Fara í efni

Fjallaskálar

80 niðurstöður

Kverkfjöll - Jöklarannsóknafélag Íslands

125 Reykjavík ,

GPS: N64°40,350 W16°41,385

Kverkfjöll (1977) 6 manna

Volcano Huts Þórsmörk

Húsadalur Þórsmörk via Road no. F 249 ,

Volcano Huts í Húsadal í Þórsmörk

Volcano Huts er þjónustu fyrirtæki sem staðsett er í Húsadal í Þórsmörk og býður upp á gistingu og veitingar fyrir hópa og einstaklinga. Þórsmörk er ævintýraheimur göngufólks og náttúruunnenda á öllum aldri. Landslagið er ægifagurt og mótast af samspili eldfjalla, jökla, skóga og jökuláa sem móta útsýnið til allra átta. 

Hægt er að bóka gistingu og aðra þjónustu í gegnum vefsíðu okkar www.volcanotrails.is

Þjónusta í Húsadal

Gisting og aðstaða: í Húsadal er boðið upp á gistingu í notalegum fjallaskálum, fjögurra manna smáhýsum, tveggja manna herbergjum, glæsi tjöldum og stórt tjaldsvæði. Hægt er að fá leigð rúmföt og sængur á staðnum. Sturtur, gufubað og heit náttúrulaug er innifalið í gistingu en aðrir ferðalangar geta fengið aðgang að þeirri þjónustu gegn vægu gjaldi.

Veitngastaðurinn okkar býður upp á ljúffengar veitingar fyrir hópa og einstaklinga sem leið eiga um Húsadal og Þórsmörk. Boðið er upp á morgunverð, hádegisverð, kaffiveitingar og kvöldverð auk þess sem hægt er að setja upp veislur og viðburði fyrir hópa hvort heldur sem er innandyra eða utan. Eftir matinn er svo tilvalið að fá sér drykk á barnum og deila ferðasögunni með öðrum ferðalöngum.

Afþreying: Frá Húsadal liggur fjöldi gönguleiða um Þórsmörk og Goðaland og má þar helst nefna Laugaveginn og Fimmvörðuháls sem eru vinsælustu gönguleiðir landsins. Einnig er hægt að fara í styttri göngur sem henta fyrir alla aldurshópa, skoða sönghelli og taka lagið, sauna og toppa daginn í heitir náttúrulaug. 

Gönguleiðir: Fjöldi skem mtilegra göngu- og hlaupaleiða liggja um Þórsmörk og nágrenni Húsadals og hér ættu allir að finna sér leiðir við hæfi. Laugavegurinn og Fimmvörðuháls eru meðal þekktustu gönguleiða á Þórsmerkursvæðinu en auk þeirra eru fjöldi annarra skemmtilegra leiða. Gönguleiðakort eru seld í Húsadal.

Samgöngur: Til að ko mast í Húsadal er ekið frá Suðurlandsvegi upp jeppafæran vegarslóða merktan F249 í Þórsmörk. Fara þarf yfir nokkrar ár og læki á leiðinni en helst má þar nefna Krossá sem eingöngu er fær vönum bílstjórum á vel útbúnum jeppum. 

Daglegar rútuferðir eru frá BSÍ yfir sumar mánuðina en hægt er að nálgast nánari upplýsingar um áætlun rútuferða og að bóka rútumiða á vefsíðu Volcano Huts.

Bókanir og allar nánari upplýsingar um þjónustu í Húsadals er að finna á vefsíðunni og hægt er að hringja í síma 4194000 eða senda tölvupóst á netfangið info@volcanotrails.is  

Glamping lúxustjöld - eins manns / tveggja manna - 16 stk
Herbergi - eins manns / tveggja manna - 14 stk
Smáhýsi - 4 pers - 8 stk
Skálagisting - 34 rúm
Tjaldstæði 100 +

Botni - Ferðafél. Akureyrar/FÍ

Strandgata 23, 600 Akureyri ,

Botni stendur um 650 m suð-suðaustan efstu upptaka Suðurár, byggður 1996. Þangað liggur fáfarin jeppaslóð um Dyngjufjalladal.
Gistirými er fyrir 16 manns í kojum, svefnpokapláss á dýnum. Kynding með gasofni og steinolíuvél, gashella og eldhúsáhöld. Vatn má fá úr vatnsaugum við tjarnir suðvestan skálans eða úr upptakalindum Suðurár. Kamar. Skálinn er öllum opinn en ætlast er til að
göngufólk sitji fyrir um gistingu.
Þeir sem áhuga hafa á að gista í skálunum setji sig í samband við skrifstofu FFA.

GPS: N65°16,18 W17°04,10
Við Suðurárbotna. Kamar, lækur.

Þeistareykir - 4x4 Húsavíkurdeild

Þeistareykir, 640 Húsavík

Þeistareikir, hálendisskáli Húsavíkurdeildar Ferðaklúbbsins 4×4.

Skálinn er reistur 1958 og er í umsjón Húsavíkurdeildar F4x4 og Þingeyjarsveit. Skálinn er staðsettur undir Bæjarfjalli, vestan við Þeistareykjarbungu og er það gistirými fyrir 30 manns, þar af 18 í kojum. 

Til að fá aðgang að skálanum þarf að hafa samband við formann deildarinnar Ómar Egilsson í síma 866 4083

Jökulheimar - Jöklarannsóknafélag Íslands

125 Reykjavík,

Jökulheimar I (1955) 20 manna skáli
675 m 64°18.614′ 18°14.319′ (WGS-84)

Jökulheimar II (1965) 20 manna skáli
675 m HNIT (WGS-84)

að auki bílageymsla (1958) og eldsneytisgeymsla (1963)



GPS: N64°18,614 W18°14,319

Sultarfit - 4x4 Suðurlandsdeild

Mörkin 6, 108 Reykjavík ,

Sultarfit er staðsettur austan Laxár, undir Fitjarási norður af Langöldu. Gistirými er fyrir 20 manns.

Laugarfell

Fljótdalsheiði, 701 Egilsstaðir

Laugarfell er staðsett á austanverðu hálendi Íslands, rétt norðan við fjallið Snæfell. Kárahnjúkavegur liggur nánast að Laugarfelli en afleggjarinn frá veginum að skálanum er tveir kílómetrar og er það eini staðurinn sem ekki er lagður bundnu slitlagi að skálanum. Að sumri til er vel fært að Laugarfelli fyrir allar tegundir ökutækja.

Laugarfell er með gistirými fyrir 28 manneskjur. Tvær heitar náttúrulegar laugar eru við Laugarfell og eru þær samkvæmt gömlum heimildum þekktar fyrir lækningamátt sinn.

Margar skemmtilegar gönguleiðir eru í nágrenni Laugarfells og fjöldi fallegra fossa er í þægilegri göngufjarlægð frá Laugarfelli. Miklar líkur eru á að sjá hreindýr á vappi í nágrenni Laugarfells.

Laugarfellsskáli er opinn frá 1. júní til 30 september.

Emstrur - Ferðafélag Íslands

Mörkin 6, 108 Reykjavík,

Í Botnum á Emstrum á gönguleiðinni um Laugaveginn eru þrjú sæluhús og alls er þar gistirými fyrir 60 manns. 

Sæluhúsin þrjú eru öll eins í laginu. Gengið er inn í forstofu og þaðan inn í svefnrýmið sem hýsir líka lítið, opið eldhús, langborð og stóla. Í öllum skálunum er eldunaraðstaða með gasi, mataráhöldum, borðbúnaði og köldu rennandi vatni. Að auki eru stór kolagrill við hvert hús. 

Húsin, sem hvert um sig hýsir 20 manns í 10 tvíbreiðum kojum, eru öll tengd saman og við salernishúsið með trépalli. Góð aðstaða er til sitja úti á trépöllunum og saman myndar þessi þyrping skemmtilega heild húsa. Á bak við húsin og í dalverpi fyrir neðan þau er lítið tjaldstæði. Salernishúsið er sameiginlegt fyrir skála- og tjaldgesti og þar er hægt fara í sturtu gegn gjaldi. Vetrarkamar er fyrir neðan salernishúsið. 

Flestir gestir skálans ganga Laugaveginn, en auk þess er á svæðinu skemmtileg gönguleið Markarfljótsgljúfri. 

Fremstaver

Myrkholti, Bláskógabyggð 801 Selfoss ,

Gisting fyrir 25 manns

Skálinn í Fremstaveri er notalegt hús sunnan undir Bláfelli. Fremstavershúsið rúmar 25 manns til gistingar. Þar er góð aðstaða til matseldar og vatnssalerni. Aðstaða fyrir hross eru hestagerði og heysala.

Í Fremstaveri er veðursælt og gott að vera. Allt umhverfi Bláfells er kjörið til útivistar og náttúruskoðunar. Suð-vestanvert við Bláfell eru Hellrar og Kór, áhugaverðir staðir, en austan við Bláfell rennur Hvítá í gljúfrum og bugum sem gaman er að skoða. Að ganga á Bláfell í björtu veðri er einstök upplifun, því af fjallinu er útsýni vítt um land.

Um aldamótin 1000 bjó Bergþór risi í Bláfelli. Hann skildi eftir sig auðæfi í helli sínum. Sjóður Berþórs er ófundinn þó margir vildu finna. Líklega finnst hellir Berþórs þó aðeins sé hans leitað með réttu hugarfari. Ef til vill hefur einhver nú á dögum öðlast þá auðmýkt og lífvisku sem þarf til að finna fjársjóðinn í Bláfelli, sem hefur verið týndur í þúsund ár.

Sjá meira hér 

Þúfnavellir - Ferðafélag Skagfirðinga

550 Sauðárkrókur,

GPS: N65°38,330 W19°49,480
Víðidalur.  Kamar.

Rjúpnavellir

Holta- og Landsveit (vegur/road 26), 851 Hella

Rjúpnavellir í Rangárþingi Ytra  
Ferðaþjónustan á Rjúpnavöllum býður gestum sínum upp á rólegt og fallegt umhverfi þar sem Hekla gnæfir yfir og Ytri- Rangá rennur rétt við túnfótinn.

Sérstaða staðarins er nálægðin við hálendið og eru því margir möguleikar á spennandi útivist og náttúruskoðun, allt árið um kring.

Skemmtilegir staðir í göngufæri til útivistar og náttúruskoðunar, má þar nefna: Merkihvollsskóg, Fossabrekkur, Galtalækjarskóg, Þjófafoss og að sjálfsögðu Heklu.

Aðrir spennandi staðir í næsta nágrenni:
Landmannalaugar eru einn fjölsóttasti ferðamannastaðurinn á hálendinu og liggur vel við reið- og gönguleiðum.

Gisting á Rjúpnavöllum
Gisting er í tveimur skálum sem taka samtals 44 í svefnpokaplássi. Einnig eru 3 smáhýsi sem taka 6-10 manns hvert. Frítt Wifi er á svæðinu.

Aðstaða í skálum: Þar er frábær eldunaraðstaða, bekkir og borð fyrir alla. Svefnbálkar eru í sal ásamt einu sérherbergi.

Rjúpnavellir eru góður áningastaður fyrir bæði hópa og einstaklinga sem vilja njóta náttúrunnar í fallegu umhverfi, fagna tímamótum í góðum félagsskap eða vantar áningastað á ferð sinni um hálendið.

Einnig er aðstaða fyrir tjöld eða ferðahýsi.

Hestafólk
Frá upphafi hafa Rjúpnavellir verið vinsæll áningastaður fyrir hestafólk, því staðsetningin er í alfaraleið og skálarnir henta vel stórum hópum. Það er gott gerði fyrir hestana og margar spennandi reiðleiðir í nágrenninu. Aðstaðan er því jafn góð bæði fyrir hesta og menn.

GPS HNIT: N64° 2' 3.857" W19° 50' 6.233"

Réttartorfa - 4x4 Eyjafjarðardeild

Réttartorfa,

Réttartorfan er austan við Skjálfandafljót og eru um 10 – 20 km þangað frá syðstu bæjum í Bárðardal, Svartárkoti og Stórutungu.Leiðin frá Stórutungu er lengri og er farin ýtuslóð gegnum Suðurárhraunið, að mestu meðfram fljótinu. Leiðin frá Svartárkoti er styttri og hraunið sandorpnara, en fara verður Suðurá á vaði.

Einnig má koma að skálanum sunnan frá af fjallvegi F910 (leiðin norðan við Trölladyngju) eða fara yfir Skjálfandafljót á Hrafnabjargavaði að haustlagi, þegar lítið er í fljótinu. Þeir sem hugsa sér að keyra yfir Skjálfandafljót á Hrafnabjargavaði verða að gæta ýtrustu varúðar.

Að vetri er hægt að fara á ís yfir fljótið.

Strangakvísl - Uppreks.fél. Eyvindarstaðaheiðar

Gil, 541 Blönduós ,

GPS: N65°02.423 W19°50.119
Aðstaða fyrir hesta, hesthús og hey.

Foss - Rangárvallahreppur

Foss, 851 Hella ,

Rangárvallaafrétt, 26 km frá Hellu.  Wc, vatn, hestagerði/næturhólf.

Þórsmörk, Langidalur - Ferðafélag Íslands

Mörkin 6, 108 Reykjavík ,

Í Langadal í Þórsmörk, við enda Laugavegarins, stendur Skagfjörðsskáli, þar er gistirými fyrir 75 manns. 

Skálinn er stór og rúmgóður og er á tveimur hæðum. Á neðri hæðinni er gengið inn í opið anddyri og inn af því er stórt opið eldhús með gashellum og kamínu, öllum mataráhöldum og köldu, rennandi vatni. Stór matsalur með borðum, stólum og sófahorni liggur til hægri handar en til vinstri handar inn af anddyrinu er lokaður gangur með tveimur svefnherbergjum með kojum og einu litlu eldhúsi. Á efri hæð hússins eru þrjú svefnloft með rúmbálkum og kojum. 

Góður pallur liggur við húsið þar sem hægt er að grilla og borða úti við. Bak við húsið ofan í laut er góð grillaðstaða fyrir stærri hópa en þar er stórt hlaðið útigrill, langborð og bekkir. Skálinn er tengdur salernishúsi með hellulögðum stíg og þar eru auk salerna, þrjár sturtur. Tjaldað er á grasblettum víða á svæðinu. 

Margvísleg aðstaða er í Þórsmörk og meðal annars er þar svokallað dagsferðahús þar sem bæði tjaldgestir og dagsferðalangar geta eldað og borðað nestið sitt. Í dagsferðahúsinu er einnig rekin lítil verslun með vínveitingaleyfi. 

Gestir skálans fara ýmist í dagsgöngur eða ganga Laugaveg eða Fimmvörðuháls. Vinsælar dagsgöngur á svæðinu eru ganga á Valahnúk og Tindfjallahringur. Þegar vel viðrar er krefjandi en skemmtilegt að ganga á Rjúpnafell. Þaðan er stórbrotið útsýni yfir Þórsmörk, Mýrdalsjökul, Eyjafjallajökul og inn á Fjallabak. Fjöldi annara gönguleiða eru á svæðinu, gott er að spyrja skálaverði um ástand gönguleiða hverju sinni. 

Stóri Skáli Myrkholti

Skálinn, Myrkholt, 801 Selfoss

Gisting fyrir 32 manns

Á Myrkholti, milli Gullfoss og Geysis er Skálinn, nýr gistiskáli í alfaraleið. Skálinn rúmar 32 í gistingu í átta fjögurra manna herbergjum. Í Skálanum er fullbúið eldhús, snyrti- og baðaðstaða, borðstofa og setustofa.

Á Myrkholti er hestaleiga og öll aðstaða fyrir hross, hestagerði, heysala og hesthús. Bjóðum upp á styttri og lengri hestaferðir. Í nágrenni Skálans eru fallegar göngu- og reiðleiðir, til dæmis að Gullfossi, Geysi, um Brúarhlöð við Hvítá og um Haukadalsskóg. Skálinn á Myrkholti stendur í hálendisbrúninni. Þar er frábært útsýni á mörkum byggðar og óbyggða, kjörinn staður fyrir þá sem vilja njóta fjallalofts á inniskónum.

Sjá meira hér 

Norðurfjörður - Ferðafélag Íslands

Valgeirsstaðir, 524 Árneshreppur

Valgeirsstaðir í Norðurfirði er er gamall bóndabær með svefnaðstöðu fyrir 24. 

Húsið er á tveimur hæðum og gist er í fimm herbergjum. Eldhúsið er fullbúið og ágætlega rúmgott og salerni er inni við. 

Við húsið er gott tjaldstæði og rétt hjá er gamalt fjárhús sem hefur verið gert upp og nýtist sem samkomustaður. Þar inni er lítil eldunaraðstaða og klósett fyrir tjald- og samkomugesti. Góð grillaðstaða er á milli bæjarins og fjárhússins. 

Svæðið allt er afar heppilegur samkomustaður fyrir hópa, t.d. ættarmót. Skammt er í verslun og hina rómuðu Krossneslaug. 

Dalakofinn - Ferðafélagið Útivist

Office: Laugavegur 178, 105 Reykjavík,

Nýjasti skálinn í skálaflóru Útivistar er Dalakofi í Reykjadölum, í jaðri Torfajökulssvæðisins að Fjallabaki. Hann er sérlega vel staðsettur fyrir hvers konar ferðalög um Fjallabak. Þaðan er hægt að fara í lengri og styttri gönguferðir um fjölbreytt jarðhitasvæði og hæfileg dagsganga er þaðan í fjölda skála á svæðinu. Þá hentar staðsetning Dalakofans sérlega vel til vetrarferða. Frá Keldum er jafnan gott að komast í skálann og hvergi þarf að fara yfir ár. Þegar þangað er komið er hins vegar stutt í mjög skemmtilegt ferðasvæði um Reykjadali, Krakatindaleið og Hrafntinnusker svo eitthvað sé nefnt. Svæðið býður upp á ótalmarga möguleika og takmarkast þeir helst af þeim tíma sem ferðalangurinn ætlar sér. Kvöldum má eyða í stutta göngu á Keilu, útsýnishól skammt frá skálanum, eða fara í fjallabað í laug sem stundum er aðgengileg á aurum Markarfljóts.

Að Dalakofa er ekið um Fjallabaksleið syðri frá Keldum (F210). Þegar komið er að Laufafelli er beygt til norðurs að Hrafntinnuskeri og Krakatindsleið. Stuttu síðar er komið að gatnamótum þar sem skilti vísa annars vegar á Hrafntinnusker og hins vegar að Krakatindi. Þar er beygt til vinstri og Krakatindsleið ekin nokkurn spöl þar til komið er að gatnamótum þar sem beygt er til hægri að Dalakofa. Einnig er hægt að aka Krakatindsleið ur Dómadal þar sem leiðin liggur upp hjá Rauðufossum.

Skálavörður er í Dalakofanum á mestu annatímum.

GPS: N63°57.048 W19°21.584

Setrið - Ferðaklúbburinn 4x4

Setrið,

Húsið skiptist í eldhús, skálavarðarherbergi, tvö svefnloft og bíslag eða anddyri og vatnssalernisaðstöðu innaf anddyri. Skammt frá skálanum er hús með hreinlætisaðstöðu, kamri og sturtu. Ljósavél er í gámi skammt frá skálanum. Í skálanum er gaseldavél, örbylgjuofn ofl. Borð og stólar eru fyrir 50-60 manns. Fjarskiptatæki er VHF stöð. Einnig er veðurstöð í skálanum.

Þjófadalir - Ferðafélag Íslands

Mörkin 6, 108 Reykjavík ,

Í Þjófadölum er lítið sæluhús, reist sumarið 1939, þar er gistirými fyrir 12 manns. 

Gengið er inn í anddyri sem hýsir eldhúsaðstöðuna og þaðan inn í lítinn svefnskála með kojum til sitt hvorrar handar. Fyrir ofan hálfan skálann er svo lítið svefnloft. 

Ekkert rennandi vatn er í skálanum. Kamar stendur skammt frá. 

Margir gestir skálans eru á göngu um Kjalveg hinn forna. Einnig er hægt að ganga á Rauðkoll. 

Hlöðuvellir - Ferðafélag Íslands

Mörkin 6, 108 Reykjavík,

Sæluhúsið á Hlöðuvöllum stendur undir Hlöðufelli og þar er gistirými fyrir 15 manns í kojum. 

Gengið er inn í stórt anddyri þar sem gott pláss er til hengja upp föt. Þaðan er gengið inn í opið rými sem skiptist í eldhús og sal með tvíbreiðum kojum, langborði og bekkjum. 

Ekkert rennandi vatn er á svæðinu og því ekkert vatnssalerni en kamar stendur við húsið. 

Frá skálanum fara í lengri og skemmri gönguferðir, s.s. á Hlöðufell, Kálfstinda, Skriðu og Skjaldbreið svo eitthvað nefnt. Einnig er skemmtileg gönguleið um Rótasand Brúarárskörðum. 

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs - Geldingafell

Geldingafell,

Gistirými: 16 svefnpokapláss
. Sími: Enginn
. GPS: N64°41.711-W15°21.681
. Annað: Timburkamína til upphitunar. Kamar. Gashellur til eldurnar. Tjaldstæði.

Ath. skálinn er læstur allt árið.
Þar er lyklabox
Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu
Ferðafélags Fljótsdalshéraðs til að fá númer
sími 863 5813

Trölli - Ferðafélag Skagfirðinga

550 Sauðárkrókur ,

GPS: N65°42,600 W19°53,160
Tröllabotnum.  Eldhús, kamar.

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs - Sigurðarskáli

Kverkfjöll,

Sigurðarskáli í Kverkfjöllum er sameign Ferðafélags Fljótsdalshéraðs og Ferðafélags Húsavíkur

. Gistirými: 75 svefnpokapláss
. Starfstími: Læstur á veturna. Skálavarsla yfir sumarmánuðina.
. Sími: 863 9236
. GPS: N64°44.850-W16°37.890
. Annað: Vatnssalerni. Sturta. Tjaldstæði. Gashellur til eldunar. Olíuvél til upphitunar.

Fimmvörðuháls - Ferðafélagið Útivist

Office: Laugavegur 178, 105 Reykjavík ,

GPS: : N 63°37,320 / V 19°27,093

Milli Mýrdalsjökuls og Eyjafjallajökuls.  Áhöld, gashellur, oliukynding, kamar. Opið frá því um miðjan júní og út ágúst.

Símanúmer skálavarðar: 893-4910

Sveinstindur - Ferðafélagið Útivist

Office: Laugavegur 178, 105 Reykjavík ,

GPS: N64°05,176 W18°24,946 Við Langasjó.  WC, gas til eldunar.

Hveravellir

Hveravellir,

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Hvanngil - Ferðafélag Íslands

Mörkin 6, 108 Reykjavík,

Í Hvanngili á gönguleiðinni um Laugaveginn stendur rúmgóður skáli á tveimur hæðum, þar er gistirými fyrir 60 manns. 

Á neðri hæð skálans er stórt anddyri, lítið eldhús og tveir svefnsalir með kojum, borðum og stólum. Á efri hæðinni eru tveir svefnsalir til viðbótar þar sem sofið er á dýnum á gólfinu. Eldunaraðstaða er góð, hægt er að elda á gasi og öll mataráhöld og borðbúnaður til staðar. Kalt rennandi vatn er í eldhúsinu og stórt kolagrill er úti á palli. 

Skálavarðahús stendur skammt frá skálanum sem og salernishús með sturtum. Vetrarkamar er í salernishúsinu sjálfu. Nokkurn spöl frá skálaþyrpingunni er hesthús með eldunaraðstöðu og svefnlofti sem hýsir 20 manns. Við hesthúsið eru vatnssalerni og tjaldstæði. Tjaldstæðið er inni í Hvanngilshrauninu rétt hjá skálanum. Þar er mikið skjól og gott tjalda ef veður eru válynd. 

Flestir gestir skálans ganga Laugaveginn, en auk þess er hægt að ganga á Hvanngilshnausa. 

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs - Loðmundarfjörður/Klyppstaður

Víknaslóðir, 720 Borgarfjörður eystri

Í skála Ferðafélags Fljótsdalshéraðs að Klyppsstað í Loðmundarfirði er gistirými fyrir 38 manns í svefnpokaplássum. Um er að ræða rúmgóðan gönguskála á leið hinna víðkunnu Víknaslóða. Ekki er sími í skálanum

Gistirými: 38 svefnpokapláss
GPS: N65°21.909-W13°53.787
Annað: Timburkamína til upphitunar, gashellur til eldunar, eldhústjald, vatnssalerni, sturta, þurrkklefi, hleðslubanki fyrir síma og myndavélar, kolagrill og tjaldstæði.
Ath: Skálinn er læstur á veturna en sjálfboðaliðar vinna við gæslu á sumrin. 
Upplýsingar um svæðið er að finna á heimasíðu ferðamálahóps Borgarfjarðar

Tungnahryggsskáli - Ferðafélag Svarfdæla

Brimnes, 620 Dalvík

Tröllaskagahálendi.  Eldunaráhöld, kamar.

Vatnajökulsþjóðgarður – Snæfellsskáli

701 Egilsstaðir (dreifbýli), 701 Egilsstaðir

Snæfellsskáli rúmar um 45 manns í svefnpokaaðstöðu og um 30 í matsal. GPS staðsetning hans er 64.48.250 N / 15.38.600 V. Í skálanum er olíueldavél, rennandi vatn og vatnssalerni á sumrin. Á veturna er timburkamína og þurrsalerni. Við skálann er tjaldsvæði.

Skálinn er staðsettur við rætur Snæfells á vegi F909. Yfir hásumarið bjóða landverðir upp á daglegar fræðslugöngur og fjöldi stikaðra og óstikaðra gönguleiða er við Snæfell og á Snæfellssöræfum. Inn við jökul má finna gestagötuna „Í faðmi jökla“.

Tjaldsvæðið er á mel rétt við Snæfellsskála í Vatnajökulsþjóðgarði og liggur við veg F909.  Tæplega kílómeter er frá tjaldsvæðinu að uppgöngunni á Snæfell. Nokkrar merktar skemmtilegar gönguleiðir eru í nágrenninu auk gestagötunnar „Í faðmi jökla“ inn við Brúar- og Eyjabakkajökul.

Athugið að opnunartímar skála og tjaldsvæðið er mikið háð veðri og tíðarfari

Dyngjufell - Ferðafél. Akureyrar/FÍ

Strandgata 23, 600 Akureyri ,

Skáli Ferðafélags Akureyrar Dyngjufell í Dyngjufjalladal er norðvestan undir Dyngjufjöllum, var byggður árið 1993. Skálinn er 3,7 km í suðvestur frá Lokatindi. Gisting er fyrir 16 manns í kojum, svefnpokapláss á dýnum. Í skálanum er kynding með steinolíueldavél, gashella og eldhúsáhöld. Vatn fæst oft úr læk í grennd við skálann. Skálinn er öllum opinn en ætlast er til að göngufólk sitji fyrir um gistingu. Gönguleið er frá Dreka um Öskju og Jónsskarð að skálanum og þaðan í Suðurárbotna.

Þeir sem hafa áhuga á að gista í skálanum hafi samband við skrifstofu FFA.

GPS: N65°07,48 W16°55,28
Dyngjufjalladalur. Olíueldavél, áhöld, kamar, lækur.

Esjufjöll - Jöklarannsóknafélag Íslands

125 Reykjavík,

Skáli Jöklarannsóknafélagsins í Esjufjöllum Vatnajökuls rúmar á bilinu 6 til 12 manns.

GPS: N64°12,196 W16°25,463

Sjá www.jorfi.is

Hagavatn - Ferðafélag Íslands

Mörkin 6, 108 Reykjavík ,

Undir Einifelli við Hagavatn er lítill og huggulegur skáli þar sem gistirými er fyrir 12 manns. 

Komið er inn í opið anddyri og stigið upp á pall með kojum til sitt hvorrar handar og borði á milli. Lítið opið svefnloft er yfir hálfum skálanum. 6 manns geta sofið í kojunum og 6 manns á svefnloftinu en þá er þröngt legið. 

Ekki er eiginleg eldhúsaðstaða í skálanum en hann er hitaður upp með viðarkamínu. Ekkert rennandi vatn er á svæðinu en kamar stendur skammt frá skálanum. Gott tjaldstæði er bæði undir Einifellinu sem og við skálann. 

Margt er að sjá við skálann, þaðan er hægt að ganga um Jarlhettur, að Hagavatni og fossunum í Farinu. Einnig er hægt að ganga að Langjökli. 

Kerlingarfjöll Hálendismiðstöð

Kjölur 35,

Kerlingarfjöll eru ein af náttúruperlum hálendisins. Þar fara saman stórkostlegt landslag, fjölbreytt og fróðleg jarðfræði og síðast en ekki síst samspil jökla og jarðhita, gróðurs og gróðurleysis og ótrúleg litadýrð. Af hæstu tindum er mjög víðsýnt og sér þaðan til sjávar bæði til norðurs og suðurs. Bjartur og fallegur dagur í Kerlingarfjöllum er  mörgum ógleymanleg upplifun.

Hálendismiðstöðin í Kerlingarfjöllum er staðsett í dalnum Ásgarður í norðanverðum Kerlingarfjallaklasanum, þar er boðið upp á gistingu fjallaskálum, á staðnum er tjaldstæði og þar eru veitingar seldar.

Vakinn

Ferðafélag Íslands

Mörkin 6, 108 Reykjavík

Ferðafélag Íslands var stofnað 27. nóvember 1927. Félagið er áhugamannafélag og tilgangur þess er að stuðla að ferðalögum um Ísland og greiða fyrir þeim. Allir eru velkomnir í félagið og félagsmenn njóta umtalsverðra fríðinda í formi veglegrar árbókar ár hvert og verulegs afsláttar af gistingu í skálum  og fargjaldi í ferðum félagsins og deilda þess. Þar að auki veita fjölmörg fyrirtæki félagsmönnum afslátt af þjónustu sinni.

Innan vébanda F.Í. starfa 15 deildir víða um landið. Þær eiga og reka skála og halda úti ferðum allan ársins hring.

Í Ferðafélagi Íslands eru um sjö þúsund félagsmenn. Auk ferða af ýmsum toga er margvíslegt félagslíf innan félagsins. Yfir vetrarmánuðina er efnt til myndakvölda, kvöldvaka, spilakvölda, þorrablóta og margs fleira. Allir slíkir viðburðir eru kynntir með góðum fyrirvara hér á heimasíðu félagsins.

 Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Kirkjuból - Jöklarannsóknafélag Íslands

125 Reykjavík ,

Kirkjuból (1979) 6-12 manna
1180 m 64°43.880′ 19°53.650′ (WGS-84)

Hungurfit - Rangárþing ytra

Hungurfit,

Skálinn sem er u.þ.b 140fm er byggður með það í huga að sinna fjallmönnum í haustleitum sem og útivistarfólki á ferð sinni um Rangárvallaafrétt en einnig afréttina í kring. Gistipláss er fyrir 40 manns og búinn helstu þægindum eins og rúmgóðum kojum, rennandi vatni, eldhúsaðstöðu með 7 gashellum, gasofnum, Raflýsingu innan og utan húss, tvö salerni eru í húsinu og góð þurku aðstaða er í andyri.

Hof - Ferðafélag Húsavíkur

Hof, 640 Húsavík

Hof á Flateyjardal er fjallaskáli sem tekur 25 manns í gistingu.

Fyrir frekari upplýsingar, hafið samband við forsvarsmenn Ferðafélags Húsavíkur.

Álftavatn - Ferðafélag Íslands

Álftavatni, 851 Hella,

Við Álftavatn á gönguleiðinni um Laugaveginn eru tvö sæluhús og alls eru þar gistirými fyrir 72 manns 

Stærra húsið er á tveimur hæðum og hýsir 38. Niðri er forstofa, opið eldhús og matsalur og fjögur herbergi. Uppi eru tveir svefnsalir með rúmbálkum. Minna húsið skiptist í eldhús og svefnsal með borðum og stólum. Þar geta 36 sofið. Í báðum skálum er góð eldunaraðstaða með gasi, mataráhöldum, borðbúnaði og köldu rennandi vatni. Kolagrill eru úti á palli. 

Gistiskálarnir tveir eru samtengdir með trépalli sem liggur líka salernishúsinu. Salernishúsið er sameiginlegt fyrir allt svæðið, þ.e. fyrir gistiskálana og tjaldsvæðið og þar eru sturtur sem hægt er að kaupa aðgang hjá skálavörðum. Lítið skálavarðahús er líka á svæðinu. Tjaldsvæðið er stórt. Vetrarkamar er skammt frá salernishúsinu. 

Flestir gestir skálans ganga Laugaveginn, en auk þess eru á svæðinu skemmtilegar gönguleiðir á Brattháls og Torfahlaupi. 

Karlsstaðir - Ferðafélag Fjarðamanna

Vöðlavík, Fjarðabyggð, 740 Neskaupstaður

GPS: N65°01,803 W13°40,354

Í Vöðlavík. Stórt kolagrill, sturta, eldað á gasi, kynnt með viði, góður borðbúnaður og eldunaráhöld.

Vinsamlegast hafið samband vegna upplýsinga.

seldalur@centrum.is

Goðahnúkar - Jöklarannsóknafélag Íslands

125 Reykjavík,

Goðahnúkaskálinn var byggður árið 1979 fyrir 6-12 manns í 1498 m hæð yfir sjó.

GPS hnit: 
64° 35.484'  15° 28.879'.

Heimild:  Vefur JÖRFI.

Sjá nánar: www.nat.is/Fjallaskalar/skalar_jorfi__godahnukaskali_isl.htm

Heilagsdalur - Ferðafélag Húsavíkur

Heilagsdalur, 640 Húsavík

Heilagsdalur er fjallaskáli sem tekur 18 manns í gistingu.

Fyrir frekari upplýsingar, hafið samband við forsvarsmenn Ferðafélags Húsavíkur.

Nýidalur - Ferðafélag Íslands

Mörkin 6, 108 Reykjavík ,

Í Nýjadal á Sprengisandi eru tvö sæluhús og alls eru þar gistirými fyrir 54 manns. 

Skálarnir tveir eru á tveimur hæðum og eru svipað uppbyggðir. Á jarðhæð er anddyri, vel búið eldhús og gistisalur með kojum. Á efri hæðinni eru svo svefnloft. Skálarnir eru olíukynntir. 

Gott salernishús með sturtum er skammt frá skálunum og vetrarkamar er á bak við salernishúsið. Tjaldsvæðið er skammt frá. 

Frá skálanum er hægt að ganga á Tungnafellsjökul, einnig er hægt að ganga um Mjóháls austur í Vonarskarð 

Baugasel - Ferðafélagið Hörgur/FÍ

Baugasel, 604 Akureyri

Baugasel er upphaflega gamall torfbær í Barkárdal, eyðidal sem teygir sig vestur úr Hörgárdal inn í miðbik Tröllaskagans. Baugasel, í eyði árið 1965. Dalurinn er girtur háum fjöllum og sá ekki til sólar í Baugaseli frá 4. október til 8. mars eða í 157 daga. Þar var fallegur torfbær sem Ferðafélagið Hörgur gerði upp sem gönguskála á árunum upp úr 1980. Jeppaslóð liggur frá þjóðvegi inn að Baugaseli sem er um 7 km leið.

Laugafell - Ferðafél. Akureyrar/FÍ

Strandgata 23, 600 Akureyri ,

Laugafell er um 20 km suður af botni Eyjafjarðardals og um 15 km norðaustur frá Hofsjökli. Frá Laugafelli liggja slóðir til Eyjafjarðar, Skagafjarðar, Bárðardals og suður Sprengisand. Fólk sem hyggur á ferðir í Laugafell þarf að kynna sér vel ástand vega hjá Vegagerðinni. Skálarnir eru hitaðir upp með laugavatni allt árið. Áhöld og eldunartæki eru í til staðar. Gestir geta fengið aðgang að kolagrilli en þurfa að koma með kol sjálfir. Góð snyrtiaðstaða er á staðnum ásamt heitri laug. Gistirými er í skála fyrir 20 manns, á svefnlofti yfir snyrtihúsi er gistirými fyrir 12 manns og í Þórunnarbúð er gistirými fyrir 12 manns. Gott tjaldsvæði er í Laugafelli, snyrtiaðstaða og heit laug.

Skálaverðir eru í skálunum frá byrjun júlí fram í september. Utan þess tíma er hægt að hafa samband við skrifstofu FFA til að fá gistingu.

GPS: N65°01,63 W18°19,95
20 km suður af botni Eyjafjarðardals. Upphitað, gaseldavél, áhöld, wc.

Highland Base Kerlingarfjöll

F347, 801 Selfoss

Highland Base Kerlingarfjöll er heilsársáfangastaður með fjölbreyttri gistiaðstöðu, veitingastað, böðum og ótal afþreyingarmöguleika - kjörinn staður til að hefja upplifunina á miðhálendi Íslands. Hvort sem þú kýst tjald, skála eða hótelsvítu þá höfum við gistingu við allra hæfi. Kerlingarfjöll er hinn fullkomni heilsársstaður fyrir ævintýrafólkið.

Veitingastaður Highland Base, sem státar af borðsal í fjallastíl með stórfenglegu útsýni, býður upp á næringarríkan og ljúffengan mat sem heldur stemningunni huggulegri og gefur orku fyrir næsta ævintýri. 

Highland Base er sælustaður uppi á öræfum. Einstök og ósnortin náttúra hálendisins er uppspretta ævintýra allt árið um kring. Í Kerlingarfjöllum býðst spennandi útivist fyrir alla, frá gönguferðum og fjallahjólreiðum til fjallaskíða og vélsleða. 

Hótelið er vel búið til að taka á móti hópum allan ársins hring og býður umhverfið í Kerlingarfjöllum upp á spennandi útivist fyrir hópefli og hvataferðir, félagasamtök, vinahópa og vinnustaði.

Hildarsel - Ferðafélag Skagfirðinga

550 Sauðárkrókur ,

Staður og leiðarlýsing:
Hildarsel, byggður 1990, er í um 340 m.y.s., austan Jökulsár í Austurdal í Skagafirði, 8 km þægilega gönguleið fyrir framan kirkjustaðinn og eyðibýlið Ábæ.  Ábæjará og Tinná eru með göngubrúm en annars aðeins smálækir á leiðinni.  Fært á fjallareiðhjóli og skemmtileg reiðleið.  Frá Hildarseli eru um 5 km fram í Fögruhlíð einstaka náttúruperlu með birkiskógi í 350-500 m.y.s. þar sem hæstu trén eru um 7 m á hæð. Gömul „kaupstaðar“- og gönguleið liggur um Nýjabæjarfjall að Villingadal í Eyjafirði.   Um Varmahlíð veg 752 og 758 að Ábæ eru um 50 km. Ath. Ekki er fært fyrir litla/lága fólksbíla frá Monikubrú að Ábæ.

Meðeigendur FFS eru upprekstrarfélag Akrahrepps og landeigendur og eigendur að hestaaðstöðu.

Aðstaða:
16 manns í kojum 20 á svefnlofti – Gönguskáli – Vatn í læk/krana 50 m frá skála. Raflýsing, hesthús og hestahólf 80 m frá skála.  Skálinn er ekki læstur.

Staðsetning:

GPS: N65°15,330 W18°43,910 

Austurdalur.  Kamar.

Landmannalaugar - Ferðafélag Íslands

Mörkin 6, 108 Reykjavík ,

Í Landmannalaugum, við annan enda Laugavegarins, stendur rúmgóður skáli. Þar er gistirými fyrir 78 manns. 

Skáli Ferðafélags Íslands í Landmannalaugum er stór og rúmgóður og þar geta 78 manns sofið. Skálinn er á tveimur hæðum. Á neðri hæðinni er anddyri, stórt eldhús þar sem hægt er að setjast niður og borða og stór svefnskáli með kojum. Á efri hæðinni eru þrjú svefnloft með samliggjandi rúmbálkum og eitt lítið herbergi með kojum. Í skálanum er góð eldunaraðstaða með gasi, mataráhöldum, borðbúnaði og köldu og heitu rennandi vatni. Stórt kolagrill er úti á palli. 

Skálinn tengist salernishúsi með góðum trépalli. Salernishúsið er stórt og þjónar ekki bara skála- og tjaldgestum svæðisins, heldur líka þeim fjölmörgu daggestum sem heimsækja Landmannalaugar. Sturtur eru í salernishúsinu.  

Gestir í Landmannalaugum fara ýmist í dagsgöngur eða ganga Laugaveginn. Vinsælar dagsgöngur eru til dæmis ganga um Laugahraun og á Brennisteinsöldu, á Bláhnúk og ganga um Suðurnámur. Fjöldi annara gönguleiða er á svæðinu, gott er að spyrja starfsfólk um ástand gönguleia hverju sinni. 

Hvítárnes - Ferðafélag Íslands

Mörkin 6, 108 Reykjavík,

Á bakka Tjarnár Í Hvítárnesi stendur sæluhús, þar er gistirými fyrir 30 manns. 

Sæluhúsið í Hvítárnesi er elsti skáli Ferðafélags Íslands. Húsið er reist 1930 og er byggingin friðuð. Skálinn er á tveimur hæðum. Á neðri hæðinni er anddyri, lítið og þröngt eldhús og tvö herbergi með kojum. Á efri hæðinni er svefnloft með dýnum á gólfinu og lítið herbergi með dýnum.Í eldhúsinu er rennandi vatn, gashellur og eldhúsáhöld.  

Salernishús er spölkorn frá skálanum en engar sturtur. Tjaldað er á grasbala við salernishúsið. 

Skálinn er við annan enda gönguleiðarinnar um Kjalveg hinn forna. 

Hólaskjól Hálendismiðstöð

Flaga, 881 Kirkjubæjarklaustur

Frá þjóðvegi eru 35 km í Hólaskjól þar sem keyrt er á F vegi, engar óbrúaðar brýr eru á leiðinni og því hægt að komast á nánast hvaða bíl sem er yfir sumartímann ef farin er syðri leiðin.

Frá Hólaskjóli eru um 7 km inn í Eldgjá, en skömmu áður en þangað er komið, þarf að fara yfir á sem er óbrúuð. Hún er ekki fær nema bílum með drifi á öllum hjólum.

Hólaskjól er við Lambskarðshóla, upp við hrauntungu sem rann þegar Eldgjá gaus, árin 934-940. Þar er friðsælt og umhverfi fagurt. Einungis er 5 mínútna gangur upp á hrauntunguna að fallegum fossi í Syðri-Ófæru. Bændurnir vilja meina að hann beri ekkert nafn en ýmis nöfn hafa fest við hann, til dæmis Silfurfoss eða Litli Gullfoss.

Í Hólaskjóli er svefnpokapláss fyrir 61 gest í tveggja hæða skála. Á tjaldsvæðinu eru borð og bekkir til að matast við, salernisaðstaða og sturtur. Einnig eru fjögur smáhýsi sem leigð eru bæði með og án sængurfata.

Landmannalaugar og Langisjór eru í klukkutíma fjarlægð frá Hólaskjóli, þar eru margar óbrúaðar brýr og því þarf að vera á bílum með drifi á öllum hjólum.

Hestahópar eru velkomnir til okkar, góð aðstaða og heysala er á staðnum.

  • Svefnpokagisting í skála fyrir 61 mans
  • Smáhýsi með WC og eldunaraðstöðu, kojur fyrir fjóra
  • Tjaldstæði með salerni og sturtu
  • Hús við Langasjó með veiðileyfi (veiðihúsið við Langasjó stendur á nesi syðst við Langasjó):
    • Svefnpokagisting, kojur fyrir fjóra og svefnsófi fyrir tvo
    • Veiðileyfi í Langasjó

Gps hnit: 64° 7,144'N, 18° 25,689'W (ISN93: 527.862, 401.918)

Hægt er að bóka hér

Dreki - Ferðafél. Akureyrar/FÍ

Strandgata 23, 600 Akureyri ,

Við Drekagil á Ferðafélag Akureyrar fjögur hús, gistirými fyrir 55 manns, 40 í skálanum Öskju og 15 í Dreka. Í skálunum er olíuupphitun, gashellur og eldhúsáhöld. Við skálana er góð hreinlætisaðstaða og sturtur í sér snyrtihúsi. Tjaldsvæði er hjá skálunum. Sumarið 2023 tók félagið í notkun nýtt þjónustuhús fyrir þá sem fara um svæðið og gista á tjaldsvæðinu, þar verður veitingasala þannig að hægt verður að kaupa einhverja nauðsynjavöru, fá sér kaffi, vöfflur og jafnvel súpu.

Skálaverðir eru í skálunum frá lokum júní fram í september. Fyrirspurn um gistingu er hægt að senda á heimasíðu FFA  

Merkt Gönguleið er frá Dreka í Öskju. Dreki er í gönguleiðinni Öskjuvegurinn á milli Bræðrafalls og  Dyngjufells. Frá Dreka má aka til austurs að Herðubreiðarlindum og í Kverkfjöll eða til suðurs á Gæsavatnaleið og Dyngjufjalladals.

GPS: N65°02,52 W16°35,72
Austan Dyngjufjalla. olíueldavél, áhöld, vatn, wc, sturta.

Álftavötn - Ferðafélagið Útivist

Office: Laugavegur 178, 105 Reykjavík,

GPS: N 63°40,559 / V 19°29,014 
Í Lambaskarðshólum á Skaftártunguafrétt - Gistirými fyrir 20 manns, WC.

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs

Tjarnarás 8, 700 Egilsstaðir

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs var stofnað árið 1969 og er deild í Ferðafélagi Íslands. Félagið skipuleggur á hverju ári gönguferðir á mismunandi erfiðleikastigi og birtist áætlun yfir þær í ferðaáætlun Ferðafélags Íslands og á heimasíðunni www.ferdaf.is. Eins stendur ferðafélagið fyrir gönguferðum annan hvern sunnudag allan ársins hring.

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs á og rekur sex gönguskála. Þrír þeirra eru á Víknaslóðum við Borgarfjörð eystri; Í Breiðuvík, Húsavík og Loðmundarfirði. Tveir eru við gönguleiðina á Lónsöræfum; Geldingafell og Egilssel við Kollumúlavatn og einnig á Ferðafélag Fljótsdalshéraðs ásamt Ferðafélagi Húsavíkur, Sigurðarskála.

Hrafntinnusker - Ferðafélag Íslands

Mörkin 6, 108 Reykjavík,

Í Hrafntinnuskeri á gönguleiðinni um Laugaveginn stendur Höskuldsskáli, þar er gistirými fyrir 52 manns. 

Skálinn stendur á tveimur hæðum. Á neðri hæð hússins er anddyri, tveir svefnsalir með kojum, langborðum og stólum og eldhús með rennandi köldu vatni, gashellum og öllum eldhúsáhöldum. Á efri hæðinni er eitt herbergi og tveir svefnsalir þar sem sofið er á dýnum á gólfinu. Kolagrill er úti á palli. Sérstakur skálavarðaskáli stendur skammt vestan við húsið. 

Kamaraðstaða með vöskum er sambyggð húsinu en þó er ekki innangengt úr skálanum á kamarinn. Stór og rúmgóður trépallur liggur allt í kringum húsið og tengir skálann og kamarinn. Engin sturta er á svæðinu. Annar lítill kamar er staðsettur á tjaldsvæðinu skammt fyrir neðan skálann auk þess sem reist hefur verið skýli fyrir tjaldgesti. Tjaldað er á grjótmel. 

Flestir gestir skálans ganga Laugaveginn, en auk þess er á svæðinu skemmtileg gönguleið á Söðul. Þegar vel viðrar er krefjandi en skemmtilegt að ganga á Háskerðing, þaðan er stórbrotið útsýni á góðum dögum. 

Mosar-Reykjaheiði Ferðafélag Svarfdæla

Brimnes, 620 Dalvík

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Árbúðir

Myrkholti, Bláskógabyggð 801 Selfoss ,

Gisting fyrir 30 manns

Árbúðir eru skáli við Kjalveg.

Húsið í Árbúðum rúmar 30 manns til gistingar. Þar er góð aðstaða til matseldar, vatnssalerni og sturta. Í Árbúðum er öll aðstaða fyrir hross, hestagerði, heysala og stórt hesthús.

Árbúðir standa við Svartártorfur á bökkum Svartár. Sauðfé á þar sumarhaga og friðsælt er að fá sér göngu með Svartánni. Frá Árbúðum er stutt í Hvítárnes, sem er náttúruperla og sögustaður.

Sjá meira hér 

Skiptabakki - 4x4 Skagafjarðardeild

Skiptabakki,

Skiptabakki er á Goðdalafjalli, Hofsafrétt norðan Hofsjökuls. Gistirými er fyrir 20 manns í kojum og um það bil 10 geta gist á lausum dýnum á svefnlofti.

Strútur - Ferðafélagið Útivist

Office: Laugavegur 178, 105 Reykjavík ,

GPS: N63°50,330 W18°58,477 
Norðvestur af Strút á Mælifellssandi.  Wc.  

Tjaldsvæðið er við skála Útivistar við fjallið Strút á Mælifellssandi.  Við tjaldsvæðið Strút er ákjósanlegur áningarstaður á milli Álftavatna í austri og Hvanngils eða Emstra í vestri. Hægt er að velja um fjölda áhugaverðra gönguleiða í nágrenni skálans. Göngukort er til sölu á skrifstofu Útivistar eða hjá skálaverði, sem er á staðnum frá byrjun júlí og fram í miðjan ágúst.  Bílvegur liggur að skálanum frá Mælifellssandi. Sé komið Fjallabaksleið syðri (F210) að vestan er beygt til norðurs á vegamótum þar sem er  GPS-hnit N63°48.023 / V18°57.351. Einnig er hægt að aka Öldufellsleið (F232) að austan og beygt er til norðurs á sömu vegamótum.

Skálavörður er í Strút á annatíma á sumrin.


Blágil - Skaftárhreppur

Blágil,

Tjaldsvæðið í Blágiljum er um 10 km sunnan við Laka, frábærlega staðsett á grasbala undir brún Skaftáreldahrauns.  

Til að komast að Blágiljum þarf að keyra Lakaveg (F206) þar sem eru nokkrar óbrúaðar ár og er því aðeins fært þangað á góðum jeppum. 

Við tjaldsvæðið er fjallakáli með svefnpokaplássi fyrir 16 manns og eldhúsaðstöðu, salerni og sturtu. 

Kalt vatn er á tjaldsvæðinu og nota tjaldgestir vatnsalerni í skálanum og er hægt að elda og matast í skálanum ef pláss leyfir en borga þarf fyrir það sértaklega (500 kr á mann). Tjaldgestir geta einnig notað sturtuaðstöðuna í skálanum. 

Nánari upplýsingar og bókanir fyrir Blágiljaskála eru á Gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Kirkjubæjarklaustri, sími 4874620 og/eða klaustur@vjp.is  

Lambi - Ferðafél. Akureyrar/FÍ

Strandgata 23, 600 Akureyri

Lambi stendur í Glerárdal suðvestan Akureyrar, byggður 2014. Frá vegi að skálanum er stikuð gönguleið, 10-11 km. Gistirými er fyrir 16 manns.

Olíukabyssa og áhöld eru í skálanum. Lækur skammt sunnan skálans. Fjölbreyttar gönguleiðir frá skálanum um fjöll og dali á Glerárdalssvæðinu.  

Forstofa er opin en innriskáli er læstur svo panta þarf gistingu á skrifstofu FFA, ffa@ffa.is eða í síma 462 2720.

GPS: N65°34,88 W18°17,77  

Landmannahellir

Landmannahelli, 851 Hella, 851 Hella

Friðsæll áningastaður í "Friðlandi að fjallabaki" til lengri eða skemmri dvalar. Hentar sérlega vel fyrir fjölskyldur, starfsmannahópa og reyndar hvern sem vill njóta kyrrðar og dulúðar fjallanna.  Margt athyglisverðra staða er í nágrenninu, t.d. Hekla, Valagjá, Landmannalaugar og Íshellar í Reykjadölum svo eitthvað sé nefnt. Gps hnit fyrir Landmannhelli eru N 64 03 V 19 14.
Búið er stika gönguleiðina  Rjúpnavellir - Áfangagil - Landmannahellir - Landmannalaugar (Hellismannaleið) og fylgir hér með leiðarlýsing í pdf skjali. 

Landmannahellir er í alfaraleið þeirra sem fara ríðandi um hálendið, enda góð aðstaða þar fyrir hesta og ferðafólk. Fyrir hrossin eru þrjú stór gerði, 40 hesta hús og hey.
Svefnpokagisting er í 9 húsum fyrir samtals 100 gesti í einbreiðum og tvíbreiðum kojum. Húsin eru upphituð, með rennandi vatni, eldunaraðstöðu og wc. 

Einnig er við Landmannahelli svæði fyrir tjöld, fellihýsi og húsbíla, smáhýsi með hreinlætisaðstöðu, útigrill og veiðileyfasala.

Tjaldsvæðið í Landmannahelli er á grasflöt við skálabyggðina í Landmannahelli á bökkum Helliskvíslar. Svæðið rúmar allt að 50 tjöld. Hægt er að kaupa veiðileyfli í Landmannahelli í vötn sunnan Tungnaár. Einnig er hægt að panta innigistingu í átta skálum við Landmannahelli.

Á tjaldsvæðinu er vatnsalerni, útigrill og sturta. Þá geta tjaldgestir farið inn í gamalt hlaðið gagnamannahús og borðað eða tekið lagið!

Verð 2024
Gisting í svefnpokagistingu á mann: 7.900 kr
Gisting í svefnpokagistingu, 7-15 ára: 3.950 kr
Gisting í svefnpokagistingu, 6 ára og yngri: Frítt
Verð fyrir fullorðna á tjaldsvæði: 2.000 kr. Frítt fyrir 12 ára og yngri
Sturta: 700 kr

Ferðaþjónustan er opin frá miðjum júní til 16. september.

Básar í Þórsmörk - Ferðafélagið Útivist

Office: Laugavegur 178, 105 Reykjavík,

GPS: N 63°40,559 / V 19°29,014 
Básar á Goðalandi eru höfuðvígi Útivistar og segja má að þar slái hjarta félagsins. Gönguleiðir við allra hæfi er að finna í nágrenni Bása; Básahringinn, Réttarfell, Bólfell, Útigönguhöfða og Hvannárgil. 

Í Goðalandi er wc, grillaðstaða, tjaldsvæði og skálagisting.

Skálavörður er frá 1. maí fram í október. Símanúmer skálavarðar er 893-2910.

Grímsfjall - Jöklarannsóknafélag Íslands

125 Reykjavík,

Grímsfjall I (1957) 6 manna skáli, jarðhitaorkuver, mælitæki

Grímsfjall II (1987) 24 manna skáli

Grímsfjall III (1994) salerni, gufubað, sturta, eldsneytisgeymsla, rafstöð
1722 m 

GPS: N64°24,410 W17°15,966

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs - Egilssel v/Kollumúlavatn

Egilssel,

Gistirými: 20 svefnpokapláss

. Sími: Enginn
. GPS: N64°36.680 - W15°08.780
. Annað: Timburkamína til upphitunar. Gashellur til eldunar. Kamar. Tjaldstæði.

Ath. skálinn er læstur allt árið.
Þar er lyklabox
Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu
Ferðafélags Fljótsdalshéraðs til að fá númer
sími: 863-5813

Fjallaskálinn Hólaskógi

Hólaskógi 1 - v/veg 32, 804 Selfoss

Hólaskógur er áfangastaður fyrir stærri hópa, gönguhópa, hestaferða-hópa eða aðra ferðalanga. Svefnpokapláss fyrir alls 40 manns í skálanum, um 20-24 á hvorri hæð. Tvö fullbúin eldhús eru í húsinu eitt á hvorri hæð, ásamt salernisaðstöðu. Aðstaða fyrir hross og heysala er á staðnum.

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs - Húsavík

Víknaslóðir, 720 Borgarfjörður eystri

Upplýsingar um svæðið er að finna á heimasíðu ferðamálahóps Borgarfjarðar

. Gistirými: 33 svefnpokapláss
. Sími: Enginn
. GPS: N65°23.68-W13°44.42
. Annað: Timburkamína til upphitunar. Gashellur til eldunar. Vatnssalerni. Sturta. Tjaldstæði, kolagrill en ekki kol.
. Arh: Skálinn er læstur á veturna, en sjálfboðaliðar vinna við gæslu á sumrin 

Leirás - Ferðafél. Djúpavogs/FÍ

Bakka 1, 765 Djúpivogur

Litli Skáli Myrkholti

Myrkholt, 801 Selfoss

Gisting fyrir 8 manns

Á Myrkholti erum við með tvö hús annað er 70 m2.

Þar eru 3 svefnherbergi. Eitt með tvíbreyðu rúmi og tvö herbergi 3 manna.

Það er hægt að leigja þetta hús með eða án sængurfatnaðar. Rúmgott baðherbergi og eldhús og borðstofa.

WI-FI er í húsinu. Útsýni úr húsinu er yfir hverasvæðið á Geysi og sést vel þegar Strokkur gýs.

Sjá meira hér 

Bræðrafell - Ferðafél. Akureyrar/FÍ

Strandgata 23, 600 Akureyri,

Skáli Ferðafélags Akureyrar Bræðrafell stendur suðaustur frá samnefndu felli, við suðurrætur Kollóttudyngju. Skálinn var byggður 2016. Frá Herðubreiðarlindum er stikuð 17 km gönguleið. Frá uppgöngunni á Herðubreið er stikuð leið um 9-10 km löng að skálanum. Frá skálanum er stikuð leið suður í Dreka. Gistirými er fyrir 16 manns, svefnpokapláss á dýnum. Í skálanum eru eldhúsáhöld, kolaofn og gashella. Ekkert vatnsból, en regnvatni er safnað í brúsa.

Opið er frá byrjun júlí fram í miðjan ágúst. Ef veður leyfir er hægt að fá gistingu utan þess tíma en þá þarf að hafa samband við skrifstofu FFA.

GPS: N65°11,31 W16°32,29

Múlaskáli

Lónsöræfi, 780 Höfn í Hornafirði

Múlaskáli er staðsettur sunnan við Kollumúla í Lónsöræfum (64°33.200 - 15°09.077). Skálinn var byggður 1990 og í honum er svefnpláss fyrir 28 manns. Í skálanum eru á tvö 8 manna herbergi, skálavarðarherbergi, og eldhús á neðri hæð. Á efri hæð er svefnloft fyrir 12 manns. Í skálanum er gaseldavél, gasofn til upphitunar og öll nauðsynlegustu eldhúsáhöld. Þar er NMT sími og WHF talstöð. Ekki er GSM samband á þessu svæði. Við skálann er hreinlætishús með vatnssalernum, sturtu og vöskum.

Margar fjölbreyttar og skemmtilegar gönguleiðir eru í nágrenni Múlaskála. Skálinn er fjarri alfaraleið og þeir sem þar dvelja geta notið kyrrðar öræfanna fjarri öllu áreiti sem tilheyrir daglegu lífi nútímamannsins.

Jeppafær vegur liggur inn með Þórisdal í Lóni og yfir Skyndidalsá sem oft getur verið mjög varasöm. Þaðan er ekið inn Kjarrdalsheiði og inn á Illakamb þar sem vegurinn endar. Frá Illakambi er um 40 mín. gangur að skálanum.

Áfangi

Húnavatnshreppur, Húnavöllum, 541 Blönduós

Áfangi er gagnamannaskáli í eigu Húnavatnshrepps.
Á sumrin er rekin ferðaþjónusta sem tekur á móti ýmiskonar hópum s.s hestahópum og gönguhópum. 
Veitingasala er í Áfanga fyrir gesti og gangandi.

Í Áfanga er svefnpokapláss fyrir 32 manns í 8 fjögura mann herbergjum.  Svefnpláss á dýnum í setustofu.  Hægt að fá uppábúin rúm.

Eldhús og borðsalur eru til afnota fyrir næturgesti og hópa.  Aðkeyrsla og dyr beint inn í eldhúsið.
Veitingasala og verslun er í Áfanga.  Boðið er uppá morgunmat, hádegismat, kaffi og kvöldmat.  Súpa og brauðmeti er ávallt til en stærri máltíðir þarf að panta fyrirfram.  Bjór, gos og sælgæti er til sölu.

Í Áfanga er heitur pottur og góð sturtuaðstaða.  
Fátt er betra en hvíld í heitum potti eftir langan ferðadag.

GPS: N65°08,701 W19°44,148 
Aðstaða fyrir hesta, hesthús og hey.

Skælingar - Ferðafélagið Útivist

Office: Laugavegur 178, 105 Reykjavík ,

GPS: N 63°58,849 / V 18°31,319
Við Eldgjá.  Ekki eldhús, WC.

Baldvinsskáli, Fimmvörðuháls - Ferðafélag Íslands

Mörkin 6, 108 Reykjavík, 861 Hvolsvöllur

Við gönguleiðina um Fimmvörðuháls stendur Baldvinsskáli, þar er gistirými fyrir 16 manns. 

Baldvinsskáli er A laga sæluhús. Gengið er inn í anddyri og þaðan inn í lítinn matsal/eldhús. Á efri hæð hússins er svefnloft þar sem 16 manns geta sofið. 

Einfaldur kamar stendur skammt frá skálanum.  Ekkert rennandi vatn er á svæðinu, hvorki við kamarinn né inni í skálanum.  

Flestir gestir skálans ganga Fimmvörðuháls. Þar er veðrið oft óútreiknanlegt og því þörf á skjólhúsi á leiðinni. 

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs - Breiðuvíkurskáli

Víknaslóðir, 720 Borgarfjörður eystri

Upplýsingar um svæðið er að finna á heimasíðu ferðamálahóps Borgarfjarðar

. Gistirými: 33 svefnpokapláss
. Sími: Enginn
. GPS: N65°27.830-W13.40.286
. Annað: Timburkamína til upphitunar. Gashellur til eldunar. Vatnssalerni. Sturta. Tjaldstæði, kolagrill en ekki kol.
. Ath: Skálinn er læstur á veturna en sjálfboðaliðar vinna við gæslu á sumrin.    

Ingólfsskáli - Ferðafélag Skagfirðinga

550 Sauðárkrókur ,

Ingólfsskáli, byggður 1978, stendur norðan Hofsjökuls í Lambahrauni skammt fyrir vestan Ásbjarnarvötn í um 800 m.y.s.  Upp úr Skagafirði er ekið veg F72 úr Vesturdal um Giljamúla við Þorljótsstaði. Úr Eyjafirði og af Sprengisandi er komið um Laugarfell. Athuga skal að ekki er fært vestur á Kjalveg nema við sérstakar aðstæður, vel kunnugum á öflugum jeppum. Frá Varmahlíð er ekið um veg 752 og F72 Sprengisandsleið.  Ruddur fjallvegur með óbrúuðum lækjum, fær jeppum og vel búnum bifreiðum.

Aðstaða:
10 manns í kojum og 11+7 á svefnbálki á svefnlofti – Hálendisskáli – Raflýsing frá sólarrafhlöðum.  Skálinn er læstur, hafa þarf samband til að fá aðgang að skálanum.



GPS: N65°00,470 W18°53,790
Norðan Hofsjökuls við Lambahraun.  Ekki vatnsból, kamar

Gíslaskáli

Svartárbotnum, 801 Selfoss

Gíslaskáli rúmar 45-50 manns til gistingar í sex herbergjum. Aðstaða til matseldar er mjög góð. Húsið hefur bjarta og rúmgóða borðstofu, tvær setustofur, vatnssalerni og sturtu. Rafstöð er á staðnum og skálinn er allur rafvæddur, með ljósum og kyndingu.

Í Svartárbotnum er öll aðstaða fyrir hross, hestagerði, heysala og stórt hesthús með góðri reiðtygjageymslu.

Gíslaskáli er í einstaklega fallegu, ósnortnu umhverfi í jaðri Kjalhrauns. Þar eru upptök Svartár, sem er kristaltær bergvatnsá. Henni má fylgja allt niður í Árbúðir, hvort sem er gangandi eða ríðandi. Fjallið Kjalfell er í göngufæri frá Svartárbotnum en það stendur í miðju Kjalhrauni og er náttúruperla.

Í Kjalhrauni eru slóðir Reynistaðabræðra. Frá Gíslaskála er stutt í Gránunes og gömlu vörðuðu leiðina að Beinhól og Grettishelli má ganga á einum degi fram og til baka. Nokkuð austan við Svartárbotna rennur Jökulfallið í miklum gljúfrum. Þar er merkt gönguleið.

Fyrir þá sem eru á bíl er stutt að Hveravöllum og í Kerlingarfjöll.

Gíslaskáli býður fyrsta flokks aðstöðu fyrir ferðamenn á reginfjöllum. Tilvalinn dvalarstaður fyrir þá sem vilja njóta óspilltrar náttúru og öræfakyrrðar á hálendi Íslands.

Sjá meira hér 

Þorsteinsskáli - Ferðafél. Akureyrar/FÍ

Strandgata 23, 600 Akureyri,

Skáli Ferðafélags Akureyrar, Þorsteinsskáli er í Herðubreiðarlindum, um 4 km austan við þjóðarfjallið Herðubreið. Aka þarf yfir tvö vöð á leið úr Mývatnssveit í Herðubreiðarlindir, það stærra er yfir Lindaá sem rennur um Herðubreiðarlindir og krefst sérstakrar varúðar. Milli Herðubreiðarlinda og Drekagils er um 30 km akstursfjarlægð. Gistirými er fyrir 25 manns, svefnpokapláss á dýnum. Í eldhúsi eru áhöld, gashella og Sóló eldavél tengd við miðstöð. Snyrtihús er við skálann. 

Gott tjaldsvæði er í Herðubreiðarlindum, snyrtiaðstaða með sturtu.  

Skálavarsla/tjaldvarsla er frá miðjum júní fram í miðjan ágúst. Fyrirspurn um gistingu er hægt að senda á heimasíðu FFA  

GPS: N65°11,56 W16°13,39 

Þverbrekknamúli - Ferðafélag Íslands

Mörkin 6, 108 Reykjavík ,

Sæluhúsið í Þverbrekknamúla er hlýlegur skáli þar sem gistirými er fyrir 20 manns. 

Gengið er inn í anddyri og þaðan inn í opið rými sem hýsir bæði svefnaðstöðuna og eldhúsið. Þar eru 10 tvíbreiðar kojur en langborð og stólar eru í miðju rýmisins. Í eldhúsinu er rennandi vatn sem pumpað er í vaskinn úr tanki við húsið, gashellur og ágætt úrval eldhúsáhalda.  

Salernishús er rétt hjá og vetrarkamar uppi í hlíðinni fyrir aftan skálann. 

Margir gestir skálans eru á göngu um Kjalveg hinn forna. Þaðan er einnig hægt að ganga á Hrútfell. 

Breiðá - Jöklarannsóknafélag Íslands

125 Reykjavík,

Jöklarannsóknafélag Íslands var stofnað í nóvember 1950. Markmið þess er rannsóknir á jöklum og næsta nágrenni þeirra, eða eins og segir í 2.grein laga þess: “Markmið félagsins er að stuðla að jöklarannsóknum og ferðalögum á jöklum landsins, gefa út tímaritið Jökul, ásamt fréttabréfi og gangast fyrir fræðandi fyrirlestrum og myndasýningum”. Starf félagsins byggist á sjálfboðavinnu og hefur því tekist að virkja fjölmennan hóp áhugafólks. Sú samvinna vísindamanna og sjálfboðaliða sem er grundvöllur félagsins hefur skilað miklum árangri og eflt jöklarannsóknir hér á landi. Félagar í Jöklarannsóknafélaginu eru rúmlega 500.

GPS: N64°2,328 W16°18,514 
Á Breiðamerkursandi. Braggi og bílageymsla, byggt 1951.