Fara í efni

Söguferðaþjónusta

73 niðurstöður

Landnámssýningin - Borgarsögusafn

Aðalstræti 16, 101 Reykjavík

Á sýningunni er fjallað um landnám í Reykjavík og byggt er á fornleifarannsóknum sem fram hafa farið í miðbænum. Miðpunktur sýningarinnar er skálarúst frá 10. öld, sem fannst þegar grafið var fyrir nýju húsi á horni Aðalstrætis og Túngötu. Búið var í skálanum frá því um 930 til 1000. Norðan við skálann fannst veggjarbútur sem er ennþá eldri, eða frá því um eða fyrir 871 og eru það elstu mannvistarleifar sem fundist hafa á Íslandi. Á Landnámssýningunni er lítil safnbúð og fjölskylduhorn. Unnið er að stækkun Landnámssýningarinnar sem ráðgert er að opni síðla árs 2022. 

Landnámssýningin heyrir undir Borgarsögusafn – Eitt safn á fimm frábærum stöðum.

Sýningin er opin alla daga 10-17.

Menningarmiðstöð Hornafjarðar

Litlabrú 2, Nýheimar, 780 Höfn í Hornafirði

Menningarmiðstöð Hornafjarðar og starfssvæði hennar er Sveitarfélagið Hornafjörður. Stofnunin varð til árið 1990 með sameiningu nokkurra safna. Heiti stofnunarinnar var upphaflega Sýslusafn Austur-Skaftafellssýslu en breyttist árið 2001 í Menningarmiðstöð Hornafjarðar. Árið 2020 voru atvinnu- og ferðamál sameinuð Menningarmiðstöð Hornafjarðar og því er Menningarmiðstöðin orðin miðstöð menningar- atvinnu-, og ferðamála í sveitarfélaginu.

Innan Menningarmiðstöðvarinnar eru starfrækt sex söfn ásamt atvinnu-, ferða- og rannsóknarsviði sem starfar þvert á einingarnar. Söfnin eru byggða-, sjóminja-, náttúrugripa-, lista-, bóka-, héraðsskjala-, náttúrugripa- og sjóminjasafn.

Sýningar á vegum safnanna eru mikilvægur þáttur í safnastarfinu, og hér leggjum við áherslu á sérstöðu Hornafjarðar og því samfélagi sem er og var. Í dag er opnar sýningar í bókasafninu, Verbúðinni í Miklagarði og Svavarssafni og er aðgangur að sýningum Menningarmiðstöðvarinnar frír.

Menningarmiðstöðin leggur mesta áherslu á miðlun og fræðslu menningararfs Hornafjarðar á sýningum sínum, skrásetningu hans og varðveislu til framtíðar. Nýsköpun og þróun til framtíðar á atvinnustarfsemi og ferðamannaiðnaðinum. Einnig er æ ríkari áhersla lögð á rannsóknarstarf og ekki síst miðlun þess starfs til almennings sem og þátttöku barna og unglinga á þeim vettvangi.

Menningarmiðstöð Hornafjarðar stendur einnig fyrir barnastarfi á sumrin, þar sem boðið er upp á styttri ferðir um svæðið þar sem krakkar fá tækifæri til þess að kynnast nærumhverfi sínu á nýjan hátt. Einnig hefur verið lestrarátak á bókasafninu sem kallast sumarlestur þar sem krakkar eru hvattir til þess að lesa yfir sumarmánuðina, svo eru veitt hvatningarverðlaun að hausti. Einnig er á bókasafninu barnahorn og unglingahorn, og hvetjum við foreldra eindregið til þess að koma með börnunum á bókasafnið. Við tökum reglulega á móti skólahópum og kynnum þeim fyrir list og sögum og stuðlum að og erum þátttakendur í ýmsum viðburðum í sveitarfélaginu.

Samfélagsmiðlar Menningarmiðstöðvarinnar á facebook eru:

Menningarmiðstöð Hornafjarðar
Svavarssafn 

Opnunartímar eru:
Vetraropnun
1. okt-31. maí
Virka daga 9:00-17:00

Sumaropnun
1. júní-31. sept
Virka daga 9:00-17:00
Helgar 13:00-17:00

Stafkirkjan í Vestmannaeyjum

-, 900 Vestmannaeyjar

Fyrsta kirkja í Vestmanneyjum var byggð skömmu fyrir árið 1000 af sendimönnum Ólafs Tryggvasonar Noregskonungs, þeim Hjalta Skeggjasyni og Gissuri hvíta, á leið þeirra á Alþingi til að kristna Íslendinga. Á 1000 ára afmæli kristnitökunnar ákváðu Norðmenn að gefa Vestmannaeyingum eftirmynd Stafkirkjunnar og afhenti Noregskonungur hana við hátíðlega athöfn 30. júlí 2000. Stafkirkjan er á einstaklega fallegu svæði sem heitir Skansinn og er það frábært til útvistar á sögulegum slóðum.

Opnunartími:
1. maí - 30. september: Alla daga kl. 10:00-17:00.

Ólafsdalur í Gilsfirði

Erluhraun 4, 220 Hafnarfjörður

Ólafsdalur í Gilsfirði, 1000 ára saga

Fyrsti búnaðarskóli á Íslandi (1880-1907) og einn merkasti staður í landbúnaðarsögu Íslands. Glæsilegt skólahús frá 1896. Stytta Ríkarðs Jónssonar af Torfa og Guðlaugu í Ólafsdal. 

Vegna mikilla framkvæmda Minjaverndar við endurreisn staðarins mun sumaropnun Ólafsdalsfélagsins ekki hefjast fyrr en sunnudaginn 25. júlí. Eftir það verður opið alla daga til 15. ágúst kl. 12:00-17:00. Léttar veitingar, sýningar og leiðsögn. 

Fallegar og skemmtilegar gönguleiðir eru í Ólafsdal, meðal annars að nýlega fundnum víkingaaldarskála og öðrum fornum byggingum sem verið er að rannsaka af Fornleifastofnun Íslands í um 20 mín göngufjarlægð frá skólahúsinu. 

Merkilegar minjar um byggingar, vatnsveitu, hleðslur og ræktun. Áhugaverðar sýningar um sögu Ólafsdalsskólans. Nýfundinn landnámsskáli og aðrar byggingar frá 9.-10. öld!

Þrettánda Ólafsdalshátíðin verður haldin laugardaginn 14. ágúst 2021 kl. 11-17. Skemmtileg fjölskylduhátíð við allra hæfi. 

Miðaldadagar á Gásum

Þelamerkurskóli, 604 Akureyri

Þriðja helgi í júlí.

Byggðasafnið í Skógum

Skógar, 861 Hvolsvöllur

Skógasafn er eitt elsta byggðasafn landsins en safnið var fyrst opnað almenningi árið 1949. Safnkosturinn samanstendur núna af meira en 18 þúsund munum að mestu frá Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu. Safnið er sérstaklega þekkt fyrir Þórð Tómasson, sem var safnvörður til fjölda ára og bar ábyrgð á mestri söfnuninni. Skógasafn fagnaði 70 ára afmæli árið 2019 og í tilefni þess var sett upp ný sýning um sögu safnsins.

Skógasafn skiptist í raun í þrjú söfn: byggðasafn, húsasafn og samgöngusafn. Byggðasafnið er elsti hlutinn og sýningarhúsnæðið er á þremur hæðum. Þar má finna sjósóknardeild, landbúnaðardeild, náttúrugripadeild, vefnað, forn handrit og bækur, þar á meðal eintak af Guðbrandsbiblíu frá 1584, ásamt munum frá Víkingaöld.

Í húsasafninu má þar finna góða fulltrúa fyrir húsagerð fyrr á öldum. Á neðri hluta sýningarsvæðisins setur torfbærinn mikinn svip á sýningarsvæðið. Þar eru saman komin fjós, skemma, baðstofa, hlóðaeldhús, búr og stofa.
Á efri hluta sýningarsvæðisins er að finna skólabyggingu sem er dæmigerð fyrir sveitaskóla í upphafi 20. aldar. Einnig er þar kirkja og fjósbaðstofa ásamt skemmu. Efst er elsta íbúðarhús úr timbri á safnsvæðinu, byggt í Holti á Síðu 1878.

Í Samgöngusafninu er rakin saga samgangna og tækniþróunar á Íslandi á 19. og 20. öld. Þar má meðal annars kynnast þróun samgangna frá hestum til bíla, sögu símans á Íslandi, upphaf rafmagnsnotkunar ásamt póstsamgöngum fyrr á tímum. Þar er einnig til sýnis bílar frá upphafi bílaaldar, vegminjar frá Vegagerðinni, fjarskiptasafn Sigurðar Harðarsonar og sýning Landsbjargar um björgunarsveitirnar í landinu ásamt mörgu öðru. 

Samstarfsaðilar eru: Vegagerð ríkisins, Íslandspóstur, Síminn, Míla, Rarik, Landsbjörg og Þjóðminjasafnið. Í Samgöngusafninu er einnig að finna minjagripaverslun og kaffiteríu.

Þið finnið okkur á Facebook hér.
Þið finnið okkur á Instagram hér

Spákonuhof

Oddagata 5, 545 Skagaströnd

Spákonuhof á Skagaströnd

Sýning, sögustund og spádómar.

  

Sýning um Þórdísi spákonu, fyrsta nafngreinda íbúa Skagastrandar sem uppi var á síðari hluta 10. aldar. Margháttaðan fróðleik um spádóma og spáaðferðir er að finna á sýningunni. Lifandi leiðsögn. Gestir geta látið spá fyrir sér eða fengið lófalestur. Börnin skoða í gullkistur Þórdísar, þar sem ýmislegt leynist.

 

Handverk / Kaffiveitingar.

 

Litla sölubúðin okkar er með úrval af íslensku handverki og hönnun.

 

Opnunartími:  Júní - sept.

Þriðjudaga - sunnudaga

         13:00 – 18:00

Lokað á mánudögum

 

Sept. - júní  er opið eftir þörfum.

Hafið samband í síma

861 5089  / 452 2726

Þjóðveldisbærinn á Stöng

Þjórsárdalur, 801 Selfoss

Þjóðveldisbærinn í Þjórsárdal er eitt best geymda leyndarmál Íslands. Bærinn er tilgátuhús byggt á einu stórbýli þjóðveldisaldar og þar gefst gestum færi á að kynna sér húsakynni forfeðra okkar og fræðast um hagi þeirra og daglegt líf. Fyrirmynd þjóðveldisbæjarins eru rústir af fyrrum höfuðbýlinu Stöng í Þjórsárdal en talið er að sá bær hafi farið í eyði í Heklugosi árið 1104.

Opnunartími:
1. júní - 31. ágúst er opið alla daga 10:00-17:00
Lokað á veturna.  

Aðgangseyrir:
Fullorðnir: 1.000
Eldri borgarar og öryrkjar: 750
Ókeypis fyrir 16 ára og yngri.

Eiríksstaðir

Haukadalur, 371 Búðardalur

Kíkið til okkar á 10. öldina. Setjumst við eldinn og spjöllum við sagnafólk, sem segir okkur fornar sagnir af búskap og fólki á Eiríksstöðum til forna. Það er hægt að fá að handleika verkfæri, vopn og gripi sem eru eftirgerðir af gripum landnámsaldar. 

Sagnafólkið okkar hefur djúpa þekkingu á sögu bæjarins, ábúendum og á landsnámsöldinni. Leiðsagnir eru í boði allan daginn.

Opið frá klukkan 10:00 til 17:00 alla daga frá 1. maí til 15. október.
    


Hofsstaðir Minjagarður

Kirkjulundur, 210 Garðabær

Reisulegur skáli, híbýli fornmanna, stóð á Hofsstöðum frá landnámsöld (870-930) og fram á 12. öld. Í minjagarðinum eru einar merkustu minjar frá landnámsöld sem fundist hafa hér á landi. Minjagarðurinn gefur vísbendingu um hvernig var umhorfs á þessum stað á víkingaöld. 

Vakinn

Skriðuklaustur, menningarsetur og sögustaður

Skriðuklaustur, 701 Egilsstaðir

Skriðuklaustur er merkur sögustaður í Fljótsdal, ekki síst þekktur fyrir stórhýsið sem rithöfundurinn Gunnar Gunnarsson (1889-1975) byggði þar árið 1939. Frá aldamótum hefur Gunnarshús verið opið sem menningar- og fræðasetur með fjölbreyttum viðburðum og sýningum. Þar hægt að skoða safn um skáldið og njóta persónulegrar leiðsagnar um ævi Gunnars og húsið sjálft sem var gefið íslensku þjóðinni árið 1948. Húsið er friðað en það er teiknað af þýska arkitektinum Fritz Höger.

Skriðuklaustur er einnig þekkt fyrir klausturminjar en á 16. öld stóð þar munkaklaustur af Ágústínusarreglu. Rústir þess voru grafnar upp á árunum 2000-2012. MInjasvæðið er aðgengilegt allt árið, rétt neðan við Gunnarshús. Hægt er að fá leiðsögn um minjasvæðið en sýning um sögu klaustursins er í húsi skáldsins. Þar er einnig veitingastaðurinn Klausturkaffi. 

Opnunartími

Apríl og maí, kl 11-17
Júní - ágúst, kl. 10-17
September - 13. október, kl. 11-17  

 

Super Jeep Experience

Fururhlíð 7, 221 Hafnarfjörður

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Þingeyrakirkja

Þingeyrum, 541 Blönduós

Ein merkasta kirkja landsins stendur á Þing­eyrum í Austur-Húnavatnssýslu. Kirkjan var vígð árið 1877. Margir góðir gripir prýða kirkjuna og þeirra elstir eru altaristaflan sem er frá því á 15. öld, predikunarstóll og skírnarfontur frá því um aldamótin 1700. Þingeyri var höfðingja­setur um aldir og er nefnt í fornsögum sem dómstaður Húnaþings. Þar má finna leifar af hlöðnum dómhring sem nú er friðlýstur. Munkaklaustur var stofnað á Þingeyrum árið 1133 og stóð það fram til 1550.

Opið 10–17 alla daga

Opið eftir samkomulagi á veturna.

Safnahúsið á Húsavík

Stórigarður 17, 640 Húsavík

Safnahúsið á Húsavík er rekið af Menningarmiðstöð Þingeyinga (MMÞ) og hýsir ólíkar safneignir og menningarminjar Þingeyinga. Þar er að finna tvær fastasýningar, annars vegar áhugaverðu byggðasýninguna “Mannlíf og náttúra – 100 ár í Þingeyjarsýslum”, sem unnin er úr safneign Byggðasafns Suður-Þingeyinga og með munum úr Náttúrugripasafni Þingeyinga. Sýningin segir frá samtali manns og náttúru í Þingeyjarsýslum á tímabilinu frá 1850 til 1950. Hin fastasýningin er unnin úr safnkosti Sjóminjasafns Þingeyinga og segir/sýnir frá sjósókn á Skjálfanda og sjóminjum Þingeyinga. Héraðsskjalasafn Þingeyinga er einnig í húsinu, auk safneigna Ljósmyndasafns Þingeyinga og Myndlistarsafns Þingeyinga. Í Safnahúsinu eru jafnframt tvö rými sem eru nýtt undir tímabundnar myndlistar- og sögusýningar en myndlistarsalnum á 3. hæð opna reglulega allt árið um kring sýningar á myndlist í hæsta gæðaflokki. Í húsinu er einnig finna skrifstofur MMÞ og munageymslur. Reglulega eru þar haldnir ýmsir menningartengdir viðburðir á borð við tónleika, námskeið og fræðsluerindi. Að lokum er bókasafn Norðurþings staðsett á jarðhæð hússins. 

Opið allan ársins hring. 

15. maí - 31. ágúst: alla daga 11-17 

1. september - 14. maí: þri-fös 13-16, og lau 11-16  

Rokksafn Íslands

Hjallavegur 2, 260 Reykjanesbær

ROKKSAFN ÍSLANDS - ÓKEYPIS AÐGANGUR

Rokksafn Íslands er safn um sögu popp- og rokktónlistar á Íslandi og er staðsett í Reykjanesbæ. Á safninu er að finna tímalínu um sögu íslenskrar tónlistar á Íslandi allt frá árinu 1830 til dagsins í dag.

Á safninu er að finna lítinn kvikmyndasal þar sem sýndar eru ýmsar heimildarmyndir um íslenska tónlist og hljóðbúr þar sem gestir geta leikið lausum hala og prófað rafmagnstrommusett, gítar, bassa og sungið í sérhönnuðum söngklefa. Þá geta gestir skoðað sögu tónlistarmanna á gagnvirkum plötuspilurum sem voru sérstaklega framleiddir fyrir Rokksafn Íslands.

Á meðal þeirra muna sem eru að finna á safninu er trommusett Gunnars Jökuls Hákonarsonar sem var m.a. notað á meistaraverkinu ...Lifun með Trúbrot, kjól sem Emilíana Torrini klæddist í myndbandinu Jungle Drum, tréskúlptúr af reggí-hljómsveitinni Hjálmum, lúðrasveitarjakka sem Stuðmenn klæddust í myndinni Með allt á hreinu, kjól af Elly Vilhjálms, föt af Rúnari Júlíussyni, jakkaföt af Herberti Guðmundssyni, hljóðnema sem Megas söng í á tveimur plötum og þannig mætti lengi telja.

Öræfaferðir

Ingólfshöfðabílastæði, 785 Öræfi

Öræfaferðir- Frá fjöru til fjalla er lítið ferðaþjónustufyrirtæki sem rekið er af fjölskyldunni á Hofsnesi í Öræfum. Eigendur fyrirtækisins eru Einar Rúnar Sigurðsson (fæddur og uppalinn í Öræfum) og eiginkona hans Matthildur Unnur Þorsteinsdóttir.

Eitt af einkennum Öræfaferða er að í fyrirtækinu starfar eingöngu fjölskyldan sjálf. Við erum virkilega stolt af héraðinu okkar og teljum það vera forréttindi að fá að kynna svæðið fyrir gestum okkar. Einar er eini starfandi fjallaleiðsögumaðurinn hjá Öræfaferðum frá hausti fram á vor, en á sumrin hjálpast fjölskyldan að við að sinna ferðaþjónustunni svo leiðsögumaðurinn í Ingólfshöfða er Einar, Matta konan hans, Ísak Einarsson eða Matthías Einarsson.

Öræfaferðir geta því boðið þér góða og persónulega þjónustu á íslensku.

Öræfaferðir bjóða uppá ýmsa afþreyingu við rætur Vatnajökuls, aðallega fyrir einstaklinga og litla hópa en við getum einnig farið með 100 manna ættarmót í Ingólfshöfðaferð ef því er að skipta.

Ferðir í boði á sumrin:

Ingólfshöfðaferð - Sögu og fuglaskoðun í Ingólfshöfðafriðland.

Við notum heykerru sem dregin er aftan í dráttarvél til að komast að höfðanum, og svo göngum við saman 2-3 km hring um friðlandið

Komdu með heimamönnum í ævintýraferð um einstaka náttúru Öræfa og heyrðu frásögur þeirra af svæðinu.

Heykerruferðin er skemmtileg fyrir alla og gefur ferðinni einstakan sjarma. Gangan upp sandölduna frá heykerrunni upp á höfðann tekur á, en er á flestra færi, en við mælum ekki með að fara í ferðina nema fyrir þá sem treysta sér í 1 1/2 klukkutíma rólega göngu, í hvaða veðri sem er.

Fyrir Íslendinga er best að skoða upplýsingarnar og bóka á íslensku síðunni, við erum yfirleitt með tilboð þar.

Daglegar brottfarir frá Maí - ágúst

LOKAÐ Á SUNNUDÖGUM

Lengd: 2 og 1/2 tími í allt

Verð: 10.000 kr. fullorðnir og 5000 kr. 6-12 ára (þessi ferð hentar ekki yngri börnum en 6 ára en við bjóðum einkaferð sem við köllum Coast Tour sem hægt væri að aðlaga fjölskyldu með yngri börn).

Frá fyrri hluta júní fram í byrjun ágúst bjóðum við Lunda Ljósmyndaferðir í Ingólfshöfða klukkan 5:55 að morgni.

Brottfarir einn til tvo daga í viku, sjá upplýsingar á www.puffintour.is

Við bjóðum einnig ferð sem við köllum Coast Tour, sem einkaferð. Þá ökum við í Land Rover Defender út á fjöruna sitthvorum megin við Ingólfshöfða. Til að komast þangað þurfum við að aka yfir vatnsföll, og svarta sanda. Hofsnes Leirur geta verið einn fallegasti staðurinn á jarðríki í réttum aðstæðum. Við förum þessa ferð allt árið, svo á veturna getur þetta verið frekar ævintýralegt ef aðstæður eru erfiðar.

Á haustin og veturna bjóðum við 5 tíma jöklakönnunar og íshellaferð sem við köllum Ice Tour. Þá ferð er hægt að bóka sem einkaferð, eða kaupa sér sæti í opna brottför, en hámarksfjöldinn er 6 manns í hverri ferð. Einnig erum við með einka Íshellaljósmyndaferðir fyrir 1-5 þáttakendur þar sem þyrla er notuð til að komast í íshella sem eru ekki aðgengilegir fjöldanum auk íshellanámskeiðs fyrir 1-2 þáttakendur.

Á vorin er svo besti tíminn fyrir fjallaskíðaferðir. Við bjóðum Snow Tour, fjallaskíðaferð/snjóbrettaferð á lægri tinda en Hvannadalshnúk, og Mountain Tour, fjallaskíðaferð/snjóbrettaferð á Hvannadalshnúk fyrir 2-6 þátttakendur í einkaferð.

Nánari upplýsingar um brottfarir og bókanir á heimasíðunni. www.FromCoastToMountains.is

Eldheimar

Suðurvegur / Gerðisbraut 10, 900 Vestmannaeyjar

ELDHEIMAR er gosminjasýning. Sýningin miðlar fróðleik um eldgosið í Vestmannaeyjum árið 1973, sem án efa telst til stærstu náttúruhamfara Íslandssögunnar. Skyggnst er inn í mannlífið og umhverfið í Vestmannaeyjum fyrir gos og hvernig náttúruhamfarirnar 1973 gripu inn í samfélagið og líf fólksins. Nær allir íbúar Heimaeyjar urðu að yfirgefa heimili sín í skyndi og flýja eyjuna. Margir sáu húsin sín, sem og megnið af eigum sínum aldrei aftur.

Gosið hófst aðfararnótt 23. janúar 1973 á Heimaey, einu byggðu eyjunni í Vestmannaeyjaklasanum. Það stóð yfir í rúmlega 5 mánuði. Hraun og aska eyðilögðu þriðjung byggðarinnar í Eyjum, eða tæplega 400 hús og byggingar. Meðan gosið stóð yfir var mikil óvissa um það hvort nokkurn tímann yrði aftur mannabyggð á eyjunni.

Tröllagarðurinn í Fossatúni

Fossatún , 311 Borgarnes

Fossatún er staðsett um 90 km frá Reykjavík við veg nr. 50 mitt á milli Borgarness og Reykholts. Öll aðstaða er góð og nútímaleg hvort heldur gestir hafa styttri eða lengri viðkomu. Staðsetningin er miðlæg og stutt í allar áttir til að skoða fallega náttúru og þá möguleika sem aðrir bjóða upp á í ferðaþjónustu á Vesturlandi.

Tónlist - Plötusafnið Í veitingahúsinu er að finna vinylplötu- (3000 plötur) og CD safn (5000 diskar) staðarhaldara, sem einnig flytur ásamt öðrum dagskrá tengda tröllasögum og tónlist, slíkt er auglýst fyrirfram.

Tröllasögur, Tröllaganga, Tröllaleikir Skemmtilegar og fræðandi gönguleiðir í fallegri náttúru ásamt leiksvæði með tröllaleikjum svo og myndu og styttum af tröllum. Gönguleiðirnar tengjast þjóðsöguarfi og tröllabókum sem staðarhaldari hefur skrifað og sögusviðið er Vesturland.

Náttúra Fossatún er staðsett á bökkum Grímsár og útsýni yfir Tröllafossa og hægt að sjá laxa stökkva og ganga meðfram fallegu árbakkasvæðinu. Einnig er gönguleið að Blundsvatni þar sem er fjölbreytt, iðandi fuglalíf. Borgfirski fjallahringurinn blasir við og umlykur.

Sögusafn Sólheima

Sólheimar, 805 Selfoss
Sögusafn Sólheima opnaði formlega haustið 2022 í elsta húsi staðarins, Sólheimarhúsi. Það hefur verið innrétt í upprunalegt horf og má þar finna aragrúa fróðleik um sögu staðarins og um Sesselju Hreindísi Sigmundsdóttur stofnenda Sólheima. Heimildarmyndin um Sesselju er þar til áhorfs, hún er um 50 mínútur að lengd. Aðgangseyrir er 1.500 kr, 700 kr fyrir 12-18 ára og frítt fyrir 12 ára og yngri. Einnig er frítt fyrir eldri borgara og fólk með fötlun. Það er enginn almennur opnunartími en hafið samband við sesseljuhus@solheimar.is eða í síma 855-6080 til að semja um opnun fyrirfram, sér í lagi hópar. Verið velkomin!

Listasafn Reykjanesbæjar

Duusgata 2-8, 230 Reykjanesbær

Listasafn Reykjanesbæjar miðlar myndlist með fjölbreyttu sýningarhaldi, fyrirlestrum, leiðsögn, útgáfu og miðlun á vefnum www.listasafn.reykjanesbaer.is . Safnið stendur fyrir nokkrum nýjum sýningum ár hvert í sýningarsal Listasafnsins í Duus Safnahúsum. 

Opið er alla daga kl. 12:00 -17:00.

Síldarminjasafn Íslands

Snorragata 15, 580 Siglufjörður

Síldarminjasafn Íslands

Síldarminjasafn Íslands er eitt af stærstu söfnum landsins. Í þremur húsum kynnumst við síldveiðum og vinnslu á silfri hafsins. Róaldsbrakki er norskt síldarhús frá 1907. Þar er flest eins og var á árum síldarævintýrisins þegar síldarfólkið bjó þar. Í Gránu er safn um sögu bræðsluiðnaðarins sem löngum var kallaður fyrsta stóriðja Íslendinga. Í Bátahúsinu liggja bátar, stórir og smáir, við bryggjur. Síldarminjasafnið hlaut Íslensku safnverðlaunin 2000 og Evrópuverðlaun safna 2004, þegar það var valið besta, nýja iðnaðarsafn Evrópu.

Síldin var einn helsti örlagavaldur Íslands á 20. öld og grunnur þess að landsmenn hurfu frá áralangri fátækt og gátu byggt upp nútíma samfélag. Atburðirnir í kring um síldina voru svo mikilvægir fyrir fólkið og landið að talað var um ævintýri – síldarævintýrið. Við hverja höfn, norðanlands- og austan risu síldarbæir stórir og smáir. Siglufjörður var þeirra stærstur og frægastur. Þótt norðurlandssíldin sé fyrir löngu horfin ber staðurinn skýr merki hinna stórbrotnu atburða síldaráranna. 

Opnunartímar eru sem hér segir:
Maí og september: 13 – 17
Júní, júlí og ágúst: 10 – 17
Vetur: Eftir samkomulagi 

Siglufjörður er aðeins í klukkustundar akstursfjarlægð frá Akureyri!

Mr.Iceland

Efri-Úlfsstaðir, 861 Hvolsvöllur

Hestaævintýri og matur með Víkingi

Efri-Úlfsstaðir er staðsettur í miðri sviðsmynd Njáls Sögu og við komuna þangað ert þú þegar orðin hluti af sögunni okkar. Við ríðum á slóðum Gunnars og Njáls, drekkum sama vatnið og horfum á sömu fjöllin. Íslenski hesturinn, þessi mikili kennari er miðjan í öllum okkar ferðum en sagan okkar, maturinn og innsæi er það sem gerir okkar ferðir einstakar.

Hlökkum til að sjá þig!

Eyjascooter tour

Birkihlíð 5, 900 Vestmannaeyjar

Our scooter bikes are unique, they have seats on them so more people can enjoy. The electricity is good for the environment and our island is unbelievable. We have big scooters Kaabo wolf warrior 11. With Eyjascooter you will experience the nature of Westman island in a unique way. You will see the island on a special designed electric scooter, with a guide that tells you stories and tales about special places. We expect that you will see wild birds, puffins, sheep, the Icelandic horse and a gorgeous view. The traveler will get his own bike, safety west, helmet and also do we offer a knee and elbow covers, we go over safety rules before we go and also lesson on the bike. Our goal is that you will have fun and a grate experience.  

Kirkjubæjarstofa

Klausturvegur 2, 880 Kirkjubæjarklaustur

Kirkubæjarstofa var stofnuð sem rannsókna- og menningarsetur á Kirkjubæjarklaustri að frumkvæði dugmikilla heimamanna með dyggum stuðningi nokkurra áhugasamra vísindamanna, sem hafa stundað hluta af rannóknum sínum á vettvangi í héraðinu. Telja þessir frumkvöðlar að náttúra og saga héraðsins sé um margt svo sérstæð að full ástæða sé til að hafa í aðstöðu til að tengja störf vísindafólks á vettvangi héraðinu enn sterkari böndum og skapa um leið betri aðstöðu til að kynna hina sérstæðu náttúru og sögu fyrir gestum héraðsins.

Starfsemi Kirkjubæjarstofu hófst 1.júli 1997, þá hafði verkefnisstjórn unnið að undirbúningi starfseminnar frá 1. mars 1997. Stofnuð hefur verið sjálfseignarstofnunin Kirkjubæjarstofa, sem hefur komið upp húsnæði og aðstöðu fyrir starfsemi stofunnar á Kirkjubæjarklaustri. Einnig hefur verið tilnefnd ráðgjafanefnd fyrir starfsemina og í þeirri ráðgjafanefnd eiga eftirtaldar stofnanir fulltrúa:

Háskóli Íslands og ýmsar stofnanir hans, Landgræðsla ríkisins, Náttúrufræðistofnun Ísland, Náttúrustofa Suðurlands, Náttúruvernd ríkisins, Orkustofnun, Norræna Eldfjallastöðin, Landsvirkjun, Byggðastofnun, Umhverfisráðuneytið, Verðurstofa Íslands,Ferðamálaráð, Þjóðminjasafn Íslands.

Markmið starfseminnar er að efla og styðja rannsóknir og lifandi fræðslu um náttúrufar, sögu og menningu héraðsins. Lögð verður áhersla á starfsemin sé í fullu samræmi bæði við áherslur í stefnumörkun sveitarfélagsins og kröfur og aðstæður í nútíma upplýsingar– og þekkingarþjófélagi. Í því skyni hefur á árinu 2000 verið lögð megináhersla á uppbyggingu landupplýsingakerfis utan um upplýsingar um náttúrufar menningu og sögu héraðsins. Kirkjubæjarstofa hyggst einnig með starfsemi sinni stuðla að auknu streymi ferðafólks í héraðið og lengingu á viðverutíma þess með nýju og endurbættu sýningarefni.

Markmiðum þessum hyggst Kirkjubæjarstofa ná á eftirfarandi hátt :

1. Söfnun, flokkun og skráning gagna um náttúru, menningu og sögu héraðsins.
2. Öflun nýrrar þekkingar með þvi að stuðla að frekari rannsóknum í samstarfi við innlendar og erlendar vísindastofnanir.
3. Að standa fyrir ráðstefnum og fræðslufundum um náttúru, menningu og sögu og héraðsins.
4. Kynningar- og fræðslustarfsemi og rekstur sýningarsalar.
5. Efling ferðaþjónustu með samvinnu við ferðamálafélag Skaftárhrepps.

Viðeyjarstofa

Viðey , 104 Reykjavík

Viðeyjarstofa er merkur og fallegur sögustaður. Húsið var upphaflega byggt sem embættisbústaður Skúla Magnússonar á árunum 1752-1755. Árið 1988 lauk umfangsmiklum endurbótum en yfirbragði hússins hefur verið haldið sem upprunalegustu. Í dag er rekið kaffihús og veitingarstaður í Viðeyjarstofu. Kaffihúsið er opið í tengslum við ferjusiglingar til Viðeyjar. Veitingarstaðurinn er opinn á völdum dögum vegna kvölddagskrárinnar Óður til friðar og jólahlaðborða. Viðeyjarstofu er einnig hægt að bóka fyrir stóra sem smáa hópa og þykir frábær kostur fyrir fundi, veislur og fjölbreyttar uppákomur.

Minjastofnun Íslands

Suðurgata 39, 101 Reykjavík

Meginhlutverk Minjastofnunar er að tryggja eftir föngum varðveislu menningarsögulegra minja í eigin umhverfi og auðvelda aðgang og kynni þjóðarinnar af þeim.  Ef þú finnur fornleifar, hafðu samband við okkur.  

Reykjavík Rollers

Skólavörðustígur 6b, 101 Reykjavík

Reykjavík Rollers er rafhjólafyrirtæki sem býður upp á rafhjólaferðir með ferðamenn. Ferðirnar eru fjölbreyttar og eru samblanda af sögu, menningu og fjöri. Við bjóðum einnig upp á sérstakar matarupplifanir ásamt því að bjóða hjólin til leigu til að ferðast um borgina á eigin vegum.

Þingvellir

Þingvellir, 806 Selfoss

Á tjaldsvæði má finna, salerni, sturtur, þvottaaðstöðu, útivaska og kolagrill. Í þjónustumiðstöðinni er kaffi- og veitingaaðstaða. Þar er einnig seld tjald- og veiðileyfi.

Sumaropnunartími (júní-ágúst):
09:00 - 20:00

Vetraropnunartími (september - maí):
Upplýsingahlið gestastofu: 09:00-16:00
Verslun og þjónustumiðstöð á Leirum: 09:00-18:00

Kötlusetur

Víkurbraut 28, 870 Vík

Í hjarta gamla Víkurþorps finnið þið Brydebúð, glæsilegt timburhús frá 1895. Þar er Kötlusetur til húsa, miðstöð menningar, fræða og ferðamála í Mýrdal. 

Kannið náttúru Kötlu UNESCO jarðvangs á Kötlusýningunni. Handleikið mismunandi bergtegundir, skoðið eldfjallaösku allt aftur til ársins 1860 og sjáið stuttmynd um sögur af Kötlugosum í gegn um aldirnar. 

Uppgvötvið sögu strandaðra skipa á svörtum söndum Suðurlands og kynnist happaskipinu Skaftfellingi á Sjóminjasafninu Hafnleysu. Setjið ykkur í spor sjómanna í baráttu sinni við hina hafnlausu strönd. 

Í upplýsingamiðstöðinni lærið þið hvernig er best að upplifa Mýrdalinn. Verslið vöru úr heimabyggð og kannið Vík með því að keppa í Fjársjóðleik Kötluseturs eða ganga hinn glænýja Menningarhring. Kort af svæðinu með öllum sínum spennandi útivistartækifærum fást hér!   

Sjóminjasafnið í Reykjavík - Borgarsögusafn

Grandagarður 8, 101 Reykjavík

Á grunnsýningu safnsins, Fiskur og fólk, er fjallað um fiskveiðar Íslendinga, frá því árabátarnir gömlu viku fyrir útgerð stórra skipa á síðustu áratugum 19. aldar og fram yfir aldamótin 2000. Sagan er sögð frá sjónarhóli stærsta útgerðarbæjar landsins, Reykjavíkur, með gripum og textum, myndum og leikjum. Aðalpersónan í þessari sögu er auðvitað fiskurinn! Honum er fylgt eftir úr hafinu í netið, um borð í bátinn og að landi, í gegnum vinnslu – og loks á diskinn. 

Mjaltastúlkan er sýning á neðri hæð safnsins um neðansjávarfornleifar. Árið 1659 sökk hollenskt kaupskip í ofsafengnum stormi við Flatey á Breiðafirði. Meira en 300 árum síðar, árið 1992, fundu kafarar flak skipsins. Árið eftir var í fyrsta sinn framkvæmd víðtæk rannsókn á fornminjum neðansjávar við Ísland. Enn stærri hluti flaksins var svo grafinn upp árið 2016. 

Við bryggju safnsins liggur hið fræga varðskip Óðinn en það er stærsti gripur safnsins.

Sjóminjasafnið í Reykjavík heyrir undir Borgarsögusafn – Eitt safn á fimm frábærum stöðum.

Opið alla daga: 10-17

Sögufylgja

Böðvarsholt, 356 Snæfellsbær

Dagbjört Dúna Rúnarsdóttir tekur vel á móti gestum sem vilja fræðast um leyndardóma Snæfellsness.

Dagbjört hefur undanfarin ár sérhæft sig í sögum og sögnum tengdum Snæfellsnesi. Hún fer með gesti sína í stutta göngutúra og miðlar sagnaarfinum ásamt því að eiga samtal við gestina um lífið og tilveruna á Snæfellsnesi.

Hægt er að koma í heimsókn í heim í Böðvarsholt eða hitta hana á fyrirfram ákveðnum stað til að eiga góða stund saman.

Uppáhalds staðir Dagbjartar eru Búðir, Arnarstapi, Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull, Lýsulaugar og Bjarnafoss.

Dagbjört tekur vel á móti einstaklingum jafnt og hópum!

Hafðu samband og mæltu þér mót við sögufylgju á Snæfellsnesi.

Hjartanlega velkomin á vit leyndardóma Snæfellsness!

Árbæjarsafn - Borgarsögusafn

Kistuhylur 4, 110 Reykjavík

Árbær var rótgróin bújörð allt fram á 20. öld, en safnið var opnað þar árið 1957. Árbæjarsafn er útisafn og auk Árbæjar eru þar yfir 20 hús, sem mynda torg, þorp og sveit. Flest húsin hafa verið flutt úr miðbæ Reykjavíkur.

Í Árbæjarsafni er leitast við að gefa hugmynd um byggingalist og lifnaðarhætti í Reykjavík og á sumrin má þar sjá húsdýr og mannlíf fyrri tíma.Í safninu er boðið upp á fjölda sýninga og viðburða, þar sem einstökum þáttum í sögu Reykjavíkur eru gerð skil. Þar má nefna handverksdaga, fornbílasýningu, jólasýningu og margt fleira. Allir eiga að finna eitthvað við sitt hæfi í Árbæjarsafni.

Árbæjarsafni er hluti af Borgarsögusafni – Eitt safn á fimm frábærum stöðum.

Opnunartími:
Júní-ágúst: 10-17 alla daga
September-maí: 13-17 alla daga.

Kakalaskáli

Kringlumýri, 561 Varmahlíð

Í Kakalaskála í Kringlumýri, Skagafirði, er sögu- og listasýning með hljóðleiðsögn frá átakatímum 13. aldar með áherslu á líf Þórðar kakala. Sýninguna prýða 30 listaverk sem unnin eru af 14 listamönnum frá 10 þjóðlöndum. Jón Adólfs Steinólfsson, myndhöggvari, var listrænn stjórnandi sýningarinnar.

Sturlungaöldin einkenndist af miklum átökum milli helstu höfðingjaætta Íslands um eignir og völd. Skagafjörður varð miðpunktur þessara átaka og þar voru háðar nokkrar af stórorrustum Sturlungaaldar. Meðal þeirra var Haugsnesbardagi sem fram fór þann 19. apríl 1246 og er hann mannskæðasti bardagi sem háður hefur verið á Íslandi.

Við Kakalaskála er að finna stórt útilistaverk, Sviðsetningu Haugsnesbardaga 1246 (Grjótherinn). Verkið var sett upp af Sigurði Hansen.

Hægt er að kaupa app (smáforrit) þar sem Sigurður býður upp á leiðsögn um sviðsetningu Haugsnesbardaga þar sem hann segir frá tilgátu sinni um aðdraganda og atburðarrás bardagans. Sjá nánar á https://www.kakalaskali.is/appid 

Í Kakalaskála er hlýlegur, timburklæddur salur sem nýtist undir ýmiskonar viðburði og veislur. Þar hefur verið boðið upp á fyrirlestra sem tengjast sögu og menningu, ráðstefnur, málþing og tónleika.

Á staðnum er Vinnustofa Maríu þar sem er að finna handverk og ýmislegt gamalt og nýtt.

Opnunartími sögu- og listasýningar: 

Alla daga frá kl. 13-17 frá 1. júní - 31. ágúst nema mánudaga. 

Utan þess tíma eftir samkomulagi: 8992027 (Sigurður), 8658227 (María), 6708822 (Esther)

Aðgangur: 3000 kr. / Eldri borgarar 2500 kr. Frítt fyrir yngri en 12 ára

Opnunartími Sviðsetningar Haugsnesbardaga (Grjóthersins):
Alltaf opið, Frítt inn

Opnunartími Vinnustofu Maríu: Fylgir opnunartíma sögu- og listasýningar: 8658227 (María)

Listasafn Einars Jónssonar

Hallgrímstorg 3, 101 Reykjavík

Einar Jónsson (1874-1954) var fyrsti íslenski myndhöggvarinn. Með opnun Listasafns Einars Jónssonar árið 1923 eignuðust Íslendingar sitt fyrsta listasafn en aðdragandann að byggingu þess má rekja til 1909, þegar Einar bauð íslensku þjóðinni verk sín að gjöf gegn því að byggt yrði yfir þau safn. Safnbyggingin er í dag alfriðuð. 

Á safninu vann listamaðurinn verk sín og sýndi. Listaverk Einars eru í anda norræns symbólisma og á safninu eru varðveitt um 300 verka hans. Í upphafi ferilsins sótti hann innblástur í íslenska þjóðsagnaarfinn og goðfræðileg minni. Kynni Einars af guðspeki 1910 höfðu afgerandi áhrif á líf hans og list og upp frá því skapaði hann myndverk með guðspekilegu táknmáli.

Þakíbúðin, sem nú er hluti af safninu, var heimili Einars og Önnu konu hans. Anna var jafnframt fyrsti safnstjóri Listasafns Einars Jónssonar. Íbúð þeirra hjóna er varðveitt í upprunalegri mynd með sérsmíðuðum húsgögnum og listaverkum úr þeirra eigu. Þaðan er fallegt útsýni yfir borgina. Við safnið er einnig opinn og fjölsóttur höggmyndagarður með 26 bronsafsteypum af höggmyndum Einars. 

Opnunartími
Listasafn Einars Jónssonar er opið þriðjudaga-sunnudaga kl. 12-17. Lokað á mánudögum. Garðurinn er alltaf opinn.
Leiðsögn og móttaka hópa eftir samkomulagi.

Til að finna okkur á Facebook, vinsamlegast smellið hér.
Til að finna okkur á Instagram, vinsamlegast smellið hér.

Highland Base Kerlingarfjöll

F347, 801 Selfoss

Highland Base Kerlingarfjöll er heilsársáfangastaður með fjölbreyttri gistiaðstöðu, veitingastað, böðum og ótal afþreyingarmöguleika - kjörinn staður til að hefja upplifunina á miðhálendi Íslands. Hvort sem þú kýst tjald, skála eða hótelsvítu þá höfum við gistingu við allra hæfi. Kerlingarfjöll er hinn fullkomni heilsársstaður fyrir ævintýrafólkið.

Veitingastaður Highland Base, sem státar af borðsal í fjallastíl með stórfenglegu útsýni, býður upp á næringarríkan og ljúffengan mat sem heldur stemningunni huggulegri og gefur orku fyrir næsta ævintýri. 

Highland Base er sælustaður uppi á öræfum. Einstök og ósnortin náttúra hálendisins er uppspretta ævintýra allt árið um kring. Í Kerlingarfjöllum býðst spennandi útivist fyrir alla, frá gönguferðum og fjallahjólreiðum til fjallaskíða og vélsleða. 

Hótelið er vel búið til að taka á móti hópum allan ársins hring og býður umhverfið í Kerlingarfjöllum upp á spennandi útivist fyrir hópefli og hvataferðir, félagasamtök, vinahópa og vinnustaði.

Kómedíuleikhúsið

Haukadalur, Dýrafirði, 471 Þingeyri

 Kómedíuleikhúsið er eina atvinnuleikhús Vestfjarða með bækistöðvar í Dýrafirði. Leikhúsið er með eigið leikhús í Haukadal í Dýrafirði sem ku vera minnsta atvinnuleikhús á Íslandi. 

Á heimasíðu okkar www.komedia.is og facebook síðu Kómedíuleikhússins eru ávallt nýjustu fréttir af hvaða leiksýningar eru á fjölunum hverju sinni í minnsta atvinnuleikhúsi á Íslandi. 

Allir nánari upplýsingar og miðasala er í síma 891 7025. Einnig er hægt að kaupa miða á allar sýningar okkar í Haukadal á tix.is   

Hótel Heydalur / Ferðaþjónustan í Heydal

Mjóifjörður, 420 Súðavík

Sveitahótelið Heydalur er í 130 km fjarlægð frá Ísafirði og 320 km – 340 km fjarlægð frá Reykjavík eftir því hvaða leið er valin. Veitingasalur, sem er í gamalli hlöðu, rúmar 70 – 100 manns og fundaraðstaða er fyrir 10 – 40 manns. Boðið er upp á gistingu fyrir 59 manns í átta tveggja manna og einu þriggja manna herbergi í flokki 3  og átta tveggja manna og tveimur þriggja manna herbergjum í flokki 4 öll með sér baðherbergjum ásamt þremur sumarbústöðum, annars vegar 10 manna og hins vegar 4 – 5 manna. Gott tjaldsvæði sem er opið frá 1. júní fram í októberlok.

 Gnægð afþreyingar er í boði. Lítil sundlaug í suðrænu gróðurhúsi, heitur frumlegur pottur og náttúrulaug vígð af Gvendi góða. Kajak og hestaleiga með leiðsögn við allra hæfi, bæði styttri ferðir og dagsferðir. Veiði í vötnum.   Á veturna snjóþrúgur og gönguskíði. Falleg gönguleið um dalinn sem eitt sinn hýsti 13 bæi. Friðaður birkiskógur. Fjölbreytt  fuglalíf og plöntugróður. Fugla og plöntuspjöld eru til fróðleiks.

 Veitingasalurinn er öllum opinn. Boðið er upp á fjölbreyttan matseðil, þar sem áhersla er lögð á mat úr héraði, heimaræktuðu grænmeti og nýveiddan silung úr eigið eldi. Veitingastaðurinn er með vínveitingaleyfi.

 Á tjaldsvæðinu er snyrtiaðstaða með heitu vatni, þrjú kvenna og karla klósett og sturtur sitt hvoru megin. Rafmagn fyrir húsbíla og tjaldvagna. Leiksvæði bæði fyrir börn og unglinga. Frábært umhverfi  til göngu og leikja í kjarrinu.

 Hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla

 Gisting:  3 hús, 19 herbergi, 59 rúm

Byggðasafnið á Garðskaga

Skagabraut 100, 250 Suðurnesjabær

Byggðasafnið á Garðskaga er staðsett í miðri náttúruparadís þar sem fjölbreytt fuglalíf, náttúrufergurð og dýrarlíf skarta sínu fegursta.

Safnið var fyrst opnað 1995 og hefur verið starfrækt síðan. Safnið er alhliða byggða og sjóminjasafn og er sérstaða safnsins einstakt vélasafn þess. 60 vélar eru á safninu sem eru allar uppgerðar af Guðna Ingimundarsyni í Garði, flestar eru þær gangfærar. Safnið hefur til sýnis ýmsa muni sem tengdust búskaparháttum til sjós og lands, elstu munir eru orðnir yfir eitthundrað ára gamlir. Fallegt safn af gömlum útvörpum og ýmsum tækjum og tólum sem notuð voru á heimilum á fyrri árum, skólastofa, skóvinnustofa og verslun Þorláks Benediktssonar svo fátt eitt sé nefnt. Stór hluti af safninu eru sjóminjar, ýmsir hlutir sem notaðir voru við fiskveiðar og til verkunar fisks á landi. Á safninu er sexæringur, níu metra langur bátur með Engeyjarlagi smíðaður 1887.

Opnunartími: Safnið er opið kl. 10-17,  frá 1. maí - 30. sept. 

Frá október til apríl er byggðasafnið opið fyrir hópa sem panta heimsóknir í síma 862 1909,  byggdasafn@sudurnesjabaer.is eða með skilaboðum á Facebook Byggðasafnið á Garðskaga. 

Fjörukráin - Víkingaþorpið

Víkingastræti 1-3, 220 Hafnarfjörður

Valhöll Víkinga er öðruvísi A la carte veitingastaður í næst elsta húsi Hafnarfjarðar, þar sem innréttingar og húsgögn eru gerð úr hundrað ára gömlum neftóbaks-og víntunnum og veggir skreyttir málverkum af Hafnarfirði og veisluborði goðanna.

ATH: Vinsamlegast pantið borð fyrirfram og látið vita ef þið hyggist greiða með ferðagjöfinni.

Valhöll er með  setustofu á efrihæð með útsýni yfir höfnina og bíður upp á notalegt andrúmsloft, þó svo að Víkingar komi þar við með sínar skemmtilegu uppákomur.
Valhöll er opin fyrir matargesti alla daga frá kl. 18:00 og þar er opið fyrir hópa í hádeginu.

 Notalegur og öðruvísi veitingastaður sem vert er að heimsækja aftur og aftur.

Fjörugarðurinn  býður upp á ekta Vikinga umhverfi, góðan mat og lifandi tónlist.
Þið munið eiga eftirminnilega stund í Fjörugarðinum, sem á sér engan líka,
útskurður, listmunir og skrautmunir á staðnum virðast óteljandi svo gestir upplifa heimsóknina ekki bara sem veitingastað. Sjón er sögu ríkari.

Fjörugarðurinn er opinn fyrir matargesti frá kl. 18:00-22:00 alla daga en þá lokar eldhús staðarins, barinn hinsvegar er opinn fram eftir kvöldi. Boðið er uppá okkar margrómuðu Víkingaveislur öll kvöld vikunnar, auk þess sem gestir geta valið af fjölbreyttum sérréttarseðli.

 


Minjasafnið á Akureyri

Aðalstræti 58, 600 Akureyri

Minjasafnið á Akureyri er í elsta bæjarhluta Akureyrar, Innbænum og Fjörunni. Í sýningarsafnsins gefa innsýn sögu íbúa svæðisins með fjölbreyttum og fjölskylduvænum sýningum. Skelltu þér í búðarleik, prófaðu trommusettið eða skelltu þér í búning. Miðinn gildir á 5 söfn og tilvalið að grípa Safnapassa fjölskyldunnar með í ferðalagið. 

Minjasafnið á Akureyri er handhafi Íslensku safnaverðlaunanna 2022.

Sýningar:

  • Tónlistarbærinn Akureyri.
  • Akureyri bærinn við Pollinn.
  • Ástarsaga Íslandskortanna – Íslandskortasafn Schulte 1550-1808. (maí-október)
  • Jólasýning Minjasafnsins (nóvember-janúar)
  • Með lífið í lúkunum. (júní - september)
  • Kjörbúðin - leikrými 

Fyrir framan safnið er einn elsti skrúðgarður landsins,  rúmlega aldargamall, sem er tilvalinn áningarstaður með bekkjum, borðum og stólum og útileikföngum.  Í garðinum stendur Minjasafnskirkjan byggð 1846 sem er leigð út fyrir athafnir og tónleika.

Minjasafnið er á sömu lóð og Nonnahús og einungis  200 metrum frá Leikfangahúsinu.

 Opnunartími:

1.6.-30.9.: Daglega frá 11-17.

1.10-31.5.: Daglega frá 13-16.

Verð:
2300 kr. fyrir 18 ára og eldri –  Börn 17 ára og yngri ókeypis, Öryrkjar ókeypis. Eldri borgarar 1300 kr.
Miðinn gildir allt árið á 5 söfn: Minjasafnið á Akureyri, Nonnahús, Leikfangahúsið, Davíðshús og Laufás. 

Valhalla Restaurant

Hlíðarvegur 14, 860 Hvolsvöllur

Í Sögusetrinu er einstök Njálusýning, kaupfélagssafn, myndlistarsalurinn Gallerí Ormur, líkan af Þingvöllum árið 1000, minjagripa & bókaverslun og Söguskálinn – sem er veitinga- og samkomusalur í sögualdarstíl fyrir allt að 100 manns og hægt er að fá leigðan fyrir hverskyns mannfagnað, fundi og veislur.

 

Ljósmyndasafn Reykjavíkur - Borgarsögusafn

Tryggvagata 15, 101 Reykjavík

Safnið varðveitir um 5 milljón ljósmynda sem teknar hafa verið af atvinnu- og áhugaljósmyndurum á tímabilinu um 1870 til 2002. Um 30 þúsund þeirra eru aðgengilegar á myndvef safnsins. Safnið stendur árlega fyrir fjölbreyttum sýningum með áherslu á sögulega og samtíma ljósmyndun, í listrænu sem menningarlegu samhengi. Á safninu er lítil búð og þar gefst gestum einnig kostur á að skoða ljósmyndir úr safneign á þar til gerðum skjám. 

Ljósmyndasafn Reykjavíkur heyrir undir Borgarsögusafn – Eitt safn á fimm frábærum stöðum.

Opnunartími:
Mán-fim: 10-18
Fös: 11-18
Helgar: 13-17

Local tours ATV

Sandfellshaga 2, 671 Kópasker

Fjórhjólaferðir með leiðsögumanni um Norðausturland.

Smellið á Facebook slóðina til að fá meiri upplýsingar. 

Skipuleggjum fjórhjólaferðir á Norðausturlandi út frá Ásbyrgi og fleiri stöðum

Endilega hafið samband og segið okkur hvernig ferð þið viljið fara í og hvert og við skipuleggjum draumaferðina fyrir ykkur. Lágmarks leiga fyrir hópaferðir eru 3 fjórhjól og 6 manns.

Skálholt

Skálholt, 806 Selfoss

Skálholtsstaður er einn helsti sögustaður Íslands. Þar var stofnað biskupssetur árið 1056 og var staðurinn á margan hátt höfuðstaður Íslands í 750 ár. Hann var eitt helsta menntasetur þjóðarinnar um aldir, þar voru skrifaðar og þýddar bækur en einnig varðveitt handrit. Skálholt var sögusvið átaka siðaskiptana um 1550 og þar var síðasti kaþólski biskupinn Jón Arason hálshöggvinn það ár. Í fjósinu í Skálholti var einnig hafin þýðing Biblíunnar á íslensku. Skálholt er einnig sögusvið harmsögu Ragnheiðar Brynjólfsdóttur biskups og ástmanns hennar Daða Halldórssonar.

Skálholtsdómkirkja var vígð 1963 og er hún tíunda kirkjan sem stendur þar á sama stað. Sú fyrsta var reist skömmu eftir árið 1000 þegar Íslendingar tóku kristni. Áður en kirkjan var reist fóru fram merkilegar fornleifarannsóknir á staðnum undir stjórn dr. Kristjáns Eldjárn seinna forseta Íslands. Fannst þá m.a. steinkista Páls biskups Jónssonar sem jarðsettur var árið 1211 og er hún talin einhver merkilegasti fornleifafundur Íslandssögunnar.

Í Skálholtsdómkirkju er að finna einhver merkilegustu listaverk 20. aldar á Íslandi; steindir gluggar Gerðar Helgadóttur og altaristafla Nínu Tryggvadóttur auk muna úr þeirri kirkju sem Brynjólfur Sveinsson biskup reisti 1650.

Kirkjan er opin alla daga ársins frá kl. 9 til 18 og messur eru alla sunnudagsmorgna kl. 11.

Hljómburður Í Skálholtdómkirkju þykir einstakur og eru þar oftsinnis haldnir tónleikar af innlendum sem erlendum tónlistarmönnum. Í Skálholtsdómkirkju hafa verið haldnir sumartónleikar frá 1975 þar sem lögð er áhersla á barok og nútímatónlist og er hátíðin ein sú elsta sinnar tegundar á Norðurlöndum.

Hótel Skálholt er með fjölbreytta gistimöguleika; á hótelinu eru 18 tvímennings herbergi og sér baðherbergi. Þar er notaleg arinstofa, sólstofa og aðstaða fyrir fundi, námskeið og ráðstefnur. Rýmið er líka frábært fyrir viðburði eins og brúðkaup, tónleika og fleira og er aðstaðan í boði fyrir hópa til útleigu.

Hótel Skálholt er reglulega með uppákomur eins og uppistand, smátónleika, bókaviðburði, listasýningar og fleira.

Skálholtsbúðir er með 10 tvímennings herbergjum og baðherbergi frammi á gangi. Þar er stór salur, borðstofa, setustofa og gott eldhús. Rýmið hentar sérstaklega fyrir hópa á borð við kóra, ættarmót, veislur, skólahópa og jógahópa. Við Skálholtsbúðir er tjaldstæði með aðstöðu fyrir fellihýsi.

Tvö sumarhús með 2 svefnherbergjum hvor (4 rúm) og sér heitum potti. Sumarhúsin eru við Skálholtsbúðir og hentar því að leigja það saman.

Selið er 3-5 herbergja einbýlishús með 2 baðherbergjum og sér heitum potti.

Veitingahúsið Hvönn er tilraunaeldhús þar sem íslenskt hráefni er í fyrirrúmi. Í eldhúsinu takast íslenskar og erlendar matarhefðir á. Unnið er með kjöt, fisk og grænmeti úr héraði en einnig erlendar aðferðir við gerjun á borð við kombucha, mjólkursýru, kefir og þurr meyrnun. Þessar aðferðir veita mat og drykk okkar sérstöðu í bragði og áferð.

Á daginn bjóðum við upp á bístró matseðil með ljúffengum réttum en á kvöldin breytum við um stíl og bjóðum upp á þriggja rétta matseðil sem er mismunandi á hverju kvöldi og er sannkölluð matarupplifun.

Kokkurinn Bjarki Sól er einn af eigendum hótelsins. Hann er matreiðslumaður sem hefur í mörg ár unnið við að auka gæði matvælafyrirtækja á svæðinu og nýtum við alla reynslu og tengsl á veitingastaðnum.

Sumar opnunartími - maí - nóvember: Alla daga frá 11:30 - 21:00.

Bistró matseðillinn er í boði frá 11:30 til 17:00 en á kvöldin er borinn fram 3ja rétta matseðill.

Nánari upplýsingar: www.hotelskalholt.is 

Horft í hamarinn

Strandgata 6, 220 Hafnarfjörður

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

The War Tour

Smiðjustígur 11A, 101 Reykjavík

Ísafjörður Guide - Helga Ingeborg Hausner

Seljalandsvegur 85, 400 Ísafjörður

 Eitthvað sérstakt - Nature and Cultural Walks with a view of Ísafjörður 

Ísafjarðarganga - Áhugaverð ferð í gegnum tímann  

Leiðsögukonan er klædd eins
og fiskverkakona frá 19. öld og leiðir ykkur í gegnum bæinn og upp í hlíðina fyrir
ofan Ísafjörð. Hún sýnir áhugaverða staði, gefur innsýn inn í sögu Ísafjarðar
og segir sögur og sagnir bæði úr fortíð og nútíð. Það eru sögur um vættir okkar
eins og álfum, tröllum og draugum. Leiðsögukona skiptir nestinu sínu með gestum.
(2 klst.) 

Ef þú vilt fá innsýn í sögu Ísafjarðar og heyra fleiri sögur og sögur um fólkið, drauga, álfa, tröll og aðrar dulrænar verur forna og nútíma Álfar, tröll og sögur (2 tímar), væri réttur ganga fyrir þig. Einnig er gangan án hæðarmunar. 

Í lok þessar tvær ferðar er gefinn kostur á því að lengja ferðina um:

Into Nature (1 hour)

Traditional Tasting (20 min.)

Vistit the Church (20 min)

 

Aðrir gönguferðir eru:

Jarðsögu og jarðfræði (3 klst.)
Gróður Vestfjarða eða Haustlitir (3 klst.)  

Náttúruganga (5 klst.)
Komdu að smakka (3,5 klst.) 

Persónuleg leiðsögn skv.
beiðni

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.  

Langanesferðir

Ytra-Lón, 681 Þórshöfn

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Húsið á Eyrarbakka - Byggðasafn Árnesinga

Húsið, 820 Eyrarbakki

Byggðasafn Árnesinga er með sýningar sínar í Húsinu á Eyrarbakka, Eggjaskúrnum og Kirkjubæ. Fjölbreytt, fjölskylduvænt og fróðlegt safn um menningu og mannlíf í Árnessýslu með áherslu á líf og aðbúnað verslunarstéttarinnar á 18. og 19. öld. 

Opnunartími:
Opið alla daga í sumar kl. 10 til 17.

Kraðak

Kópavogsbrún 1, 200 Kópavogur

Leiksýningin Let's talk Iceland segir frá sögu og menningu Íslendinga frá landnámi til dagsins í dag. Þú munt hitta víkinga, hetjur þjóðarinnar sem og venjulegt fólk og þau leiða þig í gegnum sögu landsins.

Mink Viking Portrait

Laugavegur 11, 101 Reykjavík

Gamla bókabúðin Flateyri

Hafnarstræti 3-5, 425 Flateyri

Gamla Bókabúðin á Flateyri er elsta upprunalega verslun Íslands. Fjölskyldufyrirtæki í fjórar kynslóðir síðan 1914. Verslunin sérhæfir sig í gæða vörum og bókum frá Vestfjörðum í bland við heimsþekkt vörumerki frá fyrirtækjum sem hafa starfað í lengur en 100 ár. 

Samhliða versluninni er hægt að skoða íbúð kaupmannshjónanna sem hefur verið varðveitt í óbreyttri mynd frá því að þau féllu frá. Þá er einnig hægt að gista á efri hæð hússins, þar sem svefnherbergi Bókabúðarfjölskyldunnar eru.

Heimasíða
Booking
 

Kaffi Klara - Gistihús og veitingar

Strandgata 2, 625 Ólafsfjörður

KAFFI KLARA 

Kaffi Klara er til húsa í gömlu pósthúsinu í Ólafsfirði, sögufrægt hús í hjarta Ólafsfjarðar sem gért var upp í 2013 og innréttað sem kaffihús og gistiheimili.  

Kaffi Klara er notalegt og heimilislegt kaffhús þar sem lögð er áhersla á að hlúa vel að gestunum, nota hráefni úr héraði, elda matinn sem mest frá grunni og skapa matarupplifun. Boðið upp á rétt dagsins og um helgar er í boði súpa og brauð auk þess sem boðið er upp á smurt brauð, bökur, súrdeigspitsur, kökur, tertur og vöfflur. 

Tapasveislur, hlaðborð, purusteikur, brunch, tónleikar, sýningar m.m. eru reglulega auglýst á facebooksíðu Kaffi Klöru. Kaffi Klara er einnig með veitingaþjónustu og tekur á móti smærra hópa ferðamanna, fjölskyldna, samstarfsfólks, saumaklúbbur, eða félagssamtök.

GISTIHÚSIР

Gistihúsið okkar er staðsett á efri hæð Kaffi Klöru, í miðbær Ólafsfjarðar. Það eru 5 herbergi og 2 baðherbergi. Við eigum 1 frábært stórt herbergi með pláss fyrir 4 t og 1 aðeins minni herbergi með pláss fyrir 3. Bæði herbergin eru tilvalin fyrir fjölskyldur. Herbergin eru með nútímalegum innréttingum og eru með viðargólf og handlaug. Gestir hafa aðgang að sameiginlegri baðherbergisaðstöðu auk sameiginlegs svæðis með ísskáp og hraðsuðukatli. Gistihúsið tekur 11-12 manns í gistingu.

Gistihúsið er tilvalið fyrir stórfjölskyldan, fyrir göngu eða hjólahópa sem vilja njóta náttúrunnar á Tröllaskaga eða fyrir gólfarar. Leitið til okkar eftir tilboð fyrir gisting og fæði. 

Þórbergssetur

Hali, Suðursveit, 781 Höfn í Hornafirði

Í Þórbergssetri er veitingasala,gestamóttaka, salerni og sýningarsalir.   Sýning Þórbergsseturs er fjölbreytt upplifunarsýning er tengist ævi og verkum skáldsins, en einnig sögu íslensku þjóðarinnar. Sjá má breytingar og þjóðlifsmyndir frá frumstæðu bændaþjóðfélagi yfir í bæjarlíf og búsetu í ört vaxandi höfuðborg. Textar úr verkum Þórbergs varða leiðina á fallega hönnuðum ljósaskiltum, en einnig er hægt að fá hljóðleiðsögn með viðbótarefni. Þannig er sýningin sambland af fræðsluefni, safni og sagnaskemmtan og gengið er inn í leikmyndir þar sem reynt er að ná andblæ liðinna ára og njóta um leið stórbrotinna lýsinga meistarans sem leiðsögn um staðinn. Vakin er athygli á að sýningin höfðar einnig mjög vel til barna og unglinga.

Hópar eða fjölskyldur geta bókað leiðsögn um Þórbergssetur þar sem heimamenn fræða gesti um lífið í Suðursveit  og hverning sögusvið bóka Þórbergs opnar sýn inn í horfna veröld liðins tíma.

Arkitekt að húsinu er Sveinn Ívarsson og hönnuður sýningar Jón Þórisson.

Opið er allt árið,  en í sumar verður opnunartími á sýninguna frá klukkan 10 á morgnana til  klukkan 6 á kvöldin.

Veitingahús Þórbergsseturs er opið fyrir almenning frá klukkan 10 - 8 í sumar.

Í boði eru ýmsir þjóðlegir réttir úr heimabyggð, kjötsúpa, heimabakað brauð, samlokur, bleikjuréttir og Halalamb.

Kvöldmatur er framreiddur frá klukkan 6 til 8 á kvöldin 

Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla, Norska húsið

Hafnargata 5, 340 Stykkishólmur

Norska húsið er Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla og er fyrsta tvílyfta íbúðarhús á Íslandi. Það var byggt úr tilsniðnum viði frá Noregi árið 1832 og er því rúmlega 180 ára gamalt. Í safninu er fastasýning á heimili Árna Ó. Thorlacius (1802–1891) og Önnu Magdalenu Steenback (1807–1894) eins og talið er að það hafi verið á seinni hluta 19. aldar. Í risi er opin safngeymsla með munum frá öllu Snæfellsnesi. Á fyrstu hæð eru breytilegar sýningar í Mjólkurstofu og Eldhúsi sem tengjast listum, menningu og/eða sögu svæðisins og safnbúð í krambúðarstíl.


Opnunartími:

Frá 1. júní - 31. ágúst er opið alla daga frá kl. 11-17.

Í maí er opið alla daga frá kl. 13-16

Safnapassi stykkishólmsbæjar - Norska húsið og Vatnasafn

Fullorðnir kr. 2.080,-

Aðgangur í söfnin fæst í Norska húsinu.

Vínlandssetrið Leifsbúð

Búðarbraut 1, 370 Búðardalur

Vínlandssetrið er spennandi áfangastaður fyrir unga sem aldna, þar sem sögum af landafundum Eiríks rauða og Leifs heppna Eiríkssonar á Grænlandi, Kanada og í Bandaríkjunum, eru gerð skil í nýrri sýningu sem samanstendur af myndverkum tíu þekktra íslenskra myndlistarmanna. Þú ferðast um söguna með hljóðleiðsögn og skoðar um leið töfraheim sýningarinnar. Að sýningu lokinni getur verið gott að fá sér einhverja næringu eða gott kaffi á neðri hæðinni. 

Opið daglega á tímabilinu maí til október.

Keldur á Rangárvöllum

Rangárvellir, 860 Hvolsvöllur

Torfbærinn á Keldum á Rangárvöllum telst vera elsti torfbær á Íslandi og sá eini sinnar tegundar sem varðveist hefur á Suðurlandi. Auk bæjarhúsa og kirkju eru þar skemmur, smiðja,
myllukofi, fjós, hesthús, fjárrétt, jarðgöng o.fl.  

Bærinn á Keldum kemur við sögu í nokkrum af þekktustu bókum Íslendinga, m.a. Brennu-Njáls sögu, Sturlunga sögu og Þorláks sögu en fyrsti ábúandi Keldna var landnámsmaðurinn Ingjaldur
Höskuldsson sem kemur við sögu í Njálu.  

Þar var jafnframt eitt af höfuðbólum Oddaverja. Síðasti ábúandinn í gamla bænum var Skúli Guðmundsson, sem bjó þar til dauðadags 1946. Allar götur síðan hefur bærinn verið hluti af
húsasafni Þjóðminjasafns Íslands. 

Keldur draga nafn sitt af uppsprettulindum sem koma víða fram undan túninu. Bæjar- og útihúsin eru einstakar menjar um lífið fyrr á öldum.  

Kjarni húsanna er frá 19. öld en í þeim má finna eldra timbur sem skorið hefur verið í til skrauts. Á einum stað í skálanum hefur ártalið 1641 verið rist í syllu. Í mörgum bæjarhúsanna er timburgrindin jafnframt með fornu smíðalagi, svonefndu stafverki. Þá er í bæjarhúsunum að finna búshluti úr eigu fyrri ábúenda á Keldum. Úr skálanum liggja einnig jarðgöng niður að læk og hafa þau líklega verið grafin sem undankomuleið á ófriðartímum á 11.-13. öld.  

Mikil er saga Keldna og er staðurinn og fornbýlið dýrmætur hluti af þjóðararfi Íslendinga. Náttúran hefur sýnt bæjarstæðinu mildi þótt oft hafi ekki miklu mátt muna að Keldur hyrfu úr tölu byggðra býla, og eftir stæði húsalaus rúst horfin í sand. 

Opið er frá klukkan 10-17 alla daga frá 1. júní til 31. ágúst.

Hægt er að kaupa miða hér. 

Melrakkasetur Íslands

Eyrardalur 4, 420 Súðavík

Melrakkasetur Íslands er fræðasetur sem helgað er íslenska melrakkanum sem er af tegundinni Vulpes lagopex og er eina upprunalega landspendýrið á Íslandi.

Melrakkasetur Íslands ehf. var stofnað í Súðavík 15. september 2007 og meðal stofnfélaga eru einstaklingar, fyrirtæki og sveitarfélög. þessir aðilar eiga það sameiginlegt að hafa áhuga á íslensku tófunni og öllu sem henni viðkemur, svo og náttúrulífs- og sögutengdri ferðaþjónustu.

Langtímamarkmið með stofnun setursins eru þau að safna saman á einn stað allri þekkingu, efni og hlutum sem tengjast melrakkanum í fortíð og nútíð. Að setja upp sýningu fyrir ferðamenn þar sem mun verða á boðstólnum fræðandi efni í máli og myndum um refi í náttúrunni, hérlendis sem erlendis, refarækt og refaveiðar. Ennfremur að stuðla að og taka þátt í rannsóknum á líffræði tegundarinnar og þróun sjálfbærrar náttúrulífs-ferðamennsku.

Opið:

  • Maí: 10:00-16:00
  • Júní - Júlí: 09:00-18:00
  • September: 10:00-16:00
  • 01. október - 14. maí:  eftir samkomulagi

 

1238: Baráttan um Ísland - Gestasýning

Víkingabraut 1, 260 Reykjanesbær

Sýningin 1238 Baráttan um Ísland segir sögu Sturlungaaldarinnar og með hjálp nýjustu tækni í miðlun og sýndarveruleika bjóðum við gestum á öllum aldri að taka þátt og upplifa átakamestu atburði Íslandssögunnar á einstakan hátt.

Sýningin í Víkingaheimum er gestasýning og býður gestum uppá að upplifa þennan einstaka heim sýndarveruleika sem hefur verið skapaður sýningunni á Sauðárkróki.

Hrísbrú

Þverholti 2, 270 Mosfellsbær

Fornleifauppgröftur hefur verið staðið yfir á Hrísbrú frá árinu 1995 á vegum verkefnisins MAP, The Mosfell Archaeological Project. MAP er alþjóðlegt þverfaglegt rannsóknarverkefni þar sem stuðst er við fornleifafræði, sagnfræði, mannfræði, erfðafræði og náttúruvísindi. Samvinna er við Þjóðminjasafn Íslands og Mosfellsbæ. Jesse L. Byock prófessor er framkvæmdastjóri verkefnisins en Davidi Zori, fornleifafræðingur hefur umsjón með uppgreftinum. Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á líf íbúa Mosfellsdals og á svæðinu þar í kring við upphaf landnáms og næstu aldir þar á eftir.

Uppgröftur hófst á tveimur hólum með könnunarskurðum en þeir kallast Kirkjuhóll og Hulduhóll. Þessi örnefni eru forn en einnig höfðu munnmælasögur gengið mann fram að manni að á Kirkjuhóli hafi verið kirkja og að í Hulduhóli væri álfabyggð. Þessu greindi Ólafur Ingimundarson bóndi á Hrísbrú frá en þessar sagnir eru skýring þess að ekki hafði verið hreyft við þessum hólum áður en uppgröftur hófst. 

Landnámssetur Íslands

Brákarbraut 13-15, 310 Borgarnes

Í Landnámssetrinu er sögð saga Landnámsins og söguþráður Egilssögu rakinn. Gesturinn er leiddur áfram með hljóðleiðsögn sem hægt er að fá á 15 tungumálum auk leiðsagnar á íslensku sem sérstaklega er sniðin fyrir börn frá allt að fjögurra ára aldri. Sýningarnar eru um margt ólíkar en eiga það sameinginlegt að vera einstaklega skemmtileg viðbót við frásögnina í hljóðleiðsögninni.


Söguslóðir Austurlands

Sunnufelli 4, 700 Egilsstaðir

Verkefnið hefur þróast frá því að vera einfalt söguskiltaverkefni yfir í umfangsmikið, alhliða söguslóðarverkefni. Meginmarkmið verkefnisins er sem fyrr að fjölga þeim ferðamönnum sem leggja leið sína um söguslóðir Hrafnkels sögu Freysgoða og að undirbyggja frekari söguferðaþjónustu á Héraði en þó fyrst og fremst í Hrafnkelsdal og nágrenni á grundvelli þessarar víðlesnu Íslendingasögu. Verkefnið er margþætt en myndar sterka heild með samræmdri hönnun á merkingum, skiltum, bæklingum, vef, bók, snjallleiðsögn og öðru því efni sem framleitt verður. Samstarf er við IÐNÚ-bókaútgáfu um útgáfu á sérstakri myndskreyttri ferðamannaútgáfu á Hrafnkelssögu á nokkrum tungumálum og kom sú íslenska út í ágúst 2009. Í þeirri bók eru auk þess tilvísanir í merkingar og staði á söguslóðum auk korta, leiðarlýsinga, ljósmynda og ítarefnis.

1238: The Battle of Iceland

Aðalgata 21, 550 Sauðárkrókur

Sögusetrið 1238 Baráttan um Ísland segir sögu Sturlungaaldarinnar í gagnvirkri sýningu sem gengur skrefinu lengra en hefðbundnar fræðslusýningar. Með hjálp nýjustu tækni, í miðlun og sýndarveruleika, bjóðum við gestum á öllum aldri að taka þátt og upplifa söguna sem aldrei fyrr.

Áhersla er lögð á þá stóru bardaga sem einkenndu öld Sturluna, einkum Örlygsstaðabardaga, sem fram fór árið 1238. Í anddyri sýningarinnar er einnig rekin minjagripaverslun, upplýsingamiðstöð og veitingastaðurinn Grána Bistró. 

Sumaropnunartími: Opið alla daga 10:00 – 16:00
Vetraropnunartími: Opið mán-lau 10:00 - 16:00


Þið finnið okkur á Facebook

Víkingaheimar

Víkingabraut 1, 260 Reykjanesbær

Víkingaheimar í Reykjanesbæ er glæsilegt sýningahús sem hýsir nú fimm áhugaverðar sýningar þar á meðal víkingaskipið Íslending sem sigldi til Ameríku árið 2000. Húsnæðið er hannað af hinum margverðlaunaða arkitekt Guðmundi Jónssyni. Nútímaleg hönnun þess undirstrikar fegurð Íslendings.
Aðgengi að safninu er góður fyrir fólki sem á erfitt með gang eða háð hjólastól/göngugrind.  Gjafavara, ráðstefnu- og móttökusalir fyrir öll tækifæri og útisvæði fyrir víkingahátíðir eru einnig til staðar.

Opnunartími er 10 - 16 alla daga og hægt er að bóka morgunmat fyrir stærri hópa. 

Sýningar:

Örlög guðanna
Sýning um norræna goðafræði og goðsögur. Gesturinn er leiddur í gegnum þennan forna hugmyndaheim og goð og goðheimar birtast ljóslifandi á myndrænan og nýstárlegan hátt þar sem myndlist, frásögn og tónlist fléttast saman í eina heild. Sýningin er samin og unnin af viðurkenndum íslenskum samtímalistamönnum og norrænufræðingum sem þarna leiða saman hesta sína til að skapa glæsilegt og nútímalegt listaverk um fornan menningararf.

Víkingar Norður-Atlantshafsins
Sýning um siglingar og landnám norrænna manna og þátt þeirra í landafundum Norður-Ameríku. Sýningin var unnin í samstarfi við Smithsonian stofnunina í Bandaríkjunum.

Víkingaskipið Íslendingur
Skipið er nákvæm eftirgerð af Gaukstaða skipinu, níundu aldar víkingaskipi og sigldi árið 2000 yfir Atlantshafið til að minnast ferðar Leifs Eiríkssonar til Nýja heimsins þúsund árum fyrr.

Landnám á Íslandi
Merkar fornleifar af Suðurnesjum. Minjar um elstu byggð á Reykjanesi, nánar tiltekið frá Vogi í Höfnum og Hafurbjarnarstöðum.

Söguslóðir á Íslandi
Kynning á helstu söguslóðum Íslands unnin í samstarfi við Samtök um sögutengda ferðaþjónustu. Rúmlega 30 staðir, söfn, sýningar, minjar, hátíðir, mannvirki og slóðir ákveðinna sagna er kynnt hér.

Nánari upplýsingar á www.vikingaheimar.is eða í síma 422-2000.

Strandarkirkja

Selvogur, 815 Þorlákshöfn

Margir leggja leið sína í Strandarkirkju, bæði Íslendingar og erlendir ferðamenn. Kirkjan er opin alla daga á sumrin og á vorin og haustin er hún opin um helgar. Einnig er hún höfð opin um helgar á veturna ef óskað er. Þá tekur staðarhaldari á móti fólki og leiðbeinir því um sögu og nútíð kirkjunnar. 

Messað er í kirkjunni um jól og páska og reglulega yfir sumarið og fram á haust. Kirkjukór Þorlákskirkju annast söng og organisti er Ester Ólafsdóttir. Kirkjuvörður er Guðmundur Örn Hansson, sími 892-7954. Sóknarprestur er Sigríður Munda Jónsdóttir, sími 894-1507 og netfang sigridur.munda.jonsdottir@kirkjan.is .

Ferðaþjónustan Lýtingsstöðum

Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð

Lýtingsstaðir er skagfirskur sveitabær með hrossarækt, staðsettur 19 km frá þjóðveg 1, sunnan við Varmahlíð. Héðan er stutt á Sprengisand og á Kjalveg. Hestatengd ferðaþjónusta hefur verið rekin á Lýtingsstöðum síðan árið 2000.

Boðið er upp á stuttar hestaferðir fyrir vana og óvana. Lágmarksaldur til að fara í reiðtúr er 6 ára en hægt er að teyma undir börn 3-6 ára heim á hlaði og í kringum torfhúsin okkar. Það er líka hægt að koma bara í smá kynningarheimsókn og hestaknús.

Lýtingsstaðir býður upp á gistingu í þremur gestahúsum (20fm og 41fm) sem hýsa 4-6 manns. Í húsunum er sér baðherbergi með sturtu. Einnig lítið eldhús. 

Innblásið af sögu bæjarins var hlaðið gamaldags hesthús, skemma og rétt úr torfi. Torfhúsin eru meistaraverk íslensks handverks og hýsa sýningu með gamaldags reiðtygjum og annað. Hljóðleiðsögn er í boði sem hentar vel frá 6 ára aldri og tekur um það bil 30 mínútur.

Icelandic Lava Show

Víkurbraut 5, 870 Vík

Upplifðu alvöru rennandi hraun í návígi! Ógleymanleg skemmtun!

Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal endurskapar aðstæður eldgoss með því að hita hraun upp í 1100°C og hella því svo inn í sýningarsal fullum af fólki! Hvergi annars staðar í heiminum getur fólk upplifað rauðglóandi hraun í svo miklu návígi með öruggum hætti. Frábær sýning sem samtvinnar á einstaklega eftirminnilegan máta fræðslu, skemmtun og heimsklassa upplifun þar sem efniviðurinn er rennandi hraun! Sannkölluð veisla fyrir skynfærin og ógleymanleg upplifun fyrir unga sem aldna. 

Icelandic Lava Show er hugarfóstur hjónanna Júlíusar Inga Jónssonar og Ragnhildar Ágústsdóttur en hugmyndin kviknaði þegar þau fóru upp að gosinu á Fimmvörðuhálsi árið 2010 og sáu hraunfossinn og ótrúlegt samspil hraunsins við ísinn allt um kring. Í lok árs 2015 sagði Júlíus starfi sínu lausu og hafa þau hjónin unnið að því að koma fyrirtækinu á laggirnar æ síðan. Það var svo í september 2018 sem Icelandic Lava Show opnaði dyr sínar fyrir gestum og gangandi og viðtökurnar hafa verið hreint frábærar líkt og sjá má á einkunnasíðum á borð við TripAdvisor og Google Maps. Hér er því um að ræða ungt og efnilegt fjölskyldusprotafyrirtæki sem er vel þess virði að heimsækja.

Nánari upplýsingar:

  • Lengd: ca 45-50 mínútur (fer eftir fjölda spurninga og stemmningu í salnum)
  • Aldur: Hentar öllum aldurshópum (en börn þurfa að vera í fylgd fullorðinna)
  • Staður: Víkurbraut 5, Vík í Mýrdal (í gamla Kaupfélagshúsinu)
  • Stund: fastir sýningartímar þar sem það tekur marga klukkutíma að bræða hraun - sjá tímasetningar og hvað er laust á icelandiclavashow.com
  • Mæting: það borgar sig að vera mætt/ur amk. 15 mínútum áður en sýningin hefst
  • Fatnaður: forðist að vera of mikið klædd því það hitnar mjög snögglega þegar rauðglóandi hraunið rennur í sýningarsalinn
  • Tungumál: oftast á ensku (nema ef allir í salnum skilja íslensku) - munum auglýsa séríslenskar sýningar í sumar
  • Hópar: Icelandic Lava Show er frábær skemmtun fyrir hópa og tekur allt að 50 manns í sæti á hverja sýningu. Hægt er aðlaga tíma að hópum. Fyrir tilboð, sendið okkur póst á info@icelandiclavashow.com

Lýsing á sýningunni sjálfri

  1. Í upphafi er stuttur inngangur þar sem sýningarstjórinn býður alla velkomna og leiðir fólk í allan sannleika um upplifunina, hvað hún felur í sér, hvernig hugmyndin kviknaði og afhverju Vík í Mýrdal varð fyrir valinu (ca 10-12 mínútur)
  2. Að innganginum loknum er sýnd stutt fræðslumynd af stað þar sem annars vegar er farið yfir það afhverju Ísland er svona virk eldfjallaeyja með áherslu á eldfjöllin í nágrenni Víkur. Hins vegar er sögð ótrúleg flóttasaga Jóns Gíslasonar, langafa sýningarstjórans og annar stofnanda Icelandic Lava Show, undan Kötlugosinu 1918 og hamfarahlaupinu sem því fylgdi (12 mínútur)
  3. Hápunktur sýningarinnar er svo þegar 1100°C heitu hrauninu er hellt inn í sýningarsalinn. Það er ólýsanleg tilfinning að sjá, heyra og finna hraunið renna inn í salinn - sannkölluð veisla fyrir skynfærin! Þegar hraunið rennur inn í rökkvaðan sýningarsalinn er eins og sýningargestir verði vitni að sólarupprás, svo skært er rauðglóandi hraunið. Þá finna gestir lyktina af bráðnu hrauninu þar sem það byrjar að storkna og heyra um leið hvernig það kraumar, bullar og snarkar. Það allra tilkomumesta er þó hitinn sem skellur á sýningargestum. Það er gífurlegur hitinn sem kemur flestum á óvart. Sýningarstjórinn gerir svo alls kyns æfingar með rauðglóandi hraunið sem er heillandi að fylgjast með en um leið ótrúlega upplýsandi (ca 20-25 mínútur)
  4. Að sýningu lokinni gefst svo öllum færi á að spyrja spurninga sem sýningarstjórinn reynir að svara eftir bestu getu. (ca 5 mínútur)

Allar nánari upplýsingar á icelandiclavashow.com 

Þjóðminjasafn Íslands

Suðurgata 41, 102 Reykjavík

Í Þjóðminjasafni Íslands er  grunnsýningin, Þjóð verður til - menning og samfélag í 1200 ár. Þar er saga þjóðarinnar sögð, allt frá landnámi til okkar daga.

Sérsýningar safsnins eru fjölbreyttar og þeim ætlað að höfða til mismunandi hópa. Flestar þeirra byggja á safneigninni og rannsóknum fræðimanna á henni. Sérsýningar eru í Bogasal og í Horninu, í Myndasal og á Veggnum auk smærri sýninga á Torgi.  Tekið er mið af gestum á öllum aldri en hljóðleiðsögn og ratleikir eru ítarefni sem veita innsýn í sögu íslensku þjóðarinnar frá landnámi til samtímans.

Þjóðminjasafnið býður reglulega leiðsagnir fyrir börn og fullorðna en einnig eru haldnir fyrirlestrar í safninu. Í safninu er Safnbúð með fjölbreyttu úrvali af íslenskri hönnun. Í næsta nágrenni er Háma, þar sem hægt er að fá fjölbreyttar veitingar.

Byggðasafn Vestfjarða, sjóminjasafn

Neðstakaupstað, 400 Ísafjörður

Byggðasafn Vestfjarða stendur fyrir og kemur að sýningum á hverju ári. Safnið hefur í áranna rás verið í samstarfi við ýmsa aðila, einstaklinga, félagasamtök og fyrirtæki með uppsetningu og ráðgjöf. 

Opnunartími:
15. maí - 31. ágúst - kl. 10:00-17:00
1. sept. - 15. sept. - kl. 11:00- 15:00

Önnur opnun eftir samkomulagi

Almennt verð 1.600 kr.
Hópar og ellilífeyrisþegar 1.200 kr.

Sögusafnið

Grandagarður 2, 101 Reykjavík

Í fyrsta sinn gefur að líta á einum stað sögufrægar persónur og stórviðburði Íslandssögunnar, frá landnámi til siðaskipta sem standa ljóslifandi fyrir augum okkar með einstökum hætti.

Sögusafnið er safn sem færir þig nær andartaki sögulegra atburða. Safnið endurspeglar þá atburði sem best lýsa sögu okkar, skópu örlög alþýðunnar og sýna forvitnilegar hliðar á landi og þjóð. Í þessu fjölbreytilega og lifandi safni er jafnt íslenskum sem erlendum gestum veitt tækifæri til að kynnast Íslandsögunni á skemmtilegan og fræðandi hátt.

Höfn – Staðarleiðsögn

Hafnarbraut 41, 780 Höfn í Hornafirði

Upplifðu núið

Fræðandi upplifun í anda yndisævintýramennsku og núvitundar í fiskibænum Höfn. 

Komdu með í nærandi upplifun í gegnum létta hreyfingu í stórbrotinni og friðsælli náttúru svæðisins. Höfn Staðarleiðsögn býður upp á ferðir þar sem þú færð tækifæri og tíma til að tengja við það samfélag og menningu sem heimsótt er. Þetta er tækifæri til að upplifa núið í útivist og hægja á í erli hins daglega lífs. 

Kynntu þér sögu og menningu þessa fallega sjávarþorps sem Höfn er með innfæddum leiðsögumanni. Boðið er upp á léttar og upplýsandi göngur þar sem þú færð tækifæri til að kynnast sögu, menningu og jarðfræði Hafnar og nágrennis. Sérsniðnar göngur um fjalllendi eða fjörur suðausturlands eru einnig í boði. Þú getur líka valið þér jóga- og núvitundargöngur eða kayakferð í Hornafirðinum. Í öllum ferðum með Höfn staðarleiðsögn kynnist þú matarmenningu svæðisins í einhverri mynd. 

Ef þú hefur áhuga á meðvitaðri upplifun með náttúruna og samferðafólk þitt í forgrunni, þá er ferð með HÖFN - Staðarleiðsögn eitthvað fyrir þig.  

Ferðaþjónustan á Hólum

Hjaltadalur, 551 Sauðárkrókur

Á Hólum er boðið upp á gistingu í smáhýsum og íbúðum og er eldunaraðstaða og borðbúnaður í þeim öllum. Veitingastaðurinn Kaffi Hólar er í háskólabyggingunni og er opinn allt árið.

Hólar í Hjaltadal eru einn merkasti sögu- og menningarstaður landsins. Margt er að skoða á Hólum svo sem Háskólann, Hóladómkirkju, Auðunarstofu, Nýjabæ og Sögusetur íslenska hestsins.

Gott útivistarsvæði með merktum gönguleiðum við allra hæfi er á Hólum einnig eru í boði lengri og meira krefjandi leiðir.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.  Hundar eru leyfðir á tjaldsvæðinu.

Hellarnir við Hellu

Ægissíða 4, 851 Hella

Upplifið einstakan ævintýraheim í hellaferð um Hellana við Hellu og heyrið söguna sem ekki hefur mátt segja um landnámið fyrir landnám.​

Fræðandi og heillandi afþreying sem hentar öllum aldri og í hvaða veðrum sem er. Hellarnir við Hellu eru staðsettir við þjóðveg 1 í aðeins um klukkutíma akstursfjarlægð frá Reykjavík.

Tólf fornir manngerðir hellar hafa fundist í landi Ægissíðu við Hellu og fjórir þeirra hafa nú verið opnaðir. Hellarnir eru friðlýstir og þeir sýndir með leiðsögn. Fjölskyldan á Ægissíðu vinnur að því að byggja upp og varðveita umhverfi og sögu hellanna í samvinnu við nærsamfélagið og Minjastofnun Íslands.

Í hellunum má t.d. finna stórmerka krossa, gamlar veggjaristur, myndir, syllur og innhöggvin sæti. Leyndardómur umlykur hellana og öldum saman hefur fólk velt fyrir sér hvort hellarnir séu gerðir af pöpum og hve gamlir þeir séu.