Icelandair er leiðandi flugfélag sem býður ferðir til og frá Íslandi og er hagstæður kostur fyrir flug yfir Atlantshafið. Félagið einbeitir sér að veita viðskiptavinum sínum öruggar og traustar flugferðir sem og einstaka þjónustu. Icelandair flýgur til margra stórborga í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada.
Félagið notar staðsetningu Íslands sem er mitt á milli Ameríku og Evrópu sem viðskiptatækifæri og hefur byggt upp alþjóðalegt leiðakerfi með Ísland sem miðpunkt.
Icelandair er hluti af Icelandair Group.
Flug til Íslands
Icelandair ehf.
Reykjavík Airport, 101 ReykjavíkeasyJet
Online booking, 600 AkureyriEitt stærsta flugfélag Evrópu, easyJet, flýgur beint frá Gatwick í London og Manchester flugvelli til Akureyrar veturinn 2024-2025 í áætlunarflugi. Flogið verður tvisvar í viku, á þriðjudögum og laugardögum, fram í apríl 2025.
Skelltu þér til London eða Manchester á hagstæðu verði!
Akureyri - Icelandair
Akureyrarflugvöllur, 600 AkureyriIcelandair flýgur reglulega á milli Reykjavíkur og Akureyrar frá Reykjavíkurflugvelli. Flugtíminn er aðeins 45 mínútur og því er innanlandsflug tilvalið fyrir þau sem vilja skjótast norður og skoða allt það góða sem Akureyri hefur upp á að bjóða. Kjarnaskógur, Hlíðarfjall, Listagilið, Hof, Eyrin, Þelamörk og Sveitin eru allt dæmi um hrífandi staði svæðisins.
Frá Reykjavíkurflugvelli er einnig boðið upp á flug til Ísafjarðar og Egilsstaða.
Play
Online booking, 101 ReykjavíkPLAY er íslenskt lággjaldaflugfélag sem leggur sig fram um að bjóða lágt verð til skemmtilegra áfangastaða beggja megin Atlantshafsins og flýgur þangað á nýlegum Airbus-flugvélum. Helstu einkenni PLAY eru öryggi, stundvísi, gott verð, einfaldleiki og gleði.
Það er óhætt að segja að fyrirtækið hafi verið í örum vexti en frá því fyrsta flugið fór í loftið í júní 2021 með 7 áfangastaði og þrjár flugvélar eru áfangastaðirnir nú 39 og flotinn telur 10 flugvélar.
Markmið PLAY er að gera ferðalagið ódýrara, einfaldara og skemmtilegra. Leikgleðin og keppnisandinn er einkennandi í nafni PLAY og við leiðum samkeppnina, bjóðum ódýr fargjöld og höldum kostnaði í lágmarki án þess að það komi niður á upplifun eða öryggi. Þannig á virði vörunnar sem við seljum að vera mun meira en verðmiðinn gefur til kynna.
Hagkvæmni í rekstri er leiðarljós PLAY en hagkvæmni fyrirtækisins er líka hagkvæmni viðskiptavina. Þótt fólk vilji ferðast ætti það aðeins að borga fyrir það sem þarf og sníða kostnað eftir þörfum og getu hverju sinni. Sjálfstæðir ferðalangar ættu því að byrja að skoða PLAY þegar flugþörfin kallar.
Það skiptir okkur máli að það sé bæði gaman í vinnunni og metnaður til að gera hlutina vel því þá verður bæði sjálfsögð ákvörðun að velja þjónustu PLAY og gaman að njóta hennar.