Undiraldan býður upp á gistingu í þremur fallegum húsum á Seyðisfirði. Öll eiga þau sameiginlegt að áhersla er lögð á fallega hönnun og smáatriðin. Góð aðstaða þar sem þægindi eru í forgrunni.
Báran, Stúdíó við sjóinn
Við sjóinn norðan megin á Seyðisfirði bjóðum við upp á stúdíó með frábæru útsýni yfir fjörðinn. Það tekur aðeins 7-10 mínútur að ganga í miðbæinn frá Bárunni þó að tilfinning sé að maður sé kominn aðeins út fyrir bæinn.
Í svefnherberginu er stórt tvíbreitt rúm. Að auki er sófarúm með íslensku ullardýnunni frá RóRó í stofunni. Rýmið er einfalt, notalegt og einstakt. Vel búið eldhús með ofni, eldavél og allt sem þarf til að undirbúa góða máltíð er á staðnum.
Stúdíóið er tilvalið fyrir pör eða vini. Hámarksfjöldi er þrír.
Sæberg - gamli skólinn á Eyrum
Sæberg er á Seyðisfirði í 7 km fjarlægð frá miðbænum. Húsið þjónaði sem skóli þegar þorp var á Eyrunum til ársins 1960. Það hefur nú verið endurgert og fengið nútímalega hönnun með öllum nútíma þægindum. Útsýnið svíkur engann á einstökum stað. Tilvalinn staður fyrir fuglaunnendur og hvalir & forvitnir selir eru oft á sundi fyrir utan gluggann. Kýrnar og kindurnar frá bænum gætu líka kíkt í heimsókn.
Á svefnlofti er tvíbreitt rúm og tvíbreiður svefnsófi í stofunni, arinn og vel búið eldhús með eldavél, ofni, kaffivél og öllu sem þarf til að undirbúa máltíð.
Baðherbergi með sturtu. Þráðlaust net og Bluetooth hátalari. Sæberg rúmar 2-4 manns - en rýmið er ekki stórt og hentar ekki fjórum fullorðnum en er tilvalið fyrir pör, tvo vini og fjölskyldur.
Lágmarksdvöl er 2 nætur.
Steinholt - gamli tónlistarskólinn
Njóttu þess að vera í hjarta Seyðisfjarðar í nýuppgerðri íbúð í gamla tónlistarskólanum, Steinholti. Gengið er inn af stórri verönd sem hægt er að njóta meðan á dvölinni stendur. Íbúðin býður upp á vel búið eldhús og þægileg rými. Á neðri hæð er stórt svefnherbergi fyrir 2-5 manns. Hjónarúm og 1-2 einbreið rúm, hægt er að bæta einu einbreiðu rúmi í stofu á efri hæð. Gólfhiti er í íbúðinni á báðum hæðum. Þvottavél/þurrkari (í einni vél) er á staðnum og baðherbergið er með sturtu. Hlý hönnun og fagrir litir taka á móti gestum Steinholts. Tilvalið fyrir pör, fjölskyldur eða vinahóp.
Fáðu BESTA verðið með sveigjanlegum skilmálum þegar þú bókar beint www.undiraldan.is - öll þrjú húsin í boði í „bóka núna“ ferlinu.