Fara í efni

Upplýsingamiðstöðvar

70 niðurstöður

Upplýsingamiðstöðin Varmahlíð

Varmahlíð, 560 Varmahlíð

Upplýsingamiðstöðin fyrir Skagafjörð er staðsett í Varmahlíð. Starfsmenn Upplýsingamiðstöðvarinnar veita upplýsingar um gönguleiðir, gistimöguleika, veitingar, áhugaverði staðir, veður, færð á vegum, afþreyingu og margt fleira.

Í húsnæðinu er handsverkfélagið Alþýðulist einnig með verslun.

Opnunartímar:

Lokað í janúar og febrúar

1. mars- 30. apríl: miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga frá 10:00 til 16:00 

1. maí - 30. október, daglega frá 10:00 til 17:00 

1. nóvember - 31. des: miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga frá 10:00 til 16:00

Upplýsingamiðstöðin á Selfossi (Svæðismiðstöð)

Austurvegur 2, 800 Selfoss

Upplýsingamiðstöðin á Selfossi er til húsa í ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2. Upplýsingamiðstöðin þjónustar íbúa og ferðamenn allt árið um kring. Ókeypis kort með þjónustulista og landakort frá öðrum landshlutum. Frír internetaðgangur og alltaf heitt á könnunni.

Opnunartímar
Virka daga | 09:00 - 18:00
Laugardaga | 10:00 - 14:00
Sunnudaga | Lokað

Eldfjallaferðir

Víkurbraut 2, 240 Grindavík

Daglegar ferðir:
Luxus jeppar 7 farþega
- Eldfjallaferð  Eyjafjallajökull - Þórsmörk     
- Eldfjallagarðurinn Reykjanesskaginn 
- Tvær í einni 2in1 Gullhringurinn og Suðurströndin

Smá-rútur  fjórhjóladrifnar 8 farþega
- Samsett ferð (Combo Trip) - Gullni hringurinn + Bláa lónið
- Tvær í einni 2in1 Gullhringurinn og Suðurströndin

Farþegar eru sótt beint frá hótelum:
Reykjavík, Suðurnesjum, Hveragerði, Selfossi.

Fyrir hópa: Starfsmannaferðir, Árshátíðir, Hvataferðir, Hellaskoðun.

Flagghúsið fyrir fundi, ráðstefnur og veislur.
Húsið rúmar allt að 48 matargesti í sæti.

Leitið tilboða

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Vakinn

Tjaldsvæðið Reykjavík

Sundlaugarvegur 32, 105 Reykjavík

Tjaldsvæðið er frábærlega staðsett, við hliðina á sundlauginni og Farfuglaheimilinu í Laugardal. Auk þess er stutt í aðra þjónustu og afþreyingu í borginni.

Húsbílasvæðið bíður góða aðstöðu fyrir campera, húsbíla og tjaldvagna inn á vöktuðu svæði sem læst er með hliði. Um 40 bílar geta tengt samtímis í rafmagn en samtals er pláss fyrir 60 bíla. Þráðlaust WIFI. Skammt frá er aðstaða til að losa ferðasalerni. Tjaldgestum og gestum á bílum með fortjöldum er vísað á efra svæðið þar sem er ekki rafmagn.

Svæðið er opið allt árið en yfir vetrarmánuðina takmarkast aðstaðan við bað- og eldurnaraðstöðu. Aðra þjónustu finna gestir á Farfuglaheimilinu Dal við hliðina þar sem er móttakan.   

Það er nauðsynlegt að bóka pláss fyrirfram á vefsíðu okkar. Þannig býðst besta verðið og þið fáið aðgang að hliðinu á húsbílasvæðinu frá kl 13:00 til kl 11:00 á brottfarardegi. Hámarksdvöl á svæðinu er 14 dagar yfir vetrarmánuðina annars 7 dagar.

Nat.is - Upplýsingamiðstöð

Skipholt 50d, 105 Reykjavík

Þjónustu- og upplýsingavefurinn nat.is er frjálst og óháð framtak einstaklinga, sem eru ekki tengdir öðrum rekstri en þjónustu við fyrirtæki, sem vilja koma rekstri sínum á framfæri á honum.

Markmið þessa framtaks er að veita ferðamönnum sem ítarlegastar upplýsingar um Ísland og sem víðtækastra möguleika til beinbókunar. Allar bókanir á nat.is eru beint til birgja án milliliða!! Nat.is var hleypt af stokkunum í apríl 1998 og hefur síðan unnið sér góðan sess í leitarvélum. 

South Center

Austurvegur 2d, 800 Selfoss

Verið velkomin í South Center - í hjarta miðbæjar Selfoss! Við erum upplýsingarmiðstöð fyrir ferðamenn. Hvort sem þú ert að leita að rjúkandi kaffibolla, ert með brennandi spurningar um svæðið eða ert að spá í að bóka ógleymanlega ferð um Suðurland, þá erum við hér til að leiðbeina þér.

Búðin Borgarfirði eystri

Póstur og síma, 720 Borgarfjörður eystri

Búðin á Borgarfirði er lítil og vingjarnleg þorpsverslun í eigu Borgfirðinga. Þar er stefnan að hafa til gott vöruúrval nauðsynjavara fyrir heimamenn sem og ferðamenn sem leggja leið sína til Borgarfjarðar. Þar má einnig finna upplýsingamiðstöð Borgarfjarðar en þar geta ferðamenn m.a. aflað sér upplýsinga um áhugaverða staði og gönguleiðir á svæðinu.

Hótel Snæfellsnes

Vegamót, Snæfellsnes, 311 Borgarnes

Hótel Snæfellsnes býður upp á 14 herbergi. 13x tveggjamanna herbergi og 1x þriggjamanna herbergi. Hönnunin er stílhrein með innblæstri frá Scandinaviu og borin er virðing fyrir umhverfinu. Herbergin eru hljóðeinangruð og með mjúkri lýsingu, gólfhita, Wi-Fi, sjónvarpi, hárþurrku, katli, skrifborði og stólum. Hvert herbergi er útbúið snyrtiaðstöðu og eru öll baðherbergin með sturtu. Fallegt útsýni er úr herbergjunum og um að gera að opna gluggann og njóta golunnar sem blæs á Snæfellsnesi. Boðið er upp á aðgang að þráðlausu interneti án endurgjalds auk þess sem stutt er í frábærar gönguleiðir og alla aðra afþreyingu sem er í boði á Snæfellsnesi, svo sem hestaferðir og ferðir á jökulinn.

Á Vegamótum er einnig rekið kaffihús.

Þjóðgarðurinn við Snæfellsjökul á Snæfellsnesi er rúma 58 km frá Hótel Snæfellsnesi. Þar fá gestir tækifæri til að upplifa og komast í snertingu við íslenska náttúru, feta í fótspor forn Íslendinga með því að ganga um hraunið eins og þeir gerðu á sínum tíma.

Stutt er í allar áttir en Hótel Snæfellsnes er aðeins í eins og hálfs tíma akstri frá Reykjavík. Við erum fyrir miðju Snæfellsness og aðeins 32 km til Stykkishólms. Þá eru 38 km til Grundarfjarðar, 57 km til Ólafsvíkur, 35 km til Búða, 54 km að Arnarstapa og 58 km til Hellna.

Upplýsingamiðstöð Suðurlands (Landshlutamiðstöð)

Breiðamörk 21, 810 Hveragerði

Upplýsingamiðstöð Suðurlands er staðsett í Hveragerði eða 38 km frá Reykjavík.
Þar getur þú nálgast upplýsingar fyrir ferðalag þitt á Suðurlandi.
Bæklingar, ferðakort og internet. Þar er einnig  hægt að upplifa jarðskjálfta sem er 6.6 á ricter og sjá sprungu sem er í gólfinu og upplýst sem talin er vera 4000 – 5000 ára gömul.

Opnunartímar 1.júní – 31.ágúst  

Mánudag – fimmtudaga 8:30-16:30

Föstudaga 8:30-16:00

Laugardag 9:00-13:00

 Umhverfisstefna Hveragerðisbæjar 

www.facebook.com/upplysingamidstod.Sudurlands


Upplýsingamiðstöðin á Reykhólum (Svæðismiðstöð)

Maríutröð, 380 Reykhólahreppur

Upplýsingamiðstöðin er í stórri byggingu vinstra megin við afleggjarann niður að Reykhólaþorpi rétt áður en komið er að Hólabúð (almenn verslun, ferðamannasjoppa og N1-bensínstöð). Báta- og hlunnindasýningin á Reykhólum ásamt Bátakaffi er í sama húsi.

Fimmvörðuháls.is

Fimmvörðuháls,

Fimmvörðuháls.is er upplýsingasíða um gönguleiðina yfir Fimmvörðuháls milli Skóga og Þórsmerkur.

Tjaldsvæðið á Egilsstöðum

Kaupvangur 17, 700 Egilsstaðir

Camp Egilsstaðir er miðsvæðis í Egilsstaðabæ, undir klettunum við Kaupvang. Þaðan er spölkorn í helstu verslanir og þjónustu. Á tjaldsvæðinu er rafmagn fyrir húsbíla, leiktæki fyrir börn, snyrtingar með aðgengi fyrir fatlaða, þvottavélar, þurrkarar, sturtur og salerni. 

Á svæðinu eru einnig útiborð og bekkir og aðstaða til að vaska upp. Þjónustuaðstaðan er opin allan sólarhringinn og í byrjun árs 2022 var hún stækkuð um helming og nú, ásamt úti-eldunarskýli, er komin aðstaða innanhús til eldunar. Á háönn er nauðsynlegt að bóka og greiða fyrir tjaldsvæðið á netinu en möguleiki er á greiðslu í gegnum sjálfsafgreiðsluposa á lágönn ef móttakan er lokuð.   

Tjaldsvæðið er opið allan sólarhringinn, allt árið um kring. Egilsstaðastofa Visitor Center er í þjónustuhúsi á tjaldsvæðinu. Gistu hjá okkur á ferð þinni um Ísland en stutt er í alls kyns afþreyingu eins og Stuðlagil, Vök Baths, Hengifoss og fleiri frábærar náttúruperlur.


Hægt er að bóka pláss fyrirfram á vef Camp Egilsstaðir sem og verðskrá

Egilsstaðastofa Visitor Center er staðsett í þjónustuhúsi Camp Egilsstaða. Þar er hægt að fá upplýsingar um svæðið.  Hægt er að kaupa kaffi, te, póstkort, frímerki og fleira. Nánari upplýsingar um Egilsstaðastofu er að finna á vef Camp Egilsstaðir .

Upplýsingamiðstöð Grundarfjarðar

Sólvellir 5, 350 Grundarfjörður

Starfsfólk á Upplýsingamiðstöðinni leitast við að veita ferðafólki leiðsögn innan og utan bæjarins og um Snæfellsnesið allt. þjónusta og afþreying er fjölbreytt á svæðinu, s.s. verslun, kaffihús og veitingastaðir, hestaferðir, kajakferðir, bátsferðir, hvalaskoðun, sjóstöng og fuglaskoðun. Golfvöllur er í nágrenninu og gönguleiðir frá fyrri tíð liggja upp í fjallgarðinn og útsýni þaðan yfir Kirkjufellið er stórkostlegt. 

Sumaropnun: Kl. 13:00-17:00 mánudaga-föstudaga og á komudögum skemmtiferðaskipa.  

Upplýsingamiðstöð Snæfellsbæjar (Svæðismiðstöð)

Kirkjutún 2, 355 Ólafsvík

Upplýsingamiðstöð Snæfellsbæjar er svæðismiðstöð. Hún er til húsa hjá Átthagastofu Snæfellsbæjar miðsvæðis í Ólafsvík bak við Gamla Pakkhúsið.

Fjölbreyttar sýningar eru í húsakynnum upplýsingamiðstöðvarinnar á sumrin.

Aðgangur að interneti.

Miðstöðin er opin kl. 8-16 á virkum dögum út júlímánuð. 

Upplýsingamiðstöðin á Akranesi (Svæðismiðstöð)

Breiðin, 300 Akranes

Upplýsingamiðstöðin á Akranesi er til húsa í Akranesvita. Þar er hægt að nálgast allar upplýsingar um afþreyingu, gistingu, veitingar og fleira á Akranesi og nágrenni. 

Opnunartímar í Upplýsingamiðstöð ferðamanna og í Akranesvitanum:
1. maí - 15. september: daglega frá 12:00 til 16:00
16. september - 30. apríl: daglega frá 13:00 til 15:00 og eftir samkomulagi fyrir hópa.

Bókun ehf.

Katrínartún 4, 105 Reykjavík

Bókun ehf. er hugbúnaðarfyrirtæki, stofnað í febrúar 2012. Fyrirtækið hóf þróun á hugbúnaði sínum í mars 2012 og fór kerfið í loftið með fyrstu viðskiptavinunum í febrúar 2013.

Opið alla daga frá kl. 10:00-16:00.

Upplýsingamiðstöðin á Akureyri (Landshlutamiðstöð)

Hof Menningarhús. Strandgata 12, 600 Akureyri

Starfsfólk Upplýsingamiðstöðvarinnar veitir upplýsingar um afþreyingu, veður, færð á vegum, áætlunarferðir, skipulagðar ferðir, gistimöguleika, veitingar og margt fleira á Norðurlandi og víðar um land.

Opnunartími 2024
Í apríl og maí er opið alla daga kl 10:00-15:00
Í júní, júlí og ágúst er opið alla daga 8:00-16:00
Í september er opið alla daga 10:00-15:00

Gestastofa Snæfellsjökulsþjóðgarðs á Malarrifi

Malarrif, 360 Hellissandur

Gestastofa þjóðgarðsins er við Malarrif. Þema sýningarinnar í gestastofunni er vermaðurinn og náttúran og er leitast við að sýna hvernig vermenn nýttu náttúruna til að sjá sér farboða. Höfðað er til allra skilningarvitanna og eru gestir hvattir til að smakka, lykta og reyna. Hægt er að finna eitthvað skemmtilegt fyrir fólk á öllum aldri í gestastofunni. Þar má einnig nálgast upplýsingar og fræðslu um svæðið undir Jökli hjá landvörðum sem þar starfa.

Smelltu hér til að skoða opnunartíma.

Hótel Bifröst

Bifröst, 311 Borgarnes

Hótel Bifröst er notalegt hótel á fallegum stað í hjarta Borgarfjarðar. Hótelið er staðsett við þjóðveg 1 - 102 kílómetra frá Reykjavík og því í aðeins eins- og hálfs tíma akstursfjarlægð frá höfuðborginni.

Á Hótel Bifröst eru 52 rúmgóð, björt og hlýleg, tveggja manna herbergi. Öll herbergin eru með sér snyrtingu og sturtu, gervihnattasjónvarpi og internettengingu. Lyfta er á hótelinu og því gott aðgengi fyrir fatlaða. 

Veitingastaður hótelsins - Kaffi Bifröst tekur um það bil 100 manns í sæti. Þar er mikið lagt upp úr því að framreiða fjölbreyttan og hollan mat með áherslu á að nota hráefni úr heimabyggð.

Hægt er að bóka ráðstefnur, fundi eða námskeið til að halda á hótelinu en þar er að finna sali af öllum stærðum og gerðum.

Hnjótur - Minjasafn Egils Ólafssonar

Hnjótur, Örlygshöfn, 451 Patreksfjörður

Minjasafn Egils Ólafssonar að Hnjóti Örlygshöfn varðveitir einstætt safn gamalla muna frá sunnanverðum Vestfjörðum sem veita okkur innsýn í sögu sjósóknar, landbúnaðar og daglegs lífs. Þar er einnig að finna sýningu um björgunarafrekið við Látrabjarg árið 1947 og hattinn hans Gísla á Uppsölum.

Egill Ólafsson var fæddur og uppalinn á Hnjóti og byrjaði ungur að safna munum. Með áhuga sínum og framsýni varð til þetta merka minjasafn sem Egill og kona hans Ragnheiður Magnúsdóttir byggðu upp og gáfu sveitafélögunum í Vestur-Barðastrandarsýslu.

Í safninu er kaffitería, minjagripaverslun og svæðisupplýsingamiðstöð.

Safnið er opið frá kl. 10-18 frá 1. maí- 30. september. Hægt er að hafa samband ef áhugi er að heimsækja safnið utan fasts opnunartíma (museum@hnjotur.is eða síma 456-1511).

Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn Reyðarfirði - (Svæðismiðstöð)

Heiðarvegur 37, 730 Reyðarfjörður

Almenningssamgöngur - upplýsingasíða

-, 101 Reykjavík

Við miðlum upplýsingum um almenningssamgöngur á Íslandi; strætó, ferjur og flug - með því megin viðmiði að í boði séu fastar brottfarir óháð fjölda þátttakenda og ferðir eru almennt ekki með leiðsögn. Ýmisst er þjónustan sem við kynnum rekin af opinberum aðilum eða einkaaðilum. Síðan er ekki hagnaðardrifin en til að efla sjálfbærni hennar er kostur á því að kaupa ferðir í gegnum www.publictransport.is hjá nokkrum einkaaðilum í gegnum sölusíðu TourDesk, sem er beintengd við heimasíðuna.

Slóð á almenningssamgöngukort: www.publictransport.is  

Gestastofa Snæfellsness

Breiðablik, Eyja- og Miklaholtshreppur, 311 Borgarnes

Gestastofa Snæfellsness/ Snæfellsnes Visitor Center, sem Svæðisgarðurinn Snæfellsnes heldur utan um í félagsheimilinu Breiðabliki, er opin alla daga frá kl. 10 - 17. Þar er tekið vel á móti gestum og íbúum með fræðslu um Snæfellsnes, þá fjölmörgu áfangastaði sem byggðir hafa verið upp og alla þá fjölbreyttu þjónustu sem hér er í boði. 

Árið um kring eru sýningar í gestastofunni og markaður með mat og handverk af Snæfellsnesi er opinn. Salernin eru opin allan sólarhringinn. 

LAVA centre

Austurvegur 14, 860 Hvolsvöllur

LAVA – Eldfjalla og jarðskjálftamiðstöð Íslands er allsherjar afþreyingar- og upplifunarmiðstöð sem helguð er þeim gríðarlegu náttúruöflum sem hófu að skapa Ísland fyrir nærri 20 milljón árum síðan og eru enn að. LAVA centre gefur þér ekki aðeins kost á að upplifa þessi náttúruöfl með gagnvirkum og lifandi hætti heldur tengir þig einnig við náttúruna sem við þér blasir; Heklu, Tindfjöll, Kötlu, Eyjafjallajökul og Vestmannaeyjar.

LAVA er “glugginn” inn í  jarðvanginn, Katla Geopark, ásamt því að vera alhliða upplýsinga, sölu- og þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn. LAVA kemur einnig á framfæri, með beinum hætti, upplýsingum um jarðhræringar, eldgos og aðrar náttúruhamfarir í samvinnu við Almannavarnir, Veðurstofu Íslands og lögreglu.

LAVA er kjörinn viðkomustaður fyrir alla sem hafa áhuga á að læra meira um jarðfræði Íslands, sjá og finna fyrir kraftinum sem liggur undir landinu. Lifandi og skemmtileg upplifun fyrir alla fjölskylduna!

Aðgangsverð fyrir sýningu, 12 mínútna kvikmynd og útsýnispall er 3590 kr og fjölskyldu pakki er á 8975 kr (fullorðnir + 1 barn 6-15 ára greiða, aðrir 15 ára og yngri fá frítt).

Allar upplýsingar um verð má finna á heimasíðunni www.lavacentre.is og þar er einnig hægt að kaupa miða fyrirfram. Einnig er auðvelt og fljótlegt að kaupa miða við innganginn. 

Upplýsingamiðstöðin Þingeyri

Hafnarstræti 5, 470 Þingeyri

Opnunartími sumarið 2020:

Opið alla daga frá 11:00 til 17:00



Upplýsingamiðstöð Vesturbyggðar / Westfjords Adventures.

Þórsgata 8a, 450 Patreksfjörður
Vakinn

Gestastofa og upplýsingamiðstöð Vatnajökulsþjóðgarðs í Ásbyrgi, Gljúfrastofa

Gljúfrastofa - Ásbyrgi National Park, 671 Kópasker

Dettifoss er aflmesti foss Íslands og vatnsmesti foss í Evrópu. Hann er 44 metra hár og rúmlega 100 m breiður foss í Jökulsá á Fjöllum sem er hluti af Vatnajökulsþjóðgarði. Hvergi upplifir maður smæð mannsins eins skýrt og við þennan mikilfenglega foss.

Vestan megin Jökulsár er vegur 862. Hann er með bundið slitlag og fær öllum bílum að Dettifossi. Það er þó ekki  vetrarþjónusta við hann enn sem komið er. Auðvelt er að komast að Vesturdal frá vegi 862.

Frá Dettifossi og áfram suður að þjóðvegi 1 er malbikaður vegur en án vetrarþjónustu frá 1.jan til 30. mars. Dettifoss er hluti af Demantshringnum, sjáðu hann hér www.demantshringurinn.is

Austan megin Jökulsár á Fjöllum er vegur 864. Það er malarvegur sem er aðeins opinn á sumrin er fær öllum bílum en vegfarendur þurfa þó að miða ökuhraða við ástand vegarins hverju sinni. 

Afgreiðslutími í Gljúfrastofu 2023:
16. jan - apr: 11-15 mánudaga til föstudag
maí: 10-16 alla daga
jún - ágú: 9-17 alla daga
sept - okt: 11-16 alla daga
nóv - 15. des: 11-15 virka daga

Til að skoða vefsíðuna okkar, vinsamlegast smellið hér .

Vakinn

Snæfellsstofa, Gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs

Skriðuklaustur, 701 Egilsstaðir

Snæfellsstofa er gestastofa og upplýsingamiðstöð fyrir austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Snæfellsstofa opnaði sumarið 2010 og er hún fyrsta vistvænt vottaða bygging landsins samkvæmt breska umhverfisstaðlinum BREEAM.

Í Snæfellsstofu er sérlega áhugaverð og falleg sýning, Veraldarhjólið, sem fjallar um hringrás og mótun náttúrunnar. Sýningin leggur áherslu á samspil gróðurfars og dýralífs á austursvæði þjóðgarðsins. Við hönnun hennar var lögð áhersla á að börn gætu snert, lyktað og prófað sig á ýmsum sýningarmunum.

Minjagripaverslun er í gestastofunni með áherslu á vörur úr heimabyggð og nágrannasveitum þjóðgarðsins. Kaffi, te og léttar veitingar eru til sölu

Gestastofan er staðsett á Skriðuklaustri örlítið lengra inn dalinn en þar sem beygt er upp á Fljótsdalsheiði. Aðgengi er fyrir fatlaða.

Aðgangur er ókeypis.

Opnunartími:
Opnunartíma má finna á með því að smella hér. 

Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn Mjóafirði - (Svæðismiðstöð)

Sólbrekka, 715 Mjóifjörður

Þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi

Sandahraun 5, 360 Hellissandur

Þjóðgarðsmiðstöðin er fullhönnuð og byggð út frá alþjóðlega vottunarstaðlinum BREEAM en þau viðmið ganga út frá að notuð séu umhverfisvæn byggingarefni og að úrgangur sé takmarkaður á byggingartíma og í rekstri sem stuðlar að því að byggingarnar verða fyrir vikið umhverfisvænni og hagkvæmari í rekstri. 

Aðgengi að húsinu er til fyrirmyndar en hér eru góðir göngu- og hjólastígar sem liggja til og frá þjóðgarðsmiðstöðinni. Hleðslustöðvar munu standa til boða bæði fyrir gesti og starfsfólk þjóðgarðsins. 

Starfsmenn á gestastofu Snæfellsjökuls Þjóðgarðs veita upplýsingar og aðstoð. Gestastofan og salernin eru opin allt árið. 

Þjóðgarðurinn er fyrsti þjóðgarður landsins sem nær að sjó og hefur þá sérstöðu að geyma minjar frá útræði fyrri alda. Landslagið á Snæfellsnesi er magnþrungið og margbreytilegt. Ströndin er fjölbreytt þar sem skiptast á grýttir vogar, strendur með ljósum eða svörtum sandi og snarbrattir sjávarhamrar með iðandi fuglalífi um varptímann. 

Láglendið innan þjóðgarðsins er að mestu hraun sem runnið hefur frá Snæfellsjökli eða eldvörpum á láglendi og eru víðast þakin mosa en inn á milli má finna fallega skjólsæla bolla með gróskumiklum gróðri. Láglendið á sunnanverðu Snæfellsnesi er forn sjávarbotn sem risið hefur frá því ísöld lauk. Hamrabeltin upp af láglendinu eru því gamlir sjávarhamrar. 

Snæfellsjökull gnæfir tignarlegur yfir umhverfinu og undirfjöll hans eru margbreytileg að lögun. Ofar í landinu og nær Jökulhálsi eru vikurflákar og land sem er nýlega komið undan jökli. 

Smelltu hér ti l að skoða opnunartíma

Verslunin Árborg - Grill

Árbær, 801 Selfoss

Verslunin Árborg á sér 32 ára viðskiptasögu og er fyrsta fyrirtækið sem notar nafnið “Árborg”. Þann 1. apríl árið 1988 tóku hjónin Gunnar Egilsson og Sigrún Halldórsdóttir við rekstrinum og hafa rekið Verslunina Árborg.

Selasetur Íslands

Strandgötu 1 v/Hvammstangahöfn, 530 Hvammstangi

Á Selasetri Íslands eru fræðslu sýningar um seli og hægt að kynna sér meðal annars lífshætti sela, selaveiðar og nýting selaafurða og þjóðsögur um seli. Setrið gegnir einnig hlutverki almennrar upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn. Þar geta ferðamenn fengið upplýsingar um athyglisverða áfangastaði og afþreyingu í Húnaþingi. Þar eru einnig seldir minjagripir og handverk úr héraði. 

 

 

Upplýsingamiðstöð Dalvíkur - (Svæðismiðstöð)

Berg, Menningarhús, 620 Dalvík

Upplýsingamiðstöð Dalvíkur er opin sem hér segir:

Sumar (1. júní - 31. ágúst):
Virkir dagar 10:00 - 17:00
Laugardagar: 12:00 - 17:00
Sunnudagar: Lokað

Vetur:
Upplýsingamiðstöðin sjálf lokuð en bókasafnið í sama húsi veitir upplýsingar.

 

Katla Jarðvangur / Katla Geopark

Austurvegur 4, 860 Hvolsvöllur

Katla Jarðvangur

Í Kötlu jarðvangi eru margar merkilegar jarðminjar, sumar á heimsvísu.  Yfir 150 eldgos hafa verið skráð þar frá landnámi. Eldvirknin hefur mótað landið og haft áhrif á búsetu manna eins og öskugosin í Eyjafjallajökli 2010 og Grímsvötnum 2011 sanna. Einstaklega kvik og síbreytileg náttúra hefur mótað sögu og mannlíf jarðvangsins í aldanna rás.

 

Katla jarðvangur nær yfir land þriggja sveitarfélaga, Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps. Flatarmál hans er 9542 km2 eða rúm 9 % af heildarflatarmáli Íslands. Íbúafjöldi er um 2700 manns. Kvikfjárrækt hefur verið megin atvinnuvegur svæðisins en síðustu ár hefur kornrækt aukist. Hvolsvöllur, Vík og Kirkjubæjarklaustur eru helstu þjónustukjarnar fyrir sveitirnar. Undanfarin ár hefur mikilvægi ferðaþjónustu aukist gríðarlega í atvinnulífi svæðisins.

 

Jarðfræði

Ísland er á Mið-Atlantshafshryggnum þar sem tveir jarðskorpuflekar gliðna í sundur á svokölluðu rekbelti. Auk þess er möttulstrókur undir landinu með miðju undir Vatnajökli. Samspil rekbeltis og möttulstróks veldur flókinni og fjölbreyttri eldvirkni á Suðurlandi.

Sérstaða Kötlu jarðvangsins felst í þessari eldvirkni og víðfeðmum áhrifum hennar á landmótun og náttúrufar. Einkennandi eru megineldstöðvar, gígar og gossprungur, gervigígar, hraunbreiður, móbergsfjöll og móbergshryggir sem hafa sömu stefnu og rekbeltið. Eldstöðvakerfin Hekla, Katla, Grímsvötn og Bárðarbunga eru virkust við landmótunina.

Jöklar eru einnig áberandi í landslagi þar sem þeir þekja hæstu eldfjöll. Frá þeim falla skriðjöklar og jökulár. Jökulgarðar og jökullón eru einnig áberandi. Hamfaraflóð vegna eldgosa undir jökli mynduðu sandana á láglendi.

Elsta bergið er um 2,5 milljón ára gamalt og finnst við rætur Lómagnúps sem er gamall sjávarhamar og eitt hæsta standberg landsins (671 m). Aðrar áhugaverðar myndanir í jarðvanginum eru steingervingar í hnyðlingum og gjóskulög sem hafa reynst vel við aldursákvarðanir. 

Reykjavík Foto ehf.

Laugavegur 51, 101 Reykjavík
Vakinn

Skaftafellsstofa – gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs í Skaftafelli

Skaftafellsstofa , 785 Öræfi

Skaftafellsstofa er upplýsinga- og fræðslumiðstöð þar sem gestir fá svör við spurningum um náttúrufar Skaftafells, gönguleiðir, gistingu og afþreyingu í næsta nágrenni.

Upplýsingar um opnunartíma má finna hér: https://www.vatnajokulsthjodgardur.is/is/svaedin/skaftafell/skipuleggja-heimsokn/skaftafellsstofa

Gönguleiðir á svæðinu eru margar og fjölbreyttar. Hér má nálgast yfirlit gönguleiða í Skaftafelli. Yfir sumarið bjóða landverðir uppá fræðslugöngur og barnastundir. 

Í Skaftafellsstofu eru upplýsingar um jarðfræði og náttúru í Skaftafelli. Sýnd er mynd um suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs á opnunartíma Skaftafellsstofu. Í Skaftafellsstofu má einnig sjá muni úr örlagaríkum leiðangri breskra háskólastúdenta árið 1952.

Í Skaftafellstofu er minjagripaverslun með bækur, póstkort og handverk. Lögð er áhersla á íslenskar vörur og muni sem tengjast byggðarlaginu. Þar er einnig hægt að kaupa fræðslumynd um flóð Skeiðarárjökuls árið 1996.

Veitingasala og sölubásar ferðaþjónustuaðila er á svæðinu ásamt stoppistöð áætlunarbíla. 

Á tjaldsvæðinu í Skaftafelli er WC, (líka fyrir hreyfihamlaða), rennandi vatn (heitt og kalt), sturtuaðstaða, aðstaða fyrir losun húsbílasalerna, útigrill, þvottavél, þurrkari og nettenging. Þjónustumiðstöð í nágrenninu og margskonar tækifæri. 

Tjaldsvæðið er opið allt árið um kring.

Þátttakandi í VAKINN - gæða og umhverfiskerfi íslenskrar ferðaþjónustu.

Upplýsingamiðstöð Norðfirði (Svæðismiðstöð)

Sundlaugin á Neskaupsstað - Miðstræti 15, 740 Neskaupstaður

Upplýsingamiðstöð ferðamanna staðsett í anddyri Sundlaugar Norðfjarðar. Þangað geta ferðamenn sótt allar almennar ferðaupplýsingar um Fjarðabyggð og nágrenni, þar á meðal þjónustukort fyrir alla sex bæjarkjarna sveitarfélagsins.

Aðstoð er einnig veitt vegna ferðaupplýsinga um aðra landshluta. Þá má nálagst algengustu handbækur og kynningarrit ferðaþjónustunnar hjá upplýsingamiðstöðinni og ferðamenn geta auk þess leitað sér upplýsinga á vefnum á stafrænum upplýsingastandi.

Upplýsingamiðstöðin fylgir opnunartíma sundlaugarinnar sem er opin allt árið.

Þá má einnig nálgast ferðaupplýsingar hjá upplýsingaþjónustu kaffihússins Nesbær, skammt frá sundlauginni.

Upplýsingamiðstöð Ölfuss

Hafnarberg 41, 815 Þorlákshöfn

Upplýsingamiðstöð Ölfuss er staðsett í Íþróttamiðstöð Þorlákshafnar.  

Sjá nánar hér 

Gestastofan Gígur

Gígur, Skútustaðir, 660 Mývatn

Gestastofan Gígur í Mývatnssveit er opin allan ársins hring. Þar veita landverðir og þjónustufulltrúar gestum fræðslu og upplýsingar um náttúrufar, gönguleiðir, gistingu og afþreyingu í næsta nágrenni.

Opið alla daga, frá 10:00-14:00.

Iceland Highlights

Úlfarsbraut 52, 113 Reykjavík

Við Iceland Highlights hjálpum þér með að sérsniða allskyns ferðir og beiðnir. Auk þess, við sérhæfum okkur í að keyra privát ferðir. T.d, flugvallarskutlið og Bláa Lónið. 

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Hótel Cabin

Borgartún 32, 105 Reykjavík

Hótel Cabin er vinsælt 257 herbergja budget hótel frábærlega staðsett í göngufæri frá miðborginni og Laugardalnum. Meginstefna hótel Cabin er að bjóða þægilega gistingu á góðu verði.

Á Cabin finnur þú herbergi sem hæfir þínum þörfum. Herbergin eru allt frá því að vera lítil standard herbergi til stærri superior herbergja. Standard herbergin eru ódýrustu herbergin sem við bjóðum upp á og eins og nafnið gefur til kynna eru þau mjög einföld en notaleg. Superior with a view herbergin eru öll á 7. hæð hótelsins og bjóða upp á stórkostlegt útsýni yfir borgina eða sjóinn.

Á fyrstu hæð hótelsins er bar og setustofa þar sem gestir geta slakað á með drykk.

Boðið er upp á ókeypis bílastæði bakvið hótelið.

Upplýsingamiðstöð Bolungarvíkur (Svæðismiðstöð)

Aðalstræti 21, 415 Bolungarvík

Opið mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 14 til 18.

Upplýsingamiðstöð ferðamanna á Sauðárkróki

Aðalgata 21, 550 Sauðárkrókur

KVIKAN - Auðlinda- og menningarhús

Hafnargata 12a, 240 Grindavík

Á efri hæð hússins er sýningin „Saltfiskur í sögu þjóðar“. Sýningin ætti að geta að vera forvitnileg fyrir erlenda ferðamenn, fróðleg fyrir skólafólk, sem getur hér kynnt sé mikilvægasta atvinnuveginn, og ánægjuleg fyrir hinn almenna Íslending sem fer í helgarbíltúr með fjölskylduna. 

Þegar leið á 18. öldina, og þilskip tóku að leysa áraskipin af hólmi, varð saltfiskur aðalútflutningsvara Íslendinga. Fram að því höfðu vaðmál og skreið verið undirstaða utanríkisverslunar. Með tilkomu togaranna varð saltfiskverkun í raun að stóriðju og saltfiskur hefur æ síðan skipt verulegu máli fyrir afkomu þjóðarbúsins. Grindvíkingar hafa löngu verið drjúgir við að saltfiskinn og sýningum sögu verkunar og sölu á saltfiski og þýðingu hans fyrir þjóðarbúið í gegn um tíðina á því vel heima í þessu ágæta sjávarplássi við suðurströndina.

Sýningar textar eru bæði á íslensku og ensku.

 

Opnunartími                  

15. maí – 31. ágúst        alla daga kl. 11-17

1. September - 14. maí  alla daga nema sunnudaga kl 11-17

Aðgangur er ókeypis

Einnig hægt að taka á móti hópum utan afgreiðslutíma eftir samkomulagi.

Sjóminjasafn Austurlands

Strandgata 39b, 735 Eskifjörður

Í safninu eru munir sem tilheyra sjósókn og vinnslu sjávarafla. Einnig eru þar verslunarminjar og hlutir sem tilheyra ýmsum greinum iðnaðar og lækninga frá fyrri tíð. Sjóminjasafnið er staðsett í gömlu verslunarhúsi, Gömlu búð, sem byggt var 1816.

Safnið þykir einstaklega skemmtilega framsett, fjölbreytt og fróðlegt heim að sækja. Það er á tveimur hæðum.

Safnið er opið alla daga kl. 13:00-17:00 (júní-ágúst) eða eftir samkomulagi á öðrum árstímum.

Kaffi Klara - Gistihús og veitingar

Strandgata 2, 625 Ólafsfjörður

KAFFI KLARA 

Kaffi Klara er til húsa í gömlu pósthúsinu í Ólafsfirði, sögufrægt hús í hjarta Ólafsfjarðar sem gért var upp í 2013 og innréttað sem kaffihús og gistiheimili.  

Kaffi Klara er notalegt og heimilislegt kaffhús þar sem lögð er áhersla á að hlúa vel að gestunum, nota hráefni úr héraði, elda matinn sem mest frá grunni og skapa matarupplifun. Boðið upp á rétt dagsins og um helgar er í boði súpa og brauð auk þess sem boðið er upp á smurt brauð, bökur, súrdeigspitsur, kökur, tertur og vöfflur. 

Tapasveislur, hlaðborð, purusteikur, brunch, tónleikar, sýningar m.m. eru reglulega auglýst á facebooksíðu Kaffi Klöru. Kaffi Klara er einnig með veitingaþjónustu og tekur á móti smærra hópa ferðamanna, fjölskyldna, samstarfsfólks, saumaklúbbur, eða félagssamtök.

GISTIHÚSIР

Gistihúsið okkar er staðsett á efri hæð Kaffi Klöru, í miðbær Ólafsfjarðar. Það eru 5 herbergi og 2 baðherbergi. Við eigum 1 frábært stórt herbergi með pláss fyrir 4 t og 1 aðeins minni herbergi með pláss fyrir 3. Bæði herbergin eru tilvalin fyrir fjölskyldur. Herbergin eru með nútímalegum innréttingum og eru með viðargólf og handlaug. Gestir hafa aðgang að sameiginlegri baðherbergisaðstöðu auk sameiginlegs svæðis með ísskáp og hraðsuðukatli. Gistihúsið tekur 11-12 manns í gistingu.

Gistihúsið er tilvalið fyrir stórfjölskyldan, fyrir göngu eða hjólahópa sem vilja njóta náttúrunnar á Tröllaskaga eða fyrir gólfarar. Leitið til okkar eftir tilboð fyrir gisting og fæði. 

What's On - Tourist Information

Laugavegur 5, 101 Reykjavík

What’s On er upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn í miðborg Reykjavíkur. Starfsfólkið þekkir ferðalög á Íslandi í þaula og veitir upplýsingar og ráðgjöf um allt það helsta sem ferðalangar á Íslandi þurfa að vita. Þar að auki fylgjumst við vel með hvað er í gangi í Reykjavík, tónleikar, sýningar og aðrir viðburðir.

Upplýsingamiðstöðin veitir ekki einungis ferðamönnum upplýsingar, hér er einnig hægt að:

· Bóka skoðunarferðir og uppákomur
· Leigja bíl
· Fá upplýsingar um færð og veður
· Fá upplýsingar um tónleika, sýningar, söfn og aðra viðburði
· Fá ábendingar um veitingastaði
· Nálgast upplýsingabækur og ferðabæklinga um Ísland
· Nota internetið
· Geyma farangur

Frekari upplýsingar um Ísland og ferðalög innanlands má nálgast á www.whatson.is . Einnig er hægt að hringja á upplýsingaskrifstofuna, senda tölvupóst eða koma við á Laugavegi 5. 

Tenerife.is

, 105 Reykjavík

Þú finnur okkur á Facebook hér .

What's On/Trip - Tourist Information

Laugavegur 54, 101 Reykjavík

What’s On er upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn í miðborg Reykjavíkur. Starfsfólkið þekkir ferðalög á Íslandi í þaula og veitir upplýsingar og ráðgjöf um allt það helsta sem ferðalangar á Íslandi þurfa að vita. Þar að auki fylgjumst við vel með hvað er í gangi í Reykjavík, tónleikar, sýningar og aðrir viðburðir.

Upplýsingamiðstöðin veitir ekki einungis ferðamönnum upplýsingar, hér er einnig hægt að:

· Bóka skoðunarferðir og uppákomur
· Leigja bíl
· Fá upplýsingar um færð og veður
· Fá upplýsingar um tónleika, sýningar, söfn og aðra viðburði
· Fá ábendingar um veitingastaði
· Nálgast upplýsingabækur og ferðabæklinga um Ísland
· Nota internetið
· Geyma farangur

Frekari upplýsingar um Ísland og ferðalög innanlands má nálgast á www.whatson.is . Einnig er hægt að hringja á upplýsingaskrifstofuna, senda tölvupóst eða koma við á Laugavegi 54.  

Cafe Dunhagi

Sveinseyri, 460 Tálknafjörður

Dunhagi er sögufrægt félagsheimili þar sem veitingarhúsið Cafe Dunhagi er rekið frá vori til hausts. Veitingarhúsið er landsfrægt fyrir að hrista saman heimsins kryddum til að gera máltíðina eftirminnilega.
Á efri hæð hússins er Menningarhátíð Dunhaga þar sem landsfrægir listamenn, rithöfundar, ljóðaskáld og tónlistarmenn stíga á stokk allar helgar sumarsins. Í húsinu er víðamikið ljósmyndasafn þar sem saga Tálknfirðinga er rakin í máli og myndum. 

Upplýsingamiðstöðin Neskaupstað

Nesbæ, Egilsbraut 5, 740 Neskaupstaður

Upplýsingamiðstöðin Hafnarfirði (Svæðismiðstöð)

Strandgata 6, 220 Hafnarfjörður

Opnunartími: Mánudaga-fimmtudaga 08:00-16:00 og föstudaga: 08:00-14:00

Upplýsingagjöf til ferðamanna er á Byggðasafni Hafnarfjarðar og í Lista og menningarmiðstöðinni Hafnarborg um helgar frá 11:00-17:00.

Westfjords Adventures

Þórsgata 8a, 450 Patreksfjörður

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

 

Opnunartímar;

Mán - Fös 08:00 - 17:00

Lau + Sun 10:00 - 12:00

Vakinn

Skaftárstofa – Gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs á Kirkjubæjarklaustri

Klausturvegur 10, 880 Kirkjubæjarklaustur

Skaftárstofa er glæsileg ný gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs við þjóðveg eitt, við Sönghól, í nágrenni Kirkjubæjarklausturs. Þar er jafnframt upplýsingamiðstöð fyrir Skaftárhrepp. Á meðan unnið er að nýrri fræðslusýningu um þjóðgarðinn í rýmið býðst gestum að skoða sýningu Jöklarannsóknafélags Íslands, Vorferð. Sýningin var gerð í tilefni af 70 ára afmæli félagsins og varpar meðal annars ljósi á sögu félagsins, segir frá skálabyggingum, vorferðum á jökli, sporðamælingum, rannsóknarverkefnum, jöklabakteríunni og tímaritinu Jökli.

Stuttmyndir:
Eldgosið í Grímsvötnum 2011
Vestursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs

Opnunartímar gestastofu

Þátttakandi í VAKINN - gæða og umhverfiskerfi íslenskrar ferðaþjónustu.

Upplýsingamiðstöð Súðavíkurhrepps

Grundarstræti 3, 420 Súðavík

Upplýsingamiðstöð Fáskrúðsfirði (Svæðismiðstöð)

Hafnargata 12, 750 Fáskrúðsfjörður

Upplýsingamiðstöðin er staðsett í móttökubyggingu Fosshótel Austfirðir í hinu uppgerða læknishúsi sem er eitt frönsku húsanna á Fáskrúðsfirði. Starfsfólk hótelsins aðstoðar fúslega ferðamenn varðandi allar almennar upplýsingar um Fjarðabyggð og nágrenni. Einnig eru veittar upplýsingar um aðra landshluta. 

Þá má nálgast þjónustukort fyrir alla bæjarkjarna Fjarðabyggðar ásamt algengustu handbókum og kynningarritum um Austurland og landið í heild. Ferðamenn geta auk þess leitað upplýsinga á vefnum á stafrænum upplýsingastandi.

Upplýsingamiðstöðin fylgir opnunartíma hótelsins.

Midgard Adventure

Dufþaksbraut 14, 860 Hvolsvöllur

Midgard Adventure

Midgard Adventure er ferðaþjónustufyrirtæki á Hvolsvelli sem var stofnað árið 2010. Við sérhæfum okkur í ævintýraferðum um Suðurlandið, bæði dagsferðum og lengri ferðum. Við rekum einnig Midgard Base Camp sem er í senn gistiaðstaða, veitingastaður og bar.

Dagsferðir
Við bjóðum upp á ýmis konar dagsferðir: hálendisferðir, jeppaferðir, gönguferðir, hjólaferðir, útsýnisferðir og jöklaferðir. Vinsælustu dagsferðirnar okkar yfir sumartímann er Þórsmörk Super Jeep, Þórsmörk Hike og Landamannalaugar Day Tour. Vinsælustu dagsferðirnar okkar yfir vetrartímann eru Þórsmörk Super Jeep, Meet Eyjafjallajökull og Midgard Surprise.

Lengri ferðir
Við bjóðum einnig upp á lengri ferðir frá tveimur upp í átta daga. Vinsælasta ferðin okkar yfir sumatímann er 4-Day Iceland Adventure Package og yfir vetrartímann er það 4-Day Northern Lights Adventure.

Sérferðir og ferðaplön
Við tökum einnig að okkur að sérferðir (prívat) og skipuleggjum ferðalög gesta frá A til Ö. Þá bókum við allar ferðir, gistingu og samgöngur.

Fyrirtækjapakkar
Við erum með í boði ýmsa spennandi fyrirtækjapakka. Sjá nánar hér.

Skólahópar
Við bjóðum einnig upp á ferðir fyrir skólahópa. Sjá nánar hér.

Vantar þig gistingu?
Midgard Base Camp er í senn hótel og hostel. Allir gestir fá aðgang að heitum potti og sauna. Á Midgard Base Camp er einnig að finna veitingastað og bar. 

Áhugaverðir tenglar

Heimasíða Midgard Adventure

Heimasíða Midgard Base Camp

Heimasíða Midgard Restaurant

Kynningarmyndbönd Midgard

Midgard Adventure á Facebook

Midgard Base Camp á Facebook

@MidgardAdventure á Instagram

@Midgard.Base.Camp á Instagram

 

Þingvellir

Þingvellir, 806 Selfoss

Á tjaldsvæði má finna, salerni, sturtur, þvottaaðstöðu, útivaska og kolagrill. Í þjónustumiðstöðinni er kaffi- og veitingaaðstaða. Þar er einnig seld tjald- og veiðileyfi.

Sumaropnunartími (júní-ágúst):
09:00 - 20:00

Vetraropnunartími (september - maí):
Upplýsingahlið gestastofu: 09:00-16:00
Verslun og þjónustumiðstöð á Leirum: 09:00-18:00

Must See in Iceland

Melgerði 21, 200 Kópavogur

Must See in Iceland er bloggsíða þar sem mælt er með því allra, allra besta sem Ísland hefur uppá að bjóða. Við viljum lóðsa fólk um landið eins og góðir vinir, með dass af húmor og skemmtilegheitum.

Við handveljum líka ferðir um Ísland þannig að ferðalangar geti upplifað það stórfenglegasta sem hægt er að upplifa á þessu litla landi. Og það er hægt að bóka eitt - við mælum aldrei með einhverju glötuðu!

Komið því með okkur í ógleymanlega ferð um Ísland. Við erum til í það. Ert þú til í það?

Upplýsingamiðstöð Seyðisfjarðar (Landamæramiðstöð)

Ferjuleira 1, 710 Seyðisfjörður

Í upplýsingamiðstöðinni er hægt að fá ferðabæklinga af öllu landinu, götu- og göngukort, frímerki, póstkort, og fleira. Í ferjuhúsinu eru salerni, frí þráðlaus nettenging fyrir gesti, minjagripaverslun og lítil kaffitería. Ferjuhúsið nýtist einnig sem biðstöð fyrir farþega Norrænu. 

Upplýsingamiðstöð Fjallabyggðar - Ólafsfirði (Svæðismiðstöð)

Ólafsvegur 4, 625 Ólafsfjörður

Upplýsingamiðstöð ferðamanna Ólafsfirði er staðsett í Bókasafni Fjallabyggðar.

Upplýsingamiðstöð Fjallabyggðar, Siglufirði

Gránugata 24, Ráðhús, 580 Siglufjörður

Upplýsingamiðstöðin er staðsett í bóka- og héraðsskjalasafni Fjallabyggðar.

Dohop

Nóatún 17, 105 Reykjavík

Hæ hæ. Við erum Dohop.

Vantar þig að finna ódýrt flug en vilt ekki leita á öllum flugfélögum og ferðaskrifstofum? Það var einmitt vandinn sem stofnandi Dohop, Frosti Sigurjónsson lenti í. Hann vantaði leið til að finna flug frá Nice til Íslands en hún var ekki til. Dohop var stofnað til að leysa þennan vanda. Og í dag er Dohop ein besta flugleitarvél í heimi skv. World Travel Awards

Síðan þá erum við búin að vinna hörðum höndum að því að leysa vandamál Frosta fyrir alla þá sem þurfa á því að halda með það markmið að búa til bestu flugleitarvél í heimi. Metnaðarfullt markmið? Vissulega, en þess vegna erum við líka svona montin af því að hafa verið valin besta flugleitarvél í heimi af World Travel Awards árin 2014, 2016, 2017 og 2018!

Í grunninn er Dohop einföld flugleitarvél. Við leitum að leiðum milli tveggja staða og gerum svo verðsamanburð á milli fjölmargra flugfélaga og ferðaskrifstofa. Við getum einnig fundið gistingu og bílaleigubíla. Allar okkar leitir taka mið að verði og sýnum við ávallt ódýrustu niðurstöðurnar sem við finnum.

Dohop er ekki stórt fyrirtæki, en við erum að stækka og nú þegar starfa fjölmargir snillingar hjá okkur. Þegar við sitjum ekki við tölvurnar tökum við stöku fússball-leik, kíkjum í borðtennis og á föstudögum reynum við að finna tíma til að skála eftir vinnu.

Byggðasafnið á Garðskaga

Skagabraut 100, 250 Suðurnesjabær

Byggðasafnið á Garðskaga er staðsett í miðri náttúruparadís þar sem fjölbreytt fuglalíf, náttúrufergurð og dýrarlíf skarta sínu fegursta.

Safnið var fyrst opnað 1995 og hefur verið starfrækt síðan. Safnið er alhliða byggða og sjóminjasafn og er sérstaða safnsins einstakt vélasafn þess. 60 vélar eru á safninu sem eru allar uppgerðar af Guðna Ingimundarsyni í Garði, flestar eru þær gangfærar. Safnið hefur til sýnis ýmsa muni sem tengdust búskaparháttum til sjós og lands, elstu munir eru orðnir yfir eitthundrað ára gamlir. Fallegt safn af gömlum útvörpum og ýmsum tækjum og tólum sem notuð voru á heimilum á fyrri árum, skólastofa, skóvinnustofa og verslun Þorláks Benediktssonar svo fátt eitt sé nefnt. Stór hluti af safninu eru sjóminjar, ýmsir hlutir sem notaðir voru við fiskveiðar og til verkunar fisks á landi. Á safninu er sexæringur, níu metra langur bátur með Engeyjarlagi smíðaður 1887.

Opnunartími: Safnið er opið kl. 10-17,  frá 1. maí - 30. sept. 

Frá október til apríl er byggðasafnið opið fyrir hópa sem panta heimsóknir í síma 862 1909,  byggdasafn@sudurnesjabaer.is eða með skilaboðum á Facebook Byggðasafnið á Garðskaga. 

Ferjan Baldur

Smiðjustígur 3, 340 Stykkishólmur

Daglega siglir ferjan Baldur yfir Breiðafjörð frá Stykkishólmi til Brjánslækjar , með stoppi í Flatey .
Um borð í ferjunni er góður veitingastaður og frábær aðstaða fyrir farþega. Á leiðinni yfir fjörðinn er hægt að slaka á og njóta útsýnisins og á sama tíma ert þú að spara tíma þar sem að það tekur skemmri tíma að sigla en að keyra.
Fjölmargir ferðamenn velja að stoppa í Flatey á milli ferða. Fyrir þá sem ferðast með bíl er hægt að senda bílinn yfir fjörðinn á meðan stoppað er í eyjunni og er ekkert rukkað aukalega fyrir þessa þjónustu. Athugið að mikilvægt er að bóka fyrir bíla fyrirfram.
Takmörkuð stopp eru í Flatey yfir vetrartímann.
Athugið að bóka verður fyrirfram fyrir bíla. Sæferðir bjóða einnig upp á Ævintýrasiglingu,  veisluferðir fyrir hópa og fjölbreyttar sérferðir.

Sveitabúðin UNA

Austurvegur 4, 860 Hvolsvöllur

Sveitabúðin Una - Verslun með handverk, gjafavöru og minjagripi, grænmetismarkaður & kjöt beint frá býli!

Það er gaman að koma í Sveitabúðina Unu á Hvolsvelli. Hjá okkur er skemmtileg tónlist í loftinu, fallegar vörur - íslensk hönnun og handverk úr héraði, ýmis gjafavara og matvara. 

Á sumrin er grænmetismarkaður með lífrænt íslenskt grænmeti og ferskt kjöt beint frá býli.

Ekki missa af okkur á ferð þinni um Suðurlandið - við erum í rauða bragganum.

(Opnunartíma má sjá á facebook

Upplýsingamiðstöð Þórshafnar (Svæðismiðstöð)

Langanesvegur 18b, 680 Þórshöfn

Upplýsingarmiðstöð Langanesbyggðar er staðsett í íþróttahúsinu Verinu. 

Jafnframt því að ferðamenn geti nálgast upplýsingar í upplýsingarmiðstöðinni geta ferðamenn komist í þvottavél, þurrkari og internetsamband.

Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn Stöðvarfirði - (Svæðismiðstöð)

Fjarðarbraut 43, 755 Stöðvarfjörður

Upplýsingamiðstöð Vestfjarða (Landshlutamiðstöð)

Neðstikaupstaður, 400 Ísafjörður

Opnunartími

Sumar (15. júní - 31. ágúst):
Virkir dagar: 08:00-17:00
Helgar: 08:00-14:00

September:
Virkir dagar: 08:00-16:00
Helgar: 09:00-12:00

Haust/vetur/vor (1. október - 14. júní):
Mán-fim: 08:00-16:00
Fös: 08:00-12:00
Helgar: Lokað 

Sagnheimar, byggða- og náttúrugripasafn

Safnahúsið við Ráðhúströð, 900 Vestmannaeyjar

Sagnheimar segja einstaka sögu Vestmannaeyja. Má þar einkum nefna:

Tyrkjaránið 1627: 16. júlí 1627 læddust þrjú skip upp að austurströnd Heimaeyjar og á land stigu 300 sjóræningjar. Í þrjá daga æddu þeir um eyjuna með hrópum og köllum, hertóku fólk og drápu miskunnarlaust. Af um 500 íbúum höfðu sjóræningjarnir með sér 242 fanga til skips og seldu á þrælamarkaði í Alsír. Saga Tyrkjaránsins er hér sögð í formi teiknimynda.

Fyrir yngri kynslóðina:
Á safninu er sjóræningjahellir þar sem börn geta klætt sig upp sem sjóræningja og leitað að fjársjóði. Einnig er svokallað snertisafn í boði fyrir börn og fullorðna, þar sem meðhöndla má valda muni safnsins.

Vesturfarar: Mormónar eiga sitt sögusvæði á safninu. Fyrstu íslensku mormónatrúboðarnir, Þórarinn Hafliðason í Sjólyst í Vestmannaeyjum og Guðmundur Guðmundsson í Ártúni á Rangárvöllum, störfuðu í Vestmannaeyjum og á árunum 1854-1914 fóru um 200 Eyjamenn til Vesturheims í leit að betri heimi. Þrjú þeirra, Samúel Bjarnason og Margrét Gísladóttir á Kirkjubæ ásamt vinkonu þeirra, Helgu Jónsdótur frá Landeyjum, urðu 1854 fyrstu Vesturfararnir er þau settumst að í Spanish Fork, Utah.

Herfylkingin: Eyjamenn geta einir landsmanna státað að því að hafa stofnað sína eigin herfylkingu er Adreas August von Kohl eða kapteinn Kohl sýslumaður kom henni á laggirnar árið 1855.

Hættulegasta starf í heimi? Sjómennskan og fiskvinnsla skipa mikilvægasta sessinn í lífi Eyjamanna. Fjallað er um þróun fiskveiða, sjómannslífið, hættur og hetjudáðir, björgunarstörf, vinnslu í landi og verbúðarlíf í máli og myndum í viðbót við muni frá fyrri tíð. Í gamalli talstöð má heyra bæjarbúa segja sögu sjóslysa.

Þjóðhátíð: Þjóðhátíðin var fyrst haldin árið 1874 og nær árlega frá aldamótunum 1900. Hún er mikilvægt sameiningartákn Eyjamanna með öllum sínum hefðum og siðum. Á safninu er boðið til sætis í hefðbundnu Þjóðhátíðartjaldi heimamanna.

Opnunartími:
1. maí - 30. september: Alla daga kl. 10:00-17:00.
1. október - 30. apríl: Laugardaga kl. 12:00-15:00 og eftir samkomulagi.