Fara í efni

Bátaferðir

71 niðurstöður

Láki Tours

Norðurtangi 9, 355 Ólafsvík

Láki Tours býður upp á hvalaskoðun frá Ólafsvík á Snæfellsnesi. Einnig bjóða þau upp á hvalaskoðunarferðir frá Hólmavík á Vestfjörðum. 

Hvalaskoðun frá Ólafsvík

Vesturland er sannkölluð paradís fyrir hvala-áhugafólk og er það þekkt fyrir einstakar hvalategundir. Snæfellsnes er eini staðurinn á Íslandi sem háhyrningar sjást reglulega. Önnur einstök tegund er búrhvalur. Búrhvalir eru stærstu tannhvalir í heimi og þeir kafa einna dýpst af öllum hvölum. Aðrar tegundir sem sjást reglulega eru hnúfubakar, hrefnur, grindhvalir og hnýðingar. Hvalaskoðun frá Ólafsvík er í boði frá miðjum febrúar til lok september og getur hver ferð varað frá 2 klst upp í 3,5 klst. Útsýnið á stórkostlegt landslagið um kring, m.a. á jökulinn og Kirkjufellið fræga eykur upplifunina á góðviðrisdögum.  

Árstími: Febrúar - September

Heimilisfang: Norðurtangi 9, 355 Ólafsvík

Fylgið okkur á samfélagsmiðlum þar sem við deilum reglulega myndum frá ferðunum - Facebook , Instagram 

Gistiheimilið Básar

Básar, 611 Grímsey

Á Básum eru 8 herbergi með 18 rúmum. Skipast þau þannig að það eru 2 einsmannsherbergi, 3 tveggjamanna, 2 þriggjamanna og 1 fjögurramanna. Hægt er að fá morgunmat, hádegismat, kaffi og kvöldmat. Fallegar myndir af lífinu í Grímsey príða veggi Bása allt frá torfkofum til dagsins í dag, þessar myndir er hægt að fá keyptar (ljósmyndarinn er hinn eini sanni Friðþjófur Helgason). 


Amazing Westfjords

Mávagarður , 400 Ísafjörður

Special Tours Akureyri

Oddeyrarbót 1, 600 Akureyri

Drangeyjarferðir ehf.

Skagfirðingabraut 6, 550 Sauðárkrókur

Ferður út í Drangey frá Sauðárkróki hefjast 1. júní og eru til 20. ágúst. Förum daglega kl.9:30, og við bætum við ferðum eftir þörfum og óskum.

Í maí og eftir 20.ágúst eru ferðir eftir samkomulagi.

Sigling út í Drangey er ævintýri líkust enda er eyjan náttúruperla í miðjum Skagafirði. Eyjan er þverhníptur móbergsklettur um 180 metrar á hæð og býður því upp á frábært útsýni yfir allan fjörðinn. Fuglalíf er fjölbreytt í Drangey þótt mest beri þar á svartfuglategundum og er þar lundinn frægastur fugla.

Ferðin í Drangey tekur ca. 4 klst. með siglingu, göngu, leiðsögn, fuglaskoðun og oftar en ekki láta selir og hvalir sjá sig á leiðinni. Komdu og njóttu fallegrar náttúru og upplifðu Drangey í allri sinni dýrð.

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Fish Partner

Dalvegur 16b, 201 Kópavogur

Ástríða fyrir veiði !

Við hjá Fish Partner höfum áratuga reynslu af stangveiði, leiðsögn og skipulagningu veiðiferða. Það er ástríða fyrir veiði sem rekur okkur áfram og má segja að allir sem koma að félaginu séu í sínu drauma starfi. Við þreytumst aldrei á því að kanna nýjar veiðilendur og kynna ný svæði fyrir veiðimönnum. Þau svæði sem við bjóðum upp á eru rjóminn af því sem við höfum uppgötvað auk gamal þekktra svæða. 

Vakinn

Glacier Guides

Skaftafell, 785 Öræfi

Jöklamenn (Glacier guides) er ævintýrafyrirtæki sem sérhæfir sig í fagmannlegri fjallaleiðsögn og leggur metnað sinn í að bjóða upp á sem fjölbreyttast úrval jökla- og fjallaferða. Höfuðstöðvar Jöklamanna eru í Skaftafelli, vel staðsettar gagnvart hrikalegri náttúru svæðisins sem veitir okkur innblástur til góðra verka. Söluskrifstofan okkar er umhverfisvæn og byggð af stærstum hluta úr afar óhefðbundnu hráefni. Hún er staðsett við Gestastofuna í Skaftafelli.
Jöklar þekja um 10% landsins og landsvæði sem nær hærra en 600 m yfir sjávarmál þekur yfir 35%. Við búum í landi fjalla, jökla og stórbrotinnar náttúru og þessi einkenni hafa að miklu leiti mótað okkur öll sem einstaklinga. Það er sem betur fer afar misjafnt hvert hugur manna stefnir og hvar áhugasviðið liggur. Við bjóðum fram krafta okkar fyrir þá Íslendinga sem hafa áhuga á að kynnast landinu sínu á nýjan hátt og njóta til hins ýtrasta þess sem það hefur upp á bjóða. Stór hluti okkar viðskiptavina eru útlendingar sem falla oftar en ekki í stafi yfir mikilfengleik landsins okkar, en við trúum því að Íslendingar séu í sífellt meira mæli að læra að meta það sem við búum við. Stærsti jökull veraldar utan heimskautasvæðanna er innan seilingar með alla sína fögru fjallatinda auk allra hinna fjallanna og jöklanna í landinu.
Vel þjálfaðir og reyndir leiðsögumenn eru okkar aðalsmerki. Það krefst mikillar sérþekkingar að geta leitt fólk um svæði sem þau sem ferðir okkar fara um og við setjum öryggið í fyrsta sætið. Öryggi er forsenda gleði, hamingju og skemmtilegrar upplifunar í fjallaferðum. Við leggjum einnig ríka áherslu á að nota aðeins besta útbúnað sem völ er á í ferðum okkar þar sem hann er forsenda þess að þekking og reynsla leiðsögumannanna nýtist til hins ítrasta. Við hvetjum fólk til að nýta sér sérþekkingu okkar og koma með í skemmtileg jökla- og fjallaævintýri.
Það er okkur hjartans mál að haga starfsemi okkar á þann hátt að hún hafi sem minnst áhrif á viðkvæmt umhverfið sem við störfum í. Við höfum því mótað okkur stranga umhverfisstefnu sem við vinnum eftir og við hvetjum þig einnig til að leggja þitt af mörkum. Móðir jörð er leikvöllur okkar og heimili, við höfum gengið alveg nógu  nærri henni vegna fáfræði og græðgi og það er kominn tími til að við förum að sýna henni þá virðingu sem hún á skilið.

Jöklaganga: Á Snæfellsjökli, Eyjafjallajökli, Sólheimajökli og Falljökli og Virkisjökli í Skaftafelli.
Ísklifur: Á Sólheimajökli og Falljökli í Skaftafelli.
Göngu- og fjallaferðir: Á Heklu, Sólheimajökul, Snæfellsjökul, Eyjafjallajökul, Hvannadalshnjúk, Hrútfjallstinda, Sveinstind, Þverártindsegg og Þumal.
Klettaklifur: Í Valshamar í Hvalfirði og á Hnappavöllum í grennd við Skaftafell.
Hjólaferðir: Í Reykjavík, Reykjadal og Skaftafelli.
Bátsferð: Á Fjallsárlóni og Jökulsárlóni.
Samsettar ferðir: Samblanda mismunandi afþreyingar á einum degi. Frá Reykjavík og Skaftafelli.


Með fyrirfram þökk…Við hvetjum þig til að taka fram gönguskóna og slást í för með okkur í næsta ævintýri.

Gentle Giants

Hafnarsvæði (Harbour Side), 640 Húsavík

Hvalaskoðun og ævintýri á sjó frá Húsavík

LANGAR ÞIG Í ALVÖRU ÆVINTÝRI?

Skemmtilegir afþreyingarmöguleikar í einstakri náttúru og fegurð á Skjálfandaflóa. Við bjóðum uppá alls konar bátsferðir frá Húsavík. Tilvalið fyrir einstaklinga og hópa af öllum stærðum og gerðum við öll tilefni.

Gentle Giants er fjölskyldufyrirtæki á Húsavík með 160 ára fjölskyldusögu við Skjálfandaflóa og áratuga reynslu í að skipuleggja eftirminnilegar ferðir.

FJÖR Í FLATEY

Upplifðu paradís Skjálfandaflóa í allri sinni dýrð með einstaka náttúru og ríku fuglalífi. Gentle Giants býður uppá alls konar sérferðir frá Húsavík til Flateyjar. Tilvalið fyrir einstaklinga og hópa við öll tilefni, einfalt eða lúxus með öllu. Fyrirtækið er með sterkar rætur í Flatey og hefur uppá að bjóða glænýja og umhverfisvæna byggingu með stórum veislusal ásamt úti grillaðstöðu í eyjunni.

Verið velkomin um borð!

Sæferðir

Smiðjustígur 3, 340 Stykkishólmur

Ævintýraferðin Víkingasushi er mjög vinsæl afþreying. Siglt er um eyjarnar óteljandi, skyggnst inn í ævintýraheim Breiðafjarðar, skoðaðar fjölbreytilegar bergmyndanir, sögulegar slóðir og sterkustu sjávarfallastraumar við Íslandsstrendur eru vel greinilegir. Fuglar, ferskt skeljasmakk, eyjarnar óteljandi, sagan og ógleymanleg ævintýri. Boðið er upp á siglingar allt árið. 

Whale Watching Hauganes

Hauganes, 621 Dalvík

Whale Watching Hauganes er elsta hvalaskoðun landsins staðsett í hjarta Eyjafjarðar í aðeins 25 mínútna fjarlægð norður af Akureyri. Þar sem hvalirnir eru ávallt stutt frá Hauganesi henta eikarbátarnir okkar tveir fullkomlega til hvalaskoðunar þar sem þeir fara tiltölulega hægt yfir sem gerir gestum okkar kleyft að njóta ferðarinnar enn betur. Við bjóðum upp á stjóstöng í lok ferðanna okkar.  

Ferðirnar okkar eru kolefnisjafnaðar sem þýðir það að við gróðursetjum eitt tré fyrir hverja ferð ásamt því að við blöndum olíuna á bátana okkar með lífdísli sem framleiddur er á Akureyri úr djúpsteikingarolíu af veitingastöðum svæðisins.  

Við sjáum hnúfubak í öllum okkar ferðum en einnig hrefnur, hnýsur og höfrunga. Nokkrum sinnum á árum sjáum við háhyrninga og steypireyðir sem er alltaf tilkomumikil sjón.  

Einnig á Hauganesi er afar vinsæll veitingastaður, Baccalá Bar, tjaldstæði og heitir pottar niðri við Sandvíkurfjöru. Bjórböðin eru svo hér rétt í 5 mínútna akstursleið norður frá okkur.

Daglegar ferðir kl 13:30 (þegar lágmarksfjöldi næst). Sjóstöng í lok ferðar. Hver ferð er 2,5 til 3 klst. Innifalið: hlýir gallar, sjóstangir, kaffi og kakó með bakkelsi.  

Upplýsingar í síma 867 0000, á whales@whales.is eða www.whales.is  

Arctic Sea Tours ehf.

Hafnarbraut 22-24, 620 Dalvík

Arctic Sea Tours er fjölskyldufyrirtæki í hvalaskoðun staðsett á Dalvík, 30 mín frá Akureyri. Við viljum að ferðir okkar séu ævintýri og berum mikla virðingu fyrir upplifun gesta okkar um borð.

Hvalaskoðunin fer fram í Eyjafirði oftast í kringum Hrísey. Við bjóðum uppá kuldagalla fyrir alla, heitan drykk og meðlæti. Í hverri ferð er stoppað til að veiða í 10 - 15 mínútur, síðan er fiskurinn sem veiddist smakkaður af grilli eftir ferðina.

Arctic Sea Tours rekur tvo eikarbáta sem voru smíðaðir á Íslandi, bátunum hefur verið breytt samkvæmt ströngustu kröfum Samgöngustofu. Einnig rekur Arctic Sea Tours Rhib bát, sem bíður upp á frábæra upplifun. Áhöfnin hefur öll hlotið þjálfun hjá Slysavarnaskóla sjómanna. 

Frá árinu 2011-2015 sáust hvalir í 98% - 99,5% ferða okkar, algengustu tegundir eru hnúfubakar, höfrungar, hnísur, hrefnur og stöku sinnum háhyrningar og stærsta dýr jarðar, steypireyður.

Skoðið frábæra umsögn gesta okkar um Arctic Whale Watching á TripAdvisor.com.

Arctic Sea Tours starfar undir vörumerki Arctic Adventures.

Exploring Seyðisfjörður

Múlavegur 21, 710 Seyðisfjörður

Wild Westfjords

Pollgata 2, 400 Ísafjörður

Við bjóðum uppá sérsniðnar pakkaferðir á Vestfjörðum.

Einnig þá bjóðum við gott úrval af dagsferðum fyrir ferðamenn á Vestfjarðaleiðinni sem og skemmtiferðaskipafarþega.

Austursigling ehf.

Fjörður 4, 710 Seyðisfjörður

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Gistiheimilið Malarhorn

Grundargata 17, 520 Drangsnes

Á gistiheimilinu Malarhorni er boðið upp á að leigja hús með 4 svefnherbergjum og eldhúsi (hús nr. 2), tveggja manna herbergi með snyrtingu og sturtu í 10 herbergja húsi (hús nr. 1),
íbúð með aðgengi fyrir fatlaða, fjölskylduherbergi og lúxusherbergi, 27 fm hvort (hús nr. 3).

Veitingahúsið Malarkaffi er rekið á sama stað, auk þess sem boðið er upp á siglingar út í eyjuna Grímsey, þar sem hægt er að njóta fjölskrúðugs fuglalífs yfir sumartímann. Einnig er möguleiki á sjóstangveiði.

Ferðaþjónustan Bakkaflöt

Tungusveit, 560 Varmahlíð

Bakkaflöt er fjölskyldurekið fyrirtæki sem byrjaði með gistingu og veitingar árið 1987. Erum með gistingu í smáhýsum með sérbaði, herbergjum með sameiginlegu baði, stærri sumarhúsum og tjaldstæði. Sundlaug, heitir pottar, veitingastaður og bar á staðnum. 

Frá árinu 1994 höfum við boðið upp á fljótasiglingar niður Austari og Vestari jökulsá. 

Í sumar(2020) erum við með tilboð í Vestari jökulsá: 11.900 kr á mann. 8.000 kr fyrir 9-12 ára. 

Frábær ferð um skemmtilegt landslag. Stoppað til að fá sér kakó úr heitri uppsprettu og svo er auðvitað stoppað við stökk klettinn og þeir sem vilja stökkva ofan í ána. 

Bjóðum einnig upp á Sit on top Kayak ferðir niður Svartá, Paintball, Þrautabraut og Loftbolta. 

Á staðnum: Gisting í smáhýsum með sérbaði, stærri sumarhúsum, herbergjum án baðs, tjaldstæði, lítil sundlaug og heitir pottar, veitingastaður og bar.

Sjóferðir

Kjarrholt 2, 400 Ísafjörður

Sjóferðir ehf er nýtt fyrirtæki í farþegaflutningum til Hornstranda sem stofnað var haustið 2020. Sjóferðir tóku við tveim af bátum Sjóferða Hafsteins og Kiddýjar og reka áfram með svipuðu sniði.

Sjóferðir er fjölskyldufyrirtæki sem rekið er af Stíg Berg Sophussyni og unnustu hans Henný Þrastardóttur. Stígur vann hjá Sjóferðum Hafsteins og Kiddýjar frá árinu 2006 allt þar til hann sjálfur stofnar sitt eigið fyrirtæki og tekur við
rekstri bátanna. Hann hefur því töluverða reynslu af svæðinu og miðlar þekkingu sinni af svæðinu og fólkinu sem þar bjó með farþegum sínum.

Bátar Sjóferða eru gæðaeintök sem búnir eru 2 mjög nýlegum vélum til að tryggja öryggi farþega enn frekar. Sjóferðir státa af því að hafa ávallt öll leyfi og tryggingar í lagi ásamt því að hafa vel þjálfaðar áhafnir. Bátarnir eru misstórir og henta í misjöfn verkefni. Annars vegar er það Ingólfur, 30 farþega bátur með krana sem nýtist í þungaflutninga. Stærri báturinn er svo Guðrún, 48 farþega bátur sem oft fær viðurnefnið “drottningin”.

Ferðir Sjóferða hefjast allar á Ísafirði þar sem hægt er að stíga beint um borð, en notast þarf við slöngubáta til að ferja fólk og farangur í og úr landi innan friðlandsins.

Áætlun Sjóferða má nálgast á heimasíður fyrirtækisins www.sjoferdir.is 

Einnig er hægt að panta bátana í sérferðir hvenær sem er og má þá hafa samband í sjoferdir@sjoferdir.is eða hjá
Stíg í síma 866-9650  

Reykjavík Sailors ehf.

Hlésgata, Vesturbugt F, 101 Reykjavík

Reykjavík Sailors er ferðaþjónustufyrirtæki sem býður upp á afþreyingu til sjós frá Reykjavíkurhöfn, Vesturbugt. Við kappkostum að veita góða og persónulega þjónustu og leggjum sérstaka áherslu á öryggi viðskiptavina okkar.

Í skipinu eru góðir útsýnispallar og góð aðstaða inni sem úti og nægt pláss er fyrir alla. Stórt og gott veitingarými er um borð, þráðlaust internet, salerni og snyrtiaðstaða. Einnig eru hlýir gallar í boði fyrir þá sem vilja.

Opið allt árið:
Sumar: 08:00-18:00 (mars - 15. nóvember)
Vetur:   09:30-18:00 (16. nóvember - febrúar)

Simply Iceland

Stekkjarhvammur 33, 220 Hafnarfjörður

Eaglefjord ferðaþjónusta

Gilsbakki 8, 465 Bíldudalur

Odin Adventures

Fjarðargata 10A, 470 Þingeyri

Sólsetur í Dyrafirði,

2 til 3 tímar.

Í þessari ferð sjáum við og upplifum Dyrafjörðinn skarta sínu fegursta og Sólsetrið frá nýju og frábæru sjónarhorni á meðan við njótum kyrrðarinnar í firðinum.

Selaferð í firði Víkinganna.

2 til 3 tímar.

Á góðum degi geta legið allt að 20 selir að sóla sig á steinunum í fjörunni. Selurinn er mjög forvitinn og það er frábært að fylgjast með þeim þegar að þeir synda umhverfis kayakana.

Hornstrandaferðir

Lækjarbryggja, 415 Bolungarvík

Hornstrandaferðir bjóða upp á daglegar áætlunarferðir í friðland Hornstranda frá 1. júní til loka ágúst.

Farþegabátur okkar, Hesteyri ÍS 95 er hraðskreiður trefjaplastbátur sem getur tekið 24 farþega og er einstaklega góður sjóbátur. 

SEA TRIPS

Ægisgarður 3, 101 Reykjavík

Persónulegri þjónusta: með áherslu á upplifun ferðamannsins. Við á Amelíunni tökum færri farþega en aðrir bátar og það gefur okkur tækifæri til að hlúa betur að einstaklingnum og tryggja jákvæða upplifun ferðamannsins.

Aukin þægindi: Amelían er lúxussnekkja þar sem allt umhverfi, bæði utan- og innandyra er afar aðlaðandi og aukin þægindi tryggja ánægðari farþega.

Betra aðgengi – mun betri upplifun: Amelía Rose er ólík öðrum hvalaskoðunarbátum að því leyti að um borð eru þrjú þilför sem tryggja að allir gestir geti notið útsýnisins í botn. Hægt er að ganga hringinn í kringum þilförin og færa sig þannig á auðveldan hátt til að sjá betur það sem fyrir augun ber. Að auki eru þilförin að hluta til yfirbyggð og veita því betra skjól gegn veðri og vindum.

Ljúfari sigling: Hin sérstaka hönnun Amelíu Rósar, gerir það að verkum að ferðamaðurinn finnur lítið fyrir sjóveiki meðan á siglingu stendur en skipið er byggt sem úthafsskip og þolir því betur allan öldugang. Það er stór plús þar sem margir ferðalangar verða sjóveikir i lengri ferðum eins og hvalaskoðunarferðum.

Sérsniðnar sundasiglingar: Okkar vinsælu sundasiglingar byrja frá og með 16. maí.

Við bjóðum fyrirtækjum, vinahópum og fjölskyldum uppá allar gerðir af sérsniðnum ferðum. Hvort sem tilefnið er að halda uppá stórafmæli, fagna útskrift, hitta vinnufélagana eða bara hreinlega gera sér glaðan dag þá býður Amelia Rose og Axel Rose uppá einstaka aðstöðu til að gera daginn eftirminnilegan.

Snekkjan er búin góðu hljóðkerfi fyrir tónlist og leðursófum. Tilvalið er að byrja kvöldið með fordrykk við bryggju, meðan gestir ganga um borð og síðan sigla um sundin blá við ljúfa tónlist í einstöku umhverfi. Hægt er að flétta inn í ferðina sjóstöng, krabbaveiði eða okkar einstaka leik “ Eat like a Viking”, svo fátt eitt sé nefnt. Hvert sem tilefnið er þá getum við sérsniðið veisluna eftir þörfum hvers og eins.

Hentar:
- Fyrirtækjum
- Starfsmannafélög
- Hópeflisferðir
- Afmæli
- Útskriftaferðir
- Veislur
- Vinahópar

Sundasigling á Snekkju: Okkar vinsælu sundasiglingar byrja frá og með 19. júní. Komdu og sjáðu hið einstaklega fallega landslag frá Faxaflóa ásamt á því sjá seli, fugla og jafnvel hvali í þeirra náttúrulega umhverfi.

Þetta er 1,5 tíma ferð um Faxaflóa með viðkomu í Engey, Lundey, Viðey ofl. staði. 

Tímabil: 15/06 - 30/09 2020
Brottför: föstdaga kl. 16, laugar- og sunnudaga kl. 10 og kl. 14
Lengd ferðar: Ca. 1,5 -2 klst. 

Innifalið:
- Bátsferð
- Leiðsögn
- Áhöfn með mikla reynslu
- Frítt WiFi
- Björgunarvesti
- Salerni um borð
- Hægt að kaupa veitingar um borð
- Afnot af grilli (kær komið að taka með sér eitthvað til að grilla)

Nánari upplýsingar og bókanir á seatrips@seatrips.is eða í síma 865 6200. www.seatrips.is/is/

Ocean Adventures

Höfnin Stykkishólmi / Stykkishólmur Harbour, 340 Stykkishólmur

Verið velkomin til Ocean Adventures, fyrsta áfangastað fyrir ógleymanleg sjávarævintýri í hjarta Stykkishólms. Fyrirtækið var stofnað árið 2016 af Hreiðari Má Jóhannessyni og Huldu Hildibrandsdóttur. Við erum fjölskyldu fyrirtæki og heimamenn og höfum brennandi áhuga á að deila náttúrufegurð og einstöku dýralífi Íslands með heiminum.

Ferðalag okkar hófst með einfaldri ást á hafinu og djúpri virðingu fyrir umhverfinu. Í dag bjóðum við upp á úrval af sérsniðnum upplifunum sem færir þig nær náttúrunni. Allt frá spennandi lundaskoðunarferðum sem gera þér kleift að verða vitni að þessum heillandi fuglum í sínu náttúrulega umhverfi til spennandi sjóstangveiði, hvert ævintýri hjá okkur er hannað til að hafa gaman og skapa minningar.

Við hjá Ocean Adventures erum staðráðin í að veita örugga, skemmtilega og sjálfbæra upplifun. Skipstjórinn þinn er ekki aðeins reyndur sjómaður heldur einnig áhugasamur sögumaður sem deilir innsýn í menningu og sögu staðarins. Hvort sem þú ert vanur veiðimaður eða fjölskylda sem er að leita að eftirminnilegu fríi, lofum við að skila upplifun sem þér mun þykja vænt um að eilífu.

Viðeyjarferjan

Skarfagarðar 3 (Skarfabakka í Sundahöfn), 101 Reykjavík

Eyjuna Viðey á Kollafirði þarf vart að kynna enda er hún einstök náttúruperla í hjarta Reykjavíkur. Viðey er frábær staður fyrir einstaklinga, vini, fjölskyldur og aðra hópa sem vilja eiga skemmtilegar samverustundir í fallegri náttúru. Það tekur einungis nokkrar mínútur að sigla frá Skarfabakka yfir til Viðeyjar og þegar þangað er komið geta gestir litið á hin fjölmörgu listaverk sem Viðey hefur að geyma, fræðst um sögu eyjunnar, notið náttúrunnar eða kíkt í kaffi í Viðeyjarstofu.

Siglingaáætlun 

Viðeyjarstofa: Viðeyjarstofa er merkur og fallegur sögustaður. Húsið var upphaflega byggt sem embættisbústaður Skúla Magnússonar á árunum 1752-1755. Árið 1988 lauk umfangsmiklum endurbótum en yfirbragði hússins hefur verið haldið sem upprunalegustu. Í dag er rekið kaffihús og veitingarstaður í Viðeyjarstofu. Viðeyjarstofa er opin í tengslum við ferjusiglingar en einnig er hægt að bóka stofuna fyrir stóra sem smáa hópa og þykir frábær kostur fyrir fundi, veislurog fjölbreyttar uppákomur.

Frekari upplýsingar um verð og áætlun er að finna á heimasíðu Viðeyjar; www.videy.com. Á síðunni finnurðu einnig upplýsingar um sumar og vetrardagskrá í eyjunni.

Westfjords Adventures

Þórsgata 8a, 450 Patreksfjörður

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

 

Opnunartímar;

Mán - Fös 08:00 - 17:00

Lau + Sun 10:00 - 12:00

Salir.is

Öldugata 29, 101 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Reykjavík Sightseeing Invest

Skógarhlíð 10, 105 Reykjavík

Sjóferðir Kela/Keli Sea Tours

Oddeyrarbót 1, 600 Akureyri

Sjóferðir Kela/Keliseatours.is

Keli Seatours/Sjóferðir Kela er lítið fjölskyldufyrirtæki í hvalaskoðun á Akureyri sem hóf starfsemi sumarið 2017. Fyrirtækið er í eigu þriggja bræðra, Áskelssona, sem gerðu upp gamlan eikarbát sem byggður var af föður þeirra, Áskeli Egilssyni, og félögum hans á Akureyri árið 1975.  Bátinn, sem var fiskibátur í um 40 ár, átti að rífa. Á tímabilinu maí til október eru í boði daglegar siglingar um Eyjafjörð, aðallega hvalaskoðun en einnig er möguleiki á sjóstöng eða einkaferðum sé þess óskað. Við bjóðum upp á frítt kaffi, heitt súkkulaði og kex um borð fyrir viðskiptavini.  Allir farþegar klæðast hlífðarfatnaði um borð (flotgöllum) til þæginda og öryggis og þá er að sjálfsögðu salerni um borð.  Gott er að vera í góðum skóm og taka með sér húfu og vettlinga.  Áætlaður ferðatími í hvalaskoðun er 3 tímar

 

facebook.com/keliseatours

 

 

Beffa Tours / Harbour Inn Guesthouse

Dalbraut 1, 465 Bíldudalur

Hjá Beffa Tours er boðið upp á siglingu um Arnarfjörð, sem er með fallegri fjörðum landsins. Í firðinum hefur hnúfubakur komið sér fyrir til sumardvalar okkur til mikillar ánægju og er boðið upp á daglegar ferðir í hvalaskoðun á föstum tímum yfir sumarið, en eftir samkomulagi þess utan. Einnig er boðið upp á ferðir í sjóstöng, þar sem gestum er velkomið að taka aflann með sér heim.

Báturinn rúmar allt að 7 farþega og er gestum velkomið að upplifa sjávarniðinn á dekkinu eða koma sér fyrir inni í hlýjunni hjá skipstjóranum og heyra hann ausa úr viskubrunni sínum. Hægt er að bóka bátinn í prívatferðir, tilvalið fyrir fjölskyldur og vinahópa.

Hvalaskoðun:
20. júní- 20. ágúst: daglega kl. 08:30 og 19.30, lengd ferðar 2 klst.
20. ágúst- 31. október: brottför eftir samkomulagi, lengd ferðar 2 klst.

Sjóstangveiði:
Sérferðir er hægt að bóka á heimasíðu eða í síma.

Prívatferðir, náttúruskoðun og skutl:
Hægt að bóka með tölvupósti eða í síma.

 Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Icelandic Adventures

Hrafnagilsstræti 38, 600 Akureyri

 Vélsleðaferðir

Þú getur valið um 1-2 klst vélsleðaferð, ævintýraferð eða fjölskylduferð.

Upplifðu vetrarævintýri á norðurlandi á vélsleða í nágrenni Akureyrar –
spennandi leið til að kanna stórbrotna náttúru norðursins. Þessi ferð býður upp
á ógleymanlega reynslu um hrjóstrugt landslag og er fullkomin fyrir þá sem
vilja njóta fegurðar og spennu vetrarins á norðurlandi. 

Einnig bjóðum við upp á dorgveiði ferðir í nágrenni Akureyrar.  

Puffin Adventures

Hafnarhólmi, 720 Borgarfjörður eystri

Puffin Adventures er fjölskyldurekin ferðaþjónusta á Borgarfirði eystra sem býður upp á RIB safari ferðir þar sem náttúra og dýralíf gegna lykilhlutverki. 

Við bjóðum upp á einstakt sjónarhorn af stórbrotnu landslagi, siglum undir klettabjörg og komum þér í návígi við dýralífið á svæðinu. Okkar markmið er að skapa ógleymanlegar minningar sem endast ævilangt.  

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram og á vefsíðunni puffin.is.   

Westfjords Safari

Urðarvegur 64, 400 Ísafjörður

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Ice Lagoon ehf.

Uppsalir 1, 781 Höfn í Hornafirði

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Fjallsárlón

Fjallsárlón, 785 Öræfi

FJALLSÁRLÓN JÖKULLÓNSIGLING
Við bjóðum þér í einstaka bátsferð á litlum Zodiac bát þar sem siglt er meðal síbreytilegra ísjaka sem fljóta um í kyrrð og ró. Sigldu upp að „stálinu“ jökulvegg Vatnajökuls þar sem oft má sjá ísjaka brotna frá jökulvegginum með stórkostlegu sjónarspili. Þeir sem vilja fá tækifæri til að smakka fornan ísinn. Leiðsögumenn okkar sjá til þess að þú fáir persónulega en faglega þjónustu, þar á meðal góða innsýn í sögu og náttúru svæðisins. Njóttu frelsis og upplifðu stórbrotna afþreyingu á frábæru verði! 

FERÐATILHÖGUN
Við mætingu verður þér afhentur hlífðarfatnaður, hlýr vatns- og vindheldur jakki ásamt flotvesti. Einn af leiðsögumönnum okkar mun svo ganga með þér að lóninu í gegnum fallegt landslag og að bátnum þínum. Ganga önnur leið tekur um 5-7 mínútur. Við tekur ógleymanleg 45 mínútna sigling um Fjallsárlón. Þegar komið er aftur í land er gengið að bækistöðvum okkar og gengið frá búnaði. Vinsamlega klæðið ykkur eftir veðri.

Heildartími: 75-90 mínútur þar af sigling 45 mínútur

Aldurstakmark: 6 ára

Opnunartími: 1. apríl – 31. október 

Siglingar háönn: 08:30-17:30

Frost veitingastaðurinn okkar er staðsettur nálægt Fjallsárlóni. Þar er boðið uppá hlaðborð í hádeginu, ásamt léttum veitingum fyrir svanga ferðalanga yfir daginn.

Kayakferðir Stokkseyri

Heiðarbún 12a, 825 Stokkseyri

Kayakferðir á Stokkseyri hefur verið starfandi síðan árið 1995 og tókum við Gunnar Valberg og Magnús Ragnar við rekstrinum haustið 2013. Miklar umbætur hafa orðið síðan þá og þar á meðal höfum við endurnýjað alla báta og mest allan búnað.

Ferðirnar sem við bjóðum upp á eru fjölbreyttar, allt frá rólegheitar fjölskylduferðum án leiðsögumanns, upp í tveggja og hálfstíma ferðir á vatni og sjó með leiðsögumanni. Einnig bjóðum við upp á gæsa og steggjaferðir, tókum á móti litlum og stórum skóla- og vinnustaðarhópum. Nýjustu ferðirnar okkar eru norðurljósaferðin og ferð yfir á Eyrarbakka. 

Allir ættu að geta fundið sér einhverja ferð við sitt hæfi. 

Kayakferðir hafa fengið skemmtileg verkefni t.d að skipuleggja heilan dag fyrir 250 manna skólahóp þar sem við komum einungis 50 manns í bát í einni ferð. Í dagskránni þennan dag var meðal annars Bubblebolti sem eru í okkar eign, hópefli sem er stjórnað af fagmanni, auk safna hér á Stokkseyri.

Kayakferðir hafa aðgang að sundlaug Stokkseyrar sem er eflaust ein sú vinalegasta sundlaug landsins en þar gætir þú átt von á heitu kaffi eða djúsi í pottinn. Aðgangur að henni fylgjr öllum kayakferðunum okkar á opnunartíma en einnig er hægt að fá aðgang að henni utan opnunartíma gegn vægu gjaldi. 

Einn besti veitingarstaður landssins www.fjorubordid.is er svo nokkrum metrum frá okkur, um að gera nýta sér það.!

Nánari upplýsingar um þetta allt saman er að finna á heimasíðu okkar www.kajak.is eða hafa einfaldlega beint samband við okkur í síma 868-9046 eða 695-2058

Láttu okkur setja upp ógleymanlegan pakka fyrir þig. 

Komdu á Stokkseyri!

Sea Angling Stapi

Grundarslóð 10, 356 Snæfellsbær

StrandFerdir.is

Norðurfirði, 524 Árneshreppur

Við erum staðsett á Norðurfirði á Ströndum. Þar er lítil húsaþyrping í fallegu umhverfi. Út með firðinum er Krossneslaug sem staðsett er við sjávarmál. Ævintýri líkast.

Reykjafjörður er breiður og stuttur fjörður og blasir Drangajökull við. Þar eru heitar uppsprettur og úr einni þeirra rennur vatnið í sundlaugina. Við skerinn er svo selir að leik.

Þar má finna heitar uppsprettur í óspilltri nátturunni sem gefur trú á galdra og tröll nýjan merkingu.

Ticket2Iceland.is

Sólarvegur 14, 545 Skagaströnd

Skype id. Samvinn

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Vakinn

Special Tours

Geirsgata 11, 101 Reykjavík

Special Tours bjóða uppá ævintýraferðir á sjó fyrir alla fjölskylduna frá gömlu höfninni í Reykjavík. Dæmi um ferðirnar sem eru í boði eru hvalaskoðun, lundaskoðun, sjóstangaveiði, RIB hraðbátaferðir og norðurljósaferðir. Allar ferðirnar eru í boði fyrir einstaklinga, fjölskyldur og hópa.

Special Tours gera út 6 báta og geta því boðið uppá fjölbreytt úrval ferða fyrir einstaklinga og hópa bæði í skipulagðar brottfarir og sérferðir fyrir fyrirtækjahópa, vinahópa o.s.fr. Lengd ferða er allt frá 45 mín. til 3,5 klst.

Sjóstangaveiði er frábær skemmtun fyrir alla aldurshópa. Sjóstangir og hlífðarfatnaður er til staðar og áhöfnin hjálpar til við að gera að aflanum sem er grillaður um borð í lok ferðar við mikinn fögnuð stoltra veiðimanna. Sé afgangs afli er að sjálfsögðu boðið uppá að taka aflann með sér heim.

RIB hraðbátaferðir eru tilvaldar fyrir þá sem vilja meiri hraða og meira stuð í ferðunum. Báturinn tekur allt að 12 manns í dempandi sæti fyrir aukin þægindi og er tilvalinn í skemmtiferðir um sundin en er einnig frábær í 2 klst. hvalaskoðunarferðir út í Faxaflóa. Frábær skemmtun fyrir vinahópa, starfsmannahópa, gæsanir og steggjanir.

Lundaskoðunarferðir eru sérgrein Special Tours enda hefur fyrirtækið farið slíkar ferðir frá árinu 1996. Farþegar okkar komast mjög nálægt eyjunum rétt fyrir utan Reykjavík vegna þess hve grunnt báturinn Skúlaskeið ristir. Stutt og tilvalin ferð fyrir fjölskylduna þar sem ekki þarf að sigla langt út, heildartími ferðarinnar er um 1 klst. og nóg af sætum bæði innandyra og úti.

Norðurljósasiglingar er ógleymanleg ferð þar sem norðurljósin eru elt uppi á sundunum fyrir utan Reykjavík, í fjarlægð frá ljósmengun borgarinnar.

Fyrir nánari upplýsingar um ferðirnar, verð og brottfarartíma bendum við á heimasíðu Special Tours www.specialtours.is. Fyrirspurnir um sérhópa má senda á info@specialtours.is eða hringja í síma 560 8800. 

Iceland Outfitters ehf.

Hrauntunga 81, 200 Kópavogur

Iceland Outfitters er ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í veiðiferðum.

Við seljum veiðileyfi í Ytri Rangá, Vesturbakka Hólsár, Urriðafoss og önnur veiðisvæði í Þjórsá, Leirá, Hólaá, Brúará, Vatnasvæði Lýsu og fleiri svæði.  

Vefsala veiðileyfa er ioveidileyfi.is en einnig bjóðum við upp á dagsferðir í veiði með leiðsögn og kennslu, flugukastnámskeið, sölu á Salmologic veiðivörum, stangarleigu, leiðsögn, gæsaveiði og fleira.

Endilega verið í sambandi við okkur ef ykkur vantar hugmyndir fyrir veiði.

Margrét Sigfúsdóttir

Sólbrekka, 715 Mjóifjörður

Ferjan Baldur

Smiðjustígur 3, 340 Stykkishólmur

Daglega siglir ferjan Baldur yfir Breiðafjörð frá Stykkishólmi til Brjánslækjar , með stoppi í Flatey .
Um borð í ferjunni er góður veitingastaður og frábær aðstaða fyrir farþega. Á leiðinni yfir fjörðinn er hægt að slaka á og njóta útsýnisins og á sama tíma ert þú að spara tíma þar sem að það tekur skemmri tíma að sigla en að keyra.
Fjölmargir ferðamenn velja að stoppa í Flatey á milli ferða. Fyrir þá sem ferðast með bíl er hægt að senda bílinn yfir fjörðinn á meðan stoppað er í eyjunni og er ekkert rukkað aukalega fyrir þessa þjónustu. Athugið að mikilvægt er að bóka fyrir bíla fyrirfram.
Takmörkuð stopp eru í Flatey yfir vetrartímann.
Athugið að bóka verður fyrirfram fyrir bíla. Sæferðir bjóða einnig upp á Ævintýrasiglingu,  veisluferðir fyrir hópa og fjölbreyttar sérferðir.

Secret Local Adventures ehf.

Langholtskoti, 846 Flúðir

Secret local adventures er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað árið 2016 og er staðsett um 5 km. fyrir utan Flúðir. Fyrirtækið er í eigu vinanna Guðmanns (Manna) og Hjálms (Hjalla) sem sjá einnig um að leiðsegja flúðasiglingaferðum okkar.  

Við hjá Secret local adventures bjóðum upp á flúðasiglingaferðir (river rafting) niður Hvítá sem gerir viðskiptavinum okkar kleift að upplifa magnaða náttúru sem ekki er hægt að sjá nema á báti og lofum alltaf miklu fjöri. Við ferðumst alltaf í litlum og persónulegum hópum og sérsníðum ferðina að þínum hóp. Hvort sem það sé fjölskylduferð, gæsa/steggja hópur, vinahópar eða skólahópar, höfum við alltaf gaman. Bæði er hægt að fara í ferð yfir daginn en nú bjóðum við einnig upp á miðnæturferðir þar sem hægt er að njóta íslensku sumarnóttanna á einstakan hátt! 

Secret local adventures er eitt af mjög fáum vatnasports-fyrirtækjum í heiminum sem fer allar sínar ferðir í þurrgöllum. Þeir virka þannig að ekkert vatn á að komast inn fyrir gallann sem gerir það að verkum að viðskiptavinir okkar komast 90% þurrir uppúr ánni. Einnig halda gallarnir vel hita svo að kuldi skemmi ekki fyrir öllu fjörinu! 

Við erum staðsett í hjarta uppsveita Árnessýslu, við enda gullna hringsins og stutt er í alla þjónustu, svo sem veitingastaði, náttúrulaugar og margt fleira skemmtilegt! 

Hægt er aðfinna nánari upplýsingar um aar okkar ferðir, búnað og verð á heimasíðu okkar secretlocal.is. Endilega hafðu samband með því að hringja beint í okkur í síma899-0772 (Manni) eða 865-3511 (Hjalli) eða senda tölvupóst á netfangið

secretlocal@secretlocal.is. 

Hlökkum til að eiga frábæran dag í Hvítá með þér! 

Arctic See Angling and Hunting

Böggvisbraut 6, 620 Dalvík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Ferðamálafélag Hríseyjar

Hús Hákarla Jörundar, Norðurvegur 3, 630 Hrísey

Hús Hákarla Jörundar
Í þessu elsta húsi Hríseyjar er nú búið að koma upp vísi að sýningu sem tengist hákarlaveiðum við strendur Íslands fyrr á öldum. Húsið var byggt á árunum 1885-86 af Jörundi Jónssyni, eða Hákarla-Jörundi úr timbri norskra skipa er fórust við Hrísey, þann 11. september 1884. Húsið hefur verið gert upp og fært í upprunalegt útlit. Húsið er opið alla daga vikunnar frá 1. júní- 31. ágúst og utan þess tíma er hægt að hafa samaband í síma eða með tölvupósti.

Opnunartími Virkir dagar:
1. júní - 31. ágúst: 13:00-17:00
1. september - 31. maí: Opið eftir samkomulagi.


Holt hús Öldu Halldórsdóttur, Austurvegur 35
Alda Halldórsdóttir var fædd árið 1913 og bjó hún í Holti ásamt móður sinni. Mikið af hannyrðum eftir Öldu eru í húsinu einnig er mikið af ljósmyndum af vinum hennar og ættingjum. Í Holti er nú vísir að byggðasafni en Alda ánafnaði Hríseyjarhreppi húsinu eftir sinn dag. Ef áhugi er á að skoða húsið er hægt að hafa samband í síma 695-0077 eða senda fyrirspurn á hrisey@hrisey.net.

RIB Adventures

Kópavogsbryggja, 200 Kópavogur

Borea Adventures

Aðalstræti 17, 400 Ísafjörður

Borea Adventures á Ísafirði býður upp á ævintýraferðir með leiðsögn fyrir minni og stærri hópa.

Fyrirtækið á og rekur hraðbátinn Bjarnarnes sem flytur allt að 18 farþega í skipulögðum ferðum og sérferðum um Hornstrandir, Jökulfirði og Ísafjarðardjúp. Borea Adventures býður upp á ýmsar ferðir um friðlandið, þar sem gist er í tjöldum, tjaldbúðum í Hornvík eða í nýuppgerða eyðibýlinu á Kvíum í Jökulfjörðum. 

Borea Adventures býður upp á fjölbreytt úrval lengri ferða, sem og dagsferða út frá Ísafirði. Kayakferðir um ævintýralega firði Hornstranda og Jökulfjarða, fjölbreyttar göngur um Hornstrandir og nágrenni Ísafjarðar, skíðaferðir, fjallahjólaferðir og náttúruupplifanir. Einnig eru í boði sérferðir, sérsniðnar að þörfum þeirra sem okkur vilja heimsækja. 

Borea Adventures býr að einvala liði reynslumikilla og skemmtilegra leiðsögumanna, sem tryggja það að allir fari heim með bros á vör. 

Norðursigling Hvalaskoðun

Hafnarstétt 9, 640 Húsavík

Norðursigling - Umhverfisvæna hvalaskoðunarfyrirtækið

Njótið fjölbreytts dýralífs í einstöku umhverfi Skjálfandaflóa um borð í fallegum og endurgerðum eikarbátum.

Norðursigling hefur frá árinu 1995 verið í broddi fylkingar í umhverfisvænni ferðaþjónustu og varðveislu strandmenningar og var meðal fyrstu fyrirtækja á Íslandi til að bjóða upp á reglulegar hvalaskoðunarferðir sem hafa notið sívaxandi vinsælda. 

Sjávarþorpið Húsavík er þekkt fyrir frábæra möguleika til hvalaskoðunar og hafa ferðir Norðursiglingar gefið bænum það orðspor að vera höfuðborg hvalaskoðunar í Evrópu. Það er ekki að ástæðulausu en Skjálfandaflói er einn örfárra staða í heiminum sem vitað er að steypireyður, stærsta dýr jarðar, hafi reglulega viðkomu.

Markmið Norðursiglingar er að efla sjálfbæra ferðaþjónustu og hefur fyrirtækið lagt metnað sinn í að endurnýja og viðhalda gömlum eikarskipum. Umhverfisvernd hefur ætíð verið starfsfólki fyrirtækisins hugleikin og var Norðursigling fyrst fyrirtækja í heiminum til þess að bjóða upp á kolefnislausar hvalaskoðunarferðir á rafmagnsskipi. Ásamt fjölda annarra viðurkenninga hlaut fyrirtækið Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu árið 2015 auk þess að hljóta silfurverðlaun á hinum eftirsóttu World Responsible Tourism Awards, sama ár, fyrir „Best Innovation for Carbon Reduction“.

Auk hvalaskoðunar á Húsavík býður Norðursigling einnig upp á sumarhvalaskoðun á Hjalteyri/Árskógssandi við Eyjafjörð, rafmagnaðar kvöldsiglingar í Reykjavík og vikulangar ævintýraferðir við austurströnd Grænlands, ásamt ýmsum öðrum spennandi sérferðum á norðlægari slóðum. 

Reykjavík Sea Adventures

Ægisgarður 3, 101 Reykjavík

Við sérhæfum okkur í hvalaskoðun og lundaskoðun og bjóðum einnig upp á sjóstangveiði. Allar ferðir eru frá gömlu höfninni í Reykjavík.

Happy Tours Iceland ehf.

Hringbraut 68, 220 Hafnarfjörður

Happy Tours“ var stofnað í maí 2009. Það er lítið fjölskyldufyrirtæki. Við höfum gert út báta til fiskveiða á Íslandsmiðum síðan 1970. Skipstjórinn hefur mikla reynslu og hefur verið á sjó í 40 ár með hléum. En í dag einbeitum við okkur að velferð farþeganna í bátnum okkar „Sögu.“

Helsta markmiðið er að bjóða gestum upp á skemmtilega og fræðandi reynslu. Við viljum sýna umhverfið frá nýju og spennandi sjónarhorni með lífríki sjávar í forgrunni. Við tökum aldrei fleiri en 20 farþega í ferð og höfum því tækifæri til að sinna þörfum allra bæði við fiskveiðar og fuglaskoðun.

Báturinn okkar „Saga“ er fallegur 20 tonna hefðbundinn eikarbátur sem var smíðaður á Íslandi árið 1970. Honum hefur nú verið breytt til farþegaflutninga. Um borð eru öll öryggistæki samkvæmt nýjustu kröfum þar um. Öryggi farþega og áhafnar er í forgangi hjá okkur.

Báturinn er staðsettur í hjarta gömlu hafnarinnar í Reykjavík þar sem heitir Vesturbugt. Þetta er vestan við slippinn, nálægt sjóminjasafninu (maritime museum- skiltinu) og er þá Hlésgata ekin niður að minni flotbryggjunni.
Hægt er að leigja bátinn í ferðir fyrir hópa utan áætlunar samkvæmt samkomulagi.

Við byrjum að sækja á gististaði á höfuðborgarsvæðinu um klukkustund fyrir brottför.

Á veturna erum við með rútuferðir í norðurljós og einnig skoðunarferðir um Reykjanesskagann. Við tökum mest 15 farþega í þær ferðir svo að hver og einn ætti að geta notið sín og fengið persónulega þjónustu.

SJÓSTÖNG
Tímabil: 15.apríl – 31.ágúst (alla daga)
Ferðatími: Um það bil 2,5 klukkustundir.
Brottför: 11:00 frá flotbryggju í Vesturbugt í Reykjavíkurhöfn næst sjóminjasafninu.

LUNDASKOÐUN
Tímabil: 1.maí – 23.ágúst (alla daga)
Ferðatími: Um 1 klukkustund.
Brottför: 15:00, 17:00 og 19:00 frá flotbryggju í Vesturbugt í Reykjavíkurhöfn, næst Sjóminjasafninu.

REYKJANESSKAGINN. LANDSLAG OG MENNING.
Tímabil: 5. nóvember – 31. mars á laugardögum
Ferðatími: 6 klukkustundir (+ – 1).
Brottför: 10:00
Lámarkfjöldi farþega eru 2.

NORÐURLJÓSAFERÐ
Tímabil: 5. september – 15. apríl annan hvern dag
Ferðatími: 2,5 klukkustundir
Brottför: 21:30
Lámarkfjöldi farþega eru 2.

Fyrir nánari upplýsingar heimsækið heimasíðuna okkar

Iceguide

Hrísbraut 3, 780 Höfn í Hornafirði

Iceguide býður uppá kayakferðir á jökullónum í faðmi Vatnajökuls. Á Jökulsárlóni siglum við á meðal himinhárra ísjaka, sela og fugla. Á Heinabergslóni ríkir kyrrð sem fáir hafa upplifað. Heinabergslón er sannkölluð náttúruperla sem engin ætti að láta fram hjá sér fara sem ferðast um suð-austurland.

Á veturnar bjóðum við uppá íshella og jöklaferðir af ýmsum toga.

Arctic Trip

Sveinsstaðir, 611 Grímsey

Arctic Trip er ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjandi á Norðurlandi með sérhæfingu í ferðum um heimskautaeynna Grímsey.

Grímsey er einstakur staður, sérstaklega þegar kemur að fuglalífi. Eyjan er vin í þeirri eyðimörk sem Norður-Atlantshafið er og björgin veita skjól þeim sjófuglum sem þangað sækja, meðal þeirra má nefna fýl (Fulmarus glacialis), teistu (Cepphus grylle), ritu (Rissa tridactyla), lunda (Fratercula arctica), álku (Alca torda), langvíu (Uria Aalge) og stuttnefju (Uria Lomvia). Grímsey er einstakur staður til fuglaskoðunar þar sem flesta þá vað- , mó- og sjófugla sem eiga sumardvöl á Íslandi má finna í eynni á litlu landsvæði.

Sögur og sagnir skipa æ sterkari sess í ferðaþjónustu og af þeim er nóg að taka í Grímsey. Með samstarfi við heimamenn viljum við segja þessar sögur og bjóða ferðamenn velkomna á þessa afskekktu eyju, nyrsta odda Íslands, undir heimskautsbaugi, þar sem þú ert svo sannarlega „on top of the world!”

Helstu ferðir þetta ferðaár eru skoðunarferðir á landi og á sjó ásamt fugla-áskorun í anda Hitchcock. Einnig bjóðum við köfunar- og snorklferðir, sjóstöng, eggjatínslu og hjólreiðaleigu en um eynna liggja ýmsir stígar sem mótaðir hafa verið í aldanna rás og eru spennandi yfirferðar.

Einnig bjóðum við upp á gistingu allt árið fyrir þá sem vilja dvelja lengur og njóta Grímseyjar.

Virðing fyrir umhverfinu, hinu villta dýralífi og viðkvæmri náttúru Íslands er hornsteinninn í okkar hugsjón. Arctic Trip var stofnað með þá hugsjón að ferðamenn eigi skilið að slaka á á ferðum sínum, næra hugan og endurnæra líkama og sál. Mikilvægur þáttur er einnig að skapa minningar sem lifa um ókomna tíð.

Akureyri Whale Watching ehf.

Oddeyrarbót 2 / Torfunesbryggja, 600 Akureyri

Hvalaskoðun Akureyri hóf starfssemi á vormánuðum 2016 og býður nú upp á heilsárs hvalaskoðun. Á sumrin er boðið upp á klassíska hvalaskoðun á stærri bátum og hvalaskoðun á hraðskreiðum 12 manna RIB bátum sem kemur þér hraðar að hvalamiðum og í meira návígi við þessar risavöxnu skepnur hafsins.

Í ferðum okkar má sjá fallega Eyjafjörðinn, en hann er lengsti og þrengsti fjörður á landinu, en hann er einungis 6-10 km. þar sem hann er þrengstur og dregur nær 60 km. í lengd. Fallegt landslag er við fjörðinn og er hann umkringdur fjöllum í allar áttir, þar með talið Súlur í botni fjarðarins sem nær tæplega 4 km. yfir sjávarmál. Áhugaverðir staðir á leiðinni á hvalamið eru sem dæmi Dagverðaeyri, Svalbarðseyri, Hjalteyri, Hrísey, Grenivík, Hauganes, Árskógarsandur, Dalvík og náttúrulegi jarðhitafossinn úr Vaðalheiðargöngum sem rennur út í sjó.

Ferðirnar okkar eru náttúrulífsferðir og því er hver ferð einstök. Leiðsögumenn okkar segja á skemmtilegan og fræðandi hátt frá dýralífinu og nærumhverfinu í ferðunum okkar. Við leggjum mikið upp úr umhverfismálum og kappkostum við að bjóða upp á hágæða ferðir með eins litlum áhrifum á umhverfið og hægt er.
 

Áætlun: Akureyri

Hvalaskoðun:

Tímabil: Brottfarir: Lengd:

1.jan - 31. jan

Daglega kl. 11:00

2,5-3,5 klst

1. feb-31. mars

Daglega kl. 13:00 2,5-3,5 klst

1. apr-31. maí

Daglega kl. 09:00 & 13:00 2,5-3,5 kls
1. júní-31. ágúst Daglega kl. 09:00, 13:00, 17:00 & 20:30* 2,5-3,5 kls
1. sept-30. sept Daglega kl. 09:00 & 13:00 2,5-3,5 kls
1. okt-30. nóv Daglega kl. 13:00 2,5-3,5 klst
1. des-31.des Daglega kl. 11:00 2,5-3,5 klst

  *20:30 ferðirnar hefjast 15. júní og enda 14. ágúst

 Hvalaskoðun express: 

Tímabil: Brottfarir: Lengd:
15. apr-31. maí Daglega kl. 10:00 & 14:00 2 klst
1. jún-31. ágúst Daglega kl. 10:00, 12:00*, 14:00, 16:00* & 20:00* 2 klst
1. sept-30. sept Daglega kl. 10:00 & 14:00 2 klst

 * Ferðirnar kl. 12:00, 16:00 og 20:00 hefjast 15. júní. Ferðirnar kl. 20:00 enda 15. ágúst.

Siglunes

Nauthólsvík, Ylströnd, 101 Reykjavík

Skútur og árabátar. Siglingaklúbbur starfræktur. Nánari upplýsingar hjá Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur s. 510-6600.

Vesturferðir

Aðalstræti 7, 400 Ísafjörður

Ef Vestfirðir eru áfangastaðurinn þá erum við þjónustuaðilinn sem þig vantar. Við erum staðsett á Ísafirði og sjáum um sölu og bókanir í alla afþreyingu, dagsferðir, bátaáætlun til Hornstranda og lengri ferðir sem í boði eru á svæðinu.

Vinsælustu dagsferðirnar okkar eru Vigurheimsókn og heimsókn til yfirgefna þorpsins Hesteyrar. Einnig kjósa margir að fara í hestaferðir, hvalaskoðun, leigja kayak eða hjól eða fara í jeppaferð. Hér er margt í boði og hægt að kynna sér ferðirnar á heimasíðu okkar www.vesturferdir.is

Sala farmiða í Hornstrandabáta
Hornstrandir eru ekki í alfaraleið og til að komast þanngað þarf að ferðast með bát.Vesturferðir selja miða í áætlunarferðir til friðlandsins frá Ísafirði með Sjóferðum og Borea Adventure. Við leggjum mikla áherslu á að bátarnir og fyrirtækin sem við vinnum með séu með öll tilskilin leyfi. 

Við bjóðum hópum margskonar þjónustu, allt frá stuttum bæjarferðum með leiðsögn heimamanna til margra daga gönguferða með leiðsögn um Hornstrandir. Við hvetjum þig til að hafa samband við okkur og við setjum saman sérsniðið ferðatillögu og verðtilboð.

Tjaldsvæðið á Höfn í Hornafirði

Hafnarbraut 52, 780 Höfn í Hornafirði

Tjaldsvæðið á Höfn er staðsett á vinstri hönd þegar komið er inn í bæinn. Stutt er í alla þjónustu og aðeins örfáar mínútur tekur að ganga að sundlauginni og góðum golfvelli.

Tjaldsvæðið býður upp á skipulögð stæði fyrir húsbíla og ferðavagna, gott aðgengi að rafmagni, eldunaraðstöðu, þráðlausa nettengingu, þvottaaðstöðu og afgirtan leikvöll. 

Á tjaldsvæðinu er einnig boðið upp á gistingu í smáhýsum með uppábúnum rúmum frá miðjum apríl til 15. október (einnig er mögulegt að fá þau leigð án rúmfata). 

Opnunartími

Tjaldsvæðið er opið allt árið en smáhýsi eru aðeins leigð út á sumrin.

Fisk Club

Brekkustígur 7, 430 Suðureyri

Gistiheimilið Eldá / Helluhraun / Birkihraun

Helluhraun 15, 660 Mývatn

Eldá, Gistiheimili Mývatni. Ert þú á leiðinni til Mývatns þá bjóðum upp á góða gistingu og persónulega þjónustu á sanngjörnu verði. Við erum staðsett miðsvæðis í Reykjahlíð, í göngufæri við alla helstu þjónustu.

Snekkjan

Ægisgarður 5G, 101 Reykjavík

Upplifðu Ísland á nýjan og einstakan hátt frá sjó. Harpa Yachts býður uppá sérferðir fyrir hópa sem eru sérsniðnir til að hæfa öllum.  Ferðirnar sem við bjóðum uppá geta verið hluti af viðameiri hópeflis- eða hvata-ferð í samstarfi við önnur fyrirtæki eða staðið einar og sér sem stuttar dagamuns ferðir.

Viltu bjóða starfsfólkinu uppá einstaka upplifun, eitthvað sem talað verður um í lengri tíma, hafðu þá samband og láttu okkur þá hjálpa þér að skipuleggja einstaka upplifun.

Absorb Iceland

Rósarimi 1, 112 Reykjavík

Absorb Iceland er íslensk ferðaskrifstofa staðsett í Reykjavík sem vottuð er af Ferðamálastofu Íslands og fer eftir öllum lögum og reglum í ferðaþjónustu á Íslandi.

Við sérhæfum okkur í einkaferðum innanlands þar sem ferðast er á afslappandi og ánægjulega vegu. Með okkar reynda leiðsögufólki færðu að upplifa allt sem Ísland og hrífandi náttúru þess hafa að bjóða, hvort sem er með stútfullri ferðaáætlun af fjöri eða rólegum og þægilegum degi.

Við elskum að sníða ferðir að þörfum gesta okkar til að gera upplifun þeirra af Íslandi einstaka og ógleymanlega um alla ævi. Við leggjum ávallt áherslu á að veita gestum okkar persónulega og vinalega þjónustu, svo þeim líði eins og þeir séu að skoða landið með vini. Þú getur alltaf haft samband við okkur til að byrja að skipuleggja dvöl þína á Íslandi með bestu mögulegu ferðaáætlun sem er útbúin sérstaklega fyrir þig.

Við búum í Reykjavík og höfum brennandi áhuga á Íslandi. Okkur finnst við svo lánsöm að hafa alist upp og búið í okkar frábæra landi og viljum deila þekkingu okkar og kunnáttu á landinu og öllum þeim undrum sem Ísland hefur upp á að bjóða með nýjum vinum okkar.

Þú ferðast í einkaferð með persónulegum leiðsögumanni og færð nákvæmari upplifun af Íslandi og náttúru þess, menningu og sögu. Þess vegna eru ferðirnar okkar einkaferðir svo gestir okkar fái persónulegri nálgun.

Húsavík Adventures ehf.

Suðurgarður 6, 640 Húsavík

Húsavík Adventures er afþreyingarfyrirtæki, stofnað árið 2015. Félagið býður upp á tvennskonar ferðir: hvala- og lundaskoðun í Skjálfandaflóa á RIB bátum annarsvegar og hvalaskoðun í miðnætursól hins vegar. Verið velkominn til okkar, miðasalan er að Hafnarstétt 11, Húsavík. 

Smelltu hér til að skoða kynningarmyndbandið okkar!

Always Iceland

-, 203 Kópavogur

Algengir áfangastaðir: 

Ferð:

Brottför:

Lengd:

Golden Circle Glacier

Allt árið

8-9 klst.

Hot Golden Circle Tour

Allt árið

8-9 klst.

South Coast and Þorsmork

Allt árið

8-9 klst.

Beautiful West and Glacier

Allt árið

8-9 klst.

Reykjanes and Blue Lagoon

Allt árið

5-6 klst.

Landmannalaugar - Hekla

Allt árið

10-11 klst.

Beautiful West and Ice Cave

Allt árið

8-9 klst.

Always Iceland býður upp á ferðir á breyttum jeppum og lúxus bílum á Íslandi. Við bjóðum uppá allar hefbundnar ferðir sem og hinar vinsælu hálendisferðir.  Við bjóðum upp á dagsferðir og afþreyingu fyrir einstaklinga, ferðir fyrir litla hópa og hvataferðir fyrir ferðamenn.  Persónuleg þjónusta. Bjóðum uppá úrval af afþreyingu samhliða okkar ferðum til dæmis vélsleðaferðum, ísklifri, köfun, hestaferðum, hellaskoðunum, fjórhjólaferðum o.fl.

Vinsamlegast hafði samband vegna ferða og bókana.


Fairytale at sea

Ólafsvegur 2, 625 Ólafsfjörður

Fairytale At Sea er sæþotu afþreyingarfyrirtæki á Ólafsfirði sem býður upp á spennandi úsýnisferðir í óspilltri náttúru undir Ólafsfjarðarmúla og hæsta standbergi Íslands, Hvanndalabjargi. 

Höfrungar, hvalir, lundar og selir verða oft á vegi okkar í þessum ævintýraferðum!

4 Yamaha Waverunner sæþotur sem hafa sæti fyrir tvo.
Hámark 8 manns í hverri ferð.
Leiðsögumaður fer með í hverri ferð.
Allur hlífðarfatnaður og öryggisbúnaður innifalinn.
Myndir/myndskeið úr ferðinni fylgir frítt.
Einnig er í boði á sérferðir eftir óskum viðskiptavina.

Allar nánari upplýsingar eru á heimasíðu okkar www.fairytale.is  

Verið hjartanlega velkomin til okkar.

Ribsafari

Tangagata 7, 900 Vestmannaeyjar

Ógleymanleg skemmtun í Vestmannaeyjum.  Ribsafari býður upp á snilldar siglingar þar sem við þeysumst um á harðbotna slöngubátum (tuðrum) og njótum þess að sjá náttúruna í kringum eyjarnar fögru. Við stoppum inn á milli og segjum frá áhugaverðum og skemmtilegum staðreyndum og förum inn í sjávarhella sem einungis tuðrur komast inn í.

 

Þetta er skemmtilegar ferðir fyrir alla aldurshópa en lágmarksaldur er 6 ára.

 

Þú getur valið um að fara í klukkustundar eða tveggja tíma siglingu þar sem við förum alla leið út í úteyjarnar og jafnvel út í Súlnasker sem er magnaðasta eyjan í Vestmannaeyjum.

Elding Hvalaskoðun Reykjavík

Ægisgarður 5, 101 Reykjavík

Elding Hvalaskoðun Reykjavík er fjölskyldurekið fyrirtæki sem gert hefur út á hvalaskoðun frá árinu 2000 og er nú leiðandi í sjótengdri ferðaþjónustu á Íslandi. Við bjóðum einnig upp á aðrar fjölbreyttar ævintýraferðir á sjó svo sem lundaskoðun, sjóstangveiði, norðurljósasiglingu, friðarsúluferðir, ferjusiglingar út í Viðey sem og sérsniðnar sérferðir allt árið um kring. Allir farþegar Eldingar fá frían aðgang að ‘hvalasetrinu’ sem er einskonar fljótandi sædýrasafn og er staðsett um borð í fyrrum fiskibát við Ægisgarð.

Ferðirnar okkar eru einstakar náttúrulífsferðir þar sem sérþjálfaðir leiðsögumenn segja á skemmtilegan og fræðandi hátt frá dýralífinu og nærumhverfinu á meðan siglingu stendur. Við fylgjum siðareglum IceWhale um ábyrga hvalaskoðun, þar sem markmiðið er að vinna að verndun hvala við Íslandsstrendur. Þá höfum við einnig öðlast vottun sem ábyrgt hvalaskoðunarfyrirtæki af World Cetacean Alliance, sem er öflugt bandalag einstaklinga, fyrirtækja og samtaka sem vinna að bestu starfsháttum og sjálfbærni í ferðaþjónustu sem snýr að hvala- og höfrungaskoðun. 

Elding leggjur mikið upp úr umhverfismálum og kappkostar við að bjóða upp á hágæða ferðir með eins litlum áhrifum á umhverfið og hægt er. Við erum platínum vottað fyrirtæki frá EarthCheck og bátar okkar bera Bláfánann. Árið 2008 hlutum við umhverfisverðlaun Ferðamálastofu og vorum meðal fyrstu þátttakenda í gæða- og umhverfiskerfi Vakans. Við teljum að nýting umhverfisauðlinda sé lykilatriði í þróun ferðaþjónustu til þess að viðhalda nauðsynlegum vistfræðilegum ferlum og stuðla að verndun náttúruarfleifðar og líffræðilegs fjölbreytileika.

Verið velkomin um borð!

Skoða ferðaáætlun  

Arctic Advanced

Rjúpnasalir 10, 201 Kópavogur

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Ísafjörður Guide - Helga Ingeborg Hausner

Seljalandsvegur 85, 400 Ísafjörður

 Eitthvað sérstakt - Nature and Cultural Walks with a view of Ísafjörður 

Ísafjarðarganga - Áhugaverð ferð í gegnum tímann  

Leiðsögukonan er klædd eins
og fiskverkakona frá 19. öld og leiðir ykkur í gegnum bæinn og upp í hlíðina fyrir
ofan Ísafjörð. Hún sýnir áhugaverða staði, gefur innsýn inn í sögu Ísafjarðar
og segir sögur og sagnir bæði úr fortíð og nútíð. Það eru sögur um vættir okkar
eins og álfum, tröllum og draugum. Leiðsögukona skiptir nestinu sínu með gestum.
(2 klst.) 

Ef þú vilt fá innsýn í sögu Ísafjarðar og heyra fleiri sögur og sögur um fólkið, drauga, álfa, tröll og aðrar dulrænar verur forna og nútíma Álfar, tröll og sögur (2 tímar), væri réttur ganga fyrir þig. Einnig er gangan án hæðarmunar. 

Í lok þessar tvær ferðar er gefinn kostur á því að lengja ferðina um:

Into Nature (1 hour)

Traditional Tasting (20 min.)

Vistit the Church (20 min)

 

Aðrir gönguferðir eru:

Jarðsögu og jarðfræði (3 klst.)
Gróður Vestfjarða eða Haustlitir (3 klst.)  

Náttúruganga (5 klst.)
Komdu að smakka (3,5 klst.) 

Persónuleg leiðsögn skv.
beiðni

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.  

Strýtan Divecenter - Erlendur Bogason

Verksmiðjan Hjalteyri, 604 Akureyri

Strýtan Divecenter er staðsett í gömlu síldarverksmiðjunni á Hjalteyri við Eyjafjörð.
Eigandi Strýtan Divecenter, Erlendur Bogason er lærður PADI alþjóðlegur köfunarkennari.

Við bjóðum upp á:
• Köfun á Strýturnar – farið er með bát frá Hjalteyri og tekur sigling á Strýturnar 5-10 mín.
• Köfunar- og snorkelferðir í Öxarfjörð þar sem hægt er að snorkla eða kafa í Nesgjá, Lóni og í Litlu á.
• Prufu köfun fyrir einstaklinga sem ekki hafa köfunarréttindi
• Köfunarkennslu  - námskeið sem í boði eru;
 - Open water diver sem veitir köfunarréttindi niður á 18m dýpi.
 - Advance open water diver sem veitir köfunarréttindi niður á 30m dýpi.
 - Rescue diver – björgunarköfun
 - Divemester ásamt fjölda annarra námskeiða í köfun.

Hnúfubakar sjást oft ásamt öðrum hvölum fyrir utan Hjalteyri
Við bjóðum upp á að panta bátsferðir til hvala, fugla og sela skoðunar.

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Jökulsárlón

Reynivellir 3, 781 Höfn í Hornafirði

Hjólabátur

Við bjóðum upp á skemmtilegar bátsferðir um Jökulsárlón á einum af fjórum hjólabátunum okkar. Meðan á skoðunarferðinni stendur er siglt á milli risavaxinna ísjaka í fallegu síbreytilegu landslagi, Hjólabáturinn er tilvalin ferð fyrir alla fjölskylduna óháð aldri. Ef heppnin er með ykkur, gætuð þið séð seli. 

Um borð í bátnum er leiðsögumaður sem segir frá sögu Jökulsárlóns, hvernig lónið varð til og ýmsar tölulegar staðreyndir um lónið. 

Ferðin tekur 30 – 40 mínútur og þurfa gestir sem eiga nú þegar bókað að innrita sig í miðasölunni um 20 mínútum fyrir brottför. Mæta þarf við bátinn 5 mínútum fyrir brottför. Gestir fá björgunarvesti um borð í bátnum en ekki annan hlífðarfatnað. Bátarnir eru opnir og því er mikilvægt að klæða sig eftir veðri. 

Ferðin er róleg og hentar því öllum aldri og eru engin aldurstakmörk í hjólabátferðinni 

Zodiac ferðir

Á Zodiac bátunum ( RIB gúmmibátar) komumst við yfir stórt svæði á Jökulsárlón og komust nær ísjökunum en við getum á hjólabátunum. 

Við förum nánast alla leið upp að Jöklinum ef aðstæður leyfa( Eins nálægt og öruggt er). Zodiac ferðin tekur um 1 klukkustund, mæta þarf 30 mínútum fyrir brottför til að fara í flotgalla. 

Þú munt upplifa einstaka fegurð Jökulsárlón í mikilli nánd við lónið. Ferðin er á persónulegu nótunum þar sem okkar frábæru skipstjórar spjalla við ykkur og útskýra leyndardóma Jökulsárlóns. 

Ferðin er útsýnisferð þrátt fyrir að bátarnir fari hratt hluta ferðarinnar. Aldurstakmark í Zodiac ferðirnar er 10 ára börn þurfa að hafa náð 130 cm hæð að lágmarki.

Ferðaþjónustan Brúnastöðum

Brúnastaðir, Fljót, 570 Fljót

Á Brúnastöðum er rekin ferðaþjónusta allt árið um kring. Boðið er upp á gistingu í tveimur stórum húsum sem leigjast út í heilu lagi og geta hýst að minnsta kosti tíu manns hvort.  Bæði húsin eru með heitum pottum. Tilvalið fyrir litla hópa eða stórfjölskyldur.

Með húsunum fylgir aðgangur að húsdýragarðinum á Brúnastöðum og að tveimur „sit on top“ kajökum sem hægt er að nota á Miklavatni, en vatnið er stutt frá húsunum. Fljótin eru mikil náttúruparadís. Ótal gönguleiðir eru í fjallgörðum Tröllaskagans. Hægt er að kaupa ódýr veiðileifi í Miklavatn hjá húsráðendum. Stutt er í sundlaugar, á Sólgörðum, Hofsósi, Siglufirði og Ólafsfirði, á þessum stöðum eru einnig forvitnileg söfn og góðir veitingarstaðir. Mikið og fjölbreytt fuglalíf er á svæðinu, einnig eru Fljótin þekkt fyrir mikla berjasprettu.

Húsdýragarðurinn
Á Brúnastöðum er lítill húsdýragarður opinn yfir sumartímann. Þar má finna öll helstu íslensku húsdýrin, s.s. geitur, heimalinga, grísi, kanínur, kalkúna, endur, margar tegundir af hænum og yrðlinga.

Garðurinn er opinn frá 25. júní til 1. sept, frá 11:00 til 18:00. 

Þið finnið okkur á Facebook hér.