyrir þeim minjum sem eru að finna.  

Gönguleið er stikuð alla leið en hafa ber í huga að víða er erfið yfirferð við skurði og mýrar á leiðinni. Gönguleið á
milli Borg á Mýrum-Einkunnir hefur upp á að bjóða stórkostlegt útsýni yfir Hafnarfjall og Borgarnes ásamt því fallega lífríki sem er að finna á leiðinni.  

Staðsetning: Borg á Mýrum/Einkunnir, Borgarbyggð. 

Upphafspunktur: Bílastæði við Borg á Mýrum (þjóðvegur nr.54). 

Erfiðleikastig: Létt leið. 

Lengd: 5.26 km 

Hækkun: 123 metrar. 

Merkingar: Stikur eru alla leið. 

Tímalengd: 1.30klst. 

Undirlag: Yfirborð úr smáum steinum, trjákurli, blönduðu náttúrulegu efni og grasi. 

Hindranir á leið: Þrep, trappa eða lágur hjalli sem þarf að stíga upp á.  

Þjónusta á svæðinu: Salerni er aðgengilegt við Einkannir. 

Lýsing: Gönguleið án lýsingar í myrkri. 

Árstíð: Ferðaleið er opin 12 mánuði ársins en hafa ber í huga aðstæður yfir vetrarmánuði. 

GPS hnit upphafspunktar: N64°33.6630 W021°54.9579 (byrjun við Borg á Mýrum). 

GPS hnit endapunktar: N64°35.8993 W021°54.6785 (endir á Einkunnum). 

Botnsvatn

Húsavík

Botnsvatn er skammt suðaustan Húsavíkur. Það er 1,05 km² og í 130 m hæð yfir sjó. Ekið er upp úr miðjum Húsavíkurbæ, eftir Ásgarðsvegi og eftir um 3 mín akstur blasir vatnið við. Búðará fellur úr því í gegnum Húsavík til sjávar.

Hægt er að ganga hringinn kringum vatnið sem er 5,4 km langur. Einnig er hægt að ganga frá Skrúðgarði eftir merktum göngustíg upp með Búðará að Botnsvatni.  

Breiðafjörður

Annar stærsti flói á Íslandi með óteljandi eyjar og fjölbreytt dýralíf

Breiðamerkursandur - Fellsfjara

Höfn í Hornafirði
Breiðamerkursandur er stórt svæði á milli Suðursveitar og Öræfa þakið grófum sandi

Breiðin á Akranesi

Akranes
Syðsti hluti Akranes með fögru útsýni, vitum og útivistarmöguleikum

Brynjudalsskógur

Mosfellsbær

Skógræktarfélag Íslands hefur frá því um 1990 stundað jólatrjárækt í Brynjudal í Hvalfirði og er það í mörgum hjörtum, ómissandi hluti af jólahaldi á ári hverju. Inni í Brynjudalsskógi hafa viðarnytjar verið vaxandi og hefur viður úr skóginum verið notaður til byggingar skjólhýsa og stígagerðar en margir göngustígar eru að finna um skóginn og sumir þeirra eru nýttir sem upphafs eða endaleiðir fyrir hefðbundnar gönguleiðir á Leggjabrjót yfir til Þingvalla eða upp að Botnsúlum. Tvö skjólhýsi eru í skóginum og eru nokkrir áningarstaðir í skóginum auk þrautabrautar.

Göngustígar eru fjölmargir í skóginum og er einnig að finna marga áningarstaði. Svæðið er fjölsótt yfir jólahátíð, þar sem jólatrésala fer þar fram hvert ár. Inn í Brynjudal er að finna mikla kyrrð og nálægð við gífurlega fallegan fjallagarð, þar sem Botnsúlur gnæfa yfir svæðið. Skógurinn sjálfur er vel hirtur og er mjög snyrtilegur. Gönguleið um Brynjudalsskóg bíður gestum upp á kyrrð og fallegt umhverfi. Fjalllendið í kring um skógræktina setur mikin svip á umhverfið og er skógræktin kyrrlátur staður til að njóta og upplifa. Svæðið hefur upp á að bjóða mismunandi gönguslóða auk fjölmargra áningarstaði.

Svæði: Kjósahreppur. 

Vegnúmer við upphafspunkt: Hvalfjarðarvegur (nr. 47). Keyrt inn Ingunnarstaðaveg. 

Erfiðleikastig: Auðveld leið. 

Vegalengd: 3.2km 

Hækkun: 103 metra hækkun. 

Merkingar á leið: Sumstaðar eru merkingar en annars engar merkingar. 

Tímalengd: 1 klst. 

Yfirborð leiðar: Smá grjót og gras. 

Hindranir á leið: Þrep. 

Þjónusta á leið: Engin þjónusta. 

Upplýst leið: Óupplýst leið. 

Tímabil: Ferðaleið er opin alla 12 mánuði
ársins. 

GPS hnit upphaf: N 64°21.8068 W 021°18.1513  

GPS hnit endir: N 64°21.8068 W 021°18.1513   

Búðardalur-Laxarós

Búðardalur

Búðardalur í Dölum er þjónustumiðstöð Dalana en þar er að finna fjölmarga þjónustufyrirtæki, heilsugæslu og skóla. Helsta aðdráttarafl Búðardals er Vínlandssetrið en þar er að finna sýningar og sögur af landafundum Eiríks rauða og Leifs heppna Eiríkssonar á Grænlandi, Kanada og Bandaríkjunum. Í Vínlandssetri er að finna upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn en í Búðardal er einnig að finna gistiheimili, tjaldsvæði ásamt veitinga-og kaffihús. Frá Vínlandssetri hefst gönguleið um Búðardal-Laxarós.  

Í byrjun göngu er gengið inn Ægisgötu en þar er að finna gangstétt sem liggur upp götuna. Niður við fjöruna
er búið að setja upp göngubrýr til að auðvelda aðgengi og mottur hafa verið settar niður á gönguleið til að auðvelda aðgengi gesta.
Gönguleið um Búðardal-Laxarós er falleg og fjölbreytt, með skemmtilegum áningarstöðum á leiðinni. Gönguleið er mjög greinileg þegar komið er niður í fjöruborðið en lítið er um merkingar á leiðinni allri. Vínlandssetur er mjög hentugur staður til að hefja eða enda göngu en þar er að finna alla þá þjónustu sem útivistafólk þarf en einnig væri hægt að hefja göngu á öðrum stöðum í Búðardal.  

 Svæði: Búðardalur, Dalabyggð. 

Vegnúmer við upphafspunkt: Vestfjarðarvegur
(nr. 60) og gatnamótum Miðbraut og Ægisbraut inn í Búðardal. 

Erfiðleikastig: Auðveld og létt leið. 

Vegalengd: 1.43 km 

Hækkun: 0-50 metrar. 

Merkingar á leið: Á nokkrum stöðum á leið. 

Tímalengd: 21 mín. 

Yfirborð leiðar: malbik, smáir steinar, gras,
trékurl, blandað yfirborð. 

Hindranir á leið: Þrep eru víða. 

Þjónusta á leið: Vínlandssetur. 

Upplýst leið: Óupplýstar leiðir. 

Tímabil: Gönguleið er opin allt árið. 

GPS hnit upphaf: N65°06.6323 W021°46.3246 

GPS hnit endir: N65°05.9515 W021°46.3543  

Búðir-Búðaklettur-Frambúðir

Snæfellsbær

Búðir er staðsett vestast í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Á Búðum var eitt sinn virkasti verslunastaður Snæfellsnes og
blómlegt sjávarþorp en fornleifa sem fundist hafa, t.d. á Frambúðum, benda til að starfsemi allt frá fyrstu landnámi Íslands. Víðáttumikið hraun Búðahrauns nær austur í átt að sjó við Faxaflóa og vestur að Hraunlandsrifi.  

Gönguleið um Búðir-Frambúðir og Búðaklett er fjölbreytt náttúru upplifun. Náttúra svæðisins, í bland við þá sögu og minjar sem eru fyrir, gerir gönguleið um Búðir-Búðaklett og Frambúðir að einstakri upplifun. Merkingar á svæðinu eru til fyrirmyndar, þar sem stikur og vegvísar eru mjög greinilegir. Gönguleið frá Frambúðum og að Búðakirkju er nokkuð
ógreinileg og sumstaðar engar merkingar um hvar væri best að ganga en einungis er um að ræða stutta leið. Búðahraun er á náttúruminjaskrá Umhverfisstofnunar yfir friðlönd á Íslandi en Búðir er einn af vinsælustu áfangastöðum
Vesturlands. Hótel Búðir er vinsæll kostur þegar kemur að gistingu og veitingum, kirkjan á Búðum er gríðarlega vinsæl fyrir brúðkaup og er sú þekktasta kirkja á Vesturlandi. Svæðið í kring um Búðir er mjög vinsælt útivistarsvæði, með ljósum strandlengjum í bland við svarta strandlengju og gullfallega náttúru þar sem Snæfellsjökullinn gnæfir yfir svæðið.  

Svæði: Snæfellsbær 

Vegnúmer við upphafspunkt: Beygt er af þjóðveg nr. 54 (Snæfellsnesveg) og inn á veg nr. 574 (Útnesvegur) og er þar afleggjari inn á Búðir (Búðavegur). 

Erfiðleikastig: Létt leið. Einfaldar skemmtigöngur sem breiður hópur notenda getur nýtt sér.  

Vegalengd: 6.8km 

Hækkun: 88 metra hækkun (Búðaklettur). 

Merkingar á leið: Stikur og vörður eru á leið. 

Tímalengd: 1.4 klst 

Yfirborð leiðar: Smá grjót, gras, hraun og blönduðu náttúrulegu efni. 

Hindranir á leið: Þrep eru á leiðinni. 

Þjónusta á leið: Þjónusta er á hótel Búðum. 

Upplýst leið: Óupplýst leið. 

Tímabil: Ferðaleið er opin alla 12 mánuði
ársins.  

GPS hnit upphaf: N64°49.3046 W022°23.0755  

GPS hnit endir: N64°49.3046 W022°23.0755   

Dagverðarnes

Búðardalur
Fyrsti viðkomustaður Auðar djúpúðgu landnámskonu í Dölum

Drangey

Sauðárkrókur
Drangey er flatur móbergsstapi í miðjum Skagafirði. Eyjan er sæbrött og rís næstum 200 m úr sjó. Bátaferðir eru í Drangey frá Fagranesi og Sauðárkróki.

Dyrhólaey

Vík
Dyrhólaey er móbergsstapi í Mýrdal á suðurströnd Íslands.

Eggin í Gleðivík

Djúpivogur
Eggin í Gleðivík er útilistaverk eftir Sigurð Guðmundsson ( f.1942 ). Þetta eru 34 eftirmyndir eggja varpfugla sem verpa í nágrenni Djúpavogs.

Einkunnir gönguleið

Borgarnes

Í Einkunnum er að finna mjög fjölbreytt landslag, dýra-og plöntulíf. Einkunnir voru friðlýstar sem fólkvangur árið 2006
en markmið með friðlýsingu svæðisins er að vernda það votlendi og jarðmyndanir sem almenningur getur nýtt til fræðslu, útivistar og náttúruskoðunar. Göngustígar liggja víða um svæðið og er hægt að finna erfiðar brekkur í bland við léttar leiðir á láglendi. Klettaborgirnar þrjár sem rísa upp af mýrlendinu eru vel sýnilegar í fjarska en upp af Syðri-Einkunnum er útsýnisskífa, þar sem viðsýnt er um mýrar, Borgarfjörð og Borgarfjarðadali.  

Beygt er af þjóðveg nr.1 og inn á veg nr. 536/3. Vegur liggur að bílastæði við Einkunnir. Þar er að finna upplýsingaskilti
um líffríki svæðisins ásamt fjölmörgum upphafsstöðum gönguleiða. Aðgengi vagna og hjólastóla er að finna á nokkrum leiðum en flestar leiðir eru mjóir og hækkanir eru víða. Tenging við gönguleið að Borg á Mýrum er að finna en einnig er útivistarsvæði inn í Einkunnum, þar sem grill, bekkir og borð eru að finna. Álatjörn ásamt fjöldan af göngustígum, áningarstöðum og gullfallegri skógrækt gerir Einkunnir að einum af perlum Borgarbyggðar.  

 Staðsetning: Einkunnir, Borgarbyggð. 

Upphafspunktur: Bílastæði við skógrækt (vegur nr.536/3). 

Erfiðleikastig: Auðveld leið/Létt leið. 

Lengd: 5.2 km 

Hækkun: 70 metrar. 

Merkingar: Stikur eru að finna en sumstaðar eru engar merkingar. 

Tímalengd: 1.17klst. 

Undirlag: Yfirborð úr smáum steinum, trjákurli, blönduðu náttúrulegu efni og grasi. 

Hindranir á leið: Þrep, trappa eða lágur hjalli sem þarf að stíga upp á.  

Þjónusta á svæðinu: Salerni er aðgengilegt. 

Lýsing: Gönguleið án lýsingar í myrkri. 

Árstíð: Ferðaleið er opin 12 mánuði ársins en hafa ber í huga aðstæður yfir vetrarmánuði. 

GPS hnit upphafspunktar: N64°59824 W021°911  

GPS hnit endapunktar: N64°59824 W021°911   

Eyrarhringur gönguleið

Snæfellsbær

Eyrarhringur er staðsettur í í verndarsvæðinu, Þjóðgarðinum Snæfellsjökull. Þjóðgarðurinn er staðsettur á utanverður Snæfellsnesi en tilgangur hans er að vernda þá sérstöku náttúru svæðisins og þær minjar sem eru að finna en jafnframt er markmiðið að auðvelda fólki að ferðast um svæðið og kynnast því. Strandlengjan við Eyrar og Snæfellsjökull eru stór upplifunarþáttur gesta á svæðinu en einnig eru minjarnar á svæðinu fyrirferðamiklar. Frá bílastæði liggja tvær gönguleiðir, önnur að Öndverðaneshólum en hin Eyrahringinn. 

Eyrahringur er auðveld gönguleið. Leiðin liggur niður að sjó og að mestu um helluhraun. Fallegar tjarnir eru í hrauninu og þar eru ýmsar tegundir fugla. Á leiðinni sjást víða minjar eftir búsetu. Á stóru-Eyri eru bæjarrústir og mun hafa verið búið þar fram á miðja sautjándu öld. 

Svæði: Eyrar, Snæfellsjökull þjóðgarður.

Vegnúmer við upphafspunkt: Útnesvegur (nr. 574. )

Erfiðleikastig: Auðveld leið

Vegalengd: 6km.

Hækkun: 50 metra hækkun.

Merkingar á leið: Merkingar á leið.

Tímalengd: 1.3 klst.

Yfirborð leiðar: Hraun og graslendi.

Hindranir á leið: Þrep og gróft undirlag.

Þjónusta á leið: Engin þjónusta á leið.

Upplýst leið: Leið óupplýst.

Tímabil: Leið opin 12 mánuði ársins en bent er á að leið er ófær yfir mars og apríl mánuði.

GPS hnit upphaf: N64°49.3462 W023°57.9035

GPS hnit endir: N64°49.3462 W023°57.9035

Flatey

Húsavík

Flatey á Skjálfanda er stærsta eyjan á Skjálfandaflóa við Norðurstönd Íslands. Eyjan liggur aðeins um 2,5 kílómetra frá landi við Flateyjardal. Í Flatey er mikiðfuglalíf og góð fiskimið allt í kringum eyjuna. Flatey er tilvalinn fyrir fuglaáhugafólk og ævintýri líkast að koma þangað á sumrin. Byggð er sunnan á eynni og auk íbúðarhúsa eru þar samkomuhús, skóli, viti og kirkja. Árið 1942, bjuggu 120 manns á Flatey en síðan 1967 hefur engin verið fasta búsetu á eynni.
Yfir sumartímann koma ferðamenn til eyjunnar og einnig fólk sem á ættir að rekja til Flateyjar. Ekki er boðið upp á gistingu í Flatey en hægt er að fara þangað sjóleiðina frá Húsavík.  

Fláajökull

Höfn í Hornafirði
Fláajökull er jökultunga Vatnajökuls sem auðvelt er að nálgast.

Fossatún gönguleið

Borgarnes

Fossatún er þekktur áfangastaður í Borgarfirði
en þar er að finna gönguleiðir sem tengjast þjóðsöguarfi og tröllabókum sem
staðarhaldari hefur skrifað og sögusviðið er af Vesturlandi. Fossatún er
staðsett miðsvæðis á milli stóra sumarhúsa svæða en Skorradalur og Húsafell
liggja hvoru megin við Fossatún. Við Fossatún liggur Grímsá og er útsýni yfir
fjallagarða Borgarfjarða stórbrotið.   

Fossatún er staðsett um 90 km frá Reykjavík
við veg nr.50, mitt á milli Borgarnes og Reykholts í Borgarfirði. Mismunandi
gistiaðstaða er til staðar á Fossatúni, frá tjaldsvæði, smáhýsi, gistiheimili
og sveitahótel. Veitingastaður auk aðstöðu fyrir gesti til eldunar er til
staðar og hafa allir aðgang að heitum pottum. Fossatún er staðsett á bökkum
Grímsár og er gönguleiðir meðfram árbakkasvæðinu en einnig er gönguleið inn að
Blundsvatni, þar sem er að finna fjölbreytt fuglalíf og fallegt útsýni yfir
fjallagarða Borgarfjarðar. 

Hægt er að ganga frá þjónustuskála við
Fossatún og genga meðfram Grímsá en mikið af skiltum eru á leiðinni og þá
skilti um tröll og þjóðsögur. Gönguleiðin er vel greinileg og er malarstígur
sem er vel breiður. Margir áningarstaðir er á þeirri gönguleið og endar hún svo
aftur við þjónustuskála. En leiðin að Blundarvatni er nokkuð greinileg en undirlag
á þeirri gönguleið er með bæði graslendi og malastíg og er hún einnig nokkuð
breið. Leiðin liggur við bakka Blundarvatns og inn á sumarhúsabyggð en þar er
að finna vegslóða sem liggur svo frá sumarhúsabyggð, aftur að þjónustuskála.  

Staðsetning: Fossatún, Borgarbyggð. 

Upphafspunktur: Við þjóðveg nr. 50 (Borgarfjarðarbraut). 

Erfiðleikastig: Auðveld. 

Lengd: 1.75km í Tröllagöngu og 3.13km að Blundsvatni. Samtals: 4.8km 

Hækkun: 47 metra hækkun að Blundsvatni og 60 metra hækkun í Tröllagöngu. 

Merkingar: Merkt leið með stikum, hlöðnum steinum og myndefni. 

Tímalengd: Tröllaganga 32mín og ganga að Blundsvatni 40mín. Samtals 1.2klst 

Undirlag: Yfirborð úr smáum steinum og blönduðu yfirborði. 

Hindranir á leið: Engar hindranir á leið. 

Þjónusta á svæðinu: Þjónustuhúsnæði Fossatún. 

Lýsing: Gönguleið án lýsingar í myrkri. 

Árstíð: Ferðaleið er opin nema þegar tímabundnar lokanir eiga sér stað, t.d. á varptíma fugla eða vegna ófærðar yfir
vetrarmánuði. 

GPS hnit upphafspunktar: N64°35.5672 W021°34.6263  

GPS hnit endapunktar: N64°35.5672 W021°34.6263  

Fossá skógrækt

Mosfellsbær

Skógræktin er staðsett við þjóðveg og hefur áningarstaðurinn við útjarð skógræktar mikið aðdráttarafl ferðamanna um svæðið en útsýni þaðan er frábært. Gamla réttin og fossinn, Sjávarfoss, vekja mikla athygli þegar keyrt er um svæðið og einnig útsýnið yfir Hvalfjörð.

Fossá er skógræktasvæði í Hvalfirði sem fjögur skógræktarfélög halda utan um. Skógræktarfélag Mosfellsbæjar, Kjalarnes, Kjós og Kópavogs. Fossá var formlega tekin inn í Opinn skógur verkefnið árið 2011 en Fossárjörðin er með skjólgott svæði og mikin skóg en hefur einnig að bjóða kræklingafjöru undan Fossárósum, fossar og flúðir sem berast með Fossáinni og ágætis berjalandi. Jörðin er alls 1.100 hektarar og er búið að planta yfir milljón plöntun en aðallega hefur verið gróðursett greni, birki og fura. Á Fossá eru að finna merktar gönguleiðir ásamt áningarstöðum og hefur svæðið því mikla útivistarmöguleika. Skógræktarfélögin fjögur, stofnuðu árið 2001, rekstrarfélag um skógræktina á jörðinni og aðrar framkvæmdir á svæðinu, svo sem stígagerð og lagningu vega í skóginum. Þetta rekstrarfélag nefnist Fossá skógræktarfélag en það hefur tekjur sínar af sölu jólatrjáa en á síðustu árum hefur sala á skógarviði til margvíslegra nota einnig komið til. Jólatrésræktun er fyrirferðamikil á svæðinu og hefur rekstrarfélagið ágætil tekjur af sölu ár hvert.

Svæði: Kjósahreppur.

Vegnúmer við upphafspunkt: Hvalfjarðarvegur (nr. 47).

Erfiðleikastig: Létt leið. Aðgengi er víða fyrir vagna og hjólastóla en ekki allsstaðar.

Vegalengd: 9.5km.

Hækkun: 50-100 metra hækkun.

Merkingar á leið: Stikur eru sýnilegar á köflum á gönguleið en sumsstaðar eru engar merkingar.

Tímalengd: 2 klst.

Yfirborð leiðar: Smá grjót, gras og stór grjót.

Hindranir á leið: Þrep og vað.

Þjónusta á leið: Engin þjónusta.

Upplýst leið: Óupplýst leið.

Tímabil: Ferðaleið er opin alla 12 mánuði
ársins.

GPS hnit upphaf: N 64°21.1996 W 021°27.9139

GPS hnit endir: N 64°21.1996 W 021°27.9139

Fuglafriðland í Flóa

Selfoss
Friðlandið í Flóa og Ölfusforir

Fuglalíf

Á Krýsuvíkurbergi og Hafnarbergi hreiðra um sig þúsundir sjófugla á hverju sumri. Þeir algengustu eru langvía, álka, stuttnefja, rita, lundi, teista, fýll og skarfur. Krýsuvíkurberg er 50 metra hár og um 57.000 pör hreiðra um sig á þessum klettum. Hæsti punktur Hafnarbergs er 43 metrar og er áætlað að fjöldi sjófugla þar séu um 6.000 pör. Fjórtán kílómetra suðvestur af nesinu er Eldey, ein stæðsta súlubyggð í heiminum. Súlan er stæðsti sjófugl í Norður Atlantshafinu og um 16.000 pör hreiðra um sig á eynni sem er einungis 0,03km² að flatarmáli og 77 metrar á hæð. Á milli meginlandsins og eyjarinnar má einnig sjá höfrunga og hvali. Skúmurinn er algeng sjón á sumrin, hann er hrææta sem hrifsar æti frá öðrum sjófuglum. Frá náttúrunnar hendi er skúmurinn ekki fær um að stinga sér til veiða.

Aðrir algengir fuglar við ströndina eru mávar, eins og sílamávar, hvítmávar og silfurmávar. Krían er algengasti fuglinn á Reykjanesinu og er hann að mestu að finna í Kríuvörpum á Reykjanesoddanum, austur af Grindavík og milli Garðs og Sandgerði. Spóinn sem fjölgar sér á Suðurnesjum, eyðir vetrunum í Afríku og krían flyst á suðurheimskautið. Heiðlóan, tjaldur, og hrossagaukurinn eru farfuglar og eru algengir á svæðinu, á meðan sendlingur er einn af fáu vaðfuglum sem flyst ekki til annara landa á veturnar. Á meðal spörfugla þá eru skógarþröstur og snjótittlingur algengir, einnig er starri á landinu allt árið um kring. Stærsti spörfuglinn er hrafninn.

Æðafuglinn er langalgengasta andartegundin á Íslandi. Á Suðurnesjum þá er æðafuglinn fjárhagslega mikilvægur, því bændur á svæðinu týna verðmætann dúninn úr hreiðrum þeirra. Grágæsinn hreiðrar um sig á láglendinu og álftin er eina tegund svana sem fjölgar sér á Íslandi.

 

Fuglar á Suðurlandi

Suðurland hefur uppá margt að bjóða fyrir fuglaskoðara

Garðalundur gönguleið

Akranes

Á Akranesi er að finna þrjár skemmtilegar gönguleiðir um skógræktir. Ein er í Garðalundi, ein í Klapparholti og ein í
Slaga. Garðalundur hefur fjölbreytta afþreyingarmöguleikar fyrir íbúa og gesti Akranes, Klapparholt er skógrækt þar sem finna má margbreytilegar tegundir gróðurs, eins og t.d. birki, reynitré og stafafura og Slagi sem er staðsett við
rætur Akrafjalls. Þar hefur veirð gróðursett síðan 1980 og er þar að finna skemmtilegar gönguleiðir auk fallegs útsýnis yfir Akranes.  

Inn í Garðalundi er að finna fjölbreytta afþreyingu gesta og íbúa Akranes. Standblakvöllur, frisbeegolf völlur,
æfingatæki, áningarstaðir, skáli, gönguleiðir og upplýsingaskilti. Eins er að finna salerni og sorptunnur eru víða. Blómlegt félagslíf er þar að finna fyrir gesti, sem geta notið veðurblíðunnar sem þar er að finna, en mjög skjólsamt er
þar eða notið sín í þeim fjölmörgu afþreyingar möguleikum sem hægt er að finna.
Inn í Klapparholti er að finna nokkur upplýsingaskilti um svæðið og hjónin Guðmund Guðjónsson og Ragnhildi Árnadóttur
en þau hófu ræktun og skipulag á svæðinu árið 1988. Eins er að finna „Klapparholtið“ en það stendur í miðri skógrækt. Sögur fara af því að álfakirkja og huldufólk búi í „Klapparholtskirkju“ sem stendur þar. Vinsælt er að útivistafólk nýti svæðið í göngu,hlaup eða hjólaferðir. 

Inn í Slaga er að finna salerni og áningarstaði en auk þess er frábært útsýni yfir Akranes og nærsveitir.
Gönguleið er úr Slaga að upphafi gönguleiðar upp Akrafjall en einnig er vinsælt að útivistafólk nýti svæðið undir göngu, hlaup eða hjólaferðir.  

Svæði: Akranes. 

Vegnúmer við upphafspunkt: Við Garðalund (Klapparholtsvegur) inn í Akranesi. 

Erfiðleikastig: Auðveld leið. Aðgengi fyrir vagna og hjólastóla en sumstaðar er aðgengi erfitt.

Vegalengd: 12.31km 

Hækkun: 50-100 metra hækkun. 

Merkingar á leið: Merkingar eru að finna inn í sumum skógræktarsvæðum en ekki á milli svæðana. Leiðin er að mestu mjög sýnileg. 

Tímalengd: 2.23klst. 

Yfirborð leiðar: Smá grjót, trjákurli, grasi og blönduðu efni. 

Hindranir á leið: Engar hindranir inn í Garðalundi og Klapparholti en undirlag og þrep í Slaga. 

Þjónusta á leið: Við Garðalund og inn í Slaga. 

Upplýst leið: Óupplýst leið. 

Tímabil: Opið 12 mánuði ársins.  

GPS hnit upphaf: N64°19.3052 W022°02.2243. Við Garðalund. 

GPS hnit endir: N64°19.9648 W021°58.8807. Við Slaga skógrækt. 

Garður - Kalmanstjörn - Fuglaskoðun

Garður

Á leið til Garðs frá Keflavík er gott að hafa augun opin fyrir snjótittlingum, rjúpum, smyrlum og ungum fálkum að vetri. Lítið er um fálkavörp á Reykjanesinu en ungir fálkar eru algengir í ætisleit að vetri. Sýkin í Garði eru með betri flækingastöðum á Íslandi. Margir sjaldgæfir flækingar hafa sést á þessum tjörnum. Ef vel er að gáð má finna grafendur, hávellur, skeiðendur, gargendur, gráhegra, ljóshöfða og fleiri sjaldgæfa íslenska og erlenda fugla. Grjótgarðurinn ofan tjarnanna er fæðukista fyrir spörfugla. Sportittlingar sjást reglulega við grjótgarðinn milli Garðs og Garðskagavita. Úti á sjó sjást flestir algengir sjófuglar. Sjaldséðari sjófuglar sjást af til svo sem hópar af skrofum að hausti, og með smá heppni má finna stormsvölur, ískjóa og gráskrofur.  Því er mikilvægt að horfa til beggja átta þegar gengið er frá Garði að Garðskagavita.

Garðskagaviti

Á þessum nyrsta odda Reykjanesskagans er glæsileg aðstaða til sjófugla- og hvalaskoðunar. Mikil umferð sjófugla er nálægt landi að vori og hausti. Umferðarfuglar á leið sinni til og frá varpstöðvum stoppa við á grasi og í fjörum oddans. Upprekið þang safnar hita og býr til fullkomnar aðstæður fyrir þangflugulirfur sem nýtast vaðfuglum og máfum til átu. Himbrimar, lómar og straumendur sjást úti á sjó nálægt landi í leit að fæðu. Aðgengi er gott fyrir bæði fólksbíla og rútur. Salerni er á staðnum og stigar eru niður í fjöru þó oft sé betra að standa ofan varnargarðs og kíkja ofan í fjörurnar og út á sjó. Vegurinn milli Garðskagavita og Sandgerðis er fullur af góðum fuglaskoðunarstöðum. Ásgarður er bær rétt sunnan Garðskagavita. Þar eru oft stórir hópar heiðlóa og inni á milli má stundum finna gulllóu, glitlóu eða jafnvel fitjatítu. Einkavegir eru á flestum stöðum niður að fjöru en gott er að ganga að tjörnum og niður að fjöru við golfvöll Hafurbjarnarstaða og við Nátthaga sem staðsettur er við stóra tjörn sem heldur fjölda anda, máfa og vaðfugla. Margar tjarnir og góðar fjörur eru á þessari leið milli Garðskagavita og Sandgerðis svo mælt er með því að ganga fjöruna.

Sandgerði

Sandgerðistjarnirnar við enda Garðvegar eru varpstaðir anda, spörfugla og vaðfugla að sumri. Þær eru góður baðstaður máfa og andfugla allt árið um kring. Stokkendur, skúfendur, urtendur og grágæsir sjást allt árið þegar vök er opin. Fuglaskoðunarhús er við tjörnina en ekki er mælt með því að nýta það þar sem það er óheppilega staðsett til fuglaskoðunar. Stuttur malarvegur er við minni tjörnina sem liggur niður að sjó bak við gamla fiskvinnslu. Þar er gott að leggja bíl og skoða vaðfugla og sjófugla. Þá er hægt að keyra að Sandgerðisleirunni sem er sunnar í bænum. Ræsispípur úr fiskverkunarhúsum liggja niður í fjöruna og laða að sér fjölmargar máfategundir, fýla, hávellur, stokkendur, skarfa og fjölda vaðfugla í góðu ljósmyndunarfæri. Algengir máfar á þessu svæði eru svartbakar, sílamáfar nema að vetri, silfurmáfar, hvítmáfar, bjartmáfar að vetri, hettumáfar og stöku stormmáfar. Sumar tegundir hafa fleiri en eitt litarafbrigði og dæmi um það eru fýlar og bjartmáfar. Gráleitir fýlar með dökkar fjaðrir eru kallaðir kolapiltar meðan bjartmáfar með svart í vængendum eru kallaðir kumlien bjartmáfar. Kumlien er vestræn undirtegund bjartmáfsins og eru hún frekar algeng á Íslandi miðað við annars staðar í Evrópu. Nokkrar máfategundir flækjast til Íslands ár hvert en dæmi um þær eru dvergmáfar, amerískir silfurmáfar, hringmáfar, ísmáfar, þernumáfar og rósamáfar. Þúsundir sanderla stoppa við þessar fjörur á leið til og frá varpstöðum að vori og hausti. Margar sanderlur hafa verið litmerktar á þessum slóðum svo fuglaskoðarar eru beðnir um að lesa á merkin og senda upplýsingar til Náttúrufræðistofnunar Íslands. Fleiri vaðfuglar eru tildrur, sendlingar, lóuþrælar, heiðlóur, tjaldar, sandlóur, stelkar, spóar, fjöruspóar, jaðrakanar og stöku lappajaðrakanar. Fjöruspóar eru mjög sjaldgæfir varpfuglar á Íslandi. Þekkt eru örfá vörp en ekkert þeirra er á Reykjanesinu. Fjöruspóar eru þrátt fyrir það algengir vetrarfuglar í kringum Sandgerði og maður getur nánast gengið að þeim vísum í grýtta þanginu neðan kjúklingabúsins við Sandgerðisleiru.

Þekkingarsetur Suðurnesja er staðsett við Garðveg 1 og þar er hægt að finna salerni og aðstöðu til að snæða nesti fyrir lítinn pening. Þar eru þrjár sýningar, auk lifandi sjávardýra, sem bæði börn og fullorðnir hafa gaman af að skoða.

Norðurkot

Þegar haldið er áfram suður eftir Stafnesvegi frá Sandgerði í átt að Höfnum sjást nokkrar stórar tjarnir vestan vegar sem vert er að skoða. Við bæinn Norðurkot er mikið fuglalíf. Þar er stærsta æðarvarp Reykjanesskagans enda er það vaktað allan sólarhringinn af landeigendum gegn líklegum afræningjum. Bannað er að ganga um svæðið að sumri nema með leyfi eiganda. Fleiri fuglar nýta þessa vernd og góðu tjarnir. Þar má sjá stórt kríuvarp í góðu sílaári. Auk æðarfugla halda andfuglar til við tjarnirnar og verpa í köntum þeirra og á flóðinu sækja vaðfuglar í kantana. Sunnan Norðurkots er tjörn eða vík nefnd Fuglavík. Hún ber nafn með rentu þar sem mikið er um andfugla, vaðfugla og máfa.

Hvalsnes

Bílastæði eru næg við Hvalsneskirkju. Þaðan er hægt að ganga niður í litla vík sem oft er rík af öndum og vaðfuglum í fjöru. Með urtöndum er oft að finna ameríska rákönd. Sunnan við Hvalsnes er annað stærra nes kallað Stafnes þar sem finna má fallegan vita. Þar er hægt að horfa út á haf á fartíma eða að sumri að fylgjast með umferðarfuglum.

Ósar og Hafnir

Ósar og Ósabotnar er lífríkt svæði með setbotni sem heldur mikinn fjölda fugla. Mjög stórir hópar anda, vaðfugla og brúsa er að finna á svæðinu. Gott er að ganga frá  Ósabotni að Höfnum og skoða út á hafið. Fálkar og smyrlar í leit að bráð eru algeng sjón. Að vetri sjást vel himbrimar, lómar, skarfar og fiskiendur í ætisleit út af bryggjunni í Höfnum og auðvelt er að komast í gott færi við straumendur. Fjöruspóar spígspora um í þanginu að vetri. Fínt set ríkt af botndýralífi er aðgengilegt fyrir vaðfugla á fjörunni og greinileg skipting þangbelta sést vel í hraungrýttri þangfjörunni. Ungir hafernir hafa sést í hólmum í leit að æti. Skúmar og kjóar verpa í snöggu grasinu að sumri.

Kalmanstjörn og Hafnaberg

Bílastæði er að finna sunnan við fiskeldið á vegi 425. Þar er hægt að ganga meðfram girðingu niður að Kalmanstjörn. Þar safnast straumendur saman í hóp að vetri og þar hafa sést flækingar á borð við rákönd, brandönd, gráhegra, æðarkóng og sefgoða. Þegar ekið er lengra til suðurs er bílastæði með fuglakorti. Þaðan er um 20 mínútna ganga niður að Hafnabergi og gott er að hafa augun opin fyrir verpandi kjóum á leiðinni. Hafnaberg er sjófuglabjarg með verpandi fýlum, ritum, langvíum, stuttnefjum, álkum og stöku lunda (2006). Varp byrjar í lok maí og álega er um 30 dagar og ungar eru um 20 daga í hreiðri áður en þeir stökkva til sjávar í fylgd foreldra. Fín fugla- og hvalaskoðun er frá syllunum. Syllur eru ótraustar og aðgát skal höfð nærri bjargsbrún. 

Hafnarhólmi

Borgarfjörður eystri

Í Hafnarhólma, sem stendur við bátahöfnina á Borgarfirði eystri , er afar gott fuglaskoðunarsvæði en hvergi á Íslandi er jafn auðvelt að komast í návígi við lunda. Lundinn est upp í hólmann um miðjan apríl ár hvert og elur þar unga sína fram í ágúst, þegar hann heldur út á haf aftur fyrir veturinn. Í Hafnarhólma er einnig allstórt æðarvarp auk þess sem þar má sjá ritu og fýl og aðrar fuglategundir sem halda til í og við hólmann.

Borgfirðingar hafa undanfarin ár byggt upp góða aðstöðu fyrir fuglaáhuga- og útivistarfólk í kringum bátahöfnina. Fróðleikur um höfnina, fugla og náttúrufar eru til reiðu fyrir gesti og upp í hólmann liggja góðir göngupallar. Árið 2020 opnaði Hafnarhúsið þar sem meðal annars eru haldnar listasýningar og gestir geta sest inn á kaffihús og notið þess að fylgjast með hafnarstarfseminni og lífinu í Hafnarhólma.

Hafnarhús

Við Hafnarhólma á Borgarfirði Eystri stendur glæsilegt aðstöðuhús sem tekið var í notkun árið 2020. Þar hafði lengi vantað aðstöðu fyrir sjómenn og starfsmenn Borgarfjarðarhafnar en einnig fyrir þann gífurlega fjölda ferðamanna sem leggur leið sína út í Hafnarhólma til að skoða lundabyggðina. Borgarfjarðarhreppur ákvað því að efla til hönnunarsamkeppni í samstarfi við Arkitektafélag Íslands um aðstöðubyggingu fyrir svæðið.

Tillagan sem bar sigur úr bítum kom frá Anderson & Sigurdsson arkitektum. Húsið er er látlaust og fellur vel að umherfinu en hefur samt aðdráttarafl í sjálfu sér og fangar athygli ferðamanna.

Hallormsstaðaskógur

Egilsstaðir

Hallormsstaðaskógur var friðaður árið 1905 og varð þar með fyrsti þjóðskógur Íslands. Nú þekur birkiskógur um 350 ha lands innan sömu girðingar auk þess sem aðrar trjátegundir hafa verið gróðursettar í 200 ha. Stór svæði hafa bæst við Hallormsstaðaskóg á seinni árum; Hafursá/Mjóanes til norðurs, þar sem gróðursettir hafa verið miklir lerkiskógar og Ásar/Buðlungavellir til suðurs, þar sem sjálfsgræðsla birkis er í algleymingi. Alls eru nú í skóginum um 85 trjátegundir frá um 600 stöðum víðs vegar um heiminn og skógurinn þekur um 740 ha lands.

Land og skógur hefur umsjón með skóglendi víða um land fyrir hönd þjóðarinnar. Þeir skógar eru kallaðir þjóðskógar. Skógarnir eru opnir öllum, allan ársins hring. Í marga er auðvelt að komast eins og Hallormsstaðaskóg og ýmis konar aðstaða fyrir hendi. Annars staðar þarf að hossast í öflugum jeppa eða ganga upp bratta hlíð í ósnortinn skóg.

Í Hallormsstaðaskógi eru meira en tíu mismunandi merktar gönguleiðir um fjölbreytt landslag skógarins og nokkrar hjólaleiðir. Allar leiðirnar eru litamerktar og gönguleiðakort er aðgengilegt á þjónustustöðum á svæðinu og einnig í kössum við upphaf margra gönguleiða. Hér er einnig hægt að sækja gönguleiðakortin á rafrænu formi - gönguleiðir.

Tvö tjaldsvæði eru í Hallormsstaðaskógi með mismunandi þjónustustigi, Atlavík og Höfðavík. Tjaldverðir fara um svæðið og innheimta gjöld fyrir gistingu og annað. Nánari upplýsingar um verð og þjónustu á tjalda.is og á Facebook.

Á gönguleiðinni milli tjaldsvæðanna er hægt að fara í fjársjóðsleit og taka þátt í Skógarævintýri sem er leikur spilaður með Turfhunt-appinu. Víða um skóginn eru áningarstaðir og góð grillaðstaða er í Stekkjarvík og leiktæki fyrir börn. Trjásafnið á Hallormsstað er einstakt á norðurhveli jarðar.
 

Hallormsstaður

Egilsstaðir

Hallormsstaður er lítill þéttbýliskjarni í miðjum Hallormsstaðaskógi, elsta þjóðskógi landsins. Skógurinn er vinsælt útivistarsvæði með tjaldsvæðum, göngu- og hjólaleiðum ásamt trjásafni og folfvelli. Á Hallormsstað er líka stærsta hótel Austurlands með tveimur veitingastöðum. Ísbúð með helstu nauðsynjavöru er opin yfir sumarið hjá bensínstöðinni við þjóðveginn.

Ofanvert Hérað er þekkt fyrir fjölda náttúrudjásna og sögustaða. Á Hallormsstað og í grenndinni finnurðu fjölbreytta gistimöguleika, frábæra veitingastaði og afþreyingu. Upplýsingar um þetta allt er að finna hér á síðunni.

Frá Egilsstöðum er hægt að velja um tvær leiðir í Hallormsstað og sumir kjósa að keyra svokallaðan Lagarfljótshring í leiðinni. Hægt er að fara upp austan við Lagarfljót sem er styttri leiðin, 27 km. Þá er ekið fyrst eftir vegi nr. 95 og í stað þess að fara upp Skriðdal er haldið til hægri við Grímsá eftir vegi nr. 931. Hin leiðin liggur vestan við Lagarfljót (um Fell) sem er 40 km. Ef þú velur að fara upp vestanmegin beygirðu út af hringveginum á hæðinni ofan við Lagarfljótsbrú í Fellabæ. Þar er vegur nr. 931 merktur og skilti sem benda á Fljótsdal og Skriðuklaustur. Þegar þú kemur inn að Fljótsbotni beygirðu til vinstri yfir stóra brú til að fara stystu leið yfir í Hallormsstað. Einnig er hægt að keyra áfram inn dalinn og fara yfir árnar þar.
 

Hamarsrétt

Hvammstangi

Hamarsrétt, er með einstöka staðsetningu við sjóinn. Hamarsrétt er fjárrétt á Vatnsnesi í Húnaþingi vestra. Réttin er í fjörunni rétt sunnan við ós Hamarsár á vestanverðu Vatnsnesi. Réttarstæði Hamarsréttar er talið eitt hið sérstæðasta á Íslandi.

Haukadalsskógur

Selfoss

Haukadalsskógur er einn stærsti þjóðskógur Suðurlands og sá sem mest hefur verið gróðursett í af þjóðskógum Íslands. Aðstaða til útivistar er góð. Meðal annars er sérhannaður stígur fyrir hjólastóla í skóginum sem unninn hefur verið í góðri samvinnu við Sjálfsbjörgu á Suðurlandi. 

Haukafell

Höfn í Hornafirði
Haukafell er skógræktar verkefni stofnað 1985

Heinaberg

Höfn í Hornafirði
Heinaberg er fallegt landsvæði innan Vatnajökulsþjóðgarðs þar sem bæði er að finna Heinabergsjökull

Hoffell

Höfn í Hornafirði
Hoffell, landnámsjörð innst í Nesjum og innan Vatnajökulsþjóðgarðs.

Hólmanes

Reyðarfjörður

Hólmanes milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar var friðlýst sem fólkvangur og að hluta til sem friðland árið 1973. Þar er mikið fuglalíf og sérkennilegar bergmyndanir. Hólmanes er kjörið til útivistar, hvort sem er í klettum eða fjöru.  Á leið út í nesið frá Eskifirði má líta útlínur hvals sem skólabörn mynduðu í fjörunni.  Auðvelt aðgengi er að bjarginu og tilvalinn staður til fuglaskoðunar.  Mikilfengleg urð verður á vegi göngugarpa Reyðafjarðarmegin.

Powered by Wikiloc

Hraunhafnartangi

Raufarhöfn

Hraunhöfn dregur nafn sitt af náttúrulegri höfn, sem þótti sæmilegt skipalægi áður fyrr og er hennar getið í heimildum frá 13. öld. Á Hraunhafnartanga er Þorgeirsdys sem talin er vera haugur fornhetjunnar hugprúðu, Þorgeirs Hávarssonar, en frá vígi hans í frækilegum bardaga segir í Fóstbræðrasögu.

Hraunhafnartangi og Rifstangi eru nyrstu tangar fastalands Íslands, aðeins rúmum kílómetra sunnan við norður heimskautsbaug. Gestir sem koma með mynd af sér við vitann geta fengið vottorð hjá þjónustuaðilum um að hafa komið á nyrsta odda landsins.

Hafa þarf í hugsa að æðarfugl er alfriðaður á Íslandi og er öll umferð bönnuð í og við æðarvarpið frá 15.apríl til 14.júlí. 

Hraunsvík - Kleifarvatn - Fuglaskoðun

Hraunsvík - Kleifarvatn

Hraunsvík

Hraunsvík er innsta víkin á svæðinu og staðsett undir Festafjalli. Þar er fínn staður til að finna stuttnefjur að veiðum og aðra svartfugla. Fýlar og ritur verpa í klettaveggjunum.

Krýsuvíkurberg

Krýsuvíkurberg er langstærsta fuglabjarg á Reykjanesinu. Þangað er um 20 mínútna akstur í austur frá af Grindavík. Frá vegi niður að bílastæði er mjög lélegur malarvegur en gangan er ekki löng. Það tekur um 20-30 mínútur að ganga allt bjargið. Þarna eru um 21.000 ritur, 20.000 langvíur, 2.600 stuttnefjur, 8.700 álkur, nokkrir fýlar, toppskarfar, lundar, teistur, silfurmáfar, og ofan á klettabrúninni verpa snjótittlingar og sendlingar. Syllur eru ótraustar og aðgát skal höfð nærri bjargsbrún.

Krýsuvík og Kleifarvatn

Krýsuvík er hversvæði milli Hafnarfjarðar og Grindavíkur sem geymir Grænavatn, Arnarvatn og Kleifarvatn. Þar eru verpandi vatnafuglar svo sem himbrimi, álftir, grágæsir, stokkendur, urtendur og nokkur pör toppanda. Þess á milli má á heiðum og grónu landi finna svipaða samsetningu varpfugla sem leita í ákveðin gróðurskilyrði: Heiðlóur, þúfutittlingar, stelkar, hrossagaukar, spóar, steindeplar, stöku jaðrakanar, sendlingar, lóuþrælar, kjóar, skúmar og óðinshanar. 

Hringsbjarg

Húsavík

Hringsbjarg er staðsett á austanverðu Tjörnesi. Þaðan er stórbrotið útsýni yfir fjallgarð Öxafjarðar og heillandi svarta strönd sem er í nágrenninu og auðvelt að komast að.

Við Hringsbjarg er stór útsýnipallur, gott bílastæði og upplýsingaskilti. Þetta er hinn fullkomni staður til að stoppa og teygja úr sér, anda að sér fersku sjávarloftinu og njóta útsýnisins og kyrrðarinnar.

Í bjarginu er mikið fuglalíf sem gaman er að skoða.

Hrútey

Blönduós
Hrútey er skrautfjöður í hatti Blönduósbæjar, umlukin jökulánni Blöndu og skartar fjölbreyttum gróðri. Fuglalíf er auðugt og gæsin á griðland þar ásamt öðrum fuglum. Hrútey er í alfaraleið við þjóðveg nr. 1, góð bifreiðastæði eru við árbakkann og traust göngubrú út í eyjuna.

Hvalir á Reykjanesi

Hvalir eru algengir kringum Reykjanesskagann, allt frá Krýsuvíkurbergi að Vogastapa. Nóg æti er fyrir þá, sérstaklega á sumrin þar sem þeir elta ýmsar fisktegundir inn á Faxaflóa. Hrefna sést mjög mikið og höfrungategundin hnýðingur. Oft á sumrin koma hópar af hnúfubak. Sést hefur líka háhyrningur, langreyður og jafnvel steypireyður sem er stærsta dýr jarðarinnar.

Hvalnes

Höfn í Hornafirði
Hvalnes er lítill skagi með svartri smásteina strönd sem nær nokkra kílómetra

Hvanneyri gönguleið

Borgarnes

Hvanneyri er lítið, vaxandi þéttbýli í Borgarfirði, þar sem höfuðstöðvar Landbúnaðarháskóla Íslands (LBHÍ) eru staðsett en einnig er þar að finna Landbúnaðarsafn Íslands, verslunin Ullarsel og Hvanneyrartorfan, sem eru gömlu skólahúsin á Hvanneyri. Gönguleiðin fer út að Andakílsá og í kring um Torfuna. Friðlýst svæði Umhverfisstofnunar, Ramsarsvæði sem er fuglafriðland er á Hvanneyri en það er við Andakíl. Hvanneyrartorfan er friðlýst svæði Minjastofnunar en auk þess hefur Landbúnaðarskóli Íslands séð um viðhald göngustíga á svæðinu auk sjálfboðaliða. Mikil uppbygging hefur verið í gönguleiðum og útivistarstöðum á svæðinu og hefur Hvanneyri mikið aðdráttarafl fyrir útivistarfólk.  

Hvanneyri hefur upp á að bjóða sögu, náttúru og útivist. Fuglalífið á svæðinu er margbreytilegt en aðdráttarafl dýralífs hefur dregið marga ferðamenn til að koma augu á blesgæsina en verndarsvæði hennar er á Hvanneyri. Torfan dregur gesti að Hvanneyri en gömlu skólahúsin eru enn í notkun og hafa þar mismunandi hlutverk, eins og kaffihús, íþróttahús, safnahús og íbúðir fyrir kennnara Landbúnaðarháskólans. 

Hvanneyrartorfan er á skrá Minjastofnunar um friðlýst hús og mannvirki en þau eru Hvanneyrarkirkja (byggt árið 1905),
Skólahúsið (byggt árið 1910), Skólastjórahúsið (byggt árið 1920), Skemman (byggt árið 1896), Leikfimihúsið (byggt árið 1911), Hjartarfjós (byggt milli 1900-1901), Halldórsfjós og hlaða (byggt milli 1928-1929) og Vélahús.  

Umhverfisstofnun friðlýsti Hvanneyri sem búsvæði árið 2002 en stækkaði svo svæðið árið 2011 og fékk þá nafnið Andakíll. Markmið friðlýsingar var og er að vernda þau votlendi sem þar er að finna, sem eru búsvæði fjölmargra fuglategunda. 

Gönguleið byrjar við bílastæði Landbúnaðarsafns Íslands og gengið í átt að LBHÍ, á leið út að Andakílsá.
Gönguleið fer inn á þjóðveg á litlum kafla en annars er gengið á malarvegi, mottum, hellulögðum stíg, trékurli og smá grjóti.   

Vakin er athygli á því að frá 20.apríl til 20.júlí er varptími fugla og því er gestum á svæðinu bent á að taka sérstakt tillit til fuglalífs á verndarsvæðinu. Þá er ekki leyfilegt að vera með hunda/ketti í lausagöngu á svæðinu.

Staðsetning: Hvanneyri, Borgarbyggð. 

Upphafspunktur: Landbúnaðarsafn Íslands (Hvanneyrabraut nr. 53). 

Erfiðleikastig: Auðveld leið/létt leið 

Lengd: Heildalengd 8.77km 

Hækkun: 12 metrar. 

Merkingar: Merkt leið að hluta með stikum. 

Tímalengd: 1.46 klst að ganga. 

Undirlag: Blandað undirlag, smáir steinar, gras og trjákurl.  

Hindranir á leið: Þrep, trappa eða lágur hjalli sem þarf að stíga upp á. 

Þjónusta á svæðinu: Landbúnaðarsafn Íslands, Ullarselið og LBHÍ. 

Lýsing: Gönguleið án lýsingar í myrkri. 

Árstíð: Ferðaleið er opin alla 12 mánuði ársins en bent er á mikilvægt er að halda sig inn á göngustígum frá 20.apríl
til 20.júlí vegna fuglavarps á svæðinu. 

GPS hnit upphafspunktar: N 64°33.8794 W021°45.9281  

GPS hnit endapunktar: N 64°33.8794 W021°45.9281   

Hvítanes

Ísafjörður

Hvítanes er staðsett á nesinu milli Hestfjarðar og Skötufjarðar. Frá Hvítanesi er gott útsýni yfir Ísafjarðardjúpið og Vigur. Það sem leynist í fjörunni við bæinn er það sem fær flesta til þess að nema staðar. Á klöppunum og skerjunum rétt fyrir utan liggja yfirleitt nokkrir selir og stundum nokkrir tugir þeirra. Það eru fáir staðir á Íslandi sem bjóða upp á jafn mikla nálægð við þessi dýr líkt og Hvítanes. Bændurnir í Hvítanesi hafa einnig gert svæðið skemmtilegra með því að setja upp borð og bekki.



Höfði í Mývatnssveit

Mývatn
Höfði er klettatangi sem gengur út í Mývatn. Útsýni er allgott af Höfðanum yfir Mývatn, voga þess og víkur og er kjörinn staður til fuglaskoðunar.

Ingólfshöfði

Öræfi
Ingólfshöfði er einangruð eyja milli svartra sanda suðurstrandar Íslands og Norður-Atlantshafsins.

Jafnaskarðsskógur gönguleið

Borgarnes

Jafnaskarðsskógur er í eigu skógræktarinnar og er eitt af útivistarleyndarmálum Vesturlands. Göngustígur var fyrst lagður um skóginn árið 1995 að auki sem skógurinn tengist öðrum áhugaverðum gönguleiðum. Jafnaskarðsskógur er staðsettur í brekkum suðvestan við Hreðavatn en útsýni af hæðum ofan skógarins er stórfenglegt. Útsýni yfir Eiríks-og Langjökul, Hreðavatn og nærrliggjandi sveitir auk útsýnis til Skjaldbreiðar og Botnssúla í fjarska.

Beygt er við þjóðveg nr.1 við Grábrókarhraun og keyrt að Hreðavatni. Keyrt er framhjá sumarbústöðum en komið er að bílastæði sem er vel merkt. Göngustígur er fjölbreyttur, með brattar hlíðar í bland við léttar leiðir. Gönguleiðir eru ekki merktar, útsýnisstaðir eru margir á svæðinu auk þess sem áningarstaðir, með borðum og bekkjum, er einnig að finna. Hægt er að eyða heilum degi á þessu svæði en einnig eru margar náttúruperlur steinsar frá Jafnaskarðsskógi og má þá nefna Grábrók, fossinn Glanna og Paradísarlaut.

Staðsetning: Jafnaskarðsskógur, Borgarbyggð.

Upphafspunktur: Bílastæði við skógrækt (vegur Hreðavatn nr. 5258).

Erfiðleikastig: Létt leið.

Lengd: 2.47 km

Hækkun: 141 metrar.

Merkingar: Engar merkingar.

Tímalengd: 40 mínútur.

Undirlag: Yfirborð úr smáum steinum, trjákurli og grasi.

Hindranir á leið: Þrep, trappa eða lágur hjalli sem þarf að stíga upp á. 

Þjónusta á svæðinu: Engin þjónusta.

Lýsing: Gönguleið án lýsingar í myrkri.

Árstíð: Ferðaleið er opin 12 mánuði ársins en hafa ber í huga aðstæður yfir vetrarmánuði.

GPS hnit upphafspunktar: N64°45.3059 W021°35.7743

GPS hnit endapunktar: N64°45.3059 W021°35.7743

Jökulsárlón

Höfn í Hornafirði
Jöklsárlón er sennilega eitt af kennileitum Suðausturlands, enda einstök náttúrusmíð.

Krossanesborgir

Akureyri
Krossanesborgir er svæði alsett klettaborgum eða stuttum klappaásum fyrir norðan Akureyri

Lagarfljót og Lögurinn

Egilsstaðir

Lagarfljót er stærsta vatnsfall Austurlands og eitt af mestu vatnsföllum Íslands. Vatnasvið þess nær frá Eyjabakkajökli til Héraðsflóa, eða um 140 km leið. Þar sem það rennur um Fljótsdalshérað er það bæði fljót og stöðuvötn í senn. Stærsta stöðuvatnið, gjarnan kallað Lögurinn, nær frá Fljótsbotninum í Fljótsdal og út undir Lagarfljótsbrú við Egilsstaði. Það er um 53 ferkílómetrar að stærð og er meðaldýpi um 51 m en mesta dýpi 112 m. Sagt er að þar séu heimkynni Lagarfljótsormsins.

Samkvæmt gamalli þjóðtrú er talið að skrímsli hafist við í Lagarfljóti, Lagarfljótsormurinn og er fyrsta skjalfesta frásögnin af orminum frá 1345. Stóð mönnum mikill stuggur af ormi þessum fyrr á öldum og þótti það boða ill tíðindi ef hann sást skjóta kryppum upp úr vatninu. Hin síðari ár hefur minna borið á honum en þó eru þess dæmi að nýlega hafi náðst sæmilega skýrar ljósmyndir af honum.

Áningarstaðir eru víða kringum fljótið og þar er kjörið að staldra við og líta eftir orminum.

Látrabjarg

Patreksfjörður

Látrabjarg er stærsta sjávarbjarg Íslands og eitt af stærstu fuglabjörgum í Evrópu. Bjargið er vestasti tangi Íslands og því er yfirleitt skipt upp í fjóra hluta í daglegu tali, Keflavíkurbjarg, Látrabjarg, Bæjarbjarg og Breiðavíkurbjarg. Gríðarlegan fjölda fugla af ýmsum tegundum er að finna í bjarginu, þ.á.m álku, langvíu, stuttnefju, lunda og ritu. 

Ógnarbratt, 14 km langt bjargið er margbreytilegt og þar eru grónir grasblettir og einnig snarbrattir klettar. Rétt er að fara mjög gætilega þar sem bjargbrúnin er snarbrött og getur verið viðkvæm. Látrabjarg er einn af vinsælustu ferðamannastöðum Vestfjarða og þangað er hægt að keyra.  

Lóndrangar á Snæfellsnesi

Hellissandur
Lóndrangar klettadrangar á Snæfellsnesi

Lónið

Lónið fyrir innan Suðureyri hefur frábæra möguleika á því að komast nær náttúrunni. Bæði er fuglalíf þar í blóma en einnig eru fiskar í lóninu. Við mælum með því að hafa samband við Fisherman á Suðureyri og fá að kaupa fisk til þess að gefa fiskunum í Lóninu. Það má einnig ræða það við Fisherman hvort möguleiki sé á því að veiða fiskana í Lóninu. 

Löngufjörur Á Snæfellsnesi

Borgarnes
Ljósar skeljasandsfjörur á Snæfellsnesi.

Meðalfellsvatn í Kjós

Mosfellsbær
Meðalfellsvatn í Kjós kjörið til útivistar

Mývatn verndarsvæði

Mývatn
Á og við Mývatn er mikið og fjölbreitt fuglalíf. Einkum lifa þar vatna- og votlendisfuglar af ýmsum tegundum en þekktast er Mývatn fyrir fjölda andategunda sem á sumrin eru fleiri við vatnið en á nokkrum öðrum stað á jörðinni.

Ósland

Höfn í Hornafirði
Ósland er eyja staðsett nokkrum skrefum frá bryggjusvæðinu á Höfn.

Refir

Heimskautarefurinn er eina spendýrið á Íslandi sem hefur komið hingað til lands án hjálpar mannsins. Stór hluti íslenska tófustofnsins er á Vestfjörðum og halda dýrin mikið til í kringum stór fuglabjörg og strendur. Að vetrinum til er refurinn hvítur en verður brúnn á sumrin. Refurinn var friðaður á Hornströndum árið 1995 og er orðinn ansi gæfur á svæðinu. Melrakkasetrið í Súðavík er helgað refnum og má þar sjá yrðlinga í girðingu að sumri til. 

Sandvík - Grindavík - Fuglaskoðun

Sandvík - Grindavík

Stóra-Sandvík

Stóra-Sandvík er flöt og falleg vík með stórum sandöldum og miklu lóni sem fuglar sækja mikið í. Erfitt getur reynst að komast í færi við fuglana, því er gott að vera með góðan sjónauka á fæti til að skoða þá. Skúfendur, stokkendur, rauðhöfðar, urtendur og álftir eru reglulegir gestir við lónið. Í gegnum tíðina hafa sést margir flækingar enda er lónið ein af fáum vatnsvinjum á þessu svæði. Malarvegurinn við lónið og upp á sandölduna er holóttur en ætti að vera fær flestum bílum. Ekki er mælt með því að keyra niður í víkina þar sem auðvelt er að festa bíl þar og flóðastaðan er fljót að breytast.

Reykjanes – Eldey, Valahnjúkur og Karl

Reykjanesið er ysta og vestasta nesið á Reykjanesskaga sem dregur nafn sitt af þessu nesi. Þar er líklega eina kríuvarpið í heiminum staðsett á hverasvæði. Í flestum tjörnum á svæðinu gætir sjávarfalla og einstök lífkerfi þrífast í þeim tjörnum. Vaðfuglar sækja í þessar tjarnir í leit að æti og skjóli. Frábærar aðstæður eru til sjófuglaskoðunar á svæðinu enda eru rík fiskimið á Reykjaneshryggnum nálægt landi. Hægt er að keyra að Reykjanesvita og niður að Valahnjúk. Þar er hægt að ganga upp að bjargsbrún og fylgjast með verpandi ritum og fýlum í klettaveggjunum. Rétt utar sést Karlinn standa í sjónum en þar verpa ritur, fýlar og stöku álkur. Þegar horft er út á hafið stendur Eldey tignarleg upp úr hafinu. Eldey er stærsta súlnabyggð á Íslandi með um 14-18.000 pör en aðrar varptegundir eru ritur, langvíur, stuttnefjur og fýlar.

Víkur

Þegar ekið er stuttan spöl frá Reykjanesvita í átt að Grindavík eftir malarvegi niður í Mölvík að gömlum niðurrifnum húsum á hægri hönd. Ef honum er fylgt út að enda og gengið niður að sjó má oft sjá stóra hópa æðarfugla. Í þeim leynast oft hrafnsendur, korpendur, kolendur og æðarkóngar.

Arfadalsvík

Affall fiskeldisins á Stað lokkar til sín marga máfa, andfugla og jafnvel vaðfugla sem sækja í næringarríkt setið. Nokkrar litlar víkur eru á svæðinu og í sumum þeirra safnast upprekið þang sem dregur til sín vaðfugla í fæðuleit. Arfadalsvík er langstærst þessara víka og er einstaklega lífrík. Gott skjól er í víkinni miðað við mikla og ríkjandi austlæga strauma. Fyrir vikið er botndýralíf mikið og fuglalíf endurspeglar það. Að vetri er hægt að ganga að 5-15 straumöndum vísum við gamla bryggju innst í víkinni. Himbrimar eru stutt frá landi í ætisleit, tugir og upp í hundruð stokk- og rauðhöfðaanda er að finna í sjávarpollum og tjörnum uppi í landi alla leið að Stórubót. Margir flækingar og þar af sumir sárasjaldgæfir hafa fundist í Arfadalsvík.

Grindavík

Fyrir flækingsfuglaskoðara er Grindavík frábær staður. Vel upplýstur bærinn á suð-vestanverðu landinu dregur að sér flækinga bæði frá Evrópu og Ameríku. Höfnin í Grindavík er líka mjög góður staður fyrir flækingsmáfa og aðra sjófugla. Himbrimar í vetrarbúningi svamla um í höfninni ásamt teistum og skörfum meðan máfar hafa setstað innst í höfninni. Nokkrir góðir fuglaskoðunarstaðir eru úti á Hópsnesi. Fjörupollar eru sunnan við Höfnina í Grindavík en austan við Hópsnes er þaraskógur við Þórkötlustaðabót sem dregur að sér endur, brúsa og sjófugla. 

Selir á Vestfjörðum

Á Vestfjörðum kæpa tvær tegundir sela eins og víðast hvar á landinu.

Landselur er algengur um alla Vestfirði og sést hann víða í fjörum og á annesjum árið um kring. Einnig er algengt að selir sjáist synda nálægt ströndinni og fylgjast forvitnir með því sem gerist í landi.

Útselur er sjaldgæfari og erfiðara að koma auga á hann. Hann er stærri en landselurinn og verður allt að 2,5m langur og 300kg.

Fleiri tegundir er hægt að sjá við Vestfirði og ekki er langt síðan Rostungur sást á Vestfjörðum, þótt slíkt sé afar fátítt í seinni tíð.

Selir liggja allajafna uppi um háfjöru, en eru við veiðar á háflóði. Veðurfar getur haft áhrif á möguleika á því að sjá sel.

Snæfell

Egilsstaðir

Snæfell (1833 m) er hæsta fjall Íslands, utan jökla, og er fjallið sjálft og svæðið umhverfis það innan marka Vatnajökulsþjóðgarðs. Sumar rannsóknir benda til þess að fjallið kunni enn að vera virk eldstöð, aðrar telja svo ekki vera. Snæfell er fremur auðvelt uppgöngu, en þó ekki fyrir óvana. Þá er lagt af stað skammt sunnan við Snæfellsskála sem er undir vesturhlíð Snæfells, eða frá Sandfelli að norðanverðu. Að fjallinu liggur sumarvegur sem fær er fjórhjóladrifnum bílum og dugir dagurinn til að klífa það, sé lagt upp frá Egilsstöðum snemma að morgni. Gott er að reikna með um 7-9 tímum í göngu.

Stálpastaðir

Borgarnes

Í Stálpastaðaskóg er að finna fjölmargar trjátegundir og gönguleiðir víða um skógrækt. En vinsælasti áningarstaðurinn er við steyptu fjóshlöðuna sem er að finna á Stálpastöðum. Vinsælt er að stoppa við þau bílastæði sem er að finna og ganga upp að hlöðunni, njóta útsýnis yfir Skorradalsvatnið og skrifa í gestabók inn í hlöðunni. Íbúar Skorradals og Borgarfjarðar hafa verið dugleg að setja upp ýmis konar sýningar við hlöðuna en þar má nefna ljósmyndasýningar, myndlistarsýningar og fleira.  

Útivistarsvæði um Stálpastaði er í miðju sumarhúsabyggð í Skorradal. Svæðið er því mikið nýtt af þeim fjölmörgu gestum og íbúum í Skorradal. Við Skorradalsvatn er að finna fjölmarga möguleika fyrir útivist og er því stór markhópur sem nýtir góðs af. Skógræktin hefur verið öflug í gegnum tíðina við það að grysja, leggja stíga og auðvelda aðgengi en
það gerir þessa gönguleið einstaka upplifun útivistarfólks, þar sem útsýni yfir Skorradalsvatn í bland við þá kyrrð sem þar er að finna, einstaka á Vesturlandi. Gönguleið um Stálpastaðaskóg er skemmtileg gönguleið sem breiður hópur gesta getur nýtt sér. Aðgengi er mjög gott, þar sem göngustígar eru breiðir en einnig eru merkingar vel sýnilegar. Svæðið í kring um hlöðuna er fallegt og hefur skógræktin og íbúar Skorradals gert mjög vel að útbúa slíkan demant.  

 Svæði: Skorradalur. 

Vegnúmer við upphafspunkt: Við þjóðveg nr. 508 (Skorradalsvegur). 

Erfiðleikastig: Auðveld leið (leiðinn er samblanda af skógarvegi, fjallaleið og gamla bæ. Hafa ber í huga að vinnuvélar
fara stundum um skógarveginn á virkum dögum). 

Vegalengd: 1.6 km 

Hækkun: 0-50 metra hækkun. 

Merkingar á leið: Engar merkingar. 

Tímalengd: 23 mín. 

Yfirborð leiðar: Smá grjót og gras. 

Hindranir á leið: Engar hindranir. 

Þjónusta á leið: Möguleiki er að nálgast bækling um gönguleiðir um skóginn allan. 

Upplýst leið: Óupplýst leið. 

Tímabil: Ferðaleið opin alla 12 mánuði ársins.
 

GPS hnit upphaf: N 64°31.2295 W 021°26.3108  

GPS hnit endir: N 64°31.2295 W 021°26.3108   

Stórikarl

Þórshöfn
Á klettadranginum Stóra-Karli undir Skoruvíkurbjargi er annað mesta súluvarp landsins.

Varmaland gönguleið

Borgarnes

Varmaland er lítið þorp sem byggst hefur í kring um jarðhitasvæði í Stafholtstungum í Borgarbyggð. Byggðin er staðsett í
tungunni á milli Hvítár og Norðurá en þar er starfræktur leikskóli auk sundlaugar og íþróttahús. Laugaland, sem er lítið býli á svæðinu, nýtir jarðhitasvæðið í garðyrkju en ræktaðar eru gúrkur þar allt árið í kring. Hótel Varmaland er staðsett í hjarta þorpsins og er Varmaland vinsæll staður að heimsækja og dvelja.  

Varmaland í Borgarbyggð er þekktur staður fyrir ferðamenn, bæði innlenda og erlenda. Tjaldsvæði Varmalands hefur verið þekkt meðal innlendra ferðamanna í áraraðir en með tilkomu hótel Varmalands hefur bæst við fleiri erlendir ferðamenn á svæðið. Varmaland sést vel frá þjóðvegi nr.1 en ljósabirtan og gufan sem kemur frá svæðinu er vel sýnileg.
Gönguleið um Varmaland er staðsett inn í skógrækt, á holtinu fyrir ofan Varmaland og er stórgott útsýni yfir nærliggjandi svæði þegar gengið er á holtinu. Gangan hefst við hótel Varmaland og gengið í átt að skólahúsi. Þar er göngustígur sem er vel breiður en beygt er inn í skógrækt sem er á hægri hönd en þar inni er að finna leiksvæði fyrir yngri kynslóð en einnig fjölmarga göngustíga. Fjölbreyttir göngustígar, ásamt fallegu landslagi gerir gönguleið um Varmaland mjög áhugaverða og heillandi upplifun.  

Staðsetning: Varmaland, Borgarbyggð. 

Upphafspunktur: Hótel Varmaland (Nr. 527 Varmalandsvegur). 

Erfiðleikastig: Létt leið. 

Lengd: Heildalengd 5.03km. 

Hækkun: 75 metrar. 

Merkingar: Merkt leið að hluta með stikum. 

Tímalengd: 1.07 klst að ganga. 

Undirlag: Blandað undirlag, smáir steinar, gras og trjákurl.  

Hindranir á leið: Þrep, trappa eða lágur hjalli sem þarf að stíga upp á. 

Þjónusta á svæðinu: Hótel Varmaland og sundlaug Varmalands. 

Lýsing: Gönguleið án lýsingar í myrkri. 

Árstíð: Ferðaleið er opin alla 12 mánuði ársins. 

GPS hnit upphafspunktar: N64°21.2886 W021°36.6383 

GPS hnit endapunktar: N64°21.2886 W021°36.6383 

Vatnsleysuströnd - Reykjanesbær - Fuglaskoðun

Vatnsleysuströnd - Reykjanesbær

Vatnsleysuströnd nær frá Vogum að Hvassahrauni (Kúagerði) í austri og er um 15 km löng. Þetta er gróðurríkt svæði, ef tekið er mið af öllu Reykjanesinu, með nokkrar tjarnir og ferskvatn sem rennur undan hrauninu niður í fjöru. Aðalvegurinn er malbikaður en aðgengi að strönd er á flestum stöðum um einkalönd. Kríuvarp er við Stóru-Vatnsleysu, æðarfuglar verpa á stangli um svæðið, máfar verpa á  nokkrum stöðum og verpandi vaðfuglar eru algengir. Sjaldgæfari varpfuglar eru t.d. lómur og óðinshani. Að hausti má finna umferðarfugla svo sem rauðbrystinga, tildrur og sanderlur í ætisleit og hvíld í fjörum strandarinnar. Stakksfjörður nær frá Vatnsleysuströnd að Stakki norðan Helguvíkur.

Kálfatjarnarkirkja

Ef komið er úr austri af Reykjanesbraut inn á Vatnsleysuströndina má sjá Stóru-Vatnsleysu. Þar í nágrenninu má finna fiskeldi innan girðingar og út frá því rennur úrgangur niður í fjöru. Í úrganginn sækja máfar, endur og stöku vaðfuglar. Að hausti er sjórinn ríkur af dílaskarfi, æðarfuglum, svartbaki, sílamáfi og silfurmáfi. Úr Flekkuvík er fallegt útsýni og þar eru góðar hraunfjörur, en þangað er um 500 metra gangur frá vegi. Kálfatjarnarkirkja er í næsta nágrenni og þar er hægt að leggja bílnum og ganga niður að tjörn. Á tjörninni eru oft endur og vaðfuglar í köntum. Í landfyllingunni eru spörfuglar, svo sem steindeplar, þúfutittlingar og músarrindlar að vetri. Fjaran er rík af vaðfuglum, bæði í seti og grýttu þanginu. Tjarnir sem þessar eru góður staður til að sjá fáséðar endur svo sem skeiðendur, grafendur eða erlendar flækingsendur þar sem lítið er um yfirborðsferskvatn á þessum slóðum. Nokkrar tjarnir má sjá við veginn á Vatnsleysuströnd sem vert er að skoða á leið um svæðið. Fitjar er að finna á nokkrum stöðum á svæðinu. Lífríkar fitjar með margæsum, grágæsum og jafnvel heiðagæsum á fartíma sjást við fjöruna milli Álfasunds og Brunnastaðasunds, og verpandi lóm ásamt nokkrum andategundum má sjá á tjörninni austan Brunnastaða. Handan varnargarðs er hægt að finna litmerktar sanderlur á fartíma og töluvert hefur verið merkt af tjaldi á Vatnsleysuströndinni.

Vogar

Inni í Vogum er stór andapollur sem dregur að sér nokkrar tegundir anda, óðinshana og vaðfugla að sumri. Kringum tjörnina er vegur og göngustígur sem bíður upp á góð færi til ljósmyndunar. Handan tjarnarinnar er varnargarður og stór fjara. Í höfninni sjást teistur, hávellur og straumendur. Að sumri má sjá spörfugla grípa flugur á flugi í kringum grjótgarðinn. Þegar komið er inn í Voga, tekin fyrsta beygja til vinstri og keyrt í gegnum bæinn, endar maður á malarvegi. Malarvegurinn liggur að hliði Stofnfisks og hægt að komast þaðan niður að Vogaleirunni undir hömrum Vogastapa. Þar eru stórir hópar lóuþræla, heiðlóa, sandlóa, stelka, tjalda og annarra vaðfugla. Við útrennsli Stofnfisks er mikið um máfa og endur.

Þorbjörn og Sólbrekkuskógur

Litskrúðugur mosi og lyng er ríkjandi gróður á Reykjanesinu en lítið er um skóglendi. Skógræktarfélag Suðurnesja hefur staðið fyrir smávægilegum gróðursetningum innfluttra plöntutegunda. Þar má helst nefna Selskóg við rætur Þorbjarnar, Sólbrekkuskóg við Seltjörn og Háabjalla við Snorrastaðatjarnir. Helstu tegundir sem finnast í þessum lundum eru skógarþrestir, músarrindlar, þúfutittlingar, auðnutittlingar og glókollar. Í Sólbrekkuskógi er oft að finna smyril og rjúpur eru algengar við jaðrana. Erlendir flækingsfuglar frá Evrópu og Ameríku sem vanir eru skóglendi sækja í þetta skjól í von um fæði á fartíma. Gott er að gægjast á tjarnirnar og athuga með endur eða aðra vatnafugla.

Reykjanesbær

Njarðvíkurfitjar á flóði eru með betri fuglastöðum á Reykjanesi. Þar er best að ganga um allar tjarnirnar. Vaðfuglar og spörfuglar leynast í fitjunum og köntum tjarnanna. Stokkendur, urtendur, rauðhöfðar, máfar og vaðfuglar sem bíða eftir lækkandi sjávarstöðu sjást á tjörnunum. Ljóshöfði sem er amerískur flækingur sést reglulega með rauðhöfðum á tjörninni. Hafnir Njarðvíkur, Keflavíkur og Helguvíkur halda stóra hópa æðarfugla og sjófugla. Góðar líkur eru á að sjá æðarkónga, korpendur og kolendur í hópum æðarfugla. Skarfar, teistur og selir eru oft í góðu færi í höfnunum. Á klettum við vitann í Helguvík að sumri er hægt að sjá lunda og aðra sjófugla úti á hafi og verpandi ritur og fýla í klettunum.

Veiði á Landmannaafrétti

Fyrir utan Veiðivötn er að finna fjölmörg önnur stöðuvötn sunnan Tungnaár, en í 12 þeirra eru leigð veiðileyfi sem hægt er að kaupa hjá skálavörðum í Landmannahelli.

Um er að ræða vötnin: Blautuver, Dómadalsvatn, Eskihlíðarvatn, Frostastaðavatn, Herbjarnarfellsvatn, Hnausapollur (Bláhylur), Hrafnabjargavatn, Kílingavötn, Lifrafjallavatn, Ljótipollur, Löðmundarvatn og Sauðleysuvatn. Af þessum vötnum eru Ljótipollur og Hnausapollur yngst, það fyrrnefnda frá 1477 og það síðarnefnda frá 871.

Flest vatnanna eru afrennslislaus, en þó rennur Helliskvísl úr Löðmundarvatni og Blautuver og Kílingavötn hafa samgang við Tungnaá. Urriði veiðist alfarið í Ljótapolli, Herbjarnarfellsvatni, Lifrarfjallavatni og Dómadalsvatni. Urriði og bleikja veiðast í Blautuverum, Frostastaðavatni og Kílingavötnum en einungis bleikja í öðrum vötnum.

Vestrahorn

Höfn í Hornafirði

Eitt fyrsta landnámsbýli Íslands var Horn, byggt af Hrollaugi, syni Rögnvalds Jarls af Møre í Noregi. Sveitarfélagið Hornafjörður og ýmis önnur svæði eru nefnd eftir landnámsbýlinu. Svæðið er í um það bil 10 mínútna ökufæri frá Höfn. Horn er staðsett fyrir neðan Vestra-Horn, 454 metra háu fjalli og er það áhugaverður jarðfræðilegur staður myndaður úr ólagskiptum djúpbergsstein, aðallega gabbró en einnig granófýr. Austan við fjallið er óvanalega löguð opna sem kallast

Brunnhorn sem nær út að sjó. Selir eiga það til að slaka á á strandlengjunni, þannig ef heppnin er með þér nærðu flottri mynd af sel í slökun ef þú gerir þér ferð að Horni.  

Í seinni heimsstyrjöld var Horn herstöð Breskra hermanna og seinna setti NATO upp ratsjárstöð á Stokksnesi, sunnan við Horn. Á Stokksnesi má virða fyrir sér öflugt Atlantshafið þar sem öldurnar skella á grýttri ströndinni af miklu afli. 

Vigur

Ísafjörður

Vigur er ein þriggja eyja á Ísafjarðardjúpi og liggur úti fyrir mynni Skötufjarðar og Hestfjarðar. Hún er löng og mjó og dregur nafn af lögun sinni, en orðið vigur merkir spjót. Í Vigur var löngum stundaður heilsársbúskapur en nú eru þar engar kýr lengur. Þar eru þó enn nýtt hlunnindi, þ.e. æðarvarp og fuglatekja. Ferðir út í eyjuna hafa verið vinsælar á meðal íslenskra og erlendra ferðamanna undanfarin ár.

Lundi, æðarfugl og kría eru helstu fugarnir á eynni og eitt helst aðdráttaraflið. Lundinn er búinn að koma sér svo vel fyrir í eyjunni að hann er búinn að grafa hana nánast í sundur. Ferðamönnum sem ferðast um eyjuna er því bent á að fylgja stígnum sem útbúinn hefur verið til þess að eiga ekki á hættu að detta ofan í lundaholur.

Í Vigur er minnsta pósthús á Íslandi, eina kornmyllan á Íslandi og flest húsin eru nýlega uppgerð af Þjóðminjasafninu.

Til þess að komast út í Vigur þá þarf að taka bát frá Ísafirði en ferðirnar eru skipulagðar daglega. 

Ytri-Tunga gönguleið

Snæfellsbær

Ströndin við Ytri-Tungu er fyrst og fremst einn besti selaskoðunarstaður á Íslandi. Selir koma þangað, þökk sé grýtri strönd þar sem þeir geta fundið fullkomna blöndu af meginlandi og nálægð við örugga hafið. Mikið hefur verið lagt í göngustíga, frá stóru bílastæði út í fjörur Ytri-Tungu. 

Vinsamlegast hafið eftirfarandi í huga

  • Vinsamlegast hafðu minnst 50 metra fjarlægð frá næsta sel. Séu ungar er mælt með 100 fjarlægð til næsta sels.
  • Ef selur gefur frá sér hljóð, hreyfir sig eða virðist skelkaður gæti það verið merki um truflun. Ef það gerist, vinsamlegast farðu lengra í burtu.
  • Kvendýr yfirgefa oft ungana sína tímabundið til að fara á veiðar. Vinsamlegast ekki reyna að nálgast eða snerta kópa sem virðast hafa verið yfirgefnir. Láttu einmana kópa vera í friði til að leyfa móðurinni að snúa aftur til afkvæma sinna á eðlilegan hátt.
  • Settu þig aldrei á milli sels og sjávar. Mikilvægt er að selurinn hafi greiðan aðgang að vatni til að hann geti fundið fyrir öryggi og trausti. 
  • Þegar þú gengur í átt að dýrunum skaltu gera það með hægum og rólegum hreyfingum. Forðastu hávaða og haltu röddinni lágri ef þú talar. Yfirgefðu svæðið á sama hljóðláta hátt. 
  • Ekki henda hlutum á svæðinu nálægt selunum.
  • Forðastu að nota myndavélaflass við myndatöku.
  • Velferð sela getur haft neikvæð áhrif af stórum hópum fólks á búsvæði sela. Við komu, ef þú lendir í stórum hópi fólks sem er þegar nálægt selunum, vinsamlegast bíddu þar til eitthvað af fólkinu fer. 
  • Hundar skulu ávallt vera í bandi. 

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

  • Staðsetning: Ytri-Tunga, Snæfellsnesi
  • Upphafspunktur: Bílastæði við Ytri-Tungu, Snæfellsnesvegur (nr. 54)
  • Erfiðleikastig: Auðveld leið/Létt leið
  • Lengd: 1.67 km.
  • Hækkun: 71 m.
  • Merkingar: Stikur er að finna á gönguleið
  • Tímalengd: 27 mín.
  • Undirlag: Yfirborð úr smáum steinum, blönduðu náttúrulegu efni og grasi
  • Hindranir á leið: Þrep, trappa eða lágur hjallur sem þarf að stíga upp á
  • Þjónusta á svæðinu: Engin þjónusta
  • Lýsing: Gönguleið án lýsingar í myrkri
  • Árstíð: Ferðaleið er opin 12 mánuði ársins
  • GPS hnit upphafs- og endapunktar: N 64°48.2310 W 023°04.8595

Þjórsárdalsskógur

Selfoss
Þjórsárdalsskógur liggur vestan við þjóðveg 32 þar sem hann sveigir til austurs í átt að Búrfellsvirkjun.

Austdalur – Skálanes

Seyðisfjörður

Létt og skemmtileg ganga á láglendi frá bílastæði við Austdalsá að Skálanesi. Ganga má svo áfram að náttúruperlunni Skálanesbjargi. Mikið fuglalíf er á Skálanesi, m.a. æðavarp. Sýnið því aðgát og fylgið merktum stígum.

Tímalengt: 1,5 klst / Fjarlægð: 4,5 km 

Héraðssandur

Egilsstaðir

Héraðssandur