Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Hellaskoðun
Laugarvatn Adventure
Laugarvatnshellar, 840 LaugarvatnLaugarvatn Adventure er ungt fyrirtæki sem þó býr yfir mikilli reynslu. Okkar aðalsmerki eru stuttar leiðsagðar ferðir í nágrenni Laugarvatns. Við tökum einnig á móti hópum í hópeflis- og hvataferðir sem við sníðum eftir þörfum hvers hóps fyrir sig.
Hellaskoðunarferðir, jeppaferðir, fjallaskíðaferðir og námskeið.
The Cave
Fljótstunga, 320 Reykholt í BorgarfirðiVíðgelmir er stærsti hraunhellir landsins. 1.600 metra langur hellirinn býr yfir mögnuðum litaafbrigðum og hraunmyndunum djúpt í iðrum jarðar og með sínum framúrskarandi fjölbreytileika og glæsileika býður hann upp á ógleymanlega lífsreynslu.
Við bjóðum upp á fjölskylduvænar ferðir sem allar kynslóðir geta notið, þökk sé nýrri göngubrú og lýsingu í hellinum. Fyrir þá sem kjósa meiri áskorun, þá bjóðum við einnig upp á hálfs dags ferð alveg inn í enda hellisins, út fyrir manngerð þægindi.
Hellar eru oft dimmir og þröngir en það á ekki við um Víðgelmi. Það sem áður var seinfarið, harðgert landslag er nú auðvelt og skemmtilegt yfirferðar.
Icelandic Mountain Guides
Klettagarðar 12, 104 ReykjavíkÍslenskir fjallaleiðsögumenn bjóða upp á úrval afþreyingarferða á svæðinu í kringum Mýrdalsjökul / Sólheimajökul, frá Skaftafelli auk gönguferða um hálendi Íslands.
Ferðirnar eru af mismunandi erfiðleikastigi en markmið okkar er að gefa sem flestum tækifæri til að eiga ævintýralega upplifun í magnaðri náttúru Íslands.
Fagmennska í leiðsögn og virðing fyrir náttúrunni eru okkar aðalsmerki og hlökkum við til að geta í sumar kynnt fyrir Íslendingum þá skemmtilegu afþreyingarmöguleika sem í boði eru.
Ferðaúrval:
Jöklaganga: Ferðalag um landslag jöklanna, litið ofan í sprungur og svelgi ásamt fræðslu um hreyfingar og eðli jökulísins. Í boði á Sólheimajökli og frá Skaftafelli (Falljökull). Aldurstakmark 10 ára.
Ísklifur: Frá auðveldari ferðum þar sem jöklaganga og léttklifur er tvinnað saman (frá 14 ára) upp í erfiðari leiðir (frá 16 ára). Í boði á Sólheimajökli og frá Skaftafelli (Falljökull).
Fjallgöngur: Fjölbreyttar gönguferðir í boði. Hæsti tindur Íslands og vinsæl áskorun þeirra sem komnir eru með góðan grunn í fjallgöngum. Fimmvörðuháls er ferð sem sameinar margt það fallegasta í íslenskri náttúru. Ferðir í boði fyrir einstaklinga og hópa.
Kayakferðir: Létt kayaksigling á lóninu sem á síðustu árum hefur myndast fyrir framan Sólheimajökul. Aldurstakmark 12 ára.
Fjórhjólaferðir á Sólheimasandi: Ekið niður í Sólheimafjöru og hvalbein sem þar liggja heimsótt. Margbreytilegt landslag fjörunnar skoðað og komið við hjá Flugvélaflakinu fræga. Aldurstakmark 8 ára.
Snjósleðaferðir: Ferð um snjóbreiðurnar á toppi Mýrdalsjökuls. Á góðum degi má njóta stórkostlegs útsýnis yfir Suðurland. Aldurstakmark 8 ára.
Gönguferðir um hálendið: Ein besta leiðin til að kynnast margbreytileika íslenskrar náttúru er að ferðast á fæti. Klassískar perlur eins og Laugavegurinn, Fimmvörðuháls, Sveinstindur og Strútstígur verða í boði í sumar ásamt bakpokaferðinni frá Núpstaðarskóguum í Skaftafell.
Samsettar ferðir: Hægt er að kaupa pakka þar sem fleiri en ein ferð eru tengdar saman.
Við leggjum við mikið upp úr öryggi í ferðum og menntun leiðsögumanna og eru allir okkar leiðsögumenn með réttindi og skyndihjálparþekkingu. Umhverfismál eru einnig okkar hjartans mál og miðum við að því að öll okkar starfsemi hafi sem minnst áhrif á viðkvæma náttúruna í kringum okkur. Fyrirtækið starfar eftir virkri umhverfistefnu og rekur m.a umhverfisjóð sem annað hvert ár veitir styrki til verkefna á ferðamannastöðum.
Exploring Iceland
Fálkastígur 2, 225 GarðabærExploring Iceland er ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í rútu- og gönguferðum fyrir hópa.
Einnig bjóðum við uppá margskonar hestaferðir fyrir hópa og einstaklinga og erum með ýmsar nýjungar s.s. lúxushestarferðir með hótel gistingu, reiðkennsluferðir, heimsókn á hestabúgarða, dvöl á hestabúgörðum, vetrarferðir og ýmislegt fleira.
Niflheimar ehf.
Breiðabólsstaður, 781 Höfn í HornafirðiVinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Ice Guardians Iceland
**, 780 Höfn í HornafirðiVið erum fyrirtæki sem sérhæfir sig í ævintýraferðamennsku. Fyrirtækið var stofnað af tveimur alþjóðlega reyndum leiðsögumönnum. Okkar starfsemi fer fram í okkar nánasta umhverfi, í kringum Hornafjörð.
Okkar markmið er að bjóða upp á einstaka og heillandi upplifun á stóra leikvellinum sem er Vatnajökull er. Innan við 100-200 ár munu allir aðgengilegir skriðjöklar hafa hopað að öllu leyti vegna 1-2 °C hlýnunar jarðar.
Ferðirnar okkar ganga út á fræðslu og ævintýri. Við viljum deila okkar þekkingu á jöklafræði, eldfjöllum, loftslagsbreytingum, jarðfræði og fleiru á meðan við sköpum eftirminnilega upplifun.
Bókaðu hjá okkur eða sendu okkur fyrirspurn til að byrja þitt ferðalag i kringum Vatnajökul.
Gray Line Iceland
Klettagarðar 4, 104 ReykjavíkMarkmið okkar er að veita ógleymanlega upplifun á Íslandsferð.
Gray Line Iceland býður upp á ferðaskipulagningu fyrir hópa af öllum stærðum og rútuleigu á fyrsta flokks hópferðabílum.
Einnig bjóðum við upp á skemmtilegar dagsferðir með leiðsögn frá Reykjavík og áætlunarferðir til og frá Keflavíkurflugvelli.
Allir okkar bílar eru útbúnir öryggisbeltum, WiFi, sjónvarpi og DVD spilara og hægt er að panta bíla með salerni og extra fótaplássi. Einnig bjóðum við upp á fjórhjóladrifna hópferðabifreiðar fyrir hálendisferðir.
Við höfum skipulagt ferðir um Ísland fyrir Íslendinga og aðra ferðamenn í yfir 30 ár og erum stolt af því frábæra starfsfólki okkar sem býður upp á persónulega þjónustu og aðstoð til viðskiptavina okkar.
Kíktu við, hringdu eða skrifaðu okkur línu og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig.
Guðmundur Jónasson ehf.
Vesturvör 34, 200 KópavogurGuðmundur Jónasson (GJ Travel) er með víðtæka reynslu af skipulagningu rútuferða og aðra ferðaskipulagningu um allt land fyrir stóra sem smáa hópa. Fyrirtækið á ýmsar stærðir af hópferðabílum og er frumkvöðull þegar kemur að hálendisferðum. Guðmundur Jónasson (GJ Travel) býður upp á:
- dagsferðir
- lengri ferðir
- tjaldferðir
- trússferðir (möguleiki að leigja tjöld, dýnur og annan búnað)
- innanbæjarskutl og margt fleira.
Floti GJ Travel er fyrsta flokks og býður upp á WiFI, þriggja punkta öryggisbelti, loftkælingu og stærri bílar eru með salerni.
Einnig getum við boðið upp á pakkaferðir þar sem gisting, afþreying, matur og leiðsögn er innifalinn.
Endilega hafið samband til að fá frekari upplýsingar með því að senda tölvupóst á ruta@gjtravel.is, hringja í síma 520-5200 eða hafa samband við okkur á facebook @gjtravelhopferdabilar (Guðmundur Jónasson Hópferðabílar – GJ Travel)
Iceland Untouched
Meistaravellir 11, 107 ReykjavíkAllar ferðir okkar eru gerðar í kringum hugmyndir okkar um óhefta, óspillta, ótamda og ósnortna náttúru Íslands. Frá okkar sjónarhóli er það sem gerir Ísland svona einstakt og ætti að njóta þess og muna sem svo. Með margra ára reynslu að baki viljum við halda okkur úr alfaraleið og í burtu frá mannfjöldanum á alla vegu.
Við getum með sanni sagt að við upplifum alltaf þá einstöku „Alein/n í heiminum“ tilfinningu á ferðum okkar og njótum þess sem náttúran hefur upp á að bjóða til fullnustu. Við erum starfrækt allt árið víðsvegar um Ísland og leggjum megin áherslu á gæði umfram magn.
Við ferðumst aðeins í litlum hópum með faglærðum leiðsögumönnum, upplifum okkar menningu, njótum hágæða matseldar og við erum auðvitað alltaf nálægt náttúrunni.
Flestar ferðirnar okkar eru sérsniðnar fyrir viðskiptavini okkar og verð getur því verið mismunandi eftir eftirspurn og ferðalýsingu. Fyrir brottfarir, verð, bókanir og aðrar fyrirspurnir vinsamlega hafið samband:
info@icelanduntouched.com
Sími: 696-0171
Sími: +1(857)3423157
Absorb Iceland
Rósarimi 1, 112 ReykjavíkAbsorb Iceland er íslensk ferðaskrifstofa staðsett í Reykjavík sem vottuð er af Ferðamálastofu Íslands og fer eftir öllum lögum og reglum í ferðaþjónustu á Íslandi.
Við sérhæfum okkur í einkaferðum innanlands þar sem ferðast er á afslappandi og ánægjulega vegu. Með okkar reynda leiðsögufólki færðu að upplifa allt sem Ísland og hrífandi náttúru þess hafa að bjóða, hvort sem er með stútfullri ferðaáætlun af fjöri eða rólegum og þægilegum degi.
Við elskum að sníða ferðir að þörfum gesta okkar til að gera upplifun þeirra af Íslandi einstaka og ógleymanlega um alla ævi. Við leggjum ávallt áherslu á að veita gestum okkar persónulega og vinalega þjónustu, svo þeim líði eins og þeir séu að skoða landið með vini. Þú getur alltaf haft samband við okkur til að byrja að skipuleggja dvöl þína á Íslandi með bestu mögulegu ferðaáætlun sem er útbúin sérstaklega fyrir þig.
Við búum í Reykjavík og höfum brennandi áhuga á Íslandi. Okkur finnst við svo lánsöm að hafa alist upp og búið í okkar frábæra landi og viljum deila þekkingu okkar og kunnáttu á landinu og öllum þeim undrum sem Ísland hefur upp á að bjóða með nýjum vinum okkar.
Þú ferðast í einkaferð með persónulegum leiðsögumanni og færð nákvæmari upplifun af Íslandi og náttúru þess, menningu og sögu. Þess vegna eru ferðirnar okkar einkaferðir svo gestir okkar fái persónulegri nálgun.
Scandinavia Travel North ehf.
Garðarsbraut 5, 640 HúsavíkScandinavia Travel North er ferðaskrifstofa og –skipuleggjandi á Íslandi, með sérstaka áherslu á norður- og austurhluta landsins. Við bjóðum alhliða ferðaþjónustu, þ.á.m. akstur, skoðunarferðir, leiðsögn, og bókarnir á gistingu, afþreyingu, viðburðum, veitingum o.s.frv.
Scandinavia Travel North leggur sérstaka áherslu á vel útfærðar sérsniðnar ferðir með áherslu á heildarupplifun þátttakenda. Auk hefðbundinna skoðunarferða og áfangastaða, bæði sem dagsferðir og nokkra daga pakkar, þá skipuleggjum við einnig ferðir utan alfaraleiða og vinsælustu svæðanna. Slíkar sérsniðnar ferðir gætu leitt þig til þekktra áfangastaða á landinu, en einnig til minna þekktra svæða eða áhugaverðra staða, með von um að heildarupplifun og reynsla verði sem mest og best.
Við leggjum okkur fram um að segja sögur og tengja við staðhætti, menningu, hefðir og arfleifð.
Skipulag hópferða er okkar fag. Við bjóðum bæði faglega og sérhæfða þjónustu í formi skipulags og undirbúnings, ásamt öllu utanumhaldi. Skipulag á landi, skoðunarferðir, gisting og veitingar, afþreying o.s.frv. Við eigum ferðaplön og hugmyndir, en erum ávallt tilbúin að útfæra sérstaklega ferðaskipulag í samræmi við þínar óskir, áhugasvið, tímaramma, aðstæður og hvað á að vera innifalið.
Fyrir einstaklinga og litla hópa, þá bjóðum við sérferðir með leiðsögn og einnig bílaleigupakka.
Scandinavia Travel North er með leyfi ferðaskrifstofu frá Ferðamálastofu.
Iceland Bike Farm
Mörtunga 2, 881 KirkjubæjarklausturVið erum lítið fjölskyldufyrirtæki rétt hjá Kirkjubæjarklaustri og bjóðum upp á fjallahjólaferðir, fjallahjólanámskeið sem og ýmsa aðra viðburði. Við erum svo lánsöm að vera með heimsklassa hjólaslóða í bakgarðinum okkar, sem kindurnar hafa lagt grunninn að síðustu aldirnar, og eru enn að.
Hjólaferðirnar okkar henta flestum sem hafa eitthvað hjólað áður, allt frá þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref á fjallahjóli til reyndra fjallahjólara. Við bjóðum upp á hálfan dag og heilsdags ferð með leiðsögn, hvort sem þú kemur með þitt eigið fjallahjól eða leigir fulldempað hjól hjá okkur.
Frá og með sumrinu 2020 bjóðum við upp á gistingu í litlum A-húsum með uppábúnum rúmum og aðgengi að notalegri nýuppgerðri hlöðu þar sem hjólafólk getur átt góðar stundir saman í lok hjóladags. Þar er líka sauna sem gott er að láta líða úr sér eftir hjólaferð. Sameiginlegt sturtu- og salernisaðstaða og eldunar- og grillaðstaða.
Við hlökkum til að taka vel á móti ykkur, hvort sem það eru enstaklingar, fjölskyldur eða hópar
Sumar 2021 verð á mann:
Hálfur dagur (~3 klst): 6.500 kr
Heill dagur (~6 klst): 17.000 kr /14.500 fyrir 14 ára og yngri
Fjölskylduvæn ferð (~4 klst): 15.000 kr fyrir fullorðna og 12.500 fyrir börn
Gisting í uppábúnu rúmi í smáhýsi: 20.000 kr fyrir 1-2 / 30.000 fyrir 3-4
Leiga á fulldempuðu rafmagnshjóli: 15.000 kr
Katlatrack
Austurvegur 16, 870 VíkKatlatrack var stofnað vorið 2009 með það að markmiði að bjóða upp á afþreyingu fyrir erlenda ferðamenn um suðurland og með áherslu syðsta hluta landsins í kringum Vík. Stofnandi Katlatrack er fæddur og uppalinn í Mýrdalnum. Hann þekkir svæðið vel og sögu þess. Hann er vanur fjallamennsku hverskonar þó með áherslu á fjall og jöklagöngu og akstri fjallajeppa. Eldfjallið Katla spilar stóran þátt í ferðum Katlatrack en Katla er hættulegasta eldfjall sem við íslendingar eigum. Aðalmarkmið Katlatrack eru ánægðir viðskiptavinir og því náum við með því að hámarka upplifun hvers og eins.
Ferðaskrifstofan Nonni
Brekkugata 5, 602 AkureyriFerðaskrifstofan Nonni Travel ehf.,stofnað 1988, er staðsett við Ráðhústorgið í harta Akureyrar. Aðaláhersla er á skipulagningu ferða og móttöku erlenda gesta á Íslandi, Grænlandi og Færeyjum.
- Nonni Travel býður upp á gott úrval ferða og ýmsa afþreyingu.
- Nonni Travel er sérhæfð í ráðgjöf og skipulagningu sérsniðinna ferða fyrir einstaklinga og hópa.
- Nonni Travel hefur mikla reynslu í ráðstefnuhaldi og skipulagningu stærri funda.
Summit Adventure Guides
Gufuskálar, 360 HellissandurVatnshellir er 8000 ára gamall hraunhellir sem varð til við eldgos í Purkhólum ofan við Malarrif á utanverðu Snæfellsnesi. Hellirinn varð til þegar yfirborðið á hraunrennslinu frá Purkhólum storknaði á meðan bráðið hraun hélt áfram að renna undir nýstorknuðu hrauninu. Það skildi eftir tómarúm þegar hraunrásin tæmdist við endalok eldgossins. Inngangurinn varð til þegar þak hellisins hrundi að hluta þegar hraunið byrjaði að kólna. Við bjóðum upp á 45 mínútna ferðir með leiðsögumanni í Vatnshelli.
Glaciers and Waterfalls
Kópavogsbraut 10, 200 KópavogurVið, hjá Glaciers and Waterfalls, elskum ævintýraferðir og erum staðráðin í að veita viðskiptavinum frábæra upplifun. Með ástríðu okkar og þekkingu á landinu veitum við fóki meiri upplifun og tengjum það sérstakri menningu okkar.
Markmið okkar er að veita einstaka upplifun, framúrskarandi þjónustu og skapa frábærar minningar.
- Glaciers and Waterfalls býður upp á hágæða ævintýra og skoðunarferðir.
- Við bjóðum upp á fámenna hópa og persónuleg tengsl við viðskiptavini.
- Reyndir leiðsögumenn leiða hópinn, fræða um staðhættir og segja sögur af fólki og vættum.
Local Guide - of Vatnajökull
Hofsnes, 785 ÖræfiJöklaferðir í ríki Vatnajökuls
www.localguide.is
info@localguide.is
sími: 8941317
Um:
Local Guide of Vatnajökull er lítið fjölskyldufyrirtæki á Suðausturlandi og hefur verið starfrækt frá árinu 1991. Rætur fyrirtækisins liggja í Öræfum og hafa fimm kynslóðir fjölskyldunnar farið í leiðangra um jökulinn og fyrirtækið er nú í eigu þriðju kynslóðar.
Local Guide býr yfir mikilli þekkingu um allt Vatnajökulssvæðið. Sérhæfing okkar eru íshellaferðir á veturna og ísgönguferðir á sumrin. Við tökum einnig að okkur sérferðir fyrir hópa og fjölskyldur, tindaleiðangra, ljósmyndaferðir, gönguferðir, jeppaskutl og trúss; á Vatnajökli og sem dæmi í umhverfi Skaftafells, Núpstaðarskógs og Lakagíga.
Ekki hika við að setja þig í samband við okkur og við munum með ánægju sýna þér þessa mikla náttúruperlu sem Vatnajökulsþjóðgarður býður uppá.
Opnunartími:
Jökla-, ísgöngu- og ísklifurferðir: allt árið
Íshellaferðir: október - april
Gönguferðir og klettaklifurnámskeið: á sumrin
Við sjáum einnig um jeppaskutl og trúss um allt Vatnajökulssvæðið.
Hellarnir við Hellu
Ægissíða 4, 851 HellaUpplifið einstakan ævintýraheim í hellaferð um Hellana við Hellu og heyrið söguna sem ekki hefur mátt segja um landnámið fyrir landnám.
Fræðandi og heillandi afþreying sem hentar öllum aldri og í hvaða veðrum sem er. Hellarnir við Hellu eru staðsettir við þjóðveg 1 í aðeins um klukkutíma akstursfjarlægð frá Reykjavík.
Tólf fornir manngerðir hellar hafa fundist í landi Ægissíðu við Hellu og fjórir þeirra hafa nú verið opnaðir. Hellarnir eru friðlýstir og þeir sýndir með leiðsögn. Fjölskyldan á Ægissíðu vinnur að því að byggja upp og varðveita umhverfi og sögu hellanna í samvinnu við nærsamfélagið og Minjastofnun Íslands.
Í hellunum má t.d. finna stórmerka krossa, gamlar veggjaristur, myndir, syllur og innhöggvin sæti. Leyndardómur umlykur hellana og öldum saman hefur fólk velt fyrir sér hvort hellarnir séu gerðir af pöpum og hve gamlir þeir séu.
Atlantsflug - Flightseeing.is
Skaftafell terminal - Flugvallarvegur 5, 785 ÖræfiAtlantsflug býður uppá útsýnisflug í flugvélum eða þyrlum allt árið um kring frá flugvelli okkar í Skaftafelli ásamt því að taka að sé fjölbreytt sérverkefni um allt land. Flugfloti okkar hefur verið sérstaklega valinn til þess að sinna útsýnisflugi þar sem allir farþegar njóta besta útsýnis sem völ er á.
Atlantsflug hefur boðið uppá útsýnisflug frá árinu 2004 og byggir því fyrirtækið á traustum grunni og mikilli sérþekkingu á okkar sviði, sem tryggir viðskiptavinum okkar hámarks upplifun, þjónustu og öryggi. Árið 2018 hlaut félagið Luxury Travel Guide‘s Lifestyle Award sem Ferðasali Ársins á Íslandi 2018/2019.
Við bjóðum upp á persónulega þjónstu, sem hentar sérstaklega vel fyrir smærri hópa. Yfir vetrartímann bjóðum við uppá samsetta íshella og þyrluferð frá Skaftafelli.
Ásamt því að bjóða uppá útsýnisflug hefur félagið mikla reynslu af einkaflugum og hvers kyns leiguflugum fyrir einstaklinga og/eða hópa. Vélar okkar eru einnig útbúnar opnanlegum gluggum sem henta einstaklega vel í ljósmyndaflug.
Hikið ekki við að hafa samband fyrir frekari upplýsingar
The Lava Tunnel - Raufarhólshellir
Skútuvogur 2, 104 ReykjavíkMögnuð upplifun / Hellaferðir í Raufarhólshellir
Raufarhólshellir er einn þekktasti hraunhellir á landinu og er jafnframt sá lengsti utan Hallmundarhrauns. Hellirinn er staðsettur í þrengslunum á milli Reykjavíkur og Þorlákshafnar og er því einstaklega aðgengilegur fyrir þá sem eru á leið um suðurland. Einungis er um 30-45 mín akstur í hellinn frá Reykjavík.
Boðið er upp á skoðunarferðir í hellinn með leiðsögumanni og tekur hver ferð u.m.þ.b klukkustund. Þessar ferðir henta vel ævintýraþyrstum einstaklingum, fjölskyldum eða hópum, stórum sem smáum. Leiðsögumaður ræðir sögu hellisins, jarðfræði hans, tenging við Hollywood og ýmislegt annað honum tengt.
Búið er að byggja upp frábæra aðstöðu á svæðinu. Lagðir hafa verið pallar og hlaðnir stígar inn í hellinum auk þess sem búið er að setja upp magnaða lýsingu sem unnið hefur til fjölda verðlauna bæði hérlendis og erlendis. Utan dyra er búið að stækka bílaplanið (með aðkomu rútubíla í huga) og byggja þjónustuhús með astöðu fyrir móttöku gesta og fjölda vatnssalerna.
Hellirinn er samtals 1.360 metra langur, 10 til 30 metra breiður og nánast allstaðar er hátt til lofts inn í hellinum eða um 10 metra að jafnaði. Skipulagðar ferðir fara tæplega 400 m inn í hellinn.
Ferðirnar eru við hæfi allra sem geta gengið á ójöfnu og í snjó.
Skipulagðar ferðir á heila tímanum eru alla daga vikunnar. Opið er allt árið um kring og hægt er að panta sérstaklega ferðir utan opnunartíma – þ.m.t kvöldferðir. Hálft gjald er greitt fyrir unglinga (12 – 15 ára) og börn undir 12 ára fá frítt!
Hægt er að bóka beint hér en vinsamlega hafið samband við info@thelavatunnel.is eða í síma 760-1000 fyrir hóppantanir eða frekari upplýsingar.
Arctic Adventures
Köllunarklettsvegur 2, 104 ReykjavíkArctic Adventures býður uppá eitt mesta úrval afþreyingarferða á Íslandi og eru starfsstöðvar þess víðsvegar um landið, m.a. í Reykjavík, við Sólheimajökul, í Skaftafelli og á Húsafelli. Þær afþreyingarferðir sem Arctic Adventures býður upp á eru meðal annars jöklagöngur, íshellaferðir, köfun og yfirborðsköfun í Silfru, gönguferðir, hellaskoðun, vélsleðaferðir, hvalaskoðun og útsýnisferðir.
Arctic Adventures býður bæði upp á dagsferðir og lengri ferðir allt árið, auk þess að taka að sér prívat ferðir, skóla- og fyrirtækjahópa. Arctic Adventures rekur einnig hótel víðsvegar um landið m.a. Adventure Hótel Geirland við Kirkjubæjarklaustur, Adventure Hótel Hof í Öræfum, Hótel Hellissandur og Óbyggðasetrið í Fljótsdal.
Arctic Adventures er gæða- og umhverfisvottað af Vakanum, gæða og umhverfiskerfi ferðaþjónustu á Íslandi
Jöklagöngur á Sólheimajökli og frá Skaftafelli.
Gönguferðir í Landmannalaugum og Þórsmörk, auk Laugavegsins.
Íshellaferðir í Kötlujökli, Sólheimajökli, Langjökli, Falljökli og frá Jökulsárlóni.
Hellaferðir í Raufarhólshelli.
Köfun/yfirborðsköfun í Silfru á Þingvöllum.
Vélsleðaferðir á Langjökli.
Útsýnisferðir bæði ferðir til að skoða svæðin í kringum Reykjavík og allt landið.
Glacier Adventure
Hali, 781 Höfn í HornafirðiGLACIER ADVENTURE
Glacier Adventure er fjölskyldufyrirtæki sem er staðsett á Hala í Suðursveit, aðeins 12 km frá Jökulsárlóni.
Glacier Adventure sérhæfir sig í ævintýraferðum við rætur Vatnajökuls á svæði sem oft er nefnt Í Ríki Vatnajökuls. Glacier Adventure býður up pá persónulega og leiðandi þjónustu, þar sem öryggið er alltaf í fyrsta sæti. Samfélagsleg ábyrgð er okkur mikilvæg og því bjóðum við upp á samsettar ferðir með öðrum sambærilegum heima fyrirtækjum, þar sem hægt er að blanda saman Jöklagöngu og ísklifri við fjölbreyttar ferðir á borð við Snjósleðaferðir á Skálafellsjökli, Kayak- og bátsferðir á Jökulsárlóni, svo sem hjólabátaferðir og Zodiac ferðir.
Íshellaferðir: Glacier Adventure sérhæfir sig í íshellaferðum á veturna. Þegar kólna tekur í veðri og haustrigningarnar hafa gengið yfir, er tími til að skoða hvaða undur afrennslisvatn jöklanna hefur skilið eftir sig. Hægt er að velja á milli tveggja mismunandi íshellaferða hjá Glacier Adventure, annarvegar íshellaferð með jöklagöngu og hinsvegar íshellaferð. Hægt er að kynna sér málið og bóka ferðir á heimasíðu félagsins www.glacieradventure.is
Hátindafeðir: Á vorin bíður félagið upp á ferðir á Hvannadalshnjúk, Hrútsfjallstinda, Þverártindsegg og fleiri hátinda á Sunnanverðum Vatnajökli.
Nautastígurinn: Nautastígsgangan hefur sannað gildi sitt sem skemmtileg hópeflis ganga. Gengið er um töfrandi fjöll og dali Suðursveitar og rýnt inn í sögusvið liðinna tíma þar sem bændur nýttu afdali til beitar fyrir nautgripi. Frábær ferð fyrir vina- og fjölskylduhópa.
Hlaðan: Eigendur Glacier Adventure og aðrir tengdir aðilar vinna að því að opna jökla- og fjallasetur. Hluti af þeirri vinnu var að endurnýja gamla hlöðu og búa til viðburða sal. Salurinn er einkar hlýlegur og frábær fyrir hópa að dvelja í eftir ferð með Glacier Adventure.
Sérfræðiþekking heima aðilanna: Glacier Adventure leggur mikla áherslu á að gestir njóti bæði náttúru og sögu svæðisins í ferðum á vegum félagsins. Í ferðum á vegum félagsins fræðist þú um hvernig var að búa í grennd við jöklana hér áður fyrr og hvernig landið hefur mótast vegna þeirra. Alltaf er hægt að sérsníða ferðirnar eftir þörfum hópsins og blanda saman mismunandi afþreyingu. Ferðirnar henta hverjum sem er, fjölskyldum, einstaklingum eða hópum stórum sem smáum.
Skoðaðu myndir frá okkur á www.instagram.com/glacieradventure
Hidden Iceland
Fiskislóð 18, 101 ReykjavíkHidden Iceland er fjölskyldurekið ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í dagsferðum sem og pakkaferðum hér á landi. Við leggjum mikið upp úr því að bjóða upp á persónusniðnar ferðir með litlum hópum, að hámarki 12 manns, um land allt.
Í öllum ferðum Hidden Iceland fer reyndur leiðsögumaður með hópinn sem fræðir og skemmtir en umfram allt sér til þess að fyllsta öryggis sé gætt. Leiðsögumenn okkar hafa allir áralanga þjálfun, þekkingu á Íslandi, sögunni og jarðfræðinni. Við höfum hannað ferðirnar okkar þannig að við værum ekki bara spennt heldur stolt að taka fjölskyldu okkar og vini með í för til að upplifa töfra Íslands.
Áætlunarferðir
Hidden Iceland býður upp á úrval dags og pakkaferða frá Reykjavík. Hvort sem það er dagsferð um gullna hringinn í náttúruböðum og matarupplifun, tveggja daga ævintýraferð um suðurströndina endilanga með jöklagöngu á einum af stórkostlegu jöklunum innan Vatnajökulsþjóðgarðs eða fjögurra daga ferðalag um vestfirsku fjöllin og firðina.
Sérferðir og ferðaskipulagning
Hidden Iceland býður einnig upp á sérferðir fyrir pör og hópa hvort sem að það eru dagsferðir frá Reykjavík eða lengri ferðir hringinn í kringum landið. Ferðirnar eru allar sérsniðnar að hverjum hóp fyrir sig, með eða án leiðsagnar, þar sem Hidden Iceland sér um að bóka gistingu, afþreyingu og samgöngur.
Hvataferðir og fyrirtækjapakkar
Við bjóðum upp á ýmsar spennandi hvataferðir og fyrirtækjapakka sem er sérsniðinn að þínum hóp. Tilvalið fyrir árshátíðarferðina, stórafmælið eða hópeflið. Hafið samband við Hidden Iceland og við setjum saman fullkomna ferð fyrir þinn hóp.
Þá er ekkert annað að gera en að reima á sig gönguskónna og slást í för með okkur í næsta ævintýri! Við hlökkum til að fá ykkur með.
Frekari upplýsingar má nálgast á www.hiddeniceland.is eða senda tölvupóst á info@hiddeniceland.is.
Midgard Adventure
Dufþaksbraut 14, 860 HvolsvöllurMidgard Adventure
Midgard Adventure er ferðaþjónustufyrirtæki á Hvolsvelli sem var stofnað árið 2010. Við sérhæfum okkur í ævintýraferðum um Suðurlandið, bæði dagsferðum og lengri ferðum. Við rekum einnig Midgard Base Camp sem er í senn gistiaðstaða, veitingastaður og bar.
Dagsferðir
Við bjóðum upp á ýmis konar dagsferðir: hálendisferðir, jeppaferðir, gönguferðir, hjólaferðir, útsýnisferðir og jöklaferðir. Vinsælustu dagsferðirnar okkar yfir sumartímann er Þórsmörk Super Jeep, Þórsmörk Hike og Landamannalaugar Day Tour. Vinsælustu dagsferðirnar okkar yfir vetrartímann eru Þórsmörk Super Jeep, Meet Eyjafjallajökull og Midgard Surprise.
Lengri ferðir
Við bjóðum einnig upp á lengri ferðir frá tveimur upp í átta daga. Vinsælasta ferðin okkar yfir sumatímann er 4-Day Iceland Adventure Package og yfir vetrartímann er það 4-Day Northern Lights Adventure.
Sérferðir og ferðaplön
Við tökum einnig að okkur að sérferðir (prívat) og skipuleggjum ferðalög gesta frá A til Ö. Þá bókum við allar ferðir, gistingu og samgöngur.
Fyrirtækjapakkar
Við erum með í boði ýmsa spennandi fyrirtækjapakka. Sjá nánar hér.
Skólahópar
Við bjóðum einnig upp á ferðir fyrir skólahópa. Sjá nánar hér.
Vantar þig gistingu?
Midgard Base Camp er í senn hótel og hostel. Allir gestir fá aðgang að heitum potti og sauna. Á Midgard Base Camp er einnig að finna veitingastað og bar.
Áhugaverðir tenglar
@Midgard.Base.Camp á Instagram
New Moments
Austurströnd 1, 170 SeltjarnarnesNew Moments er ferða-og afþreyingarfyrirtæki sem sérhæfir sig í einstökum og menningarlegum upplifunum í íslenskri náttúru. Við þjónustum jafnt einstaklinga sem fyrirtæki sem vilja eitthvað öðruvísi og skemmtilegt. Við bjóðum sérsniðna og persónulega þjónustu við allskonar uppákomur s.s. leikjaprógrömm, menningargöngur, hellaævintýri, kokteilboð, tjaldveislur, árshátíðir, brúðkaup og fleira stórt og smátt.
Við hlökkum til að vinna með þér!
Kraftganga
Lækjargata 4, 101 ReykjavíkKraftgöngutímar er ætlaðir fyrir fólk sem hefur færni til að ganga og þolir t.d. að ganga brekkur og þýft landslag. Í tímunum er stefnt að því að vinna upp og/eða viðhalda þoli og styrk auk þess að viðhalda og auka teygjanleika.
Gistiheimilið Dynjandi
Dynjandi, 781 Höfn í HornafirðiDynjandi Gistiheimili er staðsettur rétt við Höfn í Hornafirði, á milli Höfn og Stokksnesi. Þarna er hægt að gista í fögru og rólegu umhverfi. Gistiheimili býður upp á alls 3 2ja manna herbergi með 3 sameiginlegu baðherbergi. Handlaugar, hraðsuðuketill, te og kaffi og vatn eru í hverju herbergi Morgunverður og aðgangur að internetinu er innifalinn í verði. Það er ekki til eldhus, en örbylgjuofn, hraðsuðuketill i hverju herbergi og ískápur. Margir matsölustaðir og kaffihús eru á Höfn, en þangað er um 5 mín akstur.
Frábært tækifæri til að upplífa Suðausturland, skoða Jökulsárlón, Stafafell, Stokksnes, Papós, Lónsöræfi ofl.!
Iceguide
Hrísbraut 3, 780 Höfn í HornafirðiIceguide býður uppá kayakferðir á jökullónum í faðmi Vatnajökuls. Á Jökulsárlóni siglum við á meðal himinhárra ísjaka, sela og fugla. Á Heinabergslóni ríkir kyrrð sem fáir hafa upplifað. Heinabergslón er sannkölluð náttúruperla sem engin ætti að láta fram hjá sér fara sem ferðast um suð-austurland.
Á veturnar bjóðum við uppá íshella og jöklaferðir af ýmsum toga.
Thisland
Dyngjugata 3, 210 GarðabærSÉRFERÐIR
Thisland er lítið fjöldskyldufyrirtæki sem eingögnu býður uppá sérferðir fyrir pör eða minni hópa, dagsferðir eða lengri ferðir um allt land. Einnig er boðið uppá ferðir um hálendi landsins yfir sumarið.
Allar ferðir eru sérsniðnar fyrir viðskiptavini okkar og eru með leiðsögn faglærðra leiðsögumanna. Verð eru því mismunandi eftir óskum viðskiptavina og lengd ferða.
Eingöngu er ferðast í hágæða farartækjum. Áhersla er lögð á öryggi og þægindi farþega.
Thisland sér um að bóka gistingu, afþreyingu og samgöngur.
Fyrir verð, bókanir og aðrar fyrirspurnir vinsamlega hafið samband:
info@thisland.is
+354 662-7100
Iceland Activities
Mánamörk 3-5, 810 HveragerðiIceland Activities er fjölskyldufyrirtæki sem hefur gríðar mikla reynslu af ferðamennsku á Íslandi og spannar sú reynsla yfir 30 ár.
Við leggjum metnað okkar í að sýna fólki Ísland og Íslenska náttúru á annan hátt en aðrir gera, þannig að það tengist náttúrunni bæði með fræðslu og einnig með því að fara aðeins út fyrir fjölsóttustu svæðin þar sem náttúrufegurðin er jafnvel enn meiri en á hinum hefðbundu svæðum, og þar liggur styrkur okkar í því hversu vel við þekkjum Ísland.
Við leggum mikinn metnað í allar okkar ferðir og höfum eitt markmið að leiðarljósi að fólk sem ferðast með okkur sé ánægt og upplifi sem mest.
Helstu ferðirnar sem við bjóðum uppá eru:
- Fjallahjólamennsku og fjallahjólaferðir
- Brimbrettaferðir og kennsla.
- Gönguferðir.
- Hellaferðir.
- Jeppaferðir.
- Snjóþrúguferðir
- Starfsmannaferðir og hvataferðir
- Skólaferðir
- Zipline
Við erum staðsettir í Hveragerði rétt við þjóðveg eitt um 40 km frá Reykjavík.
Ferðirnar okkar henta mjög breiðum hópi bæði í aldri og getu þar sem þær eru allt frá rólegum fjölskylduferðum upp í adrenalin ferðir.
Moonwalker ehf.
Leirubakki 20, 109 ReykjavíkVið erum margverðlaunað ferðafyrirtæki sem leggur áherslu á að veita ferðalöngum einstaka og ógleymanlega upplifun þegar þeir skoða töfrandi náttúrufegurð Íslands. Með teymi löggiltra faglegra ferðamannaleiðsögumanna og reyndra leitar- og björgunarbílstjóra við stjórnvölinn, störfum við stolt sem fullgildur leyfishafi frá Ferðamálastofu og vottun frá Félagi fjallaleiðsögumanna og Félagi leiðsögumanna. Moonwalker býður upp á úrval af spennandi ferðum sem ætlað er að sýna stórkostlega fegurð landsins í nýju ljósi. Með áherslu á frábæra þjónustu, sérsniðna nálgun og ástríðu fyrir ævintýrum, er Moonwalker fullkominn kostur til að búa til ógleymanlegar minningar.
Adventure Vikings
Gylfaflöt 17, 112 ReykjavíkAdventure Vikings býður uppá stórskemmtilegt úrval af ævintýraferðum bæði fyrir einstaklinga og hópa.
Snorkeling: Dagsferðir í Silfru bæði í þurrgöllum sem fólk flýtur á yfirborðinu og í blautgöllum sem fólk getur fríkafað til að upplifa Silfru enn nánar.
Surfing: Námskeið og dagsferðir bæði fyrir byrjendur og lengra komna.
Standbretti / SUP: Námskeið fyrir alla fjölskylduna á sumrin auk ævintýra ferða í boði.
Hellaskoðun: Hellaferðir í Leiðarenda og fleiri hella í nágrenni Reykjavíkur.
Fjallgöngur: Reykjadalur við Hveragerði með slökun í heita hveralæknum.
Gullhringur: Þar sem hægt er að sameina ferðina með yfirborðsköfun eða hellaskoðun.
Always Iceland
-, 203 KópavogurAlgengir áfangastaðir:
Ferð: |
Brottför: |
Lengd: |
Golden Circle Glacier |
Allt árið |
8-9 klst. |
Hot Golden Circle Tour |
Allt árið |
8-9 klst. |
South Coast and Þorsmork |
Allt árið |
8-9 klst. |
Beautiful West and Glacier |
Allt árið |
8-9 klst. |
Reykjanes and Blue Lagoon |
Allt árið |
5-6 klst. |
Landmannalaugar - Hekla |
Allt árið |
10-11 klst. |
Beautiful West and Ice Cave |
Allt árið |
8-9 klst. |
Always Iceland býður upp á ferðir á breyttum jeppum og lúxus bílum á Íslandi. Við bjóðum uppá allar hefbundnar ferðir sem og hinar vinsælu hálendisferðir. Við bjóðum upp á dagsferðir og afþreyingu fyrir einstaklinga, ferðir fyrir litla hópa og hvataferðir fyrir ferðamenn. Persónuleg þjónusta. Bjóðum uppá úrval af afþreyingu samhliða okkar ferðum til dæmis vélsleðaferðum, ísklifri, köfun, hestaferðum, hellaskoðunum, fjórhjólaferðum o.fl.
Vinsamlegast hafði samband vegna ferða og bókana.
Eldfjallaferðir
Víkurbraut 2, 240 GrindavíkDaglegar ferðir:
Luxus jeppar 7 farþega
- Eldfjallaferð Eyjafjallajökull - Þórsmörk
- Eldfjallagarðurinn Reykjanesskaginn
- Tvær í einni 2in1 Gullhringurinn og Suðurströndin
Smá-rútur fjórhjóladrifnar 8 farþega
- Samsett ferð (Combo Trip) - Gullni hringurinn + Bláa lónið
- Tvær í einni 2in1 Gullhringurinn og Suðurströndin
Farþegar eru sótt beint frá hótelum:
Reykjavík, Suðurnesjum, Hveragerði, Selfossi.
Fyrir hópa: Starfsmannaferðir, Árshátíðir, Hvataferðir, Hellaskoðun.
Flagghúsið fyrir fundi, ráðstefnur og veislur.
Húsið rúmar allt að 48 matargesti í sæti.
Leitið tilboða
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
South East ehf.
Hlíðarberg 1, 780 Höfn í HornafirðiVinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Glacier Journey
Jökulsárlón – Glacier lagoon, 781 Höfn í HornafirðiFjölskyldufyrirtækið Glacier Journey er eigu hjónanna Laufeyjar Guðmundsdóttur og Guðlaugs J. Þorsteinssonar og er staðsett á Höfn í Hornafirði. Laufey og Gulli hafa áratuga reynslu af jöklaferðum og hafa boðið upp á ferðir á Vatnajökul síðan 1999.
Glacier Journey starfar allt árið og býður uppá jeppaferðir, snjósleðaferðir, íshellaferðir og skoðunarferðir. Einnig býður fyrirtækið upp á skoðunarferðir með minni hópa á litlum rútum um ríki Vatnajökuls.
Yfir vetrartímann taka Laufey og Gulli á móti gestum sínum við Jökulsárlón og þaðan er haldið af stað í íshella eða snjósleða, snjósleðaferðir á þessum tíma eru á Breiðamerkurjökli.
Yfir sumartímann taka Laufey og Gulli á móti gestum sínum við Hótel Smyrlabjörg, sem er 45 km austan við Jökulsárlón. Þaðan er síðan ekið á jeppa upp á Skálafellsjökul, annað hvort haldið áfram á jeppa eða skipt yfir á snjósleða.
Í öllum ferðum Glacier Journey fer reyndur leiðsögumaður fyrir hópnum, fræðir, skemmtir og umfram allt sér til þess að fyllsta öryggis sé gætt.
Fyrir frekari upplýsingar má senda tölvupóst á info@glacierjourney.is eða skoða heimasíðuna www.glacierjourney.is .
Kynnisferðir - Reykjavik Excursions
BSÍ Bus Terminal, 101 ReykjavíkReykjavik Excursions – Kynnisferðir bjóða upp á daglegar áætlunarferðir inn á hálendið í Landmannalaugar og Þórsmörk, og einnig að Skógum. Hálendisrútan er tilvalin fyrir þá sem að vilja ganga Laugaveginn eða Fimmvörðuhálsinn eða að gera sér glaðan dag á þessum fallegu svæðum sem ekki eru á færi fólksbíla.
Tímatöflur má finna á https://www.re.is/is/highland-bus/
Einnig býður Reykjavik Excursions upp á eitt stærsta úrval dagsferða á Íslandi og má þar nefna hinn heimsfræga gullhring, dagsferð um suðurströndina sem og Snæfellsnesið, að ógleymdum sætaferðum til og frá Bláa lóninu og Leifstöð.
Adrenalín.is ehf.
Þórunnartún 4, 105 ReykjavíkMá bjóða þér mikið, dálítið eða lítið adrenalin?
Adrenalingarðurinn á Nesjavöllum býður upp á skemmtilega, og ekki síst uppbyggilega afþreyingu og útivist í fallegri náttúru.
Adrenalingarðurinn hefur sannað sig sem góð leið til að efla hópandann. Hann hentar því vel fyrir ýmsa hópa s.s. starfsmenn fyrirtækja, vinahópa og skólahópa. Í garðinum fær fólk óviðjafnanlegt tækifæri til að upplifa gleði, styrkleika og hvatningu, að ógleymdri útivistinni.
Í Adrenalingarðinum ættu allir átta ára og eldri að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Margir halda að þrautirnar í garðinum henti ekki öllum en hann er einmitt hannaður með það í huga að fólk hafi val og finni þá áskorun sem hentar.
Iceland is Hot ehf. / Come to Iceland
Norðurvangur 44, 220 HafnarfjörðurIceland is Hot ehf., sérhæfir sig í að skipuleggja og framkvæma ferðir, fyrir litla hópa (10-16 manns í senn). Aðaláherslan hefur verið á ljósmyndaferðir, landslag og náttúru landsins. Ferðirnar eru skipulagðar fyrir 7 - 10 daga tímabil og ferðast er hringinn í kringum landið. Þar sem hóparnir eru fámennir, þá skapast oft sérstakt andrúmsloft vinskapar meðal þátttakenda, sem gerir heimsóknina til Íslands eftirminnilegri fyrir vikið.
Iceland is Hot ehf., skipuleggur hverslags ferðir eftir áhugasviði fólks, hvort sem heldur er arkitektúr, náttúra, saga, jarðfræði eða annað þema.
Frekari upplýsingar má fá í tölvupósti: Info@icelandishot.com .