Fara í efni

Náttúrulegir baðstaðir

27 niðurstöður

Hreppslaug

Skorradalur, 311 Borgarnes

Hreppslaug er einstök að því leiti að vatnið í laugina kemur út heitum uppsprettum úr hlíðinni fyrir ofan. Laugin er rekin af Ungmennafélaginu Íslending en laugin var byggð 1928.

Síðustu 95 árin hafa margir lært að synda í Hreppslaug.

Hreppslaug er friðlýst skv. lögum og er baðstaður með sírennsli vatns úr uppsprettum í nánasta umhverfi.

Lokað yfir veturinn

Baccalá Bar

Hafnargata 6, Hauganes, 621 Dalvík

Á Hauganesi í Eyjafirðinum sem er í aðeins 25 mínútna akstursfjarlægð norður af Akureyri er að finna veitingastaðinn Baccalá Bar þar sem dýrindis ferskeldaður fiskur sem og saltfiskur verkaður eftir gamla mátanum er borið á borð. Þar geta gestir setið og snætt og notið útsýnisins inn fallega Eyjafjörðinn.

Opið í júní: þriðjudaga – sunnudaga milli kl. 12.00-21.00.

Hægt er að fylgjast með Facebook síðunni Baccalá Bar til að fá nánari upplýsingar um opnunartíma, matseðil og skemmtilega viðburði. Síminn á Baccalá Bar er 620 1035, best er að taka frá borð.

Matseðillinn er fjölbreyttur og þar má finna saltfiskrétt hússins, fiskisúpu, pizzur og hamborgara, fisk og franskar, salat, vöfflur, ís og ýmsa drykki

Sjóböðin-Geosea

Vitaslóð 1, 640 Húsavík

Í GeoSea sjóböðunum nýtur þú náttúrunnar á einstakan hátt. Hitinn í iðrum jarðar sér um að sjórinn í böðunum sé hlýr og góður og steinefnaríkt vatnið gælir við hörundið. Á meðan hlýr sjórinn vinnur sín kraftaverk nýtur þú útsýnis yfir fjallgarðinn í vestri, Skjálfandaflóann fyrir neðan klettana og sjálfan Norður-heimskautsbauginn við sjóndeildarhring.

Vatnið í GeoSea sjóböðunum kemur úr tveimur borholum sem þegar eru til staðar, önnur er í notkun við ostakarið og hin er við Húsavíkurhöfn. Ekki er þörf á hreinsiefnum eða búnaði í sjóböðunum því stöðugt gegnumstreymi vatns frá borholum

GeoSea sjóböðin eru í útjaðri Húsavíkur. Flugfélagið Ernir flýgur á Aðaldalsflugvöll, rétt fyrir utan bæinn og Air Iceland Connect flýgur á Akureyrarflugvöll þaðan sem er tæplega klukkustundar akstur til Húsavíkur. Strætó gengur frá Reykjavík til Akureyrar og þaðan eru fastar ferðir til Húsavíkur.

Opnunartímar:
September-Maí er opið alla daga: 12:00-22:00
Júní-Ágúst: 12:00-00:00

 

Vakinn

Sky Lagoon ehf.

Vesturvör 44, 200 Kópavogur

Nýtt baðlón sem opnaði voruð 2021, staðsett á ysta odda Kársnessins í Kópavogi.

Heillandi heilsulón þar sem hefðir, hönnun og menning svífa yfir vötnum.

Thisland

Dyngjugata 3, 210 Garðabær

SÉRFERÐIR

Thisland er lítið fjöldskyldufyrirtæki sem eingögnu býður uppá sérferðir fyrir pör eða minni hópa, dagsferðir eða lengri ferðir um allt land. Einnig er boðið uppá ferðir um hálendi landsins yfir sumarið.   

Allar ferðir eru sérsniðnar fyrir viðskiptavini okkar og eru með leiðsögn faglærðra leiðsögumanna. Verð eru því mismunandi eftir óskum viðskiptavina og lengd ferða. 

Eingöngu er ferðast í hágæða farartækjum. Áhersla er lögð á öryggi og þægindi farþega. 

Thisland sér um að bóka gistingu, afþreyingu og samgöngur. 

Fyrir verð, bókanir og aðrar fyrirspurnir vinsamlega hafið samband:  

info@thisland.is 

www.thisland.is 

+354 662-7100  

Lindin - Sundlaugin Húsafelli

Húsafell, 320 Reykholt í Borgarfirði

Komdu og njóttu þess að hafa það gott í heitu pottunum okkar, sem eru tveir og sundlaugunum tveimur, sem hver fyrir sig er með mismundandi hitastig og ætti því að henta öllum. Slakaðu á í gufubaðinu okkar, með stórkostlegu 180 gráðu útsýni yfir sundlaugarsvæðið. Bókaðu núna og uppgötvaðu blöndu af sjálfbærni, slökun og þægindum. Komdu í lið með okkur í skuldbindingu okkar til grænnar framtíðar, á sama tíma og þú nýtur þess að endurnýja kraftana.

Hér má nálgast verð og bókunarkerfi 

Lýsulaugar - náttúrulaugar

Lýsulaugar, 356 Snæfellsbær

Laug með náttúrulega heitu ölkelduvatni (hitastig sveiflast frá 24-35°C), beint úr jörðu. Um er að ræða grænþörungslaug og er vatnið mjög steinefnaríkt og talið afar hollt og græðandi.  

Laugarnar voru uppgerðar 2019 og samanstanda þær nú af tveimur heitum pottum, köldum potti og stórri laug. 

Opið júní - miðjan ágúst frá 11:00 - 21:00. 

Auka opnunartímar eru auglýstir á Facebook síðu Lýsulauga. 

Highland Base Kerlingarfjöll

F347, 801 Selfoss

Highland Base Kerlingarfjöll er heilsársáfangastaður með fjölbreyttri gistiaðstöðu, veitingastað, böðum og ótal afþreyingarmöguleika - kjörinn staður til að hefja upplifunina á miðhálendi Íslands. Hvort sem þú kýst tjald, skála eða hótelsvítu þá höfum við gistingu við allra hæfi. Kerlingarfjöll er hinn fullkomni heilsársstaður fyrir ævintýrafólkið.

Veitingastaður Highland Base, sem státar af borðsal í fjallastíl með stórfenglegu útsýni, býður upp á næringarríkan og ljúffengan mat sem heldur stemningunni huggulegri og gefur orku fyrir næsta ævintýri. 

Highland Base er sælustaður uppi á öræfum. Einstök og ósnortin náttúra hálendisins er uppspretta ævintýra allt árið um kring. Í Kerlingarfjöllum býðst spennandi útivist fyrir alla, frá gönguferðum og fjallahjólreiðum til fjallaskíða og vélsleða. 

Hótelið er vel búið til að taka á móti hópum allan ársins hring og býður umhverfið í Kerlingarfjöllum upp á spennandi útivist fyrir hópefli og hvataferðir, félagasamtök, vinahópa og vinnustaði.

Vakinn

Bláa lónið

Svartsengi, 240 Grindavík

Bláa Lónið var stofn að árið 1992. Sérstaða þess er jarðsjórinn sem er að tveimur þriðju hlutum saltvatn og einum þriðja hluta ferskvatn. Hann finnst á allt að 2000 metra dýpi og er leiddur með lögn frá uppsprettunni að lóninu þar sem gestir geta notið hans og slakað á. Hann er ríkur af steinefnum, kísli og þörungum sem er grunnurinn í öllum húðvörum Bláa Lónsins.

National Geographic hefur valið Bláa Lónið sem eitt af 25 undrum veraldar. Bláa Lónið hefur þróast í að vera upplifunarfyrirtæki sem byggir á spa, rannsóknum og þróun, húðvörum, hótelum og veitingum.

Grettislaug og Reykir Reykjaströnd Gistiheimili

Reykir, Reykjaströnd, 551 Sauðárkrókur

Á Reykjum á Reykjaströnd í Skagafirði eru tvær heitar náttúru laugar. Grettislaug og Jarlslaug. Á staðnum eru lítið kaffihús, gistihús og tjaldsvæði. Mikil náttúrufegurð er á svæðinu sem bæði er hægt að njóta ýmist í gönguferðum um svæðið eða einfaldlega úr laugunum. 

Bjórböðin

Öldugata 22, Árskógssandur, 621 Dalvík

Bjórbað virkar þannig að þú liggur í 25 mínútur í baði sem er fyllt af bjór, vatni, humlum og geri. Eftir það ferðu upp í slökun þar sem þú liggur í aðrar 25 mínútur.

Bjór gerið er notað á ýmsan hátt, það sem algengast er, er töfluform þar sem eiginleikar gersins nýtast mjög vel. „Bjórbað“ þar sem er baðað sig í bæði ungum bjór og lifandi bjórgeri, án þess að sturta það af sér fyrr en einhverjum klukkustundum síðar, hefur afar öflug áhrif á líkamann og húð. Þessi meðferð er bæði mjög hreinsandi fyrir húðina og hefur einnig mjög jákvæð áhrif á heilsuna.

Kerin eru 7 talsins og getum við því tekið á móti 14 manns á klukkutíma. Það er í boði að fara einn eða tveir saman. Það er ekkert aldurstakmark í bjórbað þar sem bjórvatnið er ódrykkjarhæft en bjórdæla er við hvert bað fyrir þá sem eru 20 ára og eldri. 16 ára og yngri þurfa að koma í fylgd með fullorðnum. 

destination blue lagoon

Norðurljósavegur 9, 240 Grindavík

Destination Blue Lagoon er ferðaþjónustuaðili Bláa Lónsins og keyrir reglulega á milli Bláa Lónsins og Reykjavíkur eða Keflavíkurflugvallar.

Hægt er að finna ferðaáætlanir á https://destinationbluelagoon.is/. Við minnum á að nauðsynlegt er að bóka miða í Bláa Lónið fyrirfram á www.bluelagoon.is

Laugarás Lagoon

Skálholtsvegur 1, 806 Selfoss
Sumarið 2025 opnar nýr griðastaður í Gullna hringnum, Laugarás Lagoon, staðsett í Laugarási, í grennd við Iðubrú í Bláskógabyggð. Baðstaðurinn mun innihalda tveggja hæða baðsvæði, gufuböð, hituð með jarðvarma úr uppsprettu í þorpinu, og kalda laug með jökulvatni úr Hvítá. Þökk sé víðfeðmu útsýni yfir ána, skóglendi, sveitir og fjöll skapast þar töfrandi samspil slökunar og nándar við náttúruna. Á veitingastaðnum Ylja verður boðið upp á fjölbreytt og árstíðabundið úrval veitinga með áherslu á að nýta hráefni úr nærsveitum.
Vakinn

Laugarvatn Fontana

Hverabraut 1, 840 Laugarvatn

Laugarvatn Fontana er frábær staður til að stoppa við á, á ferðalaginu um landið, og slaka á í heitum laugum og náttúrulegu gufubaði.

Náttúruböðin bjóða upp á einstaka upplifun í hinni einstöku GUFU sem er beint yfir náttúrulegum gufuhverum sem heimamenn hafa notað til heilsubaða í tugi ára. Fontana liggur beint við Laugarvatn og þú upplifir einstaka fjallasýn á meðan þú endurnærist á þessum heilsuvæna stað.

Opnunartími:

Alla daga : 10:00 – 21:00

Verðskrá:
Fullorðnir (17+) 4990 kr.
Unglingar (10-16) 2990 kr.
Börn (0-9) frítt með fullorðnum
Eldri borgarar 2990 kr.
Öryrkjar 2990 kr.

Upplifðu orku jarðar í bakarísferðunum okkar.

Alla daga, klukkan 10:15, 11:45 og 14:30 förum við niður að vatninu þar sem við gröfum upp hverabrauð sem búið er að bakast í sólarhring í heitri jörðinni.

Gestum er velkomið að bóka sig í ferð með okkur og upplifa þettta einstaka bakarí jarðhitans. Smakkað er á nýbökuðu brauðinu sem borið er fram með íslensku smjöri og reyktum silungi.

Þetta er tilvalin upplifun fyrir hópa. 

Verð 2.990 kr. á mann.
Frítt fyrir 12 ára og yngri.

Vinsamlegast bókið fyrirfram. Hlökkum til að sjá ykkur.

Við erum á facebook
Við erum á instagram

Vakinn

Hidden Iceland

Fiskislóð 18, 101 Reykjavík

Hidden Iceland er fjölskyldurekið ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í dagsferðum sem og pakkaferðum hér á landi. Við leggjum mikið upp úr því að bjóða upp á persónusniðnar ferðir með litlum hópum, að hámarki 12 manns, um land allt.

Í öllum ferðum Hidden Iceland fer reyndur leiðsögumaður með hópinn sem fræðir og skemmtir en umfram allt sér til þess að fyllsta öryggis sé gætt. Leiðsögumenn okkar hafa allir áralanga þjálfun, þekkingu á Íslandi, sögunni og jarðfræðinni. Við höfum hannað ferðirnar okkar þannig að við værum ekki bara spennt heldur stolt að taka fjölskyldu okkar og vini með í för til að upplifa töfra Íslands.

Áætlunarferðir
Hidden Iceland býður upp á úrval dags og pakkaferða frá Reykjavík. Hvort sem það er dagsferð um gullna hringinn í náttúruböðum og matarupplifun, tveggja daga ævintýraferð um suðurströndina endilanga með jöklagöngu á einum af stórkostlegu jöklunum innan Vatnajökulsþjóðgarðs eða fjögurra daga ferðalag um vestfirsku fjöllin og firðina.

Sérferðir og ferðaskipulagning
Hidden Iceland býður einnig upp á sérferðir fyrir pör og hópa hvort sem að það eru dagsferðir frá Reykjavík eða lengri ferðir hringinn í kringum landið. Ferðirnar eru allar sérsniðnar að hverjum hóp fyrir sig, með eða án leiðsagnar, þar sem Hidden Iceland sér um að bóka gistingu, afþreyingu og samgöngur.

Hvataferðir og fyrirtækjapakkar
Við bjóðum upp á ýmsar spennandi hvataferðir og fyrirtækjapakka sem er sérsniðinn að þínum hóp. Tilvalið fyrir árshátíðarferðina, stórafmælið eða hópeflið. Hafið samband við Hidden Iceland og við setjum saman fullkomna ferð fyrir þinn hóp.

Þá er ekkert annað að gera en að reima á sig gönguskónna og slást í för með okkur í næsta ævintýri! Við hlökkum til að fá ykkur með.

Frekari upplýsingar má nálgast á www.hiddeniceland.is eða senda tölvupóst á info@hiddeniceland.is

Vakinn

Jarðböðin við Mývatn

Jarðbaðshólar, 660 Mývatn

Jarðböðin við Mývatn eru staðsett í Jarðbaðshólum, um 4 km frá Reykjahlíð. Hér hafa verið stunduð heit jarðböð til heilsubótar allt frá landnámsöld en snemma á þrettándu öld vígð Guðmundur góði, biskup, gufuholu í Jarðbaðshólum sem notuð var til gufubaða (þurrabaða). Jarðböðin eru fyrir alla sem vilja njóta þess að vera í beinni snertingu við náttúruna, slaka á og endurnæra líkama og sál. Boðið er upp á náttúruleg gufuböð, baðlón með heitu hveravatni og heitan pott. Öll aðstaða fyrir gesti er góð, búningsklefar með læstum skápum, útiklefar og góðar sturtur. Hægt er að leigja sundfatnað og handklæði.

Með Jarðböðunum við Mývatn er ætlunin að viðhalda aldagamalli hefð fyrir böðum í Mývatnssveit, auka fjölbreytni í afþreyingu fyrir ferðamenn, styrkja atvinnulíf á svæðinu og opna nýja möguleika í heilsutengdri ferðaþjónustu.

Veitingasala er í Kaffi Kviku með stórkostlegu útsýni yfir baðlónið og Mývatn.

Opnunartími:
Sumar: 10:00-23:00
Vetur: 12:00-22:00

GlacierWorld

Hoffell 2b, 781 Höfn í Hornafirði

Við hjá Glacier World bjóðum uppá gistingu og heitar laugar í einstöku umhverfi.

Heitu náttúrulaugarnar okkar eru umkringdar fjöllum og jökli. Það er fullkomið að liggja og njóta náttúru Íslands með útsýni yfir Hoffellsjökul, skriðjökul frá Vatnajökli, og safna orku eftir langt ferðalag.

Glacier World er staðsett í Hoffelli og þar bjóðum við uppá gistingu í endurgerðum húsum með útsýni fyrir Hoffellsjökul. Við bjóðum upp á tvenns konar herbergi, með sér baði og með sameiginlegu. Boðið er upp á 21 herbergi í heildina og eru 8 af þeim með sameiginlegu baði. Herbergin með sér baði eru svo í húsum sem eru gerð upp. Annað húsið er gömul hlaða sem gerð var upp 2014. Þar er að finna 8 herbergi, morgun- og kvöldverðarsal og sýningarsal. Hitt húsið er gamla fjósið í Hoffelli en það var klárað 2015.

Í fjárhúsunum sem eru innangengd úr hlöðunni er morgunverðarsalur með dásamlegu útsýni.

Innifalið í gistingunni er aðgangur að heitu laugunum.

Einnig eru gönguleiðir sem eru stikaðar í umhverfi Hoffellsjökuls fyrir þá sem vilja.

Endilega hafið samband til þess að fá nánari upplýsingar.

Guðlaug

Langisandur, 300 Akranes

Á Langasandi er hægt að baða sig í sjónum og njóta útsýnisins í Guðlaugu sem er heit laug staðsett í grjótgarðinum á Langasandi.


Gamla laugin - Secret Lagoon

Hvammsvegur, 845 Flúðir

Gamla laugin, náttúrulaug
Gamla laugin er staðsett í Hverahólmanum við Flúðir. Margir fallegir hverir eru við laugina, meðal annars lítill goshver, litli Geysir sem gýs á nokkurra mínútna fresti. Laugin hefur nú verið endurbyggð í upprunalegri mynd og leitast við að halda sérstöðunni. Að baða sig í Gömlu lauginni er einstök upplifun allt árið um kring, hverasvæðið og gufan gefa svæðinu dulúðugan blæ. Hægt er horfa á hverinn gjósa og á veturna dansa norðurljósin gjarnan yfir Gömlu lauginni. Vatnið er 38-40 °C heitt allt árið. Flúðir tengjast hinum svokallaða Gullna hring með nýrri brú yfir Hvítá.

Aðstaða
Nýtt þjónustuhús hefur verið byggt við Gömlu laugina, þar eru sturtur og búningsaðstaða ásamt bar. Mögulegt er að bjóða upp á veitingar fyrir hópa ef óskað er, en það þarf að panta með fyrirvara.

Leigið Gömlu laugina, fáið gott tilboð
Hægt er að leigja staðinn fyrir hópa. Hikið ekki við að hafa samband og fá skemmtilega hugmyndir að heimsókn í Gömlu laugina.

Skógarböð

Vaðlaskógur/ Vaðlareitur, 605 Akureyri

Skógarböðin eru náttúrulaugar, staðsettar í Vaðlaheiði gegnt Akureyri. Á svæðinu er hægt að njóta nátturulauganna, þurrsánu, baða sig í kaldri laug, panta sér drykki af tveimur börum sem staðsettir eru í lauginni. Á staðnum er einnig að finna Skógar Bistró - þar sem hægt er að sitja inni og njóta góðra veitinga í fallegu umhverfi eða sitja úti á palli fyrir utan.

Krauma

Deildartunga 3, 320 Reykholt í Borgarfirði

Skammt norðan Deildartunguhvers standa Krauma - náttúrulaugar. Náttúrulaugarnar innihalda hreint og tært vatn, beint úr Deildartunguhver sem kælt er með vatni undan öxlum Oks. Laugarnar eru sex talsins, fimm heitar og ein köld. Engum sótthreinsandi efnum er bætt í vatnið, heldur er hreinleiki þess tryggður með mjög miklu vatnsrennsli í laugarnar.

Opnunartímar:
Opið alla daga frá klukkan 11:00 til 21:00

Hótel Heydalur / Ferðaþjónustan í Heydal

Mjóifjörður, 420 Súðavík

Sveitahótelið Heydalur er í 130 km fjarlægð frá Ísafirði og 320 km – 340 km fjarlægð frá Reykjavík eftir því hvaða leið er valin. Veitingasalur, sem er í gamalli hlöðu, rúmar 70 – 100 manns og fundaraðstaða er fyrir 10 – 40 manns. Boðið er upp á gistingu fyrir 59 manns í átta tveggja manna og einu þriggja manna herbergi í flokki 3  og átta tveggja manna og tveimur þriggja manna herbergjum í flokki 4 öll með sér baðherbergjum ásamt þremur sumarbústöðum, annars vegar 10 manna og hins vegar 4 – 5 manna. Gott tjaldsvæði sem er opið frá 1. júní fram í októberlok.

 Gnægð afþreyingar er í boði. Lítil sundlaug í suðrænu gróðurhúsi, heitur frumlegur pottur og náttúrulaug vígð af Gvendi góða. Kajak og hestaleiga með leiðsögn við allra hæfi, bæði styttri ferðir og dagsferðir. Veiði í vötnum.   Á veturna snjóþrúgur og gönguskíði. Falleg gönguleið um dalinn sem eitt sinn hýsti 13 bæi. Friðaður birkiskógur. Fjölbreytt  fuglalíf og plöntugróður. Fugla og plöntuspjöld eru til fróðleiks.

 Veitingasalurinn er öllum opinn. Boðið er upp á fjölbreyttan matseðil, þar sem áhersla er lögð á mat úr héraði, heimaræktuðu grænmeti og nýveiddan silung úr eigið eldi. Veitingastaðurinn er með vínveitingaleyfi.

 Á tjaldsvæðinu er snyrtiaðstaða með heitu vatni, þrjú kvenna og karla klósett og sturtur sitt hvoru megin. Rafmagn fyrir húsbíla og tjaldvagna. Leiksvæði bæði fyrir börn og unglinga. Frábært umhverfi  til göngu og leikja í kjarrinu.

 Hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla

 Gisting:  3 hús, 19 herbergi, 59 rúm

The Retreat Spa

Svartsengi , 240 Grindavík

The Retreat Spa, sem er byggt inn í 800 ár gamalt hraunrennsli á suðurbakka Bláa Lónsins, er táknmynd hins harmóníska samruna náttúru, hönnunar og kraftanna sem leynast í jarðsjó lónsins. Ferðalagið gegnum heilsulindina var hugsað og skapað til að flytja hug þinn og líkama inn í nýjar víddir friðsældar og endurnæringar, enda liggur það gegnum eldvirkan heim dýrmæts jarðvarma, töfrandi jarðfræði og heillandi konsepthönnunar. 

Þú leggur leið þína æ dýpra gegnum mögnuð mót hraunrennslis sem felur í sér endalausa möguleika og nær hápunkti með Ritúali Bláa Lónsins –hressandi hringrás vellíðunar þar sem þú upplifir á eigin skinni hin ummyndandi frumefni Bláa Lónsins: kísil, þörunga, steinefni og hraun.

Vök Baths

Vök við Urriðavatn, 701 Egilsstaðir

Vök Baths eru heitar náttúrulaugar við Urriðavatn, í einungis 5 mínútna fjarlægð frá Egilsstöðum. Laugarnar eru fullkominn áningarstaður allra þeirra sem vilja upplifa beina snertingu við náttúruna og næra um leið líkama og sál.

Ylströndin Nauthólsvík

Nauthólsvegur, 101 Reykjavík

Sjósund hafa verið hluti af menningu Íslendinga í gegnum aldirnar,  allt frá Drangeyjarsundi Grettis Ásmundarsonar árið 1030 sem er eitt elsta skrásetta sjósund í veröldinni. Sjósund sem heilsurækt hefur verið stundað hér á landi í um 70 ár og hafa vinsældir þess færst mjög í vöxt undanfarin ár.

Hundruðir Íslendinga stunda sjósund reglulega en vinsælasti staðurinn til þess er Nauthólsvík. Þar er góð aðstaða fyrir sjósundsfólk, s.s. skiptiklefar, sturtur, lítil verslun og stór heitur pottur til að ylja sér í að sundi loknu.

Sjósund er talið afar hollt fyrir líkama og sál, það hefur góð áhrif á þol og blóðþrýsting - og svo er auðvitað mjög frískandi!

Frá 15. maí - 15. ágúst er opið alla daga frá 10:00 - 19:00.

Frá 16. ágúst - 31. desember er opið alla virka daga frá kl. 11:00 - 13:00 og síðdegis á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 17:00 -19:00

Stakt gjald yfir vetrartímann er 500 ISK. 

Hvammsvík sjóböð

Hvammsvík, 276 Mosfellsbær

Sjóböðin í Hvammsvík, Hvalfirði samanstanda af átta misstórum og heitum laugum í fjöruborðinu, gufu og útisvæðum til slökunar. Neðstu laugarnar birtast og hverfa til skiptis á flóði og fjöru og er upplifunin því síbreytileg eftir tíma dags. Öll böðin eru náttúrulaugar þar sem 90 gráðu heitu jarðvarmavatni af svæðinu er blandað saman við sjóinn. Til að tryggja sem besta upplifun fyrir gesti og varðveita náttúruna og umhverfið er gestafjölda hverju sinni stillt í hóf og því þarf að bóka aðgang fyrirfram á heimasíðu. Gestir geta valið á milli inni eða útiklefa og jafnframt notið veitinga á svæðinu.

Húsafell Giljaböð

Húsafell 1, 311 Borgarnes

Húsafell Giljaböð bjóða upp á ferðir með leiðsögn í fullkomna hálendisslökun í einstökum giljaböðum.

Ferðin hefst í afþreyingarmiðstöðinni Húsafelli þaðan sem ekið er að Deildargili. Á leiðinni fræðumst við meðal annars lítillega um endurnýjanlega orku og förum yfir bráðnandi jökulvatn úr jöklinum Ok, fyrsta íslensk jöklinum sem orðið hefur loftslagsbreytingum að bráð.

Gengið er upp með Deildargili að útsýnispalli sem gefur fallegt sjónarhorn á Langafoss. Þaðan er farið um fallegan skógarstíg að Hringsgili þar sem gengið er niður tröppur að böðunum. Þar gefst gestum tækifæri á að skipta um föt og fara í pottana. Að því loknu er haldið til baka að Húsafelli. 

Ferðin tekur tæpar tvær klukkustundir. Gengið er um 1,5 km.

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.