Fara í efni

Dorgveiði

5 niðurstöður

The Traveling Viking

Ytri-Bakki, 601 Akureyri

The Traveling Viking er nýr og framsækinn ferðaskipuleggjandi í Eyjafirði með áherslu á norðaustur Ísland.
The Traveling viking býður upp á persónulega og mjög góða þjónustu við ferðamenn á svæðinu, hvort sem þar er um að ræða erlent sem innlent ferðafólk. Við viljum með persónulegri þjónustu, ríkri þjónustulund og góða skapinu,  búa okkur til sérstöðu á markaðnum og bjóða upp á úrvalsferðir fyrir jafnt minni sem stærri hópa.

The Traveling Viking býður uppá ótal möguleika á ferðum um svæðið. Einnig getum við hæglega sett saman ferð fyrir ykkur hvert á land sem er. Við erum með stóran lista af samstarfsaðilum, sem við getum með stuttum fyrirvara hóað í okkur til aðstoðar við að búa til ógleymanlega ferð, hvort sem þar er um að ræða stóra sem minni hópa.

Það breytir engu hvort um er að ræða saumaklúbb, útskriftarhópa, félagasamtök, vinnufélaga, íþróttahópa eða hvað sem er. Hafið samband og við hjálpum ykkur að búa til þá ferð sem þið viljið fá.

Fish Partner

Dalvegur 16b, 201 Kópavogur

Ástríða fyrir veiði !

Við hjá Fish Partner höfum áratuga reynslu af stangveiði, leiðsögn og skipulagningu veiðiferða. Það er ástríða fyrir veiði sem rekur okkur áfram og má segja að allir sem koma að félaginu séu í sínu drauma starfi. Við þreytumst aldrei á því að kanna nýjar veiðilendur og kynna ný svæði fyrir veiðimönnum. Þau svæði sem við bjóðum upp á eru rjóminn af því sem við höfum uppgötvað auk gamal þekktra svæða. 

FishIceland

Lundur 11, íbúð 503, 200 Kópavogur

Dagsveiðiferðir, hvort tveggja silungs- og laxveiði, í fjölda áa víða um land. Vanir leiðsögumenn, ýmsir möguleikar í boði.

 

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Iceland Outfitters ehf.

Hrauntunga 81, 200 Kópavogur

Iceland Outfitters er ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í veiðiferðum.

Við seljum veiðileyfi í Ytri Rangá, Vesturbakka Hólsár, Urriðafoss og önnur veiðisvæði í Þjórsá, Leirá, Hólaá, Brúará, Vatnasvæði Lýsu og fleiri svæði.  

Vefsala veiðileyfa er ioveidileyfi.is en einnig bjóðum við upp á dagsferðir í veiði með leiðsögn og kennslu, flugukastnámskeið, sölu á Salmologic veiðivörum, stangarleigu, leiðsögn, gæsaveiði og fleira.

Endilega verið í sambandi við okkur ef ykkur vantar hugmyndir fyrir veiði.

Iceland backcountry travel ehf.

Urðarvegur 27, 400 Ísafjörður

Iceland BackCountry Travel býður uppá sérsniðnar margra daga ferðir fyrir allt að 17 manna hópa í litlum rútum. Einnig er boðið uppá sérsniðnar ferðir og sætaferðir á mikið breyttum fjallajeppum.

Útsýnisferðir, ljósmyndaferðir með áherslu á heimskautarefinn eða annað dýralíf eftir óskum hvers og eins. Norðurljósaferðir, jöklaferðir, gönguferðir og náttúrulaugar. Ferðir frá 2 klst og uppúr. Sérsniðnar ferðir eftir þínum óskum um allt Ísland mögulegar. Hafið samband til að fá tilboð í draumaferðina ykkar.