Fara í efni

Ferjur

13 niðurstöður

Ferjan Baldur

Brjánslækur, 451 Patreksfjörður

Athugið að bóka verður fyrirfram fyrir bíla. Sæferðir bjóða einnig upp á ævintýrasiglingu, veisluferðir fyrir hópa og fjölbreyttar sérferðir.

Sæferðir

Smiðjustígur 3, 340 Stykkishólmur

Ævintýraferðin Víkingasushi er mjög vinsæl afþreying. Siglt er um eyjarnar óteljandi, skyggnst inn í ævintýraheim Breiðafjarðar, skoðaðar fjölbreytilegar bergmyndanir, sögulegar slóðir og sterkustu sjávarfallastraumar við Íslandsstrendur eru vel greinilegir. Fuglar, ferskt skeljasmakk, eyjarnar óteljandi, sagan og ógleymanleg ævintýri. Boðið er upp á siglingar allt árið. 

Viðeyjarferjan

Skarfagarðar 3 (Skarfabakka í Sundahöfn), 101 Reykjavík

Eyjuna Viðey á Kollafirði þarf vart að kynna enda er hún einstök náttúruperla í hjarta Reykjavíkur. Viðey er frábær staður fyrir einstaklinga, vini, fjölskyldur og aðra hópa sem vilja eiga skemmtilegar samverustundir í fallegri náttúru. Það tekur einungis nokkrar mínútur að sigla frá Skarfabakka yfir til Viðeyjar og þegar þangað er komið geta gestir litið á hin fjölmörgu listaverk sem Viðey hefur að geyma, fræðst um sögu eyjunnar, notið náttúrunnar eða kíkt í kaffi í Viðeyjarstofu.

Siglingaáætlun 

Viðeyjarstofa: Viðeyjarstofa er merkur og fallegur sögustaður. Húsið var upphaflega byggt sem embættisbústaður Skúla Magnússonar á árunum 1752-1755. Árið 1988 lauk umfangsmiklum endurbótum en yfirbragði hússins hefur verið haldið sem upprunalegustu. Í dag er rekið kaffihús og veitingarstaður í Viðeyjarstofu. Viðeyjarstofa er opin í tengslum við ferjusiglingar en einnig er hægt að bóka stofuna fyrir stóra sem smáa hópa og þykir frábær kostur fyrir fundi, veislurog fjölbreyttar uppákomur.

Frekari upplýsingar um verð og áætlun er að finna á heimasíðu Viðeyjar; www.videy.com. Á síðunni finnurðu einnig upplýsingar um sumar og vetrardagskrá í eyjunni.

Sjóferðir

Kjarrholt 2, 400 Ísafjörður

Sjóferðir ehf er nýtt fyrirtæki í farþegaflutningum til Hornstranda sem stofnað var haustið 2020. Sjóferðir tóku við tveim af bátum Sjóferða Hafsteins og Kiddýjar og reka áfram með svipuðu sniði.

Sjóferðir er fjölskyldufyrirtæki sem rekið er af Stíg Berg Sophussyni og unnustu hans Henný Þrastardóttur. Stígur vann hjá Sjóferðum Hafsteins og Kiddýjar frá árinu 2006 allt þar til hann sjálfur stofnar sitt eigið fyrirtæki og tekur við
rekstri bátanna. Hann hefur því töluverða reynslu af svæðinu og miðlar þekkingu sinni af svæðinu og fólkinu sem þar bjó með farþegum sínum.

Bátar Sjóferða eru gæðaeintök sem búnir eru 2 mjög nýlegum vélum til að tryggja öryggi farþega enn frekar. Sjóferðir státa af því að hafa ávallt öll leyfi og tryggingar í lagi ásamt því að hafa vel þjálfaðar áhafnir. Bátarnir eru misstórir og henta í misjöfn verkefni. Annars vegar er það Ingólfur, 30 farþega bátur með krana sem nýtist í þungaflutninga. Stærri báturinn er svo Guðrún, 48 farþega bátur sem oft fær viðurnefnið “drottningin”.

Ferðir Sjóferða hefjast allar á Ísafirði þar sem hægt er að stíga beint um borð, en notast þarf við slöngubáta til að ferja fólk og farangur í og úr landi innan friðlandsins.

Áætlun Sjóferða má nálgast á heimasíður fyrirtækisins www.sjoferdir.is 

Einnig er hægt að panta bátana í sérferðir hvenær sem er og má þá hafa samband í sjoferdir@sjoferdir.is eða hjá
Stíg í síma 866-9650  

Borea Adventures

Aðalstræti 17, 400 Ísafjörður

Borea Adventures á Ísafirði býður upp á ævintýraferðir með leiðsögn fyrir minni og stærri hópa.

Fyrirtækið á og rekur hraðbátinn Bjarnarnes sem flytur allt að 18 farþega í skipulögðum ferðum og sérferðum um Hornstrandir, Jökulfirði og Ísafjarðardjúp. Borea Adventures býður upp á ýmsar ferðir um friðlandið, þar sem gist er í tjöldum, tjaldbúðum í Hornvík eða í nýuppgerða eyðibýlinu á Kvíum í Jökulfjörðum. 

Borea Adventures býður upp á fjölbreytt úrval lengri ferða, sem og dagsferða út frá Ísafirði. Kayakferðir um ævintýralega firði Hornstranda og Jökulfjarða, fjölbreyttar göngur um Hornstrandir og nágrenni Ísafjarðar, skíðaferðir, fjallahjólaferðir og náttúruupplifanir. Einnig eru í boði sérferðir, sérsniðnar að þörfum þeirra sem okkur vilja heimsækja. 

Borea Adventures býr að einvala liði reynslumikilla og skemmtilegra leiðsögumanna, sem tryggja það að allir fari heim með bros á vör. 

StrandFerdir.is

Norðurfirði, 524 Árneshreppur

Við erum staðsett á Norðurfirði á Ströndum. Þar er lítil húsaþyrping í fallegu umhverfi. Út með firðinum er Krossneslaug sem staðsett er við sjávarmál. Ævintýri líkast.

Reykjafjörður er breiður og stuttur fjörður og blasir Drangajökull við. Þar eru heitar uppsprettur og úr einni þeirra rennur vatnið í sundlaugina. Við skerinn er svo selir að leik.

Þar má finna heitar uppsprettur í óspilltri nátturunni sem gefur trú á galdra og tröll nýjan merkingu.

Ferjan Baldur

Smiðjustígur 3, 340 Stykkishólmur

Daglega siglir ferjan Baldur yfir Breiðafjörð frá Stykkishólmi til Brjánslækjar , með stoppi í Flatey .
Um borð í ferjunni er góður veitingastaður og frábær aðstaða fyrir farþega. Á leiðinni yfir fjörðinn er hægt að slaka á og njóta útsýnisins og á sama tíma ert þú að spara tíma þar sem að það tekur skemmri tíma að sigla en að keyra.
Fjölmargir ferðamenn velja að stoppa í Flatey á milli ferða. Fyrir þá sem ferðast með bíl er hægt að senda bílinn yfir fjörðinn á meðan stoppað er í eyjunni og er ekkert rukkað aukalega fyrir þessa þjónustu. Athugið að mikilvægt er að bóka fyrir bíla fyrirfram.
Takmörkuð stopp eru í Flatey yfir vetrartímann.
Athugið að bóka verður fyrirfram fyrir bíla. Sæferðir bjóða einnig upp á Ævintýrasiglingu,  veisluferðir fyrir hópa og fjölbreyttar sérferðir.

Almenningssamgöngur

-, 101 Reykjavík

Publictranport.is:

Á vefnum www.publictransport.is er að finna ítarlegar upplýsingar um almenningssamgöngur á Íslandi, bæði rútur, flug og ferjur. 

Aðrar gagnlegar síður um almenningssamgöngur eru m.a.:

Rútur: Strætó: Smellið hér 

Flug:

Ferjur:

Einnig má benda á svæðisbundnar upplýsingar um almenningssamgöngur, sem finna má á landshlutavefjunum: 

 

Eyjascooter tour

Birkihlíð 5, 900 Vestmannaeyjar

Our scooter bikes are unique, they have seats on them so more people can enjoy. The electricity is good for the environment and our island is unbelievable. We have big scooters Kaabo wolf warrior 11. With Eyjascooter you will experience the nature of Westman island in a unique way. You will see the island on a special designed electric scooter, with a guide that tells you stories and tales about special places. We expect that you will see wild birds, puffins, sheep, the Icelandic horse and a gorgeous view. The traveler will get his own bike, safety west, helmet and also do we offer a knee and elbow covers, we go over safety rules before we go and also lesson on the bike. Our goal is that you will have fun and a grate experience.  

Hríseyjarferjan Sævar

Hólabraut 13, 630 Hrísey

Áætlun Sævars 
Síminn í ferjunni er 695 5544

Gildir allt árið

Frá Hrísey Frá Árskógssandi
07:00  07:20 
(Virka daga - þarf að panta á laugardögum)
09:00  09:30
(ATH: Panta þarf ferð kl. 09:00 á sunnudögum
frá 1. sept. - 31. maí og á rauðum dögum)
11:00 11:30
13:00 13:30
15:00 15:30
17:00 17:30
19:00 19:30
21:00 21:30
23:00 23:30
ATH: Panta þarf ferð kl. 23:00 frá 1. september - 31. maí

 

ATH: Ekki er boðið upp á morgunferð kl. 7:00 á sunnudögum eða öðrum rauðum dögum.

Upphringiferðir

Til viðbótar við áætlun ferjunnar eru svokallaðar upphringiferðir sem þarf að panta á áætlunartíma ferjunnar, milli kl. 9:00 og 21:45. Athugið að ferjan bíður ekki á Árskógssandi heldur fer strax aftur til baka (20 mín yfir). 

Dagur Frá Hrísey Frá Árskógssandi
Laugardaga 07:00 07:20
Sunnudaga (1/9 - 31/5) 09:00 09:20
Alla daga (1/9 - 31/5) 23:00 23:20

 

ATH. Upphringiferðir kosta kr. 1.500 pr. mann. 12-15 ára kr. 750

Verðskrá

Fargjöld Fullorðnir 12-15 ára og elli- og örorkulífeyrisþegar
Fargjald fram og tilbaka    1.500 kr.  750 kr.
Upphringiferð  1.500 kr ATH: allir nema börn 12-15 ára  750 kr.  ATH. Upphringiferðir fyrir  12-15 ára 
30 miða kort (30% afsl.)  29.000 kr. 

Grímseyjarferjan Sæfari

Ránarbraut 2b, 620 Dalvík
Ferjan Sæfari er með áætlun milli Dalvíkur og Grímseyjar allt árið. Siglingin tekur um 3 klst. hvora leið og tekur ferjan alls um 108 farþega. Yfir vetrartíman siglir ferjan þrisvar til fjórum sinnum í viku en á sumrin fimm sinnum. Skoðið ávallt uppfærða áætlun Sæfara á síðu Vegagerðarinnar. Dalvík er um 45 km fyrir norðan Akureyri eða u.þ.b. 40 mín akstur.

Smyril Line

Fjarðargata 8, 710 Seyðisfjörður

Smyril Line rekur ferjuna Norrönu sem siglir milli Seyðisfjarðar á Íslandi, Tórshavn í Færeyjum og Hirtshals í Danmörku. Norröna býður upp á þjónustu fyrir farþega, farartæki og frakt. Fyrirtækið selur pakkaferðir sem innihalda meðal annars siglingu með Norrönu og hótelgistingu í Færeyjum.

Skrifstofa fyrirtækisins í Reykjavík er staðsett á Kletthálsi 1, 110 Reykjavík.

Herjólfur

Básaskersbryggja, 900 Vestmannaeyjar

Nýi Herjólfur var tekinn í notkun í júlí 2019. Skipið tekur 540 farþega og umþað bil 75 bíla. Skipið er rafvænt og stefnir enn frekar að grænni framtíð. Um borð í ferjunni er veitingasala og borðsalur fyrir gesti.

Sigling með Herjólfi er bæði ódýrasti, þægilegasti og skemmtilegasti ferðamátinn til Vestmannaeyja. Siglingaleiðin frá Landeyjahöfn til Vestmannaeyja er áhugaverð og náttúrufegurðin engu lík.

Herjólfur siglir 7 ferðir á dag milli lands og Eyja allan ársins hring.

Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu okkar www.herjolfur.is , svo sem siglingaáætlun, verðskrá og svör við algengum spurningum.

Ef frekari upplýsingar vantar er hægt að hafa samband við afgreiðslu Herjólfs í síma 481-2800 eða senda tölvupóst á herjolfur@herjolfur.is