Fara í efni

Fjölskyldu- og skemmtigarðar

39 niðurstöður

Fjölskyldu- og Húsdýragarðurinn

Múlavegur 2, 104 Reykjavík

Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn í Laugardal er sannkölluð perla í miðri Reykjavík. Þar má finna íslensk húsdýr, villt íslensk spendýr auk fulltrúa frá þeim tveim fylkingum dýra sem finnast ekki í íslenskri náttúru, skriðdýr og froskdýr. Allt frá opnun Húsdýragarðsins árið 1990 hefur verið lögð áhersla á að garðurinn sé til fyrirmyndar og í vaxtarbroddi hvað varðar dýravernd og dýravelferð. 

Fjölskyldugarðurinn var opnaður árið 1993 og síðan þá hefur Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn verið rekinn sem einn garður. Í Fjölskyldugarðinum finna flest eitthvað við sitt hæfi en þar eru alls kyns leiktæki, góð nestisaðstaða og útigrill á skjólgóðu útisvæði sem gerir góðan sumardag enn betri og stormasaman vetrardag góðan til útivistar. 

Hugtökin sem lögð voru til grundvallar við uppbyggingu svæðisins eru að sjá, að læra, að vera og að gera og eru tengd við lykilorð eins og fjölskylda, ævintýri, sögur, leikir og umhverfisvænar framfarir. Hugmyndasmiðir og útlitshönnuðir svæðisins leituðu eftir skírskotun til menningarsögu Íslendinga. Því eru ýmis minni í görðunum tveim tengd norrænni goðafræði og víkingatímabili þjóðarinnar. Má þar nefna víkingaskip, öndvegissúlur og þinghól sem líkir eftir gömlum þingstað auk nafngifta á svæðinu. Fræðslustarf var í upphafi hornsteinn starfseminnar og er enn.

Opnunartími:
Sumar (1. júní - 18. ágúst): alla daga 10:00-18:00.
Aðrir árstímar (19. ágúst - 31. maí): alla daga 10:00-17:00

FlyOver Iceland

Fiskislóð 43, 101 Reykjavík

Þú situr í sæti fyrir framan 270 fermetra sveigðan skjá með fætur í lausu lofti. Myndin okkar fer með þig í æsispennandi ferðalag um Ísland og þú sérð landið þitt eins og aldrei áður! Tæknibrellur, þar á meðal vindur, þoka og lykt, ásamt hreyfingum búnaðarins gera þess upplifun ógleymanlega. Þetta verður þú að prófa!

Á staðnum er einnig kaffihús, verslun og aðgengileg salerni. Húsið er rúmgott og byggt til að rúma mikinn fjölda í einu án þess að það myndist of mikil nálægð. Sýningin okkar hefur verið endurskipulögð með öryggi gesta og starfsfólks í huga. Snertifletir sýningarinnar eru sótthreinsaðir eftir hverja sýningu.

Opið er alla daga, ítarlegri opnunartíma okkar má nálgast á heimasíðu okkar!

Hoppland

Bakkatún 5, 300 Akranes

Við bjóðum upp á eina skemmtilegustu afþreyingu á Íslandi. Komdu og prufaðu að hoppa niður 10 metra út í sjó. Fullkomið fyrir fjölskyldur, vinahópa, vinnustaði eða bara alla sem vilja skora á sjálfa sig. 

Hlökkum til að sjá ykkur.

Opið frá 13:00-20:00 um helgar fram til 1. júní og alla daga eftir það. 

Minjasafnið á Bustarfelli

Bustarfell, 690 Vopnafjörður

Minjasafnið á Bustarfelli - Lifandi safn 

Allt frá árinu 1982 hefur Minjasafnið á Bustarfelli í Vopnafirði verið rekið sem sjálfseignarstofnun en þá gaf Elín Methúsalemsdóttir Vopnfirðingum safnið sem fram að þeim tíma hafði verið sýnt sem einkasafn. Minjasafninu tilheyra allir munir bæjarins og kaffihúsið Hjáleigan. Bæinn sjálfan sér Þjóðminjasafn Íslands um fyrir hönd íslensku þjóðarinnar.

Aðstandendur safnsins hafa lagt metnað sinn í að sýning gripa safnsins sé sett upp á sem raunverulegastan hátt, rétt eins og íbúar hússins hafi brugðið sér frá stundarkorn. Enn fremur er mikið lagt upp úr miðlun gamallar verkþekkingar og sagna með lifandi uppákomum, viðburðum og námskeiðum.

Sérstaða safnsins felst þó að miklu leyti í því hversu glöggt það miðlar breyttum búskapar- og lifnaðarháttum fólks allt frá því fyrir 1770 til þess er hætt var að búa í bænum árið 1966. Til að mynda eru þrjú eldhús í bænum sem öll segja sína sögu og tilheyra sínu tímabili. Eins er um muni safnsins, að þeir tilheyra mismunandi tímabilum. Gaman er að ganga um og sjá hvernig einn hlutur hefur tekið við af öðrum í áranna rás.

Stór hluti muna safnsins er kominn úr búi Methúsalems Methúsalmessonar. Hann hafði snemma áhuga á því að varðveita gamla muni og hóf að safna þeim víðsvegar úr sveitarfélaginu og varðveitti heima á Bustarfelli.  Afraksturs þeirrar forsjálni fáum við öll að njóta góðs af í dag.  Því starfi sem hann hóf hefur Minjasafnið reynt að halda áfram og með velvilja og gjafmildi íbúa sveitarfélagsins berast safninu árlega gjafir sem hafa mikið gildi fyrir þekkingu okkar á arfleifðinni, rótum okkar allra. Kunnum við öllu þessu gjafmilda fólki okkar bestu þakkir fyrir.

Í safninu eru nú yfir eitt þúsund munir sem hver og einn á sína sögu og sína "sál" sem gerir safnið að þeim einstaka fróðleiks- og afþreyingarbrunni sem það er.

Opnunartími: 10 – 17 alla daga frá 1. júní til 31. ágúst.

Verið ávallt velkomin í heimsókn.

 

Dýragarðurinn í Hólum

Hólar, 371 Búðardalur

Á sveitabænum okkar Hólum er að finna mörg dýr, þar á meðal hesta, hunda, ketti, kanínur, endur, kalkúna, kindur, lömb, hænur, geitur, svín og jafnvel talandi krumma sem er heimsþekktur fyrir að koma fram í íslensku Netflix þáttunum "Katla"! 

Verið velkomin í heimsókn til okkar þar sem þið getið skoðað, fræðst og jafnvel klappað dýrunum.

Opið 17. júní - 5. ágúst frá 11:00 til 16:00. Lokað á þriðjudögum.

Hlakka til að sjá ykkur.

Hestaleigan Stóra Ásgeirsá

Stóra Ásgeirsá, 531 Hvammstangi

Á Stóru-Ásgerisá í Víðidal í Húnaþingi vestra, mitt á milli Reykjavíkur og Akureyrar, hefur fjölskyldan opnað bæinn sinn fyrir fólki á ferðinni.
Á Stóru-Ásgerisá er hægt að að heimsækja öll helstu íslensku húsdýrin í sínu rétta og fallega umhverfi sem bæjarstæðið hefur uppá að bjóða. Hægt er að komast í snertingu við dýrin, klappa þeim, skoða og fræðast um þau.
Á Stóru-Ásgerisá er einnig hestaleiga og er boðið uppá lengri og styttri ferðir um fallegt nágrenni staðarins. Riðið er niður engjarnar og með Víðidalsánni. Útsýnið frá bæjarstæðinu og reiðleiðunum er mjög fallegt og sést vel yfir dalinn og ánna, yfir að Borgarvirki og Kerunum sem vönum reiðmönnum í lengri ferð gefst færi á að ríða að og skoða.
Gisting er fyrir allt að 11 manns í 4 herbergjum.
Lítil sjoppa er á staðnum.
Við hlið bæjarins rennur Ásgeirsáin sem skartar tveimur fallegum fossum sem ferðamönnum gefst færi á að ganga að um og skoða.
Í nágrenni við Stóru-Ásgeirsá (5-20 mín akstur) eru áhugaverðir staðir sem hægt er að skoða og má þar helst nefna Kolugljúfur, Hvítserk, Borgarvirki og Selasetrið á Hvammstanga en þar er einnig sundlaug með rennibraut.

Háafell - Geitfjársetur

Háafell, 320 Reykholt í Borgarfirði

Á Háafelli er unnið að verndun og viðhaldi geitastofnsins. Gestir fá góðar móttökur hjá geitunum sem eru mjög mannelskar. Frítt kaffi og te á staðnum auk þess fá gestir smakk af geitaostum og pylsu úr geitakjöti auk annarra afurða. 

Hægt er að taka geitur í fóstur og taka þannig þátt í að vernda stofninn. 

Salernisaðstaða. Verslun Beint frá býli. Geitaafurðir, baðvörur, krem, sápur, skinn og minjagripir. 

Opið 1. júní til 31. ágúst frá 11:00 til 18:00 og síðan allt árið eftir samkomulagi. 

Pantanir fyrir hópa á geitur@geitur.is 

Berserkir axarkast

Hjallahraun 9 , 220 Hafnarfjörður

Berserkir kasta öxum. Viltu taka æðiskast í góðra vina hópi? Axarkast er tilvalið fyrir alls konar hópa sem hafa gaman af smá keppni. Við tökum við bókunum alla daga vikunnar.

Hvernig á að bóka? Sendu tölvupóst á info@berserkir-axarkast.is, hringdu í síma 546-0456, sendu skilaboð á facebook eða fylltu út form á heimasíðunni okkar https://berserkir-axarkast.is/boka/

Við hlökkum til að sjá þig

Vakinn

Friðheimar

Reykholt, Bláskógabyggð, 806 Selfoss

Matarupplifun

Í Friðheimum bjóðum við upp á einstaka matarupplifun, þar sem borin er fram tómatsúpa og nýbakað brauð ásamt öðru góðgæti í notalegu umhverfi innan um tómatplönturnar. Gestirnir upplifa miðjarðarhafsloftslagið sem er ríkjandi í gróðurhúsinu allt árið um kring og finna ilminn af tómatplöntunum á meðan þeir njóta umhverfisins og heimalagaðra veitinganna. Einnig er vinsælt að koma og skála í tómatsnafs í góðra vina hópi! 

Hægt er að taka gómsætar minningar með sér heim úr Litlu Tómatbúðinni okkar þar sem eru til sölu matarminjagripir á borð við tómatsultu, gúrkusalsa og tómathressi en þetta er allt framleitt á staðnum. 

Við mælum með að bóka alla þjónustu fyrirfram á www.dineout.is/fridheimar 

Gróðurhúsaheimsókn og Hestasýning eða Heimsókn í hesthúsið
Einnig bjóðum við uppá Gróðurhúsaheimsókn þar sem farið er yfir hvernig hægt er að rækta grænmeti á Íslandi allt árið um kring með aðstoð náttúrunnar! 

Hestasýning og Heimsókn í hesthúsið er í boði þar sem farið er yfir sögu- og gangtegundir íslenska hestsins í notalegu umhverfi. Eftir sýninguna er gestum boðið í hesthúsið þar sem tækifæri gefst til að klappa hestunum og spjalla við knapana. 

Afþreyingin hentar öllum aldurshópum og er tilvalin fyrir þá sem hafa áhuga á að skyggnast inn í hið hefðbundna sveitalíf íslenskrar fjölskyldu. 

Við mælum með að bóka alla þjónustu fyrirfram á www.dineout.is/fridheimar 

Tennisklúbbur Víkings

Traðarland 1, 108 Reykjavík

Tennisklúbbur Víkings býður upp á fjóra glæsilega velli. Hægt er að panta tíma með því að hringja í okkur eða senda tölvupóst.

Skrúðgarðurinn Hveragerði

Breiðamörk, 810 Hveragerði

Skrúðgarðurinn markast af Breiðumörk, Skólamörk og Varmá. Ræktun skrúðgarðs hófst þar árið 1983 og er þar nú fallegur gróður með leiksvæði, bekkjum og borðum sem ferðamenn geta nýtt sér til útivistar. Á bakka Varmár neðan við Reykjafoss má sjá leifar af gömlum húsgrunni. Grunnurinn markar upphaf byggðar í Hveragerði því þar var ullarverksmiðja sem reist var árið 1902 og nýtti fallorku fossins. Innar í Varmárgilinu eru uppistandandi veggir rafstöðvar sem gerð var árið 1929. Þaðan má rekja undirstöður fallstokksins að heillegri stíflunni neðan Hverahvamms. Nýr og flottur göngustígur liggur meðfram Varmánni þar sem má sjá gamla húsgrunninn.Í gilinu eru hinar fegurstu litasamsetningar og hveralandslag sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.

Íslenskar hestasýningar

Varmilækur, 560 Varmahlíð

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Loftbolti.is

Langalda 18, 850 Hella

Loftboltar sem þú ferð inní, hylur þig að ofan og heldur þér með belti og handföngum og svo er hægt að fara í allskonar leiki s.s. fótbolta, stórfiskaleik og mannlega keilu svo eitthvað sé nefnt.

Icelandic Lava Show

Víkurbraut 5, 870 Vík

Upplifðu alvöru rennandi hraun í návígi! Ógleymanleg skemmtun!

Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal endurskapar aðstæður eldgoss með því að hita hraun upp í 1100°C og hella því svo inn í sýningarsal fullum af fólki! Hvergi annars staðar í heiminum getur fólk upplifað rauðglóandi hraun í svo miklu návígi með öruggum hætti. Frábær sýning sem samtvinnar á einstaklega eftirminnilegan máta fræðslu, skemmtun og heimsklassa upplifun þar sem efniviðurinn er rennandi hraun! Sannkölluð veisla fyrir skynfærin og ógleymanleg upplifun fyrir unga sem aldna. 

Icelandic Lava Show er hugarfóstur hjónanna Júlíusar Inga Jónssonar og Ragnhildar Ágústsdóttur en hugmyndin kviknaði þegar þau fóru upp að gosinu á Fimmvörðuhálsi árið 2010 og sáu hraunfossinn og ótrúlegt samspil hraunsins við ísinn allt um kring. Í lok árs 2015 sagði Júlíus starfi sínu lausu og hafa þau hjónin unnið að því að koma fyrirtækinu á laggirnar æ síðan. Það var svo í september 2018 sem Icelandic Lava Show opnaði dyr sínar fyrir gestum og gangandi og viðtökurnar hafa verið hreint frábærar líkt og sjá má á einkunnasíðum á borð við TripAdvisor og Google Maps. Hér er því um að ræða ungt og efnilegt fjölskyldusprotafyrirtæki sem er vel þess virði að heimsækja.

Nánari upplýsingar:

  • Lengd: ca 45-50 mínútur (fer eftir fjölda spurninga og stemmningu í salnum)
  • Aldur: Hentar öllum aldurshópum (en börn þurfa að vera í fylgd fullorðinna)
  • Staður: Víkurbraut 5, Vík í Mýrdal (í gamla Kaupfélagshúsinu)
  • Stund: fastir sýningartímar þar sem það tekur marga klukkutíma að bræða hraun - sjá tímasetningar og hvað er laust á icelandiclavashow.com
  • Mæting: það borgar sig að vera mætt/ur amk. 15 mínútum áður en sýningin hefst
  • Fatnaður: forðist að vera of mikið klædd því það hitnar mjög snögglega þegar rauðglóandi hraunið rennur í sýningarsalinn
  • Tungumál: oftast á ensku (nema ef allir í salnum skilja íslensku) - munum auglýsa séríslenskar sýningar í sumar
  • Hópar: Icelandic Lava Show er frábær skemmtun fyrir hópa og tekur allt að 50 manns í sæti á hverja sýningu. Hægt er aðlaga tíma að hópum. Fyrir tilboð, sendið okkur póst á info@icelandiclavashow.com

Lýsing á sýningunni sjálfri

  1. Í upphafi er stuttur inngangur þar sem sýningarstjórinn býður alla velkomna og leiðir fólk í allan sannleika um upplifunina, hvað hún felur í sér, hvernig hugmyndin kviknaði og afhverju Vík í Mýrdal varð fyrir valinu (ca 10-12 mínútur)
  2. Að innganginum loknum er sýnd stutt fræðslumynd af stað þar sem annars vegar er farið yfir það afhverju Ísland er svona virk eldfjallaeyja með áherslu á eldfjöllin í nágrenni Víkur. Hins vegar er sögð ótrúleg flóttasaga Jóns Gíslasonar, langafa sýningarstjórans og annar stofnanda Icelandic Lava Show, undan Kötlugosinu 1918 og hamfarahlaupinu sem því fylgdi (12 mínútur)
  3. Hápunktur sýningarinnar er svo þegar 1100°C heitu hrauninu er hellt inn í sýningarsalinn. Það er ólýsanleg tilfinning að sjá, heyra og finna hraunið renna inn í salinn - sannkölluð veisla fyrir skynfærin! Þegar hraunið rennur inn í rökkvaðan sýningarsalinn er eins og sýningargestir verði vitni að sólarupprás, svo skært er rauðglóandi hraunið. Þá finna gestir lyktina af bráðnu hrauninu þar sem það byrjar að storkna og heyra um leið hvernig það kraumar, bullar og snarkar. Það allra tilkomumesta er þó hitinn sem skellur á sýningargestum. Það er gífurlegur hitinn sem kemur flestum á óvart. Sýningarstjórinn gerir svo alls kyns æfingar með rauðglóandi hraunið sem er heillandi að fylgjast með en um leið ótrúlega upplýsandi (ca 20-25 mínútur)
  4. Að sýningu lokinni gefst svo öllum færi á að spyrja spurninga sem sýningarstjórinn reynir að svara eftir bestu getu. (ca 5 mínútur)

Allar nánari upplýsingar á icelandiclavashow.com 

Zipline Akureyri

Þingvallastræti 50, 600 Akureyri

Ekki missa af þessu ævintýri í Glerárgili!

Falin náttúruperla inni í miðjum bæ þar sem fimm sviflínur bíða eftir að zippa þér yfir iðandi á og snarbratta kletta.

Leiðsögumenn leiða þig örugglega í gegnum ævintýralegt árgljúfrið með sviflínum, léttum gönguferðum og misgáfulegum fróðleik.

Kíktu á vefsíðuna okkar til að fá frekari upplýsingar, bóka ferðir eða versla gjafabréf.

Vakinn

Glacier Adventure

Hali, 781 Höfn í Hornafirði

GLACIER ADVENTURE
Glacier Adventure er fjölskyldufyrirtæki sem er staðsett á Hala í Suðursveit, aðeins 12 km frá Jökulsárlóni.

Glacier Adventure sérhæfir sig í ævintýraferðum við rætur Vatnajökuls á svæði sem oft er nefnt Í Ríki Vatnajökuls. Glacier Adventure býður up pá persónulega og leiðandi þjónustu, þar sem öryggið er alltaf í fyrsta sæti. Samfélagsleg ábyrgð er okkur mikilvæg og því bjóðum við upp á samsettar ferðir með öðrum sambærilegum heima fyrirtækjum, þar sem hægt er að blanda saman Jöklagöngu og ísklifri við fjölbreyttar ferðir á borð við Snjósleðaferðir á Skálafellsjökli, Kayak- og bátsferðir á Jökulsárlóni, svo sem hjólabátaferðir og Zodiac ferðir.

Íshellaferðir: Glacier Adventure sérhæfir sig í íshellaferðum á veturna. Þegar kólna tekur í veðri og haustrigningarnar hafa gengið yfir, er tími til að skoða hvaða undur afrennslisvatn jöklanna hefur skilið eftir sig. Hægt er að velja á milli tveggja mismunandi íshellaferða hjá Glacier Adventure, annarvegar íshellaferð með jöklagöngu og hinsvegar íshellaferð. Hægt er að kynna sér málið og bóka ferðir á heimasíðu félagsins www.glacieradventure.is 

Hátindafeðir: Á vorin bíður félagið upp á ferðir á Hvannadalshnjúk, Hrútsfjallstinda, Þverártindsegg og fleiri hátinda á Sunnanverðum Vatnajökli.

Nautastígurinn: Nautastígsgangan hefur sannað gildi sitt sem skemmtileg hópeflis ganga. Gengið er um töfrandi fjöll og dali Suðursveitar og rýnt inn í sögusvið liðinna tíma þar sem bændur nýttu afdali til beitar fyrir nautgripi. Frábær ferð fyrir vina- og fjölskylduhópa.

Hlaðan: Eigendur Glacier Adventure og aðrir tengdir aðilar vinna að því að opna jökla- og fjallasetur. Hluti af þeirri vinnu var að endurnýja gamla hlöðu og búa til viðburða sal. Salurinn er einkar hlýlegur og frábær fyrir hópa að dvelja í eftir ferð með Glacier Adventure.

Sérfræðiþekking heima aðilanna: Glacier Adventure leggur mikla áherslu á að gestir njóti bæði náttúru og sögu svæðisins í ferðum á vegum félagsins. Í ferðum á vegum félagsins fræðist þú um hvernig var að búa í grennd við jöklana hér áður fyrr og hvernig landið hefur mótast vegna þeirra. Alltaf er hægt að sérsníða ferðirnar eftir þörfum hópsins og blanda saman mismunandi afþreyingu. Ferðirnar henta hverjum sem er, fjölskyldum, einstaklingum eða hópum stórum sem smáum.

Skoðaðu myndir frá okkur á www.instagram.com/glacieradventure 

Dýragarðurinn Slakka

Laugarás, 801 Selfoss

Dýragarðurinn Slakki er lítill húsdýragarður í Laugarási, Biskupstungum.

 

Opnunartími:
Apríl og Maí - opið um helgar 

1. júní - 31. ágúst - Opið alla daga kl. 11:00 - 18:00

September - opið um helgar


Smárabíó

Hagasmári 1, 201 Kópavogur

Okkar takmark er skýrt; að bjóða gestum upp á hámarksgæði í öllum sölum og bestu skemmtunina.

Smárabíó rúmar um 1.000 manns í sæti í fimm sölum en í öllum sölum er fullkomin stafræn tækni ásamt laser myndægði frá Barco í öllum sölum. Smárabíó MAX – stærsti salur bíósins skartar Dolby Atmos hljóðkerfi, sem er eitt það besta í boði í heiminum í dag.

Skemmtisvæði Smárabíó býður upp á hágæða afþreyingu þar sem hægt er að fara í lasertag, karaoke, leiktækjasal og VR sýndurveruleika. Lasertag í Smárabíó er eitt það nýjasta sinnar tegundar og salurinn er á tveimur hæðum svo hann hentar jafnt ungum sem öldnum. Byssurnar okkar gefa frá sér ljós, hægt er að hitta 7 staði á andstæðingnum til að fá stig og klukkurnar í loftinu geta hitt þig líka ef þú varar þig ekki á þeim!

Gott aðgengi er fyrir hjólastóla í öllum sölum.

Iceland Odyssey

Kirkjuteigur 5, 105 Reykjavík

Ferðaþjónustan Erpsstöðum

Erpsstaðir, Miðdölum, 371 Búðardalur

Opinn landbúnaður, frá 15. maí - 14. júní, daglega frá 13:00 til 17:00, 15. júní - 14. ágúst, daglega frá 11:00 til 18:00, 15. ágúst - 15. september, daglega frá 13:00 - 17:00 og 16. september - 14. maí samkvæmt samkomulagi.

Hópar panti fyrirfram.

Til sölu rjómaís, skyr og ostar framlett af Rjómabúinu Erpsstöðum. Fjósaskoðun, kynning á starfssemi kúabús, skoða byggingar og húsdýr með leiðsögn ábúenda.

Seld gisting í sumarhúsi, opið allt árið.

Sjá vefsíðu

 

 

 

 

Adrenalín.is ehf.

Þórunnartún 4, 105 Reykjavík

Má bjóða þér mikið, dálítið eða lítið adrenalin?

Adrenalingarðurinn á Nesjavöllum býður upp á skemmtilega, og ekki síst uppbyggilega afþreyingu og útivist í fallegri náttúru.

Adrenalingarðurinn hefur sannað sig sem góð leið til að efla hópandann. Hann hentar því vel fyrir ýmsa hópa s.s. starfsmenn fyrirtækja, vinahópa og skólahópa. Í garðinum fær fólk óviðjafnanlegt tækifæri til að upplifa gleði, styrkleika og hvatningu, að ógleymdri útivistinni.

Í Adrenalingarðinum ættu allir átta ára og eldri að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Margir halda að þrautirnar í garðinum henti ekki öllum en hann er einmitt hannaður með það í huga að fólk hafi val og finni þá áskorun sem hentar.

LAVA centre

Austurvegur 14, 860 Hvolsvöllur

LAVA – Eldfjalla og jarðskjálftamiðstöð Íslands er allsherjar afþreyingar- og upplifunarmiðstöð sem helguð er þeim gríðarlegu náttúruöflum sem hófu að skapa Ísland fyrir nærri 20 milljón árum síðan og eru enn að. LAVA centre gefur þér ekki aðeins kost á að upplifa þessi náttúruöfl með gagnvirkum og lifandi hætti heldur tengir þig einnig við náttúruna sem við þér blasir; Heklu, Tindfjöll, Kötlu, Eyjafjallajökul og Vestmannaeyjar.

LAVA er “glugginn” inn í  jarðvanginn, Katla Geopark, ásamt því að vera alhliða upplýsinga, sölu- og þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn. LAVA kemur einnig á framfæri, með beinum hætti, upplýsingum um jarðhræringar, eldgos og aðrar náttúruhamfarir í samvinnu við Almannavarnir, Veðurstofu Íslands og lögreglu.

LAVA er kjörinn viðkomustaður fyrir alla sem hafa áhuga á að læra meira um jarðfræði Íslands, sjá og finna fyrir kraftinum sem liggur undir landinu. Lifandi og skemmtileg upplifun fyrir alla fjölskylduna!

Aðgangsverð fyrir sýningu, 12 mínútna kvikmynd og útsýnispall er 3590 kr og fjölskyldu pakki er á 8975 kr (fullorðnir + 1 barn 6-15 ára greiða, aðrir 15 ára og yngri fá frítt).

Allar upplýsingar um verð má finna á heimasíðunni www.lavacentre.is og þar er einnig hægt að kaupa miða fyrirfram. Einnig er auðvelt og fljótlegt að kaupa miða við innganginn. 

Daladýrð

Brúnagerði, 601 Akureyri

Húsdýragarðurinn Daladýrð er í tæplega 20 mín fjarlægð frá Akureyri. Staðsettur í Brúnagerði í Fnjóskadal, rétt við Vaglaskóg. Þarna gefur að líta öll helstu húsdýrin eins og hesta, kindur, kýr, hund, geitur, grísi, ýmsar tegundir af hænum, kanínur og kisur. Einnig eru við með refi á sumrin. 

Það má klappa öllum dýrum sem vilja láta klappa sér og svo má fara inn í gerðið hjá geitunum og kattaheimilið og knúsa kisur og kettlinga þegar þeir eru nógu stórir til að láta halda á sér. 

Leiksvæði fyrir börnin er bæði innan og utandyra. Hlaða til að hoppa í heyið og úti eru trampólín og fleira.  

Í daladýrð er kaffihús og verslun sem selur íslenskt handverk sem allt tengist sveitinni á einhvern hátt. 

Útilífsmiðstöð Skáta Úlfljótsvatni

Úlfljótsvatn, 805 Selfoss

Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni er staðsett við Úlfljótsvatn í Grafningi. Þar er fjölskyldutjaldsvæði opið almenningi með góðri aðstöðu fyrir börn og ungmenni. Góðar gönguleiðir eru á svæðinu, bátaleiga og veiði í vatninu. Möguleiki er á innigistingu í svefnpokaplássi.

Tjaldsvæði með góðri aðstöðu fyrir einstaklinga og hópa. Góð hreinlætisaðstaða, sturta, heitt og kalt vatn,
þvottaaðstaða, losun ferðasalerna, leikvöllur og rafmagn á mörgum stöðum. Bátaleiga um helgar og stærsti klifurturn landsins.

Á Úlfljótsvatni hefur um áratuga skeið verið reknar sumarbúðir á sumrin og skólabúðir á veturna.

Sveitagarðurinn

Stóri-Háls, 801 Selfoss

Sveitagarðurinn er dýra- og afþreyingargarður á Stóra-Hálsi í Grafningi. Við erum staðsett 15 km frá Selfossi og 7 km frá Sogsbrúnni við Þrastalund. Garðurinn verður opinn alla daga í sumar frá 12:00 – 18:00 .

Í sveitagarðinum eru hestar, kálfar, svín, kindur, geitur, hænur, endur, dúfur, kanínur, og kisur.

Hægt er að klappa hestum og fara á bak, halda á kanínum og kettlingum, heilsa upp á hin dýrin og kynnast þeim.

Garðurinn verður opinn alla daga yfir sumartímann frá 12:00 – 18:00 .

Raggagarður

Nesvegur 1, 420 Súðavík

Upphaf fjölskyldugarðsins
Frumkvöðull að þessum garði var Vilborg Arnarsdóttir (Bogga í Súðavík), fyrsti framkvæmdastjóri garðsins. Hana hafði lengi langað að búa til sumarleiksvæði til þess að auka fjölbreytni í afþreyingu fyrir fjölskyldur og ferðamenn á norðanverðum Vestfjörðum, efla útiveru og hreyfingu og stuðla að ánægjulegri samveru foreldra og barna. Bogga hófst handa við verkefnið eftir að sonur hennar, Ragnar Freyr Vestfjörð, lést í bílslysi í Súðavík árið 2001, aðeins 17 ára gamall. Garðurinn er til minningar um hann.

Draumurinn um garðinn rættist með aðstoð heimamanna, sumarbúa, gesta, fjölmargra velunnara á öllum aldri og fjölda styrktaraðila. Unnið hefur verið af alúð og umhyggju í sjálfboðavinnu í mörg þúsund klukkustundir.

Fjár hefur verið aflað með ýmsu móti. Börn hafa haldið tombólu og gefið garðinum peningana. Ýmiss konar varningur hefur verið seldur, margt af því gjafir til garðsins. Bökuð hafa verið fjögur tonn af kleinum á þessum 11 árum. Fjársmalar í Ísafjarðardjúpi hafa styrkt garðinn og tónleikar verið haldnir svo dæmi séu tekin.   

Framkvæmdin
Félagið Raggagarður var stofnað 8. janúar 2004 til þess að standa að gerð og framkvæmd garðsins. Í stjórn félagsins, meðan á uppbyggingu stóð árin 2004 til 2015, voru: Vilborg Arnarsdóttir formaður, Barði Ingibjartsson, Sigurdís Samúelsdóttir, Anne Berit Vikse og Jónas Ágústsson.

Framkvæmdir hófust við Raggagarð 14. maí 2004 og leikjasvæðið var opnað 6. ágúst 2005. Leikjasvæðið er tvískipt, efra svæðið fyrir eldri börnin og það neðra fyrir þau yngstu.

Haustið 2013 var hafist handa við gerð útivistarsvæðis og byggð þrjú geymsluhús fyrir lausamuni garðsins. Á svæðinu má sjá sérkenni Vestfjarða á einum stað ásamt listaverkum úr náttúruefnum. Útivistarsvæðið var formlega opnað 8. ágúst 2015. 

Aðstaða
Svið ásamt áhorfendasvæði, ætlað fyrir fjölskyldusamkomur og listaviðburði, er á útivistarsvæðinu. Nokkur útigrill eru á leikjasvæðinu til afnota fyrir gesti. Sæti og borð eru fyrir yfir 100 manns í öllum garðinum.

Gestabók og sparibaukur eru við salernishúsið og eru gestir beðnir um að skrifa í bókina í hvert sinn sem garðurinn er heimsóttur. Enginn aðgangseyrir er í Raggagarð en frjáls framlög í baukinn eru vel þegin til að styrkja rekstur garðsins.

Salerni, grill og önnur aðstaða í garðinum eru opin frá 1. júní til 1. september, en gestum er þó velkomið að heimsækja garðinn á öðrum tímum líka. 

Garðurinn er byggður upp með huga, höndum og hjarta heimamanna og annarra velunnara.

 Fjölskyldugarður Vestfjarða sem er fyrir alla fjölskylduna á öllum aldri.  Grillaðstaða fyrir fjölskyldur og hópa.

Sjá heimasíðu garðsins: www.raggagardur.is

Grasagarður Reykjavíkur

Laugardalur, 104 Reykjavík

Grasagarður Reykjavíkur er lifandi safn undir berum himni. Garðurinn var stofnaður árið 1961 og er rekinn af Reykjavíkurborg.

Hlutverk Grasagarðsins er að varðveita og skrá plöntur til fræðslu, rannsókna og yndisauka. Í garðinum eru varðveittar um 5000 tegundir plantna í átta safndeildum. Plöntusöfnin gefa hugmynd um fjölbreytni gróðurs í tempraða beltinu nyrðra. Sérhver safndeild gegnir ákveðnu hlutverki, til dæmis að sýna og kynna íslenskar plöntur, trjágróður eða mat- og kryddjurtir. 

Sumardagskráin er viðburðarík og boðið er upp á móttöku hópa árið um kring. 

Hið vinsæla kaffihús Flóran Café/Bístró býður upp á ljúffengar veitingar með áherslu á hráefni úr eigin ræktun. Kaffihúsið er starfrækt í garðskálanum í fallegu og gróðursælu umhverfi frá maí til september.

Facebook: www.facebook.com/grasagardur

Opnunartími:
Sumar: 10:00-21:00
Vetur: 10:00-15:00

Garðskálinn er lokaður 24., 25., 26., 31. desember og 1. janúar.

Skíðasvæðið Hlíðarfjalli

Hlíðarfjall, 600 Akureyri

Hlíðarfjall hefur verið í fremstu röð skíðasvæða á Íslandi í 60 ár. Á skíðasvæðinu eru 8 mismunandi lyftur og fjölbreyttar og skemmtilegar skíðabrekkur með frábæru útsýni yfir Eyjafjörð. Stökkpallar og brautir eru fyrir snjóbrettafólk og aðstaða fyrir gönguskíðafólk er góð. Gönguskíðabrautir allt frá 1,2 – 10 km eru lagðar þegar veður og aðstæður leyfa og eru yfirleitt troðnar einni klst. fyrir auglýstan opnunartíma. Hluti af gönguskíðabrautinni, 3,5 km, er upplýstur á hverjum degi til kl. 22:00. Það ættu allir að geta fundið brekkur við sitt hæfi. Snjóframleiðslukerfi er í Hlíðarfjalli sem tryggir gott færi allan veturinn.

Skíða- og snjóbrettaskóli Hlíðarfjalls er fyrir börn á aldrinum 5-15 ára. Einnig eru námskeið í boði fyrir fullorðna svo og einkakennsla fyrir alla aldurshópa. Veitingasala er á tveimur stöðum í Hlíðarfjalli, í skíðahótelinu sjálfu og Strýtuskála. Í Hlíðarfjalli er starfrækt skíða- og snjóbrettaleiga þar sem hægt er að leigja allan búnað.

Í Hlíðarfjalli er góð aðstaða til útivistar á sumrin og boðið er uppá lyftuferðir fyrir gangandi og fjallahjólara sem geta tekið hjólin með sér í lyftuna.
Fjarkinn stólalyfta er aðal lyftan á sumrin en í ár opnar efri stólalyftan, Fjallkonan, 5 helgar til að leyfa gestum að komast með lyftum uppfyrir 1000m.

Í Hlíðarfjalli er eini hjólagarður Íslands með frábærum hjólaleiðum víðsvegar um fjallið sem tengjast svo áfram niður í Glerárdal og alla leið út í Kjarnaskóg ef útí það er farið.

Svæðið er ekki síður skemmtilegt fyrir gangandi sem geta notið útsýnisins yfir Eyjafjörðinn og gengið um í fallegu landslagi ofan við Akureyri. Hægt er að ganga ýmsar leiðir um hlíðar fjallsins eða halda uppá fjallið sjálft að t.d Harðarvörðu. Gangandi gestir geta bæði gengið niður eða nýtt sér lyfturnar svo það getur nánast hver sem er komið með í Hlíðarfjall að sumri til, ungir sem aldnir.

Opnunartímabil Hlíðarfjalls sumarið 2024:

Fjarki stólalyfta – 11. Júlí til 8. September - Fimmtudag til Sunnudags

Fjallkona stólalyfta – 27. Júlí til 25. Ágúst – Laugardaga og Sunnudaga


Vakinn

Tjaldsvæðið Reykjavík

Sundlaugarvegur 32, 105 Reykjavík

Tjaldsvæðið er frábærlega staðsett, við hliðina á sundlauginni og Farfuglaheimilinu í Laugardal. Auk þess er stutt í aðra þjónustu og afþreyingu í borginni.

Húsbílasvæðið bíður góða aðstöðu fyrir campera, húsbíla og tjaldvagna inn á vöktuðu svæði sem læst er með hliði. Um 40 bílar geta tengt samtímis í rafmagn en samtals er pláss fyrir 60 bíla. Þráðlaust WIFI. Skammt frá er aðstaða til að losa ferðasalerni. Tjaldgestum og gestum á bílum með fortjöldum er vísað á efra svæðið þar sem er ekki rafmagn.

Svæðið er opið allt árið en yfir vetrarmánuðina takmarkast aðstaðan við bað- og eldurnaraðstöðu. Aðra þjónustu finna gestir á Farfuglaheimilinu Dal við hliðina þar sem er móttakan.   

Það er nauðsynlegt að bóka pláss fyrirfram á vefsíðu okkar. Þannig býðst besta verðið og þið fáið aðgang að hliðinu á húsbílasvæðinu frá kl 13:00 til kl 11:00 á brottfarardegi. Hámarksdvöl á svæðinu er 14 dagar yfir vetrarmánuðina annars 7 dagar.

Reykjavík Escape

Borgartún 6, 105 Reykjavík

Reykjavik Escape býður upp á fjölbreytt og spennandi flóttaherbergi (escape rooms). Þið eruð læst inni í herbergi og hafið aðeins 60 mínútur til þess að komast út!

Reykjavik Escape er staðsett miðsvæðið í Reykjavík eða í Borgartúni 6.

Flóttaherbergi er ótrúlega spennandi afþreying sem hentar öllum sama hvort um er að ræða vinahópa, fjölskyldur, vinnufélaga eða skólafélaga.

Það þarf aldrei að klifra eða nota krafta. Bara leysa skemmtilegar og spenanndi þrautir í kappi við klukkuna.

Tökum á móti öllum stærðum af hópum. Alveg frá 2 til 50 í einu.

Tröllagarðurinn í Fossatúni

Fossatún , 311 Borgarnes

Fossatún er staðsett um 90 km frá Reykjavík við veg nr. 50 mitt á milli Borgarness og Reykholts. Öll aðstaða er góð og nútímaleg hvort heldur gestir hafa styttri eða lengri viðkomu. Staðsetningin er miðlæg og stutt í allar áttir til að skoða fallega náttúru og þá möguleika sem aðrir bjóða upp á í ferðaþjónustu á Vesturlandi.

Tónlist - Plötusafnið Í veitingahúsinu er að finna vinylplötu- (3000 plötur) og CD safn (5000 diskar) staðarhaldara, sem einnig flytur ásamt öðrum dagskrá tengda tröllasögum og tónlist, slíkt er auglýst fyrirfram.

Tröllasögur, Tröllaganga, Tröllaleikir Skemmtilegar og fræðandi gönguleiðir í fallegri náttúru ásamt leiksvæði með tröllaleikjum svo og myndu og styttum af tröllum. Gönguleiðirnar tengjast þjóðsöguarfi og tröllabókum sem staðarhaldari hefur skrifað og sögusviðið er Vesturland.

Náttúra Fossatún er staðsett á bökkum Grímsár og útsýni yfir Tröllafossa og hægt að sjá laxa stökkva og ganga meðfram fallegu árbakkasvæðinu. Einnig er gönguleið að Blundsvatni þar sem er fjölbreytt, iðandi fuglalíf. Borgfirski fjallahringurinn blasir við og umlykur.

Hreystivöllur

Höfðastíg 3-5, 415 Bolungarvík

Aldurstakmark á hreystivöllinn er 8 ára og þurfa yngri börn að vera í fylgd með fullorðnum, ókeypis aðgangur. Þrautirnar reyna á allan líkamann og er völlurinn uppbyggður á þann hátt að tveir notendur geta farið í gegnum þrautirnar í einu. Röð þrauta og reglur eru sýnd á skiltum á myndrænan hátt.

Zipline Iceland

Ránarbraut 1, bakhús., 870 Vík

Zipline ævintýri í Vík í Mýrdal

Zipline ævintýri í Vík er frábær skemmtun fyrir ævintýraþyrsta fjörkálfa. Upplifunin samanstendur af gönguferð um Grafargil með nokkrum skemmtilegum áningarstöðum og fjórum zipplínum, 30-240 metra löngum. Á þeim er sannkölluð salíbunuferð yfir stórbrotið landslag gilsins fyrir neðan. Ferðin er leiðsögð allan tímann með stórskemmtilegum leiðsögumönnum úr þorpinu sem eru mjög vel að sér í sögu staðarins og svæðinu allt um kring. 

Zipline öryggi

Zipline ferðin okkar er nokkuð auðveld fyrir flesta, það er gengið um kindastíga á ójöfnu landslagi á milli zipplínanna sem við rennum okkur á yfir fossa og Víuránna í gilbotninum til að fá hjartað á smá hreyfingu undir öruggri handleiðslu leiðsögumannanna okkar. Línurnar okkar og allur búnaður er vottaður af óháðum evrópskum aðila og skartar CE vottun. 

Zipline gædar

Stofnendur Zipline, stundum leiðsögumenn, hafa öll það sameiginlegt að vera miklir heimshornaflakkarar og hafa áratugi af ævintýrum undir beltinu. Samanlagt hafa þau ferðast til flestra heimshorna og stundað ævintýri eins og svifvængjaflug, köfun, ísklifur, brimbretti og kajak ásamt fleiru.  

Zipline Reglurnar

Ferðin er um 1,5 - 2 klst. Gestirnir okkar þurfa að vera orðin 8 ára eða 30 kg. Markmið okkar er að eiga saman skemmtilega stund hvort sem það er fjölskylda, vinir eða stakir ferðalangar sem heimsækja okkur.  

Lengd ferðar: Ca.1,5 - 2 klst.

Fatnaður: Klæðist eftir veðri, í gönguskóm og fléttið sítt hár.

Lágmarks aldur: 8 ára

Þyngd: 30 - 120 kg.

Mæting: 10-15 mín fyrir ferð að Ránarbraut 1, bakhús.

Brottfarartímar: Sjá tímasetningar og hvenær er laust á www.zipline.is

Verð: 11.900 kr. á mann, börn, 8 - 12 ára greiða 7.900 kr. í fylgd fullorðinna. Tilboð eru auglýst á vefsíðunni.

Hópar: Hægt er að aðlaga tímasetningar að hópum, vinsamlegast sendi okkur tölvupóst fyrir kjör og hópabókanir: zipline@zipline.is

Skautahöllin

Naustavegur 1, 600 Akureyri

Skautahöllin Akureyri býður uppá frábæra hreyfingu fyrir alla fjölskylduna. Skautahöllin er opin almenningi um helgar
frá byrjun september til lok apríl en einnig eru aukaopnanir eru í kringum stórhátíðir (jól og páska). Í Skautahöllinni er hægt að fá leigða skauta á sanngjörnu verði og fá lánaða hjálma án endurgjalds auk skerpingarþjónustu. Í skautahöllinni er veitingarsala, veitingarsvæði ásamt fullkomnu hljóðkefi og hreyfiljósum.

Skemmtigarðurinn Grafarvogi

Grafarvogur, Gufunesvegur, 112 Reykjavík

Skemmtigarðurinn í Grafarvogi býður upp á fjölbreytt hópefli. Garðurinn er opinn eftir pöntunum allan ársins hring, en mini-golfið og fótboltagolfið er opið alla daga á sumrin. Skemmtigarðurinn í Grafarvogi leggur aðaláhersluna á litbolta, lasertag, minigolf, hópefli, ratleiki, fótboltagolf ásamt ýmsum skemmtilegum dagsferðum. Í garðinum er skáli sem rúmar 200 manns i sæti og eru grillveislurnar okkar rómaðar. Helstu viðskiptavinir okkar eru: ferðaskipuleggjendur, fyrirtæki, steggjahópar, ýmsir skólahópar og einstaklingar. Láttu okkur sjá um viðburðinn – viðburðir eru okkar fag. Við komum líka með fjörið til þín. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu okkar www.skemmtigardur.is , með því að senda póst á info@skemmtigardur.is eða bara með því að slá á þráðinn til okkar í síma 587-4000

Keiluhöllin Egilshöll

Fossaleyni 1, 112 Reykjavík

Keiluhöllin í Egilshöll er einn glæsilegasti keilusalur í Evrópu, og þó víðar væri leitað. Boðið er upp á 22 keilubrautir af fullkomnustu gerð.  

Hjá okkur er gaman að eiga afmæli. Afmælisbörn á öllum aldri njóta dagsins umvafin vinum og fjölskyldu.

Sportbar á að hafa sál og hjarta. Þangað kemur venjulegt fólk og deilir ástríðu og tilfinningum. Við erum með þrjú risatjöld og tugi sjónvarpsskjáa – Boltatilboð af mat og drykk yfir öllum leikjum.  

Keiluhöllin í Egilshöll er fullkominn staður fyrir hópinn þinn. Vinahópar, vinnuhópar, afmælishópar, steggjanir, gæsanir og hópefli.  

Efsti-Dalur II

Efsti-Dalur II, 806 Selfoss

Vorið 2013 opnaði ferðamannafjósið í Efstadal veitingastað og ísbúð, þar sem fyrir var gistiheimili og mjólkurbú. Þar geta gestirnir fylgst með sveitastörfum, séð kýr og kálfa í sínu daglega umhverfi og fylgst með þegar verið er að framleiða hinar ýmsu mjólkurafurðir, svo sem ís, skyr, fetaost.

Hægt er að setjast niður á kaffihúsinu Íshlöðunni og gæða sér á nýbakaðri vöfflu og heimagerðum ís, kaffi og köku, eða fengið sér máltíð á veitingastaðnum Hlöðuloftinu á annarri hæð hússins þar sem þemað er „Beint frá býli“ og notast er við afurðir frá bænum og úr nágrenninu. Verið velkomin að koma og fylgjast með fjölskyldunni að störfum!

Opnunartíma má sjá á facebook síðu Efstadals

Hestaleigan opin maí – september.  

 

 

Vogafjós

Vogum , 660 Mývatn

Velkomin í Vogafjós

Árið 2005 voru reist gistihús til viðbótar við fjósið .Gistihúsin eru bjálkahús austan við fjósið á fallegum reit umkringdu hrauni og birkiskógi. Herbergin eru rúmgóð og hægt er að velja milli 2ja, 3ja og 4ja manna, allt með sérbaðherbergjum. Morgunverður er innifalinn. Herbergin eru fallega innréttuð og höfuðmarkmiðið er að gestum líði vel og geti slappað af
eftir langan dag.  

Vinsamlegast bókið beint hér eða í síma 464-3800 eða sendið fyrirspurn á netfangið vogafjos@vogafjos.is til að fá nánari upplýsingar. 

Morgunverður

Morgunverður er framreiddur í veitingasalnum, í um þriggja
mínútna göngufjarlægð frá gistihúsunum. Hægt er að fylgjast með morgunmjöltum
sem byrja klukkan 7.30 og jafnvel fá að smakka ylvolga og ferska mjólkina,
beint úr spenanum.  

Morgunverðartími er breytilegur milli árstíma.  

Veitingastaður

Inni í Vogafjósi rekum við glæsilegan veitingastað þar sem við leggjum áherslu á að bjóða veitingar beint frá býli.  

Einkunnarorð Vogafjóss eru: ,,Þú ert það sem þú borðar". Með það að leiðarljósi leggjum við metnað okkar í að hafa
einungis á boðstólum úrvals hráefni. Við notum mikið af okkar eigin afurðum svo sem hangikjöt, reyktan silung, heimagerða osta, heimabakað bakkelsi, hverabrauð og að sjálfsögðu kjöt frá okkar eigin búi.  

Þá er vert að geta þess að Vogafjós er aðili að Beint frá býli og matarklasanum Þingeyska matarbúrið. 

Opnunartími er breytilegur yfir árið, best er að hafa samband í síma 464-3800 eða á vogafjos@vogafjos.is fyrir upplýsingar varðandi það.  

Aurora Basecamp

Bláfjallavegur (Road 417), 221 Hafnarfjörður

Upplifunin í Aurora Basecamp er einstök á heimsvísu. Hún kennir þér allt um norðurljósin og hvernig á að finna þau. Að auki getur þú hitt norðurljósin þar sem við framköllum þau í Norðurljósasúlum þannig að þú getur séð raunvirkni þeirra á hverjum tíma fyrir sig. 

Umhverfið innan í Kúlunum og víðernin fyrir utan er afslappað og hannað til að þú getir slakað á og beðið eftir ljósasýningunni.

Aurora Basecamp Kúlurnar eru staðsettar á Reykjanesinu, rétt utan við Vellina í Hafnarfirði, í um 20 mín akstursfjarlægð frá Reykjavík.