Fara í efni

MudShark

MudShark - ecotours and angling" er lítið ferðaþjónustufyrirtæki staðsett á Hellu og býður upp á fjölbreyttar dagsferðir um Suðurland á myndarlegum upphækkuðum Land Rover. Ferðirnar eru tvennskonar, annarsvegar skoðunarferðir um náttúru Suðurlands t.d. Landmannalaugar og Þórsmörk og hinsvegar stangveiðiferðir.

Við skilgreinum skoðunarferðirnar sem "ecotours" en í þeim er lögð áhersla á að njóta náttúrunnar og upplifa, en án þess að ganga á gæði hennar. Leiðsögumaðurinn, Magnús H. Jóhannsson, er með doktorsgráðu í grasa- og vistfræði og hefur yfirgripsmikla þekkingu á náttúru landsins. Markmiðið er að gestir skilji hvað fyrir augu ber og njóti þess hvað Ísland hefur upp á að bjóða og jafnvel læri eitthvað nýtt. Landmannalaugar og Þórsmörk eru lang vinsælustu áfangastaðirnir, en stuttar ferðir í Þykkvabæjarfjöru eru líka mjög skemmtilegar.

Í stangveiðinni erum við aðallega að sækja í vötn inni á hálendinu t.d. Veiðivötn, Dómadalsvatn, Ljótapoll, Frostastaðavatn og Herbjarnarfellsvatn. Þetta eru ekki erfiðar ferðir og henta fjölskyldum mjög vel sem langar að prófa að veiða. 

Til að skoða úrval ferða, farið á vefsíðuna og lesið hana upp til agna. Ef enskan er ekki nógu skiljanleg, hafið þá bara samband í síma 691-1849 eða tölvupósti, mudshark@mudshark.is.

Við gerum mest út á að taka smærri hópa í þessar ferðir (2-6 manns), en getum auðveldlega tekið á móti stærri hópum og þá finnum við annan leiðsögumann og annan jeppa og leysum málið.

 

Hvað er í boði