Fara í efni

Gistiheimili

406 niðurstöður

Bakland að Lágafelli

Lágafell, 861 Hvolsvöllur

Íbúðir í friðsælu og fallegu umhverfi í hjarta Suðurlands. Við sérhæfum okkur í móttöku fatlaðs fólk og aðstandenda þeirra og vinnum stöðugt að betra a'gengi fyrir alla. Íbúðir Bakland að Lágafelli eru aðgengilegar fyrir hjólastóla. Íbúðirnar eru með fullbúnu eldhúsi, þvottaaðstöðu og ókeypis Wi-Fi aðgangi.

Vörur í boði eru: Alikálfakjöt, broddmjólk, folaldakjöt, og lambaskrokkar.

Brú Guesthouse

Brú, 861 Hvolsvöllur

Við bjóðum upp á gistingu í nýtískulegum smáhýsum fyrir 2-4 gesti í rúmum og svefnsófa. Þau eru vel útbúin með smáeldhúsi, uppábúnum rúmum, svefnsófa, baðherbergi með sturtu, nettengingu, sjónvarpi og aðstöðu til að hlaða rafmagnsbíla.

Við erum staðsett á miðju suðurlandi (rétt hjá Seljalandsfossi) 

Það er fátt betra en að vakna upp á fallegum morgni, fá sér morgunkaffið og horfa á hina tignarlegu fjallasýn Eyjafjallajökuls, Tindfjallajökuls, Mýrdalsjökuls og yfir til Vestmannaeyja. Það er alla vega óhætt að segja að við séum á einum heitasta stað landsins í orðsins fyllstu merkinu með fimm virkar eldstöðvar sem umkringja okkur á alla kanta.

Frá okkur er stutt í allar áttir á suðurlandi hvort sem þú vilt fara í göngu á fallegum stöðum, keyra inn á hálendið, skjótast til Vestmannaeyja, fara í golf, skoða hinar fjölmörgu náttúruperlur suðurstrandarinnar eða bara fara í sund og slaka á .

CJA gisting

Hjalli, 650 Laugar

Á bænum Hjalla í Reykjadal er rekið fjögurra herbergja gistiheimili. Seld er gisting með morgunverði í eins til þriggja manna herbergjum án baðs í kyrrlátu umhverfi og heimilislegu andrúmslofti. Hjalli er einstaklega vel staðsettur á Demantshringnum miðja vegu milli Mývatns og Húsavíkur í eingöngu 2 km fjarlægð frá Laugum – nærri nauðsynjum og náttúruperlum en um leið aðeins út úr iðju og asa.

Til að komast í CJA gistingu er ekið eftir ómerktum malarvegi sem liggur suður frá Laugum austan Reykjadalsár (þjóðvegur 1 er vestan við ána). Við veginn standa nokkur hús, bæir og sumarbústaðir en hann endar svo aðeins frá því öllu, á Hjalla. Þá má geta þess að Hjalli er skógræktarjörð og nærumhverfið tilvalið til göngu og útivistar, auk þess sem þar má bæði finna ber og sveppi til að tína og fjölskrúðugt fuglalíf til þess að fylgjast með.

Gistiheimilið Sólgarðar

Brekkugata 6, 600 Akureyri

Þetta fjölskyldurekna gistihús er staðsett í miðbæ Akureyrar, í innan við 100 metra fjarlægð frá Ráðhústorginu. Það býður upp á ókeypis Wi-Fi Internet, sameiginlegt eldhús og björt herbergi með sjónvarpi og setusvæði.

Herbergin á Guesthouse Sólgarðar eru öll með sameiginlega baðherbergisaðstöðu. Þau eru einnig öll með annaðhvort fataskáp eða fataslá.

Í hverju herbergi er að finna ísskáp, ketill, kaffi og te. Í eldhúsinu er boðið upp á ókeypis te og kaffi. Veitingastaði og kaffihús er að finna í innan við 60 metra fjarlægð frá gististaðnum Sólgarðar Guesthouse.

Menningarhúsið Hof sem og hvalaskoðunarferðir eru í innan við 5 mínútna göngufjarlægð. Önnur afþreying á svæðinu felur í sér skíðabrekkur Hlíðarfjalls, golfvöllinn Jaðarsvöll og Sundlaug Akureyrar. 

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Leyfisnúmer HG00016548

Skyggnir Bed and Breakfast

Skyggnir, 846 Flúðir

Vinsamlegast hafið samband fyrir frekari upplýsingar og bókanir

Gistiheimilið Húsið

Fljótshlíðarvegur, 861 Hvolsvöllur

Gistihúsið Húsið er staðsett í jarðvarmagarði Kötlu í aðeins 20 mínútna akstursfjarlægð frá göngusvæði Þórsmerkur. Í boði er útsýni yfir fjöll og sveit ásamt ókeypis Wi-Fi Interneti og bílastæði. Boðið er eingöngu herbergið með uppábúin rúm með eigin handlaug og aðgang að sameiginlegu baðherbergi.

Gestasetustofan er með DVD-spilara, spil og sófar. Morgunverðarhlaðborð er borið fram frá kl. 8:00 til 9:30, og hægt er líka að panta nestispakka. Starfsfólk getur aðstoðað við að skipuleggja hestaferðir eða gönguferðir.

Mikil afþreying er í boði. Sem dæmi má nefna Gluggafoss sem er friðlýst náttúruvætti. Fljótshlíðardalurinn er allt um kring en þar er að finna jökultindana í Kötlu Jarðvangi. Á svæðinu er vinsælt að stunda hestaferðir,  golf og fiskveiðar.  Við mælum einnig með að skoða Lava – Eldfjalla- og jarðskjálftamiðstöð Íslands sem er fjölbreytt afþreyingar- og upplifunarmiðstöð. Lava gefur þér ekki aðeins kost á að upplifa náttúruöfl með gagnvirkum og lifandi hætti, heldur tengir þig einnig við náttúruna sem við þér blasir: Heklu, Tindfjöll, Kötlu, Eyjafjallajökul og Vestmannaeyjar.

Verslanir, veitingarstaðir og sundlaginn er á Hvolsvelli. Á sundlaugarsvæðinu eru: 25m útilaug, 2x heitir pottar; 1x vaðlaug; Rennibraut; Úti- og inniklefar; Gufubað.

Gistiheimilið Við Hafið

Ólafsbraut 55, 355 Ólafsvík

Fallegt gistiheimili sem býður uppá gistingu fyrir allt að 44 gesti í  2ja, 3ja og 4 manna herbergjum með sameiginlegri snyrtiaðstöðu og einnig 2ja manna herbergi með sér snyrtiaðstöðu. 10 manna hostelherbergi er á gistiheimilinu og herbergi með aðgengi fyrir fatlaða.                                                                                                                                

Gistiheimilið er staðsett við aðalgötu bæjarins og aðeins 100m frá bryggjunni með fallegt útsýni yfir Breiðafjörðinn. Verslanir, veitingastaðir, apótek, banki og upplýsingamiðstöð eru í göngufæri og einnig er stutt ganga til sundlaugar op íþróttasvæðis.

Gamla gistihúsið

Mánagata 5, 400 Ísafjörður

 Gamla gistihúsið er heimilislegt gistiheimili vel staðsett á besta stað í miðbæ Ísafjarðar. Gistirými er fyrir 21 í níu björtum herbergjum. Í öllum herbergjum er vaskur, sjónvarp og tölvutenging. Notalegir baðsloppar fylgja öllum herbergjum.
Sameiginleg bað- og snyrtiaðstaða er á hvorri hæð og hægt er að fá barnarúm og dýnur fyrir yngstu gestina.
Morgunverður er framreiddur í morgunverðarsal.

Góð aðstaða fyrir hreyfihamlaða. Notaleg setustofa með tölvu og bókahorni. Eldurnaraðstaða. Gamla gistihúsið er reyklaust.

Einnig er boðið upp á  svefnpokapláss fyrir allt að 21 í sérhúsi, þar sem er góð snyrtiaðstaða, setustofa með sjónvarpi auk eldunaraðstöðu.

 

Rauðuskriður gisting í sveitasælunni

Rauðuskriður, 861 Hvolsvöllur

Rauðuskriður er hefðbundinn sveitabær sem er staðsettur í Fljótshlíð á suðurlandi, í c.a. 20 mínútna fjarlægð frá Hvolsvelli Í dag er bærinn heimili Þorsteins Guðjónssonar og Ingveldar Guðnýjar Sveinsdóttur og yngri barna þeirra.

Á Rauðuskriðum var mjólkurframleiðsla til ársins 1999 en eftir það höfum við aðallega alið kindur. Við erum þó einnig með nokkra hesta, kýr, tvo hunda og einn kött. Húsin sem hér hafa verið reist eru íbúðurhúsið sem við búum í og fjögur smahýsi sem eru um 30 metra frá íbúðarhúsinu. Hvert smáhýsi er búið öllum helstu nauðsynjum og búnaði til góðrar dvalar, hvort sem er í lengri eða skemmri tíma. Þ.m.t. fullbúið baðherbergi með sturtu, eldunaraðsöðu og helstu eldhúsáhöld og borðbúnaður,  uppbúnu hjónarúmi eða tveimur einstaklingsrúmum ásamt handklæðum.

Á svæðinu er ýmislegt við að vera og til að gera dvölina ánægjulegri s.s heitur pottur, gasgrill, útihúsgögn, leiktæki fyrir börnin, snertingin við sveitina og dýrin, margar skemmtilegar lengri og styttri gönguleiðir og svo auðvitað Stóra Dímon. Friðsældin og náttúrufegurðin er einstök á Markarfljótsaurunum. Einnig er boðið uppá samkomutjald og tjaldsvæði fyrir stærri eða minni fjölskyldu eða vinahópa.

Við vonumst til að hitta sem flesta landa okkar á komandi árum.

Nálægar náttúruperlur: Seljalandsfoss, Þórsmörk, Vestmannaeyjar og allir vinsælustu ferðamannastaðir landsins.

Í nágrenninu er fjöldi ferðaþjónustufyrirtækja sem bjóða uppá margvíslega afþreyingu s.s fjórhjól, hestaleigur, jöklaferðir, snjósleðaferðir og fleira.

Finnið okkur á Facebook hér.

Kennarabústaður

Goðaland lóð, 861 Hvolsvöllur

Kennarabústaður er staðsettur í fyrrverandi kennarahúsnæði og býður upp á gistirými á Hvolsvallarsvæðinu, 10 km frá Hvolsvöllum. Gestir hafa aðgang að ókeypis WiFi og sólarverönd. Stórt sameiginlegt eldhús og matsalur  er á gististaðnum. Boðið er eingöngu herbergið með uppábúin rúm. Allt gistirýmið staðsett á jarðhæð.

Mikil afþreying er í boði. Sem dæmi má nefna Gluggafoss sem er friðlýst náttúruvætti. Fljótshlíðardalurinn er allt um kring en þar er að finna jökultindana í Kötlu Jarðvangi. Á svæðinu er vinsælt að stunda hestaferðir,  golf og fiskveiðar.  Sundlaginn er á Hvolsvelli. Á sundlaugarsvæðinu eru: 25m útilaug, 2x heitir pottar; 1x vaðlaug; Rennibraut; Úti- og inniklefar; Gufubað.

Gistiheimilið Súlur

Þórunnarstræti 93, 600 Akureyri

Þórunnarstræti 93, Akureyri er opið allt árið. Gisting í 1-4 manna herbergjum, sem öll eru með baðherbergi, einnig er sjónvarp á herbergjum og þráðlaus nettenging. Húsið er mjög vel staðsett en það tekur 2 mínútur að labba í sund og 10 mínútur að ganga í miðbæinn.

 Endilega hafið samband við okkur í gegnum mailið okkar gulavillan@nett.is

Sveitasetrið Gauksmýri

Gauksmýri, 531 Hvammstangi

Skyrhúsið HI Hostel

Hali, 781 Höfn í Hornafirði

Gistiheimilið Skyrhúsið er lítið og notalegt gistiheimili í snyrtilegu og heimilislegu umhverfi. Gisting í 11 herbergjum, 4 sameiginleg baðherbergi. Eldunaraðstaða fyrir gesti. Viðvera stafsmanna allan sólarhringinn.

Sunnuhlid houses ehf.

Sunnuhlíð, 606 Akureyri

Frábær staðsetning í faðmi náttúrunnar en þó örstutt frá Akureyri, höfuðstað Norðurlands.

Góð gisting í tveimur íbúðum og þremur litlum húsum.

Welcome Lambafell

Lambafell, 861 Hvolsvöllur

Welcome Lambafelll er vel staðsett á Suðurlandi, rétt við þjóðveg 1, um 5 km vestur af Skógum. Áhugaverðir staðir í nágrenninu eru m.a. Skógarfoss, Seljalandsfoss, gamla sundlaugin á Seljavöllum, Þórsmörk og Reynisfjara. Þá má nefna hina vinsælu gönguleið frá Skógum yfir Fimmvörðuháls. 

Fyrir þá sem vilja ferðast til Vestmanneyja frá Landeyjahöfn þá er það aðeins 20 mínútna akstur.

Ráðhústorg 1 Akureyri

Ráðhústorg 1, 600 Akureyri
Vel útbúin íbúð fyrir allt að 8 manns með góðum svölum á efstu hæð  á horni göngugötunnar og Ráðhústorgs.  Öll þjónusta, veitingastaðir og verslun í göngufæri.

Í íbúðinni, sem er 108 fermetrar að stærð, eru þrjú svefnherbergi, tvö með tvíbreiðum rúmum þar sem annað er með sér svölum og þriðja svefnherbergið með 4 kojum.

Þessi bjarta og rúmgóðíbúð er með setusvæði, borðstofu og notalegum borðkrók. Svalir eru á tvo vegu í stofu og snúút að göngugötu og að Ráðhústorgi.   Íbúðin er með fullbúnu eldhúsi sem inniheldur eldavél, ísskáp, örbylgjuofn og uppþvottavél.  Þá er í íbúðinni gasgrill sem hægt er að nota á svölunum. Snyrtilegt baðherbergi með baði og sturtu.  Nýir gluggar með hljóðeinangrandi gleri.    

Internet og AppleTV / Netflix innifalið í leigu.

Eric the Red Guesthouse

Eiríksgata 6, 101 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Cabin 9 - iceland

Stóratorfa 9, 880 Kirkjubæjarklaustur

Höfði Guesthouse

Dýrafjörður, 471 Þingeyri

Höfði Guesthouse er ská á móti Þingeyri og blasir við af Brekkuhálsinum, en til Þingeyrar frá Höfða
eru um 15 km.

Gestgjafar búa á jörðinni ásamt börnum, og eru með búrekstur og skógrækt. Margar skemmtilegar
gönguleiðir eru í nágrenni Höfða og eins er stutt að keyra á fallega staði eins og t.d. Dýrafjarðarbotn með fallegum vatnsföllum og Mýrafellið með sitt fallega útsýni og þar rétt hjá Skrúð séra Sigtryggs Guðlaugssonar sem er elsti skrúðgarður landsins og er staðsettur innan til við gamla héraðsskólann að Núpi. 

Fyrir rúmlega 100 árum var á Höfða hvalveiðistöð, reist og starfrækt af norðmönnum, síðar var starfrækt þar bókasafn hreppsins og sparisjóður Mýrahrepps í höndum Guðmundar Gíslasonar
og Jóhönnu Guðmundsdóttur bænda á Höfða ( Ystabæ.) 

Dýrafjörðurinn er stórfenglegur jafnt sumar sem vetur. 

Aðbúnaður gesta:
Íbúð með tveggja manna herbergi, eldhúsi, baði og sér inngangi. Þráðlaus nettenging. Utandyra eru bekkir og borð ásamt gas- og kolagrilli

Hægt er að panta með sólarhrings fyrirvara, morgunverð, nestispakka sem og léttan kvöldverð. 

Eyjólfsstaðir á Héraði

Fljótsdalshérað, 701 Egilsstaðir

Á Eyjólfsstöðum eru 21 herbergi í fallegu, tvílyftu timburhúsi með notalegum morgunverðarsal og rúmgóðum setustofum. Boðið er upp á uppbúin rúm með morgunverði í eins, tveggja, þriggja og fjögurra manna herbergjum. Það eru sameiginleg salerni og sturtur á hverjum gangi
Þráðlaus nettenging er í húsinu og ávallt boðið upp á kaffi og te.
Kvöldverður útbúin fyrir hópa ef bókað er fyrirfram.
Eyjólfsstaðir eru á Fljótsdalshéraði, aðeins 9 km suður af Egilsstöðum, húsin eru mjög sýnileg frá þjóðvegi 1.

GPS: 65* 11,319´N, 14* 30,111' W

Opið: 1. maí - 30. september
Búskapur: Skógrækt og kornrækt.
Önnur starfsemi: Biblíuskóli
Golf: 12 km
Næsta þéttbýli / sundlaug: Egilsstaðir 9 km.
Gestgjafi Guðbjartur Árnason

Blábjörg Resort

Gamla Frystihúsið, 720 Borgarfjörður eystri

Blábjörg Resort er staðsett í sjávarþorpinu Bakkagerði á Borgarfirði eystri, sem er náttúruperla með óteljandi útivistarmöguleika allt árið um kring. Svæðið er rómað fyrir náttúrufegurð, fjallahringurinn umvefur fjörðinn og fyrir miðjum firði, neðst í þorpinu Bakkagerði, trónir Álfaborgin yfir. 

Hafnarhólminn iðar af fuglalífi frá maí og allt til byrjun ágúst. Lundinn sest upp í hólmann fyrstu vikuna í apríl og fer svo aftur í kringum 10. ágúst. 

Í Blábjörgum finna allir eitthvað við sitt hæfi. Gisitheimilið hefur uppá að bjóða 11x lítil og snyrtileg herbergi með 3x sameiginlegum baðherbergjum, 9x lúxus hótel herbergi með sérbaði og útsýni yfir fjörðinn, og síðast en ekki síst hótel íbúðirnar okkar fjórar. Þar af eru 2x studio íbúðir með sjávarsýn, 1x 2-svefnherbergja íbúð og 1x 3-svefnherbergja íbúð. 

Veitingastaðurinn okkar, Frystiklefinn, leggur mikla áherslu á að vinna með hráefni úr nærumhverfinu og Musterið Heilsulind býður upp á fjöldan allan af meðferðum fyrir bæði líkama og sál. 

Broddanes – HI Hostel / Farfuglaheimili

Broddanesskóli, 510 Hólmavík

Broddanes Hostel er lítið, vinalegt farfuglaheimili sem einkennist af frið og ró. Náttúra svæðisins er mjög sérstök og fjölbreytt og þar má finna nes, voga, eyjar, hólma og sker. Mikið fuglalíf er á svæðinu og því tilvalinn staður fyrir þá sem hafa gaman af fuglaskoðun. Einnig má sjá seli synda við ströndina eða flatmaga á skerjum í nágrenninu.

Fyrir þá ævintýragjörnu er tilvalið að leigja kajak og komast í meira návígi við fugla og seli eða bara til kanna svæðið frá öðru sjónarhorni. Einnig er hægt að fara í styttri og lengri gönguferðir -meðfram ströndinni eða upp til fjalla – allt eftir getu og vilja hvers og eins.

Á svæðinu:

· Broddanes er miðsvæðis á Ströndum aðeins 35 km sunnan Hólmavíkur og því tilvalinn staður til að dvelja á og fara í dagsferðir um nágrennið.

· Sauðfjársetur – safn og kaffihús – er aðeins í 20 mínútna aksturfjarlægð

· Hólmavík - þar er verslun, sundlaug, golfvöllur, kaffihús, veitingastaðir og Galdrasafnið. Þar er einnig boðið upp á hvalaskoðunarferðir.

· Drangsnes - Dagsferð á Drangsnes með viðkomu í heitu pottunum í fjöruborðinu eða ferð út í Grímsey

· Bjarnarfjörður með Kotbýli kuklarans og Gvendarlaug.

Athugasemdir:

Farfuglaheimilið er staðsett á vegi nr. 68, í um 240 km fjarlgæð frá Reykjavík og 35 km sunnan Hólmavíkur. Ekki er boðið upp á neinar veitingar en stórt eldhús er til staðar fyrir gesti. Næsta matvöruverslun er á Hólmavík.

Gistiheimilið Koddinn

Hrannargata 2, 400 Ísafjörður

Koddinn er gistiheimili sem er staðsett fyrir ofan veitingarstaðinn Húsið. Það eru 5 herbergi, sameiginlega stofa, eldhús og baðherbergi.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Gistiheimilið Höfði

Hrísahöfði, 620 Dalvík

Gistiþjónusta í þremur húsum í 1 nótt eða fleiri. Með eða án sængurfatnaði. 

Vel staðsett hús í nágrenni við Dalvík, aðeins 15 mínútna gangur. Frábært útsýni inn Svarfaðardalinn. Tvö hús eru í boði, minna húsið er fyrir hámark tvo og það stærra fyrir hámark sjö manns. Sauna og heitur pottur á staðnum.

Stikaðar gönguleiðir tengdar fuglalífi í næsta nágrenni. 5 mínútna akstur að skíðasvæðinu.

Afþreying í nágrenninu: sundlaug, hestaleiga, skíði, hvalaskoðun, golf, gönguferðir.

 

Svala Apartments

Laugavegur 71, 101 Reykjavík

Svala Apartments samanstendur af 8 íbúðum sem eru staðsettar á Laugaveginum. Þrjár af íbúðunum eru fyrir 4 manneskjur og eru hinar fimm íbúðirnar fyrir tvær manneskjur.

Allar íbúðirnar eru með sér baðherbergi með sturtu. Allar íbúðirnar eru með eldhús sem er útbúið öllu sem þarf til að elda og borða ásamt ískáp og ofni. Fimm af íbúðunum eru með uppþvottavél. Sumar af íbúðunum eru með sér svölum. 

Íbúðirnar voru allar innréttaðar í júní 2018 með hágæða húsgögnum þar sem útlit og þægindi voru í fyrirrúmi.

Kastalinn Gistiheimili

Brekkuhvammur 1, 370 Búðardalur

Kastalinn býður upp á gistingu í Búðardal. Gististaðurinn stendur við svartar strendur Hvammsfjarðar og er í göngufæri við Vínlandssetur - sýning og kaffihús, Dalakot - veitingastaður, Krambúðina, Blómalind - kaffihús og blómabúð, handverkshópinn Bolla, Dalahesta - hestaleiga og margt fleira.

Öll herbergi eru með ísskáp, kaffivél, katli, og ristavél, fríu WiFi og bíðastæði. Til staðar er sameiginlegt rými með eldunaraðstöðu, þvottavél og þurrkara. 

Á lóðinni eru einnig að finna þrjú lítil hýsi (15m2) með sér baðherbergi, ísskáp, kaffivél, katli, brauðrist og örbylgjuofni. 

Gas og kolagrill standa gestum til boða. 

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana. 

Ferðaþjónustan Himnasvalir

Egilsá, 560 Varmahlíð

Velkomin í þægilega sveitagistingu á Gistiheimilinu Himnasvölum.

JRJ jeppaferðir sérsníða ferðir eftir þínu höfði.

Sjáið jeppaferdir.is fyrir upplýsingar og bókanir.

Gistiheimilið Malarhorn

Grundargata 17, 520 Drangsnes

Á gistiheimilinu Malarhorni er boðið upp á að leigja hús með 4 svefnherbergjum og eldhúsi (hús nr. 2), tveggja manna herbergi með snyrtingu og sturtu í 10 herbergja húsi (hús nr. 1),
íbúð með aðgengi fyrir fatlaða, fjölskylduherbergi og lúxusherbergi, 27 fm hvort (hús nr. 3).

Veitingahúsið Malarkaffi er rekið á sama stað, auk þess sem boðið er upp á siglingar út í eyjuna Grímsey, þar sem hægt er að njóta fjölskrúðugs fuglalífs yfir sumartímann. Einnig er möguleiki á sjóstangveiði.

Hótel Látrabjarg

Fagrihvammur, Örlygshofn, 451 Patreksfjörður

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Gistihús Hólmavíkur

Hafnarbraut 22, 510 Hólmavík

Gistihús Hólmavíkur býður upp á gistingu og morgunverð. Húsið er staðsett við höfnina. Á eftri hæðinni er einnig kaffihús þar sem hægt er að fara út á svalir og njóta útsýnisins yfir Steingrímsfjörðinn.

Hostel B47

Barónsstígur 47, 101 Reykjavík

HOSTEL B47 er til húsa í gömlu Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg, í góðu göngufæri við miðbæinn. Bókanir fara fram á Netinu og fá gestir sendan aðgangskóða í tölvupósti sem þeir nota til að fá aðgang að húsinu og opna herbergi sín. Bæði er boðið upp á sérherbergi fyrir 2-5 manns og sameiginleg herbergi.

Lava Guesthouse

Bárustígur 13, 900 Vestmannaeyjar

Við erum með 7 herbergi á gistiheimilinu, 2ja til 5 manna herbergi.

Staðsett á besta stað í hjarta Vestmannaeyja, allt til alls í kring.

Vinsamlegast hafið samband til að fá nánari upplýsingar.

Gistiheimilið Hof / Ferðaþjónustan Hofi

Austur Húnavatnssýsla, 541 Blönduós

Hof er í austanverðum Vatnsdal, við þjóðveg 722, 16 km frá hringveginum, þjóðvegi 1.  

Gistiaðstaða í sérhúsi á sveitabæ. 6x2ja manna herbergi með baði, 3 x 2ja manna herbergi án baðs. Eldhús og hlýleg, stór setustofa. Grillhús. Góð aðstaða fyrir minni hópa.

• Kreditkort (Visa/Euro/Mastercard)
• Reyklaus gisting
• Hefðbundinn búskapur
• Fuglaskoðun
• Merktar gönguleiðir
• Húsdýr til sýnis
• Eldunaraðstaða og grillhús

Landnámsjörð Vatnsdælasögu. Mjög góðar gönguleiðir í nágrenninu, nátturu- og/eða söguskoðun.

Næsta verslun: Blönduós, 32 km

Snotra House

Ásvegur 3, 851 Hella

Snotra Hostel býður upp á gistirými í Þykkvabæ.

Sum herbergin eru með útsýni yfir fjöllin eða garðinn. Öll herbergin eru með sameiginlegt baðherbergi. Á Snotra Hostel er ókeypis WiFi.

Það er sameiginlegt eldhús á gististaðnum.

Næsti flugvöllur er Reykjavíkurflugvöllur, 78 km frá gististaðnum. 

Nýpugarðar

Nýpugarðar, 781 Höfn í Hornafirði

Nýpugarðar er gistiheimili á Suðausturlandi sem býður upp á ódýra gistingu þar sem áhersla er lögð á góða þjónustu. Við bjóðum uppá níu hefbergi með sérbaði, tvö með sameiginlegu baði auk tveggja sumarhúsa sem rúma 2-4 gesti.

Á Nýpugörðum er boðið upp á hefðbundin íslenskan mat. Nýpugarðar er staðsett upp á hól og hefur frábært útsýni yfir jökla, fjallahringinn sem Hornafjörður skartar og heillandi fjörurnar í bakrunn.

Hótel Hvammstangi

Norðurbraut 1, 530 Hvammstangi

Gististaðurinn er staðsettur á Hvammstanga við Miðfjörð á Norðvesturlandi, 6 km frá Hringveginum. Boðið er upp á ókeypis WiFi og stóra verönd með útihúsgögnum og útsýni yfir fjörðinn.

Herbergin á Hótel Hvammstanga eru búin einföldum og björtum innréttingum og þaðan er útsýni yfir garðinn. Þau eru öll með sérbaðherbergi og sturtu.

Í sjálfssalanum í sameiginlegu sjónvarpsstofunni er mikið úrval af kaffi og te. Gestum er boðið er upp á ókeypis aðgang að almenningssundlauginni, heitu pottunum og eimbaðinu sem staðsett eru hinum megin við götuna frá Hótel Hvammstanga.

Gistiheimilið er hálfa vegu á milli Reykjavíkur og Akureyrar en Hvítserkur er klettur í sjó í 50 km fjarlægð. Selasetrið er í 2 mínútna göngufjarlægð frá hótelinu.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Skammidalur Gistiheimili

Skammidalur 2, 871 Vík

Skammidalur Gistiheimili.

Býður upp á gistirými í aðeins 7 km fjarlægð frá Vík en allt í kring er órofið landslag Suðurlands. Gistiheimilið er með útsýni yfir Reynisdranga, Reynisfjall og Dyrhólaey.

Herbergin eru með viðargólf, lítið setusvæði, hárþurrku og vask. Gestir eru með aðgang að sameiginlegu eldhúsi og 2 sameiginlegum baðherbergjum. Ókeypis Wi-Fi Internet er í boði.

Gestir geta notið útsýnis yfir garðinn, fjöllin og sjóinn frá herbergjunum og veröndinni á Skammidalur Gistiheimili.

Fjalladýrð

Reykjahlíð/Mývatn, 701 Egilsstaðir

Velkomin í Fjalladýrð í Möðrudal! Hér er að finna gistingu við allra hæfi, kaffi – og veitingahús. Hægt er að njóta umhverfisins á eigin spýtur en einnig eru skipulagðar skoðunarferði í boði. Möðrudalur er um 10 mín. akstur frá hringvegi 1, á vegi 901, mitt á milli Mývatnssveitar og Egilsstaða.

Möðrudalur er hæsta byggða ból á Íslandi, 469 metra yfir sjávarmáli. Bæinn er að finna á hásléttunni norðan Vatnajökuls. Möðrudalur var landnámsjörð og kirkjustaður allt frá fyrstu dögum kristni. Í dag er blandaður búskapur stundaður í Möðrudal og afurðir búsins nýttar í ferðaþjónustu staðarins.
Í Möðrudal er lítil snotur kirkja sem reist var af ábúandanum Jóni Stefánssyni í minningu konu sinnar og málaði hann einnig altaristöfluna í sínum sérstaka stíl. Sonur hans Stefán Jónson, Stórval, gerði seinna garðinn frægan með myndum sínum af Herðubreið. Listin blundar enn í afkomendum Jóns bónda og myndir Írisar Lindar prýða betri herbergi Fjalladýrðar.

Fjallakaffi, er kaffi-/veitingahús staðarins og þar má gæða sér á kleinum og ástarpungum með kaffibollanum eða panta sér dýrindis máltíð af matseðlinum þar sem áhersla er á afurðir beint frá býli.

Nokkrar gönguleiðir eru í boði á svæðinu og hægt að nálgast kort í upplýsingamiðstöð. Þar er einnig hægt að sjá kvikmynd sem sýnir svipmyndir frá gosinu í Holuhrauni 2014. Úr Möðrudal er stutt í margar óviðjafnanlegar náttúruperlur eins og Herðubreiðarlindir, Öskju, Kverkfjöll, Hvannalindir, Jökuldalsheiði Stuðlagil og Stórurð.

Gistingin hjá okkur er með ýmsu sniði, hægt er að upplifa gömlu baðstofumenninguna í baðstofunum okkar sem eru frábær kostur fyrir fjölskyldur og vinahópa. Fyrir einstaklinga og pör eru herbergi með og án baðs í boði sem og aðgangur að eldhúsi. Síðast en ekki síst er tjaldstæðið okkar til reiðu fyrir bæði tjöld og húsbíla.

Tjaldsvæði opin frá júní fram í miðjan september.

Seljalandsfoss Horizons

Eystra-Seljalandi, 861 Hvolsvöllur

Úrvals gisting í glæilegum smáhýsum. Frábær staðsetning í hjarta Suðurlands.

Hagi I

Hagi 1, Aðaldalur, 641 Húsavík

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Berunes

Berunes, 766 Djúpivogur

Á Berunesi er að finna eitt elsta Farfuglaheimilið í HI keðjunni auk tjaldsvæðis og veitingastaðar sem opinn er yfir hásumarið. Í eldhúsinu er lögð áhersla á að nýta stað- og árstíðarbundin matvæli frá sjó og landi og barinn býður upp á úrval drykkja frá nálægum brugghúsum.

Hægt er að velja milli herbergja með sameiginlegu baði, leigu á gamla bænum og þægilegra smáhýsa, sem henta sérstaklega vel fyrir fjölskyldur. 

Á svæðinu er úrval gönguleiða á mismunandi erfiðleikastigum og af tindum er útsýni yfir suðurfirðina. Mikið fuglalíf er á svæðinu og einstök steinasöfn á Djúpavogi og Stöðvarfirði. 

Berunes er tilvalinn staður til þess að upplifa allt það sem Austurland hefur uppá að bjóða. Innan við 90 mínutna fjarlægð er Höfn, Egilsstaðir, Vök Böðin, Óbyggðasetrið, Seyðisfjörður og Stuðlagil. 
______

Við hjá Farfuglum leggjum okkur statt og stöðugt fram við að standa undir orðspori okkar sem leiðtogar á sviði sjálfbærrar ferðaþjónustu. Við tökum virkan þátt í að efla sjálfbærni í okkar samfélögum og sýnum það í verki í allri okkar starfsemi og stefnu.  

Höfn HI Hostel / Farfuglaheimili

Hvannabraut 3, 780 Höfn í Hornafirði

Höfn er stærsti þéttbýliskjarninn í Sveitarfélaginu Hornafirði og sá eini í Ríki Vatnajökuls. Náttúran allt um kring er stórbrotin og bærinn er oft kenndur við humarinn enda er Humarhátíðin, ein af elstu bæjarhátíðum á Íslandi haldin þar á hverju sumri. Á svæðinu er margt áhugavert að skoða en hæst ber undurfögur náttúra Vatnajökulsþjóðgarðs. Í bænum er mikið úrval af þjónustu og afþreyingu og hver einasti veitingastaður býður að sjálfsögðu upp á gómsæta humarrétti.

Gistiheimilið er vel staðsett í rólegu umhverfi en þó stutt í verslanir, sund og á veitingastaði. Húsið hefur verið endurnýjað að miklu leyti og mismunandi herbergistegundir í boði. Á staðnum er góð morgunverðar aðstaða, þægileg setustofa og vel búið eldhús sem gestir hafa afnot af.  

Á svæðinu:

  • Í Vatnajökulsþjóðgarði er úrval af afþreyingarmöguleikum. T.d. er hægt að fara í skipulagðar jöklaferðir, jöklagöngur og hestaferðir. 
  • Höfn er vel staðsett fyrir þá sem ætla að ganga hin stórbrotnu Lónsöræfi sem einkennast af tilkomumiklum líparít fjöllum, með klettóttum gljúfrum og öðru bergi sem saman skapa stórfenglegt sjónarspil lita. 
  • Heitu laugarnar í Glacier World – Hoffelli eru einungis í 19 km fjarlægð frá Höfn. Þar er tilvalið að gefa sér góðan tíma til að slaka á og njóta náttúrunnar eins og hún gerist best.  

Bergþórshvoll

Bergþórshvoll 2, 861 Hvolsvöllur

Á Njáluslóð.

Bjóðum upp á gistingu á einni af merkustu jörð Íslendingasagna.  Gisting í uppábúnum rúmum fyrir allt að 10 manns í 4 herb. 

Hótel Breiðavík við Látrabjarg

Látrabjarg, 451 Patreksfjörður

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Hótel Heydalur / Ferðaþjónustan í Heydal

Mjóifjörður, 420 Súðavík

Sveitahótelið Heydalur er í 130 km fjarlægð frá Ísafirði og 320 km – 340 km fjarlægð frá Reykjavík eftir því hvaða leið er valin. Veitingasalur, sem er í gamalli hlöðu, rúmar 70 – 100 manns og fundaraðstaða er fyrir 10 – 40 manns. Boðið er upp á gistingu fyrir 59 manns í átta tveggja manna og einu þriggja manna herbergi í flokki 3  og átta tveggja manna og tveimur þriggja manna herbergjum í flokki 4 öll með sér baðherbergjum ásamt þremur sumarbústöðum, annars vegar 10 manna og hins vegar 4 – 5 manna. Gott tjaldsvæði sem er opið frá 1. júní fram í októberlok.

 Gnægð afþreyingar er í boði. Lítil sundlaug í suðrænu gróðurhúsi, heitur frumlegur pottur og náttúrulaug vígð af Gvendi góða. Kajak og hestaleiga með leiðsögn við allra hæfi, bæði styttri ferðir og dagsferðir. Veiði í vötnum.   Á veturna snjóþrúgur og gönguskíði. Falleg gönguleið um dalinn sem eitt sinn hýsti 13 bæi. Friðaður birkiskógur. Fjölbreytt  fuglalíf og plöntugróður. Fugla og plöntuspjöld eru til fróðleiks.

 Veitingasalurinn er öllum opinn. Boðið er upp á fjölbreyttan matseðil, þar sem áhersla er lögð á mat úr héraði, heimaræktuðu grænmeti og nýveiddan silung úr eigið eldi. Veitingastaðurinn er með vínveitingaleyfi.

 Á tjaldsvæðinu er snyrtiaðstaða með heitu vatni, þrjú kvenna og karla klósett og sturtur sitt hvoru megin. Rafmagn fyrir húsbíla og tjaldvagna. Leiksvæði bæði fyrir börn og unglinga. Frábært umhverfi  til göngu og leikja í kjarrinu.

 Hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla

 Gisting:  3 hús, 19 herbergi, 59 rúm

Arctic Exclusive Ranch

Efri EY, 881 Kirkjubæjarklaustur

Arctic Exclusive Ranch er býli á Suðausturlandi, vel í sveit sett til að skoða margar helstu náttúruperlur landsins. Við munum bjóða upp á meiri þjónustu og meiri gistingu á bænum þegar fram líða stundir en meðal annars er í boði að leigja bæinn fyrir allt að 8 manns í hópa.

Gistiheimilið Gullsól

Sólberg, 611 Grímsey

Gistiheimilið okkar er staðsett í hjarta eyjarinnar beint fyrir ofan höfnina með útsýni þar yfir. Húsið er á þremur hæðum og efri tvær hýsa gistiheimilið og á neðri hæðinni er handverkverslunin okkar og kaffihús.

 

Gistiheimilið býður upp á 6 svefnherbergi.

Þrjú einstaklingsherbergi.

Tvö herbergi með 120cm rúmum (fyrir 1-2 manns)

Eitt herbergi er með tveimur einbreiðum rúmum.

 

Við eigum einnig eitt ferðabarnarúm fyrir börn undir 2 ára. Foreldrar geta fengið það til notkunar þeim að kostnaðarlausu.

 

Baðherbergið er staðsett á efstu hæðinni og er sameiginlegt öllum til notkunar.

Frítt WIFI er innifalið í gistingu.

Við bjóðum eingöngu upp á uppábúin rúm með hágæða rúmfötum og tveimur koddum á mann. Hver gestur fær einnig handklæði og þvottapoki til afnota.

Eldhúsaðstaða og stofa eru sameiginlegt rými til notkunar fyrir alla okkar gesti.

Eldhúsið er stakkbúið eldavél, örbylgjuofni, kaffikönnu, samlokugrilli, brauðrist, tekatli og fleiri tækjum.

Eldhúsborðið tekur 8 í sæti og svo er að finna sófa og hægindastóla inn í stofu innan af eldhúsinu.

 

Á jarðhæðinni erum að finna tvískipta starfsemi;

Í kaffihúsinu bjóðum við upp á kaffi/te/kakó og vöfflur með sultu/súkkulaði og rjóma.

Síðan er lítil handverksvöruverslun með handgerðar og prjónaðar vörur sem og minjagripi og þar á meðal skjal til staðfestingar um að viðkomandi hafi komið til Grímseyjar.

 

Fyrir bókanir og fleiri upplýsingar varðandi gistiheimilið og starfsemi heimsækið heimasíðuna okkar www.gullsol.is eða sendið okkur póst á netfangið gullsol@gullsol.is

Langafit, gistiheimili

Laugarbakki, 531 Hvammstangi

Notalegt og snyrtilegt gistiheimili með fjórum herbergjum,svefnpláss fyrir 13 manns,svefnpoki eða uppábúið.Eldhús,þvottavél og þurrkari.Sturtur og pottur.

 

Tjaldsvæðið Langafit er lítið, notalegt tjaldsvæði með aðgangi að heitum pottum og sturtum, þvottavél og þurrkara.  Fallegt og aðlaðandi handverkshús er á staðnum með kaffi og vöfflum.

Opnunartími tjaldsvæðis

Opið yfir sumarið (háð tíðarfari)

Verð á tjaldsvæði 2016

Verð fyrir fullorðna:  1.000 kr
Verð fyrir börn, 12 ára og yngri:  Frítt

Útilífsmiðstöð Skáta Úlfljótsvatni

Úlfljótsvatn, 805 Selfoss

Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni er staðsett við Úlfljótsvatn í Grafningi. Þar er fjölskyldutjaldsvæði opið almenningi með góðri aðstöðu fyrir börn og ungmenni. Góðar gönguleiðir eru á svæðinu, bátaleiga og veiði í vatninu. Möguleiki er á innigistingu í svefnpokaplássi.

Tjaldsvæði með góðri aðstöðu fyrir einstaklinga og hópa. Góð hreinlætisaðstaða, sturta, heitt og kalt vatn,
þvottaaðstaða, losun ferðasalerna, leikvöllur og rafmagn á mörgum stöðum. Bátaleiga um helgar og stærsti klifurturn landsins.

Á Úlfljótsvatni hefur um áratuga skeið verið reknar sumarbúðir á sumrin og skólabúðir á veturna.

Húsavík Guesthouse

Laugarbrekka 16, 640 Húsavík

Gistiheimili Húsavíkur stendur við Laugarbrekku 16 á Húsavík. Húsið var reist árið 1947 og er á tveim hæðum. Í tíu ár var húsið heimili fyrir starfsfólk Hvalasafnsins á Húsavík sem kemur víðs vegar að úr heiminum, en haustið 2009 var því breytt í gistiheimili fyrir ferðafólk og þar er nú boðin gisting á góðu verði.
Í gistiheimilinu eru sjö herbergi, fimm á jarðhæð og tvö á efri hæð. Á efri hæð eru einnig morgunverðarsalur, eldhús og gestamóttaka. Morgunverður er innifalinn í öllum okkar verðum og við leggjum mikið upp úr góðum og fjölbreyttum morgunverði fyrir gesti okkar. Allir gestir hafa aðgang að þráðlausu interneti í herbergjum sínum, en þeir sem eru ekki með tölvu meðferðis geta fengið aðgang að tölvu og prentara hjá starfsfólki.
Gistiheimili Húsavíkur er í göngufjarlægð frá öllum helstu kennileitum á Húsavík. Innan við mínútu gangur er í sundlaug, bensínstöð og verslun.
Gistiheimili Húsavíkur býður einnig upp á hópgistingu sem hentar íþróttafélögum og félagasamtökum eða starfsmannahópum í afþreyingar- eða vinnuferðum.

Hella - Riverbank

Þrúðvangur 5, 850 Hella

Glæsileg nýstandsett íbúð, miðsvæðis á Hellu með frábæru útsýni yfir Rangá. Íbúðin er með tveimur baðherbergjum og fjórum tveggja manna svefnhvebergjum. Innréttingar og húsgögn í hæsta gæðaflokki og öll helstu þægindi. 

Örstutt göngufæri við sundlaug og helstu þjónustu, s.s. kjörbúð, bakarí, veitingastaði, o.fl. Tilvalin staðsetning ef skoða á helstu ferðamannastaði suðurlands

Læknishúsið á Hesteyri

Læknishúsið Hesteyri, 415 Bolungarvík

Læknishúsið á Hesteyri er lítið fjölskyldurekið kaffi- og gistihús staðsett í stórfenglegri náttúru Hornstranda.  

Hesteyri er lítið þorp við Hesteyrarfjörð sem er einn Jökulfjarða á norðanverðum Vestfjörðum. Hin einstaka náttúra þessa svæðis býður upp á mosavaxna dali, brött og klettótt fjöll, mikið fuglalíf og fjölbreyttan gróður. 
Hesteyri upplifði sína bestu tíma fyrir um 100 árum en 1952 yfirgaf síðasti íbúinn þorpið. Rústir gömlu síldarverksmiðjunnar standa innar í firðinum. Á Hesteyri standa enn 10 hús sem öll eru eingöngu notuð sem sumarhús. 
Til Hesteyrar er eingöngu hægt að komast sjóleiðina. Áætlanaferðir eru frá Ísafirði og Bolungarvík á tímabilinu júní til ágústloka. 
Á Hesteyri byrja flestir göngumenn göngur sínar um Hornstrandafriðlandið.

Apotek Gistiheimili

Hafnarstræti 104, 600 Akureyri

Apótek Guesthouse er staðsett við göngugötuna í hjarta Akureyrar. Þar sem frábært úrval er af veitingastöðum og kaffihúsum og má þar sérstaklega nefna Centrum Kitchen & Bar og Strikið. Stutt er í alla helstu þjónustu, sundlaugin, listasafnið, menningarhúsið Hof og tónleikastaðurinn Græni Hatturinn eru í göngufæri sem og allt það sem okkar fallegi miðbær hefur upp á að bjóða.  

Apótek Guesthouse er tilvalinn ódýr og þægilegur kostur. Gistiheimilið skartar 17 rúmgóðum herbergjum auk fullbúinni 80 m2 íbúð með stórum svölum sem hýsir 5-7. Val stendur á milli herbergja með baðherbergi fyrir þá sem kjósa meira næði og herbergja með sameiginlegu baðherbergi. 

Á 4. hæð hússins er að finna opið sameiginlegt rými með eldhúsaðstöðu, borðstofu, sjónvarpi og svölum sem snúa að göngugötunni. Á Centrum Kitchen & Bar veitingastaðnum okkar er morgunverðarhlaðborð alla morgna frá 7:00-10:00. Ásamt fjölbreyttum matseðil fyrir hádegis- og kvöldverð.

Herbergin okkar eru staðsett á 2. og 3. hæð hússins. Val stendur á milli herbergja með eigin baðaðstöðu fyrir þá sem kjósa meira næði og herbergja með sameiginlega baðaðstöðu. Íbúð á 4. hæð leigist sem ein eining og getur hýst stærri hópa sem ferðast saman. Íbúðin er með einkaaðgang að stórum svölum sem snúa til suðurs þar sem hægt er að njóta veðurblíðu Norðurlands. Hópar eru velkomnir!

Nýlenda

Nýlenda, 861 Hvolsvöllur
Nýlenda er klassískur íslenskur sveitabær frá 1953 sem féll í eyði fyrir áratugum, en hefur nú verið gerður upp og breytt í fyrsta flokks gistingu með einstökum sveita blæ. Staðsetningin fyrir miðju Suðurlandi er fullkomin fyrir ferðamenn, stutt í alla helstu staði en um leið ró og næði eins og best gerist til sveita. Í húsinu er gistirými fyrir fjóra fullorðna og hægt að bæta við barnarúmi. Einnig er fullbúið eldhús og setustofa. Frá Nýlendu er stórkostlegt útsýni að Eyjafjöllum, Eyjafjallajökli og Mýrdalsjökli.

Hengifosslodge

Hús, Brekkugerðishús, 701 Egilsstaðir
Hengifosslodge er með fallegu útsýni yfir Lagarfljótið. Í staðnum eru þrjú lúxus hús og þrjár notalegar Íbúðir. Njóttu frísins í miðri náttúrunni. Við hlökkum til að fá þig í heimsókn. Sjáumst fljótlega á Hengifosslodge

Blómsturvellir - Guesthouse

Blómsturvelli, 420 Súðavík

Á Blómsturvöllum í Súðavík er boðið upp á gistingu fyrir fjölskyldur eða hópa. Húsið stendur í gamla bænum í Súðavík. Það var reist árið 1929 og byggt við það árið 1973.

Á Blómsturvöllum eru þrjú svefnherbergi, tvö tveggja manna og eitt eins manns. Þá eru stofa, eldhús og nýuppgert baðherbergi í húsinu. Sunnan við húsið er sólpallur þar sem gott að  njóta sólarinnar á fögrum sumardegi. Frá Blómsturvöllum er fallegt útsýni og stutt að ganga í ósnortna náttúru.

Frá Súðavík er stutt til Ísafjarðar og til margra af þekktustu ferðamannastöðum Vestjarða. Það er því tilvalið að gista í Súðavík ef þú ert að skipuleggja ferðalag um Vestfirði.

Hótel North

Leifsstaðir 2, 605 Akureyri

Hótel North er fallegt fjölskyldurekið sveitahótel, staðsett í stuttri akstursfjarlægð frá Akureyri. Hótelið býður upp á hjóna- og tveggja manna herbergi með sér- eða sameiginlegri baðherbergisaðstöðu.

Allir gestir okkar hafa aðgang að ókeypis bílastæði og ókeypis WiFi.

Í kringum hótelið eru fjölbreyttar göngu- og hjólaleiðir, sannkölluð paradís útivistarfólks. Það tekur innan við fimm mínútur að keyra til Akureyrar en þar eru fjölbreyttir veitingastaðir, kaffihús, barir og afþreyingarmöguleikar.

Stay Bolholt

Bolholt 6, 105 Reykjavík

Einholt Apartments er nútímalegt, vel búið íbúðahótel með 50 íbúðum af nokkrum stærðum og gerðum sem rúma frá 2 upp í 8 gesti hver. Hverri íbúð fylgir m.a. vel búið eldhús eða eldhúskrókur, baðherbergi, frítt þráðlaust netsamband og ókeypis bílastæði.

Teigur Heimagisting

Háteigur 1, 300 Akranes

Teigur heimagisting er rólegur og þægilegur gistimöguleiki á góðum stað. Hægt er að leigja alla hæðina eða stök herbergi. Öll rúm eru uppábúin. Eldhúsið er fullbúið öllum helstu tækjum, svo sem uppþvottavél, eldavél og örbylgjuofni. Aðgengi er að þvottavél og þurrkara. Þráðlaust netsamband fylgir. Íbúðin er á jarðhæð og með sér inngangi. Stór afgirtur garður með sandkassa og útileikföngum veitir öruggt umhverfi fyrir börn á meðan fullorðnir geta notið rólegs umhverfis á stórum sólpalli.

Helstu punktar um íbúðina:

  • Staðsett rétt hjá miðbænum á rólegum stað í fallegu og gömlu hverfi.
  • 45 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík og 30 mín. í Borgarnes.
  • Heil jarðhæð með sér inngangi. Svefnpláss fyrir 4-7.
  • Eitt herbergi með hjónarúmi. Eitt herbergi með tveimur einbreiðum rúmum sem hægt er að setja saman. Hægt er að fá aukarúm og barnaferðarúm.
  • Ein stofa með sjónvarpi, DVD og þægilegum svefnsófa þar sem tveir geta sofið.
  • Fullbúið eldhús með uppþvottavél.
  • Baðherbergi með rúmgóðri sturtu.
  • Þráðlaust háhraða Internet samband innifalið.
  • Afgirtur, stór sólpallur og garður. Frábær og öruggur staður fyrir börn.
  • Aðgengi að þvottavél og þurrkara ef óskað er.

Gistiheimilið Brekka

Aðaldalur, 641 Húsavík

Brekka Gistiheimilið er í fallegu umhverfi mitt á milli Húsavíkur og Mývatns.

Gistihúsið er vel staðsett til skoðunarferðar að Goðafossi,Mývatni,hvalaskoðun á Húsavík,Dettifossi,Öskju og Akureyrar.

Veitingastaðurinn er opinn frá 1. maí til 30. september.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Gistiheimilið Galtafell

Laufásvegur 46, 101 Reykjavík

Sögufrægt hús á besta stað í borginni, íbúðagisting en einnig er boðið upp á á gistingu í eins og tveggja manna herbergjum. Ókeypis bílastæði við húsið, frítt netsamband í hverju herbergi. Persónuleg og vinaleg þjónusta allan sólarhringinn.

Flying Viking

Laufásvegi 2, 101 Reykjavík

The Flying Viking er lítið fjölskyldurekið gistiheimili. Við bjóðum gistingu á tveimur stöðum. Við erum með farfuglaheimili í Reykjavík. Staðsetningin er í hjarta Reykjavíkur með ótal áhugaverða staði og afþreyingu í göngufæri.

Við leigjum líka út sumarhús sem staðsett eru við leiðina að Hafravatni og því aðeins í um 10 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík eða Mosfellsbæ.

Álfheimar Sveitahótel

Borgarfirði eystra, 720 Borgarfjörður eystri

Í Álfheimum eru í boði 32 tveggja manna herbergi, hvert um sig með baði, og veitingar með áherslu á hráefni úr héraði. Gistiheimilið er vel í sveit sett til gönguferða og unnt að bjóða eins til sex daga göngur í fylgd heimavanra leiðsögumanna. Hafnarhólmi í næsta nágrenni er kjörinn til fuglaskoðunar og Borgarfjörður ævintýraland til náttúruskoðunar og útivistar.

Steinhúsið gistiheimili

Höfðagata 1, 510 Hólmavík

Steinhúsið 1911 er skemmtilegur og fallegur gistimöguleiki í fyrsta steinsteypta húsinu á Hólmavík á Ströndum. Á Hólmavík er bæði stutt í alla helstu þjónustu og óspillta náttúru. Tilvalinn staður til að slappa af eða fara í dagsferðir út frá og koma heim til Steinhússins, sumar, vetur, vor og haust.

ALBA Gistiheimili

Eskihlíð 3, 105 Reykjavík

Orðið "Alba" þýðir morgunbirta.  Gistiheimilið Alba opnaði í júní 2004 og við leggjum áherslu á persónulega þjónustu.  Við bjóðum upp á 10 herbergi með sameiginlegu baði, þar af eru 3 fjölskylduherbergi sem geta hýst 5 manns.  Þráðlaus nettenging er í boði á herbergjunum.  Næg bílastæði eru við húsið.  Gistiheimilið Alba er reyklaust gistiheimili.

Gistiheimilið Lyngholt

Langanesvegur 12, 680 Þórshöfn

Gistiheimilið Lyngholt hefur verið starfrækt síðan 1999. Við bjóðum upp á gistingu fyrir allt að 30 manns í fjórum húsum.

Tvö hús (Lyngholt og Þórshamar) eru hefðbundin gistiheimili með sameiginlegum snyrtingum og eldhúsaðstöðu. Tvö hús eru leigð sér þ.e. annað þeirra er stúdíóíbúð (Hellir) fyrir tvo og hitt er lítið einbýlishús (Þórshamar) með tveimur svefnherbergjum. Enn 1 skálinn er svo rétt við hornið sem býður uppá veitingar.

Kíkið á heimasíðu Lyngholts fyrir frekari upplýsingar og myndir af húsunum.  

Í nágrenni Þórshafnar eru fjölmargar fallegar gönguleiðir s.s. á Rauðanesi og Langanesi. Á Langanesi er tilvalið að eyða deginum með fjölskyldunni og skoða gömul eyðibýli, útsýnispallinn á Skoruvíkurbjörgum og gamla þorpið á Skálum. 

Miðjanes

Reykhólasveit, 380 Reykhólahreppur

Bændur með kindur, kýr og tvo ketti sem bjóða einnig upp á notalega gistingu. 

Gisting og tjaldsvæði í Reykhólahreppi. Á tjaldsvæðinu er wc aðstaða, sturta og þvottavél, rafmagn og slanga til að setja vatn á hýsin.

Vinsamlegast hafið samband við okkur vegna verðlista og bókana.

Við hlökkum til að fá þig í heimsókn.

Litli hvíti kastalinn

Aðalgata 17, 230 Reykjanesbær

Litli hvíti kastalinn bíður upp á tvær nýlegar Stúdíó íbúðir í fögru umhverfi og göngufæri frá aðal veitinga og verslunargötu Keflavíkur/Rnb.  Einungis 6 mínútna akstur er frá flugstöð Leifs Eiríkssonar.  Litli Hvíti Kastalinn rekur auk þess ferðaskrifstofu, sér um bókanir og bíður upp á ferðir á alla helstu ferðamannastaði landsins.

Í Stúdíó-íbúð 1 er boðið upp á gistingu fyrir 3 fullorðna í þægilegum rúmum í opnu rými.   Ungbarnarúm er einnig í boði án aukagjalds.   Í íbúðinni er eldhúskrókur þar sem útbúa má minni máltíðir t.d. morgunverð og meðal búnaðar þess er örbylgjuofn, ísskápur, brauðrist, hita-ketill og einnar hellu spanhelluborð.

Stúdíó-íbúð 2 er staðsett í bakgarðinum og er hún afar vel útbúin með þægindi í huga.  Íbúðin bíður upp á gistingu fyrir 2 fullorðna í þægilegu tvíbreiðu rúmi og ungbarnarúm er einnig í boði án gjalds.   Íbúðin er útbúin  með fullbúnu eldhúsi og sér svefnherbergi.  Baðherbergið er útbúið með sturtu og er innangengt úr svefnherbergi.  Auk búnaðar sem Stúdíó 1 bíður upp á er í boði skóburstunarvél, BlueTooth hátalari, skrifborð og full eldunaraðstaða.

Báðar íbúðir eru með sér inngang og verönd, útbúnar með Smart-TV með yfir 200 rásum til að velja úr.  Rúm beggja íbúða eru útbúin þægilegum dínum og hágæða rúmfatnaði.  Baðherbergin eru útbúin með sturtu og meðal staðalbúnaðar er hársápa, hárnæring, bómullarpúðar, tíðatappar, hárblásari, eyrnapinnar, sloppar, handklæði og þvottaklútar.

Háhraða WiFi fylgir að sjálfsögðu báðum íbúðum. Heitur pottur/Jacussi er í bakgarði Litla Hvíta Kastalans og er gestum velkomið að njóta hans án gjalds. Reiðhjól eru einnig í boði án gjalds og auk þess njóta gestir Litla Hvíta Kastalans afsláttar á vinsælustu veitingastöðum bæjarins.

Í litla Hvíta Kastalanum leitumst við ekki einungis eftir að bjóða upp á gistingu, heldur auk þess frábæra upplifun í fallegu umhverfi.

 

Hótel Framtíð

Vogaland 4, 765 Djúpivogur

Hótelið hefur í heild til umráða 42 herbergi. 18 herbergi búin öllum helstu þægindum, baðherbergi, síma og sjónvarpi. Einnig býður hótelið uppá 24 herbergi með handlaug. Mjög góð aðstaða er fyrir svefnpokahópa. Sturtur og sauna eru í kjallara gamla hússins.
Byggð hefur verið viðbygging við hótelið sem tekin var í notkun í júní 1999. Viðbyggingin er um 740 m2 sem skiptist í 250 m2 samkomusal og 18 tveggja manna herbergi með baði.

Hótelið býður uppá þrjá veitingasali. Nýr veitingasalur tekur 250 manns í sæti, gamli veitingasalurinn tekur um 40 manns í sæti og bar hótelsins tekur 50 manns í sæti.

Mjög fjölbreyttur og góður matseðill er í gangi yfir sumarmánuðina. Sérstök áhersla er lögð á sjávarrétti úr glænýjum fiski, helst frá fiskimönnum staðarins.

Fjögur sumarhús eru á lóð hótelsins auk þriggja íbúða til leigu.

Starfsfólk okkar er vingjarnlegt og lipurt og gerir sitt besta til þess að gestum okkar geti liðið vel á meðan á dvöl þess stendur í þessu fallega fjalla- og fjarðahéraði.

North West Hotel

Víðigerði, 531 Hvammstangi

North West Hotel er staðsett í Víðidalstungu við hringveginn. Ókeypis WiFi er í boði. Öll herbergin eru með setusvæði og sér baðherbergi með sturtu. Það er einnig veitingastaður á staðnum. Herbergin bjóða upp útsýni til fjalla eða yfir garð. Rúmföt eru í boði.

Morgunverður er í boði frá lok maí til miðjan október.

Á North West er garður, verönd og bar. Eignin er einnig með sameiginlega setustofu og leiksvæði fyrir börn.
Ókeypis bílastæði eru í boði.

Lagarfell Studios

Lagarfell 3, 700 Egilsstaðir

Lagarfell Studios býður upp á gistingu á Egilsstöðum. Öll herbergin státa af eldhúskrók og sérbaðherbergi. 

Loa's Nest

Árbæjarvegur 271, 851 Hella

Loa's Nest er nýtt fjölskyldurekið gistihús á frábærum stað til að skoða helstu staði á Suðurlandi. Við bjóðum upp á 12 notaleg og heimilisleg herbergi með útsýni. Vinalegt andrúmsloft með sameiginlegu eldhúsi og morgunverðarrými.

Við leggjum metnað í persónulega þjónustu og tryggjum að þér líði eins og heima hjá þér.

Eiðar - Hostel & Apartments

Hraungarður 2, 701 Egilsstaðir

Eiðar - Hostel & Apartments

Eiðar - Hostel & Apartments er nýuppgert og þægilega staðsett gistirými í hinu sögufræga Eiðarþorpi sem býður upp á kjörinn upphafsstað til að kanna náttúrufegurð og menningu Norðausturlands. Gistiheimilið er staðsett aðeins 13 km frá Egilsstöðum.

Gistiheimilið býður upp á 26 nýuppgerð herbergi með sameiginlegri salerinsaðstöðu og fullbúinni sameiginlegri eldhúsaðstöðu.

Aðkoman að húsinu er mjög góð og nóg af bílastæðum. Hvert herbergi er með handlaug, flatskjá og góðri nettengingu.

Innritun og útritun er snertilaus og fá gestir kóða til að opna herbergin.

Eiðar - Sögufrægur staður

Saga Eiða nær langt aftur en fyrst er getið til Eiða í Droplaugarsona sögu sem á að hafa gerst í kringum aldamótin 1000.

Það var hins vegar þann 20. júní árið 1881 sem ákveðið var að stofna búnaðarskóla á Austurlandi fyrir 24 nemendur. Leit hófst af hentugri jörð fyrir skólann og niðurstaðan var sú að fjárfesta á Eiðum.

Eiðakirkja fylgdi með í þessum kaupum og árið 1886 var ákveðið að endurbyggja kirkjuna og halda henni við þar sem hún var illa farin. Á 20. öldinni var Eiðakirkja smám saman endurnýjuð og stendur enn þann dag í dag við hliðina á Eiðum - Hostel & Apartments.

Árið 1917 var ákveðið að Eiðaskóli yrði alþýðuskóli fyrir Austurland og var hann fyrsti sinnar gerðar á Íslandi, þ.e. fyrsti alþýðuskóli sem stofnaður var með lögum, í eigu hins opinbera og rekinn af opinberu fé. Fyrsta skólasetning Alþýðuskólans fór fram 20. október 1919 og starfaði þar allt til ársins 1995. Þá tók Menntaskólinn á Egilsstöðum yfir starfsemi hans til þriggja ára en þá var skólahald lagt niður á Eiðum.

Eiðar voru lengi vel eins og lítið þorp sem iðaði af lífi með fjölbreytt félagslíf, íþróttir og öflugt tónlistarlíf. Eiðaskóli á stóran og merkan þátt í menningarsögu Austurlands sem spannar yfir rúmlega 100 ár, eða allt fram til 1998 þegar skólahaldi lauk endanlega.

Gistiheimilið Árból

Ásgarðsvegur 2, 640 Húsavík

Gistiheimilið Árból er gamalt, fyrrum sýslumannssetur, hús með sál og sjarma og stendur í “hjarta bæjarins.”

Herbergin eru frá 1 – 4 manna. Góður morgunverður, notalegt viðmót og fallegt umhverfi, ætti að tryggja þér ánægjulega dvöl. Góð staðsetning til ferða í Mývatnssveit, Jökulsárgljúfur o.fl. af perlum Þingeyjarsýslu.

Dalvík Hostel

Vegamót, 620 Dalvík

Dalvík – Gimli HI Hostel / Farfuglaheimili og Vegamót smáhýsi.

Við rekum fjölskyldufyrirtæki á Dalvík þar sem við bjóðum mismunandi gistingu auk þess að reka kaffihús Bakkabræðra, Gísli, Eiríkur, Helgi.

Gistingin sem við bjóðum er þessi:

Þrjú 15 ferm. smáhýsi á Dalvík, hvert með hjónarúmi og svefnsófa/stöku rúmi, einfaldri eldhúsaðstöðu með tveimur eldarvélarhellum, ísskáp og flestum tólum og tækjum til einfaldrar matargerðar. Snyrting með vaski en ekki sturta, gestir smáhýsanna fá frían aðgang í Sundlaug Dalvíkur sem er í aðeins 250m fjarlægð. Heitur pottur og tunnusána í garðinum. Gisting gæti hentað 3 fullorðnum eða fjölskyldu með 1 - 2 börn. Frítt þráðlaust internet. Staðsett við suður innkeyrsluna á Dalvík, gegnt Olís. 

Sjá nánar 

Gamli bærinn á Dalvík er 30 ferm. 107 ára gamalt hús með sögu. Það er uppgert í upprunalegum stíl og er vinalegur og rómantískur staður til að gista á. Eldhús, snyrting með sturtu, stofa, frítt þráðlaust internet. Heitur pottur og tunnusána í garðinum (samnýtt með gestum smáhýsanna). Tvíbreitt rúm í stofu, dýnur á lofti. Gisting ætluð mest 4 fullorðnum en mögulega fleirum ef um er að ræða fjölskyldu með yngri börn. Staðsett við suður innkeyrsluna á Dalvík, gegnt Olís.

Sjá nánar 

Dalvík – Gimli HI Hostel / Farfuglaheimili er tveggja hæða hús með 7 herbergjum, (einstaklingsherbergi, tveggja manna herbergi, þrjú þriggja manna og svo fimm manna og sex manna herbergi). Þarna geta 20 manns gist. Sameiginlegar snyrtingar með sturtum, einfalt eldhús á neðri hæð, fullbúið eldhús með setustofa á efri hæð. Frítt þráðlaust internet og einnig tölva í setustofu. Huggulegt og fallega skreytt hús sem hefur hlotið lof gesta sem þar hafa gist. Vinsæll gististaður fjölskyldna og hópa sem leigja oft húsið í heilu lagi í vetrarfríum, á skíðamótum eða kring um páska og aðra hátíðis- og frídaga. Frábær staðsetning og aðstaða fyrir fjallaskíðahópa, gönguhópa. Staðsett í miðju bæjarins við aðalgötuna, Hafnarbraut 4.

Sjá nánar 

Stutt er í alla hluti á Dalvík, matvöruverslun, vínbúð og fatahreinsun, Grímseyjarferjuna, Sundlaug Dalvíkur og byggðasafn, frábær hvalaskoðun bæði frá Dalvík og frá Hauganesi. Við rekum einnig skemmtilegt, kaffihús/bar Bakkabræðra Gísli, Eiríkur, Helgi að Grundargötu 1. Það er tileinkað Bakkabræðrum sem bjuggu á Bakka í Svarfaðardal en þar er að finna fróðleik um þá bræður og húsnæðið hannað með anda þeirra í huga. Sérstaklega vinsæll viðkomustaður fjallaskíðafólks mars - maí, fiskisúpa, bjórbrauð, salat, kaffi og kökur ásamt heimabjórnum Kalda! Við rekum einnig Ungó - leikhúsið/gamla bíóið á Dalvík sem er áfast kaffihúsinu, þar er aðstaða fyrir uppákomur og sýningar.

Sjá nánar 

Skíðasvæðið okkar er aðeins um 800m frá miðju bæjarins! Á veturna erum við algjörlega miðsvæðis hvað varðar skíðaiðkun á svæðinu, rúmlega 30 km til bæði Akureyrar og Siglufjarðar ef gestir vilja fjölbreytni í skíðaiðkun sinni. Vinsæll viðkomustaður fjallaskíðafólks alls staðar úr heiminum.

Hægt er að bóka alla gistingu með því að heimsækja heimasíðuna okkar eða hafa samband með tölvupósti: vegamot@vegamot.net eða með því að hringja í síma 699 6616.

Grettislaug og Reykir Reykjaströnd Gistiheimili

Reykir, Reykjaströnd, 551 Sauðárkrókur

Á Reykjum á Reykjaströnd í Skagafirði eru tvær heitar náttúru laugar. Grettislaug og Jarlslaug. Á staðnum eru lítið kaffihús, gistihús og tjaldsvæði. Mikil náttúrufegurð er á svæðinu sem bæði er hægt að njóta ýmist í gönguferðum um svæðið eða einfaldlega úr laugunum. 

Hali

Suðursveit, 781 Höfn í Hornafirði

Hali í Suðursveit er þekktur sögustaður, en þar fæddist Þórbergur Þórðarson rithöfundur (1888 - 1974). Hali er aðeins um 13 km austan Jökulsárlón á Breiðamerkursandi, miðja vegu milli Hafnar í Hornafirði og Skaftafells. Um 70 km eru til Hafnar og um 73 km í Skaftafell.

Á Hala er rekið gistiheimili þar sem boðið er upp á þægilega gistingu á sanngjörnu verði í 35 tveggja og þriggja manna herbergjum í tveimur húsum. Einnig eru í boði tvær 2ja herbergja lúxusíbúðir í sérhúsi. Lokað er í desember og janúar. 

Þórbergssetur á Hala er menningarsetur helgað minningu Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar. Þar eru sýningar helgaðar sögu Suðursveitar og lífi og verkum Þórbergs Þórðarsonar. Í Þórbergssetri er veitingahús með vínveitingaleyfi og sætum fyrir 100 manns. Veitingahúsið er opið  frá 8:00 - 21:00. Lokað er í desember og janúar nema fyrir sérpantanir

Á Hala er kjörið fyrir hópa að dvelja, njóta útiveru, fræðslu og skemmtunar. Merktar gönguleiðir eru í nágrenninu, sagan bíður við hvert fótmál. Hægt er að panta gönguferðir með leiðsögn um fjallendi Suðursveitar.

Skipalækur

Fellahreppur, 701 Egilsstaðir

Skipalækur sameinar alla helstu kosti þéttbýlis og dreifbýlis. Þessi friðsæli unaðsreitur í Fellum, þar sem njóta má eins besta útsýnis á Héraði, er aðeins steinsnar frá allri þjónustu Fellabæjar og Egilsstaða. Einnig býður Skipalækur upp á tjaldstæði með öllum þægindum.

GISTING Í HERBERGJUM

Almenn gisting af þrennu tagi er í boði auk svefnpokaplássa.
FLOKKUR I
Herbergi án baðs – sameiginleg setustofa, salernis- og
eldunaraðstaða með 6-10 manns
Uppbúið rúm með eða án morgunverðar í einsmanns- eða tveggjamannaherbergjum.
FLOKKUR II
Fjölskylduherbergi fyrir fjóra með sér salerni og handlaug en sameiginlegri sturtu, eldunaraðstöðu og setustofu.
Uppbúið rúm með eða án morgunverðar, hálft gjald fyrir börn á aldrinum tveggja til ellefu ára.
FLOKKUR III
Herbergi með baði – eldunaraðstaða ekki í boði en ísskápur og teketill er inni á herbergjum
Uppbúið rúm með morgunverðarhlaðborði í tveggja manna herbergjum, aukarúmi má bæta inn á herbergin

Uppbúið rúm með morgunverðarhlaðborði í tveggja manna herbergjum, aukarúmi má bæta inn á herbergin.

SUMARHÚSIN SKIPALÆK
Sumarhúsin á Skipalæk standa á bökkum Lagarfljóts og hafa því einstakt útsýni. Húsin eru lítil og sjarmerandi A-hús frá árunum 1985 til 1987 með veggföstum rúmum og innréttingum. Baðherbergi með sturtu eru í hverju húsi auk eldhúskróks með tveimur eldavélarhellum og ísskáp. Lítið sjónvarp, útvarp og gasgrill er í hverju húsi. Þrjú húsanna eru fjögurra manna og tvö þeirra eru tveggja manna. Hvert hús getur tekið tvo auka einstaklinga en setustofurnar rúma tæplega fleiri en stærðin segir til um. Sængur eru í húsunum ef þess er óskað og hægt er að leigja rúmföt. Húsin skulu þrifin vel að lokinni dvöl, nema þess sé óskað að greiða aukalega fyrir þrif.

Ferðaþjónustan Vellir

Vellir, 871 Vík

Á friðsælum sveitabæ milli jökuls og sjávar er fjölskyldurekin ferðaþjónusta, lítið gistihús og tvö sumarhús. Á bænum eru kindur, hestar, hænur, kisur og hundur. 

Verið velkomin til okkar.

Arnarnes Álfasetur

Arnarnes, 604 Akureyri

Arnarnes Álfasetur er einstakt gistiheimili í Eyjafirði mitt á milli Akureyrar og Dalvíkur. Umlukið fallegri náttúru, friðsælt og heimilislegt. Á gistiheimilinu eru 5 tveggja manna herbergi og eitt fjölskylduherbergi Öll með sameiginlegum baðherbergum. Hægt að kaupa morgunverð og kvöldverð fyrir hópa. Yfir sumarið er í boði að sofa í húsbíl sem er dásamleg upplifun. 

 Að auki bjóðum við uppá 90 mínútna álfaferðir, þar sem heimur álfanna á svæðinu er kynntur. 

 Við erum staðsett í um 24 km fjarlægð frá Akureyri, nálægt hringveginum. Staðsetningin er því tilvalin fyrir þá sem vilja njóta kyrrðarinnar í sveitinni án þess þó að vera langt frá byggð. 

Við hjá Arnarnesi Álfasetri erum hluti af verkefninu Ábyrg Ferðaþjónusta með því að ganga vel um og virða náttúruna, tryggja öryggi gesta okkar og koma fram við þá af háttvísi, virða réttindi starfsfólks og hafa jákvæð áhrif á nær samfélagið. 

Við erum einnig hluti af Norðurstrandarleið  

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana. 

Black beach guesthouse

Unubakki 4, 815 Þorlákshöfn

Gistiheimilið Black Beach er staðsett í hjarta Þorlákshafnar með alls 10 herbergi. Við bjóðum einnig upp á gistingu í notalegum sumarhúsum.

Við rekum einnig afþreyingarfyrirtækið Black Beach Tours og fá allir okkar gestir 10% afslátt af ferðum okkar.

Hestamiðstöðin Sólvangur

Sólvangur, 820 Eyrarbakki

Sólvangur er fjölskyldurekið hrossaræktarbú við Suðurströndina þar sem hægt er að kynnast íslenska hestinum, fara í reiðkennslu, heimsækja hesthúsið, njóta veitinga á kaffihúsinu sem staðsett er inni í hesthúsinu, kaupa gjafavöru tengda íslenska hestinum eða jafnvel gista í nokkra daga í sveitasælunni.

Fjölskyldan hefur mikla reynslu og þekkingu á sviði hestamennsku og er öll þjónusta stýrð af faglærðum reiðkennurum. Hestarnir eru vel þjálfaðir í háum gæða staðli og eru nú um 60 hestar á búinu ásamt fleiri áhugaverðum dýrum. Sólvangur hentar vel fyrir eintaklinga á öllum aldri, litla hópa og fjölskyldur sem vilja annað hvort kynnast hestinum í fyrsta skipti eða dýpka þekkingu sína og/eða reynslu. 

Vallakot Gistiheimili

Vallakot, 650 Laugar

Fjölskyldurekið gistiheimili í Reykjahlíð á Norðurlandi. Vinsamlegast hafið samband við okkur fyrir frekari upplýsingar.

Bikers Paradise

Sandholt 45, 355 Ólafsvík

Bikers Paradise er lítið heimilislegt gistihús í Ólafsvík með fallegu útsýni nálægt sjónum.

Vogar, ferðaþjónusta

Vogum, 660 Mývatn

Fyrirtækið Vogar, ferðaþjónusta ehf bíður upp á margþætta þjónustu fyrir ferðamenn s.s. tjaldsvæði, svefnpokagistingu, gistingu í herbergjum án baðs og með baði, morgunverð, pizzur, létta drykki, veiði, leigubíl ofl. Auk þess eru innan við 7 km í marga af vinsælustu stöðunum í Mývatnssveit s.s Grjótagjá, Hverfjall, Dimmuborgir, Hverarönd, Jarðböðin ofl.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Litla-Hof

Öræfi, 785 Öræfi

Herbergi með sameiginlegu baðherbergi í húsi ábúenda og í litlu sérhúsi á bóndabænum Litla-Hofi í sveitinni Öræfum á Suðaustur-Íslandi, skammt frá þjóðgarðinum Skaftafelli. Hentugur dvalarstaður fyrir þá sem ætla að gefa sér góðan tíma til að skoða Skaftafell og nágrenni og stórbrotna náttúru jökla og svartra sanda undir rótum Vatnajökuls allt austur að Jökulsárlóni. Opið frá 1. mars til 30. nóvember. 

Ásólfsstaðir

Ásólfsstaðir 1, 804 Selfoss

Giljur Gistihús

Giljum, 871 Vík

Gisting í nýuppgerðu sérhúsi á bóndabæ með búrekstri í Mýrdal, við þjóðveg 1, hlýlegri sveit í dalhvilft upp frá ströndinni undir rótum Mýrdalsjökuls, á mörkum Suðaustur- og Suðurlands. Mýrdalur er í nýstofnuðum Kötlu jarðvangi (Katla Geopark). Hér bjóðast ótal tækifæri til útivistar, gönguferða og fuglaskoðunar og stutt er í ýmsar kunnar náttúruperlur

Castle House Luxury Apartments

Skálholtsstígur 2a, 101 Reykjavík

Þriggja stjörnu gistiheimili með 6 tveggja herbergja íbúðum og 2 stúdíóíbúðum

Helstu kostir

  • Á gististaðnum eru 8 íbúðir, reykingar eru bannaðar
  • Bílastæði með sjálfsafgreiðslu (aukagjald) og ókeyps bílastæði í nágrenninu
  • Þrif daglega
  • Hægt er að geyma farangur fram að innritunartíma, sem er kl. 15
  • Gestir fá kóða þegar þeir bóka og geta nálgast lyka í forstofunni.
  • Á besta stað í miðbænum en utan skarkala næturlífsins

Nágrenni

  • Í hjarta Reykjavíkur, við hliðina á Listsafni Íslands við Tjörnina, bak við Fríkirkjuna
  • Flest bestu veitingahúsin, söfnin, verslanirnar og skemmtistaðirnir í göngufæri

Farmer´s Guest House

Meiri-Tunga 1, 851 Hella

Verið velkomin til Farmer‘s Guest House.  Við höfum að bjóða nýlega uppgert hús þar sem allt að 8 manns geta gist.  Einnig höfum við þrjú smáhýsi 40 fm.  Í hverju smáhýsi geta allt að 4 gestir gist. 

Ljósleiðari er tengdur öllum húsum þannig að þar er frítt háhraða WIFI.  Einnig vísum við á heimasíðu okkar www.meiritunga.is til að kanna framboð og þar er einnig hægt að panta gistingu.

Svarfhóll

Svarhóli, Miðdölum, 371 Búðardalur

Gisting í kyrrð og rósemd í íslenskri náttúru og sveitaumhverfi í fjallasal. 

Erum með tvo 27 m2 huggulega bústaði sem passa best tveim en það komast fjórir en þá helst börn aukalega frekar en fullorðnir. Einn 35 m2 vel búinn bústað f. fjóra og svo fjögurra herbergja gistiheimili með sameiginlegu baðherbergi. Eldunaraðstaða í öllum húsum og sameiginlegur aðgangur að heitum pottum. Bókum ekki hópa. 

Þið finnið okkur á Airbnb .


Hólmur ferðaþjónusta

Hólmur, 781 Höfn í Hornafirði

Í gamla íbúðarhúsinu eru sex herbergi tveggja og eins manna , fyrir 10 manns Í húsinu er setustofa þar sem möguleiki er að laga kaffi og te.

Yfir vetrartímann er opin eldunaraðstaða fyrir gesti í sama rými. Tvö baðherbergi eru í húsinu.

Í fjósinu er 2 x þriggja og 1 xfjögra manna fjölskylduherbergi. Í fjósinu eru 2 snyrtingar.

Við bjóðum einnig uppá morgunmat og kvöldmat, ásamt léttum veitingum yfir daginn í Jóni ríka veitingastaðnum okkar.

Þá erum við einnig með veitingastaðinn og brugghúsið Jón Ríki.

Hótel Fljótshlíð

Smáratún, 861 Hvolsvöllur

Smáratún er bóndabýli staðsett við miðri Fljótshlíðinni við veg nr. 261, í 10 mínútna akstursfjarlægð frá Hvolsvelli.

Þriðja kynslóð sömu fjölskyldu býr núna að Smáratúni en ferðaþjónusta hófst þar í smáum stíl árið 1986. Við höfum unnið í samræmi við sjálfbærnisstefnu sem við settum okkur árið 2007 og við hlutum Svansvottun árið 2014.

Við bjóðum uppá gistingu í hótelherbergju, smáhýsum og stærri sumarhúsum. Við erum líka með tjaldsvæði og eldunaraðstöðu fyrir gesti allan ársins hring. Veitingastaðurinn okkar er opinn öllum, bæði fyrir morgunverð og kvöldverð. Við erum stoltir stofnfélagar Beint frá býli og bjóðum uppá matvæli frá býlinu í veitingastað okkar. 


Spói Gisting

Hlíðarvegur 15, 860 Hvolsvöllur

Spói gistiheimili á Hvolsvelli stendur við Hlíðarveg 15 sem er vegurinn sem liggur inní Fljótshlíð. Þetta hús var byggt í kringum 1960 af þáverandi kaupfélagsstjóra síðar eignaðist Kaupfélag Rangæinga húsið sem upp frá því varð kaupfélagsstjórabústaður um árabil.
Núverandi eigendur hafa búið hér síðan 1998, árið 2015 tóku þeir ákvörðum um að breyta húsinu í gistiheimili með gistipláss fyrir 10 gesti í 6 svefnherbergjum með aðgangi að þremur baðherbergjum. Húsið hefur gengið í gegnum breytingar og hressilega endurnýjun.

Vogafjós

Vogum , 660 Mývatn

Velkomin í Vogafjós

Árið 2005 voru reist gistihús til viðbótar við fjósið .Gistihúsin eru bjálkahús austan við fjósið á fallegum reit umkringdu hrauni og birkiskógi. Herbergin eru rúmgóð og hægt er að velja milli 2ja, 3ja og 4ja manna, allt með sérbaðherbergjum. Morgunverður er innifalinn. Herbergin eru fallega innréttuð og höfuðmarkmiðið er að gestum líði vel og geti slappað af
eftir langan dag.  

Vinsamlegast bókið beint hér eða í síma 464-3800 eða sendið fyrirspurn á netfangið vogafjos@vogafjos.is til að fá nánari upplýsingar. 

Morgunverður

Morgunverður er framreiddur í veitingasalnum, í um þriggja
mínútna göngufjarlægð frá gistihúsunum. Hægt er að fylgjast með morgunmjöltum
sem byrja klukkan 7.30 og jafnvel fá að smakka ylvolga og ferska mjólkina,
beint úr spenanum.  

Morgunverðartími er breytilegur milli árstíma.  

Veitingastaður

Inni í Vogafjósi rekum við glæsilegan veitingastað þar sem við leggjum áherslu á að bjóða veitingar beint frá býli.  

Einkunnarorð Vogafjóss eru: ,,Þú ert það sem þú borðar". Með það að leiðarljósi leggjum við metnað okkar í að hafa
einungis á boðstólum úrvals hráefni. Við notum mikið af okkar eigin afurðum svo sem hangikjöt, reyktan silung, heimagerða osta, heimabakað bakkelsi, hverabrauð og að sjálfsögðu kjöt frá okkar eigin búi.  

Þá er vert að geta þess að Vogafjós er aðili að Beint frá býli og matarklasanum Þingeyska matarbúrið. 

Opnunartími er breytilegur yfir árið, best er að hafa samband í síma 464-3800 eða á vogafjos@vogafjos.is fyrir upplýsingar varðandi það.  

Blómasetrið - Kaffi Kyrrð

Skúlagata 13, 310 Borgarnes

Blómasetrið - Kaffi Kyrrð er í senn gistiheimili, kaffihús og gjafavöruverslun. Við bjóðum upp á fjölbreytta gistimöguleika. Þú getur valið um að vera í heimagistingunni okkar þar sem eru þrjú tveggja manna herbergi með sameiginlegu baðherbergi og eitt fjölskylduherbergi með sér baðherbergi. Gestir deila svo fallegri stofu með dásamlegu útsýni og fullbúnu eldhúsi. Við erum einnig með tvær stúdíóíbúðir og eina rúmgóða íbúð sem tekur allt að fimm manns í gistingu. Allar íbúðirnar eru nýuppgerðar og með einstöku útsýni. Allir gestir sem gista hjá okkur njóta þess að fá 10% afslátt af veitingum og gjafavöru. Frí bílastæði og frítt internet.


Grund Guesthouse

Grund, 350 Grundarfjörður

Grund er 3 km frá Grundarfirð en þar er öll þjónusta. Húsið er 150m2 á 2 hæðum.

Húsið er allt nýstandsett bæði úti og inni. Fallegar gönguleiðir og margt að skoða í nágrenninu.

Lyngás Guesthouse - Egilsstaðir

Lyngás 5-7, 700 Egilsstaðir

Gistihúsið Lyngás er vel staðsett á Egilsstöðum, í göngufæri við alla helstu þjónustu. Við bjóðum uppá uppbúin rúm og svefnpokapláss í notalegum herbergjum með fallegu útsýni. Herbergin eru 7:

Eitt eins manns herbergi - Meðalstórt herbergi með Queen size rúm sem getur tekið allt að tvo einstaklinga sem double.

Þrjú tveggja manna herbergi - Stór og rúmgóð tveggja manna herbergi sem geta verið bæði twin/double.

Eitt þriggja manna herbergi - Stórt rúmgott herbergi sem getur verið bæði twin/double/tripple.

Eitt fimm manna herbergi - Mjög stórt herbergi með svefn aðstöðu fyrir fimm, twin/double rúm + single rúm + koja.

Eitt sex manna herbergi - Stæðsta herbergið með svefnaðstöðu fyrir sex, twin/double rúm + 2 x kojur.

 

Samtals svefnaðstaða fyrir 22, fimm og sex manna herbergin eru mjög vinsæl fyrir fjölskyldur og hópa.

Öll almenn aðstaða er fyrir hendi. Eldunaraðstaða er fyrir gesti, notaleg setustofa, internet tenging og sameiginleg snyrtiaðstaða.

Klambrasel / Langavatn

Aðaldalur, 641 Húsavík

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Sportferðir ehf.

Ytri-Vík / Kálfsskinn, 621 Dalvík

Sportferðir er ferðaþjónustufyrirtæki, staðsett í Eyjafirði með hópferða- og ferðaskrifstofuleyfi. Sportferðir sérhæfa sig í skipulagningu hvataferða og hópeflis fyrir fyrirtæki og einnig árshátíða- og skemmtiferða  hverskonar fyrir einstaklinga, félög og fyrirtæki. Ferðirnar eru framkvæmdar um allt land og í samvinnu við marga aðra ferðaþjónustuaðila.
Gísting á vegum Sportferða er í Ytri-Vík í Eyjafirði. 
Gamla húsið er steinhús á þremur hæðum sem byggt var 1929 og hefur verið mikið endurnýjað.Í húsinu eru 7 svefnherbergi tveggja- og þriggjamanna og rúmar húsið 16 manns í uppbúin rúm. Í húsinu er fullbúið eldhús og borðstofa sem rúmar 25 manns og einnig lítil setustofa.  Í kjallara hússins er gufubað og búningsaðstaða fyrir gesti og stór heitur pottur fyrir utan.Frístundahúsin Í Ytri Vík eru einnig 7  fullbúin sumarhús.

Suður-Bár

Suður-Bár, 350 Grundarfjörður

Boðið er upp á gistingu í smáhýsum og herbergjum. Herbergi með og án baðs í uppbúnum rúmum og morgunverður í boði.

Níu holu golfvöllur Grundfirðinga er á staðnum tilboð á gistingu og golfi. Fallegt útsýni út á Breiðafjörðinn og á Snæfellsnesfjallgarðinn. Stutt niður í fjöru og góðar gönguleiðir í nágrenninu.

Art Hostel

Hafnargata 9, 825 Stokkseyri

Art Hostel er staðsett í menningarverstöðini á Stokkseyri , á suðurströnd Íslands. Af svölunum á hostelinu er stórkostlegt útsýni, allt frá Heklu og Eyjafjallajökli og yfir stórfenglegt Atlantshafið.

Art Hostel hentar hvort heldur sem er, sem útgerðarstaður til að ferðast um Suðurland en hvílast svo í góðum rúmum í rólegu og notalegu umhverfi, eða sem stutt næturstop áður en haldið er áfram á ferðalagi um landið.

Við bjóðum upp á margvísleg herbergi, allt frá einföldum herbergjum til íbúða með eldunaraðstöðu. Gisting í uppbúnum rúmum /kojum fyrir  27 manns auk Dormsherbergis fyrir 13 manns einning í uppbúnum rúmum/kojum, samtals 40 manns.

Þessu til viðbótar er boðið uppá svefnpokagistingu í stórum sal með leyfi til að hýsa 250 manns.

Í sameiginlegu rými Art Hostel er eldunaraðstaða í fullbúnu eldhúsi, sameiginlegt sturturými og setustofa með sjónvarpi.

Einnig er frítt WiFi í húsinu.

Í nágreni Art Hostel er hinn rómaði veitingarstaður, Fjöruborðið, spennandi söfn á borð við Draugasetrið og Álfasafnið og svo er hægt að skella sér á Kayak á tjörnunum sem Stokkseyri er svo fræg fyrir.

Frá Art Hostel er ekki nema u.þ.b. 40 mínútna akstur til Reykjavíkur og ekki nema rétt um 10 mínútur á Selfoss. Að auka tekur ekki nema um 1 klst að keyra sem leið liggur til Keflavíkur.
Þjónustan okkar miðast við að vera eins persónuleg og vinaleg og unnt er, svo allir njóti sín sem best.

Verð á gistingu er frá er á bilinu 4.500 kr (svefnpokarými) – 20.000 kr (fullbúin íbúð).

Verðlisti :

  • Einstaklingur í rúmi í blönduðu rými er á 10. þús nóttin.
  • Tveir saman í blönduðu rými er á nóttin 14. þús, hægt er að vera allt að 4 saman í blönduðum herbergjum.
  • íbúð fyrir einstakling er á 14. þús og fyrir tvo 20. þús.
  • Svefnpoka pláss ef miðað er við svefnpoka þá 4500 á nóttina en 5,500 ef fólk við hafa sæng og kodda frá Hostelinu.

Fljótsdalsgrund

Végarður 2, 701 Egilsstaðir
Gistiheimili með veitingarekstri, 10 herbergi í gistiheimilinu ásamt 120m2 einbýlishúsi sem hægt er að leigja. Stórt tjaldsvæði með aðgangi að wc og sturtu, grillsvæði, leiksvæði og mögulegt að leigja sal fyrir allt að 160 manns til stærri viðburða. Staðsetning er ca 7 km innan við í Hengifoss, í hjarta Fljótsdalsins.

Cora´s House and Horses / Reiðskólinn á Bjarnastöðum í Ölfusi

Bjarnastaðir, 816 Ölfus

Langar þig að komast í sveitina? Þá er upplagt að heimsækja fjölskylduna á Bjarnastöðum í Ölfusi sem rekur lítið gistiheimili og hestaleigu.

Lögð er rík áhersla á persónulega þjónustu og litla hópa (allt að 6 manns). Við eigum hesta fyrir óvana og vana, bjóðum upp á reiðtúra frá 1-1,5 klst upp í dagsferðir (3,5-4 tíma), teymum undir börnum (20 mín) og einnig bjóðum við upp reiðkennslu og gistingu. Á bænum eru, auk hesta, lausar hænur og einnig hundar sem eru alltaf til í klapp og knús.

Gistiheimilið okkar er á einni hæð í íbúðarhúsinu. Á hæðinni eru 4 herbergi, 1 bað með sturtu og fullinnréttað eldhús. Hæðin er tilvalin fyrir litla hópa eða fjölskyldur allt að 6-8 manns.

Endilega hafið samband til að athuga hvort það sé laust hjá okkur og til að fá tilboð sniðin að ykkar óskum.

Finnið okkur á Facebook hér
Finnið okkur á Instagram hér
Finnið reiðskólann okkar á Facebook hér

Island Apartments

Hverfisgata 56, 101 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Gistihúsið - Lake Hotel Egilsstaðir

Egilsstaðir 1-2, 700 Egilsstaðir

Gistihúsið – Lake Hotel Egilsstaðir er rómað, fjölskyldurekið hótel sem hvílir á gömlum merg íslenskrar bændamenningar. Hótelið mætir ströngustu nútímakröfum um gæði, glæsileik og aðbúnað, um leið og það varðveitir uppruna sinn sem nær aftur til ársins 1903 og ljær því einstakan blæ. Gestir geta valið um vel búin og rómantísk antík-herbergi í eldri hluta hótelsins eða nútímaleg herbergi yngri byggingar. Herbergin eru alls 50 talsins og öll með sérbaðherbergjum. Sameiginlegt rými/setustofa er í móttökusal og er þar einnig glæsilegur bar með góðu úrvali drykkja.

Glæsileg heilsulind, Baðhúsið, er á jarðhæð hótelsins, með heitri smálaug, sánu, köldum potti og hvíldarsvæði innan og utan dyra. Einkar fallegt útsýni er yfir Lagarfljót frá heilsulindinni. Lögð er áhersla á rólegt, slakandi og endurnærandi umhverfi. Gestir hafa aðgang að búningsklefum og fá handklæði og baðsloppa til afnota, en hægt er að leigja sundföt.

Veitingastaður hótelsins, Eldhúsið, hefur getið sér orðs og eru metnaður og alúð þar allsráðandi. Matargerðin er sprottin úr traustum hefðum, en hráefnin gjarnan sett í nýtt og framsækið samhengi. Hráefni er ætíð fyrsta flokks, að mestu íslenskt, gjarnan lífrænt og oft fengið úr næsta nágrenni, enda er leitast við að nýta og kynna afurðir úr héraði. Þriggja rétta kvöldverðurinn Beint frá býli er stolt eldhússins.

Gistihúsið - Lake Hotel Egilsstadir býður upp á gönguskíðaleigu yfir vetrarmánuðina. Í samstarfi við Snæhéra, sem er félagsskapur áhugafólks um skíðagöngu á Fljótsdalshéraði, verður hægt að nýta sér sporið annað hvort við Gistihúsið, í Selskógi eða við skíðaskála Snæhéra á Fjarðarheiði þegar aðstæður leyfa.

Melar Gistiheimili

Bakkagata 3, 670 Kópasker

Opið frá 1.júní 2024 til 30.september 2024.
Utan þess tíma hafið beint samband við Hildi Óladóttur í netfanginu: hildurhola@gmail.com. 

Gistiheimilið Melar er fjölskyldurekið gistihús á Kópaskeri, litlu þorpi við Öxarfjörð norður við heimskautsbaug. Húsið, sem er eitt elsta íbúðarhús þorpsins, hefur verið gert upp frá grunni en það var upprunalega byggt árið 1930.  

Boðið er upp á gistingu í lítilli íbúð á jarðhæð og í fjórum herbergjum á þriðju hæð hússins sem jafnframt er efsta hæð hússins.

Herbergin fjögur á efstu hæð eru misstór. Á annarri hæð, þar sem gengið er inn í gistiheimilið, er
rúmgott sameiginlegt rými með fullbúnu eldhúsi, stofu og baðherbergi.

Litla íbúðin á jarðhæðinni er með fullbúnu eldhúsi og baðherbergi. 

Alls tekur húsið við 8-10 í gistingu (8 fullorðinir, 2 börn uppi á palli) og er tilvalið fyrir stærri sem og minni hópa.  

Möguleiki er á dýnum og barnarúmi.  

Nánari lýsing á bókunarsíðunum. 

Við höfum skírt herbergin í höfuðið á uppáhalds fuglunum okkar; jaðrakan, rjúpa, lómur og kría. Allir fuglarnir eru sjáanlegir á svæðinu í kringum Kópasker yfir sumartímann. 

Á sjávarkambinum við gistiheimilið Mela eru heitir pottar, Bakkaböðin, en þar býðst gestum að fara í heita potta og sjóböð við óviðjafnanlegar aðstæður. Úr pottunum má ganga niður í fallega sandfjöru með þéttum svörtum sandi. Í fjörunni spígspora sandlóur og tjaldar. Þarna er kjörin aðstaða til að skella sér í sjóinn.

Þorpið Kópasker er í um klukkustundarakstur frá Húsavík, í um 37 km fjarlægð frá Ásbyrgi og Hljóðaklettum og um 60 km fjarlægð frá Dettifossi. Þorpið er hluti af Norðurstrandaleiðinni sem nýtur vaxandi athygli ferðamanna sem kjósa að ferðast og upplifa fáfarnari slóðir á norðurhluta Íslands. Svæðið er einstakt hvað varðar fjölbreytileika í fuglalífi og fuglaskoðunarhús er í þorpinu.

Í stuttum bíltúr frá Kópaskeri má keyra að heimskautsbaugnum, heimsækja Raufarhöfn með sitt Norðurheimskautsgerði og skoða fjörur og fuglabjörg á Melrakkasléttunni. Einnig má njóta norðurljósanna við bestu mögulegar aðstæður þegar þau skína í sveitunum í kringum Kópasker.

Gistiheimilið Melar er opið frá 1.júní 2024 til 30.september 2024. Utan þess tíma hafið beint samband við Hildi Óladóttur í netfanginu: hildurhola@gmail.com.

Comfortable Bungalow

Silfurgata 12, 400 Ísafjörður

Notaleg gisting í gömlu nýuppgerðu húsi í hjarta Ísafjarðabæjar. Gisting fyrir 2-4 manns, uppbúin rúm. Háhraða, þráðlaus internettenging og aðgangur að tölvu innifalið. Reyklaust. Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Grand-Inn Bar and Bed

Aðalgata 19, 550 Sauðárkrókur

Bar og gistiheimili í hjarta gamla bæjarins á Sauðárkróki.  Upplýsingar um opnunar tíma finnast á Facebook síðu Grand-Inn Bar and Bed.  

Hólar

Hólar, 801 Selfoss

Við erum með 2 gestahús og bjóðum gistingu.

Einnig getum við boðið reiðkennslu. 

Finna Hótel

Borgabraut 4, 510 Hólmavík

Finna Hótel er gistihús með 17 herbergjum þar af eru 14 herbergi með hjónarúmi en 3 herbergi með twin rúmi.  Öll herbergin á Finna Hótel Gistihúsi eru nú með sérbaðherbergi. 

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Lónkot Sveitasetur

Sléttuhlíð, 566 Hofsós

Lónkot Sveitasetur bíður gestum sínum uppá kúltúr og krásir úr Matarkistu Skagafjarðar. Lónkot er staðsett 12 km norðan við Hofsós í magnaðri náttúru Þórðarhöfða og hinna stórbrotnu eyja fjarðarins Málmeyjar og Drangeyjar. Frá árinu 1991/95 hefur verið rekinn gisti –og veitingastaður í Lónkoti sem hlotið hefur mikið lof fyrir gestrisni og matargerðarlist.
Lónkot býður uppá rómantíska og fjölskylduvæna gistingu í herbergium með eða án baðs sem öll eru sérinnréttuð. Afnot af heitum potti fylgir næturgistingu í herbergjum. í Lónkoti er einnig boðið uppá tjaldstæði.
í Lónkoti er rekið eitt þekktasta sælkeraeldhúsið á landsbyggðinni (Heimsendakrásir á heimsmælikvarða, Morgunblaðið) sem skapað hefur sér sérstöðu með skapandi meðhöndlun og framsetningu staðbundins og árstíðabundins hráefnis úr Matarskistu Skagafjarðar. Ástríðukokkar Lónkots leggja áherslu á hönnun matar úr blómum, jurtum og berjum úr Lónkotslandinu sem borinn eru fram með ferskum fiski úr sjó og vatni, fjallalambi og fugli úr eyjunum. Lónkot er félagi í Slow Food samtökunum.  

í Sölvastofu veitingahúsi Lónkots gefur að líta hina sérstæðu myndlist frægasta förumanns Íslands, Sölva Helgasonar (Solon Islandus). Árið 1995 var Sölva reistur heiðursminnisvarði sem unninn var af Gesti Þorgrímssyni myndhöggvara. Fleiri valinkunnir myndlistarmenn hafa dvalið og skilið eftir sig verk í Lónkoti eins og Katrín Sigurðardóttir, Páll á Húsafelli og Örn Þorsteinsson auk þess sem fjöldi listamanna hafa sýnt í Sölvastofu m.a Helgi Þorgils, Sigurbjörn Jónsson, Páll á Húsafelli, Pétur Gautur og Ragnar Páll Einarsson.

 

Gistiheimilið Brekku í Lóni

Lón, 781 Höfn í Hornafirði

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Flaga 2 guesthouse

Flaga 2, 880 Kirkjubæjarklaustur

Notalegt herbergi á góðum stað á Suðurlandi.

Gamla pósthúsið

Grundargötu 50, 350 Grundarfjörður

Gamla Pósthúsið, gistiheimili í miðbæ Grundarfjarðar, býður gistingu í herbergjum með sérbaði og sameiginlegt eldhús. Þráðlaust internet og sjónvarp á herbergjum.

Gamli bærinn Brjánslæk

Brjánslækur, 451 Patreksfjörður

Gistingin er í þremur herbergjum með sameiginlegu baðhergergi (tvö salerni og ein sturta) í gömlu uppgerðu húsi sem var byggt 1912 sem prestsetur.
Í sama húsi er kaffihús opið 12:30 -17:00 yfir sumartímann og á neðri hæðinni má einnig finna upplýsingasýningu á vegum Umhverfisstofnunar um Surtarbrandsgil, en þar finnast margra milljón ára gamlir plöntusteingervingar.
Einnig er þar fróðleikur um Hrafna Flóka, sem hafði vetursetu á Barðaströnd, mannvistaleifar frá þeim tíma finnast rétt hjá Brjánslæk, rétt hjá höfninni. En þekktastur er hann fyrir að ganga á Lómfell, sjá fjörð fullan af ís og nefna landið Ísland.

Í tengslum við opnunartíma sýningar er boðið upp á göngur í fylgd landvarðar í gilið eftir því sem hér segir:
Þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 13:00.

Athugið að uppganga í gilið er óheimil nema í fylgd landvarðar. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 822-4080 eða 831-9675.

Brimslóð Atelier Guesthouse

Brimslóð 10a, 540 Blönduós

Rekstur fyrirtækisins samanstendur af gistihúsi (10 gistiherbergi), veitingastað (fyrir 50 manns) og hinsvegar móttöku á móti hópum bæði íslenskum og erlendum í fyrirlestur um íslenskan mat, matarhefðir með sögulegri tengingu við sögu Íslands. Gestir er einnig boðið að borða máltíð 2ja - 3ja rétta með lykilhráefnum úr íslenskri matarsögu.

Einnig er boðið upp „foodwork-shop“, þar sem gestir/hópurinn fer saman út í náttúruna að veiða fisk, tína jurtir, taka upp grænmeti og matjurtir í matjurgargarði sem tilheyrir rekstrinum. Með leiðsögn elda gestirnir úr hráefnunum og borða afraksturinn.

Fyrirtækið er skilgreint sem upplifunarferðaþjónusta.

Hægt er að panta gistingu og aðra þjónustu í gegnum heimasíðu fyrirtækisins 

www.brimslod.is

Einnig er hægt að panta gistingu í gegnum bókunarsíðuna www.booking.com

Eigendur fyrirtækisins eru: Inga Elsa Bergþórsdóttir, framkvæmdarstjóri og Gísli Egill Hrafnsson. 

Bæði menntaðir leiðsögumenn með mikla og langa reynslu að baki í því starfi. 

Einnig hafa þau gefið út og samið fjölda af matreiðslubókum  fyrir íslenskan og erlendan markað á íslensku, ensku, frönsku, flæmsku og þýsku. 

Þau hafa hlotið fjölda viðurkenninga fyrir bækur sínar s.s. tilnefningar til íslensku bókmennarverðlaunanna, til verðlauna Hagþenkis og til alþjóðlegru „Gourmand“ verðlaunanna.

Á heimsíðu fyrirtækisins er hægt að sjá myndir og þá aðstöðu sem fyrirtækið hefur upp á að bjóða.

Klettar Tower Iceland

Klettar, 801 Selfoss

Nýuppgerðar studio íbúðir með frábæru útsýni, sérbaðherbergi og eldunaraðstaða. 4 íbúðir og aðgangur að sameiginlegu útsýnissvæði á efstu hæð.

Gistiheimilið Stekkaból

Stekkar 14, 19, 450 Patreksfjörður

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

101 Guesthouse

Snorrabraut 29, 105 Reykjavík

"Guesthouse 101" is located in the City Center of Reykjavik. We offer friendly and personal atmosphere with modern, fresh, and spacious rooms. 

Choose from single, double, triple or family sized rooms, all with wash-basins and comfortable beds. Our competitive prices and breakfast buffet(summer), daily maid service, reception with general information, money exchange, postcards, refreshments, and car-rental and tour information. 

Hair-stylist, beauty parlor, fashion shop, gift shop and a bank are located in the building, and a grocery market across the street. Bus terminal, swimming pool, restaurants, shops, theatres, art galleries, the seaside, and various other attractions are within walking distance.

FE GISTING

Þingvallastræti 2, 600 Akureyri

Gistiheimilið Eldá / Helluhraun / Birkihraun

Helluhraun 15, 660 Mývatn

Eldá, Gistiheimili Mývatni. Ert þú á leiðinni til Mývatns þá bjóðum upp á góða gistingu og persónulega þjónustu á sanngjörnu verði. Við erum staðsett miðsvæðis í Reykjahlíð, í göngufæri við alla helstu þjónustu.

Inni - gistiíbúðir

Frumskógar 3, 810 Hveragerði

Níu notalegar og fallegar íbúðir í kyrrlátu og grónu umhverfi í hjarta bæjarins. Íbúðirnar eru fullbúnar og gestir hafa aðgang að útisvæði með heitum potti og gufubaði.

Allar íbúðirnar eru hannaðar af Rut Káradóttur innanhússarkitekt. Blómabærinn Hveragerði hefur upp á að bjóða ótrúlega fjölbreytta möguleika til útivistar, heilsuræktar og slökunar. 

 

 

Vökuland guesthouse & wellness

Vökuland, 605 Akureyri

Vökuland Guesthouse er staðsett í hjarta Eyjafjarðarsveitar, aðeins 12 km frá Akureyri, umvafið fegurð norðlenskra fjalla.

Staðurinn er opinn allan ársins hring og er staðsetningin góð fyrir þá sem vilja nýta sér skíðasvæðið í Hlíðarfjalli eða aðra afþreyingu á Akureyri og nágrenni.

Við bjóðum gistingu í hlýlegri og vel útbúinni íbúð með tveimur 4 manna herbergjum og einu baðherbergi, með sturtu.  Íbúðin er með góðu eldhúsi, rúmgóðu holi og lítilli setustofu.  Heitur pottur og grill er til afnota fyrir gesti. 

Úr heita pottinum er fallegt útsýni um allan fjörðinn og til Akureyrar.  Á veturnar má oft sjá norðurljósin dansa á stjörnubjörtum himninum og dásamlegt er að fylgjast með þeim úr heita pottinum.

Finna má margs konar afþreyingu í Eyjafjarðarsveit, s.s. veitingahús, söfn, sundlaug, golfvöll, kaffihús, kirkjur og handverksgallerí. Fallegar gönguleiðir eru í nánasta umhverfi og hestaleigur.

Upplifðu tónbað / tónheilun / yoga í fallega mongólska Eagles North kyrrðarhofinu hjá Vökuland wellness. Haldnir eru einstakir viðburðir og námskeið með yoga, djúpslökun (yoga Nidra), tónbaði og tónheilun fyrir hópa og einstaklinga allan ársins hring.  Kristalskál, tíbeskar og inverskar tónskálar, gong og fleiri fagurlega hönnuð hljóðfæri hjálpa til við að komast í djúpslökun í andlega bætandi ferðalagi.  Hver stund er í 1–1,5 klst. Og 10 – 12 manns komast í einu í hofið.  Hægt er að panta gistingu á staðnum í hlýlegri og vel útbúinni íbúð.  Til að bóka tíma fyrirfram er haft samband við Sólveigu í info@eaglesnorth.is

Hótel Hrífunes

Hrífunes, 881 Kirkjubæjarklaustur

Hótel Hrífunes er í Skaftártungu. Gistingin tekur allt að 30 manns í uppábúin rúm. Húsið er staðsett á milli Víkur í Mýrdal og Kirkjubæjarklausturs, í aðeins 3 tíma akstursfjarlægð (220 km) frá Reykjavík. Frá Hrífunesi er stutt í hálendi Íslands og í fjallabaksleiðir syðri og nyrðri. 

Móðir Jörð í Vallanesi

Vallanes, 701 Egilsstaðir

Hjá Móður Jörð í Vallanesi er boðið uppá gistingu í nýuppgerðum svítum með eldhúskrók og baðherbergi með sturtu. 

Á staðnum er rekið kaffihús (Asparhúsið) og verslun þar sem boðið er uppá staðbundinn morgunmat og máltíðir úr jurtaríkinu frá kl 10 - 17:00 mánudaga til laugardaga í júní, júlí og ágúst. Í maí og september er opið frá kl 11 - 16.
 

Hægt er að versla ferskt grænmeti sem er lífrænt ræktað á staðnum og forvitnilegar heilsu- og sælkeravörur Móður Jarðar.  Tekið er á móti hópum og sérpöntunum en senda má fyrirspurn á info@vallanes.is.

Ferðaþjónustan Mjóeyri

Strandgata 120, 735 Eskifjörður

Gistiheimilið er staðsett í fögru og friðsælu umhverfi á Mjóeyri, rétt utan við þéttbýlið við Eskifjörð. Húsið er nýlega innréttað, var byggt árið 1895 og ber merki gamalla og nýrra tíma. Við leggjum áherslu á hlýlegt og heimilislegt andrúmsloft.

Stórkostlegt útsýni er út Reyðarfjörð, inn Eskifjörð, yfir Hólmanes og Hólmatind. Hægt er að fá morgunmat og kvöldmat ef pantað er með fyrirvara. Boðið er upp á gistingu í fjórum, eins til tveggja manna herbergjum með sameiginlegum eldhúskrók, setustofu með sjónvarpi og góða hreinlætissaðstöðu. Útvarp og sjónvarp er í öllum herbergjum. Reyklaust umhverfi er innandyra. Stór sólpallur er við innganginn á neðri hæð og þaðan er einnig gengið inn í morgunverðarsal.

Ferðaþjónustan á Mjóeyri býður einnig upp á fimm 39m2 smáhýsi. Húsin eru klædd að innan með panil og á gólfi er parket, hvert hús er með verönd og á efri hæð eru svalir með frábæru útsýni. Hvert hús rúmar 4-6 manns. Í setustofu er sjónvarp og útvarp með geislaspilara. Eldhúsið er úbúið með örbylgjuofni, ísskáp, hraðsuðukatli og pressukönnu auk áhalda og borðbúnaðar. Í setustofunni er sófi sem auðvelt er að breyta í þægilegt tvíbreitt rúm. Á efri hæðinn er eitt herbergi með 2 rúmum og svefnloft með pláss fyrir 2-3 persónur. Baðherbergið er á neðri hæðinni. Á Mjóeyri er einnig baðhús með heitum potti og sauna. Þá eru þrjú nýbyggð 24m2 og tvö 29m2 hús. Þau eru með 2x90cm rúm á neðri hæðinni, eldunaraðstöðu, baðherbergi með sturtu og svefnlofti. Fínt fyrir tvo til fjóra gesti.

Öll húsin eru með aðgangi að interneti. 

Í næsta nágrenni Mjóeyrar er Randulffssjóhús sem er opið frá kl 12-21 alla daga sumarsins. Þar er matseðil bæði í hádeginu og á kvöldin og kaffimatseðil yfir daginn. Svo er auðvitað hægt að panta fyrir hópa á öðrum tímum. Í Randulffssjóhúsi starfa lærðir kokkar sem leggja mikla áheyrslu á ferskan mat úr nágrenninu. 

http://www.mjoeyri.is

Gistiheimilið Grásteinn

Holt, 681 Þórshöfn

Grásteinn Guesthouse er fjölskyldurekið gistiheimili á sauðfjárbúinu Holti. Við bjóðum uppá gistingu í tveggja manna herbergjum, smáhýsum fyrir 3 og fjölskylduherbergi fyrir 5. Öll herbergi eru með sérbaðherbergi og opnu WiFi neti. 

Gestir okkar hafa aðgang að notalegu seturými við kamínu í aðalbyggingunni og þar er Heiðarlegi barinn opinn eftir þínum þörfum. 

Eldum kvöldmat fyrir 6 eða fleiri, svo það er um að gera að hringja á undan sér og láta vita ef áhugi er fyrir því.

Gestum býðst að hitta dýrin á bænum og mögulegt að fara á hestbak. Erum með frisbígolf körfu og skemmtilegar gönguleiðir.  

Á Grásteini ertu miðsvæðis fyrir allar perlur Norðausturhornsins, s.s. Dettifoss, Ásbyrgi, Langanes, Rauðanes, Heimsskautagerði og dásamlegu Selárlaug í Vopnafirði.

Hótel Eskifjörður

Strandgata 47, 735 Eskifjörður

Hótel Eskifjörður er byggt á sterkum grunni sem hýsti áður útibú Landsbanka Íslands. Saga sem nær aftur til 1918 en byggingin er frá árinu 1968. Hótelið er í miðbæ Eskifjarðar með einstakt útsýni þar sem fegurð Hólmatindsins fær að njóta sín. Eskifjörður á sér merkilega sögu og í bænum og nærsveit er að finna söguspjöld sem gaman er að kynna sér. Einnig er fallegt Sjómannasafn og mörg eldri hús sem vert er að skoða. Við höfum 17 tveggja manna herbergi, 9 í bankahúsi og 8 í bankastjóra-íbúðarhúsinu öll með eigin baðherbergi. Öll hönnuð með þægindi og notalegheit í fyrirrúmi. Í herbergjunum er að finna flatskjássjónvarp með sjónvarpsstöðvar víðsvegar úr heiminum, myrkva- gluggatjöld fyrir þá sem þola illa miðnætursólina og þægileg lýsing fyrir þá sem vilja lýsa skammdegið. Stílhrein baðherbergi með sturtu í hverju herbergi. Frítt þráðlaust internet er í boði fyrir gesti.

SAXA Guesthouse and Café

Fjarðarbraut 41, 755 Stöðvarfjörður

Þetta gistihús er staðsett við hliðina á höfninni á Stöðvarfirði og býður upp á útsýni yfir hafið og fjallið Súlur. Það er með ókeypis Wi-Fi og býður upp á nútímaleg og björt herbergi.

Öll herbergin á Saxa Guesthouse eru með sérbaðherbergi með sturtu ásamt fataskáp. Sum eru einnig með setusvæði.

Á meðal aðstöðunnar á Saxa Guesthouse má nefna sameiginlega sjónvarpssetustofu, verönd og Café Saxa.

Í innan við 50 metra fjarlægð má finna veitingastaðinn Gallery Snærós og handverksmarkað yfir sumartímann. Egilsstaðir eru í 50 mínútna akstursfjarlægð og Breiðdalsvík er í 15 mínútna akstursfjarlægð.  

Við tölum þitt tungumál!

Þessi gististaður hefur verið á Booking.com síðan 18. júl 2012.
Herbergi: 14

Bella Apartments & Rooms

Austurvegur 35, 800 Selfoss

Bella Apartment & Rooms er nýtt og glæsilegt hótel í hjarta Selfossbæjar. Hótelið býður upp á gistingu í 15 herbergjum ,4 lúxús tveggja herbergja íbúðum og 1 penthouse íbúð.  Öll herbergin eru fallega innréttuð, björt og rúmgóð með sér baðherbergi, sjónvarpi og ókeypis nettengingu.

Tveggja herbergja lúxus íbúðirnar eru einstaklega vel hannaðar með tveimur svefnherbergjum, einu stóru baðherbergi, þvottavél og þurrkara, rúmgóðu eldhúsi, stofu með svefnsófa og stórum svölum.

Hver íbúð er með svefnpláss fyrir allt að 7 manns.

Penthouse lúxus íbúðin er með frábæru útsýni, tveimur svölum, 1 svefnherbergi og með gistirými fyrir allt að 6 manns. Hún er búin með fullbúnu eldhúsi, uppþvottavél og einu stóru baðherbergi.

Bella Apartments & Rooms er kjörinn staður til að vera á meðan dvöl þinni stendur á Íslandi því Selfoss er miðsvæðis fyrir margt á Suðurlandinu. Stutt er að fara á helstu ferðamannastaðina og einungis 40 mínútna akstur til Reykjavíkur. Þú getur farið í fullkomna dagsferð frá hótelinu allan ársins hring.

Nálægt hótelinu eru verslanir og veitingastaðir, sundlaug með rennibrautum, hestaleigur og margt fleirra. Bella er tilvalin staðsetning fyrir fjölskyldur til að vera og kanna hvað Selfoss og nágrenni hefur uppá að bjóða.

Sendið okkur tölvupóst: booking@bellahotel.is  og fáið nánari upplýsingar um hótelið og verð hjá okkur. Vinsamlegast hafið samband við info@bellahotel.is  vegna verðlista og stærri bókana.

Hjarðarból Gistiheimili

Hjarðarból, Ölfusi, 816 Ölfus

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Sjávarborg

Hafnargata 4, 340 Stykkishólmur

Sjávarborg er gistihús og kaffihús við höfnina í Stykkishólmi. Herbergi eru af mismunandi stærðum, bæði 2ja manna og fjölskylduherbergi. Morgunverður í boði á kaffihúsinu en einnig hægt að nota gestaeldhús til að útbúa máltíðir. 

Gistiheimilið Mikligarður - Arctichotels

Kirkjutorg 3, 550 Sauðárkrókur

Gistiheimilið Mikligarður er vel staðsett rétt við aðalgötuna í gamla bænum á Sauðárkróki. Hér eru 13 herbergi í boði; 3 með sér baði og 10 með sameiginlegri bað- og snyrtiaðstöðu. Gestamóttakan er á Hótel Tindastóli.

Í næsta nágrenni er margt athyglisvert að finna s.s 3 veitingastaði, bakarí, upplýsingamiðstöð, Minjahús, gólfvöll, þreksal, hestaleigu, sundlaug og margar góðar gönguleiðir stuttar sem langar svo eitthvað sé nefnt.

Á veturnar er hægt að skreppa á skíðasvæðið í Tindastóli, fara í rómantíska göngu eftir fjörunni og njóta alls þess sem Skagafjörður hefur upp á að bjóða í afþreyingu, mat og drykk. 

Lækjaborgir guesthouse

Kálfafell 1b, 881 Kirkjubæjarklaustur

Við bjóðum upp á gistingu í 2-4 manna stúdíóherbergjum, þar sem hvert herbergi státar af sér inngangi, sér baðherbergi og sér eldunaraðstöðu. 

Öll eldhús eru fullbúin. Fjögur stúdíóherbergi eru í hverju húsi.  Við erum einnig með tvo bústaði með verönd sem hvor um sig hefur gistipláss fyrir allt að fjóra.
Öll rúm eru uppábúin og handklæði eru á herbergjum.  Frítt Wifi er á staðnum.

Lækjaborgir gistihús er staðsett á bóndabænum Kálfafelli 1b, 26 km fyrir austan Kirkjubæjarklaustur í rólegu umhverfi  sveitarinnar. Stutt er frá þjóðvegi 1 heim að bænum.  Við bjóðum ykkur velkomin að Lækjaborgum.

Bendum á heimasíðuna okkar www.laekjaborgir.com

South Central Guesthouse

Blesastaðir 3, 804 Selfoss

South Central Guesthouse

Fallegt og heimilislegt gistiheimili í friðsælu umhverfi á Suðurlandi.

Herbergjaskipan er aðallega tveggja manna herbergi með sameiginlegu baði en einnig má fá fjögurra manna herbergi. Gestir hafa aðgang að sameiginlegu eldhúsi og matsal. Húsið er rúmgott með nokkrum setustofum.

Skjólsæl verönd og grill.

 

Tilvalið fyrir litla hópa, gistimöguleiki fyrir allt að 20 manns.

 

Frá gistiheimilinu er útsýni til Heklu og stutt að heimsækja margar af náttúruperlum Suðurlands.

Gistiheimili Sólheima

Sólheimar Grímsnesi, 801 Selfoss
Á Sólheimum er boðið upp á gistingu allt árið um kring í tveimur gistiheimilum, Veghúsum og Brekkukoti. Gistingunni fylgja uppábúin rúm, handklæði og fullbúin eldunaraðstaða í miðju húsinu. Kaffihúsið okkar Græna kannan og Vala verslun eru staðsett rétt fyrir neðan gistiheimilin. Einnig eru gönguleiðir á svæðinu þar sem hægt er að njóta náttúrunnar í sveitakyrrðinni.

Hunkubakkar

Síða, 881 Kirkjubæjarklaustur

Ferðaþjónustan á Hunkubökkum býður upp á 20 herbergi í heildina, þar af 6 tveggja manna herbergi með sameiginlegu baði, 6 bjálkahús sem eru 3 og 4 manna með sér baði og 8 tveggja manna herbergi með sér baði.

Húsin eru nálægt aðalbyggingunni, þar er að finna gestamóttöku er ásamt veitingastað sem opinn er á kvöldin og á daginn hluta sumars, einnig er morgunverður borinn fram þar.

Veitingastaðurinn er með góðu úrvali af réttum frá býli og héraði. Við erum sauðfjárbændur og bjóðum upp á okkar eigið gómsæta grillaða lambakjöt á matseðli.

Hægt er að panta mat og kaffihlaðborð fyrir hópa - Veitingaaðstaðan tekur ca 50 manns í sæti.  

Umhverfi Hunkubakka er rómað fyrir náttúrufegurð og milt veðurfar. Einnig eru margar gönguleiðir í kring og staðsetningin miðsvæðis fyrir stærstu náttúruperlur landsins eins og Fjaðrárgljúfur , Laka, Fagrafoss, Langasjó, Sveinstind, Eldgjá, Landmannalaugar, Skaftafell og Jökulsárlón.

Smellið hér til að bóka gistingu 

Grundarfjörður Guesthouse & Harbour Cafe

Nesvegur 5, 350 Grundarfjörður

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Frystiklefinn Hostel og menningarsetur

Hafnargata 16, Rifi, 360 Hellissandur

Frystiklefinn er marg-verðlaunað menningarsetur og hostel, staðsett í uppgerðu frystihúsi í Rifi, litlu þorpi á norðanverðu Snæfellsnesi. 

Íslensk list, menning og gestrisni einkenna Frystiklefann og fara gestir, sem leita eftir einstakri íslenskri upplifun þaðan með ógleymanlegar minningar í farteskinu. 

Hjá Frystiklefanum er boðið upp á sérherbergi, dorm, tjaldsvæði og fimm íbúðir.

Skorrahestar ehf

Skorrastaður, 740 Neskaupstaður

Skorrahestar bjóða upp á lengri hestaferðir, styttri reiðtúra og gönguferðir- „við ysta haf“. Við erum staðsett austast á Austfjörðum; bændur til margra ára á bænum Skorrastað í Norðfirði.

Hér komast gestir í tengsl við náttúruna, mannlífið, þjóðsögurnar og íslenska hestinn. Gönguleiðir og reiðgötur eru valdar af kostgæfni til að ná fram sem mestum hughrifum gesta. Lengd túranna er ekki mæld í kílómetrum heldur upplifunum. Heimaaldir leiðsögumenn, traustir hestar og rjómapönnukökur leggja grunninn að góðum umsögnum gesta sem má finna á www.tripadvisor.com og www.booking.com .  Við bendum einnig á www.skorrahestar.is og www.facebook.com (Skorrahestar) þar sem finna má myndir og nánari lýsingu á framboði Skorrahesta. Gisting er einnig í boði.

Vinsamlegast hafið samband á netinu: info@skorrahestar.is

Vakinn

Hey Iceland

Síðumúli 2, 108 Reykjavík

Hey Ísland – ferðaþjónusta bænda er ferðaskrifstofa landsbyggðarinnar. Við byggjum á yfir 35 ára reynslu og þekkingu í ferðaþjónustu á landsbyggðinni sem gerir okkur kleift að bjóða upp á fjölbreytt úrval af gistingu um land allt og afþreyingu við allra hæfi í návist við náttúruna og friðsælt umhverfi sveitarinnar.

Hey Ísland býður upp á fjölbreytt úrval af gistingu hjá yfir 160 gististöðum um land allt, frá fjölbreyttri bændagistingu yfir í hlýleg sveitahótel, sumarbústaði og íbúðir. Allir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi hjá Hey Ísland, www.heyiceland.is

Ferðaþjónustan Urðartindur

Norðurfjörður 1, 524 Árneshreppur

Urðartindur er fjölskyldurekin gistiaðstaða fjarri ysi og þysi í einstaklega fallegu umhverfi Norðurfjarðar. Boðið er upp á gistingu í herbergjum með baði og sumarhúsum, ásamt tjaldstæði.

Tjaldsvæðið stendur á tveimur stórum túnum í Norðurfirði með einstöku útsýni yfir fjörðinn og fjallahringinn allt í kring. Stutt er niður á fallega sandströnd þar sem sjávarniðurinn berst um fjörðinn og börn hafa gaman af að leika sér.

Verð á tjaldsvæði 2023

Verð fyrir fullorðna, eldri en 15 ára: 1.500 kr.
Verð fyrir börn: Frítt

Rafmagn fyrir ferðavagna: 1.000 kr.
Hleðslustöð fyrir bíla 

Opnunartími
1. júní til 15. september


Hvassafell 2

Hvassafell 2, 311 Borgarnes

Garður Guesthouse

Skólastígur 7, 340 Stykkishólmur
Fallegt hús í gamla bænum í Stykkishólmi með gistiplássi fyrir allt að 8 manns.

Vestmannsvatn Guesthouse

Vestmannsvatn, 641 Húsavík

Fjölskyldurekið gistiheimili, miðsvæðis á Norðurlandi.

Gistiheimilið Rauðaskriða

Rauðaskriða, Aðaldal, 641 Húsavík

Rauðaskriða gistiheimili:
Rauðaskriða gistiheimili er í fögru og friðsælu umhverfi Suður-Þingeyjarsýslu um það bil 28 km sunnan Húsavíkur, eins þekktasta hvalaskoðunarbæjar í heimi. Hótelið er vel staðsett til skoðunarferða að Goðafossi, Mývatni, Dettifossi, Ásbyrgi og  Akureyri.

Íslandsbærinn - Old Farm

Þrastarlundur, 601 Akureyri

Íslandsbærinn er fjögurra bursta bær, byggður að gömlum stíl, stórglæsilegt og rúmgott hús með öll þægindi nútímans og endalausa möguleika. Tilvalinn fyrir fjölskyldur og/eða vini til að láta fara vel um sig á yndislegum stað. Rúmgóð forstofa og fjögur herbergi með uppábúnum rúmum fyrir 7-8 manns. Hvert herbergi er með sér útgang á verönd þar sem heitur pottur er. Tvö baðherbergi eru í húsinu og er sturta og þvottaaðstaða í því stærra. Rúmföt og handklæði eru með ísaumuðu merki Íslandsbæjarins sem og baðsloppar.

Stofa og borðstofa eru samtengd og opið er inn í eldhúsið. Þetta rúmgóða samverusvæði er glæsilega innréttað og inniheldur öll helstu þægindi til að gera dvölina sem ánægjulegasta. Í eldhúsinu má finna sérvalinn borðbúnað fyrir 12 manns, ísskáp með klaka- og vatnsvél, vínkæli, örbylgjuofn, eldavél og ofni.

Kaffi, te og súkkulaði er í boði hússins.

Á veröndinni má finna, auk heita pottsins, fullbúið gasgrill og útigeymslu fyrir til dæmis skíði.

Málverkin á veggjunum eru eftir listakonu úr heimabyggð, Sunnu Björk.

ATH að húsið leigist út sem ein heild.

Skálatjörn gistiheimili

Skálatjörn, 803 Selfoss

Verið velkomin á gistiheimilið Skálatjörn  

Upplifðu íslensku sveitina sem staðsett er á kyrrlátum og rólegum Geitabæ. Þessi bændagisting býður upp á þægilega gistingu.

6 stúdíó íbúðir allar með eldhúsi, sturtu og sjónvarpi, 3 herbergi með sameiginlegu baði í heimagistingu okkar og stóra fjölskyldu íbúð með frábæru útsýni á annari hæð gistihúsins.  

Einnig er ókeypis internet, útsýni yfir frægustu eldfjöll á Íslandi, Eyjafjallajökul og Heklu.

Skálatjörn er nálægt áhugaverðum stöðum Urriðarfoss 10 mín, Seljalandsfoss 45 min, Skógarfoss 60 mín, Geysir 60 mín, Gullfoss 70 mín, Kerið 25 mín, Reykjadalur 30 mín. Reykjavík 60 mín og fl og fl . Matvöruverslanir og veitingastaðir á Selfossi í aðeins 15 mín keyrslu.  

Skálatjörn er fullkominn fyrir ferðalanga sem elska náttúru, dýr og róandi sveit, gestgjafar þínir,

Helena og Stefan, láta öllum líða eins og heima hjá sér og að gera dvöl þína sem besta. Hittu vingjarnlegar geitur og loðna vini sem búa á bænum, það er sannarlega frábær staður til að vera í fríinu þínu. Allir okkar gestir njóta þess að hitta geiturnar okkar frítt.

Náttúruunnendur munu elska þessa gistingu þar sem umhverfið er fagurt og kyrrlátt andrúmsloft, framúrskarandi dómar á netinu, sem sýnir að gestir elska að gista hjá okkur. 

Einkunn gesta á booking.com er 9,4. 

Héraðsskólinn Historic Guesthouse

Laugarbraut 2, 840 Laugarvatn

Héraðsskólinn að Laugarvatni er staðsettur í hjarta Gullna hringsins. Héraðsskólinn er opinn allan ársins hring og þar geta gestir okkar notið þess að dvelja í sögulegri byggingu og notið matarins á veitingastað Héraðsskólans. Stutt er í eina fallegustu náttúru landsins sem býður upp á ótal möguleika tengdri útivist. Gott er að enda daginn á heimsókn í jarðböðin við Laugarvatn.

Reykjavik – Loft HI Hostel / Farfuglaheimili

Bankastræti 7, 101 Reykjavík

Reykjavik – Loft HI Hostel / Farfuglaheimili er staðsett í hjarta höfuðstaðarins með útsýni yfir Þingholtið en þessi skemmtilega staðsetning á stóran þátt í að skapa góðu stemminguna sem LOFTIÐ þekkt fyrir.

Farfuglaheimilið opnaði árið 2013 og er margverðlaunað fyrir gæða- og umhverfisstarf sitt. Það ber umhverfismerki Norðurlandanna – Svaninn og hlotið alþjóðlegu nafnbótina Heimsins Besta Hostel af HI. 

Ef þú ert að leita þér að nútímalegri og hagkvæmri gistingu og viðburðastað fyrir fjölskylduna eða vinahópinn í hjarta Reykjavíkur þá gæti LOFTIÐ verið akkúrat staðurinn þinn. Þú gætir jafnvel tekið frá allt húsið fyrir hópinn þinn Sendið okkur endilega ósk um tilboð fyrir stærri hópa.   

Á Reykjavik – Loft HI Hostel / Farfuglaheimili eru 19 stílhrein og hlýleg 2ja til 6 manna fjölskylduherbergi Hægt er að fá barnarúm í öll herbergi án endurgjalds og í stofunni er barnahorn. Herbergi eru með sér baði, nettengingu og seturými.  Gestir hafa aðgengi að vel búnu eldhúsi með grillsvölum, stofum með skiptibókahillum og fótboltaspili, þvottaaðstöðu og barnum. Léttur morgunverður í boði. Aðgengi hjólastóla er gott um allt hús og öll hafa aðgang að böðum með þarfir fatlaðra í huga.

Efsta hæðin á Reykjavik – Loft HI Hostel / Farfuglaheimili er viðburðastaður og bar sem státar einnig af besta útsýninu í bænum af þaksvölunum. Á barnum er gott úrval af innlendum bjór af krana. Þín bíður Hamingjustund alla daga frá klukkan 16 – 20 af kranabjór og vínglösum hússins. Hundar eru sérlega velkomnir.

Verið velkomin að njóta gestrisni og menningar í hjarta Reykjavíkur. 

www.lofthostel.is

Sunnuberg Gistihús

Suðurbraut 8, 565 Hofsós

Sunnuberg er gistiheimili með 5 herbergjum; fjögur eru tveggja manna og eitt einstaklings, þau eru öll með baði. 
Eldunaraðstaða er ekki til staðar en það er sjónvarpskrókur þar sem hægt er að hella uppá kaffi.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Gistiheimilið Stöð

Sólvellir 13, 350 Grundarfjörður

Húsið býður upp á fullt af möguleikum fyrir íslenska ferðamenn (og erlenda). Húsið væri ákjósanlegt fyrir t.d. námskeið, ættarmót, brúðkaup, vinnustaðapartý og svo mætti lengi telja. Húsið stendur við sjávarsíðuna í Grundarfirði þar sem Kirkjufellið blasir við. Alls er gistipláss fyrir 52 manns. Opið og bjart sameiginlegt eldhús er hentugt fyrir samkomur og með útsýni yfir Kirkjufell, auk þess er stór garður og kolagrill. Veitingastaðurinn Bjargarsteinn er hinu megin við götuna og því stutt að rölta yfir til að gera vel við sig. 

House On The Hill

Fiskhóll 11, 780 Höfn í Hornafirði

Vinsamlegast hafið samband fyrir bókanir og frekari upplýsingar.

Fossárdalur

Berufjörður, 765 Djúpivogur

Í Fossárdal er boðið upp á svefnpokagistingu með eldunaraðstöðu, ásamt tjaldstæði. Gestir gista í sérhúsi í um 600 m fjarlægð frá íbúðarhúsunum á Fossárdal. Í húsinu eru sex herbergi, fjögur fjögurra manna, eitt þriggja manna og eitt tveggja manna. Í þremur herbergjum eru hjónarúm.

Ekki er boðið upp á morgunverð eða aðrar veitingar í Fossárdal. Matsölustaðir og kaffihús eru á Djúpavogi, en þangað er um 15 mín akstur.

Landslagið er sérstakt og mikið af klettum svo gönguleiðir geta verið mjög krefjandi ef þess er óskað. Fossá rennur út dalinn og alls eru í henni 25 fossar, hver með sína sérstöðu, sem vert er að staldra við og líta nánar á. Jeppavegur liggur 14 km. inn eftir dalnum og frá veginum er stutt að ánni og fossunum.

Tjaldstæðið er skjólgott í faðmi fallegra fjalla. Gott pláss er á svæðinu og hægt er að taka við stórum hópum. Bæði er gott pláss fyrir þyrpingu lítilla tjalda eða stóra bíla. Lítill lækur liðast við tjaldstæðið sem er kjörinn fyrir börnin að sulla í og Fossáin liðast út dalinn. Kjörinn staður fyrir þá sem vilja frið frá hinu daglega amstri, í fagurri nátturu. Á svæðinu er gríðarlega fjölbreytt tækifæri til gönguferða og svo eru fallegir fossar í Fossánni.

Klósettaðstaða er í aðstöðuhúsi ásamt heitu og köldu vatni. Einnig er hægt að komast í rafmagn.

Farfuglaheimilið Hafaldan - bragginn

Suðurgata 8, 710 Seyðisfjörður

Farfuglaheimlið Hafaldan hefur verið starfrækt síðan 1975 eða síðan ferjan Norræna hóf ferðir sínar til Seyðisfjarðarhafnar.

Í hinu sögufræga húsi Gamla spítalanum (1898) er frábær aðstaða fyrir gesti. Fallega innréttuð sameiginleg rými, eldhús, borðstofa, notaleg SPA aðstaða með saunu sem er opin og ókeypis fyrir gesti hostelsins. Eins er líka þvottavél/þurrkari aðgengileg gegn greiðsu. Lítill bar með bjór & léttvíni á góðu verði er á staðnum og fylgir opnunartíma afgreiðslunnar. Eins er hægt að bóka léttan morgunverð á staðnum.

Herbergin eru fjölbreytt í stærðum & gerðum og ýmist með baði eða án. Hentar vel fyrir fjölskyldur, pör, vinahópa eða einstaka ferðalanga. 

Við erum hluti af Farfuglahreyfingunni en þar leggjum við okkur statt og stöðugt fram við að standa undir orðspori okkar sem leiðtogar á sviði sjálfbærrar ferðaþjónustu. Við tökum virkan þátt í að efla sjálfbærni í okkar samfélögum og sýnum það í verki í allri okkar starfsemi og stefnu.

Fyrir bestu verðin & sveiganleika þá er LANGbest að bóka beint gegnum heimasíðuna !

Riverfront Boutique Lodge við Hellu

Við Rangá, 851 Hella

10.herbergi 18m2, öll með sér wc og baðherbergi og sérinngangi. Í öllum herbergjum er smart tv, kaffivél, hitakanna, hárblásari og ísskápur.

Öllum herbergjum fylgir sameiginleg aðstaða til þess að matast. 35m2 rými þar sem útbúa má morgunverð/kvöldverð. Fullt eldhús.  

Við hlökkum til að taka á móti ykkur.

Karuna

Litla Gröf , 551 Sauðárkrókur

Fjölskyldurekið gistiheimili staðsett við þjóðveg 75, mitt á milli Varmahlíðar og Sauðárkróks. Við erum staðsett á sveitabæ og bjóðum upp á stórkostlegt útsýni. 

Gistiheimilið tekur 27 í gistingu í 10 herbergjum, fimm 2ja manna með sameiginlegu baðherbergi og fimm stærri herbergi með sér baðherbergi. Það er svo sameiginlegt eldhús, borðstofa og heitur pottur.

Fyrir frekari upplýsingar og bókanir sendið póst á info@karuna.is

Dalakot

Dalbraut 2, 370 Búðardalur

Dalakot er lítið einkarekið gistiheimili. Gistiheimili hefur verið í húsinu síðan um miðja síðustu öld. Árið 2013 keyptu hjónin Anna Sigríður Grétarsdóttir og Pálmi Jóhannsson gistiheimilið og gáfu því nafnið Dalakot. Síðan þá hafa þau unnið að endurbótum á húsnæði og umhverfi þess og eru enn að.

Í gistiheimilinu eru 9 herbergi með gistirými fyrir 19 manns. Einnig er heilsárshús niður við ströndina sem hentar vel smærri hópum eða fjölskyldum með gistipláss fyrir 6 manns.

Veitingastaður og bar er rekinn á gistiheimilinu þar sem pizzur og hamborgar eru aðaluppistaða matseðils en einnig eru nokkrir sérréttir hússins. Boðið er uppá morgunmat og heitan mat í hádeginu og/eða mat af matseðli. Opið daglega frá 12:00 til 21:00.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Lambalækur

Við Langá, 311 Borgarnes

Lambalækur - hús byggt sem íbúðarhús að Galtarholti í Borgarbyggð árið 1894. Nú nefnt Lambalækur. Flutt í nágrenni Ensku húsanna og endurgert í upprunalegt horf samkvæmt ströngustu kröfum Húsafriðunnar Ríkisins árið 2004.

Á neðri hæð hússins er forstofa, gangur, eldhús, stofa, þvottahús og geymsla, eitt tveggja manna herbergi og eitt þriggja manna herbergi með sér snyrtingu. Á efri hæð er eitt þriggja manna og tvö tveggja mannaherbergi með sameiginlegri snyrtingu.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

GlacierWorld

Hoffell 2b, 781 Höfn í Hornafirði

Við hjá Glacier World bjóðum uppá gistingu og heitar laugar í einstöku umhverfi.

Heitu náttúrulaugarnar okkar eru umkringdar fjöllum og jökli. Það er fullkomið að liggja og njóta náttúru Íslands með útsýni yfir Hoffellsjökul, skriðjökul frá Vatnajökli, og safna orku eftir langt ferðalag.

Glacier World er staðsett í Hoffelli og þar bjóðum við uppá gistingu í endurgerðum húsum með útsýni fyrir Hoffellsjökul. Við bjóðum upp á tvenns konar herbergi, með sér baði og með sameiginlegu. Boðið er upp á 21 herbergi í heildina og eru 8 af þeim með sameiginlegu baði. Herbergin með sér baði eru svo í húsum sem eru gerð upp. Annað húsið er gömul hlaða sem gerð var upp 2014. Þar er að finna 8 herbergi, morgun- og kvöldverðarsal og sýningarsal. Hitt húsið er gamla fjósið í Hoffelli en það var klárað 2015.

Í fjárhúsunum sem eru innangengd úr hlöðunni er morgunverðarsalur með dásamlegu útsýni.

Innifalið í gistingunni er aðgangur að heitu laugunum.

Einnig eru gönguleiðir sem eru stikaðar í umhverfi Hoffellsjökuls fyrir þá sem vilja.

Endilega hafið samband til þess að fá nánari upplýsingar.

Gistiheimilið Bjarmalandi

Bugatún 8, 460 Tálknafjörður

Stefna okkar er að bjóða upp á snyrtilega og notalega gistingu á kyrrlátum stað. Bjarmaland er sannarlega góður griðarstaður fyrir ferðalanga á flakki um náttúruperlur Vestfjarða.

Opið allt árið.

Hestakráin sveitahótel / Land og hestar

Húsatóftir 2a, 801 Selfoss

Hestakráin á Húsatóftum Skeiðum er aðlaðandi sveitakrá sem er tilvalinn staður til mannfagnaða s.s. árshátíðir. Hestakráin rúmar hæglega 50 - 70 gesti í sæti. 

Áhersla er lögð á þjóðlega, ferska og góða rétti t.d. grillað lambakjöt, lambasteik, fiskrétti, kjötsúpu, kúrekasúpu, heimabakað brauð og bakkelsi. Allt hráefni kemur úr héraði. 

Fyrir hópa er t.d. hægt að velja um:
· Súpu og brauð
· Tveggja rétta máltíð
· Þriggja rétta máltíð 

Einnig er reynt að verða við séróskum viðskiptavina, má þar nefna afmælisveislu, jólahlaðborð, þorrablót og sviðamessu.

Gistirými er fyrir 20 manns í tveggja manna herbergjum. Í öllum herbergjum er baðherbergi með sturtu og snyrtiaðstaða og úti á verönd er heitur pottur.

· Uppá búin rúm í gistiherbergjum með snyrtiaðstöðu

· Tvær vistlegar setustofur
· Heitur pottur á verönd
. Sauna


The Barn

Norður Foss, 871 Vík

Farfuglaheimilið er vandlega hannað með einstökum nútímalegum blæ og er þægilega staðsett nálægt helstu aðdráttarafl suðurströndarinnar. Það samanstendur af sameiginlegum svefnsölum með kojum, bæði tveggja manna og einstaklings, með hámarki 6 rúmum í hverju herbergi. Það eru líka 8 sérherbergi á efri hæðinni, öll með þægilegu queen size hjónarúmi, og sum þeirra sýna útsýni yfir fjöllin og jökulinn. Þessi tegund gistirýmis er með sameiginlegu baðherbergi og förðunarherbergi með hárþurrku. Gestir hafa fullbúið eldhús og borðkrók til ráðstöfunar hvenær sem er. Farfuglaheimilið býður einnig upp á afgreiðslu og bar með úrvali af drykkjum, staðbundnum bjór, kaffi og snarl.

Miðhóll gestahús

Miðhóll, 851 Hella

Miðhóll gestahús er hús sem stendur við heimilið okkar á Miðhóli og opið allt árið. Á Miðhóli búum við fjölskyldan ásamt hundi, köttum og hestum. Gestahúsið er 32,6 fermetrar að stærð og í því er allt sem heimili þarfnast. Í húsinu er gistiaðstaða fyrir fjóra. Hjónarúm er í svefnherberginu og síðan góður svefnsófi í aðalrýminu. Einnig er þvottavél, þurrkari, sjónvarp og uppþvottavél. Húsið er 3,1 km frá þjóðvegi 1. Húsið er mjög vel staðsett til að ferðast á Suðurlandi þar má nefna:

Landmannalaugar (103 km)

Geysir Haukadal (68,5 km)

Gullfoss (71,8 km)

LAVA Centre (27,2 km)

Skógar (73,3 km)

Jökulsárlóni (272 km)

Þingvellir (72km)

Verið þið velkomin :)

Lækjarhús gistiheimili

Borgarhöfn, 781 Höfn í Hornafirði

Notalega gistiheimilið okkar býður upp á fullkomna dvöl fyrir náttúruunnendur. Hestabúið okkar og gistiheimilið eru staðsett í Borgarhöfn í Suðursveit, um 50 km vestan við Höfn í Hornafirði.

Sólbrekka Mjóafirði

Sólbrekka, 715 Mjóifjörður

Ferðaþjónustan Sólbrekku er 42 km frá Egilsstöðum, ekið um veg nr. 953. Í Sólbrekku gistiheimili eru 5 herbergi með samtals 18 rúmstæðum, uppbúið rúm eða svefnpokapláss, sameiginlegt eldhús og setustofa, þrjár snyrtingar m/ sturtum. Frí nettenging er fyrir næturgesti og afnot af þvottavél og þurrkara.

Fyrir framan gistiheimilið eru útibekkir, borð og stólar og leikvöllur er skammt undan. Tjaldsvæðið er á grasfleti fyrir framan og til hliðar við gistiheimilið og möguleiki á rafmagni f/ húsbíla. Einnig er reiðhjólaleiga í Sólbrekku og hægt að leigja reiðhjól heilan dag eða hluta úr degi.

Tvö sumarhús standa neðan við bæinn Brekku. Í hvoru húsi er svefnpláss fyrir 4-5, svefnherbergi með tvíbreiðu rúmi á neðri hæð auk svefnlofts með rými fyrir 2. Á neðri hæð er fullbúinn eldhúskrókur, eldhúsborð, svefnsófi og sófaborð. Húsin leigjast með uppbúnum rúmum og handklæðum. Heitir pottar eru aðgengilegir á veröndinni við bústaði frá júní - september/október. Frí nettenging.

Kaffi og léttar veitingar eru seldar í Sólbrekku frá 10. júní - 20. ágúst.

Merktar gönguleiðir eru í nágrenninu, fallegir fossar og mikil náttúrufegurð.

Opnunartími: 

Gisting í smáhýsum er opin allt árið.
Gisting í Sólbrekku gistiheimili er opin 06/06 - 31/08.
Kaffi og veitingasala er opin 10/06 - 20/08.

Til að sjá 360° mynd af Sólbrekku, smellið hér.

 

Gistiheimilið Pétursborg

Akureyri, 604 Akureyri

Gistiheimilið Pétursborg er við Eyjafjörð, 5 km frá Akureyri. Þar er boðið upp á eins til fjögurra manna herbergi, með eða án sér baðherbergis, morgunverðarhlaðborð, eða eldunaraðstöðuna sem er líka í boði. 


Fallegt útsýni, í sveit. Þráðlaust internet í öllum herbergjum og heittur pottur í garðinum.

  Haust og vetur 2020 Sumar 2020
1x1 án baðs 8.500 10.500
1x2 án baðs 12.000 15.000
1x3 án baðs 15.900 19.500
1x4 án baðs 18.600 24.800
1x1 með baði 12.000 15.000
1x2 með baði 15.000 18.500
Morgunverður Innifalinn Innifalinn

 

Barnavagga: ókeypis

Auka rúm fyrir börn yngir en 12 ára í herbergi með foreldrum: 3.00 pr nótt, morgunverður innifalinn.

Karlsá gistiheimili

Karlsá, 621 Dalvík

Karlsá er reisulegt hús á 3 hæðum, staðsett nokkrum kílómetrum norðan við Dalvík. Tilvalið fyrir stórar fjölskyldur, pör eða hópa sem vilja slaka á í fallegu umhverfi eða kanna það sem Tröllaskaginn hefur upp á að bjóða. Gestir leigja allt húsið.

Í húsinu eru 7 herbergi með uppbúnum rúmum fyrir allt að 15 manns, eldhús, borðstofa og setustofa. Úti er lítið gufubaðshús og heitur pottur með útsýni yfir fjörðinn og fjöllin allt í kring.

www.karlsa.com
www.ravenhilllodge.com
www.bergmenn.com
www.arcticheliskiing.com

Laugarfell

Fljótdalsheiði, 701 Egilsstaðir

Laugarfell er staðsett á austanverðu hálendi Íslands, rétt norðan við fjallið Snæfell. Kárahnjúkavegur liggur nánast að Laugarfelli en afleggjarinn frá veginum að skálanum er tveir kílómetrar og er það eini staðurinn sem ekki er lagður bundnu slitlagi að skálanum. Að sumri til er vel fært að Laugarfelli fyrir allar tegundir ökutækja.

Laugarfell er með gistirými fyrir 28 manneskjur. Tvær heitar náttúrulegar laugar eru við Laugarfell og eru þær samkvæmt gömlum heimildum þekktar fyrir lækningamátt sinn.

Margar skemmtilegar gönguleiðir eru í nágrenni Laugarfells og fjöldi fallegra fossa er í þægilegri göngufjarlægð frá Laugarfelli. Miklar líkur eru á að sjá hreindýr á vappi í nágrenni Laugarfells.

Laugarfellsskáli er opinn frá 1. júní til 30 september.

Hótel Reykjanes

Reykjanes, 401 Ísafjörður

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Tjaldsvæði opnar snemma vors og fram á haust (fer eftir tíðarfari).

The Viking Country Club

Richardshús, 601 Akureyri

Gistiheimilið er í svokölluðu Richardshúsi á Hjalteyri við Eyjafjörð. Við bjóðum upp á 7 þægileg herbergi, 4 baðherbergi og heitan pott. Útsýnið yfir Eyjafjörð og fjöllin í kring svíkur engan.

Kerlingarfjöll Hálendismiðstöð

Kjölur 35,

Kerlingarfjöll eru ein af náttúruperlum hálendisins. Þar fara saman stórkostlegt landslag, fjölbreytt og fróðleg jarðfræði og síðast en ekki síst samspil jökla og jarðhita, gróðurs og gróðurleysis og ótrúleg litadýrð. Af hæstu tindum er mjög víðsýnt og sér þaðan til sjávar bæði til norðurs og suðurs. Bjartur og fallegur dagur í Kerlingarfjöllum er  mörgum ógleymanleg upplifun.

Hálendismiðstöðin í Kerlingarfjöllum er staðsett í dalnum Ásgarður í norðanverðum Kerlingarfjallaklasanum, þar er boðið upp á gistingu fjallaskálum, á staðnum er tjaldstæði og þar eru veitingar seldar.

Kópasker HI Hostel / Farfuglaheimili

Akurgerði 7, 670 Kópasker

Farfuglaheimilið er staðsett í miðju þorpinu og stutt er í alla þjónustu. Kópasker er kjörinn áningarstaður því í nágrenni við staðinn eru margar af náttúruperlum landsins. Ásbyrgi, sem er hluti af þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfri, er í rúmlega 30 km fjarlægð frá Kópaskeri. Í þjóðgarðinum eru margir áhugaverðir staðir t.d. Hljóðaklettur og Forvöð. Vatnsmesti foss Evrópu, Dettifoss, er í þjóðgarðinum og einnig er þar að finna minni fossa s.s. Hafragilsfoss og Vígabergsfoss. Á Melrakkasléttu er mjög fjölbreytt fuglalíf og Rauðinúpur ( sem er í 30 km fjarlægð frá Kópaskeri ) er kjörinn staður fyrir fuglaskoðara. Besti tíminn til fuglaskoðunar er í maí og september/október. Á Kópaskeri er mini golfvöllur og í Ásbyrgi er 9 holu golföllur. Á Snartastöðum sem er í nágrenni við Kópasker er mjög gott byggðasafn.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana eða bókið gegnum heimasíðu

Katla House

Hrífunesvegur,880 Kirkjubæjarklaustur, 880 Kirkjubæjarklaustur

Gisting í gamla Hrífunes bænum. 

Húsið er á 2 hæðum. Það tekur 10 manns í 5 svefnherbergi, þar af 2 herbergi með tvíbreiðum rúmum, 1 með einbreiðu rúmi, 1 með 2 einbreiðum rúmum og 1 með tvíbreiðu rúmi og einbreiðu rúmi.

1 fullbúið baðherbergi með sturtu, annað einungis wc og vaskur.

Barnarúm í boði og matarstóll fyrir yngri en tveggja ára ásamt borðbúnaði fyrir börn.

Þvottahús og wifi.

Fullbúið eldhús með gaseldavél, ísskáp, uppþvottavél, ofni, örbylgjuofni og borðbúnaði fyrir 10 manns. Kaffivél hrærivél brauðrist og samlokugrill.

Útsýnispallur með útihúsgögnum fyrir 10 manns og stóru útigrilli.

Húsið hentar ekki fötluðu fólki og/eða fólki með erfiðleikum með gang í stiga.

ATH: Húsið leigist út sem heild.

Til að finna okkur á Airbnb, smellið hér.
Til að finna okkur á Booking.com, smellið hér.
Til að finna okkur á Bungalo.com, smellið hér.

Lýsuhóll-Snæhestar

Lýsuhóll, Snæfellsnesi, 356 Snæfellsbær

Lýsuhóll er lítið fjölskyldufyrirtæki. Boðið er upp á gistingu í huggulegum sumarbústöðum og þægilegum gistihúsum. Einnig eru veitingar í boði og ferðir á hestbak.

Sumarhúsin samanstanda af svefnherbergi, setustofa, lítið eldhús, sturtu og klósett, tilvalið fyrir 2-4 manna fjölskyldu. Það eru tvö rúm í svefnherbergi og svefnsófi fyrir tvo í setustofu. Úr sumarhúsum er mjög fallegt útsýni og góð verönd tilvalin til að sitja úti eða grilla.

Tvö gistihús með 4 herbergjum hvert, tvö tveggja manna, eitt fjölskylduherbergi og eitt eins manns. Öll herbergin eru með vaski. Tvö stór baðherbergi með sturtu, hugguleg setustofa, eldunaraðstaða og grill er sameiginlegt.

Hestaferðir í boði frá stuttum reiðtúr upp í 8 daga ferð. það er möguleiki á að ríða meðfram ströndinni eða yfir fjöllin og hraunin. Til dæmis þriggja klukkustunda reiðtúr meðfram ströndinni í gullnum sandi út að Búðum, þar sem selir liggja í klettunum og allt útsyni magnað.

Dalahyttur

Hlíð, 371 Búðardalur

Dalahyttur er fjölskyldurekið fyrirtæki sem býður upp á gistingu í 9 tveggja manna
herbergjum.

Á staðnum eru þrjú 15m2 smáhýsi. Húsin eru öll útbúin 160 cm rúmi, eldhúseiningu, baðherbergi með sturtu, WiFi og bílastæði er við hvert hús.

Þrjú hús eru útbúin með tveimur 20m2 herbergjum. Sér inngangur er í hvert herbergi utan frá. Í hverju herbergi er 160 cm rúm, sófi, baðherbergi með sturtu, hægindastóll, kaffi og te aðstaða, WiFi og bílastæði fyrir hvert herbergi er við húsin.

Móttaka og veitingahús eru í nýuppgerðum bragga á svæðinu. Matseðillinn er ekki stór en á honum reynum við að hafa eins mikið af heimasvæðinu og við getum. Ef þú hefur einhverja góða hugmynd að veislunni þinni, ekki hika við að spyrja okkur, við erum alltaf til í eitthvað nýtt og reynum eftir fremsta megni að koma til móts við gesti.

Frá húsunum
getur þú notið útsýnis yfir fjöllin, dalinn og Hörðudalsá. Ef norðurljósin láta
sjá sig er tilvalið að sitja úti á verönd og njóta.  

Staðsetning Dalahyttna er góð til að njóta bæði friðar og ferðalaga.
Stutt er í allar áttir. Við erum í um klukkutíma akstursfjarlægð frá
Stykkishólmi, Borgarnesi, Hólmavík og Hvammstanga og er staðsetningin því
þægileg til dagsferða um Snæfellsnes, Borgarfjörð, Strandir, Húnaþing og
sunnanverða Vestfirði.  

Fyrir bókanir, vinsamlegast hafið samband í síma 869 8778 eða netfangið gudrun@dalahyttur.is.
 

 

Lava Hostel

Hjallabraut 51, 220 Hafnarfjörður

Lava Hostel er staðsett í skátaheimili Hraunbúa í Hafnarfirði í hjarta höfuðborgarsvæðisins. Lava Hostel býður upp á gistingu á góðu verði í fallegu umhverfi Víðistaðatúns þar sem tveir heimar mætast, álfheimar og borgarlífið. Herbergin eru frá tveggja manna og upp í átta manna auk svefnpokaplássa í sal fyrir stærri hópa. Gestir hafa aðgang að þráðlausu Interneti, þvottaaðstöðu, vel útbúnu eldhúsi og borðstofu. Í húsinu er huggulegur veislusalur sem leigður er út fyrir viðburði. Öll nauðsynleg þjónusta er á næsta leiti og náttúran handan við hornið.

Ef þú ert að leita að fjölskylduvænu tjaldsvæði nálægt Reykjavík þá er tjaldsvæðið í Hafnarfirði rétti staðurinn. Hafnarfjörður er þriðji stærsti bær Íslands með um 30.000 íbúa. Bærinn er oft kallaður bærinn í hrauninu enda er hraun allsráðandi. Einnig er Hafnarfjörður með marga íbúa huldufólks. Keyrt er inn á Víðistaðatún eftir gangstíg við hlið Lava Hostel/ skátaheimilisins.

Tjaldsvæðið er opið frá 15 Maí til 15 September. 

Tjaldsvæði Hafnarfjarðar er á Víðstaðatúni sem er fallegur listaverkagarður umkringdur hrauni. Rólegt, hlýlegt og fjölskylduvænt umhverfi með nægu plássi fyrir börnin til að leika sér. Stutt í alla þjónustu og miðbæ Hafnarfjarðar.

Heitt og kalt vatn, sturtur, þvottavél, Wi-Fi og salerni við tjaldsvæðið. Einnig eru þar útivaskar til uppvasks og rafmagn á svæðinu.

Tjaldsvæðið er rekið af skátafélaginu Hraunbúum og rennur ágóði þess í uppbyggingu á skátastarfinu.

Aðilar undir 18 ára aldri þurfa að vera í fylgd með forráðamanni.

Allir bílar þurfa að vera lagðir upp á bílastæði, ef þið eruð ekki að sofa í þeim.

Aðeins einn húsbíll eða vagn í hvert stæði.

Við bjóðum ekki upp á langtímastæði, hámarksdvöl eru 7 dagar í einu.

Það er hægt að nota rafmagn á svæði C með langri snúru, tenglanir eru hinum megin við aksturveginn á svæði B.

Öryggismyndavélar vakta innganginn á tjaldsvæðinu.

Hvernig kemst ég inn á tjaldsvæðið?

Það er frítt Þráðlaust net hjá hliðinu.

1) Bókaðu stæði í gegnum Parka. (smelltu á "Bóka Núna")

2) Hliðið er með bílnúmera skanna og á að opnast sjálfkrafa.

Ef það gerist ekki þá skaltu fylgja þessum skrefum:

1) Opnaðu kvittunina sem þú fékkst í gegnum tölvupóstinn.*

2) Smelltu á "skrá mig inn á svæðið" og þaðan getur þú leiðrétt bílnúmerið eða bætt við númer, eftir það á hliðið að geta opnað sjálfkrafa með því að skanna bílnúmerið.

3) Ef það virkar ekki Smelltu þá á "opna hlið".

*Þú færð tölvupóst ef bókunin gekk í gegn (gáðu í ruslpóstinn), þú færð 2 tölvupósta.

Lava hostel og Tjaldsvæðið á Víðistaðatúni er rekið af Skátafélaginu Hraunbúum í Hafnarfirði.

Gistiheimilið Tilraun

Aðalgata 10, 540 Blönduós

Private house with garden

Tangagata 10a, 400 Ísafjörður

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

The Northern Comfort Inn

Bylgjubyggð 2, 625 Ólafsfjörður
The Northern Comfort Inn býður upp á 11 tveggja manna herbergi með sér baði. Stór matsalur, gott eldhús, þvottahús, sjónvarpsherbergi og setustofa eru meðal þess sem gestir geta nýtt við dvölina.

Post-Hostel

Hafnargata 4, 710 Seyðisfjörður

Hostel sem staðsett er í gamla pósthúsinu á Seyðisfirði.

Ferðaþjónustan á Hólum

Hjaltadalur, 551 Sauðárkrókur

Á Hólum er boðið upp á gistingu í smáhýsum og íbúðum og er eldunaraðstaða og borðbúnaður í þeim öllum. Veitingastaðurinn Kaffi Hólar er í háskólabyggingunni og er opinn allt árið.

Hólar í Hjaltadal eru einn merkasti sögu- og menningarstaður landsins. Margt er að skoða á Hólum svo sem Háskólann, Hóladómkirkju, Auðunarstofu, Nýjabæ og Sögusetur íslenska hestsins.

Gott útivistarsvæði með merktum gönguleiðum við allra hæfi er á Hólum einnig eru í boði lengri og meira krefjandi leiðir.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.  Hundar eru leyfðir á tjaldsvæðinu.

Höfn Inn

Vesturbraut 3, 780 Höfn í Hornafirði

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Brunnhóll

Mýrar, 781 Höfn í Hornafirði

Brunnhóll er gisthús og veitingastaður sem er staðsettur á besta stað undir Vatnajökli og útsýn til jökulsins því stórkostleg. Við erum um 50 km austar en Jökulsárlón og 30 km vestan við Höfn í Hornafirði, aðeins 300 m frá hringveginum. 

Brunnhóll er fjölskylduvænn staður og við leggjum okkur fram um að veita persónulega og góða þjónustu.

Gistiheimilið er með rúm fyrir um 75 manns, í eins-, tveggja-, og þriggja manna herbergjum auk nokkurra fjölskylduherbergja.  Öll herbergin eru með sér baðherbergi. Hægt er að fá bæði morgunverð og kvöldverð, auk þess léttra veitinga allan daginn.

Leitast er við að bjóða upp á afurðir sem framleiddar eru á býlinu eða í næsta nágrenni.  Lögð er áhersla á að hafa ávallt heimabakað brauð á boðstólum og nýbakaðar skonsur og rabbarbarasulta eru einn af föstum liðum á morgunverðarborðinu. Sérstaklega viljum við minna á heimalagaða rjómaísinn Jöklaís, sem framleiddur er og seldur á býlinu.

Víðsýnt er úr veitingasalnum.  Salurinn er tvískiptur og tekur hann um 60+ manns í sæti.  Opið er út á skjólgóða verönd þar sem hægt er að njóta stórbrotinnar náttúru og útsýnis um leið og hvers konar veitinga.

Á næsta bæ, Árbæ er rekið myndarlegt kúabú.  Við leitumst við að veita gestum innsýn í daglega störf bænda og þeirra vinnuhætti ásamt fræðslu um staðhætti í nágrenninu.  Nokkrir erlendir starfsmenn vinna hjá okkur á hverju ári og verða oftast eins og partur af fjölskyldunni.  Dvöl þeirra eykur á víðsýni og auðgar menningu heimamanna.

Opið er frá 1. febrúar til 31. október og um jól og áramót. 

Gistihúsið Seljavellir

Seljavellir, 781 Höfn í Hornafirði

Þetta gistihús, staðsett aðeins í 1 km frá flugvellinum á Hornafirði, býður upp á herbergi með flatskjásjónvarpi og ókeypis þráðlausum Internetaðgangi. Þjóðvegur 1 er beint við hliðina á gistihúsinu.

Sætisaðstaða og skrifborð eru staðalbúnaður í öllum herbergjum Seljavellir Guesthouse. Þau eru einnig öll með sérbaðherbergi með sturtuaðgengi. Sum herbergin eru með fjallaútsýni en önnur með útsýni yfir jökulinn.

Gestir geta tekið því rólega á veröndinni eða á barnum á gistihúsinu Seljavellir Guesthouse. Hægt er að leigja bílaleigubíla á staðnum.

Miðbær Hafnar er í 8 mínútna akstursfjarlægð. Jökulsárlón er í 72 km fjarlægð frá gistihúsinu.

Á gistiheimilinu Guesthouse Seljavellir er garður, aðgengi að verönd og bar. 

Hafdals Hótel

Stekkjarlækur, 601 Akureyri

Hafdals hótel er nýlegt fjölskyldurekið sveitahótel, staðsett í Vaðlaheiði, aðeins 5 km. frá Akureyri.

Hótelið er með stórum og rúmgóðum vel búnum herbergjum,( 24m2) með sér baði og setusvæði,sjónvarpi,ísskáp,kaffivél, ókeypis interneti og snyrtivörum.

 Herbergin eru öll með stórum gluggum með miklu og fallegu útsýni yfir Eyjafjörðinn og Akureyri.

Herbergin eru innréttuð á hlýlegan og stýlhreinan máta og með gólfhita.

Verönd /svalir er við öll herbergin, þar sem er gott að sitja og slappa af og njóta náttúrunnar og útsýnisins.

Hótelið býður upp á eitt fjölskyldu herbergi fyrir 3-4 einstaklinga.

Morgunverðarhlaðborð er í boði daglega og er innifalið í uppgefnum verðum.

Stutt er í flestar náttúruperlur Norðurlands og margskonar afþreyingu í næsta nágrenni.

Við leggjum áherslu á að taka vel á móti gestum og veita persónulega þjónustu.

Holtungar

Grásteinsholt, 851 Hella

Gisting í smáhýsi pláss fyrir 2 samhenta. Í húsinu er þráðlaust net eldunaraðstaða og flest helstu eldunaráhöld, sturta og salerisaðstaða.

Gisting í Grunnavík

Grunnavík í Jökulfjörðum, 401 Ísafjörður

Ferðir yfir sumarið á föstum tilboðum í Grunnavík, Jökulfjörðum. Svenfpokagisting og góð eldunaraðstaða.  Ekki er föst viðvera tjaldvarðar á tjaldvæði en tjaldvörður fer til að taka á móti hópum sem hafa pantað en salerni á tjaldstæði eru alltaf opin þó að tjaldvörður sé ekki á staðnum.



Hálendismiðstöðin Hrauneyjar

Sprengisandur F26, 851 Hella

Hálendið, nær en þú heldur.  

Hálendismiðstöðin á Hrauneyjum er síðasti áningarstaður áður en haldið er inn á hálendi Íslands. Hrauneyjar er í nálægð við margar af sérstæðustu náttúruperlum landsins, þ.á.m. Landmannalaugar, Þjórsárdal, Heklu, Sprengisand, Veiðivötn og Fjallabak. Óspillt náttúran og friðsældin lætur engan ósnortinn sem þangað leitar.

Hótelið er opið allt árið með 48 notaleg herbergi, kærkominn veitingastaður með heimaelduðum mat, bar, lítil verslun, veiðileyfi og eldsneyti á bílinn. 

Drangar Country Guesthouse

Drangar, 371 Búðardalur

Drangar Country Guesthouse er nýtt gistiheimili byggt á gömlum grunni. Þessi nýuppgerði sveitabær er frábær áningarstaður þar sem Snæfellnesið og Dalirnir opnast til austurs og vesturs í aðeins 2. klst fjarlægð frá höfuðstaðnum. 

Við fjölskyldan höfum gert upp tvær byggingar til gistingar þar sem er haldið í það sem ljáir sveitabæjum sinn sess í landslaginu og gefum þeim nútímalegan blæ. Fjósið er undravel hannað með sex herbergjum með tvíbreiðum rúmum, tveimur þriggja manna herbergjum og sameiginlegu rými með útsýni yfir hafið. Skemman er með fjórum herbergjum með tvíbreiðum rúmum, tvö með eldhúskrók og öll skemmu herbergin hafa aðgang að sameiginlegu eldhúsi. Öll okkar herbergi eru með glæsilegu baðherbergi. 

Studio Granda hlaut Hönnunarverðlaun Íslands 2020 veitt af Miðstöð hönnunar og arkitektúrs fyrir hönnun þeirra á Dröngum. Drangar voru einnig tilnefndir til European Union Prize for Contemporary Architecture - Mies van der Rohe Award fyrir árið 2022.  

 

Hafaldan HI hostel - bragginn

Ránargata 9, 710 Seyðisfjörður

Farfuglaheimilið Hafaldan býður uppá gistingu í tveimur húsum á Seyðisfirði. Starfsemin hófst á
sama tíma og ferjan Norræna hóf siglingar til Seyðisfjarðar, árið 1975. 

Í gamla síldarvinnslubragganum hóf Farfuglaheimilið Hafaldan göngu sína að Ránargötu 9. Húsið er undir hinu merka fjalli Bjólfi og í mikilli nálægð við sjóinn. Bláa borðstofan býður uppá mikilfenglegt útsýni út fjörðinn sem seint gleymist og það getur verið erfitt að slíta sig frá málsverðinum þar.

Krossviðurinn er allt um vefjandi í húsinu og falleg antík húsgögn gefa húsinu mikinn sjarma.

Hostelið býður uppá tveggja og fjögurra manna herbergi, öll með sameiginlegu baðherbergi og sturtuaðstöðu. Lín og handklæði er innifalið í verði en ekki er boðið uppá morgunverð þar sem sameiginleg og vel útbúin eldhúsaðstaða er í húsinu. 

Á hostelinu er frábær aðstaða fyrir gesti: góð sameiginleg rými, mjög vel búið eldhús, borðstofa, þvottavél og þráðlaus nettenging. Hafaldan er hluti af alþjóðlegri keðju Farfugla (Hostelling International) og fylgir metnaðarfullum gæða og umhverfisstöðlum þeirra.  

Á heimasíðunni gengur síldarbragginn góði undir heitinu Hafaldan Harbour. Vinsamlegast bókið beint gegnum heimasíðuna okkar www.hafaldan.is þar eru bestu verðin og afsláttarkóði fyrir enn meiri afslátt. Eins eru sérstök tilboð fyrir lengri dvalir í boði. Við erum líka við símanni: 611-4410 &
tölvupóstfang: seydisfjordur@hostel.is.

Við tökum vel á móti þér !  

Sudavik guesthouse

Túngata 10, 420 Súðavík

Þú ert velkominn í Súðavík. Einn á ferð, fleiri saman eða fjölskylda. Sudavik gistiheimili bíður þín. Notaleg herbergi, vel búið eldhús, stofa til að slaka á í kringum borðspil eða með bók úr bókasafninu mínu. Gisting friðar til að uppgötva.

Óbyggðasetur Íslands

Norðurdalur, 701 Egilsstaðir

Óbyggðasetrið bíður upp á fjölbreytta afþreyingu, heimilislegan veitingastað og gistingu í einstöku umhverfi.

Lifandi sýning Óbyggðasetursins um ævintýri óbyggðanna hefur hlotið fjölda viðurkenninga og hentar gestum á öllum aldri.

Fjöldi lengri sem styttri gönguleiða er í nágrenninu og staðurinn vinsæll hjá gönguhópum.

Dæmi um styttri göngu er eyðibýlagangan sem liggur inn með ánni að endurgerðum kláf sem gestum er velkomið að prófa.

Núpan Deluxe

Aðalgata 10, 230 Reykjanesbær

Heimilislegt og nútímanlegt hótel miðsvæðis í Keflavík.

Stutt er því í alla helstu þjónustu. Um 200 metrar í aðalgötu Keflavíkur, Hafnargötuna og Atlantshafið.

Það býður upp á nútímaleg herbergi, ókeypis Wi-Fi Internet og ókeypis bílastæði. Bláa Lónið er í innan við 20 mínútna akstursfjarlægð.

Herbergin á Núpan Deluxe eru annaðhvort með sér eða sameiginlega baðherbergisaðstöðu. Sum eru með setusvæði og skrifborð.

Safnið Víkingaheimar er í 5,2 km fjarlægð. Reykjavík er í 45 mínútna akstursfjarlægð. 

Ferðaþjónusta Setberg

Setberg, 350 Grundarfjörður

Puffin Hótel Vik

Víkurbraut 26, 870 Vík

Gisting sem er boðið upp á: Hótel herbergi með sér baði og morgunverður innifalinn.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Gistihúsið Gimbur

Reykjarhóll, 570 Fljót

Gistiheimilið Gimbur stendur við þjóðveg 76 u.þ.b. 20 km norðan Hofsóss á landi Reykjarhóls. Húsið stendur fyrir opnu hafi og nýtur miðnætursólar allt sumarið og frá miðjum júní og út mánuðinn sest sólin aldrei.  Á veturna fögnum við myrkrinu með sínum stjörnum og norðurljósum. 

Staðurinn hentar mjög vel fyrir gönguhópa, fuglaskoðara, ljósmyndara, veiðimenn og hestamenn.

Við höfum 2 hús til umráða og getum hýst allt að 17 manna hópa.

2-3 herbergi deila baði og sturtu.

Vel útbúið eldhús, heitur pottur, grill og góð aðstaða til samveru. Fjölbreyttar gönguleiðir í nágrenninu.

Cosy Country Camper suit

Neðri-Hundadalur, 371 Búðardalur

Við bjóðum upp á gistingu í tveimur Polar hjólhýsum, vel útbúnum, með eldhúsi og WC. Annað húsið er fyrir 4, tvo fullorðna og tvö börn eða unglinga í kojum en hitt húsið er fyrir tvo. Uppábúin rúm, handklæði og viskustykki. Húsin eru upphituð með Alde hitakerfi sem hægt er að keyra á rafmagni, gasi eða geymi hússins. Heitt og kalt vatn. Frítt Wi-Fi og bílastæði. Einnig er sameiginleg klósett og sturtuaðstaða í litlu húsi á lóðinni með hitaveitu, og heitur pottur.

Hægt er að leigja Fat-bike reiðhjól til að hjóla og upplifa nærumhverfi. Umhverfið er fagurt og friðsælt og staðsetningin er mjög miðsvæðis fyrir dagstúra á Vestfirði, Strandir, Dalasýslu, Vatnsnes, Snæfellsnes og Borgarfjörð. Kjörið fyrir tveggja nátta stopp eða meira. Einnig bjóðum við upp á stæði fyrir húsbíla/ferðavagna.

Vinsamlegast hafið samand vegna verðlista og bókana.

The White House

Bjarkarbraut 19, 806 Selfoss

Í húsinu eru 6 herbergi með svefnplássi í rúmum fyrir 12 manns, 6 baðherbergi, heitur pottur fyrir 12 manns, sér garður og stór verönd.

Einnig leigjum við út allt húsið í einu til hópa, fjölskyldna eða til jafnvel til fundastarfa.

Gistiheimilið Dettifoss

Lundur, Öxarfjörður, 671 Kópasker

Dettifoss guesthouse er í Lundi í Öxarfirði umlukið Birkiskógi við þjóðbraut. Í næsta nágrenni eru merkir áningastaðir, svo sem Vatnajökulsþjóðgarður, Hljóðaklettar, Dettifoss, Rauðinúpur og Hraunhafnartangi. Allt sannkallaðar náttúruperlur. Ásbyrgi í 5 mínútna fjarlægð. Frábærar vel merktar gönguleiðir í nágrenninu. Mellrakkasléttan geymir líka stórbrotið fuglalíf. Falleg strandlengjan með rekaviði er einnig ómissandi. Stutt í hvalaskoðun og ferðir yfir heimskautsbaug.

Sundlaug er í göngufæri frá gistiheimilininu

Fullbúið sameiginlegt eldhús er í Dettifoss guesthouse eins er aðstaða til að grilla, ásamt því að boðið er upp á ókeypis WiFi hvarvetna á gistiheimilinu.

Herbergin á gistiheimilinu eru með sameiginlegt baðherbergi.

Við getum með góðu móti tekið á móti 26 manns í herbergjum.

Verið velkomin í Dettifoss guesthouse.

Við keppumst við að gera heimsókn þína ógleymanlega.

Kirkjuból í Bjarnardal

Kirkjuból, Bjarnardalur, 425 Flateyri

Kirkjuból í Bjarnardal er hlýlegt fjölskyldurekið gistiheimili á sveitarbæ í faðmi fagurra fjalla við Önundarfjörð, einn af vestfirsku fjörðunum, aðeins 15 mín. akstur frá höfuðstað Vestfjarða, Ísafirði.

Á Kirkjubóli í Bjarnardal höfum við tekið á móti gestum frá árinu 2004 og leggjum við metnað okkar í að bjóða upp á góða gistingu í fallegu umhverfi. Yfir sumarið skiptumst við á að taka á móti gestum, ásamt góðu aðstoðarfólki. Sumarið 2020 verður Rúna húsfreyja hjá okkur.

Þegar komið er til Vestfjarða eru nær endalausir möguleikar á því að upplifa sífellt eitthvað nýtt. Þegar dvalið er á Kirkjubóli er auðvelt að fara þaðan í dagsferðir um Vestfirði og koma aftur að kvöldi. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, hvort sem hugurinn er við söguna, náttúruskoðun, gönguferðir eða þá bara að slappa af í notalegu umhverfi. Kirkjuból í Bjarnardal er aðili að Ferðaþjónustu bænda, Hey Iceland og þar með hluti af öflugum samtökum innan ferðaþjónustu á Íslandi. 

Boðið er upp á gistingu í herbergjum með baði og án. Morgunverður og eldunaraðstaða er í boði fyrir gesti.

Vinsamlegast hafið samband í tölvupósti eða síma vegna verðlista og bókana.

Icelandic Cottages

Hraunmörk Flóahreppur, 801 Selfoss

Bústaðirnir hjá Icelandic Cottages eru innréttaður af fagmanni til að bjóða gestum upp á unaðslega dvöl í fallegu umhverfi.   Allt er gert til að gera dvölina sem ánægjulegasta. Öll húsin eru eins að grunnfleti en mismunandi hönnunarstílar eru í hverju húsi með mismunandi litum.

Í hverju húsi eru:
Þrjú svefnherbergi með uppábúnum rúmum sem eru með  hágæða dýnur og  æðadúnssængum. Öll herbergi eru með myrkvunarrúllugardínum. Baðherbergið er með sturtu en allir gestir frá þrjár gerðir af  handklæðum og svo er hárblásari á staðnum. Í stofunni er svo sjónvarp, dvd spilari, útvarp og gervihnattadiskur með fjöldan allan af  stöðvum og internettengingu.

Alls geta 6 manns setið við borðstofuborðið en það er opið rými til eldhússins sem auðveldar alla framreiðslu.  Í eldhúsinu er stór amerískur ísskápur, uppþvottavél, eldavél, örbylgjuofn, kaffivél, ketill, ristavél, blandari, diskar, glös, pottar og pönnur og margt fleira. Vinsamlegast látið vita ef þið þurfið barnarúm (ferðarúm) og barna matstól, sem er innifalið í verðinu.

 

  • Á ganginum er þvottavél og þurrkari þannig að gestir geta farið heima með allt nýþvegið. Einnig er til staðar straubretti og straujárn.
  • Á pallinum er stórt 4 brennara ryðfrítt stálgrill sem og önnur útihúsgögn.
  • Það er stutt í margar af fegurstu perlum Íslands eins og Geysir, Gullfoss og Þingvellir.
  • Tekið skal fram að ekki er heimilt að tjalda/tjaldvagnar/fellihýsi/hjólhýsi á svæðinu.
  • Gæludýr eru ekki leyfð.

Hámarks fjöldi í gistingu: 6 manns.   

Staðsetning GPS hnita:
GPS lengdargráða : 63.95757773841824
GPS breiddargráða: -20.63953399658203

Til að finna okkur á Bungalo.is, smellið hér.                                                                                     

 

Ytra Lón Farm Lodge

Langanes, 681 Þórshöfn

Ytra Lón er við veg nr.869, 14 km norðaustur af Þórshöfn. Flugferðir eru til og frá Akureyri alla daga nema um helgar.

Ertu að leita að ró og næði? Við getum mælt með þetta notalega gistiheimili. Þar sem það er staðsett á miðju Langanesi er það góður kostur til að byrja skoðunarferð um þennan norð-austur hluta Íslands. Það er afskekkt, en virkilega þess virði. Friður fyrir sálina, með fjöllin, hafið, fuglana...

Boðið er upp á gistingu í 9 stúdíó íbúðum hver um 30m2, með baðherbergi og eldhúsblokk. Tveggja- og þriggja manna, einnig tilvalið fyrir fjölskyldur með 2 börn. 


Við bjóðum upp á:  
Morgunmatur og kvöldmatur með ferskum afurðum úr sveitinni, s.s. lambakjöt af eigin framleiðslu og ferskur silungur úr lóninu.

Leiðsögn um búið

Heitur pottur

Silungsveiði í lóninu

Skoðunarferðir um Langanesið

Nýp á Skarðsströnd

Skarðsströnd, 371 Búðardalur

B&B, 2 x 2ja manna herbergi með sameiginlegu baði og 3 x 2ja manna herbergi með sér baði. Heimabakað brauð, berjasultur og grænmeti úr görðunum okkar.

Við tökum á móti ferðafólki frá 15. maí - 15. september. Möguleiki að taka á móti smærri hópum utan þess tíma.

Við leggjum áherslu á náttúruupplifun og kyrrð; gönguferðir og fuglaskoðun; í anddyri gistiheimilisins eru sýningar á hönnun og myndlist, inni á herbergjum valdar bókmenntir og myndlist.

Arkítektateymið Studio Bua hannaði breytingar á byggingunni í samvinnu við eigendur. 

Verið velkomin!

Bókanir: thora@this.is.
Sími: 896-1930 eða 891-8674.
Þið finnið okkur á Facebook hér.

Vinsamlega sendið okkur netpóst, hringið eða sendið sms.

Álftröð Gistiheimili

Álftröð, 804 Selfoss

Gistihúsið Álftröð hóf starfsemi árið 2015 og er staðsett 35 km frá Selfossi. Það er 360° fjallasýn frá gistihúsinu og útsýni yfir sum frægustu eldfjöll Íslands eins og Heklu, Eyjafjallajökul og Tindfjöll. Í nágrenninu er hægt að finna góðar gönguleiðir og áhugaverða sögustaði.

Í húsinu eru svefnrými fyrir 20+ manns í 9 herbergjum. Öll herbergin eru með skrifsborðsaðstöðu og gestir geta notið fjallaútsýnis úr herberginu. Það er baðherbergi með sturtu og wc í hverju herbergi og hafa gestir aðgang að sameiginleiginlegri setustofu. Ókeypis WiFi er í húsinu. Úti á verönd er heitur pottur sem gestir hafa frjálsan aðgang að. Píanó er til staðar í húsinu.

Fjarlægð frá Reykjavík er um 90 km.

  • Hleðslustöð fyrir rafbíla.
  • Nátthagi fyrir hesta.
  • Hópara hafi samband með tölvupósti  alftrod@alftrod.is

Mjóanes accommodation

Mjóanes, 701 Egilsstaðir

Notaleg gisting í sveitinni, staðsett 18 km frá Egilsstöðum - 8 km frá Hallormsstað. Góðar gönguleiðir í nágrenninu. 

Hér eru 2 bústaðir með rúm fyrir allt að 4 og baðherbergi með wc og vask. Sturturnar eru í þjónustuhúsi nokkrum metrum frá, þar er líka eldhús/setustofa og í hlöðunni er poolborð og píluspjald.

Einnig er heitur pottur og gufa við hliðina á þjónustuhúsinu.

Á neðri hæð í íbúðarhúsinu eru 3 herbergi, 2 sameiginleg baðherbergi og eldhús.

Hér tekur gestgjafi vel á móti öllum, persónuleg þjónusta og heimilislegt.

Við erum miðsvæðis á Héraði hvort sem hugurinn leitar upp til fjalla eða út að sjó. Margar fallegar náttúruperlur, sögustaðir, afþreying, gönguleiðir og kaffihús.

Kíkið á hengifoss.is og east.is/is 

Flaga 1

Flaga 1, 881 Kirkjubæjarklaustur

Hof 1 og 2

Hof 2, 701 Egilsstaðir

Hof 1 er með 2 herbergi með tvíbreiðum rúmum og uppábúin rúm og handklæði og vel utbúið hús barnarúm til staðar.

Hof 2 er með 4 herbergi 2x 160 rúm og 3x 90 rúm uppábúin rúm og handklæði vel útbúin íbúð ný uppgerð, barnarúm til staðar. 

Nánari upplýsingar og bókun:

Hof 1: vinsamlegast smellið hér
Hof 2: vinsamlegast smellið hér 

Hekluhestar

Austvaðsholt, Holta- og Landssveit, 851 Hella

Hekluhestar - Hestaferðir síðan 1981

Sveitabærinn Austvaðsholti er þar sem hjarta Hekluhesta slær, heimili 90 hesta sem hafa verið ræktaðir með hestaferðirnar í huga, ljúfir og ganggóðir. Auk hestanna eru 200 sauðfjár, íslenskir fjárhundar og landnámshænur sem setja skemmtilegan svip á sveitalífið. Austvaðsholt er vel í sveit sett, 30 mínútna keyrsla frá Selfossi og 1 klst frá Reykjavík. Bærinn er við hina kyrru og tæru Rangá Ytri auk þess sem frá bæjarhlaðinu sjást Hekla, Tindafjallajökull, Eyjafjallajökull og fleiri formfögur fjöll.

Gistihúsið sem er á staðnum er tilvalið fyrir minni hópa (ca. 15 manns).

Stuttir reiðtúrar
Tími: Allan ársins hring

Stuttir reiðtúrar frá 1 klst uppí heilan dag. Riðið er um Landsveitina meðfram Rangá með útsýni á fjöllin í kring. Hægt er að busla í nokkrum lækjum og eru ferðirnar sniðnar að þörfum hvers hóps fyrir sig.

Miðnæturreiðtúr
Tími:
Júní

Gestir koma til okkar á sveitabæinn Austvaðsholt um kvöldið og lagt er af stað um 20:30 leytið til að sækja hestana. Gestir taka þátt í að bursta hestunum og gera þá tilbúna fyrir reiðtúrinn. Lagt er af stað þegar allt er orðið klárt. Klukkan er eflaust á milli 21:00-21:30. Riðið er af stað frá sveitabænum í átt að Rangá og riðið meðfram henni með útsýnið yfir Heklu og fjallahringinn í kring. Reiðtúrinn varir í tvo til þrjá tíma, á meðan miðnætursólin skartar sínu fegursta. Þegar heim er komið er boðið uppá heitt kakó og heimatilbúið bakkelsi. Svefnpokaplássgisting er innifalinn í gistihúsinu á bænum. Daginn eftir er boðið uppá brunch.

Helgarævintýri– 3 dagar
   Tími: Maí og Júní

Boðið er uppá 3 daga ferðir þar sem riðið er um Landsveitina. Fyrsta daginn er riðið meðfram Rangánni að Landréttum sem er sögulegur staður. Endað á Skarði, hestar skildir eftir þar og keyrt til Austvaðsholts þar sem kvöldmatur er reiddur fram. Annan daginn er riðið í kringum Skarðsfjall og hádegismatur snæddur í stærsta manngerða Helli Íslands að Hellum. Hestar eru á beit á Hellum þangað til daginn eftir. Skellum okkur í smá ökuferð, fossar skoðaðir í nágrenninu og stuttir göngutúrar á forvitnilega staði. Komið við í sundlauginni Hellu áður en snæddur er kvöldmatur. Síðasta daginn er riðið frá Hellum að Austvaðsholti, mjúkir kindaslóðar þræddir í gegnum Stóruvallaland. Hestarnir kvaddir og kaffi og með því verður á boðstólnum þegar heim er komið.

6 og 8 daga hestaferðir
Tími:
Júní-Ágúst

Hestarferðir um Friðaland að Fjallabaki. Farið er um stórfengleg landsvæði á hálendi Íslands þar sem íslenski hesturinn fær að spreyta sig í sínu náttúrulega umhverfi. Í 6 dögunum er farið frá sveitabænum Austvaðsholti uppí Landmannalaugar og til baka aðra leið, meðal annars skoðað falleg náttúrufyrirbæri eins og Ljóta poll. Tilvalið fyrir hestaunnendur sem vilja njóta náttúru Íslands á hestbaki. Í 8 dögunum er farið frá Sveitabænum Austvaðsholti og uppí Landmannalaugar, þaðan er haldið áfram austur að Eldgjá, farið yfir Mælifellssand með Mýrdalsjökul skagandi yfir í öllu sínu veldi þar sem er svo endað með að ríða niður í Fljótshlíð og heim aftur í Austvaðsholt. 8 dagarnir eru fullkomnir fyrir vana hestamenn sem sækjast eftir krefjandi ferðum sem er um leið skoðað íslenska náttúru í allri sinni dýrð. 

 

Hægt er að bóka hér eða í síma 869-8953

Finnið okkur á Facebook hér.
Fylgist með lífi okkar á instagram

 

Brekkugerði

Laugarás, Bláskógabyggð, 801 Selfoss

Brekkugerði Guesthouse er hlýlegur, vel hannaður og smekklega innréttaður gististaður þar sem öll herbergin eru með sérbaði nema tvö sem deila baði. Húsið sem er í Laugarási er staðsett í einstaklega fallegu umhverfi, umlukið gróðurmiklum og skjólríkum garði.

Gististaðurinn er mjög miðsvæðis á Suðurlandi og hentar því vel sem bækistöð í dagsferðir. Þannig eru stutt í vinsælustu ferðamannastaði landsins svo sem Skálholt (5 mín.), Kerið (20-25 mín.), Þingvelli (55-60 mín.), Geysi (25-30 mín.), Gullfoss (35-40 mín.) og Gjánna (55-60 mín.). Síðan er auðvelt að heimsækja staði eins og t.d. Landmannalaugar, Heklu, Þjófafoss, Seljalandsfoss, Skógarfoss, Þórsmörk, Dyrhólaey, Reynisfjöru og jafnvel Vestmannaeyjar í dagsferðum. 

Nóg framboð er af afþreyingu í næsta nágrenni svo sem stangveiðar, sundlaugar, söfn, golfvellir, flúðasiglingar, hestaferðir, jöklaferðir o.fl. o.fl.  Gististaðurinn er í eigu fjölskyldu sem býr á staðnum og er boðin og búin að aðstoða við hvaðeina með persónulegri þjónustu.

Lindartún Gistiheimili

Lindartún, 861 Hvolsvöllur
Við erum með 7 herbergi og vandað sumarhús. Hvert herbergi er með sjónvarpi og internetaðgangi. Húsið er nýuppgert og þar er góð morgunverðar aðstaða, boðið er uppá morgunverð frá tímabilinu 1. Maí til 20. September milli 8- 9:30. . Gestum er einnig velkomið að fá sér kaffi eða te þegar þeim hentar og er frjálst að nota eldhúsið á kvöldin frá 17:00 – 21:30. Notaleg setustofa er einnig á staðnum.

The Herring House

Hlíðarvegur 1, 580 Siglufjörður

The Herring House er yndislegt gistiheimili á Siglufirði, vinalegum bæ sem tekur vel á móti ferðamönnum og gestum á flakki um Norðurland. 

Gistiheimilið er einstaklega vel staðsett; í stórum friðsælum garði bak við kirkjuna, með útsýni yfir bæinn, fjörðinn og fjöllin í kring og aðeins fárra mínútna göngufjarlægð frá Ráðhústorginu, hjarta bæjarins. Stutt er í alla þjónustu, svo sem verslun, kaffihús, veitingastaði og söfn. 

Fjöllin í kringum Siglufjörð eru engu lík. Þau bjóða uppá mikla möguleika til útiveru; fjallgöngur á sumrin og skíðaiðkun á veturna, hvort sem er göngu-, svig- eða fjallaskíði, sem oft er hægt að stunda fram í júní. 

The Herring House býður uppá fjögur glæsileg vel búin herbergi með uppábúnum rúmum og tvö
gestahús sem staðsett eru á lóðinni.  

Herbergin eru með sameiginlegum vel útbúnum eldhúskrók og rúmgóðu baðherbergi.  

Gestahúsin, sem eru tveggja manna, eru með verönd, sér baðherbergi og litlu, en fullbúnu eldhúsi.  

Á lóðinni er einnig að finna útisturtu, baðhús og heitan pott inn á milli trjánna.  

Fátt er betra eftir góðan dag í fersku íslensku fjallalofti, en að skola af sér í útisturtu og slaka síðan á í heitum potti. 

Hlökkum til að bjóða ykkur uppá notalega upplifun á The Herring House, þar sem mikil áhersla er lögð á hreinlæti og persónulega þjónustu.  

Ysta-Skála

Ysti-Skáli, 861 Hvolsvöllur

Notaleg gisting á suðurlandinu. Vinsamlegast hafið samband fyrir frekari upplýsingar eða bókanir.

Ferðaþjónustan Kirkjuból

Kirkjuból við Steingrímsfjörð, við veg nr. 68 / road nr. 68, 510 Hólmavík

Kirkjuból er skemmtilegur áningarstaður miðsvæðis á Ströndum. Staðurinn er kjörinn fyrir fjölskyldufólk og alla aðra sem vilja njóta þess besta sem Strandasýsla og nærsveitir hafa upp á að bjóða. Kirkjuból stendur við veginn norður Strandir (nr. 68) og er 12 km sunnan við þorpið Hólmavík. 

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Geysir Hestar

Kjóastaðir 2, 801 Selfoss

Vinsamlegast hafið samband fyrir bókanir og frekari upplýsingar.

Skálafell gistiheimili

Suðursveit, 781 Höfn í Hornafirði

Gistiheimili í stórbrotnu umhverfi undir suðurrótum Vatnajökuls, skammt frá Heinabergsjökli, nær miðja vegu á milli Jökulsárlóns og útvegsbæjarins Hafnar í Hornafirði á Suðaustur-Íslandi. Einstakt landslag, mótað af skriðjöklum og ólgandi jökulám, og suðri sér til sjávar þar sem úthafsaldan fellur á svarta sandströnd. Merktar gönguleiðir í Vatnajökulsþjóðgarði.

Stafafell ferðaþjónusta

Lón, 781 Höfn í Hornafirði

 Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Kirkjufell Guesthouse

Grund, 350 Grundarfjörður

Kirkjufell Guesthouse býður uppá herbergi með sérbaði, sameiginlegt eldhús og setusstofa. Ókeypis WiFi.

B14 Hostel

Fákafen 11, 108 Reykjavík

B14 Hostel er nýuppgert gistihús staðsett í Fákafeni í Reykjavík.

Veitingastaðurinn Gló og Brauð og co. eru á jarðhæð og Hagkaup er í innan við 5 mínútna göngufæri þar sem er opið allan sólarhringinn.

Í boði er frítt Wi-Fi, bílastæði og vel búið sameiginlegt eldhús.

Herbergin eru með uppábúnum kojum með lesljósi, usb hleðslu og hægt er að draga fyrir tjöld til að fá meira næði. Gestir eru einnig með aðgang að setustofu og borðkrók og þrem sameiginlegum baðherbergjum.

Hægt er að leigja stakar kojur eða þá allt hostelið fyrir stærri hópa allt að 30 manns

Raven´s Bed

Sjávargata 28, 260 Reykjanesbær

Fjósið í Höskuldarkoti í Njarðvík eða Fjósið í Koti er vinsæll gististaður í nálægð (7km) við flugvöllinn (Keflavik International Airport). Við gististaðinn liggja skemmtilegir göngustígar meðfram sjónum með útsýni til höfuðborgarinnar og allt norður til Snæfellsness þar sem jökullinn gnæfir. Göngustígur liggur þannig til miðbæjar Keflavíkur þar sem finna má helstu veitingastaði og verslunargötur. Í næsta nágrenni má finna kaffihús og bakarí, lyfjabúð og kaupmanninn á horninu. Boðið er uppá 2.ja manna herbergi og 4.ra manna herbergi með sameiginlegu baðherbergi. Miðlæg upphitun í herbergjum, aðgangur að interneti og val um einfalt eða tvöfalt rúm. Morgunverður er innifalinn í verði ásamt aðgengi að heitum potti. Gestir hafa aðgang að eldhúsi til að útbúa minni máltíðir eða klára nestið sitt frá ferðalaginu. Þar er ísskápur, örbylgjuofn og hitakanna. Morgunmatur er reiddur fram kl.8.00-10:30 en gestir hafa aðgang og geta lagað sinn morgunmat fyrir þann tíma ef brottfor er snemma í tengslum við flug.

Innritun hefst kl.16.00 og útritun kl.12 (hádegi) næsta dag nema bókun sé framhaldið. Ravens bnb er starfrækt í 100 ára gömlu endurnýjuðu húsnæði, sem upprunalega var fjós og hlaða. Þar eru margir innanstokksmunir upprunalegir sem gefur húsinu sérstakan blæ og góðan anda. Gestir geta hvílst í afslöppuðu umhverfi og fengið leiðsögn og upplýsingu hjá gestgjöfum sínum. Hægt er að fá viðbótarþjónustu gegn gjaldi, s.s. öryggisskáp, fataþvott og skutlþjónustu. Einnig er gestum boðið uppá lengra skutl s.s. í Bláa Lónið eða á flugvöllinn gegn aukagjaldi. Þá er innheimt aukagjald gegn innritun eftir miðnætti. Reykingar eru ekki leyfðar. Gæludýr eru ekki leyfð.

Gamli bærinn Húsafelli

Húsafell, 320 Reykholt í Borgarfirði

Gamli bærinn er á þremur hæðum, á neðstu hæð er eldhús, borðstofa og setustofa.

Á annarri hæð eru þrjú tveggja manna herbergi og þrjú baðherbergi. Á efstu hæð hússins eru tvö tveggja manna herbergi og eitt baðherbergi. 

Á verönd við húsið er heitur pottur.

Hörgsland

Hörgsland I, 880 Kirkjubæjarklaustur

Upplýsingar um húsin:
Húsin eru 13 talsins og voru byggð árin 2002 og 2003.
Þau eru panelklædd að innan með parketi á gólfum, björt og hlýleg.

Húsin eru með:
Klósetti, sturtu og handlaug
Verönd og útiborði
Tveimur svefnherbergjum, Bæði herbergin með tveggja manna rúmi og koju fyrir ofan
Einnig er í húsunum svefnloft með rúmlega 2m lofthæð og þar eru tvö     90×200 cm rúm
Í húsunum fylgir alltaf með handþurrka, klósettpappír, sápa, diskaþurrka og borðþurrka.

Eldhúsin eru með:
Ísskáp og örbylgjuofni
Kaffivél og brauðrist.
Eldavél og öllum almennum eldhúsáhöldum

Stofan er með:
Sjónvarpi, útvarpi, sófasetti og stofuborði.

Á svæðinu eru heitir pottar með nuddi og tjaldstæði með salernisaðstöðu og og sturtu.
Verð á tjaldstæði innifalin sturta 1600 kr / per mann en frítt fyrir yngri en 12 ára.

Góðar gönguleiðir og mikið útsýni eru við bæjardyrnar.
Lítill skógur er fyrir ofan sumarhúsin, og mikið fuglalíf á svæðinu.

Farfuglaheimilið Sæberg

Reykjaskóli, Hrútafjörður, 500 Staður

Farfuglaheimilið Sæberg er við austanverðan Hrútafjörð, rétt við Reykjaskóla, um það bil miðja vegu milli Akureyrar og Reykjavíkur. Farfuglaheimilið er í reisulegu húsi sem fyrrum var bóndabær og stendur á nesi sem gengur út í fjörðinn og nefnist Stekkjarnes. Bæjarstæðið er sérstakt og er þaðan víðsýnt um sveitina. Auk gistingar í húsinu er boðið upp á gistingu í tveimur smáhýsum fyrir þá sem kjósa það heldur. Heitur pottur og tjaldstæði með eldunaraðstöðu og góðri snyrtiaðstöðu er á staðnum. Góðar gönguleiðir eru í nágrenninu, um fjöruna og upp á Hrútafjarðarháls, auk þess sem hægt er að ganga þurrum fótum út á miðjan fjörð eftir Reykjarifi á stórstreymisfjöru. Fjölskrúðugt fuglalíf. Sundlaug er í Reykjaskóla og mjög áhugavert byggðasafn, þar sem m.a. má finna hákarlaskipið Ófeig. Þeir gestir sem koma með áætlunarbíl fara úr við Reykjaskóla. Athugið að næsta verslun er í 18 km fjarlægð.

Gistiheimilið Reynir

Reyni, 871 Vík

Gistiheimilið Reynir er fjölskyldufyrirtæki staðsett á Reyni í Reynishverfi. Stefna okkar er að bjóða uppá snyrtilega og notalega gistingu á góðum stað. Sumarið 2014 tókum við í notkun nýja 280fm byggingu sem samanstendur af sex tveggja manna herbergjum og tveimur öðrum herbergjum fyrir þrjá til fjóra einstaklinga. Í húsinu eru tvö salerni, þrjú sturtuherbergi, eldhús með matsal og einnig setuaðstaða. Öll herbergin koma með vaski og tvö þeirra með litlu baðherbergi.  

Umhverfið í kring er frábært, frá staðnum er útsýni yfir Dyrhólaey, útá sjó og til jökla. Það er tilvalið fyrir fólk að fara í gönguferðir , þar sem t.d. er hægt að ganga niður í Reynisfjöru þar sem tekinn verður í notkun nýr veitingastaður sumarið 2014, eða á Reynisfjall þar sem hægt er að sjá lundann ,svo er útsýnið þaðan yfir staðina í kring frábært. 

Alla þjónustu svo sem verslanir, sundlaug, golfvöll, veitingastaði og fleira er auðvitað hægt að sækja til Víkur en það er um 7 mínútna akstur þangað.

Ekki er boðið upp á morgunmat en það er aðstaða til eldunar.  

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Áfangi

Húnavatnshreppur, Húnavöllum, 541 Blönduós

Áfangi er gagnamannaskáli í eigu Húnavatnshrepps.
Á sumrin er rekin ferðaþjónusta sem tekur á móti ýmiskonar hópum s.s hestahópum og gönguhópum. 
Veitingasala er í Áfanga fyrir gesti og gangandi.

Í Áfanga er svefnpokapláss fyrir 32 manns í 8 fjögura mann herbergjum.  Svefnpláss á dýnum í setustofu.  Hægt að fá uppábúin rúm.

Eldhús og borðsalur eru til afnota fyrir næturgesti og hópa.  Aðkeyrsla og dyr beint inn í eldhúsið.
Veitingasala og verslun er í Áfanga.  Boðið er uppá morgunmat, hádegismat, kaffi og kvöldmat.  Súpa og brauðmeti er ávallt til en stærri máltíðir þarf að panta fyrirfram.  Bjór, gos og sælgæti er til sölu.

Í Áfanga er heitur pottur og góð sturtuaðstaða.  
Fátt er betra en hvíld í heitum potti eftir langan ferðadag.

GPS: N65°08,701 W19°44,148 
Aðstaða fyrir hesta, hesthús og hey.

Gistiheimilið Dyngja

Hafnarbraut 1, 780 Höfn í Hornafirði

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Welcome Edinborg

Lambafell, 861 Hvolsvöllur

Þetta gistihús er 8 km frá Skógum og er í 10 mínútna akstursfjarlægð frá Seljalandsfossi. Það býður upp á smekklega innréttuð herbergi með útsýni yfir Eyjafjöll.

Baðherbergisaðstaða er annaðhvort sér eða sameiginleg á Welcome Edinborg. Sérlega löng rúm eru staðalbúnaður.

Gestir hafa aðgang að stórri og rúmgóðri sameiginlegri setustofu þar sem hægt er að spila biljarð og pílukast. Ókeypis einkabílastæði eru einnig í boði á Edinborg.

Ókeypis aðgangur er í almenningssundlaugina á Seljavöllum sem er í 20 mínútna göngufjarlægð frá gistihúsinu og Landeyjahöfn og Mýrdalsjökull eru í 20 mínútna akstursfjarlægð. 

Rauðsdalur

Barðaströnd, 451 Patreksfjörður

Gistihúsið í Rauðsdal er opið allt árið. Gistingin er í sérhúsi með 12 herbergjum án baðs. Eldunaraðstaða er fyrir gesti og í boði er morgunverður fyrir þá sem þess óska yfir sumartíman.

Í Rauðsdal er boðið upp á gistingu í uppbúnum rúmum og svefnpokaplássi.

Gistihúsið er vel staðsett fyrir farþega Breiðafjarðarferjunar Baldurs, er aðeins í 5 kílómetra aksturfjarlægð frá ferjuhöfninni á Brjánslæk. Fyrir neðan bæinn er einstök sandströnd – tilvalin fyrir gönguferðir, þar eru hin sérstöku Reiðsskörð sem er berggangur í sjó fram. Í Rauðsdal er ásamt rekstri gistihúss stundaður hefðbundinn búskapur með kindur og kýr.

Rauðsdalur er við veg 62, í 50 km akstursfjarlægð frá Patreksfirði og 85 km frá Látrabjargi. 2 sundlaugar eru í næsta nágrenni, á Krossholtum í 6 km fjarlægð og við Flókalund í 10 km fjarlægð, á báðum stöðum eru einnig heitir náttúrupottar.

Granastaðir Guesthouse

Granastaðir, 641 Húsavík

Granastaðir Guesthouse opnaði í júlí 2016, á bænum Granastöðum í Útkinn í Þingeyjarsveit, um 40 km frá Húsavík.

Boðið er uppá gistingu í tveimur tveggja manna herbergjum með sér baðherbergi, staðsett í sama húsi og sameiginlegt eldhús fyrir gesti. Í íbúðarhúsinu eru tvö tveggja manna herbergi sem deila einu baðherbergi og eru leigð út saman en þau henta mjög vel fjölskyldum eða litlum vinahópum. Öll herbergin eru fallega innréttuð með uppbúnum rúmum. Gestum er velkomið að fara í gönguferðir í nágrenni Granastaða en mikið fuglalíf og náttúrufegurð er á svæðinu. Mývatnssveit, Dettifoss, Ásbyrgi, hvalaskoðun á Skjálfanda, Goðafoss og fleiri náttúruperlur er upplagt að skoða í dagsferðum frá Granastöðum. 

Granastaðir Guesthouse stendur við veg 851. Ef keyrt er frá Húsavík eftir vegi 85 og farið yfir brúna á Skjálfandafljóti er stutt að gatnamótum sem liggja í Útkinn. Þar er beygt til hægri inná veg 851, Útkinnarveg, og keyrt í u.þ.b. 9 km áður en komið er að Granastöðum. Bærinn stendur á svokallaðri Granastaðatorfu en þar eru fjögur önnur íbúðarhús ásamt útihúsum. 

Við leggjum mikið upp úr því að gestir fái persónulega og góða þjónustu og erum alltaf til taks ef gestina vanhagar um eitthvað. 

Þráðlaust internet er í boði, án endurgjalds fyrir gesti og sjónvarp í öllum herbergjum. Inntékk er frá klukkan 16:00-22:00 og úttékk er frá klukkan 07:00-11:00. Vinsamlega biðjið gesti um að virða þessa tíma. 

ATH. Það er enginn morgunverður í boði en sameiginlegt eldhús með te og kaffi ásamt fleiru, er í boði fyrir gesti.

Gistiheimilið Kvöldstjarnan

Stjörnusteinar 7, 825 Stokkseyri

Gistiheimilið Kvöldstjarnan býður upp á heimilislega gistingu fyrir 6 manns á neðri hæðinni, með aðgangi að salerni með sturtu, fullbúnu eldhúsi, setustofu með snjallsjónvarpi og heitum potti. Íslensk samtímamyndlist prýðir veggi.

Á efri hæðinni erum við með íbúð fyrir 5-6 manns, með fullbúnu eldhúsi, setustofu með snjallsjónvarpi og aðgangi að heitum potti. Íslensk samtímamyndlist prýðir marga veggi. Frábært fjallaútsýni.

Á Stokkseyri er meðal annars drauga- og álfasafn, sundlaug, veiðisafn og hinn rómaði veitingastaður Fjöruborðið. Þar er einnig hægt að fara í kajakferðir og í næsta nágrenni eru nokkrar hestaleigur.

Vinsamlega hafið samband í síma 896 6307 eða með því að senda tölvupóst á info@kvoldstjarnan.is

Presthús evening sun guesthouse

Presthús 2, 871 Vík

Klængshóll í Skíðadal

Klængshól, Skíðadal, 621 Dalvík

Klængshóll í Skíðadal er einstakur staður á Norðurlandi. Hann er tilvalinn fyrir afslöppun í faðmi náttúrunnar með fjölskyldu eða vinum, og hentar vel fyrir hópa og fundarhöld.

Gistingin er í 8 litlum íbúðum í 4 húsum, að auki hafa gestir aðgang að baðhúsi með heitum potti og gufubaði, setustofu og sal sem hentar vel fyrir yoga eða borðtennis. Í gamla íbúðarhúsinu er morgunverður framreiddur, einnig er hægt að panta aðrar máltíðir. 

Náttúran umlykur staðinn og fjölbreyttar gönguleiðir liggja frá Klængshóli.

www.ravenhilllodge.com
www.bergmenn.com
www.arcticheliskiing.com
www.karlsa.com



Efra-Sel Home

Efra-Sel, 845 Flúðir

Hlýlegt og vel útbúið íbúðarhús/sumarhús til leigu í lengri eða skemmri tíma í nágrenni við Flúðir í uppsveitum Árnessýslu. Húsið er búið öllum helstu nútímaþægindum, s.s. ljósleiðaratengingu, heitum potti, flatskjá ofl. Stór garður er við húsið, rúmgott bílastæði og 18 holu golfvöllur, Selsvöllur, í göngufjarlægð.

Í húsinu er fullbúið eldhús, þvottavél, tvö hjónaherbergi og tveir svefnsófar. Í húsinu geta dvalið allt að átta manns í einu, miðað við sex fullorðna og tvö börn. Húsið hentar vel fyrir sex fullorðna.

Við erum einnig með veitingastað í nágrenni við húsið, Kaffi-Sel, sjá nánar: kaffisel.is

Verið velkomin!

 

Til að finna okkur á booking.com, smelltu hér.

Great View Guesthouse

Jódísarstaðir 4, 605 Akureyri

Great View Guesthouse er gistiheimili í Eyjafjarðarsveit, um 9 km frá Akureyri. Það er umkringt fallegu landslagi og þægilega staðsett fyrir ferðamenn sem vilja skoða Norðurland.

Reykhólar HI Hostel / Farfuglaheimili

Reykhólar Hostel Álftaland, 380 Reykhólahreppur

Reykhólar HI Hostel er staðsett í samnefndu þorpi sem stendur yst á Reykjanesskaga milli Berufjarðar og Þorskafjarðar. Staðurinn er ríkur af bæði sögu og náttúrfegurð, en óvíða á Íslandi er hægt að sjá jafn margar fuglategundir á einum stað eins og á Reykhólum. Staðurinn er einnig fornt höfuðból og var einhver allra besta bújörð landsins á öldum áður. Milli 1947-1990 var svæðið nýtt sem tilraunastöð í jarðrækt og var húsið upphaflega byggt til þess að hýsa starfsfólk og starfsemi tilraunastöðvarinnar. Nú er í húsinu afbragðs gistiaðstaða fyrir einstaklinga og hópa allt árið um kring. Á staðnum er góð eldunaraðstaða, setustofa, heitur pottur og eimbað. Fyrir framan húsið er svo sólpallur og stórt grill. Frá Reykholti er frábært útsýni yfir Breiðafjörð, sannkallaða náttúruperlu sem einkennist af hólmum, skerjum og óteljandi litlum eyjum sem iða af fjölbreyttu dýralífi. Hægt er að komast í siglingar um eyjarnar og einnig er mikið úrval fallegra gönguleiða á svæðinu. 

Á svæðinu:

  • Á Reykhólum eru tvær frábærar heilsulindir, annars vegar sundlaugin góða Grettislaug, og hins vegar hin náttúrulegu þaraböð Sjávarsmiðjunnar.
  • Báta- og hlunnindasýningin á Reykholti kemur gestum í beint samband við lífsbaráttu fyrri alda og útskýrir hvernig hlunnindi í hafinu, á ströndinni og í eyjunum voru nýtt. 
  • Verksmiðja Norður Salts er staðsett á Reykhólum, þar sem hægt er að fræðast um hvernig tvö náttúruöfl; jarðhitinn og Norður Atlantshafið eru samnýtt til þess að framleiða eðal saltflögur. 
  • Hin vinsæla strandlengja Rauðisandur er í um 200 km akstursfjarlægð. Rauðisandur einkennist af fallega lituðum rauðum sandi sem getur verið allt frá því að vera gulur, rauður og svartur eftir því hvernig birtuskilyrðin eru. 
  • Látrabjarg, stærsta sjávarbjarg Íslands og eitt af stærstu fuglabjörgum Evrópu er í einungis þriggja klukkustundar akstursfjarlægð. 
  • Minjasafn Egils Ólafssonar að Hnjóti í Örlygshöfn er einungis í um 200 km fjarlægð. Safnið veitir innsýn í sögu sjósóknar, landbúnaðar og daglegs lífs. Þar er einnig að finna sýningu um björgunarafrekið við Látrabjarg árið 1947 og hattinn hans Gísla á Uppsölum.

Við hjá Farfuglum leggjum okkur statt og stöðugt fram við að standa undir orðspori okkar sem leiðtogar á sviði sjálfbærrar ferðaþjónustu. Við tökum virkan þátt í að efla sjálfbærni í okkar samfélögum og sýnum það í verki í allri okkar starfsemi og stefnu.  

Gistiheimilið Lambastöðum

Lambastaðir, 803 Selfoss

Gistiheimilið á Lambastöðum er staðsett 8 km austan við Selfoss, við þjóðveg nr. 1 í klukkustundar fjarlægð frá Reykjavík. Í gistihúsinu eru ellefu herbergi, öll með sér baðherbergi. Herbergin geta verið eins, tveggja eða þriggja manna. 

Lögð er áhersla á góða og persónulega þjónustu. Gjaldfrjáls wi/fi internet tenging er í húsinu og heitur pottur og sauna við húsvegginn þar sem njóta má miðnætursólar á sumrin eða norðurljósa á vetrarkvöldum. Morgunmatur er framreiddur og er hann innifalinn í verði.

Gistiheimilið er vel staðsett til að heimsækja áhugaverða staði svo sem þjóðgarðinn á Þingvöllum, Gullfoss, Geysi, Seljalandsfoss, Skógarfoss og Vestmannaeyjar. Einnig er dagsferð í Þórsmörk og Landmannalaugar möguleg á vel útbúnum ökutækjum.

Gott útsýni er frá gistiheimilinu og kyrrlátt umhverfi. Hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla er á bílastæðinu.

Lambastaðir er fjölskylduvænn staður þar sem kindur, hestar, hænur, og heimilishundurinn eru í nágrenninu.

Stutt er á Selfoss þar sem eru veitingastaðir, verslanir, sundlaug og önnur afþreying.

Vinsamlegast hafið samband fyrir verð og bókanir.

Hótel Arnarstapi

Arnarstapi, 355 Ólafsvík

Hótel Arnarstapi er nýtt 36 herbergja hótel staðsett við rætur Stapafells og Snæfellsjökul. Á hótelinu er veitingastaðurinn Snjófell sem opinn er frá 10:00 - 21:00. Á honum er fjölbreyttur matseðill í boði gerður úr íslensku hráefni. Hótelið er mjög vel staðsett til þess að heimsækja helstu perlur Snæfellsnes s.s. Djúpalónssand, Dritvík, Snæfellsjökul, Rauðfeldsgjá, Lóndranga, Saxhól svo eitthvað sé nefnt. Hótelið er einnig í 2,5 km göngufæri frá Hellnum. Gönguleiðin byrjar frá Höfninni í Arnarstapa sem er í nokkra mínútna göngufjarlægð frá Hótelinu og endar í fjörunni á Hellnum. Þessi ganga er einstök því gengið er meðfram ströndinni fram hjá Gatklett inní hraunið og niður í fjöru. Gestamiðstöði þjóðgarðsins Snæfellsjökuls er á Malarifi sem er í 10 km fjarlægð frá Arnarstapa.

Öll herbergin eru með sérbaðherbergi með hárþurrku og ókeypis snyrtivörum. Morgunmatur er í boði á hótelinu.

Gatklettur er 220 metra frá hótelinu. Styttan af Bárði Snæfellsás er 400 metra í burtu. Miðbær Ólafsvíkur er 37 km frá Arnarstapa.

Arnarstapi er á einum fallegasta stað Snæfellsnes.

32 herbergi, Dbl/Twin/Triple
4 x íbúðir sem rúma 6 manns, elshúskrókur og 2 baðherbergi.
Morgunverður frá 07:00-10:00
Veitingastaður og bar
Þráðlaust internet
Gönguleiðir
Fuglaskoðun

Fljótsdalur HI Hostel / Farfuglaheimili

Fljótshlíð, 861 Hvolsvöllur

Fljótsdalur var upphaflega sveitabær en þar hefur nú verið rekið gistiheimili í yfir 50 ár. Frá bænum er útsýni yfir hinn góðkunna Eyjafjallajökul og gistiheimilið hefur verið endurnýjað af kostgæfni sem viðheldur fortíðarblæ, til að mynda þá er sturtan í garðinum og engin nettenging er á bænum. En nóg er hægt að hafa fyrir stafni bæði innan- sem utandyra, með skemmtilegum gönguleiðum allt í kring og yfir 2000 bækur sem hægt er að sökkva sér í.

Vinsamlegast athugið að ekki er hægt að bóka gistingu á netinu. Bóka þarf í gegnum tölvupóst eða síma. Einungis er hægt að greiða fyrir gistinguna með reiðufé þar sem gistiheimilið tekur ekki við kortagreiðslum.

Á svæðinu:

  • Þórsmörk, eitt vinsælasta útivistarsvæði landsins er aðeins handan við ána frá gistiheimilinu.
  • Fljótsdalur er staðsett við enda Laugavegsins og er því tilvalinn dvalarstaður fyrir þreytt göngufólk. 
  • Stutt er í marga af vinsælustu stöðunum á suðurströndinni eins og Skógafoss, Eyjafjallajökul og Seljavallalaug.

Við hjá Farfuglum leggjum okkur statt og stöðugt fram við að standa undir orðspori okkar sem leiðtogar á sviði sjálfbærrar ferðaþjónustu. Við tökum virkan þátt í að efla sjálfbærni í okkar samfélögum og sýnum það í verki í allri okkar starfsemi og stefnu.   

Skjálfandi apartments

Stóragarði 13 , 640 Húsavík

Skjálfandi apartments er lítið fjölskyldurekið íbúðahótel á Húsavík. Það er staðsett miðsvæðis í bænum og í göngufæri frá höfninni.
Í boði er fullbúin studió-íbúð, tveggja svefnherbergja íbúðir og deluxe tveggja manna herbergi.  

Gistiheimilið Sunna

Þórsgata 26, 101 Reykjavík

Fjölskyldurekið gistiheimili á besta stað í Reykjavík, beint á móti Hallgrímskirkju og Listasafni Einars Jónssonar. Flugrútan stoppar nánast við útidyrnar og miðbærinn í göngufæri.

 

 

 

Sveitahótelið Fossatúni

Fossatún, Borgarbyggð, 311 Borgarnes

Fossatún er staðsett um 90 km frá Reykjavík við veg nr. 50 mitt á milli Borgarness og Reykholts. Öll aðstaða er góð og nútímaleg hvort heldur gestir hafa styttri eða lengri viðkomu. Staðsetningin er miðlæg og stutt í allar áttir til að skoða fallega náttúru og þá möguleika sem aðrir bjóða upp á í ferðaþjónustu á Vesturlandi. 

Gistiaðstaða Boðið er upp á mismunandi þrjá valkosti í innigistingu. Allir gestir hafa aðgengi að heitum pottum og eldhúsaðstöðu. Einnig er boðið upp á tjaldsvæði.

Fossatún Sveitahótel
Boðið er upp á gistingu í 12 x tveggja manna herbergi með sér baðherbergi. 

Fossatún Gistiheimili
120 m2 hús með fjögur tveggja manna herbergjum með sameiginlegum baðherbergjum, stofu, borðstofu og eldhúsi. 42 m2 hús með tvö svefnherbergi, sameiginlegt baðherbergi og eldhúsaðstaða. 

Fossatún Poddar Poddur er smáhýsi með svefnaðstöðu (camping pod). Svefnpokapláss en hægt að fá rúmfatnað sé þess óskað. Einangruð, upphituð, heilsárs hagstæð gistiaðstaða.

Tjaldsvæði Nútímalegt tjaldsvæði sem hólfað er af með háum skjólbeltum.

Veitingahús - Rock´n Troll Cafe Einstök staðsetning og matseðill með áherslu á kaffihúsaveitingar með stíl. Í móttöku er almenn afgreiðsla og önnur þjónusta við gesti. 

Tónlist - Plötusafnið Í veitingahúsinu er að finna vinylplötu- (3000 plötur) og CD safn (5000 diskar) staðarhaldara, sem einnig flytur ásamt öðrum dagskrá tengda tröllasögum og tónlist, slíkt er auglýst fyrirfram.

Tröllasögur, Tröllaganga, Tröllaleikir Skemmtilegar og fræðandi gönguleiðir í fallegri náttúru ásamt leiksvæði með tröllaleikjum svo og myndu og styttum af tröllum. Gönguleiðirnar tengjast þjóðsöguarfi og tröllabókum sem staðarhaldari hefur skrifað og sögusviðið er Vesturland. 

Náttúra Fossatún er staðsett á bökkum Grímsár og útsýni yfir Tröllafossa og hægt að sjá laxa stökkva og ganga meðfram fallegu árbakkasvæðinu. Einnig er gönguleið að Blundsvatni þar sem er fjölbreytt, iðandi fuglalíf. Borgfirski fjallahringurinn blasir við og umlykur.

Bjarkarholt

Barðastrandarvegur, 451 Patreksfjörður

Gistihúsið getur hýst vel 30 manns, 16 í húsum og 14 í svefnpokaplássi. Bjarkarholt er staðsett á Vestfjörðum í miðri Barðastrandasýslu við Mórudal.

Gistihúsið er um 16 km í vestur frá ferjuhöfninni á Brjánslæk og um 40 km frá Patreksfirði.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Gistihúsið á Bessastöðum

Bessastaðir, 531 Hvammstangi

Gistihúsið er í nýlega endurgerðu húsi sem byggt var árið 1937. Hér er mjög friðsælt og auðvelt að hlaða batteríin. Garðurinn við húsið er stór og mikið fuglalíf þar, sem og á landareigninni allri. Húsið er nálægt sjónum, þó þarf að labba dálitlar brekkur til að komast að honum. Að stoppa við í fjörunni og hlusta á náttúruna jafnast á við margra tíma hugleiðslu. Mikið er um æðarfugl og aðra sjófugla og ef maður er heppinn hittir maður sel í fjörunni og jafnvel tófu og þeir heppnustu geta séð hval úti á firðinum.

Verið velkomin að kíkja til okkar og bóka gistingu í dag eða meira. Margir sem bóka hjá okkur skrifa í gestabókina að þeir vildu óska að þeir hefðu bókað fleiri en eina nótt. Á heimasíðunni má finna frekari upplýsingar um gistihúsið, eins getið þið fræðst um hrossaræktina okkar og kúabúskapinn.

Gestum er velkomið að hafa með sér hund, ef hann er vel húsvanur og hafður í bandi úti. Hundar eru algerlega á ábyrgð gestanna sem koma með þá.​ Hér eru bæði hross, kýr og kálfar auk heimilishundsins þannig að ókunnir hundar sem ekki þekkja til geta gert usla.

Eins geta gestir komið með reiðhestana sína með sér og við útvegað þeim beitarhólf fyrir þá. Hér í Húnavatnssýslum eru frábærar reiðleiðir.

Hellnafell Guesthouse

Hellnafell, 350 Grundarfjörður

Húsið er staðsett rétt fyrir utan Grundarfjörð með einstöku 360 gráðu útsýni. Meðal þess sem er í sjónmáli er okkar heimsfræga Kirkjufell og Kirkjufellsfoss. Hellnafell gistihús er 120 fm hús með 4 svefnherbergjum og góð eldhúsaðstaða með öllum helsta búnaði. Besta útsýnið á Kirkjufell er bara í bakgarðinum og húsið er aðeins nokkrum metrum frá sjónum. Frábært að sitja úti og njóta útsýnisins og þegar norðurljósin eru þá geta engin orð lýst tilfinningunni 😉

Heimagisting Skálholti 6

Skálholt 6, 355 Ólafsvík

Gistingin er á góðum stað í Ólafsvík. Byrjaði með gistinguna á neðri hæðinni árið 2009, nýja íbúðin var uppgerð fyrir einu og hálfu ári síðan.

Hamrahlíð 9 Guesthouse

Hamrahlíð 9, 350 Grundarfjörður

Hamrahlíð 9 er lítið gistiheimili á besta stað í bænum með 5 herbergjum og pláss fyrir 8 manns í þægilegum hágæða rúmum.

Boðið er uppá eins og tveggja manna herbergi þar sem gestir hafa aðgang að sameiginlegu eldhúsi, stofu og baðherbergi í þægilegri og heimilislegri umgjörð.

Stór pallur er við húsið og örstutt í alla helstu þjónustu.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Grand Guesthouse Garðakot

Garðakot, 871 Vík

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Acco Gistiheimili

Skipagata 2&4, 600 Akureyri

Njóttu alls þess besta sem Akureyri hefur upp á að bjóða. Hvort sem þú vilt skella þér á skíði með fjölskyldunni, fara á tónleika eða í óvissuferð með vinnunni, þá býður Acco gistingu sem hentar.

Acco er frábærlega staðsett, í hjarta bæjarins við Ráðhústorgið. Þaðan er stutt í alla þjónustu, veitingastaði, Hof menningarhús og aðeins 10 mínútna akstur í skíðaparadísina í Hlíðarfjalli.

Gistiaðstaðan er einkar fjölbreytt, en íbúðir voru uppgerðar 2016-2017 og herbergi á gistiheimilinu voru tekin í gegn veturinn 2015-16. Íbúðirnar eru rúmgóðar og smekklega innréttaðar og herbergin eru björt og snyrtileg. Öll rúm eru nýleg, en mikið er lagt upp úr því að það fari sem best um gesti hjá Acco.

Café Berlin er einnig staðsett í Skipagötu 4. Þar geta gestir Acco fengið ljúffengan morgunverð, hádegisverð, ilmandi kaffi og dýrindis kökur á 10% afslætti. 

Gistiheimilið Bergistangi

Bergistangi, 524 Árneshreppur

GISTIHEIMILIÐ BERGISTANGI

Boðin er gisting í tveimur húsum; Annars vegar tvö rúmgóð herbergi á jarðhæð í íbúðarhúsi eigenda með þremur rúmstæðum hvort. Sameiginlegur inngangur er með íbúð eigenda á annarri hæð. Sameiginlegt fyrir þessi tvö hergbergi, snyrting, lítið eldhús. 

Hins vegar er gisting í frystihúsi, sem var byggt í tengslum við sláturhús á staðnum, og var notað sem slíkt í þrjátíu ár. Tímarnir breytast og svo er komið árið 1992, að ekki er lengur þörf fyrir frystihús. Fyrir nokkrum árum réðust eigendur hússins, í að breyta því í gistihús. Í húsinu eru þrjú herbergi, notuð fyrir gistingu. Kojur eru herbergjunum, sem eru misstór, átta kojur í stærsta herberginu og sex í hvoru hinna tveggja, samtals tuttugu. Í kojunum, sem eru á tveimur hæðum, eru góðar dýnur. Handlaugar eru í herbergjunum. Snyrting er einnig í húsinu. Rúmgott eldhús er og mjög góð eldunaraðstaða . 

Húsið hefur verið vinsælt fyrir hópa og einstaklingar gista þar líka.

SeaSide Cottages

Eyrargata 37a, 820 Eyrarbakki

Seaside cottages býður upp á tvö dásamlega rómantísk og vel útbúin hús til leigu í lengri eða skemmri tíma. Húsin Suðurgata og Vesturgata eru staðsett við sjávarkambinn á Eyrarbakka og leigjast með uppábúnum rúmum, handklæðum, kertum, baðolíum og sápum. Ef þú ert í rómantískum hugleiðingum og eða vilt skipta um umhverfi og komast í rólegheit og afslöppun þá erum við með lausnina og hlökkum til að taka á móti þér. Þess má geta að veitingastaðurinn Rauða húsið er í göngufæri.

 

Ferðaþjónustan Bakkaflöt

Tungusveit, 560 Varmahlíð

Bakkaflöt er fjölskyldurekið fyrirtæki sem byrjaði með gistingu og veitingar árið 1987. Erum með gistingu í smáhýsum með sérbaði, herbergjum með sameiginlegu baði, stærri sumarhúsum og tjaldstæði. Sundlaug, heitir pottar, veitingastaður og bar á staðnum. 

Frá árinu 1994 höfum við boðið upp á fljótasiglingar niður Austari og Vestari jökulsá. 

Í sumar(2020) erum við með tilboð í Vestari jökulsá: 11.900 kr á mann. 8.000 kr fyrir 9-12 ára. 

Frábær ferð um skemmtilegt landslag. Stoppað til að fá sér kakó úr heitri uppsprettu og svo er auðvitað stoppað við stökk klettinn og þeir sem vilja stökkva ofan í ána. 

Bjóðum einnig upp á Sit on top Kayak ferðir niður Svartá, Paintball, Þrautabraut og Loftbolta. 

Á staðnum: Gisting í smáhýsum með sérbaði, stærri sumarhúsum, herbergjum án baðs, tjaldstæði, lítil sundlaug og heitir pottar, veitingastaður og bar.

Varmi Gistihús

Varmahlíð 15, 810 Hveragerði

Varmi- Gistihús er gistihús staðsett í Hveragerði í 42 km fjarlægð frá Reykjavík. Við bjóðum bæði upp á íbúðir og tveggjamanna herbergi. 

Íbúðirnar eru með 1 svefnherbergi og allar eru með seturými með svefnsófa og sjónvarpi. Þá er eldhúsaðstaða í öllum íbúðunum. Einnig eru þær með sérbaðherbergi með sturtu og snyrtivörum. Aðgangur er að sameiginlegum garði með útihúsgögnum og heitum potti.

Herbergin eru björt og falleg. Sum herbergin eru með sérinngangi og sérbaðherbergi, önnur með sameiginlegu baðherbergi þar sem aðgengi fyrir fatlaða er gott.  

Við bjóðum gestum okkar upp á léttan og góðan morgunverð. Þá er ókeypis Wi-Fi-Internet hjá okkur.

Gistiheimilið er staðsett í gamla bænum, nálægt kirkjunni og hverasvæðinu. 

Svæðið er þekkt fyrir upphituð gróðurhús og hverasvæði sem vinsælt er að skoða. Stutt er í fallega ósnortna náttúru allt í kring og aðeins um klukkustundar gangur upp í heita lækinn í Reykjadal. 

Veitingastaðir, verslanir og almenningssundlaug eru í innan við 10 mínútna göngufjarlægð og Selfoss er í innan við 13 km fjarlægð.

Starfsfólk getur aðstoðað við bókun á útreiðartúrum og hvers kyns afþreyingu. 

Ókeypis almenningsbílastæði eru í boði fyrir framan gistihúsið.

Gistiheimilið Sauðafelli

Sauðafell, 371 Búðardalur

Sauðafell er bær í Miðdölum og stendur undir felli með sama nafni. Bærinn er nefndur í Landnámu, kemur við sögu í Sturlungu og var einnig sögusvið atburða á síðaskiptatímanum.

Sauðafell Guesthouse býður upp á gistingu í ný uppgerðu gömlu húsi frá 1897.

Húsið er á tveimur hæðum og hægt að velja milli 6 herbergja með uppbúnum rúmum. Eldhúsið er vel útbúið, stór stofa og 3 baðherbergi með sturtu.

Wi-Fi er innifalið.

Northern Comfort Apartments

Skipholt 15, 105 Reykjavík

Þriggja stjörnu gistiheimili með 6 stúdíóíbúðum. 

Helstu kostir

  • Á gististaðnum eru 6 íbúðir, reykingar eru bannaðar.
  • Bílastæði með sjálfsafgreiðslu (aukagjald). Einnig eru ókeypis bílastæði hinum megin við götuna og í nágrenninu.
  • Flugvallarrúta báðar leiðir. Allar ferðarútur sækja farþega til okkar og skila þeim heim.
  • Þrif daglega
  • Farangursgeymsla. Hægt er að geyma farangur fram að innritunartíma, sem er kl. 15.
  • Engin móttaka, gestir fá kóða þegar þeir bóka og geta nálgast lyka í forstofunni.

Nágrenni

  • Nálægt Hlemmi og stutt í verslun, veitingastaði  og þjónustu.
  • Bónusverslun í næsta húsi, Krónan í nágrenninu.
  • Ásmundarsafn (1,4 km).
  • Laugardalslaug (1,7 km).
  • Listasafn Sigurjóns Ólafssonar (2 km).
  • Grasagarðurinn í Laugardal (2 km).
  • Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn (2,3 km).

Hléskógar

Hléskógar, 601 Akureyri

Á Hléskógum í Grýtubakkahreppi (30 km frá Akureyri) er boðið uppá gistiíbuð í fallegu og rólegu umhverfi. Í íbúðinni eru 3 herbergi og pláss fyrir allt að 6 manns. Uppábúin rúm og handklæði. Þvottavél, sturta, WC og WiFi.

Einfalt og lítið eldhús með möguleika að elda. Ísskápur, frýstir og örbylgjuofn.

Hentar fjölskyldufólki afar vel þar sem allt er á jarðhæð og nóg pláss til að hlaupa um.

Heitur pottur, grill, trampólín og sólpallur og útsýnið stórkostlegt.

Hér er nóg að gera og skoða í nágrenninu; endalausar gönguleiðir, hestaleiga, sundlaug, golfvöllur, kajakferðir, hvalaskoðun og stutt í Goðafoss og Mývatn. Fullkomið stopover fyrir 1-2 nætur. Hestar, hundar og köttur eru á bænum. Verð er 17.500 kr/nóttin. Laust í júni og eitthvað í júli og ágúst.

Fyrirspurnir og bókarnir sandra@hestanet.net

Mjólkurstöðin

Dalbraut 2, 780 Höfn í Hornafirði

Milk Factory Guesthouse er staðsett í útjaðri Hafnar, í göngufæri frá miðbænum, veitingastöðum og annari  þjónustu.

Gistiheimilið er í gömlu mjólkurstöðinni á Höfn. Boðið er uppá 11 tveggjmanna herbergi og 6 fjölskylduherbergi  ( 4.manna ) öll með sér baðherbergi. Te, kaffi og safi er í boði allan sólarhringinn í morgunverðarsal.

Klausturhof Gistiheimili

Klausturvegur 1-5, 880 Kirkjubæjarklaustur

Gistiheimilið Klausturhof er staðsett á Kirkjubæjarklaustri.

Hvammból Guesthouse

Hvammból, 871 Vík

Hvammból Apartments er lítið fjölskyldurekið fyrirtæki staðsett 12 km fyrir vestan Vík. Þannig erum við stutt frá verslun og veitingastöðum en gestir okkar geta samt notið friðsællar sveitasælu og dásamlegs útsýnis. Frá gistihúsinu er örstutt að keyra út á Dyrhólaey, fram í Reynisfjöru eða að hinum ýmsu fossum í nágrenninu.

Hver íbúð er með sér inngang og verönd. Í íbúðunum er eldhús með helluborði og ísskáp, og baðherbergi með sturtu. Kaffi, te, rúmföt, handklæði og frí nettenging er innifalin í verði. 

Gistihúsið við fjörðinn

Aðalstræti 26, 470 Þingeyri

Gistihúsið Við Fjörðinn á Þingeyri er vel staðsett, fyrir alla þá sem hugsa sér að skoða Vestfirði. Góð aðstaða fyrir hópa og einstaklinga í herbergjum eða íbúðum. Fullkomin eldunaraðstaða og sturtur.
Í gistihúsinu er góð aðstaða fyrir hreyfihamlaða. Þar er íbúð sem sérstakt tillit er tekið til fólks í hjólastólum.
Gistihúsið er reyklaust.
Hundar eru ekki leyfðir nema með sérstöku samkomulagi.

Íbúðin er sérútbúin fyrir hreyfihamlaða og gott aðgengi er fyrir hjólastóla í íbúð 1. 

Ennisbraut 1

Ennisbraut 1, 355 Ólafsvík

Þrjár glæsilegar íbúðir í endurbyggðu húsi á besta stað í Ólafsvík. Um er að ræða eina stóra íbúð sem rúmar vel 6 manns og tvær minni sem rúma 2-4.  

Allt til alls í íbúðunum og stutt í alla þjónustu svo sem veitingastaði, sundlaug, matvörubúð o.fl.

Gistihúsið Skeið

Svarfaðardalur, 621 Dalvík

Bærinn Skeið er á Tröllaskaga og stendur á rólegum stað í botni Svarfaðardals í faðmi svarfdælsku fjallanna, 18 km frá Dalvík.

Tröllaskagi er kjörinn staður fyrir þá sem vilja komast í kyrrð og ró. Á Tröllaskaga og nágrenni er að finna áhugaverðar gönguleiðir, hvalaskoðun, kajak-ferðir, hestaferðir, golf, skíðaferðir o.fl. Tröllaskagi er paradís fyrir fjallaskíðamenn.

Stutt er að fara á ýmsa áhugaverða staði, t.d. tekur aðeins 2-21/2 klst að aka til Mývatns og Kröflu. Klukkutímaakstur er frá Skeiði til Akureyrar. Um vetrartímann er ráðlegt að vera á fjórhjóladrifnum bíl en við pöntum snjómokstur eftir þörfum.

Hægt er að fá að tjalda allt árið ef veður og tíð leyfir.

Gamla flugfélagið

Hafnarbraut 24, 780 Höfn í Hornafirði

Ferðaþjónustan Dalbæ

Snæfjallaströnd, 401 Ísafjörður

Frá og með 25. júní og til 8. ágúst verður rekin ferðaþjónusta í Dalbæ á Snæfjallaströnd á vegum Snjáfjallaseturs og Sögumiðlunar, netfang olafur@sogumidlun.is

Opið verður kl. 10-20, alla daga vikunnar. Bergljót Aðalsteinsdóttir (gsm 6904893) Vigdís Steinþórsdóttir (gsm 863 5614), Vera Rún Viggósdóttir (gsm 690 8258) og Agnes Hjaltalín Andradóttir (gsm 8671102) munu sjá um ferðaþjónustuna.

Verð á ferðaþjónustímanum:
Svefnpokapláss með aðgangi að öllu kr 7000
Yngri en þrettán ára fá frítt á tjaldstæði en greiða í sturtu
Tjaldstæði með aðgangi að salerni kr 2000 - önnur nótt kr. 1500
Rafmagn v/ húsbíls, tjaldvagns kr 1200
Sturta kr. 500
Þvottur, hver vél kr. 500

Ingibjörg Kjartansdóttir tekur við pöntunum utan ferðaþjónustutímans (gsm 8681964), unidalur34@gmail.com .

Hótel Sandafell

Hafnarstræti 7, 470 Þingeyri

Gisting, morgunverður og veitingasala í hjarta Þingeyrar í ægifögru umhverfi Dýrafjarðar. 

Fallegar gönguleiðir allt í kring og fjölbreytt afþreying. Þingeyri er í þægilegu akstursfæri við margar af helstu náttúruperlum Vestfjarða.

Gistihúsið Hreiðrið

Aðalbraut 16, 675 Raufarhöfn

Á Raufarhöfn við heimskautsbaug er þetta hlýlega gistihús. Uppbúin rúm í eins til þriggja manna herbergjum. Sameiginlegar snyrtingar með sturtum. Á báðum hæðum er góð eldhúsaðstaða og setustofa með sjónvarpi.

Einnig bjóðum við upp á þriggja manna fjölskylduíbúð.

Góð rúm í öllum herbergjum. Þráðlaust frítt net er í húsinu.

Húsið rúmar 30 manns. Góð aðstaða fyrir hópa.

Hreiðrið er opið allan ársins hring, yfir vetrartímann þarf að bóka með fyrirvara.

Raufarhöfn, þorpið við heimskautsbaug er nyrsta kauptún Íslands, aðeins örstutt frá baugnum. Hvergi er vornóttin bjartari eða betra að njóta miðnætursólar en á Melrakkasléttu. Sama á við um norðurljósin haust og vetur.

Á Raufarhöfn má finna sundlaug og sauna, veitingastað á Hótel Norðurljósum og Kaupfélagið sem er gallerí, kaffihús og veitingastaður. Einnig Félagann Bar, matvörubúðina Gunnubúð, heilsugæslu og lyfjaverslun, banka og pósthús, bifreiða-, dekkja- og vélaverkstæði ásamt fleiru. 

Gönguferð um Höfðann við höfnina afhjúpar mörg falin leyndarmál.

Einnig er hringur um ásinn ofan við þorpið góð gönguleið.

Hægt er að fara í sögugöngu með leiðsögn um Raufarhöfn ef bókað er með fyrirvara.

Ofan við þorpið er að rísa stærsta útilistaverk á Íslandi, Heimskautsgerðið. Þar er sjóndeildarhringurinn hreinn, ekkert hindrar sólarljós eða tunglsljós. Öll sólris og sólsetur sjást að því gefnu að ekki sé skýjað. Sama á við um gang tungls.

Skammt norðan við Raufarhöfn, nyrst á Melrakkasléttu er Hraunhafnartangi, nyrsti hluti Íslands. Þar er Þorgeirsdys sem talin er vera haugur fornhetjunnar Þorgeirs Hávarssonar, en frá vígi hans í frækilegum bardaga segir í Fóstbræðrasögu. Gaman er að ganga út í vitann í Hraunhöfn.

Ströndin er vogskorin og lífríkar fjörurnar iðandi af fjölskrúðugu fuglalífi.

Víða á Melrakkasléttu er hægt að fá veiðileyfi í vötnum.

Í nágrenninu:

Rauðanes í Þistilfirði er falleg og sérstæð náttúruperla. Um nesið er merkt gönguleið sem er um 7 km, liggur í hring og er auðfarin.

Forystufjársetur, sýning um forystufé á Svalbarði í Þistilfirði. Í kjallara setursins er notalegt kaffihús, Sillukaffi sem býður þjóðlegar veitingar.

Steinsholt ferðaþjónusta

Steinsholt 2, 801 Selfoss

Ferðaþjónustan Steinsholti bíður uppá gistingu og langar og stuttar hestaferðir. Steinsholt er staðsett við hálendisbrúnina í fallegu umhverfi þar sem fólk dvelur á friðsælu svæði uppí sveit. Héðan eru farnar langar og stuttar hestaferðir, í lengri ferðunum er meðal annars farið í Landmannalaugar, styttri hestaferðir erum farnar í nágrenni staðarins þar sem eru margar skemmtilegar leiðir í fallegu umhverfi. Við höfum rekið hestaferðir í 25 ár.

Gistingin er bændagisting með átta herbergjum þar sem lögð er áhersla á persónulega þjónustu, heitur pottur er á staðnum og margar skemmtilegar gönguleiðir er á svæðinu. Ef fólk vill dvelja í Íslenskri sveit þá er Steinsholt kjörinn staður til þess.

Slow Travel Mývatn

Þúfa, Mývatn, 660 Mývatn

Slow Travel Mývatn er sprottið úr þeirri ósk að gera lífssýn okkar að lífsmáta. Í beinni snertingu við náttúruna og íslenskar hefðir geta gestir okkar dvalið hér og nýtt tímann til að komast nær sjálfum sér og umhverfinu. Slow Travel Mývatn nýtir sérkenni svæðisins, menningu, sögu og hefðir til að bjóða gestum okkar einstaka og ógleymanlega dvöl í samræmi við grunngildi Slow travel stefnunnar. STM býður upp á ró, hægfara, meðvitaða og sveigjanlega dvöl og leggur áherslu á umhverfisvæna og sjálfbæra ferðamennsku í samhljómi við náttúruna og íbúa svæðisins.

Sveitasetrið Hofsstöðum

Skagafjörður, 551 Sauðárkrókur

Sveitasetrið Hofsstöðum er fjölskyldurekið sveitahótel staðsett á kyrrlátum stað í fallegu umhverfi við bakka Héraðsvatna með útsýni til lands og sjávar.
Sveitasetrið býður upp á 30 notaleg 26 fm herbergi með baði og verönd. Einnig eru í boði 3 herbergi með baði í bændagistingu á Hofsstöðum. Á Sveitasetrinu er veitingastaður þar sem eigin framleiðsla og hráefni úr heimabyggð er í fyrirrúmi.

Hér er hægt að dvelja og njóta kyrrðarinnar sem sveitin hefur uppá að bjóða með alla þjónustu og afþreyingu í Skagafirði innan seilingar.
Sveitasetrið er við veg nr. 76 aðeins 18 km frá þjóðvegi 1.

Afþreying í Skagafirði er fjölbreytt og áhugaverð, svo sem söfn, sýningar, sundlaugar, hestasýningar, bátasiglingar, golf, skíðasvæði, gönguleiðir o.fl. (www.visitskagafjordur.is )

Hlökkum til að taka á móti ykkur.

Veiðihúsið við Straumfjarðará

Dal v/Straumfjarðará, 311 Borgarnes

Við efri hluta Straumfjarðará stendur velbúið veiðihús sem byggt var fyrir gesti árinnar árið 2005. Frá veiðihúsinu er aðeins steinsnar niður að ánni og það fellur vel að umhverfi árinnar.

Í veiðihúsinu er veitt full þjónusta á veiðitímanum og þar fer vel um veiðimenn í 5 tveggjamanna herbergjum og er hvert þeirra búið hreinlætisaðstöðu, salerni og sturtu.

Veiðihúsið er með eigin hitaveitu, borðstofu og rúmgóðri setustofu með mikilfenglegu útsýni og arni.  Í vöðlugeymslu er hitari og drykkjarkælir, auk þess sem sérstakur fiskikælir er við aðgerðaraðstöðu veiðimanna. Við veiðihúsið er Sauna. Vegurinn að veiðihúsinu er afleggjari frá Vatnaleið (þjóðvegi 56) hjá bænum Dal.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Sóti Lodge

Sólgarðar, 570 Fljót

Sóta Lodge er sveitahótel í hjarta Fljóta, þar sem lögð er áhersla á að bjóða góðan mat, friðsæld og náttúruupplifun í fögru landslagi nyrst á Tröllaskaga.

Sóti Lodge býður upp á gæðagistingu og þjónustu fyrir allt að 15 gesti og er tilvalinn áfangastaður smærri hópa og fjölskyldna, sem vilja eiga einstakar stundir í faðmi Fljótafjallanna. Öll herbergi eru með salerni og sturtu og hlýleg stofa og borðstofa með útsýni til fjalla halda vel utan um gesti við hvíld og leik.

Barðslaug, sveitalaug með yfir 125 ára sögu, er í næsta húsi og er opin gestum Sóta Lodge. Þar er heitur pottur og lögð áhersla á að bjóða upp á aðstæður til leikja. Þar er líka boðið upp á endurnærandi flotstundir fyrir hópa.

Starfsfólk Sóta Lodge leggur sig fram um að veita persónulega gæðaþjónustu og uppfylla drauma og væntingar gesta. 

Bjarg Borgarnes

Bjarg, 310 Borgarnes

Bjarg Borgarnes er lítið fjölskyldurekið gistihús í gömlum bóndabæ í útjaðri Borg­arness, þar hafa gömlu úti­húsin verið inn­réttuð sem gisti­hús. Gist­ing er í sér­íbúð fyrir 4 með eld­un­ar­að­stöðu og baði og í íbúð með 3 her­bergjum; tveim 2ja manna herbergjum og einu fjölskylduherbergi, með sam­eig­in­legri eld­un­ar­að­stöðu og baðherbergjum. Einnig í 4-6 manna bústað (81m2) með tveim 2ja manna herbergjum, svefnsófa í stofu, baðherbergi og vel útbúnu eldhúsi ásamt einstöku útsýni yfir Borgarfjörðin. Bjarg er stað­sett á kyrr­látum stað en stutt er í alla þjónustu í Borgarnesi. Vel stað­sett fyrir skoð­un­ar­ferðir um Vest­ur­land.

Gistiheimilið Hafnarnes

Hafnarnes, 780 Höfn í Hornafirði


Hafnarnes er með fallegt útsýni yfir Hornarfjarðarfljót og Vatnajökul og býður upp á herbergi með björtum innréttingum í sveitastíl. Bílastæðin á staðnum eru ókeypis. Miðbær
Hafnar er í 2 km fjarlægð, golfvöllur, sundlaug, söfn og önnur þjónusta er á Höfn. Hoffellsjökull er í 20 km fjarlægð frá Hafnarnesi.

Fjöldi herbergja: 10

Hvert herbergi er með aðgang að sameiginlegri baðherbergisaðstöðu og sameiginlegu eldhúsi með örbylgjuofni, brauðrist, ísskáp og kaffivél. Sjónvap er í sumum herbergjum.
Gestir geta slappað af í tveim setustofunum með ókeypis Wi-Fi internetaðgangi, eða notið þess að lesa bók úr litla bókasafninu. Gallerí og gjafavöruverslun sem selur handverk
frá listamönnum af svæðinu er á staðnum. Starfsfólkið getur aðstoðað við að koma í kring afþreyingu eins og hestaferðum. Morganverð er hægt að panta (daginn áður) en
te/kaffi er í boði allan sólarhringinn í setustofunni.

 

Media Luna Guesthouse

Hafnargata 2, 710 Seyðisfjörður

Media Luna Guesthouse býður upp á vel búin, nútímaleg herbergi. Eins manns, tveggja, þriggja manna og fjögurrna manna. Öll herbergin eru með sér baðherbergi með sturtu. Við erum með lítið eldhús með öllu sem þarf til að elda kvöldmat.

Staðsetningin er frábær og ýmis þjónusta í næsta nágrenni. Við leggjum okkur fram um að veita framúrskarandi þjónustu

Hvammstangi Hostel

Norðurbraut 22a, 530 Hvammstangi

Hostelið okkar er búið 30 herbergjum með uppábúnum rúmum. Annarsvegar er hostelið hinn fullkomni stoppistaður, mitt á milli Reykjavíkur og Akureyri og hinsvegar er hostelið fullkomin staðsetning og aðstaða fyrir hópa sem vilja getað eldað sér sjálf og borðað saman í sameiginlegu rými.

Dæmi um hópa sem hafa verið hjá okkur eru gönguhópar, hjólreiðahópar, kórar, kvikmyndaupptökuhópar og ættarmót.

Kast Guesthouse

Lýsudalur, 356 Snæfellsbær

Kast Guesthouse er staðsett í landi Lýsudals í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Það liggur neðan við Lýsuskarð sem er fallegt skarð á milli Lýsuhyrnu í austri og Ánahyrnu í vestri. Nafn gistiheimilisins er dregið af kyrrlátri og grasi vaxinni sléttu ofan við gistiheimilið þar sem merar kasta gjarnan og ala folöldin sín. 

Gistiheimilið Saga

Syðra-Langholti 3, 846 Flúðir

Í Syðra-Langholti er rekið gistiheimili, tjaldsvæði og hestaleigu. Við erum staðsett á fallegum stað miðsvæðis á suðurlandi, stutt er í marga athyglisverða staði á borð við Gullfoss, Geysi og Þjórsárdalinn með Hjálparfoss og Stöng.

Gistiheimilið Bitra

Bitra, 801 Selfoss

Viking cafe guesthouse

Horni, 781 Höfn í Hornafirði

Ef þú ert að leita að hlýlegum og fallegum stað til að gista á Íslandi, þá ættir þú að skoða Víking Cafe & Guesthouse. Þetta fjölskyldurekna fyrirtæki er staðsett nálægt hinu stórkostlega Vestrahorni, einu mest ljósmyndaða fjalli landsins. Þú getur notið útsýnis yfir tignarlega toppa og geislandi fegurð þessa fallega fjalls á dvöl þinni. 

Víking Cafe & Guesthouse býður upp á þægileg og rúmgóð herbergi, auk tjaldsvæðis. Þú getur einnig fengið þér ljúffengan morgunverð á kaffihúsinu, þar getur þú smakkað nýbökuð vöfflurnar okkar ásamt einum rjúkandi kaffibolla. Kaffihúsið hefur einnig spennandi sögu að segja um víkingaöldina og þjóðsögur af svæðinu. Þú getur lært meira um sögu og menningu þessarar landsvæðis frá vinalegu og fróðu starfsfólki.

BSG apartments

Engjavegur 75, 800 Selfoss

BSG apartments in Selfoss is a good choice of stay for family and friends. You can choose from BSG Villa or BSG Studio flat. The Villa is 90 s.m. with 3 bedrooms for up to six persons and the Studio flat 23 s.m for two people.

Selfoss is the capital of South Iceland and nicely located for visitors to explore the Icelandic nature and culture nearby. 

Akkeri gistihús

Frúarstígur 1, 340 Stykkishólmur

6 herbergja gistihús í miðbænum. Öll herbergi eru með sér baðherbergi

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Guesthouse 1x6

Vesturbraut 3, 230 Reykjanesbær

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Lava apartments ehf.

Glerárgata 3b, 600 Akureyri

Lava Apartments & Rooms er staðsett í miðbæ Akureyrar. Í boði eru fimm studíó íbúðir, átta tveggja manna herbergi og eitt einstaklings herbergi. Hver íbúð fyrir sig er fullbúin með húsgögnum og helstu nauðsynjum. Allar einingar eru með sér baðherbergi og frítt internet í boði. Helsta einkenni Lava Apartments & Rooms er að staðsetningin gæti ekki verið betri. Aðeins nokkur skref í helstu veitingastaði, verslanir og fleira

Gisitihúsið Hamar

Herjólfsgata 4, 900 Vestmannaeyjar

Gistihúsið Hamar er fjölskyldufyrirtæki rekið með alúð að leiðarljósi. Gistihúsið er staðsett á besta stað í Vestmannaeyjum þar sem stutt er í alla afþreyingu. Herbergin okkar eru með öllum helsta búnaði og sérbaðherbergi er inni á öllum herbergjum. 

Við erum einnig með gistingu í lúxus kojum sem hentar vel fyrir hópa eða einstaklinga. Kojurnar koma með öllu því helsta, uppábúnum rúmum, sjónvarpi og aðgang að eldhúsi og salerni. 

Geldingaholt gisting

Vestra Geldingaholt, 801 Selfoss

Gistiheimilið Geldingaholt er staðsett í Vestra-Geldingaholti á Suðurlandi, í aðeins 100 kílómetra fjarlægð frá Reykjavík. Við höfum ánægju af því að taka á móti gestum í sveitagistingunni okkar, bjóða upp á heimatilbúinn kvöldmat og fræða fólk um umhverfið.

Reykjadalur Guesthouse

Heiðmörk 27, 810 Hveragerði

Reykjadalur Gistiheimilið er fallegt gistiheimili, vel staðsett í Hveragerði. Gistiheimilið er aðeins innan klukkustundar aksturs frá Reykjavík. Reykjadalur Guesthouse er innan nokkurra km frá vinsælustu ferðamannastöðum á Íslandi. Gullfoss og Geysir eru um klukkutíma akstursfjarlægð og nálægt er hinn fallegi Reykjadalur sem er skemmtilegur útivistastaður fyrir alla fjölskylduna.

Herbergin eru með flatskjásjónvarpi. Þú finnur ketil í herberginu. Herbergin eru með sér baðherbergi með sturtu. 

Við hlökkum til að sjá þig.

Reykjavik Residence Hotel

Hverfisgata 60, 101 Reykjavík

Reykjavik Residence er nýr og glæsilegur kostur í íbúðagistingu í miðbæ Reykjavíkur, í virðulegu húsi sem gert hefur verið upp frá grunni. Staðsetningin gæti vart verið betri með allar helstu listisemdir borgarinnar við hendina. Hentar bæði fjölskyldum og einstaklingum, hvert sem erindið er til borgarinnar.

Blikastígur Apartment

Blikastígur 19, 225 Garðabær

Falleg íbúð með sérinngangi. Hentar mjög vel fyrir 1–4.

Í íbúðinni eru tvö svefnherbergi með hjónarúmum. Í því stærra er rúmið 180×200 cm og í því minna er rúmið 160×200 cm. Rúmföt fylgja.

Eldhúsið er vel búið með öllum nauðsynjum (eldvél, bakarofn, örbylgjuofn, kaffivél, ketill, brauðrist og fleira). Í stofunni er snjallsjónvarp með gervihnattarásum og aðgangi að Netflix. Á baðherberginu er baðkar með sturtu. Handklæði, sápa og sjampó eru á staðnum.

Þessi íbúð er upplögð fyrir þá sem vilja vera á rólegum stað í nálægð við náttúruna, en samt aðeins í 15 mínútna akstursfjarlægð frá miðbæ Reykjavíkur. 

Það er hægt að bóka okkur í gegnum www.airbnb.com

Ósar Hostel

Vatnsnes, 531 Hvammstangi

Ósar Hostel er á Vatnsnesi, aðeins um 25 kílómetra frá hringveginum. Á undanförnum árum hefur heimilið verð tekið til gagngerrar endurbóta og hafa þær breytingar heppast sérlega vel. 

Nafn sitt taka Ósar af því hve sólsetrið er fagurt á þessum slóðum. Ströndin, rétt neðan við húsið, er líka full af lífi og þar má sjá seli, æðarfugl og aðra fugla og þar rís kletturinn Hvítserkur í göngufæri við farfuglaheimilið. Ósnert náttúran, kyrrlátt umhverfið og fjölbreytt afþreying gera Ósa að óskastað ferðamannsins. Aðeins þarf að ganga í fimm mínútur frá hostelinu til að komast í nána snertingu við náttúruna. Hér geta gestir séð fjölda fuglategunda og úti fyrir ströndinni synda selir, en hér eru ein fjölskipuðustu sellátur Íslands. 

Fyrir utan þetta er rétt að nefna að margar fallegar gönguleiðir eru út frá Ósum.

Eldunaraðstaða. 

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

B14

Bankastræti 14, 101 Reykjavík

Ný uppgerðar og glæsilegar íbúðir í hjarta Reykkjavíkur.

Um er að ræða tvær stórar íbúðir hvor með 5 herbergjum sem öll hafa sér baðherbergi og flatskjásjónvörp og auk þess eitt herbergi með sér inngangi.

Íbúðirnar hafa stór fullbúin eldhús og þaðan er gengt út á svalir.

Hægt er að leigja stök herbergi sem eru tveggja til fjögurra manna eða heila íbúð sem hvor um sig rúmar 17 manns.

Fullkomið fyrir vinahópinn, fyrirtækið eða stórfjölskylduna

Gistiheimili Snorra

Snorrabraut 61, 105 Reykjavík
Gistiheimili Snorra er staðsett í miðborg Reykjavíkur, stutt frá BSÍ. Gistiheimili Snorra er 5 mín. frá Laugavegi. Við bjóðum upp á 15 herbergi í mismunandi stærðum með og án baðherbergis. Gestir hafa fullan aðgang að fullbúnu eldhúsi og borðstofu ásamt stórum garði. Starfsfók Gistiheimili Snorra getur aðstoðað við bókun á styttri og lengri ferðum um Ísland.

Hnjótur Travel

Hnjótur Örlygshöfn, 451 Patreksfjörður

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Adventura ehf.

Hlauphólar, 766 Djúpivogur

Adventura er lítið gistiheimili og ferðaskrifstofa í Hamarsfirði í Djúpavogshreppi. Meðal þeirra ferða sem aðstandendur Adventura bjóða upp á eru náttúru- og menningarferðir í Djúpavogshreppi. Má þar nefni fuglaskoðunarferðir á svörtum söndum, jeppaferðir í fáfarna dali og menningarferðir þar sem m.a. er farið í einstakt steinasafn og boðið upp á tónleika í gömlum lýsistanki

Stay Einholt

Einholt 2, 105 Reykjavík

Einholt Apartments er nútímalegt, vel búið íbúðahótel með 20 íbúðum af nokkrum stærðum og gerðum sem rúma frá 2 upp í 8 gesti hver. Hverri íbúð fylgir m.a. vel búið eldhús, baðherbergi, frítt þráðlaust netsamband og ókeypis bílastæði.

Úlfljótsbær

Úlfljótsvatnsbær, 805 Selfoss

Skógræktarfélag Íslands er félagasamtök sem stofnuð var árið 1930 til að efla skógrækt og endurheimt skóga. Við erum regnhlífasamtök 64 skógræktarfélaga, víða um land, sem byggja á samfélagslegum grunni, en sjálfboðaliðar skógræktarfélaganna hafa gróðursett tré í næstum heila öld til þess að endurheimta horfna skóga Íslands. Bærinn okkar á Úlfljótsvatni hýsir alþjóðlega sjálfboðaliða yfir sumartímann. Yfir vetrartímann leigjum við bæinn út í gegnum Airbnb, til að vekja athygli á skógrækt meðal almennings og til að styðja við starfsemi okkar sem félagasamtaka.

Gistihúsið Staðarhóli

Staðarhóll, Aðaldalur, 641 Húsavík

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

B & B Guesthouse

Hringbraut 92, 230 Reykjanesbær

Þegar gist er á B&B Guesthouse: 

  • Gisting
  • Morgunverður
  • Keyrsla í flug
  • Geymsla á bíl
  • Skil á bíl við flugstöð þegar heim er komið. Við komum með bílinn og afhendum þér lyklana og þú heldur heim á leið.

Öll herbergin eru með uppábúnum rúmum, 32″ flatskjá með fjölda sjónvarpsstöðva og með fría WI-FI tengingu.

Við bjóðum uppá eins, tveggja, þriggja og fjögurra manna herbergi og hægt er að fá ungbarnarúm eða auka dýnu inn á herbergin gegn vægu gjaldi. 

Á hverri hæð eru tvö – þrjú salerni með sturtum, handklæðum og hárþurrkum. 

Einnig er hægt að panta herbergi sem hafa sér baðherbergi og sturtu.

Rauðaberg II

Rauðaberg II, 781 Höfn í Hornafirði

Á Rauðabergi II eru í boði 5 herbergi sem deila tveimur sameiginlegum baðherbergjum. 

Á staðnum er mikil og fögur fjallasýn og aðeins 3 km að Fláajökli sem er aðeins hægt að ganga.

Gistiheimilið Dimmuborgir

Geiteyjarströnd 1, 660 Mývatn

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista bókana.

Höfn Guesthouse

Hafnarbraut 21, 780 Höfn í Hornafirði

Gistiheimili á Höfn. 

Vinsamlegast hafið samband fyrir frekari upplýsingar og bókanir.

Hjartarstaðir Guesthouse

Eiðar, 701 Egilsstaðir

Hjartarstaðir Guesthouse er staðsett við bæinn Hjartarstaði í Eiðaþinghá,18 km utan við Egilsstaði á leið til Borgarfjarðar. Í gistihúsinu bjóðum við upp á 5 herbergi 2-5 manna sem hafa öll sérinngang, sér baðherbergi og uppábúnum rúmum og nettri eldhúsaðstöðu þar sem hægt er að elda létta máltíð. Gistihúsið stendur á hæð rétt við Gilsá/Selfljót þar sem hægt er að renna fyrir lax og silung.

Flateyri Guesthouse

Drafnargata 10, 425 Flateyri

Þú ert velkominn á Flateyri. Einn á ferð, fleiri saman eða fjölskylda. Flateyri gistiheimili bíður þín. Notaleg herbergi, vel búið eldhús, stofa til að slaka á í kringum borðspil eða með bók úr bókasafninu mínu. Gisting friðar til að uppgötva. 

Brúnalaug Guesthouse

Brúnalaug, 601 Akureyri

Brúnalaug Guesthouse er fjölskylduvænn gististaður í Brúnalaug í Eyjafjarðarsveit

Gistingin er fyrir 5-7. Í húsinu eru tvö tveggja manna herbergi (annað með kojum), eitt eins manns herbergi, svefnsófi er í stofu, tvö salerni, þar af annað með sturtu, stofa og eldhús. Við húsið er verönd með heitum potti og grilli.

Staðsetning er við þjóðveg 823, Miðbraut í Eyjafjarðarsveit. Um 14 km frá miðbæ Akureyrar, 1,5km í góða sundlaug á Hrafnagili, stutt í Jólagarðinn. Um 1 klst. akstur er í Mývatnssveit.

Natura

Hólavegur 1, 650 Laugar

Natura býður gistingu í 3 nýjum íbúðum (alls 12 rúm) á Laugum í Reykjadal. Íbúðirnar eru allar vel búnar, m.a. með ókeypis nettengingu, sjónvarpi, eldunaraðstöðu, þvottavél og sérbaðherbergi.

Frábær staðsetning miðsvæðis í Suður-Þingeyjarsýslu sem hentar vel til dagsferða í Mývatnssveit, Öskju, Ásbyrgi, Hljóðakletta, að Dettifossi, Aldeyjarfossi, Goðafossi og víðar. 

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Impact ehf.

Garðarsbraut 21, 640 Húsavík

Guesthouse Carina

Mýrarbraut 13, 870 Vík

Gistihúsið við höfnina

Dalbraut 1, 465 Bíldudalur

Gistihúsið við Höfnina á Bíldudal er fjölskyldurekið gistihús, staðsett í hjarta þorpsins. Boðið er upp á 12 eins og tveggja manna herbergi, ýmist með eða án baðs ásamt tveimur stúdíóíbúðum, önnur með gistirými fyrir 1-2 og hin með gistirými fyrir 5-7. Gistihúsið við Höfnina er aðili að Ferðaþjónustu bænda, Hey Iceland og þar með hluti af öflugum samtökum innan ferðaþjónustu á Íslandi.

Steinsnar frá er hinn rómaði veitingastaður Vegamót, þar sem gestir geta snætt kvöldverð og örstutt er yfir á Skrímslasafnið sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Daginn má einnig nýta til heimsóknar í Selárdal þar sem hinar einstöku höggmyndir Samúels Jónssonar er að finna eða í innlit í Gömlu smiðjuna á Bíldudal.

Ef áhuginn liggur í útivist, þá eru margar fallegar gönguleiðir í nágrenni þorpsins. Í Seljadalsskógi er boðið upp á fræðslugöngu um skóginn í gegnum Wapp appið og í appinu er einnig að finna sögugöngu um Bíldudal. Fyrir þá sem vilja láta sjávarloftið leika um sig er boðið upp á ferðir út á Arnarfjörð í sjóstöng, náttúru- og hvalaskoðun, með Beffa Tours.

Gistihúsið Steindórsstöðum

Steindórsstaðir, 320 Reykholt í Borgarfirði

Gisting í eldra íbúðarhúsi á bænum sem var endurbyggt 2010 áður en gistihúsið opnaði. Gestgjafar eru Guðfinna og Þórarinn. Við höfum búið hér síðan 1988. Bjuggum með kýr lengst af en erum nú skógarbændur og eigum um 50 kindur, 4 hesta, 2 hunda og 1 kött. Rekja má búskap sömu ættar hér til 17 aldar. 

Hlíð ferðaþjónusta

Hraunbrún, 660 Mývatn

Hlíð ferðaþjónusta býður upp á nokkra möguleika í gistingu.

Hraunbrún: Svefnpokagisting í fjögurra manna herbergjum án baðs.  Eldunaraðstaða, setustofa, sturtur og snyrtingar sameiginlegt.

Kytrur: 9m2 smáhýsi með 2 rúmum, hjónarúm. Eldunaraðstaða, setustofa, sturtur og snyrtingar í Hraunbrún eða á tjaldsvæðunum, hvorutveggja ca 100m í burtu. 

Álfahlíð/Dvergahlíð:  Sumarhús, 50m2 + 22m2 svefnloft.  Í húsinu er eldunaraðstaða, þar eru 2 svefnherbergi annað með 2 * 80cm breiðu rúmi og hitt með 1 * 140cm breiðu rúmi, á svefnlofti eru dýnur,  einnig er setustofa og snyrting með sturtu.

Andabyggð:  Tveggja manna herbergi með sérbaðherbergi.  2 * 90cm breið rúm, uppábúið með morgunverði.

Tjaldsvæði:  Við bjóðum  upp á tjaldsvæði með fyrsta flokks aðstöðu.  Alls konar tjaldsvæði eru í boði, dokkir og hraunbalar.  Ekki er mikill trjágróður á staðnum.  Það er lítil fluga vegna fjarlægðar við Mývatn og lítils trjágróðurs, en tjalsvæðin eru ca 1 km frá vatnsbakkanum. Vaskar með heitu og köldu vatni eru á nokkrum stöðum á tjaldsvæðinu, 2 snyrtingahús og 1 sturtuhús, sturta er innifalin í verði.  Rafmagnstenglar eru í boði víðs vegar um svæðið og er borgað sér fyrir það.  Við erum með litla verslun í afgreiðsluhúsi þar sem hægt er að kaupa sælgæti, gos og mjólkurvörur og einnig póstkort og filmur.  Stórt eldhústjald er á svæðinu.

Hlíð ferðaþjónusta býður einnig upp á alls kyns afþreyingu,  t.d er á tjaldsvæðunum leiksvæði fyrir börn og þar er einnig reiðhjólaleiga.  Hægt er að fara í margar mismunandi gönguferðir, langar og stuttar yfir fjöll og fyrnindi,  við gefum allar upplýsingar um þessar gönguleiðir. Í nánasta nágrenn við okkkur er upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn sem vel er þess virði að heimsækja, þar er líka sundlaug, kaffihús, bar, og ýmsir matsölustaðir.

 

Hótel Karólína

Aðalgata 7, 340 Stykkishólmur

Hótel Karólína er staðsett í hæðóttu landslagi í gamla hluta Stykkilshólmsbæjar en þar er einstakt útsýni útá Breiðafjörðinn og eyjarnar. Stutt er í alla þjónustu. Stykkishólmur er fallegur bær með langa og merkilega sögu. Bærinn er þekktur fyrir einstakt bæjarstæði, sjávarréttaveitingastað og einstakt umhverfi. Örskammt frá er sundlaug, golfvöllur og og allar helstu búðir bæjarins.

Á Hótel Karólínu eru 8 tveggja manna herbergi, skipt á milli tveggja hæða. Herbergin á jarðhæðinni eru öll nýlega endurnýjuð en herbergin á efri hæðinni tilheyra gamla húsinu. Öll herbergi eru með sér baðherbergi, eru vel upplýst og búin góðum sturtum.  

Frítt Wi-Fi.

Brekkulækur

Brekkulækur, 531 Hvammstangi

Fjölbreytt ferðaþjónusta er rekin á sveitabænum Brekkulæk í Miðfirði. Í gegnum árin höfum við skipulagt hestaferðir yfir hálendi Íslands ásamt gönguferðum þar sem áhersla er lögð á náttúru Íslands og sveitina. 

Brekkulækur býður upp á gistingu, veitingar og afþreyingu. Fuglaskoðunarferðir í júní. Hestaferðir og gönguferðir í júní-ágúst. Náttúruskoðunarferðir með lítilsháttar klifri og hellaskoðun. Haustferðir þar sem m.a. er farið í réttir.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Endilega heimsækið okkur hér.

Ferðaþjónustan í Djúpadal

Djúpidalur, 381 Reykhólahreppur

Í Djúpadal er fjölskyldu rekin ferðaþjónusta. Boðið er uppá gistingu. 

Gamli bærinn
í gamla bænum eru 3 tveggja manna herbergi og 1 eins manns herbergi. Sameiginleg salerni og eldhús. Hægt að leigja allt húsið eða stök herbergi.

Þórishólmi
Sér hús sem stendur nálægt sundlaug. Húsið er 48fm 4 manna með 2 herbergjum. hjónaherbergi með tvíbreiðurúmi og kojuherbergi. Einnig er svefnsófi í stofu. Í húsinu er fullbúið eldhús og baðherbergi með þvottavél.

Stúdióíbúð í enda á sundlaugarhúsi herbergi fyrir 2 með lítilli eldunaraðstöðu og salerni.

Einnig bjóðum við upp á gistingu í 4 kofum á tjaldstæðinu hver kofi er 14fm svefnpláss fyrir 4. Borð, stólar,rafmagn og hiti. ATH einungis svefnaðstaða með aðgang að hreinlætisaðstöðu og þjónustuhúsi á tjaldstæði. 

Allri innigistingu fylgir aðgangur að sundlaug og heitum potti.

Boðið er uppá svefnpokagistingu eða uppábúin rúm.

Tjaldsvæðið Skriðan Djúpadal
Nýtt tjaldsvæði sem er enn í uppbyggingu, góð aðstaða fyrir tjöld og ferðavagna. Salerni, sturtur, heitt og kalt vatn, aðstaða fyrir uppvask, seirulosun, 150 fm aðstöðu hús og nóg af rafmagni og heitu vatni.

Sundlaug
Lítil innisundlaug með heitum potti er á staðnum.

Opið allt árið

HH Gisting

Hellisholt 2, 781 Höfn í Hornafirði

Gistiheimilið er í Sveitarfélaginu Hornafirði, um 35 km austur af Jökulsárlóni, rétt við þjóðveg 1. Fallegur skógarlundur liggur til austurs og stórbrotin fjalla- og jöklasýn er til norðurs. Höfn er 25 km í austur frá okkur.

Prestbakki

Suðurbraut 27, 565 Hofsós

Á Prestbakka er gisting bæði í uppábúnum rúmum og svefnpoka. Þar er sameiginleg stofa og eldhús sem hentar vel fyrir fjölskyldur og hópa.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Gemlufall guesthouse

Gemlufall, 471 Þingeyri

Gemlufall 

Tvær íbúðir eru í húsinu og mögulegt er að leigja allt húsið eða sem stakar íbúðir. 

Rými er fyrir 14 -16 manns.  

Íbúð 1 - 6 manns. 

Íbúð 2 - 6 manns + svefnsófi fyrir 2  

Rúm eru uppábúin og handklæði fyrir gesti. Það fylgir ekki morgunverður en hægt er að panta með dagsfyrirvara morgunmat (8:00 - 9:30), nestispakka og aðrar léttari máltíðir.  

Ásar Guesthouse

Ásar, 601 Akureyri

Ásar Guesthouse er fallegt, lítið gistiheimili með fjórum tveggja manna herbergjum og tveimur baðherbergjum. Gestir hafa aðgang að stofu og setustofu með sjónvarpi.

Við dekrum við gestina okkar á allan hátt svo dvölin verði sem eftirminnilegust. 

Girnilegur morgunverður er innifalinn í gistingunni og ilmur af nýbökuðu brauði tekur á móti gestum þegar þeir koma á fætur. 

Gistiheimilið er staðsett í Eyjafjarðarsveit, aðeins 10 km. frá Akureyri, umvafið fallegum fjöllum í fullkominni kyrrð og ró. 

Í Eyjafjarðarsveit má finna margs konar afþreyingu, veitingahús, söfn, sundlaug, golfvöll, kaffihús, kirkjur og gallerí. Fallegar gönguleiðir eru í nánasta umhverfi og hestaleigur.

Ásar Guesthouse er opið allt árið og vel staðsett fyrir skíðaáhugafólk sem vill nýta sér frábæra skíðastaði í nágrenninu.

Heitur pottur er á veröndinni með fallegu útsýni yfir fjörðinn og til Akureyrar. 

Fátt er betra en að láta líða úr sér eftir daginn í heitum potti og á fallegum vetrarkvöldum með stjörnubjartan himinn eða dansandi norðurljós.

Lindarbrekka Guesthouse

Lindabrekka, 766 Djúpivogur

Lindarbrekka er notalegt gistiheimili innarlega í Berufirði, skammt frá Djúpavogi. Öll herbergi með sér baðherbergi og verönd. Frítt wifi.

South - West Guesthouse

Heiðarvegur 8, 251 Suðurnesjabær

Lamb Inn

Öngulsstaðir III, 601 Akureyri

Aðeins 10 km frá Akureyri má finna Lamb Inn á Öngulsstöðum,  í kyrrlátu og notalegu umhverfi. Árið 1996 var fjósi breytt í í fallega gistiaðstöðu með uppábúnum rúmum. Morgunverðahlaðborð er borið fram í hlýlegum sal sem áður var hlaða, þar er áherslan lögð á heimagert góðgæti eins og brauð og kökur, sultur og marmelaði, osta og fleira. Lamb Inn veitingastaður opnaði á Öngulsstöðum 2012. Þar er áherslan á íslenska lambið og einkennisréttur veitingastaðarins er gamaldags eldað lambalæri í heilu lagi, með heimalöguðu rauðkáli, brúnuðum kartöflum, grænum baunum, sósu og rabbarbarasultu. Sá réttur hefur slegið í gegn meðal innlendra sem erlendra ferðamanna. Fiskur er líka á matseðlinum ásamt fleiri réttum. Yfir vetrartímann er eldhúsið ekki opið daglega, en hægt að panta mat með fyrirvara.

Í nágrenninu má finna margskonar afþreyingu við allra hæfi. Fallegar gönguleiðir eru á svæðinu bæði upp til fjalla og niður á engjar, hestaferðir, söfn, kirkjur, golfvöll, kaffihús og krá, sundlaug, gallerí og fleira.

Heitur pottur er við hótelið með frábæru útsýni yfir Eyjafjörðinn og er hann mikið notaður af gestum okkar. Í honum er gott að slappa af eftir ferðalög dagsins eða ánægjulegan dag í Hlíðarfjalli. Hjá okkur er hægt að þurrka skíðaföt og búnað yfir nóttina.

Frír netaðgangur er fyrir gesti hótelsins.

Lamb Inn er frábærlega staðsettur fyrir ferðamenn sem vilja skreppa í dagsferðir um allt Norðurland. Hann er líka tilvalinn fyrir skíðaáhugafólk sem nýtir sér frábæra skíðaaðstöðu á Norðurlandi.

Gamli bærinn á Öngulsstöðum er afar merkilegur í byggingasögulegu tilliti. Hann hefur verið í endurbótum undanfarið og þar hefur verið opnað safn sem hótelgestir geta skoðað án endurgjalds. Hann er vinsæll fyrir smærri móttökur og heimsóknir hópa á ferð sinni um Eyjafjörð.

 

Yfir vetrartímann er góður fundarsalur Lamb Inn nýttur fyrir fundi, námskeið og smærri ráðstefnur. Hann er vel tækjum og búnaði búinn. Það er vinsælt að smærri fyrirtæki og hópar komi í funda- og hópeflisferðir á Lamb Inn og þá nýtist öll aðstaða hótelsins vel.

 

Á Lamb Inn er opið allt árið. Hafið samband og kannið kjör og tilboð sem í boði eru. Bjóðum stéttarfélögum og starfsmannafélögum upp á sérkjör á gistingu.

 

Vesturhús Hostel

Hof, Öræfum, 785 Öræfi

Vesturhús Hostel er staðsett á Hofi í Öræfasveit, milli Skaftafels og Jökulsárlóns.

Alls eru 6 herbergi í húsinu, sem eru leigð út sem private herbergi, í formi svefnpokagistingu.

Í heildinna eru 13 rúm stæði sem geta rúmað alls 13-18 manns.

Möguleiki er á að bæta við aukalega sængum og handklæði ef þess er þörf í bókunarferli á heimasíðunni.

Aðstaðan í húsinu er sameiginleg, þ.e.a.s. baðherbergi, eldhús/borðstofa, og setustofa.

Gestir nýta eldhús aðstöðuna til að framkvæma sína eigin matseld, og er þar að finna helstu eldhúsáhöld, t.d. diskar, pottar og pönnur o.fl..

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Kornmúli

Kornmúli, 371 Búðardalur

Vel búið hús, öll herbergi með sér baði. Við sumarhúsið er verönd og heitur pottur,
bústaðurinn rúmar allt að 6 gesti.

-Fullbúið eldhús-Heitur pottur
-Rúmar allt að 6 gesti
-Þrjú tveggjamanna herbergi öll með baðherbergi

-Eitt herbergið er með aðgengi fyrir hjólastóla
-Frítt WiFi
-Sjónvarp með aðgengi að sjónvarpi símans
 

Stuðlagil Canyon

Grund, 701 Egilsstaðir

Hestheimar

Hestheimar, 851 Hella

Þessi fjölskyldurekni gististaður er staðsettur á Hestheimum, í 13 km fjarlægð frá miðbæ Hellu og í 2 km fjarlægð frá hringveginum. Boðið er upp á útsýni yfir Heklu og Eyjafjallajökul, hefðbundinn íslenskan veitingastað og 1 heitan pott sem er staðsettur fyrir aftan hótelið með frábæru útsýni. Boðið er upp á ókeypis Wi-Fi-Internet hvarvetna á staðnum.

Gistirými á Hestheimum eru kynnt með jarðvarma og þau eru búin myrkvagluggatjöldum. Boðið er uppá rúmgóð herbergi með sér baði og einnig mjög rúmgóð smáhýsi sem eru mismunandi, fyrir allt að 5 manns. 

Veitingastaðurinn býður upp á 3ja rétta hlaðborð á kvöldin ef pantað er daginn fyrir eða um morgunin. Einnig bjóðum við upp á ríkulegan morgunverð. 

Rúmgóð setustofa og pallur þar sem hægt er að njóta útiveru. 

Reykjavík er í 50 mínútna akstursfjarlægð og um 20 mínútur á Selfoss. 

Flóðvangur

Flóðvangur, 541 Blönduós

Flóðvangur var byggður 1964 og er vestur við Flóðið. Góður veiðiskáli fyrir þá sem vilja veiða í einni af betri ám Íslands.

Holt Inn sveitahótel

Holt, 425 Flateyri

Holt Inn er fjölskyldurekið sveitahótel í hjarta Vestfjarða, í aðeins 15 mínútna akstri frá Ísafirði. Hótelið sem eitt sinn var skóli er nú með 11 nýuppgerðum herbergjum með sérbaðherbergi, þar af eitt fjölskylduherbergi. Hvert herbergi er með útsýni yfir eitt af tignarlegu fjöllum Önundarfjarðar. Á hótelinu er einnig setustofa sem tekur um 30 manns og salur sem tekur rúmlega 100 manns. Þar er gott að halda fundi, ráðstefnur og veislur. Góð nettenging, skjávarpi, sjónvarpsskjár, píanó og orgel eru til staðar. Hótelið býður einnig uppá hleðslustöðvar og heitan pott, sem er með útsýni yfir allan fjörðinn.   

Holt Inn gerir sér far um að veita persónulega þjónustu og sýna gestrisni. Lögð er áhersla á nálægð við einstaka náttúru, friðland, fjöru, fjöll, firði, hreinleika, dýralíf, útsýni og norðurljós. Einnig býður staðurinn upp á friðsæld, fámenni, litla ljósmengun, víðáttu og kyrrð. 

Með öllu þessu sem Holt Inn og umhverfi hefur að bjóða þá er það stefna hótelsins að gestir geta fengið einstaka gæðaupplifun fjarri hversdagslegu amstri á flottu hóteli en með snefil af sveitastemmingu.

Í nágrenni Holts er hægt að upplifa ævintýri og menningu. Það má til dæmis fara á skíði, í fjallgöngur, gönguferðir, kajakferðir og hestaferðir. Einnig er hægt að skella sér á ströndina í Holti, sem er aðeins í stuttu göngufæri frá hótelinu og hefur hótelið hálftjöld til útláns sem tilvalin eru á ströndina.

Hótelið er reyklaust og býður upp á frítt internet. 

Reykjavík – Dalur HI Hostel / Farfuglaheimili

Sundlaugavegur 34, 105 Reykjavík

Reykjavík - Dalur HI Hostel / Farfuglaheimili býður gesti velkomna í Laugardalinn, í stílhreina og sérlega hagkvæma gistingu hvort sem er fyrir fjölskylduna, vinahópinn, æfingafélagana eða allt stuðningsliðið. Sendið okkur endilega ósk um tilboð fyrir stærri hópa.

Á Hostelinu eru stílhrein og þægileg 2ja til 5 manna fjölskylduherbergi með sér baði. Lín og handklæði innifalin. Hægt er að fá barnarúm. Gestir hafa aðgengi að fullbúnum gestaeldhúsum, WIFI, farangursgeymslum, stofum og frírri gestaþvottahúsi.

Fjölskyldukaffihús Dalur er opið alla daga og frábær aðstaða fyrir barnafólk þar sem boðið er upp á morgunverð, heimabakað og léttar veitingar.

Aðgengi hjólastóla er ágætt. Næg frí bílastæði og flugrútan stoppar fyrir utan.

Reykjavík - Dalur HI Hostel / Farfuglaheimili ber umhverfismerki Norðurlandanna - Svaninn - síðan 2004.

Verið velkomin að njóta gestrisni í Laugardalnum.

Alda Hótel Reykjavík

Laugavegur 66-68, 101 Reykjavík

Á Alda hótel Reykjavík sameinum við frábæra staðsetningu á Laugaveginum og notalegt andrúmsloft. Lífstíls hótel sem býður úrval herbergja af mismunandi stærðum og gerðum, veitir hvíld frá amstri dagsins.

Hönnun Alda hótel Reykjavík byggir á hugmyndinni um að bjóða gestum upp á friðsælt rými í lifandi miðborg, þar sem hægt er að slaka á og vinna úr vinna úr ævintýrum dagsins.

Brass Kitchen & Bar sér um veitingarsölu www.brass.is .

- 88 herbergi
- Á besta stað í miðbænum
- Svítur og fjölskylduherbergi
- Frítt internet
- Sloppar á öllum herbergjum
- L‘Occitane snyrtivörur
- Líkamsræktaraðstaða
- Gufubað
- Útipottur

Gistiheimilið Hof

Hofgarðar, 356 Snæfellsbær

Hof er gistiheimili við þann fagra Snæfellsjökul á vesturhluta Íslands. Þetta gistihús stendur á svokölluðum ölduhrygg við tóftir Hofs. Það býli var í byggð fyrri hluta 19. aldar en fór í eyði vegna mikils sandfoks á miðri 19. öld.

Nú í dag er komið þar ferðaþjónustuhús, sem ber nafnið Gistiheimilið Hof. Þetta hús er timburhús með grasþaki. Húsið er um 480 m2 og skipt niður í sex íbúðir. Í hverri íbúð er eldunaraðstaða, setustofa, snyrting og þrjú svefnherbergi. Þar að auki fylgir heitur pottur.

Staðsetningin á gistiheimilinu er mjög góð þar sem gistiheimilið er miðsvæðis á Snæfellsnesi. Hentar vel fyrir þá sem vilja fara í gönguferðir, vilja veiða, fara í sela-og eða hvalaskoðun og margt fleira. Gisting í boði fyrir hópa stóra sem smáa eða fyrir einstaklinga á mjög góðu verði.

Safarihestar

Álftagerði 3, 660 Mývatn

Boðið er uppá eins eða tveggja tíma hestaferðir með leiðsögn vanra og staðkunnugra í fögru umhverfi við Mývatn og nærliggjandi gervigíga þar sem sést yfir allt vatnið. Flestir hestanna eru í eigu fjölskyldunnar og tamdir á bænum, bæði þægir barnahestar og góðhestar fyrir lengra komna. Hægt er að panta á www.safarihestar.is, í síma 864-1121 en einnig er hægt að koma fyrirvaralaust

Gesthús gistiheimili

Engjavegur 56, 800 Selfoss

Gesthús eru staðsett á besta stað í miðjum bænum á Selfossi, rétt við íþróttavöllin og sundlaugina. 

Við bjóðum smáhýsi til leigu en á staðnum eru einnig gott tjaldsvæði. 

Á því er góð aðstaða og má þar nefna vatnssalerni, sturtur, eldhúsaðstaða og matsalur.

Gistiheimilið Flúðum

Grund, 845 Flúðir

Gistiheimilið Flúðum og veitingahúsið Grund eru staðsett í hjarta Flúða. 

Gistiheimilið er með fjögur tveggja manna herbergi og eitt þriggja manna, öll með handlaug og sloppum til afnota fyrir gesti. Tvö baðherbergi með salerni og sturtu. Setustofa með sjónvarpi. Bílastæði og nettenging frí. 

Veitingahúsið er með 50 sætum inni og 30 sætum úti á sumrin. Fjölbreyttur matseðillinn, eitthvað við allra hæfi. Grænmeti er ferskt frá bændum á svæðinu. Lamb, svínarif, hamborgarar, pizzur, pasta, ferskt salat, súpur og fleira. Gott úrval drykkja þar með talið léttvína. 

Tveir sjónvarpsskjáir eru í veitingasal þar sem varpað er upp öllum helstu beinu útsendingum íslenskra sjónvarpsstöðva.

Tilboð sumarið 2020:
- Gisting fyrir tvo, herbergi með sérbaði, morgunmatur innifalinn kr. 12.900. Gildir til 30. september
2020.
- Gisting fyrir tvo, herbergi með sérbaði, morgunmatur innifalinn, golfhringur fyrir 2 á Selsvelli, Flúðum,
kr. 19.900. Gildir til 31. ágúst 2020.

Gistihúsið Berg

Sandur, Aðaldal, 641 Húsavík

Gistihúsið Berg er staðsett á Sandi í Aðaldal. Þar er stórbortin náttúrufegurð og fjölskrúðugt fuglalíf. Bærinn stendur við útjaðar Aðaldalshrauns sem hefur að geyma fallegar og fjölbreyttar hraunmyndir og er gróið lágvöxnum birkiskógi og kjarri. Í hrauninu er að finna margar skemmtilegar gönguleiðir. Frá Bergi er stórfenglegt útsýni m.a. norður yfir Skjálfanda og til Kinnarfjalla í vestri. Frá Bergi eru 20 km. til Húsavíkur og þar má finna margvíslega þjónustu og afþreyingu og má þar kannski helst nefna geysigóða hvalaskoðun en Skjálfandaflói er þekktur fyrir mikið og fallegt sjávarlíf. Einnig má nefna að á Húsavík er næsta matvörubúð við Gistihúsið Berg. Af því sem má finna í næsta nágreni er minjasafnið á Grenjaðarstað, Laxárvirkjun og Goðafoss. Það eru fá svæði á landinu sem geta státað af jafnmörgum náttúruperlum og norðausturland en þar má kannski helst nefna víðfrægar náttúrugersemar eins og Mývatn (45 km), Ásbyrgi (70 km), Hljóðaklettar (90 km) og Dettifoss (110 km).

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Höfði Gistihús

Héðinsbraut 11, 640 Húsavík

Gistihúsið okkar hefur allt sem þarf til að þú njótir dvalarinnar sem best, er á frábærum stað, í göngufæru frá öllum helstu stöðum, hvort sem það er sundlaug, matvörubúð, matsölustaður, miðbær, söfn eða annað.

 Við bjóðum uppá 5 herbergi, 2 tveggja manna, 2 þriggja manna og 1 fjögurra manna, öll herbergin eru með uppábúin rúm, við erum með sameiginlegt fullbúið eldhús, 2 sameiginleg fullbúin baðherbergi, sitthvort með þvottavél og þurrkara, fría nettengingu og gott stæði til að leggja bílnum. Ef gestir okkar hafa einhverjar sér óskir þá gerum við okkar besta til að verða við þeim!

 

Gistiheimilið Kiðagil

Barnaskóla Bárðdæla, 645 Fosshóll

Opið fyrir veisluhöld allt árið. Uppbúin rúm og svefnpokagisting í boði. Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Tjaldsvæði er staðsett í miðjum Bárðardal vestan Skjálfandafljóts um 23 km frá þjóðvegi 1 eða um það bil 20 kílómetrum eftir að komið er niður af Sprengisandi.

Fallegir fossar eins og Goðafoss, Aldeyjarfoss og Hrafnabjargarfossar eru í nágrenninu.

Tjaldsvæði á friðsælum og rólegum stað. Salernis- og sturtuaðstaða ásamt aðgangi að rafmagni. Fótboltamörk og leikvöllur á staðnum.

Fín aðstaða fyrir ættarmót.

Skíðbakki Guesthouse

Skíðbakki 3, 861 Hvolsvöllur

Skidbakki-Guesthouse er staðsett á hestbúgarðinum Skíðbakka III 20km suðaustan við Hvolsvöll á milli Eyjafjallajökuls og Vestmannaeyja.

Húsið sem er 100m2 að stærð er með pláss fyrir allt að 8 manns. Það rýmir 3 svefnherbergi, 2 böð og sameiginlegt rými fyrir stofu og eldhús.

Skidbakki-Guesthouse er tilvalinn staður fyrir gesti sem eru að leita að þægilegum og vel útbúnum stað umvafinn fallegri nátturu en er samt vel staðsettur, nálægt öllum náttúruperlum suðurlands. 

Helgugata Guesthouse

Helgugata 5, 310 Borgarnes

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Gerði Gistiheimili

Suðursveit, 781 Höfn í Hornafirði

- Gerum tilboð
- Náttúruperlur
- Um 15 mínútna akstur á Jökulsárlón
- Sögustaðir
- Persónuleg þjónusta
- Jöklaferðir
- Hentar einstaklingum og hópum 

Gistiheimilið Gerði Suðursveit er staðsett við rætur Vatnajökuls, mitt á milli Skaftafells og Hafnar í Hornafirði. 

Gerði státar af einstakri sveitamumgjörð og býður upp á náttúrufegurð á heimsmælikvarða. Opið er allt árið um kring. 

Á Gerði eru 38 herbergi, eins-, tveggja-, þriggja- og fjögura manna og boðið er upp á bæði uppábúið og svefnpokapláss. Öll herbergin eru með sér baðherbergi. Þráðlaust net er í aðalbyggingunni.

Þá er veitingastaður og matsalur á Gerði, sameiginlegar setustofur, gestamóttaka og bar. Boðið er upp á morgunmat og kvöldmat. Áhersla er lögð á að nota hráefni úr héraði.

Helstu kennileiti eru Vatnajökull og Jökulsárlón, sem er í um 13 km fjarlægð. Þá eru fjölmargar gönguleiðir á svæðinu. Stutt er í næstu hestaleigu og tæplega klukkustundar akstur á Höfn. 

Fyrir þá sem vilja njóta þess að dveljast nálægt sjónum, undir stórbrotnum fjöllum með fallegu útsýni yfir Öræfajökul, heimsækja m.a. Jökulsárlón, þjóðgarðinn í Skaftafelli, og fara jafnvel í ferð upp á Vatnajökul, þá er Gerði gistiheimili góður og hagkvæmur kostur – Við höfum tekið á móti Íslendingum og erlendum ferðamönnum í um 30 ár og búum að ómetanlegri reynslu í ferðaþjónustu. 

Þá vinnur Gerði gistiheimili náið með jöklafyrirtækinu Blue Iceland sem býður upp á jöklaferðir – jöklagöngur og ferðir í íshella á svæðinu kringum Breiðamerkurjökul. Gestir sem dvelja á Gerði fá afslátt hjá Blue Iceland. 

Á Gerði er einnig rekið sauðfjárbú með um fimm hundruð fjár á fóðrun yfir veturinn. 

Hjónin Björn og Þórey bjóða þig velkomin á Gerði. 

Nánari upplýsingar má nálgast á gerdi.is, með þvi að hringja í síma 478-1905 eða senda okkur tölvupóst á info@gerdi.is

Gerum tilboð.

Gistiheimilið Hvammur

Ránarslóð 2, 780 Höfn í Hornafirði

Gistiheimilið Hvammur á Höfn í Hornafirði er fallegt gistiheimili staðsett í hjarta bæjarins niður við höfnina. Frábært útsýni er yfir höfnina og jöklana í vestri. Í gistiheimilinu eru 30 herbergi, eins, tveggja og þriggja manna herbergi og einnig er boðið upp á fjölskylduherbergi. Öll herbergin eru búin kapalsjónvarpi og handlaug.

Kef Guesthouse

Grænásvegur 10, 230 Reykjanesbær

Vel staðsett gistiheimili í aðeins 7 mínútna akstursfjarlægð frá Keflavíkurflugvelli.

Dima studio apartments

Víkurbraut 2, 780 Höfn í Hornafirði

Íbúðargisting á Höfn í Hornafirði

Vinssamlegast hafið samband fyrir bókanir og nánari upplýsingar. 

Gistiheimilið Vínland

Vínland, 700 Egilsstaðir

Verið velkomin á Gistihúsið Vínland í Fellabæ.

Vínland er staðsett í hjarta Fljótsdalshéraðs. Fyrir ykkur sem viljið njóta fegurðar Austurlands og Austfjarða er Vínland góður miðlægur staður.

Á Egilsstöðum eru matvörumarkaðir, sérverslanir, gallery, góðir veitingastaðir, góð íþróttaaðstaða, gervigrasvöllur, útisundlaug, rennibrautir, heitir pottar, golfvöllur o.fl.

Gistiaðstaðan samanstendur af 6 smekklegum herbergjum. Herbergin hafa sér inngang, baðherbergi, nettengingu, TV, hárþurrku, lítinn kæliskáp, örbylgjuofni, hraðsuðukönnu, te og kaffi.

Sumarhús er líka til leigu á Vínlandi, gistiaðstaða fyrir 2 til 4 en hámark 6 manns með þægilegri setustofu, eldhúsi og baðherbergi.

Camping Pods, smáhýsi, er ódýrari kosturi, svefnpokagisting sjá nánar á www.vinlandhotel.is

Nánari upplýsingar:

Ásdís :893 2989

info@vinlandhotel.is

Öndólfsstaðir - Bed & breakfast

Öndólfsstaðir , 650 Laugar

Velkomin í sveitasæluna á Öndólfsstöðum í Reykjadal í Þingeyjarsveit. 

Við bjóðum upp á fjögur tveggja manna herbergi, öll með sér baðherbergi. Frítt wifi og morgunmatur innifalinn. Hægt er að bæta við auka rúmi og/ eða barnarúmi í tveimur herbergjum. 12 ára og yngri gista frítt í herbergi með foreldrum.

Nestispakkar og þvottaþjónusta gegn vægu gjaldi.

Hótel Vatnsholt

Vatnsholt 1-2, 803 Selfoss

Vatnsholt er uppgerður fallegur sveitabær sem stendur við Villingaholtsvatn. Frá Vatnsholti er eitt víðasta útsýni í byggð á landinu. Þar sést vel til Vestmannaeyja, Eyjafjallajökuls, Tindfjalla, Heklu og Hellisheiðar. Vatnsholt er í aðeins 16 km fjarlægð frá Selfossi , 8 km frá Þjóðvegi 1 og ca 60 km frá Reykjavík. 

Við bjóðum upp á notalega aðstöðu fyrir ferðamenn, hjón, einstaklinga eða fjölskyldur sem vilja hvíla sig og njóta þess sem Suðurland hefur upp á að bjóða. Vatnsholt er fjölskylduvænn staður þar gestum gefst kostur á að kynnast lífinu í sveitinni, upplifa náttúruna og slappa af. Hægt er að veiða í Villingaholtsvatni og einnig er mikið fulglalíf við vatnið þar sem fuglaáhugafólk getur gefið sér tíma til að skoða fuglalífið. 

Auk hótelsins er nú boðið upp á glænýtt tjaldsvæði í Vatnsholti, opnað 1. júní 2021. Tjaldsvæðið er rétt við Hótel Vatnsholt og geta tjaldgestir nýtt sér alla þá aðstöðu og afþreyingu sem hótelið hefur upp á að bjóða, en þar má nefna stórglæsilegt leiksvæði fyrir börn og fullorðna með veglegum útileiktækjum, 9 holu fótboltaminigolf velli, fótboltavelli og tennisvelli. Í Vatnsholti er veitingastaður sem reynir eftir fremsta megni að vera með ferskt og gott hráefni frá næsta nágrenni. Frábær aðstaða fyrir allt að 70-80 gesti í björtum og notalegum herbergjum. Bjóðum einnig upp á hús með 7 herbergjum, húsið er með góðri aðstöðu til eldununar/grillunar. Við gerum okkar besta til að gera dvölina ánægjulega.



Downtown Guesthouse

Safamyri 48, 101 Reykjavík
Fjölskyldurekið Gistheimili ì hjarta Reykjavikur

Gistiheimilið Básar

Básar, 611 Grímsey

Á Básum eru 8 herbergi með 18 rúmum. Skipast þau þannig að það eru 2 einsmannsherbergi, 3 tveggjamanna, 2 þriggjamanna og 1 fjögurramanna. Hægt er að fá morgunmat, hádegismat, kaffi og kvöldmat. Fallegar myndir af lífinu í Grímsey príða veggi Bása allt frá torfkofum til dagsins í dag, þessar myndir er hægt að fá keyptar (ljósmyndarinn er hinn eini sanni Friðþjófur Helgason). 


Ferðaþjónustan Snorrastöðum

Kolbeinsstaðarhreppur, 311 Borgarnes

Bjóðum upp á gistingu í 5 sumarhúsum, auk gistihúss þar sem við getum tekið á móti stærri hópum. Tilvalið til að halda fjölskyldumót. Heitir pottar eru við öll húsin. Gisting í fallegu umhverfi. Löngufjörur og Eldborgin í túnfætinum. 

Láfsgerði

Láfsgerði, 650 Laugar

Láfsgerði er vel staðsett með margar helstu náttúruperlur Norðurlands í seilingarfjarlægð. Bókanir fara í gegnum Airbnb.

Láfsgerði 1 er sumarhús og þar geta 4 gist.
https://tinyurl.com/3kbp2cvm 

Hins vegar er hús með 2 íbúðum:

Láfsgerði 2a - fyrir 2 gesti
https://tinyurl.com/2p83h6sz

Láfsgerði 2b - fyrir 4 gesti
https://tinyurl.com/4s3jn58h

Gistiheimilið Dynjandi

Dynjandi, 781 Höfn í Hornafirði

Dynjandi Gistiheimili er staðsettur rétt við Höfn í Hornafirði, á milli Höfn og Stokksnesi. Þarna er hægt að gista í fögru og rólegu umhverfi. Gistiheimili býður upp á alls 3 2ja manna herbergi með 3 sameiginlegu baðherbergi. Handlaugar, hraðsuðuketill, te og kaffi og vatn eru í hverju herbergi Morgunverður og aðgangur að internetinu er innifalinn í verði. Það er ekki til eldhus, en örbylgjuofn, hraðsuðuketill i hverju herbergi og ískápur. Margir matsölustaðir og kaffihús eru á Höfn, en þangað er um 5 mín akstur.

 

Frábært tækifæri til að upplífa Suðausturland, skoða Jökulsárlón, Stafafell, Stokksnes, Papós, Lónsöræfi ofl.!

Hrífunes Nature Park

Hrífunes, 881 Kirkjubæjarklaustur

Hrífunes Nature Park er ný og glæsileg frístundabyggð á miðju Suðurlandi. Nánar tiltekið í Skaftártungu sem er ein af sveitum VesturSkaftafellssýslu, miðja vegu milli Víkur í Mýrdal og Kirkjubæjarklausturs. Á þeim slóðum er náttúran stórbrotin og fjölbreytileg frá fjöru til fjalls. Þar sem mætast ís og eldur, skóglendi, sandar, hraun, blómleg byggð, stórbrotin saga og kyrrlátt mannlíf. Skaftártunga er afar falleg, friðsæl og gróðursæl sveit. Þaðan sést til tveggja mikilúðlegustu jökla landsins, Mýrdalsjökuls í vestri og hinn voldugi Vatnajökull, einn af tilkomumestu jöklum á jörðinni liggur fjær til norðausturs.

Gistihúsið Narfastöðum

Reykjadalur, 641 Húsavík

Velkomin í Gistihúsið á Narfastöðum sem er staðsett við þjóðveg nr. 1 í Reykjadal í Þingeyjarsveit skammt fyrir sunnan þéttbýlið á Laugum. Aðalbygging gistihússins eru fyrrum fjárhús og hlaða sem breytt hefur verið í glæsilega en jafnframt notalega aðstöðu fyrir ferðafólk. Einnig er gisting í gamla íbúðarhúsinu á jörðinni sem gert hefur verið upp með þarfir ferðafólks í huga en húsið er timburhús, byggt í upphafi síðustu aldar.

Yfir sumarið bjóðum við okkar rómaða kvöldverðarhlaðborð með úrvali fisk, kjöt og grænmetisrétta og morgunverðarhlaðborðið svíkur engann með heimabökuðu brauði og fjölbreyttu úrvali af morgunkorni, brauði, áleggi söfum og ávöxtum. Yfir vetrartímann eru máltíðir í boði eftir samkomulagi.

Vær næstursvefn er lykilatriði á ferðalögum og því er áhersla löggð á góð rúm, hreinlæti og snyrtimennsku. Jafnframt er lögð áhersla á önnur þægindi s.s. sjónvarp með gervihnattarásum á herbergjum, þráðlaust internetssambands og aðgangur að almenningstölvu, rúmgóðar setustofur og lítill bar með úrvali af óáfengum og áfengum drykkjum. Ávallt er molakaffi og te í boði gestum að kostnaðarlausu og vingjarnlegt viðmót stjórnenda og starfsfólks fylgir að sjálfsögðu með í kaupbæti.

Garður gistiheimili

Garður, 671 Kópasker

Garður gistihús er við þjóðveg 85 um 50 km austan Húsavíkur og 10 mínútna akstur frá Ásbyrgi.  Í húsinu eru 8 herbergi með gistingu fyrir allt að 19 manns með sameiginlegri aðstöðu. Þar eru tvö fullbúin eldhús, 2 ½ baðherbergi, setustofa, stofa með sjónvarpi og fríu interneti, þvottahús, barnarúm og barnastólar. Hægt er að leigja allt húsið eða stök herbergi.  Staðsetningin er frábær til að skoða Vatnajökulsþjóðgarð, Mývatnssveitina, Heimskautagerðið og Húsavík.

Þinghúsið Hraunbær

Aðaldalur, 641 Húsavík

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Fermata North

Hólavegur 3, 650 Laugar

Fermata North er gistihús II og er staðsett að Hólavegi 3, 650 Laugar og opið allt árið.

Á neðri hæð er fullbúin íbúð sem hentar fyrir fjóra gesti (tvö svefnherbergi).

Veitingastaður í næsta nágrenni. 

Gistiheimilið Árbót

Aðaldalur, 641 Húsavík

Gistiheimilið Árbót stendur í fallegum hvammi austan Laxár í Aðaldal. Þaðan er mikið og fallegt útsýni yfir dalinn og Aðaldalshraunið. Margar áhugaverðar gönguleiðir eru á Hvammsheiðinni og í hrauninu. Í Árbót er stundaður búskapur, aðallega er það nautgriparækt, en einnig eru þar kindur og hestar. Frá Árbót eru 17 km til Húsavíkur og þar má finna margvíslega þjónustu og afþreyingu.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Gistiheimilið Árný

Illugagata 7, 900 Vestmannaeyjar

Gistiheimilið Árný er vinalegur gististaður sem leitast við að þjónusta gesti sína á persónulegan hátt. 

Við bjóðum upp á 7 mismunandi herbergi til að velja úr, allt eftir þínum þörfum, þ.á.m. 5 manna íbúð með sér inngangi. 

Aðgangur er að rúmgóðu eldhúsi, setustofu með flatskjá og hægt er að setjast niður í sólhúsi með kaffi eða te í hönd og njóta frábærs útsýnis yfir eyjuna. Frítt netsamband er í húsinu og sameiginleg baðherbergi. 

Staðsetning er í hljóðlátu umhverfi, stutt frá íþróttasvæði bæjarins og sundlaug, aðeins í um 10 mínútna göngufæri frá Herjólfi gegnum miðbæinn.

Verið velkomin á Gistiheimilið Árný!

Kaldbakur

Kaldbakur, 851 Hella

Fjögurra svefnherbergja gistiheimili og gamalt sumarhús og annað sumarhús sem við leigjum út til ferðalanga á Suðurlandi. Fallegur og friðsæll áfangastaður.

Lambakjöt og afurðir úr lambakjöti. Krækiberjasaft án sykurs afgreitt fryst, krækiber frosin tilvalið í morgunhressinguna, kryddsultur t.d. með chilli, engifer og kanil, krækiberjachutney. Teblöndur úr íslenskri náttúru.

Ársalir

Austurvegur 7, 870 Vík

GPS PUNKTAR N63° 25' 16.174" W19° 0' 36.392"

OPNUNARTÍMI

Allt árið

Guesthouse Gallerí Vík

Bakkabraut 6, 870 Vík

Gistiheimilið Milli Vina

Hvítárbakki 3, 311 Borgarnes

Gistiheimilið, Milli vina, er staðsett í afslappandi og rólegu umhverfi á Hvítárbakka í Borgarfirði sem er um það bil 90 km frá Reykjavík.

Gistiheimilið býður upp á 6 herbergi ásamt aðgengi að stofu, borðstofu, sjónvarpsherbergi, tveimur baðherbergjum og eldhúsi. Einnig eru tveir tvíbreiðir svefnsófar í stofunni. Umhverfis húsið er fallegur garður og heitur pottur með náttúrulegu, heitu vatni beint úr Deildartunguhver. 

Hægt er að leigja allt húsið í heild sinni eða hvert herbergi fyrir sig. Húsið rúmar allt að 15 manns.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

 

Salthús Gistiheimili

Einbúastígur 3, 545 Skagaströnd

Gistiheimili, Salthús gallerí og gestavinnustofur listamanna á Skagaströnd.

Salthúsið á Skagaströnd var endurgert árið 2017 og breytt í gistiheimili. Það fékk nafn sitt um 1950 þegar þar var saltaður saltfiskur á vegum fiskvinnslufélags Skagstrendings. Salthúsið er staðsett nyrst í bænum á Spákonufellshöfða, þar sem hægt er að skoða bæði sólsetur, norðurljós og fara í göngutúr eftir stígum á höfðanum.

Salthúsið er á tveimur hæðum og getur tekið á móti allt að 36 gestum. Á hverri hæð eru 7 rúmgóð herbergi með sér baðherbergi og vel útbúnu sameiginlegu eldhúsi. Á fyrstu hæðinni eru 4 fjölskylduherbergi með sjávarútsýni og aðgengi út í garð, þrjú tveggja manna herbergi með fjallasýn, þar af tvö með aðgengi fyrir fatlaða. Á efri hæðinni eru sjö hjónaherbergi með sjávarútsýni til suðurs eða fjallasýn til norðurs.

Í almennu rými Salthússins er rekið gallerí með sama nafni sem sýnir nútíma verk listamanna sem dvalið hafa í Nes listamiðstöð, en einnig verk annara listamanna innlendra sem erlendra.

Á Skagaströnd er hægt að njóta nátturunnar á göngu, fjallgöngu í golfi eða að veiða í vötnum og ám. Skaginn hefur upp á margvíslega náttúruupplifun að bjóða og ber Kálfshamarvík með sínu stuðlabergi, sel og fuglalífi þar hæst.

Syðri-Rot

Syðri-Rot, Sandhólmsvegur, 861 Hvolsvöllur

Sumarhúsið er byggt árið 2012 fyrir notkun allt árið um kring. Staðsett undir Vestur-Eyjafjöllum þar sem stutt er í afþreyingu og helstu náttúruperlur Suðurlands.

Húsið er á 2 hæðum og er rúmpláss fyrir 7, plús barnarúm sem hægt er að setja upp (leyfi fyrir 8 manns). 4 svefnherbergi, tvö herbergjanna eru með king size rúmum (180 cm), eitt með queen size rúmmi (160 cm), eitt með 120 cm rúmmi.

Eldhúsið er vel útbúið með uppþvottavél, ofni, örbylgjuofni, ísskáp, frysti, brauðrist, vatnsketli, venjulegri kaffivél og NESPRESSO kaffivél. Grill á verönd.

Stofan er með flatskjásjónvarpi og DVD-spilara. Útvarp og Libratone Loop hátalari. 3G internet.

Baðherbergið er með þvottavél og stórri sturtu með útsýni til Eyjafjallajökuls.

Húsið er hlýtt og þægilegt. Á fyrstu hæð eru öll herbergi með gólfhita. Á annari hæð eru rafmagnsofnar í hverju herbergi.

Handklæði og sengurföt eru innifalin.

Til að bóka á Airbnb smellið hér.

Engimýri

Engimýri 3, 601 Akureyri

Engimýri er gistiheimili í miðjum Öxnadal, umkringt fallegum fjöllum og hraunbergi. Öll herbergi eru vel útbúin og bjóðum við bæði upp á kvöldmat og morgunmat. Staðurinn er tilvalinn fyrir útivistarfólk.

Harbour restaurant ehf.

Hafnarlóð 7, 545 Skagaströnd

Við bjóðum upp á metnaðarfulla matargerð og áhersla lögð á að vinna sem mest með hreinar afurðir beint frá býli og bryggju. Harbour restaurant&bar er í gömlu iðnaðarhúsnæði á höfninni þar sem hjarta bæjarins slær. Þar má upplifa taktinn í bryggjulífinu og fylgjast með þegar bátar leggjast að og landa afla dagsins.

Vökuland Wellness Vellíðunarsetur

Vökuland III, 601 Akureyri

Dæli Guesthouse

Víðidalur, 531 Hvammstangi

Ferðaþjónustan Dæli í Víðidal hefur verið rekin frá árinu 1988.  Fjölbreytt aðstaða og afþreying, bæði fyrir einstaklinga og hópa, 16 herbergi með baði þar af 10 tveggja og 4 þriggja manna og 1 með aðgengi fyrir fatlaða. Þá eru 6 smáhýsi með rúmum og kojum fyrir allt að 24 manns og er hvert hús 12 m² að stærð með WC í hverju húsi.  Sameiginleg sturtu- og snyrtiaðstöða.  Þar er einnig matsalur með eldunaraðstöðu.

Í Dæli er rekin veitingasala með bar fyrir gesti og gangandi, hópa jafnt sem einstaklinga. Okkar rómaða kaffihlaðborð með heimabökuðu íslensku bakkelsi nýtur líka sívaxandi vinsælda. Við gerum tilboð í hópa, bæði í mat og kaffi, svo hafið endilega samband og fáið frekari upplýsingar!

Veitingasalan er opin alla daga og öll kvöld frá 15. maí til 30. september, en annars eftir samkomulagi.

Boðið er upp á hestasýningar fyrir 15 eða fleiri en þær þarf að panta fyrirfram.  Þá bjóðum við upp á reiðkennslu fyrir einstaklinga og þarf að bóka það sérstaklega .

Skálavík

Strandgata 5, 825 Stokkseyri

Tilgangur félagsins er útleiga á skammtíma gistirými til ferðamanna, þjónusta við ferðamenn, smásala og heildsala og rekstur húsnæðis.

Gistihús Tangahús Borðeyri

Borðeyri, 500 Staður
Eigendur Ferðaþjónustunnar Tangahúsi á Borðeyri bjóða þig velkomin(n).  Það að gista og dvelja í einu minnsta þorpi á Íslandi, sem á sér þó merka sögu gerir ferðina eftirminnilega.  Á Borðeyri er hægt að njóta náttúrunnar í hvívetna.  Staðsetning Tangahúss er sérstaða þess.  Það stendur svo til í fjöruborðinu og með slíka nálægð við dýralíf fjöru og sjávar er alltaf eitthvað spennandi að gerast.  Friðsemd og kyrrð ríkir og  og hið nýja hugtak "hægur ferðamáti" (e: slow travel) á vel við á þessum stað.  Engir umferðarhnútar á götum og nóg af súrefnisríku lofti til að anda að sér.  Tangahús er reyklaus gististaður og eigendur þess vinna að því að fá umhverfisvottun. 
Í boði er:  uppbúin rúm, svefnpokapláss, barnarúm, mjög gott gestaeldhús búið öllum helstu tækjum, setustofa,  sjónvarp,nettenging, góður bókakostur, sturtur, þvottavél/þurrkari, hjólageymsla og góð aðstaða til fuglaskoðunar.
Það verður vel tekið á móti þér.

Keldunes

Keldunes II, 671 Kópasker

Í Keldunesi er gistiaðstaða í sex tveggja manna herbergjum með handlaug í gistihúsinu. Auk þess eru þrjú smáhýsi sem eru búin helstu þægindum og sér snyrtingum með sturtum.

Í gistihúsinu er góð setustofa, sem má einnig nota sem veislusal, eldunaraðstaða, þvottahús, baðaðstaða og heitur pottur.

Á stórum svölum er grillaðstaða og gott útsýni yfir Skjálftavatn, þar sem er fjölskrúðugt fuglalíf.

Ef óskað er býðst gestum veitingaþjónusta.

Veiðimenn Litlár eru hvergi betur staðsettir en í Keldunesi við bakka Litluár.

Stutt er í margar náttúruperlur eins og Ásbyrgi, Dettifoss, Litluá, Jökulsárgljúfur, Hólmatungur, Rauðhóla og Vesturdal.

Gistiheimilið Kiljan

Aðalgata 2, 540 Blönduós

Kiljan er huggulegt gistiheimili sem staðsett er í gamla bænum á Blönduósi.  

Hægt er að velja á milli herbergi með sameiginlegu baðherbergi eða sér baðherbergi. Veitingastaðurinn býður uppá ferskan fisk og annað góðgæti. Morgunverðurhlaðborð í boði frá kl.08:00-10:00.

Frá gistiheimilinu er auðvelt að komast útí fallega náttúru, ganga meðfram ströndinni og skoða fuglalífið í Hrútey. 

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Gistiheimilið Mánagötu 1

Mánagata 1, 400 Ísafjörður

Fimm herbergi eru að Mánagötu 1, sem er steinsnar frá Mánagötu 5. 

Í fjórum herbergjum er hægt að leigja rúm en fimmta herbergið er sérherbergi með tveimur rúmum.

Eldunaraðstaða er í eldhúsi og í stofunni er sófi og sjónvarp. Baðherbergin eru tvö og bæði með sturtu, þau eru sameiginleg.

Morgunverður er ekki innifalin en mögulegt er að kaupa hann á Hótel Ísafirði gegn aukagjaldi.

Mánagata 1 hentar mjög vel fyrir þá sem þurfa að hugsa um pyngjuna, en einnig skólahópa og íþróttahópa svo fátt eitt sé nefnt.

Isafjordur Hostel er opið allt árið og er reyklaust.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókanna

Stafholtsey

Stafholtsey, 311 Borgarnes

Sveitasetur í Borgarfirði.

Nýuppgert einbýlishús á sveitabæ í Borgafirði, um 15 mínútna akstur frá Borgarnesi, um 90 km frá Reykjavík. Friðsælt umhverfi með stórbrotnu útsýni til fjalla og jökla í uppsveitum Borgarfjarðar.

Húsið leigist í heilu lagi í minnst fjórar nætur í senn. Það eru 5 svefnherbergi í húsinu með gistiplássi fyrir allt að 7 manns, tvö herbergi með tvíbreiðu rúmi og þrjú svefnherbergi með einbreiðu rúmi, eitt ungbarna ferðarúm til staðar.

Rúmgott nýuppgert eldhús með öllum eldhústækjum, nýuppgert baðherbergi með sturtu. Pallur fyrir utan hús með grilli. 10 mínútna akstur í Kraumu náttúrulaugar, 30 mínútna akstur í Húsafell.  Tækifæri fyrir fjölskyldur, vinahópa og fleiri að leigja hús í einstakri náttúrufegurð og friðsæld. 

Hægt að bóka húsið inná www.booking.com, www.airbnb.com eða senda póst á stafholtsey@gmail.com

Sveitasetrið Kolkuós

Kolkuós, 551 Sauðárkrókur

Húsið hefur verið endurbyggt og var sérstök áhersla lögð á að halda upprunalegu svipmóti hússins að utan. Innan hefur það verið innréttað sem lítið lúxushótel með 4 tveggja manna herbergjum með baði, setustofu, borðstofu og fullbúnu eldhúsi.

Húsið verður leigt út í skammtímaleigu, stök herbergi eða allt húsið eftir þörfum. Herbergin eru rúmgóð, björt og vel búin og er baðherbergi inná hverju herbergi. Morgunverður fylgir gistingunni og er innifalinn í verðinu.

Dalshöfði Giastiheimili

Dalshöfði, 880 Kirkjubæjarklaustur

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Eiðar

Eiðavellir 6 (Vallnaholt 8), 701 Egilsstaðir

Lítið gistihús með 11 herbergjum og 3 íbúðum.

Gistiheimilið Stöng

Mývatnssveit, 660 Mývatn

Gistiheimili á kyrrlátum stað með fallegu útsýni yfir fallegt vel gróið land. Þaðan er falleg gönguleið á Sandfell auk þess sem það vel staðsett til skoðunarferða í helstu náttúruperlur Þingeyjarsýslu og Mývatnssveitar. Veitingasalur með vínveitingaleyfi  þar sem hægt er að fá allt frá morgunverði til þriggja rétta máltíða. Aðgangur er að  heitum pottum.

Central Guesthouse Reykjavík

Laufásvegur 2, 101 Reykjavík

Central Guesthouse Reykjavík er lítið fjölskyldurekið Gistiheimili.

Gistiheimilið er mjög vel staðsett í miðborg Reykjavíkur. Staðsetning okkar er í hjarta miðborgar Reykjavíkur þar sem margir nálægir staðir eru eins og; hvalaskoðun, leikhús, söfn , listasöfn, veitingastaðir og sundlaugar.

Blue Viking Guesthouse

Vesturbraut 10A, 230 Reykjanesbær

Suðurnesin eru falin náttúruperla, við höfum Gunnuhver, Brimketil, Krísuvík, Þorbjörn sem dæmi um dásamleg stop í sumarblíðunni.

Við hjá Blue Viking bjóðum uppá þægilega gistingu við miðbæ Keflavíkur. Kaffi, te og heitt kakó allan sólarhringinn. Falleg gönguleið meðfram sjávarsíðunni, Skessuhellir fyrir börnin og verslanir, veitingahús, kaffihús og fleira allt í nokkurra mínútna göngufjarlægð. 

Hlökkum til að sjá ykkur

Einarshúsið

Hafnargötu 41, 415 Bolungarvík

Einarshúsið í Bolungarvík er timburhús byggt árið 1902.  Húsið stendur á besta stað við höfnina með útsýni yfir Ísafjarðardjúp og fjöllin í kring.  Það var byggt af Pétri Oddsyni athafnamanni sem bjó þar og rak verslun.  Eftir daga Péturs keypti Einar Guðfinnsson húsið, rak þar verlsun og stýrði þaðan viðskiptaveldi sínu.  Húsið hefur verið gert upp í upprunalegri mynd og er þar rekið gistihús allt árið ásamt veitingarekstri yfir sumarmánuðina.

Einarshúsið er með 8 herbergjum, 6 tveggja manna, eitt þriggja manna ásamt þriggja manna svítu.  Herbergin eru öll með vaski en önnur baðherbergisaðstaða er sameiginleg.   Frítt og hraðvirkt þrálaust net er í herbergjum og sameiginlegum rýmum hússins.

Veitingastaðurinn er opinn alla daga frá 11:45 - 20:30 á sumrin en opnunartíminn er heldur takmarkaðri yfir vetrartímann. Einarshúsið hefur getið sér gott orð fyrir saðsamar og glæsilegar pizzur sem hægt er að fá allan daginn en einnig er boðið upp á rétt dagsins af einföldum og góðum íslenskum heimilismat.

Hægt er að fá morgunverð með gistingu sé þess óskað.

Á útiverönd er hægt að njóta matar og drykkjar á hlýjum sumardögum.

Í Bolungarvík og nágrenni er margt að skoða, má þar nefna sjóminjasafnið Ósvör,  Náttúrugripasafn Bolungarvíkur, sundlaug Bolungarvíkur, útsýnið af Bolafjalli og keyra yfir til Skálavíkur.  Ísafjörður er aðeins 13 km frá Bolungarvík.

Kex Hostel

Skúlagata 28, 101 Reykjavík

KEX var stofnað árið 2010 af gömlum vinahópi sem langaði að taka sér nýtt og spennandi verkefni fyrir hendur. Hugmyndin að KEX kviknaði þegar félagarnir skoðuðu yfirgefna byggingu sem áður hafði hýst kexverksmiðjuna Frón. Þetta gamla og glæsilega verksmiðjuhúsnæði stóð autt og hafði næstum orðið niðurrifi að bráð. KEX var innréttað með virðingu fyrir sögu hússins og verksmiðjubragnum var leyft að njóta sín. Í stað þess að rífa allt út og raða inn fjöldaframleiddu dóti voru húsgögn með mikla reynslu látin ganga fyrir. Nánast allt sem kom inn á KEX átti sitt fyrra líf og sál. Sameiginleg fyrri reynsla þessara hluta á stóran þátt í að skapa sálina og andrúmsloftið í KEX.

KEX er svefnstaður, bækistöð, þvotta- og eldhús, hvíldarstaður, staður tónlistar og menningar fyrir frjálsa huga hvaðan sem þeir koma.

Á KEX er í boði gisting fyrir 142 gesti, í mismunandi herbergjum og verðflokkum. Þar er einnig þvottahús, líkamsræktaraðstaða, gestaeldhús, gastro pub, þráðlaust net og margt fleira.

Gistiheimili Keflavíkur

Vatnsnesvegur 9, 230 Reykjanesbær

Gistiheimili Keflavíkur er hinum megin við götuna á móti hinu sívinsæla Hótel Keflavík þar sem þú getur notið allrar þeirrar þjónustu sem hótelgestum stendur til boða.  Á Gistiheimili Keflavíkur leggjum við áherslu á einfalda gistingu og faglega og vinalega þjónustu sem lætur þér líða eins og heima hjá þér.

Gistiheimilið er allt á einni efri hæð og er með 5 twin herbergjum ásamt fjölskylduherbergi með kojum.  Öll herbergin deila saman tveimur baðherbergjum með sturtu og litlum eldhúskrók með ísskáp og örbylgjuofni.

Gistiheimilið er nýuppgert og öll herbergin eru með með nýjum og þægilegum rúmum, sængur- og rúmfötum og eru vel búin með neti, sjónvarpi, síma og handklæðum.

Dvöl á Gistiheimili Keflavíkur innifelur aðgang að líkamsræktarstöðinni okkar þar sem þú getur notað hvað sem þú vilt af fjölbreyttu úrvali líkamsræktartækja, spinning og pallatímum og slakandi gufubaði og ljósabekkjum.

Vertu viss um að heimsækja fallega og nýuppgerða veitingastaðinn okkar í hádegis- og/eða kvöldverð.  KEF er fyrsta flokks veitingastaður sem býður upp á ævintýralega rétti, eldaða úr fersku úrvalshráefni úr héraði svo þú getur alltaf verið viss um gæðin. Starfsfólkið okkar dekstrar við þig svo þú hafir það notalegt hjá okkur og af barnum afgreiðum við sérvalið vín, úrval kokteila og íslenskan bjór á krana.

Innifalið í verðinu hjá okkur er wi-fi aðgangur, aðgangur að líkamsræktarstöð og gufu, okkar margrómaða morgunverðarhlaðborð (opið kl. 5:00-10:00) og geymsla á bíl í allt að 3 vikur.

Til okkar er aðeins 5 mín. akstur frá Leifsstöð, 15 mín. frá Bláa Lóninu og 40 mín. frá miðborg Reykjavíkur.  Við bjóðum frí bílastæði í vöktuðum stæðum.

Gistihúsin Görðum

Garðar, 871 Vík

Við erum með þrjú sumarhús 
Tvö þeirra eru fyrir fjóra til fimm í þeim er eldunaraðstað lítlill svefnkrókur með queen size rúmi og svo svefnsófi, sturta og salerni.
Þriðja húsið er svo fyrir fjóra þar er eldunaraðstaða, svefnsófi og koja. 
Sturta og salerni.

Ofanleiti gistiheimili og smáhýsi

Ofanleitisvegur 2, 900 Vestmannaeyjar

Gistiheimili með þremur svefnherbergjum ásamt tveimur smáhýsum.

Lilja Guesthouse

Hólabrekka 2, 780 Höfn í Hornafirði

Lilja Guesthouse er staðsett við rætur Vatnajökuls en þar er boðið upp á gistirými við þjóðveg 1. Höfn er í 28,5 km fjarlægð frá hótelinu og Jökulsárlón er í 51 km fjarlægð.

Sumar gistieiningarnar eru með setusvæði, gestum til þæginda. Ókeypis WiFi er hvarvetna á gististaðnum.

Á gististaðnum er sameiginleg setustofa. Gististaðurinn er með útsýni til fjalla. Vinsælt er meðal annars að fara í jöklaferðir á svæðinu.

Egilsstaðir og Egilsstaðaflugvöllur eru í 205 km fjarlægð. 

Ferðaþjónustan Síreksstöðum

Síreksstaðir, 690 Vopnafjörður

Síreksstaðir eru í Sunnudal, litlum og friðsællum dal inn af Hofsárdal í Vopnafirði. Þar er frístandandi gistihús og tvö 32 fermetra sumarhús í boði fyrir ferðamenn er rúma 4 manns hvort, hlýleg og vel búin öllum þægindum.

Verönd með gasgrilli eru við hvort hús og heitur pottur við annað húsið. Í gistihúsinu eru 7 tveggja manna herbergi og eitt þriggja manna svefnherbergi með koju og eins manns rúmi. Setustofa með sjónvarpi. Uppbúin rúm eða svefpokapláss. WC og sturtur til sameiginlegra afnota í miðrými hússins. Handlaugar eru í hverju herbergi.   Morgunverður borin fram í veitingarstaðnum sem er áfastur við gistihúsið. Hentugt fyrir alla þá er áhuga hafa fyrir að komast út og upplifa náttúruna og kyrrðina. 

Á Síreksstöðum er einnig rekinn veitingastaðurinn „Hjá okkur“ sem býður upp á fjölbreyttan og góðan mat. Leitast er við að vera með sem mest af hráefni frá búinu og nágrenni. Veitingarstaðurinn er opin 1. júní til 1. september,  frá kl. 18 til 21.

Á Síreksstöðum er stundaður hefðbundinn búskapur og  njóta gestir stúkusæta sem áhorfendur að bússtörfum. Hér eru griðavé til að upplifa  kyrrðina og rólegheitin, hlusta á fuglasönginn og skoða plöntulífið. Staðurinn er fjölskylduvænn og dvöl í sveitasælunni er vel þess virði að upplifa.

Afþreying:

Leiktæki, rólur, rennibraut, sandkassi.

Minjasafnið Bustarfelli og "Hjáleigan" kaffihús 8km.  Gönguleiðir í nágrenninu. Veiði í ám og vötnum. Á slóðum Vopnfirðingasögu með leiðsögn.

Nánari upplýsingar á www.sireksstadir.is 

Grímstunga I

Fjallahreppur, 660 Mývatn

Grímstunga er bændagisting í Fjallahreppi. Við bjóðum upp á gistingu í 2-3 húsum þar sem herbergi eru ýmist með vaski eða ekki. Við bjóðum upp á hefðbundna gistingu sem og svefnpokapláss.

Veiðihús/gistihús Seglbúðum Landbroti

Seglbúðum, 880 Kirkjubæjarklaustur

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Gistiheimilið Álfasteinn

Þjóðólfshagi 25, 851 Hella

Í boði er gisting, skipulagðar dagsgöngur, sólarhringsferðir, helgarferðir o.fl. 
Sveitasetrið sem ber heitið Álfasteinn er fallegt og hlýlegt bjálkahús á steyptum grunni staðsett 88 km fjarlægð frá Reykjavík. 
Þar er í boði gisting og ýmsar ferðir. Gestgjafi, leiðsögumaður og húsráðandi er Ágúst Rúnarsson. 
Í boði tveggja til þriggja manna herbergi og eitt sér gestahús. 
Upplagt fyrir saumaklúbba, vinahópa, einstaklinga o.fl. 
Leitið tilboða, setjum saman pakka fyrir þig - allt frá nokkurra tíma ferð upp í nokkra sólarhringa! Upplagt einnig fyrir minni móttökur, afmæli, brúðkaup, reddum því sem redda þarf! 
Heitur pottur, sauna, arineldur, dásamleg náttúrufegurð, persónuleg þjónusta. 

Korpudalur HI Hostel

Kirkjuból í Korpudal, 426 Flateyri

Farfuglaheimilið í Korpudal er á fallegu gömlu býli sem breytt hefur verið í farfuglaheimili með aðgangi að eldhúsi fyrir gesti. Mjög rúmgott tjaldsvæði er á túnunum í kring.

Farfuglaheimilið er innst í firðinum, umkringt háum fjöllum, aðeins 17 kílómetra frá Ísafirði og 12 kílómetra frá Flateyri. Í nágrenni við farfuglaheimilið eru margar fallegar gönguleiðir og þar má líka finna staði til að klífa eða renna fyrir fisk. Fimmtán km. merkt fjallleið liggur upp Korpudal og yfir Álftafjarðarheiði. Fuglaskoðarar geta fundið sér nóg til skemmtunar því í nágrenninu má sjá þúsundir sjófugla, smáfugla, anda og jafnvel erni. Á Ísafirði og Flateyri má komast í sund og heita potta eða leika golf. Reglulegar bátsferðir eru um Ísafjarðardjúp í Vigur og á Hornstrandir. Í nágrenninu eru mörg söfn og veitingastaðir. Á Flateyri er starfandi Kajakleiga.

Opnunartímar:
Opnunartími (yfir árið):    20 maí- 15 september

Við hjá Farfuglum leggjum okkur statt og stöðugt fram við að standa undir orðspori okkar sem leiðtogar á sviði sjálfbærrar ferðaþjónustu. Við tökum virkan þátt í að efla sjálfbærni í okkar samfélögum og sýnum það í verki í allri okkar starfsemi og stefnu. 


Gistihúsið Garður

Skagabraut 62a, 250 Suðurnesjabær

Gistihúsið er í aðeins 10 mínútna akstursfjarlægð frá Keflavíkurflugvelli en það er staðsett í litla strandbænum Garði. Það býður upp á ókeypis Wi-Fi Internet og bílaleigu á staðnum.

Allar íbúðir og bústaðir gistihússins Guesthouse Gardur eru með gervihnattasjónvarpi og nútímalegu eldhúsi. Allar eru með ljósar og rúmgóðar innréttingar ásamt baðherbergi með sturtu.

Starfsfólkið getur aðstoðað við skipulagningu veiðiferða, fuglaskoðunar og golfferða. Strandlengjan er í 100 metra fjarlægð. Í innan við 5 mínútna göngufjarlægð er að finna vita en þar geta gestir notið máltíða, sólsetursins eða ef heppnin er með þeim, norðurljósanna.

Miðbær Reykjavíkur og þjóðvegur 1 eru í innan við 60 km fjarlægð.

Sólheimahjáleiga

Mýrdal, 871 Vík

Sólheimahjáleiga er sveitabær sem býður upp á notalega gistingu allt árið. Lögð er áhersla á að gestir geti upplifað daglegt líf í sveitinni og fái persónulega þjónustu. Gestgjafar hafa áratuga reynslu af því að þjónusta ferðamenn.
Í nálægð við bæinn eru margir vinsælir ferðamannastaðir eins og t.d. Vík í Mýrdal, Reynisfjara, Dyrhólaey, Sólheimajökull og Skógar. Einnig er hægt að fara í dagsferðir t.d. í Skaftafell og Jökulsárlón, til Vestmannaeyja eða í Þórsmörk.
Ýmiskonar afþreying  er í boði í nágrenninu, t.d. Byggðasafnið í Skógum, jeppa- og sleðaferðir og hestaleigur.
Boðið er upp á gistingu án baðs í 7 herbergjum í gömlu íbúðarhúsi, þar eru 2 baðherbergi, eldunaraðstaða og setustofa. Einnig bjóðum við uppá 2 fjölskylduherbergi í sama húsi.  Þá eru 11 herbergi í nýlegu gistihúsi öll með sér baðherbergi.
Morgunverður í boði og einnig máltíðir ef bókað er með fyrirvara.

Mánagisting

Mánagata 4, 400 Ísafjörður

Mánagisting er fjölskyldurekið gistiheimili miðsvæðis á Ísafirði. Gistiheimilið er staðsett í gamla Herkastalanum á Ísafirði og á húsið sér stórmerkilega sögu. Hjálpræðisherinn reisti húsið og árið 1922 var þar stofnsett fyrsta dvalarheimili aldraðra á Íslandi. Mikil uppbygging hefur átt sér stað síðustu ár og unnið hefur verið að því að koma húsinu í upprunalegt horf til að endurvekja sjarma þess.

Við bjóðum upp á björt og einföld gistirými. Eins, tveggja og þriggja manna herbergi með sameiginlegri baðherbergisaðstöðu. Gestir okkar hafa aðgengi að fullbúnu eldhúsi, sameiginlegri stofu og þvottahúsi. Við erum einnig með tvær stúdíóíbúðir í boði, gestir eru þá með sér baðherbergi og eldhúsaðstöðu. Þráðlaust net er í öllu húsinu sem er frítt fyrir gesti. 

Endilega hafið samband við okkur fyrir frekari upplýsingar.

Við erum með rúm fyrir 25 manns í 10 herbergjum. Gistiheimilið er opið allt árið.

Guesthouse Mið-Mörk

Mið-Mörk, 861 Hvolsvöllur

Guesthouse Mið-Mörk undir Eyjafjöllum

Tilvalið fyrir stærri hópa, flott fyrir barnafjölskyldur og við bjóðum hunda og önnur gæludýr sérstaklega velkomin.

2 klst akstur frá höfuðborgarsvæðinu, nærri mörgum perlum Suðurlandsins: Seljalandsfoss 9 km, Þórsmörk 25 km , Skógar 30 km.

Mikið næði og rólegt umhverfi sem hentar vel barnafjölskyldum.

Eldhús, stofa, rúmgóður pallur, barnarúm og leikföng og uppábúin rúm fyrir 12 manns.

Vestri-Garðsauki

Vestri Garðsauki, 861 Hvolsvöllur

Á neðri hæð íbúðarhúss eru fjögur gestaherbergi, tvö sameiginleg baðherbergi og eldhús fyrir gesti. Húsið stendur rétt fyrir utan Hvolsvöll og er því sveitasæla í alfaraleið. Vinsamlegast hafið samband fyrir verð, upplýsingar og bókanir.

Grenivík Guesthouse

Miðgarðar 2, 610 Grenivík

Grenivík Guesthouse býður upp á gistingu í fjórum rúmgóðum tveggja manna herbergjum með sér baðherbergi. Í hverju herbergi er sjónvarp, ísskápur og hárþurrka.  Aðgengi er að þráðlausu interneti.

Á morgunverðarborðinu er matur úr héraði og heimabakað.

Við leggjum áherslu á persónulega þjónustu.
Frá fyrsta September til loka maí er gistiheimilið leigt í heilu lagi.

Bókanir eru á grenivikguesthouse.is eða sendið okkur tölvupóst á info@grenivikguesthouse.is 

eða í síma 861 2899

Setberg gistiheimili

Setberg 1, 781 Höfn í Hornafirði

Setberg er sveitabær í um 14 mínútna akstursfjarlægð frá Höfn í Hornafirði. Umhverfið er sórfenglegt og ótal möguleikar til útivitstar.

B&B Sólheimar 9

Sólheimar 9, Svalbarðsströnd, 606 Akureyri

Gestahúsið Sólheimar 9 Svalbarðsströnd er í um 7 mínútna akstursfjarlægð frá Akureyri með fallegu útsýni yfir Eyjafjörðinn.

Við leigjum út tvær litlar stúdíóíbúðir (W og E) í nýlega byggðu gestahúsi við hliðina á heimili okkar. Hentar fyrir 2-3 gesti hvor. Uppbúið hjónarúm, sófi/svefnsófi, handklæði, baðherbergi m. sturtu og eldhúskrókur þar sem hægt er að gera morgunmat og einfaldar máltíðir.

Hægt er að leigja báðar íbúðirnar (allt húsið) og rúmar þá 4-6 gesti.

Aðgengi að þvottavél og þurrkara og heitum potti sem er staðsettur sjávarmegin ca 30 metra frá gistihúsinu. Ókeypis WiFi.

Vinsamlegast finndu okkur á Airbnb, þar eru myndir og nánari upplýsingar.

Studíó E: Smellið hér.
Studíó W: Smellið hér.  

Einnig er velkomið að hafa samband við okkur beint, bogbsolheimar9@gmail.com

Verið velkomin!
Starri og Bergþóra

Finnsstaðir

Finnsstaðir 1, 701 Egilsstaðir

Á Finnsstöðum er rekið fjölskyldufyrirtæki sem býður uppá gistingu, hestaleigu og hesthúsaheimsóknir allan ársins hring auk þess að bjóða uppá lítinn húsdýragarð á sumrin. Eigendur taka yfirleitt sjálfir á móti gestum og fara með þeim í reiðtúra. Miklar kröfur eru gerðar á gæði hrossanna en úrvals geðslag og frábært tölt eru grunndvallar atriði. Ferðirnar eru sérsniðnar að hverjum hóp og eru u.þ.b 1-2 klst. Hægt er að hafa samband með fyrirvara ef fólk hefur í hyggju að fara í lengri hestaferðir yfir sumartímann. Hestaleigan er alltaf opin en panta þarf í ferðir.

Gistingin á Finnsstöðum er í nokkuð stóru einbýlishúsi með 3 svefnherberjum með rúmum fyrir 6 manns. Húsið er rúmgott og búið öllum helstu þægindum. Góð nettenging er í húsinu og heitur pottur á pallinum. Í húsinu er þvottavél og þurrkari sem gestir hafa aðgang að auk að sjálfsögðu eldunaraðstöðu og frábært útsýni skemmir ekki fyrir. 

Húsdýragarðurinn er opinn yfir sumartímann. Á bænum eru hænur og endur allan ársins hring auk hesta en á sumrin bætast við kálfar, lömb, svín, andarungar og jafnvel kanínur og naggrísir. Húsdýragarðurinn er opinn frá 10:00 - 17:00 frá 15.maí til 15.september. 

Dýrin á bænum elska athyglina og oft eru börnin sem er í miklu uppáhaldi. 

START Hostel

Lindarbraut 637, Ásbrú, 235 Reykjanesbær

START er hágæða Hostel á Ásbrú við Keflavíkurflugvöll.  START býður gestum upp á ýmsa gistimöguleika, 2, 3, 4 manna herbergi og fjölskylduherbergi með sér baði (Hotel-standard), og einstklingsgistingu (Hostel gisting).  Öll gisting er miðuð við uppábúin rúm og morgunverður er innifalinn. Gestir hafa aðgangi að gestaeldhúsi og setustofu, WiFi í öllu húsinu og örbúð fyrir gesti er í gestamóttöku. 

Handklæði eru líka innifalinn í gistingunni, kaffi og te eru á boðstólnum 24 tíma sólahrings eins er móttakan opin allan sólahringinn á START.

 

Farmhouse Lodge

Skeiðflöt, 871 Vík
Farmhouse Lodge á Skeiðflöt er giststaður sem býður uppá fjölbreytta gistingu, við erum staðsett 10 mínútur frá Vík í Mýrdal.

Boðið er uppá gistingu í herbergjum með baði og morgunmat ásamt því sem boðið er uppá Tjaldhótel þar sem eru 12 gistitjöld sem verða opin frá 1. Júní – 20. September það eru uppábúin rúm í tjöldunum. Við erum með bæði 2ja manna tjöld og 4 manna tjöld, ásamt því sem við bjóðum uppá 50 manna sal, aðstöðu til þess að elda sér ásamt baðherbergjum og sturtum. Hægt er að kaupa sér morgunmat og drykki á staðnum. 

Frá Skeiðflöt er stutt að fara á marga skemmtilega staði við erum staðsett í innan við 20 mínútna fjarlægð frá Skógarfossi, Sólheimajökli, Dyrhólaey, Svörtu fjöru, Flugvélaflaki og er þetta kjörinn gististaður á leiðinni austur á Jökulsárlón og í Skaftafell þar sem hægt er að skoða alla þekktustu staði suðurlands með því að dvelja nótt á Skeiðflöt.

OPNUNARTÍMI
Tjöld: 1. júní – 20. september
Hótelherbergi: Allt árið

Kaffi Klara - Gistihús og veitingar

Strandgata 2, 625 Ólafsfjörður

KAFFI KLARA 

Kaffi Klara er til húsa í gömlu pósthúsinu í Ólafsfirði, sögufrægt hús í hjarta Ólafsfjarðar sem gért var upp í 2013 og innréttað sem kaffihús og gistiheimili.  

Kaffi Klara er notalegt og heimilislegt kaffhús þar sem lögð er áhersla á að hlúa vel að gestunum, nota hráefni úr héraði, elda matinn sem mest frá grunni og skapa matarupplifun. Boðið upp á rétt dagsins og um helgar er í boði súpa og brauð auk þess sem boðið er upp á smurt brauð, bökur, súrdeigspitsur, kökur, tertur og vöfflur. 

Tapasveislur, hlaðborð, purusteikur, brunch, tónleikar, sýningar m.m. eru reglulega auglýst á facebooksíðu Kaffi Klöru. Kaffi Klara er einnig með veitingaþjónustu og tekur á móti smærra hópa ferðamanna, fjölskyldna, samstarfsfólks, saumaklúbbur, eða félagssamtök.

GISTIHÚSIР

Gistihúsið okkar er staðsett á efri hæð Kaffi Klöru, í miðbær Ólafsfjarðar. Það eru 5 herbergi og 2 baðherbergi. Við eigum 1 frábært stórt herbergi með pláss fyrir 4 t og 1 aðeins minni herbergi með pláss fyrir 3. Bæði herbergin eru tilvalin fyrir fjölskyldur. Herbergin eru með nútímalegum innréttingum og eru með viðargólf og handlaug. Gestir hafa aðgang að sameiginlegri baðherbergisaðstöðu auk sameiginlegs svæðis með ísskáp og hraðsuðukatli. Gistihúsið tekur 11-12 manns í gistingu.

Gistihúsið er tilvalið fyrir stórfjölskyldan, fyrir göngu eða hjólahópa sem vilja njóta náttúrunnar á Tröllaskaga eða fyrir gólfarar. Leitið til okkar eftir tilboð fyrir gisting og fæði. 

Grundarfjörður HI Hostel / Farfuglaheimili

Hlíðarvegur 15, 350 Grundarfjörður

Segja má að Grundarfjörður sé miðbær Snæfellsness, þar sem bærinn liggur mitt á milli Stykkishólms og Ólafsvíkur á norðanverðu Snæfellsnesi. Bærinn er jafnframt heimabær Kirkjufells sem er eitt frægasta fjall landsins ef ekki heimsins alls. En fjallið hefur m.a. komið fyrir í frægum skáldsögum höfundanna; Halldórs Laxness og Jules Verne og í frægum Hollywood kvikmyndum á borð við „The secret life of Walter Mitty“.

Útsýnið á Grundarfirði er stórbrotið þar sem sjávarsíðan og fjöllin mætast og hægt er að dást að fegurðinni beint út um gluggann á litríka gistiheimilinu.

Á svæðinu:

  • Snæfellsjökulsþjóðgarður er stutt frá. Þar má m.a. finna jökulinn sem þjóðgarðurinn er nefndur eftir. Í vinsælu skáldsögunni „ferðin að miðju jarðar“ eftir Jules Verne var innganginn að miðju jarðar að finna á jöklinum.
  • Fræðist um sögu hákarlaveiða á Íslandi og smakkið hákarl á Hákarlasafninu Bjarnarhöfn.  
  • Bæirnir Stykkishólmur, Arnarstapi og Búðir eru allir í stuttri akstursfjarlægð frá Grundarfirði.
  • Mikið úrval af hvala- og fuglaskoðunar ferðum frá Grundarfirði þar sem m.a. er hægt að sjá háhyrninga, höfrunga og sjófugla.

Við hjá Farfuglum leggjum okkur statt og stöðugt fram við að standa undir orðspori okkar sem leiðtogar á sviði sjálfbærrar ferðaþjónustu. Við tökum virkan þátt í að efla sjálfbærni í okkar samfélögum og sýnum það í verki í allri okkar starfsemi og stefnu.   

Saltvík ehf.

Saltvík, 641 Húsavík

Í Saltvík er boðið uppá gistingu í gamla sveitabænum og er sú gisting helst notuð fyrir þá gesti sem taka þátt í fjöldaga reiðtúrum. Í gamla húsinu eru 6 herbergi, fyrir 2-4 einstaklinga hvert og sameiginlegu baðherbergi. 

EInnig er í boði gisting í nýja gistiheimilinu, þar eru 7 tveggja manna herbergi með sér baðherbergi og jafnframt íbúð sem hentar vel fyrir 4-5 manns. Gistiheimilið er staðsett 5km frá miðbæ Húsavíkur og býður uppá gistingu með útsýni yfir nærlyggjandi fjöll og Skjálfandaflóa. 

Undanfarin 20 ár höfum við skipulagt 5-10 daga hestaferðir uppá hálendi Íslands. Þessar ferðir eru í boði undir nafninu Riding Iceland og er hægt að fá frekari upplýsingar á síðunni www.riding-iceland.com. Í Saltvík er einnig boðið uppá fjölbreyttar hestaferðir sem henta öllum, reyndum knöpum og byrjendum. 

Vinsamlegast hafið samband vegna bókana og ferða.

Hlín Guesthouse

Steinsstaðir , 561 Varmahlíð

Hlín Guesthouse er fjölskyldufyrirtæki, staðsett í gamla skólahúsnæðinu á Steinsstöðum í Skagafirði. Húsið hefur verið endurgert og sett í nýjan stíl með tilkomu nýrra eiganda. Þetta dásamlega húsnæði býður upp á 16 herbergi, fullbúið eldhús fyrir gesti og 2 heita potta sem bjóða upp á stórkostlegt útsýni yfir Mælifellshnjúk til suðurs.  

Steinsstaðir hafa lengi verið vinsæll áfangastaðir fyrir hópa s.s. ættarmót, vinnustaði, vinahittinga o.fl. Mikið úrval af afþreyingu er í nágrenninu s.s. river rafting, kayak ferðir, fjallaferðir á sérútbúnum bílum, þrautabraut, hestaferðir o.fl. Einnig er gott tjaldsvæði í garði gistiheimilisins með rafmagni og sturtum. Steinsstaðir eru paradís fyrir þá sem vilja slaka á í sveitasælunni. 

Við Lónið

Norðurgata 8, 710 Seyðisfjörður

Student Hostel - Gamli Garður

Hringbraut 29, 101 Reykjavík
Student Hostel (Gamla Garði) býður upp á skemmtilega gistingu yfir sumarmánuðina. Í boði eru 42 herbergi í Gamla Garði með sameiginlegum baðherbergjum og fullbúnum, endunýjuðum og nútímalegum eldhúsum. Í nýju álmunni eru í boði nútímaleg herbergi með með sérbaðherbergi og glæsilegri sameiginlegri aðstöðu.

Sky Sighting Iglúhús

Árbakki, 621 Dalvík

Iglúhúsið býður þér tækifæri á frumlegu fríi. Með einstakri staðsetningu og húsagerð munt þú í hlýju rúmi upplifa nótt undir stjörnubjörtum himni, norðurljósunum eða miðnætursólinni. Iglúhúsið er staðsett í 50 metra frá húsinu okkar, skammt frá bökkum Þorvaldsár.