KIDKA Wool factory shop
KIDKA - Íslenskar ullarvörur framleiddar á Íslandi
KIDKA er framleiðslufyrirtæki fyrir prjónavörur og framleiðir sina eigin vörulínu úr íslenkri ull. Vörumerkið stendur fyrir fallegar og þægilegar hágæða ullarvörur sem fylgja alltaf nýjustu tískustraumum. Framleiðslan fer eingöngu fram á Íslandi.
Framleiðslan
Ullarvörurnar frá KIDKA eru prjónaðar í prjónavélum. Ullin er þvegin, burstuð og meðhöndluð með gufu sem gerir hana mýkri og léttari en ullina sem er notuð í handprjónaðar ullarvörur. Ullin heldur samt sem áður sínum mikilvægasta eiginleika,það er að halda hita á líkamanum allt árið.
Þátið og Framtíð
Hönnun á vörum frá KIDKA er mjög fjölbreytt . Hjá okkur finnur þú sígilda liti og norræn mynstur, ásamt nýjustu tískustraumum ullarframleiðslunnar. Á meðan að á framleiðslunni stendur, fer ullin aldrei úr landi, hér er um að ræða ekta íslenskar vörur sem að auki skapa mikilvæg störf á svæðinu.
KIDKA Wool Factory Shop
Höfðabraut 34, 530 Hvammstangi
kidka@kidka.com
www.kidka.com