Brúnastaðir er fjölskyldurekið bóndabýli í Fljótum í Skagafirði. Þar er rekin ferðaþjónusta með áherslu á sveitina, dýrin og heimagerðar afurðir. Á staðnum er dýragarður, matvælaframleiðsla og lítil sveitabúð.
Dýragarður og sveitabúð
Í húsdýragarðinum á Brúnastöðum má finna öll íslensku húsdýrin og
leiktæki fyrir börnin. Þar eru meðal annars geitur, grísir, kanínur, hænur, kalkúnar, lömb, kálfar og hestar – fullkomið fyrir fjölskyldur sem vilja kynnast sveitinni á lifandi hátt.
Sveitabúðin býður upp á úrval af vörum úr héraði, þar á meðal geitaosta sem gerðir eru á staðnum og aðrar afurðir beint frá búinu. Einnig er hægt að fá rjómaís úr vél, íspinna, kaffi, heimabakað kruðerí og svalandi drykki.
Gisting
Á Brúnastöðum er til leigu nýlegt og glæsilegt sumarhús rétt við Miklavatn í Fljótum. Húsið er 60 m² að stærð með stóru svefnlofti yfir öllu húsinu. Á neðri hæð er rúmgóð forstofa, vel útbúið eldhús með stórum ísskáp, keramikhelluborði, ofni, uppþvottavél og örbylgjuofni. Borðstofa og stofa eru samliggjandi, með sjónvarpi og fríu netsambandi.
Á hæðinni eru tvö tveggja manna herbergi með fataskápum og tvö rúmgóð baðherbergi með sturtu. Á efri hæð er stórt svefnherbergi með fjórum rúmum og svefnloft með þremur rúmum. Í svefnherberginu eru svalir með frábæru útsýni yfir sveitina. Alls eru 11 svefnpláss í húsinu auk barnarúms.
Stór pallur umlykur húsið, að hluta til yfirbyggður, með rampi sem hentar hreyfihömluðum gestum. Á pallinum er einnig stór heitur pottur og gott gasgrill.
Útsýnið frá húsinu er einstaklega fallegt, með Miklavatn í næsta nágrenni. Gestir geta keypt veiðileyfi í vatnið beint hjá húsráðendum.