Fara í efni

Upplifun undir jökli

Á Hellnum við rætur Snæfellsjökuls eru falleg og vel útbúin heilsárshús sem gjarnan eru kölluð norsku húsin enda byggð í norskum stíl. Staðsetningin og útsýnið eru óborganleg yfir hafið og Snæfellsjökul. 

Dægradvöl:

Hellnar var um aldir ein af stærstu verstöðvum á Snæfellsnesi.

Margar skemmtilegar gönguleiðir eru á svæðinu, bæði er hægt að fara í stuttar gönguferðir niður í fjöru og fá sér kaffi og fiskisúpu á hinu fræga Fjöruhúsi, hægt er að skoða klettinn Valasnös og labba upp í gegnum hinn fræga helli Baðstofuna. 

Við Hellna er ein af frægari gönguleiðum landsins yfir á Arnarstapa, þessi gönguleið er 2,5km og er flestum fær.

Möguleikarnir á skemmtilegum dagleiðum á bíl eru óþrjótandi á svæðinu, hvort sem fólk vill fara uppá jökul í vélsleðaferð, fara á hestaleigur, skoða hella, heimsækja Ólafsvík, Grundarfjörð eða Stykkishólm.

Húsin:

Húsin eru 2 Kjarvalströð 3 -5, stærð húsanna er um 90 fm. Neðri hæðin skiptist í opið eldhús, borðstofu og stofu, á efri hæð eru 3 svefnherbergi og sjónvarpshol með svefnsófa.

Húsin eru vel búin með ljósleiðaratengingu, glæsilegum húsgögnum, vel búnu eldhúsi með kaffivél, uppþvottavél og góðum búnaði til eldamennsku.

Alls geta allt að 8 manns gist í hvoru húsi fyrir sig, því er þetta kjörið fyrir hópa allt að 16 manns að koma saman.

Hvað er í boði