Laugardalslaug er stærsta sundlaugaraðstaða borgarinnar. Þar er 50 m innilaug, útilaug, útilaug fyrir börn, vaðlaug, tvær rennibrautir, fjöldi heitra potta, eimbað, tækjaaðstaða og minigolfvöllur.
Laugardalslaug er stærsta sundlaugaraðstaða borgarinnar. Þar er 50 m innilaug, útilaug, útilaug fyrir börn, vaðlaug, tvær rennibrautir, fjöldi heitra potta, eimbað, tækjaaðstaða og minigolfvöllur.
Sumaropnun
Mánud. – föstud. 11:00 – 19:00
Laugard. og sunnud. 10:00 – 18:00
Vetraropnun:
Mánudagar, þriðjudagar, miðvikudagar og föstudagar: 15:30-18:30.
Fimmtudagar: 17:00-21:00
Laugardagur og sunnudagur: 11:00-15:00
Í Ásgarði er æfinga og keppnisaðstaða íþróttafólks á öllum aldri, almenningssundlaug, fimleikahús, fjölnotasalir og þreksalur fyrir almenning sem fylgir aðgangi að sundlaug. Notaleg útilaug með heitum pottum, eimbaði og frábærri aðstöðu fyrir börnin.
Opnunartíma má finna á heimasíðu okkar: https://www.gardabaer.is/ibuar/ithrotta-og-tomstundastarf/sundlaugar/asgardslaug/
Suðureyrarlaug er eina útilaug sveitarfélagsins. Þar er sundlaug (17 m), tveir pottar, vaðlaug, líkamsrækt og sambyggt íþróttahús sem tengir saman sundlaugina og grunnskólann.
Opnunartímar
Sumaropnun, frá 4. júní: Opið alla daga frá 11-20.
3. og 17. júní: Lokað
Vetraropnun, frá 22. ágúst:
Mánudagur: 17-20
Þriðjudagur: 16-19
Miðvikudagur: 13-19
Fimmtudagur: 16-19
Föstudagur: Lokað
Laugardagur: 11-17
Sunnudagur: 11-17
Stefánslaug er einstaklega glæsileg útisundlaug með heitum útipottum, gufubaði og tveimur stórum rennibrautum.
Staðsett á sólríkum stað í hlíðum Neskaupstaðar, veitir sundlaugin rómaða sólbaðaðstöðu og einstaka fjallasýn út yfir Norðfjörðinn.
Stefánslaug var tekin í notkun árið 1943 og stendur því á gömlum merg. Á árunum 2001 til 2006 var sundlaugin endurbyggð nánast frá grunni, fyrst 25 metra sundlaugarkarið og síðan þjónustuhúsið.
Skömmu síðar bættust svo stóru rennibrautirnar við aðstöðuna en þær njóta mikilla vinsælda, ekki hvað síst hjá yngstu kynslóðinni.
Opnunartími Sumar:
Mánudagar - föstudagar: 07:00 - 21:00
Laugardagar: 10:00 - 18:00
Sunnudagar: 10:00 - 18:00
Opnunartími Vetur:
Mánudagar - fimmtudagar: 07:00 - 20:00
Föstudagar: 07:00 - 18:00
Laugardagar: 11:00 - 18:00
Sunnudagar: 13:00 - 18:00
Bakkaflöt er fjölskyldurekið fyrirtæki sem byrjaði með gistingu og veitingar árið 1987. Erum með gistingu í smáhýsum með sérbaði, herbergjum með sameiginlegu baði, stærri sumarhúsum og tjaldstæði. Sundlaug, heitir pottar, veitingastaður og bar á staðnum.
Frá árinu 1994 höfum við boðið upp á fljótasiglingar niður Austari og Vestari jökulsá.
Í sumar(2020) erum við með tilboð í Vestari jökulsá: 11.900 kr á mann. 8.000 kr fyrir 9-12 ára.
Frábær ferð um skemmtilegt landslag. Stoppað til að fá sér kakó úr heitri uppsprettu og svo er auðvitað stoppað við stökk klettinn og þeir sem vilja stökkva ofan í ána.
Bjóðum einnig upp á Sit on top Kayak ferðir niður Svartá, Paintball, Þrautabraut og Loftbolta.
Á staðnum: Gisting í smáhýsum með sérbaði, stærri sumarhúsum, herbergjum án baðs, tjaldstæði, lítil sundlaug og heitir pottar, veitingastaður og bar.
Sundlaugin á Hofsósi þykir sérstaklega falleg og hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga frá því hún var tekin í notkun. Sundlaugin og umhverfi hennar er einkar glæsilegt. Lauginni var valinn staður niður á sjávarbakka, sunnarlega í þorpinu, ofan við svonefnda Staðarbjargarvík. Laugin er þannig frágengin að þegar synt er frá suðri til norðurs rennur vatnsflötur laugarinnar saman við hafflötinn neðan hennar með beina stefnu á Drangey.
Það voru athafnakonurnar Lilja Pálmadóttir og Steinunn Jónsdóttir sem gáfu íbúum á Hofsósi sundlaugina á kvennréttindadaginn 19. júní árið 2007.
Eina sundlaugin með útsýni á foss úr heita pottinum !
Íþróttamiðstöðin á Kirkjubæjarklaustri er í miðju þorpsins þar sem einnig er Kirkjubæjarskóli á Síðu. Í Íþróttamiðstöðinni er sundlaug með heitum potti og vaðlaug, tækjasalur og íþróttasalur. Íþróttasalurinn er til útleigu. Vinsamlegast hafið samband í síma 487 4656.
Opnunartímar og gjaldskrá á klaustur.is
Tjaldstæðið við Heiðarbæ er staðsett á milli Húsavik og Mývatns á vegi 87. Tjaldstæðið er fullkomlega staðsett fyrir þá sem vilja skoða austasta hluta norðausturhorns Íslands í afslöppuðu og fallegu umhverfi. Heiðarbær er staðsett aðeins stutt frá mörgum af vinsælustu ferðamannastöðum landsins: Mývatni, Goðafossi, Ásbyrgi, Jökulsárgljúfrum og Laxá í Aðaldal.
Í Heiðarbæ er veitingastaður sem býður upp á pizzur, hamborgara og fleiri smárétti ásamt kaffi og ís. Sundlaug með heitum potti er opin (júní - september).
Önnur þjónusta í nágrenninu:
Fjallasýn Rúnars Óskarssonar s: 464 3940 jeppaferðir, óvissuferðir o.fl. Saltvík, hestaleiga 15 km í átt að Húsavík s: 847 9515.
Í næsta nágrenni:
Hveravellir, þar er ein elsta garðyrkjustöð landsins. Þar er hægt að versla grænmeti á virkum dögum frá 8-12 og 13-16 s: 464 3905.
Staðir nálægt:
Mývatn 33 km Goðafoss 29 km Jökulsárgljúfur 79 km Laxárvirkjun 9 km Þeistareykir: jarðhitasvæði Þar eru áhugaverðir hellar (nánar síðar) Hvalaskoðun á Húsavík 20 km.
Beint frá býli:
Skarðaborg, pantanir í síma 892 0559. Vörur í boði: Ær- og lambakjöt.
Öll önnur almenn þjónusta er á Húsavík 20km frá Heiðarbæ.
Laug með náttúrulega heitu ölkelduvatni (hitastig sveiflast frá 24-35°C), beint úr jörðu. Um er að ræða grænþörungslaug og er vatnið mjög steinefnaríkt og talið afar hollt og græðandi.
Laugarnar voru uppgerðar 2019 og samanstanda þær nú af tveimur heitum pottum, köldum potti og stórri laug.
Opið júní - miðjan ágúst frá 11:00 - 21:00.
Auka opnunartímar eru auglýstir á Facebook síðu Lýsulauga.
Sundlaug - opnunartími
Sumar (1. júní – 31. ágúst)
Mánudagar – föstudaga 6:30 – 21:30
Laugardaga og sunnudaga 9:00 – 17:00
Vetur (1. september – 31. maí)
Mánudagar – föstudaga 6:30 – 20:30
Laugardaga og sunnudaga 9:00 – 17:00
Héraðsþrek
Héraðsþrek er líkamsræktarstöð sem rekin er af sveitarfélaginu í íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum. Hún hefur upp á að bjóða vel útbúinn tækjasal til líkamsræktar og einnig minni sal þar sem hægt er að stunda ýmiskonar leikfimi.
Opnunartímar Héraðsþreks eru þeir sömu og sundlaugarinnar.
Í Suðurbæjarlaug er 12,5 x 25 metra útisundlaug. Innandyra er sérhönnuð kennslulaug sem einnig er góð barnalaug. Úti eru þrír heitir pottar, vatnsgufa, bunusveppur, tvær vatnsrennibrautir og tvö köld kör með mismunandi hitastigi. Vinsæll göngustígur liggur um sundlaugargarðinn.
Sérstakir búningsklefar með gufubaði eru til staðar fyrir bæði kynin við hlið hefðbundinna búningsklefa. Á útisvæði eru einnig búningsklefar undir berum himni.
Í kjallara Suðurbæjarlaugar er Gym Heilsa heilsuræktarstöð með aðstöðu. Í sundlauginni er hefðbundið skólasund, sundæfingar SH, ungbarnasundstímar, vatnsleikfimi og tímar í jóga. Í húsnæði laugarinnar starfar jafnframt nuddari.
Opnunartími:
Mánud-fimmtud. 6:30-22:00
Föstud. 6.30 – 20.00
Laugardaga 08:00-18:00
Sunnudaga 08:00-17:00
Álftaneslaug býður viðskiptavinum sínum upp á bjart, hlýlegt og afslappað umhverfi en á sama tíma finna þeir sem sækja í leik og fjör þörfum sínum fullnægt.
Innanhússlaugin er tólf sinnum átta metrar í opnu rými með útsýni yfir útisundlaugasvæðið. Þar er aðstaða fyrir foreldra með ung börn hvort sem er fyrir leik eða fyrstu sundtökin. 25 metra útilaug, 2 heitir pottar, kaldur pottur, buslulaug, sauna og gufubað mynda svo útisvæði í fallegu umhverfi Álftaness.
Í sundlaugargarðinum er eina öldulaug landsins og sér börnum og fullorðnum fyrir skemmtilegum möguleikum í leik og fjöri. Þar er líka 10 metra há og 80 metra löng vatnsrennibraut.
Útisundlaug 25x12 metrar
Innisundlaug 12x7 metrar
Heitir pottar 2
Kaldur pottur 1
Buslulaug 1
Saunaklefi
Gufubað
Vatnsrennibraut 85m löng, 10m há
Öldulaug
Inni og útibúningsklefar
Sólbaðsaðstaða
Mjög góð aðstaða fyrir fatlaða
Sundlaugin er 12,5 m innilaug með heitum potti. Einnig er útísvæði með heitum pottum, vaðlaug og rennibraut. Við sundlaugina er skóli, íþróttahús, knattspyrnuvöllur, gervigrasvöllur, leiktæki og stutt í alla þjónustu. Verið velkomin í notalega sundlaug.
Opið virka daga frá 7:30 til 21:00, helgar frá 10:00 til 17:00.
Sundlaugin í Selárdal
Sími: 473-1499 - 473-1331
netfang: info@vopnafjardarhreppur.is
Sundlaugin er staðsett 3,5 km frá þjóðvegi 85 á leið til Bakkafjarðar, 12 km frá Vopnafjarðarkauptúni. Laugin stendur á bakka Selár þar sem hún rennur í grunnu gljúfri. Leitun er að jafn fagurri staðsetningu fyrir sundlaug enda laugin rómuð fyrir umhverfi sitt. Rétt við sundlaugina er uppspretta með heitu vatni og var vatn úr þeirri uppsprettu notað til margra ára í sundlaugina. Í dag er uppsprettuvatnið nýtt til að hita upp vatnið í sundlauginni.
Aðgengi fyrir hreyfihamlaða er gott við Selárlaug. Þar er nestisaðstaða og stór sólpallur ásamt rúmgóðum heitum potti og barnalaug.
Laugin var byggð sumarið 1949 af félagsmönnum í Einherja, ungmennafélagi Vopnafjarðar. Byggðu þeir laugina að mestu í sjálfboðavinnu og var hún vígð sumarið 1950. Endurbætur hafa verið gerðar á lauginni og er hún í ágætu ástandi, ávallt hefur þess verið gætt að halda umhverfi laugarinnar snyrtilegu. Fram undir 1975 var sundkennslu þannig háttað að nemendur dvöldu 1/2 mánuð í vist í húsum laugarinnar og mun oft hafa verið glatt á hjalla á þessum sundnámskeiðum.
Sundkennsla fer fram í sundlauginni að hausti og vori.
Opnunartími Selárlaugar
Sumar (1. júní – 31. ágúst)
mánudaga- föstudaga: kl. 10:00 til kl. 22:00.
laugardaga- sunnudaga: kl. 10:00 til kl. 18:00.
Vetur (01. sept. – 31. maí)
mánudaga - föstudaga: kl. 14:00 til kl. 19:00.
laugardaga - sunnudaga: kl. 12:00 til kl. 18:00.
Sundlaug Akureyrar er vatnaparadís fyrir alla fjölskylduna. Á svæðinu er að finna tvær 25 metra útilaugar og 12,5 metra innilaug. Þrjár rennibrautir eru á svæðinu sem njóta mikilla vinsælda. Á útisvæði eru fjórir heitir pottar, tvær vaðlaugar og kaldur pottur. Í yfirbyggðum sal er volgur innipottur. Auk þess er á sumrin sólbaðsaðstaða og leiksvæði með gervigrasi
Afgreiðslutími:
Sjá https://www.visitakureyri.is/is/moya/extras/allt-sem-thu-oskar-ther/swimming-in-thermal-pools
Sundlaug Seltjarnarness er staðsett í Íþróttamiðstöðinni við Suðurströnd. Laugin sjálf er 25 metrar og í framhaldi af henni er rúmgóð barnalaug með hærra hitastigi.
Síðan eru 4 pottar misstórir og með mismunandi hitastigi. Þar fyrir utan er eimbað, stór rennibraut ásamt leiktækjum og mjög rúmgóðri vaðlaug þar sem hægt er að liggja og láta sér líða vel.
Sérstaða sundlaugarinnar er hið steifefnaríka vatn sem notað er beint frá borholu hitaveitu Seltjarnarness. Það er mjög steinefnaríkt og fer vel í viðkvæma húð og exem.
Fyrir opnunartíma sundlaugarinnar er best að skoða vef okkar: http://www.seltjarnarnes.is/thjonusta/ithrottirogtomstundir/sundlaug/
Íþróttamiðstöðin Brattahlíð á Patreksfirði var tekin í notkun í desember 2005. Þar er glæsileg útisundlaug, 16,5 x 8 m, tveir heitir pottar, vaðlaug, sauna, 140 m2 tækjasalur með nýjum TECHNOGYM tæknum og 900 m2 íþróttasalur.
Opnunartímar
Mánudaga - Fimmtudaga: 08:00 - 21:00
Föstudaga: 08:00 - 19:30
Laugardaga og Sunnudaga: 10:00 - 15:00
Sölu lýkur 30. mín fyrir auglýstan lokunartíma.
Gestir eru beðnir um að fara upp úr lauginni 10 mín fyrir lokun
EINSTÖK ÚTILAUG MEÐ HEITUM POTTI
Á Stöðvarfirði er einstaklega falleg útilaug rétt hjá skólamiðstöð staðarins.
Sundlaugin var byggð árið 1982 en hún er 16,67 metrar að lengd.
Opnunartími:
15.maí - 15. september:
Virkir dagar: 13:00-19:00
Helgar:13:00-17:00
Lokað á veturna.
Á Laugum er glæsileg 25 m laug með tveimur rúmgóðum heitum pottum og vaðlaug.
Sundlaugin er í sama húsnæði og íþróttahöllin.
Sumaropnun sundlaugar og líkamsræktar (júní-ágúst)
Opið alla daga frá 10-21
Vetraropnun (september-maí)
Mánudaga - fimmtudaga 7:30-9:30 and 16-21:30
Föstudaga 7:30-9:30
Laugardaga og sunnudaga 12-16
Þú finnur okkur á Facebook: Sundlaug Laugum
Sundlaugin í Hrísey er 12,5 metra útilaug. Þar er einnig heitur pottur, vaðlaug og kalt ker að ógleymdri sólbaðsaðstöðu.
Afgreiðslutími:
Sjá https://www.visitakureyri.is/is/moya/extras/allt-sem-thu-oskar-ther/swimming-in-thermal-pools
Afgreiðslutími:
1.júní- 31.ágúst
Frá 1. sept. - 31.maí
Í boði er:
Sundlaugin á Höfn samanstendur af 25 x 8,5 m. sundlaug, vaðlaug, tveimur heitum pottum (annar þeirra er nuddpottur), saunabaði, þremur rennibrautum mishröðum og háum.
Sundlaugin er í klasa íþróttamannvirkjanna á Höfn og í næsta nágrenni við tjaldstæðið og aðra almenna þjónustu.
Sund, vatn og vellíðan er kjörorð sundlaugarinnar.
Opnunartímar eru sem hér segir:
Sumar:
Virkir dagar: 06:45-21:00
Laugardagar og sunnudagar: 10:00-18:00
Vetur:
Virkir dagar: 06:45-09.30 og 14:30-21:00
Laugardagar og sunnudagar: 11:00-16:00
Finnið okkur á Facebook hér.
Sundlauginn á Laugarvatni er 25 metra löng með þremur heitum pottum, köldu kari og gufubaði.
Sumaropnun:
Mánudaga – fimmtudaga: 10:00 – 21:00
Föstudaga – sunnudaga: 10:00 – 18:00
Vetraropnun:
Mánudaga – fimmtudag: 14:00 – 21:00
Föstudaga: 14:00 – 18:00
Laugardaga: 13:00 – 18:00
Sunnudaga: 13:00 – 18:00
Til að finna okkur á Facebook, smellið hér .
Sundlaug Fáskrúðsfjarðar er 12,5 metra innisundlaug með heitum útipotti.
Sundlaugin var tekin í notkun árið 1948 og veitir byggingarstíllinn sundlauginni einstaklega hlýlegt og notalegt yfirbragð.
Sundlaugarhúsið er tvískipt og var austurhluti þess leikfimisalur og samkomuhús staðarins á árum áður. Félag eldri borgara á Fáskrúðsfirði hefur nú þennan hluta til afnota fyrir félagsstarf sitt.
Opnunnartími er mánudaga-fimmtudaga 16:00-19:00. föstudaga 15:00 -18:00 og laugadaga frá 10:00-13:00. Lokað er 29 júlí til 1. september
Sundlaug Kópavogs er einn stærsti sundstaður landsins. Þar er 50m útisundlaug, tvær innilaugar, sjö heitir pottar, kaldur pottur, gufubað og þrjár rennibrautir.
Opnunartíma má nálgast á heimasíðu okkar:r: https://www.kopavogur.is/en/moya/extras/sundlaugar-i-kopavogi/sundlaug-kopavogs
Vesturbæjarlaug er lítil og notaleg hverfislaug, í göngufæri við miðbæinn. Þar er útilaug og barnalaug, rennibraut, fjórir heitir pottar, eimbað og sauna.
Opnunartíma okkar má finna á vefsíðu okkar
Afgreiðslutími
Sumaropnun 1. júní til 31. ágúst
Vetraropnun, 1. september til 31. maí
Um sundlaugina
Verið velkomin að nota þá fyrirmyndar aðstöðu sem við bjóðum upp á.
Vatnsleikjagarðurinn Vatnaveröld er yfirbyggður vatnsleikjagarður fyrir alla fjölskylduna.
Þar er boðið upp á fjölbreytt leiktæki fyrir yngstu kynslóðina, vatnið er upphitað og þægilegt.
Velkomin í sund
Í sundmiðstöðinni er 25 metra útilaug og 4 setlaugar og eimbað. Að auki er ein glæsilegasta 50 metra innilaug landsins. Sérklefi til að klæða sig úr og í er í boði fyrir þá sem það kjósa.
Nánari upplýsingar um þjónustu og opnunartíma má finna inn á vefsíðu Vatnaveraldar .
Íþróttamiðstöð Djúpavogs er vel búin tækjum og búnaði til hreyfingar og heilsueflingar. Vel búinn íþróttasalur, sundlaug með pottum, þreksalur og sauna er meðal þess sem er í boði.
Sumaropnun:
Mán-fös: 07:30-20:30
Lau & sun: 10:00-18:00
Vetraropnun:
Mán-fös: 07:30-20:30
Lau: 11:00-15:00
Lokað á sunnudögum.
Facebooksíða Íþróttamiðstöðvarinnar
Forstöðumaður: Ari Guðjónsson, netfang ari.gudjonsson@mulathing.is
Skemmtileg útisundlaug sem er 25 x 12 metrar. Við laugina eru tveir heitir pottar, gufubað, buslulaug og 3 mismunandi rennibrautir. Frábært útsýni er frá sundlaugarsvæðinu yfir fjörðinn og fjöllin.
Laugin er sú nýjasta af sundlaugum Austurlands.
Opnunartími Sumar:
Mánudagar - föstudagar: 07:00 - 21:00
Laugardagar: 10:00 - 18:00
Sunnudagar: 10:00 - 18:00
Opnunartími Vetur:
Mánudagar - fimmtudagar: 07:00 - 20:00
Föstudagar: 07:00 - 18:00
Laugardagar: 11:00 - 16:00
Sunnudagar: 11:00 - 16:00
Sundhöll Selfoss er staðsett í miðbæjarkjarna Selfoss í göngufæri frá helstu verslun og þjónustu. Við sundlaugina er næg bílastæði allt í kring fyrir gesti. Í Sundhöll Selfoss er barna- og 18 metra innilaug, 25 metra útilaug, barnalaug með þremur rennibrautum, vaðlaug, vatnsgufa, sauna og heitir og kaldir pottar. Fjórir búningsklefar eru við sundhöllina, tveir inniklefar og tveir útiklefar, sér búningsaðstaða er fyrir fatlaða í inni- og útiklefum. Ný viðbygging var opnuð sumarið 2015 sem gjörbylti allri aðstöðu við Sundhöllina en bætt var við barnalaug inni, nýrri afgreiðslu og stærri búningsklefum.
Heilsuræktarstöðin World Class hefur aðstöðu á efri hæð Sundhallarinnar en sameiginleg afgreiðsla er fyrir hana og sundlaugina. Sundhöll Selfoss er ein af stærstu sundlaugum á Suðurlandi en árlega koma um 200 þúsund gestir í laugina.
Opnunartímar:
- Sumar (1. júní til 14. ágúst):
Virka daga frá 06:30 til 21:30
Helgar frá 09:00 til 19:00
- Vetur (15. ágúst til 31. maí):
Virka daga frá 06:30 til 21:30
Helgar frá 09:00 til 18:00
Verð:
Gjaldskrá Sundlauga Árborgar 2023
Gildir frá 1.janúar 2023
Fullorðnir (18 - 66 ára):
Stakt skipti 1.250 kr.
10 skipta kort 4.900 kr.
30 skipta kort 9.700 kr.
Árskort 35.000 kr.
Börn (10 - 17 ára):
Stakt skipti börn 180 kr.*
10 skipta barnakort 1.400 kr.
30 skipta barnakort 3.800 kr.
*Börn búsett í Sveitarfélaginu Árborg fá gefins árskort
Öryrkjar og eldri borgarar:
67 ára og eldri 220 kr.
Eldri borgarar búsettir í Sveitarfélaginu Árborg fá ókeypis aðgang
Öryrkjar fá frían aðgang en verða að framvísa korti
Leiga:
Leiga sundfata 950 kr.
Leiga handklæða 950 kr.
Tilboð leiga handkl/sundföt/sund 1.900 kr.
Útisundlaug með heitum potti og sólbaðsaðstöðu.Tilvalin staður að koma á til að vera í rólegheitum og slaka á í notalegu umhverfi.
Opnunartímar:
Sumar (1/6-19/8): 09:00-18:00 alla daga
Afgreiðslutími
Sumar: 1. júní - 24. ágúst
Virka daga: 10:00 - 22:00
Helgar: 10:00 - 19:00
Vetur: 25. ágúst - 1. júní
Mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga: 14:00 - 22:00
Föstudaga: Lokað
Laugardaga og sunnudaga: 11:00 - 18:00
Á Hólum er boðið upp á gistingu í smáhýsum og íbúðum og er eldunaraðstaða og borðbúnaður í þeim öllum. Veitingastaðurinn Kaffi Hólar er í háskólabyggingunni og er opinn allt árið.
Hólar í Hjaltadal eru einn merkasti sögu- og menningarstaður landsins. Margt er að skoða á Hólum svo sem Háskólann, Hóladómkirkju, Auðunarstofu, Nýjabæ og Sögusetur íslenska hestsins.
Gott útivistarsvæði með merktum gönguleiðum við allra hæfi er á Hólum einnig eru í boði lengri og meira krefjandi leiðir.
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana. Hundar eru leyfðir á tjaldsvæðinu.
Laugin er innilaug, 8 x 16,66 m., á útisvæði eru tveir heitir pottar, annar er 41°C heitur og hinn 39°C, með vatnsnuddi. Auk þess er á útisvæði upphituð vaðlaug, vatnsrennibraut og kaldur pottur.
Einnig er í boði sauna með góðri hvíldaraðstöðu. Tjaldsvæðið er við sundlaugina og skammt undan er hinn vinsæli ærslabelgur.
Opunartími
Virka daga 06:00 -22:00
Helgar 10:00-18:00
Sjósund hafa verið hluti af menningu Íslendinga í gegnum aldirnar, allt frá Drangeyjarsundi Grettis Ásmundarsonar árið 1030 sem er eitt elsta skrásetta sjósund í veröldinni. Sjósund sem heilsurækt hefur verið stundað hér á landi í um 70 ár og hafa vinsældir þess færst mjög í vöxt undanfarin ár.
Hundruðir Íslendinga stunda sjósund reglulega en vinsælasti staðurinn til þess er Nauthólsvík. Þar er góð aðstaða fyrir sjósundsfólk, s.s. skiptiklefar, sturtur, lítil verslun og stór heitur pottur til að ylja sér í að sundi loknu.
Sjósund er talið afar hollt fyrir líkama og sál, það hefur góð áhrif á þol og blóðþrýsting - og svo er auðvitað mjög frískandi!
Frá 15. maí - 15. ágúst er opið alla daga frá 10:00 - 19:00.
Frá 16. ágúst - 31. desember er opið alla virka daga frá kl. 11:00 - 13:00 og síðdegis á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 17:00 -19:00
Stakt gjald yfir vetrartímann er 500 ISK.
Sundlaugin í Laugarnesi við Birkimel á Barðaströnd er fallega staðsett lítil sundlaug með glæsilegu útsýni yfir Breiðafjörð. Bæði er hægt að svamla um í steyptri sundlaug sem og að liggja út af í minni náttúrulaug neðand við þá stóru.
Það er Ungmennafélag Barðastrandar sem á og rekur laugina.
Gvendarlaug hins góða er ylvolg 25m almenningssundlaug við Hótel Laugarhól í Bjarnarfirði á Ströndum.
Til hliðar við sundlaugina er vinsæl náttúrulaug (39-41°C) þar sem ljúft er að slaka á og upplifa náttúruna í sínu besta formi.
Fyrir neðan laugarnar rennur volgur lækur sem gaman er fyrir börn að busla í.
Hluti af vatninu sem rennur í sundlaugina kemur úr Gvendarlaug hinni fornu, sem var blessuð í byrjun 13. aldar af Guðmundi góða fyrrum Hólabiskupi. Hún er talin búa yfir lækningamætti og er nú friðuð og í umsjá Minjastofnunar. Vatnið úr þeirri laug er talin búa yfir lækningarmætti.
Engin baðvarsla eða sundgæsla er á staðnum og fólk fer í laugina og pottana á eigin ábyrgð.
Laugin er opin alla daga frá kl. 8:00 - kl. 22:00.
Vetrartími:
Opið er á þriðjudögum, miðvikudögum og föstudögum frá 16 - 19
Opið laugardaga og sunnudaga frá 14 - 17
Sumartími:
Árið 2010 hefst sumartími 4. júní og er til og með 22. ágúst
Virka daga frá kl. 10 til kl. 21
Um helgar frá kl. 11 til kl. 18
Sími 451 3201
Netfang: sundlaug(a)drangsnes.is
Hótel Staðarborg er glæsilegt, nýlegt 30 herbergja hótel í Breiðdal í Suður-Múlasýslu, aðeins 7 km. frá Breiðdalsvík. Hér er um að ræða endurnýjað skólahúsnæði er rúmar 54 gesti í 30 rúmgóðum herbergjum með sér baði og sjónvarpi, auk svefnpokaplássa. Hótelið er við þjóðveg nr. 1 í 625 km fjarlægð frá Reykjavík og um 100 km frá Seyðisfirði, sem gerir hótelið að ákjósanlegum áningarstað fyrir þá sem ferðast með bílferjunni Norrænu. Afþreying er fjölbreytt á svæðinu og við allra hæfi í fögru umhverfi.
Hótel Staðarborg var opnað sumarið 2000 í Breiðdal. Í veitingasal er framreiddur morgunverður, hádegisverður og kvöldverður auk þess sem hægt er að fá kaffi og meðlæti allan daginn. Á lóðinni eru tjaldstæði og heitur pottur gestum til afnota.
Í Salalaug í Kópavogi er úti- og innilaug, barnalaug, rennibraut, eimbað og þrír heitir pottar, þar af einn með nuddi. Opnunartíma má sjá á heimasíðu okkar: https://www.kopavogur.is/is/ibuar/ithrottir-utivist/sundlaugar-i-kopavogi/sundlaugin-versalir-salalaug
Fjölbreytt ferðaþjónusta er rekin á sveitabænum Brekkulæk í Miðfirði. Í gegnum árin höfum við skipulagt hestaferðir yfir hálendi Íslands ásamt gönguferðum þar sem áhersla er lögð á náttúru Íslands og sveitina.
Brekkulækur býður upp á gistingu, veitingar og afþreyingu. Fuglaskoðunarferðir í júní. Hestaferðir og gönguferðir í júní-ágúst. Náttúruskoðunarferðir með lítilsháttar klifri og hellaskoðun. Haustferðir þar sem m.a. er farið í réttir.
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Endilega heimsækið okkur hér.
Í Þorlákshöfn er 25 metra útisundlaug og vaðlaug innandyra. Við útisundlaug eru tveir heitir pottar og vatnsrennibraut. Hjá vaðlaug er fjöldi leiktækja fyrir yngstu sundlaugargestina, m.a. rennibrautir, vatnsormur, sveppur og fleira. Sundlaugin er notuð undir kennslu fyrir Grunnskólann í Þorlákshöfn, einnig er kennd sundleikfimi og haldin sundnámskeið. Sundnámskeið eru í maí og júní.
Sjá opnunartíma á vefsíðu.
Sundlaugin er austan við félagsheimilið og eru rúmgóðir búningsklefar og vatnsgufubað í kjallara. Sundlaugin er 16,67 x 8 metra og við hana er einnig barnavaðlaug með rennibraut og tveir heitir pottar.
Opið virka daga frá 12:00 til 20:00. Um helgar (laugardaga og sunnudaga) opið frá 10:00 til 20:00.
Opnunartími:
Sumaropnun júní-ágúst:
Mánud-föstud 14:00-19:30
laugard-sunnud 12:00-16:30
Vetraropnun
Mán, mið, fös 17:00-19:30
Laugardaga 14:00-16:30
Finnið okkur á Facebook hér.
Heitu pottunum í Sundlaug Sauðárkróks hefur verið lýst sem þeim bestu á landinu, en pottarnir eru tveir, annar 39°C og hinn 41°C. Í báðum pottum er loftnudd. Sundlaugin er 25x8 metrar.
Í Grímsey er 12,5 metra innilaug, ásamt heitum potti og köldu keri.
Sundlaugin í Grímsey er ekki með séraðstöðu fyrir fatlað fólk. Innanhúss kemst hjólastóll um húsið en þar er innilaug og innipottur.
Afgreiðslutími:
Sjá https://www.visitakureyri.is/is/moya/extras/allt-sem-thu-oskar-ther/swimming-in-thermal-pools
Á Reykhólum má finna frábæra sundlaug sem heitir Grettislaug. Við hlið sundlaugarinnar er að finna tjaldsvæði sem er opið yfir sumarið.
Í Ólafsfirði er úti sundlaug 8 x 25 m, 2 heitir pottar 38° og 40° og er annar m/nuddi. Einnig er góð aðstaða fyrir barnafólk og hægt að velja að fara í fosslaugina og barnalaugina og síðast en ekki síst rennibrautirnar tvær. Önnur er snákur sem er 3,5 metrar en sú stærri er 52,5 metrar og er svarthol. Hún er mjög vinsæl .
Opnunartíma sundlaugarinnar má nálgast á heimasíðu okkar: https://www.fjallabyggd.is/is/thjonusta/ithrottir-og-tomstundastarf/ithrottamidstod-fjallabyggdar
Hlökkum til að fá ykkur.
Úti- og innilaug, barnalaug og tvær vaðlaugar fyrri börn, tvær rennibrautir, þrír heitir pottar, eimbað og kaldur pottur.
Sóta Lodge er sveitahótel í hjarta Fljóta, þar sem lögð er áhersla á að bjóða góðan mat, friðsæld og náttúruupplifun í fögru landslagi nyrst á Tröllaskaga.
Sóti Lodge býður upp á gæðagistingu og þjónustu fyrir allt að 15 gesti og er tilvalinn áfangastaður smærri hópa og fjölskyldna, sem vilja eiga einstakar stundir í faðmi Fljótafjallanna. Öll herbergi eru með salerni og sturtu og hlýleg stofa og borðstofa með útsýni til fjalla halda vel utan um gesti við hvíld og leik.
Barðslaug, sveitalaug með yfir 125 ára sögu, er í næsta húsi og er opin gestum Sóta Lodge. Þar er heitur pottur og lögð áhersla á að bjóða upp á aðstæður til leikja. Þar er líka boðið upp á endurnærandi flotstundir fyrir hópa.
Starfsfólk Sóta Lodge leggur sig fram um að veita persónulega gæðaþjónustu og uppfylla drauma og væntingar gesta.
Hreppslaug er einstök að því leiti að vatnið í laugina kemur út heitum uppsprettum úr hlíðinni fyrir ofan. Laugin er rekin af Ungmennafélaginu Íslending en laugin var byggð 1928.
Síðustu 95 árin hafa margir lært að synda í Hreppslaug.
Hreppslaug er friðlýst skv. lögum og er baðstaður með sírennsli vatns úr uppsprettum í nánasta umhverfi.
Lokað yfir veturinn
Sundlaugin í Vogum, Vatnsleysu er fullkomlega þess virði að heimsækja. Laugin er mjög barnvæn, í fallegu skjólsælu umhverfi og hentar fullkomlega þeim sem vilja njóta afslappaðs andrúmslofts. Verið velkomin í sund til okkar í Vogum.
Hægt er að leigja út fasta tíma, eða staka í íþróttasalnum hjá okkur. Endilega verið í sambandi til að fá upplýsingar um lausa tíma.
Heimilisfang
Hafnargata 17
190 Vogar
Sími: 440 6220
Í boði
Íþróttasal 30,3 x 15,9 metrar.
Sundlaug 16,66x8 metrar.
Heitur pottur með nuddi, 41° C.
Ljósabekkur.
Þreksalur.
Sumaropnun íþróttamiðstöðvar (1. júní - 22. ágúst):
07:00 til 21:00 virka daga
10:00 til 16:00 um helgar.
Opnunartími þreksalar:
07 til 21:00 virka daga
10 til 16:00 um helgar.
Vetraropnun íþróttamiðstöðvar (23. ágúst - 31. maí):
06:30 til 20:30 virka daga
10:00 til 16:00 um helgar.
Opnunartími þreksalar:
06:30 til 22:00 frá mánudegi til fimmtudags
06:30 til 21:00 á föstudögum.
Íþróttamiðstöð Breiðdalshrepps:
Sundlaugin verður opnuð mánudaginn 15. júní
Minnt er á að hægt er að gera samning um aðgang utan hefðbundins opnunartíma. Nánari upplýsingar í Íþróttamiðstöð.
Vinsamlegast athugið að börnum yngir en 10 ára er óheimill aðgangur að lauginni, nema í fylgd með syndum einstaklingi 15 ára eða eldri.
Útisundlaug, 25 x 12 metrar með 57 metra vatnsrennibraut. Tveir heitir pottar, vaðlaug og 12 metra innilaug sem einkum er ætluð sem kennslu- og þjálfunarlaug.
Í heitu pottunum er heilsuvatn sem kemur beint úr borholunni við Hofstaði, en vatnið er gott sem meðferð við ýmisskonar húðvandamálum, svo sem exemi og psoriasis. Vatnið hefur fengið vottun frá þýsku stofnunni, Institut Fresenius, sem sérhæfir sig í vatns og umhverfisvottun. Þá er einnig kaldur pottur á staðnum.
Sumaropnunartími 1. júní til 31. ágúst
Mánudaga-fimmtudaga - kl. 07.05 - 22.00
Föstudaga - kl. 07.05 - 19.00
Laugardaga-sunnudaga - kl. 10.00 - 18.00
Vetraropnunartími 1. september til 31. maí.
Mánudaga-fimmtudaga - kl. 07.05 - 22.00
Föstudaga - kl. 07.05 - 22.00
Laugardaga - kl. 10.00 - 17.00
Sunnudaga - kl. 12.00 - 17.00
Opnunartíma og verð sundlaugarinnar má nálgast á vefsíðu okkar: http://www.storutjarnaskoli.is/default.asp?sid_id=8889&tre_rod=023|&tId=1
Við hlökkum til að fá ykkur.
Sundmiðstöðin er ein sú stærsta á landinu eða um 6.000 m². Þar er einnig Reebok með heilsurækt í 600 m² rými, Ásmegin sjúkraþjálfun svo og félagsaðstaða Sundfélags Hafnarfjarðar og Íþróttafélagsins Fjarðar en þessi félög eru með mjög umfangsmikla starfssemi í lauginni.
Innanhúss er 50 metra sundlaug sem að jafnaði er skipt með brú þannig að helmingur laugarinnar er 25m að lengd og hinn helmingurinn er 50 m. Við 50 m laugina er lyfta fyrir fólk í hjólastólum til að komast ofan í hana. Í sundlauginni er jafnframt 17metra barnalaug (90-110cm djúp) og 10metra vaðlaug fyrir yngstu kynslóðina með tilheyrandi leikföngum. Hitastig barnalauganna er um 32°C á meðan hitastig sundlaugar er 28°C. Hitastig inni í salnum er ávallt um 30°. Innanhúss eru einnig vinsæl vatnsrennibraut, þrír heitir pottar og eimbað. Utandyra eru tveir heitir pottar og mjög góð sólbaðsaðstaða.
Opnunartími
Mánud-fimmtud. 6:30-22:00
Föstud. 6.30 – 20.00
Laugardaga 08:00-18:00
Sunnudaga 08:00-17:00
Opnunartímar sundlaugarinnar í Laugaskarði eru sem hér segir:
Sumar (15. maí-14. september):
Mánudaga - föstudaga: | 06:45-21:30 |
Laugardaga og sunnudaga: | 09:00-19:00 |
Vetur (15. september-14. maí):
Mánudaga - föstudaga: | 06:45-20:30 |
Laugardaga og sunnudaga: | 10:00-17:30 |
Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi er staðsett í miðjum bænum en þar eru næg bílastæði enda vinsæll áfangastaður ferðalanga. Í miðstöðinni eru útisundlaug, vatnsrennibrautir, heitir pottar, vaðlaug, innilaug, eimbað og góð sólbaðsaðstaða. Einnig er hægt að kaupa sér aðgang að líkamsræktarsalnum. Útisundlaug, vatnsrennibrautir, heitir pottar, vaðlaug, innilaug, eimbað og sólbaðsaðstaða. Verið velkomin í sund - Fjörið er hjá okkur.Opnunartími:Virkir dagar:Laugardagar:Sunnudagar:Allt árið:06:30-22:0009:00-18:0009:00-18:00
Sundöllin á Siglufirði er innilaug 10 x 25 metrar. Á útisvæði er stór pottur með nuddi og sauna.
Opnunartíma sundlaugarinnar má nálgast á heimasíðu okkar: https://www.fjallabyggd.is/is/thjonusta/ithrottir-og-tomstundastarf/ithrottamidstod-fjallabyggdar
Glæsilega útbúin íþróttamiðstöð, þrek- og lyftingasalur, sundlaug, tveir heitir pottar, gufa, vaðlaug, ísbað og tvær stórar rennibrautir og hellingur af skemmtilegum leiktækjum og leikföngum. Upplýsingar um opnunartíma og gjaldskrá má finna á heimasíðu og Facebook-síðu íþróttamiðstöðvarinnar.
Sundlaugin í Laugaskarði er 50 metra löng og 12 metra breið og var um langa hríð langstærsta sundlaug landsins. Hún er svokölluð gegnumrennslislaug, hituð upp með jarðgufu, sem tryggir eðlilegt sýrustig og hreinleika vatnsins. Laugin er í skjólsælli hvilft sem veit gegn suðri, norðan Varmár.
Gæslumaður er ávallt á vakt við laugina og auk þess er myndavélakerfi til að auka öryggi sundlaugargesta. Þar er heit, grunn setlaug, heitur pottur með rafmagnsnuddi og náttúrulegt gufubað.
Laugin var byggð í tveimur áföngum, sá fyrri var 25x12 metrar og var tekinn í notkun árið 1938, en síðari hlutinn árið 1945. Í henni æfði íslenska landsliðið í sundi allt til 1966 þegar Laugardalslaugin í Reykjavík kom til sögunnar.
Það var Ungmennafélag Ölfushrepps sem beitti sér mest fyrir því að laugin var gerð og lögðu félagsmenn fram ómælda sjálfboðavinnu. Þeim bættist góður liðsauki þegar Lárus Rist sundkappi fluttist til Hveragerðis árið 1936 og má segja að hann hafi tekið forystu við uppbyggingu laugarinnar og réði meðal annars staðarvali.
Í dag er rekin líkamsræktaraðstaða í sundlauginni af íþróttafélaginu Hamri. Þar er vel búinn lyftingasalur ásamt sal sem nýtist fyrir s.s. spinning, yoga, karlaþrek osfrv.
Opnunartímar sundlaugarinnar í Laugaskarði eru sem hér segir:
Sumar (15. maí-14. september):
Mánudaga - föstudaga: | 06:45-21:30 |
Laugardaga og sunnudaga: | 09:00-19:00 |
Vetur (15. september-14. maí):
Mánudaga - föstudaga: | 06:45-20:30 |
Laugardaga og sunnudaga: | 10:00-17:30 |
Sundlaug Dalvíkur var tekin í notkun haust 1994. Sundlaugin er þekkt fyrir fallegan byggingarstíl og hið frábæra útsýni hvort sem er úr pottum eða turni. Sundlaugin er afar vinsæl meðal ferðamanna sem njóta hvíldar og sólbaða á sumrin og þeirra sem heimsækja okkur og upplifa norðurljósin á meðan slappað er af í pottunum. Hér má finna 12,5m x 25m sundlaug, heita potta, barna- og hvíldarlaug, vatnsrennibraut, vatnssvepp og eimbað.
Íþróttahús sem byggt var við sundlaugarbygginguna var tekið í notkun í október 2010. Þar eru 25m x 44m íþróttasalur, tveir búningsklefar (í öllu húsinu eru því nú 6 búningsklefar), áhaldageymslur, aðalandyri þar sem gengið er inn bæði að íþróttasal og til laugar. Undirgöng tengja íþróttahús við aðstöðu ungmennafélagsins á neðri hæð sundlaugarbyggingar. Í
íþróttahúsbyggingunni er líkamsræktaraðstaða með lyftingartækjum, hlaupabrettum og öllum helstu upphitunartækjum. Í sundlaugarbyggingunni er einnig að finna lítinn æfingarsal án tækja þar sem hóptímar fara fram. Þegar keyptur er
aðgangur að líkamsræktinni fylgir aðgangur að sundlaug.
Opnunartími
Mánudagar - fimmtudagar:06:15-20:00
föstudagar:06:15-19:00
laugardagar - sunnudagar: 09:00-17:00
Sundlaug Eyjafjarðarsveitar var vígð eftir endurbætur í ársbyrjun 2007. Laugin sjálf er 10 x 25 metrar og við hana stór vaðlaug sem er einstaklega skemmtilegt buslusvæði fyrir börnin en jafnframt notalegt sólbaðssvæði fyrir þá sem eldri eru. Að auki er við sundlaugina heitur pottur, kalt kar (yfir sumartímann) og eimbað að ógleymdri stórri vatnsrennibraut sem ætíð er líf og fjör í kringum. Svæðið hentar sérlega vel barnafjölskyldum, enda skipulagt þannig að gott er að sjá yfir það allt hvort sem er frá sundlaug, vaðlaug eða potti.
Í sundlauginni er gott aðgengi fyrir fatlaða einstaklinga. Hægt er að fá einkaklefa, sturtustóll er til staðar og lyftur eru í pottinn og sundlaugina. Að auki er rampur frá bakka og niður að sundlaug sem auðveldar aðgengi fyrir einstaklinga í hjólastól.
Vetraropnun íþróttamiðstöðvar:
Mánudaga-fimmtudaga:06:30-08:00 og 14:00-22:00
Föstudaga:06:30-08:00 og 14:00-19:00
Laugardaga og sunnnudaga: 10:00-19:00
Sumaropnun íþróttamiðstöðvar
Opið virka daga frá kl. 06:30-22:00
Opið um helgar frá kl. 10:00-20:00
Fullorðnir
Eitt skipti - 950 kr.
10 miðar - 5.200 kr.
30 miðar - 10.500 kr.
Árskort - 33.000 kr.
Börn 6-17 ára
Eitt skipti - 300 kr.
10 miðar - 2.500 kr.
Árskort - 2.500 kr.
Eldri borgarar 67+
Eitt skipti - 450 kr.
30 miðar - 10.500 kr.
Árskort - 16.500 kr.
Leiga
Sundföt - 700 kr.
Handklæði - 700 kr.
Leiga á handklæði og sundfötum saman - 1.100 kr.
Sund + leiga á handklæði og sundfötum - 1.700 kr.
Öryrkjar fá frítt í sund
Sundhöll Ísafjarðar er elsta laug bæjarins, 16 metra innilaug byggð strax eftir seinna stríð. Við laugina er einn heitur pottur og kalt kar.
Í sama húsi er lítill íþróttasalur, en aðal íþróttahús Ísafjarðar er á Torfnesi.
Símanúmer: 450 8480
Vetraropnun, frá 22. ágúst:
Mánudagur: 07-08 og 16-21
Þriðjudagur: 07-08 og 16-21
Miðvikudagur: 07-08 og 16-21
Fimmtudagur: 07-08 og 18-21
Föstudagur: 07-08 og 16-21
Laugardagur: 10-17
Sunnudagur: 10-17
Sána:
Kvennaklefi
þriðjudagar
fimmtudagar
sunnudagar
föstudagar í sléttum vikum
Karlaklefi
mánudagar
miðvikudagar
laugardagar
föstudagar í oddavikum
Vikunúmerum má fletta upp á www.vikunúmer.is.
Sumaropnun, frá 4. júní:
Virkir dagar: 10-21
Helgar: 10-17
Rauðir dagar að vori:
Sumardagurinn fyrsti: 10-17
1. maí: Lokað
Uppstigningardagur: 10-17
Hvítasunnudagur: Lokað
Annar í hvítasunnu: 10-17
17. júní: Lokað
Í Reykjarfirði er boðið upp á fjölbreytta gistingu. Í Gamla húsinu er svefnpokagisting í 6 herbergjum með alls 22 rúmum, sameiginlegu eldhúsi og klósetti. Ekki er sturta í húsinu. Einnig bjóðum við upp á gistingu í litlu húsi sem kallast Ástarhreiðrið, en þar er rúm fyrir 5 og eldhúsaðstaða. Gott tjaldsvæði er líka í Reykjarfirði.
Í Reykjarfirði geta gestir notið fuglalífs og stórbrotinnar náttúru í nálægð við Drangajökul. Við bjóðum líka upp á 20 m útisundlaug og heitan pott þar sem upplagt er að slaka á eftir gönguferðir og aðra útiveru.
Sundlaugin á Hellu er 25 x 11 metrar og er lögleg sem keppnislaug. Við laugina eru 5 heitir pottar; 1 nuddpottur, 2 heitir pottar og 2 vaðlaugar. Við laugina eru einnig 3 rennibrautir; 2 stórar og 1 lítil. Eimbað er við laugina. Sundlaugin er sambyggð við íþróttahúsið og myndar skemmtilega heild fyrir margvíslegar íþróttagreinar.
Afgreiðslutími:
1.sept. – 31.maí:
1.júní – 31.ágúst
Í boði er:
Útisundlaug með heitum pottum.
Opið frá 1. júní - 17. ágúst, daglega frá 14:00 til 20:00.
Einnig frábært tjaldsvæði á Varmalandi.
Gamla laugin, náttúrulaug
Gamla laugin er staðsett í Hverahólmanum við Flúðir. Margir fallegir hverir eru við laugina, meðal annars lítill goshver, litli Geysir sem gýs á nokkurra mínútna fresti. Laugin hefur nú verið endurbyggð í upprunalegri mynd og leitast við að halda sérstöðunni. Að baða sig í Gömlu lauginni er einstök upplifun allt árið um kring, hverasvæðið og gufan gefa svæðinu dulúðugan blæ. Hægt er horfa á hverinn gjósa og á veturna dansa norðurljósin gjarnan yfir Gömlu lauginni. Vatnið er 38-40 °C heitt allt árið. Flúðir tengjast hinum svokallaða Gullna hring með nýrri brú yfir Hvítá.
Aðstaða
Nýtt þjónustuhús hefur verið byggt við Gömlu laugina, þar eru sturtur og búningsaðstaða ásamt bar. Mögulegt er að bjóða upp á veitingar fyrir hópa ef óskað er, en það þarf að panta með fyrirvara.
Leigið Gömlu laugina, fáið gott tilboð
Hægt er að leigja staðinn fyrir hópa. Hikið ekki við að hafa samband og fá skemmtilega hugmyndir að heimsókn í Gömlu laugina.
Íþróttamiðstöð Tálknafjarðar býður upp á ýmsa afþreyingu. Þar er 25 metra útilaug, tveir heitir pottar, sauna, kaldur pottur, vaðlaug og rennibraut. Í húsinu er einnig að finna tækjasal og stóran sal sem hægt er að leigja.
Við íþróttamiðstöðina er tjaldsvæði Tálknafjarðar en það er opið frá 1. júní – 1. september. Á tjaldsvæðinu er eldhúsaðstaða allan sólarhringinn, útigrill, salerni og sturtur. Einnig er hægt að setja í þvottavél og þurrkara gegn gjaldi.
Allir hjartanlega velkomnir, alltaf heitt á könnunni.
Hægt er að hafa samband á ýmsan hátt:
Sími: 456-2639
Netfang: sundlaug@talknafjordur.is
Facebook síðan okkar er hér:
Vetraropnun: 09.00-19.00 virka daga og 11.00-14.00 á laugardögum, lokað sunnudaga
Sumaropnun: 09.00-21.00 virka daga og 10.00-19.00 um helgar.
ATH: Sölu lýkur 30 mínútum fyrir lokun. Gestir eru góðfúslega beðnir að fara uppúr lauginni 15 mínútum fyrir lokun.
Sundaðstaða í Breiðholtinu. Útilaug, úti- og innilaug fyrir börn, vaðlaug, rennibrautir, þrír heitir pottar, eimbað og sauna.
Opnunartímar 2024:
Sumartími: 6. júní-23. ágúst:
Sunnudaga - fimmtudaga kl. 11-22
Föstudaga - laugardaga kl. 11-18
Vetur: 24. ágúst-5. júní:
Mánudaga - fimmtudaga kl. 17:00-22:30
Föstudaga kl. 17:00-20:00
Laugardaga kl. 11:00-18:00
Sunnudaga kl. 11:00-22:30
Sundlaug (innilaug)með heitum potti, sauna, líkamsrækt og útisvæði.
Opnunartímar í sumar:
Mánudaga til föstudaga frá kl. 8:00 – 21:00
Laugardaga og sunnud. frá kl. 10:00 – 18:00
Verið velkomin.
Tjaldsvæði opið allt árið.
Sundlaug Stokkseyrar er vinaleg sveitalaug í hjarta Stokkseyrar. Laugin samanstendur af 18 metra útilaug með rennibraut, vaðlaug og tveim heitum pottum. Rúmgóðir karla- og kvennabúningsklefar eru í sundlaugarbyggingunni. Frá sundlauginni er stutt í veitingastaði, söfn, listagallerý, kajak og fjöruna en Stokkseyri stendur alveg við suðurströndina.
Sundlaug Stokkseyrar er kærkominn áfangastaður í Árborg sem engin sér eftir að hafa heimsótt enda ekki á hverjum stað sem sundlaugargestir geta átt von á því að fá heitt kaffi eða djús í pottinn.
Afgreiðslutími
-Sumaropnun: 1. júní - miðjan ágúst
mán - fös 13:00- 21:00
laug - sun 10:00- 17:00
- Vetraropnun: miðjan ágúst - 31. maí
mán -fös 16:30- 20:30
lau - sun 10:00- 15:00
Verð:
Gjaldskrá Sundlauga Árborgar 2023
Gildir frá 1.janúar 2023
Fullorðnir (18 - 66 ára):
Stakt skipti 1250 kr.
10 skipta kort 4.900 kr.
30 skipta kort 9.700 kr.
Árskort 35.000 kr.
Börn (10 - 17 ára):
Stakt skipti börn 180 kr.*
10 skipta barnakort 1.400 kr.
30 skipta barnakort 3.800 kr.
*Börn búsett í Sveitarfélaginu Árborg fá gefins árskort
Öryrkjar og eldri borgarar:
67 ára og eldri búsettir í Sv. Árborg 0 kr.
67 ára og eldri búsettir utan Árborgar 220 kr.
Öryrkjar fá frían aðgang en verða að framvísa korti
Leiga:
Leiga sundfata 950 kr.
Leiga handklæða 950 kr.
Tilboð leiga handkl/sundföt/sund 1900 kr.
Sundhöll Seyðisfjarðar þykir einstaklega heillandi. Hún er notaleg innilaug sem byggð var árið 1948. Guðjón Samúelsson, húsameistari ríkisins teiknaði laugina og hefur hún ávallt vakið verðskuldaða athygli gesta. Auk laugarinnar eru tveir heitir pottar og sauna og svo má ganga út í garð og njóta ferska loftsins.
September til maí :
Júní til ágúst :
Sundhöllin státar af innilaug sem er 25 metrar að lengd og 8.7 metrar í breidd og í dýpri enda laugarinnar er hún 3.2 metrar á dýpt. Tveir rúmgóðir heitir pottar eru í afgirtum garði við bygginguna og er annar þeirra með öflugu nuddtæki.
Í garðinum er einnig kaldur pottur. Í sundlauginni eru sérstakir saunaklefar fyrir bæði karla og konur.
Sundhöllin er þekkt fyrir sitt rólega andrúsmloft. Laugin er mikið notuð af eldri borgurum og íbúum í nágreinni laugarinnar.
Opnunartími:
Virka daga 6:30-21:00
Lokað um helgar
Íþróttamiðstöðin í Reykholti samanstendur af sundlaug með rennibraut, tveim heitum pottum og köldu keri, íþróttahúsi og líkamsræktarstöð.
Opnunartímar sumar:
Mánudaga-föstudaga: 12-20
Laugardaga-sunnudaga: 12-18
Opnunartímar vetur:
Mánudaga og miðvikudaga: 14:00 - 20:00
Þriðjudaga og Fimmtudaga: 14:00 - 22:00
Föstudaga: 13:00 - 17:00
Laugardaga: 10:00 - 18:00
Sunnudagar: Lokað
Glerárlaug er frábær 16 metra innilaug sem hentar vel til sundkennslu barna og unglinga, auk allra annarra kosta sem innilaugar hafa upp á að bjóða. Á svæðinu eru einnig tveir heitir nuddpottar og vaðlaug auk útiklefa. Á svæðinu er einnig kalt ker og sólbaðsaðstaða á útisvæði.
Afgreiðslutími:
https://www.visitakureyri.is/is/moya/extras/allt-sem-thu-oskar-ther/swimming-in-thermal-pools
Sundlaug (16 m), nuddpottur og gufubað innanhúss, en nýjar heitar vaðlaugar eru utanhúss. Sambyggt íþróttahús og þreksalur.
Símanúmer: 450 8460
Laugarvatn Fontana er frábær staður til að stoppa við á, á ferðalaginu um landið, og slaka á í heitum laugum og náttúrulegu gufubaði.
Náttúruböðin bjóða upp á einstaka upplifun í hinni einstöku GUFU sem er beint yfir náttúrulegum gufuhverum sem heimamenn hafa notað til heilsubaða í tugi ára. Fontana liggur beint við Laugarvatn og þú upplifir einstaka fjallasýn á meðan þú endurnærist á þessum heilsuvæna stað.
Opnunartími:
Alla daga : 10:00 – 21:00
Verðskrá:
Fullorðnir (17+) 4990 kr.
Unglingar (10-16) 2990 kr.
Börn (0-9) frítt með fullorðnum
Eldri borgarar 2990 kr.
Öryrkjar 2990 kr.
Upplifðu orku jarðar í bakarísferðunum okkar.
Alla daga, klukkan 10:15, 11:45 og 14:30 förum við niður að vatninu þar sem við gröfum upp hverabrauð sem búið er að bakast í sólarhring í heitri jörðinni.
Gestum er velkomið að bóka sig í ferð með okkur og upplifa þettta einstaka bakarí jarðhitans. Smakkað er á nýbökuðu brauðinu sem borið er fram með íslensku smjöri og reyktum silungi.
Þetta er tilvalin upplifun fyrir hópa.
Verð 2.990 kr. á mann.
Frítt fyrir 12 ára og yngri.
Vinsamlegast bókið fyrirfram. Hlökkum til að sjá ykkur.
Jaðarsbakkalaug er 25 m útisundlaug með 5 heitum pottum, gufu og vatnsrennibraut. Skemmtileg sundlaug fyrir fjölskylduna, sundkappann og til sólbaðs.
Opnunartími:
Virkir dagar: 06:00-21:00
Helgar: 09:00-18:00
Þægileg lítil sundlaug á besta stað í bænum steinsnar frá tjaldsvæðinu. Tveir heitir pottar og vaðlaug fyrir börnin.
Opið verður frá október 2022-loka maí 2023:
Virka daga frá 8-21
Laugardaga frá 13-17
Lokað á sunnudögum.
Pottarnir verða opnir, sundlaugin köld og vaðlaugin lokuð.
AÐSTAÐA
Hótel Laugarhóll er heimilislegt, sveitahótel í gróðursælum dal á Ströndum, miðja vegu milli Ísafjarðar og Reykjavíkur. Boðið er upp á gistingu í eins, tveggja og þriggja manna herbergjum, með eða án sér baðs. Einnig er tekið er á móti hópum, allt að 40 manns í uppbúin rúm. Á Laugarhóli er að finna notalega setustofu með nettengingu, veitingastað, íþróttasal og gallerí, sundlaug og heitan pott. Skammt frá hótelinu er tjaldsvæði með rennandi vatni og salernum. Tjaldsvæðið er opið frá 1. júní til 1. september.
Utan háannatíma hentar staðurinn einstaklega vel til funda-, námskeiða- og ráðstefnuhalds og ekki síður sem æfingabúðir fyrir kóra, leik- og íþróttahópa, björgunarsveitir eða gönguskíðagarpa,
AFÞREYING
Við hótelið stendur Gvendarlaug hins góða, ylvolg sundlaug, með náttúrulegu heitu vatni (32°C) og náttúruleg heit uppspretta (42°C), vinsæll viðkomustaður hjá lúnum ferðalöngum. Í næsta nágrenni eru fjölbreyttar og fallegar gönguleiðir, silungsveiði, hestaleiga, sjóstangveiði og lundaskoðun, ósnert og víða stórbrotin náttúra og ævintýralegar rekafjörur sem eru eitt helsta tákn Strandasýslu.
VEITINGASTAÐUR
Boðið er uppá veitingar í björtum og notalegum borðsal með útsýni yfir sveitina. Þar má gæða sér á bragðgóðum, heimilislegum mat úr héraði í bland við framandi rétti. Á boðstólum er að jafnaði ferskt sjávarfang, heimalagaðar súpur og nýbakað brauð, ásamt grænu salati og kryddjurtum úr garðinum, að ógleymdum girnilegum eftirréttum.
KOTBÝLI KUKLARANS
Strandir hafa löngum verið kenndar við galdra og í Bjarnarfirði bjó Svanur galdramaður á Svanshóli sem getið er í upphafskafla Njálu. Kotbýli kuklarans er annar áfangi Galdrasafnsins á Hólmavík og stendur við hlið Gvendarlaugar. Það sýnir vel þær aðstæður sem almúgafólk á Ströndum bjó við á tímum galdrafársins og fátæklegur aðbúnaðurinn útskýrir ef til vill þörf þess til að sækja sér styrk í kukl.
GVENDARLAUG HINS GÓÐA
Sundlaugin á sér merka sögu en hún var byggð á fimmta áratug síðustu aldar með sameiginlegu átaki bænda úr hreppnum. Nýleg sundskýli eru við laugina og í anddyri þeirra er sýning sem greinir í máli og myndum frá byggingu laugarinnar.
GVENDARLAUG HIN FORNA
Skammt ofan við sundskýlin er Gvendarlaug hin forna, náttúruleg heit uppspretta, blessuð í byrjun 13. aldar af Guðmundi góða fyrrum Hólabiskupi. Hún er talin búa yfir lækningamætti og er nú friðuð og í umsjá Þjóðminjasafns Íslands.
STAÐSETNING
Frá Reykjavík er rúmur þriggja stunda akstur (258 km) að Laugarhóli, gegnum Borgarnes og Búðardal til Hólmavíkur. Þaðan liggur leiðin fyrir botn Steingrímsfjarðar og yfir Bjarnarfjarðarhálsinn. Hótel Laugarhóll er við veg nr. 643.
Þegar gengið er inn á Natura Spa blasir við heill heimur út af fyrir sig en að baki heilsulindinni býr sú hugmynd að fólk geti nært í senn anda og líkama undir sama þaki, án alls utanaðkomandi áreitis.
*Laugarsvæðinu er lokað 30 mínútum fyrir lokun.
Aldurstakmark í spaið er 16 ár.
Í Djúpadal er fjölskyldu rekin ferðaþjónusta. Boðið er uppá gistingu.
Gamli bærinn
í gamla bænum eru 3 tveggja manna herbergi og 1 eins manns herbergi. Sameiginleg salerni og eldhús. Hægt að leigja allt húsið eða stök herbergi.
Þórishólmi
Sér hús sem stendur nálægt sundlaug. Húsið er 48fm 4 manna með 2 herbergjum. hjónaherbergi með tvíbreiðurúmi og kojuherbergi. Einnig er svefnsófi í stofu. Í húsinu er fullbúið eldhús og baðherbergi með þvottavél.
Stúdióíbúð í enda á sundlaugarhúsi herbergi fyrir 2 með lítilli eldunaraðstöðu og salerni.
Einnig bjóðum við upp á gistingu í 4 kofum á tjaldstæðinu hver kofi er 14fm svefnpláss fyrir 4. Borð, stólar,rafmagn og hiti. ATH einungis svefnaðstaða með aðgang að hreinlætisaðstöðu og þjónustuhúsi á tjaldstæði.
Allri innigistingu fylgir aðgangur að sundlaug og heitum potti.
Boðið er uppá svefnpokagistingu eða uppábúin rúm.
Tjaldsvæðið Skriðan Djúpadal
Nýtt tjaldsvæði sem er enn í uppbyggingu, góð aðstaða fyrir tjöld og ferðavagna. Salerni, sturtur, heitt og kalt vatn, aðstaða fyrir uppvask, seirulosun, 150 fm aðstöðu hús og nóg af rafmagni og heitu vatni.
Sundlaug
Lítil innisundlaug með heitum potti er á staðnum.
Opið allt árið
Sundlaugin í Varmahlíð er vinsæl fjölskyldulaug með tvær rennibrautir. Önnur er lítil og góð fyrir þau minnstu en hin er stór og hentar betur fyrir eldri börn. Laugin skiptist í 25 metra laug og 8 metra laug sem er grynnri og heitari og hentar einstaklega vel fyrir alla fjöslkylduna.
Stutt er í Reykjarhólinn frá Sundlauginni í Varmahlíð, en þar er að finna skemmtilegar gönguleiðir fyrir alla aldurshópa og einstakt útsýni. Við hliðina á sundlauginni er körfuboltavöllur og aðeins ofar er að finna sparkvöll og ærslabelg.
Krossneslaug er steinsteypt íslensk útisundlaug við fjöruborðið, fáeina kílómetra frá Norðurfirði í Strandasýslu. Laugin var tekin í notkun 5. júlí árið 1954. Hún er 12 1/2 x 6 metrar að flatarmáli. Umhverfis hana er steyptur stígur og við hana standa steyptir búningsklefar. Laugin og önnur mannvirki í sambandi við hana munu hafa kostað um 140 þúsund krónur.
Komdu og njóttu þess að hafa það gott í heitu pottunum okkar, sem eru tveir og sundlaugunum tveimur, sem hver fyrir sig er með mismundandi hitastig og ætti því að henta öllum. Slakaðu á í gufubaðinu okkar, með stórkostlegu 180 gráðu útsýni yfir sundlaugarsvæðið. Bókaðu núna og uppgötvaðu blöndu af sjálfbærni, slökun og þægindum. Komdu í lið með okkur í skuldbindingu okkar til grænnar framtíðar, á sama tíma og þú nýtur þess að endurnýja kraftana.