Fara í efni

Gönguferðir

198 niðurstöður

Arnarnes Álfasetur

Arnarnes, 604 Akureyri

Arnarnes Álfasetur er einstakt gistiheimili í Eyjafirði mitt á milli Akureyrar og Dalvíkur. Umlukið fallegri náttúru, friðsælt og heimilislegt. Á gistiheimilinu eru 5 tveggja manna herbergi og eitt fjölskylduherbergi Öll með sameiginlegum baðherbergum. Hægt að kaupa morgunverð og kvöldverð fyrir hópa. Yfir sumarið er í boði að sofa í húsbíl sem er dásamleg upplifun. 

 Að auki bjóðum við uppá 90 mínútna álfaferðir, þar sem heimur álfanna á svæðinu er kynntur. 

 Við erum staðsett í um 24 km fjarlægð frá Akureyri, nálægt hringveginum. Staðsetningin er því tilvalin fyrir þá sem vilja njóta kyrrðarinnar í sveitinni án þess þó að vera langt frá byggð. 

Við hjá Arnarnesi Álfasetri erum hluti af verkefninu Ábyrg Ferðaþjónusta með því að ganga vel um og virða náttúruna, tryggja öryggi gesta okkar og koma fram við þá af háttvísi, virða réttindi starfsfólks og hafa jákvæð áhrif á nær samfélagið. 

Við erum einnig hluti af Norðurstrandarleið  

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana. 

Adrenalín.is ehf.

Þórunnartún 4, 105 Reykjavík

Má bjóða þér mikið, dálítið eða lítið adrenalin?

Adrenalingarðurinn á Nesjavöllum býður upp á skemmtilega, og ekki síst uppbyggilega afþreyingu og útivist í fallegri náttúru.

Adrenalingarðurinn hefur sannað sig sem góð leið til að efla hópandann. Hann hentar því vel fyrir ýmsa hópa s.s. starfsmenn fyrirtækja, vinahópa og skólahópa. Í garðinum fær fólk óviðjafnanlegt tækifæri til að upplifa gleði, styrkleika og hvatningu, að ógleymdri útivistinni.

Í Adrenalingarðinum ættu allir átta ára og eldri að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Margir halda að þrautirnar í garðinum henti ekki öllum en hann er einmitt hannaður með það í huga að fólk hafi val og finni þá áskorun sem hentar.

Amazing Iceland travel ehf.

Melgerði 36, 200 Kópavogur

Amazing Iceland er lítið fjölskyldu fyrirtæki með stórt hjarta og leyfisveitingar á hreinu. Við erum með gott tengslanet sem gerir okkur kleyft að bjóða upp á alskonar ferðir í því himnaríki sem Íslandi er.

Við getum sniðið ferðir að þínum þörfum hvort sem er ljósmynda eða gönguferðir eða fjallaklifur og jökla ferðir. Þín ósk er okkar ánægja. Minni hópar eru okkur hjartfólgnir þar sem við getum á þann hátt veitt betri og nánari þjónustu en ella. Hópar frá 1 - 6 persónum finnst okkur skemmtilegastir en við getum einnig tekið við stærri hópum.

Afslappað andrúmsloft, hvort sem er í dags eða ævintýraferðum er okkur hjartans mál þar sem þín upplifun er okkar megin markmið og að tryggja að þú getir notið landsins og þess sem það hefur uppá að bjóða.

Láttu okkur um að aka þér um landið, kynna þig fyrir landinu með okkar sérsniðnu persónulegu þjónustu meðan þú slakar á og nýtur þess sem er í boði.

Leiðsögumenn okkar geta boðið upp á:

  • Jarðsögulega ferðamennsku
  • Sögu forfeðra okkar og landnáms
  • Ljósmyndaferðir
  • Jökla og klifur ferðir
  • Fjalla og gönguferðir
  • Fjallahjólamennsku eða mótorhjólaferðir
  • Kayak ferðir
  • eða einfalda gönguferð um borg og bæi

Hvað svo sem er á óskalista þínum getum við aðstoðað þig með að strika út.

Leyfi:

  • Rekstrarleyfi fyrir bíla
  • Jeppi– með leyfi fyrir 8 farþega
  • Rútur fyrir 9 farþega eða fleiri
  • Ferðaþjónustu leyfi
  • Jöklaferða leyfi
  • Wilderness first responder (skyndihjálp í óbygðum)

Ferðafélag Austur-Skaftfellinga

Hlíðartún 29, 780 Höfn í Hornafirði

Skipuleggjum útivistarferðir fyrir stóra og smáa hópa
Vinsamlegast hafið samband og látið okkur gera tilboð í pakkann.

Kaffi Klara - Gistihús og veitingar

Strandgata 2, 625 Ólafsfjörður

KAFFI KLARA 

Kaffi Klara er til húsa í gömlu pósthúsinu í Ólafsfirði, sögufrægt hús í hjarta Ólafsfjarðar sem gért var upp í 2013 og innréttað sem kaffihús og gistiheimili.  

Kaffi Klara er notalegt og heimilislegt kaffhús þar sem lögð er áhersla á að hlúa vel að gestunum, nota hráefni úr héraði, elda matinn sem mest frá grunni og skapa matarupplifun. Boðið upp á rétt dagsins og um helgar er í boði súpa og brauð auk þess sem boðið er upp á smurt brauð, bökur, súrdeigspitsur, kökur, tertur og vöfflur. 

Tapasveislur, hlaðborð, purusteikur, brunch, tónleikar, sýningar m.m. eru reglulega auglýst á facebooksíðu Kaffi Klöru. Kaffi Klara er einnig með veitingaþjónustu og tekur á móti smærra hópa ferðamanna, fjölskyldna, samstarfsfólks, saumaklúbbur, eða félagssamtök.

GISTIHÚSIР

Gistihúsið okkar er staðsett á efri hæð Kaffi Klöru, í miðbær Ólafsfjarðar. Það eru 5 herbergi og 2 baðherbergi. Við eigum 1 frábært stórt herbergi með pláss fyrir 4 t og 1 aðeins minni herbergi með pláss fyrir 3. Bæði herbergin eru tilvalin fyrir fjölskyldur. Herbergin eru með nútímalegum innréttingum og eru með viðargólf og handlaug. Gestir hafa aðgang að sameiginlegri baðherbergisaðstöðu auk sameiginlegs svæðis með ísskáp og hraðsuðukatli. Gistihúsið tekur 11-12 manns í gistingu.

Gistihúsið er tilvalið fyrir stórfjölskyldan, fyrir göngu eða hjólahópa sem vilja njóta náttúrunnar á Tröllaskaga eða fyrir gólfarar. Leitið til okkar eftir tilboð fyrir gisting og fæði. 

Adventura ehf.

Hlauphólar, 766 Djúpivogur

Adventura er lítið gistiheimili og ferðaskrifstofa í Hamarsfirði í Djúpavogshreppi. Meðal þeirra ferða sem aðstandendur Adventura bjóða upp á eru náttúru- og menningarferðir í Djúpavogshreppi. Má þar nefni fuglaskoðunarferðir á svörtum söndum, jeppaferðir í fáfarna dali og menningarferðir þar sem m.a. er farið í einstakt steinasafn og boðið upp á tónleika í gömlum lýsistanki

Food Walks of Reykjavík

, 101 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Vakinn

Ís og Ævintýri / Jöklajeppar

Vagnsstaðir, 781 Höfn í Hornafirði

Í meira en 20 ár hafa Ís og ævintýri ehf boðið uppá spennandi snjósleðaferðir á Vatnajökul.

Farið er alla daga frá mars til október frá Vagnsstöðum, keyrt er á sér útbúnum fjallajeppum á vegi F985 áleiðist að Vatnajökli, á leiðinni gefst gestum okkar færi á að skoða kunnuglegt landslag sem birst hefur í fjölmörgum kvikmyndum og þáttum. Má þar nefna Batman Begins, The Secret Life of Walter Mitty, Tomb Raider: Lara Croft, Amazing Race og Game of Thrones.

  • Daglegar brottfarir frá Vagnsstöðum kl. 9.30 og 14.00
  • Ferðin er 3 klst. Þar af 1 klst á jöklinum sjálfum.  
  • Innifalið er snjógalli, stígvél, hjálmur, vettlingar og lambhúshetta
  • Til þess að keyra snjósleða þarf bílpróf, farþegar á sleðum þurfa ekki að hafa bílpróf.

Hægt er að bóka á heimasíðunni www.glacierjeeps.is eða í síma 478-1000

Wildboys.is

Reynivellir 8, 700 Egilsstaðir

Wildboys.is bjóða upp á fjallgönguferðir auk annarra gönguferða á Austurlandi allt árið um kring. Göngu- og skíðaferðir á Snæfell, Ævintýraganga í Hafrahvammagljúfrum, Dyrfjöll, Stórurð og Fossaleiðin eru okkar vinsælustu ferðir. 

Við tökum einnig að okkur leiðsögn hópa um Víknaslóðir og Lónsöræfi auk fleiri spennandi tinda og gönguleiða á Austurlandi.  Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Asgard ehf.

Dugguvogur 42, 104 Reykjavík

Við hjá Asgard sérhæfum okkur í fjallaleiðsögn og sérsniðnum ævintýraferðum fyrir einstaklinga og hópa. Í boði eru skíðaferðir, ísklifur, klettaklifur, alpaklifur eða fjallgöngur og jöklagöngur, til að nefna það helsta. Gestum okkar er eingöngu boðið upp á fagmannlega leiðsögn og öruggt umhverfi, sem er lykillinn að góðum degi úti í náttúrunni. 

Eigendur og starfsmenn Asgard búa yfir rúmlega 60 ára samanlagðri reynslu af leiðsögn og skipulagningu ferða á Íslandi og erlendis. Hjá fyrirtækinu starfa nokkrir af mest menntuðu og reyndustu fjallaleiðsögumönnum landsins. Gæði og öryggi eru alltaf í fyrsta sæti.

Asgard býður uppá dagsferðir og lengri ferðir fyrir einstaklinga og hópa. Einnig bjóðum við upp á námskeið sem tengjast fjallaleiðsögn, við góðan orðstír. Við hönnum og framkvæmum einstakar upplifanir. Sé hugmyndin innan okkar sérsviðs, þá framkvæmum við hana í samráði við gestina okkar. 

EyjaTours

Básaskersbryggja, 900 Vestmannaeyjar

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Arctic Advanced

Rjúpnasalir 10, 201 Kópavogur

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Happy-Cove travel service

Bjarg, 685 Bakkafjörður

The War Tour

Smiðjustígur 11A, 101 Reykjavík

Askja - Highland Expeditions

Njálsgata 8a, 101 Reykjavík

Alive Journeys

Laufskógar 32, 810 Hveragerði
Vakinn

Adventure Vikings

Gylfaflöt 17, 112 Reykjavík

Adventure Vikings býður uppá stórskemmtilegt úrval af ævintýraferðum bæði fyrir einstaklinga og hópa.

Snorkeling: Dagsferðir í Silfru bæði í þurrgöllum sem fólk flýtur á yfirborðinu og í blautgöllum sem fólk getur fríkafað til að upplifa Silfru enn nánar.

Surfing: Námskeið og dagsferðir bæði fyrir byrjendur og lengra komna. 

Standbretti / SUP: Námskeið fyrir alla fjölskylduna á sumrin auk ævintýra ferða í boði.

Hellaskoðun: Hellaferðir í Leiðarenda og fleiri hella í nágrenni Reykjavíkur.

Fjallgöngur: Reykjadalur við Hveragerði með slökun í heita hveralæknum.

Gullhringur: Þar sem hægt er að sameina ferðina með yfirborðsköfun eða hellaskoðun. 

Eaglefjord ferðaþjónusta

Gilsbakki 8, 465 Bíldudalur

Sögufylgja

Böðvarsholt, 356 Snæfellsbær

Dagbjört Dúna Rúnarsdóttir tekur vel á móti gestum sem vilja fræðast um leyndardóma Snæfellsness.

Dagbjört hefur undanfarin ár sérhæft sig í sögum og sögnum tengdum Snæfellsnesi. Hún fer með gesti sína í stutta göngutúra og miðlar sagnaarfinum ásamt því að eiga samtal við gestina um lífið og tilveruna á Snæfellsnesi.

Hægt er að koma í heimsókn í heim í Böðvarsholt eða hitta hana á fyrirfram ákveðnum stað til að eiga góða stund saman.

Uppáhalds staðir Dagbjartar eru Búðir, Arnarstapi, Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull, Lýsulaugar og Bjarnafoss.

Dagbjört tekur vel á móti einstaklingum jafnt og hópum!

Hafðu samband og mæltu þér mót við sögufylgju á Snæfellsnesi.

Hjartanlega velkomin á vit leyndardóma Snæfellsness!

Gistiheimilið Stöng

Mývatnssveit, 660 Mývatn

Gistiheimili á kyrrlátum stað með fallegu útsýni yfir fallegt vel gróið land. Þaðan er falleg gönguleið á Sandfell auk þess sem það vel staðsett til skoðunarferða í helstu náttúruperlur Þingeyjarsýslu og Mývatnssveitar. Veitingasalur með vínveitingaleyfi  þar sem hægt er að fá allt frá morgunverði til þriggja rétta máltíða. Aðgangur er að  heitum pottum.

Wandering Iceland

Miðbraut 1, 170 Seltjarnarnes

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Iceland Untouched

Meistaravellir 11, 107 Reykjavík

Allar ferðir okkar eru gerðar í kringum hugmyndir okkar um óhefta, óspillta, ótamda og ósnortna náttúru Íslands. Frá okkar sjónarhóli er það sem gerir Ísland svona einstakt og ætti að njóta þess og muna sem svo. Með margra ára reynslu að baki viljum við halda okkur úr alfaraleið og í burtu frá mannfjöldanum á alla vegu.

Við getum með sanni sagt að við upplifum alltaf þá einstöku „Alein/n í heiminum“ tilfinningu á ferðum okkar og njótum þess sem náttúran hefur upp á að bjóða til fullnustu.  Við erum starfrækt allt árið víðsvegar um Ísland og leggjum megin áherslu á gæði umfram magn.

Við ferðumst aðeins í litlum hópum með faglærðum leiðsögumönnum, upplifum okkar menningu, njótum hágæða matseldar og við erum auðvitað alltaf nálægt náttúrunni.

Flestar ferðirnar okkar eru sérsniðnar fyrir viðskiptavini okkar og verð getur því verið mismunandi eftir eftirspurn og ferðalýsingu. Fyrir brottfarir, verð, bókanir og aðrar fyrirspurnir vinsamlega hafið samband:

info@icelanduntouched.com
Sími: 696-0171
Sími: +1(857)3423157

Ferðaþjónustan Brúnastöðum

Brúnastaðir, Fljót, 570 Fljót

Á Brúnastöðum er rekin ferðaþjónusta allt árið um kring. Boðið er upp á gistingu í tveimur stórum húsum sem leigjast út í heilu lagi og geta hýst að minnsta kosti tíu manns hvort.  Bæði húsin eru með heitum pottum. Tilvalið fyrir litla hópa eða stórfjölskyldur.

Með húsunum fylgir aðgangur að húsdýragarðinum á Brúnastöðum og að tveimur „sit on top“ kajökum sem hægt er að nota á Miklavatni, en vatnið er stutt frá húsunum. Fljótin eru mikil náttúruparadís. Ótal gönguleiðir eru í fjallgörðum Tröllaskagans. Hægt er að kaupa ódýr veiðileifi í Miklavatn hjá húsráðendum. Stutt er í sundlaugar, á Sólgörðum, Hofsósi, Siglufirði og Ólafsfirði, á þessum stöðum eru einnig forvitnileg söfn og góðir veitingarstaðir. Mikið og fjölbreytt fuglalíf er á svæðinu, einnig eru Fljótin þekkt fyrir mikla berjasprettu.

Húsdýragarðurinn
Á Brúnastöðum er lítill húsdýragarður opinn yfir sumartímann. Þar má finna öll helstu íslensku húsdýrin, s.s. geitur, heimalinga, grísi, kanínur, kalkúna, endur, margar tegundir af hænum og yrðlinga.

Garðurinn er opinn frá 25. júní til 1. sept, frá 11:00 til 18:00. 

Þið finnið okkur á Facebook hér.

TrollTravel

Báta Dokkin, 580 Siglufjörður

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Inspiration Iceland

Knarrarberg, 601 Akureyri

Inspiration Iceland er fyrirtæki sem leggur áherslu á lifandi og skemmtileg ferðalög.  Við bjóðum uppá ævintýraferðir til orkustaða og náttúrulinda, heilsu- og jóga ferðalög undir miðnætursólinni og norðurljósunum. Inspiration iceland býður uppá dagsferðir, slökunardaga og spennandi vikulöng vellíðunar-, heilsu- eða yogafrí.

Við bjóðum upp á glæsilegar vellíðunar- og ævintýraferðir á 66°  North.
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Trend Travel

Auðbrekka 16, 200 Kópavogur

Sörlatunga

Austurhlíð , 541 Blönduós

Alkemia

Helgafell, 606 Akureyri

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Laugarvatn Adventure

Laugarvatnshellar, 840 Laugarvatn

Laugarvatn Adventure er ungt fyrirtæki sem þó býr yfir mikilli reynslu. Okkar aðalsmerki eru stuttar leiðsagðar ferðir í nágrenni Laugarvatns. Við tökum einnig á móti hópum í hópeflis- og hvataferðir sem við sníðum eftir þörfum hvers hóps fyrir sig.

Hellaskoðunarferðir, jeppaferðir, fjallaskíðaferðir og námskeið.

Á flakk og flæking

Hvolsvegur 30, 860 Hvolsvöllur

Öræfaferðir

Ingólfshöfðabílastæði, 785 Öræfi

Öræfaferðir- Frá fjöru til fjalla er lítið ferðaþjónustufyrirtæki sem rekið er af fjölskyldunni á Hofsnesi í Öræfum. Eigendur fyrirtækisins eru Einar Rúnar Sigurðsson (fæddur og uppalinn í Öræfum) og eiginkona hans Matthildur Unnur Þorsteinsdóttir.

Eitt af einkennum Öræfaferða er að í fyrirtækinu starfar eingöngu fjölskyldan sjálf. Við erum virkilega stolt af héraðinu okkar og teljum það vera forréttindi að fá að kynna svæðið fyrir gestum okkar. Einar er eini starfandi fjallaleiðsögumaðurinn hjá Öræfaferðum frá hausti fram á vor, en á sumrin hjálpast fjölskyldan að við að sinna ferðaþjónustunni svo leiðsögumaðurinn í Ingólfshöfða er Einar, Matta konan hans, Ísak Einarsson eða Matthías Einarsson.

Öræfaferðir geta því boðið þér góða og persónulega þjónustu á íslensku.

Öræfaferðir bjóða uppá ýmsa afþreyingu við rætur Vatnajökuls, aðallega fyrir einstaklinga og litla hópa en við getum einnig farið með 100 manna ættarmót í Ingólfshöfðaferð ef því er að skipta.

Ferðir í boði á sumrin:

Ingólfshöfðaferð - Sögu og fuglaskoðun í Ingólfshöfðafriðland.

Við notum heykerru sem dregin er aftan í dráttarvél til að komast að höfðanum, og svo göngum við saman 2-3 km hring um friðlandið

Komdu með heimamönnum í ævintýraferð um einstaka náttúru Öræfa og heyrðu frásögur þeirra af svæðinu.

Heykerruferðin er skemmtileg fyrir alla og gefur ferðinni einstakan sjarma. Gangan upp sandölduna frá heykerrunni upp á höfðann tekur á, en er á flestra færi, en við mælum ekki með að fara í ferðina nema fyrir þá sem treysta sér í 1 1/2 klukkutíma rólega göngu, í hvaða veðri sem er.

Fyrir Íslendinga er best að skoða upplýsingarnar og bóka á íslensku síðunni, við erum yfirleitt með tilboð þar.

Daglegar brottfarir frá Maí - ágúst

LOKAÐ Á SUNNUDÖGUM

Lengd: 2 og 1/2 tími í allt

Verð: 10.000 kr. fullorðnir og 5000 kr. 6-12 ára (þessi ferð hentar ekki yngri börnum en 6 ára en við bjóðum einkaferð sem við köllum Coast Tour sem hægt væri að aðlaga fjölskyldu með yngri börn).

Frá fyrri hluta júní fram í byrjun ágúst bjóðum við Lunda Ljósmyndaferðir í Ingólfshöfða klukkan 5:55 að morgni.

Brottfarir einn til tvo daga í viku, sjá upplýsingar á www.puffintour.is

Við bjóðum einnig ferð sem við köllum Coast Tour, sem einkaferð. Þá ökum við í Land Rover Defender út á fjöruna sitthvorum megin við Ingólfshöfða. Til að komast þangað þurfum við að aka yfir vatnsföll, og svarta sanda. Hofsnes Leirur geta verið einn fallegasti staðurinn á jarðríki í réttum aðstæðum. Við förum þessa ferð allt árið, svo á veturna getur þetta verið frekar ævintýralegt ef aðstæður eru erfiðar.

Á haustin og veturna bjóðum við 5 tíma jöklakönnunar og íshellaferð sem við köllum Ice Tour. Þá ferð er hægt að bóka sem einkaferð, eða kaupa sér sæti í opna brottför, en hámarksfjöldinn er 6 manns í hverri ferð. Einnig erum við með einka Íshellaljósmyndaferðir fyrir 1-5 þáttakendur þar sem þyrla er notuð til að komast í íshella sem eru ekki aðgengilegir fjöldanum auk íshellanámskeiðs fyrir 1-2 þáttakendur.

Á vorin er svo besti tíminn fyrir fjallaskíðaferðir. Við bjóðum Snow Tour, fjallaskíðaferð/snjóbrettaferð á lægri tinda en Hvannadalshnúk, og Mountain Tour, fjallaskíðaferð/snjóbrettaferð á Hvannadalshnúk fyrir 2-6 þátttakendur í einkaferð.

Nánari upplýsingar um brottfarir og bókanir á heimasíðunni. www.FromCoastToMountains.is

Iceland Close-Up

Norðurbakki 3c, 220 Hafnarfjörður

Iceland Close-Up er ferðasali dagsferða sem býður sérvaldar dagsferðir um Ísland. Vefsíðan okkar er bæði á ensku og kínversku.

Vakinn

Glacier Guides

Skaftafell, 785 Öræfi

Jöklamenn (Glacier guides) er ævintýrafyrirtæki sem sérhæfir sig í fagmannlegri fjallaleiðsögn og leggur metnað sinn í að bjóða upp á sem fjölbreyttast úrval jökla- og fjallaferða. Höfuðstöðvar Jöklamanna eru í Skaftafelli, vel staðsettar gagnvart hrikalegri náttúru svæðisins sem veitir okkur innblástur til góðra verka. Söluskrifstofan okkar er umhverfisvæn og byggð af stærstum hluta úr afar óhefðbundnu hráefni. Hún er staðsett við Gestastofuna í Skaftafelli.
Jöklar þekja um 10% landsins og landsvæði sem nær hærra en 600 m yfir sjávarmál þekur yfir 35%. Við búum í landi fjalla, jökla og stórbrotinnar náttúru og þessi einkenni hafa að miklu leiti mótað okkur öll sem einstaklinga. Það er sem betur fer afar misjafnt hvert hugur manna stefnir og hvar áhugasviðið liggur. Við bjóðum fram krafta okkar fyrir þá Íslendinga sem hafa áhuga á að kynnast landinu sínu á nýjan hátt og njóta til hins ýtrasta þess sem það hefur upp á bjóða. Stór hluti okkar viðskiptavina eru útlendingar sem falla oftar en ekki í stafi yfir mikilfengleik landsins okkar, en við trúum því að Íslendingar séu í sífellt meira mæli að læra að meta það sem við búum við. Stærsti jökull veraldar utan heimskautasvæðanna er innan seilingar með alla sína fögru fjallatinda auk allra hinna fjallanna og jöklanna í landinu.
Vel þjálfaðir og reyndir leiðsögumenn eru okkar aðalsmerki. Það krefst mikillar sérþekkingar að geta leitt fólk um svæði sem þau sem ferðir okkar fara um og við setjum öryggið í fyrsta sætið. Öryggi er forsenda gleði, hamingju og skemmtilegrar upplifunar í fjallaferðum. Við leggjum einnig ríka áherslu á að nota aðeins besta útbúnað sem völ er á í ferðum okkar þar sem hann er forsenda þess að þekking og reynsla leiðsögumannanna nýtist til hins ítrasta. Við hvetjum fólk til að nýta sér sérþekkingu okkar og koma með í skemmtileg jökla- og fjallaævintýri.
Það er okkur hjartans mál að haga starfsemi okkar á þann hátt að hún hafi sem minnst áhrif á viðkvæmt umhverfið sem við störfum í. Við höfum því mótað okkur stranga umhverfisstefnu sem við vinnum eftir og við hvetjum þig einnig til að leggja þitt af mörkum. Móðir jörð er leikvöllur okkar og heimili, við höfum gengið alveg nógu  nærri henni vegna fáfræði og græðgi og það er kominn tími til að við förum að sýna henni þá virðingu sem hún á skilið.

Jöklaganga: Á Snæfellsjökli, Eyjafjallajökli, Sólheimajökli og Falljökli og Virkisjökli í Skaftafelli.
Ísklifur: Á Sólheimajökli og Falljökli í Skaftafelli.
Göngu- og fjallaferðir: Á Heklu, Sólheimajökul, Snæfellsjökul, Eyjafjallajökul, Hvannadalshnjúk, Hrútfjallstinda, Sveinstind, Þverártindsegg og Þumal.
Klettaklifur: Í Valshamar í Hvalfirði og á Hnappavöllum í grennd við Skaftafell.
Hjólaferðir: Í Reykjavík, Reykjadal og Skaftafelli.
Bátsferð: Á Fjallsárlóni og Jökulsárlóni.
Samsettar ferðir: Samblanda mismunandi afþreyingar á einum degi. Frá Reykjavík og Skaftafelli.


Með fyrirfram þökk…Við hvetjum þig til að taka fram gönguskóna og slást í för með okkur í næsta ævintýri.

Litlu Leyndarmálin

Kveldúlfsgata 22, 310 Borgarnes

Icelands little secret eða litla leyndamálið er fjölskyldurekið ævintýrafyrirtæki, staðsett í Borgarnesi. Ferðasvæðið er vesturland og ferðinar sem að við bjóðum uppá eru göngu og jeppaferðir ásamt hjólaferðum á breiðdekkja rafmagnsfjallahjólum. 

Ævintýraleg upplifun á Íslandi. Við skipuleggjum ferðir með þér eða tökum þig á staði sem að þú hefur ekki upplifað áður, ásamt því að fræða þig um svæðið sem að farið er á.

SBA-Norðurleið

Hjallahraun 2, 220 Hafnarfjörður

SBA - Norðurleið sérhæfir sig í útleigu hópferðabifreiða og er eitt það stærsta sinnar tegundar á Íslandi. Fyrirtækið er með starfstöðvar á Akureyri og í Hafnarfirði. 

SBA-Norðurleið leggur metnað í að bjóða viðskiptavinum góða bíla sem henta við öll tækifæri. Bílaflotinn samanstendur 100 vel útbúnum bifreiðum til sumar- og vetraraksturs sem taka 6-73 farþega í sæti og þar af eru nokkrir öflugir fjórhjóladrifnir (4X4) rútur sem auka möguleika og öryggi í fjalla- og vetrarferðum. 

Hjá fyrirtækinu starfar samhentur hópur stjórnenda, bifvélavirkja, bílstjóra og leiðsögumanna með yfir þriggja áratuga reynslu af rekstri hópferðabíla. 

Það getur verið þægilegur, hagkvæmur og umhverfisvænn kostur að leigja rútu.

Algengustu verkefni SBA-Norðurleiðar:

  • Lengri og styttri hópferðir fyrir ferðaskrifstofur, fyrirtæki og einkaaðila.
  • Þjónusta við skemmtiferðaskip
  • Íþróttaferðir
  • Akstur til og frá flugvelli
  • Skólahópar
  • Ráðstefnuhópar
  • Akstur í tengslum við veislur og hátíðleg tækifæri

Til að fá tilboð eða frekari upplýsingar sendið tölvupóst á sba@sba.is. Öllum fyrirspurnum er svarað eins fljótt og auðið er. 

Höfn – Staðarleiðsögn

Hafnarbraut 41, 780 Höfn í Hornafirði

Upplifðu núið

Fræðandi upplifun í anda yndisævintýramennsku og núvitundar í fiskibænum Höfn. 

Komdu með í nærandi upplifun í gegnum létta hreyfingu í stórbrotinni og friðsælli náttúru svæðisins. Höfn Staðarleiðsögn býður upp á ferðir þar sem þú færð tækifæri og tíma til að tengja við það samfélag og menningu sem heimsótt er. Þetta er tækifæri til að upplifa núið í útivist og hægja á í erli hins daglega lífs. 

Kynntu þér sögu og menningu þessa fallega sjávarþorps sem Höfn er með innfæddum leiðsögumanni. Boðið er upp á léttar og upplýsandi göngur þar sem þú færð tækifæri til að kynnast sögu, menningu og jarðfræði Hafnar og nágrennis. Sérsniðnar göngur um fjalllendi eða fjörur suðausturlands eru einnig í boði. Þú getur líka valið þér jóga- og núvitundargöngur eða kayakferð í Hornafirðinum. Í öllum ferðum með Höfn staðarleiðsögn kynnist þú matarmenningu svæðisins í einhverri mynd. 

Ef þú hefur áhuga á meðvitaðri upplifun með náttúruna og samferðafólk þitt í forgrunni, þá er ferð með HÖFN - Staðarleiðsögn eitthvað fyrir þig.  

Glacier and Volcano expeditions

Malarás, 785 Öræfi

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Askja - Mývatn Tours

Arnarnes, 660 Mývatn

Öskjuferðin er ógleymanleg dagsferð, ósnortið svæði og það er eins og maður er staddur á tunglinu.

Farið er frá Mývatnssveit sem leið liggur upp á hálendið.

Ferðin tekur um 3-4 klukkustundir að komast upp á Öskjuplan þar sem gengið er inn að Öskjuvatni. Gangan tekur um 35 mínútur og er löng en flat er inn að vatni. Á leiðinni upp á plan er stoppað við ýmsa fegurðarstaði eins og Grafarlandaá, Herðubreiðarlindir og Jökulsá á Fjöllum. Þegar er komið er upp á plan þá er stoppað þar um 2 til 3 tíma, fer eftir veðri og fjölda.

Nægur tími til að ganga og skoða sig um og jafnvel fá sér sundsprett í Víti, þegar aðstæður leyfa. Síðan er stoppað í Drekagili á leið til baka. Þar er hægt að setja niður og jafnvel ganga inn Drekagil.

Við erum að koma til baka á milli 19 og 20 á kvöldin.

Iceland Challenge

Holtasel , 109 Reykjavík

Ný ferðaskrifstofa hefur bæst í íslensku ferðaskrifstofuflóruna. Iceland Challenge býður upp á einstakar áskoranir í einstöku íslenskri náttúru og umhverfi. Ferðaskrifstofan er stofnuð af Yulia Zhatkina frá Úkraínu, sem kom hingað til lands árið 2022, og Eggerti Guðmundssyni. Með þeim starfar við alþjóðlegt teymi leiðsögumanna, ferðasérfræðinga og sérfræðinga á sviði sölu- og markaðsmála.

Iceland Challenge býður upp á adrenalínfyllt ævintýri í stórbrotinni íslenskri náttúru fyrir þau sem vilja meira en hefðbundnar rútuferðir um Gullna hringinn, en kjósa þau að ferðast í öruggu umhverfi og undir öruggri leiðsögn.

„Okkur finnst að ferðalög eigi að vera sambland af því að uppgötva heiminn og að uppgötva sjálfan sig og við erum sannfærð um að Ísland bjóði upp á einstök tækifæri til þess. Þetta land, sem hefur ítrekað haft áhrif heimssöguna, getur einnig haft djúpstæð áhrif á líf þeirra sem eru reiðubúnir að opna augun fyrir ævintýrum í sínu eigin lífi,“ segir Yulia Zhatkina, annar stofnenda fyrirtækisins.

Ísland laðar sífellt að fleiri ævintýragjarna ferðamenn frá öllum heimshornum í leit að einstökum og ógleymanlegum upplifunum. Iceland Challenge er stofnað til að mæta sífellt aukinni eftirspurn og býður nú upp á fjölbreytt úrval áskorana sem mæta þörfum og óskum viðskiptavina. Sem dæmi má nefna þriggja daga ævintýri þar sem þátttakendur upplifa þrjá íslenska jökla og fá að ganga á skriðjökul, keyra vélsleða, kanna íshella og njóta ískaldrar fegurðar jöklanna úr lofti. Þá er boðið upp á nú daga matar- og náttúruáskorun, þar sem þátttakendur fá að kynnast mismunandi íslenskum matarhefðum í ólíkum landshlutum og skoða náttúruundur landsins samhliða. Ferðasérfræðingar Iceland Challenge hafa sett saman úrval hefðbundinna þjóðlegra rétta og nútíma matargerðarlistar og í ferðinni er einnig heimsóttir margir stórkostlegustu staðir Íslands, svo sem fossar, hverir, eldfjöll og svartar sandstrendur. Loks má nefna þriggja daga ástaráskorun sem m.a. felur í sér heimsókn í baðlón, nudd á snyrtistofu og sögustund um ástir íslenskra landsnámsmanna.

Iceland Challenge býður einnig upp á alhliða ferðaþjónustu, þ.m.t. móttöku, flutninga, hótelgistingu, veitingastaði, afþreyingu, skoðunarferðir, ráðstefnur og þemaviðburði, auk sérgerðra einkaferða fyrir hópa og einstaklinga.

Fyrirtækið vinnur ekki með þeim sem styðja ársá Rússlands á Úkraínu og hyggst gefa hluta af hagnaði sínum til að styðja Úkraínumenn.

Nánari upplýsingar er að finna á vefnum icelandchallenge.is .

Ferðaskrifstofa Harðar Erlingssonar

Skólavörðustígur 3, 101 Reykjavík

Ferðaskrifstofa Harðar Erlingssonar býður upp á sérhæfðar ferðir með áherslu á fuglaskoðun, jarðfræði og menningu, sem og sælkeraferðir og hvataferðir. Einnig er boðið upp á hefðbundnari rútu- og gönguferðir. Ferðaskrifstofan býður einnig upp á ferðir með bílaleigubílum þar sem bíll og gisting eru bókuð fyrirfram, sem og fylgir hugmynd að ferðatilhögun.

Simply the West

Hellnar, 356 Snæfellsbær

Simply the West er framsækin ferðaskrifstofa sem býður upp á fjölbreyttar dagsferðir og er sífellt að bæta við. Við getum líka skipulagt afþreyingu á Vesturlandi og boðið upp á sérsniðnar einkadagsferðir.

Seabirds and Cliff Adventures Tours ehf.

Illugagata 61, 900 Vestmannaeyjar

KLUKKUTÍMA BÁTSFERÐ

Ógleymanleg bátsferð í Vestmannaeyjm farin með innfæddum.

Upplifið stórkostlega náttúru Vestmannaeyja á sjó og landi með innfæddum Eyjamönnum með djúpa þekkingu á sögu, jarðfræði, fugla og sjávarlífi með áratuga þjálfun í siglingum milli skerja og inn í stærstu og minnstu sjávarhellana.)

FJALLGANGA HÁDEGISVERÐUR OG BÁTSFERÐ

Eftir 3 klst fjallgöngu á Blátind, snæðum við léttan hádegisverð á veitingastað við höfnina. Seinni hluti þessarar þrennu felst í óviðjafnanlegri bátsferð við Heimaey.

EINNIG Í BOÐI.

Við bjóðum einnig upp á þessar einstöku ferðir.

Elephant Rock. (Fjallganga).

Bjarnarey Puffin Island .(Bátur,Hiking, Dinner.) 

Private Tours.(Bátur)

Tours for Photographers.(Bátur)

Bird Watching (Bátur).

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Midgard Adventure

Dufþaksbraut 14, 860 Hvolsvöllur

Midgard Adventure

Midgard Adventure er ferðaþjónustufyrirtæki á Hvolsvelli sem var stofnað árið 2010. Við sérhæfum okkur í ævintýraferðum um Suðurlandið, bæði dagsferðum og lengri ferðum. Við rekum einnig Midgard Base Camp sem er í senn gistiaðstaða, veitingastaður og bar.

Dagsferðir
Við bjóðum upp á ýmis konar dagsferðir: hálendisferðir, jeppaferðir, gönguferðir, hjólaferðir, útsýnisferðir og jöklaferðir. Vinsælustu dagsferðirnar okkar yfir sumartímann er Þórsmörk Super Jeep, Þórsmörk Hike og Landamannalaugar Day Tour. Vinsælustu dagsferðirnar okkar yfir vetrartímann eru Þórsmörk Super Jeep, Meet Eyjafjallajökull og Midgard Surprise.

Lengri ferðir
Við bjóðum einnig upp á lengri ferðir frá tveimur upp í átta daga. Vinsælasta ferðin okkar yfir sumatímann er 4-Day Iceland Adventure Package og yfir vetrartímann er það 4-Day Northern Lights Adventure.

Sérferðir og ferðaplön
Við tökum einnig að okkur að sérferðir (prívat) og skipuleggjum ferðalög gesta frá A til Ö. Þá bókum við allar ferðir, gistingu og samgöngur.

Fyrirtækjapakkar
Við erum með í boði ýmsa spennandi fyrirtækjapakka. Sjá nánar hér.

Skólahópar
Við bjóðum einnig upp á ferðir fyrir skólahópa. Sjá nánar hér.

Vantar þig gistingu?
Midgard Base Camp er í senn hótel og hostel. Allir gestir fá aðgang að heitum potti og sauna. Á Midgard Base Camp er einnig að finna veitingastað og bar. 

Áhugaverðir tenglar

Heimasíða Midgard Adventure

Heimasíða Midgard Base Camp

Heimasíða Midgard Restaurant

Kynningarmyndbönd Midgard

Midgard Adventure á Facebook

Midgard Base Camp á Facebook

@MidgardAdventure á Instagram

@Midgard.Base.Camp á Instagram

 

Þund

Herjólfsgata 32, 220 Hafnarfjörður, 220 Hafnarfjörður

Þund býður upp á ferðir sem beinast að innlendum gróðurstöðum. Í ferðunum er lögð áhersla á flóru og einstaka vistfæði landsins. Ströndin skartar stórfengum gróðri og þangi, en á hrjúfum hraunbreiðum með mosum og fléttum gætu fundist smágerðar en fagrar blómplöntur.

Ólíkar plöntutegundir blómgast í hverjum mánuði. Gróðurferðirnar veita þér innsýn í sumt af því allra besta sem náttúran hér býður upp á, þ.á.m. okkar fjölbreyttu flóru og fánu og sjónfagurt landslag.

Hluti ferðanna felst í léttri til hóflegri göngu. Yfirleitt er áð fyrir samlokur en þú getur haft þitt eigið nesti meðferðis.

Vertu alltaf í hentugum útivistarfötum, gönguskóm og taktu með þér regnkápu. Ferðirnar eru í boði á íslensku og ensku. Ein af gróðurferðunum okkar er ágætt innlegg í ævintýrið þitt.

Í boði eru eftirtaldar ferðir:

  • Náttúruskoðun í Reykjavík: Rútuferð og létt ganga um græn svæði borgarinnar, m.a. Nauthólsvík, Laugardal og Heiðmörk. Dagsferð.
  • Flóra og menning: Rútuferð um Borgarfjörð, gengið um valin svæði á láglendi m.a. söfn, fossa og jarðhitasvæði. Stutt dagsferð.
  • Þríhyrnuferð: Þingvellir-Suðurströnd. Rútuferð um allstórt svæði mest á láglendi. Gengið um valin svæði í þjóðgarðinum, við flúðir, á strönd og um friðland og hverasvæði á Suðurlandi. Dagsferð.
  • Grasafræði og jarðfræði: Snæfellsnes. Gengið um valin svæði á Snæfellsnesi, þjóðgarður heimsóttur, gengið meðfram klettóttri strönd og dvalið við náttúruskoðun, áð á veitingastað, val um að fara í sund. Löng dagsferð.

Turtle Travel

Laufásvegur 10, 101 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Jón Tour

Þorrasalir 17d, 201 Kópavogur

Akureyri - Gakktu í bæinn

Álfabyggð 6, 600 Akureyri

Vegna anna er ekki lengur hægt að bóka í ferðir þetta sumarið.

Bragðavallakot

Bragðavellir , 765 Djúpivogur

Baggi er fjölskyldufyrirtæki sem býður upp á gistingu í notalegum sumarhúsum. Við erum staðsett í sveitinni nálægt hringveginum á Austurlandi. Það tekur um tíu mínútur að aka til Djúpavogs þar sem finna má alla nauðsynlega þjónustu, svo sem verslun, sundlaug, veitingastaði og kaffihús.

Við bjóðum upp á þrjár tegundir af sumarhúsum, eins svefnherbergja, tveggja svefnherbergja og sumarhús, sem henta fyrir stærri hópa eða fjölskyldur.

Vakinn

Glacier Adventure

Hali, 781 Höfn í Hornafirði

GLACIER ADVENTURE
Glacier Adventure er fjölskyldufyrirtæki sem er staðsett á Hala í Suðursveit, aðeins 12 km frá Jökulsárlóni.

Glacier Adventure sérhæfir sig í ævintýraferðum við rætur Vatnajökuls á svæði sem oft er nefnt Í Ríki Vatnajökuls. Glacier Adventure býður up pá persónulega og leiðandi þjónustu, þar sem öryggið er alltaf í fyrsta sæti. Samfélagsleg ábyrgð er okkur mikilvæg og því bjóðum við upp á samsettar ferðir með öðrum sambærilegum heima fyrirtækjum, þar sem hægt er að blanda saman Jöklagöngu og ísklifri við fjölbreyttar ferðir á borð við Snjósleðaferðir á Skálafellsjökli, Kayak- og bátsferðir á Jökulsárlóni, svo sem hjólabátaferðir og Zodiac ferðir.

Íshellaferðir: Glacier Adventure sérhæfir sig í íshellaferðum á veturna. Þegar kólna tekur í veðri og haustrigningarnar hafa gengið yfir, er tími til að skoða hvaða undur afrennslisvatn jöklanna hefur skilið eftir sig. Hægt er að velja á milli tveggja mismunandi íshellaferða hjá Glacier Adventure, annarvegar íshellaferð með jöklagöngu og hinsvegar íshellaferð. Hægt er að kynna sér málið og bóka ferðir á heimasíðu félagsins www.glacieradventure.is 

Hátindafeðir: Á vorin bíður félagið upp á ferðir á Hvannadalshnjúk, Hrútsfjallstinda, Þverártindsegg og fleiri hátinda á Sunnanverðum Vatnajökli.

Nautastígurinn: Nautastígsgangan hefur sannað gildi sitt sem skemmtileg hópeflis ganga. Gengið er um töfrandi fjöll og dali Suðursveitar og rýnt inn í sögusvið liðinna tíma þar sem bændur nýttu afdali til beitar fyrir nautgripi. Frábær ferð fyrir vina- og fjölskylduhópa.

Hlaðan: Eigendur Glacier Adventure og aðrir tengdir aðilar vinna að því að opna jökla- og fjallasetur. Hluti af þeirri vinnu var að endurnýja gamla hlöðu og búa til viðburða sal. Salurinn er einkar hlýlegur og frábær fyrir hópa að dvelja í eftir ferð með Glacier Adventure.

Sérfræðiþekking heima aðilanna: Glacier Adventure leggur mikla áherslu á að gestir njóti bæði náttúru og sögu svæðisins í ferðum á vegum félagsins. Í ferðum á vegum félagsins fræðist þú um hvernig var að búa í grennd við jöklana hér áður fyrr og hvernig landið hefur mótast vegna þeirra. Alltaf er hægt að sérsníða ferðirnar eftir þörfum hópsins og blanda saman mismunandi afþreyingu. Ferðirnar henta hverjum sem er, fjölskyldum, einstaklingum eða hópum stórum sem smáum.

Skoðaðu myndir frá okkur á www.instagram.com/glacieradventure 

Iceland Rewild

Nýbýlavegur 48A, 860 Hvolsvöllur

Glacier Trips ehf.

Álaugarvegur 2, 780 Höfn í Hornafirði
Vakinn

Arctic Adventures

Köllunarklettsvegur 2, 104 Reykjavík

Arctic Adventures býður uppá eitt mesta úrval afþreyingarferða á Íslandi og eru starfsstöðvar þess víðsvegar um landið, m.a. í Reykjavík, við Sólheimajökul, í Skaftafelli og á Húsafelli. Þær afþreyingarferðir sem Arctic Adventures býður upp á eru meðal annars jöklagöngur, íshellaferðir, köfun og yfirborðsköfun í Silfru, gönguferðir, hellaskoðun, vélsleðaferðir, hvalaskoðun og útsýnisferðir. 

Arctic Adventures býður bæði upp á dagsferðir og lengri ferðir allt árið, auk þess að taka að sér prívat ferðir, skóla- og fyrirtækjahópa. Arctic Adventures rekur einnig hótel víðsvegar um landið m.a. Adventure Hótel Geirland við Kirkjubæjarklaustur, Adventure Hótel Hof í Öræfum, Hótel Hellissandur og Óbyggðasetrið í Fljótsdal. 

Arctic Adventures er gæða- og umhverfisvottað af Vakanum, gæða og umhverfiskerfi ferðaþjónustu á Íslandi

Jöklagöngur á Sólheimajökli og frá Skaftafelli.

Gönguferðir í Landmannalaugum og Þórsmörk, auk Laugavegsins.

Íshellaferðir í Kötlujökli, Sólheimajökli, Langjökli, Falljökli og frá Jökulsárlóni.

Hellaferðir í Raufarhólshelli.

Köfun/yfirborðsköfun í Silfru á Þingvöllum.

Vélsleðaferðir á Langjökli.

Útsýnisferðir bæði ferðir til að skoða svæðin í kringum Reykjavík og allt landið. 

Björg Sighvatsdóttir

Rofabær 29, 110 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Gistiheimilið Grásteinn

Holt, 681 Þórshöfn

Grásteinn Guesthouse er fjölskyldurekið gistiheimili á sauðfjárbúinu Holti. Við bjóðum uppá gistingu í tveggja manna herbergjum, smáhýsum fyrir 3 og fjölskylduherbergi fyrir 5. Öll herbergi eru með sérbaðherbergi og opnu WiFi neti. 

Gestir okkar hafa aðgang að notalegu seturými við kamínu í aðalbyggingunni og þar er Heiðarlegi barinn opinn eftir þínum þörfum. 

Eldum kvöldmat fyrir 6 eða fleiri, svo það er um að gera að hringja á undan sér og láta vita ef áhugi er fyrir því.

Gestum býðst að hitta dýrin á bænum og mögulegt að fara á hestbak. Erum með frisbígolf körfu og skemmtilegar gönguleiðir.  

Á Grásteini ertu miðsvæðis fyrir allar perlur Norðausturhornsins, s.s. Dettifoss, Ásbyrgi, Langanes, Rauðanes, Heimsskautagerði og dásamlegu Selárlaug í Vopnafirði.

Gravel Travel

Kirkjubraut 10, 170 Seltjarnarnes

Gravel Travel er fjölskyldurekið fyrirtæki og við sérhæfum okkur í að bjóða upp á hágæða ferðaupplifun og persónulegar ævintýraferðir um hið töfrandi landslag Íslands. Með þrjár kynslóðir Íslendinga við stjórnvölinn komum við með mikið af sérfræðiþekkingu í hverja ferð og tryggjum að hver gestur fari með djúpa og varanlega tengingu við eyjuna okkar. Allt frá spennandi dagsferðum til einkaferða og margra daga ævintýra, við sníðum hverja upplifun að þínum þörfum. Ekki missa af flaggskipsferðinni okkar í hinn einstaka íshelli Kötlu – ógleymanleg upplifun í einu af hinum einstöku náttúruundrum Íslands.

Húsey HI Hostel & Hestaleiga / Farfuglaheimili

Húsey, 701 Egilsstaðir

Heimsókn í Húsey við Héraðsflóa er hrein náttúruupplifun. Víðsýni er mikið í Húsey og fagurt til allra átta. Selir liggja á eyrum fljótanna  Lagarfljóts og Jökulsár á Brú. Þarna er að sjá marga fugla t.d. kjóa, skúm og lóminn. Oft má líka sjá hreindýr. Best af öllu er að njóta náttúrunnar á hestbaki en farið er daglega í selaskoðun á hestbaki kl 10:00 og 17:00. Nauðsynlegt er að hringja á undan sér.

Húsey HI Hostel & Hestaleiga / Farfuglaheimili er til húsa í gamla íbúðarhúsinu sem var endurnýjað til þeirra nota. Þar er hægt að gista og góð eldunaraðstaða fyrir hendi. Þar er einfalt heimilislegt húsnæði með sameiginlegum baðherbergjum, eldhúsi, stofu og glerhúsi.

Hestaferðir Húsey
Heimsókn í Húsey við Héraðsflóa er hrein náttúruupplifun. Hundruð sela liggja á eyrum í Jöklu, lómurinn verpir í tugatali, þarna er eitt stærsta kjóavarp í heimi og skúmurinn gerir reglulegar loftárásir á ferðamenn.

Best af öllu er að njóta einstakrar náttúru af hestbaki, en farið er daglega í selaskoðun kl. 10 og kl. 17 og tekur um 2 klst. Nauðsynlegt er að hringja á undan sér. Einnig er boðið uppá lengri reiðtúra, 4 klst meðfram ánum.

Húsey er fornfrægt býli á undirlendinu í millum tveggja fallvatna úti við Héraðsflóa, Jökulsár á Brú og Lagarfljóts. Býlið er einkum þekkt með þjóðinni fyrir náttúrufar og dýralíf, einkum seli, fugla og hreindýr. Líkast er Húsey einn fárra staða í víðri veröld þar sem unnt er að panta selaskoðun á hestbaki! 

Out & About Iceland

Hringbraut 37, 101 Reykjavík

Bjarki Valur Bjarnason

Iceland by Guide

Skólavörðustígur 30, 101 Reykjavík

Viltu upplifa Ísland með þínum hætti? Ég er hér bara fyrir þig! Ísland með leiðsögumanni (Iceland by Guide) er hannað til að lengja líf þitt og gera það frábært á ferðalögum. Ég Birgir Jóa (Bijo) ásamt vinum mínum, hönnum og skipuleggjum, ökum og leiðsegjum þér ævintýrinu þínu á Íslandi. Þú upplifir allt frá því að vera einn í náttúrunni og slaka á yfir í að sjá nýja náttúruupplifun á hverjum klukkutíma. Þú upplifir og tekur myndir og ert með frábæra sögu til að segja vinum frá þegar þú kemur heim.

Iceland by Guide er með sérsniðnar lausnir fyrir einstaklinga og hópa sem ferðast saman til Íslands.

Arctic Exposure

Skemmuvegur 12 (blá gata), 200 Kópavogur

Arctic Exposure er ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í jeppaferðum um Ísland. Við bjóðum upp á ferðir frá Reykjavík á sérútbúnum jeppum. Við setjum saman ferðir sem henta hverjum og einum allt frá einstaklingum upp í hópa.

Jöklaferðir, hálendisferðir, íshellaferðir, gönguferðir. Ferðirnar henta vel fyrir hverskonar hópa eins og vinnustaðahópa, saumaklúbba, gönguhópa, ljósmyndaklúbba og alla sem langar til að kynnast landinu okkar á nýjan hátt. Við höfum sérhæft okkur í gegnum árin í ljósmyndanámskeiðum og leiðsögumenn okkar þekkja landið einstaklega vel og þá sérstaklega óþekktari náttúruperlur um land allt.

Hringdu eða sendu okkur tölvupóst og saman skipuleggjum við ferð fyrir þinn hóp.

Fjöllin

Smárarimi 73, 112 Reykjavík

Ólafsdalur í Gilsfirði

Erluhraun 4, 220 Hafnarfjörður

Ólafsdalur í Gilsfirði, 1000 ára saga

Fyrsti búnaðarskóli á Íslandi (1880-1907) og einn merkasti staður í landbúnaðarsögu Íslands. Glæsilegt skólahús frá 1896. Stytta Ríkarðs Jónssonar af Torfa og Guðlaugu í Ólafsdal. 

Vegna mikilla framkvæmda Minjaverndar við endurreisn staðarins mun sumaropnun Ólafsdalsfélagsins ekki hefjast fyrr en sunnudaginn 25. júlí. Eftir það verður opið alla daga til 15. ágúst kl. 12:00-17:00. Léttar veitingar, sýningar og leiðsögn. 

Fallegar og skemmtilegar gönguleiðir eru í Ólafsdal, meðal annars að nýlega fundnum víkingaaldarskála og öðrum fornum byggingum sem verið er að rannsaka af Fornleifastofnun Íslands í um 20 mín göngufjarlægð frá skólahúsinu. 

Merkilegar minjar um byggingar, vatnsveitu, hleðslur og ræktun. Áhugaverðar sýningar um sögu Ólafsdalsskólans. Nýfundinn landnámsskáli og aðrar byggingar frá 9.-10. öld!

Þrettánda Ólafsdalshátíðin verður haldin laugardaginn 14. ágúst 2021 kl. 11-17. Skemmtileg fjölskylduhátíð við allra hæfi. 

Walk-On Iceland

Hlíðarsmári 10, 201 Kópavogur

 Walk-On Iceland er náttúrutengt ferðaþjónustufyrirtæki sem kynnir gesti sína fyrir íslenskri náttúru og kemur þeim í tengingu við hana. Lögð er áhersla á persónulega þjónustu, virðingu við náttúruna og sjálfbærni við skipulag og framkvæmd ferðanna.

Að bjóða erlendum gestum náttúrutengingu, núvitund og fræðslu um land og þjóð með gönguferðum í náttúruperlum í grennd við höfuðborgarsvæðið er markmið Walk-On.

Ferðast er í smáum hópum á góðum bílum og boðið er upp á nokkrar tegundir ferða auk þess sem við getum sérsniðið ferðir að þörfum gestanna. 

Walk-On er með leyfi Ferðamálastofu sem ferðasali dagsferða.   

Summit Explorers

Skúlagata 20, 101 Reykjavík

Komiði sæl.
Ég heiti Reynir Snær Valdimarsson og er fjallaleiðsögumaður. Ég tek að mér ferðir upp á hæstu fjöll landsins t.d. Hvannadalshnúk og Hrútsfjallstinda. Allur jöklabúnaður er innifalinn í slíkum ferðum en mikilvægt er að fara með reyndum leiðsögumönnum þegar ferðast er um jökla landsins m.a. vegna sprunguhættu.

Ég og mínir leiðsögumenn eru með réttindi frá Félagi Íslenskra Fjallaleiðsögumanna og með fyrstu hjálp í óbyggðum (WFR). Hóparnir hjá mér eru litlir og persónulegir og við reynum að toppa þegar besta veðrinu er spáð.

Hafðu samband í 869-0979 eða info@summitexplorers.com ef þú vilt toppa eitt af flottustu fjöllum Íslands.

Perfect Iceland

Norðurvellir 6, 230 Reykjanesbær

Sögufylgja

Álftavatn, 356 Snæfellsbær

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Bergmenn ehf.

Klængshóll, 621 Dalvík

Jökull Bergmann er stofnandi Bergmanna og jafnframt fyrsti og eini faglærði fjallaleiðsögumaður landsins. Bergmenn sérhæfa sig í leiðsögn og kennslu á öllum sviðum fjallamennsku.

Á Íslandi leggjum við megináherslu á fjallaskíða- og þyrluskíðaferðir á vorin ásamt fjallgöngum á landsins hæstu tinda. Á sumrin klífum við kletta og fjöll ásamt því sem við bjóðum uppá sérsniðnar fjallaferðir í Alpana, til Grænlands eða á hvern þann tind sem hugur þinn girnist. Ef þú ert að leita að ógleymanlegri upplifun undir öruggri handleiðslu fagmanna eru Bergmenn til þjónustu eiðubúnir.

Sjáumst á fjöllum.

www.bergmenn.com
www.arcticheliskiing.com
www.ravenhilllodge.com
www.karlsa.com

                                        

TREX - Hópferðamiðstöðin

Hestháls 10, 110 Reykjavík

TREX er rútu- og ferðaþjónustufyrirtæki sem starfrækt hefur verið í yfir 40 ár. TREX bíður upp á 70 rútur þar á meðal sér útbúnar rútur til hálendisferða.

Vakinn

Ferðafélag Íslands

Mörkin 6, 108 Reykjavík

Ferðafélag Íslands var stofnað 27. nóvember 1927. Félagið er áhugamannafélag og tilgangur þess er að stuðla að ferðalögum um Ísland og greiða fyrir þeim. Allir eru velkomnir í félagið og félagsmenn njóta umtalsverðra fríðinda í formi veglegrar árbókar ár hvert og verulegs afsláttar af gistingu í skálum  og fargjaldi í ferðum félagsins og deilda þess. Þar að auki veita fjölmörg fyrirtæki félagsmönnum afslátt af þjónustu sinni.

Innan vébanda F.Í. starfa 15 deildir víða um landið. Þær eiga og reka skála og halda úti ferðum allan ársins hring.

Í Ferðafélagi Íslands eru um sjö þúsund félagsmenn. Auk ferða af ýmsum toga er margvíslegt félagslíf innan félagsins. Yfir vetrarmánuðina er efnt til myndakvölda, kvöldvaka, spilakvölda, þorrablóta og margs fleira. Allir slíkir viðburðir eru kynntir með góðum fyrirvara hér á heimasíðu félagsins.

 Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Skálanes Náttúru- og Menningarsetur

Suðurgata 2, 710 Seyðisfjörður

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Ingos Icebreaking Tours

Ketilstaðaskóli, 871 Vík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Westfjords Adventures

Þórsgata 8a, 450 Patreksfjörður

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

 

Opnunartímar;

Mán - Fös 08:00 - 17:00

Lau + Sun 10:00 - 12:00

Fjallabak

Skólavörðustígur 12, 121 Reykjavík

Ferðaskrifstofan Fjallabak er lítið fjölskyldufyrirtæki sem hefur verið starfrækt í mörg ár.

Við bjóðum upp á allskonar ferðir, fuglaskoðunarferðir, skíðaferðir, jarðfræðiferðir en sérhæfum okkur þó aðallega í önguferðum.

Við skipuleggjum einnig "A la carte" ferðir fyrir einstaka hópa og einstaklinga. Við tökum einnig að okkur hvataferðir.

Walk With a Viking - Borgargöngutúr

-, 101 Reykjavík

Það er skemmtilegt að upplifa miðbæ Reykjavíkur og jafnfram sögu Íslands í þessari 2 klukkustunda gönguferð um miðbæinn.

Skoðuð eru helstu kennileiti miðbæjarins og sagðar sögur þeirra en jafnframt reynum við að aðlaga hvern göngutúr að okkar gestum og þeirra áhugasviði.

Íslendingar sem hafa gengið með okkur hafa upplifað höfuðborgina sína alveg á nýjan hátt.

Allir okkar leiðsögumenn hafa klárað leiðsögunám og / eða eru með mikla reynslu í því að fræða og skemmta okkar gestum.

Fleiri hundruð fimm stjörnu dómar á síðum eins og Tripadvisor geta borið vitni um að við kunnum okkar fag.

Frekari upplýsingar má nálgast á yourfriendinreykjavik.com eða með því að senda okkur tölvupóst á yfir@yourfriendinreykjavik.com.   

Óbyggðasetur Íslands

Norðurdalur, 701 Egilsstaðir

Óbyggðasetrið bíður upp á fjölbreytta afþreyingu, heimilislegan veitingastað og gistingu í einstöku umhverfi.

Lifandi sýning Óbyggðasetursins um ævintýri óbyggðanna hefur hlotið fjölda viðurkenninga og hentar gestum á öllum aldri.

Fjöldi lengri sem styttri gönguleiða er í nágrenninu og staðurinn vinsæll hjá gönguhópum.

Dæmi um styttri göngu er eyðibýlagangan sem liggur inn með ánni að endurgerðum kláf sem gestum er velkomið að prófa.

Norðurflug

Bygging 313, Reykjavíkurflugvöllur, 101 Reykjavík

Norðurflug Helicopter Tours er leiðandi þjónustu fyrirtæki í þyrluflugi á Íslandi. Norðurflug státar sig af því að vera stærsta þyrlufélag landsins með fjórar þyrlur starfræktar allt árið um kring. 

Þyrluflug er frábær leið til þess að upplifa og sjá alla þá nátturufegurð sem Ísland hefur upp á að bjóða. Gilin i Þórsmörk, litadýrðin i Landmannalaugum og jöklar landsins eru engum lík. Alveg frá því að tekið er á loft er þyrluflug einstök upplifun og gott tækifæri til þess að sjá landið frá öðru sjónarhorni en flestir eru vanir.

Norðurflug býður upp á margar og fjölbreyttar ferðir, allt frá 36.900 krónum á mann en þær má allar sjá á heimasíðu okkar www.helicopter.is 

Við erum með aðsetur austanmegin á Reykjavíkurflugvelli, á Nauthólsvegi 58d. Netfangið okkar er: info@helicopter.is og símanúmerið: 562-2500.

Feimna rjúpan - Pict Expeditions

Svínafell 1, 785 Öræfi

Feimna rjúpan is a family-company based in the realm of the glaciers, Öræfi, south-east Iceland. We specialize in craft courses and outdoor experiences. The outdoor branch is run by the name Pict Expeditions, and we do hikes on glaciers or mountains and expeditions both on foot and skis. We tailor make the adventure to our customers and are happy to work with those that want to venture further from the beaten track. We are mountaineers and have our guiding qualifications through the Association of Icelandic Mountain Guides (AIMG) as well as other internationally recognised qualifications. We are also locals and know our mountains and conditions well. Feimna rjúpan is a small company and we strive to only provide personal and quality experiences to our customers. The people behind the company are Svanhvít and Daniel, Svanhvít a local Icelander from the rural sheep farming community of Öræfi, and Daniel, a travelled Scotsman who got drawn in by the raw wilderness of the country. Check out our website for more details and blogs.  

Svana and Dan  

Absorb Iceland

Rósarimi 1, 112 Reykjavík

Absorb Iceland er íslensk ferðaskrifstofa staðsett í Reykjavík sem vottuð er af Ferðamálastofu Íslands og fer eftir öllum lögum og reglum í ferðaþjónustu á Íslandi.

Við sérhæfum okkur í einkaferðum innanlands þar sem ferðast er á afslappandi og ánægjulega vegu. Með okkar reynda leiðsögufólki færðu að upplifa allt sem Ísland og hrífandi náttúru þess hafa að bjóða, hvort sem er með stútfullri ferðaáætlun af fjöri eða rólegum og þægilegum degi.

Við elskum að sníða ferðir að þörfum gesta okkar til að gera upplifun þeirra af Íslandi einstaka og ógleymanlega um alla ævi. Við leggjum ávallt áherslu á að veita gestum okkar persónulega og vinalega þjónustu, svo þeim líði eins og þeir séu að skoða landið með vini. Þú getur alltaf haft samband við okkur til að byrja að skipuleggja dvöl þína á Íslandi með bestu mögulegu ferðaáætlun sem er útbúin sérstaklega fyrir þig.

Við búum í Reykjavík og höfum brennandi áhuga á Íslandi. Okkur finnst við svo lánsöm að hafa alist upp og búið í okkar frábæra landi og viljum deila þekkingu okkar og kunnáttu á landinu og öllum þeim undrum sem Ísland hefur upp á að bjóða með nýjum vinum okkar.

Þú ferðast í einkaferð með persónulegum leiðsögumanni og færð nákvæmari upplifun af Íslandi og náttúru þess, menningu og sögu. Þess vegna eru ferðirnar okkar einkaferðir svo gestir okkar fái persónulegri nálgun.

Glacier Encounter

Lyngrimi 5, 112 Reykjavík

Tinna Adventure

Selnes 28-30, 760 Breiðdalsvík

Við hjá Tinna Adventure erum einlægir áhugamenn um ferðamennsku og íslenska náttúru. Hvort sem það er í bíl, á hjóli eða fótgangandi þá viljum við deila hinni einstöku Íslensku náttúru og friðsemd með viðskiptavinum okkar.

Við höfum mikla reynslu í fjallamennsku og bakgrunnur okkar nær meðal annars inn í Björgunarsveitirnar.

Við ferðumst í littlum hópum, þar sem hver jeppi tekur að hámarki 4 til 10 farþega. Þetta gerum við með það að markmiði að bjóða upp á persónulega tengingu og nánd við hina mögnuðu náttúru landsins. Á hersla okkar er á hæga ferðamennsku “slow travel” með það í huga að veita einstaka upplifun af náttúru og menningu svæðisins.

Við berum mikla virðingu fyrir umhverfinu og höfum það að markmiði að skilja ekki eftir ummerki á náttúrunni eftir ferðir okkar. Það er von okkar og markmið að komandi kynslóðir geti notið þessarar fallegu náttúru eins og við gerum í dag.

Þá vinnum við í nánu sambandi við samfélagið og fyrirtæki á svæðinu með það að markmiði að byggja upp og styðja við sjálfbært atvinnuumhverji í samfélaginu.

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Geo Travel

Geiteyjarströnd 1, 660 Mývatn

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

destination blue lagoon

Norðurljósavegur 9, 240 Grindavík

Destination Blue Lagoon er ferðaþjónustuaðili Bláa Lónsins og keyrir reglulega á milli Bláa Lónsins og Reykjavíkur eða Keflavíkurflugvallar.

Hægt er að finna ferðaáætlanir á https://destinationbluelagoon.is/. Við minnum á að nauðsynlegt er að bóka miða í Bláa Lónið fyrirfram á www.bluelagoon.is

Troll Expeditions

Fiskislóð 45G, 101 Reykjavík

Borea Adventures

Aðalstræti 17, 400 Ísafjörður

Borea Adventures á Ísafirði býður upp á ævintýraferðir með leiðsögn fyrir minni og stærri hópa.

Fyrirtækið á og rekur hraðbátinn Bjarnarnes sem flytur allt að 18 farþega í skipulögðum ferðum og sérferðum um Hornstrandir, Jökulfirði og Ísafjarðardjúp. Borea Adventures býður upp á ýmsar ferðir um friðlandið, þar sem gist er í tjöldum, tjaldbúðum í Hornvík eða í nýuppgerða eyðibýlinu á Kvíum í Jökulfjörðum. 

Borea Adventures býður upp á fjölbreytt úrval lengri ferða, sem og dagsferða út frá Ísafirði. Kayakferðir um ævintýralega firði Hornstranda og Jökulfjarða, fjölbreyttar göngur um Hornstrandir og nágrenni Ísafjarðar, skíðaferðir, fjallahjólaferðir og náttúruupplifanir. Einnig eru í boði sérferðir, sérsniðnar að þörfum þeirra sem okkur vilja heimsækja. 

Borea Adventures býr að einvala liði reynslumikilla og skemmtilegra leiðsögumanna, sem tryggja það að allir fari heim með bros á vör. 

Ferðafélag Akureyrar

Strandgata 23, 600 Akureyri

Ferðafélag Akureyrar (FFA) var stofnað árið 1936 og er deild í Ferðafélagi Íslands. Félagið skipuleggur á hverju ári 50 - 60 ferðir aðallega á Norðurlandi. Ferðirnar eru á mismunandi erfiðleikastigi og birtist áætlun yfir þær á heimasíðu FFA www.ffa.is Einnig eru stuttar sunnudagsgöngur kl. 10, þær eru fríar og öllum opnar. Félagið er einnig með hópverkefni og námskeið sem fólk getur skráð sig í.

Ferðafélag Akureyrar á og rekur sjö skála, þeir eru í Herðubreiðarlindum, við Drekagil og í Laugafelli, þar eru skálaverðir yfir sumartímann. Gönguskálarnir eru fjórir í Suðurárbotnum, í Dyngjufjalladal, við Bræðrafell og á Glerárdal. Nánar um það á heimasíðu FFA. 

Ferðir allt árið. Sjá heimasíðu, www.ffa.is/

Skrifstofa Ferðafélags Akureyrar er opin sem hér segir:
Vetraropnun er frá 1. október til 30. apríl mánudaga til föstudaga kl. 11:00-13:00.
Sumaropnun er frá 1. maí til 30. september mánudaga til föstudaga kl. 14:00-17:00.

Á skrifstofunni er almenn afgreiðsla og þar eru veittar upplýsingar til félagsmanna og annarra þeirra sem nýta þjónustu félagsins. Hægt er að senda tölvupóst á netfangið ffa@ffa.is eða hringja í síma 462 2720.

Vakinn

Kynnisferðir - Reykjavik Excursions

BSÍ Bus Terminal, 101 Reykjavík

Reykjavik Excursions – Kynnisferðir bjóða upp á daglegar áætlunarferðir inn á hálendið í Landmannalaugar og Þórsmörk, og einnig að Skógum. Hálendisrútan er tilvalin fyrir þá sem að vilja ganga Laugaveginn eða Fimmvörðuhálsinn eða að gera sér glaðan dag á þessum fallegu svæðum sem ekki eru á færi fólksbíla.

Tímatöflur má finna á https://www.re.is/is/highland-bus/

Einnig býður Reykjavik Excursions upp á eitt stærsta úrval dagsferða á Íslandi og má þar nefna hinn heimsfræga gullhring, dagsferð um suðurströndina sem og Snæfellsnesið, að ógleymdum sætaferðum til og frá Bláa lóninu og Leifstöð.

www.re.is

Vakinn

Stepman.is

Dynjandi, 781 Höfn í Hornafirði

Stepman.is er hornfirsk ævintýra og afþreyinga fyrirtæki sem leggur áherslu á vistvæna ferðamennsku í einstakri náttúru Suðausturlands. Stepman.is býður uppá stórskemmtilegt úrval af einkaferðum og persónulega þjónustu fyrir einstaklinga og litla hópa. 

Í boði eru ísklifur, fjallgöngur og jöklagöngur, ljósmyndaferðir, jeppaferðir, og íshellaferðir til að nefna það helsta. Gæði og öryggi eru alltaf í fyrsta sæti!

Fyrir frekari upplýsingar má senda tölvupóst á step@stepman.is eða skoða heimasíðunna www.stepman.is .

Eastfjords Adventures

Strandarvegur 27, 710 Seyðisfjörður

Eastfjords Adventures er ferðaþjónustufyrirtæki með aðsetur á Seyðisfirði. Við bjóðum upp á fjölbreyttar ferðir á svæðinu. Við trúum því að ævintýrin snúist ekki bara um adrenalín; Þau snúast um að uppgötva kjarna hvers staðar, upplifa umhverfið og kynnast sögunni. Við leggjum okkur fram um að veita meira en leiðsögn; Við viljum skapa minningar og mynda djúp tengsl milli þín og náttúrunnar.

Við bjóðum upp á

  • Gönguferðir og snjóþrúgugöngur
  • Kayak ferðir á firðinum
  • Rafmagnshjólaferðir
  • jeppaferðir
  • Sérsniðnar ferðir byggðar á þínum óskum

Þú finnur nánari upplýsingar um okkur og framboð ferða á vefnum okkar

Iceland Private / Perla Iceland Private

Öldugata 17, 220 Hafnarfjörður

Fjallafélagið

Skeifan 19, 108 Reykjavík

Við sérhæfum okkur í ferðum á hæstu og erfiðustu tinda landsins en bjóðum einnig upp á æfingagöngur á lægri og auðveldari fjöll. Fagmennska á öllum sviðum er leiðarljósið okkar. Við leggjum metnað okkar í að fjallafélagar njóti ferðarinnar með okkur og upplifi samspil manns og náttúru á sterkan og jákvæðan hátt.


Bjarteyjarsandur

Bjarteyjarsandur, 301 Akranes

Bjarteyjarsandur í Hvalfirði er heimili þriggja fjölskyldna og þar er stunduð fjölbreytt atvinnustarfsemi sem tengist búskap, ferðaþjónustu, fræðslustarfsemi, matvælaframleiðslu, verktakastarfsemi og fleiru. Bærinn stendur á fallegum stað innarlega í Hvalfirði og þar hefur sama ættin búið allt frá árinu 1887. 

Gönguferðir, fræðsla og leiðsögn - boðið er upp á leiðsögn og fræðslu í Hvalfirði og nágrenni. Göngu- og rútuleiðsögn um Hvalfjörð, Akranes, Þingvöll og Borgarfjörð. Vinsælar gönguleiðir í nágrenninu eru Leggjabrjótur, Síldarmannagötur, Glymur og fjörusvæðin. 

Á Bjarteyjarsandi er í boði gisting í notalegum sumarbústöðum og á skjólgóðu fjölskyldutjaldsvæði. Sumar - Í Fornastekk á Bjarteyjarsandi eru leigðir út vel útbúnir sumarbústaðir fyrir 5-7 manns. Bústaðirnir standa í fjallshlíð mót suðri og er útsýnið afar fagurt. Heitur pottur fylgir hverjum bústað. Helgar- og vikulega möguleg. Tjaldsvæðið er á sléttri flöt neðan við gamla bæinn á Bjarteyjarsandi. Skjólbelti veitir ágætt skjól á hluta svæðisins. Salerni og ein sturta eru í þjónustuhúsi rétt ofan við tjaldflötina. Eldunaraðstaða eftir samkomulagi.

Eingöngu opið fyrir hópa sem bóka fyrirfram.

Opið allt árið. 


The Cave

Fljótstunga, 320 Reykholt í Borgarfirði

Víðgelmir er stærsti hraunhellir landsins. 1.600 metra langur hellirinn býr yfir mögnuðum litaafbrigðum og hraunmyndunum djúpt í iðrum jarðar og með sínum framúrskarandi fjölbreytileika og glæsileika býður hann upp á ógleymanlega lífsreynslu. 

Við bjóðum upp á fjölskylduvænar ferðir sem allar kynslóðir geta notið, þökk sé nýrri göngubrú og lýsingu í hellinum. Fyrir þá sem kjósa meiri áskorun, þá bjóðum við einnig upp á hálfs dags ferð alveg inn í enda hellisins, út fyrir manngerð þægindi.

Hellar eru oft dimmir og þröngir en það á ekki við um Víðgelmi. Það sem áður var seinfarið, harðgert landslag er nú auðvelt og skemmtilegt yfirferðar. 

2Go Iceland Travel

Víðidalur 38, 260 Reykjanesbær

Um 2Go Iceland Travel  

Ferðaskrifstofa staðsett í Reykjanesbæ með fullt starfsleyfi frá Ferðamálastofu. Okkar helsta markmið er að kynna og sýna einstaka íslenska náttúru og menningu fyrir ferðamönnum í einkaferðum, litlum hópaferðum og lengri ferðum um landið. Skipuleggjum einnig sérferðir fyrir litla hópa sem vilja fara ótroðnar slóðir. 

Við höfum einnig mikla reynslu í skipulagningu lúxusferða og hvataferða þar sem áhersla er lögð á að vinna hlutina öðruvísi. Ísland er einstakt land bæði þegar kemur að náttúrufegurð og menningu. Við viljum að heimurinn kynnist okkar landi og þjóð með því að koma í heimsókn hingað. Það hvetur okkur áfram að gera allar okkar ferðir einstakar.  

Beffa Tours / Harbour Inn Guesthouse

Dalbraut 1, 465 Bíldudalur

Hjá Beffa Tours er boðið upp á siglingu um Arnarfjörð, sem er með fallegri fjörðum landsins. Í firðinum hefur hnúfubakur komið sér fyrir til sumardvalar okkur til mikillar ánægju og er boðið upp á daglegar ferðir í hvalaskoðun á föstum tímum yfir sumarið, en eftir samkomulagi þess utan. Einnig er boðið upp á ferðir í sjóstöng, þar sem gestum er velkomið að taka aflann með sér heim.

Báturinn rúmar allt að 7 farþega og er gestum velkomið að upplifa sjávarniðinn á dekkinu eða koma sér fyrir inni í hlýjunni hjá skipstjóranum og heyra hann ausa úr viskubrunni sínum. Hægt er að bóka bátinn í prívatferðir, tilvalið fyrir fjölskyldur og vinahópa.

Hvalaskoðun:
20. júní- 20. ágúst: daglega kl. 08:30 og 19.30, lengd ferðar 2 klst.
20. ágúst- 31. október: brottför eftir samkomulagi, lengd ferðar 2 klst.

Sjóstangveiði:
Sérferðir er hægt að bóka á heimasíðu eða í síma.

Prívatferðir, náttúruskoðun og skutl:
Hægt að bóka með tölvupósti eða í síma.

 Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Local Guide - of Vatnajökull

Hofsnes, 785 Öræfi

Jöklaferðir í ríki Vatnajökuls

www.localguide.is
info@localguide.is
sími: 8941317

Um:
Local Guide of Vatnajökull er lítið fjölskyldufyrirtæki á Suðausturlandi og hefur verið starfrækt frá árinu 1991. Rætur fyrirtækisins liggja í Öræfum og hafa fimm kynslóðir fjölskyldunnar farið í leiðangra um jökulinn og fyrirtækið er nú í eigu þriðju kynslóðar.

Local Guide býr yfir mikilli þekkingu um allt Vatnajökulssvæðið. Sérhæfing okkar eru íshellaferðir á veturna og ísgönguferðir á sumrin. Við tökum einnig að okkur sérferðir fyrir hópa og fjölskyldur, tindaleiðangra, ljósmyndaferðir, gönguferðir, jeppaskutl og trúss; á Vatnajökli og sem dæmi í umhverfi Skaftafells, Núpstaðarskógs og Lakagíga.

Ekki hika við að setja þig í samband við okkur og við munum með ánægju sýna þér þessa mikla náttúruperlu sem Vatnajökulsþjóðgarður býður uppá. 

Opnunartími:
Jökla-, ísgöngu- og ísklifurferðir: allt árið
Íshellaferðir: október - april
Gönguferðir og klettaklifurnámskeið: á sumrin

Við sjáum einnig um jeppaskutl og trúss um allt Vatnajökulssvæðið. 

Zipline Iceland

Ránarbraut 1, bakhús., 870 Vík

Zipline ævintýri í Vík í Mýrdal

Zipline ævintýri í Vík er frábær skemmtun fyrir ævintýraþyrsta fjörkálfa. Upplifunin samanstendur af gönguferð um Grafargil með nokkrum skemmtilegum áningarstöðum og fjórum zipplínum, 30-240 metra löngum. Á þeim er sannkölluð salíbunuferð yfir stórbrotið landslag gilsins fyrir neðan. Ferðin er leiðsögð allan tímann með stórskemmtilegum leiðsögumönnum úr þorpinu sem eru mjög vel að sér í sögu staðarins og svæðinu allt um kring. 

Zipline öryggi

Zipline ferðin okkar er nokkuð auðveld fyrir flesta, það er gengið um kindastíga á ójöfnu landslagi á milli zipplínanna sem við rennum okkur á yfir fossa og Víuránna í gilbotninum til að fá hjartað á smá hreyfingu undir öruggri handleiðslu leiðsögumannanna okkar. Línurnar okkar og allur búnaður er vottaður af óháðum evrópskum aðila og skartar CE vottun. 

Zipline gædar

Stofnendur Zipline, stundum leiðsögumenn, hafa öll það sameiginlegt að vera miklir heimshornaflakkarar og hafa áratugi af ævintýrum undir beltinu. Samanlagt hafa þau ferðast til flestra heimshorna og stundað ævintýri eins og svifvængjaflug, köfun, ísklifur, brimbretti og kajak ásamt fleiru.  

Zipline Reglurnar

Ferðin er um 1,5 - 2 klst. Gestirnir okkar þurfa að vera orðin 8 ára eða 30 kg. Markmið okkar er að eiga saman skemmtilega stund hvort sem það er fjölskylda, vinir eða stakir ferðalangar sem heimsækja okkur.  

Lengd ferðar: Ca.1,5 - 2 klst.

Fatnaður: Klæðist eftir veðri, í gönguskóm og fléttið sítt hár.

Lágmarks aldur: 8 ára

Þyngd: 30 - 120 kg.

Mæting: 10-15 mín fyrir ferð að Ránarbraut 1, bakhús.

Brottfarartímar: Sjá tímasetningar og hvenær er laust á www.zipline.is

Verð: 11.900 kr. á mann, börn, 8 - 12 ára greiða 7.900 kr. í fylgd fullorðinna. Tilboð eru auglýst á vefsíðunni.

Hópar: Hægt er að aðlaga tímasetningar að hópum, vinsamlegast sendi okkur tölvupóst fyrir kjör og hópabókanir: zipline@zipline.is

Mundo Norte

Fífuseli 41, 109 Reykjavík

Viðurkennd ferðaskrifstofa (með númerið 2023-015) fyrir margs konar ferðir: dagsferðir, margra daga ferð um Ísland, norðurljósaferð, gönguferðir o.fl.

Insula Serena

Ægisíða 125, 107 Reykjavík
Insula Serena er ferðaskrifstofa í eigu Marion Herrera, fransks/íslensks leiðsögumanns á Íslandi og í Frakklandi. Hún leiðsegir á frönsku og ensku á Íslandi, og skipulegur ferðir með heimspekiívafi utan allfaleiðar. Hún er einnig með meirapróf, D próf. Marion er fædd og uppalin í Nice í Suður-Frakklandi og býður jafnframt upp á ferðir í Nice og nágrenni, á frönsku Rívíerunnim ásamt Korsiku.

Travel East Iceland

Smáragrund, 720 Borgarfjörður eystri

Við sérhæfum okkur í skipulagningu ferða og viðburða um Austurland og tökum að okkur alla þætti skipulagsins.

Við þjónustum einstaklinga, hópa og fyrirtæki og drögum fram sérstöðu og margbreytileika Austurlands í öllum okkar ferðum.  Reynsla í ferðaþjónustu, þekking á svæðinu, nákvæm vinnubrögð og brennandi áhugi til þess að gera vel tryggir ógleymanlega upplifun.  Hafðu samband, möguleikarnir eru óteljandi.

Lilja Tours

Hólabraut 16, 221 Hafnarfjörður

Hafið samband vegna bókana.

Horft í hamarinn

Strandgata 6, 220 Hafnarfjörður

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Þín leið

, 105 Reykjavík

Þín leið er jóga- og ráðgjafarstöð sem leggur áherslu á útijóga og ráðgjöf úti í náttúrunni. Í boði eru jógagöngur og jógaferðir á Íslandi allan ársins hring af fjölbreyttri lengd.


Jógaferðir í boði:

  • Gönguhugleiðsla í Reykjavík
  • Jógagöngur í nágrenni höfuðborgarinnar (síðdegi og kvöld)
  • Dagsgöngur og dagsferðir á SV-, S- og V-landi
  • Umbreytandi ferðir (hlédrag) með jóga og ráðgjafarvinnu
  • Hálendisferðir: Bakpoka- og rútuferðir

Sumar/haust 2021:

  • Síðdegis- og kvöldgöngur ágúst - september 
  • Dagsgöngur með jóga frá ágúst 
  • Jógaferð að Landmannahelli, 10-12.september: Gönguferðir, jóga úti og inni, hugleiðingar til sjálfseflingar
  • Sjálfseflandi ferð í Öræfi, 1.-3.október. Gönguferðir, náttúrujóga, markmiðavinna

Lengd, erfiðleikastig og innihald: 

  • Ferðirnar eru mislangar, frá stuttum gönguhugleiðslum sem taka eina klukkustund og 2 – 3 klst. jógagöngu upp í vikuferðir um hálendið
  • Áreynslan er breytileg, frá frekar léttum „eins skóa“ göngum upp í erfiðari þriggja „skóa“ göngur
  • Áherslan í ferðunum er að njóta náttúrunnar, kyrrðar og samveru. Stunda jóga í náttúrunni og draga athyglina inn á við
  • Ferðirnar ýta okkur úr vananum með því að færa okkur aðeins út fyrir boxið og reyna stundum á eigið þor
  • Löng reynsla af jógaferðum á Íslandi á öllum árstíðum, í mismunandi veðrum og svæðum
  • Jóga er fjölbreytt og því hægt að velja um standandi, sitjandi og liggjandi jógastöður, hugleiðslur, öndunaræfingar, slökun eftir hvað hentar.

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana: hronn@thinleid.is

SBA-Norðurleið

Hjalteyrargata 10, 600 Akureyri

 SBA - Norðurleið sérhæfir sig í útleigu hópferðabifreiða og er eitt það stærsta sinnar tegundar á Íslandi.
Fyrirtækið er með starfstöðvar á Akureyri og í Hafnarfirði.
 

SBA-Norðurleið leggur metnað í að bjóða viðskiptavinum góða bíla sem henta við öll tækifæri. Bílaflotinn samanstendur 100 vel útbúnum bifreiðum til sumar-og vetraraksturs sem taka 6-73 farþega í sæti og
þar af eru nokkrir öflugir fjórhjóladrifnir (4X4) rútur sem auka möguleika og öryggi í fjalla- og vetrarferðum.
  

Hjá fyrirtækinu starfar samhentur hópur stjórnenda, bifvélavirkja, bílstjóra og leiðsögumanna með yfir þriggja
áratuga reynslu af rekstri hópferðabíla.
 

Það getur verið þægilegur, hagkvæmur og umhverfisvænn kostur að leigja rútu. 

Algengustu verkefni SBA-Norðurleiðar: 

· Lengri og styttri hópferðir fyrir ferðaskrifstofur, fyrirtæki og einkaaðila. 

· Þjónusta við skemmtiferðaskip 

· Íþróttaferðir 

· Akstur til og frá flugvelli 

· Skólahópar 

· Ráðstefnuhópar 

· Akstur í tengslum við veislur og hátíðleg tækifæri 

Til að fá tilboð eða frekari upplýsingar sendið tölvupóst á sba@sba.is. Öllum fyrirspurnum er svarað
eins fljótt og auðið er.
  

Explorer´s Edge

Meðalholt 2, 105 Reykjavík

Fjallafjör / Selfoss Adventures

Ásvellir 1, 240 Grindavík

Pure Iceland

Sléttuvegur 3, 870 Vík

Reykjavík Food Walk

Klapparstígur 25, 101 Reykjavík

Frábær matur verður einfaldlega ekki bara til. Á bakvið hann eru áragamlar fjölskylduuppskriftir, ótrúlegar sögur, metnaðarfullir veitingastaðir og áhugaverðir einstaklingar. Við erum lítið teymi af stoltum Íslenskum matgæðingum og okkur langar að kynna gestum okkar frá öllum heimshornum fyrir eintökum hefðum, æðislegum mat og skemmtilegum sögum. 

Við göngum um alla Reykjavík og leyfum gestum að upplifa borgina með okkar augum, því besta sem Íslensk matargerð hefur uppá að bjóða og eignumst nýja vini í leiðinni!

Huldustígur

Víðilundur 4, 600 Akureyri

Í Lystigarðinum á Akureyri er gengið hægum skrefum um garðinn og Bryndís Fjóla segir frá huldufólkinu og álfunum sem búa í garðinum fyrir hvað þau standa og hver þeirra saga er.
Staldrað er við á búsvæðum þeirra og ykkur gefin kostur á að finna fyrir nærveru þeirra.
Hún segir frá hlutverkum þeirra og boðskap í dag og til forna.

Gistiheimilið Eldá / Helluhraun / Birkihraun

Helluhraun 15, 660 Mývatn

Eldá, Gistiheimili Mývatni. Ert þú á leiðinni til Mývatns þá bjóðum upp á góða gistingu og persónulega þjónustu á sanngjörnu verði. Við erum staðsett miðsvæðis í Reykjahlíð, í göngufæri við alla helstu þjónustu.

Hótel Leirubakki

Landsveit, 851 Hella

Hótel Leirubakki leggur áherslu á góða og persónulega þjónustu og kappkostar að mæta kröfum hvers og eins.
Mjög falleg og hlýleg setustofa er í hótelinu og heitir pottar við húsvegginn, auk þess sem saunabað og stærri laug, Víkingalaugin, standa gestum til boða.
Veitingahúsið í sal Heklusetursins er í hæsta gæðaflokki og þar fer saman glæsilegur salur og frábært útsýni þar sem Hekla og Búrfell blasa við augum.

Mjög góð aðstaða er til funda- og ráðstefnuhalds og einnig hefur starfsfólk okkar mikla reynslu í að skipuleggja brúðkaupsveislur, óvissuferðir, hvataferðir, ættarmót og hvers kyns samkomur.
Leirubakki er í aðeins 100 km fjarlægð frá Reykjavík á góðum, malbikuðum vegi alla leið. Staðurinn er miðsvæðis á Suðurlandi og flestir sögustaðir og náttúruperlur  þessa landshluta eru í innan við klukkustundar akstursfjarlægð frá Leirubakka.

Hótel Leirubakki og Heklusetrið bjóða gesti velkomna allt árið.  Staðurinn er þekktur fyrir mikla náttúrufegurð og gott veður. Glæsilegt útsýni er til allra átta og fátt er betra en að njóta slökunar í heitum laugum staðarins hvort heldur er í miðnætursól á sumrin eða við skin norðurljósa og stjarna að vetrinum.

Tjaldsvæði eru opin frá maí og út september.

Wide Open

Aðalstræti 54a, 600 Akureyri

Wide Open is all about hiking, nature and exploring new horizons. We are based in Akureyri, and all our tours start from this cosy little arctic town surrounded by mountains with dazzling views over the fjord. We aim to stay off the beaten track and away from the crowds.

During the winter, when the snow is deep and the fjord is white, we put on our snowshoes and enter the frozen landscapes of the north. The snowshoes allow us to go outdoors without sinking to deep in the powder and they give us the necessary grip on patches of icy snow. If you like hiking, you will love snowshoeing.

The Snowshoe Delight is our daily scheduled snowshoe tour. But you can also book us for a private snowshoe hike, and we also have kids snowshoes for a Family Snowshoe Tour."

Gistiheimilið Básar

Básar, 611 Grímsey

Á Básum eru 8 herbergi með 18 rúmum. Skipast þau þannig að það eru 2 einsmannsherbergi, 3 tveggjamanna, 2 þriggjamanna og 1 fjögurramanna. Hægt er að fá morgunmat, hádegismat, kaffi og kvöldmat. Fallegar myndir af lífinu í Grímsey príða veggi Bása allt frá torfkofum til dagsins í dag, þessar myndir er hægt að fá keyptar (ljósmyndarinn er hinn eini sanni Friðþjófur Helgason). 


Iceland Activities

Mánamörk 3-5, 810 Hveragerði

Iceland Activities er fjölskyldufyrirtæki sem hefur gríðar mikla reynslu af ferðamennsku á Íslandi og spannar sú reynsla yfir 30 ár.

Við leggjum metnað okkar í að sýna fólki Ísland og Íslenska náttúru á annan hátt en aðrir gera, þannig að það tengist náttúrunni bæði með fræðslu og einnig með því að fara aðeins út fyrir fjölsóttustu svæðin þar sem náttúrufegurðin er jafnvel enn meiri en á hinum hefðbundu svæðum, og þar liggur styrkur okkar í því hversu vel við þekkjum Ísland. 

Við leggum mikinn metnað í allar okkar ferðir og höfum eitt markmið að leiðarljósi að fólk sem ferðast með okkur sé ánægt og upplifi sem mest.

Helstu ferðirnar sem við bjóðum uppá eru:

  • Fjallahjólamennsku og fjallahjólaferðir
  • Brimbrettaferðir og kennsla.
  • Gönguferðir.
  • Hellaferðir.
  • Jeppaferðir.
  • Snjóþrúguferðir
  • Starfsmannaferðir og hvataferðir
  • Skólaferðir
  • Zipline

Við erum staðsettir í Hveragerði rétt við þjóðveg eitt um 40 km frá Reykjavík.

Ferðirnar okkar henta mjög breiðum hópi bæði í aldri og getu þar sem þær eru allt frá rólegum fjölskylduferðum upp í adrenalin ferðir.

Lifandi leiðsögn

Skagfirðingabraut 35, 550 Sauðárkrókur

Vivid Iceland

Ytri-Sólheimar, 871 Vík

EV Travel

Ásholt 40, 105 Reykjavík

North East Travel

Brekkustígur 1, 685 Bakkafjörður

Upplifðu norðaustur landið með North East Travel, sem er staðsett á Bakkafirði. Falin perla þegar kemur að nátturu, dýralífi og útiveru. Sérhannaðar ferðir gerir þetta að fullkomnum möguleika fyrir hvern sem er sem langar að upplyfa svæðið.

Mývatn Activity - Hike&Bike

Reykjahlíð 4, 660 Mývatn

Hestakráin sveitahótel / Land og hestar

Húsatóftir 2a, 801 Selfoss

Hestakráin á Húsatóftum Skeiðum er aðlaðandi sveitakrá sem er tilvalinn staður til mannfagnaða s.s. árshátíðir. Hestakráin rúmar hæglega 50 - 70 gesti í sæti. 

Áhersla er lögð á þjóðlega, ferska og góða rétti t.d. grillað lambakjöt, lambasteik, fiskrétti, kjötsúpu, kúrekasúpu, heimabakað brauð og bakkelsi. Allt hráefni kemur úr héraði. 

Fyrir hópa er t.d. hægt að velja um:
· Súpu og brauð
· Tveggja rétta máltíð
· Þriggja rétta máltíð 

Einnig er reynt að verða við séróskum viðskiptavina, má þar nefna afmælisveislu, jólahlaðborð, þorrablót og sviðamessu.

Gistirými er fyrir 20 manns í tveggja manna herbergjum. Í öllum herbergjum er baðherbergi með sturtu og snyrtiaðstaða og úti á verönd er heitur pottur.

· Uppá búin rúm í gistiherbergjum með snyrtiaðstöðu

· Tvær vistlegar setustofur
· Heitur pottur á verönd
. Sauna


Berserkir og Valkyrjur

Birkilundur 50, 341 Stykkishólmur

Skoðaðu stórbrotið landslag með okkur á rafmagns fjallahjólum (hentar bæði byrjendum og vönum), á hestum (aðeins fyrir vana knapa) eða fótgangandi á skemmtilega valda staði í okkar nánasta umhverfi. 

Ísafjörður Guide - Helga Ingeborg Hausner

Seljalandsvegur 85, 400 Ísafjörður

 Eitthvað sérstakt - Nature and Cultural Walks with a view of Ísafjörður 

Ísafjarðarganga - Áhugaverð ferð í gegnum tímann  

Leiðsögukonan er klædd eins
og fiskverkakona frá 19. öld og leiðir ykkur í gegnum bæinn og upp í hlíðina fyrir
ofan Ísafjörð. Hún sýnir áhugaverða staði, gefur innsýn inn í sögu Ísafjarðar
og segir sögur og sagnir bæði úr fortíð og nútíð. Það eru sögur um vættir okkar
eins og álfum, tröllum og draugum. Leiðsögukona skiptir nestinu sínu með gestum.
(2 klst.) 

Ef þú vilt fá innsýn í sögu Ísafjarðar og heyra fleiri sögur og sögur um fólkið, drauga, álfa, tröll og aðrar dulrænar verur forna og nútíma Álfar, tröll og sögur (2 tímar), væri réttur ganga fyrir þig. Einnig er gangan án hæðarmunar. 

Í lok þessar tvær ferðar er gefinn kostur á því að lengja ferðina um:

Into Nature (1 hour)

Traditional Tasting (20 min.)

Vistit the Church (20 min)

 

Aðrir gönguferðir eru:

Jarðsögu og jarðfræði (3 klst.)
Gróður Vestfjarða eða Haustlitir (3 klst.)  

Náttúruganga (5 klst.)
Komdu að smakka (3,5 klst.) 

Persónuleg leiðsögn skv.
beiðni

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.  

Ferðaskrifstofan Nonni

Brekkugata 5, 602 Akureyri

Ferðaskrifstofan Nonni Travel ehf.,stofnað 1988, er staðsett við Ráðhústorgið í harta Akureyrar. Aðaláhersla er á skipulagningu ferða og móttöku erlenda gesta á Íslandi, Grænlandi og Færeyjum.

  • Nonni Travel býður upp á gott úrval ferða og ýmsa afþreyingu.
  • Nonni Travel er sérhæfð í ráðgjöf og skipulagningu sérsniðinna ferða fyrir einstaklinga og hópa.
  • Nonni Travel hefur mikla reynslu í ráðstefnuhaldi og skipulagningu stærri funda.

Hótel Heydalur / Ferðaþjónustan í Heydal

Mjóifjörður, 420 Súðavík

Sveitahótelið Heydalur er í 130 km fjarlægð frá Ísafirði og 320 km – 340 km fjarlægð frá Reykjavík eftir því hvaða leið er valin. Veitingasalur, sem er í gamalli hlöðu, rúmar 70 – 100 manns og fundaraðstaða er fyrir 10 – 40 manns. Boðið er upp á gistingu fyrir 59 manns í átta tveggja manna og einu þriggja manna herbergi í flokki 3  og átta tveggja manna og tveimur þriggja manna herbergjum í flokki 4 öll með sér baðherbergjum ásamt þremur sumarbústöðum, annars vegar 10 manna og hins vegar 4 – 5 manna. Gott tjaldsvæði sem er opið frá 1. júní fram í októberlok.

 Gnægð afþreyingar er í boði. Lítil sundlaug í suðrænu gróðurhúsi, heitur frumlegur pottur og náttúrulaug vígð af Gvendi góða. Kajak og hestaleiga með leiðsögn við allra hæfi, bæði styttri ferðir og dagsferðir. Veiði í vötnum.   Á veturna snjóþrúgur og gönguskíði. Falleg gönguleið um dalinn sem eitt sinn hýsti 13 bæi. Friðaður birkiskógur. Fjölbreytt  fuglalíf og plöntugróður. Fugla og plöntuspjöld eru til fróðleiks.

 Veitingasalurinn er öllum opinn. Boðið er upp á fjölbreyttan matseðil, þar sem áhersla er lögð á mat úr héraði, heimaræktuðu grænmeti og nýveiddan silung úr eigið eldi. Veitingastaðurinn er með vínveitingaleyfi.

 Á tjaldsvæðinu er snyrtiaðstaða með heitu vatni, þrjú kvenna og karla klósett og sturtur sitt hvoru megin. Rafmagn fyrir húsbíla og tjaldvagna. Leiksvæði bæði fyrir börn og unglinga. Frábært umhverfi  til göngu og leikja í kjarrinu.

 Hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla

 Gisting:  3 hús, 19 herbergi, 59 rúm

Reykjavík Sightseeing Invest

Skógarhlíð 10, 105 Reykjavík

Inside the Volcano

Þríhnjúkagígur, 210 Garðabær

Ferðir í Þrínhjúkagíg.

Top Mountaineering / Top Trip

Hverfisgata 18, 580 Siglufjörður

Förum með hópa eða einstaklinga um Siglufjarðarfjöll, Fljót og Héðinsfjörð. Fjöllin í kringum Siglufjörð eru einstök með sínar sæbröttu hlíðar, egghvassa toppa,  hyrnur og hnakka. Fjöllin henta vel til útivistar og hægt er að bjóða upp á alls kyns möguleika allt frá léttum dagsferðum til alvöru fjallaferða. Hægt er að ganga eftir gömlum kinda og reiðslóðum, láta hugann reika  til fortíðar  og hugsa sér lífsbaráttu fólksins sem fór um þessar götur. Líka er hægt að fara ótroðnar leiðir t.d. eggjagöngu eftir fjöllunum,  láta reyna á þolrifin eða ganga fjörur eða nánasta umhverfi .

Við bættum við okkur kayak í vor, bjóðum upp á 1-2 og 3 tíma ferðir með leiðsögumanni.

Leggjum til allan búnað undir og yfirgalla, vetlinga skó og vesti, höfum öll tilskilin leyfi frá Samgöngustofu.

Skipuleggjum ferðir fyrir hópa jafnt sem einstaklinga.

www.topmountaineering.is  

 

The Icelandic Way

Nönnugata 8, 101 Reykjavík

The Fjord Hub

Suðurgata 12, 400 Ísafjörður

Fjord Hub er ævintýramiðstöð staðsett í miðbæ Ísafjarðar. The Fjord Hub er sannkölluð útivistarmiðstöð og býður upp á fulla þjónustu. Þar finnur þú hjólaleigu og reiðhjólabúð með ýmsan útivistarbúnað og skíða-/snjóbrettavax. Markmið okkar er að vera fyrsta og síðasta stopp til að skipuleggja ævintýrið þitt um Vestfirði. Fyrir utan verslun og þjónustu stöndum við fyrir ýmsum viðburðum er snúa að útivist. Fylgdu okkur á Facebook til að þess að fylgjast með viðburðum og fréttum.

Thisland

Dyngjugata 3, 210 Garðabær

SÉRFERÐIR

Thisland er lítið fjöldskyldufyrirtæki sem eingögnu býður uppá sérferðir fyrir pör eða minni hópa, dagsferðir eða lengri ferðir um allt land. Einnig er boðið uppá ferðir um hálendi landsins yfir sumarið.   

Allar ferðir eru sérsniðnar fyrir viðskiptavini okkar og eru með leiðsögn faglærðra leiðsögumanna. Verð eru því mismunandi eftir óskum viðskiptavina og lengd ferða. 

Eingöngu er ferðast í hágæða farartækjum. Áhersla er lögð á öryggi og þægindi farþega. 

Thisland sér um að bóka gistingu, afþreyingu og samgöngur. 

Fyrir verð, bókanir og aðrar fyrirspurnir vinsamlega hafið samband:  

info@thisland.is 

www.thisland.is 

+354 662-7100  

Annatours.is

Reykjahvoll 25, 271 Mosfellsbær

Náttúruupplifun í útjaðri Mosfellsbæjar.
Létt ganga í eftirmiðdaginn milli fella, fróðleikur og þjóðlegt kaffihlaðborð að göngu lokinni.

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Secret Local Adventures ehf.

Langholtskoti, 846 Flúðir

Secret local adventures er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað árið 2016 og er staðsett um 5 km. fyrir utan Flúðir. Fyrirtækið er í eigu vinanna Guðmanns (Manna) og Hjálms (Hjalla) sem sjá einnig um að leiðsegja flúðasiglingaferðum okkar.  

Við hjá Secret local adventures bjóðum upp á flúðasiglingaferðir (river rafting) niður Hvítá sem gerir viðskiptavinum okkar kleift að upplifa magnaða náttúru sem ekki er hægt að sjá nema á báti og lofum alltaf miklu fjöri. Við ferðumst alltaf í litlum og persónulegum hópum og sérsníðum ferðina að þínum hóp. Hvort sem það sé fjölskylduferð, gæsa/steggja hópur, vinahópar eða skólahópar, höfum við alltaf gaman. Bæði er hægt að fara í ferð yfir daginn en nú bjóðum við einnig upp á miðnæturferðir þar sem hægt er að njóta íslensku sumarnóttanna á einstakan hátt! 

Secret local adventures er eitt af mjög fáum vatnasports-fyrirtækjum í heiminum sem fer allar sínar ferðir í þurrgöllum. Þeir virka þannig að ekkert vatn á að komast inn fyrir gallann sem gerir það að verkum að viðskiptavinir okkar komast 90% þurrir uppúr ánni. Einnig halda gallarnir vel hita svo að kuldi skemmi ekki fyrir öllu fjörinu! 

Við erum staðsett í hjarta uppsveita Árnessýslu, við enda gullna hringsins og stutt er í alla þjónustu, svo sem veitingastaði, náttúrulaugar og margt fleira skemmtilegt! 

Hægt er aðfinna nánari upplýsingar um aar okkar ferðir, búnað og verð á heimasíðu okkar secretlocal.is. Endilega hafðu samband með því að hringja beint í okkur í síma899-0772 (Manni) eða 865-3511 (Hjalli) eða senda tölvupóst á netfangið

secretlocal@secretlocal.is. 

Hlökkum til að eiga frábæran dag í Hvítá með þér! 

Norse Adventures

Álfhella 4, 221 Hafnarfjörður

Við erum lítið fjölskyldurekið fyrirtæki með mikla ást á náttúru og fegurð Íslands og ekkert gleður okkur meira en að geta deilt földum perlumm og sögunum okkar með þér!

Markmið okkar er að gera hverja upplifun að draumi. Við erum mjög sveigjanleg og elskum að sérsníða ferðir okkar að þörfum hvers og eins. Ekkert af því sem við gerum er meitlað í stein og við erum alltaf að leita leiða til að auka ánægjuna.

Radius Travel / Volcano Ventures

Bakkabraut 5c, 200 Kópavogur

Ferðaþjónustan Bakkaflöt

Tungusveit, 560 Varmahlíð

Bakkaflöt er fjölskyldurekið fyrirtæki sem byrjaði með gistingu og veitingar árið 1987. Erum með gistingu í smáhýsum með sérbaði, herbergjum með sameiginlegu baði, stærri sumarhúsum og tjaldstæði. Sundlaug, heitir pottar, veitingastaður og bar á staðnum. 

Frá árinu 1994 höfum við boðið upp á fljótasiglingar niður Austari og Vestari jökulsá. 

Í sumar(2020) erum við með tilboð í Vestari jökulsá: 11.900 kr á mann. 8.000 kr fyrir 9-12 ára. 

Frábær ferð um skemmtilegt landslag. Stoppað til að fá sér kakó úr heitri uppsprettu og svo er auðvitað stoppað við stökk klettinn og þeir sem vilja stökkva ofan í ána. 

Bjóðum einnig upp á Sit on top Kayak ferðir niður Svartá, Paintball, Þrautabraut og Loftbolta. 

Á staðnum: Gisting í smáhýsum með sérbaði, stærri sumarhúsum, herbergjum án baðs, tjaldstæði, lítil sundlaug og heitir pottar, veitingastaður og bar.

Selfoss Town Tours

Austurvegur 3, 800 Selfoss

Selfoss Town Tours er nýtt ferðaþjónustufyrirtæki staðsett á Selfossi. Við sérhæfum okkur í sögu- og matargönguferðum um bæinn okkar með leiðsögumanni. Við komum við á skemmtilegum stöðum og smökkum gómsætan mat á nokkrum af veitingastöðum bæjarins. Markmið ferðarinnar er að fólk skemmti sér vel, borði góðan íslenskan mat úr héraði og fái að skyggnast inn í merka sögu Selfoss í leiðinni. 

Vakinn

Hidden Iceland

Fiskislóð 18, 101 Reykjavík

Hidden Iceland er fjölskyldurekið ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í dagsferðum sem og pakkaferðum hér á landi. Við leggjum mikið upp úr því að bjóða upp á persónusniðnar ferðir með litlum hópum, að hámarki 12 manns, um land allt.

Í öllum ferðum Hidden Iceland fer reyndur leiðsögumaður með hópinn sem fræðir og skemmtir en umfram allt sér til þess að fyllsta öryggis sé gætt. Leiðsögumenn okkar hafa allir áralanga þjálfun, þekkingu á Íslandi, sögunni og jarðfræðinni. Við höfum hannað ferðirnar okkar þannig að við værum ekki bara spennt heldur stolt að taka fjölskyldu okkar og vini með í för til að upplifa töfra Íslands.

Áætlunarferðir
Hidden Iceland býður upp á úrval dags og pakkaferða frá Reykjavík. Hvort sem það er dagsferð um gullna hringinn í náttúruböðum og matarupplifun, tveggja daga ævintýraferð um suðurströndina endilanga með jöklagöngu á einum af stórkostlegu jöklunum innan Vatnajökulsþjóðgarðs eða fjögurra daga ferðalag um vestfirsku fjöllin og firðina.

Sérferðir og ferðaskipulagning
Hidden Iceland býður einnig upp á sérferðir fyrir pör og hópa hvort sem að það eru dagsferðir frá Reykjavík eða lengri ferðir hringinn í kringum landið. Ferðirnar eru allar sérsniðnar að hverjum hóp fyrir sig, með eða án leiðsagnar, þar sem Hidden Iceland sér um að bóka gistingu, afþreyingu og samgöngur.

Hvataferðir og fyrirtækjapakkar
Við bjóðum upp á ýmsar spennandi hvataferðir og fyrirtækjapakka sem er sérsniðinn að þínum hóp. Tilvalið fyrir árshátíðarferðina, stórafmælið eða hópeflið. Hafið samband við Hidden Iceland og við setjum saman fullkomna ferð fyrir þinn hóp.

Þá er ekkert annað að gera en að reima á sig gönguskónna og slást í för með okkur í næsta ævintýri! Við hlökkum til að fá ykkur með.

Frekari upplýsingar má nálgast á www.hiddeniceland.is eða senda tölvupóst á info@hiddeniceland.is

Arctic Yeti

, 101 Reykjavík

Arctic Yeti ehf. hefur mikla reynslu í skipulagi sérsniðinna ferða á Íslandi, fyrir pör, fjölskyldur og hópa. Hafið samband með ykkar hugmynd og við svörum eins fljótt og hægt er.

Millu og Krillu ferðir

Mosarimi 45, 112 Reykjavík

Millu og Krillu ferðir er ferðaþjónustu fyrirtæki sem sérhæfir sig í tveggja til fimm daga gönguferðum með íslendinga um fallega ísland einnig bjóðum við uppá gönguskíða og fjallaskíða námskeið á veturna.

Citywalk Reykjavík

, 108 Reykjavík

Við bjóðum upp á bæjargöngu þar sem farið er yfir helstu kennileiti borgarinnar og arkitektúr þeirra, bæjarþróun og sögu landsins samtímis á skemmtilegan og líflegan máta.

Upphaflega voru göngurnar sniðnar að erlendum ferðamönnum og því allar ferðir á  ensku. Núna bjóðum við uppá Íslendingagöngu sem er upplagt fyrir hópa t.d. fyrirtæki sem hafa áhuga á fróðleik í bænum eða skemmtilegum ratleik með mat og drykk.

CityWalk hefur verið starfandi síðan 2014 og hlotið yfir 5000 "excellent" review á TripAdvisor, fleiri en nokkuð annað íslenskt fyrirtæki.

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana í gegnum heimasíðuna, www.citywalk.is

Mountain Excursion - Víkurhús slf.

Lindarbæ, 816 Ölfus

Þórunn Hilma Svavarsdóttir

Neðri-Hóll, 356 Snæfellsbær

Matur, saga og menning í Stykkishólmi / Gönguferðir í Stykkishólmi / Gönguleiðsögn á Snæfellsnesi

Nesvegur 13, 340 Stykkishólmur

Basecamp Iceland

Hólmaslóð 2, 101 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Tanni ferðaþjónusta ehf.

Strandgata 14, 735 Eskifjörður

Tanni Travel er ferðaþjónustufyrirtæki sem býður upp á fjölbreytta afþreyingu á Austurlandi.

Við erum fjölskyldufyrirtæki og má rekja sögu fyrirtækisins aftur til 1970 er Sveinn Sigurbjarnarson hóf rekstur fólksflutningabíls. Í dag erum við með 17 rútur í ýmsum stærðum og bjóðum upp á ferðir allt árið fyrir innlenda og erlenda hópa. Hvort sem það eru lengri eða styttri ferðir að þá sjáum við til þess að þú sjáir það best sem Austurland hefur upp á að bjóða. Gildi okkar endurspeglast í einkunarorðum okkar, reynsla, metnaður, skemmtun.

goHusky

Glæsibær, 604 Akureyri

Langar þig að prófa eitthvað öðruvísi? Hvernig væri að kíkja í heimsókn til goHusky og kynnast elskulegum huskyhundum?

Heimsókn: (Petting and pictures)
Við bjóðum ykkur velkomin á heimili okkar þar sem hundarnir búa sem hluti af fjölskyldunni. Husky hundar eru einstaklega vinalegir og finnst gaman að hitta gesti.

Klapp og knús og spjall um hundana yfir kaffibolla.

Tími: ca. ein klukkustund

Gönguferð og heimsókn: (Hiking with husky)
Öðruvísi gönguferð um sveitina okkar. Við útvegum hund, mittisbeisli og taum. Þú kemur í góðum skóm og með góða skapið. Eftir göngu bjóðum við upp á drykki og husky kossa.

Tími: ca. 2 klukkustundir

Sleðaferð: (Dogsledding)
Janúar – mars. Ferð þar sem hundar draga þig á sleða um nærumhverfi okkar. Einstök upplifun. Eftir sleðaferðina bjóðum við upp á drykki í frábærum félagsskap hundanna okkar.

Tími: ca. 2 klukkustundir


Við erum stutt frá Akureyri, aðeins 5 mínútna keyrsla.
Athugið, hver upplifun er "prívat", aðeins fyrir einn hóp í einu og þess vegna þarf að panta tíma fyrirfram.

Nánari upplýsingar og bókanir eru á heimasíðunni okkar, www.gohusky.is . Einnig er hægt að hafa samband við okkur í tölvupósti, gohusky@gohusky.is eða á síðunni okkar á Facebook .

Reykjavík Bike Tours / Reykjavik Segway Tours

Hlésgata street, Reykjavík Old Harbor (no house no), 101 Reykjavík

Reiðhjólaferðir, hjólaleiga, Segway ferðir, Game of Thrones ferðir.

Reiðhjól, reiðhjólaferðir, reiðhjólaleiga, hjól, hjólaferðir, hjólaleiga.

Segway ferðir um Reykjavík með leiðsögn.

Dagsferðir frá Reykjavík með leiðsögn með og án reiðhjóla.

Norðurljósaferðir.

Gönguferðir um Reykjavík - almenn kynnisferð - gönguferðir með áherslu á mat og smökkun

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Stefán & Ursula

 

Lambagras ehf.

Kárastígur 13, 565 Hofsós

Lambagras Cultura býður upp á gönguferðir með sérhæfðri leiðsögn um Hóla í Hjaltadal og nágrenni og Hofsós á Höfðaströnd. Áhersla er lögð á sögu- og menningarferðaþjónustu og persónulega þjónustu.

Eldfjallaferðir

Víkurbraut 2, 240 Grindavík

Daglegar ferðir:
Luxus jeppar 7 farþega
- Eldfjallaferð  Eyjafjallajökull - Þórsmörk     
- Eldfjallagarðurinn Reykjanesskaginn 
- Tvær í einni 2in1 Gullhringurinn og Suðurströndin

Smá-rútur  fjórhjóladrifnar 8 farþega
- Samsett ferð (Combo Trip) - Gullni hringurinn + Bláa lónið
- Tvær í einni 2in1 Gullhringurinn og Suðurströndin

Farþegar eru sótt beint frá hótelum:
Reykjavík, Suðurnesjum, Hveragerði, Selfossi.

Fyrir hópa: Starfsmannaferðir, Árshátíðir, Hvataferðir, Hellaskoðun.

Flagghúsið fyrir fundi, ráðstefnur og veislur.
Húsið rúmar allt að 48 matargesti í sæti.

Leitið tilboða

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Grænar ferðir

Hléskógar 8, 109 Reykjavík

Dagsferðir og margra daga ferðir í boði. Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Iceland Yurt

Leifsstaðabrúnir 15, 601 Akureyri

Iceland Yurt býður upp á einstaka gistingu í Mongólíu tjöldum (Ger/Yurt) allan ársins hring í rólegu og náttúrulegu umhverfi með stórkostlegt fjallaútsýni og útsýni yfir Eyjafjörð og Akureyri.

Einnig eru þau með Gaia hofið þar sem boðið er upp á námskeið og heilsumeðferðir fyrir ferðamenn, náttúruunnendur og þá sem vilja efla eigin heilsu og innri styrk.Þetta býður upp á meiri meðvitund um náttúruna og umhverfið jafnt sem eigið andlegt og líkamlegt jafnvægi.

Gaia hofið, námskeið og tónheilun
Þóra Sólveig býður upp á námskeið, hugleiðslur, athafnir, hreyfingu í núvitund/dans, djúpa slökun og tónheilun. Solla spilar á gong, kristal hljómskálar og önnur heilandi hljóðfæri fyrir einstaklinga, pör og hópa í náttúrunni eða inni í Gaia hofinu í okkar einstaka hand útskorna Yurt. Hægt er m.a. að bóka einkatíma í hljóðheilun með kristal tónkvísl og hreinum kjarnaolíum. 

Nokkur orð frá gestum okkar:

Gisting í Yurt:

‘Amazing yurt, very cozy and warm. Beautiful view in such a quiet place’
‘This place is truly amazing. The kids will be talking about their stay in the yurt for a long time to come´
´This was such a fun and memorable experience for myself, my husband, and our 2-year old son.´

´We stayed at Iceland Yurt with three of us when travelling around Iceland in August. I have never slept in a yurt before and I am really impressed how clean and comfortable everything was. The yurt is really cozy with a stove in the middle, the beds are great and there are plenty of woollen blankets and pillows. We fell asleep listening to the light drizzle of rain outside and woke up next morning to a beautiful view over Akureyri and with a great breakfast lovingly prepared in a small cooling box. The hosts are so nice and welcoming and I'll gladly stay here again.´

Heilsumeðferð í Gaia hofinu:
´Amazing experience with Solla- felt like a part inside of me was awaken again and I felt new born after!! I felt like in peace surrounded with relaxing and nourishing healing bowls and  gong sounds, touching the body and soul- and Solla guided me with a respectful and intuitive way through sounds and touch to remember my own being again.
A deep and healing experience - I warmly recommend to receive a healing session with Solla! So grateful to get the first private session with her!´ (in the Gaia Temple).

Guðmundur Jónasson ehf.

Vesturvör 34, 200 Kópavogur

Guðmundur Jónasson (GJ Travel) er með víðtæka reynslu af skipulagningu rútuferða og aðra ferðaskipulagningu um allt land fyrir stóra sem smáa hópa. Fyrirtækið á ýmsar stærðir af hópferðabílum og er frumkvöðull þegar kemur að  hálendisferðum. Guðmundur Jónasson (GJ Travel) býður upp á:

  • dagsferðir
  • lengri ferðir
  • tjaldferðir
  • trússferðir (möguleiki að leigja tjöld, dýnur og annan búnað)
  • innanbæjarskutl og margt fleira.

Floti GJ Travel er fyrsta flokks og býður upp á WiFI, þriggja punkta öryggisbelti, loftkælingu og stærri bílar eru með salerni. 

Einnig getum við boðið upp á pakkaferðir þar sem gisting, afþreying, matur og leiðsögn er innifalinn.
Endilega hafið samband til að fá frekari upplýsingar með því að senda tölvupóst á ruta@gjtravel.is, hringja í síma 520-5200 eða hafa samband við okkur á facebook @gjtravelhopferdabilar (Guðmundur Jónasson Hópferðabílar – GJ Travel) 

Amazingtours ehf.

Eldshöfða 12, 110 Reykjavík

Alhliða afþreyingarþjónustu fyrirtæki. Fjalla & Jöklaferðir á breyttum bifreiðum, bæði lengri og skemmri ferðum. Ævintýra ferðir í óbyggðum bæði á láði og legi.

Bitesized Iceland

Flókagata 47, 105 Reykjavík

Bitesized Iceland eða Ísland í bitastærð býður upp á gönguferðir þar sem fléttað er saman matarsmakki og fróðleik um
matarmenningu og -sögu þjóðarinnar. Slástu í för með okkur þar sem við vísum veginn um ýmsa kima matar og drykkjar og setjum í samhengi allt sem fyrir bragðlaukana ber. Markmið okkar er að tengja þig við landið, söguna og náttúruna þar sem þú upplifir hágæðahráefni og einstakt bragð. Fáðu innanbúðarsjónarhorn á mat, drykk, menningu og daglegt líf.
 

Wild Westfjords

Pollgata 2, 400 Ísafjörður

Við bjóðum uppá sérsniðnar pakkaferðir á Vestfjörðum.

Einnig þá bjóðum við gott úrval af dagsferðum fyrir ferðamenn á Vestfjarðaleiðinni sem og skemmtiferðaskipafarþega.

Tours of Iceland ehf.

Háagerði 67, 108 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Arctic Trail Tours

Víðivellir 1, 800 Selfoss

Scandinavia Travel North ehf.

Garðarsbraut 5, 640 Húsavík

Scandinavia Travel North er ferðaskrifstofa og –skipuleggjandi á Íslandi, með sérstaka áherslu á norður- og austurhluta landsins. Við bjóðum alhliða ferðaþjónustu, þ.á.m. akstur, skoðunarferðir, leiðsögn, og bókarnir á gistingu, afþreyingu, viðburðum, veitingum o.s.frv.

Scandinavia Travel North leggur sérstaka áherslu á vel útfærðar sérsniðnar ferðir með áherslu á heildarupplifun þátttakenda.  Auk hefðbundinna skoðunarferða og áfangastaða, bæði sem dagsferðir og nokkra daga pakkar, þá skipuleggjum við einnig ferðir utan alfaraleiða og vinsælustu svæðanna. Slíkar sérsniðnar ferðir gætu leitt þig til þekktra áfangastaða á landinu, en einnig til minna þekktra svæða eða áhugaverðra staða, með von um að heildarupplifun og reynsla verði sem mest og best.

Við leggjum okkur fram um að segja sögur og tengja við staðhætti, menningu, hefðir og arfleifð.

Skipulag hópferða er okkar fag. Við bjóðum bæði faglega og sérhæfða þjónustu í formi skipulags og undirbúnings, ásamt öllu utanumhaldi. Skipulag á landi, skoðunarferðir, gisting og veitingar, afþreying o.s.frv. Við eigum ferðaplön og hugmyndir, en erum ávallt tilbúin að útfæra sérstaklega ferðaskipulag í samræmi við þínar óskir, áhugasvið, tímaramma, aðstæður og hvað á að vera innifalið.

Fyrir einstaklinga og litla hópa, þá bjóðum við sérferðir með leiðsögn og einnig bílaleigupakka.

Scandinavia Travel North er með leyfi ferðaskrifstofu frá Ferðamálastofu. 

Vakinn

Skaftafellsstofa – gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs í Skaftafelli

Skaftafellsstofa , 785 Öræfi

Skaftafellsstofa er upplýsinga- og fræðslumiðstöð þar sem gestir fá svör við spurningum um náttúrufar Skaftafells, gönguleiðir, gistingu og afþreyingu í næsta nágrenni.

Upplýsingar um opnunartíma má finna hér: https://www.vatnajokulsthjodgardur.is/is/svaedin/skaftafell/skipuleggja-heimsokn/skaftafellsstofa

Gönguleiðir á svæðinu eru margar og fjölbreyttar. Hér má nálgast yfirlit gönguleiða í Skaftafelli. Yfir sumarið bjóða landverðir uppá fræðslugöngur og barnastundir. 

Í Skaftafellsstofu eru upplýsingar um jarðfræði og náttúru í Skaftafelli. Sýnd er mynd um suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs á opnunartíma Skaftafellsstofu. Í Skaftafellsstofu má einnig sjá muni úr örlagaríkum leiðangri breskra háskólastúdenta árið 1952.

Í Skaftafellstofu er minjagripaverslun með bækur, póstkort og handverk. Lögð er áhersla á íslenskar vörur og muni sem tengjast byggðarlaginu. Þar er einnig hægt að kaupa fræðslumynd um flóð Skeiðarárjökuls árið 1996.

Veitingasala og sölubásar ferðaþjónustuaðila er á svæðinu ásamt stoppistöð áætlunarbíla. 

Á tjaldsvæðinu í Skaftafelli er WC, (líka fyrir hreyfihamlaða), rennandi vatn (heitt og kalt), sturtuaðstaða, aðstaða fyrir losun húsbílasalerna, útigrill, þvottavél, þurrkari og nettenging. Þjónustumiðstöð í nágrenninu og margskonar tækifæri. 

Tjaldsvæðið er opið allt árið um kring.

Þátttakandi í VAKINN - gæða og umhverfiskerfi íslenskrar ferðaþjónustu.

The Traveling Viking

Ytri-Bakki, 601 Akureyri

The Traveling Viking er nýr og framsækinn ferðaskipuleggjandi í Eyjafirði með áherslu á norðaustur Ísland.
The Traveling viking býður upp á persónulega og mjög góða þjónustu við ferðamenn á svæðinu, hvort sem þar er um að ræða erlent sem innlent ferðafólk. Við viljum með persónulegri þjónustu, ríkri þjónustulund og góða skapinu,  búa okkur til sérstöðu á markaðnum og bjóða upp á úrvalsferðir fyrir jafnt minni sem stærri hópa.

The Traveling Viking býður uppá ótal möguleika á ferðum um svæðið. Einnig getum við hæglega sett saman ferð fyrir ykkur hvert á land sem er. Við erum með stóran lista af samstarfsaðilum, sem við getum með stuttum fyrirvara hóað í okkur til aðstoðar við að búa til ógleymanlega ferð, hvort sem þar er um að ræða stóra sem minni hópa.

Það breytir engu hvort um er að ræða saumaklúbb, útskriftarhópa, félagasamtök, vinnufélaga, íþróttahópa eða hvað sem er. Hafið samband og við hjálpum ykkur að búa til þá ferð sem þið viljið fá.

Katlatrack

Austurvegur 16, 870 Vík

Katlatrack var stofnað vorið 2009 með það að markmiði að bjóða upp á afþreyingu fyrir erlenda ferðamenn um suðurland og með áherslu syðsta hluta landsins í kringum Vík. Stofnandi Katlatrack er fæddur og uppalinn í Mýrdalnum. Hann þekkir svæðið vel og sögu þess. Hann er vanur fjallamennsku hverskonar þó með áherslu á fjall og jöklagöngu og akstri fjallajeppa. Eldfjallið Katla spilar stóran þátt í ferðum Katlatrack en Katla er hættulegasta eldfjall sem við íslendingar eigum. Aðalmarkmið Katlatrack eru ánægðir viðskiptavinir og því náum við með því að hámarka upplifun hvers og eins. 

 

Gufuá

Gufuá, 311 Borgarnes

Við bjóðum uppá tvenns konar upplifanir utandyra, þar sem þú kynnist mismunandi hliðum á sveitinni okkar fallegu. Annars vegar er það hið sívinsæla Geitalabb með hobbitageitunum Gandálfi, Fróða og félögum. Geitalabbið er sérstaklega skemmtileg klukkustundar upplifun fyrir einstaklinga og hópa sem langar að hitta búsmalann og prófa eitthvað allt öðruvísi. Hins vegar er svo Náttúruganga með sagnaþul um vörðuslóðir landnámsjarðarinnar Gufár, þar sem náttúrufar, saga og sérkenni svæðisins eru skoðuð og ábúendur fyrr og nú kynntir til sögunnar. 2ja klst. ganga á þægilegum gönguhraða, hugsað fyrir hópa. Einstaklega skemmtileg og fróðlega afþreyging þar sem bóndi opnar dyrnar að býli sínu. Upplifun í anda Meet the locals.

Við bjóðum uppá tvær mismunandi upplifanir:

Geitalabb - Lesa meira  

Náttúruganga með sagnaþul - Lesa meira 

Ögur Travel

Ögur Ísafjarðardjúpi, 401 Ísafjörður

Ögur Travel er staðsett í Ögri við Ísafjarðardjúp, 106 km frá Ísafirði. Tímabilið hjá okkur hefst í lok maí og er út september. Farið er í ferðir allt árið ef pantað er með fyrirvara. Kaffi- og veitingasala á staðnum frá miðjum júní. Við getum útvegað svefnpokapláss en að öðru leyti vísum við fólki á gistingu í Reykjanesi, Heydal, Ísafirði, Dalbæ og víðar. Ögur Travel getur útbúið heildarpakka með ferðum, gistingu, veitingum og nesti. Frítt er fyrir 15 ára og yngri í gönguferðir. Tungumál er íslenska, enska og Norðurlandamál (sænska og danska). Nánari upplýsingar á heimasíðu okkar.

Arctic Trip

Sveinsstaðir, 611 Grímsey

Arctic Trip er ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjandi á Norðurlandi með sérhæfingu í ferðum um heimskautaeynna Grímsey.

Grímsey er einstakur staður, sérstaklega þegar kemur að fuglalífi. Eyjan er vin í þeirri eyðimörk sem Norður-Atlantshafið er og björgin veita skjól þeim sjófuglum sem þangað sækja, meðal þeirra má nefna fýl (Fulmarus glacialis), teistu (Cepphus grylle), ritu (Rissa tridactyla), lunda (Fratercula arctica), álku (Alca torda), langvíu (Uria Aalge) og stuttnefju (Uria Lomvia). Grímsey er einstakur staður til fuglaskoðunar þar sem flesta þá vað- , mó- og sjófugla sem eiga sumardvöl á Íslandi má finna í eynni á litlu landsvæði.

Sögur og sagnir skipa æ sterkari sess í ferðaþjónustu og af þeim er nóg að taka í Grímsey. Með samstarfi við heimamenn viljum við segja þessar sögur og bjóða ferðamenn velkomna á þessa afskekktu eyju, nyrsta odda Íslands, undir heimskautsbaugi, þar sem þú ert svo sannarlega „on top of the world!”

Helstu ferðir þetta ferðaár eru skoðunarferðir á landi og á sjó ásamt fugla-áskorun í anda Hitchcock. Einnig bjóðum við köfunar- og snorklferðir, sjóstöng, eggjatínslu og hjólreiðaleigu en um eynna liggja ýmsir stígar sem mótaðir hafa verið í aldanna rás og eru spennandi yfirferðar.

Einnig bjóðum við upp á gistingu allt árið fyrir þá sem vilja dvelja lengur og njóta Grímseyjar.

Virðing fyrir umhverfinu, hinu villta dýralífi og viðkvæmri náttúru Íslands er hornsteinninn í okkar hugsjón. Arctic Trip var stofnað með þá hugsjón að ferðamenn eigi skilið að slaka á á ferðum sínum, næra hugan og endurnæra líkama og sál. Mikilvægur þáttur er einnig að skapa minningar sem lifa um ókomna tíð.

Hávar Sigurjónsson

Holtagerði 78, 200 Kópavogur

Ég er ökuleiðsögumaður með þrjú tungumál, ensku, dönsku og þýsku, er lærður leiðsögumaður frá MK og með WFR fyrstu hjálpar þjálfun.  Er með eigin bíl til hálendis- jafnt og láglendisferða og í samsatarfi við ferðaskrifstofu um skipulag lengri ferða.

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Funky Iceland Adventure Tours ehf.

Jakasel 5, 109 Reykjavík

Funky Iceland býður upp á skemmtilegar og óvenjulegar gönguferðir um Reykjavík. Við veitum persónulega þjónustu og okkur er umhugað um að gestirnir fari frá okkur með bros á vör og nýja þekkingu á landi og þjóð. Við skoðum þekkt kennileiti borgarinnar og segjum skrítnar og skemmtilegar sögur á leiðinni.

Heimsókn til æðarbænda

Ytri-Nýpur, 690 Vopnafjörður

Gestum býðst að heimsækja æðarbónda, kynnast heimkynnum og varplandi æðarfuglsins og hvernig æðardúnn er hreinsaður. Æðardúnn er skoðaður á mismunandi vinnslustigum þar til hann er settur í sængur og kodda. Ferðir á  tímabilinu 25. maí til 3. júlí. Nauðsynlegt er að panta með fyrirvara.

Farið er í létta gönguferð um heimkynni og varpland æðarfuglsins undir leiðsögn æðarbænda á Ytra-Nýpi. Skoðað er hvernig þessi villti fugl er verndaður og búið í haginn fyrir hann þannig að honum líði sem best. Einnig má sjá fleiri fugla í varplandinu. Mikilvægt er að fara varlega og fylgja fyrirmælum í einu og öllu.

Farið er í dúnhreinsistöð á Ytra-Nýpi þar sem gefst færi á að skoða og snerta æðardún á mismunandi vinnslustigum og skoða sýnishorn af fullunnri vöru. Boðið er upp á hressingu í gestastofu þar sem eru munir sem tengjast búrekstri bænda síðustu ára.

Heildartími: áætlaður 3 klst.

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Ferðafélag Fjarðamanna

, 740 Neskaupstaður

Ferðafélag Fjarðamanna Austfjörðum, sem er deild í Ferðafélagi Íslands,  var stofnað 1996.

Ferðafélagið hefur beitt sér fyrir lengri og skemmri gönguferðum og útivist frá upphafi,  samkvæmt útgefinni ferðadagskrá.  Félagið býður upp á ferðir um eyðibyggðir Austurlands,  sérstaklega á Gerpissvæðinu austast á Austurlandi  og einnig um fjöll, nágrenni  byggða og söguferðir í byggðum. Félagið stendur að gönguvikunni „Á fætur í Fjarðabyggð“  ásamt Ferðaþjónustunni Mjóeyri, Fjarðabyggð og fleiri aðilum. Gönguvikan, síðasta vika júnímánaðar, er stórviðburður. „Fjöllin fimm í Fjarðabyggð“ er blómstrandi verkefni sem félagið stofnaði til 2004, heldur utan um og verðlaunar veglega fyrir ár hvert. Félagið á gistiskála að Karlsstöðum í Vöðlavík með gistiaðstöðu fyrir 33, góðum búnaði og sturtu. Félagið hefur stikað og endamerkt fjölda gönguleiða og gefið út göngukort „Fjarðaslóðir“  austast á Austurlandi, þar sem þeim er lýst. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu félagsins simnet.is/ffau

„Fjöllin fimm í Fjarðabyggð“ eru: Goðaborg í Norðfirði 1132 m, Svartafjall milli Norðfjarðar og Eskifjarðar 1021 m, Hólmatindur milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar 985 m, Hádegisfjall sunnan Reyðarfjarðar 809 m og Kistufell sunnan Fagradals 1239 m .

Nálægt 30 manns náðu að ganga á öll fjöllin fimm á árinu 2010. Þeir fá allir viðtal við sig á heimasíðu og fallega handgerða leirvörðu sérmerkta þeim og með dagsetningum afrekanna.

Í „Á fætur í Fjarðabyggð“:  2010, tóku 780 manns í 17 ferðum þátt í göngum, gengið var á öll „Fjöllin fimm“ í vikunni. Þar af náðu18 manns að sigra tindana alla í sjálfri gönguvikunni. Auk þess voru dagskrár og kvöldvökur úti og inni og tóku alls um 2000 manns þátt í þeim.

Hér er hægt að skoða göngukortið nánar !

Gistihúsið Staðarhóli

Staðarhóll, Aðaldalur, 641 Húsavík

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Kraftganga

Lækjargata 4, 101 Reykjavík

Kraftgöngutímar er ætlaðir fyrir fólk sem hefur færni til að ganga og þolir t.d. að ganga brekkur og þýft landslag.  Í tímunum er stefnt að því að vinna upp og/eða viðhalda þoli og styrk auk þess að viðhalda og auka teygjanleika.

Labbað og rabbað með frænda

Farmehouse Lodge, Skeiðflöt, 871 Vík

Mýrdalur er sveitin mín. Þar dvaldi ég í æsku, bæði hjá afa, ömmu og frænku í Vík og mörg sumur í sveit. Þetta er sveitin þar sem jökullinn, landið og sjórinn fallast í faðma. Sveitin þar sem mannlífið hefur þróast undir hættulegum eldfjöllum og við hafnlausa strönd. Hér hafa jöklar og eldfjöll mótað náttúruna og eru sístarfandi við þá iðju nótt sem dag.

Þú hefur eflaust heyrt um þessa sveit, um 160 km austur af Reykjavík á suðurströndinni. Og líklega ekið um þjóðveginn og staldrað við á fáeinum þekktum ferðamannastöðum eins og Reynisfjöru, Víkurfjöru og Dyrhólaey. En það leynast margir aðrir áhugaverðir staðir á svæðinu sem fáir sækja og njóta. Þú getur leitað þá uppi og notið. Ef þú vilt fá leiðsögn og aðstoð getur þú leitað til Frænda.  

Það er vel þess virði þegar þú kemur í Mýrdalinn, að hægja á ferðinni og huga að því sem ekki er svo áberandi frá þjóðveginum eða í auglýsingum fyrir ferðmenn.

„Labba og rabba með frænda“ býður upp á ferðir þar sem lögð er áhersla á að komast í snertingu við náttúruna, söguna og lífið með því að heimsækja vel valdar náttúrperlur Mýrdals. Frændi  forðast fjölmenna áningarstaði og leggur áherslu á að þátttakendur fái tækifæri til að komast í beina snertingu við náttúruna. Sem þátttakandi muntu læra meira um náttúruna sem og lífið og sögu fólksins, sem um aldir hefur búið undir einu öflugasta eldfjalli Íslands, Kötlu.

Það er víða hægt að fara og njóta.  Frændi  er sveigjanlegur í takt við óskir þeirra sem til hans leita. En fáeinir skilgreindir valkosti standa einnig til boða: 

Inn í gljúfrin undir Mýrdalsjökli og Kötlu
Miðlungserfið gljúfraganga 3-4 klst. til  1/2 dags ferð sem má lengja í dagsferð með fjallgöngu. Eitt vað er á leiðinni.
Þátttökugjald er 6.000 á mann miðað við fjóra þátttakendur.
Sjá nánari lýsingu á ensku fyrir erlenda ferðamenn. 

Upp á Hjörleifshöfða
Létt fjallganga, 3-4 klst.
Þátttökugjald 6.000 á mann miðað við fjóra þátttakendur. *
Sjá nánari lýsingu á ensku fyrir erlenda ferðamenn. 

Búrfell 
Miðlungserfið fjallganga, 3-4 klst.
Þátttökugjald 6.000 á mann miðað við fjóra þátttakendur.*
Sjá nánari lýsingu á ensku fyrir erlenda ferðamenn. 

Valkostir vestan við sjálfan Mýrdalinn: 

Fossa sinfónía ofan við Skóga
Miðlungserfið ganga um heiði meðfram Skógá og Kvernu, 5-6 klst.
Þátttökugjald 7.000 á mann miðað við fjóra þátttakendur.*
Sjá nánari lýsingu á ensku fyrir erlenda ferðamenn. 

Frá Skógum yfir Fimmvörðuháls í Þórsmörk
Löng og erfið dagsferð sem þarf að samhæfa við rútuferð frá Þórsmörk.
Þátttökugjald 10.000 á mann miðað við fjóra þátttakendur, auk rútuferðar úr Þórsmörk.*
Sjá nánari lýsingu á ensku fyrir erlenda ferðamenn. 

*Börn og ungmenni undir 18 ára og yngri greiða ekki gjald. Veittur er afsláttur fyrir hópa með fleirum en fjórum fullorðnum þátttakendum. 

Frændi talar auk íslensku ensku og dönsku / norsku / sænsku sem og spænsku. Hann getur líka bjargað sér á einfaldri þýsku.

Vinsamlegast beinið fyrirspurnum til Tryggva Felixsonar: tryggvi@myuncle.is eða hringið í síma 699 2682.

Nánari upplýsingar, mestmegnis á ensku, er að finna á www.myuncle.is

Sóti Lodge / Summit Heliskiing

Aðalgata 32, 580 Siglufjörður

Ferðaskrifstofan Sóti Summits leiðir saman fólk sem þyrstir í ævintýri í náttúru Íslands. Lögð er áhersla á að veita gæðaþjónustu og skapa eftirminnilegar upplifanir fyrir gesti. 

Ferðaframboðið er byggt á grunni þess sem starfsfólk og aðstandendur Sóta vilja upplifa og njóta sjálf, en m.a. býður Sóti Summits námskeið fyrir gönguskíðafólk, fjallaskíðakappa, kayakræðara og fjallahjólafólk.

Auk þessa hannar Sóti Summits ferðir fyrir hvers kyns hópa, setur saman sérhannaða dagskrá, sér um allar ferðaskipulagningu og heldur utan um hópinn á meðan á dagskrá stendur. Þetta er tilvalinn kostur fyrir vinahópa og fjölskyldur, sem og vinnustaði sem vilja auðga vinnustaðamenninguna, ræða framtíðarsýn og stefnumál og friðsælu umhverfi, eða hrista ghópinn saman með þátttöku í útivist og ævintýrum.

Iceland backcountry travel ehf.

Urðarvegur 27, 400 Ísafjörður

Iceland BackCountry Travel býður uppá sérsniðnar margra daga ferðir fyrir allt að 17 manna hópa í litlum rútum. Einnig er boðið uppá sérsniðnar ferðir og sætaferðir á mikið breyttum fjallajeppum.

Útsýnisferðir, ljósmyndaferðir með áherslu á heimskautarefinn eða annað dýralíf eftir óskum hvers og eins. Norðurljósaferðir, jöklaferðir, gönguferðir og náttúrulaugar. Ferðir frá 2 klst og uppúr. Sérsniðnar ferðir eftir þínum óskum um allt Ísland mögulegar. Hafið samband til að fá tilboð í draumaferðina ykkar.

Tindaborg

Lambhagi, Svínafell, 785 Öræfi

Tindaborg er fjölskyldufyrirtæki, staðsett í Öræfum undir Vatnajökli sem sérhæfir sig í fjalla- og jöklaleiðsögn í Öræfum undir leiðsögn staðkunnra og reyndra leiðsögumanna. Við bjóðum upp á ísklifur, ferðir á hæstu tinda landsins, íshellaferðir, jöklagöngur, klettaklifur og námskeið í fjalla- og jöklaleiðsögn. 

Opið fyrir bókanir í sérsniðnar einkaferðir allan ársins hring. 

Heimsækið heimasíðu okkar fyrir fleiri upplýsingar www.tindaborg.is 

Melrakki Adventures

Skaftafell terminal - Flugvallarvegur 5, 785 Öræfi

Melrakki Adventures býður upp á jöklagöngur í Skaftafelli. Minnstu hópastærðirnar, ódýrustu ferðirnar, 4x4 keyrsla upp að jökulsporði og reyndir leiðsögumenn.

Melrakki Adventures er lítið ferðaþjónustufyrirtæki sem var stofnað árið 2019 með þau markmið að bjóða ferðamönnum upp á ómetanlega upplifun í einni helstu náttúruperlu Íslands, Öræfasveit. Við sérhæfum okkur í jöklaleiðsögn á skriðjöklum Vatnajökuls, bæði jöklagöngum á sumrin og íshellaferðum á veturna. Leiðsögumenn okkar hafa menntun frá Félagi Íslenskra Fjallaleiðsögumanna auk þess að hafa lokið skyndihjálparnámskeiði í óbyggðum frá NOLS.

Ferðirnar okkar eru frábrugðnar öðrum að því leyti að það eru aldrei fleiri en 8 í hóp sem gerir ferðirnar persónulegri og skemmtilegri, auk þess eru ferðirnar þær ódýrustu á svæðinu.

Hægt er að panta ferðir á melrakki.com eða hafa samband á info@melrakki.com  eða í síma 7744033. Einnig er hægt að koma í heimsókn og bóka á staðnum en við erum staðsett á flugvellinum í Skaftafelli.

Opnunartími:
Sumar - allir dagar: 9:00-18:30.
Vetur - allir dagar: 9:00-17:00.

 

Ef þið viljið fylgjast með okkur á instagram er það hægt hér.
Ef þið viljið skoða umsagnir frá viðskiptavinum okkar er það hægt hér.

Kent Lárus Björnsson

Baldursgata 36, 101 Reykjavík

Kent Lárus er kanadískur að uppruna en íslenskur í báðar ættir,
stoltur Vestur-Íslendingur með íslenskt ríkisfang síðan 2008.
Hann er menntaður leiðsögumaður og hefur farið með hópa
vítt og breytt um landið síðastliðin ár.
Kent hefur margra ára reynslu í að skipuleggja hópferðir út
fyrir landsteinana, einkum til Norður Ameríku og hefur hann
farið með fjölda kóra og hópa af ýmsum stærðum og gerðum
á Íslendingaslóðir í Vesturheimi.

Outdoor Activity

Skálakot, 861 Hvolsvöllur

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Highland Base Kerlingarfjöll

F347, 801 Selfoss

Highland Base Kerlingarfjöll er heilsársáfangastaður með fjölbreyttri gistiaðstöðu, veitingastað, böðum og ótal afþreyingarmöguleika - kjörinn staður til að hefja upplifunina á miðhálendi Íslands. Hvort sem þú kýst tjald, skála eða hótelsvítu þá höfum við gistingu við allra hæfi. Kerlingarfjöll er hinn fullkomni heilsársstaður fyrir ævintýrafólkið.

Veitingastaður Highland Base, sem státar af borðsal í fjallastíl með stórfenglegu útsýni, býður upp á næringarríkan og ljúffengan mat sem heldur stemningunni huggulegri og gefur orku fyrir næsta ævintýri. 

Highland Base er sælustaður uppi á öræfum. Einstök og ósnortin náttúra hálendisins er uppspretta ævintýra allt árið um kring. Í Kerlingarfjöllum býðst spennandi útivist fyrir alla, frá gönguferðum og fjallahjólreiðum til fjallaskíða og vélsleða. 

Hótelið er vel búið til að taka á móti hópum allan ársins hring og býður umhverfið í Kerlingarfjöllum upp á spennandi útivist fyrir hópefli og hvataferðir, félagasamtök, vinahópa og vinnustaði.

Season Tours

Fífuhjalli 19, 200 Kópavogur

Við sérhæfum okkur í fjölbreyttum ferðum fyrir minni hópa. Persónuleg þjónusta.

Dagsferðir og einnig margra daga ferðir, allt sérsniðið að ykkar óskum enda einungis einka (prívat) túrar.

Í margra daga ferðum er gisting, morgunmatur og kvöldmatur innifalinn.

Austursigling ehf.

Fjörður 4, 710 Seyðisfjörður

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Vesturferðir

Aðalstræti 7, 400 Ísafjörður

Ef Vestfirðir eru áfangastaðurinn þá erum við þjónustuaðilinn sem þig vantar. Við erum staðsett á Ísafirði og sjáum um sölu og bókanir í alla afþreyingu, dagsferðir, bátaáætlun til Hornstranda og lengri ferðir sem í boði eru á svæðinu.

Vinsælustu dagsferðirnar okkar eru Vigurheimsókn og heimsókn til yfirgefna þorpsins Hesteyrar. Einnig kjósa margir að fara í hestaferðir, hvalaskoðun, leigja kayak eða hjól eða fara í jeppaferð. Hér er margt í boði og hægt að kynna sér ferðirnar á heimasíðu okkar www.vesturferdir.is

Sala farmiða í Hornstrandabáta
Hornstrandir eru ekki í alfaraleið og til að komast þanngað þarf að ferðast með bát.Vesturferðir selja miða í áætlunarferðir til friðlandsins frá Ísafirði með Sjóferðum og Borea Adventure. Við leggjum mikla áherslu á að bátarnir og fyrirtækin sem við vinnum með séu með öll tilskilin leyfi. 

Við bjóðum hópum margskonar þjónustu, allt frá stuttum bæjarferðum með leiðsögn heimamanna til margra daga gönguferða með leiðsögn um Hornstrandir. Við hvetjum þig til að hafa samband við okkur og við setjum saman sérsniðið ferðatillögu og verðtilboð.

Gistiheimilið Dynjandi

Dynjandi, 781 Höfn í Hornafirði

Dynjandi Gistiheimili er staðsettur rétt við Höfn í Hornafirði, á milli Höfn og Stokksnesi. Þarna er hægt að gista í fögru og rólegu umhverfi. Gistiheimili býður upp á alls 3 2ja manna herbergi með 3 sameiginlegu baðherbergi. Handlaugar, hraðsuðuketill, te og kaffi og vatn eru í hverju herbergi Morgunverður og aðgangur að internetinu er innifalinn í verði. Það er ekki til eldhus, en örbylgjuofn, hraðsuðuketill i hverju herbergi og ískápur. Margir matsölustaðir og kaffihús eru á Höfn, en þangað er um 5 mín akstur.

 

Frábært tækifæri til að upplífa Suðausturland, skoða Jökulsárlón, Stafafell, Stokksnes, Papós, Lónsöræfi ofl.!

North Ice ehf.

Steinasel 6, 109 Reykjavík

North Ice er lítið fjölskyldu fyrirtæki staðsett í Reykjavík. Við sérhæfum okkur í fjallamennsku, klifri og jökklum víðsvegar um Ísland.

Markmiðið okkar er alltaf að hafa hverja ferð eins persónulega og mögulegt er. Til að slíkt sé mögulegt höfum við lágt hlutfall á kúnnum vs leiðsögumönnum.

Við leggjum mikið upp úr sérferðum þar sem þú getur ráðið ferðinni með okkar leiðsögn.

Allir leiðsögumenn okkar eru íslenskir með mikla reynslu á sínu sviði, hvort sem það er jeppamennska, klifur eða jökklar.

Loa Tours

Lágholt 21, 340 Stykkishólmur

Loa Tours á Snæfellsnesi býður upp á dagsferðir fylltar upplifunum og dekri. Komdu í gönguferð í stórbrotinni náttúru Snæfellsness þar sem fararstjóri segir frá þjóðsögum og kennileitum. Gæddu þér á veitingum úr hágæða hráefni úr nærumhverfinu, úti undir berum himni. Staldraðu við og njóttu augnabliksins. Eftir göngu og útiveru læturðu svo líða úr þér í heitri laug og endar svo daginn á kokteil og þriggja rétta máltíð á einum af margrómuðu veitingastöðum Snæfellsness. Allt þetta og meira til, er innifalið í verðinu. 

Atlantsflug - Flightseeing.is

Skaftafell terminal - Flugvallarvegur 5, 785 Öræfi

Atlantsflug býður uppá útsýnisflug í flugvélum eða þyrlum allt árið um kring frá flugvelli okkar í Skaftafelli ásamt því að taka að sé fjölbreytt sérverkefni um allt land. Flugfloti okkar hefur verið sérstaklega valinn til þess að sinna útsýnisflugi þar sem allir farþegar njóta besta útsýnis sem völ er á.

Atlantsflug hefur boðið uppá útsýnisflug frá árinu 2004 og byggir því fyrirtækið á traustum grunni og mikilli sérþekkingu á okkar sviði, sem tryggir viðskiptavinum okkar hámarks upplifun, þjónustu og öryggi. Árið 2018 hlaut félagið Luxury Travel Guide‘s Lifestyle Award sem Ferðasali Ársins á Íslandi 2018/2019.

Við bjóðum upp á persónulega þjónstu, sem hentar sérstaklega vel fyrir smærri hópa. Yfir vetrartímann bjóðum við uppá samsetta íshella og þyrluferð frá Skaftafelli.

Ásamt því að bjóða uppá útsýnisflug hefur félagið mikla reynslu af einkaflugum og hvers kyns leiguflugum fyrir einstaklinga og/eða hópa. Vélar okkar eru einnig útbúnar opnanlegum gluggum sem henta einstaklega vel í ljósmyndaflug.

Hikið ekki við að hafa samband fyrir frekari upplýsingar

Ice Pic Journeys

Jökulsárlón, 781 Höfn í Hornafirði

Frekari upplýsingar á vefsíðu Ice pic journeys   

Fjalladýrð

Reykjahlíð/Mývatn, 701 Egilsstaðir

Velkomin í Fjalladýrð í Möðrudal! Hér er að finna gistingu við allra hæfi, kaffi – og veitingahús. Hægt er að njóta umhverfisins á eigin spýtur en einnig eru skipulagðar skoðunarferði í boði. Möðrudalur er um 10 mín. akstur frá hringvegi 1, á vegi 901, mitt á milli Mývatnssveitar og Egilsstaða.

Möðrudalur er hæsta byggða ból á Íslandi, 469 metra yfir sjávarmáli. Bæinn er að finna á hásléttunni norðan Vatnajökuls. Möðrudalur var landnámsjörð og kirkjustaður allt frá fyrstu dögum kristni. Í dag er blandaður búskapur stundaður í Möðrudal og afurðir búsins nýttar í ferðaþjónustu staðarins.
Í Möðrudal er lítil snotur kirkja sem reist var af ábúandanum Jóni Stefánssyni í minningu konu sinnar og málaði hann einnig altaristöfluna í sínum sérstaka stíl. Sonur hans Stefán Jónson, Stórval, gerði seinna garðinn frægan með myndum sínum af Herðubreið. Listin blundar enn í afkomendum Jóns bónda og myndir Írisar Lindar prýða betri herbergi Fjalladýrðar.

Fjallakaffi, er kaffi-/veitingahús staðarins og þar má gæða sér á kleinum og ástarpungum með kaffibollanum eða panta sér dýrindis máltíð af matseðlinum þar sem áhersla er á afurðir beint frá býli.

Nokkrar gönguleiðir eru í boði á svæðinu og hægt að nálgast kort í upplýsingamiðstöð. Þar er einnig hægt að sjá kvikmynd sem sýnir svipmyndir frá gosinu í Holuhrauni 2014. Úr Möðrudal er stutt í margar óviðjafnanlegar náttúruperlur eins og Herðubreiðarlindir, Öskju, Kverkfjöll, Hvannalindir, Jökuldalsheiði Stuðlagil og Stórurð.

Gistingin hjá okkur er með ýmsu sniði, hægt er að upplifa gömlu baðstofumenninguna í baðstofunum okkar sem eru frábær kostur fyrir fjölskyldur og vinahópa. Fyrir einstaklinga og pör eru herbergi með og án baðs í boði sem og aðgangur að eldhúsi. Síðast en ekki síst er tjaldstæðið okkar til reiðu fyrir bæði tjöld og húsbíla.

Tjaldsvæði opin frá júní fram í miðjan september.

Your Friend In Reykjavík

-, 101 Reykjavík

Your Friend In Reykjavik býður upp á gönguferðir & ökuleiðsögn í og út frá Reykjavík og og hefur verið starfandi frá árinu 2015. 

Matar, Sögu, Huliðsheima og Bjór & Snafsgöngur eru vinsælustu göngurnar en einnig höfum við boðið hópum upp á sérsniðnar göngur eftir þörfum. Þar að auki er mikil aukning í prívat ökuleiðsögn fyrir fjölskyldur & litla hópa.

Allt okkar leiðsögufólk hefur klárað leiðsögunám og / eða eru með mikla reynslu í því að fræða og skemmta okkar gestum.

Yfir tvö þúsund fimm stjörnu dómar á síðum eins og Tripadvisor geta borið vitni um að við kunnum okkar fag.

Við getum tekið að okkur hluta af hópefli, hvataferðum eða skemmtidagskrá fyrir starfsmenn fyrirtækja eða aðra hópa, allar okkar göngur eru í miðbæ Reykjavíkur og því auðveldlega hægt að sníða skemmtilega gönguferð að dagskránni hverju sinni.

Frekari upplýsingar má nálgast á yourfriendinreykjavik.com eða með því að senda okkur tölvupóst á info@yourfriendinreykjavik.com  

See You In Iceland

Fagrihvammur, 810 Hveragerði

Vesenisferðir

, 105 Reykjavík

Vesenisferðir er opinn gönguhópur sem er staðsettur í Reykjavík, sem skipuleggur skemmtilegar og fjölbreyttar gönguferðir á suðvesturhorninu allt árið og víðar á landinu á sumrin og einnig stöku utanlandsferð.

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Iceland is Hot ehf. / Come to Iceland

Norðurvangur 44, 220 Hafnarfjörður

Iceland is Hot ehf., sérhæfir sig í að skipuleggja og framkvæma ferðir, fyrir litla hópa (10-16 manns í senn). Aðaláherslan hefur verið á ljósmyndaferðir, landslag og náttúru landsins. Ferðirnar eru skipulagðar fyrir 7 - 10 daga tímabil og ferðast er hringinn í kringum landið. Þar sem hóparnir eru fámennir, þá skapast oft sérstakt andrúmsloft vinskapar meðal þátttakenda, sem gerir heimsóknina til Íslands eftirminnilegri fyrir vikið.

Iceland is Hot ehf., skipuleggur hverslags ferðir eftir áhugasviði fólks, hvort sem heldur er arkitektúr, náttúra, saga, jarðfræði eða annað þema.

Frekari upplýsingar má fá í tölvupósti: Info@icelandishot.com .

Touris ehf.

Fiskislóð 77, 101 Reykjavík

Touris er ferðaskrifstofa með yfir 30 ára reynslu í ferðaþjónustu á Íslandi. Touris býður upp á ferðir á Íslandi fyrir einstaklinga og hópa.

Touris býður upp á margskonar ferðapakka á Íslandi fyrir einstaklinga og hópa. Hvort sem þú vilt ferðast á eigin vegum eða taka þátt í rútuferð með leiðsögn, þá gerum við allar ráðstafanir. Hvaða þjónustu sem þú velur frá okkur þá er ánægja þín tryggð.

Ferðafélagið Trölli

Ólafsvegi 42, 625 Ólafsfjörður

Við erum með 25 mismundandi krefjandi göngur frá 1. maí til 4. sept 2021. 

Hittumst flesta þriðjudaga við fótboltahúsið á Ólafsfirði kl.17.15 þar sem raðað er í bíla og lagt af stað í 2-3 klt. göngur, ekki svo kröfuharðar.  

Ein helgi í mánuði, á laugardegi, er gengið lengra og gangan er meira krefjandi sem tekur 3-5 klt.  

Hægt að kaupa árskort eða borga staka ferðir.  

12.-18. júlí er svo gönguvika sem hægt er að kaupa sig í annars innifalið í árskortinu. Þá er gengið 7 daga í röð miskrefjandi ferðir.  

Skemmtilegar göngur í hreint dásamlegum fjallasal sem Tröllaskaginn býður uppá.  

Upplýsingar í síma 868-8853 Harpa eða 663-2969 María.   

Exploring Iceland

Fálkastígur 2, 225 Garðabær

Exploring Iceland er ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í  rútu- og gönguferðum fyrir hópa.

Einnig bjóðum við uppá margskonar hestaferðir fyrir hópa og einstaklinga og erum með ýmsar nýjungar s.s. lúxushestarferðir með hótel gistingu, reiðkennsluferðir, heimsókn á hestabúgarða, dvöl á hestabúgörðum, vetrarferðir og ýmislegt fleira.

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs

Tjarnarás 8, 700 Egilsstaðir

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs var stofnað árið 1969 og er deild í Ferðafélagi Íslands. Félagið skipuleggur á hverju ári gönguferðir á mismunandi erfiðleikastigi og birtist áætlun yfir þær í ferðaáætlun Ferðafélags Íslands og á heimasíðunni www.ferdaf.is. Eins stendur ferðafélagið fyrir gönguferðum annan hvern sunnudag allan ársins hring.

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs á og rekur sex gönguskála. Þrír þeirra eru á Víknaslóðum við Borgarfjörð eystri; Í Breiðuvík, Húsavík og Loðmundarfirði. Tveir eru við gönguleiðina á Lónsöræfum; Geldingafell og Egilssel við Kollumúlavatn og einnig á Ferðafélag Fljótsdalshéraðs ásamt Ferðafélagi Húsavíkur, Sigurðarskála.

Trans - Atlantic

Síðumúli 29, (2 hæð til hægri), 108 Reykjavík

Ferðaskrifstofan Trans-Atlantic veitir alla almenna þjónustu vegna sölu og bókanna á ferðum erlendis, bæði fyrir einstaklinga, hópa og fyrirtæki / stofnanir.

Þá sérhæfum við okkur í skipulagningu hvataferða, árshátíðaferða erlendis og útskriftarferða bæði fyrir menntaskóla og háskóla.

Vinsamlegast hafið samband til að fá tillögur að ferðum og tilboð frá okkur.

Ferðaskrifstofan er sú eina sem hefur í meira en áratug skipulagt og haldið uppi flugi frá öllum þremur völlum landsins, Keflavík, Akureyri og Egilsstöðum og hefur í gegnum árin flutt tugi þúsunda farþega erlendis.

Opnunartími er 10 - 17 alla virka daga, allt árið

Sportferðir ehf.

Ytri-Vík / Kálfsskinn, 621 Dalvík

Sportferðir er ferðaþjónustufyrirtæki, staðsett í Eyjafirði með hópferða- og ferðaskrifstofuleyfi. Sportferðir sérhæfa sig í skipulagningu hvataferða og hópeflis fyrir fyrirtæki og einnig árshátíða- og skemmtiferða  hverskonar fyrir einstaklinga, félög og fyrirtæki. Ferðirnar eru framkvæmdar um allt land og í samvinnu við marga aðra ferðaþjónustuaðila.
Gísting á vegum Sportferða er í Ytri-Vík í Eyjafirði. 
Gamla húsið er steinhús á þremur hæðum sem byggt var 1929 og hefur verið mikið endurnýjað.Í húsinu eru 7 svefnherbergi tveggja- og þriggjamanna og rúmar húsið 16 manns í uppbúin rúm. Í húsinu er fullbúið eldhús og borðstofa sem rúmar 25 manns og einnig lítil setustofa.  Í kjallara hússins er gufubað og búningsaðstaða fyrir gesti og stór heitur pottur fyrir utan.Frístundahúsin Í Ytri Vík eru einnig 7  fullbúin sumarhús.

Megazipline Iceland

Þjónustuhús Árhólma, Ölfusdal, 810 Hveragerði

Mega Zipline er lengsta og hraðasta sviflína á Íslandi og þótt víðar væri leitað.

Línan er staðsett í Kömbunum við Hveragerði og fylgir Svartagljúfri frá efstu beygju í Kömbunum alveg niður að kaffihúsinu við upphaf gönguleiðarinnar inn í Reykjadal. Línurnar eru í raun tvær og liggja samhliða svo tveir geta tekið flugið í einu. 

Gilið er lítt þekkt náttúruperla sem skartar fallegum fossum og stórbrotnu útsýni. Móttaka er við kaffihúsið í Reykjadal (inn að Hveragerði) og í boði eru tvær mismunandi leiðir; Frjáls eins og fuglinn eða Fljótur eins og fálkinn. Mega Zipline Ísland er frábær fjölskylduskemmtun og órjúfanlegur hluti af ferðalagi um Suðurland.

Hægt er að sjá myndband hér .

Húsafell Giljaböð

Húsafell 1, 311 Borgarnes

Húsafell Giljaböð bjóða upp á ferðir með leiðsögn í fullkomna hálendisslökun í einstökum giljaböðum.

Ferðin hefst í afþreyingarmiðstöðinni Húsafelli þaðan sem ekið er að Deildargili. Á leiðinni fræðumst við meðal annars lítillega um endurnýjanlega orku og förum yfir bráðnandi jökulvatn úr jöklinum Ok, fyrsta íslensk jöklinum sem orðið hefur loftslagsbreytingum að bráð.

Gengið er upp með Deildargili að útsýnispalli sem gefur fallegt sjónarhorn á Langafoss. Þaðan er farið um fallegan skógarstíg að Hringsgili þar sem gengið er niður tröppur að böðunum. Þar gefst gestum tækifæri á að skipta um föt og fara í pottana. Að því loknu er haldið til baka að Húsafelli. 

Ferðin tekur tæpar tvær klukkustundir. Gengið er um 1,5 km.

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.