Fara í efni

Dýragarðar og opinn landbúnaður

23 niðurstöður

Daladýrð

Brúnagerði, 601 Akureyri

Húsdýragarðurinn Daladýrð er í tæplega 20 mín fjarlægð frá Akureyri. Staðsettur í Brúnagerði í Fnjóskadal, rétt við Vaglaskóg. Þarna gefur að líta öll helstu húsdýrin eins og hesta, kindur, kýr, hund, geitur, grísi, ýmsar tegundir af hænum, kanínur og kisur. Einnig eru við með refi á sumrin. 

Það má klappa öllum dýrum sem vilja láta klappa sér og svo má fara inn í gerðið hjá geitunum og kattaheimilið og knúsa kisur og kettlinga þegar þeir eru nógu stórir til að láta halda á sér. 

Leiksvæði fyrir börnin er bæði innan og utandyra. Hlaða til að hoppa í heyið og úti eru trampólín og fleira.  

Í daladýrð er kaffihús og verslun sem selur íslenskt handverk sem allt tengist sveitinni á einhvern hátt. 

Vogafjós

Vogum , 660 Mývatn

Velkomin í Vogafjós

Árið 2005 voru reist gistihús til viðbótar við fjósið .Gistihúsin eru bjálkahús austan við fjósið á fallegum reit umkringdu hrauni og birkiskógi. Herbergin eru rúmgóð og hægt er að velja milli 2ja, 3ja og 4ja manna, allt með sérbaðherbergjum. Morgunverður er innifalinn. Herbergin eru fallega innréttuð og höfuðmarkmiðið er að gestum líði vel og geti slappað af
eftir langan dag.  

Vinsamlegast bókið beint hér eða í síma 464-3800 eða sendið fyrirspurn á netfangið vogafjos@vogafjos.is til að fá nánari upplýsingar. 

Morgunverður

Morgunverður er framreiddur í veitingasalnum, í um þriggja
mínútna göngufjarlægð frá gistihúsunum. Hægt er að fylgjast með morgunmjöltum
sem byrja klukkan 7.30 og jafnvel fá að smakka ylvolga og ferska mjólkina,
beint úr spenanum.  

Morgunverðartími er breytilegur milli árstíma.  

Veitingastaður

Inni í Vogafjósi rekum við glæsilegan veitingastað þar sem við leggjum áherslu á að bjóða veitingar beint frá býli.  

Einkunnarorð Vogafjóss eru: ,,Þú ert það sem þú borðar". Með það að leiðarljósi leggjum við metnað okkar í að hafa
einungis á boðstólum úrvals hráefni. Við notum mikið af okkar eigin afurðum svo sem hangikjöt, reyktan silung, heimagerða osta, heimabakað bakkelsi, hverabrauð og að sjálfsögðu kjöt frá okkar eigin búi.  

Þá er vert að geta þess að Vogafjós er aðili að Beint frá býli og matarklasanum Þingeyska matarbúrið. 

Opnunartími er breytilegur yfir árið, best er að hafa samband í síma 464-3800 eða á vogafjos@vogafjos.is fyrir upplýsingar varðandi það.  

Ferðaþjónustan Lýtingsstöðum

Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð

Lýtingsstaðir er skagfirskur sveitabær með hrossarækt, staðsettur 19 km frá þjóðveg 1, sunnan við Varmahlíð. Héðan er stutt á Sprengisand og á Kjalveg. Hestatengd ferðaþjónusta hefur verið rekin á Lýtingsstöðum síðan árið 2000.

Boðið er upp á stuttar hestaferðir fyrir vana og óvana. Lágmarksaldur til að fara í reiðtúr er 6 ára en hægt er að teyma undir börn 3-6 ára heim á hlaði og í kringum torfhúsin okkar. Það er líka hægt að koma bara í smá kynningarheimsókn og hestaknús.

Lýtingsstaðir býður upp á gistingu í þremur gestahúsum (20fm og 41fm) sem hýsa 4-6 manns. Í húsunum er sér baðherbergi með sturtu. Einnig lítið eldhús. 

Innblásið af sögu bæjarins var hlaðið gamaldags hesthús, skemma og rétt úr torfi. Torfhúsin eru meistaraverk íslensks handverks og hýsa sýningu með gamaldags reiðtygjum og annað. Hljóðleiðsögn er í boði sem hentar vel frá 6 ára aldri og tekur um það bil 30 mínútur.

SEA LIFE Trust Beluga Whale Sanctuary

Ægisgata 2, 900 Vestmannaeyjar

Gufuá

Gufuá, 311 Borgarnes

Við bjóðum uppá tvenns konar upplifanir utandyra, þar sem þú kynnist mismunandi hliðum á sveitinni okkar fallegu. Annars vegar er það hið sívinsæla Geitalabb með hobbitageitunum Gandálfi, Fróða og félögum. Geitalabbið er sérstaklega skemmtileg klukkustundar upplifun fyrir einstaklinga og hópa sem langar að hitta búsmalann og prófa eitthvað allt öðruvísi. Hins vegar er svo Náttúruganga með sagnaþul um vörðuslóðir landnámsjarðarinnar Gufár, þar sem náttúrufar, saga og sérkenni svæðisins eru skoðuð og ábúendur fyrr og nú kynntir til sögunnar. 2ja klst. ganga á þægilegum gönguhraða, hugsað fyrir hópa. Einstaklega skemmtileg og fróðlega afþreyging þar sem bóndi opnar dyrnar að býli sínu. Upplifun í anda Meet the locals.

Við bjóðum uppá tvær mismunandi upplifanir:

Geitalabb - Lesa meira  

Náttúruganga með sagnaþul - Lesa meira 

Dýragarðurinn í Hólum

Hólar, 371 Búðardalur

Á sveitabænum okkar Hólum er að finna mörg dýr, þar á meðal hesta, hunda, ketti, kanínur, endur, kalkúna, kindur, lömb, hænur, geitur, svín og jafnvel talandi krumma sem er heimsþekktur fyrir að koma fram í íslensku Netflix þáttunum "Katla"! 

Verið velkomin í heimsókn til okkar þar sem þið getið skoðað, fræðst og jafnvel klappað dýrunum.

Opið 17. júní - 5. ágúst frá 11:00 til 16:00. Lokað á þriðjudögum.

Hlakka til að sjá ykkur.

Finnsstaðir

Finnsstaðir 1, 701 Egilsstaðir

Á Finnsstöðum er rekið fjölskyldufyrirtæki sem býður uppá gistingu, hestaleigu og hesthúsaheimsóknir allan ársins hring auk þess að bjóða uppá lítinn húsdýragarð á sumrin. Eigendur taka yfirleitt sjálfir á móti gestum og fara með þeim í reiðtúra. Miklar kröfur eru gerðar á gæði hrossanna en úrvals geðslag og frábært tölt eru grunndvallar atriði. Ferðirnar eru sérsniðnar að hverjum hóp og eru u.þ.b 1-2 klst. Hægt er að hafa samband með fyrirvara ef fólk hefur í hyggju að fara í lengri hestaferðir yfir sumartímann. Hestaleigan er alltaf opin en panta þarf í ferðir.

Gistingin á Finnsstöðum er í nokkuð stóru einbýlishúsi með 3 svefnherberjum með rúmum fyrir 6 manns. Húsið er rúmgott og búið öllum helstu þægindum. Góð nettenging er í húsinu og heitur pottur á pallinum. Í húsinu er þvottavél og þurrkari sem gestir hafa aðgang að auk að sjálfsögðu eldunaraðstöðu og frábært útsýni skemmir ekki fyrir. 

Húsdýragarðurinn er opinn yfir sumartímann. Á bænum eru hænur og endur allan ársins hring auk hesta en á sumrin bætast við kálfar, lömb, svín, andarungar og jafnvel kanínur og naggrísir. Húsdýragarðurinn er opinn frá 10:00 - 17:00 frá 15.maí til 15.september. 

Dýrin á bænum elska athyglina og oft eru börnin sem er í miklu uppáhaldi. 

Rúnalist Stórhól - Handverk og húsdýr

Stórhóll, 560 Varmahlíð

Stórhóll er staðsettur í Skagafirði í Lýtingsstaðahreppi hinum forna, um 18 km í suður frá Varmahlíð við veg 752 Skagafjarðarveg.  

Stórhóll er 50ha að stærð, ein af nýbýlajörðum ríkisins sem búnar voru til um 1950. Frá 1995 leigðum við jörðina en 2008 var okkur heimilt að kaupa jörðina. Í upphafi voru ærnar 33 og hrossin innan við 10 og einn flækingsköttur. Í dag, 24 árum seinna er bústofninn 120 ær, gemlingar og hrútar 30 geitur og hafrar, rúmlega 30 hross, hænur , endur, hundar , kettir og kanínur.  

Árið 2011 festum við kaup á 3 gámum sem byggðir voru svo saman en þar er nú Rúnalist Gallerí, vinnustofa og lítil búð þar sem selt er handverk og afurðir búsins, kjöt og egg Beint frá Býli en við erum einnig félagar í þeim samtökum.

Við erum einnig í Opnum Landbúnaði og tökum á móti fólki til að skoða og fræðast um dýrin, gegn vægu gjaldi.

Dýragarðurinn Slakka

Laugarás, 801 Selfoss

Dýragarðurinn Slakki er lítill húsdýragarður í Laugarási, Biskupstungum.

 

Opnunartími:
Apríl og Maí - opið um helgar 

1. júní - 31. ágúst - Opið alla daga kl. 11:00 - 18:00

September - opið um helgar


Sveitagarðurinn

Stóri-Háls, 801 Selfoss

Sveitagarðurinn er dýra- og afþreyingargarður á Stóra-Hálsi í Grafningi. Við erum staðsett 15 km frá Selfossi og 7 km frá Sogsbrúnni við Þrastalund. Garðurinn verður opinn alla daga í sumar frá 12:00 – 18:00 .

Í sveitagarðinum eru hestar, kálfar, svín, kindur, geitur, hænur, endur, dúfur, kanínur, og kisur.

Hægt er að klappa hestum og fara á bak, halda á kanínum og kettlingum, heilsa upp á hin dýrin og kynnast þeim.

Garðurinn verður opinn alla daga yfir sumartímann frá 12:00 – 18:00 .

Bjarteyjarsandur

Bjarteyjarsandur, 301 Akranes

Bjarteyjarsandur í Hvalfirði er heimili þriggja fjölskyldna og þar er stunduð fjölbreytt atvinnustarfsemi sem tengist búskap, ferðaþjónustu, fræðslustarfsemi, matvælaframleiðslu, verktakastarfsemi og fleiru. Bærinn stendur á fallegum stað innarlega í Hvalfirði og þar hefur sama ættin búið allt frá árinu 1887. 

Gönguferðir, fræðsla og leiðsögn - boðið er upp á leiðsögn og fræðslu í Hvalfirði og nágrenni. Göngu- og rútuleiðsögn um Hvalfjörð, Akranes, Þingvöll og Borgarfjörð. Vinsælar gönguleiðir í nágrenninu eru Leggjabrjótur, Síldarmannagötur, Glymur og fjörusvæðin. 

Á Bjarteyjarsandi er í boði gisting í notalegum sumarbústöðum og á skjólgóðu fjölskyldutjaldsvæði. Sumar - Í Fornastekk á Bjarteyjarsandi eru leigðir út vel útbúnir sumarbústaðir fyrir 5-7 manns. Bústaðirnir standa í fjallshlíð mót suðri og er útsýnið afar fagurt. Heitur pottur fylgir hverjum bústað. Helgar- og vikulega möguleg. Tjaldsvæðið er á sléttri flöt neðan við gamla bæinn á Bjarteyjarsandi. Skjólbelti veitir ágætt skjól á hluta svæðisins. Salerni og ein sturta eru í þjónustuhúsi rétt ofan við tjaldflötina. Eldunaraðstaða eftir samkomulagi.

Eingöngu opið fyrir hópa sem bóka fyrirfram.

Opið allt árið. 


Ferðaþjónustan Brúnastöðum

Brúnastaðir, Fljót, 570 Fljót

Á Brúnastöðum er rekin ferðaþjónusta allt árið um kring. Boðið er upp á gistingu í tveimur stórum húsum sem leigjast út í heilu lagi og geta hýst að minnsta kosti tíu manns hvort.  Bæði húsin eru með heitum pottum. Tilvalið fyrir litla hópa eða stórfjölskyldur.

Með húsunum fylgir aðgangur að húsdýragarðinum á Brúnastöðum og að tveimur „sit on top“ kajökum sem hægt er að nota á Miklavatni, en vatnið er stutt frá húsunum. Fljótin eru mikil náttúruparadís. Ótal gönguleiðir eru í fjallgörðum Tröllaskagans. Hægt er að kaupa ódýr veiðileifi í Miklavatn hjá húsráðendum. Stutt er í sundlaugar, á Sólgörðum, Hofsósi, Siglufirði og Ólafsfirði, á þessum stöðum eru einnig forvitnileg söfn og góðir veitingarstaðir. Mikið og fjölbreytt fuglalíf er á svæðinu, einnig eru Fljótin þekkt fyrir mikla berjasprettu.

Húsdýragarðurinn
Á Brúnastöðum er lítill húsdýragarður opinn yfir sumartímann. Þar má finna öll helstu íslensku húsdýrin, s.s. geitur, heimalinga, grísi, kanínur, kalkúna, endur, margar tegundir af hænum og yrðlinga.

Garðurinn er opinn frá 25. júní til 1. sept, frá 11:00 til 18:00. 

Þið finnið okkur á Facebook hér.

Ferðaþjónustan Erpsstöðum

Erpsstaðir, Miðdölum, 371 Búðardalur

Opinn landbúnaður, frá 15. maí - 14. júní, daglega frá 13:00 til 17:00, 15. júní - 14. ágúst, daglega frá 11:00 til 18:00, 15. ágúst - 15. september, daglega frá 13:00 - 17:00 og 16. september - 14. maí samkvæmt samkomulagi.

Hópar panti fyrirfram.

Til sölu rjómaís, skyr og ostar framlett af Rjómabúinu Erpsstöðum. Fjósaskoðun, kynning á starfssemi kúabús, skoða byggingar og húsdýr með leiðsögn ábúenda.

Seld gisting í sumarhúsi, opið allt árið.

Sjá vefsíðu

 

 

 

 

Sölvanes

Skagafjörður, 560 Varmahlíð

Notaleg gisting á góðu verði á sveitabæ, 21 km sunnan við Varmahlíð. Í gestahúsinu er gisting í 4 herbergjum (3x2ja manna, 1x3+ manna), sameiginlegt eldhús og tvö baðherbergi. Morgunverður og kvöldverður ef pantað er fyrirfram. Hægt að bóka stök herbergi eða allt húsið. 

Frítt WiFi

Hleðslustöð fyrir rafbíla (hleðsla innifalin í gistingu sumarið 2020)

Okkar kjötafurðir beint frá býli seldar á staðnum

Húsdýr og fjárhúsheimsóknir eftir árstíðum - sauðfé, hross, kálfar, hundur, köttur og hænur.

Fluguveiði í Svartá, bókanir eru gerðar á https://veida.is/vara/veidileyfi-i-svarta/

Góðar styttri gönguleiðir í heimalandinu og norður bakka Svartár. Stutt í hestaleigu/torfhesthús, handverkssölu/handverksnámskeið/geitur/endur.

Flúðasiglingar og náttúrulaug í nágrenni.

Lengri gönguleiðir í nágrenninu t.d. á Hamraheiði, Mælifellshnjúk, Glóðafeyki, Molduxa, Tindastól eða í Austurdal. 

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana eða bókið á solvanes.is

Háafell - Geitfjársetur

Háafell, 320 Reykholt í Borgarfirði

Á Háafelli er unnið að verndun og viðhaldi geitastofnsins. Gestir fá góðar móttökur hjá geitunum sem eru mjög mannelskar. Frítt kaffi og te á staðnum auk þess fá gestir smakk af geitaostum og pylsu úr geitakjöti auk annarra afurða. 

Hægt er að taka geitur í fóstur og taka þannig þátt í að vernda stofninn. 

Salernisaðstaða. Verslun Beint frá býli. Geitaafurðir, baðvörur, krem, sápur, skinn og minjagripir. 

Opið 1. júní til 31. ágúst frá 11:00 til 18:00 og síðan allt árið eftir samkomulagi. 

Pantanir fyrir hópa á geitur@geitur.is 

Fjölskyldu- og Húsdýragarðurinn

Múlavegur 2, 104 Reykjavík

Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn í Laugardal er sannkölluð perla í miðri Reykjavík. Þar má finna íslensk húsdýr, villt íslensk spendýr auk fulltrúa frá þeim tveim fylkingum dýra sem finnast ekki í íslenskri náttúru, skriðdýr og froskdýr. Allt frá opnun Húsdýragarðsins árið 1990 hefur verið lögð áhersla á að garðurinn sé til fyrirmyndar og í vaxtarbroddi hvað varðar dýravernd og dýravelferð. 

Fjölskyldugarðurinn var opnaður árið 1993 og síðan þá hefur Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn verið rekinn sem einn garður. Í Fjölskyldugarðinum finna flest eitthvað við sitt hæfi en þar eru alls kyns leiktæki, góð nestisaðstaða og útigrill á skjólgóðu útisvæði sem gerir góðan sumardag enn betri og stormasaman vetrardag góðan til útivistar. 

Hugtökin sem lögð voru til grundvallar við uppbyggingu svæðisins eru að sjá, að læra, að vera og að gera og eru tengd við lykilorð eins og fjölskylda, ævintýri, sögur, leikir og umhverfisvænar framfarir. Hugmyndasmiðir og útlitshönnuðir svæðisins leituðu eftir skírskotun til menningarsögu Íslendinga. Því eru ýmis minni í görðunum tveim tengd norrænni goðafræði og víkingatímabili þjóðarinnar. Má þar nefna víkingaskip, öndvegissúlur og þinghól sem líkir eftir gömlum þingstað auk nafngifta á svæðinu. Fræðslustarf var í upphafi hornsteinn starfseminnar og er enn.

Opnunartími:
Sumar (1. júní - 18. ágúst): alla daga 10:00-18:00.
Aðrir árstímar (19. ágúst - 31. maí): alla daga 10:00-17:00

Skálatjörn gistiheimili

Skálatjörn, 803 Selfoss

Verið velkomin á gistiheimilið Skálatjörn  

Upplifðu íslensku sveitina sem staðsett er á kyrrlátum og rólegum Geitabæ. Þessi bændagisting býður upp á þægilega gistingu.

6 stúdíó íbúðir allar með eldhúsi, sturtu og sjónvarpi, 3 herbergi með sameiginlegu baði í heimagistingu okkar og stóra fjölskyldu íbúð með frábæru útsýni á annari hæð gistihúsins.  

Einnig er ókeypis internet, útsýni yfir frægustu eldfjöll á Íslandi, Eyjafjallajökul og Heklu.

Skálatjörn er nálægt áhugaverðum stöðum Urriðarfoss 10 mín, Seljalandsfoss 45 min, Skógarfoss 60 mín, Geysir 60 mín, Gullfoss 70 mín, Kerið 25 mín, Reykjadalur 30 mín. Reykjavík 60 mín og fl og fl . Matvöruverslanir og veitingastaðir á Selfossi í aðeins 15 mín keyrslu.  

Skálatjörn er fullkominn fyrir ferðalanga sem elska náttúru, dýr og róandi sveit, gestgjafar þínir,

Helena og Stefan, láta öllum líða eins og heima hjá sér og að gera dvöl þína sem besta. Hittu vingjarnlegar geitur og loðna vini sem búa á bænum, það er sannarlega frábær staður til að vera í fríinu þínu. Allir okkar gestir njóta þess að hitta geiturnar okkar frítt.

Náttúruunnendur munu elska þessa gistingu þar sem umhverfið er fagurt og kyrrlátt andrúmsloft, framúrskarandi dómar á netinu, sem sýnir að gestir elska að gista hjá okkur. 

Einkunn gesta á booking.com er 9,4. 

Vakinn

Friðheimar

Reykholt, Bláskógabyggð, 806 Selfoss

Matarupplifun

Í Friðheimum bjóðum við upp á einstaka matarupplifun, þar sem borin er fram tómatsúpa og nýbakað brauð ásamt öðru góðgæti í notalegu umhverfi innan um tómatplönturnar. Gestirnir upplifa miðjarðarhafsloftslagið sem er ríkjandi í gróðurhúsinu allt árið um kring og finna ilminn af tómatplöntunum á meðan þeir njóta umhverfisins og heimalagaðra veitinganna. Einnig er vinsælt að koma og skála í tómatsnafs í góðra vina hópi! 

Hægt er að taka gómsætar minningar með sér heim úr Litlu Tómatbúðinni okkar þar sem eru til sölu matarminjagripir á borð við tómatsultu, gúrkusalsa og tómathressi en þetta er allt framleitt á staðnum. 

Við mælum með að bóka alla þjónustu fyrirfram á www.dineout.is/fridheimar 

Gróðurhúsaheimsókn og Hestasýning eða Heimsókn í hesthúsið
Einnig bjóðum við uppá Gróðurhúsaheimsókn þar sem farið er yfir hvernig hægt er að rækta grænmeti á Íslandi allt árið um kring með aðstoð náttúrunnar! 

Hestasýning og Heimsókn í hesthúsið er í boði þar sem farið er yfir sögu- og gangtegundir íslenska hestsins í notalegu umhverfi. Eftir sýninguna er gestum boðið í hesthúsið þar sem tækifæri gefst til að klappa hestunum og spjalla við knapana. 

Afþreyingin hentar öllum aldurshópum og er tilvalin fyrir þá sem hafa áhuga á að skyggnast inn í hið hefðbundna sveitalíf íslenskrar fjölskyldu. 

Við mælum með að bóka alla þjónustu fyrirfram á www.dineout.is/fridheimar 

Hestaleigan Stóra Ásgeirsá

Stóra Ásgeirsá, 531 Hvammstangi

Á Stóru-Ásgerisá í Víðidal í Húnaþingi vestra, mitt á milli Reykjavíkur og Akureyrar, hefur fjölskyldan opnað bæinn sinn fyrir fólki á ferðinni.
Á Stóru-Ásgerisá er hægt að að heimsækja öll helstu íslensku húsdýrin í sínu rétta og fallega umhverfi sem bæjarstæðið hefur uppá að bjóða. Hægt er að komast í snertingu við dýrin, klappa þeim, skoða og fræðast um þau.
Á Stóru-Ásgerisá er einnig hestaleiga og er boðið uppá lengri og styttri ferðir um fallegt nágrenni staðarins. Riðið er niður engjarnar og með Víðidalsánni. Útsýnið frá bæjarstæðinu og reiðleiðunum er mjög fallegt og sést vel yfir dalinn og ánna, yfir að Borgarvirki og Kerunum sem vönum reiðmönnum í lengri ferð gefst færi á að ríða að og skoða.
Gisting er fyrir allt að 11 manns í 4 herbergjum.
Lítil sjoppa er á staðnum.
Við hlið bæjarins rennur Ásgeirsáin sem skartar tveimur fallegum fossum sem ferðamönnum gefst færi á að ganga að um og skoða.
Í nágrenni við Stóru-Ásgeirsá (5-20 mín akstur) eru áhugaverðir staðir sem hægt er að skoða og má þar helst nefna Kolugljúfur, Hvítserk, Borgarvirki og Selasetrið á Hvammstanga en þar er einnig sundlaug með rennibraut.

Vorsabær 2

Vorsabær 2, Skeiða- og Gnúpverjahreppi, 804 Selfoss

Hestaferðir
Í Vorsabæ 2 er boðið er upp á hestaferðir þar sem lögð er áhersla á persónulega þjónustu og leiðsögn. Eingöngu er tekið á móti litlum hópum og það er tilvalið fyrir fjölskyldur eða litla vinahópa þar sem allir geta tekið þátt. Við tökum að okkur að teyma hesta undir minna vönum börnum í ferðum.

Allar ferðir hefjast inni í reiðhöll þar sem hver og einn getur kynnst hestinum sínum. Svo er farið og riðið út um næsta nágrenni á þeim hraða sem hentar hverju sinni.

Við erum með trausta og skemmtilega hesta við allra hæfi, bæði fyrir alveg óvana og vana knapa. Í boði eru 1, 2 og 3 tíma hestaferðir, en einnig eru í boði dagsferðir fyrir vana knapa sem taka 5 tíma.

Einnig bjóðum við upp á það að teyma hesta undir börnum inni í reiðhöll í um 10 mínútur fyrir hvert barn.

Sveitalíf / Heimsókn á bæinn
Hægt er að koma í heimsókn til að skoða dýrin og búskapinn á bænum. Tekið er á móti litlum og stórum hópum og gefst gestum kostur á að fræðast um dýrin og klappa þeim. Starfsemin getur verið nokkuð mismunandi eftir árstíma og t.d. á vorin geta allir séð nýfædda kiðlinga, lömb og folöld.

Orlofshús til útleigu á bænum
Húsið rúmar allt að 7 manns í gistingu. Þar eru 2 svefnherbergi, í öðru er tvíbreitt rúm en í hinu eru kojur. Auk þess er rúmgott 18 fermetra svefnloft og þar eru 3 rúm. Auk þess er hægt að fá lánað barnarúm án gjalds fyrir 2 ára og yngri. Eldhúsið er búið öllum nútíma tækjum og áhöldum og í setustofu er sjónvarp. Við húsið er skjólgóð verönd með garðhúsgögnum og gasgrilli. Ekki er aðgangur að heitum potti en hægt er að komast í sundlaug sem staðsett er í 2 km. fjarlægð. Upplögð staðsetning fyrir þá sem ferðast um Suðurland, þar sem stutt er til margra vinsælla ferðamannastaða og stutt í margskonar þjónustu.

Dalur-hestamiðstöð ehf.

Dalland, 271 Mosfellsbær

Frá árinu 1978 hefur hrossarækt verið stunduð í Dallandi og hross verið tamnin og þjálfuð í hestamiðstöðinni Dal. Ekkert hrossaræktarbú á Íslandi af þessari stærðargráðu er staðsett svona nálægt höfuðborgarsvæðinu.

Aðeins er um  15 mínútuna  keyrsla úr miðborg Reykjavíkur í Dalland. Þeir sem  hafa hug  á hestakaupum eru velkomnir að  hafa samband eða koma við að skoða hestana.

Vinsamlegast hafið samband vegna frekari upplýsinga.

Snow Dogs

Vallholt, 650 Laugar

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Vakinn

Hey Iceland

Síðumúli 2, 108 Reykjavík

Hey Ísland – ferðaþjónusta bænda er ferðaskrifstofa landsbyggðarinnar. Við byggjum á yfir 35 ára reynslu og þekkingu í ferðaþjónustu á landsbyggðinni sem gerir okkur kleift að bjóða upp á fjölbreytt úrval af gistingu um land allt og afþreyingu við allra hæfi í návist við náttúruna og friðsælt umhverfi sveitarinnar.

Hey Ísland býður upp á fjölbreytt úrval af gistingu hjá yfir 160 gististöðum um land allt, frá fjölbreyttri bændagistingu yfir í hlýleg sveitahótel, sumarbústaði og íbúðir. Allir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi hjá Hey Ísland, www.heyiceland.is