Iceland Outfitters er ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í veiðiferðum.
Við seljum veiðileyfi í Ytri Rangá, Vesturbakka Hólsár, Urriðafoss og önnur veiðisvæði í Þjórsá, Leirá, Hólaá, Brúará, Vatnasvæði Lýsu og fleiri svæði.
Vefsala veiðileyfa er ioveidileyfi.is en einnig bjóðum við upp á dagsferðir í veiði með leiðsögn og kennslu, flugukastnámskeið, sölu á Salmologic veiðivörum, stangarleigu, leiðsögn, gæsaveiði og fleira.
Endilega verið í sambandi við okkur ef ykkur vantar hugmyndir fyrir veiði.