Handverk og hönnun
Litla lopasjoppan - Handverksverslun
Rangárbakkar 7, 850 HellaKIDKA Wool factory shop
Höfðabraut 34, 530 HvammstangiKIDKA - Íslenskar ullarvörur framleiddar á Íslandi
KIDKA er framleiðslufyrirtæki fyrir prjónavörur og framleiðir sina eigin vörulínu úr íslenkri ull. Vörumerkið stendur fyrir fallegar og þægilegar hágæða ullarvörur sem fylgja alltaf nýjustu tískustraumum. Framleiðslan fer eingöngu fram á Íslandi.
Framleiðslan
Ullarvörurnar frá KIDKA eru prjónaðar í prjónavélum. Ullin er þvegin, burstuð og meðhöndluð með gufu sem gerir hana mýkri og léttari en ullina sem er notuð í handprjónaðar ullarvörur. Ullin heldur samt sem áður sínum mikilvægasta eiginleika,það er að halda hita á líkamanum allt árið.
Þátið og Framtíð
Hönnun á vörum frá KIDKA er mjög fjölbreytt . Hjá okkur finnur þú sígilda liti og norræn mynstur, ásamt nýjustu tískustraumum ullarframleiðslunnar. Á meðan að á framleiðslunni stendur, fer ullin aldrei úr landi, hér er um að ræða ekta íslenskar vörur sem að auki skapa mikilvæg störf á svæðinu.
KIDKA Wool Factory Shop
Höfðabraut 34, 530 Hvammstangi
kidka@kidka.com
www.kidka.com
Dyngjan - listhús
Fíflbrekka, 605 AkureyriHandverkshópurinn Bolli
Vesturbraut 12, 370 BúðardalurHandverk unnið af fólki í og úr Dölum. Lopavörur, útskornir hlutir, hekl, prjón, tölur úr kindahornum og beinum, leirmunir og fleira.
Á sumrin opið daglega frá 11:00 til 17:00. Á öðrum tímum er opið eftir samkomulagi.
Gallery Flói
Þingborg 1, 803 SelfossGallery Flói er listamanns rekin vinnustofa og verslun þar sem listamaðurinn Fanndís vinnur með gler, bræðir og formar yfir opnum eldi í glerperlur og aðra listmuni.
Fanndís vinnur einnig með keramik, teikningar, málverk, silfur og önnur hráefni í listsköpun sinni. Fanndís sérhæfir sig í að búa til sögulegar eftirmyndir af glerperlum sem fundist hafa frá tíð Víkinga á Íslandi ásamt hennar eigin nútíma hönnun. Allt í Gallery Flóa er handunnið, einstakt og unnið á staðnum úr úrvals hráefnum og eins mikið úr héraði og hægt er.
Víkurprjón – Icewear útivistarfatnaður og ullarvörur
Austurvegi 20, 870 VíkÍ Icewear Magasín í Þjónustumiðstöðinni í Vík má finna einstakt úrval af íslenskum lopapeysum , ýmiskonar ullarfatnaði og fylgihlutum. Verslunin Icewear í Vík er en sú stærsta sinna tegundar hérlendis og þar má finna mikið úrval af gjafavöru, matvöru, minjagripum. Auk þess er Icewear með eitt mesa úrval landsins af útivistarfatnaði, gönguskóm og öllum helsta búnaði fyrir ánægjulega útivist.
Icewear fatnaður er íslensk hönnun sem tekur mið af síbreytilegu veðurfari og harðgerðu landslagi sem verður á vegi ferðalanga um einstaka náttúru Íslands.
Í miðstöðinni í Vík má einnig finna matvöruverslun, kaffihús og rúmgóða veitingaaðstöðu fyrir bæði minni og stærri hópa.
Þín útivist, þín ánægja.
Skrímslasetrið
Strandgata 7, 465 BíldudalurSkrímslasögur hafa fylgt íslensku þjóðinni í gegnum aldirnar og til er fjöldi skráðra heimilda um skrímsli víðsvegar um landið. Þeim hefur nú verið fundinn verður samastaður í Skrímslasetrinu á Bíldudal við Arnarfjörð sem er sagður einn mesti skrímslastaður landsins.
Hús Handanna
Miðvangur 1-3, 700 EgilsstaðirHús Handanna á Egilsstöðum er staðsett á fjölförnustu gatnamótum Austurlands og í hjarta Egilsstaða.
Verslunin var sett á laggirnar 2010 og hefur frá upphafi lagt áherslu á að kynna og selja íslenska / austfirska vöru sem byggir á menningu okkar og lífstíl.
Hús Handanna er umhverfisvæn og listræn lífstílsverlsun með fjölbreytta flóru af íslenskri vöruhönnun, listhandverki, grafískri hönnun, fatahönnun, myndlist, ritlist o.fl.
Sérstök áhersla er á að bjóða vöru sem gerir umhverfinu og okkur sjálfum gott sem og sælkeravöru úr nærumhverfinu. Hjá Húsi Handanna færðu sjampóstykki í ferðaboxi, vaxklúta fyrir samlokuna, hlýja sokka, jafnvel góða bók, fallega gjöf og þinn eigin minjagrip um ferðalagið þitt. Ævinlega velkomin.
Ullarselið á Hvanneyri
Hvanneyri, 311 BorgarnesUllarselið á Hvanneyri er verslun með vandað handverk, ullarvörur úr íslenskri ull og gæðahandverk úr íslensku hráefni. Vörurnar sem í boði eru í Ullarselinu eru handspunnið band, peysur úr handspunnu bandi sem og flíkur úr lopa, léttlopa og ber þar hæst hinar sérhönnuðu Borgarfjarðarpeysur. Jurtalitað band, kanínufiðuband og fiðuvörur, skartgripir úr hrosshári, steinum og hornum, þæfðir hattar, inniskór og vettlingar. Ullarselið selur líka plötulopa, léttlopa og eingirni frá Ístex, prjóna og uppskriftir. Ullarselinu á Hvanneyri var komið á fót haustið 1992, sem þróunarverkefni, að tilstuðlan Bændaskólans á Hvanneyri, Búnaðarsamtaka Vesturlands og Kvenfélagasambandanna á Vesturlandi. Ullarselið er í senn verslun og vinnustofa áhugafólks af Vesturlandi um ullariðn, þar sem gömul vinnubrögð við ullarvinnslu eru notuð. Meðal annars er kembt, spunnið, prjónað, þæft og ofið.
Sjón er sögu ríkari.
Sumaropnun : Opið alla daga: 15. maí - 15. september kl. 11:00-17:00
Vetraropnun: Opið á fimmtud, föstud og laugard. kl.13:00 - 17:00.
Skriðuklaustur, menningarsetur og sögustaður
Skriðuklaustur, 701 EgilsstaðirSkriðuklaustur er merkur sögustaður í Fljótsdal, ekki síst þekktur fyrir stórhýsið sem rithöfundurinn Gunnar Gunnarsson (1889-1975) byggði þar árið 1939. Frá aldamótum hefur Gunnarshús verið opið sem menningar- og fræðasetur með fjölbreyttum viðburðum og sýningum. Þar hægt að skoða safn um skáldið og njóta persónulegrar leiðsagnar um ævi Gunnars og húsið sjálft sem var gefið íslensku þjóðinni árið 1948. Húsið er friðað en það er teiknað af þýska arkitektinum Fritz Höger.
Skriðuklaustur er einnig þekkt fyrir klausturminjar en á 16. öld stóð þar munkaklaustur af Ágústínusarreglu. Rústir þess voru grafnar upp á árunum 2000-2012. MInjasvæðið er aðgengilegt allt árið, rétt neðan við Gunnarshús. Hægt er að fá leiðsögn um minjasvæðið en sýning um sögu klaustursins er í húsi skáldsins. Þar er einnig veitingastaðurinn Klausturkaffi.
Opnunartími
Apríl og maí, kl 11-17
Júní - ágúst, kl. 10-17
September - 13. október, kl. 11-17
Michelle Bird Artist - Courage Creativity
Sæunnargata 12, 310 BorgarnesListgallerí, hópefli og skemmtun fyrir fyrirtæki, fjölskyldur og saumaklúbba.
Taktu þátt í kraftmikilli listrænni vegferð sem stuðlar að djúpri sjálfstjáningu ásamt því að efla og skerpa samvinnuhæfni. Markmið okkar er að breyta áherslum á frammistöðu og samkeppni innan sköpunar og listasviðsins. Við leiðum þig í gegnum fjöldan allan af bæði áþreifanlegum og huglægum upplifunum. Þetta lifandi umhverfi er hannað til þess að þú náir að komast í flæði.
Það er sama hvort þið eruð vinnufélagar, fjölskylda, félagasamtök eða saumaklúbbur að leita að upplifun til að styrkja samskipti innan hópsins, þessi vinnustofa mun styrkja sambönd og skerpa á ímyndunarafli.
Michelle Bird er listamaður og hún er ástríðufull fyrir því að skapa umhverfi sem dregur fram einstaka listræna tjáningu. Í áratugi hefur hún kennt skapandi hópefli um allan heim í fyrirtækjum, grunnskólum, framhaldsskólum, háskólum, félagasamtökum, vinahópum og jógastúdíóum.
Daladýrð
Brúnagerði, 601 AkureyriHúsdýragarðurinn Daladýrð er í tæplega 20 mín fjarlægð frá Akureyri. Staðsettur í Brúnagerði í Fnjóskadal, rétt við Vaglaskóg. Þarna gefur að líta öll helstu húsdýrin eins og hesta, kindur, kýr, hund, geitur, grísi, ýmsar tegundir af hænum, kanínur og kisur. Einnig eru við með refi á sumrin.
Það má klappa öllum dýrum sem vilja láta klappa sér og svo má fara inn í gerðið hjá geitunum og kattaheimilið og knúsa kisur og kettlinga þegar þeir eru nógu stórir til að láta halda á sér.
Leiksvæði fyrir börnin er bæði innan og utandyra. Hlaða til að hoppa í heyið og úti eru trampólín og fleira.
Í daladýrð er kaffihús og verslun sem selur íslenskt handverk sem allt tengist sveitinni á einhvern hátt.
Hönnunarsafn Íslands
Garðatorg 1, 210 GarðabærHönnunarsafn Íslands er lifandi safn sem eykur vitund, kveikir neista og skapar tækifæri tengd íslenskri hönnun frá árinu 1900 til framtíðar með því að safna, rannsaka, skrá og miðla. Safnið er vettvangur fyrir samfélag sem lætur sig þessa hluti varða og nýtir sér aðgang að þekkingu og aðstöðu safnsins. Þetta samfélag tekur virkan þátt í að móta safnið ásamt starfsfólki og gestum.
1998 gerðu menntamálaráðuneytið og Garðabær samkomulag um að reka í sameiningu íslenskt hönnunarsafn er safnaði og sýndi listiðnað. Aðdragandinn hafði verið allnokkur en rekja má þá formlegu umræðu sem hafði farið fram um nauðsyn á slíku safni aftur til ársins 1992 þegar félagið Form Ísland setti saman umræðuhóp með fulltrúum hönnuða, menntamálaráðuneytis, Listasafns Íslands, Þjóðminjasafns Íslands og Reykjavíkurborgar um slíkt safn. Í framhaldinu, eftir vinnu hópsins, var þeim tilmælum beint til menntamálaráðuneytis að skipa nefnd er mæti með hvaða hætti stofna mætti safn er sinnti listiðnaði. Í byrjun árs 1997 var niðurstaða nefndarinnar sú að mikil þörf væri á safni er sinnti listhandverki og iðnhönnun.
Fyrst um sinn var safnið deild í Þjóðminjasafni Íslands en með nýjum samningi við menntamálaráðuneytið, sem undirritaður var í desember árið 2006, tók Garðabær við rekstri Hönnunarsafns Íslands og starfar safnið sem stofnun á vegum bæjarfélagsins. Safnið hafði til afnota lítinn sal við Garðatorg og hélt nokkrar sýningar á ári en skrifstofu og varðveislurými var að finna á öðrum stað. Árið 2009 var safninu valinn staður við Garðatorg 1 og fluttist öll starfsemi safnsins þangað þegar reglubundið sýningahald safnsins hófst í maí 2010. Í safninu starfa forstöðumaður og fulltrúi safneignar ásamt gæslu- og afgreiðslufólki.
Ullarvinnslan Gilhagi
Gilhagi, 671 KópaskerUllarvinnsla heima á bæ þar sem hægt er kynnast ferlinu við vinnslu ullar allt frá sauðkind í ullarflík.
Gestastofan er lokuð yfir haust og vetrarmánuði
Í gestastofunni er hægt að nálgast vörur okkar og frá framleiðendum úr nágrenni okkar ásamt léttri hressingu
Vinnslan er lítil í sniðum og hefur sterka tengingu við handverkið við ullarvinnslu.
Hrein ólituð íslensk ull beint frá bændum spunnin í náttúrulegum sauðalitum.
Íslenska kindin hefur einstaka ull og eiginleika sem skila sér í bandinu og fullkláraðri flík.
Ullarbandið er ólitað í náttúrulegum litum íslensku sauðkindarinnar.
Tengingin við náttúruna er mikil og gott að njóta kyrrðarinnar sem henni fylgir.
(Yfir vetrarmánuði mælum við með að hafa samband til að athuga með færð og opnunartíma)
Gallerí Koggu
Vesturgata 5, 101 ReykjavíkEinstakir keramikgripir hannaðir af einum þekktasta leirlistamanni landsins, Kolbrúnu Björgólfsdóttur, KOGGU.
Opnunartími | Virkir dagar: | Laugardagar: | Sunnudagar: |
Sumar: | 09:00-18:00 | 10:00-14:00 | Lokað |
Vetur: | 09:00-18:00 | 10:00-14:00 | Lokað |
Smávinir / Smiðjur
Aðalgata 20, 340 StykkishólmurSmávinir framleiðir handunnir hlutir úr íslensku birki: m.a. fuglar, hestar, englar og aðra hluti.
Menningarhúsið Hof
Strandgata 12, 600 AkureyriÍ Hofi er framúrskarandi aðstaða fyrir allar gerðir viðburða. Fjölbreytt úrval rýma í húsinu gefur kost á að halda þar allt frá litlum stjórnarfundum og námskeiðum upp í fjölmennar ráðstefnur, stórtónleika og glæsilegar veislur. Starfsfólk Menningarhússins Hofs hefur mikla reynslu af skipulagningu fjölbreyttra viðburða og veitir faglega ráðgjöf auk þess að vera skipuleggjendum innan handar við undirbúning og framkvæmd.
Menningarfélag Akureyrar á heima í Menningarhúsinu Hofi. Menningafélag Akureyrar er sjálfseignarstofnun sem samanstendur af þremur menningarstofnunum á Akureyri; Leikfélagi Akureyrar, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Menningarfélaginu Hofi. Sameiningin tók í gildi árið 2014 og er markmiðið að skapa öflugan vettvang fyrir þrjár af stærstu menningarstofnunum á Norðurlandi til að starfa saman, sækja fram í menningarlífi á Akureyri og efla enn frekar þá starfsemi sem þessir aðilar hafa staðið að.
Brúnir - Horse, Home food and Art
Brúnir, 605 AkureyriÁ Brúnum búa hjónin Einar og Hugrún ásamt fjölskyldu sinni. Þar er stunduð hrossarækt og boðið upp á sýningar um íslenska hestinn.
Gestum býðst að njóta heimagerðra veitinga með hráefni úr héraði. Á Brúnum er einnig gallerý og sýningarsalur þar sem gestir geta skoðað listaverk bóndans og einnig eru þar sýningar annarra listamanna.
Upplýsingar um opnunartíma má finna á www.brunirhorse.is
GPS punktar: N65° 34' 0.392" W18° 3' 51.597"
VIGT
Hafnargata 11, 240 GrindavíkVIGT er samstarf okkar, móður og þriggja dætra, sem hefur framleitt vörur helgaðar heimilinu síðan
2013.
Áherslan er einfaldleiki, gæði og réttsýni.
Höfuðstöðvar okkar, vinnustofa og verslun, eru í gamla Hafnarvigtarhúsinu í Grindavík. Húsið hefur
sérstaka merkingu fyrir okkur, en afi/tengdapabbi byggði húsið á sínum tíma. Þar keyrðu fiskitrukkar um
áður fyrr og létu vigta farminn.
Í versluninni fæst öll vörulína VIGT auk ýmissa vara sem okkur finnst fara vel með okkar áherslu og
vörulínu.
Áhuginn fyrir sköpun og fallegum hlutum hefur sennilega alltaf verið til staðar hjá okkur öllum. Við höfum
lifað og hrærst í heimi innréttinga og mannvirkjagerðar hjá fjölskyldufyrirtækinu Grindin.
Megnið af okkar vörum framleiðum við á verkstæðinu okkar í Grindinni. Við vöndum vel valið á
framleiðendum til samastars, hvort sem er á Íslandi eða erlendis. Markmið okkar er að vinna með fólki
sem framleiðir vörur á mannúðlegan hátt og í eins mikilli sátt við umhverfið eins og kostur er.
Innblásturinn sækjum við aðallega í hvor aðra og uppruna okkar og bakgrunn, við.
Tímalaus vörulína, er okkar leiðarljós.
Vonum að þið njótið.
Liston
Sólvellir 6, 350 GrundarfjörðurAlþýðulistamaðurinn Liston, hér er hægt að skoða ný og gömul verk.
Opið allt árið daglega frá 10:00 til 18:00.
Handprjónasambandið
Skólavörðustígur 19, 101 ReykjavíkÍ nóvember 1977 stofnaði hópur fólks, mest konur Handprjóna Samband Íslands.
Markmið þeirra var að auka tekjur sínar með prjóni og að selja peysur og aðra muni úr hinni einstöku íslensku ull.
Allar vörur okkar eru handgerðar af meðlimum prjónasambandsins.
Duus Handverk
Grófin 2-4 (Duusgata), 230 ReykjanesbærDuus Handverk er lítil sæt búð sem selur fallega gjafavöru úr gleri og fleira frá 20 listamönnum á Reykjanesinu. Fjölbreyttara úrval af handgerðu verki er erfitt að finna annars staðar á landinu.
Njóttu útsýnisins við Smábátahöfnina í Keflavík og kíktu við í Duus Handverk á Duusgötu 12, þar sem þú gætir fundið þér eitthvað fallegt á góðu verði eða minnisstæða gjöf fyrir hvaða tilefni sem er.
Duus Handverk býður viðskiptavini velkomna með huggulegri stemningu, kaffi á könnuni og litadýrð.
Dýrfinna Torfadóttir Gullsmiður
Stillholt 16-18, 300 AkranesDýrfinna Torfadóttir, gullsmiður starfrækir vinnustofu sína að Stillholti 16-18 Akranesi. Þar vinnur hún að skartgripagerð, skúlptúrgerð og gerð lágmynda.
Dýrfinna Torfadóttir er fædd 1955 í Reykjavík en ólst upp á Ísafirði og bjó þar eftir að námi lauk og þar til hún fluttist til Akraness haustið 2001.
Hún lærði fag sitt á Akureyri og í Valdres, Noregi og lauk meistaraprófi í gullsmíði árið 1983. Hún opnaði vinnustofu og verslun sama ár á Ísafirði sem enn er starfrækt Þar er boðið upp á handunna skartgripi og gjafavöru.
Dýrfinna hefur tekið þátt í fjölda sýninga, bæði einkasýninga og samsýninga og hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar. Meðal annars hlaut hún 1. verðlaun fyrir tískuskartgrip ársins árin 1997, 1998 og 1999. Hún er fyrrverandi formaður Félags íslenskra gullsmiða.
Dýrfinna hefur sem skartgripahönnuður skapað sér sérstakan og persónulegan stíl sem einkennist af frumlegri og oft óhefðbundinni efnismerðferð og djarfri útfærslu. Með þessu hefur hún skipað sér í röð hinna eftirtektaverðustu gullsmiða og skartgripahönnuða á Íslandi.
Skartgripir og önnur verk eftir Dýrfinnu eru til sölu á Hótel Sögu, hjá Epal Design, í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, hjá Listhúsi Ófeigs í Reykjavík og í versluninni Gullauga á Ísafirði.
Krums
Eyrarvegur 20, 350 GrundarfjörðurKrums er handverks- og hönnunarfyrirtæki staðsett við Grundarfjörð á Snæfellsnesi. Krums er með netverslunina krums.is og þar má finna okkar vörur og panta.
Í vöruúrvali Krums má finna ýmsar vörur til heimilisins, plaköt, skraut í barnaherbergið, jólaskraut og einnig nokkrar vörulínur t.a.m. fuglalínuna okkar íslenskir fuglar, þar eru glasabakkar, hitaplattar og gluggahengi með krumma, kríu, lóu og lunda í nokkrum mismunandi útgáfum.
Krums kappkostar við að bjóða upp á sína eigin hönnun og við framleiðum allt á vinnustofunni að Vatnabúðum við Grundarfjörð.
Ef þú vilt koma og skoða vörurnar er best að setja sig í samband við okkur í netfangið krumshonnun@gmail.com eða hringja í síma 8421307.
Handverksskúrinn
Eyravegur 17, 800 SelfossHandverksskúrinn eru félagasamtök sem stofnuð voru 1. júní 2010 af 12 konum frá Suðurlandi. Í dag eru 8 konur í hópnum og skiptum við með okkur vinnu hér.
Við framleiðum allar vörur undir eigin nöfnum, vörurnar eru allar handunnar.
Opnunartími
Þri - fös: Allt árið 13:00-18:00
Lau: 11:00-15:00
Sun- mán: Lokað
Þið finnið okkur á Facebook hér.
Víkingaheimar
Víkingabraut 1, 260 ReykjanesbærVíkingaheimar í Reykjanesbæ er glæsilegt sýningahús sem hýsir nú fimm áhugaverðar sýningar þar á meðal víkingaskipið Íslending sem sigldi til Ameríku árið 2000. Húsnæðið er hannað af hinum margverðlaunaða arkitekt Guðmundi Jónssyni. Nútímaleg hönnun þess undirstrikar fegurð Íslendings.
Aðgengi að safninu er góður fyrir fólki sem á erfitt með gang eða háð hjólastól/göngugrind. Gjafavara, ráðstefnu- og móttökusalir fyrir öll tækifæri og útisvæði fyrir víkingahátíðir eru einnig til staðar.
Opnunartími er 10 - 16 alla daga og hægt er að bóka morgunmat fyrir stærri hópa.
Sýningar:
Örlög guðanna
Sýning um norræna goðafræði og goðsögur. Gesturinn er leiddur í gegnum þennan forna hugmyndaheim og goð og goðheimar birtast ljóslifandi á myndrænan og nýstárlegan hátt þar sem myndlist, frásögn og tónlist fléttast saman í eina heild. Sýningin er samin og unnin af viðurkenndum íslenskum samtímalistamönnum og norrænufræðingum sem þarna leiða saman hesta sína til að skapa glæsilegt og nútímalegt listaverk um fornan menningararf.
Víkingar Norður-Atlantshafsins
Sýning um siglingar og landnám norrænna manna og þátt þeirra í landafundum Norður-Ameríku. Sýningin var unnin í samstarfi við Smithsonian stofnunina í Bandaríkjunum.
Víkingaskipið Íslendingur
Skipið er nákvæm eftirgerð af Gaukstaða skipinu, níundu aldar víkingaskipi og sigldi árið 2000 yfir Atlantshafið til að minnast ferðar Leifs Eiríkssonar til Nýja heimsins þúsund árum fyrr.
Landnám á Íslandi
Merkar fornleifar af Suðurnesjum. Minjar um elstu byggð á Reykjanesi, nánar tiltekið frá Vogi í Höfnum og Hafurbjarnarstöðum.
Söguslóðir á Íslandi
Kynning á helstu söguslóðum Íslands unnin í samstarfi við Samtök um sögutengda ferðaþjónustu. Rúmlega 30 staðir, söfn, sýningar, minjar, hátíðir, mannvirki og slóðir ákveðinna sagna er kynnt hér.
Nánari upplýsingar á www.vikingaheimar.is eða í síma 422-2000.
Hespuhúsið
Árbæjarveg, 816 ÖlfusHespuhúsið er opin jurtalitunarvinnustofa þar sem gestir geta kíkt í litunarpottana og fræðst um þetta gamla handbragð. Hægt er að slaka á í setustofunni og skoðað gamla muni tengda handverki eða gömlum tímum en þar er vísir að litlu safni. Á vinnustofunni er jurtalitað band til sölu og pakkningar með uppskriftum að ákveðnum verkefnum með bandi.
Opnunartímar eru auglýstir á heimasíðunni en enginn tími er heilagur og geta gestir kíkt við hvenær sem er ef þeir láta vita á undan sér með tölvupósti eða í síma.
Minjastofa Kvennaskólans
Árbraut 31, 540 BlönduósMinjastofa Kvennaskólans sýnir muni Kvennaskólans á Blönduósi, sem starfaði frá 1879-1978. Margir munanna eru gjafir frá námsmeyjum og velunnurum skólans. Sýningin er verkefni Vina Kvennaskólans. Ennfremur má sjá Elínarstofu með munum Elínar Briem forstöðukonu á tímabilinu 1880-1915 sem erfingjar gáfu.
Opnunartími:
Í júlí er opið alla virka daga 13-17. Einnig er opnað fyrir hópa á öðrum tímum eftir samkomulagi.
Aðgangseyrir:
Kr. 700, innifalin er leiðsögn um Minjastofur og Vatnsdælu á refli.
Hólabak Sveitaverslun
Hólabak, 541 BlönduósÁ býlinu Hólabaki í Húnabyggð er rekin verslun sem býður upp á einstakar hágæða vefnaðar- og gjafavörur, með sterka tengingu við íslenska náttúru og líf og starf í íslenskri sveit. Staðsetningin og vöruúrvalið býður upp á óvanalega og vandfundna verslunarupplifun.
Leirhús Grétu
Litli-Ós, 531 HvammstangiLeirhús Grétu er keramik gallerí staðsett um einn km. frá þjóðvegi 1. á leiðinni inn á Hvammstanga. Þar framleiðir og selur Gréta Jósefsdóttir fjölbreytta leirmuni.
Sumaropnun: 1. júlí - 20. ágúst mánudaga - föstunaga kl. 13 - 17.
Svo er alltaf velkomið að hafa samband í síma 451 2482/897 2432 eða renna í hlað og hringja bjöllunni - ég er mjög oft heimavið.
Á öðrum árstíma er ekki neinn ákveðinn opnunartími en er mjög oft við eftir hádegi.
Gallerí Koltra
Hafnarstræti 5, 470 ÞingeyriGallerí Koltra er tilgreind sem svæðisupplýsingamiðstöð ferðamanna í Dýrafirði og getur ferðamaðurinn sótt sér upplýsingar um svæðið, áhugaverða staði hvort sem leiðin liggur norður eða suður fyrir hjá starfsmönnum Koltru sem þekkja sitt heimasvæði og þó víðar væri leitað mjög vel.
Í anda húsins er að finna vattasaum sem verður að teljast ein elsta handverksaðferð með ull á Íslandi þó víðar væri leitað. Unnar leðurvörur með tilvísun í heiðni prýða hillur sem og leðurvörur með keltnesku mynstri sem seint er hægt að telja ekki hluta af uppruna okkar Íslendinga.
Listaverk unnin úr rekaviði, sandi og skeljum fær ferðamanninn til að falla í stafi, hvernig er hægt að vinna þetta úr náttúrunni og skapa þessa list. Ferðamaðurinn tengir náttúruna við sköpunargáfu og þá orku sem hægt er að sækja úr henni.
Skartgripir unnir úr þara úr fjörum Dýrafjarðar eru einstakir munir sem einir og sér gera heimsókn í Koltru vel þess virði. Hugmyndaauðgin er greinilega framúrskarandi við fallegan fjörð með tignarlegum fjöllum. Síðast en alls ekki síst er að finna prjónavörur af ýmsum uppruna og skeiðum Íslandssögunnar, mynstur í lopa sem hægt er að rekja til landnáms alveg til mynsturs sem vísa í hraða dagsins í dag.
Uppspuni
Lækjartún , 851 HellaUppspuni er fyrsta smáspunaverksmiðja landsins. Hún er fjölskyldurekin og þar er spunnið garn úr ull af kindum eigenda verksmiðjunnar, auk nágranna og eins getur fólk komið með ullina sína til verksmiðjunnar og fengið garn til baka af kindunum sínum. Garnið er 100% íslensk ull í náttúrulegum sauðalitum, mjúkt og slitsterkt. Það er til í nokkrum ólíkum grófleikum og hentar því í ýmis prjónaverkefni. Aðra liti en sauðaliti náum við fram með jurtalitun eða handlitun með litadufti. Fyrir ofan verksmiðjuna er notaleg og hlýleg garnbúð.
Garnbúðin
Í búðinni er hið einstaka garn frá Uppspuna til sölu ásamt ýmsum öðrum vörum úr ull, t.d má finna handprjónaðar húfur og peysur og jafnvel fá peysu prjónaða eftir eigin óskum samkvæmt máli. Þar eru þæfðir gripir úr ull; sauðfjárbændur, kindur, geitur og álfar. Einnig má finna fylgihluti með garninu eins og hnappa og prjóna fyrir tröllabandið. Margt listafólk úr héraði er með munina sína til sölu í búðinni t.d. handgerðar sápur og prjónamerki.
Við spinnum fyrir þig
Uppspuni er staðsettur rétt austan við Þjórsárbrú og er aðeins 2 km frá þjóðvegi 1 í einu af landbúnaðarhéruðum landsins. Þangað er hægt að koma með ull og fá hana unna í garn að eigin óskum. Áður en komið er með ullina verður að hafa samband við Uppspuna til að fá leiðbeiningar um meðhöndlun hennar. Þær eru líka að finna á heimasíðunni. Tólf ólíkar vélar fullvinna mjúkt og yndislegt garn úr ullinni. Notuð eru umhverfisvæn hreinsiefni við vinnsluna og reynt að nota hvert reifi til fulls.
Leiðsögn
Hægt er að kaupa leiðsögn um vinnuferlið og fá í leiðinni fræðslu um uppruna íslensku sauðkindarinnar, prjónahefðir á Íslandi og eiginleika ullarinnar. Sjón er sögu ríkari og heimsókn í Uppspuna er sönn upplifun.
Staðsetning
Smáspunaverksmiðjan Uppspuni er staðsett í blómlegri sunnlenskri sveit, með Heklu, Eyjafjallajökul, Tindfjöll og fleiri gersemar í fjallahringnum. Við erum á Suðurlandi, 18 km austan við Selfoss. Beygt inn á Kálfholtsveg nr. 288 að Lækjartúni, 851 Hellu. Opnunartíma má finna á heimasíðunni okkar www.uppspuni.is eða á fésbók www.facebook.com/uppspuni.is/. Þú finnur okkur líka á Google Maps.
Um okkur
Hulda Brynjólfsdóttir og Tyrfingur Sveinsson eru eigendur Uppspuna og búa í Lækjartúni með sauðfé og holdanaut. Þann 1. júlí 2017 hófst rekstur, en formleg opnunarhátíð smáspunaverksmiðjunnar og búðarinnar fór fram 17. og 18. mars 2018. Síðan þá hefur vinna í verksmiðjunni verið stöðug og framleiðsla á garni fjölbreytt. Þann 21. nóvember 2018 fengu eigendur verðlaun frá Icelandic Lamb fyrir Framúrskarandi verkefni.
Minjasafn Austurlands
Laufskógar 1, 700 EgilsstaðirMinjasafn Austurlands varðveitir minjar um sögu, menningu og samfélag fjórðungsins. Á safninu eru tvær grunnsýningar, annars vegar sýningin Hreindýrin á Austurlandi og hins vegar sýningin Sjálfbær eining. Þar fyrir utan eru settar upp margvíslegar smærri sýningar yfir árið.
Hreindýrin á Austurlandi
Á sýningunni er fjallað um lífshætti og lífsbaráttu hreindýranna, hætturnar sem þau búa við af völdum náttúru og mannsins, um rannsóknir á þeim, sögu hreindýraveiða og hvernig afurðir dýranna hafa verið nýttar til matar og í handverk. Á sýningunni er meðal annars hægt að horfa á kvikmyndina Á hreindýraslóðum eftir Eðvarð Sigurgeirsson frá fimmta áratug 20. aldar, hlusta á frásagnir hreindýraveiðimanna og virða fyrir sér fjölda ljósmynda og muna sem tengjast hreindýrum og hreindýraveiðum.
Sjálfbær eining
Yfirskrift sýningarinnar vísar til þess að áður fyrr þurfti hvert íslenskt sveitaheimili að vera sjálfu sér nægt um brýnustu lífsnauðsynjar, s.s. fæði, klæði, áhöld, verkfæri og húsaskjól. Til sýnis eru ýmsir gripir sem tilheyra sögu gamla sveitasamfélagsins á Austurlandi eins og það var fram undir miðja 20. öld. Með þess sýningargripa er baðstofa frá bænum Brekku í Hróarstungu.
Upplýsingar um yfirstandandi sérsýningar og aðra viðburði má finna á heimasíðu safnsins.
Opunartímar:
September-maí: Þriðjudaga – föstudaga, 11:00-16:00
Júní – ágúst: Opið alla daga frá 10:00-18:00
Hægt að semja um opnun utan auglýsts opnunartíma.
Upplýsingar um aðgangseyri má finna á heimasíðu safnsins.
Gistiheimilið Gullsól
Sólberg, 611 GrímseyGistiheimilið okkar er staðsett í hjarta eyjarinnar beint fyrir ofan höfnina með útsýni þar yfir. Húsið er á þremur hæðum og efri tvær hýsa gistiheimilið og á neðri hæðinni er handverkverslunin okkar og kaffihús.
Gistiheimilið býður upp á 6 svefnherbergi.
Þrjú einstaklingsherbergi.
Tvö herbergi með 120cm rúmum (fyrir 1-2 manns)
Eitt herbergi er með tveimur einbreiðum rúmum.
Við eigum einnig eitt ferðabarnarúm fyrir börn undir 2 ára. Foreldrar geta fengið það til notkunar þeim að kostnaðarlausu.
Baðherbergið er staðsett á efstu hæðinni og er sameiginlegt öllum til notkunar.
Frítt WIFI er innifalið í gistingu.
Við bjóðum eingöngu upp á uppábúin rúm með hágæða rúmfötum og tveimur koddum á mann. Hver gestur fær einnig handklæði og þvottapoki til afnota.
Eldhúsaðstaða og stofa eru sameiginlegt rými til notkunar fyrir alla okkar gesti.
Eldhúsið er stakkbúið eldavél, örbylgjuofni, kaffikönnu, samlokugrilli, brauðrist, tekatli og fleiri tækjum.
Eldhúsborðið tekur 8 í sæti og svo er að finna sófa og hægindastóla inn í stofu innan af eldhúsinu.
Á jarðhæðinni erum að finna tvískipta starfsemi;
Í kaffihúsinu bjóðum við upp á kaffi/te/kakó og vöfflur með sultu/súkkulaði og rjóma.
Síðan er lítil handverksvöruverslun með handgerðar og prjónaðar vörur sem og minjagripi og þar á meðal skjal til staðfestingar um að viðkomandi hafi komið til Grímseyjar.
Fyrir bókanir og fleiri upplýsingar varðandi gistiheimilið og starfsemi heimsækið heimasíðuna okkar www.gullsol.is eða sendið okkur póst á netfangið gullsol@gullsol.is
Kakalaskáli
Kringlumýri, 561 VarmahlíðÍ Kakalaskála í Kringlumýri, Skagafirði, er sögu- og listasýning með hljóðleiðsögn frá átakatímum 13. aldar með áherslu á líf Þórðar kakala. Sýninguna prýða 30 listaverk sem unnin eru af 14 listamönnum frá 10 þjóðlöndum. Jón Adólfs Steinólfsson, myndhöggvari, var listrænn stjórnandi sýningarinnar.
Sturlungaöldin einkenndist af miklum átökum milli helstu höfðingjaætta Íslands um eignir og völd. Skagafjörður varð miðpunktur þessara átaka og þar voru háðar nokkrar af stórorrustum Sturlungaaldar. Meðal þeirra var Haugsnesbardagi sem fram fór þann 19. apríl 1246 og er hann mannskæðasti bardagi sem háður hefur verið á Íslandi.
Við Kakalaskála er að finna stórt útilistaverk, Sviðsetningu Haugsnesbardaga 1246 (Grjótherinn). Verkið var sett upp af Sigurði Hansen.
Hægt er að kaupa app (smáforrit) þar sem Sigurður býður upp á leiðsögn um sviðsetningu Haugsnesbardaga þar sem hann segir frá tilgátu sinni um aðdraganda og atburðarrás bardagans. Sjá nánar á https://www.kakalaskali.is/appid
Í Kakalaskála er hlýlegur, timburklæddur salur sem nýtist undir ýmiskonar viðburði og veislur. Þar hefur verið boðið upp á fyrirlestra sem tengjast sögu og menningu, ráðstefnur, málþing og tónleika.
Á staðnum er Vinnustofa Maríu þar sem er að finna handverk og ýmislegt gamalt og nýtt.
Opnunartími sögu- og listasýningar:
Alla daga frá kl. 13-17 frá 1. júní - 31. ágúst nema mánudaga.
Utan þess tíma eftir samkomulagi: 8992027 (Sigurður), 8658227 (María), 6708822 (Esther)
Aðgangur: 3000 kr. / Eldri borgarar 2500 kr. Frítt fyrir yngri en 12 ára
Opnunartími Sviðsetningar Haugsnesbardaga (Grjóthersins):
Alltaf opið, Frítt inn
Opnunartími Vinnustofu Maríu: Fylgir opnunartíma sögu- og listasýningar: 8658227 (María)
Ullarverslunin Þingborg
Gamla Þingborg, 803 SelfossUllarverslun í sérflokki.
Einstök verslun í hjarta Suðurlands aðeins 8 km austur frá Selfossi. Seljum hágæða handunnar ullarvörur í sérflokki, lopapeysur og aðrar vandaðar prjónavörur úr sérvalinni lambsull. Lopi í sauðalitum og litaður ásamt jurtalituðu bandi. Ullarteppi, gærur og allt til ullarvinnslu, spunarokkar, þvegin lambsull og kembd ull tilbúin í þæfingu og spuna.
Upplýsingar um opnun á heimasíðu, www.thingborg.is .
Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla, Norska húsið
Hafnargata 5, 340 StykkishólmurNorska húsið er Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla og er fyrsta tvílyfta íbúðarhús á Íslandi. Það var byggt úr tilsniðnum viði frá Noregi árið 1832 og er því rúmlega 180 ára gamalt. Í safninu er fastasýning á heimili Árna Ó. Thorlacius (1802–1891) og Önnu Magdalenu Steenback (1807–1894) eins og talið er að það hafi verið á seinni hluta 19. aldar. Í risi er opin safngeymsla með munum frá öllu Snæfellsnesi. Á fyrstu hæð eru breytilegar sýningar í Mjólkurstofu og Eldhúsi sem tengjast listum, menningu og/eða sögu svæðisins og safnbúð í krambúðarstíl.
Opnunartími:
Frá 1. júní - 31. ágúst er opið alla daga frá kl. 11-17.
Í maí er opið alla daga frá kl. 13-16
Safnapassi stykkishólmsbæjar - Norska húsið og Vatnasafn
Fullorðnir kr. 2.080,-
Aðgangur í söfnin fæst í Norska húsinu.
Flóra menningarhús
Sigurhæðir, 600 AkureyriKristinsson
Stamphólsvegur 4, 240 GrindavíkÍ mörg ár hefur Kristinsson gefið heimilum sjarma af vönduðum innréttingum og húsgögnum úr gegnheilum viði af náttúrunar hendi. Vörurnar hafa verið vinsælar undafarin ár en ofarega á lista eru tré- herindýrin sem fegra hvert heimili. Verslun og vinnustofa Kristinsson eru í fallegu gamaldags húsi sem Kristinsson byggði sjálfur og er staðsett í hjarta Grindavíkur, Stamphólsvegi 1.
Sillukot – Sælusápur
Gunnarsstaðir 4, 681 ÞórshöfnSillukot ehf er lítið fjölskyldufyrirtæki staðsett á Gunnarsstöðum í Þistilfirði sem framleiðir, handgerðar sápur, kerti og varasalva ásamt að reka sauðfjárbú. Lögð er áhersla á að nota náttúruleg og góð hráefni við framleiðsluna.
Samhliða sápu- og kertagerð er rekið lítið Gallerí á Gunnarsstöðum og vefverslun sem selur vörur fyrirtækisins.
Pakkhúsið
Ólafsbraut 12, 355 ÓlafsvíkPakkhúsið í Ólafsvík er gamalt verslunarhús, byggt árið 1844. Á fyrstu hæð hússins er Útgerðin, hönnunarverslun innan um fallegar listasýningar.
Byggðasafnið er á efri hæðinni, þar geta gestir upplifað íslenskt alþýðuheimili 19. aldar og skyggnst inn í atvinnu- og lifnaðarhætti sjómanna fyrr á öldum. Í risinu er sýningin "Krambúðarloftið" sem ber íslenskri verslunarsögu vitni. Þar má finna ýmsa verslunarvöru, svo sem saltfisk og gúmmískó, sem höndlað var með forðum.
Í upphafi gegndi Pakkhúsið hlutverki birgðageymslu en síðar var m.a. rekin verslun í húsinu. Þar spurði fólk frétta, skiptist á skoðunum og dreypti á kaupmannsbrennivíni sem geymt var undir búðarborðinu.
Þess má geta að Ólafsvík telst elsti verslunarstaður landsins, en árið 1687 gaf konungur út skipun þar sem hann viðurkenndi Ólafsvík sem verslunarstað.
Opið virka daga frá 11:00-17:00 og um helgar 11:00-16:00
Hnjótur - Minjasafn Egils Ólafssonar
Hnjótur, Örlygshöfn, 451 PatreksfjörðurMinjasafn Egils Ólafssonar að Hnjóti Örlygshöfn varðveitir einstætt safn gamalla muna frá sunnanverðum Vestfjörðum sem veita okkur innsýn í sögu sjósóknar, landbúnaðar og daglegs lífs. Þar er einnig að finna sýningu um björgunarafrekið við Látrabjarg árið 1947 og hattinn hans Gísla á Uppsölum.
Egill Ólafsson var fæddur og uppalinn á Hnjóti og byrjaði ungur að safna munum. Með áhuga sínum og framsýni varð til þetta merka minjasafn sem Egill og kona hans Ragnheiður Magnúsdóttir byggðu upp og gáfu sveitafélögunum í Vestur-Barðastrandarsýslu.
Í safninu er kaffitería, minjagripaverslun og svæðisupplýsingamiðstöð.
Safnið er opið frá kl. 10-18 frá 1. maí- 30. september. Hægt er að hafa samband ef áhugi er að heimsækja safnið utan fasts opnunartíma (museum@hnjotur.is eða síma 456-1511).
FOK
Borgarbraut 57, 310 BorgarnesFOK er lífsstíls- og gjafavöruverslun með fjölbreytt vöruúrval og er staðsett í verslunarmiðstöðin Hyrnutorgi í Borgarnesi.
Hægt er að panta í gegnum facebook og fá vörur sendar.
Verslunarminjasafn Bardúsa
Brekkugata 4, 530 HvammstangiOpnunartími: | Virkir dagar |
Helgar |
1. júní - 1. september |
10:00-18:00 | 11:00-17:00 |
Annars opið eftir samkomulagi, sími: 869-6327.
Mjög vandað og flott handverk eftir fólk héðan af svæðinu.
Verslunin og listhúsið Vala
Sólheimar, 801 SelfossVerslunin og listmunabúðin Vala/Kaffihús selur afurðir frá 6 mismunandi vinnustofum Sólheima. Verslunin Vala er dagvöruverslun með helstu nauðsynjar fyrir íbúa og gesti Sólheima. Þar er lögð er áhersla á að bjóða lífrænt vottaðar vörur, bæði innfluttar eða frá innlendum framleiðendum ekki síst frá lífrænt vottuðu gróðurhúsi, bakaríi og matvinnslu á Sólheimum. Í listmunabúðinni Völu er til sýnis og sölu vörur framleiddar af 6 mismunandi vinnustöðum af íbúum Sólheima. s.s. keramikverk, smíðagripi, vefnað, kerti, snyrtivörur, málverk o.fl. Í versluninni og Listmunabúðinni Völu má einnig finna Kaffihúsið Grænu Könnuna sem er kaffi- og samveruhús íbúa Sólheima og gesta. Ef þú vilt upplifa Sólheima með bragðlaukunum þá er Græna Kannan þinn heppilegasti kostur sem notar hráefni úr nærumhverfinu svo sem gróðurhúsinu Sunnu og matjuragarðinum Tröllagarði.
Sjá má opnunartímann á forsíðu heimasíðu Sólheima. Oft eru uppákomur á kaffihúsinu og er vakin sérstök athygli á facebook síðu Sólheima og einnig á instagram síðu Sólheima:solheimareco þar sem sérstaklega eru tilgreindir þeir atburðir sem eru á boðstólnum hverju sinni. Verið velkomin á Sólheima.
Þið finnið okkur á facebook hér: https://www.facebook.com/heimasol
Þið finnið okkur á instagram hér: @solheimareco
Rúnalist Stórhól - Handverk og húsdýr
Stórhóll, 560 VarmahlíðStórhóll er staðsettur í Skagafirði í Lýtingsstaðahreppi hinum forna, um 18 km í suður frá Varmahlíð við veg 752 Skagafjarðarveg.
Stórhóll er 50ha að stærð, ein af nýbýlajörðum ríkisins sem búnar voru til um 1950. Frá 1995 leigðum við jörðina en 2008 var okkur heimilt að kaupa jörðina. Í upphafi voru ærnar 33 og hrossin innan við 10 og einn flækingsköttur. Í dag, 24 árum seinna er bústofninn 120 ær, gemlingar og hrútar 30 geitur og hafrar, rúmlega 30 hross, hænur , endur, hundar , kettir og kanínur.
Árið 2011 festum við kaup á 3 gámum sem byggðir voru svo saman en þar er nú Rúnalist Gallerí, vinnustofa og lítil búð þar sem selt er handverk og afurðir búsins, kjöt og egg Beint frá Býli en við erum einnig félagar í þeim samtökum.
Við erum einnig í Opnum Landbúnaði og tökum á móti fólki til að skoða og fræðast um dýrin, gegn vægu gjaldi.
Gallerí Braggi
Aðalgötu 28, 340 StykkishólmurGalleríið er í senn verslun og vinnustofa.
Nafnið er tilkomið vegna þessa að galleríið er til húsa í gömlum bragga sem fer ekki framhjá neinum þegar komið er inn í bæinn, rauður og fagur.
Arnarnes Álfasetur
Arnarnes, 604 AkureyriArnarnes Álfasetur er einstakt gistiheimili í Eyjafirði mitt á milli Akureyrar og Dalvíkur. Umlukið fallegri náttúru, friðsælt og heimilislegt. Á gistiheimilinu eru 5 tveggja manna herbergi og eitt fjölskylduherbergi Öll með sameiginlegum baðherbergum. Hægt að kaupa morgunverð og kvöldverð fyrir hópa. Yfir sumarið er í boði að sofa í húsbíl sem er dásamleg upplifun.
Að auki bjóðum við uppá 90 mínútna álfaferðir, þar sem heimur álfanna á svæðinu er kynntur.
Við erum staðsett í um 24 km fjarlægð frá Akureyri, nálægt hringveginum. Staðsetningin er því tilvalin fyrir þá sem vilja njóta kyrrðarinnar í sveitinni án þess þó að vera langt frá byggð.
Við hjá Arnarnesi Álfasetri erum hluti af verkefninu Ábyrg Ferðaþjónusta með því að ganga vel um og virða náttúruna, tryggja öryggi gesta okkar og koma fram við þá af háttvísi, virða réttindi starfsfólks og hafa jákvæð áhrif á nær samfélagið.
Við erum einnig hluti af Norðurstrandarleið
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Gamla bókabúðin Flateyri
Hafnarstræti 3-5, 425 FlateyriGamla Bókabúðin á Flateyri er elsta upprunalega verslun Íslands. Fjölskyldufyrirtæki í fjórar kynslóðir síðan 1914. Verslunin sérhæfir sig í gæða vörum og bókum frá Vestfjörðum í bland við heimsþekkt vörumerki frá fyrirtækjum sem hafa starfað í lengur en 100 ár.
Samhliða versluninni er hægt að skoða íbúð kaupmannshjónanna sem hefur verið varðveitt í óbreyttri mynd frá því að þau féllu frá. Þá er einnig hægt að gista á efri hæð hússins, þar sem svefnherbergi Bókabúðarfjölskyldunnar eru.
Safnahúsið á Húsavík
Stórigarður 17, 640 HúsavíkSafnahúsið á Húsavík er rekið af Menningarmiðstöð Þingeyinga (MMÞ) og hýsir ólíkar safneignir og menningarminjar Þingeyinga. Þar er að finna tvær fastasýningar, annars vegar áhugaverðu byggðasýninguna “Mannlíf og náttúra – 100 ár í Þingeyjarsýslum”, sem unnin er úr safneign Byggðasafns Suður-Þingeyinga og með munum úr Náttúrugripasafni Þingeyinga. Sýningin segir frá samtali manns og náttúru í Þingeyjarsýslum á tímabilinu frá 1850 til 1950. Hin fastasýningin er unnin úr safnkosti Sjóminjasafns Þingeyinga og segir/sýnir frá sjósókn á Skjálfanda og sjóminjum Þingeyinga. Héraðsskjalasafn Þingeyinga er einnig í húsinu, auk safneigna Ljósmyndasafns Þingeyinga og Myndlistarsafns Þingeyinga. Í Safnahúsinu eru jafnframt tvö rými sem eru nýtt undir tímabundnar myndlistar- og sögusýningar en myndlistarsalnum á 3. hæð opna reglulega allt árið um kring sýningar á myndlist í hæsta gæðaflokki. Í húsinu er einnig að finna skrifstofur MMÞ og munageymslur. Reglulega eru þar haldnir ýmsir menningartengdir viðburðir á borð við tónleika, námskeið og fræðsluerindi. Að lokum er bókasafn Norðurþings staðsett á jarðhæð hússins.
Opið allan ársins hring.
15. maí - 31. ágúst: alla daga 11-17
1. september - 14. maí: þri-fös 13-16, og lau 11-16
Minja- og handverkshúsið Kört
Árnes II, Trékyllisvík, 524 ÁrneshreppurStarfsemi minja- og handverkshússins Kört byggist á fjórum meginstoðum: Verndun minja, handverkssölu, upplýsingagjöf til ferðamanna og leiðsögn.
Opið kl. 11-17 á sumrin.
Safnasafnið - Alþýðulist Íslands
Svalbarðsströnd, 606 AkureyriSafnasafnið safnar og miðlar listaverkum og handverki listamanna sem af ýmsum ástæðum hafa verið á jaðrinum eða utanveltu við meginstrauma en eru í raun beintengdir sköpunarverkinu; sannir, óspilltir og frjálsir. Safneignin telur fjölda verka, gerð af rúmlega 300 lærðum og sjálflærðum listamönnum, frá miðri nítjándu öld til dagsins í dag. Safnasafnið hefur algera sérstöðu meðal safna á Íslandi og er eina safnið sem markvisst heldur utan um Alþýðulistir með þessum hætti. Settar eru upp nýjar sýningar árlega sem opna á vorin, og safnið stendur fyrir viðburðum og útgáfum sem miðla og fagna alþýðulistum.
Safnasafnið stendur við þjóðveginn ofan við Svalbarðseyri, aðeins um 10 mínútna akstur frá Akureyri. Opið kl. 10:00 til 17:00, frá öðrum laugardegi í maí til annars sunnudags í september.
↓
Gestaíbúð í Alþýðulistasafni. Safnasafnið býður uppá gistingu í isi Kaupfélags Svalbarðseyrar (1900) sem var flutt á lóð safnis árið 2006. Íbúðin er útbúin eins og byggðasafn með andrúmslofti og rómantík liðinnar aldar – en þó með nútímalegu ívafi. Í íbúðinni er forstofa, bað, eldhús með og samliggjandi borð-og skrifstofu með 2 rúmum og herbergi með hjónarúmi og 2 barnarúmum. Gestir hafa sér inngang og sér bílastæði. Lítill birkiskógur er við hliðina á íbúðinni hefur góða aðstöðu til útiveru, með grilli og eldstæði. Hægt er að bóka íbúðina allan ársins hring.
Giljar Horses & Handcraft
Giljar, 320 Reykholt í BorgarfirðiGiljar er bær á Vesturlandi í Borgarbyggð, 12km frá Reykholti. Við rekum hestaleigu á sumrin fyrir óvana jafnt sem vana.
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Ferðaþjónustan Hænuvík / Handverkshúsið Gullhóll
Hænuvík, 451 PatreksfjörðurÍ Hænuvík er rekin sumarhúsaleiga. Þar eru til leigu 4 misstór sumarhús. 4 – 10 manna hús. Sumarhúsin eru öll með eldunaraðstöðu og baðherbergi. Við öll sumarhúsin er hægt að sitja úti og njóta náttúrunnar og kyrrðarinnar. Í Hænuvík er mikið fuglalíf. Þar er hvít sandfjara og fallegt sólarlag. Einnig eru margar fallegar gönguleiðir á staðnum. Á vorin er hægt að fá leiðsögn í fjárhús og sjá kindurnar.
Í Hænuvík er handverkshúsið Gullhóll með heimagerðu handverki eftir heimilisfólkið í Hænuvík. Þar er hægt að kaupa rendar skálar, prjónaða sokka, vettlinga og lopapeysur auk ýmisskonar vöru sem gerð er á staðnum.
Útgerðin
Klettsbúð 7, 360 HellissandurÚtgerðin er verslun sem opnaði í hjarta Ólafsvíkur árið 2019 en er nú flutt á Hellissand. Útgerðin selur íslenska hönnun í bland við handverk úr héraði og aðrar sérvaldar hönnunarvörur.
Listasafn Árnesinga
Austurmörk 21, 810 HveragerðiGæðastundir á gefandi stað! Litríkt merkið endurspeglar fjölbreytta starfsemi safnsins.
Í fjórum rúmgóðum sýningarsölum er settar upp vandaðar sýningar, innlendar og erlendar, sem endurspegla menningararfleifð okkar og mótun hennar í dag. Hverri sýningu er fylgt úr hlaði með sýningarskrá, upplýsingum og fræðslu- og afþreyingardagskrá.
Í safninu má einnig finna notalegt kaffihús og safnbúð með vörum úr heimabyggð og skemmtilegt afþreyingarefni tengt sýningum safnsins hverju sinni. Það er frítt inn og næg bílastæði.
Safnið er í eigu sveitarfélaganna átta í Árnessýslu og er viðurkennt af Safnaráði Íslands.
Listasafn Árnesinga á Facebook
Opnunartími:
maí - ágúst – alla daga: 12:00-17:00
september - apríl – alla daga nema mánudaga 12:00-17:00
Urta Islandica
Básvegur 10, 230 ReykjanesbærUrta Islandica er fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun, hönnun og framleiðslu á gjafa matvöru úr íslenskum jurtum, helstu framleiðsluvörurnar jurtate, jurtasölt, jurtasýróp og sultur.
Urta Islandica hefur sett upp fullkomna framleiðslulínu að Básvegi í Reykjanesbæ. Þar eru framleidd ýmsar tegundir af jurtakryddsöltum, jurtasýrópum og sultum. Þar má einnig finna verslun þar sem hægt er að versla alla vörulínuna ásamt því að líta inn í framleiðsluna.
Urta Islandica er viðurkennt Reykjanes UNESCO Global Geopark fyrirtæki.
Gallerí Lundi
V/Frúarstíg, 340 StykkishólmurHandverk eftir heimamenn. Mjög fjölbreytt úrval, trémunir, skartgripir, peysur, húfur og fleira. Opið daglega frá 12:30 til 18:00 frá um það bil 5 maí og til 25. september ár hvert.
Gallerý Gimli
Hafnargata 1, 825 StokkseyriVið erum 7 handverkskonur á Stokkseyri og nágrenni sem erum með handverksmarkað í Gimli á Stokkseyri: t.d.lopapeysur, leirmunir ,vettlinga , húfur, sokka, skart og margt margt fleira. Leggjum áherslu á vandaða vöru og stillum verðinu í hóf. Sjón er sögu ríkari.
Vogafjós
Vogum , 660 MývatnVelkomin í Vogafjós
Árið 2005 voru reist gistihús til viðbótar við fjósið .Gistihúsin eru bjálkahús austan við fjósið á fallegum reit umkringdu hrauni og birkiskógi. Herbergin eru rúmgóð og hægt er að velja milli 2ja, 3ja og 4ja manna, allt með sérbaðherbergjum. Morgunverður er innifalinn. Herbergin eru fallega innréttuð og höfuðmarkmiðið er að gestum líði vel og geti slappað af
eftir langan dag.
Vinsamlegast bókið beint hér eða í síma 464-3800 eða sendið fyrirspurn á netfangið vogafjos@vogafjos.is til að fá nánari upplýsingar.
Morgunverður
Morgunverður er framreiddur í veitingasalnum, í um þriggja
mínútna göngufjarlægð frá gistihúsunum. Hægt er að fylgjast með morgunmjöltum
sem byrja klukkan 7.30 og jafnvel fá að smakka ylvolga og ferska mjólkina,
beint úr spenanum.
Morgunverðartími er breytilegur milli árstíma.
Veitingastaður
Inni í Vogafjósi rekum við glæsilegan veitingastað þar sem við leggjum áherslu á að bjóða veitingar beint frá býli.
Einkunnarorð Vogafjóss eru: ,,Þú ert það sem þú borðar". Með það að leiðarljósi leggjum við metnað okkar í að hafa
einungis á boðstólum úrvals hráefni. Við notum mikið af okkar eigin afurðum svo sem hangikjöt, reyktan silung, heimagerða osta, heimabakað bakkelsi, hverabrauð og að sjálfsögðu kjöt frá okkar eigin búi.
Þá er vert að geta þess að Vogafjós er aðili að Beint frá býli og matarklasanum Þingeyska matarbúrið.
Opnunartími er breytilegur yfir árið, best er að hafa samband í síma 464-3800 eða á vogafjos@vogafjos.is fyrir upplýsingar varðandi það.
Made in Ísland
Austurvegur 44, 800 SelfossPrjónastofa Katla
Sunnubraut 14-16, 870 VíkSossa
Mánagata 1, 230 ReykjanesbærSossa Björnsdóttir er fædd 9. febrúar árið 1954 og uppalin í Keflavík. Hún lærði myndlist í Myndlistar- og handíðaskóla Íslands, fór í framhaldsnám í listaháskóla í Kaupmannahöfn og lauk svo mastersgráðu við listaháskóla í Boston árið 1993.
Hún hefur í áraraðir unnið við list sína og haldið sýningar víða um heim s.s. á alþjóðlega tvíæringnum í Peking í Kína, Koppelman Gallery í Massachusetts, Galleri Sct. Gertrud í Kaupmannahöfn, Mac Gowan Fine Art í Bandaríkjunum, Aalborg Art Association í Danmörku, Galeria de Arte í Portúgal, við listasafn Norrænu ráðherranefndinar, Tvíæringnum í Flórens, Art Apart í Singapore og í Gallerí Fold í Reykjavík.
Hún hefur sýnt í Listasafni Reykjanesbæjar, bæði ein og með öðrum, hún hefur haldið sýningar á vinnustofu sinni tvisvar á hverju ári, á Ljósanótt og fyrir jólin og einnig tekið þátt í alls kyns menningaverkefnum í bæjarfélaginu m.a. tónleikaröðinni Heimatónleikar og List án landamæra. Þá tekur hún reglulega á móti fjölda hópa á vinnustofuna sína í Reykjanesbæ þar sem hún sýnir verkin sín og segir frá starfi sínu.
Sossa hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir list sína, m.a. var hún útnefnd sem Listamaður Reykjanesbæjar árið 1997 og hún fékk Fullbright styrk til að vinna við og kenna myndlist í Seattle árið 2013. Þá er hlaut hún Súluna - Menningarverðlaun Reykjanesbæjar - árið 2018.
Ljómalind - sveitamarkaður
Brúartorg 4, 310 BorgarnesLjómalind sveitamarkaður er matar- og handverksmarkaður sem selur eingöngu vörur framleiddar á Vesturlandi. Ljómalind stundar sanngjörn viðskipti og skapar vettvang fyrir handverk og matvörur af Vesturlandi. Áhersla er á matvöru beint frá býli. Fjölmargir aðilar eru í umboðssölu hjá Ljómalind og framboð vara árstíðabundin.
Opið allt árið, alla daga frá 10:00-18:00.
Listakot Dóru / Gallery og vinnustofa
Vatnsdalshólar, 541 BlönduósListakot Dóru, vinnustofa og gallery á bænum Vatnsdalshólum í Vatnsdal.
Þemasýningar á sumrin þar sem listamenn af norðurlandi vestra taka fyrir þjóðsögu, úr fornritum eða stað. Listamaðurinn sem rekur gallerýið málar olíumálverk-kort og kerti.Hún gerir gjafir eftir persónulegum óskum Hún vinnur lika listaverk sem flokkast undir hringrásarkerfið.
Eldstó Art Café Restaurant
Austurvegur 2, 860 HvolsvöllurEldstó Art Café Restaurant er listrænt kaffihús þar sem að bollinn sem þú drekkur úr er handgerður á staðnum.
Í Eldstó Café er boðið upp á handgerða kaffidrykki, frábærar kökur, smárétti, kjöt- og fiskrétti, sem og eitthvað ljúfengt fyrir grænmetisætur.
Eldstó Art Gallery er rekið af listahjónunum Þór Sveinssyni, leirkerasmiði og G.Helgu Ingadóttur söng-og leirlistakonu, sem og listmálara. Þau skapa nytjalist, sem að fátíð er á Íslandi í þeirri mynd sem að sést í Eldstó. Hægt að upplifa listina á staðum, í góðum kaffibolla. "Eldfjallaglerungar" unnir úr Hekluvikri, Búðardalsleir og öðum eldfjallaefnum eru á hlutunum í Eldstó. Á Skjánum í Eldstó má sjá myndbönd sem að sýna þau hjónin við vinnu sína. Íslensk hönnun, íslenskt handverk, það er það sem þú færð í Eldstó Art Gallery.
Sauðaneshús á Langanesi
Sauðanes, 681 ÞórshöfnSauðanes á Langanesi er fornfrægur kirkjustaður sem staðsettur er 7 km norðan við Þórshöfn. Prestsbústaðurinn á Sauðanesi, Sauðaneshús, er elsta steinhús í Þingeyjarsýslum, hlaðið úr grágrýti árið 1879, afar sjaldgæf bygging og er einstakt á landsvísu. Í kringum 1957 fór Sauðaneshús í eyði og stóð það kalt og yfirgefið í nærri 40 ár. Um 1990 var ákveðið að endurreisa húsið, sem þá var að hruni komið, og var reist nánast frá grunni, stein fyrir stein og fjöl fyrir fjöl, en endurbyggingin tók um 11 ár. Fallega endurbyggða húsið hýsir nú sýninguna “Að sækja björg í björg” sem unnin var á árunum 202-21. Þar er hægt að fræðast um lífið á Langanesi á þeim tíma sem búið var í Sauðaneshúsi og hvernig prestsbústaðurinn var í raun miðpunktur samfélagsins á svæðinu.
Opið frá 15. júní til 15. ágúst, 11-17. Lokað á mánudögum. Nánari upplýsingar: http://www.husmus.is
Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús
Austurbakki 2, 101 ReykjavíkHarpa er eitt helsta kennileiti Reykjavíkur og er miðstöð menningar og mannlífs í hjarta miðborgarinnar. Harpa er áfangastaður ferðamanna og margverðlaunað listaverk sem milljónir manna hafa heimsótt frá opnun.
Harpa er heimili Íslensku óperunnar, Stórsveitar Reykjavíkur, og Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem heldur vikulega tónleika í Hörpu allt árið um kring. Jazzklúbburinn Múlinn á einnig heimilisfestu í Hörpu sem og Sígildir sunnudagar sem standa fyrir reglulegum tónleikum.
Í húsinu er fjölbreytt þjónusta og gestastofa, ásamt glæsilegum veitingastöðum, Hnoss og La Primavera, auk nýrrar verslunar Rammagerðarinnar.
Opnunartími hússins:
Harpa er opin alla daga frá kl. 10:00 – 20:00 (lengur í tengslum við viðburði)
Gallerí Jökull
Norðurtangi 3, 355 ÓlafsvíkGallerí Jökull hefur til sölu handverk sem eingöngu er unnið af heimafólki. Handprjónaðar Íslenskar lopapeysur, fjölbreytt úrval af húfum, vettlingum og sokkum, fallegum barnafötum. Einnig leirmunir, skartgripir, heklaðir bangsar og ýmiskonar smádýr fyrir börn. Margt fleira er í boði, sjón er sögu ríkari. Handverksfólk leggur metnað sinn í að vanda til verka og vinna úr góðu hráefni. Hjá okkur hittir þú handverksfólkið sjálft.
Tökum kreditkort, posi á staðnum.
Verið velkomin til okkar, við tökum vel á móti ykkur.
Blómalindin Kaffihornið
Vesturbraut 6, 370 BúðardalurKaffihús - blómagjafavöruverslun.
Opið þriðjudaga-fimmtudaga frá 10:00 til 18:00 og laugardaga frá 10:00 til 16:00. Lokað á sunnudögum og mánudögum.
Móra guesthouse
Skálholt, Krossholti Barðaströnd, 451 PatreksfjörðurGisting í tveim íbúðum og húsi með sér heitum potti
Litla-Krossholt: er fyrir 5 manns
Stóra-Krossholt: er fyrir 7 manns
Ægisholt : sér hús með heitum potti, tekur 6-8manns Hnit: 65.521362, -23.400947 (65° 31.282'N, 23° 24.057'W)
ISN93: 296.611, 565.208
Aðrar vörur: landnámshænu egg, lambakjöt og hangikjöt.