Fara í efni

Námskeið

18 niðurstöður

Arctic Exposure

Skemmuvegur 12 (blá gata), 200 Kópavogur

Arctic Exposure er ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í jeppaferðum um Ísland. Við bjóðum upp á ferðir frá Reykjavík á sérútbúnum jeppum. Við setjum saman ferðir sem henta hverjum og einum allt frá einstaklingum upp í hópa.

Jöklaferðir, hálendisferðir, íshellaferðir, gönguferðir. Ferðirnar henta vel fyrir hverskonar hópa eins og vinnustaðahópa, saumaklúbba, gönguhópa, ljósmyndaklúbba og alla sem langar til að kynnast landinu okkar á nýjan hátt. Við höfum sérhæft okkur í gegnum árin í ljósmyndanámskeiðum og leiðsögumenn okkar þekkja landið einstaklega vel og þá sérstaklega óþekktari náttúruperlur um land allt.

Hringdu eða sendu okkur tölvupóst og saman skipuleggjum við ferð fyrir þinn hóp.

Sóti Lodge / Summit Heliskiing

Aðalgata 32, 580 Siglufjörður

Ferðaskrifstofan Sóti Summits leiðir saman fólk sem þyrstir í ævintýri í náttúru Íslands. Lögð er áhersla á að veita gæðaþjónustu og skapa eftirminnilegar upplifanir fyrir gesti. 

Ferðaframboðið er byggt á grunni þess sem starfsfólk og aðstandendur Sóta vilja upplifa og njóta sjálf, en m.a. býður Sóti Summits námskeið fyrir gönguskíðafólk, fjallaskíðakappa, kayakræðara og fjallahjólafólk.

Auk þessa hannar Sóti Summits ferðir fyrir hvers kyns hópa, setur saman sérhannaða dagskrá, sér um allar ferðaskipulagningu og heldur utan um hópinn á meðan á dagskrá stendur. Þetta er tilvalinn kostur fyrir vinahópa og fjölskyldur, sem og vinnustaði sem vilja auðga vinnustaðamenninguna, ræða framtíðarsýn og stefnumál og friðsælu umhverfi, eða hrista ghópinn saman með þátttöku í útivist og ævintýrum.

Álfaskólinn

Síðumúli 31, 108 Reykjavík

Þund

Herjólfsgata 32, 220 Hafnarfjörður, 220 Hafnarfjörður

Þund býður upp á ferðir sem beinast að innlendum gróðurstöðum. Í ferðunum er lögð áhersla á flóru og einstaka vistfæði landsins. Ströndin skartar stórfengum gróðri og þangi, en á hrjúfum hraunbreiðum með mosum og fléttum gætu fundist smágerðar en fagrar blómplöntur.

Ólíkar plöntutegundir blómgast í hverjum mánuði. Gróðurferðirnar veita þér innsýn í sumt af því allra besta sem náttúran hér býður upp á, þ.á.m. okkar fjölbreyttu flóru og fánu og sjónfagurt landslag.

Hluti ferðanna felst í léttri til hóflegri göngu. Yfirleitt er áð fyrir samlokur en þú getur haft þitt eigið nesti meðferðis.

Vertu alltaf í hentugum útivistarfötum, gönguskóm og taktu með þér regnkápu. Ferðirnar eru í boði á íslensku og ensku. Ein af gróðurferðunum okkar er ágætt innlegg í ævintýrið þitt.

Í boði eru eftirtaldar ferðir:

  • Náttúruskoðun í Reykjavík: Rútuferð og létt ganga um græn svæði borgarinnar, m.a. Nauthólsvík, Laugardal og Heiðmörk. Dagsferð.
  • Flóra og menning: Rútuferð um Borgarfjörð, gengið um valin svæði á láglendi m.a. söfn, fossa og jarðhitasvæði. Stutt dagsferð.
  • Þríhyrnuferð: Þingvellir-Suðurströnd. Rútuferð um allstórt svæði mest á láglendi. Gengið um valin svæði í þjóðgarðinum, við flúðir, á strönd og um friðland og hverasvæði á Suðurlandi. Dagsferð.
  • Grasafræði og jarðfræði: Snæfellsnes. Gengið um valin svæði á Snæfellsnesi, þjóðgarður heimsóttur, gengið meðfram klettóttri strönd og dvalið við náttúruskoðun, áð á veitingastað, val um að fara í sund. Löng dagsferð.

Ómur Yoga & Gongsetur

Lyngholti 20 , 603 Akureyri

Verið velkomin í bjarta og fallega yogastöð í hjarta Akureyrar, við Ráðhústorg.

Við bjóðum upp á fjölbreytta yogatíma, gongslökun, yoga nidra og gestakennara (innlenda og erlenda) því okkar hjartans ósk er að þetta sé staður þar sem allar sálir geta lært, vaxið og fengið stuðning til að upplifa jákvæða breytingu á eigin lífi. 

Við erum einnig gongsetur og veitum ráðgjöf um og seljum gong. Við bjóðum einkatíma og námskeið í þessari ævafornu heilunarlist.

Yoga er upprunnið fyrir mörg þúsundum ára. Það kemur frá Indlandi og hefur í raun verið í sífelldri þróun frá upphafi tíma milli kynslóða og kennara. Orðið yoga þýðir yoke eða sameining; tenging.

Ástundun yoga færir okkur jafnvægi innra og ytra og leitast við að gera okkur að heilsteyptari manneskjum sem eru færar um að takast á við lífsins áskoranir af yfirvegun í tengslum við innri styrk.

Vakinn

Icelandic Mountain Guides

Klettagarðar 12, 104 Reykjavík

Íslenskir fjallaleiðsögumenn bjóða upp á úrval afþreyingarferða á svæðinu í kringum Mýrdalsjökul / Sólheimajökul, frá Skaftafelli auk gönguferða um hálendi Íslands.

Ferðirnar eru af mismunandi erfiðleikastigi en markmið okkar er að gefa sem flestum tækifæri til að eiga ævintýralega upplifun í magnaðri náttúru Íslands.

Fagmennska í leiðsögn og virðing fyrir náttúrunni eru okkar aðalsmerki og hlökkum við til að geta í sumar kynnt fyrir Íslendingum þá skemmtilegu afþreyingarmöguleika sem í boði eru.

Ferðaúrval:

Jöklaganga: Ferðalag um landslag jöklanna, litið ofan í sprungur og svelgi ásamt fræðslu um hreyfingar og eðli jökulísins. Í boði á Sólheimajökli og frá Skaftafelli (Falljökull). Aldurstakmark 10 ára.

Ísklifur: Frá auðveldari ferðum þar sem jöklaganga og léttklifur er tvinnað saman (frá 14 ára) upp í erfiðari leiðir (frá 16 ára). Í boði á Sólheimajökli og frá Skaftafelli (Falljökull).

Fjallgöngur: Fjölbreyttar gönguferðir í boði. Hæsti tindur Íslands og vinsæl áskorun þeirra sem komnir eru með góðan grunn í fjallgöngum. Fimmvörðuháls er ferð sem sameinar margt það fallegasta í íslenskri náttúru. Ferðir í boði fyrir einstaklinga og hópa.

Kayakferðir: Létt kayaksigling á lóninu sem á síðustu árum hefur myndast fyrir framan Sólheimajökul. Aldurstakmark 12 ára.

Fjórhjólaferðir á Sólheimasandi: Ekið niður í Sólheimafjöru og hvalbein sem þar liggja heimsótt. Margbreytilegt landslag fjörunnar skoðað og komið við hjá Flugvélaflakinu fræga. Aldurstakmark 8 ára.

Snjósleðaferðir: Ferð um snjóbreiðurnar á toppi Mýrdalsjökuls. Á góðum degi má njóta stórkostlegs útsýnis yfir Suðurland. Aldurstakmark 8 ára.

Gönguferðir um hálendið: Ein besta leiðin til að kynnast margbreytileika íslenskrar náttúru er að ferðast á fæti. Klassískar perlur eins og Laugavegurinn, Fimmvörðuháls, Sveinstindur og Strútstígur verða í boði í sumar ásamt bakpokaferðinni frá Núpstaðarskóguum í Skaftafell.

Samsettar ferðir: Hægt er að kaupa pakka þar sem fleiri en ein ferð eru tengdar saman.

Við leggjum við mikið upp úr öryggi í ferðum og menntun leiðsögumanna og eru allir okkar leiðsögumenn með réttindi og skyndihjálparþekkingu. Umhverfismál eru einnig okkar hjartans mál og miðum við að því að öll okkar starfsemi hafi sem minnst áhrif á viðkvæma náttúruna í kringum okkur. Fyrirtækið starfar eftir virkri umhverfistefnu og rekur m.a umhverfisjóð sem annað hvert ár veitir styrki til verkefna á ferðamannastöðum.

KVAN ehf.

Marbakkabraut 18, 200 Kópavogur

Franska bókasafnið í Reykjavík

Tryggvagata 8, 2. hæð, 101 Reykjavík

Bókasafn Alliance française er menningarmiðstöð, bókasafn og frönskuskóli  í miðbæ Reykjavíkur sem er opinn öllum þeim sem sem vilja njóta franskrar tungu í gegnum bókmenntir, kvikmyndir, tónlist eða daglegar fréttir. Í bókasafninu eru um 7000 bókatitlar, mikið úrval DVD diska með frönskum kvikmyndum, bæði klassískum og nýlegum. (sumar þeirra eru með enskum, íslenskum eða frönskum texta), nokkuð gott úrval af franskri tónlist á CD. Einnig er hægt að nálgast ýmislegt efni tengt frönskunámi íslenskra nemenda.

Öllum er velkomið að koma á bókasafnið til að lesa og skoða, en til þess að fá lánað efni þarf að vera félagi í Alliance française.

Opnunartími: 
Mánudaga - föstudaga: 13:00-18:00
Laugardaga: 10:00-12:00

Hoppland

Bakkatún 5, 300 Akranes

Við bjóðum upp á eina skemmtilegustu afþreyingu á Íslandi. Komdu og prufaðu að hoppa niður 10 metra út í sjó. Fullkomið fyrir fjölskyldur, vinahópa, vinnustaði eða bara alla sem vilja skora á sjálfa sig. 

Hlökkum til að sjá ykkur.

Opið frá 13:00-20:00 um helgar fram til 1. júní og alla daga eftir það. 

Sólarmusterið

Finnastaðir, 601 Akureyri

Sigríður Sólarljós geislar frá sér orku kærleika, gleði og innri frið. Styrk sinn og þekkingu sækir hún í náttúruna og er hún að fræða um hið andlega og helga Ísland, land Freyjunnar, ásamt tengingu sinni við álfa og aðrar verur.

Hún býður upp á fræðslustundir þar sem þú færð að kynnast hvernig þú tengir þig inn á helgi náttúrunnar og landsins. 

Einnig er hún með hina ýmsu viðburði sem auglýstir eru á heimasíðu hennar eða á Facebooksíðu Sólarmusterisins.

Inspiration Iceland

Knarrarberg, 601 Akureyri

Inspiration Iceland er fyrirtæki sem leggur áherslu á lifandi og skemmtileg ferðalög.  Við bjóðum uppá ævintýraferðir til orkustaða og náttúrulinda, heilsu- og jóga ferðalög undir miðnætursólinni og norðurljósunum. Inspiration iceland býður uppá dagsferðir, slökunardaga og spennandi vikulöng vellíðunar-, heilsu- eða yogafrí.

Við bjóðum upp á glæsilegar vellíðunar- og ævintýraferðir á 66°  North.
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Mr.Iceland

Efri-Úlfsstaðir, 861 Hvolsvöllur

Hestaævintýri og matur með Víkingi

Efri-Úlfsstaðir er staðsettur í miðri sviðsmynd Njáls Sögu og við komuna þangað ert þú þegar orðin hluti af sögunni okkar. Við ríðum á slóðum Gunnars og Njáls, drekkum sama vatnið og horfum á sömu fjöllin. Íslenski hesturinn, þessi mikili kennari er miðjan í öllum okkar ferðum en sagan okkar, maturinn og innsæi er það sem gerir okkar ferðir einstakar.

Hlökkum til að sjá þig!

Spiritual Journey ehf

Naustabryggja 40, 110 Reykjavík

Exploring Iceland

Fálkastígur 2, 225 Garðabær

Exploring Iceland er ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í  rútu- og gönguferðum fyrir hópa.

Einnig bjóðum við uppá margskonar hestaferðir fyrir hópa og einstaklinga og erum með ýmsar nýjungar s.s. lúxushestarferðir með hótel gistingu, reiðkennsluferðir, heimsókn á hestabúgarða, dvöl á hestabúgörðum, vetrarferðir og ýmislegt fleira.

Ölverk Pizza & Brugghús

Breiðamörk 2, 810 Hveragerði

Á Ölverk hafa tveir hlutir verið fullkomnaðir, handverksbjór úr okkar eigin brugghúsi og eldbakaðar pizzur úr deigi sem útbúið er á staðnum daglega. Ölverk er staðsett  í Hveragerði, í 35 mínútum aksturfjarlægð frá Reykjavík . Á bak við hugmyndina að Ölverk liggur einlægur áhugi á eldbökuðum handverkspizzum og bruggun á vönduðum bjórum. Á stuttum tíma hefur Ölverk náð að skapa sér gott orðspor enda afar sérstætt og merkilegt á heimsvísu fyrir brugghús sem Ölverk að nýta jarðhitaorku í framleiðsluferli bjórsins.

Í boði eru skemmtilegar bjórkynningar sem eru tilvaldar fyrir allar smærri eða stærra hvata-, og hópeflisferðir. Í kynningunum er stiklað á bjórsögu Íslands, jarðhitavirkni Hengil svæðisins og nýtingu þeirrar orkuauðlinda hér á Íslandi. Aðaláherslan liggur svo í skemmtilegri og fræðandi frásögn um einstakt bjórframleiðsluferli Ölverks og fá gestir að smakka á fjórum bjórtegundum á meðan kynningu stendur. Hefðbundin bjórkynning varir í 30 til 40 mínútur og bókast á olverk@olverk.is.  

Á matseðli Ölverks er að finna afar fjölbreytt úrval af forréttum, salötum og eldbökuðum pizzum við allra hæfi.

Á Ölverk eru átta bjórkranar með síbreytilegum bjórtegundum framleiddum á staðnum en einnig er gott úrval af vörum frá öðrum íslenskum áfengisframleiðendum.  Á matseðli Ölverks er að finna afar fjölbreytt úrval af forréttum, salötum og eldbökuðum pizzum við allra hæfi.

Frá stofnun Ölverk vorið 2017 hefur Ölverk framleitt sínar eigin sterku sósur eða ´hot sauce´ og notað við framleiðslu á þeim chili sem ræktaður er af þeirra eiginn chili-bónda í gróðurhúsi sem er upphitað með jarðgufu. Þessa sterku en bragðgóðu sósu, sem nú eru fáanlegar í öllum betri verslunum, ganga undir nafninu Eldtungur og eru orðnar fjórar talsins.

Iceland Snow Sports

-, 600 Akureyri

Icelandsnowsports er skíða- og brettaskóli staðsettur á Tröllaskaga. Við erum hópur skíða- og brettakennara með margra ára reynslu.  Þó svo að skólinn sé staðsettur á Tröllaskaga þá vinnum við um allt Ísland.  Á Tröllaskaga og norðausturlandi eru 5 skíðasvæði og stutt þeirra á milli.  Við viljum veita persónulega þjónustu og bjóðum uppá einka- og hópatíma að hámarki sex manns. Við kennum bæði byrjendum og lengra komnum.
Þjónusta okkar miðar að því að þú velur á hvaða skíðasvæði við mætum.
Hvort sem þú ert að fara í fyrsta skipti í brekkurnar eða með mikla reynslu þá erum við mjög spennt fyrir því að gera upplifun þína einstaka. 

Iceland Yurt

Leifsstaðabrúnir 15, 601 Akureyri

Iceland Yurt býður upp á einstaka gistingu í Mongólíu tjöldum (Ger/Yurt) allan ársins hring í rólegu og náttúrulegu umhverfi með stórkostlegt fjallaútsýni og útsýni yfir Eyjafjörð og Akureyri.

Einnig eru þau með Gaia hofið þar sem boðið er upp á námskeið og heilsumeðferðir fyrir ferðamenn, náttúruunnendur og þá sem vilja efla eigin heilsu og innri styrk.Þetta býður upp á meiri meðvitund um náttúruna og umhverfið jafnt sem eigið andlegt og líkamlegt jafnvægi.

Gaia hofið, námskeið og tónheilun
Þóra Sólveig býður upp á námskeið, hugleiðslur, athafnir, hreyfingu í núvitund/dans, djúpa slökun og tónheilun. Solla spilar á gong, kristal hljómskálar og önnur heilandi hljóðfæri fyrir einstaklinga, pör og hópa í náttúrunni eða inni í Gaia hofinu í okkar einstaka hand útskorna Yurt. Hægt er m.a. að bóka einkatíma í hljóðheilun með kristal tónkvísl og hreinum kjarnaolíum. 

Nokkur orð frá gestum okkar:

Gisting í Yurt:

‘Amazing yurt, very cozy and warm. Beautiful view in such a quiet place’
‘This place is truly amazing. The kids will be talking about their stay in the yurt for a long time to come´
´This was such a fun and memorable experience for myself, my husband, and our 2-year old son.´

´We stayed at Iceland Yurt with three of us when travelling around Iceland in August. I have never slept in a yurt before and I am really impressed how clean and comfortable everything was. The yurt is really cozy with a stove in the middle, the beds are great and there are plenty of woollen blankets and pillows. We fell asleep listening to the light drizzle of rain outside and woke up next morning to a beautiful view over Akureyri and with a great breakfast lovingly prepared in a small cooling box. The hosts are so nice and welcoming and I'll gladly stay here again.´

Heilsumeðferð í Gaia hofinu:
´Amazing experience with Solla- felt like a part inside of me was awaken again and I felt new born after!! I felt like in peace surrounded with relaxing and nourishing healing bowls and  gong sounds, touching the body and soul- and Solla guided me with a respectful and intuitive way through sounds and touch to remember my own being again.
A deep and healing experience - I warmly recommend to receive a healing session with Solla! So grateful to get the first private session with her!´ (in the Gaia Temple).

ANDRI ICELAND

Rauðagerði 25, 108 Reykjavík

Ertu til í umbreytingu?

Andri er stofnandi ANDRI ICELAND, heilsu- og vellíðunarþjálfunarstöðvar sem beitir krafti kuldameðferðar, öndunaræfinga, hitameðferðar og hugarorku, ásamt öðrum vísindalega sönnuðum aðferðum. Með faglega þjálfun og viðurkenningar frá heimsþekktum höfundum, þjálfurum og kennurum á sviði Lifestyle Medicine og Mind-Body aðferðra.

Hjá ANDRI ICELAND eru þættirnir kuldi, hiti, öndun og hugur sameinaðir til að styrkja náttúrulegar varnir, bæta efnaskipti og ná jafnvægi milli líkama og huga. Þessi heildstæða nálgun hentar öllum, hvort sem er fyrir þá sem vilja vinna gegn nútíma lífsstílssjúkdómum eða þá sem leitast við að ná hámarks heilsu og vellíðan. Með því að efla vellíðan eins og náttúran ætlaði, er unnið að því að opna fyrir fullan mannlegan möguleika.

Auk ýmis konar þjálfunar hefur Andri öðlast eftirfarandi viðurkenningar:

  • Health & Personal Development Coach
  • Level 2 Wim Hof Method Certified Instructor
  • Oxygen Advantage Certified Instructor
  • XPT Certified Coach
  • Buteyko Clinic International certified Instructor
  • Thermalist method Certified Instructor

​Kælimeðferð - Hættu að væla komdu að kæla námskeið (Wim Hof Method) Lestu meira hér 

Öndunartækni - Anda með Andra öndunartímar Lestu meira hér 

Öndunartækni - Anda Rétt námskeið Lestu meira hér 

Upplifanir Lestu meira hér

Retreats Lestu meira hér