Hrífunes Nature Park
Hrífunes Nature Park er ný og glæsileg frístundabyggð á miðju Suðurlandi. Nánar tiltekið í Skaftártungu sem er ein af sveitum VesturSkaftafellssýslu, miðja vegu milli Víkur í Mýrdal og Kirkjubæjarklausturs. Á þeim slóðum er náttúran stórbrotin og fjölbreytileg frá fjöru til fjalls. Þar sem mætast ís og eldur, skóglendi, sandar, hraun, blómleg byggð, stórbrotin saga og kyrrlátt mannlíf. Skaftártunga er afar falleg, friðsæl og gróðursæl sveit. Þaðan sést til tveggja mikilúðlegustu jökla landsins, Mýrdalsjökuls í vestri og hinn voldugi Vatnajökull, einn af tilkomumestu jöklum á jörðinni liggur fjær til norðausturs.