Fara í efni

Þjóðgarðar

49 niðurstöður

Ásbyrgi

Húsavík
Ásbyrgi er eitt helsta náttúruundur Íslands og er staðsett í Vatnajökulsþjóðgarði.

Bárðarbunga

Bárðarbunga í Vatnajökli er stór og öflug megineldstöð. Er hún jafnframt víðáttumesta eldstöð landsins, talin vera nálægt 200 km. löng og allt að 25 km. breið. Eldstöðin er hulin ís og í henni leynist gríðarmikil jökulfyllt askja. Önnur megineldstöð er í kerfinu, það er Hamarinn.

Beruvík gönguleið

Snæfellsbær

Upphaf gönguleiðar er við bílastæði hjá Beruvík. Gönguleið liggur um rústir bæja sem voru í Beruvík og er leiðin stikuð. Sagt er að kona að nafni Bera hafi búið í Beruvík. Í Beruvík voru tvær jarðir, Garðar og Hella. Nýjabúð, Bakkabúð og Helludalur voru hjáleigur. Landið var erfitt búskapar því lítil tún og hraun gerðu bændum erfitt fyrir. Þó var skjólsamt og góð beit árið um kring. Bændur sóttu sjóinn frá Beruvík og nýttu reka. Byggð lagðist af um miðja 20 öld. Á göngu um Beruvík er farið á milli bæjarrústa en sjá má m.a. fjárbað þar sem sauðfé var baðað vegna fjárkláða, Nýjabúð rústir og ýmsar tóftir á meðan Snæfellsjökullinn gnæfir yfir gesti.

Svæði: Beruvík, Snæfellsjökull þjóðgarður.

Vegnúmer við upphafspunkt: Útnesvegur (nr. 574. )

Erfiðleikastig: Auðveld leið

Vegalengd: 1.17km.

Hækkun: 7 metra hækkun.

Merkingar á leið: Merkingar á leið.

Tímalengd: 18 mínútur.

Yfirborð leiðar: Hraun og graslendi.

Hindranir á leið: Göngustígar eru þröngir, grasstígar, og blandað yfirborð.

Þjónusta á leið: Engin þjónusta á leið.

Upplýst leið: Leið óupplýst.

Tímabil: Leið opin 12 mánuði ársins en bent er á að leið er ófær yfir mars og apríl mánuði.

GPS hnit upphaf: N64°48.7933 W023°57.6929

GPS hnit endir: N64°48.7933 W023°57.6929

Breiðamerkursandur - Fellsfjara

Höfn í Hornafirði
Breiðamerkursandur er stórt svæði á milli Suðursveitar og Öræfa þakið grófum sandi

Djúpalónssandur

Hellissandur
Magnþrungin fjara á Snæfellsnesi.

Eldgjá

Kirkjubæjarklaustur
Eldgjá er u.þ.b. 70 km löng gossprunga

Eyjabakkar

Landið austan Snæfells er í dag kallað Eyjabakkar þó hinir eiginlegu Eyjabakkar séu aðeins austan ár utan við Bergkvíslarnes, þetta svæði er einstök gróðurvin á hálendinu og er innan Vatnajökulsþjóðgarðs.  Náttúrufegurð er mikil, ekki síst við  sporð samnefnds jökuls, og þar er að finna eitt fjölbreyttasta gróðursvæði hálendisins. Á Eyjabakkasvæðinu sem er í 650-680 m hæð hafa fundist 133 tegundir háplantna. Innan til á svæðinu fella stórir hópar heiðagæsa flugfjaðrir og eru í sárum í júlí. Austurbakkarnir eru þurrir og þægilegir yfirferðar. Svæðið nýtur alþjóðlegrar friðlýsingar RAMSAR sáttmálans, sem er samþykkt um votlendi sem hafa alþjóðlegt gildi, einkum fyrir fuglalíf. Handan Blöndukvíslar er skáli Ferðafélags Fljótsdalshéraðs við Geldingafell og vestan megin við Snæfell er Snæfellsskáli.

Eyrarhringur gönguleið

Snæfellsbær

Eyrarhringur er staðsettur í í verndarsvæðinu, Þjóðgarðinum Snæfellsjökull. Þjóðgarðurinn er staðsettur á utanverður Snæfellsnesi en tilgangur hans er að vernda þá sérstöku náttúru svæðisins og þær minjar sem eru að finna en jafnframt er markmiðið að auðvelda fólki að ferðast um svæðið og kynnast því. Strandlengjan við Eyrar og Snæfellsjökull eru stór upplifunarþáttur gesta á svæðinu en einnig eru minjarnar á svæðinu fyrirferðamiklar. Frá bílastæði liggja tvær gönguleiðir, önnur að Öndverðaneshólum en hin Eyrahringinn. 

Eyrahringur er auðveld gönguleið. Leiðin liggur niður að sjó og að mestu um helluhraun. Fallegar tjarnir eru í hrauninu og þar eru ýmsar tegundir fugla. Á leiðinni sjást víða minjar eftir búsetu. Á stóru-Eyri eru bæjarrústir og mun hafa verið búið þar fram á miðja sautjándu öld. 

Svæði: Eyrar, Snæfellsjökull þjóðgarður.

Vegnúmer við upphafspunkt: Útnesvegur (nr. 574. )

Erfiðleikastig: Auðveld leið

Vegalengd: 6km.

Hækkun: 50 metra hækkun.

Merkingar á leið: Merkingar á leið.

Tímalengd: 1.3 klst.

Yfirborð leiðar: Hraun og graslendi.

Hindranir á leið: Þrep og gróft undirlag.

Þjónusta á leið: Engin þjónusta á leið.

Upplýst leið: Leið óupplýst.

Tímabil: Leið opin 12 mánuði ársins en bent er á að leið er ófær yfir mars og apríl mánuði.

GPS hnit upphaf: N64°49.3462 W023°57.9035

GPS hnit endir: N64°49.3462 W023°57.9035

Fiskibyrgi við Gufuskála á Snæfellsnesi

Hellissandur
Merkilegar fornminjar hlaðnar úr hrauni

Fjallsárlón

Höfn í Hornafirði
Fjallsárlón er jökullón innan Vatnajökulsþjóðgarðs í um 10 km fjarlægð vestan við Jökulsárlón.

Heinaberg

Höfn í Hornafirði
Heinaberg er fallegt landsvæði innan Vatnajökulsþjóðgarðs þar sem bæði er að finna Heinabergsjökull

Hljóðaklettar

Hljóðaklettar í Jökulsárgljúfrum eru sérkennileg þyrping stuðlabergskletta í mynni Vesturdals niðri við Jökulsá á Fjöllum.

Hoffell

Höfn í Hornafirði
Hoffell, landnámsjörð innst í Nesjum og innan Vatnajökulsþjóðgarðs.

Hólmatungur

Hólmatungur er mjög gróskumikið svæði í Jökulsárgljúfrum og eru þar margar fagrar stuðlabergsmyndanir.

Jökulsárgljúfur

Kópasker
Jökulsárgljúfur tilheyra Vatnajökulsþjóðgarði og umhverfi þeirra hafa heillað margan ferðalanginn. Fossasamtæða Jökulsár á Fjöllum með Selfoss, Dettifoss, Hafragilsfoss og Réttarfoss á sér fáa líka á jörðinni.

Jökulsárlón

Höfn í Hornafirði
Jöklsárlón er sennilega eitt af kennileitum Suðausturlands, enda einstök náttúrusmíð.

Klukkufoss gönguleið

Snæfellsbær

Klukkufoss er staðsettur inn í Eysteinsdal á Snæfellsnesi. Gönguleiðin er nokkuð stutt en krefjandi, þar sem gengið er upp bratta hlíð, að grágrýtishöfðanum Klukku og fellur Klukkufoss innan um fallegar stuðlabergsmyndanir. Við göngu upp að Klukkufoss er möguleiki á því að njóta útsýnis nærsveita en stuðlabergsmyndanir grípa athygli gesta ásamt fallega Klukkufossi. Klukkufoss gönguleið er ein af 35 gönguleiðum sem settar hafa verið upp á gönguleiðabækling fyrir þjóðgarð Snæfellsjökuls og er þar hægt að finna upplýsingar um km lengd gönguleiðar, tímalengd gönguleiðar og upplýsingar um merkingar á gönguleið. Við göngu upp að Klukkufoss er útsýni niður í Öndverðarnes og Saxhól ásamt nálægð við Snæfellsjökul og útsýni yfir nærsveitir.  

Svæði: Klukkufoss, Snæfellsjökuls þjóðgarður. 

Vegnúmer við upphafspunkt: Útnesvegur (nr. 574). Eysteinsdalsvegur (F575). 

Erfiðleikastig: Létt leið. 

Vegalengd: 0.94km. 

Hækkun: 58 metra hækkun. 

Merkingar á leið: Merkingar eru á leið. 

Tímalengd: 13 mínútur. 

Yfirborð leiðar: Smá grjót, hraun undirlag og graslendi. 

Hindranir á leið: Þrep eru á leið. 

Þjónusta á leið: Engin þjónusta. 

Upplýst leið: Leið óupplýst. 

Tímabil: Leið opin 12 mánuði ársins en bent er á að leið gæti verið hál vegna ísingar yfir vetrartímann og þegar aurbleyta er frá mars til maí. 

GPS hnit upphaf: N64°52.1791 W023°51.6872 

GPS hnit endir: N64°52.1791 W023°51.6872 

Kverkfjöll

Kverkfjöll erul megineldstöð í norðurbrún Vatnajökuls.

Lakagígar og Laki

Gígaröð á Síðumannaafrétti, um 25 km á lengd. Liggur hún frá móbergsfjallinu Hnútu til norðausturs og endar uppi í Vatnajökli. Gígaröðin dregur nafn af móbergsfjallinu Laka sem slítur hana sundur nálægt miðju.

Svæðið er innan Vatnajökulsþjóðgarðs og opið ferðamönnum allan ársins hring en það ræðst af snjóalögum og veðurfari hversu lengi vegir eru opnir. Venjulega eru þeir opnir upp úr miðjum júní og eitthvað fram eftir hausti. Aðeins má aka þá vegi sem merktir eru á kortum þjóðgarðsins, aðrir vegir og slóðar á svæðinu eru lokaðir fyrir almennum akstri. Hér sem annars staðar er stranglega bannað að aka utan vega.

Yfir sumarið bjóða landverðir upp á fræðslugöngur á svæðinu. Upplýsingar um göngurnar má finna á vefsíðu þjóðgarðsins, á samfélagsmiðlum og í gestastofum.

Lakagígar gusu árið 1783 hinu mesta hraungosi er sögur fara af á jörðinni. Kallaðist það Síðueldur eða Skaftáreldar. Gosið hófst hinn 8. júní. Gaus fyrst úr suðurhluta sprungunnar, sunnan Laka, þar sem hét Varmárdalur. Var hann þá algróinn. Varmárdalur er nú fullur af hrauni. Hraunflóðið féll niður gljúfur Skaftár og fyllti það en rann síðan austur með Síðuheiðum og breiddist svo út á láglendinu. Annar hraunstraumur féll austur í farveg Hverfisfljóts og rann niður í Fljótshverfi.

Gígaröðin við Hnútu er í um 500 m hæð y.s. en um 650 m hæð y.s. nyrst. Alls eru gígaopin talin vera um 100. Gígarnir eru af margvíslegri gerð og lögun. Sumir eru þeir kringlóttir, aðrir aflangir, stundum meira eða minna brotnir. Í barmi flestra þeirra er skarð sem hraunið hefur runnið út úr. Víða standa gígarnir svo þétt að hver grípur í annan en annars staðar verður alllangur spölur milli þeirra. Lakagígar eru það sem kallað er gjallgígaröð. Efni gíganna er svart og rautt gjall eða þeir eru úr hraunkleprum eða jafnvel eldborgir úr samfelldri hraunsteypu. Stærð þeirra er einnig misjöfn. Hinir hæstu eru um 100 m háir en langflestir milli 20 og 50 m en nokkrir þó enn lægri. Nú eru flestir þeirra að meira eða minna leyti þaktir þykkri breiðu af grámosa og hinir fegurstu tilsýndar. Ganga ber um þá með gætni því að mosinn er afar viðkvæmur. Lakagígar eru, hvernig sem á þá er litið, ein stórfelldasta furðusmíð í náttúru landsins. Þeir voru friðlýstir árið 1971.

Margir vísindamenn hafa kannað Lakagíga. Fyrstur á þessar slóðir varð Magnús Stephensen konferensráð, árið 1784. Samdi hann hina fyrstu ritgerð um gosið og ferð sína til eldstöðvanna. Næstur var Sveinn Pálsson læknir árið 1794 og gerði hann fyrstu nákvæmu lýsinguna af hluta eldstöðvanna og umhverfi þeirra.

Laki
Kollóttur móbergshnjúkur (818 m y.s.) á Síðumannaafrétti. Laki liggur í gígaröðinni miklu sem við hann er kennd. Eldsprungan gengur gegnum fjallið og sér hennar greinileg merki. Auk aðalsprungunnar eru þar smásprungur er lítils háttar hraunspýjur hafa fallið frá. Af Laka er gott að glöggva sig á allri gígaröðinni bæði norður og suður svo og á landslagi afréttarins. 

Landmannalaugar

Landmannalaugar draga nafn sitt af heitri laug sem kemur undan Laugahrauninu.

Langisjór, Fögrufjöll, Grænifjallgarður

Langisjór liggur frá norðaustri til suðvesturs, aðkrepptur af háum fjöllum,

Lóndrangar á Snæfellsnesi

Hellissandur
Lóndrangar klettadrangar á Snæfellsnesi

Lónsöræfi

Upp frá Lóni, austan Vatnajökuls gengur fjallahringur, dalir og öræfi er nefnast Stafafellsfjöll, Lónsöræfi eru nýrra heiti á sama svæði og nær yfir svæðið sem liggur á milli Snæfells og Stafafellsfjalla. Svæðið er þekkt fyrir falleg og litrík fjöll ásamt fjölbreyttum gönguleiðum. Víða eru grónir balar og ekki ólíklegt að menn rekist á hreindýr á ferð sinni um öræfin. Stafafellslandið er stórkostlegt gönguland fyrir þá sem unna fögrum jarðmyndunum.

Malarrif á Snæfellsnesi

Snæfellsbær
Viti á Malarrifi á Snæfellsnesi

Malarrifsviti á Snæfellsnesi

Snæfellsbær
Viti yst á Malarrifi á Snæfellsnesi

Mývatn verndarsvæði

Mývatn
Á og við Mývatn er mikið og fjölbreitt fuglalíf. Einkum lifa þar vatna- og votlendisfuglar af ýmsum tegundum en þekktast er Mývatn fyrir fjölda andategunda sem á sumrin eru fleiri við vatnið en á nokkrum öðrum stað á jörðinni.

Rauðhóll gönguleið

Snæfellsbær

Frá Rauðhóli rann Prestahraun í sjó fram, allt frá Hellisandi til Skarðsvíkur. Stikuð leið liggur frá bílastæði við Eysteinsdalsveg á Rauðhól en á gönguleið er gengið innan um hrauntröð, ásamt graslendi en einnig er að finna fallegar tjarnir sem myndast hafa. Rauðhóll er á verndarsvæði Umhverfisstofnunar Íslands og hafa ber í huga að forðast
utanstígsgöngu, til að vernda svæðið við troðningi. Rauðhóls gönguleið er ein af 35 gönguleiðum sem settar hafa verið upp á gönguleiðabækling fyrir þjóðgarð Snæfellsjökuls og er þar hægt að finna upplýsingar um km lengd gönguleiðar,
tímalengd gönguleiðar og upplýsingar um merkingar á gönguleið. Við göngu upp Rauðhól er útsýni niður í Öndverðarnes og Saxhól ásamt nálægð við Snæfellsjökul er mikið og útsýni yfir nærsveitir einnig gríðarlegt.  

Svæði: Rauðhóll, Snæfellsjökuls þjóðgarður. 

Vegnúmer við upphafspunkt: Útnesvegur (nr. 574). Eysteinsdalsvegur (F575). 

Erfiðleikastig: Létt leið. 

Vegalengd: 2.83km. 

Hækkun: 103 metra hækkun. 

Merkingar á leið: Merkingar eru á leið. 

Tímalengd: 43 mínútur. 

Yfirborð leiðar: Smá grjót, hraun undirlag og graslendi. 

Hindranir á leið: Þrep eru á leið. 

Þjónusta á leið: Engin þjónusta. 

Upplýst leið: Leið óupplýst. 

Tímabil: Leið opin 12 mánuði ársins en bent er á að leið gæti verið hál vegna ísingar yfir vetrartímann og þegar aurbleyta er frá mars til maí. 

GPS hnit upphaf: N64°52.1638 W023°52.8236  

GPS hnit endir: N64°52.1638 W023°52.8236   

Reykjanesfólkvangur

Stórt friðlýst svæði tilvalið til útivistar og náttúruskoðunar. 

Reykjanesfólkvangur er á sunnanverðum Reykjanesskaga og nær milli Vesturháls í vestri og að sýslumörkum Árnessýslu í austri og niður að sjó. Norðan megin liggja mörk hans meðfram Heiðmörk og Bláfjallafólkvangi. Að honum standa 7 sveitarfélög; Reykjavík, Seltjarnarnes, Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður, Grindavík og Reykjanesbær. Fólkvangurinn er um 300 km2 að stærð, langstærsta friðlýsta svæðið sinnar tegundar.  Þar er meiri gróður en víðast hvar annars staðar á Reykjanesskaga og er landið kjörið til útivistar og náttúruskoðunar.  Innan fólkvangsins eru þessir helstu staðir Krýsuvík, Seltún, Kleifarvatn, Grænavatn, Krýsuvíkurberg, Vesturháls (Núpshlíðarháls) og Austurháls (Sveifluháls), Búrfell og Búrfellsgjá, Stóra-Eldborg og Brennisteinsfjöll.  Upp á hálsunum eru nokkur smá vötn, Grænavatn, Arnarvatn og Spákonuvatn. Í Djúpavatni er silungsveiði eins og í Kleifarvatni.  Möguleikar til gönguferða í fólkvanginum eru nánast ótakmarkaðar.

Saxhóll á Snæfellsnesi

Hellissandur
Formfagur gígur á Snæfellsnesi

Skaftafell

Öræfi
Skaftafell er þingstaður, býli og nú þjóðgarður í Öræfum.

Skálafell – Hjallanes

Höfn í Hornafirði
Skálafell er staðsett á milli Jökulsárlóns og Hafnar í Hornafirði. Skálafell býður upp á glæsilegar merktar gönguleiðir í kringum svæðið

Skálasnagaviti á Snæfellsnesi

Snæfellsbær
Viti í sérstæðu landslagi. Vinsæll til skoðunar

Snæfell

Egilsstaðir

Snæfell (1833 m) er hæsta fjall Íslands, utan jökla, og er fjallið sjálft og svæðið umhverfis það innan marka Vatnajökulsþjóðgarðs. Sumar rannsóknir benda til þess að fjallið kunni enn að vera virk eldstöð, aðrar telja svo ekki vera. Snæfell er fremur auðvelt uppgöngu, en þó ekki fyrir óvana. Þá er lagt af stað skammt sunnan við Snæfellsskála sem er undir vesturhlíð Snæfells, eða frá Sandfelli að norðanverðu. Að fjallinu liggur sumarvegur sem fær er fjórhjóladrifnum bílum og dugir dagurinn til að klífa það, sé lagt upp frá Egilsstöðum snemma að morgni. Gott er að reikna með um 7-9 tímum í göngu.

Snæfellsjökull á Snæfellsnesi

Hellissandur
Einn frægasti jökull á Íslandi, Snæfellsjökull

Snæfellsjökulsþjóðgarður

Snæfellsbær
þjóðgarðurinn Snæfellsjökull á Snæfellsnesi. Magnþrungin náttúra.

Svalþúfa og Þúfubjarg á Snæfellsnesi

Snæfellsbær
Stór móbergshöfði á Snæfellsnesi. Tengt við fræga þjóðsögu um Kölska og Kolbein jöklaskáld

Svartifoss

Öræfi
Svartifoss er einn af einstöku fossunum sem suðurlandið hefur að geyma.

Vatnajökull

Vatnajökull er stærsti jökull Íslands, sem og stærsti jökull í rúmmáli í allri Evrópu.

Vatnajökulsþjóðgarður

Egilsstaðir

Vatnajökulsþjóðgarður er 14.141 ferkílómetrar að flatarmáli, eða um 13,7% af Íslandi. Ríflega helmingur þjóðgarðsins er jökull og þar er að finna einstök dæmi um samspil elds og íss, landmótunar jökla og vatnsfalla. Vatnajökulsþjóðgarður var stofnaður 9. júní 2008 en markmiðið með stofnun og rekstri þjóðgarðsins er að vernda Vatnajökul og landsvæði honum tengd. Innan austursvæðisins er að finna náttúruperlur eins og Snæfell, Eyjabakka, Lónsöræfi, Kverkfjöll, Hvannalindir, Hveragil og margt, margt fleira.

Vatnajökulsþjóðgarður

Öræfi
Vatnajökulsþjóðgarður, stofnaður 7. júlí 2008, nær yfir um 13.200 ferkílómetra svæði eða um 13 prósent af flatarmáli landsins og er þar með stærsti þjóðgarður Evrópu. Landssvæði þjóðgarðsins er einstakt á heimsvísu.

Vatnajökulsþjóðgarður - norðursvæði

Vatnajökulsþjóðgarði er skipt í fjögur svæði og á norðursvæðinu má meðal annars finna náttúruperlur eins og Öskju, Herðubreiðarlindir, Dettifoss og Ásbyrgi.

Vatnshellir á Snæfellsnesi

Hellissandur
Vatnshellir á Snæfellsnesi er sérkennilegur hraunhellir.

Viti - Svörtuloftaviti á Snæfellsnesi

Hellissandur
Viti á Svörtuloftum

Viti - Öndverðarnesviti á Snæfellsnesi

Hellissandur
Öndverðanesviti á Snæfellsnesi

Þingvallavatn

Selfoss
Þingvallavatn, stærsta stöðuvatn á Íslandi, talið um 12000 ára gamalt.

Þingvellir Þjóðgarður

Selfoss
Þingvellir Þjóðgarður

Þjófadalur

Egilsstaðir

Þjófadalur er fallegur dalur sem liggur sunnan við Snæfell. Til að komast þangað þarf að fara gangandi og er þá gengið með Þjófadalsánni um Þjófadali á milli Snæfells og Þjófahnjúka. Dalurinn er fallegur og aðgengi einungis gott er líða fer á sumar. Ef gengið er austur í dalinn þá er mjög gott útsýni yfir Eyjabakka og Þóriseyjar.

Öndverðarnes á Snæfellsnesi

Snæfellsbær
Öndverðanes, staður sem vert er að heimsækja

Öræfajökull

Öræfajökull er hæsta fjall landsins (2110 m y.s.), suður úr Vatnajökli miðjum, eldkeila.