Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Hjólaferðir
North E-bike
Hafnarstétt 11, 640 HúsavíkNorth E-bike bíður upp á rafmagnshjólaferðir fyrir allan aldur á skemmtilegum og miskrefjandi stígum í bakgarði Húsavíkur.
Adrenalín.is ehf.
Þórunnartún 4, 105 ReykjavíkMá bjóða þér mikið, dálítið eða lítið adrenalin?
Adrenalingarðurinn á Nesjavöllum býður upp á skemmtilega, og ekki síst uppbyggilega afþreyingu og útivist í fallegri náttúru.
Adrenalingarðurinn hefur sannað sig sem góð leið til að efla hópandann. Hann hentar því vel fyrir ýmsa hópa s.s. starfsmenn fyrirtækja, vinahópa og skólahópa. Í garðinum fær fólk óviðjafnanlegt tækifæri til að upplifa gleði, styrkleika og hvatningu, að ógleymdri útivistinni.
Í Adrenalingarðinum ættu allir átta ára og eldri að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Margir halda að þrautirnar í garðinum henti ekki öllum en hann er einmitt hannaður með það í huga að fólk hafi val og finni þá áskorun sem hentar.
Reykjavík Bike Tours / Reykjavik Segway Tours
Hlésgata street, Reykjavík Old Harbor (no house no), 101 ReykjavíkReiðhjólaferðir, hjólaleiga, Segway ferðir, Game of Thrones ferðir.
Reiðhjól, reiðhjólaferðir, reiðhjólaleiga, hjól, hjólaferðir, hjólaleiga.
Segway ferðir um Reykjavík með leiðsögn.
Dagsferðir frá Reykjavík með leiðsögn með og án reiðhjóla.
Norðurljósaferðir.
Gönguferðir um Reykjavík - almenn kynnisferð - gönguferðir með áherslu á mat og smökkun
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Stefán & Ursula
Iceland Activities
Mánamörk 3-5, 810 HveragerðiIceland Activities er fjölskyldufyrirtæki sem hefur gríðar mikla reynslu af ferðamennsku á Íslandi og spannar sú reynsla yfir 30 ár.
Við leggjum metnað okkar í að sýna fólki Ísland og Íslenska náttúru á annan hátt en aðrir gera, þannig að það tengist náttúrunni bæði með fræðslu og einnig með því að fara aðeins út fyrir fjölsóttustu svæðin þar sem náttúrufegurðin er jafnvel enn meiri en á hinum hefðbundu svæðum, og þar liggur styrkur okkar í því hversu vel við þekkjum Ísland.
Við leggum mikinn metnað í allar okkar ferðir og höfum eitt markmið að leiðarljósi að fólk sem ferðast með okkur sé ánægt og upplifi sem mest.
Helstu ferðirnar sem við bjóðum uppá eru:
- Fjallahjólamennsku og fjallahjólaferðir
- Brimbrettaferðir og kennsla.
- Gönguferðir.
- Hellaferðir.
- Jeppaferðir.
- Snjóþrúguferðir
- Starfsmannaferðir og hvataferðir
- Skólaferðir
- Zipline
Við erum staðsettir í Hveragerði rétt við þjóðveg eitt um 40 km frá Reykjavík.
Ferðirnar okkar henta mjög breiðum hópi bæði í aldri og getu þar sem þær eru allt frá rólegum fjölskylduferðum upp í adrenalin ferðir.
Westfjords Adventures
Þórsgata 8a, 450 PatreksfjörðurVinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Opnunartímar;
Mán - Fös 08:00 - 17:00
Lau + Sun 10:00 - 12:00
Icebike adventures
Icebike Adventures Trail Center Reykjadalur, Hveragerði, 810 HveragerðiKomdu út að hjóla! Icebike Adventures eru leiðandi í uppbyggingu fjallahjólleiða á landinu. Við erum staðsett við kafifhúsið í Reykjadal. Hjólaleiga, kennsla og hjólaferðir eru okkar ástríða. Kíktu í heimsókn, við tökum vel á móti þér.
Icebike Adventures var stofnað af Magne Kvam sem hefur í áratugi staðið fyrir uppbyggingu stíga fyrir fjallahjólara og útivistarfólk. Hjólaleiðirnar í Ölfusdölum eru öllum opnar - endilega kíkið til okkar í Trailcenter og gefið stígagerðamönnum klapp á bakið. Framtíð fjallahjólreiða mótast af því hvernig þú hjólar - umgöngumst náttúruna af virðingu og hjólum innan stíga, alltaf.
Lærum meira, hjólum meira og skemmtum okkur í leiðinni. Ítarlegri upplýsingar hér: https://icebikeadventures.com og í síma 625 0200.
Litlu Leyndarmálin
Kveldúlfsgata 22, 310 BorgarnesIcelands little secret eða litla leyndamálið er fjölskyldurekið ævintýrafyrirtæki, staðsett í Borgarnesi. Ferðasvæðið er vesturland og ferðinar sem að við bjóðum uppá eru göngu og jeppaferðir ásamt hjólaferðum á breiðdekkja rafmagnsfjallahjólum.
Ævintýraleg upplifun á Íslandi. Við skipuleggjum ferðir með þér eða tökum þig á staði sem að þú hefur ekki upplifað áður, ásamt því að fræða þig um svæðið sem að farið er á.
Iceland Bike Farm
Mörtunga 2, 881 KirkjubæjarklausturVið erum lítið fjölskyldufyrirtæki rétt hjá Kirkjubæjarklaustri og bjóðum upp á fjallahjólaferðir, fjallahjólanámskeið sem og ýmsa aðra viðburði. Við erum svo lánsöm að vera með heimsklassa hjólaslóða í bakgarðinum okkar, sem kindurnar hafa lagt grunninn að síðustu aldirnar, og eru enn að.
Hjólaferðirnar okkar henta flestum sem hafa eitthvað hjólað áður, allt frá þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref á fjallahjóli til reyndra fjallahjólara. Við bjóðum upp á hálfan dag og heilsdags ferð með leiðsögn, hvort sem þú kemur með þitt eigið fjallahjól eða leigir fulldempað hjól hjá okkur.
Frá og með sumrinu 2020 bjóðum við upp á gistingu í litlum A-húsum með uppábúnum rúmum og aðgengi að notalegri nýuppgerðri hlöðu þar sem hjólafólk getur átt góðar stundir saman í lok hjóladags. Þar er líka sauna sem gott er að láta líða úr sér eftir hjólaferð. Sameiginlegt sturtu- og salernisaðstaða og eldunar- og grillaðstaða.
Við hlökkum til að taka vel á móti ykkur, hvort sem það eru enstaklingar, fjölskyldur eða hópar
Sumar 2021 verð á mann:
Hálfur dagur (~3 klst): 6.500 kr
Heill dagur (~6 klst): 17.000 kr /14.500 fyrir 14 ára og yngri
Fjölskylduvæn ferð (~4 klst): 15.000 kr fyrir fullorðna og 12.500 fyrir börn
Gisting í uppábúnu rúmi í smáhýsi: 20.000 kr fyrir 1-2 / 30.000 fyrir 3-4
Leiga á fulldempuðu rafmagnshjóli: 15.000 kr
Glacier Guides
Skaftafell, 785 ÖræfiJöklamenn (Glacier guides) er ævintýrafyrirtæki sem sérhæfir sig í fagmannlegri fjallaleiðsögn og leggur metnað sinn í að bjóða upp á sem fjölbreyttast úrval jökla- og fjallaferða. Höfuðstöðvar Jöklamanna eru í Skaftafelli, vel staðsettar gagnvart hrikalegri náttúru svæðisins sem veitir okkur innblástur til góðra verka. Söluskrifstofan okkar er umhverfisvæn og byggð af stærstum hluta úr afar óhefðbundnu hráefni. Hún er staðsett við Gestastofuna í Skaftafelli.
Jöklar þekja um 10% landsins og landsvæði sem nær hærra en 600 m yfir sjávarmál þekur yfir 35%. Við búum í landi fjalla, jökla og stórbrotinnar náttúru og þessi einkenni hafa að miklu leiti mótað okkur öll sem einstaklinga. Það er sem betur fer afar misjafnt hvert hugur manna stefnir og hvar áhugasviðið liggur. Við bjóðum fram krafta okkar fyrir þá Íslendinga sem hafa áhuga á að kynnast landinu sínu á nýjan hátt og njóta til hins ýtrasta þess sem það hefur upp á bjóða. Stór hluti okkar viðskiptavina eru útlendingar sem falla oftar en ekki í stafi yfir mikilfengleik landsins okkar, en við trúum því að Íslendingar séu í sífellt meira mæli að læra að meta það sem við búum við. Stærsti jökull veraldar utan heimskautasvæðanna er innan seilingar með alla sína fögru fjallatinda auk allra hinna fjallanna og jöklanna í landinu.
Vel þjálfaðir og reyndir leiðsögumenn eru okkar aðalsmerki. Það krefst mikillar sérþekkingar að geta leitt fólk um svæði sem þau sem ferðir okkar fara um og við setjum öryggið í fyrsta sætið. Öryggi er forsenda gleði, hamingju og skemmtilegrar upplifunar í fjallaferðum. Við leggjum einnig ríka áherslu á að nota aðeins besta útbúnað sem völ er á í ferðum okkar þar sem hann er forsenda þess að þekking og reynsla leiðsögumannanna nýtist til hins ítrasta. Við hvetjum fólk til að nýta sér sérþekkingu okkar og koma með í skemmtileg jökla- og fjallaævintýri.
Það er okkur hjartans mál að haga starfsemi okkar á þann hátt að hún hafi sem minnst áhrif á viðkvæmt umhverfið sem við störfum í. Við höfum því mótað okkur stranga umhverfisstefnu sem við vinnum eftir og við hvetjum þig einnig til að leggja þitt af mörkum. Móðir jörð er leikvöllur okkar og heimili, við höfum gengið alveg nógu nærri henni vegna fáfræði og græðgi og það er kominn tími til að við förum að sýna henni þá virðingu sem hún á skilið.
Jöklaganga: Á Snæfellsjökli, Eyjafjallajökli, Sólheimajökli og Falljökli og Virkisjökli í Skaftafelli. | |
Ísklifur: Á Sólheimajökli og Falljökli í Skaftafelli. | |
Göngu- og fjallaferðir: Á Heklu, Sólheimajökul, Snæfellsjökul, Eyjafjallajökul, Hvannadalshnjúk, Hrútfjallstinda, Sveinstind, Þverártindsegg og Þumal. | |
Klettaklifur: Í Valshamar í Hvalfirði og á Hnappavöllum í grennd við Skaftafell. | |
Hjólaferðir: Í Reykjavík, Reykjadal og Skaftafelli. | |
Bátsferð: Á Fjallsárlóni og Jökulsárlóni. | |
Samsettar ferðir: Samblanda mismunandi afþreyingar á einum degi. Frá Reykjavík og Skaftafelli. |
Með fyrirfram þökk…Við hvetjum þig til að taka fram gönguskóna og slást í för með okkur í næsta ævintýri.
Adventure Travel Company
Skeifunni 11b, 108 ReykjavíkKomdu út að hjóla! Ævintýralegar hjólaferðir!
Það er fátt sem toppar það að hjóla um í íslenskri náttúru, rífa sig frá rútínunni, endurnýja orkuna og láta gleðina taka völd.
Í hjólaferðunum okkar er oftar en ekki farið örlítið út fyrir þægindarammann og adrenalíninu leyft að þyrlast um kroppinn. Markmiðið er að koma heim þægilega þreytt en endurnærð á sál og líkama eftir ógleymanlega ferð um fjöll, dali, hraun og allt það sem íslensk náttúra býður upp á.
Í boði eru fjallahjólaferð um höfuðborgina, hjólaleiðir rétt utan við borgarmörkin, upp á hálendið eða í útlöndum. Allar okkar ferðir er hægt að aðlaga að styttri eða lengri óvissu-, ævintýra- og hópeflishjólaferðum eða sérsníða að þínum óskum.
Simbahöllin
Fjarðargata 5, 470 ÞingeyriKaffihús, hestaleiga, hjólaleiga.
Opnunartími í sumar: 10:00-18:00 alla daga.
Akureyri E-bike Tours
Huldugil 29, 603 AkureyriE-bike is a unique way to experience and explore Akureyri and the Eyjafjörður area, where you can find unique nature. There are numerous and excellent cycling trails in the area, which makes it unique to travel and explore the area.
Eyjascooter tour
Birkihlíð 5, 900 VestmannaeyjarOur scooter bikes are unique, they have seats on them so more people can enjoy. The electricity is good for the environment and our island is unbelievable. We have big scooters Kaabo wolf warrior 11. With Eyjascooter you will experience the nature of Westman island in a unique way. You will see the island on a special designed electric scooter, with a guide that tells you stories and tales about special places. We expect that you will see wild birds, puffins, sheep, the Icelandic horse and a gorgeous view. The traveler will get his own bike, safety west, helmet and also do we offer a knee and elbow covers, we go over safety rules before we go and also lesson on the bike. Our goal is that you will have fun and a grate experience.
The Cave
Fljótstunga, 320 Reykholt í BorgarfirðiVíðgelmir er stærsti hraunhellir landsins. 1.600 metra langur hellirinn býr yfir mögnuðum litaafbrigðum og hraunmyndunum djúpt í iðrum jarðar og með sínum framúrskarandi fjölbreytileika og glæsileika býður hann upp á ógleymanlega lífsreynslu.
Við bjóðum upp á fjölskylduvænar ferðir sem allar kynslóðir geta notið, þökk sé nýrri göngubrú og lýsingu í hellinum. Fyrir þá sem kjósa meiri áskorun, þá bjóðum við einnig upp á hálfs dags ferð alveg inn í enda hellisins, út fyrir manngerð þægindi.
Hellar eru oft dimmir og þröngir en það á ekki við um Víðgelmi. Það sem áður var seinfarið, harðgert landslag er nú auðvelt og skemmtilegt yfirferðar.
Fjord Bikes
Bakkavegur 9, 720 Borgarfjörður eystriFjord Bikes eða Fjarðarhjól er lítið fjölskyldufyrirtæki á Borgarfirði eystra sem sækist eftir því að efla fjallahjólreiðar á Austurlandi og ferðamennsku á hjólum.
Við beitum nýjustu tækni og þekkingu við að þróa fjallahjólreiðaleiðir, samkvæmt alþjóðlegum stöðlum um hönnun slóða sem og viðmiðum sem við höfum sjálf þróað í gegnum ítarlegar rannsóknir. Markmið okkar er að koma Borgarfirði á kortið sem gæða áfangastað til fjallahjólreiða á heimsvísu.
Við bjóðum upp á leigu á fjallahjólum (hjálmur innifalinn) sem og ferðum um svæðið á hjóli, þar sem fjallahjól er innifalið í ferðinni. Í ferðum okkar heimsækjum við fallega staði innan Borgarfjarðar, skoðum fugla og heilsum upp á kindur. Það er hægt að sníða ferðirnar að hverjum og einum svo það henti öllum þátttakendum, frá byrjendum til lengra kominna.
Þið finnið okkur á Instagram hér.
Þið finnið heimasíðuna okkar hér.
Tölvupósturinn okkar er fjordbikes@gmail.com
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Icelandic Elements ehf.
Víðihvammur 24, 200 KópavogurVinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Norðurflug
Bygging 313, Reykjavíkurflugvöllur, 101 ReykjavíkNorðurflug Helicopter Tours er leiðandi þjónustu fyrirtæki í þyrluflugi á Íslandi. Norðurflug státar sig af því að vera stærsta þyrlufélag landsins með fjórar þyrlur starfræktar allt árið um kring.
Þyrluflug er frábær leið til þess að upplifa og sjá alla þá nátturufegurð sem Ísland hefur upp á að bjóða. Gilin i Þórsmörk, litadýrðin i Landmannalaugum og jöklar landsins eru engum lík. Alveg frá því að tekið er á loft er þyrluflug einstök upplifun og gott tækifæri til þess að sjá landið frá öðru sjónarhorni en flestir eru vanir.
Norðurflug býður upp á margar og fjölbreyttar ferðir, allt frá 36.900 krónum á mann en þær má allar sjá á heimasíðu okkar www.helicopter.is
Við erum með aðsetur austanmegin á Reykjavíkurflugvelli, á Nauthólsvegi 58d. Netfangið okkar er: info@helicopter.is og símanúmerið: 562-2500.
Midgard Adventure
Dufþaksbraut 14, 860 HvolsvöllurMidgard Adventure
Midgard Adventure er ferðaþjónustufyrirtæki á Hvolsvelli sem var stofnað árið 2010. Við sérhæfum okkur í ævintýraferðum um Suðurlandið, bæði dagsferðum og lengri ferðum. Við rekum einnig Midgard Base Camp sem er í senn gistiaðstaða, veitingastaður og bar.
Dagsferðir
Við bjóðum upp á ýmis konar dagsferðir: hálendisferðir, jeppaferðir, gönguferðir, hjólaferðir, útsýnisferðir og jöklaferðir. Vinsælustu dagsferðirnar okkar yfir sumartímann er Þórsmörk Super Jeep, Þórsmörk Hike og Landamannalaugar Day Tour. Vinsælustu dagsferðirnar okkar yfir vetrartímann eru Þórsmörk Super Jeep, Meet Eyjafjallajökull og Midgard Surprise.
Lengri ferðir
Við bjóðum einnig upp á lengri ferðir frá tveimur upp í átta daga. Vinsælasta ferðin okkar yfir sumatímann er 4-Day Iceland Adventure Package og yfir vetrartímann er það 4-Day Northern Lights Adventure.
Sérferðir og ferðaplön
Við tökum einnig að okkur að sérferðir (prívat) og skipuleggjum ferðalög gesta frá A til Ö. Þá bókum við allar ferðir, gistingu og samgöngur.
Fyrirtækjapakkar
Við erum með í boði ýmsa spennandi fyrirtækjapakka. Sjá nánar hér.
Skólahópar
Við bjóðum einnig upp á ferðir fyrir skólahópa. Sjá nánar hér.
Vantar þig gistingu?
Midgard Base Camp er í senn hótel og hostel. Allir gestir fá aðgang að heitum potti og sauna. Á Midgard Base Camp er einnig að finna veitingastað og bar.
Áhugaverðir tenglar
@Midgard.Base.Camp á Instagram
Fjórhjólaævintýri
Þórkötlustaðavegur 3, 240 GrindavíkFjórhjólaævintýri ehf býður upp á fjórhjólaferðir í nágrenni Bláa Lónsins (Krýsuvík og Reykjanes) ferðirnar eru frá hálftíma upp í dagsferðir. Viðbjóðum upp á bestu fjórhjól sem völ er á, vatnsheldan og hlýjan galla, hjálma og vetlinga. Við leggjum metnað í að ferðin verði skemmtileg, þægileg og í sátt og samlindi við náttúru landsins.
Raðaðu saman þínum pakka. Leitið tilboða í minni og stærri hópa info@atv4x4.is
Þetta eru bara hugmyndir,við getum bætt inn í og tekið út úr:
Bláa lónið, Rúta, Saltfisksetur, Hellaskoðun, Hestaferðir, Hópeflisleikir, Matur, Paintball, Sund, Hjólaferðir, Fundarsalir, dans, Mótorkross, Klifur, gisting o.s.frv.
Auk fjórhjóla bjóðum við uppá ferðir í Buggy og leigum út rafmagnshjól.
Berserkir og Valkyrjur
Birkilundur 50, 341 StykkishólmurSkoðaðu stórbrotið landslag með okkur á rafmagns fjallahjólum (hentar bæði byrjendum og vönum), á hestum (aðeins fyrir vana knapa) eða fótgangandi á skemmtilega valda staði í okkar nánasta umhverfi.
Iceland Travel / Nine Worlds
Skógarhlíð 12, 105 ReykjavíkIceland Travel býður upp á fjölbreytt úrval ferða á Íslandi, mestmegnis fyrir erlenda ferðamenn.
Í boði eru allt frá dagsferðum með afþreyingu upp í lengri ferðir með faglegri leiðsögn, bæði fyrir hópa og einstaklinga. Við tökum einnig að okkur að skipuleggja ráðstefnur, viðburði, fundi og hvataferðir.
destination blue lagoon
Norðurljósavegur 9, 240 GrindavíkDestination Blue Lagoon er ferðaþjónustuaðili Bláa Lónsins og keyrir reglulega á milli Bláa Lónsins og Reykjavíkur eða Keflavíkurflugvallar.
Hægt er að finna ferðaáætlanir á https://destinationbluelagoon.is/. Við minnum á að nauðsynlegt er að bóka miða í Bláa Lónið fyrirfram á www.bluelagoon.is.
Sóti Lodge / Summit Heliskiing
Aðalgata 32, 580 SiglufjörðurFerðaskrifstofan Sóti Summits leiðir saman fólk sem þyrstir í ævintýri í náttúru Íslands. Lögð er áhersla á að veita gæðaþjónustu og skapa eftirminnilegar upplifanir fyrir gesti.
Ferðaframboðið er byggt á grunni þess sem starfsfólk og aðstandendur Sóta vilja upplifa og njóta sjálf, en m.a. býður Sóti Summits námskeið fyrir gönguskíðafólk, fjallaskíðakappa, kayakræðara og fjallahjólafólk.
Auk þessa hannar Sóti Summits ferðir fyrir hvers kyns hópa, setur saman sérhannaða dagskrá, sér um allar ferðaskipulagningu og heldur utan um hópinn á meðan á dagskrá stendur. Þetta er tilvalinn kostur fyrir vinahópa og fjölskyldur, sem og vinnustaði sem vilja auðga vinnustaðamenninguna, ræða framtíðarsýn og stefnumál og friðsælu umhverfi, eða hrista ghópinn saman með þátttöku í útivist og ævintýrum.
Óbyggðasetur Íslands
Norðurdalur, 701 EgilsstaðirÓbyggðasetrið bíður upp á fjölbreytta afþreyingu, heimilislegan veitingastað og gistingu í einstöku umhverfi.
Lifandi sýning Óbyggðasetursins um ævintýri óbyggðanna hefur hlotið fjölda viðurkenninga og hentar gestum á öllum aldri.
Fjöldi lengri sem styttri gönguleiða er í nágrenninu og staðurinn vinsæll hjá gönguhópum.
Dæmi um styttri göngu er eyðibýlagangan sem liggur inn með ánni að endurgerðum kláf sem gestum er velkomið að prófa.
Eastfjords Adventures
Strandarvegur 27, 710 SeyðisfjörðurEastfjords Adventures er ferðaþjónustufyrirtæki með aðsetur á Seyðisfirði. Við bjóðum upp á fjölbreyttar ferðir á svæðinu. Við trúum því að ævintýrin snúist ekki bara um adrenalín; Þau snúast um að uppgötva kjarna hvers staðar, upplifa umhverfið og kynnast sögunni. Við leggjum okkur fram um að veita meira en leiðsögn; Við viljum skapa minningar og mynda djúp tengsl milli þín og náttúrunnar.
Við bjóðum upp á
- Gönguferðir og snjóþrúgugöngur
- Kayak ferðir á firðinum
- Rafmagnshjólaferðir
- jeppaferðir
- Sérsniðnar ferðir byggðar á þínum óskum
Þú finnur nánari upplýsingar um okkur og framboð ferða á vefnum okkar
Original North
Vað, 641 HúsavíkOriginal North - Camp Boutique er lítið fjölskyldu fyrirtæki sem staðsett er á Vaði í Þingeyjarsveit þar sem gestgjafarnir eru fæddir og uppaldnir. Boðið er upp á tvennskonar gistingu á staðnum, annars vegar í fullbúnum og upphituðum lúxus tjöldum og hins vegar er hægt að leigja hús. Hægt er að velja um tvær gerðir af tjöldum, annars vegar 2ja manna tjald (25 fm) og hins vegar 4 manna fjölskyldutjald (45 fm). Gisting í lúxus tjaldi er einstakt tækifæri til að njóta íslenskrar náttúru á skemmtilegan hátt.
Húsið sem er til leigu er 4 herbergja og fullbúið. Húsið er nýuppgert í gamaldags stíl þar sem sveitarómantíkin fær að njóta sín. Í húsinu er gistirými fyrir 8 manns. Húsavík er aðeins í 27 km fjarlægð og Akureyri í um 50 km fjarlægð.
OPNUNARTÍMI
Tjöld: Júní – September
Húsið: Allt árið
Iceland is Hot ehf. / Come to Iceland
Norðurvangur 44, 220 HafnarfjörðurIceland is Hot ehf., sérhæfir sig í að skipuleggja og framkvæma ferðir, fyrir litla hópa (10-16 manns í senn). Aðaláherslan hefur verið á ljósmyndaferðir, landslag og náttúru landsins. Ferðirnar eru skipulagðar fyrir 7 - 10 daga tímabil og ferðast er hringinn í kringum landið. Þar sem hóparnir eru fámennir, þá skapast oft sérstakt andrúmsloft vinskapar meðal þátttakenda, sem gerir heimsóknina til Íslands eftirminnilegri fyrir vikið.
Iceland is Hot ehf., skipuleggur hverslags ferðir eftir áhugasviði fólks, hvort sem heldur er arkitektúr, náttúra, saga, jarðfræði eða annað þema.
Frekari upplýsingar má fá í tölvupósti: Info@icelandishot.com .
Reykjavík Rollers
Skólavörðustígur 6b, 101 ReykjavíkReykjavík Rollers er rafhjólafyrirtæki sem býður upp á rafhjólaferðir með ferðamenn. Ferðirnar eru fjölbreyttar og eru samblanda af sögu, menningu og fjöri. Við bjóðum einnig upp á sérstakar matarupplifanir ásamt því að bjóða hjólin til leigu til að ferðast um borgina á eigin vegum.
The Fjord Hub
Suðurgata 12, 400 ÍsafjörðurFjord Hub er ævintýramiðstöð staðsett í miðbæ Ísafjarðar. The Fjord Hub er sannkölluð útivistarmiðstöð og býður upp á fulla þjónustu. Þar finnur þú hjólaleigu og reiðhjólabúð með ýmsan útivistarbúnað og skíða-/snjóbrettavax. Markmið okkar er að vera fyrsta og síðasta stopp til að skipuleggja ævintýrið þitt um Vestfirði. Fyrir utan verslun og þjónustu stöndum við fyrir ýmsum viðburðum er snúa að útivist. Fylgdu okkur á Facebook til að þess að fylgjast með viðburðum og fréttum.
Borea Adventures
Aðalstræti 17, 400 ÍsafjörðurBorea Adventures á Ísafirði býður upp á ævintýraferðir með leiðsögn fyrir minni og stærri hópa.
Fyrirtækið á og rekur hraðbátinn Bjarnarnes sem flytur allt að 18 farþega í skipulögðum ferðum og sérferðum um Hornstrandir, Jökulfirði og Ísafjarðardjúp. Borea Adventures býður upp á ýmsar ferðir um friðlandið, þar sem gist er í tjöldum, tjaldbúðum í Hornvík eða í nýuppgerða eyðibýlinu á Kvíum í Jökulfjörðum.
Borea Adventures býður upp á fjölbreytt úrval lengri ferða, sem og dagsferða út frá Ísafirði. Kayakferðir um ævintýralega firði Hornstranda og Jökulfjarða, fjölbreyttar göngur um Hornstrandir og nágrenni Ísafjarðar, skíðaferðir, fjallahjólaferðir og náttúruupplifanir. Einnig eru í boði sérferðir, sérsniðnar að þörfum þeirra sem okkur vilja heimsækja.
Borea Adventures býr að einvala liði reynslumikilla og skemmtilegra leiðsögumanna, sem tryggja það að allir fari heim með bros á vör.