Iceland Unlimited er sjálfstætt ferðaþjónustu fyrirtæki sem leggur metnað sinn í klæðskerasniðnar ferðir fyrir erlenda ferðamenn á Íslandi og Grænlandi. Lögð er mikil áhersla á persónulega og góða þjónustu við viðskiptavininn. Ferðirnar eru eru skipulagðar með væntingar og þarfir viðskiptavinarins í huga og hann hefur sett fram þegar hann setur sig í samband við Iceland Unlimited.
Fyrirtækið sérhæfir sig svokölluðum „Self drive tours“ um Ísland sem eru eins og áður sagði, skipulagðar eftir óskum frá hverjum og einum um hvað viðkomandi vill skoða og gera. Það geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi og lengd hverrar ferðar skiptir ekki máli.
Eins og nafnið á fyrirtækinu gefur til kynna að þá eru engin takmörk þegar kemur að því að heimsækja Ísland og leitast er við að uppfylla kröfur og óskir allra, hverjar sem þær kunna að vera.
Einnig bíður Iceland Unlimited upp á dagsferðir, bæði áætlunarferðir sem og klæðskerasaumaðar prívat ferðir. Þessar ferðir eru upplagðar fyrir ferðamenn farþega skipa sem koma hingað til lands í stutt stopp þar sem ferðamaðurinn getur fengið að njóta þess helsta úr íslenskri náttúru.
Iceland Unlimited á facebook: www.facebook.com/icelandunlimited