Upplýsingamiðstöð Fáskrúðsfirði (Svæðismiðstöð)
Upplýsingamiðstöðin er staðsett í móttökubyggingu Fosshótel Austfirðir í hinu uppgerða læknishúsi sem er eitt frönsku húsanna á Fáskrúðsfirði. Starfsfólk hótelsins aðstoðar fúslega ferðamenn varðandi allar almennar upplýsingar um Fjarðabyggð og nágrenni. Einnig eru veittar upplýsingar um aðra landshluta.
Þá má nálgast þjónustukort fyrir alla bæjarkjarna Fjarðabyggðar ásamt algengustu handbókum og kynningarritum um Austurland og landið í heild. Ferðamenn geta auk þess leitað upplýsinga á vefnum á stafrænum upplýsingastandi.
Upplýsingamiðstöðin fylgir opnunartíma hótelsins.