Fara í efni

Hópefli og hvataferðir

79 niðurstöður

Arctic Trip

Sveinsstaðir, 611 Grímsey

Arctic Trip er ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjandi á Norðurlandi með sérhæfingu í ferðum um heimskautaeynna Grímsey.

Grímsey er einstakur staður, sérstaklega þegar kemur að fuglalífi. Eyjan er vin í þeirri eyðimörk sem Norður-Atlantshafið er og björgin veita skjól þeim sjófuglum sem þangað sækja, meðal þeirra má nefna fýl (Fulmarus glacialis), teistu (Cepphus grylle), ritu (Rissa tridactyla), lunda (Fratercula arctica), álku (Alca torda), langvíu (Uria Aalge) og stuttnefju (Uria Lomvia). Grímsey er einstakur staður til fuglaskoðunar þar sem flesta þá vað- , mó- og sjófugla sem eiga sumardvöl á Íslandi má finna í eynni á litlu landsvæði.

Sögur og sagnir skipa æ sterkari sess í ferðaþjónustu og af þeim er nóg að taka í Grímsey. Með samstarfi við heimamenn viljum við segja þessar sögur og bjóða ferðamenn velkomna á þessa afskekktu eyju, nyrsta odda Íslands, undir heimskautsbaugi, þar sem þú ert svo sannarlega „on top of the world!”

Helstu ferðir þetta ferðaár eru skoðunarferðir á landi og á sjó ásamt fugla-áskorun í anda Hitchcock. Einnig bjóðum við köfunar- og snorklferðir, sjóstöng, eggjatínslu og hjólreiðaleigu en um eynna liggja ýmsir stígar sem mótaðir hafa verið í aldanna rás og eru spennandi yfirferðar.

Einnig bjóðum við upp á gistingu allt árið fyrir þá sem vilja dvelja lengur og njóta Grímseyjar.

Virðing fyrir umhverfinu, hinu villta dýralífi og viðkvæmri náttúru Íslands er hornsteinninn í okkar hugsjón. Arctic Trip var stofnað með þá hugsjón að ferðamenn eigi skilið að slaka á á ferðum sínum, næra hugan og endurnæra líkama og sál. Mikilvægur þáttur er einnig að skapa minningar sem lifa um ókomna tíð.

Southcoast Adventure

Ormsvöllur 23, 860 Hvolsvöllur

Southcoast Adventure er staðsett á Hvolsvelli og bjóða upp á ferðir um Suðurströndina og hálendið sem og aðrar sérferðir. Leiðsögumenn eru flestir búsettir á Hvolsvelli og eru mjög staðkunnugir, enda hafa flestir alist upp á svæðinu og unnið í þessum geira í mörg ár.

Upphafstaður ferða er Brú Base Camp- vegur 249

Notast er við sérútbúna, breytta jeppa í flestar ferðir og er til tækjabúnaður til að takast á við flest allt sem náttúran hefur upp á að bjóða, bæði um vetur og sumar.

Einnig er boðið uppá snjósleðaferðir og þá á Eyjafjallajökli. sem hafa slegið í gegn. Svo er það allra nýjasta viðbótin og það mun vera Buggy bílarnir. Ýmis sér verkefni er ekkert mál sé þess óskað. Hægt er að senda fyrirspurnir um sérferðir á info@southadventure.is eða í síma 867-3535.

Travel East Iceland

Smáragrund, 720 Borgarfjörður eystri

Við sérhæfum okkur í skipulagningu ferða og viðburða um Austurland og tökum að okkur alla þætti skipulagsins.

Við þjónustum einstaklinga, hópa og fyrirtæki og drögum fram sérstöðu og margbreytileika Austurlands í öllum okkar ferðum.  Reynsla í ferðaþjónustu, þekking á svæðinu, nákvæm vinnubrögð og brennandi áhugi til þess að gera vel tryggir ógleymanlega upplifun.  Hafðu samband, möguleikarnir eru óteljandi.

Tennisklúbbur Víkings

Traðarland 1, 108 Reykjavík

Tennisklúbbur Víkings býður upp á fjóra glæsilega velli. Hægt er að panta tíma með því að hringja í okkur eða senda tölvupóst.

Cool Travel Iceland

Austurkór 51, 203 Kópavogur

Cool Travel Iceland er lítið fjölskyldurekið fyrirtæki. Við hjálpum viðskiptavinum okkar að sérsníða ferðaáætlun í samræmi við þeirra óskir og fjárhagsáætlun. Við bjóðum upp á persónulega og faglega þjónustu. Við getum tekið að okkur stóra og smáa hópa og getum skipulagt td. hópaferðir fyrirtækja, hvataferðir, ráðstefnur og fundi hvort sem um er að ræða dagsferðir eða margra daga ferðir um ísland eða erlendis. Cool Travel Iceland er fullgild ferðaskrifstofa með leyfi frá Ferðamálastofu.

Hafðu samband við okkur og við finnum draumaferðina fyrir þig og/eða þinn hóp.

New Moments

Austurströnd 1, 170 Seltjarnarnes

New Moments er ferða-og afþreyingarfyrirtæki sem sérhæfir sig í einstökum og menningarlegum upplifunum í íslenskri náttúru. Við þjónustum jafnt einstaklinga sem fyrirtæki sem vilja eitthvað öðruvísi og skemmtilegt. Við bjóðum sérsniðna og persónulega þjónustu við allskonar uppákomur s.s. leikjaprógrömm, menningargöngur, hellaævintýri, kokteilboð, tjaldveislur, árshátíðir, brúðkaup og fleira stórt og smátt.

Við hlökkum til að vinna með þér!

Skemmtigarðurinn Grafarvogi

Grafarvogur, Gufunesvegur, 112 Reykjavík

Skemmtigarðurinn í Grafarvogi býður upp á fjölbreytt hópefli. Garðurinn er opinn eftir pöntunum allan ársins hring, en mini-golfið og fótboltagolfið er opið alla daga á sumrin. Skemmtigarðurinn í Grafarvogi leggur aðaláhersluna á litbolta, lasertag, minigolf, hópefli, ratleiki, fótboltagolf ásamt ýmsum skemmtilegum dagsferðum. Í garðinum er skáli sem rúmar 200 manns i sæti og eru grillveislurnar okkar rómaðar. Helstu viðskiptavinir okkar eru: ferðaskipuleggjendur, fyrirtæki, steggjahópar, ýmsir skólahópar og einstaklingar. Láttu okkur sjá um viðburðinn – viðburðir eru okkar fag. Við komum líka með fjörið til þín. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu okkar www.skemmtigardur.is , með því að senda póst á info@skemmtigardur.is eða bara með því að slá á þráðinn til okkar í síma 587-4000

Adrenalín.is ehf.

Þórunnartún 4, 105 Reykjavík

Má bjóða þér mikið, dálítið eða lítið adrenalin?

Adrenalingarðurinn á Nesjavöllum býður upp á skemmtilega, og ekki síst uppbyggilega afþreyingu og útivist í fallegri náttúru.

Adrenalingarðurinn hefur sannað sig sem góð leið til að efla hópandann. Hann hentar því vel fyrir ýmsa hópa s.s. starfsmenn fyrirtækja, vinahópa og skólahópa. Í garðinum fær fólk óviðjafnanlegt tækifæri til að upplifa gleði, styrkleika og hvatningu, að ógleymdri útivistinni.

Í Adrenalingarðinum ættu allir átta ára og eldri að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Margir halda að þrautirnar í garðinum henti ekki öllum en hann er einmitt hannaður með það í huga að fólk hafi val og finni þá áskorun sem hentar.

Prime Tours

Smiðshöfði 7, 110 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Into the Wild

Fagrabrekka 20, 200 Kópavogur

Into The Wild bíður upp á ævintýralegar jeppaferðir sniðnar að þínum óskum.

Sjáið einnig: https://www.facebook.com/IntoTheWildIceland

Wildboys.is

Reynivellir 8, 700 Egilsstaðir

Wildboys.is bjóða upp á fjallgönguferðir auk annarra gönguferða á Austurlandi allt árið um kring. Göngu- og skíðaferðir á Snæfell, Ævintýraganga í Hafrahvammagljúfrum, Dyrfjöll, Stórurð og Fossaleiðin eru okkar vinsælustu ferðir. 

Við tökum einnig að okkur leiðsögn hópa um Víknaslóðir og Lónsöræfi auk fleiri spennandi tinda og gönguleiða á Austurlandi.  Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Vakinn

Adventure Vikings

Gylfaflöt 17, 112 Reykjavík

Adventure Vikings býður uppá stórskemmtilegt úrval af ævintýraferðum bæði fyrir einstaklinga og hópa.

Snorkeling: Dagsferðir í Silfru bæði í þurrgöllum sem fólk flýtur á yfirborðinu og í blautgöllum sem fólk getur fríkafað til að upplifa Silfru enn nánar.

Surfing: Námskeið og dagsferðir bæði fyrir byrjendur og lengra komna. 

Standbretti / SUP: Námskeið fyrir alla fjölskylduna á sumrin auk ævintýra ferða í boði.

Hellaskoðun: Hellaferðir í Leiðarenda og fleiri hella í nágrenni Reykjavíkur.

Fjallgöngur: Reykjadalur við Hveragerði með slökun í heita hveralæknum.

Gullhringur: Þar sem hægt er að sameina ferðina með yfirborðsköfun eða hellaskoðun. 

Reykjavik Food Lovers Tour - Matarganga

-, 101 Reykjavík

Við leggjum áherslu á þjóðlegar hefðir í matargöngunni okkar enda hafa ferðamenn áhuga á því að smakka á einhverju sem finnst ekki í þeirra heimalandi.

Það er gaman að fræðast um það hvernig við komumst af hér á Íslandi í gegnum aldirnar og sú saga er sögð með gómsætum matarbitum og fróðleik í bland.

Allir okkar leiðsögumenn hafa klárað leiðsögunám og / eða eru með mikla reynslu í því að fræða og skemmta okkar gestum.

Fleiri hundruð fimm stjörnu dómar á síðum eins og Tripadvisor geta borið vitni um að við kunnum okkar fag.  

Frekari upplýsingar má nálgast á yourfriendinreykjavik.com eða með því að senda okkur tölvupóst á yfir@yourfriendinreykjavik.com.    

Reykjavik Beer & Booze Tour - Bjór & Áfengis rölt

-, 101 Reykjavík

Áfengissaga okkar Íslendinga er um margt áhugaverð og skemmtileg.

Á þessu barrölti kynnumst við drykkjumenningu okkar aðeins nánar, röltum á milli þriggja frábærra bara ásamt því að smakka á 10 mismunandi bjórum. Þetta er útgáfa af bjórskóla með sögulegu ívafi.

Allir okkar leiðsögumenn hafa klárað leiðsögunám og / eða eru með mikla reynslu í því að fræða og skemmta okkar gestum.

Fleiri hundruð fimm stjörnu dómar á síðum eins og Tripadvisor geta borið vitni um að við kunnum okkar fag.

Frekari upplýsingar má nálgast á yourfriendinreykjavik.com eða með því að senda okkur tölvupóst á yfir@yourfriendinreykjavik.com.   

Zipline Iceland

Ránarbraut 1, bakhús., 870 Vík

Zipline ævintýri í Vík í Mýrdal

Zipline ævintýri í Vík er frábær skemmtun fyrir ævintýraþyrsta fjörkálfa. Upplifunin samanstendur af gönguferð um Grafargil með nokkrum skemmtilegum áningarstöðum og fjórum zipplínum, 30-240 metra löngum. Á þeim er sannkölluð salíbunuferð yfir stórbrotið landslag gilsins fyrir neðan. Ferðin er leiðsögð allan tímann með stórskemmtilegum leiðsögumönnum úr þorpinu sem eru mjög vel að sér í sögu staðarins og svæðinu allt um kring. 

Zipline öryggi

Zipline ferðin okkar er nokkuð auðveld fyrir flesta, það er gengið um kindastíga á ójöfnu landslagi á milli zipplínanna sem við rennum okkur á yfir fossa og Víuránna í gilbotninum til að fá hjartað á smá hreyfingu undir öruggri handleiðslu leiðsögumannanna okkar. Línurnar okkar og allur búnaður er vottaður af óháðum evrópskum aðila og skartar CE vottun. 

Zipline gædar

Stofnendur Zipline, stundum leiðsögumenn, hafa öll það sameiginlegt að vera miklir heimshornaflakkarar og hafa áratugi af ævintýrum undir beltinu. Samanlagt hafa þau ferðast til flestra heimshorna og stundað ævintýri eins og svifvængjaflug, köfun, ísklifur, brimbretti og kajak ásamt fleiru.  

Zipline Reglurnar

Ferðin er um 1,5 - 2 klst. Gestirnir okkar þurfa að vera orðin 8 ára eða 30 kg. Markmið okkar er að eiga saman skemmtilega stund hvort sem það er fjölskylda, vinir eða stakir ferðalangar sem heimsækja okkur.  

Lengd ferðar: Ca.1,5 - 2 klst.

Fatnaður: Klæðist eftir veðri, í gönguskóm og fléttið sítt hár.

Lágmarks aldur: 8 ára

Þyngd: 30 - 120 kg.

Mæting: 10-15 mín fyrir ferð að Ránarbraut 1, bakhús.

Brottfarartímar: Sjá tímasetningar og hvenær er laust á www.zipline.is

Verð: 11.900 kr. á mann, börn, 8 - 12 ára greiða 7.900 kr. í fylgd fullorðinna. Tilboð eru auglýst á vefsíðunni.

Hópar: Hægt er að aðlaga tímasetningar að hópum, vinsamlegast sendi okkur tölvupóst fyrir kjör og hópabókanir: zipline@zipline.is

Reykjavík Food Walk

Klapparstígur 25, 101 Reykjavík

Frábær matur verður einfaldlega ekki bara til. Á bakvið hann eru áragamlar fjölskylduuppskriftir, ótrúlegar sögur, metnaðarfullir veitingastaðir og áhugaverðir einstaklingar. Við erum lítið teymi af stoltum Íslenskum matgæðingum og okkur langar að kynna gestum okkar frá öllum heimshornum fyrir eintökum hefðum, æðislegum mat og skemmtilegum sögum. 

Við göngum um alla Reykjavík og leyfum gestum að upplifa borgina með okkar augum, því besta sem Íslensk matargerð hefur uppá að bjóða og eignumst nýja vini í leiðinni!

GTS ehf.

Fossnes C, 800 Selfoss

GTs - Guðmundur Tyrfingsson ehf. er rótgróið fjölskyldufyriræki sem var stofnað 1969. Fyrirtækið er rútufyrirtæki, ferðaskrifstofa og skipuleggjandi ferða á Íslandi. Við bjóðum upp á dagsferðir, óvissuferðir, sérferðir, ásamt allri almennri keyrslu og þjónustu fyrir fyrirtæki og einstaklinga.

Ölverk Pizza & Brugghús

Breiðamörk 2, 810 Hveragerði

Á Ölverk hafa tveir hlutir verið fullkomnaðir, handverksbjór úr okkar eigin brugghúsi og eldbakaðar pizzur úr deigi sem útbúið er á staðnum daglega. Ölverk er staðsett  í Hveragerði, í 35 mínútum aksturfjarlægð frá Reykjavík . Á bak við hugmyndina að Ölverk liggur einlægur áhugi á eldbökuðum handverkspizzum og bruggun á vönduðum bjórum. Á stuttum tíma hefur Ölverk náð að skapa sér gott orðspor enda afar sérstætt og merkilegt á heimsvísu fyrir brugghús sem Ölverk að nýta jarðhitaorku í framleiðsluferli bjórsins.

Í boði eru skemmtilegar bjórkynningar sem eru tilvaldar fyrir allar smærri eða stærra hvata-, og hópeflisferðir. Í kynningunum er stiklað á bjórsögu Íslands, jarðhitavirkni Hengil svæðisins og nýtingu þeirrar orkuauðlinda hér á Íslandi. Aðaláherslan liggur svo í skemmtilegri og fræðandi frásögn um einstakt bjórframleiðsluferli Ölverks og fá gestir að smakka á fjórum bjórtegundum á meðan kynningu stendur. Hefðbundin bjórkynning varir í 30 til 40 mínútur og bókast á olverk@olverk.is.  

Á matseðli Ölverks er að finna afar fjölbreytt úrval af forréttum, salötum og eldbökuðum pizzum við allra hæfi.

Á Ölverk eru átta bjórkranar með síbreytilegum bjórtegundum framleiddum á staðnum en einnig er gott úrval af vörum frá öðrum íslenskum áfengisframleiðendum.  Á matseðli Ölverks er að finna afar fjölbreytt úrval af forréttum, salötum og eldbökuðum pizzum við allra hæfi.

Frá stofnun Ölverk vorið 2017 hefur Ölverk framleitt sínar eigin sterku sósur eða ´hot sauce´ og notað við framleiðslu á þeim chili sem ræktaður er af þeirra eiginn chili-bónda í gróðurhúsi sem er upphitað með jarðgufu. Þessa sterku en bragðgóðu sósu, sem nú eru fáanlegar í öllum betri verslunum, ganga undir nafninu Eldtungur og eru orðnar fjórar talsins.

Ferðaskrifstofan Nonni

Brekkugata 5, 602 Akureyri

Ferðaskrifstofan Nonni Travel ehf.,stofnað 1988, er staðsett við Ráðhústorgið í harta Akureyrar. Aðaláhersla er á skipulagningu ferða og móttöku erlenda gesta á Íslandi, Grænlandi og Færeyjum.

  • Nonni Travel býður upp á gott úrval ferða og ýmsa afþreyingu.
  • Nonni Travel er sérhæfð í ráðgjöf og skipulagningu sérsniðinna ferða fyrir einstaklinga og hópa.
  • Nonni Travel hefur mikla reynslu í ráðstefnuhaldi og skipulagningu stærri funda.

Boreal Travel

Klapparstígur 25, 101 Reykjavík

Boreal Travel er ferðaskrifstofa sem hefur verið að störfum síðan 2009. Við gerum út á ferðir á spænsku í litlum hópum (allt að átta manns) og erum með skipulagðar brottfarir allt árið, auk þess að bjóða upp á einkaferðir og self-drive pakka með upplýsingum og þjónustu á spænsku.

Concept Events ehf.

Fákafen 11, 108 Reykjavík

Concept Events er viðburðafyrirtæki sem sérhæfir sig í skipulagningu og hönnun viðburða.

Við leggjum áherslu á að hanna hvern viðburð fyrir sig í samvinnu við okkar viðskiptavini. Okkar markmið er alltaf að fara fram úr væntingum, hafa skýra og gagnsæja fjárhagsáætlun og vinna í lausnum.

Starfsmenn Concept Events hafa margra ára reynslu í hverskonar viðburðahaldi. Einnig höfum við á að skipa stórum og traustum hóp samstarfsaðila sem við höfum unnið með til fjölda ára, hver og einn sérhæfður á sínu sviði,

Hvort sem það er hópefli, árshátíð, ráðstefna, haustfagnaður, kynning á nýrri vöru/þjónustu eða annar viðburður leggjum við okkur fram um við gera þinn viðburð einstakan og umfram allt persónulegan, sniðin að þörfum og óskum viðskiptavinarins hverju sinni.

Ef þig vantar aðstoð, ert með spurningar eða vilt bara heyra aðeins í okkur með þinn viðburð þá ekki hika við að senda okkur póst á hello@conceptevents.is eða bara bjalla í okkur. Svo eigum við líka þessa fínu kaffivél ef þú vilt kíkja til okkar og athuga hvort við erum aðilinn sem getum aðstoðað þig með þinn viðburð. Sjáumst!

Flokkar:

Árshátíðir, hautsfagnaðir, vörukynningar, bæjarhátíðir, sjónvarpsþættir, hópefli, fyrirtækjaskemmtanir, fjölskylduhátíðir.

Sviðið

Eyravegur 1d, 800 Selfoss

Sviðið er glæsilegur viðburðarsalur staðsettur á besta stað við Brúartorg í nýja miðbænum á Selfossi. Salurinn er sérhannaður fyrir tónleikahald og hentar einnig mjög vel fyrir veislur og viðburði, fundi og mannfagnaði. Salurinn tekur um 100 manns í sitjandi borðhald og allt að 230 manns í standandi veislur og viðburði. Einnig er hægt að vera með 4-6 manna borð fyrir 140 manns sem hentar vel fyrir smáréttaveislur.

Iceland Challenge

Holtasel , 109 Reykjavík

Ný ferðaskrifstofa hefur bæst í íslensku ferðaskrifstofuflóruna. Iceland Challenge býður upp á einstakar áskoranir í einstöku íslenskri náttúru og umhverfi. Ferðaskrifstofan er stofnuð af Yulia Zhatkina frá Úkraínu, sem kom hingað til lands árið 2022, og Eggerti Guðmundssyni. Með þeim starfar við alþjóðlegt teymi leiðsögumanna, ferðasérfræðinga og sérfræðinga á sviði sölu- og markaðsmála.

Iceland Challenge býður upp á adrenalínfyllt ævintýri í stórbrotinni íslenskri náttúru fyrir þau sem vilja meira en hefðbundnar rútuferðir um Gullna hringinn, en kjósa þau að ferðast í öruggu umhverfi og undir öruggri leiðsögn.

„Okkur finnst að ferðalög eigi að vera sambland af því að uppgötva heiminn og að uppgötva sjálfan sig og við erum sannfærð um að Ísland bjóði upp á einstök tækifæri til þess. Þetta land, sem hefur ítrekað haft áhrif heimssöguna, getur einnig haft djúpstæð áhrif á líf þeirra sem eru reiðubúnir að opna augun fyrir ævintýrum í sínu eigin lífi,“ segir Yulia Zhatkina, annar stofnenda fyrirtækisins.

Ísland laðar sífellt að fleiri ævintýragjarna ferðamenn frá öllum heimshornum í leit að einstökum og ógleymanlegum upplifunum. Iceland Challenge er stofnað til að mæta sífellt aukinni eftirspurn og býður nú upp á fjölbreytt úrval áskorana sem mæta þörfum og óskum viðskiptavina. Sem dæmi má nefna þriggja daga ævintýri þar sem þátttakendur upplifa þrjá íslenska jökla og fá að ganga á skriðjökul, keyra vélsleða, kanna íshella og njóta ískaldrar fegurðar jöklanna úr lofti. Þá er boðið upp á nú daga matar- og náttúruáskorun, þar sem þátttakendur fá að kynnast mismunandi íslenskum matarhefðum í ólíkum landshlutum og skoða náttúruundur landsins samhliða. Ferðasérfræðingar Iceland Challenge hafa sett saman úrval hefðbundinna þjóðlegra rétta og nútíma matargerðarlistar og í ferðinni er einnig heimsóttir margir stórkostlegustu staðir Íslands, svo sem fossar, hverir, eldfjöll og svartar sandstrendur. Loks má nefna þriggja daga ástaráskorun sem m.a. felur í sér heimsókn í baðlón, nudd á snyrtistofu og sögustund um ástir íslenskra landsnámsmanna.

Iceland Challenge býður einnig upp á alhliða ferðaþjónustu, þ.m.t. móttöku, flutninga, hótelgistingu, veitingastaði, afþreyingu, skoðunarferðir, ráðstefnur og þemaviðburði, auk sérgerðra einkaferða fyrir hópa og einstaklinga.

Fyrirtækið vinnur ekki með þeim sem styðja ársá Rússlands á Úkraínu og hyggst gefa hluta af hagnaði sínum til að styðja Úkraínumenn.

Nánari upplýsingar er að finna á vefnum icelandchallenge.is .

Reykjavík Rollers

Skólavörðustígur 6b, 101 Reykjavík

Reykjavík Rollers er rafhjólafyrirtæki sem býður upp á rafhjólaferðir með ferðamenn. Ferðirnar eru fjölbreyttar og eru samblanda af sögu, menningu og fjöri. Við bjóðum einnig upp á sérstakar matarupplifanir ásamt því að bjóða hjólin til leigu til að ferðast um borgina á eigin vegum.

Fjallasýn

Smiðjuteigur 7, 641 Húsavík

Fjallasýn Rúnars Óskarssonar ehf. er rótgróið fjölskyldufyrirtæki í ferðaþjónustu sem hefur sérhæft sig í akstri og skipulagningu ferða um Ísland með sérstaka áherslu á norðausturland, með eða án leiðsagnar.

Við þjónum bæði einstaklingum og hópum eftir þeirra óskum og þörfum. Ökutæki okkar eru til þess fallin að takast á við mismunandi verkefni og aðstæður. Fyrirtækið er með aðsetur í Reykjahverfi, í næsta nágrenni Húsavíkur en það hamlar ekki því að við tökum að okkur verkefni hvar sem er á landinu t.d. til og frá Húsavík, Akureyri, Reykjavík og Keflavík. Við þjónustum íslenska og erlenda hópa sem koma til landsins hvort sem er með flugi eða skemmtiferðaskipum.

AKSTUR og trúss með útivistarhópa

Fjallasýn bíður upp á að aka útivistarhópum milli staða t.d. að upphafspunkti leiðar og sækja þá þangað sem þau hafa hug á að ljúka ferð. Einnig getum við trússað þ.e. flutt farangur milli staða / skála. Fyrirtækið er með höfuðstöðvar í nágrenni Húsavíkur. Þaðan er stutt til margra náttúrperlna með góðum möguleikum til hreyfingar, svo sem Vatnajökulsþjóðgarðs með Jökulsárgljúfrum og Öskju, Mývatn, Flateyjardals ofl. ofl.

Fjallasýn bíður uppá akstur til og frá Húsavíkurflugvelli í tengslum við flug með Flugfélaginu Erni. Ennfremur akstur innanbæjar á Húsavík eða úr næsta nágrenni t.d. í og úr Sjóböðunum.

Öræfaferðir

Ingólfshöfðabílastæði, 785 Öræfi

Öræfaferðir- Frá fjöru til fjalla er lítið ferðaþjónustufyrirtæki sem rekið er af fjölskyldunni á Hofsnesi í Öræfum. Eigendur fyrirtækisins eru Einar Rúnar Sigurðsson (fæddur og uppalinn í Öræfum) og eiginkona hans Matthildur Unnur Þorsteinsdóttir.

Eitt af einkennum Öræfaferða er að í fyrirtækinu starfar eingöngu fjölskyldan sjálf. Við erum virkilega stolt af héraðinu okkar og teljum það vera forréttindi að fá að kynna svæðið fyrir gestum okkar. Einar er eini starfandi fjallaleiðsögumaðurinn hjá Öræfaferðum frá hausti fram á vor, en á sumrin hjálpast fjölskyldan að við að sinna ferðaþjónustunni svo leiðsögumaðurinn í Ingólfshöfða er Einar, Matta konan hans, Ísak Einarsson eða Matthías Einarsson.

Öræfaferðir geta því boðið þér góða og persónulega þjónustu á íslensku.

Öræfaferðir bjóða uppá ýmsa afþreyingu við rætur Vatnajökuls, aðallega fyrir einstaklinga og litla hópa en við getum einnig farið með 100 manna ættarmót í Ingólfshöfðaferð ef því er að skipta.

Ferðir í boði á sumrin:

Ingólfshöfðaferð - Sögu og fuglaskoðun í Ingólfshöfðafriðland.

Við notum heykerru sem dregin er aftan í dráttarvél til að komast að höfðanum, og svo göngum við saman 2-3 km hring um friðlandið

Komdu með heimamönnum í ævintýraferð um einstaka náttúru Öræfa og heyrðu frásögur þeirra af svæðinu.

Heykerruferðin er skemmtileg fyrir alla og gefur ferðinni einstakan sjarma. Gangan upp sandölduna frá heykerrunni upp á höfðann tekur á, en er á flestra færi, en við mælum ekki með að fara í ferðina nema fyrir þá sem treysta sér í 1 1/2 klukkutíma rólega göngu, í hvaða veðri sem er.

Fyrir Íslendinga er best að skoða upplýsingarnar og bóka á íslensku síðunni, við erum yfirleitt með tilboð þar.

Daglegar brottfarir frá Maí - ágúst

LOKAÐ Á SUNNUDÖGUM

Lengd: 2 og 1/2 tími í allt

Verð: 10.000 kr. fullorðnir og 5000 kr. 6-12 ára (þessi ferð hentar ekki yngri börnum en 6 ára en við bjóðum einkaferð sem við köllum Coast Tour sem hægt væri að aðlaga fjölskyldu með yngri börn).

Frá fyrri hluta júní fram í byrjun ágúst bjóðum við Lunda Ljósmyndaferðir í Ingólfshöfða klukkan 5:55 að morgni.

Brottfarir einn til tvo daga í viku, sjá upplýsingar á www.puffintour.is

Við bjóðum einnig ferð sem við köllum Coast Tour, sem einkaferð. Þá ökum við í Land Rover Defender út á fjöruna sitthvorum megin við Ingólfshöfða. Til að komast þangað þurfum við að aka yfir vatnsföll, og svarta sanda. Hofsnes Leirur geta verið einn fallegasti staðurinn á jarðríki í réttum aðstæðum. Við förum þessa ferð allt árið, svo á veturna getur þetta verið frekar ævintýralegt ef aðstæður eru erfiðar.

Á haustin og veturna bjóðum við 5 tíma jöklakönnunar og íshellaferð sem við köllum Ice Tour. Þá ferð er hægt að bóka sem einkaferð, eða kaupa sér sæti í opna brottför, en hámarksfjöldinn er 6 manns í hverri ferð. Einnig erum við með einka Íshellaljósmyndaferðir fyrir 1-5 þáttakendur þar sem þyrla er notuð til að komast í íshella sem eru ekki aðgengilegir fjöldanum auk íshellanámskeiðs fyrir 1-2 þáttakendur.

Á vorin er svo besti tíminn fyrir fjallaskíðaferðir. Við bjóðum Snow Tour, fjallaskíðaferð/snjóbrettaferð á lægri tinda en Hvannadalshnúk, og Mountain Tour, fjallaskíðaferð/snjóbrettaferð á Hvannadalshnúk fyrir 2-6 þátttakendur í einkaferð.

Nánari upplýsingar um brottfarir og bókanir á heimasíðunni. www.FromCoastToMountains.is

LAVA centre

Austurvegur 14, 860 Hvolsvöllur

LAVA – Eldfjalla og jarðskjálftamiðstöð Íslands er allsherjar afþreyingar- og upplifunarmiðstöð sem helguð er þeim gríðarlegu náttúruöflum sem hófu að skapa Ísland fyrir nærri 20 milljón árum síðan og eru enn að. LAVA centre gefur þér ekki aðeins kost á að upplifa þessi náttúruöfl með gagnvirkum og lifandi hætti heldur tengir þig einnig við náttúruna sem við þér blasir; Heklu, Tindfjöll, Kötlu, Eyjafjallajökul og Vestmannaeyjar.

LAVA er “glugginn” inn í  jarðvanginn, Katla Geopark, ásamt því að vera alhliða upplýsinga, sölu- og þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn. LAVA kemur einnig á framfæri, með beinum hætti, upplýsingum um jarðhræringar, eldgos og aðrar náttúruhamfarir í samvinnu við Almannavarnir, Veðurstofu Íslands og lögreglu.

LAVA er kjörinn viðkomustaður fyrir alla sem hafa áhuga á að læra meira um jarðfræði Íslands, sjá og finna fyrir kraftinum sem liggur undir landinu. Lifandi og skemmtileg upplifun fyrir alla fjölskylduna!

Aðgangsverð fyrir sýningu, 12 mínútna kvikmynd og útsýnispall er 3590 kr og fjölskyldu pakki er á 8975 kr (fullorðnir + 1 barn 6-15 ára greiða, aðrir 15 ára og yngri fá frítt).

Allar upplýsingar um verð má finna á heimasíðunni www.lavacentre.is og þar er einnig hægt að kaupa miða fyrirfram. Einnig er auðvelt og fljótlegt að kaupa miða við innganginn. 

Vakinn

Arctic Adventures

Köllunarklettsvegur 2, 104 Reykjavík

Arctic Adventures býður uppá eitt mesta úrval afþreyingarferða á Íslandi og eru starfsstöðvar þess víðsvegar um landið, m.a. í Reykjavík, við Sólheimajökul, í Skaftafelli og á Húsafelli. Þær afþreyingarferðir sem Arctic Adventures býður upp á eru meðal annars jöklagöngur, íshellaferðir, köfun og yfirborðsköfun í Silfru, gönguferðir, hellaskoðun, vélsleðaferðir, hvalaskoðun og útsýnisferðir. 

Arctic Adventures býður bæði upp á dagsferðir og lengri ferðir allt árið, auk þess að taka að sér prívat ferðir, skóla- og fyrirtækjahópa. Arctic Adventures rekur einnig hótel víðsvegar um landið m.a. Adventure Hótel Geirland við Kirkjubæjarklaustur, Adventure Hótel Hof í Öræfum, Hótel Hellissandur og Óbyggðasetrið í Fljótsdal. 

Arctic Adventures er gæða- og umhverfisvottað af Vakanum, gæða og umhverfiskerfi ferðaþjónustu á Íslandi

Jöklagöngur á Sólheimajökli og frá Skaftafelli.

Gönguferðir í Landmannalaugum og Þórsmörk, auk Laugavegsins.

Íshellaferðir í Kötlujökli, Sólheimajökli, Langjökli, Falljökli og frá Jökulsárlóni.

Hellaferðir í Raufarhólshelli.

Köfun/yfirborðsköfun í Silfru á Þingvöllum.

Vélsleðaferðir á Langjökli.

Útsýnisferðir bæði ferðir til að skoða svæðin í kringum Reykjavík og allt landið. 

Þín leið

, 105 Reykjavík

Þín leið er jóga- og ráðgjafarstöð sem leggur áherslu á útijóga og ráðgjöf úti í náttúrunni. Í boði eru jógagöngur og jógaferðir á Íslandi allan ársins hring af fjölbreyttri lengd.


Jógaferðir í boði:

  • Gönguhugleiðsla í Reykjavík
  • Jógagöngur í nágrenni höfuðborgarinnar (síðdegi og kvöld)
  • Dagsgöngur og dagsferðir á SV-, S- og V-landi
  • Umbreytandi ferðir (hlédrag) með jóga og ráðgjafarvinnu
  • Hálendisferðir: Bakpoka- og rútuferðir

Sumar/haust 2021:

  • Síðdegis- og kvöldgöngur ágúst - september 
  • Dagsgöngur með jóga frá ágúst 
  • Jógaferð að Landmannahelli, 10-12.september: Gönguferðir, jóga úti og inni, hugleiðingar til sjálfseflingar
  • Sjálfseflandi ferð í Öræfi, 1.-3.október. Gönguferðir, náttúrujóga, markmiðavinna

Lengd, erfiðleikastig og innihald: 

  • Ferðirnar eru mislangar, frá stuttum gönguhugleiðslum sem taka eina klukkustund og 2 – 3 klst. jógagöngu upp í vikuferðir um hálendið
  • Áreynslan er breytileg, frá frekar léttum „eins skóa“ göngum upp í erfiðari þriggja „skóa“ göngur
  • Áherslan í ferðunum er að njóta náttúrunnar, kyrrðar og samveru. Stunda jóga í náttúrunni og draga athyglina inn á við
  • Ferðirnar ýta okkur úr vananum með því að færa okkur aðeins út fyrir boxið og reyna stundum á eigið þor
  • Löng reynsla af jógaferðum á Íslandi á öllum árstíðum, í mismunandi veðrum og svæðum
  • Jóga er fjölbreytt og því hægt að velja um standandi, sitjandi og liggjandi jógastöður, hugleiðslur, öndunaræfingar, slökun eftir hvað hentar.

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana: hronn@thinleid.is

Berserkir axarkast

Hjallahraun 9 , 220 Hafnarfjörður

Berserkir kasta öxum. Viltu taka æðiskast í góðra vina hópi? Axarkast er tilvalið fyrir alls konar hópa sem hafa gaman af smá keppni. Við tökum við bókunum alla daga vikunnar.

Hvernig á að bóka? Sendu tölvupóst á info@berserkir-axarkast.is, hringdu í síma 546-0456, sendu skilaboð á facebook eða fylltu út form á heimasíðunni okkar https://berserkir-axarkast.is/boka/

Við hlökkum til að sjá þig

Ómur Yoga & Gongsetur

Lyngholti 20 , 603 Akureyri

Verið velkomin í bjarta og fallega yogastöð í hjarta Akureyrar, við Ráðhústorg.

Við bjóðum upp á fjölbreytta yogatíma, gongslökun, yoga nidra og gestakennara (innlenda og erlenda) því okkar hjartans ósk er að þetta sé staður þar sem allar sálir geta lært, vaxið og fengið stuðning til að upplifa jákvæða breytingu á eigin lífi. 

Við erum einnig gongsetur og veitum ráðgjöf um og seljum gong. Við bjóðum einkatíma og námskeið í þessari ævafornu heilunarlist.

Yoga er upprunnið fyrir mörg þúsundum ára. Það kemur frá Indlandi og hefur í raun verið í sífelldri þróun frá upphafi tíma milli kynslóða og kennara. Orðið yoga þýðir yoke eða sameining; tenging.

Ástundun yoga færir okkur jafnvægi innra og ytra og leitast við að gera okkur að heilsteyptari manneskjum sem eru færar um að takast á við lífsins áskoranir af yfirvegun í tengslum við innri styrk.

Vakinn

Special Tours

Geirsgata 11, 101 Reykjavík

Special Tours bjóða uppá ævintýraferðir á sjó fyrir alla fjölskylduna frá gömlu höfninni í Reykjavík. Dæmi um ferðirnar sem eru í boði eru hvalaskoðun, lundaskoðun, sjóstangaveiði, RIB hraðbátaferðir og norðurljósaferðir. Allar ferðirnar eru í boði fyrir einstaklinga, fjölskyldur og hópa.

Special Tours gera út 6 báta og geta því boðið uppá fjölbreytt úrval ferða fyrir einstaklinga og hópa bæði í skipulagðar brottfarir og sérferðir fyrir fyrirtækjahópa, vinahópa o.s.fr. Lengd ferða er allt frá 45 mín. til 3,5 klst.

Sjóstangaveiði er frábær skemmtun fyrir alla aldurshópa. Sjóstangir og hlífðarfatnaður er til staðar og áhöfnin hjálpar til við að gera að aflanum sem er grillaður um borð í lok ferðar við mikinn fögnuð stoltra veiðimanna. Sé afgangs afli er að sjálfsögðu boðið uppá að taka aflann með sér heim.

RIB hraðbátaferðir eru tilvaldar fyrir þá sem vilja meiri hraða og meira stuð í ferðunum. Báturinn tekur allt að 12 manns í dempandi sæti fyrir aukin þægindi og er tilvalinn í skemmtiferðir um sundin en er einnig frábær í 2 klst. hvalaskoðunarferðir út í Faxaflóa. Frábær skemmtun fyrir vinahópa, starfsmannahópa, gæsanir og steggjanir.

Lundaskoðunarferðir eru sérgrein Special Tours enda hefur fyrirtækið farið slíkar ferðir frá árinu 1996. Farþegar okkar komast mjög nálægt eyjunum rétt fyrir utan Reykjavík vegna þess hve grunnt báturinn Skúlaskeið ristir. Stutt og tilvalin ferð fyrir fjölskylduna þar sem ekki þarf að sigla langt út, heildartími ferðarinnar er um 1 klst. og nóg af sætum bæði innandyra og úti.

Norðurljósasiglingar er ógleymanleg ferð þar sem norðurljósin eru elt uppi á sundunum fyrir utan Reykjavík, í fjarlægð frá ljósmengun borgarinnar.

Fyrir nánari upplýsingar um ferðirnar, verð og brottfarartíma bendum við á heimasíðu Special Tours www.specialtours.is. Fyrirspurnir um sérhópa má senda á info@specialtours.is eða hringja í síma 560 8800. 

Fjórhjólaævintýri

Þórkötlustaðavegur 3, 240 Grindavík

Fjórhjólaævintýri ehf býður upp á fjórhjólaferðir í nágrenni Bláa Lónsins (Krýsuvík og Reykjanes) ferðirnar eru frá hálftíma upp í dagsferðir.  Viðbjóðum upp á bestu fjórhjól sem völ er á, vatnsheldan og hlýjan galla, hjálma og vetlinga. Við leggjum metnað í að ferðin verði skemmtileg, þægileg og í sátt og samlindi við náttúru landsins.

Raðaðu saman þínum pakka. Leitið tilboða í minni og stærri hópa info@atv4x4.is  

Þetta eru bara hugmyndir,við getum bætt inn í og tekið út úr:

Bláa lónið, Rúta, Saltfisksetur, Hellaskoðun, Hestaferðir, Hópeflisleikir, Matur, Paintball, Sund, Hjólaferðir, Fundarsalir, dans, Mótorkross, Klifur, gisting o.s.frv.

Auk fjórhjóla bjóðum við uppá ferðir í Buggy og leigum út rafmagnshjól.

First Class ehf.

Lyngás 1a, 210 Garðabær

Á bak við First Class Travel er mikil reynsla í ferðaþjónustu og skapandi starfsfólk sem gerir fyrirtækið að hinum fullkomna félaga í skipulagningu ferða á Íslandi.

Hvataferðir, skipulagning funda og atburðastjórnun .

Skipulagning sérferða fyrir hópa

Sérhannaðar lúxusferðir fyrir einstaklinga og smærri hópa.

Vinsamlegast hafið samband fyrir frekari upplýsingar.

Zipline Akureyri

Þingvallastræti 50, 600 Akureyri

Ekki missa af þessu ævintýri í Glerárgili!

Falin náttúruperla inni í miðjum bæ þar sem fimm sviflínur bíða eftir að zippa þér yfir iðandi á og snarbratta kletta.

Leiðsögumenn leiða þig örugglega í gegnum ævintýralegt árgljúfrið með sviflínum, léttum gönguferðum og misgáfulegum fróðleik.

Kíktu á vefsíðuna okkar til að fá frekari upplýsingar, bóka ferðir eða versla gjafabréf.

Alkemia

Helgafell, 606 Akureyri

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Guðmundur Jónasson ehf.

Vesturvör 34, 200 Kópavogur

Guðmundur Jónasson (GJ Travel) er með víðtæka reynslu af skipulagningu rútuferða og aðra ferðaskipulagningu um allt land fyrir stóra sem smáa hópa. Fyrirtækið á ýmsar stærðir af hópferðabílum og er frumkvöðull þegar kemur að  hálendisferðum. Guðmundur Jónasson (GJ Travel) býður upp á:

  • dagsferðir
  • lengri ferðir
  • tjaldferðir
  • trússferðir (möguleiki að leigja tjöld, dýnur og annan búnað)
  • innanbæjarskutl og margt fleira.

Floti GJ Travel er fyrsta flokks og býður upp á WiFI, þriggja punkta öryggisbelti, loftkælingu og stærri bílar eru með salerni. 

Einnig getum við boðið upp á pakkaferðir þar sem gisting, afþreying, matur og leiðsögn er innifalinn.
Endilega hafið samband til að fá frekari upplýsingar með því að senda tölvupóst á ruta@gjtravel.is, hringja í síma 520-5200 eða hafa samband við okkur á facebook @gjtravelhopferdabilar (Guðmundur Jónasson Hópferðabílar – GJ Travel) 

Pristine Iceland

Hvaleyrarbraut 24, 220 Hafnarfjörður

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Reykjavík Escape

Borgartún 6, 105 Reykjavík

Reykjavik Escape býður upp á fjölbreytt og spennandi flóttaherbergi (escape rooms). Þið eruð læst inni í herbergi og hafið aðeins 60 mínútur til þess að komast út!

Reykjavik Escape er staðsett miðsvæðið í Reykjavík eða í Borgartúni 6.

Flóttaherbergi er ótrúlega spennandi afþreying sem hentar öllum sama hvort um er að ræða vinahópa, fjölskyldur, vinnufélaga eða skólafélaga.

Það þarf aldrei að klifra eða nota krafta. Bara leysa skemmtilegar og spenanndi þrautir í kappi við klukkuna.

Tökum á móti öllum stærðum af hópum. Alveg frá 2 til 50 í einu.

Norðurflug

Bygging 313, Reykjavíkurflugvöllur, 101 Reykjavík

Norðurflug Helicopter Tours er leiðandi þjónustu fyrirtæki í þyrluflugi á Íslandi. Norðurflug státar sig af því að vera stærsta þyrlufélag landsins með fjórar þyrlur starfræktar allt árið um kring. 

Þyrluflug er frábær leið til þess að upplifa og sjá alla þá nátturufegurð sem Ísland hefur upp á að bjóða. Gilin i Þórsmörk, litadýrðin i Landmannalaugum og jöklar landsins eru engum lík. Alveg frá því að tekið er á loft er þyrluflug einstök upplifun og gott tækifæri til þess að sjá landið frá öðru sjónarhorni en flestir eru vanir.

Norðurflug býður upp á margar og fjölbreyttar ferðir, allt frá 36.900 krónum á mann en þær má allar sjá á heimasíðu okkar www.helicopter.is 

Við erum með aðsetur austanmegin á Reykjavíkurflugvelli, á Nauthólsvegi 58d. Netfangið okkar er: info@helicopter.is og símanúmerið: 562-2500.

Michelle Bird Artist - Courage Creativity

Sæunnargata 12, 310 Borgarnes

Listgallerí, hópefli og skemmtun fyrir fyrirtæki, fjölskyldur og saumaklúbba.

Taktu þátt í kraftmikilli listrænni vegferð sem stuðlar að djúpri sjálfstjáningu ásamt því að efla og skerpa samvinnuhæfni. Markmið okkar er að breyta áherslum á frammistöðu og samkeppni innan sköpunar og listasviðsins. Við leiðum þig í gegnum fjöldan allan af bæði áþreifanlegum og huglægum upplifunum. Þetta lifandi umhverfi er hannað til þess að þú náir að komast í flæði.

Það er sama hvort þið eruð vinnufélagar, fjölskylda, félagasamtök eða saumaklúbbur að leita að upplifun til að styrkja samskipti innan hópsins, þessi vinnustofa mun styrkja sambönd og skerpa á ímyndunarafli.

Michelle Bird er listamaður og hún er ástríðufull fyrir því að skapa umhverfi sem dregur fram einstaka listræna tjáningu. Í áratugi hefur hún kennt skapandi hópefli um allan heim í fyrirtækjum, grunnskólum, framhaldsskólum, háskólum, félagasamtökum, vinahópum og jógastúdíóum. 

Víkingaheimar

Víkingabraut 1, 260 Reykjanesbær

Víkingaheimar í Reykjanesbæ er glæsilegt sýningahús sem hýsir nú fimm áhugaverðar sýningar þar á meðal víkingaskipið Íslending sem sigldi til Ameríku árið 2000. Húsnæðið er hannað af hinum margverðlaunaða arkitekt Guðmundi Jónssyni. Nútímaleg hönnun þess undirstrikar fegurð Íslendings.
Aðgengi að safninu er góður fyrir fólki sem á erfitt með gang eða háð hjólastól/göngugrind.  Gjafavara, ráðstefnu- og móttökusalir fyrir öll tækifæri og útisvæði fyrir víkingahátíðir eru einnig til staðar.

Opnunartími er 10 - 16 alla daga og hægt er að bóka morgunmat fyrir stærri hópa. 

Sýningar:

Örlög guðanna
Sýning um norræna goðafræði og goðsögur. Gesturinn er leiddur í gegnum þennan forna hugmyndaheim og goð og goðheimar birtast ljóslifandi á myndrænan og nýstárlegan hátt þar sem myndlist, frásögn og tónlist fléttast saman í eina heild. Sýningin er samin og unnin af viðurkenndum íslenskum samtímalistamönnum og norrænufræðingum sem þarna leiða saman hesta sína til að skapa glæsilegt og nútímalegt listaverk um fornan menningararf.

Víkingar Norður-Atlantshafsins
Sýning um siglingar og landnám norrænna manna og þátt þeirra í landafundum Norður-Ameríku. Sýningin var unnin í samstarfi við Smithsonian stofnunina í Bandaríkjunum.

Víkingaskipið Íslendingur
Skipið er nákvæm eftirgerð af Gaukstaða skipinu, níundu aldar víkingaskipi og sigldi árið 2000 yfir Atlantshafið til að minnast ferðar Leifs Eiríkssonar til Nýja heimsins þúsund árum fyrr.

Landnám á Íslandi
Merkar fornleifar af Suðurnesjum. Minjar um elstu byggð á Reykjanesi, nánar tiltekið frá Vogi í Höfnum og Hafurbjarnarstöðum.

Söguslóðir á Íslandi
Kynning á helstu söguslóðum Íslands unnin í samstarfi við Samtök um sögutengda ferðaþjónustu. Rúmlega 30 staðir, söfn, sýningar, minjar, hátíðir, mannvirki og slóðir ákveðinna sagna er kynnt hér.

Nánari upplýsingar á www.vikingaheimar.is eða í síma 422-2000.

Reykjavík Bike Tours / Reykjavik Segway Tours

Hlésgata street, Reykjavík Old Harbor (no house no), 101 Reykjavík

Reiðhjólaferðir, hjólaleiga, Segway ferðir, Game of Thrones ferðir.

Reiðhjól, reiðhjólaferðir, reiðhjólaleiga, hjól, hjólaferðir, hjólaleiga.

Segway ferðir um Reykjavík með leiðsögn.

Dagsferðir frá Reykjavík með leiðsögn með og án reiðhjóla.

Norðurljósaferðir.

Gönguferðir um Reykjavík - almenn kynnisferð - gönguferðir með áherslu á mat og smökkun

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Stefán & Ursula

 

Viðburðastofa norðurlands ehf.

Skipagata 9, 600 Akureyri

Viðburðastofa norðurlands býður upp á úrvalsþjónustu í tengslum við hvers konar viðburði og skemmtanahald.  Viðburðastofa norðurlands er framsækið fyrirtæki og mun alltaf leitast við að vera með ferska þjónustu og þær nýjungar sem markaðurinn óskar eftir hverju sinni.

Viðburðastofa norðurlands mun skila af sér þjónustu sem prýðir hvern þann viðburð og hverja þá veislu sem gjöra skal.

Viðburðarstofa norðurlands sérhæfir sig í verkefnum og viðburðum af ýmsu tagi. Innanborðs eru einstaklingar sem undanfarin ár hafa myndað tengsl sem gefur viðskiptavinum tækifæri til að sækja þjónustu sem byggð er á þekkingu og tengslum á svæðinu.

Ef þú ert með fyrirspurn varðandi verð eða þjónustu þá er einfaldast að hafa samband við okkur á netfangið vidburdastofa@vidburdastofa.is

Atlantsflug - Flightseeing.is

Skaftafell terminal - Flugvallarvegur 5, 785 Öræfi

Atlantsflug býður uppá útsýnisflug í flugvélum eða þyrlum allt árið um kring frá flugvelli okkar í Skaftafelli ásamt því að taka að sé fjölbreytt sérverkefni um allt land. Flugfloti okkar hefur verið sérstaklega valinn til þess að sinna útsýnisflugi þar sem allir farþegar njóta besta útsýnis sem völ er á.

Atlantsflug hefur boðið uppá útsýnisflug frá árinu 2004 og byggir því fyrirtækið á traustum grunni og mikilli sérþekkingu á okkar sviði, sem tryggir viðskiptavinum okkar hámarks upplifun, þjónustu og öryggi. Árið 2018 hlaut félagið Luxury Travel Guide‘s Lifestyle Award sem Ferðasali Ársins á Íslandi 2018/2019.

Við bjóðum upp á persónulega þjónstu, sem hentar sérstaklega vel fyrir smærri hópa. Yfir vetrartímann bjóðum við uppá samsetta íshella og þyrluferð frá Skaftafelli.

Ásamt því að bjóða uppá útsýnisflug hefur félagið mikla reynslu af einkaflugum og hvers kyns leiguflugum fyrir einstaklinga og/eða hópa. Vélar okkar eru einnig útbúnar opnanlegum gluggum sem henta einstaklega vel í ljósmyndaflug.

Hikið ekki við að hafa samband fyrir frekari upplýsingar

Keiluhöllin Egilshöll

Fossaleyni 1, 112 Reykjavík

Keiluhöllin í Egilshöll er einn glæsilegasti keilusalur í Evrópu, og þó víðar væri leitað. Boðið er upp á 22 keilubrautir af fullkomnustu gerð.  

Hjá okkur er gaman að eiga afmæli. Afmælisbörn á öllum aldri njóta dagsins umvafin vinum og fjölskyldu.

Sportbar á að hafa sál og hjarta. Þangað kemur venjulegt fólk og deilir ástríðu og tilfinningum. Við erum með þrjú risatjöld og tugi sjónvarpsskjáa – Boltatilboð af mat og drykk yfir öllum leikjum.  

Keiluhöllin í Egilshöll er fullkominn staður fyrir hópinn þinn. Vinahópar, vinnuhópar, afmælishópar, steggjanir, gæsanir og hópefli.  

Pink Iceland

Hverfisgata 39, 101 Reykjavík

Pink Iceland sérhæfir sig í skipulagningu brúðkaupa & ferða á Íslandi með sérstaka áherslu á að skapa dásamlegt viðmót fyrir hinsegin ferðamenn. Þjónustuviðmót Pink Iceland er góðmennska og svo lengi sem gestir eru sammála því og bera virðingu fyrir náunganum þá eru allir velkomnir. Pink Iceland var stofnað árið 2011 og hefur getið sér framúrskarandi orðspor sem besti brúðkaupsskipuleggjandi Íslands og býður einnig uppá mikils metnar ferðir fyrir einstaklinga og hópa. Bæði eru það sérsniðnar „hinsegin ferðir“ þar sem er lagt upp með fordómalaust viðmót í samstarfi við útvalda aðila sem geta uppfyllt kröfur fyrirtækisins sem og ferðir fyrir alla sem deila gildum góðmennskunnar.Pink Iceland vann til Nýsköpunarverðlauna SAF árið 2012 og einnig árið 2023 en það er í fyrsta skipti sem fyrirtæki hlýtur þau verðlaun tvisvar. ´  

Pink Iceland var stofnað árið 2011 og hefur getið sér framúrskarandi orðspor sem besti brúðkaupsskipuleggjandi Íslands og býður einnig uppá mikils metnar ferðir fyrir einstaklinga og hópa. 

Bæði eru það sérsniðnar „hinsegin ferðir“ þar sem er lagt upp með fordómalaust viðmót í samstarfi við útvalda aðila sem geta uppfyllt kröfur fyrirtækisins sem og ferðir fyrir alla sem deila gildum góðmennskunnar.

Pink Iceland vann til Nýsköpunarverðlauna SAF árið 2012 og einnig árið 2023 en það er í fyrsta skipti sem fyrirtæki hlýtur þau verðlaun tvisvar. Árið 2023 fékk Pink Iceland einnig verðlaun sem Favourite Destination Wedding Planner á RSVP ráðstefnunni, einni þeirra virtustu fyrir brúðkaupsskipuleggjendur.  

 

Vakinn

Eldhestar

Vellir, 816 Ölfus

Hestaleigan Eldhestar var stofnuð árið 1986. Markmiðið með stofnun þess var að bjóða bæði innlendum og erlendum ferðamönnum upp á hestaferðir um svæði sem ekki voru aðgengileg á annan hátt. Í upphafi var áhersla lögð á að gefa fólki kost á að upplifa Hengilssvæði og þær mörgu náttúruperlur sem þar er að finna, eins og Reykjadal, Marardal, Kattartjarnir svo fátt eitt sé nefnt.

Í dag bjóða Eldhestar upp á fjölmargar hálfdags- og dagsferðir í næsta nágrenni við jörðina Velli í Ölfusi. Ferðirnar eru mjög fjölbreyttar  og má t.d. nefna ferð 3C- Horses and Hot Springs, sem býður upp á fallegt útsýni yfir Ölfusið og fjölbreytta reiðleið meðfram Reykjafjalli. Einnig ferð 3B- Soft River Banks. Þessi ferð er eingöngu ætluð vönum reiðmönnum og liggur að Ölfusárbökkum.  Ferð 5A – The Hot Springs Tour er ein af dagsferðum Eldhesta í Reykjadal, ein af vinsælustu hestaferðum landsins.  Annars bjóða Eldhestar bjóða upp á hestaferðir frá 1 klst og upp í 7 daga ferðir. Allar styttri ferðirnar eru ætlaðar jafnt vönum sem óvönum. Allar hestaferðir fyrirtækisins hefjast á Völlum, hins vegar teygja lengri ferðirnar anga sína nánast um land allt. Sumarið 2019 voru Eldhestar með 380 hross á Völlum, þannig að alltaf eru til hestar við allra hæfi. Athugið að Eldhestar eru staðsettir á Völlum í Ölfusi, einungis í um 30 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík.

Eldhestar bjóða einnig upp á samsettar ferðir, þar sem hægt er að fara á hestbak að morgni og síðan í einn af eftirfarandi möguleikum;  flúðasiglingar, hvalaskoðun, gönguferð í Reykjadal,  sem og hjólreiðaferð um Reykjavík  svo fátt eitt sé nefnt. Veitingar eru innifaldar í hluta af hestaferðum fyrirtæksins. Léttur hádegisverður er innifalinn í öllum samsettum ferðum fyrirtæksins, auk þess sem boðið er upp á fiskisúpu í vissum ferðum sem og kaffi og heimabakað í ferð 2A – The Heritage Tour.

Í júní árið 2002 tóku Eldhestar í notkun lítið sveitahótel. Hótel Eldhestar er í dag búið 36 tveggja manna herbergjum og einu fjölskylduherbergi, ásamt matsal sem tekur um 120 manns. Heitir pottar eru við hótelið.  Hótel Eldhestar var fyrsta hótelið á Íslandi til að fá norræna umhverfismerkið, Svaninn. Hótel Eldhestar býður upp á þægilegt andrúmsloft, kyrrð og ró sveitasælunnar, en samt aðeins í seilingarfjarlægð frá Reykjavík.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana í síma 480 4800 eða info@eldhestar.is

Eldhestar eru 2021 Travellers’ Choice – Tripadvisor.

Iceland by Guide

Skólavörðustígur 30, 101 Reykjavík

Viltu upplifa Ísland með þínum hætti? Ég er hér bara fyrir þig! Ísland með leiðsögumanni (Iceland by Guide) er hannað til að lengja líf þitt og gera það frábært á ferðalögum. Ég Birgir Jóa (Bijo) ásamt vinum mínum, hönnum og skipuleggjum, ökum og leiðsegjum þér ævintýrinu þínu á Íslandi. Þú upplifir allt frá því að vera einn í náttúrunni og slaka á yfir í að sjá nýja náttúruupplifun á hverjum klukkutíma. Þú upplifir og tekur myndir og ert með frábæra sögu til að segja vinum frá þegar þú kemur heim.

Iceland by Guide er með sérsniðnar lausnir fyrir einstaklinga og hópa sem ferðast saman til Íslands.

Arctic Surfers

Eyjaslóð 3, 101 Reykjavík

Arctic Surfers sérhæfir sig í ævintýraferðum sem viðkoma brimbrettum (SURF) og róðrabrettum (SUP) fyrir einstaklinga og/eða litla hópa. 

Við hjá Arctic Surfers höfum brennandi áhuga á að skoða og upplifa Ísland. Starfsfólk okkar hefur ferðast um allt landið í meira en 20 ár, í leit að öldum og kjöraðstæðum til þess að stunda vatnasport. Hjá Arctic Surfers leggjum við áherslu á að byggja upp ferðaáætlanir sem ganga þvert á hina hefðbundnu orlofsupplifun með það að markmiði að þín upplifun verði einstök.

Brimbrettaferðir (Surf)

Við erum með yfir 20 ára reynslu af brimbrettum við Íslandsstrendur og bjóðum því upp á öruggt ævintýri þar sem þín upplifun er ávallt í forgangi. 

Helgarnámskeið:
Á þessu námskeiði er farið yfir helstu atriði sem vert er að hafa í huga þegar byrjað er að surfa á Íslandi. Við leggjum áherslu á öryggi, hvernig á að lesa í veður- og sjóspár, hvernig búnað skal nota og hvernig skal umgangast búnað svo ekki sé talað um tvo heila daga á vettvangi í bestu mögulegum aðstæðum. Stútfull helgi af surfi!

Lengd ferðar: föstudagur til sunnudags (valdar helgar yfir sumartímann)   

Fyrir hvern: Byrjendur og fyrir þá sem eru að byrja að fóta sig í heimi brimbretta á Íslandi. Allir 16 ára og eldri geta tekið þátt og enginn fyrri reynsla nauðsynleg. Takmarkað pláss.

Dagsferðir:
Í hverri ferð er leitast við að bjóða upp á bestu mögulegar aðstæður í samræmi við færni surfarans hverju sinni. Hver staður er ævintýri í sjálfu sér.

Lengd ferðar: 6-8 klst

Fyrir hvern: Aðeins ætluð þeim sem þegar hafa náð undirstöðuatriðunum. Lágmarksþátttaka eru tveir einstaklingar

Róðrabretti (SUP)

Búnaðurinn okkar er fyrsta flokks og gefur möguleika á mismunandi róðri því á örskotsstundu er hægt að breyta brettunum okkar í kajak (sit on top). Hér geta allir tekið þátt því róðrabretti er mjög byrjendavænt sport sem gefur margvíslega möguleika á að skoða og upplifa vötn, ár, firði og strandlínur Íslands. Það eru margir staðir sem vert er að skoða og við veljum hvert er best að fara hverju sinni allt eftir veðri, vatnsaðstæðum og þínum óskum. Að ferðast um á róðrabretti er sannarlega ótrúleg leið til þess að komast nær náttúrunni og uppgötva Ísland frá öðru sjónarhorni en áður.

Fjölskylduferðir:
Farið er yfir helstu undirstöðuatriði og nágrenni Reykjavíkur skoðað á sjó eða vatni. Mögnuð upplifun fyrir fjölskyldur og litla hópa þar sem allir geta tekið þátt. 

Lengd ferðar: 2-3 klst   

Fyrir hvern: Allir geta tekið þátt og enginn fyrri reynsla nauðsynleg, litlir hópar 4-5 einstaklingar.

Dagsferðir:

Farið er yfir helstu undirstöðuatriði þar sem leitast er við að bjóða upp á bestu aðstæður hverju sinni. Hver staður er ævintýri í sjálfu sér og magnað að upplifa náttúru Íslands af róðrabretti.

Lengd ferðar: 6-8 klst   

Fyrir hvern: Allir geta tekið þátt og enginn fyrri reynsla nauðsynleg, lágmarksþátttaka eru tveir einstaklingar.

Hópefli og/eða hvataferðir:

Er einhver að fara að gifta sig og langar ykkur að sprella með gæsinni eða steggnum? Á að hrista vinnustaðinn saman? Við búum til stórskemmtileg tækifæri fyrir litla vinahópa og/eða vinnustaði þar sem leikur og skemmtun er meginmarkmiðið.

Vertu í sambandi við okkur og við sníðum ævintýrið eftir ykkar þörfum

Sendið okkur póst á info@arcticsurfers.com fyrir nánari upplýsingar.

Hlökkum til að sjá ykkur í sumar

Snekkjan

Ægisgarður 5G, 101 Reykjavík

Upplifðu Ísland á nýjan og einstakan hátt frá sjó. Harpa Yachts býður uppá sérferðir fyrir hópa sem eru sérsniðnir til að hæfa öllum.  Ferðirnar sem við bjóðum uppá geta verið hluti af viðameiri hópeflis- eða hvata-ferð í samstarfi við önnur fyrirtæki eða staðið einar og sér sem stuttar dagamuns ferðir.

Viltu bjóða starfsfólkinu uppá einstaka upplifun, eitthvað sem talað verður um í lengri tíma, hafðu þá samband og láttu okkur þá hjálpa þér að skipuleggja einstaka upplifun.

Geo Travel

Geiteyjarströnd 1, 660 Mývatn

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Hoppland

Bakkatún 5, 300 Akranes

Við bjóðum upp á eina skemmtilegustu afþreyingu á Íslandi. Komdu og prufaðu að hoppa niður 10 metra út í sjó. Fullkomið fyrir fjölskyldur, vinahópa, vinnustaði eða bara alla sem vilja skora á sjálfa sig. 

Hlökkum til að sjá ykkur.

Opið frá 13:00-20:00 um helgar fram til 1. júní og alla daga eftir það. 

Highland Base Kerlingarfjöll

F347, 801 Selfoss

Highland Base Kerlingarfjöll er heilsársáfangastaður með fjölbreyttri gistiaðstöðu, veitingastað, böðum og ótal afþreyingarmöguleika - kjörinn staður til að hefja upplifunina á miðhálendi Íslands. Hvort sem þú kýst tjald, skála eða hótelsvítu þá höfum við gistingu við allra hæfi. Kerlingarfjöll er hinn fullkomni heilsársstaður fyrir ævintýrafólkið.

Veitingastaður Highland Base, sem státar af borðsal í fjallastíl með stórfenglegu útsýni, býður upp á næringarríkan og ljúffengan mat sem heldur stemningunni huggulegri og gefur orku fyrir næsta ævintýri. 

Highland Base er sælustaður uppi á öræfum. Einstök og ósnortin náttúra hálendisins er uppspretta ævintýra allt árið um kring. Í Kerlingarfjöllum býðst spennandi útivist fyrir alla, frá gönguferðum og fjallahjólreiðum til fjallaskíða og vélsleða. 

Hótelið er vel búið til að taka á móti hópum allan ársins hring og býður umhverfið í Kerlingarfjöllum upp á spennandi útivist fyrir hópefli og hvataferðir, félagasamtök, vinahópa og vinnustaði.

Sena ehf.

Hagasmári 2, 201 Kópavogur

Sena býður upp á sérþekkingu í útfærslu á viðburðum fyrir bæði fyrirtæki og einstaklinga. Að hverju verkefni kemur kröfugt teymi sem nýtir viðtæka reynslu og sérþekkingu hvers og eins til að skapa óviðjafnanlega heildarmynd. Ógleymanleg upplifun er okkar fag.

Keran Stueland Ólafsson / Travel-West

Breiðavík, 451 Patreksfjörður

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Iceland Untouched

Meistaravellir 11, 107 Reykjavík

Allar ferðir okkar eru gerðar í kringum hugmyndir okkar um óhefta, óspillta, ótamda og ósnortna náttúru Íslands. Frá okkar sjónarhóli er það sem gerir Ísland svona einstakt og ætti að njóta þess og muna sem svo. Með margra ára reynslu að baki viljum við halda okkur úr alfaraleið og í burtu frá mannfjöldanum á alla vegu.

Við getum með sanni sagt að við upplifum alltaf þá einstöku „Alein/n í heiminum“ tilfinningu á ferðum okkar og njótum þess sem náttúran hefur upp á að bjóða til fullnustu.  Við erum starfrækt allt árið víðsvegar um Ísland og leggjum megin áherslu á gæði umfram magn.

Við ferðumst aðeins í litlum hópum með faglærðum leiðsögumönnum, upplifum okkar menningu, njótum hágæða matseldar og við erum auðvitað alltaf nálægt náttúrunni.

Flestar ferðirnar okkar eru sérsniðnar fyrir viðskiptavini okkar og verð getur því verið mismunandi eftir eftirspurn og ferðalýsingu. Fyrir brottfarir, verð, bókanir og aðrar fyrirspurnir vinsamlega hafið samband:

info@icelanduntouched.com
Sími: 696-0171
Sími: +1(857)3423157

Arctic Exposure

Skemmuvegur 12 (blá gata), 200 Kópavogur

Arctic Exposure er ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í jeppaferðum um Ísland. Við bjóðum upp á ferðir frá Reykjavík á sérútbúnum jeppum. Við setjum saman ferðir sem henta hverjum og einum allt frá einstaklingum upp í hópa.

Jöklaferðir, hálendisferðir, íshellaferðir, gönguferðir. Ferðirnar henta vel fyrir hverskonar hópa eins og vinnustaðahópa, saumaklúbba, gönguhópa, ljósmyndaklúbba og alla sem langar til að kynnast landinu okkar á nýjan hátt. Við höfum sérhæft okkur í gegnum árin í ljósmyndanámskeiðum og leiðsögumenn okkar þekkja landið einstaklega vel og þá sérstaklega óþekktari náttúruperlur um land allt.

Hringdu eða sendu okkur tölvupóst og saman skipuleggjum við ferð fyrir þinn hóp.

Vakinn

Hidden Iceland

Fiskislóð 18, 101 Reykjavík

Hidden Iceland er fjölskyldurekið ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í dagsferðum sem og pakkaferðum hér á landi. Við leggjum mikið upp úr því að bjóða upp á persónusniðnar ferðir með litlum hópum, að hámarki 12 manns, um land allt.

Í öllum ferðum Hidden Iceland fer reyndur leiðsögumaður með hópinn sem fræðir og skemmtir en umfram allt sér til þess að fyllsta öryggis sé gætt. Leiðsögumenn okkar hafa allir áralanga þjálfun, þekkingu á Íslandi, sögunni og jarðfræðinni. Við höfum hannað ferðirnar okkar þannig að við værum ekki bara spennt heldur stolt að taka fjölskyldu okkar og vini með í för til að upplifa töfra Íslands.

Áætlunarferðir
Hidden Iceland býður upp á úrval dags og pakkaferða frá Reykjavík. Hvort sem það er dagsferð um gullna hringinn í náttúruböðum og matarupplifun, tveggja daga ævintýraferð um suðurströndina endilanga með jöklagöngu á einum af stórkostlegu jöklunum innan Vatnajökulsþjóðgarðs eða fjögurra daga ferðalag um vestfirsku fjöllin og firðina.

Sérferðir og ferðaskipulagning
Hidden Iceland býður einnig upp á sérferðir fyrir pör og hópa hvort sem að það eru dagsferðir frá Reykjavík eða lengri ferðir hringinn í kringum landið. Ferðirnar eru allar sérsniðnar að hverjum hóp fyrir sig, með eða án leiðsagnar, þar sem Hidden Iceland sér um að bóka gistingu, afþreyingu og samgöngur.

Hvataferðir og fyrirtækjapakkar
Við bjóðum upp á ýmsar spennandi hvataferðir og fyrirtækjapakka sem er sérsniðinn að þínum hóp. Tilvalið fyrir árshátíðarferðina, stórafmælið eða hópeflið. Hafið samband við Hidden Iceland og við setjum saman fullkomna ferð fyrir þinn hóp.

Þá er ekkert annað að gera en að reima á sig gönguskónna og slást í för með okkur í næsta ævintýri! Við hlökkum til að fá ykkur með.

Frekari upplýsingar má nálgast á www.hiddeniceland.is eða senda tölvupóst á info@hiddeniceland.is

Náttúruhlaup

Stórhöfði 33, 110 Reykjavík

Náttúruhlaup er spennandi, nýr valkostur fyrir skokkara og langhlaupara þar sem valdar eru náttúrulegar hlaupaleiðir utan gatnakerfisins. Hlaupið er á manngerðum stígum, kindaslóðum eða yfir móa, tún, fjöll og mela, hvert sem leið liggur um íslenska náttúru.

Náttúruhlaup kallar á annan búnað og öðruvísi hugsunarhátt en hefðbundið götuhlaup. Boðið er reglulega upp á grunnnámskeið í náttúruhlaupum fyrir alla getuhópa. Einnig er má gerast áskrifandi að virku hlaupasamfélagi. Að auki eru í boði hlaupaferðir bæði innanlands og erlendis.

ONE LUXURY

Skútuvogur 8, 104 Reykjavík

One ehf was founded in August 2021 and the main purposes of the company are transportation
of passengers, car rental and specialized security.
 

One ehf is owned by Höldur ehf (55%), Gottskálk Þ. Ágústsson (15%), Haukur B. Sigmarsson (15%) and Sigurður J. Stefánsson (15%). 

One ehf is registered at Tryggvabraut 12, 600 Akureyri but the office and main operation is at Skútuvogur 8, 104 Reykjavík. 

One ehf does not own any vehicles by itself, but instead leases and rents vehicles from Höldur ehf.

One ehf is an Authorized Day Tour Provider by The Icelandic Tourist Board.

One ehf holds a licence for Professional Security Services for individuals and private events, issued by The National Commissioner of the Police. 

One ehf
offers the following services:
 

Airport
transfers
 

Point to
point transfers
 

Chauffeur
service
 

Private Day
Tours
 

Personal
Security Services
 

Security for
Private Events and Access Control.
 

Transport
coordination for large groups or events.
 

  

Vehicle
categories:
 

Luxury Sedan
(Audi A8L or similar)
 

Business SUV
(Land Rover Discovery/BMW X5/Mercedes-Benz GLE)
 

Business
Minivan (Mercedes-Benz V-Class)
 

Modified 4x4 (Toyota Land Cruiser "35)

One ehf is primarily a „business to business“ company, supplier of service for other companies, like hotels, DMC´s and travel agencies.  

Iceland Activities

Mánamörk 3-5, 810 Hveragerði

Iceland Activities er fjölskyldufyrirtæki sem hefur gríðar mikla reynslu af ferðamennsku á Íslandi og spannar sú reynsla yfir 30 ár.

Við leggjum metnað okkar í að sýna fólki Ísland og Íslenska náttúru á annan hátt en aðrir gera, þannig að það tengist náttúrunni bæði með fræðslu og einnig með því að fara aðeins út fyrir fjölsóttustu svæðin þar sem náttúrufegurðin er jafnvel enn meiri en á hinum hefðbundu svæðum, og þar liggur styrkur okkar í því hversu vel við þekkjum Ísland. 

Við leggum mikinn metnað í allar okkar ferðir og höfum eitt markmið að leiðarljósi að fólk sem ferðast með okkur sé ánægt og upplifi sem mest.

Helstu ferðirnar sem við bjóðum uppá eru:

  • Fjallahjólamennsku og fjallahjólaferðir
  • Brimbrettaferðir og kennsla.
  • Gönguferðir.
  • Hellaferðir.
  • Jeppaferðir.
  • Snjóþrúguferðir
  • Starfsmannaferðir og hvataferðir
  • Skólaferðir
  • Zipline

Við erum staðsettir í Hveragerði rétt við þjóðveg eitt um 40 km frá Reykjavík.

Ferðirnar okkar henta mjög breiðum hópi bæði í aldri og getu þar sem þær eru allt frá rólegum fjölskylduferðum upp í adrenalin ferðir.

Iceak

Draupnisgata 7, 603 Akureyri

IceAk er 3. kynslóðar fjölskyldu fyrirtæki sem sérhæfir sig í jeppaferðum frá Akureyri og nágreni allt árið um kring. Við bjóðum upp á úrval dagstúra til allra helstu náttúruperlna á Norðurlandi ásamt sérvöldum Extreme jeppaferðum til staða sem fáir eða engir aðrið fara á.
Við getum einnig boðið upp á lengri ferði í gegnum samstarfsaðila okkar.

Við notum sérútbúna jeppa fyrir 4-14 farþega í allar okkar ferðir þannig að grófir slóðar eða snjór er engin fyrirstaða fyrir okkur. Við leggjum okkur fram um að ferðir með okkur séu ógleimanlegur tími spennu og gleði.

Fyrir neðan eru nokkrar af þeim ferðum sem við bjóðum upp á:

Vacated valley Off-road Tour
Mývatn  Off-road Tour
Laugarfell Off-road Tour
Flateyjardalur Off-road Tour
Askja Off-road Tour
The Diamond circle Tour
Mývatn  Tour
Dettifoss Tour
Laufás Tour
Goðafoss Tour

Fleiri ferðir koma fljótlega.
ATH!! Hægt er að aðlaga allar okkar ferðir að þínum óskum.

Ef þú finnur ekki það sem þú leitar að á meðal okkar fyrirframskipulagðra ferða þá hvetjum við þig til að hafa samband og við sérsníðum túr eftir þínu höfði.

Iceland-Europe Travel

Grandagarður 16, 101 Reykjavík

Iceland Europe Travel býður upp á spennandi sérferðir fyrir  til Asíu allt árið um kring. Í boði eru fjölbreyttar ferðir, sérsniðnar að hverjum hóp og ávalt er lagt upp úr því að bjóða upp á það  besta í þjónustu og aðbúnaði. Sérstök áhersla er lögð á að kynnast sögu, menningu og daglegu lífi á hverjum stað með leiðsögn heimamanna.

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Sagaevents ehf.

Hverfisgata 39, 101 Reykjavík

Sagaevents er viðburða- og ferðaþjónustufyrirtæki með áralanga reynslu af skipulagningu, hönnun og framkvæmd viðburða af öllu tagi. Sagaevents hefur verið starfandi frá árinu 2002 og hefur frá stofnun sérhæft sig í að skapa ógleymanlegar upplifanir, stórar sem smáar. Meðal verkefna eru hvata- og hópaferðir, árshátíðir, gala kvöldverðir, fyrirtækjaviðburðir, ráðstefnur, brúðkaup, tónleikar, beinar útsendingar, verðlaunaafhendingar og margt fleira. 

Sagaevents hefur frá upphafi lagt áherslu á að skapa einstakar upplifanir í sátt og samlyndi við umhverfið, gesti og birgja. Við höfum skapað traust tengslanet við listamenn, veitingaaðila, tæknifólk, viðburðastaði, leiðsögumenn og starfsfólk ferðaþjónustunnar. Við nýtum reynslu okkar, ástríðu og sköpunarkraft til að gera drauma viðburð eða ferðalag viðskiptavina okkar að veruleika.  

Við leggjum mikið uppúr góðu samstarfi þegar kemur að hugmyndavinnu. Þegar línur hafa verið lagðar útfærir Sagaevents hugmyndirnar, leggur fram kostnaðaráætlun og sér svo um framkvæmd og skipulag. Við vinnum innan þess ramma sem þú setur, en gætum þess á sama tíma að setja skapandi hugsun og skemmtilegum lausnum engin mörk. 

Þegar þú velur Sagaevents tryggir þú að þú vinnir með reynslumiklum, heiðarlegum og traustum aðilum, fullum af sköpunarkrafti með það að markmiði að gera þínar hugmyndir að veruleika. 

Sagaevents er aðili að Ráðstefnuborginni Reykjavík / Meet in Reykjavik og hvatningaverkefninu Ábyrg Ferðaþjónusta auk þess að vera með ferðaskrifstofuleyfi frá Ferðamálastofu. 

Ferðaþjónustan Bakkaflöt

Tungusveit, 560 Varmahlíð

Bakkaflöt er fjölskyldurekið fyrirtæki sem byrjaði með gistingu og veitingar árið 1987. Erum með gistingu í smáhýsum með sérbaði, herbergjum með sameiginlegu baði, stærri sumarhúsum og tjaldstæði. Sundlaug, heitir pottar, veitingastaður og bar á staðnum. 

Frá árinu 1994 höfum við boðið upp á fljótasiglingar niður Austari og Vestari jökulsá. 

Í sumar(2020) erum við með tilboð í Vestari jökulsá: 11.900 kr á mann. 8.000 kr fyrir 9-12 ára. 

Frábær ferð um skemmtilegt landslag. Stoppað til að fá sér kakó úr heitri uppsprettu og svo er auðvitað stoppað við stökk klettinn og þeir sem vilja stökkva ofan í ána. 

Bjóðum einnig upp á Sit on top Kayak ferðir niður Svartá, Paintball, Þrautabraut og Loftbolta. 

Á staðnum: Gisting í smáhýsum með sérbaði, stærri sumarhúsum, herbergjum án baðs, tjaldstæði, lítil sundlaug og heitir pottar, veitingastaður og bar.

Amazing Iceland travel ehf.

Melgerði 36, 200 Kópavogur

Amazing Iceland er lítið fjölskyldu fyrirtæki með stórt hjarta og leyfisveitingar á hreinu. Við erum með gott tengslanet sem gerir okkur kleyft að bjóða upp á alskonar ferðir í því himnaríki sem Íslandi er.

Við getum sniðið ferðir að þínum þörfum hvort sem er ljósmynda eða gönguferðir eða fjallaklifur og jökla ferðir. Þín ósk er okkar ánægja. Minni hópar eru okkur hjartfólgnir þar sem við getum á þann hátt veitt betri og nánari þjónustu en ella. Hópar frá 1 - 6 persónum finnst okkur skemmtilegastir en við getum einnig tekið við stærri hópum.

Afslappað andrúmsloft, hvort sem er í dags eða ævintýraferðum er okkur hjartans mál þar sem þín upplifun er okkar megin markmið og að tryggja að þú getir notið landsins og þess sem það hefur uppá að bjóða.

Láttu okkur um að aka þér um landið, kynna þig fyrir landinu með okkar sérsniðnu persónulegu þjónustu meðan þú slakar á og nýtur þess sem er í boði.

Leiðsögumenn okkar geta boðið upp á:

  • Jarðsögulega ferðamennsku
  • Sögu forfeðra okkar og landnáms
  • Ljósmyndaferðir
  • Jökla og klifur ferðir
  • Fjalla og gönguferðir
  • Fjallahjólamennsku eða mótorhjólaferðir
  • Kayak ferðir
  • eða einfalda gönguferð um borg og bæi

Hvað svo sem er á óskalista þínum getum við aðstoðað þig með að strika út.

Leyfi:

  • Rekstrarleyfi fyrir bíla
  • Jeppi– með leyfi fyrir 8 farþega
  • Rútur fyrir 9 farþega eða fleiri
  • Ferðaþjónustu leyfi
  • Jöklaferða leyfi
  • Wilderness first responder (skyndihjálp í óbygðum)

Icelandic Lava Show

Víkurbraut 5, 870 Vík

Upplifðu alvöru rennandi hraun í návígi! Ógleymanleg skemmtun!

Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal endurskapar aðstæður eldgoss með því að hita hraun upp í 1100°C og hella því svo inn í sýningarsal fullum af fólki! Hvergi annars staðar í heiminum getur fólk upplifað rauðglóandi hraun í svo miklu návígi með öruggum hætti. Frábær sýning sem samtvinnar á einstaklega eftirminnilegan máta fræðslu, skemmtun og heimsklassa upplifun þar sem efniviðurinn er rennandi hraun! Sannkölluð veisla fyrir skynfærin og ógleymanleg upplifun fyrir unga sem aldna. 

Icelandic Lava Show er hugarfóstur hjónanna Júlíusar Inga Jónssonar og Ragnhildar Ágústsdóttur en hugmyndin kviknaði þegar þau fóru upp að gosinu á Fimmvörðuhálsi árið 2010 og sáu hraunfossinn og ótrúlegt samspil hraunsins við ísinn allt um kring. Í lok árs 2015 sagði Júlíus starfi sínu lausu og hafa þau hjónin unnið að því að koma fyrirtækinu á laggirnar æ síðan. Það var svo í september 2018 sem Icelandic Lava Show opnaði dyr sínar fyrir gestum og gangandi og viðtökurnar hafa verið hreint frábærar líkt og sjá má á einkunnasíðum á borð við TripAdvisor og Google Maps. Hér er því um að ræða ungt og efnilegt fjölskyldusprotafyrirtæki sem er vel þess virði að heimsækja.

Nánari upplýsingar:

  • Lengd: ca 45-50 mínútur (fer eftir fjölda spurninga og stemmningu í salnum)
  • Aldur: Hentar öllum aldurshópum (en börn þurfa að vera í fylgd fullorðinna)
  • Staður: Víkurbraut 5, Vík í Mýrdal (í gamla Kaupfélagshúsinu)
  • Stund: fastir sýningartímar þar sem það tekur marga klukkutíma að bræða hraun - sjá tímasetningar og hvað er laust á icelandiclavashow.com
  • Mæting: það borgar sig að vera mætt/ur amk. 15 mínútum áður en sýningin hefst
  • Fatnaður: forðist að vera of mikið klædd því það hitnar mjög snögglega þegar rauðglóandi hraunið rennur í sýningarsalinn
  • Tungumál: oftast á ensku (nema ef allir í salnum skilja íslensku) - munum auglýsa séríslenskar sýningar í sumar
  • Hópar: Icelandic Lava Show er frábær skemmtun fyrir hópa og tekur allt að 50 manns í sæti á hverja sýningu. Hægt er aðlaga tíma að hópum. Fyrir tilboð, sendið okkur póst á info@icelandiclavashow.com

Lýsing á sýningunni sjálfri

  1. Í upphafi er stuttur inngangur þar sem sýningarstjórinn býður alla velkomna og leiðir fólk í allan sannleika um upplifunina, hvað hún felur í sér, hvernig hugmyndin kviknaði og afhverju Vík í Mýrdal varð fyrir valinu (ca 10-12 mínútur)
  2. Að innganginum loknum er sýnd stutt fræðslumynd af stað þar sem annars vegar er farið yfir það afhverju Ísland er svona virk eldfjallaeyja með áherslu á eldfjöllin í nágrenni Víkur. Hins vegar er sögð ótrúleg flóttasaga Jóns Gíslasonar, langafa sýningarstjórans og annar stofnanda Icelandic Lava Show, undan Kötlugosinu 1918 og hamfarahlaupinu sem því fylgdi (12 mínútur)
  3. Hápunktur sýningarinnar er svo þegar 1100°C heitu hrauninu er hellt inn í sýningarsalinn. Það er ólýsanleg tilfinning að sjá, heyra og finna hraunið renna inn í salinn - sannkölluð veisla fyrir skynfærin! Þegar hraunið rennur inn í rökkvaðan sýningarsalinn er eins og sýningargestir verði vitni að sólarupprás, svo skært er rauðglóandi hraunið. Þá finna gestir lyktina af bráðnu hrauninu þar sem það byrjar að storkna og heyra um leið hvernig það kraumar, bullar og snarkar. Það allra tilkomumesta er þó hitinn sem skellur á sýningargestum. Það er gífurlegur hitinn sem kemur flestum á óvart. Sýningarstjórinn gerir svo alls kyns æfingar með rauðglóandi hraunið sem er heillandi að fylgjast með en um leið ótrúlega upplýsandi (ca 20-25 mínútur)
  4. Að sýningu lokinni gefst svo öllum færi á að spyrja spurninga sem sýningarstjórinn reynir að svara eftir bestu getu. (ca 5 mínútur)

Allar nánari upplýsingar á icelandiclavashow.com 

Luxury Adventures

Askalind 8, 201 Kópavogur

Luxury Adventures er þjónustuaðili fyrir samsettar ferðir í Norðurlöndunum.

Sedona ferðaþjónusta

Langamýri 39, 210 Garðabær
Boðið upp á dagsferðir frá höfuðborgarsvæðinu; t.d. Gullhringur, Suðurströnd, Reykjanes, Snæfellsnes, Borgarfjörður allt eftir óskum hvers og eins.

True Adventure

Ránarbraut 1 , 870 Vík

True Adventure svifvængjaflug

Okkar ástríða er að fljúga svifvængjum og draumurinn er að gera sem flestum kleift að upplifa frjálst flug með okkur. True Adventure teymið vinnur hörðum höndum að því að gera Suðurland að Mekka svifvængjaflugs . Fjöldi fjalla og hagstæðir vindar gera Suðurlandið að einum ákjósanlegasta stað fyrir öruggt en spennandi flug á svifvængjum. 

True Adventure Teymið

Flugmenn okkar eru með reyndustu farþega flugmönnum landsins, þeir eyða svo miklum tíma á flugi að sumir eru farnir að telja þá til fugla. Vinsamlegast fóðrið ekki flugmennina! Í kynningarflugi ferðu í loftið sem nemandi með flugkennara True Adventure og þarft ekkert að læra fyrir fram. Þú færð létta kynningu á því hvernig svifvængurinn og flugið virkar. Það eina sem þú þarft svo að gera er að taka nokkur skref með kennaranum í flugtaki, njóta útsýnisins og frelsisins! Ef þú ert leita að ævintýri á Íslandi þá er True Adventure svarið. 

Lengd: Ca. 1 klst.

Fatnaður: Klæðist hlýjum fötum, það er kaldara uppi í loftinu en á jörðinni.

Aldurstakmark: 12 ára.

Þyngd: 30 - 120 kg.

Mæting: Ránarbraut 1, bakhús. Fyrir aftan löggustöðina, Vínbúðina og Arion banka.

Brottfarartímar: Kannið lausa tíma á vefnum okkar www.trueadventure.is

Verð: 35.000 kr. + 5.000 kr. fyrir SD kort með myndum og vídjó.

Your Friend In Reykjavík

-, 101 Reykjavík

Your Friend In Reykjavik býður upp á gönguferðir & ökuleiðsögn í og út frá Reykjavík og og hefur verið starfandi frá árinu 2015. 

Matar, Sögu, Huliðsheima og Bjór & Snafsgöngur eru vinsælustu göngurnar en einnig höfum við boðið hópum upp á sérsniðnar göngur eftir þörfum. Þar að auki er mikil aukning í prívat ökuleiðsögn fyrir fjölskyldur & litla hópa.

Allt okkar leiðsögufólk hefur klárað leiðsögunám og / eða eru með mikla reynslu í því að fræða og skemmta okkar gestum.

Yfir tvö þúsund fimm stjörnu dómar á síðum eins og Tripadvisor geta borið vitni um að við kunnum okkar fag.

Við getum tekið að okkur hluta af hópefli, hvataferðum eða skemmtidagskrá fyrir starfsmenn fyrirtækja eða aðra hópa, allar okkar göngur eru í miðbæ Reykjavíkur og því auðveldlega hægt að sníða skemmtilega gönguferð að dagskránni hverju sinni.

Frekari upplýsingar má nálgast á yourfriendinreykjavik.com eða með því að senda okkur tölvupóst á info@yourfriendinreykjavik.com  

Kraftganga

Lækjargata 4, 101 Reykjavík

Kraftgöngutímar er ætlaðir fyrir fólk sem hefur færni til að ganga og þolir t.d. að ganga brekkur og þýft landslag.  Í tímunum er stefnt að því að vinna upp og/eða viðhalda þoli og styrk auk þess að viðhalda og auka teygjanleika.

Midgard Adventure

Dufþaksbraut 14, 860 Hvolsvöllur

Midgard Adventure

Midgard Adventure er ferðaþjónustufyrirtæki á Hvolsvelli sem var stofnað árið 2010. Við sérhæfum okkur í ævintýraferðum um Suðurlandið, bæði dagsferðum og lengri ferðum. Við rekum einnig Midgard Base Camp sem er í senn gistiaðstaða, veitingastaður og bar.

Dagsferðir
Við bjóðum upp á ýmis konar dagsferðir: hálendisferðir, jeppaferðir, gönguferðir, hjólaferðir, útsýnisferðir og jöklaferðir. Vinsælustu dagsferðirnar okkar yfir sumartímann er Þórsmörk Super Jeep, Þórsmörk Hike og Landamannalaugar Day Tour. Vinsælustu dagsferðirnar okkar yfir vetrartímann eru Þórsmörk Super Jeep, Meet Eyjafjallajökull og Midgard Surprise.

Lengri ferðir
Við bjóðum einnig upp á lengri ferðir frá tveimur upp í átta daga. Vinsælasta ferðin okkar yfir sumatímann er 4-Day Iceland Adventure Package og yfir vetrartímann er það 4-Day Northern Lights Adventure.

Sérferðir og ferðaplön
Við tökum einnig að okkur að sérferðir (prívat) og skipuleggjum ferðalög gesta frá A til Ö. Þá bókum við allar ferðir, gistingu og samgöngur.

Fyrirtækjapakkar
Við erum með í boði ýmsa spennandi fyrirtækjapakka. Sjá nánar hér.

Skólahópar
Við bjóðum einnig upp á ferðir fyrir skólahópa. Sjá nánar hér.

Vantar þig gistingu?
Midgard Base Camp er í senn hótel og hostel. Allir gestir fá aðgang að heitum potti og sauna. Á Midgard Base Camp er einnig að finna veitingastað og bar. 

Áhugaverðir tenglar

Heimasíða Midgard Adventure

Heimasíða Midgard Base Camp

Heimasíða Midgard Restaurant

Kynningarmyndbönd Midgard

Midgard Adventure á Facebook

Midgard Base Camp á Facebook

@MidgardAdventure á Instagram

@Midgard.Base.Camp á Instagram

 

Inspiration Iceland

Knarrarberg, 601 Akureyri

Inspiration Iceland er fyrirtæki sem leggur áherslu á lifandi og skemmtileg ferðalög.  Við bjóðum uppá ævintýraferðir til orkustaða og náttúrulinda, heilsu- og jóga ferðalög undir miðnætursólinni og norðurljósunum. Inspiration iceland býður uppá dagsferðir, slökunardaga og spennandi vikulöng vellíðunar-, heilsu- eða yogafrí.

Við bjóðum upp á glæsilegar vellíðunar- og ævintýraferðir á 66°  North.
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Atlantik

Suðurlandsbraut 4a, 108 Reykjavík

Atlantik er ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í þjónustu við farþega skemmtiferðaskipa, fágætis ferðamennsku, ráðstefnum og erlendum hvataferðahópum.

Atlantik hefur 40 ára reynslu af skipulagningu krefjandi verkefna og þjónustu við erlenda ferðamenn. Hjá fyrirtækinu starfa 30 manns.

Loftbolti.is

Langalda 18, 850 Hella

Loftboltar sem þú ferð inní, hylur þig að ofan og heldur þér með belti og handföngum og svo er hægt að fara í allskonar leiki s.s. fótbolta, stórfiskaleik og mannlega keilu svo eitthvað sé nefnt.

Troll Expeditions

Fiskislóð 45G, 101 Reykjavík

Arctic Advanced

Rjúpnasalir 10, 201 Kópavogur

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.