Iglúhúsið býður þér tækifæri á frumlegu fríi. Með einstakri staðsetningu og húsagerð munt þú í hlýju rúmi upplifa nótt undir stjörnubjörtum himni, norðurljósunum eða miðnætursólinni. Iglúhúsið er staðsett í 50 metra frá húsinu okkar, skammt frá bökkum Þorvaldsár.
Glamping lúxustjöld
5 milljón stjörnu hótelið
Ölvisholt, 803 Selfoss"5 milljón stjörnu hótelið" er fjölskyldufyrirtæki sem býður upp á gistingu í gegnsæum náttúrukúlum.
Kúlurnar eru staðsettar á tveimur stöðum á Suðurlandi, annars vegar rétt fyrir utan Selfoss (Ölvisholt) og hins vegar í Bláskógabyggð (Hrosshagi).
Kúlurnar eru upphitaðar með þægilegum rúmum og er hver og ein kúla inn á milli sígrænna trjáa. Hver kúla rúmar 2 fullorðna. Sameiginleg salernisaðstaða er á báðum stöðum en engin veitingasala er til staðar. Hins vegar er stutt í alla þjónustu (Reykholt og Selfoss).
Þar sem kúlurnar í Ölvisholti eru staðsettar uppi á hæð henta þær síður þeim sem eiga erfitt með gang en í Hrosshaga er flatlendi.
Kúlugisting er ævintýri fyrir alla, stóra sem smáa, og skemmtileg nýjung til að njóta íslenskrar náttúru á einstakan og skemmtilegan hátt.
Traustholtshólmi ehf.
Traustholtshólmi, 803 SelfossTraustholtshólmi er undurfögur náttúruperla, staðsett skammt frá ósum Þjórsár. Upplifðu ósnortna náttúru þessarar sjálfbæru eyju og taktu þátt í lífi eyjaskeggjans.
Komdu og heimsóttu eyjuna Traustholtshólma í Þjórsá.
Taktu þátt í að veiða lax í net með Hákoni sem er ábúandinn í eyjunni.
Upplifðu eyjuna sem er uppbyggð með vistvænni og sjálfbærrni að leiðarljósi.
Hákon mun seiga frá sögu eyjunnar og svo verður hent í varðeld og aflin úr netinu eldaður.
Gestir munu svo eyða nóttini í Mongólsku sem gefur einstaka nánd við náttúruna.
Boðið er upp á morgunmat áður en gestir eru ferjaðir í land.
Fossatún Poddar
Fossatún, Borgarbyggð, 311 BorgarnesGisting í podda er hentug lausn fyrir gesti sem leita að góðri grunngistingu og sanngjörnu verði. Poddarnir eru einangraðir, upphitaðir og í hverjum podda er lítill kæliskápur. Aðgengi er að vel útbúnu eldhúsi, kolagrilli og hreinlætisaðstöðu, baðherbergjum, sturtum, skiptiklefum og heitum pottum. Fallegt umhverfi, Tröllagarðurinn, áhugaverðar gönguleiðir ásamt svo miðlægri staðsetningu á Vesturlandi eru tilvaldar ástæður til að heimsækja Fossatún og dvelja þar og/eða fara þaðan í dagsferðir í allar áttir.
Poddarnir í Fossatúni eru svefnpokapláss en lak er á hverju rúmi. Hægt er að leigja rúmfatapakka með: sæng, kodda, rúmfötum og handklæði. Morgunmatur er ekki innifalinn í poddagistingu - en gott og hagstætt morgunverðarhlaðborð er á veitingastaðnum.
Aldurstakmark er 20.
Sólarlagsbústaðurinn
Tveggja herbergja, 42m2 hús, 150 m frá móttökunni. Leigt út sem ein eining. Einstakt útsýni í miðjum Borgarfirði: nærumhverfi Blundsvatns, fjallahringurinn frábæri og Snæfellsjökull við sjóndeildarhringinn.
Sólalagsbústaðurinn hefur 2 uppá búin herbergi, annað með hjónarúmi en hitt með einstaklingsrúmum sem hægt er að færa saman. Að auki er seturými, baðherbergi, eldhúsaðstaða og útigrill.
Frábær aðbúnaður fyrir dásamlega dvöl og aðgengi að heitum pottum. Ókeypis þráðlaust net er innifalið. Reyklaust hús og 20 ára aldurstakmark.
Camp Boutique
Loftsstaðir – Vestri, 801 SelfossCamp Boutique er hugarfóstur fjölskyldu sem lagðist á eitt við uppbyggingu á sjávarjörð sem tilheyrt hefur okkur í nokkrar kynslóðir. Eigendur Camp Boutique dvöldu þar sem börn í sveit og tóku þátt í að rækta kartöflur og gulrætur.
Við erum með tvær gerðir af tjöldum, Deluxe tveggja manna og svo stór fjölskyldutjöld. Tjöldin eru hönnuð sérstaklega fyrir íslenskar aðstæður, upphituð með rafmagnsofnum og innréttuð af mikilli kostgæfni. Það eru uppábúin rúm í tjöldunum og dýnurnar eru upphitaðar.
Glamping & Camping
Herjólfsdalur, 900 VestmannaeyjarSmáhýsin eru staðsett í Herjólfsdal, höfum upp á að bjóða tvær týpur af smáhýsum:
1. Tunnur sem hafa að geyma tvö rými annars vegar svefnrými fyrir tvo og hins vegar stofu, með þægilegum og fallegum stólum.
2. A-hýsin eru eitt rými og þau eru einnig fyrir tvo.
Sjá verðskrá hér að neðan.
Smáhýsin eru fallega innréttuð með "Home sweet home" yfirbragði. Rafmagn er í húsunum en hvorki hreinlætisstaða né rennandi vatn. Ískápur er í öllum smáhýsunum.
Á tjaldsvæðinu er þjónustuhús með 4 salernum, 5 sturtum, eldunaraðstöðu, þvottavél og þurrkara. Sturtan er innifalin í verði. Leiktæki eru í Dalnum fyrir börnin.
Stutt í sundlaugina og golfvöllurinn hinu megin við túnið. Hundar eru bannaðir í Herjólfsdal. Frábærar gönguleiðir og hægt að ganga á Dalfjallið sem er ekki svo erfitt og skoða Lundann í leiðinni.
Verðskrá 2020
- Tunna 10.900 kr
- A-Hýsi 9.900 kr
- A-Hýsi Small 7.900
- Sængurpakki 1.600 pr rúm eitt gjald
- Sængurpakki (sæng+koddi+sængurfatnaður) ekki innifalinn
Verðskrá tjaldsvæði Herjólfsdalur & Þórsvöllur :
- 1.500 kr pr.mann pr.nótt 13 ára og eldri
- Rafmagn 950 kr pr.nótt
- Frítt fyrir 12 ára og yngri
- Eldri borgarar
- 1.200 pr mann pr.nótt
- 750 kr rafmagn pr.nótt
Farmhouse Lodge
Skeiðflöt, 871 VíkHótelherbergi: Allt árið
Iceland Yurt
Leifsstaðabrúnir 15, 601 AkureyriIceland Yurt býður upp á einstaka gistingu í Mongólíu tjöldum (Ger/Yurt) allan ársins hring í rólegu og náttúrulegu umhverfi með stórkostlegt fjallaútsýni og útsýni yfir Eyjafjörð og Akureyri.
Einnig eru þau með Gaia hofið þar sem boðið er upp á námskeið og heilsumeðferðir fyrir ferðamenn, náttúruunnendur og þá sem vilja efla eigin heilsu og innri styrk.Þetta býður upp á meiri meðvitund um náttúruna og umhverfið jafnt sem eigið andlegt og líkamlegt jafnvægi.
Gaia hofið, námskeið og tónheilun
Þóra Sólveig býður upp á námskeið, hugleiðslur, athafnir, hreyfingu í núvitund/dans, djúpa slökun og tónheilun. Solla spilar á gong, kristal hljómskálar og önnur heilandi hljóðfæri fyrir einstaklinga, pör og hópa í náttúrunni eða inni í Gaia hofinu í okkar einstaka hand útskorna Yurt. Hægt er m.a. að bóka einkatíma í hljóðheilun með kristal tónkvísl og hreinum kjarnaolíum.
Nokkur orð frá gestum okkar:
Gisting í Yurt:
‘Amazing yurt, very cozy and warm. Beautiful view in such a quiet place’
‘This place is truly amazing. The kids will be talking about their stay in the yurt for a long time to come´
´This was such a fun and memorable experience for myself, my husband, and our 2-year old son.´
´We stayed at Iceland Yurt with three of us when travelling around Iceland in August. I have never slept in a yurt before and I am really impressed how clean and comfortable everything was. The yurt is really cozy with a stove in the middle, the beds are great and there are plenty of woollen blankets and pillows. We fell asleep listening to the light drizzle of rain outside and woke up next morning to a beautiful view over Akureyri and with a great breakfast lovingly prepared in a small cooling box. The hosts are so nice and welcoming and I'll gladly stay here again.´
Heilsumeðferð í Gaia hofinu:
´Amazing experience with Solla- felt like a part inside of me was awaken again and I felt new born after!! I felt like in peace surrounded with relaxing and nourishing healing bowls and gong sounds, touching the body and soul- and Solla guided me with a respectful and intuitive way through sounds and touch to remember my own being again.
A deep and healing experience - I warmly recommend to receive a healing session with Solla! So grateful to get the first private session with her!´ (in the Gaia Temple).
Náttura yúrtel
Kjóastaðir 2, 801 SelfossWelcome to a new way to experience Iceland’s Golden Circle. Sleep in one of nine custom-made yurts, built in Mongolia but inspired and furnished in contemporary Icelandic design. This is glamping at its best – sleeping under canvas yet with the comfort of private wash facilities and underfloor heating.
The intimate site consists of ten yurts, two large communal yurts and a separate toilet and shower block. All designed to bring together a unique comfortable and affordable experience. Wander barefoot in your yurt with the warmth of underfloor heating. Watch the colours of the Icelandic sky. Or share a drink with friends in the shared lounge yurt, while you relax and wait for the Geysir to erupt in the distance.
Each spacious yurt is 6m in diameter, has electricity, a plumbed toilet, a sink with hot and cold water, and comfortable chairs. Underfloor heating provides additional comfort to the glamping experience, as does the small fridge and tea and coffee making facilities. Bed options are flexible. The standard configuration is twin share but there are also options for double beds. A number of the yurts can accommodate three people comfortably. For larger groups – including families with small children - please contact us to discuss your requirements. Linen and towels are provided but you may wish to pack your own slippers as all yurts are shoe-free areas.
It is possible to book out the whole of the yurtel for special occasions and events.
Please get in touch to find out details.
Volcano Huts Þórsmörk
Húsadalur Þórsmörk via Road no. F 249 ,Volcano Huts í Húsadal í Þórsmörk
Volcano Huts er þjónustu fyrirtæki sem staðsett er í Húsadal í Þórsmörk og býður upp á gistingu og veitingar fyrir hópa og einstaklinga. Þórsmörk er ævintýraheimur göngufólks og náttúruunnenda á öllum aldri. Landslagið er ægifagurt og mótast af samspili eldfjalla, jökla, skóga og jökuláa sem móta útsýnið til allra átta.
Hægt er að bóka gistingu og aðra þjónustu í gegnum vefsíðu okkar www.volcanotrails.is
Þjónusta í Húsadal
Gisting og aðstaða: í Húsadal er boðið upp á gistingu í notalegum fjallaskálum, fjögurra manna smáhýsum, tveggja manna herbergjum, glæsi tjöldum og stórt tjaldsvæði. Hægt er að fá leigð rúmföt og sængur á staðnum. Sturtur, gufubað og heit náttúrulaug er innifalið í gistingu en aðrir ferðalangar geta fengið aðgang að þeirri þjónustu gegn vægu gjaldi.
Veitngastaðurinn okkar býður upp á ljúffengar veitingar fyrir hópa og einstaklinga sem leið eiga um Húsadal og Þórsmörk. Boðið er upp á morgunverð, hádegisverð, kaffiveitingar og kvöldverð auk þess sem hægt er að setja upp veislur og viðburði fyrir hópa hvort heldur sem er innandyra eða utan. Eftir matinn er svo tilvalið að fá sér drykk á barnum og deila ferðasögunni með öðrum ferðalöngum.
Afþreying: Frá Húsadal liggur fjöldi gönguleiða um Þórsmörk og Goðaland og má þar helst nefna Laugaveginn og Fimmvörðuháls sem eru vinsælustu gönguleiðir landsins. Einnig er hægt að fara í styttri göngur sem henta fyrir alla aldurshópa, skoða sönghelli og taka lagið, sauna og toppa daginn í heitir náttúrulaug.
Gönguleiðir: Fjöldi skem mtilegra göngu- og hlaupaleiða liggja um Þórsmörk og nágrenni Húsadals og hér ættu allir að finna sér leiðir við hæfi. Laugavegurinn og Fimmvörðuháls eru meðal þekktustu gönguleiða á Þórsmerkursvæðinu en auk þeirra eru fjöldi annarra skemmtilegra leiða. Gönguleiðakort eru seld í Húsadal.
Samgöngur: Til að ko mast í Húsadal er ekið frá Suðurlandsvegi upp jeppafæran vegarslóða merktan F249 í Þórsmörk. Fara þarf yfir nokkrar ár og læki á leiðinni en helst má þar nefna Krossá sem eingöngu er fær vönum bílstjórum á vel útbúnum jeppum.
Daglegar rútuferðir eru frá BSÍ yfir sumar mánuðina en hægt er að nálgast nánari upplýsingar um áætlun rútuferða og að bóka rútumiða á vefsíðu Volcano Huts.
Bókanir og allar nánari upplýsingar um þjónustu í Húsadals er að finna á vefsíðunni og hægt er að hringja í síma 4194000 eða senda tölvupóst á netfangið info@volcanotrails.is
Glamping lúxustjöld - eins manns / tveggja manna - 16 stk
Herbergi - eins manns / tveggja manna - 14 stk
Smáhýsi - 4 pers - 8 stk
Skálagisting - 34 rúm
Tjaldstæði 100 +
5 milljón stjörnu hótelið
Hrosshagi, 806 Selfoss5 milljón stjörnu hótelið" er fjölskyldufyrirtæki sem býður upp á gistingu í gegnsæum náttúrukúlum.
Kúlurnar eru staðsettar á tveimur stöðum á Suðurlandi, annars vegar í Bláskógabyggð (Hrosshagi) og hins vegar rétt fyrir utan Selfoss (Ölvisholt) .
Kúlurnar eru upphitaðar með þægilegum rúmum og er hver og ein kúla inn á milli sígrænna trjáa. Hver kúla rúmar 2 fullorðna. Sameiginleg salernisaðstaða er á báðum stöðum en engin veitingasala er til staðar. Hins vegar er stutt í alla þjónustu (Reykholt og Selfoss).
Þar sem kúlurnar í Ölvisholti eru staðsettar uppi á hæð henta þær síður þeim sem eiga erfitt með gang en í Hrosshaga er flatlendi.
Kúlugisting er ævintýri fyrir alla, stóra sem smáa, og skemmtileg nýjung til að njóta íslenskrar náttúru á einstakan og skemmtilegan hátt.
Original North
Vað, 641 HúsavíkOriginal North - Camp Boutique er lítið fjölskyldu fyrirtæki sem staðsett er á Vaði í Þingeyjarsveit þar sem gestgjafarnir eru fæddir og uppaldnir. Boðið er upp á tvennskonar gistingu á staðnum, annars vegar í fullbúnum og upphituðum lúxus tjöldum og hins vegar er hægt að leigja hús. Hægt er að velja um tvær gerðir af tjöldum, annars vegar 2ja manna tjald (25 fm) og hins vegar 4 manna fjölskyldutjald (45 fm). Gisting í lúxus tjaldi er einstakt tækifæri til að njóta íslenskrar náttúru á skemmtilegan hátt.
Húsið sem er til leigu er 4 herbergja og fullbúið. Húsið er nýuppgert í gamaldags stíl þar sem sveitarómantíkin fær að njóta sín. Í húsinu er gistirými fyrir 8 manns. Húsavík er aðeins í 27 km fjarlægð og Akureyri í um 50 km fjarlægð.
OPNUNARTÍMI
Tjöld: Júní – September
Húsið: Allt árið