Fara í efni

Hestaafþreying

126 niðurstöður

Sólhestar Reykjavík

Surtlugata 19, 110 Reykjavík

Sólhestar er fjölskildurekið fyrirtæki. Sólhestar opnaði árið 2010 fyrst í Ölfusi og hefur vaxið upp með mikilli fagmennsku og býður upp á frábærar ferðir allt árið um kring. 

Sólhestar bjóða uppá ferðir fyrir bæði byrjendur og vana reiðmenn. 

Opið er hjá Sólhestum allt árið um kring.

Alhestar

Faxabraut, 815 Þorlákshöfn

Alhestar er skemmtileg hestaleiga með starfsstöð í Fjárborg, Reykjavík. Þjónustumiðstöðin er í Þorlákshöfn. Þjónustan er persónuleg og upplifun ykkar með hestinum verður án efa ógleymanleg!

Okkar megin markmið er að allir okkar gestir fái að njóta íslenska hestsins og náttúrunnar á öruggan og skemmtilegan hátt. Hafðu samband!

Vakinn

Adventure Vikings

Gylfaflöt 17, 112 Reykjavík

Adventure Vikings býður uppá stórskemmtilegt úrval af ævintýraferðum bæði fyrir einstaklinga og hópa.

Snorkeling: Dagsferðir í Silfru bæði í þurrgöllum sem fólk flýtur á yfirborðinu og í blautgöllum sem fólk getur fríkafað til að upplifa Silfru enn nánar.

Surfing: Námskeið og dagsferðir bæði fyrir byrjendur og lengra komna. 

Standbretti / SUP: Námskeið fyrir alla fjölskylduna á sumrin auk ævintýra ferða í boði.

Hellaskoðun: Hellaferðir í Leiðarenda og fleiri hella í nágrenni Reykjavíkur.

Fjallgöngur: Reykjadalur við Hveragerði með slökun í heita hveralæknum.

Gullhringur: Þar sem hægt er að sameina ferðina með yfirborðsköfun eða hellaskoðun. 

Björn Jónsson / Ferðaþjónustan Vorsabæ

Vorsabær 2, Skeiða- og Gnúpverjahreppi, 804 Selfoss

Hestaferðir
Í Vorsabæ 2 er boðið er upp á hestaferðir þar sem lögð er áhersla á persónulega þjónustu og leiðsögn. Eingöngu er tekið á móti litlum hópum og það er tilvalið fyrir fjölskyldur eða litla vinahópa þar sem allir geta tekið þátt. Við tökum að okkur að teyma hesta undir minna vönum börnum í ferðum.

Allar ferðir hefjast inni í reiðhöll þar sem hver og einn getur kynnst hestinum sínum. Svo er farið og riðið út um næsta nágrenni á þeim hraða sem hentar hverju sinni.

Við erum með trausta og skemmtilega hesta við allra hæfi, bæði fyrir alveg óvana og vana knapa. Í boði eru 1, 2 og 3 tíma hestaferðir, en einnig eru í boði dagsferðir fyrir vana knapa sem taka 5 tíma.

Einnig bjóðum við upp á það að teyma hesta undir börnum inni í reiðhöll í um 10 mínútur fyrir hvert barn. 

Sveitalíf / Heimsókn á bæinn
Hægt er að koma í heimsókn til að skoða dýrin og búskapinn á bænum. Tekið er á móti litlum og stórum hópum og gefst gestum kostur á að fræðast um dýrin og klappa þeim. Starfsemin getur verið nokkuð mismunandi eftir árstíma og t.d. á vorin geta allir séð nýfædda kiðlinga, lömb og folöld.

Orlofshús til útleigu á bænum
Húsið rúmar allt að 7 manns í gistingu. Þar eru 2 svefnherbergi, í öðru er tvíbreitt rúm en í hinu eru kojur. Auk þess er rúmgott 18 fermetra svefnloft og þar eru 3 rúm. Auk þess er hægt að fá lánað barnarúm án gjalds fyrir 2 ára og yngri. Eldhúsið er búið öllum nútíma tækjum og áhöldum og í setustofu er sjónvarp. Við húsið er skjólgóð verönd með garðhúsgögnum og gasgrilli. Ekki er aðgangur að heitum potti en hægt er að komast í sundlaug sem staðsett er í 2 km. fjarlægð. Upplögð staðsetning fyrir þá sem ferðast um Suðurland, þar sem stutt er til margra vinsælla ferðamannastaða og stutt í margskonar þjónustu.

Cora´s House and Horses / Reiðskólinn á Bjarnastöðum í Ölfusi

Bjarnastaðir, 816 Ölfus

Langar þig að komast í sveitina? Þá er upplagt að heimsækja fjölskylduna á Bjarnastöðum í Ölfusi sem rekur lítið gistiheimili og hestaleigu.

Lögð er rík áhersla á persónulega þjónustu og litla hópa (allt að 6 manns). Við eigum hesta fyrir óvana og vana, bjóðum upp á reiðtúra frá 1-1,5 klst upp í dagsferðir (3,5-4 tíma), teymum undir börnum (20 mín) og einnig bjóðum við upp reiðkennslu og gistingu. Á bænum eru, auk hesta, lausar hænur og einnig hundar sem eru alltaf til í klapp og knús.

Gistiheimilið okkar er á einni hæð í íbúðarhúsinu. Á hæðinni eru 4 herbergi, 1 bað með sturtu og fullinnréttað eldhús. Hæðin er tilvalin fyrir litla hópa eða fjölskyldur allt að 6-8 manns.

Endilega hafið samband til að athuga hvort það sé laust hjá okkur og til að fá tilboð sniðin að ykkar óskum.

Finnið okkur á Facebook hér
Finnið okkur á Instagram hér
Finnið reiðskólann okkar á Facebook hér

Topphestar

Flæðigerði 2, 550 Sauðárkrókur

Skorrahestar ehf

Skorrastaður, 740 Neskaupstaður

Skorrahestar bjóða upp á lengri hestaferðir, styttri reiðtúra og gönguferðir- „við ysta haf“. Við erum staðsett austast á Austfjörðum; bændur til margra ára á bænum Skorrastað í Norðfirði.

Hér komast gestir í tengsl við náttúruna, mannlífið, þjóðsögurnar og íslenska hestinn. Gönguleiðir og reiðgötur eru valdar af kostgæfni til að ná fram sem mestum hughrifum gesta. Lengd túranna er ekki mæld í kílómetrum heldur upplifunum. Heimaaldir leiðsögumenn, traustir hestar og rjómapönnukökur leggja grunninn að góðum umsögnum gesta sem má finna á www.tripadvisor.com og www.booking.com .  Við bendum einnig á www.skorrahestar.is og www.facebook.com (Skorrahestar) þar sem finna má myndir og nánari lýsingu á framboði Skorrahesta. Gisting er einnig í boði.

Vinsamlegast hafið samband á netinu: info@skorrahestar.is

Hestaleigan Ytri-Skógum

Ytri-Skógar 3, 861 Hvolsvöllur

Vinsamlegast hafið samband vegna bókana og upplýsinga.

Iceland Beyond

Hlíðasmári 19, 201 Kópavogur

Mountaineers of Iceland

Skálpanes, 806 Selfoss

Mountaineers of Iceland er ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í vélsleða, íshella ferðum á Langjökli auk Jeppaferða á breyttum jeppum. 

Fyrirtækið hefur verið starfandi síðan 1996, starfsaðstaða okkar er upp frá Gullfoss.

Ferðagjöfin er hægt að nýta upp í ferð hjá okkur, einnig er hægt að kaupa gjafabréf sem er þá hægt að nýta síðar. Gjafabréfi eru frá ISK 5.000 smella hér Gjafabréf .

Við skipuleggjum einnig frábærar starfsmannaferðir, hópaferðir og hvataferðir. Til að fá nánari upplýsingar má senda tölvupóst á ice@mountaineers.is eða síma 580 9900

Fjallabak

Skólavörðustígur 12, 121 Reykjavík

Ferðaskrifstofan Fjallabak er lítið fjölskyldufyrirtæki sem hefur verið starfrækt í mörg ár.

Við bjóðum upp á allskonar ferðir, fuglaskoðunarferðir, skíðaferðir, jarðfræðiferðir en sérhæfum okkur þó aðallega í önguferðum.

Við skipuleggjum einnig "A la carte" ferðir fyrir einstaka hópa og einstaklinga. Við tökum einnig að okkur hvataferðir.

Trans - Atlantic

Síðumúli 29, (2 hæð til hægri), 108 Reykjavík

Ferðaskrifstofan Trans-Atlantic veitir alla almenna þjónustu vegna sölu og bókanna á ferðum erlendis, bæði fyrir einstaklinga, hópa og fyrirtæki / stofnanir.

Þá sérhæfum við okkur í skipulagningu hvataferða, árshátíðaferða erlendis og útskriftarferða bæði fyrir menntaskóla og háskóla.

Vinsamlegast hafið samband til að fá tillögur að ferðum og tilboð frá okkur.

Ferðaskrifstofan er sú eina sem hefur í meira en áratug skipulagt og haldið uppi flugi frá öllum þremur völlum landsins, Keflavík, Akureyri og Egilsstöðum og hefur í gegnum árin flutt tugi þúsunda farþega erlendis.

Opnunartími er 10 - 17 alla virka daga, allt árið

Absorb Iceland

Rósarimi 1, 112 Reykjavík

Absorb Iceland er íslensk ferðaskrifstofa staðsett í Reykjavík sem vottuð er af Ferðamálastofu Íslands og fer eftir öllum lögum og reglum í ferðaþjónustu á Íslandi.

Við sérhæfum okkur í einkaferðum innanlands þar sem ferðast er á afslappandi og ánægjulega vegu. Með okkar reynda leiðsögufólki færðu að upplifa allt sem Ísland og hrífandi náttúru þess hafa að bjóða, hvort sem er með stútfullri ferðaáætlun af fjöri eða rólegum og þægilegum degi.

Við elskum að sníða ferðir að þörfum gesta okkar til að gera upplifun þeirra af Íslandi einstaka og ógleymanlega um alla ævi. Við leggjum ávallt áherslu á að veita gestum okkar persónulega og vinalega þjónustu, svo þeim líði eins og þeir séu að skoða landið með vini. Þú getur alltaf haft samband við okkur til að byrja að skipuleggja dvöl þína á Íslandi með bestu mögulegu ferðaáætlun sem er útbúin sérstaklega fyrir þig.

Við búum í Reykjavík og höfum brennandi áhuga á Íslandi. Okkur finnst við svo lánsöm að hafa alist upp og búið í okkar frábæra landi og viljum deila þekkingu okkar og kunnáttu á landinu og öllum þeim undrum sem Ísland hefur upp á að bjóða með nýjum vinum okkar.

Þú ferðast í einkaferð með persónulegum leiðsögumanni og færð nákvæmari upplifun af Íslandi og náttúru þess, menningu og sögu. Þess vegna eru ferðirnar okkar einkaferðir svo gestir okkar fái persónulegri nálgun.

Tvistur Hestaþjónusta

Ytra Holt, 620 Dalvík

Bjóðum upp á styttri og lengri hestaferðir í náttúru hins fagra Svarfaðardals. Hægt er að panta ferðir í síma 861-9631 og á netfanginu tvisturhorserental@gmail.com

Icelandic Riding

Akrar 2, 271 Mosfellsbær

Reiðtúr.is/Icelandic Riding er lítið fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í hestaferðum fyrir einstaklinga og litla hópa.

Reiðtúr.is er staðsett að Ökrum í Mosfellsbæ en þar hefur fjölskyldan búið í yfir 100 ár. Á jörðinni var áður stundaður hefðbundinn búskapur auk ylræktunar, en í dag eru þar einungis nokkrir hestar. 

Ferðirnar okkar henta byrjendum og vönum knöpum. Við bjóðum einungis upp á prívat ferðir þar sem reiðtúrinn er sérsniðinn að reynslu hvers hóps fyrir sig. Lengd ferða getur verið frá klukkustund og upp í þrjár klukkustundir eða lengur eftir samkomulagi. Ferðin byrjar alltaf með æfingu og upprifjun inn í gerði þar sem hestar og menn fá tækifæri til að kynnast og stilla saman strengi áður en lagt er af stað. 

Litla hestaleigan okkar er á mörkum byggðar og fjalla. Hægt og rólega er hefur byggðin færst nær okkur og það er gaman sjá hvernig sveit og borg mætast rétt við túnjaðarinn. Hestarnir hafa vanist því að vinna með okkur í fjölbreyttu umhverfi og ýmiskonar áreiti, en að sama skapi njóta þeir þess að fjöllin taka við af túnunum og áður en maður veit af gæti maður hafa stigið mörg hundruð ár aftur í tíman. 

Við leggjum allan okkar metnað í að gera ferðirnar skemmtilegar og fræðandi þannig að eftir sitji þekking á íslenska hestinum, sögu svæðisins og náttúru. 

Hestarnir spila stórt hlutverk í lífi okkar og eru sannarlega hluti af fjölskyldunni. Hestaleigan er okkar aðferð til að geta haldið áfram að stunda einhverskonar búskap á jörðinni og tryggja hestunum okkar besta mögulega atlætið, þar sem þeir fá mikið pláss til útiveru í fjölbreyttu landslagi, fjöll, melar, mýrar, lækir og grösug tún.

Við útvegum reiðhjálma, létta vettlinga og pollagalla. Við hvetjum gesti til að koma í þægilegum skóm og fötum sem henta til útvistar.

Aldurstakmark er 12 ára. Við biðjum ykkur að hafa í huga að þyngdartakmörk eru 110kg. 

Fyrir þá sem vilja ekki fara á hestbak er í boði að koma og láta teyma undir sér, hitta hestana, hirða um þá og/eða fá gönguleiðsögn um svæðið og fjöllin í kring. 

Sjá heimasíðu fyrir frekari upplýsingar. Hægt er að bóka ferð beint í gegnum reidtur@reidtur.is

Hestasport Activity Tours

Vegamót, 561 Varmahlíð

Hestasport býður upp á hestaferðir við Varmahlíð í Skagafirði. 

Ferðirnar eru allt frá 1/2 klst upp í 8 daga ferðir um hálendið. Einnig bjóðum við gistingu í sumarhúsum við Varmahlíð, allt frá 35 fermetra "stúdío" húsum upp í 80 fermetra hús.  

Stuttir hestaferðir eru í boði allt árið!



Wild Westfjords

Pollgata 2, 400 Ísafjörður

Við bjóðum uppá sérsniðnar pakkaferðir á Vestfjörðum.

Einnig þá bjóðum við gott úrval af dagsferðum fyrir ferðamenn á Vestfjarðaleiðinni sem og skemmtiferðaskipafarþega.

Iceland Travel / Nine Worlds

Skógarhlíð 12, 105 Reykjavík

Iceland Travel býður upp á fjölbreytt úrval ferða á Íslandi, mestmegnis fyrir erlenda ferðamenn. 

Í boði eru allt frá dagsferðum með afþreyingu upp í lengri ferðir með faglegri leiðsögn, bæði fyrir hópa og einstaklinga. Við tökum einnig að okkur að skipuleggja ráðstefnur, viðburði, fundi og hvataferðir.

Lýsuhóll

Lýsuhóll, 356 Snæfellsbær

Hestaleigan Stóra Ásgeirsá

Stóra Ásgeirsá, 531 Hvammstangi

Á Stóru-Ásgerisá í Víðidal í Húnaþingi vestra, mitt á milli Reykjavíkur og Akureyrar, hefur fjölskyldan opnað bæinn sinn fyrir fólki á ferðinni.
Á Stóru-Ásgerisá er hægt að að heimsækja öll helstu íslensku húsdýrin í sínu rétta og fallega umhverfi sem bæjarstæðið hefur uppá að bjóða. Hægt er að komast í snertingu við dýrin, klappa þeim, skoða og fræðast um þau.
Á Stóru-Ásgerisá er einnig hestaleiga og er boðið uppá lengri og styttri ferðir um fallegt nágrenni staðarins. Riðið er niður engjarnar og með Víðidalsánni. Útsýnið frá bæjarstæðinu og reiðleiðunum er mjög fallegt og sést vel yfir dalinn og ánna, yfir að Borgarvirki og Kerunum sem vönum reiðmönnum í lengri ferð gefst færi á að ríða að og skoða.
Gisting er fyrir allt að 11 manns í 4 herbergjum.
Lítil sjoppa er á staðnum.
Við hlið bæjarins rennur Ásgeirsáin sem skartar tveimur fallegum fossum sem ferðamönnum gefst færi á að ganga að um og skoða.
Í nágrenni við Stóru-Ásgeirsá (5-20 mín akstur) eru áhugaverðir staðir sem hægt er að skoða og má þar helst nefna Kolugljúfur, Hvítserk, Borgarvirki og Selasetrið á Hvammstanga en þar er einnig sundlaug með rennibraut.

Hestaleigan Laxnesi

Laxnes, 271 Mosfellsbær

Reiðtúrar daglega síðan 1968. Nánari upplýsingar á heimasíðu.

Íshestar ehf.

Sörlskeið 26, 221 Hafnarfjörður

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Vakinn

Eldhestar

Vellir, 816 Ölfus

Hestaleigan Eldhestar var stofnuð árið 1986. Markmiðið með stofnun þess var að bjóða bæði innlendum og erlendum ferðamönnum upp á hestaferðir um svæði sem ekki voru aðgengileg á annan hátt. Í upphafi var áhersla lögð á að gefa fólki kost á að upplifa Hengilssvæði og þær mörgu náttúruperlur sem þar er að finna, eins og Reykjadal, Marardal, Kattartjarnir svo fátt eitt sé nefnt.

Í dag bjóða Eldhestar upp á fjölmargar hálfdags- og dagsferðir í næsta nágrenni við jörðina Velli í Ölfusi. Ferðirnar eru mjög fjölbreyttar  og má t.d. nefna ferð 3C- Horses and Hot Springs, sem býður upp á fallegt útsýni yfir Ölfusið og fjölbreytta reiðleið meðfram Reykjafjalli. Einnig ferð 3B- Soft River Banks. Þessi ferð er eingöngu ætluð vönum reiðmönnum og liggur að Ölfusárbökkum.  Ferð 5A – The Hot Springs Tour er ein af dagsferðum Eldhesta í Reykjadal, ein af vinsælustu hestaferðum landsins.  Annars bjóða Eldhestar bjóða upp á hestaferðir frá 1 klst og upp í 7 daga ferðir. Allar styttri ferðirnar eru ætlaðar jafnt vönum sem óvönum. Allar hestaferðir fyrirtækisins hefjast á Völlum, hins vegar teygja lengri ferðirnar anga sína nánast um land allt. Sumarið 2019 voru Eldhestar með 380 hross á Völlum, þannig að alltaf eru til hestar við allra hæfi. Athugið að Eldhestar eru staðsettir á Völlum í Ölfusi, einungis í um 30 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík.

Eldhestar bjóða einnig upp á samsettar ferðir, þar sem hægt er að fara á hestbak að morgni og síðan í einn af eftirfarandi möguleikum;  flúðasiglingar, hvalaskoðun, gönguferð í Reykjadal,  sem og hjólreiðaferð um Reykjavík  svo fátt eitt sé nefnt. Veitingar eru innifaldar í hluta af hestaferðum fyrirtæksins. Léttur hádegisverður er innifalinn í öllum samsettum ferðum fyrirtæksins, auk þess sem boðið er upp á fiskisúpu í vissum ferðum sem og kaffi og heimabakað í ferð 2A – The Heritage Tour.

Í júní árið 2002 tóku Eldhestar í notkun lítið sveitahótel. Hótel Eldhestar er í dag búið 36 tveggja manna herbergjum og einu fjölskylduherbergi, ásamt matsal sem tekur um 120 manns. Heitir pottar eru við hótelið.  Hótel Eldhestar var fyrsta hótelið á Íslandi til að fá norræna umhverfismerkið, Svaninn. Hótel Eldhestar býður upp á þægilegt andrúmsloft, kyrrð og ró sveitasælunnar, en samt aðeins í seilingarfjarlægð frá Reykjavík.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana í síma 480 4800 eða info@eldhestar.is

Eldhestar eru 2021 Travellers’ Choice – Tripadvisor.

Kimpfler ehf.

Hrafnkelsstaðir, 311 Borgarnes

Við bjóðum uppá  1-2 klst reiðtúra fyrir alla aldurshópa. Einnig gistingu i svefnpokaplássi eða heilsárs-sumarhúsi fyrir 4.  Höfum opið allt árið. 

Hraðastaðir

Hraðastaðir, 271 Mosfellsbær

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Saltvík ehf.

Saltvík, 641 Húsavík

Í Saltvík er boðið uppá gistingu í gamla sveitabænum og er sú gisting helst notuð fyrir þá gesti sem taka þátt í fjöldaga reiðtúrum. Í gamla húsinu eru 6 herbergi, fyrir 2-4 einstaklinga hvert og sameiginlegu baðherbergi. 

EInnig er í boði gisting í nýja gistiheimilinu, þar eru 7 tveggja manna herbergi með sér baðherbergi og jafnframt íbúð sem hentar vel fyrir 4-5 manns. Gistiheimilið er staðsett 5km frá miðbæ Húsavíkur og býður uppá gistingu með útsýni yfir nærlyggjandi fjöll og Skjálfandaflóa. 

Undanfarin 20 ár höfum við skipulagt 5-10 daga hestaferðir uppá hálendi Íslands. Þessar ferðir eru í boði undir nafninu Riding Iceland og er hægt að fá frekari upplýsingar á síðunni www.riding-iceland.com. Í Saltvík er einnig boðið uppá fjölbreyttar hestaferðir sem henta öllum, reyndum knöpum og byrjendum. 

Vinsamlegast hafið samband vegna bókana og ferða.

Eyjardalsá Horse Riding

Eyjardalsá, 641 Húsavík

Njótið þess besta sem íslensk náttúra hefur uppá að bjóða af hestbaki. Hlustið á fuglasöng, niðinn í fljótinu og hófatakið.

Ferðirnar okkar henta bæði byrjendum og reyndari knöpum og ef þú sérð ekkert sem hentar þér af því sem við bjóðum uppá getum við sérsniðið ferð að þínum þörfum. Leiðin liggur að mestu leyti meðfram Skjálfandafljóti, einni af stærstu ám landsins, þar sem fylgt er fornum kindaslóðum, mótaðir af kindum sem hafa gengið sömu leiðirnar öldum saman. Leiðsögumaður ferðarinnar hefur mikla reynslu og þekkir hestana vel, en líka svæðið og sögurnar sem hafa lifað kynslóð fram af kynslóð.

Skoðið vefsíðuna eyjardalsa.is fyrir frekari upplýsingar og bókanir.

Mr.Iceland

Efri-Úlfsstaðir, 861 Hvolsvöllur

Hestaævintýri og matur með Víkingi

Efri-Úlfsstaðir er staðsettur í miðri sviðsmynd Njáls Sögu og við komuna þangað ert þú þegar orðin hluti af sögunni okkar. Við ríðum á slóðum Gunnars og Njáls, drekkum sama vatnið og horfum á sömu fjöllin. Íslenski hesturinn, þessi mikili kennari er miðjan í öllum okkar ferðum en sagan okkar, maturinn og innsæi er það sem gerir okkar ferðir einstakar.

Hlökkum til að sjá þig!

Active North

Birkifell, 671 Kópasker

Safarihestar

Álftagerði 3, 660 Mývatn

Boðið er uppá eins eða tveggja tíma hestaferðir með leiðsögn vanra og staðkunnugra í fögru umhverfi við Mývatn og nærliggjandi gervigíga þar sem sést yfir allt vatnið. Flestir hestanna eru í eigu fjölskyldunnar og tamdir á bænum, bæði þægir barnahestar og góðhestar fyrir lengra komna. Hægt er að panta á www.safarihestar.is, í síma 864-1121 en einnig er hægt að koma fyrirvaralaust

Vesturferðir

Aðalstræti 7, 400 Ísafjörður

Ef Vestfirðir eru áfangastaðurinn þá erum við þjónustuaðilinn sem þig vantar. Við erum staðsett á Ísafirði og sjáum um sölu og bókanir í alla afþreyingu, dagsferðir, bátaáætlun til Hornstranda og lengri ferðir sem í boði eru á svæðinu.

Vinsælustu dagsferðirnar okkar eru Vigurheimsókn og heimsókn til yfirgefna þorpsins Hesteyrar. Einnig kjósa margir að fara í hestaferðir, hvalaskoðun, leigja kayak eða hjól eða fara í jeppaferð. Hér er margt í boði og hægt að kynna sér ferðirnar á heimasíðu okkar www.vesturferdir.is

Sala farmiða í Hornstrandabáta
Hornstrandir eru ekki í alfaraleið og til að komast þanngað þarf að ferðast með bát.Vesturferðir selja miða í áætlunarferðir til friðlandsins frá Ísafirði með Sjóferðum og Borea Adventure. Við leggjum mikla áherslu á að bátarnir og fyrirtækin sem við vinnum með séu með öll tilskilin leyfi. 

Við bjóðum hópum margskonar þjónustu, allt frá stuttum bæjarferðum með leiðsögn heimamanna til margra daga gönguferða með leiðsögn um Hornstrandir. Við hvetjum þig til að hafa samband við okkur og við setjum saman sérsniðið ferðatillögu og verðtilboð.

Hraun Hestar Landmannalaugum

Lýtingsstaðir, 851 Hella

Vinsamlegast hafið samand vegna ferða og bókana.

EagleRock tours

Arnardrangur, 881 Kirkjubæjarklaustur

Við hjá Eagle Rock erum lítið fjöldskyldufyrirtæki sem er að taka sín fyrstu skref og bjóðum uppá fjörhjólaferðar fyrir smærri hópa ( max 12 manns, 6 hjól). Förum í gegnum margbreytilegt landslag Íslands og endum á svörtum fjörum hjá elsta stálvita landsins.

Einnig bjóðum við upp á fjölbreyttnar jeppaferðar um hálendið. Ef áhugi er til staðar sendið okkur línu og við skipuleggjum ferð fyrir þig

Bjóðum við einnig upp á stutta göngutúra fyrir börn á hestbaki og fyrir fólk að koma niður í hesthús að spjalla við hrossin. Ef um reyndan knapa er að ræða er möguleiki á að fara í skemmtilegan reiðtúr 

Akureyri Riding Tours

Gásir, 604 Akureyri

AK Hestaferðir ehf. er í eigu fjölskyldunnar á Gásum og vinnum við og rekum hestaleiguna ( 1. klst. reiðtúr ) en einnig hægt að óska eftir lengri ferðum.

Fölskyldan er Auðbjörn Kristinsson, Ester Anna Eiríksdóttir, Anna Kristín Auðbjörnsdóttir og Auður Karen Auðbjörnsdóttir. Gàsir eru staðsett við Gásafjöruna. 

Umhverfið hjá okkur er stórglæsilegt umkringt sjó, fjöllum og í næsta nágrenni Hálsaskógur.

Saurbær

Saurbær v / Vindheimamela, 560 Varmahlíð

Hótel Eldhestar

Vellir, 816 Ölfus

Hótel Eldhestar

Hótel Eldhestar er hlýlegt sveitahótel, staðsett í fallegu umhverfi á suðurlandi, aðeins 45 km frá Reykjavík. Hótelið sameinar þægindi og sjálfbærni með 53 þægilegum herbergjum; 47 þeirra eru venjuleg herbergi og 6 eru superior-herbergi með einkaaðstöðu. Herbergin eru hönnuð með það að markmiði að skapa afslappað umhverfi og tengsl við íslenska náttúru.

Herbergin okkar bjóða upp á: • Vel útbúin tvíbýli eða hjónaherbergi með sér baðherbergi og aðgengi að garði, þar af eru sum með svefnsófa og rúma allt að þrjá gesti. • Rúmgott fjölskylduherbergi með fimm rúmum og einkaaðstöðu. • 2 herbergi sérstaklega hönnuð fyrir hjólastólaaðgengi. • Lúxusrúm frá Hästens, sem eru þekkt fyrir sjálfbær og ofnæmisprófuð efni úr náttúrulegum hrosshári, bómull, ull, hör og sænsku furuviði, sem tryggja einstakan svefngæði.

Öll herbergin opnast beint út í garðinn, sem hentar fullkomlega til að stíga út og njóta norðurljósanna þegar þau sjást.

Aðstaða og þjónusta: • Bjartur og rúmgóður veitingastaður sem rúmar allt að 120 gesti, með aðstöðu fyrir fundi og fullkominn fyrir hópa af stærðinni 40–65 manns. • Notalegar setustofur með opnum arni. • Tveir heitir pottar utandyra sem gestir hótelsins hafa frían aðgang að – fullkomið til að slaka á og njóta íslenskrar náttúru. • Ókeypis morgunverður og ókeypis nettenging um allt hótel. • Skrifborð og flatskjár í hverju herbergi til þæginda fyrir gesti.

Hótel Eldhestar var byggt með sjálfbærni að leiðarljósi og er stolt af því að vera fyrsta hótelið á Íslandi til að hljóta Svansvottunina. Hönnun hótelsins er innblásin af íslenskri náttúru og sameinar hefðbundna handverkslist og umhverfisvæn efni.

Afþreying: Eldhestar bjóða upp á fjölbreytta reiðtúra frá klukkutímaferðum upp í sjö daga ferðir! Þessar ferðir bjóða gestum að upplifa stórbrotna náttúru Íslands í návígi og kanna einstök landsvæði í kringum Hengil, með hverum, dölum og möguleikum á að baða sig í náttúrulegu heitu vatni.

Opnunartími: Opið allt árið, en lokað 24.–26. desember, 31. desember og 1. janúar. 

VíkHorseAdventure

Smiðjuvegur 6, 870 Vík

Við bjóðum upp á klukkutíma hestaferðir í fallega umhverfinu okkar í Vík í Mýrdal á Suðurlandi. Svörtu fjörurnar hafa undanfarin ár orðið að stórum aðdráttarpunkti fyrir ferðamenn víðar um heiminn, en með okkur færð þú einmitt að upplifa Víkurfjöru á hestbaki!

Ferðirnar henta sérstaklega þeim sem hafa ekki mikið farið á hestbak eða jafnvel aldrei, en við leggjum einnig áheyrslu á að gefa vanari knöpum eftirminnilega upplifun.

Finnið okkur á Facebook hér
Finnið okkur á Instagram hér

Bókaðu ferð á heimasíðunni okkar www.vikhorseadventure.is  

Giljar Horses & Handcraft

Giljar, 320 Reykholt í Borgarfirði

Giljar er bær á Vesturlandi í Borgarbyggð, 12km frá Reykholti. Við rekum hestaleigu á sumrin fyrir óvana jafnt sem vana.

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Lava Horses

Hraunkot, 641 Húsavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Hestaleigan Stóra-Sandfelli

Stóra-Sandfell 3, 701 Egilsstaðir

Hestaleigan/ Ferðaþjónustan Stóra-Sandfelli er í Skriðdal, 17 km. sunnan við Egilsstaði við þjóðveg nr.95 sem liggur á milli Egilsstaða og Hafnar í Hornafirði þegar keyrt er yfir Öxi eða Breiðdalsheiði.

Í boði eru 1-2 tíma hestaferðir um Sandfellsskóg og nágrenni og er tímasetning þeirra eftir samkomulagi hverju sinni.  Allar ferðir eru með leiðsögn. Leitast er við að velja hesta við hæfi hvers og eins og í upphafi hverrar ferðar er farið stuttlega yfir helstu atriði sem knapar þurfa að hafa í huga og teknir nokkrir æfingahringir í gerðinu. Lágmarksfjöldi þátttakanda í hverri ferð eru 2 og hámarksfjöldi 10. 

Ferðaþjónustan býður einnig upp á gistingu í smáhýsum, herbergjum eða á  tjaldsvæði.

Gistiaðstaðan er opin frá 15. maí - 15. september.
Hestaleigan er opin frá 1.júní-15.september
Tjaldsvæðið er opið frá 1. júní - 31.ágúst.

Fyrir frekari upplýsingar og bókanir, vinsamlegast farið á heimasíðu okkar eða hafið samband í gegnum síma eða tölvupóst.

Stable Stop

Ytri Bægisá, 601 Akureyri

Stable Stop er rekið af fjölskyldunni á Ytri-Bægisá í Hörgárdal, aðeins 15 mín frá Akureyri. Hér búa 3 kynslóðir og við bjóðum upp á fjölbreyttar hestaferðir við allra hæfi, allt frá 1 klukkustund upp í heilan dag.

Á Ytri-Bægisá erum við með um 120 kindur og um 80 hross. Allir í fjölskyldunni hafa mikla ástríðu fyrir hestamennsku og við eyðum mestum hluta frítíma okkar í að hjóla, þjálfa og smala hestunum okkar.

Parliament Horses

Skógarhólar, 806 Selfoss

Gray Line Iceland

Klettagarðar 4, 104 Reykjavík

Markmið okkar er að veita ógleymanlega upplifun á Íslandsferð.

Gray Line Iceland býður upp á ferðaskipulagningu fyrir hópa af öllum stærðum og rútuleigu á fyrsta flokks hópferðabílum.

Einnig bjóðum við upp á skemmtilegar dagsferðir með leiðsögn frá Reykjavík og áætlunarferðir til og frá Keflavíkurflugvelli.

Allir okkar bílar eru útbúnir öryggisbeltum, WiFi, sjónvarpi og DVD spilara og hægt er að panta bíla með salerni og extra fótaplássi. Einnig bjóðum við upp á fjórhjóladrifna hópferðabifreiðar fyrir hálendisferðir.

Við höfum skipulagt ferðir um Ísland fyrir Íslendinga og aðra ferðamenn í yfir 30 ár og erum stolt af því frábæra starfsfólki okkar sem býður upp á persónulega þjónustu og aðstoð til viðskiptavina okkar.

Kíktu við, hringdu eða skrifaðu okkur línu og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig.

Öræfahestar ehf.

Svínafell 3, Sel 2, 785 Öræfi

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Ferðaþjónustan Sandfellsskógi

Stóra-Sandfell 3, Skriðdalur, 701 Egilsstaðir

Ferðaþjónustan að Stóra-Sandfelli er í Skriðdal, 17 km. sunnan við Egilsstaði við þjóðveg nr. 95 sem liggur á milli Egilsstaða og Hafnar í Hornafirði þegar keyrt er yfir Öxi eða Breiðdalsheiði. Hér er ýmist boðið upp á gistingu í smáhýsum, herbergjum eða á tjaldsvæði.

Einnig eru í boði hestaferðir um Sandfellsskóg og nágrenni, auk þess sem auðvelt er að finna sér skemmtilegar gönguleiðir á svæðinu. Skammt er til allra helstu ferðamannastaða Austanlands frá bænum.

Sama fjölskylda hefur rekið ferðaþjónustuna um þrjátíu ára skeið og sameinar reynslu og austfirska gestrisni.Við leggjum áherslu á góð og persónuleg samskipti við gesti okkar, þar sem þeir geta notið sín í fögru umhverfi og kyrrð í íslenskri náttúru.

Smáhýsin eru 10 talsins, af ýmsum stærðum og gerðum og rúma 2-4 gesti hvert. Öll eru með eldunaraðstöðu og aðgang að gasgrilli, sex þeirra eru með sérbaðherbergi og fjögur með sameiginlegum snyrtingum. Herbergin eru 3, öll með sér inngangi, litlu baðherbergi og með aðgang að eldunaraðstöðu og gasgrilli.

Tjaldsvæðið er staðsett í víðfeðmu skóglendi sem hentar einkar vel fyrir tjöld og tjaldvagna, fjölskyldur og fjörkálfa. Á svæðinu eru borð með áföstum bekkjum, Króklækurinn rennur þar í gegn og býður upp á ævintýri fyrir yngsta fólkið. Á snyrtingunum eru salerni, sturtur, útivaskar og heitt og kalt vatn.

Allar hestaferðir eru með leiðsögn. Leitast er við að velja hesta við hæfi hvers og eins og í upphafi hverrar ferðar er farið stuttlega yfir helstu atriði sem knapar þurfa að hafa í huga og teknir nokkrir æfingahringir í gerðinu. Tímasetning ferða er eftir samkomulagi hverju sinni og lágmarksfjöldi þátttakanda í hverri ferð eru 2 og hámarksfjöldi 10.

Fyrir frekari upplýsingar og bókanir, vinsamlegast farið á heimasíðu okkar eða hafið samband í gegnum síma eða tölvupóst.

Hömluholt ehf.

Hömluholt, 311 Borgarnes

Hömluholt Hrossarækt og ferðaþjónusta.

Hömluholt er á sunnanverðu Snæfellsnesi, við Hafursfell,  54 km frá Borgarnesi, 75 km frá Reykjavík og  600 m frá Snæfellsnesvegi, nr. 54. 5 mínútna reiðleið er á Löngufjörur frá Hömluholti.

Hús 1. Húsið er með setustofu með eldunaraðstöðu, gang, klósetti, sturtu og tveggja manna  herbergi á neðri  hæðinni.  Á efir hæðinni  er svefnloft  með þremur rúnum.  Einnig herbergi með 3 rúmum.

Hús 2. Húsið er á einni hæð með setustofu, eldunaraðstöðu, sturtu og klósett. Einnig svefnsófi fyrir tvo í setustofu. Þá er tveggja manna rúm í svefnherbergi, tvö  önnur herbergi með einu rúmi og tveimur kojum fyrir tvo í hvoru herbergi. 

Úr húsunum er gott útsýni upp til fjalla og niður á Löngufjörur og einnig eru í boði stuttar hestaferðir í næsta nágrenni, þ.á.m. 1-3 klst reiðtúr meðfram ströndinni á gulum sandi með möguleika á að sjá seli og fjölskrúðugt fuglalíf.

Hömluholt frá öðru sjónarhorni 

Herríðarhóll Reittouren ehf.

Herríðarhóll, 851 Hella

Íslenski Reiðskólinn / The Icelandic Riding School

Vatnsveituvegur 3, 110 Reykjavík

Hestamiðstöðin Sólvangur

Sólvangur, 820 Eyrarbakki

Sólvangur er fjölskyldurekið hrossaræktarbú við Suðurströndina þar sem hægt er að kynnast íslenska hestinum, fara í reiðkennslu, heimsækja hesthúsið, njóta veitinga á kaffihúsinu sem staðsett er inni í hesthúsinu, kaupa gjafavöru tengda íslenska hestinum eða jafnvel gista í nokkra daga í sveitasælunni.

Fjölskyldan hefur mikla reynslu og þekkingu á sviði hestamennsku og er öll þjónusta stýrð af faglærðum reiðkennurum. Hestarnir eru vel þjálfaðir í háum gæða staðli og eru nú um 60 hestar á búinu ásamt fleiri áhugaverðum dýrum. Sólvangur hentar vel fyrir eintaklinga á öllum aldri, litla hópa og fjölskyldur sem vilja annað hvort kynnast hestinum í fyrsta skipti eða dýpka þekkingu sína og/eða reynslu. 

Reykjavík Sightseeing Invest

Skógarhlíð 10, 105 Reykjavík

Activity Iceland

Koparslétta 9, 116 Reykjavík

Activity Iceland er ferðaskrifstofa sem með sérhæfni í Jeppaferðum og skipulagningu á einkaferðum um allt land. 

Teymið eru reynsluboltar með áralanga reynslu af samsetningu á ferða pökkum sérsniðnum að hverjum hóp eða einstakling fyrir sig hvort sem það er dagsferð eða lengri ferðir.

https://activityiceland.is 

Berserkir og Valkyrjur

Birkilundur 50, 341 Stykkishólmur

Skoðaðu stórbrotið landslag með okkur á rafmagns fjallahjólum (hentar bæði byrjendum og vönum), á hestum (aðeins fyrir vana knapa) eða fótgangandi á skemmtilega valda staði í okkar nánasta umhverfi. 

Dynhestar ehf.

Bjargshóll, 531 Hvammstangi

Minniborgir Cottages

Grímsnes, 801 Selfoss

Gisting í hjarta suðurlands við Gullna Hringinn
Við höfum opnað veitingastað að Minniborgum.
Dagsferðir inná hálendið frá Minniborgum
Hestaferðir frá Minniborgum
Við á Minniborgum bjóðum fjórar mismunandi gerðir húsa til útleigu. Allt eftir þörfum hvers og eins. Í boði eru eftirfarandi stærðir:

30 m2 hús (7 stk) sem saman mynda Skógarborgir 1 (ætlað fyrir hópa, sameiginlegir heitir pottar),
40 m2 hús (7 stk) sem saman mynda Skógarborgir 2 (heitur pottur við hvert hús),
80 m2 Minniborgar lúxus hús (7 stk) öll með sér heitum potti og sér verönd-henta stórum fjölskyldum og jafnvel tveimur fjölskyldum saman,
100 m2 Minniborgar extra lúxus hús með öllu, sér heitum potti og stórri verönd, glæsilegu innbúi ( þetta er brúðkaupssvítan),

Pólar Hestar

Grýtubakki II, Grýtubakkahreppur, 610 Grenivík

Sveitabærinn Grýtubakki II er staðsettur við Eyjafjörð, lengsta fjörð Íslands.
Frá árinu 1985 hefur þar verið boðið upp á fjölbreytilegar  hestaferðir, bæði lengri og styttri ferðir um hið stórkostlega landslag á Norðurlandi.


Á bænum eru 180 hross allt árið.


Það sem bíður gestsins á Grýtubakka II, forvitnir ungir hestar,dularfullar álfaborgir, víkingafjársjóður falinn í jörðu,undurfallegir dalir, fjöll og ár.
Það er riðið um afskekkta dali Norðurlands, og með hjörð af lausum hestum að Mývatni. Á haustin, þegar fyrstu snjókornin bera vott um komu vetrarins, gætu gestir okkar upplifað nýjustu ferðina okkar, ,,Haustlitir og norðurljós".


Hestaferðir Pólarhesta eru mismunandi að lengd, og hægt er að finna ferðir sem hæfa bæði vönum og óvönum hestamönnum. Allar upplýsingar eru á heimasíðunni okkar www.polarhestar.is

Hestaleigan Fell

Fell, 760 Breiðdalsvík

Hestaleigan Fell býður upp á hestaferðir fyrir óreynda og reynda reiðmenn. Boðið er upp á 1:00 til 4:00 kl reið í fögru landslagi Breiðdals. 

Hestaleigan Fell er staðsett við þjóðveg 1 sem liggur í gegnum Breiðdal.

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Húsey HI Hostel & Hestaleiga / Farfuglaheimili

Húsey, 701 Egilsstaðir

Heimsókn í Húsey við Héraðsflóa er hrein náttúruupplifun. Víðsýni er mikið í Húsey og fagurt til allra átta. Selir liggja á eyrum fljótanna  Lagarfljóts og Jökulsár á Brú. Þarna er að sjá marga fugla t.d. kjóa, skúm og lóminn. Oft má líka sjá hreindýr. Best af öllu er að njóta náttúrunnar á hestbaki en farið er daglega í selaskoðun á hestbaki kl 10:00 og 17:00. Nauðsynlegt er að hringja á undan sér.

Húsey HI Hostel & Hestaleiga / Farfuglaheimili er til húsa í gamla íbúðarhúsinu sem var endurnýjað til þeirra nota. Þar er hægt að gista og góð eldunaraðstaða fyrir hendi. Þar er einfalt heimilislegt húsnæði með sameiginlegum baðherbergjum, eldhúsi, stofu og glerhúsi.

Hestaferðir Húsey
Heimsókn í Húsey við Héraðsflóa er hrein náttúruupplifun. Hundruð sela liggja á eyrum í Jöklu, lómurinn verpir í tugatali, þarna er eitt stærsta kjóavarp í heimi og skúmurinn gerir reglulegar loftárásir á ferðamenn.

Best af öllu er að njóta einstakrar náttúru af hestbaki, en farið er daglega í selaskoðun kl. 10 og kl. 17 og tekur um 2 klst. Nauðsynlegt er að hringja á undan sér. Einnig er boðið uppá lengri reiðtúra, 4 klst meðfram ánum.

Húsey er fornfrægt býli á undirlendinu í millum tveggja fallvatna úti við Héraðsflóa, Jökulsár á Brú og Lagarfljóts. Býlið er einkum þekkt með þjóðinni fyrir náttúrufar og dýralíf, einkum seli, fugla og hreindýr. Líkast er Húsey einn fárra staða í víðri veröld þar sem unnt er að panta selaskoðun á hestbaki! 

Óbyggðasetur Íslands

Norðurdalur, 701 Egilsstaðir

Óbyggðasetrið bíður upp á fjölbreytta afþreyingu, heimilislegan veitingastað og gistingu í einstöku umhverfi.

Lifandi sýning Óbyggðasetursins um ævintýri óbyggðanna hefur hlotið fjölda viðurkenninga og hentar gestum á öllum aldri.

Fjöldi lengri sem styttri gönguleiða er í nágrenninu og staðurinn vinsæll hjá gönguhópum.

Dæmi um styttri göngu er eyðibýlagangan sem liggur inn með ánni að endurgerðum kláf sem gestum er velkomið að prófa.

Hergill Heruson

Fákafell, 350 Grundarfjörður

Geysir Hestar

Kjóastaðir 2, 801 Selfoss

Vinsamlegast hafið samband fyrir bókanir og frekari upplýsingar.

Touris ehf.

Fiskislóð 77, 101 Reykjavík

Touris er ferðaskrifstofa með yfir 30 ára reynslu í ferðaþjónustu á Íslandi. Touris býður upp á ferðir á Íslandi fyrir einstaklinga og hópa.

Touris býður upp á margskonar ferðapakka á Íslandi fyrir einstaklinga og hópa. Hvort sem þú vilt ferðast á eigin vegum eða taka þátt í rútuferð með leiðsögn, þá gerum við allar ráðstafanir. Hvaða þjónustu sem þú velur frá okkur þá er ánægja þín tryggð.

Hestaleigan Skálakoti

Skálakot, 861 Hvolsvöllur

Dyrhólaey Riding Tours

Suður-Hvoll, 871 Vík

Til leigu eru sjö notaleg sumarhús með öllum þeim útbúnaði sem gera dvölina góða og þægilega. Húsin eru staðsett í kyrrlátu og fallegu umhverfi á Suðurlandi, nánar tiltekið í Mýrdalnum. Fjölmargar náttúruperlur er að finna í nágrenni húsanna eins og Dyrhólaey, Reynisdrangar og Eyjafjallajökull. Húsin eru staðsett í landi bæjarins Suður-Hvols sem er skammt frá Þjóðvegi 1. Stutt er í alla helstu þjónustu í Vík, eða um 15km og um 170 km eru til Reykjavíkur. Staðurinn er ekki síður fallegur að vetri til og eru þá Norðurljósin einstök upplifun þar sem þau sjást oft á tíðum mjög vel. Hestaleiga er á á bænum og er tilvalin afþreyfing að fara í reiðtúr niður í svarta fjöruna og ríða í áttina að Dyrhólaey.

Hestaland ehf.

Staðarhús, 311 Borgarnes

Vinsamlega hafið samband vegna ferða og bókana.

Bakkahestar

Stekkjarvað 5, 820 Eyrarbakki

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Brúnir - Horse, Home food and Art

Brúnir, 605 Akureyri

Á Brúnum búa hjónin Einar og Hugrún ásamt fjölskyldu sinni. Þar er stunduð hrossarækt og boðið upp á sýningar um íslenska hestinn.

Gestum býðst að njóta heimagerðra veitinga með hráefni úr héraði. Á Brúnum er einnig gallerý og sýningarsalur þar sem gestir geta skoðað listaverk bóndans og einnig eru þar sýningar annarra listamanna.

Upplýsingar um opnunartíma má finna á www.brunirhorse.is

 

GPS punktar: N65° 34' 0.392" W18° 3' 51.597"

Ferðaþjónustan Úthlíð

Bláskógabyggð, 806 Selfoss

Ferðaþjónustan í Úthlíð stendur í jaðri óspilltrar náttúru Suðurlands. Bærinn stendur við þjóðveg nr. 37 og er í 100 km fjarlægð frá Reykjavík. Frá Úthlíð og þaðan er stutt að sækja heim marga áhugaverða staði eins og Gullfoss og Geysi.  Bláa kirkjan vísar veginn heim að Úthlíðarbænum en ferðaþjónustan er við næsta afleggjara fyrir austan. 

Orlofshúsin í Úthlíð eru staðsett á brúninni fyrir ofan bæinn og skarta einstöku útsýni yfir sveitir suðurlands. Húsin eru misstór og er best að skoða úrvalið og bóka gistingu á vefsíðunni okkar www.uthlid.is 

Veitingastaðurinn Réttin er opin alla daga ársins kl. 16 – 20. Alla laugardaga er opið kl. 11 – 21.  Á sumrin er að sjálfsögðu opið lengur. Sjá nánar á www.uthlid.is 

Úthlíðarvöllur er 9 holu golfvöllur í holtinu fyrir neðað þjóðveg. Rástímabókanir á www.golf.is 

Tjaldsvæði með rafmagni, góðri aðstöðu í þjónustuhúsi svo sem heitum pottum og þvottaaðstöðu. Tjaldsvæðið er hugsað fyrir fjölskyldufólk og er óskað eftir kyrrð eftir miðnætti. 

Cottage of the year 2020. Ferðaþjónustan Úthlíð var valin „Cottage of the year 2020 in Iceland“ sem byggir á umsögnum fjölda viðskiptavina Ferðaþjónustunnar í Úthlíð. 

Hestaleigan Bjössa Blesi og Svali ásamt öllum hinum skemmtilegu hestunum í Úthlíð eru miklir gleðigjafar og skokka með krakka sem fullorðna í spennandi útreiðartúra. 

Til að bóka hestaleigu er best að fara inn á vefinn www.uthlid.is, panta þarf hesta með fyrirvara, helst daginn áður. 

Búnaður:
Ferðalangar skulu vera í hlýjum, mjúkumog vantsheldum fatnaði ásamt vatnsheldum skóm
Ferðaþjónustan skaffar hesta, reiðhjálma og reiðtygi.
Leiðsögumaður stýrir ferðinni og hraða 

Brúarfoss:
Skemmtilegur útreiðartúr frá Úthlíð sem leið liggur eftir Kóngsveginum að gömlu brúnni sem liggur yfir Brúará og er við Brúarfossinn. Kóngsvegurinn var lagður fyrir konungskomuna 1907. Stuttir kaflar hafa varðveist af þessum vegi og munum við ríða hann alla leið að fossinum.

Ferðin tekur liðlega klukkustund. 
Útreiðartúr á frekar sléttu landi en það er riðið yfir á. Krefjandi fyrir óvana.

Kolgrímshóll:
Riðið er sem leið liggur frá Úthlíð upp svokallaðan Skarðaveg. Eftir stutta reið er leiðangurinn kominn í ósnortna náttúru Úthlíðar með óviðjafnanlega sýn til fjalla. Áð er við Kolgrímshól sem dregur nafn sitt af þeim tíma þegar Skálholtsbiskup átti Úthlíðarjörðina og nýtti skóginn til kolagerðar. Létt ganga er upp á hólinn en þar er fallegt útsýni til allra átta.

Ferðin tekur 1 1/2 tíma.
Léttur útreiðartúr á frekar sléttu landi, en er krefjandi fyrir óvana.

Kóngsvegurinn:
Riðið er frá Úthlíð upp að veitingastaðnum Réttinni og þaðan eftir kóngsveginum sem var lagður fyrir konungskomuna 1907. Riðið er um fallega kjarrivaxna slóð.

Ferðin tekur um 30 mín. 
Léttur útreiðartúr á frekar sléttu landi fyrir alla.

Stóri Kambur

Stóri-Kambur, 356 Snæfellsbær

Hestaleiga Stóra-Kambs býður uppá hestaferðir undir Snæfellsjökli

Katrine Bruhn Jensen

Gilsá, 760 Breiðdalsvík

Exploring Iceland

Fálkastígur 2, 225 Garðabær

Exploring Iceland er ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í  rútu- og gönguferðum fyrir hópa.

Einnig bjóðum við uppá margskonar hestaferðir fyrir hópa og einstaklinga og erum með ýmsar nýjungar s.s. lúxushestarferðir með hótel gistingu, reiðkennsluferðir, heimsókn á hestabúgarða, dvöl á hestabúgörðum, vetrarferðir og ýmislegt fleira.

LUKKA Langhús / Langhus Horse Farm

Langhús, 570 Fljót

OPIÐ árið um kring.

1-6 klukkutíma túrar með reiðkennslu innifalinni (ef fólk er lítið vant eða byrjendur) - sértilboð sumarið 2021.

Hrossabúið Langhús er fjölskyldubú, staðsett í Fljótum, á miðju Norðurlandi, miðsvæðis milli Sauðárkróks, Hofsóss, Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Við bjóðum upp á vinsæla útreiðartúra, 1-4 klukkutíma langa, og höfum úr ýmsum leiðum að velja, eftir árstíma og eftir smekk og getustigi gesta okkar. Fljótin eru falleg sveit, margir grösugir dalir sem kúra milli brattra hárra fjalla. 

Reiðleiðir okkar liggja niður á strönd, um dalina, fjallshlíðarnar, einnig við stöðuvatnið Hópsvatn. Við bjóðum upp á reiðtúra fyrir bæði byrjendur og vana, bæði börn og fullorðna,og við höfum gæðahesta fyrir allra smekk. Við leggjum áherslu á sveigjanleika, að hafa gaman af þessu, persónulega leiðsögn heimamanns, og öryggi gesta okkar. Við höfum líka góða barnahesta, og höfum sérstaklega gaman af að gera eitthvað skemmtilegt með börnum og fjölskyldufólki. 

Reiðtúrinn er farinn á þeim hraða, lengd og erfiðleikastigi sem er skemmtilegt fyrir þig, á hestum sem hæfa getustigi þínu. Þú getur fengið tilsögn og lært meira í hestamennsku, og svo ferðu ferðina með tveimur leiðsögumönnum héðan af búinu, oft einu okkar hjónanna að Langhúsum, semsagt bónda úr sveitinni sem leiðsögumanni/konu. Þú getur því kynnst ýmsu um náttúruna hér, menninguna, hvernig líf okkar er hér í sveitinni, og hvernig náttúrufar og landslag hefur mótað okkar kæra íslenska hest. 

Hross eru áhugamál allrar fjölskyldunnar á bænum, við erum það heppin að vinna við dýrin sem eru gleði okkar í lífinu. Við hjónin á bænum höfum bæði lokið námi í hrossarækt og þjálfun á Hólaskóla, við ræktum hross, temjum hross, þjálfum hross, rekum reiðskóla og höldum fjölskylduhestunum í góðri þjálfun fyrir allt það skemmtilega sem við brösum í hestamennskunni: Hestaferðir, göngur og alls kyns vinnu og leik. Hrossin eru hæfileikarík og ættgóð, bakgrunnurinn er pottþéttur, og við bjóðum þér að koma með í reiðtúr.  

Öryggi og gleði í reiðtúrunum, en einnig dýravelferð og góð umgengni um náttúruna (t.d. kolefnisjöfnun búsins), er í fyrirrúmi hjá okkur.

Við höfum rekið hrossatengda þjónustu fyrir fólk úr öllum heimshornum síðan 1997, og hestaleigu síðan 2011.

Meiri upplýsingar og myndir á vefsíðu okkar http://icelandichorse.is, eða í síma 847-8716 eða 865-4951 eða með því að senda skilaboð á Facebook á Arnþrúður Heimisdóttir.

Við tölum reiprennandi íslensku, ensku og dönsku, og höfum gjarnan þýskumælandi aðstoðarmann á sumrin, stundum starfsfólk er talar fleiri tungumál.

Við hlökkum til að fá ykkur í heimsókn.

Hótel Leirubakki

Landsveit, 851 Hella

Hótel Leirubakki leggur áherslu á góða og persónulega þjónustu og kappkostar að mæta kröfum hvers og eins.
Mjög falleg og hlýleg setustofa er í hótelinu og heitir pottar við húsvegginn, auk þess sem saunabað og stærri laug, Víkingalaugin, standa gestum til boða.
Veitingahúsið í sal Heklusetursins er í hæsta gæðaflokki og þar fer saman glæsilegur salur og frábært útsýni þar sem Hekla og Búrfell blasa við augum.

Mjög góð aðstaða er til funda- og ráðstefnuhalds og einnig hefur starfsfólk okkar mikla reynslu í að skipuleggja brúðkaupsveislur, óvissuferðir, hvataferðir, ættarmót og hvers kyns samkomur.
Leirubakki er í aðeins 100 km fjarlægð frá Reykjavík á góðum, malbikuðum vegi alla leið. Staðurinn er miðsvæðis á Suðurlandi og flestir sögustaðir og náttúruperlur  þessa landshluta eru í innan við klukkustundar akstursfjarlægð frá Leirubakka.

Hótel Leirubakki og Heklusetrið bjóða gesti velkomna allt árið.  Staðurinn er þekktur fyrir mikla náttúrufegurð og gott veður. Glæsilegt útsýni er til allra átta og fátt er betra en að njóta slökunar í heitum laugum staðarins hvort heldur er í miðnætursól á sumrin eða við skin norðurljósa og stjarna að vetrinum.

Tjaldsvæði eru opin frá maí og út september.

Sólhestar ehf.

Borgargerði, 816 Ölfus

Sólhestar eru staðsettir í Borgargerði í Ölfusi. Við bjóðum uppá hestaferðir fyrir bæði byrjendur og lengra komna, í Sólhestum er hugsað um gæði í bæði þjónustu og afþreyingu og hver ferð er sniðin eftir getu hvers og eins. 

Boðið er uppá hestaferðir allt árið um kring.

Arctic Horses

Hópsheiði 7, 240 Grindavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Dalahestar

Fjósar, 370 Búðardalur

Dalahestar er lítið fjölskyldu rekið fyrirtæki sem bíður upp á sérsniðna reiðtúra í fallegu nærumhverfi Hvammsfjarðar. Við bjóðum einstaklingum og litlum hópum að upplifa einstaka náttúru og útsýni. 

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana. 

Brekkulækur

Brekkulækur, 531 Hvammstangi

Fjölbreytt ferðaþjónusta er rekin á sveitabænum Brekkulæk í Miðfirði. Í gegnum árin höfum við skipulagt hestaferðir yfir hálendi Íslands ásamt gönguferðum þar sem áhersla er lögð á náttúru Íslands og sveitina. 

Brekkulækur býður upp á gistingu, veitingar og afþreyingu. Fuglaskoðunarferðir í júní. Hestaferðir og gönguferðir í júní-ágúst. Náttúruskoðunarferðir með lítilsháttar klifri og hellaskoðun. Haustferðir þar sem m.a. er farið í réttir.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Endilega heimsækið okkur hér.

Iceland by Guide

Skólavörðustígur 30, 101 Reykjavík

Viltu upplifa Ísland með þínum hætti? Ég er hér bara fyrir þig! Ísland með leiðsögumanni (Iceland by Guide) er hannað til að lengja líf þitt og gera það frábært á ferðalögum. Ég Birgir Jóa (Bijo) ásamt vinum mínum, hönnum og skipuleggjum, ökum og leiðsegjum þér ævintýrinu þínu á Íslandi. Þú upplifir allt frá því að vera einn í náttúrunni og slaka á yfir í að sjá nýja náttúruupplifun á hverjum klukkutíma. Þú upplifir og tekur myndir og ert með frábæra sögu til að segja vinum frá þegar þú kemur heim.

Iceland by Guide er með sérsniðnar lausnir fyrir einstaklinga og hópa sem ferðast saman til Íslands.

Oddsstaðir

Oddsstaðir I, 311 Borgarnes

Oddsstaðir eru staðsettir upp í hinum fallega Borgarfirði á Vesturlandi. Það ættu allir að prufa að fara á hestbak og ríða út í fallegri Íslenskri náttúru. Á Oddsstöðum bjóðum við vönum og óvönum upp á stutta og lengri túra. 

Sturlureykir Horse Farm

Sturlu-Reykjum II, 320 Reykholt í Borgarfirði

Hestarnir á Sturlureykjum taka vel á móti gestum og elska alla athygli enda eru þeir partur af fjölskyldunni, fædd að Sturlureykjum, ræktuð, tamin og þjálfuð af heimilisfólki. Heita vatnið skipar stóran sess í sögu Sturlureykja, en þar er fyrsta hitaveita í Evrópu og geta gestir kynnt sér sögu hitaveitunnar og skoðað heitan náttúruhver.

Í boði er:

  • Hestaleiga/Hestaferðir; Markmið okkar eru góð hross og persónuleg þjónusta, gestir geta valið sér tíma með því að hafa samband eða mætt á staðinn, í boði alla daga allt árið um kring.
  • Heimsókn í Hesthús; Tekið á móti gestum í kaffistofunni, farið og kíkt á hestana, "Hestaselfie" er skemmtileg og ógleymanleg minning :) Skoðum heita hverinn og endað í kaffistofunni þar sem boðið er upp á kaffi, te, heitt súkkulaði og Hverarúgbrauð sem bakað er á staðnum

Opið daglega frá 10:00 til 15:00.

HappyHorses

Skipasund 6, 104 Reykjavík

Þjóðólfshagi ehf.

Þjóðólfshagi 1, 851 Hella

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Vakinn

Friðheimar

Reykholt, Bláskógabyggð, 806 Selfoss

Matarupplifun

Í Friðheimum bjóðum við upp á einstaka matarupplifun, þar sem borin er fram tómatsúpa og nýbakað brauð ásamt öðru góðgæti í notalegu umhverfi innan um tómatplönturnar. Gestirnir upplifa miðjarðarhafsloftslagið sem er ríkjandi í gróðurhúsinu allt árið um kring og finna ilminn af tómatplöntunum á meðan þeir njóta umhverfisins og heimalagaðra veitinganna. Einnig er vinsælt að koma og skála í tómatsnafs í góðra vina hópi! 

Hægt er að taka gómsætar minningar með sér heim úr Litlu Tómatbúðinni okkar þar sem eru til sölu matarminjagripir á borð við tómatsultu, gúrkusalsa og tómathressi en þetta er allt framleitt á staðnum. 

Við mælum með að bóka alla þjónustu fyrirfram á www.dineout.is/fridheimar 

Gróðurhúsaheimsókn og Hestasýning eða Heimsókn í hesthúsið
Einnig bjóðum við uppá Gróðurhúsaheimsókn þar sem farið er yfir hvernig hægt er að rækta grænmeti á Íslandi allt árið um kring með aðstoð náttúrunnar! 

Hestasýning og Heimsókn í hesthúsið er í boði þar sem farið er yfir sögu- og gangtegundir íslenska hestsins í notalegu umhverfi. Eftir sýninguna er gestum boðið í hesthúsið þar sem tækifæri gefst til að klappa hestunum og spjalla við knapana. 

Afþreyingin hentar öllum aldurshópum og er tilvalin fyrir þá sem hafa áhuga á að skyggnast inn í hið hefðbundna sveitalíf íslenskrar fjölskyldu. 

Við mælum með að bóka alla þjónustu fyrirfram á www.dineout.is/fridheimar 

Fjeldstedhestar.is

Ölvaldsstaðir IV, 311 Borgarnes

1-2 tíma hestaleiguferðir í fallegu umhverfi á bökkum Hvítár sem er jökul á sem kemur úr Eiríksjökli. Góð aðstaða í nýrri reiðskemmu sem er sér hönnuð fyrir falaða og hreyfihamlaða. Hesta við allra hæfi.

Einnig reiðskóla sem eru 5 daga námskeið fyrir börn og unglinga yfir sumar tímann, frá mánudegi til föstudags.

Nánari upplýsingar

gunna@fjeldstedhestar.is
www.fjeldstedhestar.is

Hestar og ferðir

Hvammur 2, 541 Blönduós

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Hestheimar

Hestheimar, 851 Hella

Þessi fjölskyldurekni gististaður er staðsettur á Hestheimum, í 13 km fjarlægð frá miðbæ Hellu og í 2 km fjarlægð frá hringveginum. Boðið er upp á útsýni yfir Heklu og Eyjafjallajökul, hefðbundinn íslenskan veitingastað og 1 heitan pott sem er staðsettur fyrir aftan hótelið með frábæru útsýni. Boðið er upp á ókeypis Wi-Fi-Internet hvarvetna á staðnum.

Gistirými á Hestheimum eru kynnt með jarðvarma og þau eru búin myrkvagluggatjöldum. Boðið er uppá rúmgóð herbergi með sér baði og einnig mjög rúmgóð smáhýsi sem eru mismunandi, fyrir allt að 5 manns. 

Veitingastaðurinn býður upp á 3ja rétta hlaðborð á kvöldin ef pantað er daginn fyrir eða um morgunin. Einnig bjóðum við upp á ríkulegan morgunverð. 

Rúmgóð setustofa og pallur þar sem hægt er að njóta útiveru. 

Reykjavík er í 50 mínútna akstursfjarlægð og um 20 mínútur á Selfoss. 

Icelandhorsetours - Helluland

Helluland, 551 Sauðárkrókur

Á Hellulandi í Skagafirði býðst þér að fara á hestbak og skiptir þá engu máli hvort þú ert vanur eða óvanur. Boðið er upp á styttri eða lengri ferðir, fyrir einstaklinga eða hópa – við gerum okkar besta til að gera túr sem henda þér!

Hestaleigan Galsi

Steinnes, 541 Blönduós

Við bjóðum einstaka upplifun með dásamlegu hestunum okkar í fögru umhverfi Húnabyggðar. Hægt er að velja um að fara í reiðtúr eða að heimsækja hestana við hesthúsið. Í reiðtúrnum förum við ríðandi frá reiðhöllinni fram hjá álfasteini að bökkum Vatnsdalsár eftir mjúkum moldargötum. Stoppum fyrir myndatöku á leiðinni og njótum samvista við hestinn. Í heimsókninni gefst börnum og fullorðnum tækifæri til að kynnast hestunum okkar og spjalla við þá. Það má klappa þeim og fara á bak með aðstoð hestasveins sem teymir í nokkra hringi eða heyra af ræktunarstarfi. Svo má líka kíkja á hænur og heimalninga. Öll hjartanlega velkomin - við höfum unun af að leyfa ykkur að kynnast yndislegu hestunum okkar. Hestaleigan Galsi er staðsett í Steinnesi í Húnabyggð, en þar hefur verið stunduð farsæl hrossaræktun síðustu áratugi. Bókanir og upplýsingar á www.galsi.is 

Riding Tours South Iceland ehf.

Syðra-Langholt, 846 Flúðir

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Hæli - Hrossarækt og hestaferðir

Hæli, 541 Blönduós

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Hekluhestar

Austvaðsholt, Holta- og Landssveit, 851 Hella

Hekluhestar - Hestaferðir síðan 1981

Sveitabærinn Austvaðsholti er þar sem hjarta Hekluhesta slær, heimili 90 hesta sem hafa verið ræktaðir með hestaferðirnar í huga, ljúfir og ganggóðir. Auk hestanna eru 200 sauðfjár, íslenskir fjárhundar og landnámshænur sem setja skemmtilegan svip á sveitalífið. Austvaðsholt er vel í sveit sett, 30 mínútna keyrsla frá Selfossi og 1 klst frá Reykjavík. Bærinn er við hina kyrru og tæru Rangá Ytri auk þess sem frá bæjarhlaðinu sjást Hekla, Tindafjallajökull, Eyjafjallajökull og fleiri formfögur fjöll.

Gistihúsið sem er á staðnum er tilvalið fyrir minni hópa (ca. 15 manns).

Stuttir reiðtúrar
Tími: Allan ársins hring

Stuttir reiðtúrar frá 1 klst uppí heilan dag. Riðið er um Landsveitina meðfram Rangá með útsýni á fjöllin í kring. Hægt er að busla í nokkrum lækjum og eru ferðirnar sniðnar að þörfum hvers hóps fyrir sig.

Miðnæturreiðtúr
Tími:
Júní

Gestir koma til okkar á sveitabæinn Austvaðsholt um kvöldið og lagt er af stað um 20:30 leytið til að sækja hestana. Gestir taka þátt í að bursta hestunum og gera þá tilbúna fyrir reiðtúrinn. Lagt er af stað þegar allt er orðið klárt. Klukkan er eflaust á milli 21:00-21:30. Riðið er af stað frá sveitabænum í átt að Rangá og riðið meðfram henni með útsýnið yfir Heklu og fjallahringinn í kring. Reiðtúrinn varir í tvo til þrjá tíma, á meðan miðnætursólin skartar sínu fegursta. Þegar heim er komið er boðið uppá heitt kakó og heimatilbúið bakkelsi. Svefnpokaplássgisting er innifalinn í gistihúsinu á bænum. Daginn eftir er boðið uppá brunch.

Helgarævintýri– 3 dagar
   Tími: Maí og Júní

Boðið er uppá 3 daga ferðir þar sem riðið er um Landsveitina. Fyrsta daginn er riðið meðfram Rangánni að Landréttum sem er sögulegur staður. Endað á Skarði, hestar skildir eftir þar og keyrt til Austvaðsholts þar sem kvöldmatur er reiddur fram. Annan daginn er riðið í kringum Skarðsfjall og hádegismatur snæddur í stærsta manngerða Helli Íslands að Hellum. Hestar eru á beit á Hellum þangað til daginn eftir. Skellum okkur í smá ökuferð, fossar skoðaðir í nágrenninu og stuttir göngutúrar á forvitnilega staði. Komið við í sundlauginni Hellu áður en snæddur er kvöldmatur. Síðasta daginn er riðið frá Hellum að Austvaðsholti, mjúkir kindaslóðar þræddir í gegnum Stóruvallaland. Hestarnir kvaddir og kaffi og með því verður á boðstólnum þegar heim er komið.

6 og 8 daga hestaferðir
Tími:
Júní-Ágúst

Hestarferðir um Friðaland að Fjallabaki. Farið er um stórfengleg landsvæði á hálendi Íslands þar sem íslenski hesturinn fær að spreyta sig í sínu náttúrulega umhverfi. Í 6 dögunum er farið frá sveitabænum Austvaðsholti uppí Landmannalaugar og til baka aðra leið, meðal annars skoðað falleg náttúrufyrirbæri eins og Ljóta poll. Tilvalið fyrir hestaunnendur sem vilja njóta náttúru Íslands á hestbaki. Í 8 dögunum er farið frá Sveitabænum Austvaðsholti og uppí Landmannalaugar, þaðan er haldið áfram austur að Eldgjá, farið yfir Mælifellssand með Mýrdalsjökul skagandi yfir í öllu sínu veldi þar sem er svo endað með að ríða niður í Fljótshlíð og heim aftur í Austvaðsholt. 8 dagarnir eru fullkomnir fyrir vana hestamenn sem sækjast eftir krefjandi ferðum sem er um leið skoðað íslenska náttúru í allri sinni dýrð. 

 

Hægt er að bóka hér eða í síma 869-8953

Finnið okkur á Facebook hér.
Fylgist með lífi okkar á instagram

 

Vakinn

Arctic Adventures

Köllunarklettsvegur 2, 104 Reykjavík

Arctic Adventures býður uppá eitt mesta úrval afþreyingarferða á Íslandi og eru starfsstöðvar þess víðsvegar um landið, m.a. í Reykjavík, við Sólheimajökul, í Skaftafelli og á Húsafelli. Þær afþreyingarferðir sem Arctic Adventures býður upp á eru meðal annars jöklagöngur, íshellaferðir, köfun og yfirborðsköfun í Silfru, gönguferðir, hellaskoðun, vélsleðaferðir, hvalaskoðun og útsýnisferðir. 

Arctic Adventures býður bæði upp á dagsferðir og lengri ferðir allt árið, auk þess að taka að sér prívat ferðir, skóla- og fyrirtækjahópa. Arctic Adventures rekur einnig hótel víðsvegar um landið m.a. Adventure Hótel Geirland við Kirkjubæjarklaustur, Adventure Hótel Hof í Öræfum, Hótel Hellissandur og Óbyggðasetrið í Fljótsdal. 

Arctic Adventures er gæða- og umhverfisvottað af Vakanum, gæða og umhverfiskerfi ferðaþjónustu á Íslandi

Jöklagöngur á Sólheimajökli og frá Skaftafelli.

Gönguferðir í Landmannalaugum og Þórsmörk, auk Laugavegsins.

Íshellaferðir í Kötlujökli, Sólheimajökli, Langjökli, Falljökli og frá Jökulsárlóni.

Hellaferðir í Raufarhólshelli.

Köfun/yfirborðsköfun í Silfru á Þingvöllum.

Vélsleðaferðir á Langjökli.

Útsýnisferðir bæði ferðir til að skoða svæðin í kringum Reykjavík og allt landið. 

Hestakráin sveitahótel / Land og hestar

Húsatóftir 2a, 801 Selfoss

Hestakráin á Húsatóftum Skeiðum er aðlaðandi sveitakrá sem er tilvalinn staður til mannfagnaða s.s. árshátíðir. Hestakráin rúmar hæglega 50 - 70 gesti í sæti. 

Áhersla er lögð á þjóðlega, ferska og góða rétti t.d. grillað lambakjöt, lambasteik, fiskrétti, kjötsúpu, kúrekasúpu, heimabakað brauð og bakkelsi. Allt hráefni kemur úr héraði. 

Fyrir hópa er t.d. hægt að velja um:
· Súpu og brauð
· Tveggja rétta máltíð
· Þriggja rétta máltíð 

Einnig er reynt að verða við séróskum viðskiptavina, má þar nefna afmælisveislu, jólahlaðborð, þorrablót og sviðamessu.

Gistirými er fyrir 20 manns í tveggja manna herbergjum. Í öllum herbergjum er baðherbergi með sturtu og snyrtiaðstaða og úti á verönd er heitur pottur.

· Uppá búin rúm í gistiherbergjum með snyrtiaðstöðu

· Tvær vistlegar setustofur
· Heitur pottur á verönd
. Sauna


REAL Iceland ehf.

Lyngmóar 16, 210 Garðabær

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Vakinn

Kynnisferðir - Reykjavik Excursions

BSÍ Bus Terminal, 101 Reykjavík

Reykjavik Excursions – Kynnisferðir bjóða upp á daglegar áætlunarferðir inn á hálendið í Landmannalaugar og Þórsmörk, og einnig að Skógum. Hálendisrútan er tilvalin fyrir þá sem að vilja ganga Laugaveginn eða Fimmvörðuhálsinn eða að gera sér glaðan dag á þessum fallegu svæðum sem ekki eru á færi fólksbíla.

Tímatöflur má finna á https://www.re.is/is/highland-bus/

Einnig býður Reykjavik Excursions upp á eitt stærsta úrval dagsferða á Íslandi og má þar nefna hinn heimsfræga gullhring, dagsferð um suðurströndina sem og Snæfellsnesið, að ógleymdum sætaferðum til og frá Bláa lóninu og Leifstöð.

www.re.is

Íslandshestar

Fjarðargata 13-15, 220 Hafnarfjörður

Kálfhóll Farm / Iceland with Sophie

Kálfhóll 2, 804 Selfoss

Simbahöllin

Fjarðargata 5, 470 Þingeyri

Kaffihús, hestaleiga, hjólaleiga.

Opnunartími í sumar: 10:00-18:00 alla daga.

Efsti-Dalur II

Efsti-Dalur II, 806 Selfoss

Vorið 2013 opnaði ferðamannafjósið í Efstadal veitingastað og ísbúð, þar sem fyrir var gistiheimili og mjólkurbú. Þar geta gestirnir fylgst með sveitastörfum, séð kýr og kálfa í sínu daglega umhverfi og fylgst með þegar verið er að framleiða hinar ýmsu mjólkurafurðir, svo sem ís, skyr, fetaost.

Hægt er að setjast niður á kaffihúsinu Íshlöðunni og gæða sér á nýbakaðri vöfflu og heimagerðum ís, kaffi og köku, eða fengið sér máltíð á veitingastaðnum Hlöðuloftinu á annarri hæð hússins þar sem þemað er „Beint frá býli“ og notast er við afurðir frá bænum og úr nágrenninu. Verið velkomin að koma og fylgjast með fjölskyldunni að störfum!

Opnunartíma má sjá á facebook síðu Efstadals

Hestaleigan opin maí – september.  

 

 

Icelandic HorseWorld

Skeiðvellir, 851 Hella

Icelandic HorseWorld - Skeiðvellir er hestabúgarður þar sem hægt er komast í náinn kynni við íslenska hestinn, skella sér á hestbak og fræðast um sögu hans á lifandi og skemmtilegan hátt.

Skeiðvellir er stórt hrossaræktarbú sem býður uppá fjölbreytta afþreyingu. Fræðandi heimsókn í hesthúsið, kaffihús, teymingar fyrir krakka og hestaferðir allt árið, bæði fyrir vana og óvana knapa. Einnig er hægt að panta gistingu fyrir allt að 10 manns í 3 húsum. Staður sem býður uppá skemmtilega afþreyingu fyrir alla fjölskylduna.

Opið alla daga frá 09:00 - 18:00

Hella horses

Hesthúsavegur 4, 850 Hella

Victor Örn Victorsson / Strandahestar

Víðidalsá, 510 Hólmavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Reiðskólinn og hestaleigan Lyngfell

Lyngfell, 900 Vestmannaeyjar

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Dalur-hestamiðstöð ehf.

Dalland, 271 Mosfellsbær

Frá árinu 1978 hefur hrossarækt verið stunduð í Dallandi og hross verið tamnin og þjálfuð í hestamiðstöðinni Dal. Ekkert hrossaræktarbú á Íslandi af þessari stærðargráðu er staðsett svona nálægt höfuðborgarsvæðinu.

Aðeins er um  15 mínútuna  keyrsla úr miðborg Reykjavíkur í Dalland. Þeir sem  hafa hug  á hestakaupum eru velkomnir að  hafa samband eða koma við að skoða hestana.

Vinsamlegast hafið samband vegna frekari upplýsinga.

Vorsabær 2

Vorsabær 2, Skeiða- og Gnúpverjahreppi, 804 Selfoss

Hestaferðir
Í Vorsabæ 2 er boðið er upp á hestaferðir þar sem lögð er áhersla á persónulega þjónustu og leiðsögn. Eingöngu er tekið á móti litlum hópum og það er tilvalið fyrir fjölskyldur eða litla vinahópa þar sem allir geta tekið þátt. Við tökum að okkur að teyma hesta undir minna vönum börnum í ferðum.

Allar ferðir hefjast inni í reiðhöll þar sem hver og einn getur kynnst hestinum sínum. Svo er farið og riðið út um næsta nágrenni á þeim hraða sem hentar hverju sinni.

Við erum með trausta og skemmtilega hesta við allra hæfi, bæði fyrir alveg óvana og vana knapa. Í boði eru 1, 2 og 3 tíma hestaferðir, en einnig eru í boði dagsferðir fyrir vana knapa sem taka 5 tíma.

Einnig bjóðum við upp á það að teyma hesta undir börnum inni í reiðhöll í um 10 mínútur fyrir hvert barn.

Sveitalíf / Heimsókn á bæinn
Hægt er að koma í heimsókn til að skoða dýrin og búskapinn á bænum. Tekið er á móti litlum og stórum hópum og gefst gestum kostur á að fræðast um dýrin og klappa þeim. Starfsemin getur verið nokkuð mismunandi eftir árstíma og t.d. á vorin geta allir séð nýfædda kiðlinga, lömb og folöld.

Orlofshús til útleigu á bænum
Húsið rúmar allt að 7 manns í gistingu. Þar eru 2 svefnherbergi, í öðru er tvíbreitt rúm en í hinu eru kojur. Auk þess er rúmgott 18 fermetra svefnloft og þar eru 3 rúm. Auk þess er hægt að fá lánað barnarúm án gjalds fyrir 2 ára og yngri. Eldhúsið er búið öllum nútíma tækjum og áhöldum og í setustofu er sjónvarp. Við húsið er skjólgóð verönd með garðhúsgögnum og gasgrilli. Ekki er aðgangur að heitum potti en hægt er að komast í sundlaug sem staðsett er í 2 km. fjarlægð. Upplögð staðsetning fyrir þá sem ferðast um Suðurland, þar sem stutt er til margra vinsælla ferðamannastaða og stutt í margskonar þjónustu.

Horse Centre Borgartún

Æðaroddi 36, 301 Akranes

Hestamiðstöðin Borgartún býður upp á 1-2 klst. reiðtúra í fallegu umhverfi í útjaðri Akranes.

Reiðtúrarnir okkar eru dásamleg upplifun fyrir alla þá sem langar að prufa íslenska hestinn. Hvort sem þið eruð með eða án reynslu, ung eða gömul, þá eru þessir vinalegu og lipru hestar auðveldir í meðhöndlun og skemmtilegir í þeirra náttúrulega umhverfi.

Við sérhæfum okkur í minni hópum með persónlegri þjónustu og erum opin allan ársins hring.

Þegar veðrið er okkur ekki hliðhollt, þá er alltaf hægt að fara á hestbak innandyra (reiðhöll).

Sörlatunga

Austurhlíð , 541 Blönduós

Ármann Pétursson

Neðri-Torfustaðir, 531 Hvammstangi

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Núpshestar

Breiðanes, 801 Selfoss

Núpshestar er fjölskyldu fyritæki á Suðurlandi sem býður upp á langar og stuttar hestaferðir í uppsveitum Árnessýslu.

Ferðir okkar eru farnar í nágrenni Núpshesta, ásamt því að fara lengri ferðir inn í Þjórsárdal, Landmannalaugar, Fjallabak, Kerlingarfjöll og fleiri staði. 

Við einblínum á persónulega og góða þjónustu fyrir stóra jafnt sem smáa hópa á ferðum með Núpshestum upplifur þú staði landins sem flestir hafa ekki séð landslagið í kring hefur upp á margt að bjóða enda einstaklega fagur og skemmtilegt.

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Brimhestar

Brimilsvellir, 356 Snæfellsbær

Við bjóðum upp á skipulagðar hestaferðir með leiðsögn um frábærar reiðleiðir á mjög góðum hestum fyrir alla. Í boði er allt frá 1 klukkutíma útreiðartúr upp í 3 - 8  daga  með gistingu og veitingum.

Hjá okkur er hægt að gista í glæsilegu 120 fm sumarhúsi (max. 10), kósý 26 fm sumarhúsi fyrir 2, eða í herbergjum með morgunmat. Kaffiveitingar og kvöldmatur (þarf að bóka fyrirfam), heitur pottur

Verið velkomin að hafa samband við okkur.

Icee-Icelandic Equestrian Experience

Vorsabæjarvellir 14, 810 Hveragerði

Hótel Heydalur / Ferðaþjónustan í Heydal

Mjóifjörður, 420 Súðavík

Sveitahótelið Heydalur er í 130 km fjarlægð frá Ísafirði og 320 km – 340 km fjarlægð frá Reykjavík eftir því hvaða leið er valin. Veitingasalur, sem er í gamalli hlöðu, rúmar 70 – 100 manns og fundaraðstaða er fyrir 10 – 40 manns. Boðið er upp á gistingu fyrir 59 manns í átta tveggja manna og einu þriggja manna herbergi í flokki 3  og átta tveggja manna og tveimur þriggja manna herbergjum í flokki 4 öll með sér baðherbergjum ásamt þremur sumarbústöðum, annars vegar 10 manna og hins vegar 4 – 5 manna. Gott tjaldsvæði sem er opið frá 1. júní fram í októberlok.

 Gnægð afþreyingar er í boði. Lítil sundlaug í suðrænu gróðurhúsi, heitur frumlegur pottur og náttúrulaug vígð af Gvendi góða. Kajak og hestaleiga með leiðsögn við allra hæfi, bæði styttri ferðir og dagsferðir. Veiði í vötnum.   Á veturna snjóþrúgur og gönguskíði. Falleg gönguleið um dalinn sem eitt sinn hýsti 13 bæi. Friðaður birkiskógur. Fjölbreytt  fuglalíf og plöntugróður. Fugla og plöntuspjöld eru til fróðleiks.

 Veitingasalurinn er öllum opinn. Boðið er upp á fjölbreyttan matseðil, þar sem áhersla er lögð á mat úr héraði, heimaræktuðu grænmeti og nýveiddan silung úr eigið eldi. Veitingastaðurinn er með vínveitingaleyfi.

 Á tjaldsvæðinu er snyrtiaðstaða með heitu vatni, þrjú kvenna og karla klósett og sturtur sitt hvoru megin. Rafmagn fyrir húsbíla og tjaldvagna. Leiksvæði bæði fyrir börn og unglinga. Frábært umhverfi  til göngu og leikja í kjarrinu.

 Hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla

 Gisting:  3 hús, 19 herbergi, 59 rúm

Vesturkot - hrossarækt og hestaferðir

Vesturkot, 804 Selfoss

Fosshestar

Kirkjuból, 400 Ísafjörður

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Ferðaþjónustan Syðra-Skörðugili

Syðra-Skörðugil, 560 Varmahlíð

Í boði er gisting í nýuppgerðu gistihúsi sem rúmar allt að 14 manns í uppábúnum rúmum. Í húsinu eru 5svefnherbergi og tvö baðherbergi. Vel útbúið eldhús sem ásamt notalegri stofu og borðstofu. Húsið er allt hið glæsilegasta. Við húsið er upphituð verönd með garðhúsgögnum , gasgrilli og heitum potti. 

Hestaleiga: Við höfum mikið úrval af frábærum hestum bæði fyrir óvana sem og vana reiðmenn. Hægt er að panta bæði lengri sem styttri ferðir. Vinsælasta ferðin okkar er 2 klst reiðtúrinn enda er farið með gesti um falleg landslag á friðsælum stað hér ofan við bæinn. 

Hestaferðir: Í boði eru jafnt lengri sem styttri hestaferðir um ægifagran Skagafjörðinn jafnt sumar sem haust. Sjá nánar á vefsíðunni okkar. 

Kristján Einir Traustason

Einiholt 2, 801 Selfoss

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Ferðaþjónustan Lýtingsstöðum

Lýtingsstaðir, 561 Varmahlíð

Lýtingsstaðir er skagfirskur sveitabær með hrossarækt, staðsettur 19 km frá þjóðveg 1, sunnan við Varmahlíð. Héðan er stutt á Sprengisand og á Kjalveg. Hestatengd ferðaþjónusta hefur verið rekin á Lýtingsstöðum síðan árið 2000.

Boðið er upp á stuttar hestaferðir fyrir vana og óvana. Lágmarksaldur til að fara í reiðtúr er 6 ára en hægt er að teyma undir börn 3-6 ára heim á hlaði og í kringum torfhúsin okkar. Það er líka hægt að koma bara í smá kynningarheimsókn og hestaknús.

Lýtingsstaðir býður upp á gistingu í þremur gestahúsum (20fm og 41fm) sem hýsa 4-6 manns. Í húsunum er sér baðherbergi með sturtu. Einnig lítið eldhús. 

Innblásið af sögu bæjarins var hlaðið gamaldags hesthús, skemma og rétt úr torfi. Torfhúsin eru meistaraverk íslensks handverks og hýsa sýningu með gamaldags reiðtygjum og annað. Hljóðleiðsögn er í boði sem hentar vel frá 6 ára aldri og tekur um það bil 30 mínútur.

Arctic Advanced

Rjúpnasalir 10, 201 Kópavogur

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Finnsstaðir

Finnsstaðir 1, 701 Egilsstaðir

Á Finnsstöðum er rekið fjölskyldufyrirtæki sem býður uppá gistingu, hestaleigu og hesthúsaheimsóknir allan ársins hring auk þess að bjóða uppá lítinn húsdýragarð á sumrin. Eigendur taka yfirleitt sjálfir á móti gestum og fara með þeim í reiðtúra. Miklar kröfur eru gerðar á gæði hrossanna en úrvals geðslag og frábært tölt eru grunndvallar atriði. Ferðirnar eru sérsniðnar að hverjum hóp og eru u.þ.b 1-2 klst. Hægt er að hafa samband með fyrirvara ef fólk hefur í hyggju að fara í lengri hestaferðir yfir sumartímann. Hestaleigan er alltaf opin en panta þarf í ferðir.

Gistingin á Finnsstöðum er í nokkuð stóru einbýlishúsi með 3 svefnherberjum með rúmum fyrir 6 manns. Húsið er rúmgott og búið öllum helstu þægindum. Góð nettenging er í húsinu og heitur pottur á pallinum. Í húsinu er þvottavél og þurrkari sem gestir hafa aðgang að auk að sjálfsögðu eldunaraðstöðu og frábært útsýni skemmir ekki fyrir. 

Húsdýragarðurinn er opinn yfir sumartímann. Á bænum eru hænur og endur allan ársins hring auk hesta en á sumrin bætast við kálfar, lömb, svín, andarungar og jafnvel kanínur og naggrísir. Húsdýragarðurinn er opinn frá 10:00 - 17:00 frá 15.maí til 15.september. 

Dýrin á bænum elska athyglina og oft eru börnin sem er í miklu uppáhaldi. 

Southcoast Adventure

Ormsvöllur 23, 860 Hvolsvöllur

Southcoast Adventure er staðsett á Hvolsvelli og bjóða upp á ferðir um Suðurströndina og hálendið sem og aðrar sérferðir. Leiðsögumenn eru flestir búsettir á Hvolsvelli og eru mjög staðkunnugir, enda hafa flestir alist upp á svæðinu og unnið í þessum geira í mörg ár.

Upphafstaður ferða er Brú Base Camp- vegur 249

Notast er við sérútbúna, breytta jeppa í flestar ferðir og er til tækjabúnaður til að takast á við flest allt sem náttúran hefur upp á að bjóða, bæði um vetur og sumar.

Einnig er boðið uppá snjósleðaferðir og þá á Eyjafjallajökli. sem hafa slegið í gegn. Svo er það allra nýjasta viðbótin og það mun vera Buggy bílarnir. Ýmis sér verkefni er ekkert mál sé þess óskað. Hægt er að senda fyrirspurnir um sérferðir á info@southadventure.is eða í síma 867-3535.

Icelandic Adventures

Hrafnagilsstræti 38, 600 Akureyri

 Vélsleðaferðir

Þú getur valið um 1-2 klst vélsleðaferð, ævintýraferð eða fjölskylduferð.

Upplifðu vetrarævintýri á norðurlandi á vélsleða í nágrenni Akureyrar –
spennandi leið til að kanna stórbrotna náttúru norðursins. Þessi ferð býður upp
á ógleymanlega reynslu um hrjóstrugt landslag og er fullkomin fyrir þá sem
vilja njóta fegurðar og spennu vetrarins á norðurlandi. 

Einnig bjóðum við upp á dorgveiði ferðir í nágrenni Akureyrar.  

Hornhestar

Horn 1, 781 Höfn í Hornafirði

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Kraftganga

Lækjargata 4, 101 Reykjavík

Kraftgöngutímar er ætlaðir fyrir fólk sem hefur færni til að ganga og þolir t.d. að ganga brekkur og þýft landslag.  Í tímunum er stefnt að því að vinna upp og/eða viðhalda þoli og styrk auk þess að viðhalda og auka teygjanleika.

Lynghorse

Lynghóll, 551 Sauðárkrókur

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Iceland By Horse

Litla Drageyri, 311 Borgarnes

Víkingahestar

Almannadalur 13, 110 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Always Iceland

-, 203 Kópavogur

Algengir áfangastaðir: 

Ferð:

Brottför:

Lengd:

Golden Circle Glacier

Allt árið

8-9 klst.

Hot Golden Circle Tour

Allt árið

8-9 klst.

South Coast and Þorsmork

Allt árið

8-9 klst.

Beautiful West and Glacier

Allt árið

8-9 klst.

Reykjanes and Blue Lagoon

Allt árið

5-6 klst.

Landmannalaugar - Hekla

Allt árið

10-11 klst.

Beautiful West and Ice Cave

Allt árið

8-9 klst.

Always Iceland býður upp á ferðir á breyttum jeppum og lúxus bílum á Íslandi. Við bjóðum uppá allar hefbundnar ferðir sem og hinar vinsælu hálendisferðir.  Við bjóðum upp á dagsferðir og afþreyingu fyrir einstaklinga, ferðir fyrir litla hópa og hvataferðir fyrir ferðamenn.  Persónuleg þjónusta. Bjóðum uppá úrval af afþreyingu samhliða okkar ferðum til dæmis vélsleðaferðum, ísklifri, köfun, hestaferðum, hellaskoðunum, fjórhjólaferðum o.fl.

Vinsamlegast hafði samband vegna ferða og bókana.