Fara í efni

Skotveiði

19 niðurstöður

Iceland Unlimited ehf.

Borgartún 27, 105 Reykjavík

Iceland Unlimited er sjálfstætt ferðaþjónustu fyrirtæki sem leggur metnað sinn í klæðskerasniðnar ferðir fyrir erlenda ferðamenn á Íslandi og Grænlandi. Lögð er mikil áhersla á persónulega og góða þjónustu við viðskiptavininn. Ferðirnar eru eru skipulagðar með væntingar og þarfir viðskiptavinarins í huga og hann hefur sett fram þegar hann setur sig í samband við Iceland Unlimited.

Fyrirtækið sérhæfir sig svokölluðum „Self drive tours“ um Ísland sem eru eins og áður sagði, skipulagðar eftir óskum frá hverjum og einum um hvað viðkomandi vill skoða og gera. Það geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi og lengd hverrar ferðar skiptir ekki máli.

Eins og nafnið á fyrirtækinu gefur til kynna að þá eru engin takmörk þegar kemur að því að heimsækja Ísland og leitast er við að uppfylla kröfur og óskir allra, hverjar sem þær kunna að vera.

Einnig bíður Iceland Unlimited upp á dagsferðir, bæði áætlunarferðir sem og klæðskerasaumaðar prívat ferðir. Þessar ferðir eru upplagðar fyrir ferðamenn farþega skipa sem koma hingað til lands í stutt stopp þar sem ferðamaðurinn getur fengið að njóta þess helsta úr íslenskri náttúru.

Iceland Unlimited á facebook: www.facebook.com/icelandunlimited

Ferðaþjónustan Brúnastöðum

Brúnastaðir, Fljót, 570 Fljót

Á Brúnastöðum er rekin ferðaþjónusta allt árið um kring. Boðið er upp á gistingu í tveimur stórum húsum sem leigjast út í heilu lagi og geta hýst að minnsta kosti tíu manns hvort.  Bæði húsin eru með heitum pottum. Tilvalið fyrir litla hópa eða stórfjölskyldur.

Með húsunum fylgir aðgangur að húsdýragarðinum á Brúnastöðum og að tveimur „sit on top“ kajökum sem hægt er að nota á Miklavatni, en vatnið er stutt frá húsunum. Fljótin eru mikil náttúruparadís. Ótal gönguleiðir eru í fjallgörðum Tröllaskagans. Hægt er að kaupa ódýr veiðileifi í Miklavatn hjá húsráðendum. Stutt er í sundlaugar, á Sólgörðum, Hofsósi, Siglufirði og Ólafsfirði, á þessum stöðum eru einnig forvitnileg söfn og góðir veitingarstaðir. Mikið og fjölbreytt fuglalíf er á svæðinu, einnig eru Fljótin þekkt fyrir mikla berjasprettu.

Húsdýragarðurinn
Á Brúnastöðum er lítill húsdýragarður opinn yfir sumartímann. Þar má finna öll helstu íslensku húsdýrin, s.s. geitur, heimalinga, grísi, kanínur, kalkúna, endur, margar tegundir af hænum og yrðlinga.

Garðurinn er opinn frá 25. júní til 1. sept, frá 11:00 til 18:00. 

Þið finnið okkur á Facebook hér.

FishIceland

Lundur 11, íbúð 503, 200 Kópavogur

Dagsveiðiferðir, hvort tveggja silungs- og laxveiði, í fjölda áa víða um land. Vanir leiðsögumenn, ýmsir möguleikar í boði.

 

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Icelandic Adventures

Hrafnagilsstræti 38, 600 Akureyri

 Vélsleðaferðir

Þú getur valið um 1-2 klst vélsleðaferð, ævintýraferð eða fjölskylduferð.

Upplifðu vetrarævintýri á norðurlandi á vélsleða í nágrenni Akureyrar –
spennandi leið til að kanna stórbrotna náttúru norðursins. Þessi ferð býður upp
á ógleymanlega reynslu um hrjóstrugt landslag og er fullkomin fyrir þá sem
vilja njóta fegurðar og spennu vetrarins á norðurlandi. 

Einnig bjóðum við upp á dorgveiði ferðir í nágrenni Akureyrar.  

Iceland Fishing Guide

Hrafnagilsstræti 38, 600 Akureyri

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Sjá einnig www.icelandicadventures.is

Árnanes

Árnanes, 781 Höfn í Hornafirði

Árnanes ferðaþjónusta býður upp á hestaferðir og útsýnisferðir fyrir einstaklinga og litla hópa.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista, ferða og bókana.

Ferðaþjónustan Bakkaflöt

Tungusveit, 560 Varmahlíð

Bakkaflöt er fjölskyldurekið fyrirtæki sem byrjaði með gistingu og veitingar árið 1987. Erum með gistingu í smáhýsum með sérbaði, herbergjum með sameiginlegu baði, stærri sumarhúsum og tjaldstæði. Sundlaug, heitir pottar, veitingastaður og bar á staðnum. 

Frá árinu 1994 höfum við boðið upp á fljótasiglingar niður Austari og Vestari jökulsá. 

Í sumar(2020) erum við með tilboð í Vestari jökulsá: 11.900 kr á mann. 8.000 kr fyrir 9-12 ára. 

Frábær ferð um skemmtilegt landslag. Stoppað til að fá sér kakó úr heitri uppsprettu og svo er auðvitað stoppað við stökk klettinn og þeir sem vilja stökkva ofan í ána. 

Bjóðum einnig upp á Sit on top Kayak ferðir niður Svartá, Paintball, Þrautabraut og Loftbolta. 

Á staðnum: Gisting í smáhýsum með sérbaði, stærri sumarhúsum, herbergjum án baðs, tjaldstæði, lítil sundlaug og heitir pottar, veitingastaður og bar.

Fish Partner

Dalvegur 16b, 201 Kópavogur

Ástríða fyrir veiði !

Við hjá Fish Partner höfum áratuga reynslu af stangveiði, leiðsögn og skipulagningu veiðiferða. Það er ástríða fyrir veiði sem rekur okkur áfram og má segja að allir sem koma að félaginu séu í sínu drauma starfi. Við þreytumst aldrei á því að kanna nýjar veiðilendur og kynna ný svæði fyrir veiðimönnum. Þau svæði sem við bjóðum upp á eru rjóminn af því sem við höfum uppgötvað auk gamal þekktra svæða. 

Veiðiþjónustan Strengir

Smárarimi 30, 112 Reykjavík

Veiðiþjónustan Strengir var stofnuð árið 1988 og hefur síðan þá lagt mikla áherslu á persónulega og góða þjónustu við veiðimenn jafnt innlenda sem erlenda. Bjóðum upp á lax-og silungsveiði með gistingu víða á landinu svo sem í Hrútafjarðará, Jöklusvæðinu, Breiðdalsá og Minnivallalæk. Fjölbreytt úrval veiðileyfa í boði.

Og í veiðihúsum Strengja er einnig boðin gisting fyrir alla ferðalanga allt árið ef húsrúm leyfir, bæði fyrir hópa sem og aðra sem vilja taka stök herbergi og með eða án þjónustu.

Travel East Iceland

Smáragrund, 720 Borgarfjörður eystri

Við sérhæfum okkur í skipulagningu ferða og viðburða um Austurland og tökum að okkur alla þætti skipulagsins.

Við þjónustum einstaklinga, hópa og fyrirtæki og drögum fram sérstöðu og margbreytileika Austurlands í öllum okkar ferðum.  Reynsla í ferðaþjónustu, þekking á svæðinu, nákvæm vinnubrögð og brennandi áhugi til þess að gera vel tryggir ógleymanlega upplifun.  Hafðu samband, möguleikarnir eru óteljandi.

Fly fishing in Iceland tour operator

Hringbraut 60, 220 Hafnarfjörður

Fly fishing in Iceland býður upp á dagsferðir í fluguveiði ásamt fagmannlegri þjónustu leiðsögumanna. Leiðsögumenn okkar hafa mikla reynslu og leggja sig fram við að veita þjónustu sem gerir gestum okkar veiðidaginn eftirminnilegan.





North East Travel

Brekkustígur 1, 685 Bakkafjörður

Upplifðu norðaustur landið með North East Travel, sem er staðsett á Bakkafirði. Falin perla þegar kemur að nátturu, dýralífi og útiveru. Sérhannaðar ferðir gerir þetta að fullkomnum möguleika fyrir hvern sem er sem langar að upplyfa svæðið.

Reykjavík Sea Adventures

Ægisgarður 3, 101 Reykjavík

Við sérhæfum okkur í hvalaskoðun og lundaskoðun og bjóðum einnig upp á sjóstangveiði. Allar ferðir eru frá gömlu höfninni í Reykjavík.

Arctic See Angling and Hunting

Böggvisbraut 6, 620 Dalvík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Icelandic Hunting Adventures

Brúnahlíð 5, 601 Akureyri

Boðið er upp á fjölbreyttar veiðiferðir í fallegri norðlenskri nátturu. Fyrirtækið hefur í sínum röðum leiðsögumenn með áratuga reynslu af skotveiðum. Leiðsögumaður er með í öllum ferðunum og sér um alla skipulagningu og að allt gangi samkvæmt áætlun. Fyrirtækið hefur yfir að ráða fjölda vel ræktuðra jarða, bæði í Þingeyjarsýslu og Eyjafirði. Einnig er möguleiki á fjölbreyttri afþreyingu og menningarlífi í tengslum við þessar ferðir, ef þess er óskað.

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Lax-á

Akurhvarf 16, 203 Kópavogur

Lax-á ehf. getur boðið viðskiptavinum sínum mikið úrval stangveiði og selur veiðileyfi í flestar lax- og silungsveiðiár landsins. Einnig eru í boði veiðiferðir til fjölda annarra landa, svo sem Rússlands, Noregs, Skotlands, Argentínu, Kanada og Grænlands.

Lax-á ehf hefur um árabil boðið upp á ýmsa möguleika í skotveiði t.d. í gæsa, rjúpna og hreindýraveiði. Við höfum aðgang að sumum af bestu veiðilendum landsins.

Leiðsögumenn okkar eru reyndir skotveiðimenn, þeir skipuleggja veiðiferðirnar fyrir okkur, leigja tún og friða, panta gistingu á staðnum osfrv.

Iceland Hunting Guide

Hrafnagilsstræti 38, 600 Akureyri

Iceland Outfitters ehf.

Hrauntunga 81, 200 Kópavogur

Iceland Outfitters er ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í veiðiferðum.

Við seljum veiðileyfi í Ytri Rangá, Vesturbakka Hólsár, Urriðafoss og önnur veiðisvæði í Þjórsá, Leirá, Hólaá, Brúará, Vatnasvæði Lýsu og fleiri svæði.  

Vefsala veiðileyfa er ioveidileyfi.is en einnig bjóðum við upp á dagsferðir í veiði með leiðsögn og kennslu, flugukastnámskeið, sölu á Salmologic veiðivörum, stangarleigu, leiðsögn, gæsaveiði og fleira.

Endilega verið í sambandi við okkur ef ykkur vantar hugmyndir fyrir veiði.

Eldhraun Holiday Home

Syðri-Steinsmýri, 880 Kirkjubæjarklaustur

Eldhraun Holiday Homes við Kirkjubæjarklaustur er með 4 hús í útleigu.   1x 4. manna ( 32fm ) , 2x 6manna ( 44fm ) og eitt 16manna ( 220fm ) .