Fara í efni

Ljósmyndaferðir

77 niðurstöður

Amazing Iceland travel ehf.

Melgerði 36, 200 Kópavogur

Amazing Iceland er lítið fjölskyldu fyrirtæki með stórt hjarta og leyfisveitingar á hreinu. Við erum með gott tengslanet sem gerir okkur kleyft að bjóða upp á alskonar ferðir í því himnaríki sem Íslandi er.

Við getum sniðið ferðir að þínum þörfum hvort sem er ljósmynda eða gönguferðir eða fjallaklifur og jökla ferðir. Þín ósk er okkar ánægja. Minni hópar eru okkur hjartfólgnir þar sem við getum á þann hátt veitt betri og nánari þjónustu en ella. Hópar frá 1 - 6 persónum finnst okkur skemmtilegastir en við getum einnig tekið við stærri hópum.

Afslappað andrúmsloft, hvort sem er í dags eða ævintýraferðum er okkur hjartans mál þar sem þín upplifun er okkar megin markmið og að tryggja að þú getir notið landsins og þess sem það hefur uppá að bjóða.

Láttu okkur um að aka þér um landið, kynna þig fyrir landinu með okkar sérsniðnu persónulegu þjónustu meðan þú slakar á og nýtur þess sem er í boði.

Leiðsögumenn okkar geta boðið upp á:

  • Jarðsögulega ferðamennsku
  • Sögu forfeðra okkar og landnáms
  • Ljósmyndaferðir
  • Jökla og klifur ferðir
  • Fjalla og gönguferðir
  • Fjallahjólamennsku eða mótorhjólaferðir
  • Kayak ferðir
  • eða einfalda gönguferð um borg og bæi

Hvað svo sem er á óskalista þínum getum við aðstoðað þig með að strika út.

Leyfi:

  • Rekstrarleyfi fyrir bíla
  • Jeppi– með leyfi fyrir 8 farþega
  • Rútur fyrir 9 farþega eða fleiri
  • Ferðaþjónustu leyfi
  • Jöklaferða leyfi
  • Wilderness first responder (skyndihjálp í óbygðum)

Þröstur Unnar Guðlaugsson

Espigerði 18, 108 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Volcano Air ehf.

, 101 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Pristine Iceland

Hvaleyrarbraut 24, 220 Hafnarfjörður

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Iceland Photo Guide

Vesturgata 37, 101 Reykjavík

Christopher Lund býður upp á leiðsögn og sérsniðnar ljósmyndaferðir fyrir ljósmyndara sem heimsækja Ísland og vilja fá sem mest út úr dvöl sinni.

Sérferðir með ljósmyndara (einstaklinga og hópa) - áhersla á ljósmyndaferðir eingöngu.
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Explographe

Hjallavegur 2, 425 Flateyri

Explographe skipuleggur smáhópaferðir fyrir náttúruljósmyndun. Við erum sérfræðingar á Íslandi, með sérstaka áherslu á sérstætt villt dýralífið þess. Leyfðu okkur að leiða þig að ósviknum augnablikum, langt í burtu frá fjölmennustu ferðamannastöðum, og alltaf með algjörri virðingu fyrir náttúrulegu umhverfi okkar. 

Atlantsflug - Flightseeing.is

Skaftafell terminal - Flugvallarvegur 5, 785 Öræfi

Atlantsflug býður uppá útsýnisflug í flugvélum eða þyrlum allt árið um kring frá flugvelli okkar í Skaftafelli ásamt því að taka að sé fjölbreytt sérverkefni um allt land. Flugfloti okkar hefur verið sérstaklega valinn til þess að sinna útsýnisflugi þar sem allir farþegar njóta besta útsýnis sem völ er á.

Atlantsflug hefur boðið uppá útsýnisflug frá árinu 2004 og byggir því fyrirtækið á traustum grunni og mikilli sérþekkingu á okkar sviði, sem tryggir viðskiptavinum okkar hámarks upplifun, þjónustu og öryggi. Árið 2018 hlaut félagið Luxury Travel Guide‘s Lifestyle Award sem Ferðasali Ársins á Íslandi 2018/2019.

Við bjóðum upp á persónulega þjónstu, sem hentar sérstaklega vel fyrir smærri hópa. Yfir vetrartímann bjóðum við uppá samsetta íshella og þyrluferð frá Skaftafelli.

Ásamt því að bjóða uppá útsýnisflug hefur félagið mikla reynslu af einkaflugum og hvers kyns leiguflugum fyrir einstaklinga og/eða hópa. Vélar okkar eru einnig útbúnar opnanlegum gluggum sem henta einstaklega vel í ljósmyndaflug.

Hikið ekki við að hafa samband fyrir frekari upplýsingar

Ice Pic Journeys

Jökulsárlón, 781 Höfn í Hornafirði

Frekari upplýsingar á vefsíðu Ice pic journeys   

Wild Westfjords

Pollgata 2, 400 Ísafjörður

Við bjóðum uppá sérsniðnar pakkaferðir á Vestfjörðum.

Einnig þá bjóðum við gott úrval af dagsferðum fyrir ferðamenn á Vestfjarðaleiðinni sem og skemmtiferðaskipafarþega.

Different Iceland ehf.

Lindarberg 56A, 221 Hafnarfjörður

Different Iceland er ferðaþjónustufyrirtæki sem býður upp á fjölbreytt úrval dagsferða frá Reykjavík undir leiðsögn reynslumikilla fararstjóra.

Markmið Different Iceland er að veita fjölbreytta og persónulega þjónustu í hæsta gæðaflokki með áherslu á lúxusferðir.

Different Iceland er með einkaleiðsögn fyrir litla sem stóra hópa er í boði allt árið. 

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Geo Travel

Geiteyjarströnd 1, 660 Mývatn

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Ingib.thor Photography Travel Tours

Svölutjörn 11, 260 Reykjanesbær

Super Jeep Experience

Fururhlíð 7, 221 Hafnarfjörður

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Imagetours.is

Skeggjagata 8, 105 Reykjavík

Arctic Shots

, 220 Hafnarfjörður

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Vakinn

Stepman.is

Dynjandi, 781 Höfn í Hornafirði

Stepman.is er hornfirsk ævintýra og afþreyinga fyrirtæki sem leggur áherslu á vistvæna ferðamennsku í einstakri náttúru Suðausturlands. Stepman.is býður uppá stórskemmtilegt úrval af einkaferðum og persónulega þjónustu fyrir einstaklinga og litla hópa. 

Í boði eru ísklifur, fjallgöngur og jöklagöngur, ljósmyndaferðir, jeppaferðir, og íshellaferðir til að nefna það helsta. Gæði og öryggi eru alltaf í fyrsta sæti!

Fyrir frekari upplýsingar má senda tölvupóst á step@stepman.is eða skoða heimasíðunna www.stepman.is .

Landscape Photography iceland

Fossheiði 1, 800 Selfoss

Ljósmyndaferðir með litla hópa, 3-4 einstaklinga í hvert sinn. Einstaklingsmiðuð kennsla, fallegir ljósmyndastaðir og akstur í 4x4 jeppa. Hentar bæði byrjendum og lengra komnum.

Local Guide - of Vatnajökull

Hofsnes, 785 Öræfi

Jöklaferðir í ríki Vatnajökuls

www.localguide.is
info@localguide.is
sími: 8941317

Um:
Local Guide of Vatnajökull er lítið fjölskyldufyrirtæki á Suðausturlandi og hefur verið starfrækt frá árinu 1991. Rætur fyrirtækisins liggja í Öræfum og hafa fimm kynslóðir fjölskyldunnar farið í leiðangra um jökulinn og fyrirtækið er nú í eigu þriðju kynslóðar.

Local Guide býr yfir mikilli þekkingu um allt Vatnajökulssvæðið. Sérhæfing okkar eru íshellaferðir á veturna og ísgönguferðir á sumrin. Við tökum einnig að okkur sérferðir fyrir hópa og fjölskyldur, tindaleiðangra, ljósmyndaferðir, gönguferðir, jeppaskutl og trúss; á Vatnajökli og sem dæmi í umhverfi Skaftafells, Núpstaðarskógs og Lakagíga.

Ekki hika við að setja þig í samband við okkur og við munum með ánægju sýna þér þessa mikla náttúruperlu sem Vatnajökulsþjóðgarður býður uppá. 

Opnunartími:
Jökla-, ísgöngu- og ísklifurferðir: allt árið
Íshellaferðir: október - april
Gönguferðir og klettaklifurnámskeið: á sumrin

Við sjáum einnig um jeppaskutl og trúss um allt Vatnajökulssvæðið. 

EV Travel

Ásholt 40, 105 Reykjavík

Eastfjords Adventures

Strandarvegur 27, 710 Seyðisfjörður

Eastfjords Adventures er ferðaþjónustufyrirtæki með aðsetur á Seyðisfirði. Við bjóðum upp á fjölbreyttar ferðir á svæðinu. Við trúum því að ævintýrin snúist ekki bara um adrenalín; Þau snúast um að uppgötva kjarna hvers staðar, upplifa umhverfið og kynnast sögunni. Við leggjum okkur fram um að veita meira en leiðsögn; Við viljum skapa minningar og mynda djúp tengsl milli þín og náttúrunnar.

Við bjóðum upp á

  • Gönguferðir og snjóþrúgugöngur
  • Kayak ferðir á firðinum
  • Rafmagnshjólaferðir
  • jeppaferðir
  • Sérsniðnar ferðir byggðar á þínum óskum

Þú finnur nánari upplýsingar um okkur og framboð ferða á vefnum okkar

Imagine Iceland

Hringbraut 119, 101 Reykjavík

The Laid-Back Company

Gíslholt, 851 Hella

Kent Lárus Björnsson

Baldursgata 36, 101 Reykjavík

Kent Lárus er kanadískur að uppruna en íslenskur í báðar ættir,
stoltur Vestur-Íslendingur með íslenskt ríkisfang síðan 2008.
Hann er menntaður leiðsögumaður og hefur farið með hópa
vítt og breytt um landið síðastliðin ár.
Kent hefur margra ára reynslu í að skipuleggja hópferðir út
fyrir landsteinana, einkum til Norður Ameríku og hefur hann
farið með fjölda kóra og hópa af ýmsum stærðum og gerðum
á Íslendingaslóðir í Vesturheimi.

Glacier and Volcano expeditions

Malarás, 785 Öræfi

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Exploring Iceland

Fálkastígur 2, 225 Garðabær

Exploring Iceland er ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í  rútu- og gönguferðum fyrir hópa.

Einnig bjóðum við uppá margskonar hestaferðir fyrir hópa og einstaklinga og erum með ýmsar nýjungar s.s. lúxushestarferðir með hótel gistingu, reiðkennsluferðir, heimsókn á hestabúgarða, dvöl á hestabúgörðum, vetrarferðir og ýmislegt fleira.

Olgeir Andrésson

Skógarbraut 1105, 260 Reykjanesbær

Ljósmyndaferðir.  Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Sýsli Travel

Skarðshlíð 11j, 603 Akureyri

Við erum lítið fyrirtæki sem starfar í ferðaþjónustu og ökukennslu á Norðurlandi. Höfuðstöðvar okkar eru á Akureyri. Við bjóðum uppá skipulagðar sem og sérhæfðar ferðir eftir þínum óskum.

Okkar markmið er að veita þér góða og persónulega þjónustu. Við viljum að farþegum okkar líði sem vel og hafi það á tilfinningunni að þeir séu gestir okkar; þess vegna sérhæfum við okkur í minni hópum. Hámarksfjöldi í hópnum sem þú munt ferðast í eru 19 farþegar. Með því móti mun starfsfólk okkar hafa nægan tíma til þess að svara öllum þeim spurningum sem þú kannt að hafa.

IcelandOnImage.com

Framnesvegur 44, 101 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana. 

TryIceland Tours ehf.

Þórufell 12, 111 Reykjavík

Different Iceland

Lindarberg 56A, 221 Hafnarfjörður
Different Iceland er ferðaþjónustufyrirtæki sem býður upp á fjölbreytt úrval dagsferða frá Reykjavík undir leiðsögn reynslumikilla fararstjóra. Markmið Different Iceland er að veita fjölbreytta og persónulega þjónustu í hæsta gæðaflokki með áherslu á lúxusferðir. Different Iceland er með einkaleiðsögn fyrir litla sem stóra hópa er í boði allt árið.

Always Iceland

-, 203 Kópavogur

Algengir áfangastaðir: 

Ferð:

Brottför:

Lengd:

Golden Circle Glacier

Allt árið

8-9 klst.

Hot Golden Circle Tour

Allt árið

8-9 klst.

South Coast and Þorsmork

Allt árið

8-9 klst.

Beautiful West and Glacier

Allt árið

8-9 klst.

Reykjanes and Blue Lagoon

Allt árið

5-6 klst.

Landmannalaugar - Hekla

Allt árið

10-11 klst.

Beautiful West and Ice Cave

Allt árið

8-9 klst.

Always Iceland býður upp á ferðir á breyttum jeppum og lúxus bílum á Íslandi. Við bjóðum uppá allar hefbundnar ferðir sem og hinar vinsælu hálendisferðir.  Við bjóðum upp á dagsferðir og afþreyingu fyrir einstaklinga, ferðir fyrir litla hópa og hvataferðir fyrir ferðamenn.  Persónuleg þjónusta. Bjóðum uppá úrval af afþreyingu samhliða okkar ferðum til dæmis vélsleðaferðum, ísklifri, köfun, hestaferðum, hellaskoðunum, fjórhjólaferðum o.fl.

Vinsamlegast hafði samband vegna ferða og bókana.


Look North Travel / Iceland photo tours / highlandguide.is

Karfavogur 22, 104 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Öræfaferðir

Ingólfshöfðabílastæði, 785 Öræfi

Öræfaferðir- Frá fjöru til fjalla er lítið ferðaþjónustufyrirtæki sem rekið er af fjölskyldunni á Hofsnesi í Öræfum. Eigendur fyrirtækisins eru Einar Rúnar Sigurðsson (fæddur og uppalinn í Öræfum) og eiginkona hans Matthildur Unnur Þorsteinsdóttir.

Eitt af einkennum Öræfaferða er að í fyrirtækinu starfar eingöngu fjölskyldan sjálf. Við erum virkilega stolt af héraðinu okkar og teljum það vera forréttindi að fá að kynna svæðið fyrir gestum okkar. Einar er eini starfandi fjallaleiðsögumaðurinn hjá Öræfaferðum frá hausti fram á vor, en á sumrin hjálpast fjölskyldan að við að sinna ferðaþjónustunni svo leiðsögumaðurinn í Ingólfshöfða er Einar, Matta konan hans, Ísak Einarsson eða Matthías Einarsson.

Öræfaferðir geta því boðið þér góða og persónulega þjónustu á íslensku.

Öræfaferðir bjóða uppá ýmsa afþreyingu við rætur Vatnajökuls, aðallega fyrir einstaklinga og litla hópa en við getum einnig farið með 100 manna ættarmót í Ingólfshöfðaferð ef því er að skipta.

Ferðir í boði á sumrin:

Ingólfshöfðaferð - Sögu og fuglaskoðun í Ingólfshöfðafriðland.

Við notum heykerru sem dregin er aftan í dráttarvél til að komast að höfðanum, og svo göngum við saman 2-3 km hring um friðlandið

Komdu með heimamönnum í ævintýraferð um einstaka náttúru Öræfa og heyrðu frásögur þeirra af svæðinu.

Heykerruferðin er skemmtileg fyrir alla og gefur ferðinni einstakan sjarma. Gangan upp sandölduna frá heykerrunni upp á höfðann tekur á, en er á flestra færi, en við mælum ekki með að fara í ferðina nema fyrir þá sem treysta sér í 1 1/2 klukkutíma rólega göngu, í hvaða veðri sem er.

Fyrir Íslendinga er best að skoða upplýsingarnar og bóka á íslensku síðunni, við erum yfirleitt með tilboð þar.

Daglegar brottfarir frá Maí - ágúst

LOKAÐ Á SUNNUDÖGUM

Lengd: 2 og 1/2 tími í allt

Verð: 10.000 kr. fullorðnir og 5000 kr. 6-12 ára (þessi ferð hentar ekki yngri börnum en 6 ára en við bjóðum einkaferð sem við köllum Coast Tour sem hægt væri að aðlaga fjölskyldu með yngri börn).

Frá fyrri hluta júní fram í byrjun ágúst bjóðum við Lunda Ljósmyndaferðir í Ingólfshöfða klukkan 5:55 að morgni.

Brottfarir einn til tvo daga í viku, sjá upplýsingar á www.puffintour.is

Við bjóðum einnig ferð sem við köllum Coast Tour, sem einkaferð. Þá ökum við í Land Rover Defender út á fjöruna sitthvorum megin við Ingólfshöfða. Til að komast þangað þurfum við að aka yfir vatnsföll, og svarta sanda. Hofsnes Leirur geta verið einn fallegasti staðurinn á jarðríki í réttum aðstæðum. Við förum þessa ferð allt árið, svo á veturna getur þetta verið frekar ævintýralegt ef aðstæður eru erfiðar.

Á haustin og veturna bjóðum við 5 tíma jöklakönnunar og íshellaferð sem við köllum Ice Tour. Þá ferð er hægt að bóka sem einkaferð, eða kaupa sér sæti í opna brottför, en hámarksfjöldinn er 6 manns í hverri ferð. Einnig erum við með einka Íshellaljósmyndaferðir fyrir 1-5 þáttakendur þar sem þyrla er notuð til að komast í íshella sem eru ekki aðgengilegir fjöldanum auk íshellanámskeiðs fyrir 1-2 þáttakendur.

Á vorin er svo besti tíminn fyrir fjallaskíðaferðir. Við bjóðum Snow Tour, fjallaskíðaferð/snjóbrettaferð á lægri tinda en Hvannadalshnúk, og Mountain Tour, fjallaskíðaferð/snjóbrettaferð á Hvannadalshnúk fyrir 2-6 þátttakendur í einkaferð.

Nánari upplýsingar um brottfarir og bókanir á heimasíðunni. www.FromCoastToMountains.is

DroneTrails

Grænaborg svæði 1, 190 Vogar
DroneTrails bíður upp á skipulagðar drónaferðir þar sem farið verður á fallegustu staði sem ísland bíður upp á, þáttakendur fljúga drónum sínum og fanga einstaka fegurð íslands í hópi fólks sem hefur áhuga á drónum, ljósmyndun og ævintýrum. Þáttakendur fá tækifæri til þess að læra betur á dróna sína, kynnast hvort öðru og upplifa ísland úr nýjum hæðum.

Trans - Atlantic

Síðumúli 29, (2 hæð til hægri), 108 Reykjavík

Ferðaskrifstofan Trans-Atlantic veitir alla almenna þjónustu vegna sölu og bókanna á ferðum erlendis, bæði fyrir einstaklinga, hópa og fyrirtæki / stofnanir.

Þá sérhæfum við okkur í skipulagningu hvataferða, árshátíðaferða erlendis og útskriftarferða bæði fyrir menntaskóla og háskóla.

Vinsamlegast hafið samband til að fá tillögur að ferðum og tilboð frá okkur.

Ferðaskrifstofan er sú eina sem hefur í meira en áratug skipulagt og haldið uppi flugi frá öllum þremur völlum landsins, Keflavík, Akureyri og Egilsstöðum og hefur í gegnum árin flutt tugi þúsunda farþega erlendis.

Opnunartími er 10 - 17 alla virka daga, allt árið

Iceland Odyssey

Kirkjuteigur 5, 105 Reykjavík

Black Sand Studio

Ljósheimar 6, 104 Reykjavík
Black Sand Studio er lítið ferðaþjónustufyrirtæki í eigu ljósmyndarans Dani Guindo og sérhæfir sig í sérsniðnum ferðum til einstakra áfangastaða.

IcelandPhotoTravel.is

-, 600 Akureyri

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Soley Travel slf.

Kársnesbraut 78, 200 Kópavogur

Magical Sky Iceland

Guðnýjarbraut 21, 260 Reykjanesbær

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Discovery tours 4 you

Garðatorg 2B, 210 Garðabær

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Iceland-Europe Travel

Grandagarður 16, 101 Reykjavík

Iceland Europe Travel býður upp á spennandi sérferðir fyrir  til Asíu allt árið um kring. Í boði eru fjölbreyttar ferðir, sérsniðnar að hverjum hóp og ávalt er lagt upp úr því að bjóða upp á það  besta í þjónustu og aðbúnaði. Sérstök áhersla er lögð á að kynnast sögu, menningu og daglegu lífi á hverjum stað með leiðsögn heimamanna.

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Hópferðir

Logafold 104, 112 Reykjavík

Hópferðir ehf. var stofnað árið 1998. Bílstjórarnir okkar taka á móti hópnum þínum með bros á vör og koma þér örugglega á áfangastað. Hægt er að koma til móts við ýmsar þarfir, skipuleggja uppákomur og veita persónulega þjónustu. Litlar eða stórar rútur og allt þar á milli.

Fjölbreyttir bílar fyrir fjölbreyttar ferðir
Hvort sem þú þarft hópferðabíl fyrir hóp af leikskólabörnum eða leiðsögumann fyrir helgarferð saumaklúbbsins á Ísafjörð, getum við aðstoðað þig. Hafðu samband og við hjálpum þér að setja saman skemmtilega ferð á sanngjörnu verði. Við útvegum einnig rútur með aðgengi fyrir fatlaða, í lengri eða styttri ferðir.

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

KIP.is

Álfasteinn, 650 Laugar

Ég heiti Kristinn Ingi Pétursson og er leiðsögumaður frá Leiðsöguskóla Íslands. Ég er ferðaskipuleggjandi með dagsferðir á norðurlandi á breyttum bílum. Sérsvið mitt er Öskjuferðir, Mývatnssvæðið, Flateyjardalur og Þingeyjarsýslur í heild sinni ásamt því að vera lærður landsleiðsögumaður. 

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Norðurflug

Bygging 313, Reykjavíkurflugvöllur, 101 Reykjavík

Norðurflug Helicopter Tours er leiðandi þjónustu fyrirtæki í þyrluflugi á Íslandi. Norðurflug státar sig af því að vera stærsta þyrlufélag landsins með fjórar þyrlur starfræktar allt árið um kring. 

Þyrluflug er frábær leið til þess að upplifa og sjá alla þá nátturufegurð sem Ísland hefur upp á að bjóða. Gilin i Þórsmörk, litadýrðin i Landmannalaugum og jöklar landsins eru engum lík. Alveg frá því að tekið er á loft er þyrluflug einstök upplifun og gott tækifæri til þess að sjá landið frá öðru sjónarhorni en flestir eru vanir.

Norðurflug býður upp á margar og fjölbreyttar ferðir, allt frá 36.900 krónum á mann en þær má allar sjá á heimasíðu okkar www.helicopter.is 

Við erum með aðsetur austanmegin á Reykjavíkurflugvelli, á Nauthólsvegi 58d. Netfangið okkar er: info@helicopter.is og símanúmerið: 562-2500.

En Route ehf.

Krókháls 6, 110 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Scandinavia Travel North ehf.

Garðarsbraut 5, 640 Húsavík

Scandinavia Travel North er ferðaskrifstofa og –skipuleggjandi á Íslandi, með sérstaka áherslu á norður- og austurhluta landsins. Við bjóðum alhliða ferðaþjónustu, þ.á.m. akstur, skoðunarferðir, leiðsögn, og bókarnir á gistingu, afþreyingu, viðburðum, veitingum o.s.frv.

Scandinavia Travel North leggur sérstaka áherslu á vel útfærðar sérsniðnar ferðir með áherslu á heildarupplifun þátttakenda.  Auk hefðbundinna skoðunarferða og áfangastaða, bæði sem dagsferðir og nokkra daga pakkar, þá skipuleggjum við einnig ferðir utan alfaraleiða og vinsælustu svæðanna. Slíkar sérsniðnar ferðir gætu leitt þig til þekktra áfangastaða á landinu, en einnig til minna þekktra svæða eða áhugaverðra staða, með von um að heildarupplifun og reynsla verði sem mest og best.

Við leggjum okkur fram um að segja sögur og tengja við staðhætti, menningu, hefðir og arfleifð.

Skipulag hópferða er okkar fag. Við bjóðum bæði faglega og sérhæfða þjónustu í formi skipulags og undirbúnings, ásamt öllu utanumhaldi. Skipulag á landi, skoðunarferðir, gisting og veitingar, afþreying o.s.frv. Við eigum ferðaplön og hugmyndir, en erum ávallt tilbúin að útfæra sérstaklega ferðaskipulag í samræmi við þínar óskir, áhugasvið, tímaramma, aðstæður og hvað á að vera innifalið.

Fyrir einstaklinga og litla hópa, þá bjóðum við sérferðir með leiðsögn og einnig bílaleigupakka.

Scandinavia Travel North er með leyfi ferðaskrifstofu frá Ferðamálastofu. 

Arctic Exposure

Skemmuvegur 12 (blá gata), 200 Kópavogur

Arctic Exposure er ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í jeppaferðum um Ísland. Við bjóðum upp á ferðir frá Reykjavík á sérútbúnum jeppum. Við setjum saman ferðir sem henta hverjum og einum allt frá einstaklingum upp í hópa.

Jöklaferðir, hálendisferðir, íshellaferðir, gönguferðir. Ferðirnar henta vel fyrir hverskonar hópa eins og vinnustaðahópa, saumaklúbba, gönguhópa, ljósmyndaklúbba og alla sem langar til að kynnast landinu okkar á nýjan hátt. Við höfum sérhæft okkur í gegnum árin í ljósmyndanámskeiðum og leiðsögumenn okkar þekkja landið einstaklega vel og þá sérstaklega óþekktari náttúruperlur um land allt.

Hringdu eða sendu okkur tölvupóst og saman skipuleggjum við ferð fyrir þinn hóp.

Borea Adventures

Aðalstræti 17, 400 Ísafjörður

Borea Adventures á Ísafirði býður upp á ævintýraferðir með leiðsögn fyrir minni og stærri hópa.

Fyrirtækið á og rekur hraðbátinn Bjarnarnes sem flytur allt að 18 farþega í skipulögðum ferðum og sérferðum um Hornstrandir, Jökulfirði og Ísafjarðardjúp. Borea Adventures býður upp á ýmsar ferðir um friðlandið, þar sem gist er í tjöldum, tjaldbúðum í Hornvík eða í nýuppgerða eyðibýlinu á Kvíum í Jökulfjörðum. 

Borea Adventures býður upp á fjölbreytt úrval lengri ferða, sem og dagsferða út frá Ísafirði. Kayakferðir um ævintýralega firði Hornstranda og Jökulfjarða, fjölbreyttar göngur um Hornstrandir og nágrenni Ísafjarðar, skíðaferðir, fjallahjólaferðir og náttúruupplifanir. Einnig eru í boði sérferðir, sérsniðnar að þörfum þeirra sem okkur vilja heimsækja. 

Borea Adventures býr að einvala liði reynslumikilla og skemmtilegra leiðsögumanna, sem tryggja það að allir fari heim með bros á vör. 

Pietro Pirani Photography / Bull Iceland

Njálsgata 49, 101 Reykjavík

Storm Expeditions

Hólmaslóð 2 , 101 Reykjavík

Imagine Iceland Travel ehf.

Laxagata 4, 600 Akureyri

Imagine Iceland Travel bíður upp á mikið úrval ferða á Norðurlandi allt árið. Sérhæfum okkur í smæri hópum og einkaferðum, við höfum gott orðspor af ferðum okkar og  erum með faglærða leiðsögumenn sem koma frá þeim svæðum sem leiðsögn er framkvæmd. Við bjóðum upp á litlar rútur 17-19 manna,  Breytir jeppar 4x4 og eðalþjónustu fyrir þægindi, einkaferðir og sérsniðnar ferðir. Fyrirtækið er staðsett á Akureyri og er fjölskyldu fyrirtæki sem hefur langa reynslu af ferðaþjónustu. 

 

Umfjöllunarefni í ferðum er margbreytilegt en undirstaða og kunnátta verður á öllum sviðum. Jarðfræði, efnahagur, sjálfbærni, náttúra, plöntur, dýr,  matur, menning og margt fl.

 

Dæmi um ferðir.

Lake Myvatn and Godafoss waterfall (Mývatnssveit og Goðafoss)

Combo Tour: Lake Myvatn, Dettifoss and Godafoss waterfall (Mývatnssveit, Dettifoss og Goðafoss)

Arctic Coastline and Culture tour ( Norðurslóða strandlengju og menningar ferð)

Diamond Circle Tour ( Demantshringurinn )

Northern Lights ( Norðurljósaferð)

Tailor Made Private Tour ( Sérsniðinn einkaferð )

Photography tours and Northern lights photography tour ( Ljósmyndaferðir, Norðurljósa ljósmyndaferðir)

Iceland Untouched

Meistaravellir 11, 107 Reykjavík

Allar ferðir okkar eru gerðar í kringum hugmyndir okkar um óhefta, óspillta, ótamda og ósnortna náttúru Íslands. Frá okkar sjónarhóli er það sem gerir Ísland svona einstakt og ætti að njóta þess og muna sem svo. Með margra ára reynslu að baki viljum við halda okkur úr alfaraleið og í burtu frá mannfjöldanum á alla vegu.

Við getum með sanni sagt að við upplifum alltaf þá einstöku „Alein/n í heiminum“ tilfinningu á ferðum okkar og njótum þess sem náttúran hefur upp á að bjóða til fullnustu.  Við erum starfrækt allt árið víðsvegar um Ísland og leggjum megin áherslu á gæði umfram magn.

Við ferðumst aðeins í litlum hópum með faglærðum leiðsögumönnum, upplifum okkar menningu, njótum hágæða matseldar og við erum auðvitað alltaf nálægt náttúrunni.

Flestar ferðirnar okkar eru sérsniðnar fyrir viðskiptavini okkar og verð getur því verið mismunandi eftir eftirspurn og ferðalýsingu. Fyrir brottfarir, verð, bókanir og aðrar fyrirspurnir vinsamlega hafið samband:

info@icelanduntouched.com
Sími: 696-0171
Sími: +1(857)3423157

Iceland Challenge

Holtasel , 109 Reykjavík

Ný ferðaskrifstofa hefur bæst í íslensku ferðaskrifstofuflóruna. Iceland Challenge býður upp á einstakar áskoranir í einstöku íslenskri náttúru og umhverfi. Ferðaskrifstofan er stofnuð af Yulia Zhatkina frá Úkraínu, sem kom hingað til lands árið 2022, og Eggerti Guðmundssyni. Með þeim starfar við alþjóðlegt teymi leiðsögumanna, ferðasérfræðinga og sérfræðinga á sviði sölu- og markaðsmála.

Iceland Challenge býður upp á adrenalínfyllt ævintýri í stórbrotinni íslenskri náttúru fyrir þau sem vilja meira en hefðbundnar rútuferðir um Gullna hringinn, en kjósa þau að ferðast í öruggu umhverfi og undir öruggri leiðsögn.

„Okkur finnst að ferðalög eigi að vera sambland af því að uppgötva heiminn og að uppgötva sjálfan sig og við erum sannfærð um að Ísland bjóði upp á einstök tækifæri til þess. Þetta land, sem hefur ítrekað haft áhrif heimssöguna, getur einnig haft djúpstæð áhrif á líf þeirra sem eru reiðubúnir að opna augun fyrir ævintýrum í sínu eigin lífi,“ segir Yulia Zhatkina, annar stofnenda fyrirtækisins.

Ísland laðar sífellt að fleiri ævintýragjarna ferðamenn frá öllum heimshornum í leit að einstökum og ógleymanlegum upplifunum. Iceland Challenge er stofnað til að mæta sífellt aukinni eftirspurn og býður nú upp á fjölbreytt úrval áskorana sem mæta þörfum og óskum viðskiptavina. Sem dæmi má nefna þriggja daga ævintýri þar sem þátttakendur upplifa þrjá íslenska jökla og fá að ganga á skriðjökul, keyra vélsleða, kanna íshella og njóta ískaldrar fegurðar jöklanna úr lofti. Þá er boðið upp á nú daga matar- og náttúruáskorun, þar sem þátttakendur fá að kynnast mismunandi íslenskum matarhefðum í ólíkum landshlutum og skoða náttúruundur landsins samhliða. Ferðasérfræðingar Iceland Challenge hafa sett saman úrval hefðbundinna þjóðlegra rétta og nútíma matargerðarlistar og í ferðinni er einnig heimsóttir margir stórkostlegustu staðir Íslands, svo sem fossar, hverir, eldfjöll og svartar sandstrendur. Loks má nefna þriggja daga ástaráskorun sem m.a. felur í sér heimsókn í baðlón, nudd á snyrtistofu og sögustund um ástir íslenskra landsnámsmanna.

Iceland Challenge býður einnig upp á alhliða ferðaþjónustu, þ.m.t. móttöku, flutninga, hótelgistingu, veitingastaði, afþreyingu, skoðunarferðir, ráðstefnur og þemaviðburði, auk sérgerðra einkaferða fyrir hópa og einstaklinga.

Fyrirtækið vinnur ekki með þeim sem styðja ársá Rússlands á Úkraínu og hyggst gefa hluta af hagnaði sínum til að styðja Úkraínumenn.

Nánari upplýsingar er að finna á vefnum icelandchallenge.is .

Wildlife Photo Travel

Pollgata 2, 400 Ísafjörður

Wildlife Photo Travel standa fyrir vinnustofum og ljósmyndaferðum. Viðfangsefni ferðanna er íslenski refurinn og friðlandið á Hornströndum heimkynni hans. 

Vinnustofurnar eru opnar öllum sem hafa áhuga á ljósmyndun, óháð því hvort þú sért byrjandi eða lengra kominn.

Einnig býður Wildlife Photo Travel ljósmyndaferðir í litlum hópum.

Iceak

Draupnisgata 7, 603 Akureyri

IceAk er 3. kynslóðar fjölskyldu fyrirtæki sem sérhæfir sig í jeppaferðum frá Akureyri og nágreni allt árið um kring. Við bjóðum upp á úrval dagstúra til allra helstu náttúruperlna á Norðurlandi ásamt sérvöldum Extreme jeppaferðum til staða sem fáir eða engir aðrið fara á.
Við getum einnig boðið upp á lengri ferði í gegnum samstarfsaðila okkar.

Við notum sérútbúna jeppa fyrir 4-14 farþega í allar okkar ferðir þannig að grófir slóðar eða snjór er engin fyrirstaða fyrir okkur. Við leggjum okkur fram um að ferðir með okkur séu ógleimanlegur tími spennu og gleði.

Fyrir neðan eru nokkrar af þeim ferðum sem við bjóðum upp á:

Vacated valley Off-road Tour
Mývatn  Off-road Tour
Laugarfell Off-road Tour
Flateyjardalur Off-road Tour
Askja Off-road Tour
The Diamond circle Tour
Mývatn  Tour
Dettifoss Tour
Laufás Tour
Goðafoss Tour

Fleiri ferðir koma fljótlega.
ATH!! Hægt er að aðlaga allar okkar ferðir að þínum óskum.

Ef þú finnur ekki það sem þú leitar að á meðal okkar fyrirframskipulagðra ferða þá hvetjum við þig til að hafa samband og við sérsníðum túr eftir þínu höfði.

Arctic Advanced

Rjúpnasalir 10, 201 Kópavogur

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Fjallabak

Skólavörðustígur 12, 121 Reykjavík

Ferðaskrifstofan Fjallabak er lítið fjölskyldufyrirtæki sem hefur verið starfrækt í mörg ár.

Við bjóðum upp á allskonar ferðir, fuglaskoðunarferðir, skíðaferðir, jarðfræðiferðir en sérhæfum okkur þó aðallega í önguferðum.

Við skipuleggjum einnig "A la carte" ferðir fyrir einstaka hópa og einstaklinga. Við tökum einnig að okkur hvataferðir.

Ferðaskrifstofan Nonni

Brekkugata 5, 602 Akureyri

Ferðaskrifstofan Nonni Travel ehf.,stofnað 1988, er staðsett við Ráðhústorgið í harta Akureyrar. Aðaláhersla er á skipulagningu ferða og móttöku erlenda gesta á Íslandi, Grænlandi og Færeyjum.

  • Nonni Travel býður upp á gott úrval ferða og ýmsa afþreyingu.
  • Nonni Travel er sérhæfð í ráðgjöf og skipulagningu sérsniðinna ferða fyrir einstaklinga og hópa.
  • Nonni Travel hefur mikla reynslu í ráðstefnuhaldi og skipulagningu stærri funda.

PicTours

Stuðlaberg 16, 221 Hafnarfjörður

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Into the Wild

Fagrabrekka 20, 200 Kópavogur

Into The Wild bíður upp á ævintýralegar jeppaferðir sniðnar að þínum óskum.

Sjáið einnig: https://www.facebook.com/IntoTheWildIceland

Iceland Personal Tours

, 110 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Viking International Phototours

Berjavellir 3, 221 Hafnarfjörður

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Iceland backcountry travel ehf.

Urðarvegur 27, 400 Ísafjörður

Iceland BackCountry Travel býður uppá sérsniðnar margra daga ferðir fyrir allt að 17 manna hópa í litlum rútum. Einnig er boðið uppá sérsniðnar ferðir og sætaferðir á mikið breyttum fjallajeppum.

Útsýnisferðir, ljósmyndaferðir með áherslu á heimskautarefinn eða annað dýralíf eftir óskum hvers og eins. Norðurljósaferðir, jöklaferðir, gönguferðir og náttúrulaugar. Ferðir frá 2 klst og uppúr. Sérsniðnar ferðir eftir þínum óskum um allt Ísland mögulegar. Hafið samband til að fá tilboð í draumaferðina ykkar.

LS Photo

Tangabryggja 18, 110 Reykjavík

Volcano Heli ehf.

Reykjavík Domestic Airport, 101 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Thor Photography

Esjubraut 9, 300 Akranes

Thor Photography býður einstaklingum og hópum upp á ferðir og námskeið þar sem megináhersla er lögð á ljósmyndun og viðföngin eru helstu perlur íslenskrar náttúru.
Lagt er upp úr því að velja staðsetningu sem hentar skilyrðum hverju sinni, og veita kennslu varðandi stillingar á myndavélum, hvernig skal ramma inn myndefnið, val á linsum og veita ráð og kennslu varðandi myndvinnslu og fleira.

ICELANDIC ROAMERS

Drafnarstígur 2, 101 Reykjavík

Star Travel

Stórholt 12, 603 Akureyri

Star Travel var stofnað í júní 2013. Við erum lítið fjölskyldufyrirtæki á Akureyri sem hefur það að markmiði að vera með persónulega þjónustu og við ferðumst í smáum hópum. Star Travel er með dagsferðir frá Akureyri, Norðurljósaferðir, einkaferðir og einnig vinnum við með öðrum ferðaþjónustu fyrirtækjum og skipuleggjum hinn fullkomna dag.

The Island Guide

Búhamar 46, 900 Vestmannaeyjar

The Island Guide býður ferðamönnum upp á skipulagðar gönguferðir með leiðsögn í Vestmannaeyjum tengt náttúru, sögu og menningu eyjarinnar. Ferðir í boði:

-Ganga á Eldfell
-Lundaskoðunarferð á Stórhöfða
-Lundapysjuveiðar/björgun

Gravel Travel

Kirkjubraut 10, 170 Seltjarnarnes

Gravel Travel er fjölskyldurekið fyrirtæki og við sérhæfum okkur í að bjóða upp á hágæða ferðaupplifun og persónulegar ævintýraferðir um hið töfrandi landslag Íslands. Með þrjár kynslóðir Íslendinga við stjórnvölinn komum við með mikið af sérfræðiþekkingu í hverja ferð og tryggjum að hver gestur fari með djúpa og varanlega tengingu við eyjuna okkar. Allt frá spennandi dagsferðum til einkaferða og margra daga ævintýra, við sníðum hverja upplifun að þínum þörfum. Ekki missa af flaggskipsferðinni okkar í hinn einstaka íshelli Kötlu – ógleymanleg upplifun í einu af hinum einstöku náttúruundrum Íslands.

Arctic Trip

Sveinsstaðir, 611 Grímsey

Arctic Trip er ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjandi á Norðurlandi með sérhæfingu í ferðum um heimskautaeynna Grímsey.

Grímsey er einstakur staður, sérstaklega þegar kemur að fuglalífi. Eyjan er vin í þeirri eyðimörk sem Norður-Atlantshafið er og björgin veita skjól þeim sjófuglum sem þangað sækja, meðal þeirra má nefna fýl (Fulmarus glacialis), teistu (Cepphus grylle), ritu (Rissa tridactyla), lunda (Fratercula arctica), álku (Alca torda), langvíu (Uria Aalge) og stuttnefju (Uria Lomvia). Grímsey er einstakur staður til fuglaskoðunar þar sem flesta þá vað- , mó- og sjófugla sem eiga sumardvöl á Íslandi má finna í eynni á litlu landsvæði.

Sögur og sagnir skipa æ sterkari sess í ferðaþjónustu og af þeim er nóg að taka í Grímsey. Með samstarfi við heimamenn viljum við segja þessar sögur og bjóða ferðamenn velkomna á þessa afskekktu eyju, nyrsta odda Íslands, undir heimskautsbaugi, þar sem þú ert svo sannarlega „on top of the world!”

Helstu ferðir þetta ferðaár eru skoðunarferðir á landi og á sjó ásamt fugla-áskorun í anda Hitchcock. Einnig bjóðum við köfunar- og snorklferðir, sjóstöng, eggjatínslu og hjólreiðaleigu en um eynna liggja ýmsir stígar sem mótaðir hafa verið í aldanna rás og eru spennandi yfirferðar.

Einnig bjóðum við upp á gistingu allt árið fyrir þá sem vilja dvelja lengur og njóta Grímseyjar.

Virðing fyrir umhverfinu, hinu villta dýralífi og viðkvæmri náttúru Íslands er hornsteinninn í okkar hugsjón. Arctic Trip var stofnað með þá hugsjón að ferðamenn eigi skilið að slaka á á ferðum sínum, næra hugan og endurnæra líkama og sál. Mikilvægur þáttur er einnig að skapa minningar sem lifa um ókomna tíð.

Ísafjörður Guide - Helga Ingeborg Hausner

Seljalandsvegur 85, 400 Ísafjörður

 Eitthvað sérstakt - Nature and Cultural Walks with a view of Ísafjörður 

Ísafjarðarganga - Áhugaverð ferð í gegnum tímann  

Leiðsögukonan er klædd eins
og fiskverkakona frá 19. öld og leiðir ykkur í gegnum bæinn og upp í hlíðina fyrir
ofan Ísafjörð. Hún sýnir áhugaverða staði, gefur innsýn inn í sögu Ísafjarðar
og segir sögur og sagnir bæði úr fortíð og nútíð. Það eru sögur um vættir okkar
eins og álfum, tröllum og draugum. Leiðsögukona skiptir nestinu sínu með gestum.
(2 klst.) 

Ef þú vilt fá innsýn í sögu Ísafjarðar og heyra fleiri sögur og sögur um fólkið, drauga, álfa, tröll og aðrar dulrænar verur forna og nútíma Álfar, tröll og sögur (2 tímar), væri réttur ganga fyrir þig. Einnig er gangan án hæðarmunar. 

Í lok þessar tvær ferðar er gefinn kostur á því að lengja ferðina um:

Into Nature (1 hour)

Traditional Tasting (20 min.)

Vistit the Church (20 min)

 

Aðrir gönguferðir eru:

Jarðsögu og jarðfræði (3 klst.)
Gróður Vestfjarða eða Haustlitir (3 klst.)  

Náttúruganga (5 klst.)
Komdu að smakka (3,5 klst.) 

Persónuleg leiðsögn skv.
beiðni

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.  

Iceland by Guide

Skólavörðustígur 30, 101 Reykjavík

Viltu upplifa Ísland með þínum hætti? Ég er hér bara fyrir þig! Ísland með leiðsögumanni (Iceland by Guide) er hannað til að lengja líf þitt og gera það frábært á ferðalögum. Ég Birgir Jóa (Bijo) ásamt vinum mínum, hönnum og skipuleggjum, ökum og leiðsegjum þér ævintýrinu þínu á Íslandi. Þú upplifir allt frá því að vera einn í náttúrunni og slaka á yfir í að sjá nýja náttúruupplifun á hverjum klukkutíma. Þú upplifir og tekur myndir og ert með frábæra sögu til að segja vinum frá þegar þú kemur heim.

Iceland by Guide er með sérsniðnar lausnir fyrir einstaklinga og hópa sem ferðast saman til Íslands.

Reykjavík Bike Tours / Reykjavik Segway Tours

Hlésgata street, Reykjavík Old Harbor (no house no), 101 Reykjavík

Reiðhjólaferðir, hjólaleiga, Segway ferðir, Game of Thrones ferðir.

Reiðhjól, reiðhjólaferðir, reiðhjólaleiga, hjól, hjólaferðir, hjólaleiga.

Segway ferðir um Reykjavík með leiðsögn.

Dagsferðir frá Reykjavík með leiðsögn með og án reiðhjóla.

Norðurljósaferðir.

Gönguferðir um Reykjavík - almenn kynnisferð - gönguferðir með áherslu á mat og smökkun

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Stefán & Ursula

 

Photography Workshop

Nesvegi 55, 107 Reykjavík

True Adventure

Ránarbraut 1 , 870 Vík

True Adventure svifvængjaflug

Okkar ástríða er að fljúga svifvængjum og draumurinn er að gera sem flestum kleift að upplifa frjálst flug með okkur. True Adventure teymið vinnur hörðum höndum að því að gera Suðurland að Mekka svifvængjaflugs . Fjöldi fjalla og hagstæðir vindar gera Suðurlandið að einum ákjósanlegasta stað fyrir öruggt en spennandi flug á svifvængjum. 

True Adventure Teymið

Flugmenn okkar eru með reyndustu farþega flugmönnum landsins, þeir eyða svo miklum tíma á flugi að sumir eru farnir að telja þá til fugla. Vinsamlegast fóðrið ekki flugmennina! Í kynningarflugi ferðu í loftið sem nemandi með flugkennara True Adventure og þarft ekkert að læra fyrir fram. Þú færð létta kynningu á því hvernig svifvængurinn og flugið virkar. Það eina sem þú þarft svo að gera er að taka nokkur skref með kennaranum í flugtaki, njóta útsýnisins og frelsisins! Ef þú ert leita að ævintýri á Íslandi þá er True Adventure svarið. 

Lengd: Ca. 1 klst.

Fatnaður: Klæðist hlýjum fötum, það er kaldara uppi í loftinu en á jörðinni.

Aldurstakmark: 12 ára.

Þyngd: 30 - 120 kg.

Mæting: Ránarbraut 1, bakhús. Fyrir aftan löggustöðina, Vínbúðina og Arion banka.

Brottfarartímar: Kannið lausa tíma á vefnum okkar www.trueadventure.is

Verð: 35.000 kr. + 5.000 kr. fyrir SD kort með myndum og vídjó.