Ólafsdalur í Gilsfirði
Ólafsdalur í Gilsfirði, 1000 ára saga
Fyrsti búnaðarskóli á Íslandi (1880-1907) og einn merkasti staður í landbúnaðarsögu Íslands. Glæsilegt skólahús frá 1896. Stytta Ríkarðs Jónssonar af Torfa og Guðlaugu í Ólafsdal.
Vegna mikilla framkvæmda Minjaverndar við endurreisn staðarins mun sumaropnun Ólafsdalsfélagsins ekki hefjast fyrr en sunnudaginn 25. júlí. Eftir það verður opið alla daga til 15. ágúst kl. 12:00-17:00. Léttar veitingar, sýningar og leiðsögn.
Fallegar og skemmtilegar gönguleiðir eru í Ólafsdal, meðal annars að nýlega fundnum víkingaaldarskála og öðrum fornum byggingum sem verið er að rannsaka af Fornleifastofnun Íslands í um 20 mín göngufjarlægð frá skólahúsinu.
Merkilegar minjar um byggingar, vatnsveitu, hleðslur og ræktun. Áhugaverðar sýningar um sögu Ólafsdalsskólans. Nýfundinn landnámsskáli og aðrar byggingar frá 9.-10. öld!
Þrettánda Ólafsdalshátíðin verður haldin laugardaginn 14. ágúst 2021 kl. 11-17. Skemmtileg fjölskylduhátíð við allra hæfi.