Árnanes ferðaþjónusta býður upp á hestaferðir og útsýnisferðir fyrir einstaklinga og litla hópa.
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista, ferða og bókana.
Að Ekru eru 2 sumarhús, reist 2005. Í báðum húsum eru með svefnaðstöðu fyrir 5, í tveimur svefnherbergju, öðru með tvíbreiðu rúmi en hinu með tvíbreiðu rúmi og koju. Þá er stofa með sófum, sjónvarpi og dvd spilara, eldhús með góðri aðstöðu og baðherbergi með sturtu.
Sængur fylgja með, hægt er að leigja sængurver og handklæði. Gasgrill er á veröndinni.
Í næsta nágrenni fellur Lagarfljót við túnfótinn og Eiríkavatn og fleiri vötn eru kippkorn handan vegarins. Krókavatn er þekkt fyrir væna urriða, allt upp í 10 pund, og eru veiðileyfin seld í aðalhúsinu.
Einungis 30 km. eru til Egilsstaðar og skammt til hins fornfræga skólaseturs að Eiðum. Á Galtastöðum fram er gamall torfbær, sem er í umsjá Þjóðminjasafnsins og opinn gestum.
Gönguferð í Stórurð er ógleymanleg upplifun og hægt að fara dagsferðir niður á nærliggjandi firði sem búa hver að sínum sérkennum og töfrum.
Nánari upplýsingar er að finna á sumarhusekru.blogspot.com
Veiðihornið er stærsta veiðivöruverslun landsins.
Frá fyrsta degi var markmið eigenda að bjóða íslenskum veiðimönnum besta mögulega búnað á besta mögulega verði og veita faglega þjónustu.
Þegar komið er inn í Veiðihornið Síðumúla 8 má sjá að hvergi hefur verið hvikað frá upphaflegum markmiðum á þeim 16 árum frá stofnun fyrirtækisins. Í Veiðihorninu sérð þú meira úrval af vönduðum veiðibúnaði en annars staðar jafnvel í vönduðustu veiðiverslunum vestan hafs og austan.
Við gerum ekki upp á milli veiðimanna, hvort heldur sem þeir veiða á flugu eingöngu eða eru að stíga sín fyrstu skref í stangaveiði eða skotveiði.
Flest stærstu merki í stangaveiði og skotveiði fást í Veiðihorninu Síðumúla 8. Í Veiðihorninu starfa veiðimenn með áratugalanga reynslu af hvers kyns veiði. Viðskiptavinir geta því treyst því að fá vandaða vöru og góða þjónustu reyndra veiðimanna.
Veiðihornið er í eigu Bráðar ehf.
Bráð ehf. hefur lögheimili að Síðumúla 8, 108 Reykjavík. Kt. félagsins er 420398-2049. Virðisaukaskattsnúmer 57532.
Bráð ehf. var stofnað árið 1998 þegar eigendur félagsins, María Anna Clausen og Ólafur Vigfússon keyptu elstu sportveiðiverslun landsins, Veiðimanninn í gamla miðbæ Reykjavíkur en sögu Veiðimannsins má rekja aftur um 75 ár eða til ársins 1938 þegar starfsemin hófst undir nafninu Veiðiflugugerð Íslands. Síðar breytti frumkvöðullinn, Albert Erlingsson nafninu og opnaði Veiðimanninn í Hafnarstræti árið 1940.
Veiðihornið byggir því einnig á langri reynslu og hefð í þjónustu við veiðimenn landsins.
Í 18 ár hefur reksturinn vaxið hægt og örugglega með mikilli fjölgun viðskiptavina um allt land enda verslunin löngu orðin þekkt fyrir vandað vöruval, hagstætt verð og góða þjónustu.
Síðustu 5 ár hefur Bráð ehf hlotnast sá heiður að vera valið eitt af fáum Framúrskarandi fyrirtækjum fyrir traustan og góðan rekstur. Einungis 115 fyrirtæki á Íslandi komast í þann hóp.
Fyrir það erum við þakklát. Án ánægðra viðskiptavina og góðra starfsmanna væru viðurkenningar sem þessar ekki mögulegar.
Upplýsingar um húsin:
Húsin eru 13 talsins og voru byggð árin 2002 og 2003.
Þau eru panelklædd að innan með parketi á gólfum, björt og hlýleg.
Húsin eru með:
Klósetti, sturtu og handlaug
Verönd og útiborði
Tveimur svefnherbergjum, Bæði herbergin með tveggja manna rúmi og koju fyrir ofan
Einnig er í húsunum svefnloft með rúmlega 2m lofthæð og þar eru tvö 90×200 cm rúm
Í húsunum fylgir alltaf með handþurrka, klósettpappír, sápa, diskaþurrka og borðþurrka.
Eldhúsin eru með:
Ísskáp og örbylgjuofni
Kaffivél og brauðrist.
Eldavél og öllum almennum eldhúsáhöldum
Stofan er með:
Sjónvarpi, útvarpi, sófasetti og stofuborði.
Á svæðinu eru heitir pottar með nuddi og tjaldstæði með salernisaðstöðu og og sturtu.
Verð á tjaldstæði innifalin sturta 1600 kr / per mann en frítt fyrir yngri en 12 ára.
Góðar gönguleiðir og mikið útsýni eru við bæjardyrnar.
Lítill skógur er fyrir ofan sumarhúsin, og mikið fuglalíf á svæðinu.
Hótel Bjarkalundur í Reykhólasveit stendur í fögru og stórbrotnu umhverfi við þjóðveginn milli Berufjarðar og Þorskafjarðar. Það var byggt árið 1945-1947 og er elsta sumarhótel landsins. Frá Bjarkalundi liggja vegir til allra átta: suður til Reykhóla, norður til Hólmavíkur og Ísafjarðar og vestur á suðurfirðina þar sem við blasir íslensk náttúra í sinni fegurstu og dulmögnuðustu mynd. Fjölmargar gönguleiðir eru við Bjarkalund. Ferðamálasamtök Vestfjarða hafa gefið út ýmis kort og handhægar leiðarlýsingar á þessu svæði.
Skammt frá Bjarkalundi er afleggjarinn til Reykhóla, sem liggur um hina blómfögru Barmahlíð. Rétt hjá Bjarkalundi er Berufjarðarvatn og í það rennur Alifiskalækur út í Þorskafjörð. Eru þar fyrstu heimildir um fiskirækt á Íslandi. Merkileg og falleg náttúrufyrirbæri eru í næsta nágrenni við Bjarkalund. Vaðalfjöllin gnæfa tignarlega norðan við hótelið. Frá Bjarkalundi upp að Vaðalfjöllum er góð gönguferð. Þar má skoða þessa stórfenglegu náttúrusmíð. Hægt er að fara alla leið upp og notið hins einstæða útsýnis úr rúmlega 500 metra hæð. Þar sér niður á Þorskafjörðinn, en við fjarðarbotninn voru Kollabúðafundir haldnir á 19 öld.
MudShark - ecotours and angling" er lítið ferðaþjónustufyrirtæki staðsett á Hellu og býður upp á fjölbreyttar dagsferðir um Suðurland á myndarlegum upphækkuðum Land Rover. Ferðirnar eru tvennskonar, annarsvegar skoðunarferðir um náttúru Suðurlands t.d. Landmannalaugar og Þórsmörk og hinsvegar stangveiðiferðir.
Við skilgreinum skoðunarferðirnar sem "ecotours" en í þeim er lögð áhersla á að njóta náttúrunnar og upplifa, en án þess að ganga á gæði hennar. Leiðsögumaðurinn, Magnús H. Jóhannsson, er með doktorsgráðu í grasa- og vistfræði og hefur yfirgripsmikla þekkingu á náttúru landsins. Markmiðið er að gestir skilji hvað fyrir augu ber og njóti þess hvað Ísland hefur upp á að bjóða og jafnvel læri eitthvað nýtt. Landmannalaugar og Þórsmörk eru lang vinsælustu áfangastaðirnir, en stuttar ferðir í Þykkvabæjarfjöru eru líka mjög skemmtilegar.
Í stangveiðinni erum við aðallega að sækja í vötn inni á hálendinu t.d. Veiðivötn, Dómadalsvatn, Ljótapoll, Frostastaðavatn og Herbjarnarfellsvatn. Þetta eru ekki erfiðar ferðir og henta fjölskyldum mjög vel sem langar að prófa að veiða.
Til að skoða úrval ferða, farið á vefsíðuna og lesið hana upp til agna. Ef enskan er ekki nógu skiljanleg, hafið þá bara samband í síma 691-1849 eða tölvupósti, mudshark@mudshark.is.
Við gerum mest út á að taka smærri hópa í þessar ferðir (2-6 manns), en getum auðveldlega tekið á móti stærri hópum og þá finnum við annan leiðsögumann og annan jeppa og leysum málið.
Um okkur:
Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur um að ráða margar af helstu lax- og urriðaveiðiám á Íslandi, á verðum sem henta öllum. Félagið hefur um að ráða bæði veiðihúsum með fullri þjónustu, en einnig húsum þar sem veiðimenn sjá um eigin kost.
Iceland Outfitters er ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í veiðiferðum.
Við seljum veiðileyfi í Ytri Rangá, Vesturbakka Hólsár, Urriðafoss og önnur veiðisvæði í Þjórsá, Leirá, Hólaá, Brúará, Vatnasvæði Lýsu og fleiri svæði.
Vefsala veiðileyfa er ioveidileyfi.is en einnig bjóðum við upp á dagsferðir í veiði með leiðsögn og kennslu, flugukastnámskeið, sölu á Salmologic veiðivörum, stangarleigu, leiðsögn, gæsaveiði og fleira.
Endilega verið í sambandi við okkur ef ykkur vantar hugmyndir fyrir veiði.
Veiðihúsið Hálsakot er nýtt og stórglæsilegt gistihús staðsett á bökkum Kaldár í Jökulsárhlíð. Um er að ræða þjónustuhús með stórri stofu með arin, gervihnattasjónvarpi og frábæru útsýni til Dyrfjalla, stóru eldhúsi búnu öllum helstu tækjum, salerni, stórri geymslu og upphituðu herbergi sem kjörið er til að geyma útifatnað. Átta tveggja manna herbergi hvert með sér baðherbergi eru svo í minni húsum samtengd þjónustuhúsi með viðarpalli. Húsið hentar einstaklega vel til fundahalda í sveitasælunni skammt frá Egilsstöðum sem og fyrir fjölskyldur og aðra hópa að njóta samveru í fallegu umhverfi. Fjölbreytt þjónusta er í boði þar sem gestir okkar geta valið um að sjá algjörlega um sig sjálfir í uppábúnum rúmum og allt til fullrar þjónustu í mat, drykk og framreiðslu. Við sérsníðum þjónustuna að þörfum hvers hóps fyrir sig. Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Veiðiþjónustan Strengir var stofnuð árið 1988 og hefur síðan þá lagt mikla áherslu á persónulega og góða þjónustu við veiðimenn jafnt innlenda sem erlenda. Bjóðum upp á lax-og silungsveiði með gistingu víða á landinu svo sem í Hrútafjarðará, Jöklusvæðinu, Breiðdalsá og Minnivallalæk. Fjölbreytt úrval veiðileyfa í boði.
Eldhraun Holiday Homes við Kirkjubæjarklaustur er með 4 hús í útleigu. 1x 4. manna ( 32fm ) , 2x 6manna ( 44fm ) og eitt 16manna ( 220fm ) .
Lax-á ehf. getur boðið viðskiptavinum sínum mikið úrval stangveiði og selur veiðileyfi í flestar lax- og silungsveiðiár landsins. Einnig eru í boði veiðiferðir til fjölda annarra landa, svo sem Rússlands, Noregs, Skotlands, Argentínu, Kanada og Grænlands.
Lax-á ehf hefur um árabil boðið upp á ýmsa möguleika í skotveiði t.d. í gæsa, rjúpna og hreindýraveiði. Við höfum aðgang að sumum af bestu veiðilendum landsins.
Leiðsögumenn okkar eru reyndir skotveiðimenn, þeir skipuleggja veiðiferðirnar fyrir okkur, leigja tún og friða, panta gistingu á staðnum osfrv.
Anglers.is er ferðaþjónustu fyrirtæki staðsett í Reykjanesbæ. Við bjóðum uppá dagstúra, bæði í veiði og almenna útsýnistúra, bæði á Reykjanesi og suður- og vesturlandi öllu. Anglers.is er jafnframt einn stærsti seljandi veiðileyfa á Íslandi og fer sú sala fram á öðrum vef fyrirtækisins, www.veida.is – Við seljum og útvegum veiðileyfi og leiðsögumenn fyrir nánast allar ár og öll vötn á Íslandi. Jafnframt er inni á veiða.is, mikið magn upplýsinga um hinar ýmsu ár og vötn.
Fyrir allar nánari upplýsingar, vinsamlega kíkið á heimasíður okkar eða sendið okkur póst eða hringið í okkur.
Kristinn Ingólfsson, eigandi anglers.is og veiða.is
Veiðiþjónustan Strengir var stofnuð árið 1988 og hefur síðan þá lagt mikla áherslu á persónulega og góða þjónustu við veiðimenn jafnt innlenda sem erlenda. Bjóðum upp á lax-og silungsveiði með gistingu víða á landinu svo sem í Hrútafjarðará, Jöklusvæðinu, Breiðdalsá og Minnivallalæk. Fjölbreytt úrval veiðileyfa í boði.
Og í veiðihúsum Strengja er einnig boðin gisting fyrir alla ferðalanga allt árið ef húsrúm leyfir, bæði fyrir hópa sem og aðra sem vilja taka stök herbergi og með eða án þjónustu.
Algengir áfangastaðir:
Ferð: |
Brottför: |
Lengd: |
Golden Circle Glacier |
Allt árið |
8-9 klst. |
Hot Golden Circle Tour |
Allt árið |
8-9 klst. |
South Coast and Þorsmork |
Allt árið |
8-9 klst. |
Beautiful West and Glacier |
Allt árið |
8-9 klst. |
Reykjanes and Blue Lagoon |
Allt árið |
5-6 klst. |
Landmannalaugar - Hekla |
Allt árið |
10-11 klst. |
Beautiful West and Ice Cave |
Allt árið |
8-9 klst. |
Always Iceland býður upp á ferðir á breyttum jeppum og lúxus bílum á Íslandi. Við bjóðum uppá allar hefbundnar ferðir sem og hinar vinsælu hálendisferðir. Við bjóðum upp á dagsferðir og afþreyingu fyrir einstaklinga, ferðir fyrir litla hópa og hvataferðir fyrir ferðamenn. Persónuleg þjónusta. Bjóðum uppá úrval af afþreyingu samhliða okkar ferðum til dæmis vélsleðaferðum, ísklifri, köfun, hestaferðum, hellaskoðunum, fjórhjólaferðum o.fl.
Vinsamlegast hafði samband vegna ferða og bókana.
Hótel Leirubakki leggur áherslu á góða og persónulega þjónustu og kappkostar að mæta kröfum hvers og eins.
Mjög falleg og hlýleg setustofa er í hótelinu og heitir pottar við húsvegginn, auk þess sem saunabað og stærri laug, Víkingalaugin, standa gestum til boða.
Veitingahúsið í sal Heklusetursins er í hæsta gæðaflokki og þar fer saman glæsilegur salur og frábært útsýni þar sem Hekla og Búrfell blasa við augum.
Mjög góð aðstaða er til funda- og ráðstefnuhalds og einnig hefur starfsfólk okkar mikla reynslu í að skipuleggja brúðkaupsveislur, óvissuferðir, hvataferðir, ættarmót og hvers kyns samkomur.
Leirubakki er í aðeins 100 km fjarlægð frá Reykjavík á góðum, malbikuðum vegi alla leið. Staðurinn er miðsvæðis á Suðurlandi og flestir sögustaðir og náttúruperlur þessa landshluta eru í innan við klukkustundar akstursfjarlægð frá Leirubakka.
Hótel Leirubakki og Heklusetrið bjóða gesti velkomna allt árið. Staðurinn er þekktur fyrir mikla náttúrufegurð og gott veður. Glæsilegt útsýni er til allra átta og fátt er betra en að njóta slökunar í heitum laugum staðarins hvort heldur er í miðnætursól á sumrin eða við skin norðurljósa og stjarna að vetrinum.
Tjaldsvæði eru opin frá maí og út september.
Við sérhæfum okkur í hvalaskoðun og lundaskoðun og bjóðum einnig upp á sjóstangveiði. Allar ferðir eru frá gömlu höfninni í Reykjavík.
Iceland Unlimited er sjálfstætt ferðaþjónustu fyrirtæki sem leggur metnað sinn í klæðskerasniðnar ferðir fyrir erlenda ferðamenn á Íslandi og Grænlandi. Lögð er mikil áhersla á persónulega og góða þjónustu við viðskiptavininn. Ferðirnar eru eru skipulagðar með væntingar og þarfir viðskiptavinarins í huga og hann hefur sett fram þegar hann setur sig í samband við Iceland Unlimited.
Fyrirtækið sérhæfir sig svokölluðum „Self drive tours“ um Ísland sem eru eins og áður sagði, skipulagðar eftir óskum frá hverjum og einum um hvað viðkomandi vill skoða og gera. Það geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi og lengd hverrar ferðar skiptir ekki máli.
Eins og nafnið á fyrirtækinu gefur til kynna að þá eru engin takmörk þegar kemur að því að heimsækja Ísland og leitast er við að uppfylla kröfur og óskir allra, hverjar sem þær kunna að vera.
Einnig bíður Iceland Unlimited upp á dagsferðir, bæði áætlunarferðir sem og klæðskerasaumaðar prívat ferðir. Þessar ferðir eru upplagðar fyrir ferðamenn farþega skipa sem koma hingað til lands í stutt stopp þar sem ferðamaðurinn getur fengið að njóta þess helsta úr íslenskri náttúru.
Iceland Unlimited á facebook: www.facebook.com/icelandunlimited
Dagsveiðiferðir, hvort tveggja silungs- og laxveiði, í fjölda áa víða um land. Vanir leiðsögumenn, ýmsir möguleikar í boði.
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
BH - Guide Service sérhæfir sig í skipulagningu stangaveiðiferða. Við bjóðum uppá fjölbreytt úrval dagsferða í ýmsum verðflokkum fyrir einstaklinga og hópa. Leiðsögn í silung og laxveiði, veiðileyfi og einnig veiðibúnaður til leigu sé þess óskað.
BH - Guide Service býður einnig uppá lengri veiðiferðir með eða án leiðsagnar í fjölmargar veiðiár og vötn á Íslandi.
Verið velkomin að hafa samband.
Midgard Adventure
Midgard Adventure er ferðaþjónustufyrirtæki á Hvolsvelli sem var stofnað árið 2010. Við sérhæfum okkur í ævintýraferðum um Suðurlandið, bæði dagsferðum og lengri ferðum. Við rekum einnig Midgard Base Camp sem er í senn gistiaðstaða, veitingastaður og bar.
Dagsferðir
Við bjóðum upp á ýmis konar dagsferðir: hálendisferðir, jeppaferðir, gönguferðir, hjólaferðir, útsýnisferðir og jöklaferðir. Vinsælustu dagsferðirnar okkar yfir sumartímann er Þórsmörk Super Jeep, Þórsmörk Hike og Landamannalaugar Day Tour. Vinsælustu dagsferðirnar okkar yfir vetrartímann eru Þórsmörk Super Jeep, Meet Eyjafjallajökull og Midgard Surprise.
Lengri ferðir
Við bjóðum einnig upp á lengri ferðir frá tveimur upp í átta daga. Vinsælasta ferðin okkar yfir sumatímann er 4-Day Iceland Adventure Package og yfir vetrartímann er það 4-Day Northern Lights Adventure.
Sérferðir og ferðaplön
Við tökum einnig að okkur að sérferðir (prívat) og skipuleggjum ferðalög gesta frá A til Ö. Þá bókum við allar ferðir, gistingu og samgöngur.
Fyrirtækjapakkar
Við erum með í boði ýmsa spennandi fyrirtækjapakka. Sjá nánar hér.
Skólahópar
Við bjóðum einnig upp á ferðir fyrir skólahópa. Sjá nánar hér.
Vantar þig gistingu?
Midgard Base Camp er í senn hótel og hostel. Allir gestir fá aðgang að heitum potti og sauna. Á Midgard Base Camp er einnig að finna veitingastað og bar.
Áhugaverðir tenglar
@Midgard.Base.Camp á Instagram
Sænautasel var byggt á Jökuldalsheiði 1843. Bærinn var í byggð í eina öld. Árið 1861 voru 16 bæir í byggð á heiðinni. Þeir eyddust að mestu í Öskjugosi 1875. Flutt var úr bænum árið 1943. Meðal hinna brottfluttu var ellefu ára snáði, Eyþór, sem vitjar enn þá (2010) átthaganna á sumrin. Þáverandi Jökuldalshreppur endurbyggði bæinn árið 1992. Hluti hans féll árið 2009 og var endurbyggður 2010. Hann er mjög áhugavert safn og aðeins fimm kílómetra að fara frá gamla þjóðveginum, sem liggur um Möðrudalsöræfi og Jökuldalsheiði.
Flestir Íslendingar og margir erlendir aðdáendur Haldórs Kiljan Laxness þekkja söguna um Bjart í Sumarhúsum úr skáldverkinu „Sjálfstætt fólk”. Hún lýsir lífsbaráttu sjálfstæðs kotbónda á afskekktri heiði. Margir telja að fyrirmynd sögunnar sé komin frá Sænautaseli, því þar átti Halldór næturstað á þriðja áratugi 20. aldar. Hann gekk þangað úr byggð.
Heiðabúskapur var einnig viðfangsefni rithöfundanna Gunnars Gunnarssonar (Aðventa) og Jóns Trausta (Halla og heiðarbýlið).
Ferðaþjónustan, sem er rekin í bænum á sumrin, nær til leiðsögu um bæinn. Þar er sögð saga fólksins, sem bjó á heiðinni og búskaparháttum. Ekki má gleyma því, að heiðarbýlin áttu aðgang að stöðuvötnunum á heiðinni, sem var drjúg búbót. Síðan er hægt að setjast og njóta veitinga í bænum, þar sem komið er fullkomið eldhús, sem er þekkt fyrir góðar lummur og súkkulaði.
Lilja Hafdís Ólafsdóttir
Merki í Jökuldal
701 Egilsstaðir
Sími: 855-5399 / 471-1086
Opið frá 1. júni til 10. September kl. 9-22 og samkvæmt samkomulagi.
jokulsa@centrum.is
Brunná er ein af silungsveiðiperlum norðurlands. Staðsetta í Öxarfiriði gerir Brunná að frábærri veiðiá í fallegu umhverfi og einstakri veðursæld. Veiðitímabilið er frá lok maí til byrjun október. Í Brunná veiðist aðallega bleikja en þó er einnig um urriða í ánni. Áinn er þekkt fyrir fallega og sóra fiska. Aðeins er veitt og sleppt í ánni.
Með ánni er nýtt og rúmgott veiðishús sem rýmar allt að 8 manns. Stutt er í þjónustu. Ferðaþjónustan Lundur er í 10 mínútna göngufæri þar sem er sundlaug. Asbyrgi er í fimm mínútna akstri frá veiðihúsinu.
Norðurflug Helicopter Tours er leiðandi þjónustu fyrirtæki í þyrluflugi á Íslandi. Norðurflug státar sig af því að vera stærsta þyrlufélag landsins með fjórar þyrlur starfræktar allt árið um kring.
Þyrluflug er frábær leið til þess að upplifa og sjá alla þá nátturufegurð sem Ísland hefur upp á að bjóða. Gilin i Þórsmörk, litadýrðin i Landmannalaugum og jöklar landsins eru engum lík. Alveg frá því að tekið er á loft er þyrluflug einstök upplifun og gott tækifæri til þess að sjá landið frá öðru sjónarhorni en flestir eru vanir.
Norðurflug býður upp á margar og fjölbreyttar ferðir, allt frá 36.900 krónum á mann en þær má allar sjá á heimasíðu okkar www.helicopter.is
Við erum með aðsetur austanmegin á Reykjavíkurflugvelli, á Nauthólsvegi 58d. Netfangið okkar er: info@helicopter.is og símanúmerið: 562-2500.
Hellishólar í Fljótshlíð er glæsileg ferðaþjónusta sem býður upp á fjölbreytta afþreyingu fyrir gesti, gistingu í sumarhúsi og fullkomna tjaldaðstöðu. Hellishólar eru staðsettir mitt í sögusviði Brennu-Njálssögu og eru í um klukkutíma fjarlægð frá Reykjavík.
Hellishólar eru stoltir að kynna þá afþreyingu sem hægt er að stunda á svæðinu og má þar helst nefna glæsilegan níu holu golfvöll, Hellishólavatn til að veiða í, heita potta, leiksvæði, hestaleigu og margt fleira.
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Frá þjóðvegi eru 35 km í Hólaskjól þar sem keyrt er á F vegi, engar óbrúaðar brýr eru á leiðinni og því hægt að komast á nánast hvaða bíl sem er yfir sumartímann ef farin er syðri leiðin.
Frá Hólaskjóli eru um 7 km inn í Eldgjá, en skömmu áður en þangað er komið, þarf að fara yfir á sem er óbrúuð. Hún er ekki fær nema bílum með drifi á öllum hjólum.
Hólaskjól er við Lambskarðshóla, upp við hrauntungu sem rann þegar Eldgjá gaus, árin 934-940. Þar er friðsælt og umhverfi fagurt. Einungis er 5 mínútna gangur upp á hrauntunguna að fallegum fossi í Syðri-Ófæru. Bændurnir vilja meina að hann beri ekkert nafn en ýmis nöfn hafa fest við hann, til dæmis Silfurfoss eða Litli Gullfoss.
Í Hólaskjóli er svefnpokapláss fyrir 61 gest í tveggja hæða skála. Á tjaldsvæðinu eru borð og bekkir til að matast við, salernisaðstaða og sturtur. Einnig eru fjögur smáhýsi sem leigð eru bæði með og án sængurfata.
Landmannalaugar og Langisjór eru í klukkutíma fjarlægð frá Hólaskjóli, þar eru margar óbrúaðar brýr og því þarf að vera á bílum með drifi á öllum hjólum.
Hestahópar eru velkomnir til okkar, góð aðstaða og heysala er á staðnum.
Gps hnit: 64° 7,144'N, 18° 25,689'W (ISN93: 527.862, 401.918)
Sauðfjárrækt, skógrækt, gisting. Kaldreykt og tví-reykt sauðakjöt og lambakjöt.
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Fly fishing in Iceland býður upp á dagsferðir í fluguveiði ásamt fagmannlegri þjónustu leiðsögumanna. Leiðsögumenn okkar hafa mikla reynslu og leggja sig fram við að veita þjónustu sem gerir gestum okkar veiðidaginn eftirminnilegan.
Fjölbreytt ferðaþjónusta er rekin á sveitabænum Brekkulæk í Miðfirði. Í gegnum árin höfum við skipulagt hestaferðir yfir hálendi Íslands ásamt gönguferðum þar sem áhersla er lögð á náttúru Íslands og sveitina.
Brekkulækur býður upp á gistingu, veitingar og afþreyingu. Fuglaskoðunarferðir í júní. Hestaferðir og gönguferðir í júní-ágúst. Náttúruskoðunarferðir með lítilsháttar klifri og hellaskoðun. Haustferðir þar sem m.a. er farið í réttir.
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Endilega heimsækið okkur hér.
Ytra Lón er við veg nr.869, 14 km norðaustur af Þórshöfn. Flugferðir eru til og frá Akureyri alla daga nema um helgar.
Ertu að leita að ró og næði? Við getum mælt með þetta notalega gistiheimili. Þar sem það er staðsett á miðju Langanesi er það góður kostur til að byrja skoðunarferð um þennan norð-austur hluta Íslands. Það er afskekkt, en virkilega þess virði. Friður fyrir sálina, með fjöllin, hafið, fuglana...
Boðið er upp á gistingu í 9 stúdíó íbúðum hver um 30m2, með baðherbergi og eldhúsblokk. Tveggja- og þriggja manna, einnig tilvalið fyrir fjölskyldur með 2 börn.
Við bjóðum upp á:
Morgunmatur og kvöldmatur með ferskum afurðum úr sveitinni, s.s. lambakjöt af eigin framleiðslu og ferskur silungur úr lóninu.
Leiðsögn um búið
Heitur pottur
Silungsveiði í lóninu
Skoðunarferðir um Langanesið
Hótel Staðarborg er glæsilegt, nýlegt 30 herbergja hótel í Breiðdal í Suður-Múlasýslu, aðeins 7 km. frá Breiðdalsvík. Hér er um að ræða endurnýjað skólahúsnæði er rúmar 54 gesti í 30 rúmgóðum herbergjum með sér baði og sjónvarpi, auk svefnpokaplássa. Hótelið er við þjóðveg nr. 1 í 625 km fjarlægð frá Reykjavík og um 100 km frá Seyðisfirði, sem gerir hótelið að ákjósanlegum áningarstað fyrir þá sem ferðast með bílferjunni Norrænu. Afþreying er fjölbreytt á svæðinu og við allra hæfi í fögru umhverfi.
Hótel Staðarborg var opnað sumarið 2000 í Breiðdal. Í veitingasal er framreiddur morgunverður, hádegisverður og kvöldverður auk þess sem hægt er að fá kaffi og meðlæti allan daginn. Á lóðinni eru tjaldstæði og heitur pottur gestum til afnota.
Á Hótel Kötlu eru 103 vel búin tveggja manna herbergi með baði, sjónvarpi og þráðlausu neti. Veitingastaðurinn tekur allt að 200 manns í sæti þar sem við bjóðum gestum upp á ljúffengt kvöldverðarhlaðborð allt árið. Á Hótel Kötlu er vel útbúin funda / ráðstefnuaðstaða. Við erum 5 km austan við Vík.
Heitur pottur og gufubað eru við hótelið þar sem notalegt er slaka á og njóta kyrrðarinnar. Hótel Katla - Höfðabrekka er kjörinn staður fyrir starfsmannahópa að halda árshátíðir eða fyrir ráðstefnur. Margar skemmtilegar gönguleiðir eru í fallegu umhverfi hótelsins og í nágrenninu er, t.d, hægt að fara í hestaferðir, þeysa á snjósleða, fara í ísgöngu á Sólheimajökli, skella sér í golf á golfvellinum í Vík eða bara njóta útiverunnar á þessum fallega stað.
-Velkomin á Hótel Kötlu!
Upplifðu norðaustur landið með North East Travel, sem er staðsett á Bakkafirði. Falin perla þegar kemur að nátturu, dýralífi og útiveru. Sérhannaðar ferðir gerir þetta að fullkomnum möguleika fyrir hvern sem er sem langar að upplyfa svæðið.
Ögur Travel er staðsett í Ögri við Ísafjarðardjúp, 106 km frá Ísafirði. Tímabilið hjá okkur hefst í lok maí og er út september. Farið er í ferðir allt árið ef pantað er með fyrirvara. Kaffi- og veitingasala á staðnum frá miðjum júní. Við getum útvegað svefnpokapláss en að öðru leyti vísum við fólki á gistingu í Reykjanesi, Heydal, Ísafirði, Dalbæ og víðar. Ögur Travel getur útbúið heildarpakka með ferðum, gistingu, veitingum og nesti. Frítt er fyrir 15 ára og yngri í gönguferðir. Tungumál er íslenska, enska og Norðurlandamál (sænska og danska). Nánari upplýsingar á heimasíðu okkar.
Veiðihúsið Eyjar er af mörgum talið með glæsilegustu gistihúsum landsins. Frábærlega staðsett á bökkum Breiðdalsár skammt frá Breiðdalsvík. Húsið hentar vel til hvers kyns fundahalda og er í senn frábært fyrir stórar fjölskyldur eða hópa til að eiga notalega stund. Átta tveggja manna herbergi, hvert með sér baðherbergi, internet tengingu og gervihnattasjónvarpi. Glæsileg stofa og borðstofa með eldstæði, heitur pottur og sauna klefi til að losa um stressið og glæsilegt eldhús mynda umgjörðina í veiðihúsinu Eyjum. Fjölbreytt þjónusta er í boði þar sem gestir okkar geta valið um að sjá algjörlega um sig sjálfir í uppábúnum rúmum og allt til fullrar þjónustu í mat, drykk og framreiðslu. Við sérsníðum þjónustuna að þörfum hvers hóps fyrir sig. Margar fallegar gönguleiðir er að finna í Breiðdal. Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Veiðiþjónustan Strengir var stofnuð árið 1988 og hefur síðan þá lagt mikla áherslu á persónulega og góða þjónustu við veiðimenn jafnt innlenda sem erlenda. Bjóðum upp á lax-og silungsveiði með gistingu víða á landinu svo sem í Hrútafjarðará, Jöklusvæðinu, Breiðdalsá og Minnivallalæk. Fjölbreytt úrval veiðileyfa í boði.
Ástríða fyrir veiði !
Við hjá Fish Partner höfum áratuga reynslu af stangveiði, leiðsögn og skipulagningu veiðiferða. Það er ástríða fyrir veiði sem rekur okkur áfram og má segja að allir sem koma að félaginu séu í sínu drauma starfi. Við þreytumst aldrei á því að kanna nýjar veiðilendur og kynna ný svæði fyrir veiðimönnum. Þau svæði sem við bjóðum upp á eru rjóminn af því sem við höfum uppgötvað auk gamal þekktra svæða.