Fara í efni

Árbúðir

Gisting fyrir 30 manns

Árbúðir eru skáli við Kjalveg.

Húsið í Árbúðum rúmar 30 manns til gistingar. Þar er góð aðstaða til matseldar, vatnssalerni og sturta. Í Árbúðum er öll aðstaða fyrir hross, hestagerði, heysala og stórt hesthús.

Árbúðir standa við Svartártorfur á bökkum Svartár. Sauðfé á þar sumarhaga og friðsælt er að fá sér göngu með Svartánni. Frá Árbúðum er stutt í Hvítárnes, sem er náttúruperla og sögustaður.

Sjá meira hér 

Hvað er í boði