Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Sumarhús
Lækjaborgir guesthouse
Kálfafell 1b, 881 KirkjubæjarklausturVið bjóðum upp á gistingu í 2-4 manna stúdíóherbergjum, þar sem hvert herbergi státar af sér inngangi, sér baðherbergi og sér eldunaraðstöðu.
Öll eldhús eru fullbúin. Fjögur stúdíóherbergi eru í hverju húsi. Við erum einnig með tvo bústaði með verönd sem hvor um sig hefur gistipláss fyrir allt að fjóra.
Öll rúm eru uppábúin og handklæði eru á herbergjum. Frítt Wifi er á staðnum.
Lækjaborgir gistihús er staðsett á bóndabænum Kálfafelli 1b, 26 km fyrir austan Kirkjubæjarklaustur í rólegu umhverfi sveitarinnar. Stutt er frá þjóðvegi 1 heim að bænum. Við bjóðum ykkur velkomin að Lækjaborgum.
Bendum á heimasíðuna okkar www.laekjaborgir.com
Kjarnalundur - Sumarbústaður
Kjarnalundur, 600 AkureyriNý og glæsileg 109 fm sumarhús með heitum potti til leigu á Akureyri í Kjarnaskógi. Hvert hús er með gistipláss fyrir sex manns í þremur svefnherbergjum. Í hverju húsi eru tvö baðherbergi, stofa með stóru stjónvarpi, fullbúið eldhús, stór verönd með heitum potti og gas grilli. Þráðlaust net er í öllum húsunum.
Bústaðirnir hafa upp á að bjóða notalegt og afslappað umhverfi með einstakri aðstöðu hvað varðar útiveru, heilsu og vellíðan. Bústaðirnir er staðsettur í jaðri Kjarnaskógar sem er eitt vinsælasta útivistarsvæði Akureyringa. Þar er að finna gönguleiðir, blakvöll, svæði til lautarferða, aðstöðu til að grilla, leiktæki og sérhannaða fjallahjólabraut. Á veturna er troðin göngubraut fyrir skíðagöngufólk.
Hótel Kjarnalundur er í göngufæri við sumarhúsin og þar er hægt að fá morgunverð, kvöldverð (kvöldverð þarf að bóka með fyrirvara). Einnig er í boði nudd, heitur pottur og infra-rauða sauna.
Hótel Fljótshlíð
Smáratún, 861 HvolsvöllurSmáratún er bóndabýli staðsett við miðri Fljótshlíðinni við veg nr. 261, í 10 mínútna akstursfjarlægð frá Hvolsvelli.
Þriðja kynslóð sömu fjölskyldu býr núna að Smáratúni en ferðaþjónusta hófst þar í smáum stíl árið 1986. Við höfum unnið í samræmi við sjálfbærnisstefnu sem við settum okkur árið 2007 og við hlutum Svansvottun árið 2014.
Við bjóðum uppá gistingu í hótelherbergju, smáhýsum og stærri sumarhúsum. Við erum líka með tjaldsvæði og eldunaraðstöðu fyrir gesti allan ársins hring. Veitingastaðurinn okkar er opinn öllum, bæði fyrir morgunverð og kvöldverð. Við erum stoltir stofnfélagar Beint frá býli og bjóðum uppá matvæli frá býlinu í veitingastað okkar.
South Iceland Guesthouse
Steinar 3, 861 HvolsvöllurSouth Iceland Gesthouse hefur til leigu tvö hús. Annars vegar er það Steinar 5 undir Eyjafjöllum mitt á milli Seljalandsfoss og Skógafoss. Þar er um er að ræða gamalt einbýlishús með 15 rúmum í 6 herbergjum, 3 salernum og eldhúsi og sameiginlegu rými sem allt er ný uppgert að innan. Falleg grill og útiaðstaða er í rústum af gömlum burstabæjum bak við hús þar sem náttúran frá Steinafjalli er engu lík.
Hins vegar er það Leirnakot sem er 35 fm. sumarbústaður í Leirnahverfi. Það er 6 manna hús út í miðri náttúrunni hér í sveitinn með útsýni að Eyjafjallajökli. Gistiheimilið er við þjóðveg 1 beint á mótið veitingastaðnum Gamla Fjósið sem er opinn alla daga frá 11:30 til 21:00. Stutt er í allar helstu náttúruperlur suðurlands og fjölbreytt afþreying í boði í nágrenninu.
Vorsabær 2
Vorsabær 2, Skeiða- og Gnúpverjahreppi, 804 SelfossHestaferðir
Í Vorsabæ 2 er boðið er upp á hestaferðir þar sem lögð er áhersla á persónulega þjónustu og leiðsögn. Eingöngu er tekið á móti litlum hópum og það er tilvalið fyrir fjölskyldur eða litla vinahópa þar sem allir geta tekið þátt. Við tökum að okkur að teyma hesta undir minna vönum börnum í ferðum.
Allar ferðir hefjast inni í reiðhöll þar sem hver og einn getur kynnst hestinum sínum. Svo er farið og riðið út um næsta nágrenni á þeim hraða sem hentar hverju sinni.
Við erum með trausta og skemmtilega hesta við allra hæfi, bæði fyrir alveg óvana og vana knapa. Í boði eru 1, 2 og 3 tíma hestaferðir, en einnig eru í boði dagsferðir fyrir vana knapa sem taka 5 tíma.
Einnig bjóðum við upp á það að teyma hesta undir börnum inni í reiðhöll í um 10 mínútur fyrir hvert barn.
Sveitalíf / Heimsókn á bæinn
Hægt er að koma í heimsókn til að skoða dýrin og búskapinn á bænum. Tekið er á móti litlum og stórum hópum og gefst gestum kostur á að fræðast um dýrin og klappa þeim. Starfsemin getur verið nokkuð mismunandi eftir árstíma og t.d. á vorin geta allir séð nýfædda kiðlinga, lömb og folöld.
Orlofshús til útleigu á bænum
Húsið rúmar allt að 7 manns í gistingu. Þar eru 2 svefnherbergi, í öðru er tvíbreitt rúm en í hinu eru kojur. Auk þess er rúmgott 18 fermetra svefnloft og þar eru 3 rúm. Auk þess er hægt að fá lánað barnarúm án gjalds fyrir 2 ára og yngri. Eldhúsið er búið öllum nútíma tækjum og áhöldum og í setustofu er sjónvarp. Við húsið er skjólgóð verönd með garðhúsgögnum og gasgrilli. Ekki er aðgangur að heitum potti en hægt er að komast í sundlaug sem staðsett er í 2 km. fjarlægð. Upplögð staðsetning fyrir þá sem ferðast um Suðurland, þar sem stutt er til margra vinsælla ferðamannastaða og stutt í margskonar þjónustu.
Helgafell 1, Helgafell 2 og Helgafell 3
Helgafell II, 340 StykkishólmurNotalegir bústaðir nálægt Stykkishólmi.
Hörgsland
Hörgsland I, 880 KirkjubæjarklausturUpplýsingar um húsin:
Húsin eru 13 talsins og voru byggð árin 2002 og 2003.
Þau eru panelklædd að innan með parketi á gólfum, björt og hlýleg.
Húsin eru með:
Klósetti, sturtu og handlaug
Verönd og útiborði
Tveimur svefnherbergjum, Bæði herbergin með tveggja manna rúmi og koju fyrir ofan
Einnig er í húsunum svefnloft með rúmlega 2m lofthæð og þar eru tvö 90×200 cm rúm
Í húsunum fylgir alltaf með handþurrka, klósettpappír, sápa, diskaþurrka og borðþurrka.
Eldhúsin eru með:
Ísskáp og örbylgjuofni
Kaffivél og brauðrist.
Eldavél og öllum almennum eldhúsáhöldum
Stofan er með:
Sjónvarpi, útvarpi, sófasetti og stofuborði.
Á svæðinu eru heitir pottar með nuddi og tjaldstæði með salernisaðstöðu og og sturtu.
Verð á tjaldstæði innifalin sturta 1600 kr / per mann en frítt fyrir yngri en 12 ára.
Góðar gönguleiðir og mikið útsýni eru við bæjardyrnar.
Lítill skógur er fyrir ofan sumarhúsin, og mikið fuglalíf á svæðinu.
Gesthús gistiheimili
Engjavegur 56, 800 SelfossGesthús eru staðsett á besta stað í miðjum bænum á Selfossi, rétt við íþróttavöllin og sundlaugina.
Við bjóðum smáhýsi til leigu en á staðnum eru einnig gott tjaldsvæði.
Á því er góð aðstaða og má þar nefna vatnssalerni, sturtur, eldhúsaðstaða og matsalur.
Áslundur
Miðengi 17, 800 SelfossNotalegur bústaður á suðurlandi. EInn besti sinnar tegundar.
Frekar upplýsingar má fá með því að heyra beint í okkur.
Stóru-Laugar
Reykjadal, 650 LaugarÁ Stórulaugum er gisting í nýuppgerðu og glæsilegu steinhúsi, en bærinn er um 1 km frá framhaldsskólanum á Laugum og því vel staðsett á milli Akureyrar og Mývatns. Fljótlegt er að skreppa í báðar áttir en á Akureyri má m.a. njóta dagsins á glæsilegum golfvelli Akureyringa (61 km) eða skreppa í hvalaskoðunarferð til Húsavíkur (40 km) og svo eru töfrar Mývatns nánast handan við hornið (30 km).
Svo er að sjálfsögðu verslun og sundlaug að Laugum í aðeins um 1 km fjarlægð.
Herbergin á Stórulaugum eru björt og rúmgóð; Sjö þeirra með sér baðherbergi (tvö 3ja og fimm 2ja manna) en auk þess eru 4 herbergi með handlaugum (eitt 3ja manna, eitt eins manns og tvö 2ja manna).
Frá bænum er alveg einstakt útsýni og á verönd fyrir framan húsið er stór heitur pottur.
Bærinn stendur við veg nr. 846 (keyrt að framhaldsskólanum en síðan er beygt til vinstri).
Icelandic Cottages
Hraunmörk Flóahreppur, 801 SelfossBústaðirnir hjá Icelandic Cottages eru innréttaður af fagmanni til að bjóða gestum upp á unaðslega dvöl í fallegu umhverfi. Allt er gert til að gera dvölina sem ánægjulegasta. Öll húsin eru eins að grunnfleti en mismunandi hönnunarstílar eru í hverju húsi með mismunandi litum.
Í hverju húsi eru:
Þrjú svefnherbergi með uppábúnum rúmum sem eru með hágæða dýnur og æðadúnssængum. Öll herbergi eru með myrkvunarrúllugardínum. Baðherbergið er með sturtu en allir gestir frá þrjár gerðir af handklæðum og svo er hárblásari á staðnum. Í stofunni er svo sjónvarp, dvd spilari, útvarp og gervihnattadiskur með fjöldan allan af stöðvum og internettengingu.
Alls geta 6 manns setið við borðstofuborðið en það er opið rými til eldhússins sem auðveldar alla framreiðslu. Í eldhúsinu er stór amerískur ísskápur, uppþvottavél, eldavél, örbylgjuofn, kaffivél, ketill, ristavél, blandari, diskar, glös, pottar og pönnur og margt fleira. Vinsamlegast látið vita ef þið þurfið barnarúm (ferðarúm) og barna matstól, sem er innifalið í verðinu.
- Á ganginum er þvottavél og þurrkari þannig að gestir geta farið heima með allt nýþvegið. Einnig er til staðar straubretti og straujárn.
- Á pallinum er stórt 4 brennara ryðfrítt stálgrill sem og önnur útihúsgögn.
- Það er stutt í margar af fegurstu perlum Íslands eins og Geysir, Gullfoss og Þingvellir.
- Tekið skal fram að ekki er heimilt að tjalda/tjaldvagnar/fellihýsi/hjólhýsi á svæðinu.
- Gæludýr eru ekki leyfð.
Hámarks fjöldi í gistingu: 6 manns.
Staðsetning GPS hnita:
GPS lengdargráða : 63.95757773841824
GPS breiddargráða: -20.63953399658203
Til að finna okkur á Bungalo.is, smellið hér.
Forsæti 3
Forsæti 3, 861 HvolsvöllurHúsið er í Vestur Landeyjum, nálægt Hvolsvelli. Íbúðin er 120 fm og tekur 5 manns. Rólegur og dásamlegur staður til að slaka á.
3 svefnherbergi, rúmgóð og opin stofa og eldhús, baðherbergi með sturtu og þvottavél. 60 fm verönd fyrir utan með húsgögnum. Eldhúsið er fullbúið með uppþvottavél, ísskáp, eldavél, ofn, örbylgjuofn, kaffivél, katli og brauðrist. Hnífapör fyrir 5 manns.
Nordic Lodges Hamragil
í landi Víðifells, Fnjóskadal, 601 AkureyriSeljalandsfoss Horizons
Eystra-Seljalandi, 861 HvolsvöllurÚrvals gisting í glæilegum smáhýsum. Frábær staðsetning í hjarta Suðurlands.
Brennistaðir
Flókadalur, 320 Reykholt í BorgarfirðiGisting í heimahúsi í 2 x 2ja manna og 1 x einsmanns herbergi. Einnig íbúð með sérinngangi, einu svefnherbergi, baðherbergi, setustofu og eldunaraðstöðu (aðgangur að heitum potti).
Á bænum er fjárbúskapur, einnig geitur, hænur og hestar.
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Dyrhólaey Riding Tours
Suður-Hvoll, 871 VíkTil leigu eru sjö notaleg sumarhús með öllum þeim útbúnaði sem gera dvölina góða og þægilega. Húsin eru staðsett í kyrrlátu og fallegu umhverfi á Suðurlandi, nánar tiltekið í Mýrdalnum. Fjölmargar náttúruperlur er að finna í nágrenni húsanna eins og Dyrhólaey, Reynisdrangar og Eyjafjallajökull. Húsin eru staðsett í landi bæjarins Suður-Hvols sem er skammt frá Þjóðvegi 1. Stutt er í alla helstu þjónustu í Vík, eða um 15km og um 170 km eru til Reykjavíkur. Staðurinn er ekki síður fallegur að vetri til og eru þá Norðurljósin einstök upplifun þar sem þau sjást oft á tíðum mjög vel. Hestaleiga er á á bænum og er tilvalin afþreyfing að fara í reiðtúr niður í svarta fjöruna og ríða í áttina að Dyrhólaey.
Hreðavatn
Hreðavatn 30 (F2109234), 311 BorgarnesFallegt sumarhús á góðum stað við Hreðavatn. Stór pallur og góður pottur er í sumarhúsinu með glæsilegu útsýni. Fullkomið fyrir fjölskyldur sem vilja eiga notalega stund saman.
Hof 1 og 2
Hof 2, 701 EgilsstaðirHof 1 er með 2 herbergi með tvíbreiðum rúmum og uppábúin rúm og handklæði og vel utbúið hús barnarúm til staðar.
Hof 2 er með 4 herbergi 2x 160 rúm og 3x 90 rúm uppábúin rúm og handklæði vel útbúin íbúð ný uppgerð, barnarúm til staðar.
Nánari upplýsingar og bókun:
Hof 1: vinsamlegast smellið hér
Hof 2: vinsamlegast smellið hér
The Herring House
Hlíðarvegur 1, 580 SiglufjörðurThe Herring House er yndislegt gistiheimili á Siglufirði, vinalegum bæ sem tekur vel á móti ferðamönnum og gestum á flakki um Norðurland.
Gistiheimilið er einstaklega vel staðsett; í stórum friðsælum garði bak við kirkjuna, með útsýni yfir bæinn, fjörðinn og fjöllin í kring og aðeins fárra mínútna göngufjarlægð frá Ráðhústorginu, hjarta bæjarins. Stutt er í alla þjónustu, svo sem verslun, kaffihús, veitingastaði og söfn.
Fjöllin í kringum Siglufjörð eru engu lík. Þau bjóða uppá mikla möguleika til útiveru; fjallgöngur á sumrin og skíðaiðkun á veturna, hvort sem er göngu-, svig- eða fjallaskíði, sem oft er hægt að stunda fram í júní.
The Herring House býður uppá fjögur glæsileg vel búin herbergi með uppábúnum rúmum og tvö
gestahús sem staðsett eru á lóðinni.
Herbergin eru með sameiginlegum vel útbúnum eldhúskrók og rúmgóðu baðherbergi.
Gestahúsin, sem eru tveggja manna, eru með verönd, sér baðherbergi og litlu, en fullbúnu eldhúsi.
Á lóðinni er einnig að finna útisturtu, baðhús og heitan pott inn á milli trjánna.
Fátt er betra eftir góðan dag í fersku íslensku fjallalofti, en að skola af sér í útisturtu og slaka síðan á í heitum potti.
Hlökkum til að bjóða ykkur uppá notalega upplifun á The Herring House, þar sem mikil áhersla er lögð á hreinlæti og persónulega þjónustu.
Nordic Lodges Langholt
Birkihlíð 31, Kalsstaðir, 301 AkranesLangholt er nýlegur, stór og mjög fallegur bústaður á Hvalfjarðarströnd, uppi í birkivaxinni hlíðinni um 2 km vestan við Hótel Glym. Útsýn er einstök, hvort sem það er inn á Botnssúlurnar, út á Faxaflóann, eða einfaldlega á fjörðinn sjálfan, síbreytilegan í samspili ljóss og skugga. Langholt er í innan við klukkutíma akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu, á stórri lóð sem býður upp á mikið andrými!
Þrjú svefnherbergi með rúmum fyrir 5 manns eru í Langholt, og heitavatnspottur byggður ofan í veröndina. Húsið er nettengt með ljósleiðara.
Hagi 2 Road 62
Hagi, 2, 451 PatreksfjörðurGisting í 2 litlum sumarhúsum - samtals gisting fyrir 6 (4+2).
Við erum með tvö sumarhús fullbúin með litlu eldhúsi og góðri verönd. Fallegt útsýni til fjalls og fjöru og stutt í sundlaug og náttúrupotta. Þægilegar dagsferðir á fallega staði s.s. Látrabjarg, Rauðasand og Dynjanda.
Keldudalur
Hegranesi, 551 SauðárkrókurÍ Keldudal í Hegranesi í Skagafirði eru leigð út 2 fullbúin sumararhús, Leifshús og Gestahús. Í Keldudal er rekið stórt kúabú, á bænum eru auk þess kindur, geitur, hross, íslenskar hænur og íslenskir fjárhundar. Gestgjafar eru Guðrún Lárusdóttir og Þórarinn Leifsson.
Gistihúsið Syðra-Skörðugil
Syðra-Skörðugil, 560 VarmahlíðVorið 2015 var Gistiheimilið "Ömmubær" gert upp.
Í húsinu eru 5 svefnherbergi , 2 baðherbergi , sameiginlegt eldhús og stofa.
Við húsið er glæsileg verönd með garðhúsgögnum, gasgrilli og heitum potti.
Húsið rúmar 14 manns í gistingu í uppábúnum rúmum, morgunverður er innifalinn í verði ásamt öllum sköttum.
Samkvæmt ummælum gesta á booking.com eru þeir afar ánægðir með gistinguna. Gistihúsið hefur hlotið 9,0 í einkunn af 10 mögulegum sem telst mjög gott og flokkast undir excellent !
Það geta allir látið fara vel um sig í Ömmubæ.
Ferðaþjónustan Hellishólum
Hellishólar, 861 HvolsvöllurHellishólar í Fljótshlíð er glæsileg ferðaþjónusta sem býður upp á fjölbreytta afþreyingu fyrir gesti, gistingu í sumarhúsi og fullkomna tjaldaðstöðu. Hellishólar eru staðsettir mitt í sögusviði Brennu-Njálssögu og eru í um klukkutíma fjarlægð frá Reykjavík.
Hellishólar eru stoltir að kynna þá afþreyingu sem hægt er að stunda á svæðinu og má þar helst nefna glæsilegan níu holu golfvöll, Hellishólavatn til að veiða í, heita potta, leiksvæði, hestaleigu og margt fleira.
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
HH Gisting
Hellisholt 2, 781 Höfn í HornafirðiGistiheimilið er í Sveitarfélaginu Hornafirði, um 35 km austur af Jökulsárlóni, rétt við þjóðveg 1. Fallegur skógarlundur liggur til austurs og stórbrotin fjalla- og jöklasýn er til norðurs. Höfn er 25 km í austur frá okkur.
Skarð Sumarbústaðaleiga
Skarð, 760 BreiðdalsvíkSkarð er í samvinnu við Ferðaþjónustu bænda með sína bændagistingu. Þar að auki bjóða þau upp á íbúðarhús til leigu skammt frá Skarði.
Vinsamlegast hafið samband fyrir frekari upplýsingar.
I-stay
Byggðavegur, 245 SuðurnesjabærÁ tjaldsvæðinu er þjónustuhús þar sem eru salerni, sturtur, útivaskar (með heitt og kalt vatn), einnig er hægt að fá afnot af þvottavél og þurrkara. Hjólastóla aðgengi er að salernum og sturtum. Á tjaldsvæðinu eru rafmagnstenglar og aðstaða til að losa salerni húsbíla og vatnsfylling.
Hótel Bjarkalundur
Reykhólasveit, 380 ReykhólahreppurHótel Bjarkalundur í Reykhólasveit stendur í fögru og stórbrotnu umhverfi við þjóðveginn milli Berufjarðar og Þorskafjarðar. Það var byggt árið 1945-1947 og er elsta sumarhótel landsins. Frá Bjarkalundi liggja vegir til allra átta: suður til Reykhóla, norður til Hólmavíkur og Ísafjarðar og vestur á suðurfirðina þar sem við blasir íslensk náttúra í sinni fegurstu og dulmögnuðustu mynd. Fjölmargar gönguleiðir eru við Bjarkalund. Ferðamálasamtök Vestfjarða hafa gefið út ýmis kort og handhægar leiðarlýsingar á þessu svæði.
Skammt frá Bjarkalundi er afleggjarinn til Reykhóla, sem liggur um hina blómfögru Barmahlíð. Rétt hjá Bjarkalundi er Berufjarðarvatn og í það rennur Alifiskalækur út í Þorskafjörð. Eru þar fyrstu heimildir um fiskirækt á Íslandi. Merkileg og falleg náttúrufyrirbæri eru í næsta nágrenni við Bjarkalund. Vaðalfjöllin gnæfa tignarlega norðan við hótelið. Frá Bjarkalundi upp að Vaðalfjöllum er góð gönguferð. Þar má skoða þessa stórfenglegu náttúrusmíð. Hægt er að fara alla leið upp og notið hins einstæða útsýnis úr rúmlega 500 metra hæð. Þar sér niður á Þorskafjörðinn, en við fjarðarbotninn voru Kollabúðafundir haldnir á 19 öld.
Miðdalskot Cottages
Miðdalskot, 801 SelfossÍ Miðdalskoti er boðið upp á gistingu í 5 íbúðum. Íbúðirnar eru fullbúnar með eldhúsi, baðherbergi og grilli. Hver íbúð hefur tvö svefnherbergi með tveimur 90x200cm rúmum hvort og tvöföldum svefnsófa í stofunni. Það geta 6 gist og hægt er að fá barnarúm fyrir börn yngri en 2ja ára.
Miðdalskot er fjölskyldurekinn sveitabær með mjólkurbúi og hestum. Það eru tamdir og spakir hestar við íbúðirnar og möguleiki að leyfa börnum að komast eitthvað á hestbak.
Miðdalskot er staðsett 6 km frá Laugarvatni, á Gullna Hringnum. 20 mínútna akstur er á Geysi, 30 mínútur á Selfoss, 20 mínútur á Þingvöll og tæpar 60 mínútur til Reykjavíkur. Golfvöllurinn Dalbúi er á næsta bæ eða 5 mínútur í burtu, Laugarvatn Fontana er á Laugarvatni og margt fleira skemmtilegt hægt að skoða í næsta nágrenni hérna á suðurlandinu.
Bjóðum uppá tilboðsverð fyrir vikudvöl í sumar. Þú finnur okkur á www.middalskot.is facebook og instagram sem Middalskot Cottages.
Núpar Cottages
Núpar, 816 ÖlfusSumarhúsin að Núpum eru 8 bjálkahús staðsett á fallegum stað í Ölfusi,
Þar af 4 hús 4-5 manna (35 m2) með hjónaherbergi og einu kojuherbergi, svefnsófi í stofu. Og 4 hús 2-3 manna (22 m2) með hjónaherbergi og svefnsófa í stofunni. Öll húsin eru með eldhúskrók, salerni/sturtu, sjónvarpi, DVD og útvarpi með geislaspilara. Verönd með heitum potti og grilli við hvert hús.
Húsin standa hátt - gott útsýni yfir Ölfusið og á góðum degi blasir Eyjafjallajökull við. Góðar gönguleiðir í nágrenninu. Hestaleiga í næsta nágrenni. Núpar standa við veg nr. 38, 3 km frá Hveragerði.
Vegalengdir frá Núpum að helstu ferðamanna stöðum eru eftirfarandi:
Eldhestar hestaleiga- 4 km eða 3 min akstur Kerið í Grímsnesi- 25,6 km eða 21 min akstur
Strandarkirkja- 27,1 km eða 19 min akstur Stokkseyri (draugasetrið)- 30,9km eða 23 min akstur
Þingvellir- 55 km eða 41min akstur
Sögusetrið Njálu hvolsvelli- 63,4 km eða 49 min akstur Gullfoss og Geysir- 81,8 km eða 59 min akstur Dyrholaey Vík- 138 km eða 1 kl og 50 min akstur
Mjóanes accommodation
Mjóanes, 701 EgilsstaðirNotaleg gisting í sveitinni, staðsett 18 km frá Egilsstöðum - 8 km frá Hallormsstað. Góðar gönguleiðir í nágrenninu.
Hér eru 2 bústaðir með rúm fyrir allt að 4 og baðherbergi með wc og vask. Sturturnar eru í þjónustuhúsi nokkrum metrum frá, þar er líka eldhús/setustofa og í hlöðunni er poolborð og píluspjald.
Einnig er heitur pottur og gufa við hliðina á þjónustuhúsinu.
Á neðri hæð í íbúðarhúsinu eru 3 herbergi, 2 sameiginleg baðherbergi og eldhús.
Hér tekur gestgjafi vel á móti öllum, persónuleg þjónusta og heimilislegt.
Við erum miðsvæðis á Héraði hvort sem hugurinn leitar upp til fjalla eða út að sjó. Margar fallegar náttúruperlur, sögustaðir, afþreying, gönguleiðir og kaffihús.
Kíkið á hengifoss.is og east.is/is
Geysir smáhýsi
Geysir, Haukadalur, 801 SelfossVinsamlegst hafið samband vegna bókana og upplýsinga.
Gistiheimilið Stöng
Mývatnssveit, 660 MývatnGistiheimili á kyrrlátum stað með fallegu útsýni yfir fallegt vel gróið land. Þaðan er falleg gönguleið á Sandfell auk þess sem það vel staðsett til skoðunarferða í helstu náttúruperlur Þingeyjarsýslu og Mývatnssveitar. Veitingasalur með vínveitingaleyfi þar sem hægt er að fá allt frá morgunverði til þriggja rétta máltíða. Aðgangur er að heitum pottum.
Söðulsholt
Söðulsholt, 342 StykkishólmiFerðaþjónustan í Söðulsholti býður upp á gistingu í 4 bústöðum og er svefnaðstaða fyrir 4 í hverjum bústað. Bústaðirnir eru með 1 svefnherbergi/hjónarúm og svefnloft með tveimur einstaklingsrúmum, vel útbúið eldhús, setustofu, baðherbergi með sturtu og góða útiverönd með útigrill. Lágmarksdvöl eru frá 2-3 nætur. Gestir okkar geta bókað stuttar hestaferðir (hestaleiga) eða rennt fyrir lax og silung á svæðinu (Aukagjald). Einnig bjóðum við upp á hagabeit ef gestir okkar vilja koma með eigin hesta og njóta útreiðatúra á reiðvegum í Söðulsholti og nágrenni. Vinsamlegast hafið samband vegna bókana eða kynnið ykkur mögulegar dagsetningar á vefnum okkar.
Gistihúsið Garður
Skagabraut 62a, 250 SuðurnesjabærGistihúsið er í aðeins 10 mínútna akstursfjarlægð frá Keflavíkurflugvelli en það er staðsett í litla strandbænum Garði. Það býður upp á ókeypis Wi-Fi Internet og bílaleigu á staðnum.
Allar íbúðir og bústaðir gistihússins Guesthouse Gardur eru með gervihnattasjónvarpi og nútímalegu eldhúsi. Allar eru með ljósar og rúmgóðar innréttingar ásamt baðherbergi með sturtu.
Starfsfólkið getur aðstoðað við skipulagningu veiðiferða, fuglaskoðunar og golfferða. Strandlengjan er í 100 metra fjarlægð. Í innan við 5 mínútna göngufjarlægð er að finna vita en þar geta gestir notið máltíða, sólsetursins eða ef heppnin er með þeim, norðurljósanna.
Miðbær Reykjavíkur og þjóðvegur 1 eru í innan við 60 km fjarlægð.
Svartaborg
Rangá, 641 HúsavíkSvartaborg Lúxus í Norðri. Húsin 6 standa í hlíð með góðu útsýni yfir dalinn og sólsetrið í norðri. Staðsetning er mjög góð þegar kemur að helstu perlum Norðurlands eystra. Mætti þar nefna dagsferðir til að skoða Goðafoss og Mývatnssveit, Ásbyrgi og Dettifoss, Sjóböðin Geosea og hvali á Húsavík, Melrakkasléttu og Akureyri svo eitthvað sé nefnt. Húsin voru opnuð sumarið 2020 og eru fallega hönnuð með þægindi í fyrirrúmi. Einstök hús hönnuð af eigendunum og hönnuðunum Róshildi og Snæbirni sem búa á staðnum á gamla sveitabæ forfeðra Róshildar.
North Star Cottage
Lambafell, 861 HvolsvöllurÞessi bústaðir er með eldunaraðstöðu og bjóða upp á útsýni yfir Eyjafjöll, eldhúskrók, antikhúsgögn og verönd með útihúsgögnum. Þeir eru staðsettir við Eyjafjallajökul, í 1 mínútna akstursfæri frá hringveginum. Gestastofan á Þorvaldseyri er staðsett á staðnum.
North Star Cottage er með viðarinnréttingum, setusvæði og innanhúsgarði undir berum himni. Bústaðirnir eru með baðherbergi með sturtu, hárþurrku og ókeypis snyrtivörum.
Hestaferðir eru í boði í Skálakoti sem er staðsett í 10 mínútna akstursfæri. Skógafoss er í 10 mínútna akstursfæri. Almenningssundlaugin á Seljavöllum er í 20 mínútna akstursfæri frá bústöðunum.
Brimhestar
Brimilsvellir, 356 SnæfellsbærVið bjóðum upp á skipulagðar hestaferðir með leiðsögn um frábærar reiðleiðir á mjög góðum hestum fyrir alla. Í boði er allt frá 1 klukkutíma útreiðartúr upp í 3 - 8 daga með gistingu og veitingum.
Hjá okkur er hægt að gista í glæsilegu 120 fm sumarhúsi (max. 10), kósý 26 fm sumarhúsi fyrir 2, eða í herbergjum með morgunmat. Kaffiveitingar og kvöldmatur (þarf að bóka fyrirfam), heitur pottur
Verið velkomin að hafa samband við okkur.
Veiðiþjónustan Strengir
Smárarimi 30, 112 ReykjavíkVeiðiþjónustan Strengir var stofnuð árið 1988 og hefur síðan þá lagt mikla áherslu á persónulega og góða þjónustu við veiðimenn jafnt innlenda sem erlenda. Bjóðum upp á lax-og silungsveiði með gistingu víða á landinu svo sem í Hrútafjarðará, Jöklusvæðinu, Breiðdalsá og Minnivallalæk. Fjölbreytt úrval veiðileyfa í boði.
Og í veiðihúsum Strengja er einnig boðin gisting fyrir alla ferðalanga allt árið ef húsrúm leyfir, bæði fyrir hópa sem og aðra sem vilja taka stök herbergi og með eða án þjónustu.
Ártún Ferðaþjónusta
Ártún, Grýtubakkahreppur, 616 GrenivíkÁrtún, Heimagisting - Boðið er upp á 5 notaleg herbergi á sér hæð, þrjú 2ja manna herbergi og tvö 3ja manna herbergi. Öll herbergin eru nýstandsett og vönduð rúm. Á hæðinni er sér snyrting með sturtu. Möguleiki á að setja inn aukadýnu í herbergin. Morgunverður, í veitingaskála á neðri hæð, innifalinn. Hlý og persónuleg þjónusta.
Ath! Hægt er að fá keyptan mat ef pantað er fyrirfram, eða eftir nánara samkomulagi.
Ártún, Tjaldstæði - Góð aðstaða, og nægt pláss er fyrir tjöld, fellihýsi, húsvagna og húsbíla. Góð hreinlætisaðstaða. Snyrtingar með sturtu, inniaðstaða fyrir fólk til að matast. Rafmagn. Seyrulosun er á staðnum. Möguleiki á þráðlausri internettengingu. Vínveitingar eru í boði í veitingaskálanum í Ártúni. Tjaldstæðin eru vel slétt og þétt. Rýmið er nánast óendanlegt og gefur því þeim sem það vilja, kost á að vera vel útaf fyrir sig. Opnunartími tjaldstæðisins er frá 1. maí - 30. september, eða eftir nánara samkomulagi.
Stutt er til Grenivíkur í aukna þjónustu svo sem verlsun, sundlaug, golfvöll, útgerðarminjasafn, gallery og fleira. Úrval áhugaverðra staða er í nágrenni Ártúns sem vert er að skoða svo sem Minjasafnið í Laufási. Fallegar gönguleiðir, fjölskrúðugt fuglalíf, hestferðir í nágrenninu, sólsetur á heimsmælikvarða og fleira sem heillar.
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Gistiheimilið Brekka
Aðaldalur, 641 HúsavíkBrekka Gistiheimilið er í fallegu umhverfi mitt á milli Húsavíkur og Mývatns.
Gistihúsið er vel staðsett til skoðunarferðar að Goðafossi,Mývatni,hvalaskoðun á Húsavík,Dettifossi,Öskju og Akureyrar.
Veitingastaðurinn er opinn frá 1. maí til 30. september.
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Ferðaþjónustan Snorrastöðum
Kolbeinsstaðarhreppur, 311 BorgarnesBjóðum upp á gistingu í 5 sumarhúsum, auk gistihúss þar sem við getum tekið á móti stærri hópum. Tilvalið til að halda fjölskyldumót. Heitir pottar eru við öll húsin. Gisting í fallegu umhverfi. Löngufjörur og Eldborgin í túnfætinum.
Sky Sighting Iglúhús
Árbakki, 621 DalvíkIglúhúsið býður þér tækifæri á frumlegu fríi. Með einstakri staðsetningu og húsagerð munt þú í hlýju rúmi upplifa nótt undir stjörnubjörtum himni, norðurljósunum eða miðnætursólinni. Iglúhúsið er staðsett í 50 metra frá húsinu okkar, skammt frá bökkum Þorvaldsár.
Syðri-Hagi
Syðri-Hagi, Árskógsströnd, 621 DalvíkTveir heilsársbústaðir Götusel og Sólsetur eru til leigu að Syðri-Haga í Dalvíkurbyggð.
Götusel er 37 fm. ásamt stórri verönd. Í bústaðnum er svefnaðstaða fyrir 4 í tveimur svefnherbergjum, auk þess er svefnsófi fyrir 2 í stofu og dýnur á svefnlofti. Eldhúsið er fullbúið. Borðbúnaður er fyrir 8 manns. Sjónvarp er í bústaðnum og frítt þráðlaust net. Heitur pottur og gasgrill er á verönd.
Húsið er til leigu frá mars og fram í nóv, en lokað yfir vetrarmánuðina.
Sólsetur er 25 fm, byggt 2016 - 2017. Í bústaðnum er eitt svefnherbergi með svefnaðstöðu fyrir tvo. (2 rúm *90 cm, hægt er að setja rúmin saman), auk þess er svefnsófi fyrir tvo í stofu. Eldhúsið er fullbúið. Borðbúnaður er fyrir fjóra. Sjónvarp er í bústaðnum og frítt þráðlaust net. Heitur pottur og gasgrill er á verönd.
Húsið er til leigu allt árið.
Húsdýr eru ekki leyfð.
Gestgjafar eru: Gitta Ármannsdóttir og Hafliði Sigurðsson, Linda Andersson og Jónas Leifsson.
Kerbyggð
Kerbyggð, 805 SelfossSumarhúsin eru 5 og eru staðsett við Gullna hringinn á Suðurlandi, 2 km frá Kerinu. Boðið er upp á nútímaleg hús með ókeypis WiFi, fullbúnu eldhúsi og einkaverönd með fjallaútsýni.
Húsin eru öll 93 m3 með uppábúnum rúmum , handklæðum og baðsnyrtivörum.
3 herbergja fjölskylduhúsin eru með 1 stóru hjónaherbergi og 2 minni herbergjum (rúm fyrir 6 manns), 1 stóru baðherbergi . Það er ekki heitur pottur í þeim.
Svítuhúsin eru með 2 stórum herbergjum (rúm fyrir 5 manns ) 2 baðherbergjum og heitum nuddpotti á verönd.
Báðar hústýpurnar eru að öðru leyti sambærilegar með fullkomnu eldhúsi , borðstofu og stofu með fallegum húsgögnum.
Í eldhúsi er kaffi og te , salt og pipar og olífuolía.
Það er góð nettenging í húsunum og sjónvarp og þráðlaus hátalari.
Lokaþrif er innifalið í þessu verði.
Þetta er í raun eins og að koma á hótel , allt er tilbúið við komu og svo kemur starfsfólk frá okkur eftir dvöl og þrífur húsið.
Jaðar II
Jaðar 2, 845 FlúðirJaðar er notaleg gisting fyrir fimm manns. Hér er fullbúið hús með líni og þvottaherbergi.
Endilega hafið samband fyrir frekari upplýsingar eða bókarnir.
Ferðaþjónustan Syðra-Skörðugili
Syðra-Skörðugil, 560 VarmahlíðÍ boði er gisting í nýuppgerðu gistihúsi sem rúmar allt að 14 manns í uppábúnum rúmum. Í húsinu eru 5svefnherbergi og tvö baðherbergi. Vel útbúið eldhús sem ásamt notalegri stofu og borðstofu. Húsið er allt hið glæsilegasta. Við húsið er upphituð verönd með garðhúsgögnum , gasgrilli og heitum potti.
Hestaleiga: Við höfum mikið úrval af frábærum hestum bæði fyrir óvana sem og vana reiðmenn. Hægt er að panta bæði lengri sem styttri ferðir. Vinsælasta ferðin okkar er 2 klst reiðtúrinn enda er farið með gesti um falleg landslag á friðsælum stað hér ofan við bæinn.
Hestaferðir: Í boði eru jafnt lengri sem styttri hestaferðir um ægifagran Skagafjörðinn jafnt sumar sem haust. Sjá nánar á vefsíðunni okkar.
Gistiheimilið Húsið
Fljótshlíðarvegur, 861 HvolsvöllurGistihúsið Húsið er staðsett í jarðvarmagarði Kötlu í aðeins 20 mínútna akstursfjarlægð frá göngusvæði Þórsmerkur. Í boði er útsýni yfir fjöll og sveit ásamt ókeypis Wi-Fi Interneti og bílastæði. Boðið er eingöngu herbergið með uppábúin rúm með eigin handlaug og aðgang að sameiginlegu baðherbergi.
Gestasetustofan er með DVD-spilara, spil og sófar. Morgunverðarhlaðborð er borið fram frá kl. 8:00 til 9:30, og hægt er líka að panta nestispakka. Starfsfólk getur aðstoðað við að skipuleggja hestaferðir eða gönguferðir.
Mikil afþreying er í boði. Sem dæmi má nefna Gluggafoss sem er friðlýst náttúruvætti. Fljótshlíðardalurinn er allt um kring en þar er að finna jökultindana í Kötlu Jarðvangi. Á svæðinu er vinsælt að stunda hestaferðir, golf og fiskveiðar. Við mælum einnig með að skoða Lava – Eldfjalla- og jarðskjálftamiðstöð Íslands sem er fjölbreytt afþreyingar- og upplifunarmiðstöð. Lava gefur þér ekki aðeins kost á að upplifa náttúruöfl með gagnvirkum og lifandi hætti, heldur tengir þig einnig við náttúruna sem við þér blasir: Heklu, Tindfjöll, Kötlu, Eyjafjallajökul og Vestmannaeyjar.
Verslanir, veitingarstaðir og sundlaginn er á Hvolsvelli. Á sundlaugarsvæðinu eru: 25m útilaug, 2x heitir pottar; 1x vaðlaug; Rennibraut; Úti- og inniklefar; Gufubað.
Stekkjardalur
Stekkjardalur, 541 Blönduós140 fm. velbúið hús sem leigist í einu lagi. Svefnpokapláss með stuttum fyrirvar ef húsið er ekki í annarri leigu. Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Vesturbrúnir 4
Vesturbrúnir 4, 801 SelfossNútímalegur bústaður á besta stað á Suðurlandi. Stutt í helstu náttúruperlur svæðisins og helstu þjónustu.
Stundarfriður
Hólar 1, 340 StykkishólmurStundarfriður ehf er ferðaþjónusta með 7 herbergja Hótel og 4 bústaði, staðsett við rætur Drápuhlíðarfjalls í Helgafellssveit 12 km frá Stykkishólmi.
Við bjóðum upp á veitingar ss morgunverð og kvöldverð á sanngjörnu verði .
Tilboð: Við veitum 50 % afslátt þegar bókað á heimasíðu með þvi að nota afsláttarkóða "stundar" fyrir tímabilið 1/6 - 31/08 og "vetur" fyrir önnur tímabil
eða með því að hafa beint samband.
Ferðaþjónustan Úthlíð
Bláskógabyggð, 806 SelfossFerðaþjónustan í Úthlíð stendur í jaðri óspilltrar náttúru Suðurlands. Bærinn stendur við þjóðveg nr. 37 og er í 100 km fjarlægð frá Reykjavík. Frá Úthlíð og þaðan er stutt að sækja heim marga áhugaverða staði eins og Gullfoss og Geysi. Bláa kirkjan vísar veginn heim að Úthlíðarbænum en ferðaþjónustan er við næsta afleggjara fyrir austan.
Orlofshúsin í Úthlíð eru staðsett á brúninni fyrir ofan bæinn og skarta einstöku útsýni yfir sveitir suðurlands. Húsin eru misstór og er best að skoða úrvalið og bóka gistingu á vefsíðunni okkar www.uthlid.is
Veitingastaðurinn Réttin er opin alla daga ársins kl. 16 – 20. Alla laugardaga er opið kl. 11 – 21. Á sumrin er að sjálfsögðu opið lengur. Sjá nánar á www.uthlid.is
Úthlíðarvöllur er 9 holu golfvöllur í holtinu fyrir neðað þjóðveg. Rástímabókanir á www.golf.is
Tjaldsvæði með rafmagni, góðri aðstöðu í þjónustuhúsi svo sem heitum pottum og þvottaaðstöðu. Tjaldsvæðið er hugsað fyrir fjölskyldufólk og er óskað eftir kyrrð eftir miðnætti.
Cottage of the year 2020. Ferðaþjónustan Úthlíð var valin „Cottage of the year 2020 in Iceland“ sem byggir á umsögnum fjölda viðskiptavina Ferðaþjónustunnar í Úthlíð.
Hestaleigan Bjössa Blesi og Svali ásamt öllum hinum skemmtilegu hestunum í Úthlíð eru miklir gleðigjafar og skokka með krakka sem fullorðna í spennandi útreiðartúra.
Til að bóka hestaleigu er best að fara inn á vefinn www.uthlid.is, panta þarf hesta með fyrirvara, helst daginn áður.
Búnaður:
Ferðalangar skulu vera í hlýjum, mjúkumog vantsheldum fatnaði ásamt vatnsheldum skóm
Ferðaþjónustan skaffar hesta, reiðhjálma og reiðtygi.
Leiðsögumaður stýrir ferðinni og hraða
Brúarfoss:
Skemmtilegur útreiðartúr frá Úthlíð sem leið liggur eftir Kóngsveginum að gömlu brúnni sem liggur yfir Brúará og er við Brúarfossinn. Kóngsvegurinn var lagður fyrir konungskomuna 1907. Stuttir kaflar hafa varðveist af þessum vegi og munum við ríða hann alla leið að fossinum.
Ferðin tekur liðlega klukkustund.
Útreiðartúr á frekar sléttu landi en það er riðið yfir á. Krefjandi fyrir óvana.
Kolgrímshóll:
Riðið er sem leið liggur frá Úthlíð upp svokallaðan Skarðaveg. Eftir stutta reið er leiðangurinn kominn í ósnortna náttúru Úthlíðar með óviðjafnanlega sýn til fjalla. Áð er við Kolgrímshól sem dregur nafn sitt af þeim tíma þegar Skálholtsbiskup átti Úthlíðarjörðina og nýtti skóginn til kolagerðar. Létt ganga er upp á hólinn en þar er fallegt útsýni til allra átta.
Ferðin tekur 1 1/2 tíma.
Léttur útreiðartúr á frekar sléttu landi, en er krefjandi fyrir óvana.
Kóngsvegurinn:
Riðið er frá Úthlíð upp að veitingastaðnum Réttinni og þaðan eftir kóngsveginum sem var lagður fyrir konungskomuna 1907. Riðið er um fallega kjarrivaxna slóð.
Ferðin tekur um 30 mín.
Léttur útreiðartúr á frekar sléttu landi fyrir alla.
Björn Jónsson / Ferðaþjónustan Vorsabæ
Vorsabær 2, Skeiða- og Gnúpverjahreppi, 804 SelfossHestaferðir
Í Vorsabæ 2 er boðið er upp á hestaferðir þar sem lögð er áhersla á persónulega þjónustu og leiðsögn. Eingöngu er tekið á móti litlum hópum og það er tilvalið fyrir fjölskyldur eða litla vinahópa þar sem allir geta tekið þátt. Við tökum að okkur að teyma hesta undir minna vönum börnum í ferðum.
Allar ferðir hefjast inni í reiðhöll þar sem hver og einn getur kynnst hestinum sínum. Svo er farið og riðið út um næsta nágrenni á þeim hraða sem hentar hverju sinni.
Við erum með trausta og skemmtilega hesta við allra hæfi, bæði fyrir alveg óvana og vana knapa. Í boði eru 1, 2 og 3 tíma hestaferðir, en einnig eru í boði dagsferðir fyrir vana knapa sem taka 5 tíma.
Einnig bjóðum við upp á það að teyma hesta undir börnum inni í reiðhöll í um 10 mínútur fyrir hvert barn.
Sveitalíf / Heimsókn á bæinn
Hægt er að koma í heimsókn til að skoða dýrin og búskapinn á bænum. Tekið er á móti litlum og stórum hópum og gefst gestum kostur á að fræðast um dýrin og klappa þeim. Starfsemin getur verið nokkuð mismunandi eftir árstíma og t.d. á vorin geta allir séð nýfædda kiðlinga, lömb og folöld.
Orlofshús til útleigu á bænum
Húsið rúmar allt að 7 manns í gistingu. Þar eru 2 svefnherbergi, í öðru er tvíbreitt rúm en í hinu eru kojur. Auk þess er rúmgott 18 fermetra svefnloft og þar eru 3 rúm. Auk þess er hægt að fá lánað barnarúm án gjalds fyrir 2 ára og yngri. Eldhúsið er búið öllum nútíma tækjum og áhöldum og í setustofu er sjónvarp. Við húsið er skjólgóð verönd með garðhúsgögnum og gasgrilli. Ekki er aðgangur að heitum potti en hægt er að komast í sundlaug sem staðsett er í 2 km. fjarlægð. Upplögð staðsetning fyrir þá sem ferðast um Suðurland, þar sem stutt er til margra vinsælla ferðamannastaða og stutt í margskonar þjónustu.
Gistiheimilið Móar
Móar, 301 AkranesÞægileg einkagisting í fallegu umhverfi, bara 5 mínútna akstur frá Akranesi. Gistiheimilið Móar býður upp á gistingu í uppábúnum rúmum með sameiginlegu baði og eldhúsi.
Austurey cottages
Austurey 1, 806 SelfossVertu útaf fyrir þig í sex nýlegum bústöðum með glæsilegu útsýni.
Nordic Natura
Meiðavellir, Kelduhverfi, 671 KópaskerGullfalleg og vel staðsett 25 m2 stúdíóhús á barmi Ásbyrgis með stórkostlegu útsýni til allra átta. Húsin eru með stílhreinni eldhúsinnréttingu (uppþvottavél, ísskápur, örbylgjuofn og helluborð) og öllum nauðsynlegustu eldhúsáhöldum og tækjum. Við hvert hús er 25 m2 sólpallur með gasgrilli og útihúsgögnum. Húsin eru hönnuð með þægindi í huga. Gæðarúm frá Svefn og heilsu og öll rúmföt og handklæði eru úr 100% lífrænni Fair traid bómull. Allar sápur eru annaðhvort lífrænar eða náttúrulega handunnar úr héraði. Góður svefnsófi til staðar fyrir börnin.
Opnunartími: 15. júní – 20. ágúst (utan þess eftir samkomulagi).
Nánari upplýsingar inni á www.nordicnatura.is eða í gegnum info@nordicnatura.is
__________________________________________________________________________________
Skutlþjónusta fyrir göngu- og hjólafólk
Nordic Natura býður upp á skutlþjónustu fyrir göngu- og hjólafólk í Vatnajökulsþjóðgarði.
Ásbyrgi – Vesturdalur – Hólmatungur – Dettifoss. Hvar og hvernig sem þú ákveður að plana gönguna þá erum við til staðar hvort sem þig vantar að láta sækja þig á endastöð eða skutla þér á byrjunarreit.
Tímabil: júní – september
Nánari upplýsingar inni á www.nordicnatura.is eða í gegnum info@nordicnatura.is
__________________________________________________________________________________
Dagsferðir með Nordic Natura
Nordic Natura býður upp á persónulegar dagsferðir yfir bæði sumar og vetur. Leitast er við að bjóða ferðir þar sem gestir upplifa eitthvað nýtt og áhugavert sem venjulega væri utan seilingar fyrir hinn hefðbundna ferðamann.
Jeppaferðir. Tímabil: júní – mars (Fer eftir tegund ferðar)
Nánari upplýsingar á www.nordicnatura.is eða í gegnum info@nordicnatura.is
Ferðaþjónustan Vellir
Vellir, 871 VíkÁ friðsælum sveitabæ milli jökuls og sjávar er fjölskyldurekin ferðaþjónusta, lítið gistihús og tvö sumarhús. Á bænum eru kindur, hestar, hænur, kisur og hundur.
Verið velkomin til okkar.
Miðhóll gestahús
Miðhóll, 851 HellaMiðhóll gestahús er hús sem stendur við heimilið okkar á Miðhóli og opið allt árið. Á Miðhóli búum við fjölskyldan ásamt hundi, köttum og hestum. Gestahúsið er 32,6 fermetrar að stærð og í því er allt sem heimili þarfnast. Í húsinu er gistiaðstaða fyrir fjóra. Hjónarúm er í svefnherberginu og síðan góður svefnsófi í aðalrýminu. Einnig er þvottavél, þurrkari, sjónvarp og uppþvottavél. Húsið er 3,1 km frá þjóðvegi 1. Húsið er mjög vel staðsett til að ferðast á Suðurlandi þar má nefna:
Landmannalaugar (103 km)
Geysir Haukadal (68,5 km)
Gullfoss (71,8 km)
LAVA Centre (27,2 km)
Skógar (73,3 km)
Jökulsárlóni (272 km)
Þingvellir (72km)
Verið þið velkomin :)
Mórunes
Barðaströnd, 451 PatreksfjörðurFerðaþjónustan Bakkaflöt
Tungusveit, 560 VarmahlíðBakkaflöt er fjölskyldurekið fyrirtæki sem byrjaði með gistingu og veitingar árið 1987. Erum með gistingu í smáhýsum með sérbaði, herbergjum með sameiginlegu baði, stærri sumarhúsum og tjaldstæði. Sundlaug, heitir pottar, veitingastaður og bar á staðnum.
Frá árinu 1994 höfum við boðið upp á fljótasiglingar niður Austari og Vestari jökulsá.
Í sumar(2020) erum við með tilboð í Vestari jökulsá: 11.900 kr á mann. 8.000 kr fyrir 9-12 ára.
Frábær ferð um skemmtilegt landslag. Stoppað til að fá sér kakó úr heitri uppsprettu og svo er auðvitað stoppað við stökk klettinn og þeir sem vilja stökkva ofan í ána.
Bjóðum einnig upp á Sit on top Kayak ferðir niður Svartá, Paintball, Þrautabraut og Loftbolta.
Á staðnum: Gisting í smáhýsum með sérbaði, stærri sumarhúsum, herbergjum án baðs, tjaldstæði, lítil sundlaug og heitir pottar, veitingastaður og bar.
Frystiklefinn Hostel og menningarsetur
Hafnargata 16, Rifi, 360 HellissandurFrystiklefinn er marg-verðlaunað menningarsetur og hostel, staðsett í uppgerðu frystihúsi í Rifi, litlu þorpi á norðanverðu Snæfellsnesi.
Íslensk list, menning og gestrisni einkenna Frystiklefann og fara gestir, sem leita eftir einstakri íslenskri upplifun þaðan með ógleymanlegar minningar í farteskinu.
Hjá Frystiklefanum er boðið upp á sérherbergi, dorm, tjaldsvæði og fimm íbúðir.
Nýpugarðar
Nýpugarðar, 781 Höfn í HornafirðiNýpugarðar er gistiheimili á Suðausturlandi sem býður upp á ódýra gistingu þar sem áhersla er lögð á góða þjónustu. Við bjóðum uppá níu hefbergi með sérbaði, tvö með sameiginlegu baði auk tveggja sumarhúsa sem rúma 2-4 gesti.
Á Nýpugörðum er boðið upp á hefðbundin íslenskan mat. Nýpugarðar er staðsett upp á hól og hefur frábært útsýni yfir jökla, fjallahringinn sem Hornafjörður skartar og heillandi fjörurnar í bakrunn.
Ferðaþjónustan Hænuvík / Handverkshúsið Gullhóll
Hænuvík, 451 PatreksfjörðurÍ Hænuvík er rekin sumarhúsaleiga. Þar eru til leigu 4 misstór sumarhús. 4 – 10 manna hús. Sumarhúsin eru öll með eldunaraðstöðu og baðherbergi. Við öll sumarhúsin er hægt að sitja úti og njóta náttúrunnar og kyrrðarinnar. Í Hænuvík er mikið fuglalíf. Þar er hvít sandfjara og fallegt sólarlag. Einnig eru margar fallegar gönguleiðir á staðnum. Á vorin er hægt að fá leiðsögn í fjárhús og sjá kindurnar.
Í Hænuvík er handverkshúsið Gullhóll með heimagerðu handverki eftir heimilisfólkið í Hænuvík. Þar er hægt að kaupa rendar skálar, prjónaða sokka, vettlinga og lopapeysur auk ýmisskonar vöru sem gerð er á staðnum.
Hótel Heydalur / Ferðaþjónustan í Heydal
Mjóifjörður, 420 SúðavíkSveitahótelið Heydalur er í 130 km fjarlægð frá Ísafirði og 320 km – 340 km fjarlægð frá Reykjavík eftir því hvaða leið er valin. Veitingasalur, sem er í gamalli hlöðu, rúmar 70 – 100 manns og fundaraðstaða er fyrir 10 – 40 manns. Boðið er upp á gistingu fyrir 59 manns í átta tveggja manna og einu þriggja manna herbergi í flokki 3 og átta tveggja manna og tveimur þriggja manna herbergjum í flokki 4 öll með sér baðherbergjum ásamt þremur sumarbústöðum, annars vegar 10 manna og hins vegar 4 – 5 manna. Gott tjaldsvæði sem er opið frá 1. júní fram í októberlok.
Gnægð afþreyingar er í boði. Lítil sundlaug í suðrænu gróðurhúsi, heitur frumlegur pottur og náttúrulaug vígð af Gvendi góða. Kajak og hestaleiga með leiðsögn við allra hæfi, bæði styttri ferðir og dagsferðir. Veiði í vötnum. Á veturna snjóþrúgur og gönguskíði. Falleg gönguleið um dalinn sem eitt sinn hýsti 13 bæi. Friðaður birkiskógur. Fjölbreytt fuglalíf og plöntugróður. Fugla og plöntuspjöld eru til fróðleiks.
Veitingasalurinn er öllum opinn. Boðið er upp á fjölbreyttan matseðil, þar sem áhersla er lögð á mat úr héraði, heimaræktuðu grænmeti og nýveiddan silung úr eigið eldi. Veitingastaðurinn er með vínveitingaleyfi.
Á tjaldsvæðinu er snyrtiaðstaða með heitu vatni, þrjú kvenna og karla klósett og sturtur sitt hvoru megin. Rafmagn fyrir húsbíla og tjaldvagna. Leiksvæði bæði fyrir börn og unglinga. Frábært umhverfi til göngu og leikja í kjarrinu.
Hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla
Gisting: 3 hús, 19 herbergi, 59 rúm
Kaldbaks-kot Húsavík
Kaldbakur, 640 HúsavíkNjótið náttúrunnar í sumarhúsum rétt utan við Húsavík. Staðsett á Demantshringnum þar sem náttúruperlurnar Húsavík, Ásbyrgi, Dettifoss, Mývatnssveit og Goðafoss bíða þín. Húsin eru þannig staðsett að gestir verði sem minnst varir við hvorn annan og þaðan er stórkostlegt útsýni og mikið fugla- og dýralíf. Ef þú leitast eftir þægindum, kyrrð, orku og töfrum - þá finnur þú það í kotunum við Kaldbak.
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Ferðaþjónustan Brúnastöðum
Brúnastaðir, Fljót, 570 FljótÁ Brúnastöðum er rekin ferðaþjónusta allt árið um kring. Boðið er upp á gistingu í tveimur stórum húsum sem leigjast út í heilu lagi og geta hýst að minnsta kosti tíu manns hvort. Bæði húsin eru með heitum pottum. Tilvalið fyrir litla hópa eða stórfjölskyldur.
Með húsunum fylgir aðgangur að húsdýragarðinum á Brúnastöðum og að tveimur „sit on top“ kajökum sem hægt er að nota á Miklavatni, en vatnið er stutt frá húsunum. Fljótin eru mikil náttúruparadís. Ótal gönguleiðir eru í fjallgörðum Tröllaskagans. Hægt er að kaupa ódýr veiðileifi í Miklavatn hjá húsráðendum. Stutt er í sundlaugar, á Sólgörðum, Hofsósi, Siglufirði og Ólafsfirði, á þessum stöðum eru einnig forvitnileg söfn og góðir veitingarstaðir. Mikið og fjölbreytt fuglalíf er á svæðinu, einnig eru Fljótin þekkt fyrir mikla berjasprettu.
Húsdýragarðurinn
Á Brúnastöðum er lítill húsdýragarður opinn yfir sumartímann. Þar má finna öll helstu íslensku húsdýrin, s.s. geitur, heimalinga, grísi, kanínur, kalkúna, endur, margar tegundir af hænum og yrðlinga.
Garðurinn er opinn frá 25. júní til 1. sept, frá 11:00 til 18:00.
Þið finnið okkur á Facebook hér.
Oddsstaðir
Oddsstaðir I, 311 BorgarnesOddsstaðir eru staðsettir upp í hinum fallega Borgarfirði á Vesturlandi. Það ættu allir að prufa að fara á hestbak og ríða út í fallegri Íslenskri náttúru. Á Oddsstöðum bjóðum við vönum og óvönum upp á stutta og lengri túra.
Móðir Jörð í Vallanesi
Vallanes, 701 EgilsstaðirHjá Móður Jörð í Vallanesi er boðið uppá gistingu í nýuppgerðum svítum með eldhúskrók og baðherbergi með sturtu.
Á staðnum er rekið kaffihús (Asparhúsið) og verslun þar sem boðið er uppá staðbundinn morgunmat og máltíðir úr jurtaríkinu frá kl 10 - 17:00 mánudaga til laugardaga í júní, júlí og ágúst. Í maí og september er opið frá kl 11 - 16.
Hægt er að versla ferskt grænmeti sem er lífrænt ræktað á staðnum og forvitnilegar heilsu- og sælkeravörur Móður Jarðar. Tekið er á móti hópum og sérpöntunum en senda má fyrirspurn á info@vallanes.is.
Myllulækur
Myllulækur 12, 781 Höfn í HornafirðiNotaleg gisting á suðurhorni landsins.
Vinsamlegast hafið samband fyrir frekari upplýsingar og bókanir.
Ásólfsskáli
V-Eyjafjöllum, 861 HvolsvöllurUm er að ræa tvo fimm manna, 45 m2 sumarbústaðir á fallegum stað undir Eyjafjöllum. Tvö svefnherbergi (hjónaherbergi og kojuherbergi), einnig svefnloft með dýnum. Heitir pottar og gasgrill við hvort hús.
Merktar gönguleiðir um Ásólfsskálaheiði upp undir Eyjafjallajökul, frábært útsýni, sérstök gil og gljúfur.
Hestaleiga á næsta bæ.
Stutt frá hinum þekktu stöðum Þórsmörk, Seljalandsfossi, Skógum, Dyrhólaey og Mýrdalsjökli. Stutt í Landeyjahöfn.
Vinsæll staður fuglaskoðara.
Opnunartími: Opið allt árið.
Fjarlægð frá Hvolsvelli: 35 km
Fjarlægð frá Reykjavík: 133 km
Annað: Opinn landbúnaður að Ásólfsskála, hægt að koma til að skoða landbúnaðinn og umhverfið með leiðsögn.
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Finnið okkur á Facebook hér .
Hellnafell Guesthouse
Hellnafell, 350 GrundarfjörðurHúsið er staðsett rétt fyrir utan Grundarfjörð með einstöku 360 gráðu útsýni. Meðal þess sem er í sjónmáli er okkar heimsfræga Kirkjufell og Kirkjufellsfoss. Hellnafell gistihús er 120 fm hús með 4 svefnherbergjum og góð eldhúsaðstaða með öllum helsta búnaði. Besta útsýnið á Kirkjufell er bara í bakgarðinum og húsið er aðeins nokkrum metrum frá sjónum. Frábært að sitja úti og njóta útsýnisins og þegar norðurljósin eru þá geta engin orð lýst tilfinningunni 😉
Hótel Svartiskógur
Hallgeirsstaðir, Jökulsárhlíð, 701 EgilsstaðirHótel Svartiskógur er gisti- og veitingastaður staðsettur í fallegu skógi vöxnu landi í einni fegurstu sveit Austurlands, Jökulsárhlíð. Hótelið býður 16 herbergi með baði í aðalbyggingu og er með 4 smáhýsi sem eru frábærr áningarstaður fyrir einstaklinga og hópa sem hrífast af íslenskri náttúru, fuglasöng og friðsæld. Stutt í laxveiðiár. Vel staðsett, miðja vegu milli Egilsstaða og Vopnafjarðar og kjörin bækistöð til skoðunarferða um Fljótsdalshérað, Borgarfjörð eystri, Vopnafjörð, Seyðisfjörð, Fjarðarbyggð o.s.frv.Vel búið tjaldstæði er hið næsta hótelinu. Tjaldsvæðið er í skógi vöxnu landi og er góður áningastaður fyrir einstaklinga og hópa. Vel staðsett til skoðunarferða um Austurland og nágrenni.
Heimagisting Fossnesi
Fossnes, 801 SelfossSauðfjárrækt, skógrækt, gisting. Kaldreykt og tví-reykt sauðakjöt og lambakjöt.
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Hemrumörk
Hemrumörk, 880 KirkjubæjarklausturHemrumörk er notalegur bústaður sem er útaf fyrir sig umlukin fagurri náttúrunni. Hafið samband við okkur fyrir frekari upplýsingar eða til að bóka.
Keldunes
Keldunes II, 671 KópaskerÍ Keldunesi er gistiaðstaða í sex tveggja manna herbergjum með handlaug í gistihúsinu. Auk þess eru þrjú smáhýsi sem eru búin helstu þægindum og sér snyrtingum með sturtum.
Í gistihúsinu er góð setustofa, sem má einnig nota sem veislusal, eldunaraðstaða, þvottahús, baðaðstaða og heitur pottur.
Á stórum svölum er grillaðstaða og gott útsýni yfir Skjálftavatn, þar sem er fjölskrúðugt fuglalíf.
Ef óskað er býðst gestum veitingaþjónusta.
Veiðimenn Litlár eru hvergi betur staðsettir en í Keldunesi við bakka Litluár.
Stutt er í margar náttúruperlur eins og Ásbyrgi, Dettifoss, Litluá, Jökulsárgljúfur, Hólmatungur, Rauðhóla og Vesturdal.
Mið-Hvoll Sumarhús
Suðurhvoli, 871 VíkVið höfum til leigu sjö notaleg sumarhús sem staðsett eru í kyrrlátu og fallegu umhverfi á Suðurlandi. Fjölmargar náttúruperlur er að finna í nágrenni húsanna eins og Dyrhólaey, sem sést frá þeim, og Reynisdranga. Þá má sjá Eyjafjallajökul, sem gaus á síðasta ári, frá húsunum. Húsin eru í landi bæjarins Suður-Hvols skammt frá Þjóðvegi 1. Stutt er í alla helstu þjónustu í Vík í Mýrdal. Um 180 km eru að húsunum frá Reykjavík. Staðurinn er ekki síður fallegur að vetri til og ekki skemmir að norðurljósin sjást gjarnan vel.
Upplifun undir jökli
Hellnar, Kjarvalströð 3-5, 356 SnæfellsbærÁ Hellnum við rætur Snæfellsjökuls eru falleg og vel útbúin heilsárshús sem gjarnan eru kölluð norsku húsin enda byggð í norskum stíl. Staðsetningin og útsýnið eru óborganleg yfir hafið og Snæfellsjökul.
Dægradvöl:
Hellnar var um aldir ein af stærstu verstöðvum á Snæfellsnesi.
Margar skemmtilegar gönguleiðir eru á svæðinu, bæði er hægt að fara í stuttar gönguferðir niður í fjöru og fá sér kaffi og fiskisúpu á hinu fræga Fjöruhúsi, hægt er að skoða klettinn Valasnös og labba upp í gegnum hinn fræga helli Baðstofuna.
Við Hellna er ein af frægari gönguleiðum landsins yfir á Arnarstapa, þessi gönguleið er 2,5km og er flestum fær.
Möguleikarnir á skemmtilegum dagleiðum á bíl eru óþrjótandi á svæðinu, hvort sem fólk vill fara uppá jökul í vélsleðaferð, fara á hestaleigur, skoða hella, heimsækja Ólafsvík, Grundarfjörð eða Stykkishólm.
Húsin:
Húsin eru 2 Kjarvalströð 3 -5, stærð húsanna er um 90 fm. Neðri hæðin skiptist í opið eldhús, borðstofu og stofu, á efri hæð eru 3 svefnherbergi og sjónvarpshol með svefnsófa.
Húsin eru vel búin með ljósleiðaratengingu, glæsilegum húsgögnum, vel búnu eldhúsi með kaffivél, uppþvottavél og góðum búnaði til eldamennsku.
Alls geta allt að 8 manns gist í hvoru húsi fyrir sig, því er þetta kjörið fyrir hópa allt að 16 manns að koma saman.
Nordic Lodges Þverá
Í landi Brjánslækjar, 451 PatreksfjörðurVaðlaborgir 17
Vaðlaborgir 17, 601 AkureyriTil leigu fallegt hús í Vaðlaheiðinni gegnt Akureyri.
Gistirými fyrir 8 manns í þremur svefnherbergjum.Heitur pottur.Glæsilegt útsýni yfir Akureyrarbæ og skíðasvæðið í Hlíðarfjalli.
Gistihúsið Staðarhóli
Staðarhóll, Aðaldalur, 641 HúsavíkVinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Bragðavallakot
Bragðavellir, 765 DjúpivogurBragðavallakot - sumarhús
Á Bragðavöllum við Hamarsfjörð er boðið upp á gistingu í 2-8 manna sumarhúsum. Húsin er bjálkahús með öllu því nauðsynlegasta sem til þarf til að njóta lífsins á ferð um landið okkar.
Öll húsin eru með ísskáp, örbylgjuofn og helluborði. Grill eru í boði fyrir þá sem það kjósa. Stutt er í alla helstu þjónustu á Djúpavogi eða aðeins um 10km. Fallegar gönguleiðir sem henta vönum sem óvönum ásamt því að möguleiki er á að rekast á húsdýrin á bænum, svosem hænur, endur, kindur, hesta og kanínur. Bragðavellir er friðsæll staður, stutt frá þjóðvegi eitt og kjörið viðkomustaður fyrir fjölskyldufólk á ferð um Austfirði.
Hægt er að staldra við og ganga td að Snædalsfossi sem er í 15 mínútna göngufjarlægð frá Bragðavöllum, sem er tignarlegur en um leið er umhverfið stórbrotið og friðsælt.
Bragðavellir - Hlaðan veitingarhús
Því miður er veitingarstaðurinn lokaður sumarið 2020, við stefnum á að opna aftur 1. Júní 2021. Hægt er að biðja um tilboð fyrir hópa 20manns eða fleiri meðan lokað er.
Á Bragðavöllum við Hamarsfjörð er að finna notalegan veitingarstað þar sem veitt er persónuleg þjónusta í gamalli hlöðu og gömlu fjósi. Einfaldur matseðill þar sem lögð er áhersla á staðbundið hráefni og heimilislega stemningu.
Kornmúli
Kornmúli, 371 BúðardalurVel búið hús, öll herbergi með sér baði. Við sumarhúsið er verönd og heitur pottur,
bústaðurinn rúmar allt að 6 gesti.
-Fullbúið eldhús-Heitur pottur
-Rúmar allt að 6 gesti
-Þrjú tveggjamanna herbergi öll með baðherbergi
-Eitt herbergið er með aðgengi fyrir hjólastóla
-Frítt WiFi
-Sjónvarp með aðgengi að sjónvarpi símans
Gistiheimilið Dimmuborgir
Geiteyjarströnd 1, 660 MývatnVinsamlegast hafið samband vegna verðlista bókana.
Bakkakot Cabins
, 601 AkureyriBakkakot Cabins er staðsett í 5 mínútna göngufjarlægð frá gamla síldaþorpinu Hjalteyri, inni í skógarlundi að Bárulundi í Hörgársveit. Þó að húsin séu staðsett inni í skóginum er frá þeim ægifagurt útsýni út á og yfir Eyjafjörðinn.
Húsin eru nýleg 16 og 26 fm hús með gistirými fyrir 2 í hverju húsi. Möguleiki er að hafa fjóra í stærsta húsinu þar sem þar er líka svefnsófi. Í húsunum er allt sem þarf til að eiga notalega dvöl, baðherbergi með sturtu, allur eldunarbúnaður, sjónvarp og dvd, útigrill o.fl.
Þorpið á Hjalteyri er í 5 mín fjarlægð, þar er rekinn veitingastaður yfir sumartímann, hvalaskoðun og heitur pottur er þar í fjöruborðinu sem og leiktæki og hoppubelgur fyrir börnin. Einnig rekum við Kajakleigu á Hjalteyri og dagsferðaþjónustuna The Traveling Viking.
Bárulundur og Bakkakot Cabins eru í 23 km fjarlægð frá Akureyri, 10 km fjarlægð frá sundlauginni á Þelamörk. Tilvalinn staður til að dvelja á þegar njóta á fegurðar norðurlands.
Hótel Arnarstapi
Arnarstapi, 355 ÓlafsvíkHótel Arnarstapi er nýtt 36 herbergja hótel staðsett við rætur Stapafells og Snæfellsjökul. Á hótelinu er veitingastaðurinn Snjófell sem opinn er frá 10:00 - 21:00. Á honum er fjölbreyttur matseðill í boði gerður úr íslensku hráefni. Hótelið er mjög vel staðsett til þess að heimsækja helstu perlur Snæfellsnes s.s. Djúpalónssand, Dritvík, Snæfellsjökul, Rauðfeldsgjá, Lóndranga, Saxhól svo eitthvað sé nefnt. Hótelið er einnig í 2,5 km göngufæri frá Hellnum. Gönguleiðin byrjar frá Höfninni í Arnarstapa sem er í nokkra mínútna göngufjarlægð frá Hótelinu og endar í fjörunni á Hellnum. Þessi ganga er einstök því gengið er meðfram ströndinni fram hjá Gatklett inní hraunið og niður í fjöru. Gestamiðstöði þjóðgarðsins Snæfellsjökuls er á Malarifi sem er í 10 km fjarlægð frá Arnarstapa.
Öll herbergin eru með sérbaðherbergi með hárþurrku og ókeypis snyrtivörum. Morgunmatur er í boði á hótelinu.
Gatklettur er 220 metra frá hótelinu. Styttan af Bárði Snæfellsás er 400 metra í burtu. Miðbær Ólafsvíkur er 37 km frá Arnarstapa.
Arnarstapi er á einum fallegasta stað Snæfellsnes.
32 herbergi, Dbl/Twin/Triple
4 x íbúðir sem rúma 6 manns, elshúskrókur og 2 baðherbergi.
Morgunverður frá 07:00-10:00
Veitingastaður og bar
Þráðlaust internet
Gönguleiðir
Fuglaskoðun
Gistiheimilið Grásteinn
Holt, 681 ÞórshöfnGrásteinn Guesthouse er fjölskyldurekið gistiheimili á sauðfjárbúinu Holti. Við bjóðum uppá gistingu í tveggja manna herbergjum, smáhýsum fyrir 3 og fjölskylduherbergi fyrir 5. Öll herbergi eru með sérbaðherbergi og opnu WiFi neti.
Gestir okkar hafa aðgang að notalegu seturými við kamínu í aðalbyggingunni og þar er Heiðarlegi barinn opinn eftir þínum þörfum.
Eldum kvöldmat fyrir 6 eða fleiri, svo það er um að gera að hringja á undan sér og láta vita ef áhugi er fyrir því.
Gestum býðst að hitta dýrin á bænum og mögulegt að fara á hestbak. Erum með frisbígolf körfu og skemmtilegar gönguleiðir.
Á Grásteini ertu miðsvæðis fyrir allar perlur Norðausturhornsins, s.s. Dettifoss, Ásbyrgi, Langanes, Rauðanes, Heimsskautagerði og dásamlegu Selárlaug í Vopnafirði.
Ferðaþjónustan Stóri-Bakki
Stóri-Bakki, 701 EgilsstaðirGisting í 3 bústöðum og íbúðarhúsi.
Bústaðirnir eru:
Álfabakki hann er stærstur og þar geta 4 gestir verið
Jökull hann er fyrir 2 gesti
Dvergabakki 3 gesti
Íbúðarhúsið er með 4 herbergi og rúm fyrir 7 manns.
Ásbrandsstaðir
Ásbrandsstaðir, 690 VopnafjörðurÁsbrandsstaðir eru utarlega, norðanmegin í Hofsárdal, um 7 km frá kauptúninu á Vopnafirði. Ef farið er um hringveginn þá er beygt inn á veg veg nr. 85 í Vesturádal og síðan beygt upp og yfir hálsinn inn á veg nr. 920 í Hofsárdal. Ef farið er um Hellisheiði, nr. 917, þá er síðan beygt inn á veg nr. 920.
Tvö sumarhús eru á Ásbrandsstöðum. Í öðru sumarhúsinu er gistiaðstaða fyrir allt að sex manns. Þar er góð eldhús og snyrtiaðstaða. Þvottavél er ekki í húsinu en hún er í aðstöðuhúsinu og snúrur eru bæði inni og úti. Einnig er sólpallur með fallegu útsýni með grillaðstöðu. Í hinu húsinu er svefnaðstaða fyrir tvo og baðherberbergi, einnig hafa gestir aðgang að aðstöðuhúsinu á tjaldsvæði.
Tjaldsvæði er á Ásbrandsstöðum. Tjaldsvæði fyrir alla, rafmagnsstaurar fyrir húsbíla og tjaldvagna. Í aðstöðuhúsinu er eldunaraðstaða, ísskápur, salernis- og sturtuaðstaða, þvottavéla- og þurrkaðstaða bæði úti og inni. Á tjaldsvæðinu er leiktæki fyrir börn. Golfvöllur er rétt hjá og stendur gestum til boða að leigja golfsett hjá okkur. Mjög ferskt vatn af 70 metra dýpi er til drykkjar beint úr krönunum.
Síðasti landpósturinn á Íslandi bjó á Ásbrandsstöðum, Runólfur Guðmundsson. Faðir hans Guðmundur Kristjánsson var einnig landpóstur. Í minningu þeirra ætlum við að koma upp litlu safni hér á Ásbrandsstöðum. Ljóst er að starfi landpóstanna var oft á tíðum ansi erfiður þegar takast þurfti á við íslenska náttúru og veðurfar og einu fararskjótarnir voru hestar eða tveir jafnfljótir og yfir fjöll og firnindi að fara.
Vatnsás 10
Vatnsás 10, 340 StykkishólmurVatnsás 10 er staðsett við tjaldsvæðið og golfvöllinn í Stykkishólmi. Í hverju húsi eru tvö gistirými og í hverju gistirými er svefnloft með góðri dýnu (160 cm) þar er lágt til lofts og allir þurfa að skríða. Til að komast upp er brattur stigi. Niðri er svefnsófi (140 cm), lítill eldhúskrókur og gott baðherbergi.
Hvammur
Hvammsvík, 276 MosfellsbærÁ Hvammsvík eru þrjú nýuppgerð lúxushús.
Á staðnum er stórbrotin náttúra. Hafið samband við okkur fyrir frekari upplýsingar eða bókanir.
Grund Guesthouse
Grund, 350 GrundarfjörðurGrund er 3 km frá Grundarfirð en þar er öll þjónusta. Húsið er 150m2 á 2 hæðum.
Húsið er allt nýstandsett bæði úti og inni. Fallegar gönguleiðir og margt að skoða í nágrenninu.
Bergshús
Hafnarstæti 1, 425 FlateyriVirðulegt timburhús byggt 1905, staðsett við höfnina á Flateyri.
Húsið var byggt 1905 af Bergi Rósinkranssyni og var því upphaflega kallað Bergshús. Húsið hefur líka borið önnur nöfn sem lýsa notkun þess og eignarhaldi; Læknishúsið, Forstjórahúsið, Rafnshús og Ástralía – ekki af því að Ástralía hafi átt það, heldur vegna þess að húsið var á tíma verbúð sem hýsti ástralskar verkakonur. Það ætti kannski bara að heita Vilhelmínuhús eftir konu Bergs, það var hún sem lét byggja þetta hús.
Núverandi eigendur - nokkrar samhentar fjölskyldur sem búa fyrir sunnan en elska að vera á Flateyri - hafa endurnýjað tvær aðalhæðir hússins, og endurheimt sjarma þessa virðulega húss. Eftir eru endurbætur í risi og á ytra byrði. Húsið er rúmgott, neðri hæðin að mestu opið rými fyrir eldhús/stofu/borðstofu með mikill lofthæð. Uppi eru fjögur svefnherbergi, tvö þeirra mjög stór. Baðherbergi með sturtu eru á báðum hæðum. Svefnpláss fyrir 8 manns. Garður umlykur húsið á tvo vegu, og það er heitur pottur í palli bakvið hús, þar er einnig gasgrill.
Fjaran og höfnin, hjarta Flateyrar, er aðeins 30 metra í burtu. Örstutt labb á Bryggjukaffi þar sem fiskisúpan slær alltaf í gegn og á Vagninn, sem er afslappað veitingahús og krá, þar sem oft koma fram frábærir listamenn, haldin eru “bar-gisk" og fleira skemmtilegt brallað.
Fjölmargar gönguleiðir eru í nágrenni Flateyrar og boðið er upp á þjónustu göngugæda, þar sem því verður komið við. Stuttur akstur er yfir á Holts bryggju, en þar er hvít strönd sem er vinsæll viðkomustaður.
Finnið okkur á Facebook hér.
Gemlufall guesthouse
Gemlufall, 471 ÞingeyriGemlufall
Tvær íbúðir eru í húsinu og mögulegt er að leigja allt húsið eða sem stakar íbúðir.
Rými er fyrir 14 -16 manns.
Íbúð 1 - 6 manns.
Íbúð 2 - 6 manns + svefnsófi fyrir 2
Rúm eru uppábúin og handklæði fyrir gesti. Það fylgir ekki morgunverður en hægt er að panta með dagsfyrirvara morgunmat (8:00 - 9:30), nestispakka og aðrar léttari máltíðir.
Eyvindartunga
Eyvindartunga, 806 SelfossEyvindartunga er næsti bær við Laugarvatn. Þar höfum við til leigu nýuppgerðan sumarbústað með góðum palli og frábæru útsýni til suðurs með Heklu í forgrunni. Í bústaðnum eru tvö svefnherbergi en einnig er svefnsófi í stofunni. Í bústaðnum er því gisting fyrir 6 manns. Hér er einnig fullbúið eldhús, flatskjár og WIFI. Bústaðurinn er mjög miðsvæðis og því stutt í helstu afþreyingu hér á Suðurlandi. Ekki spillir fyrir nágrennið við Laugarvatn þar sem er sundlaug, veitingastaður og búð svo ekki sé talað um hversu frábært þetta svæði er til útivistar: vatnið sjálft, fjallið og allt umhverfið.
Hömluholt ehf.
Hömluholt, 311 BorgarnesHömluholt Hrossarækt og ferðaþjónusta.
Hömluholt er á sunnanverðu Snæfellsnesi, við Hafursfell, 54 km frá Borgarnesi, 75 km frá Reykjavík og 600 m frá Snæfellsnesvegi, nr. 54. 5 mínútna reiðleið er á Löngufjörur frá Hömluholti.
Hús 1. Húsið er með setustofu með eldunaraðstöðu, gang, klósetti, sturtu og tveggja manna herbergi á neðri hæðinni. Á efir hæðinni er svefnloft með þremur rúnum. Einnig herbergi með 3 rúmum.
Hús 2. Húsið er á einni hæð með setustofu, eldunaraðstöðu, sturtu og klósett. Einnig svefnsófi fyrir tvo í setustofu. Þá er tveggja manna rúm í svefnherbergi, tvö önnur herbergi með einu rúmi og tveimur kojum fyrir tvo í hvoru herbergi.
Úr húsunum er gott útsýni upp til fjalla og niður á Löngufjörur og einnig eru í boði stuttar hestaferðir í næsta nágrenni, þ.á.m. 1-3 klst reiðtúr meðfram ströndinni á gulum sandi með möguleika á að sjá seli og fjölskrúðugt fuglalíf.
Kastalinn Gistiheimili
Brekkuhvammur 1, 370 BúðardalurKastalinn býður upp á gistingu í Búðardal. Gististaðurinn stendur við svartar strendur Hvammsfjarðar og er í göngufæri við Vínlandssetur - sýning og kaffihús, Dalakot - veitingastaður, Krambúðina, Blómalind - kaffihús og blómabúð, handverkshópinn Bolla, Dalahesta - hestaleiga og margt fleira.
Öll herbergi eru með ísskáp, kaffivél, katli, og ristavél, fríu WiFi og bíðastæði. Til staðar er sameiginlegt rými með eldunaraðstöðu, þvottavél og þurrkara.
Á lóðinni eru einnig að finna þrjú lítil hýsi (15m2) með sér baðherbergi, ísskáp, kaffivél, katli, brauðrist og örbylgjuofni.
Gas og kolagrill standa gestum til boða.
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Grásteinn sumarhús
Grásteinn, 700 EgilsstaðirEldhraun Holiday Home
Syðri-Steinsmýri, 880 KirkjubæjarklausturEldhraun Holiday Homes við Kirkjubæjarklaustur er með 4 hús í útleigu. 1x 4. manna ( 32fm ) , 2x 6manna ( 44fm ) og eitt 16manna ( 220fm ) .
Búngaló
Borgartún 29, 105 ReykjavíkBungalo er stærsta markaðstorg á Íslandi fyrir bústaði í skammtímaleigu. Á www.bungalo.is finnurðu úrval eigna til útleigu um að allt land og geturðu bókað eign að eigin vali beint í gegnum vefinn. Á síðunni eru yfir 400 eignir til útleigu og eru þær mismunandi eins og þær eru margar, frá minni og hagkvæmari eignum yfir í stærri lúxus hús. Eigninar eru flestar í eigu íslenskra fjölskyldna og eru því hver með sinn eigin skemmtilega karakter sem að eigendurnir hafa lagt upp með.
Hestasport sumarhús
Vegamót, 561 VarmahlíðMeð glæsilegu útsýni yfir víðáttumikla sléttu og fjöll Skagafjarðar, eru sjö heillandi timburhús þar sem er kjörinn staður til að njóta frísins, allan ársins hring. Upplifðu Norðurland og njóttu þeirra endalausu ævintýramöguleika sem Skagafjörður hefur upp á að bjóða.
Sumarhúsin eru mismunandi að stærð, frá stúdíóíbúðum (2-4 manns) til rúmgóðra húsa. Þau eru staðsett saman upp á hæð, í göngufæri frá Varmahlíð. Í miðju sumarbústaðarsvæðisins er heitur pottur þar sem hægt er að njóta útsýnisins, miðnætursólarinnar og norðurljósa.
Í Varmahlíð er góður þjónustukjarni: upplýsingamiðstöð, matvöruverslun, veitingastaður, bensínstöð, sundlaug og fleira.
Silva
Syðra-Laugaland, 601 AkureyriHlýlegir og bjartir bústaðir í hjarta Eyjafjarðarsveitar, í 14 km fjarlægð frá miðbæ Akureyrar. Sundlaug Eyjafjarðarsveitar og Jólagarðurinn eru í 2 km fjarlægð. Hvert sem litið er blasir við stórkostleg náttúrufegurð Eyjafjarðarsveitar.
Tveir bústaðir eru 30 fermetrar, með einu svefnherbergi með 2 hágæða uppábúnum rúmum og fataskáp, baðherbergi með sturtu, stofu með flatskjá og svefnsófa og einu rúmi sem hægt er að afmarka með skilrúmi. Einnig er eldhúskrókur í stofunni með helluborði, ísskáp, örbylgjuofni, ristavél, kaffivél og hraðsuðukatli. Gólfhiti er í öllum herbergjum í húsunum. Í kringum húsin er stór verönd með glugga til norðurs, borði og stólum.
Þriðji bústaðurinn er 40 fermetrar, með tveimur svefnherbergjum, einu með hjónarúmi og einu með kojum. Í báðum herbergjum eru granddýnur frá Ragnari Björnssyni eins og í hinum húsunum. Baðherbergið er með sturtu, stofan með flatskjá og svefnsófa og rúmgóðum eldhúskrók með eldavél (með bakaraofni), ísskáp, örbylgjuofni, ristavél, kaffivél og hraðsuðukatli. Húsið er með veggofnum. Í kringum húsin er stór verönd með glugga til norðurs, borði og stólum.
Sameiginlegur heitur pottur með frábæru útsýni í 50 metra fjarlægð frá húsunum. Greiðfært er til Akureyrar alla daga ársins. Hægt er að óska eftir barnarúmum. Ókeypis bílastæði við húsin. Morgunverður í boði. Frítt WiFi. Móttaka frá kl 15:00 – 23:00. Húsin þarf að losa kl 11:00 á brottfarardegi.
Einnig er í boði íbúð á efri hæð á tveggja hæða húsi. Á hæðinni eru þrjú tveggja manna svefnherbergi með uppábúnum rúmum. Stofan er mjög stór en þar geta gist 2 í tveimur uppábúnum rúmum. Þar er hornsófi, 55 tommu sjónvarp með myndlykli frá Símanum, dvd spilari, borðstofuborð og setukrókur. Eldhúsið er afar rúmgott með öllum tækjum sem prýðir fullbúið heimili. Baðherbergið er með baðkari með sturtu (og hárþurrku). Austan og sunnan við húsið er stór garður og verönd með grilli, borði og stólum og skjólgóðri girðingu að sunnan ásamt heitum potti sem er sameiginlegur með bústöðum sem eru á lóðinni.
Dægra Cottages
Dægra I, 861 HvolsvöllurDægra Farm Cottages er staðsett í Hvolsvöllum og býður upp á gistingu með ókeypis WiFi og aðgang að garði með verönd. Ókeypis bílastæði eru í boði á staðnum.
Opnun á verönd með fjallaútsýni, öll einingar í skálanum eru með eldhúskrók með örbylgjuofni. Það er líka brauðrist, ísskápur og ketill.
Múlakot Cozy Cabins
Múlabyggð 2, 320 Reykholt í BorgarfirðiVel útbúnir bústaðir í hjarta Vesturlands. Öll helstu þægindi og óteljandi möguleikar í nágrenninu til að njóta náttúru Vesturlands.
Sumarbústaður - Sléttuhlíð Hafnarfirði - F2
Sléttuhlíð F2 við Kaldárselsveg, 221 HafnarfjörðurStaðsetningin er í upplandi Hafnarfjarðar, í fallegu náttúruverndarsvæði sem er jafnframt vinsælt útivistarsvæði, nálægt miðbæ Reykjavíkur, Bláa lóninu, Íshestum, Krísuvík o.fl.
Fjölmargar göngu- og reiðleiðir eru um svæðið ásamt hinum ýmsu afþreyingarmöguleikum að ógleymdum norðurljósum og stjörnuskoðun.
Rýmið
Bústaðirnir eru bjartir og notarlegir. Hentungir fyrir 2 fullorðna og 2 börn. Annar bústaðurinn er með heitum potti en hinn með kamínu. Fallegt útsýni er úr báðum bústöðunum.
Breiðamýri
Breiðamýri, 650 LaugarÁ Breiðumýri hefur verið rekið gistihús frá 2016, Breidamyri Farm Apartments. Þar er boðið upp á gistingu í 5 íbúðum. Á neðri hæð eru þrjár fullbúnar íbúðir með eldunaraðstöðu og sér baðherbergi. Á efri hæðinni eru tvær stærri íbúðir með eldhúsi og sér baðherbergi. Á Breiðumýri er kjörin aðstaða fyrir fjölskyldur sem vilja gista í heimilislegu og notalegu umhverfi en jafnframt hafa möguleika á að njóta sömu þæginda og heima við.
Stutt er á Laugar, en þar er veitingahús og verslun, Dalakofinn. Einnig hin besta sundlaug og 6 hola golfvöllur.
Margar af hinum fallegustu náttúruperlum Íslands eru í næsta nágrenni, Mývatn með allri sinni fegurð, þar eru ótakmarkaðir möguleikar á alls konar útivist og Jarðböðin.
Jökulsárgljúfur, Dettifoss og Ásbyrgi, Goðafoss og Aldeyjarfoss eru í nágrenni eins má fara til Húsavíkur þaðan er hægt að fara í hvalaskoðun eða á hin ýmsu söfn- og slaka svo á í hinum vinsælu Sjóböðum.
Gestum á Breiðumýri er einnig velkomið að ganga um bújörðina, jafnvel fylgjast með bóndanum að störfum við heyslátt, kúnum úti í haga, hænunum að vappa um eða klappa Kela ketti sem elskar að taka á móti gestum.
Seljaland ferðaþjónusta
Seljaland í Hörðudal, 371 BúðardalurSeljaland er friðsæll bóndabær við enda Hörðudalsvegar eystri 581. Það þarf að panta gistingu og mat með fyrirvara í síma 894 2194 eða niels@seljaland.is.
Við bjóðum upp á gistingu í gamla Seljalandshúsinu. Þar eru 3 svefnherbergi, eldhús, stofa og baðherbergi. Húsið er leigt út í einu lagi.
Það eru tvö stór herbergi í skála með sér baðherbergi, þar er hjónarúm og auka rúm. Það er 25 manna veitingasalur í skála sem er rekin af matreiðslumeistara og með vínveitingaleyfi.
Það er gisting í 3 smáhýsum sem deila með sér baðhúsi. Smáhýsin eru bara í boði á sumrin. Á sumrin erum við með aðstöðu fyrir hópa, svo sem ættarmót. Gott aðgengi fyrir húsbíla, tjaldvagna, fellihýsi og tjöld. Grillaðstaða og aðgengi að hlöðu.
Einnig erum við með til leigu nýtt 113 fermetra hús með heitum potti, Kornmúli. Það eru þrjú svefnherbergi í húsinu. Hver herbergi hefur sér baðherbergi. Það er opið rými sem er eldhús, borðstofa og stofa. Stór og mikill pallur vestan og sunnan við húsið í kringum heita pottinn.
Það er hægt að skoða fleiri myndir á heimasíðu Seljalands www.seljaland.is
Kópareykir-Sumarhús
Kópareykir 1, 320 Reykholt í BorgarfirðiKópareykir er sauðfjár- og hrossabú í nágrenni Reykholts. Við bjóðum upp á gistingu fyrir 1-5 manns í sumarhúsi með 2 svefnherbergjum, baðherbergi (m/sturtu/klósetti/þvottavél), setustofu og eldhúsi.
Fallegt útsýni er yfir Reykholtsdal og Eiríksjökul.
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
BSG apartments
Engjavegur 75, 800 SelfossBSG apartments in Selfoss is a good choice of stay for family and friends. You can choose from BSG Villa or BSG Studio flat. The Villa is 90 s.m. with 3 bedrooms for up to six persons and the Studio flat 23 s.m for two people.
Selfoss is the capital of South Iceland and nicely located for visitors to explore the Icelandic nature and culture nearby.
Ævintýrahúsið Hóll á Siglufirði
Hrísmóar 4, 210 GarðabærHóll á Siglufirði er einstakt samkomuhús með skemmtilega sögu og sterka tengingu við íþróttaiðkun og félagslíf. Húsið er staðsett á frábærum stað í Siglufirði. Töluverðar endurbætur hafa átt sér stað á Hóli síðastliðið ár og búið er að taka húsið í gegn frá A til Ö. Húsið er leigt út í heilu lagi til hópa, gisting fyrir allt að 35 manns.
Giljagisting
Giljaland, 881 KirkjubæjarklausturGiljaland er staðsett við veg 208 í Skaftártungu á mjög fallegum stað í skógi vöxnu landi.
Við leigjum 4-5 mjög vel búin sumarhús fyrir 3 til 5 manns í húsi.
Giljaland er mjög vel í sveit sett til að skoða náttúruperlur suður og suðausturlands og eða til að njóta lífsins í frábærlega fallegu og skjólgóðu umhvefi.
Giljaland hefur fullt rekstrarleyfi fyrir útleigu til ferðamanna.
Frábærar göngu og reiðleiðir í nágrenninu.
Verið velkomin í Giljaland.
Þakgil
Höfðabrekkuafréttur, Mýdalshreppur, 871 VíkÞessi hús eru til útleigu í Þakgili yfir sumartímann. Fyrirkomulagið í þeim er þannig: Svefnpokagisting fyrir 4 í hverju húsi þ.e. 1 tvíbreið koja.
Eldhúskrókur með 2 gashellum, vaski, kæliskáp, lágmarks borðbúnaði og eldunaráhöldum. W.C Einungis kalt vatn í krönum. Heitar sturtur eru á tjaldsvæðinu í Þakgili, rétt hjá húsunum.
Á svæðinu eru merktar gönguleiðir í stórbrotnu landslagi. Hægt er að fá gönguleiðakort af svæðinu.
Katla House
Hrífunesvegur,880 Kirkjubæjarklaustur, 880 KirkjubæjarklausturGisting í gamla Hrífunes bænum.
Húsið er á 2 hæðum. Það tekur 10 manns í 5 svefnherbergi, þar af 2 herbergi með tvíbreiðum rúmum, 1 með einbreiðu rúmi, 1 með 2 einbreiðum rúmum og 1 með tvíbreiðu rúmi og einbreiðu rúmi.
1 fullbúið baðherbergi með sturtu, annað einungis wc og vaskur.
Barnarúm í boði og matarstóll fyrir yngri en tveggja ára ásamt borðbúnaði fyrir börn.
Þvottahús og wifi.
Fullbúið eldhús með gaseldavél, ísskáp, uppþvottavél, ofni, örbylgjuofni og borðbúnaði fyrir 10 manns. Kaffivél hrærivél brauðrist og samlokugrill.
Útsýnispallur með útihúsgögnum fyrir 10 manns og stóru útigrilli.
Húsið hentar ekki fötluðu fólki og/eða fólki með erfiðleikum með gang í stiga.
ATH: Húsið leigist út sem heild.
Til að finna okkur á Airbnb, smellið hér.
Til að finna okkur á Booking.com, smellið hér.
Til að finna okkur á Bungalo.com, smellið hér.
Lækjarkot Rooms and Cottages with Kitchen
Lækjarkot, 311 BorgarnesLækjarkot herbergi og smáhýsi með eldhúsi er í 6 km fjarlægð norður af Borgarnesi. Bjóðum upp á
bændagistingu samtal um 100 rúm. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í nágrenni
Lækjarkots. Göngustígar, Hamar golfvöllur er í innan við 3 km. Hestaleiga www.fjeldstedhestar.is er á
Ölvaldstöðum 4 sími 437 1686 & 893 3886 - fjeldsted@emax.is. Sund í 6 km fjarlægð.
Gisting: Lækjarkot, eru herbergi (14) og smáhýsi (12) eru öll með eldhúsi.
Smáhýsi: Tvö svefnherbergi, og stofa með eldhúsi, sturta og klósett. Svefnpláss fyrir allt að 6 manns
Herbergi: Sérinngangur, tvö rúm, smá eldhús, sturta og klósett.
Lista vinnustofa: Ása Ólafsdóttir, myndlistakona sýnir eftir pöntunum - 699 0531- asa@asaola.is
Þjónusta: Sængur, koddar og handklæði eru til staðar.
Sæból bændagisting
Sæból 3 - Ingjaldssandur, 425 FlateyriSæból 3 tilvalin áfangastaður til að stunda margskonar útivist s.s. fjallgöngur, langar sem stuttar gönguferðir eða bara til slappa af þar sem net-og símasamband er nánast ekkert. Eins ef maður vill njóta sumar sólstöðunnar um Jónsmessu þar sem sólin sést rúlla eftir haffletinum og rísa svo upp aftur við Sauðanestánna. Á þessum tíma er 23 tíma sólargangur á Sæbóli ef veður er þannig.
Húsið er með 4 svefnherbergjum(6 rúm, 4 twin og 2 double),stofa með svefnsófa og eldhús.
Kaffi Hólar
Hólar í Hjaltadal, 551 SauðárkrókurRiverfront Boutique Lodge við Hellu
Við Rangá, 851 Hella10.herbergi 18m2, öll með sér wc og baðherbergi og sérinngangi. Í öllum herbergjum er smart tv, kaffivél, hitakanna, hárblásari og ísskápur.
Öllum herbergjum fylgir sameiginleg aðstaða til þess að matast. 35m2 rými þar sem útbúa má morgunverð/kvöldverð. Fullt eldhús.
Við hlökkum til að taka á móti ykkur.
Hestaleigan Stóra-Sandfelli
Stóra-Sandfell 3, 701 EgilsstaðirHestaleigan/ Ferðaþjónustan Stóra-Sandfelli er í Skriðdal, 17 km. sunnan við Egilsstaði við þjóðveg nr.95 sem liggur á milli Egilsstaða og Hafnar í Hornafirði þegar keyrt er yfir Öxi eða Breiðdalsheiði.
Í boði eru 1-2 tíma hestaferðir um Sandfellsskóg og nágrenni og er tímasetning þeirra eftir samkomulagi hverju sinni. Allar ferðir eru með leiðsögn. Leitast er við að velja hesta við hæfi hvers og eins og í upphafi hverrar ferðar er farið stuttlega yfir helstu atriði sem knapar þurfa að hafa í huga og teknir nokkrir æfingahringir í gerðinu. Lágmarksfjöldi þátttakanda í hverri ferð eru 2 og hámarksfjöldi 10.
Ferðaþjónustan býður einnig upp á gistingu í smáhýsum, herbergjum eða á tjaldsvæði.
Gistiaðstaðan er opin frá 15. maí - 15. september.
Hestaleigan er opin frá 1.júní-15.september
Tjaldsvæðið er opið frá 1. júní - 31.ágúst.
Fyrir frekari upplýsingar og bókanir, vinsamlegast farið á heimasíðu okkar eða hafið samband í gegnum síma eða tölvupóst.
Dalasetur
Unadalur, 565 HofsósDalasetur er staðsett í Unadal í Skagafirði, skammt frá Hofsós. Vegurinn frá Hofsós er tæplega 4 kílómetra langur malarvegur og innst í dalnum eru 3 gestahús sem standa saman á litlu landi sem heitir Helgustaðir.
Dalasetur er hugsað sem heilsusetur fyrir fólk sem vill koma til að njóta og slaka á í kyrrlátu og friðsælu umhverfi sem Unadalur hefur upp á bjóða.
Gestir Dalaseturs geta pantað tíma í heilsunudd og í boði er sameiginlegur heitur pottur og infrared sauna ásamt öðrum heitum potti við bakka Unadalsá. Einnig er frisbígolfvöllur á svæðinu.
Yfir sumarmánuðina er Dalakaffi opið fyrir alla sem leggja leið sína í Unadal og á boðstólnum er kaffi frá Kvörn, heimagert bakkelsi og súpur.
Ferðaþjónustan Þurranesi
Saurbær, 371 BúðardalurÍ ferðaþjónustunni í Þurranesi er boðið upp á gistingu í fjórum húsum: Þurranesi 1 og þremur sumarhúsum. Hægt er að leigja húsin í stakar nætur eða heilar vikur.
Þurranes 1 er fullkomið fyrir 10-20 manna hópa - Gamla íbúðarhúsinu í Þurranesi hefur verið breitt í 5 tveggja manna herbergi ásamt sameiginlegu baðherbergi. Nýtt hús hefur verið byggt við hlið þess, í því er eldhús, matsalur fyrir allt að 40 manns, setustofa og baðherbergi. Á efri hæð þess er rúmgott opið svefnloft með 10 rúmum. Húsin eru svo tengd saman með millibyggingu sem er rúmgóð forstofa. Boðið er upp á uppbúin rúm fyrir 20 manns.
Hægt er að tjalda eða vera með ferðavagna á túninu við húsið og á veröndinni er heitur pottur.
Þrjú sumarhús - Sumarhúsin eru 43 m2. Í þeim eru tvö svefnherbergi með tvíbreiðum rúmum og svefnloft með dýnum og tekur því hvert hús að minnsta kosti 6 manns. Í hverju húsi er baðherbergi með sturtu og í eldhúskrók er ísskápur og nauðsynleg eldhúsáhöld. Í stofunni er sjónvarp. Heitur pottur er við öll húsin.
Iceland Yurt
Leifsstaðabrúnir 15, 601 AkureyriIceland Yurt býður upp á einstaka gistingu í Mongólíu tjöldum (Ger/Yurt) allan ársins hring í rólegu og náttúrulegu umhverfi með stórkostlegt fjallaútsýni og útsýni yfir Eyjafjörð og Akureyri.
Einnig eru þau með Gaia hofið þar sem boðið er upp á námskeið og heilsumeðferðir fyrir ferðamenn, náttúruunnendur og þá sem vilja efla eigin heilsu og innri styrk.Þetta býður upp á meiri meðvitund um náttúruna og umhverfið jafnt sem eigið andlegt og líkamlegt jafnvægi.
Gaia hofið, námskeið og tónheilun
Þóra Sólveig býður upp á námskeið, hugleiðslur, athafnir, hreyfingu í núvitund/dans, djúpa slökun og tónheilun. Solla spilar á gong, kristal hljómskálar og önnur heilandi hljóðfæri fyrir einstaklinga, pör og hópa í náttúrunni eða inni í Gaia hofinu í okkar einstaka hand útskorna Yurt. Hægt er m.a. að bóka einkatíma í hljóðheilun með kristal tónkvísl og hreinum kjarnaolíum.
Nokkur orð frá gestum okkar:
Gisting í Yurt:
‘Amazing yurt, very cozy and warm. Beautiful view in such a quiet place’
‘This place is truly amazing. The kids will be talking about their stay in the yurt for a long time to come´
´This was such a fun and memorable experience for myself, my husband, and our 2-year old son.´
´We stayed at Iceland Yurt with three of us when travelling around Iceland in August. I have never slept in a yurt before and I am really impressed how clean and comfortable everything was. The yurt is really cozy with a stove in the middle, the beds are great and there are plenty of woollen blankets and pillows. We fell asleep listening to the light drizzle of rain outside and woke up next morning to a beautiful view over Akureyri and with a great breakfast lovingly prepared in a small cooling box. The hosts are so nice and welcoming and I'll gladly stay here again.´
Heilsumeðferð í Gaia hofinu:
´Amazing experience with Solla- felt like a part inside of me was awaken again and I felt new born after!! I felt like in peace surrounded with relaxing and nourishing healing bowls and gong sounds, touching the body and soul- and Solla guided me with a respectful and intuitive way through sounds and touch to remember my own being again.
A deep and healing experience - I warmly recommend to receive a healing session with Solla! So grateful to get the first private session with her!´ (in the Gaia Temple).
Minniborgir Cottages
Grímsnes, 801 SelfossGisting í hjarta suðurlands við Gullna Hringinn
Við höfum opnað veitingastað að Minniborgum.
Dagsferðir inná hálendið frá Minniborgum
Hestaferðir frá Minniborgum
Við á Minniborgum bjóðum fjórar mismunandi gerðir húsa til útleigu. Allt eftir þörfum hvers og eins. Í boði eru eftirfarandi stærðir:
30 m2 hús (7 stk) sem saman mynda Skógarborgir 1 (ætlað fyrir hópa, sameiginlegir heitir pottar),
40 m2 hús (7 stk) sem saman mynda Skógarborgir 2 (heitur pottur við hvert hús),
80 m2 Minniborgar lúxus hús (7 stk) öll með sér heitum potti og sér verönd-henta stórum fjölskyldum og jafnvel tveimur fjölskyldum saman,
100 m2 Minniborgar extra lúxus hús með öllu, sér heitum potti og stórri verönd, glæsilegu innbúi ( þetta er brúðkaupssvítan),
Kleif Farm
Eilífsdal, Kjós, 276 MosfellsbærVInsamlegast hafið samband fyrir frekari upplýsingar og bókanir.
Gíslaskáli
Svartárbotnum, 801 SelfossGíslaskáli rúmar 45-50 manns til gistingar í sex herbergjum. Aðstaða til matseldar er mjög góð. Húsið hefur bjarta og rúmgóða borðstofu, tvær setustofur, vatnssalerni og sturtu. Rafstöð er á staðnum og skálinn er allur rafvæddur, með ljósum og kyndingu.
Í Svartárbotnum er öll aðstaða fyrir hross, hestagerði, heysala og stórt hesthús með góðri reiðtygjageymslu.
Gíslaskáli er í einstaklega fallegu, ósnortnu umhverfi í jaðri Kjalhrauns. Þar eru upptök Svartár, sem er kristaltær bergvatnsá. Henni má fylgja allt niður í Árbúðir, hvort sem er gangandi eða ríðandi. Fjallið Kjalfell er í göngufæri frá Svartárbotnum en það stendur í miðju Kjalhrauni og er náttúruperla.
Í Kjalhrauni eru slóðir Reynistaðabræðra. Frá Gíslaskála er stutt í Gránunes og gömlu vörðuðu leiðina að Beinhól og Grettishelli má ganga á einum degi fram og til baka. Nokkuð austan við Svartárbotna rennur Jökulfallið í miklum gljúfrum. Þar er merkt gönguleið.
Fyrir þá sem eru á bíl er stutt að Hveravöllum og í Kerlingarfjöll.
Gíslaskáli býður fyrsta flokks aðstöðu fyrir ferðamenn á reginfjöllum. Tilvalinn dvalarstaður fyrir þá sem vilja njóta óspilltrar náttúru og öræfakyrrðar á hálendi Íslands.
Welcome Holiday Homes
Lambafell, 861 HvolsvöllurWelcome Holiday Home er í Eyvindarhólum, 34 km frá Vík. Ókeypis WiFi er til staðar hvarvetna á gististaðnum og ókeypis einkabílastæði eru á staðnum.
Allar gistieiningarnar eru með flatskjá og í sumum einingunum er setusvæði og/eða eldhúskrókur. Einnig er til staðar eldhúskrókur með brauðrist og ísskáp. Helluborð og ketill eru auk þess í boði. Öll gistirýmin eru með sérbaðherbergi með sturtu og ókeypis snyrtivörum.
Ferðaþjónustan Mjóeyri
Strandgata 120, 735 EskifjörðurGistiheimilið er staðsett í fögru og friðsælu umhverfi á Mjóeyri, rétt utan við þéttbýlið við Eskifjörð. Húsið er nýlega innréttað, var byggt árið 1895 og ber merki gamalla og nýrra tíma. Við leggjum áherslu á hlýlegt og heimilislegt andrúmsloft.
Stórkostlegt útsýni er út Reyðarfjörð, inn Eskifjörð, yfir Hólmanes og Hólmatind. Hægt er að fá morgunmat og kvöldmat ef pantað er með fyrirvara. Boðið er upp á gistingu í fjórum, eins til tveggja manna herbergjum með sameiginlegum eldhúskrók, setustofu með sjónvarpi og góða hreinlætissaðstöðu. Útvarp og sjónvarp er í öllum herbergjum. Reyklaust umhverfi er innandyra. Stór sólpallur er við innganginn á neðri hæð og þaðan er einnig gengið inn í morgunverðarsal.
Ferðaþjónustan á Mjóeyri býður einnig upp á fimm 39m2 smáhýsi. Húsin eru klædd að innan með panil og á gólfi er parket, hvert hús er með verönd og á efri hæð eru svalir með frábæru útsýni. Hvert hús rúmar 4-6 manns. Í setustofu er sjónvarp og útvarp með geislaspilara. Eldhúsið er úbúið með örbylgjuofni, ísskáp, hraðsuðukatli og pressukönnu auk áhalda og borðbúnaðar. Í setustofunni er sófi sem auðvelt er að breyta í þægilegt tvíbreitt rúm. Á efri hæðinn er eitt herbergi með 2 rúmum og svefnloft með pláss fyrir 2-3 persónur. Baðherbergið er á neðri hæðinni. Á Mjóeyri er einnig baðhús með heitum potti og sauna. Þá eru þrjú nýbyggð 24m2 og tvö 29m2 hús. Þau eru með 2x90cm rúm á neðri hæðinni, eldunaraðstöðu, baðherbergi með sturtu og svefnlofti. Fínt fyrir tvo til fjóra gesti.
Öll húsin eru með aðgangi að interneti.
Í næsta nágrenni Mjóeyrar er Randulffssjóhús sem er opið frá kl 12-21 alla daga sumarsins. Þar er matseðil bæði í hádeginu og á kvöldin og kaffimatseðil yfir daginn. Svo er auðvitað hægt að panta fyrir hópa á öðrum tímum. Í Randulffssjóhúsi starfa lærðir kokkar sem leggja mikla áheyrslu á ferskan mat úr nágrenninu.
Black beach guesthouse
Unubakki 4, 815 ÞorlákshöfnGistiheimilið Black Beach er staðsett í hjarta Þorlákshafnar með alls 10 herbergi. Við bjóðum einnig upp á gistingu í notalegum sumarhúsum.
Við rekum einnig afþreyingarfyrirtækið Black Beach Tours og fá allir okkar gestir 10% afslátt af ferðum okkar.
Reynivellir II
Reynivellir 2, 781 Höfn í HornafirðiGistiheimilið Reynivellir er staðsett við rætur Vatnajökuls, mitt á milli Skaftafells og Hafnar í Hornafirði. Reynivellir státa af einstakri sveitamumgjörð og býður staðurinn upp á náttúrufegurð á heimsmælikvarða. Opið er allt árið um kring.
- Gerum tilboð
- Eldunaraðstaða
- Náttúruperlur
- Um 10 mínútna akstur á Jökulsárlón
- Gönguleiðir
- Sögustaðir
- Persónuleg þjónusta
- Jöklaferðir
- Hentar einstaklingum og hópum
Á Reynivöllum er boðið upp á gistimöguleika með sameiginlegu baðherbergi í húsi á tveimur hæðum. Samtals eru sjö herbergi í húsinu (eins-, tveggja-, þriggja-, fjögura- og fimm manna), 4 baðherbergi, eldhús og setustofa. Boðið er upp á bæði uppábúið og svefnpokapláss. Þráðlaust net er í byggingunni. Að auki bjóðum við upp á gistingu í þremur sumarhúsum sem taka hvert um sig allt að átta í gistingu.
Á Reynivöllum er eldunaraðstaða fyrir gesti en að auki þá er veitingastaður og matsalur í aðalbyggingunni á gistiheimilinu Gerði. Þar er boðið upp á morgunverð og kvöldverð og er áhersla lögð á að nota hráefni úr héraði.
Helstu kennileiti eru Vatnajökull og Jökulsárlón, sem er í um 10 km fjarlægð. Þá eru fjölmargar gönguleiðir á svæðinu. Stutt er í næstu hestaleigu og tæplega klukkustundar akstur á Höfn.
Fyrir þá sem vilja njóta þess að dveljast undir stórbrotnum fjöllum með fallegu útsýni yfir Öræfajökul, heimsækja m.a. Jökulsárlón, þjóðgarðinn í Skaftafelli, og fara jafnvel í ferð upp á Vatnajökul, þá eru Reynivellir góður og hagkvæmur kostur.
Þá vinnum við náið með jöklafyrirtækinu Blue Iceland sem býður upp á jöklaferðir – jöklagöngur og ferðir í íshella á svæðinu kringum Breiðamerkurjökul. Gestir sem dvelja á Reynivöllum fá afslátt hjá Blue Iceland.
Hjónin Björn og Þórey bjóða þig velkomin á Reynivelli.
Nánari upplýsingar má nálgast á reynivellir.is, með þvi að hringja í síma 478-1905 eða senda okkur tölvupóst á info@gerdi.is.
Gerum tilboð.
Fremstaver
Myrkholti, Bláskógabyggð 801 Selfoss ,Gisting fyrir 25 manns
Skálinn í Fremstaveri er notalegt hús sunnan undir Bláfelli. Fremstavershúsið rúmar 25 manns til gistingar. Þar er góð aðstaða til matseldar og vatnssalerni. Aðstaða fyrir hross eru hestagerði og heysala.
Í Fremstaveri er veðursælt og gott að vera. Allt umhverfi Bláfells er kjörið til útivistar og náttúruskoðunar. Suð-vestanvert við Bláfell eru Hellrar og Kór, áhugaverðir staðir, en austan við Bláfell rennur Hvítá í gljúfrum og bugum sem gaman er að skoða. Að ganga á Bláfell í björtu veðri er einstök upplifun, því af fjallinu er útsýni vítt um land.
Um aldamótin 1000 bjó Bergþór risi í Bláfelli. Hann skildi eftir sig auðæfi í helli sínum. Sjóður Berþórs er ófundinn þó margir vildu finna. Líklega finnst hellir Berþórs þó aðeins sé hans leitað með réttu hugarfari. Ef til vill hefur einhver nú á dögum öðlast þá auðmýkt og lífvisku sem þarf til að finna fjársjóðinn í Bláfelli, sem hefur verið týndur í þúsund ár.
Afternoon Cottages
Svínhagi SH-16, 851 HellaFimm rúmgóð 25 m2 sumarhús til leigu rétt undir Heklurótum á suðurlandi. Aðeins um 20-25 mínútna keyrsla norðaustur frá Hellu. Mikið af náttúruperlum í kring, Hekla, Landmannalaugar, Rauðufossar, Fossabrekkur, Þjófafoss, Hjálparfoss og fleira. Húsin eru umkringd stórbrotinni náttúru. Það er nánast allt til alls í húsunum. Þau eru í raun uppbyggð eins og stúdíó íbúð. Vel útbúið eldhús, með litlum ísskáp, tveggja hellu eldavél, örbylgjuofn, brauðrist, kaffivél og nánast öll þau áhöld sem þarf til eldunar. Nóg af kaffi og te fyrir alla gesti.
Uppábúið rúm með góðum dúnsængum og koddum. Rúmið er 160×200 cm og rúmast vel fyrir tvo gesti. Sjónvarp er á veggnum að stærð 32″ (Hús 1-3) eða 43″ (Hús 4-5) þar sem hægt er að horfa á Netflix, YouTube eða RÚV. Frítt Wi-Fi. Tveir þæginlegir armstólar sem gott er að sitja í og slaka á. Möguleiki er að stækka eldhúsborðið ef gestir vilja borða saman eða fá sér kaffibolla saman.
Sér baðherbergi í hverju húsi með góðri sturtu. Handklæði eru innifalin. Hand- og baðsápa eru til staðar.
Nánari upplýsingar er hægt að sjá á heimasíðu okkar www.afternooncottages.is/is/
Hunkubakkar
Síða, 881 KirkjubæjarklausturFerðaþjónustan á Hunkubökkum býður upp á 20 herbergi í heildina, þar af 6 tveggja manna herbergi með sameiginlegu baði, 6 bjálkahús sem eru 3 og 4 manna með sér baði og 8 tveggja manna herbergi með sér baði.
Húsin eru nálægt aðalbyggingunni, þar er að finna gestamóttöku er ásamt veitingastað sem opinn er á kvöldin og á daginn hluta sumars, einnig er morgunverður borinn fram þar.
Veitingastaðurinn er með góðu úrvali af réttum frá býli og héraði. Við erum sauðfjárbændur og bjóðum upp á okkar eigið gómsæta grillaða lambakjöt á matseðli.
Hægt er að panta mat og kaffihlaðborð fyrir hópa - Veitingaaðstaðan tekur ca 50 manns í sæti.
Umhverfi Hunkubakka er rómað fyrir náttúrufegurð og milt veðurfar. Einnig eru margar gönguleiðir í kring og staðsetningin miðsvæðis fyrir stærstu náttúruperlur landsins eins og Fjaðrárgljúfur , Laka, Fagrafoss, Langasjó, Sveinstind, Eldgjá, Landmannalaugar, Skaftafell og Jökulsárlón.
Volcano Huts Þórsmörk
Húsadalur Þórsmörk via Road no. F 249 ,Volcano Huts í Húsadal í Þórsmörk
Volcano Huts er þjónustu fyrirtæki sem staðsett er í Húsadal í Þórsmörk og býður upp á gistingu og veitingar fyrir hópa og einstaklinga. Þórsmörk er ævintýraheimur göngufólks og náttúruunnenda á öllum aldri. Landslagið er ægifagurt og mótast af samspili eldfjalla, jökla, skóga og jökuláa sem móta útsýnið til allra átta.
Hægt er að bóka gistingu og aðra þjónustu í gegnum vefsíðu okkar www.volcanotrails.is
Þjónusta í Húsadal
Gisting og aðstaða: í Húsadal er boðið upp á gistingu í notalegum fjallaskálum, fjögurra manna smáhýsum, tveggja manna herbergjum, glæsi tjöldum og stórt tjaldsvæði. Hægt er að fá leigð rúmföt og sængur á staðnum. Sturtur, gufubað og heit náttúrulaug er innifalið í gistingu en aðrir ferðalangar geta fengið aðgang að þeirri þjónustu gegn vægu gjaldi.
Veitngastaðurinn okkar býður upp á ljúffengar veitingar fyrir hópa og einstaklinga sem leið eiga um Húsadal og Þórsmörk. Boðið er upp á morgunverð, hádegisverð, kaffiveitingar og kvöldverð auk þess sem hægt er að setja upp veislur og viðburði fyrir hópa hvort heldur sem er innandyra eða utan. Eftir matinn er svo tilvalið að fá sér drykk á barnum og deila ferðasögunni með öðrum ferðalöngum.
Afþreying: Frá Húsadal liggur fjöldi gönguleiða um Þórsmörk og Goðaland og má þar helst nefna Laugaveginn og Fimmvörðuháls sem eru vinsælustu gönguleiðir landsins. Einnig er hægt að fara í styttri göngur sem henta fyrir alla aldurshópa, skoða sönghelli og taka lagið, sauna og toppa daginn í heitir náttúrulaug.
Gönguleiðir: Fjöldi skem mtilegra göngu- og hlaupaleiða liggja um Þórsmörk og nágrenni Húsadals og hér ættu allir að finna sér leiðir við hæfi. Laugavegurinn og Fimmvörðuháls eru meðal þekktustu gönguleiða á Þórsmerkursvæðinu en auk þeirra eru fjöldi annarra skemmtilegra leiða. Gönguleiðakort eru seld í Húsadal.
Samgöngur: Til að ko mast í Húsadal er ekið frá Suðurlandsvegi upp jeppafæran vegarslóða merktan F249 í Þórsmörk. Fara þarf yfir nokkrar ár og læki á leiðinni en helst má þar nefna Krossá sem eingöngu er fær vönum bílstjórum á vel útbúnum jeppum.
Daglegar rútuferðir eru frá BSÍ yfir sumar mánuðina en hægt er að nálgast nánari upplýsingar um áætlun rútuferða og að bóka rútumiða á vefsíðu Volcano Huts.
Bókanir og allar nánari upplýsingar um þjónustu í Húsadals er að finna á vefsíðunni og hægt er að hringja í síma 4194000 eða senda tölvupóst á netfangið info@volcanotrails.is
Glamping lúxustjöld - eins manns / tveggja manna - 16 stk
Herbergi - eins manns / tveggja manna - 14 stk
Smáhýsi - 4 pers - 8 stk
Skálagisting - 34 rúm
Tjaldstæði 100 +
Brimnes Bústaðir
Bylgjubyggð 2, 625 ÓlafsfjörðurBrimnes hótel og bústaðir er staðsett í Ólafsfirði í Fjallabyggð við Ólafsfjarðarvatn, en um leið mitt í jökulskornum Tröllaskaganum. 60 kílómetrum norðan við Akureyri og 18 kílómetrum norðan við Dalvík.
Átta finnskir bústaðir standa við norðurenda Ólafsfjarðarvatns. Heitir pottar eru á veröndum þeirra allra sem og eldunaraðstaða.
Hótelið stendur nokkrum metrum norðan við bjálkahúsin og þar er boðið upp á gistingu í 11 tveggjamanna herbergjum með baði, setustofu og háhraða nettengingu.
Það er nóg við að vera, bæði á staðnum og í næsta nágrenni. Verið velkomin!
Hey Iceland
Síðumúli 2, 108 ReykjavíkHey Ísland – ferðaþjónusta bænda er ferðaskrifstofa landsbyggðarinnar. Við byggjum á yfir 35 ára reynslu og þekkingu í ferðaþjónustu á landsbyggðinni sem gerir okkur kleift að bjóða upp á fjölbreytt úrval af gistingu um land allt og afþreyingu við allra hæfi í návist við náttúruna og friðsælt umhverfi sveitarinnar.
Hey Ísland býður upp á fjölbreytt úrval af gistingu hjá yfir 160 gististöðum um land allt, frá fjölbreyttri bændagistingu yfir í hlýleg sveitahótel, sumarbústaði og íbúðir. Allir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi hjá Hey Ísland, www.heyiceland.is.
Hlíð ferðaþjónusta
Hraunbrún, 660 MývatnHlíð ferðaþjónusta býður upp á nokkra möguleika í gistingu.
Hraunbrún: Svefnpokagisting í fjögurra manna herbergjum án baðs. Eldunaraðstaða, setustofa, sturtur og snyrtingar sameiginlegt.
Kytrur: 9m2 smáhýsi með 2 rúmum, hjónarúm. Eldunaraðstaða, setustofa, sturtur og snyrtingar í Hraunbrún eða á tjaldsvæðunum, hvorutveggja ca 100m í burtu.
Álfahlíð/Dvergahlíð: Sumarhús, 50m2 + 22m2 svefnloft. Í húsinu er eldunaraðstaða, þar eru 2 svefnherbergi annað með 2 * 80cm breiðu rúmi og hitt með 1 * 140cm breiðu rúmi, á svefnlofti eru dýnur, einnig er setustofa og snyrting með sturtu.
Andabyggð: Tveggja manna herbergi með sérbaðherbergi. 2 * 90cm breið rúm, uppábúið með morgunverði.
Tjaldsvæði: Við bjóðum upp á tjaldsvæði með fyrsta flokks aðstöðu. Alls konar tjaldsvæði eru í boði, dokkir og hraunbalar. Ekki er mikill trjágróður á staðnum. Það er lítil fluga vegna fjarlægðar við Mývatn og lítils trjágróðurs, en tjalsvæðin eru ca 1 km frá vatnsbakkanum. Vaskar með heitu og köldu vatni eru á nokkrum stöðum á tjaldsvæðinu, 2 snyrtingahús og 1 sturtuhús, sturta er innifalin í verði. Rafmagnstenglar eru í boði víðs vegar um svæðið og er borgað sér fyrir það. Við erum með litla verslun í afgreiðsluhúsi þar sem hægt er að kaupa sælgæti, gos og mjólkurvörur og einnig póstkort og filmur. Stórt eldhústjald er á svæðinu.
Hlíð ferðaþjónusta býður einnig upp á alls kyns afþreyingu, t.d er á tjaldsvæðunum leiksvæði fyrir börn og þar er einnig reiðhjólaleiga. Hægt er að fara í margar mismunandi gönguferðir, langar og stuttar yfir fjöll og fyrnindi, við gefum allar upplýsingar um þessar gönguleiðir. Í nánasta nágrenn við okkkur er upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn sem vel er þess virði að heimsækja, þar er líka sundlaug, kaffihús, bar, og ýmsir matsölustaðir.
Viking Cottages & Apartments
Kotabyggð 15-16, 601 AkureyriNotaleg gisting í stuttri fjarlægð frá Akureyri. Fullkominn staður til þess að njóta alls þess sem svæðið hefur upp á að bjóða.
Stormur Cottages
Hvammur 2, 701 EgilsstaðirGisting í smáum sumarhúsum. Hvert hús tekur allt að 3 fullorðna í gistingu, einnig kjörið fyrir barnafjölskyldur. Lítið eldhús með ísskápi fyrir einfaldar máltíðir. Stórt hjónarúm og tvöfaldur svefnsófi. Baðherbergi með sturtu. Rúmföt og handklæði innifalin. Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Hrímland - Gisting í Hálöndum
Hlíðarfjall, 603 AkureyriÚtsýnið yfir Akureyri, Eyjafjörð og til fjalla er stórbrotið. Húsin eru ný standsett og eru vel útbúin með öllum helstu nútímaþægindum svo sem sjónvarpi, 4G neti, útvarpi, CD spilara, barnarúmi, barnastól og gasgrilli.
Húsin er mjög rúmgóð og skiptast þau í opið rými með stofu og eldhúsi, þrjú svefnherbergi þar af tvö hjónaherbergi og eitt kojuherbergi, gistirými er því fyrir alls 8 manns. Baðherbergi eru tvö annað þeirra með rúmgóðri sturtu og hitt er útbúið sem þvottahús með þvottavél og þurrkara. Heitur pottur er í rými út frá stofu.
Allar öryggiskröfur eru uppfylltar sem heilbrigðiseftirlitið setur þ.m.t. slökkvitæki, reykskynjara, eldvarnateppi og lyfjaskápur
Geysir Hestar
Kjóastaðir 2, 801 SelfossVinsamlegast hafið samband fyrir bókanir og frekari upplýsingar.
Nordic Lodges Borgarbrekka
Hlíð, í Lóni, 781 Höfn í HornafirðiBorgarbrekka er norðanvert í Lóninu, svæðinu milli Eystra og Vestra Horns, uþb. 35 km norðan Hafnar í Hornafirði. Þetta svæði er einstakt, algjörlega magnað í sinni umgjörð sem tengist samleik hafs og áhrifamikilla Horna-fjallanna, gerðum úr einu elsta bergi á Íslandi. Litadýrð líparítsins í fjöllunum inn af Lóninu er einstök, sér í lagi þegar lagt er á Lónsöræfin sjálf, og gönguleiðir eru gefandi og í miklu úrvali á öllu svæðinu.
Húsið Borgarbrekka er 160 fm, rúmgott og vel búið tvílyft timburhús með svölum mót vestri á efri hæð og með rými fyrir 10 manns í fimm svefnherbergjum. Baðherbergi eru bæði uppi og niðri.
Að vetri til er talsvert um hreindýr í nágrenninu, og árið um kring má auðveldlega finna seli við Fjörð, syðst í Lóninu.
Bryggjur
Skíðbakki 1, 861 HvolsvöllurBryggjur eru skemmtilega miðsvæðis ef þú vilt skoða náttúruperlurnar á suðurlandi.
Þarna er einstaklega friðsælt (talsvert frá annari byggð) aðeins fuglar og hross og hljóðið í briminu stundum.
Eyjafjallajökull skammt frá í norður og Vestmanneyjarnar rétt fyrir sunnan okkur.
Sól við Brunná
Flaga 2, 880 KirkjubæjarklausturBústaður í unaðslegri náttúrunni. Í góðum veðurskilyrðum er hægt að sjjá Vatnajökul og Hvannadalshnjúk beint frá pallinum.
Glaðheimar
Brautarhvammur, 540 BlönduósSumarhúsin eru til leigu allt árið. Gistirými í 20 velbúnum húsum fyrir allt að 110 manns. Heitir pottar eru við flest húsin. Búið í fallegu sumarhúsi, í frábæru umhverfi og látið ykkur líða vel. Bjóðum auk þess upp á svefnpokapláss. Við viljum vekja athygli á að glæsileg ný sundlaug var opnuð á Blönduósi sumarið 2010.
Afgreiðsla Glaðheima er í upplýsingamiðstöðinni í Brautarhvammi við þjóðveg 1. Utan opnunartíma er alltaf svarað í síma 820 1300 eða 690 3130.
Fell Cottages
Fell, 685 BakkafjörðurJörðin Fell er á Norðausturlandi, nánar tiltekið á svonefndri Langanesströnd, sem liggur milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Frá Felli eru 13 km til Þórshafnar, 32 km til Bakkafjarðar og 55 km til Vopnafjarðar, stærsta þéttbýliskjarnans á svæðinu. Fell stendur stutt frá sjó í mikilli náttúrufegurð og rólegu umhverfi undir fellinu sem bærinn dregur nafn sitt af, Smyrlafelli. Við bænum blasir einnig Gunnólfsvíkurfjall, 719 metra hátt og tignarlegt.
Búið er að koma upp sjósundskýli og því fullkomin ástæða til að skella sér í sjóinn í þessari fallegu fjöru.
Boðið er uppá gistingu í 2 sumarhúsum. Smyrill 15 fm hús með 2 rúmum og 1 efri koju, snyrting en ekki sturta. Eldunaraðstaða. Fálki 25 fm hús með 2 rúmum í sérherbergi og svefnsófa fyrir 2 í alrými. Baðherbergi með sturtu. Eldunaraðstaða.
Verið velkomin í gistingu að Felli.
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Hótel Húsafell
Húsafell , 311 BorgarnesHótel Húsafell býður upp á 48 vel útbúin herbergi í fjórum stærðum. Öll herbergin eru reyklaus og skreytt með málverkum eftir Pál Guðmundsson, listamann á Húsafelli. Hér getur þú sameinað notalega dvöl á þægilegu lúxushóteli og einstakar upplifanir í íslenskri náttúru. Í nágrenni Húsafells getur þú uppgötvað faldar perlur í okkar stórkostlega landslagi.
Álftavík
Álftavík, 801 SelfossNotalegur bústaður á suðurlandi. EInn besti sinnar tegundar.
Frekar upplýsingar má fá með því að heyra beint í okkur.
Garður Apartments
Skagabraut 62A, 251 SuðurnesjabærEinstakt gistiheimili sem býður upp á þrjár studio íbúðir fyrir 2-3 manns, einn sumarbústað fyrir 6manns og stóra efri hæð í húsi fyrir 8manns.
Útsýni liggur yfir sjó, hestagirðingar og Garðskagavitana tvo.
Röstin veitingarstaður er í 5mínútna göngufæri og Keflavíkurflugvöllur er aðeins 10mínútur ef keyrt er.
Komdu og njóttu með okkur! Við tökum glöð á móti þér.
Ferðaþjónustan Lýtingsstöðum
Lýtingsstaðir, 561 VarmahlíðLýtingsstaðir er skagfirskur sveitabær með hrossarækt, staðsettur 19 km frá þjóðveg 1, sunnan við Varmahlíð. Héðan er stutt á Sprengisand og á Kjalveg. Hestatengd ferðaþjónusta hefur verið rekin á Lýtingsstöðum síðan árið 2000.
Boðið er upp á stuttar hestaferðir fyrir vana og óvana. Lágmarksaldur til að fara í reiðtúr er 6 ára en hægt er að teyma undir börn 3-6 ára heim á hlaði og í kringum torfhúsin okkar. Það er líka hægt að koma bara í smá kynningarheimsókn og hestaknús.
Lýtingsstaðir býður upp á gistingu í þremur gestahúsum (20fm og 41fm) sem hýsa 4-6 manns. Í húsunum er sér baðherbergi með sturtu. Einnig lítið eldhús.
Innblásið af sögu bæjarins var hlaðið gamaldags hesthús, skemma og rétt úr torfi. Torfhúsin eru meistaraverk íslensks handverks og hýsa sýningu með gamaldags reiðtygjum og annað. Hljóðleiðsögn er í boði sem hentar vel frá 6 ára aldri og tekur um það bil 30 mínútur.
Einishús
Einarsstaðir 2, 641 HúsavíkGlæsileg gistiaðstaða í fullbúnum heilsárshúsum, heitur pottur og grill með hverju húsi. Loka þrif innifalin.
Staðsetning Einishúsa er í Reykjadal í Þingeyjarsýslu og er í næsta nágrenni við Mývatn, Ásbyrgi, Dettifoss, Goðafoss og Húsavík.
Stærri húsin eru tvö: eins uppbyggð, ( 48 fm.) með tveimur svefnherbergjum. í stærra herberginu er hjónarúm 153cm x 200cm en í minna herberginu eru kojur 90cm x 200cm. Gott baðherbergi með sturtu, einnig hárþurrku. Á svefnlofti eru 4 góðar dýnur. Í alrými er sófasett, flatskjásjónvarp, útvarp með dvd og cd, borð og stólar fyrir 8 manns og einnig borðbúnaður. Eldavél, ísskápur og uppþvottavél er í húsunum einnig örbylgjuofn. Úti er góð verönd, gasgrill, borð og stólar og heitur pottur. Húsin eru leigð með rúmfötum fyrir 4, en ef það eru fleiri þá er hægt að fá rúmföt á dýnur.
Minni húsin eru þrjú, með svipuðu sniði og hin stærri,en ( 28 fm ) með einu herbergi og þar eru tvö 90cm x 200cm. rúm. Gott baðherbergi með sturtu,einnig hárþurrku. Í alrými er svefnsófi 143 cm.x 200cm, flatskjásjónvarp, dvd og cd, borð og stólar fyrir 5 manns, og einnig borðbúnaður, eldavélar helluborð með 2 hellum, ísskápur, örbylgjuofn. Úti er góð verönd, gasgrill, borð og stólar, og heitur pottur . Húsin eru leigð með rúmfötum fyrir 2, en ef það eru fleiri þá er hægt að fá rúmföt á svefnsófa.
Láfsgerði
Láfsgerði, 650 LaugarLáfsgerði er vel staðsett með margar helstu náttúruperlur Norðurlands í seilingarfjarlægð. Bókanir fara í gegnum Airbnb.
Láfsgerði 1 er sumarhús og þar geta 4 gist.
https://tinyurl.com/3kbp2cvm
Hins vegar er hús með 2 íbúðum:
Láfsgerði 2a - fyrir 2 gesti
https://tinyurl.com/2p83h6sz
Láfsgerði 2b - fyrir 4 gesti
https://tinyurl.com/4s3jn58h
Götur Cottages
Suður Götur, 871 VíkGistihúsin Görðum
Garðar, 871 VíkVið erum með þrjú sumarhús
Tvö þeirra eru fyrir fjóra til fimm í þeim er eldunaraðstað lítlill svefnkrókur með queen size rúmi og svo svefnsófi, sturta og salerni.
Þriðja húsið er svo fyrir fjóra þar er eldunaraðstaða, svefnsófi og koja.
Sturta og salerni.
Akureyri Gilið
Kaupvangsstræti 19, 600 AkureyriMjög falleg nýuppgerð 3ja herbergja íbúð (2 svefnherbergi) með rými fyrir allt að 6 manns. Íbúðin er með frábært útsýni yfir miðbæinn og Pollinn, vel búið eldhús, svefnsófi í stofu, frítt wi-fi og sjónvarp með Netflix.
Brú Guesthouse
Brú, 861 HvolsvöllurVið bjóðum upp á gistingu í nýtískulegum smáhýsum fyrir 2-4 gesti í rúmum og svefnsófa. Þau eru vel útbúin með smáeldhúsi, uppábúnum rúmum, svefnsófa, baðherbergi með sturtu, nettengingu, sjónvarpi og aðstöðu til að hlaða rafmagnsbíla.
Við erum staðsett á miðju suðurlandi (rétt hjá Seljalandsfossi)
Það er fátt betra en að vakna upp á fallegum morgni, fá sér morgunkaffið og horfa á hina tignarlegu fjallasýn Eyjafjallajökuls, Tindfjallajökuls, Mýrdalsjökuls og yfir til Vestmannaeyja. Það er alla vega óhætt að segja að við séum á einum heitasta stað landsins í orðsins fyllstu merkinu með fimm virkar eldstöðvar sem umkringja okkur á alla kanta.
Frá okkur er stutt í allar áttir á suðurlandi hvort sem þú vilt fara í göngu á fallegum stöðum, keyra inn á hálendið, skjótast til Vestmannaeyja, fara í golf, skoða hinar fjölmörgu náttúruperlur suðurstrandarinnar eða bara fara í sund og slaka á .
Hótel Framtíð
Vogaland 4, 765 DjúpivogurHótelið hefur í heild til umráða 42 herbergi. 18 herbergi búin öllum helstu þægindum, baðherbergi, síma og sjónvarpi. Einnig býður hótelið uppá 24 herbergi með handlaug. Mjög góð aðstaða er fyrir svefnpokahópa. Sturtur og sauna eru í kjallara gamla hússins.
Byggð hefur verið viðbygging við hótelið sem tekin var í notkun í júní 1999. Viðbyggingin er um 740 m2 sem skiptist í 250 m2 samkomusal og 18 tveggja manna herbergi með baði.
Hótelið býður uppá þrjá veitingasali. Nýr veitingasalur tekur 250 manns í sæti, gamli veitingasalurinn tekur um 40 manns í sæti og bar hótelsins tekur 50 manns í sæti.
Mjög fjölbreyttur og góður matseðill er í gangi yfir sumarmánuðina. Sérstök áhersla er lögð á sjávarrétti úr glænýjum fiski, helst frá fiskimönnum staðarins.
Fjögur sumarhús eru á lóð hótelsins auk þriggja íbúða til leigu.
Starfsfólk okkar er vingjarnlegt og lipurt og gerir sitt besta til þess að gestum okkar geti liðið vel á meðan á dvöl þess stendur í þessu fallega fjalla- og fjarðahéraði.
Notalega húsið við Ytri-Rangá
Þrúðvangur 37, 850 HellaSólholt Gisting
Solvellir holiday home, West Iceland , 276 MosfellsbærFerðaþjónustan Sandfellsskógi
Stóra-Sandfell 3, Skriðdalur, 701 EgilsstaðirFerðaþjónustan að Stóra-Sandfelli er í Skriðdal, 17 km. sunnan við Egilsstaði við þjóðveg nr. 95 sem liggur á milli Egilsstaða og Hafnar í Hornafirði þegar keyrt er yfir Öxi eða Breiðdalsheiði. Hér er ýmist boðið upp á gistingu í smáhýsum, herbergjum eða á tjaldsvæði.
Einnig eru í boði hestaferðir um Sandfellsskóg og nágrenni, auk þess sem auðvelt er að finna sér skemmtilegar gönguleiðir á svæðinu. Skammt er til allra helstu ferðamannastaða Austanlands frá bænum.
Sama fjölskylda hefur rekið ferðaþjónustuna um þrjátíu ára skeið og sameinar reynslu og austfirska gestrisni.Við leggjum áherslu á góð og persónuleg samskipti við gesti okkar, þar sem þeir geta notið sín í fögru umhverfi og kyrrð í íslenskri náttúru.
Smáhýsin eru 10 talsins, af ýmsum stærðum og gerðum og rúma 2-4 gesti hvert. Öll eru með eldunaraðstöðu og aðgang að gasgrilli, sex þeirra eru með sérbaðherbergi og fjögur með sameiginlegum snyrtingum. Herbergin eru 3, öll með sér inngangi, litlu baðherbergi og með aðgang að eldunaraðstöðu og gasgrilli.
Tjaldsvæðið er staðsett í víðfeðmu skóglendi sem hentar einkar vel fyrir tjöld og tjaldvagna, fjölskyldur og fjörkálfa. Á svæðinu eru borð með áföstum bekkjum, Króklækurinn rennur þar í gegn og býður upp á ævintýri fyrir yngsta fólkið. Á snyrtingunum eru salerni, sturtur, útivaskar og heitt og kalt vatn.
Allar hestaferðir eru með leiðsögn. Leitast er við að velja hesta við hæfi hvers og eins og í upphafi hverrar ferðar er farið stuttlega yfir helstu atriði sem knapar þurfa að hafa í huga og teknir nokkrir æfingahringir í gerðinu. Tímasetning ferða er eftir samkomulagi hverju sinni og lágmarksfjöldi þátttakanda í hverri ferð eru 2 og hámarksfjöldi 10.
Fyrir frekari upplýsingar og bókanir, vinsamlegast farið á heimasíðu okkar eða hafið samband í gegnum síma eða tölvupóst.
Bragðavallakot
Bragðavellir , 765 DjúpivogurBaggi er fjölskyldufyrirtæki sem býður upp á gistingu í notalegum sumarhúsum. Við erum staðsett í sveitinni nálægt hringveginum á Austurlandi. Það tekur um tíu mínútur að aka til Djúpavogs þar sem finna má alla nauðsynlega þjónustu, svo sem verslun, sundlaug, veitingastaði og kaffihús.
Við bjóðum upp á þrjár tegundir af sumarhúsum, eins svefnherbergja, tveggja svefnherbergja og sumarhús, sem henta fyrir stærri hópa eða fjölskyldur.
Kotabyggð 14 og Kotabyggð 1b
Kotabyggð 14, 601 AkureyriTvö nýleg sumarhús í Svalbarðsstrandarhreppi, rétt fyrir utan Akureyri.
Hús 1:
Einarsstaðir, Kotabyggð 14, 601 Akureyri Svalbarðsstrandarhreppi.
- Stærð: 30 fermetrar
- Frítt internet og sjónvarp
- Stór verönd, 50 fermetrar
- Fjöldi rúma: Hjónarúm 1,60 x 2 m
- Hægt að hafa dýnur á gólfi
- Eldhúskrókur með öllum búnaði
- Þvottavél í viðbyggingu
- Salerni með góðri sturtu
- Stórt gasgrill
Til að finna húsið á Airbnb, vinsamlegast smellið hér.
Til að finna húsið á Booking.com vinsamlegast smellið hér.
Hús 2:
Kotabyggð 1b, Björkin. Kotabyggð 1b, 601 Akureyri Svalbarðsstrandarhreppi.
- Stærð: 30 fermetrar
- Frítt internet og sjónvarp
- Stór verönd 80 fermetrar
- Fjöldi rúma: Hjónarúm 1,60x2 m
- Hægt að hafa dýnur á gólfi
- Eldhúskrókur með öllum búnaði
- Þvottavél
- Salerni með góðri sturtu
- Gasgrill
Til að finna húsið á Airbnb, vinsamlegast smellið hér.
Til að finna húsið á Booking.com vinsamlegast smellið hér.
Private house with garden
Tangagata 10a, 400 ÍsafjörðurVinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Laxárdalur Cabin
Árhólar, 641 HúsavíkÁ bænum okkar, Árhólum í Laxárdal, erum við með 4 nýtískulega hönnuð sumarhús til leigu. Húsin eru litlar stúdíóíbúðir með tveimur rúmum, eldhúsi, borðkrók og baðherbergi. Laxárdalur er afar friðsæll og bílaumferð í algeru lágmarki. Um dalinn rennur Laxá, heimsþekkt lax- og silungsveiðiá.
Hólaskjól Hálendismiðstöð
Flaga, 881 KirkjubæjarklausturFrá þjóðvegi eru 35 km í Hólaskjól þar sem keyrt er á F vegi, engar óbrúaðar brýr eru á leiðinni og því hægt að komast á nánast hvaða bíl sem er yfir sumartímann ef farin er syðri leiðin.
Frá Hólaskjóli eru um 7 km inn í Eldgjá, en skömmu áður en þangað er komið, þarf að fara yfir á sem er óbrúuð. Hún er ekki fær nema bílum með drifi á öllum hjólum.
Hólaskjól er við Lambskarðshóla, upp við hrauntungu sem rann þegar Eldgjá gaus, árin 934-940. Þar er friðsælt og umhverfi fagurt. Einungis er 5 mínútna gangur upp á hrauntunguna að fallegum fossi í Syðri-Ófæru. Bændurnir vilja meina að hann beri ekkert nafn en ýmis nöfn hafa fest við hann, til dæmis Silfurfoss eða Litli Gullfoss.
Í Hólaskjóli er svefnpokapláss fyrir 61 gest í tveggja hæða skála. Á tjaldsvæðinu eru borð og bekkir til að matast við, salernisaðstaða og sturtur. Einnig eru fjögur smáhýsi sem leigð eru bæði með og án sængurfata.
Landmannalaugar og Langisjór eru í klukkutíma fjarlægð frá Hólaskjóli, þar eru margar óbrúaðar brýr og því þarf að vera á bílum með drifi á öllum hjólum.
Hestahópar eru velkomnir til okkar, góð aðstaða og heysala er á staðnum.
- Svefnpokagisting í skála fyrir 61 mans
- Smáhýsi með WC og eldunaraðstöðu, kojur fyrir fjóra
- Tjaldstæði með salerni og sturtu
- Hús við Langasjó með veiðileyfi (veiðihúsið við Langasjó stendur á nesi syðst við Langasjó):
- Svefnpokagisting, kojur fyrir fjóra og svefnsófi fyrir tvo
- Veiðileyfi í Langasjó
Gps hnit: 64° 7,144'N, 18° 25,689'W (ISN93: 527.862, 401.918)
Sumarhús Háaleiti
Skarð, 760 BreiðdalsvíkSUMARBÚSTAÐIR TIL LEIGU Í BREIÐDAL. Náttúra Breiðdals er rómuð fyrir fegurð og veðursæld. Ýmis afþreying í boði. Hvert hús er um það bil 50 fermetrar að grunnfleti, með tveim svefnherbergum, eldhúskrók, stofu , salerni og sturtu, auk þess er svefnloft með svefnplássi fyrir 4 persónur. Hvert sumarhús getur rúmað allt að 10 manns í einu. Húsin eru búin öllum nútíma þægindum, til dæmis: sjónvarpi, útvarpi, eldavél, örbylgjuofni og ísskáp. Sumarhúsin eru staðsett í Norðurdal Breiðdals, sem er á miðjum Austfjörðum.
Holtungar
Grásteinsholt, 851 HellaGisting í smáhýsi pláss fyrir 2 samhenta. Í húsinu er þráðlaust net eldunaraðstaða og flest helstu eldunaráhöld, sturta og salerisaðstaða.
Rauðuskriður gisting í sveitasælunni
Rauðuskriður, 861 HvolsvöllurRauðuskriður er hefðbundinn sveitabær sem er staðsettur í Fljótshlíð á suðurlandi, í c.a. 20 mínútna fjarlægð frá Hvolsvelli Í dag er bærinn heimili Þorsteins Guðjónssonar og Ingveldar Guðnýjar Sveinsdóttur og yngri barna þeirra.
Á Rauðuskriðum var mjólkurframleiðsla til ársins 1999 en eftir það höfum við aðallega alið kindur. Við erum þó einnig með nokkra hesta, kýr, tvo hunda og einn kött. Húsin sem hér hafa verið reist eru íbúðurhúsið sem við búum í og fjögur smahýsi sem eru um 30 metra frá íbúðarhúsinu. Hvert smáhýsi er búið öllum helstu nauðsynjum og búnaði til góðrar dvalar, hvort sem er í lengri eða skemmri tíma. Þ.m.t. fullbúið baðherbergi með sturtu, eldunaraðsöðu og helstu eldhúsáhöld og borðbúnaður, uppbúnu hjónarúmi eða tveimur einstaklingsrúmum ásamt handklæðum.
Á svæðinu er ýmislegt við að vera og til að gera dvölina ánægjulegri s.s heitur pottur, gasgrill, útihúsgögn, leiktæki fyrir börnin, snertingin við sveitina og dýrin, margar skemmtilegar lengri og styttri gönguleiðir og svo auðvitað Stóra Dímon. Friðsældin og náttúrufegurðin er einstök á Markarfljótsaurunum. Einnig er boðið uppá samkomutjald og tjaldsvæði fyrir stærri eða minni fjölskyldu eða vinahópa.
Við vonumst til að hitta sem flesta landa okkar á komandi árum.
Nálægar náttúruperlur: Seljalandsfoss, Þórsmörk, Vestmannaeyjar og allir vinsælustu ferðamannastaðir landsins.
Í nágrenninu er fjöldi ferðaþjónustufyrirtækja sem bjóða uppá margvíslega afþreyingu s.s fjórhjól, hestaleigur, jöklaferðir, snjósleðaferðir og fleira.
Finnið okkur á Facebook hér.
Landmannahellir
Landmannahelli, 851 Hella, 851 HellaFriðsæll áningastaður í "Friðlandi að fjallabaki" til lengri eða skemmri dvalar. Hentar sérlega vel fyrir fjölskyldur, starfsmannahópa og reyndar hvern sem vill njóta kyrrðar og dulúðar fjallanna. Margt athyglisverðra staða er í nágrenninu, t.d. Hekla, Valagjá, Landmannalaugar og Íshellar í Reykjadölum svo eitthvað sé nefnt. Gps hnit fyrir Landmannhelli eru N 64 03 V 19 14.
Búið er stika gönguleiðina Rjúpnavellir - Áfangagil - Landmannahellir - Landmannalaugar (Hellismannaleið) og fylgir hér með leiðarlýsing í pdf skjali.
Landmannahellir er í alfaraleið þeirra sem fara ríðandi um hálendið, enda góð aðstaða þar fyrir hesta og ferðafólk. Fyrir hrossin eru þrjú stór gerði, 40 hesta hús og hey.
Svefnpokagisting er í 9 húsum fyrir samtals 100 gesti í einbreiðum og tvíbreiðum kojum. Húsin eru upphituð, með rennandi vatni, eldunaraðstöðu og wc.
Einnig er við Landmannahelli svæði fyrir tjöld, fellihýsi og húsbíla, smáhýsi með hreinlætisaðstöðu, útigrill og veiðileyfasala.
Tjaldsvæðið í Landmannahelli er á grasflöt við skálabyggðina í Landmannahelli á bökkum Helliskvíslar. Svæðið rúmar allt að 50 tjöld. Hægt er að kaupa veiðileyfli í Landmannahelli í vötn sunnan Tungnaár. Einnig er hægt að panta innigistingu í átta skálum við Landmannahelli.
Á tjaldsvæðinu er vatnsalerni, útigrill og sturta. Þá geta tjaldgestir farið inn í gamalt hlaðið gagnamannahús og borðað eða tekið lagið!
Verð 2024
Gisting í svefnpokagistingu á mann: 7.900 kr
Gisting í svefnpokagistingu, 7-15 ára: 3.950 kr
Gisting í svefnpokagistingu, 6 ára og yngri: Frítt
Verð fyrir fullorðna á tjaldsvæði: 2.000 kr. Frítt fyrir 12 ára og yngri
Sturta: 700 kr
Ferðaþjónustan er opin frá miðjum júní til 16. september.
Litli Skáli Myrkholti
Myrkholt, 801 SelfossGisting fyrir 8 manns
Á Myrkholti erum við með tvö hús annað er 70 m2.
Þar eru 3 svefnherbergi. Eitt með tvíbreyðu rúmi og tvö herbergi 3 manna.
Það er hægt að leigja þetta hús með eða án sængurfatnaðar. Rúmgott baðherbergi og eldhús og borðstofa.
WI-FI er í húsinu. Útsýni úr húsinu er yfir hverasvæðið á Geysi og sést vel þegar Strokkur gýs.
Nýlenda
Nýlenda, 861 HvolsvöllurStafholtsey
Stafholtsey, 311 BorgarnesSveitasetur í Borgarfirði.
Nýuppgert einbýlishús á sveitabæ í Borgafirði, um 15 mínútna akstur frá Borgarnesi, um 90 km frá Reykjavík. Friðsælt umhverfi með stórbrotnu útsýni til fjalla og jökla í uppsveitum Borgarfjarðar.
Húsið leigist í heilu lagi í minnst fjórar nætur í senn. Það eru 5 svefnherbergi í húsinu með gistiplássi fyrir allt að 7 manns, tvö herbergi með tvíbreiðu rúmi og þrjú svefnherbergi með einbreiðu rúmi, eitt ungbarna ferðarúm til staðar.
Rúmgott nýuppgert eldhús með öllum eldhústækjum, nýuppgert baðherbergi með sturtu. Pallur fyrir utan hús með grilli. 10 mínútna akstur í Kraumu náttúrulaugar, 30 mínútna akstur í Húsafell. Tækifæri fyrir fjölskyldur, vinahópa og fleiri að leigja hús í einstakri náttúrufegurð og friðsæld.
Hægt að bóka húsið inná www.booking.com, www.airbnb.com eða senda póst á stafholtsey@gmail.com
Hálsaból
Gröf 1, 350 GrundarfjörðurSumarhúsin að Hálsi standa rétt fyrir ofan bæinn Háls og eru reist árið 2004. Þau eru nútímaleg og falleg hús. Staðsetning þeirra er alger draumur fyrir alla sem vilja vera útaf fyrir sig en samt þægilega nálægt allri þjónustu en aðeins 3 km eru til Grundarfjarðar.
Húsin okkar eru fyrir 6 til 8 og einstaklega falleg og skemmtilega hönnuð. Þau eru útbúin sjónvarpi og DVD spilara, geislaspilara með útvarpi, eldavél, ofni og borðbúnaði fyrir allt að 8 manns. Einnig er gasgrill utanhúss. Heitur pottur er á pallinum og er mjög skjólsælt þar. Lítill leikvöllur er við húsin og umhverfið og aðstaðan gerð eins barnavæn og kostur er.
Sumarhúsin Signýjarstöðum
Signýjarstaðir, 320 Reykholt í BorgarfirðiTil leigu snotur sumarhús með heitum potti, öll leigð út með uppábúnum rúmum.
Bjarkarholt
Barðastrandarvegur, 451 PatreksfjörðurGistihúsið getur hýst vel 30 manns, 16 í húsum og 14 í svefnpokaplássi. Bjarkarholt er staðsett á Vestfjörðum í miðri Barðastrandasýslu við Mórudal.
Gistihúsið er um 16 km í vestur frá ferjuhöfninni á Brjánslæk og um 40 km frá Patreksfirði.
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Tjaldsvæðið Þakgil
Höfðabrekkuafréttur, Mýdalshreppur, 871 VíkÞakgil, 20 km frá Vík í Mýrdal, og svæðið í kring hefur uppá að bjóða stórbrotið landslag allt frá sléttlendi til djúpra gilja og sjálfan Mýrdalsjökul. Í fjöllunum sem eru græn upp í topp má sjá allskonar kynjamyndir hobbita, álfa, tröll allt eftir hugmyndaflugi hvers og eins.
Svæðið er tilvalið til gönguferða hvort sem er á sléttlendi í Remundargili og út að Múlakvísl eða sem er meira krefjandi t.d. uppá Mælifell og fram Barð eða upp að jöklinum og út á Rjúpnagilsbrún en þaðan er ægifagurt útsýni yfir Kötlujökulinn, Huldufjöll og undirlendi suð-austurlands. Þaðan sést m.a. til Lómagnúps og Vatnajökuls. Síðan er hægt að ganga eftir jöklinum í Huldufjöll en það er krefjandi og krefst sérstaks útbúnaðar og leiðsagnar.
Það er skjólsælt á tjaldsvæðinu þar sem það er umkringt fjöllum. Það er auðvelt að komast þangað þar sem það eru engar ár eða sprænur yfir að fara og er fært öllun venjulegum bílum og tækifæri fyrir alla að komast í fjallakyrrðina inná hálendinu.
Á tjaldsvæðinu er nýtt WC og sturtuhús með úti uppvöskunaraðstöðu.
Sólbakki 6
Sólbakki 6, 425 FlateyriHúsið stendur á Sólbakka rétt utan Flateyrar, með óviðjafnanlegt útsýni yfir Flateyri og Önundarfjörð. Það er staðsett nokkur hundruð metra utan við Flateyri. Staðsetning hússins er einstök þar sem nýtur stórfengslegs útsýnis yfir þorpið og yfir allan fjallasal Önundarfjarðar, með fjallið Þorfinn í öndvegi.
Húsið er 200 fm, vel útbúið með svefnpláss fyrir 8 manns. Á neðri hæð hússins er eldhús, borðstofa og stofa í opnu rými, auk þvottahúss og baðherbergis sem sturtu. Svalir eru út frá borðstofu. Á efri hæð eru þrjú svefnherbergi (tvö þeirra stór með 3 rúmum) og baðherbergi með sturtu. Gróinn garður umlykur húsið, þar er garðskýli með gasgrilli. Lítill lækur leggur leið sína meðfram húsinu vestanmegin.
Fjölmargar gönguleiðir eru í nágrenni Flateyrar og boðið er upp á þjónustu göngu gæda, þar sem því verður komið við. Stuttur akstur er yfir á Holts bryggju, sem er vinsæll viðkomustaður.
Finnið okkurá Facebook hér.
Sportferðir ehf.
Ytri-Vík / Kálfsskinn, 621 DalvíkSportferðir er ferðaþjónustufyrirtæki, staðsett í Eyjafirði með hópferða- og ferðaskrifstofuleyfi. Sportferðir sérhæfa sig í skipulagningu hvataferða og hópeflis fyrir fyrirtæki og einnig árshátíða- og skemmtiferða hverskonar fyrir einstaklinga, félög og fyrirtæki. Ferðirnar eru framkvæmdar um allt land og í samvinnu við marga aðra ferðaþjónustuaðila.
Gísting á vegum Sportferða er í Ytri-Vík í Eyjafirði.
Gamla húsið er steinhús á þremur hæðum sem byggt var 1929 og hefur verið mikið endurnýjað.Í húsinu eru 7 svefnherbergi tveggja- og þriggjamanna og rúmar húsið 16 manns í uppbúin rúm. Í húsinu er fullbúið eldhús og borðstofa sem rúmar 25 manns og einnig lítil setustofa. Í kjallara hússins er gufubað og búningsaðstaða fyrir gesti og stór heitur pottur fyrir utan.Frístundahúsin Í Ytri Vík eru einnig 7 fullbúin sumarhús.
Nordic Lodges Brekka
Birkihlíð 34, í landi Kalastaða, 301 AkranesEfra-Sel Home
Efra-Sel, 845 FlúðirHlýlegt og vel útbúið íbúðarhús/sumarhús til leigu í lengri eða skemmri tíma í nágrenni við Flúðir í uppsveitum Árnessýslu. Húsið er búið öllum helstu nútímaþægindum, s.s. ljósleiðaratengingu, heitum potti, flatskjá ofl. Stór garður er við húsið, rúmgott bílastæði og 18 holu golfvöllur, Selsvöllur, í göngufjarlægð.
Í húsinu er fullbúið eldhús, þvottavél, tvö hjónaherbergi og tveir svefnsófar. Í húsinu geta dvalið allt að átta manns í einu, miðað við sex fullorðna og tvö börn. Húsið hentar vel fyrir sex fullorðna.
Við erum einnig með veitingastað í nágrenni við húsið, Kaffi-Sel, sjá nánar: kaffisel.is
Verið velkomin!
Til að finna okkur á booking.com, smelltu hér.
Miðhraun - Lava Resort
Miðhraun 2, 342 StykkishólmiMiðhraun - Lava Resort er fjölskylduvænn og fjölskyldurekinn gististaður á sunnanverðu Snæfellsnesi. Hús, íbúðir og herbergi, leikvöllur með ærslabelg, gönguleiðir, lítið fjárbú, náttúrubað, sauna, veitingastaður og veislusalur. Veitingastaðurinn er opinn frá maí til enda október en getum opnað fyrir stærri hópa sem bóka með fyrirvara. Miðhraun er hentugur staður fyrir bæði litla og stóra hópa.
Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu.
Kornhóll
Sámsstaðir 1 - lóð nr. 4, 861 HvolsvöllurNotaleg gisting í grennd við Hvolsvöll. Allt til alls og í grennd við margar helstu náttúruperlur Íslands.
Vinsamlegast hafið samband við okkur beint fyrir frekari upplýsingar.
Ferðaþjónustan Hafursá
Sólvellir 4, 700 EgilsstaðirFerðaþjónustan Hafursá er staðsett á gamla bóndabýlinu Hafursá sem liggur í útjarði Hallormsstaðarskógar. Friðsæld og fegurð er ríkjandi þáttur umhverfisins, fuglalífið og kyrrðin í skóginum.
Kortlagðir göngustígar um skóginn eru gifurlega vinsælir. Stórkostlegt útsýni yfir Lagarfljótið yfir til Fella og Fljótdals. Fyrir botni Lagarins rís Snæfellið, 1830 m – hæsta fjall landsins utan Vatnajökuls.
Ferðaþjónustan býður upp á tvö sumarhús 40m2. Hvort hús getur hýst 4-6 gest. Húsin eru búin öllum tækjum og tólum sem til þarf til að bjarga sér í mat og gistingu s.s. eldavél,útigrill, ískápur,sjónvarp. Uppbúin rúm, baðherbergi með sturtu, útihúsgögn á palli.
Einnig eru tvær tveggja herberga íbúðir í íbúðarhúsinu, hvor með sér inngangi. Miðhæð sem rúmar 7-8 gesti og loftíbúð sem rúmar 4-6 gesti. Báðar íbúðirnar eru með sambærilegum búnaði og sumarhúsin .
Þjónusta
Gestgjafarnir búa á staðnum – ávalt til þjónustu reiðubúin.
Sameiginleg þvottavél og þurkari eru til afnota fyrir gesti Internet er bæði í bústöðum og íbúðum.
Hótel Hallormsstað 5 km. Býður uppá kvöldverðarhlaðborð.
Afþreying
- Ganga um skóginn
- Ganga niður að Fljóti til að heilsa upp á Orminn
- Trjásafnið inn við gróðrarstöð
- Hengifoss/Litlanesfoss 10 km
- Hestaleiga 15 km
- Vatnajökulsþjóðgarður og Skriðuklaustur 15 km
- Óbyggðasafnið 25 km
- Vallanes 10 km ( móðir Jörð )
- Egilsstaðir sund 22 km ( Bónus og Nettó ) og fl. -
- Vök 25 km ( heitar útilaugar í Urriðavatni )
- Stöðvarhús Kárahnjúkavirkjunar 20 km
- Kárahnjúkastífla 75 km.
SeaSide Cottages
Eyrargata 37a, 820 EyrarbakkiSeaside cottages býður upp á tvö dásamlega rómantísk og vel útbúin hús til leigu í lengri eða skemmri tíma. Húsin Suðurgata og Vesturgata eru staðsett við sjávarkambinn á Eyrarbakka og leigjast með uppábúnum rúmum, handklæðum, kertum, baðolíum og sápum. Ef þú ert í rómantískum hugleiðingum og eða vilt skipta um umhverfi og komast í rólegheit og afslöppun þá erum við með lausnina og hlökkum til að taka á móti þér. Þess má geta að veitingastaðurinn Rauða húsið er í göngufæri.
Lindartún Gistiheimili
Lindartún, 861 HvolsvöllurStafafell ferðaþjónusta
Lón, 781 Höfn í HornafirðiVinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Miðsker
Miðsker 1, Nesjum í Hornafirði, 781 Höfn í HornafirðiBoðið er upp á gistingu í tveimur húsum sem hvort um sig tekur 4 í gistingu. Annað húsið er með 1 tvíbreytt rúm og 1 koju en hitt er með 2 einbreiðrum og 1 koju. Báðir bústaðir eru tveggja herbergja.
Það er baðherbergi með sturtu og síðan alrými sem inniheldur litla setustofu og eldhús. Í eldhúsinu er lítil eldavél, ískápur, kaffivlél, eggjasuðutæki, hrisgrjónapottur, örbylgjuofn og eðlilegur búnaður tilheyrandi því s.s pottar, pönnut og borðbúnaður. Veröndin er rúmgjóð og gott pláss til þess að sitja úti. Hægt er að grilla úti á veröndinni. Útsýnið er mjög fallegt, jökla og fjallasýni.
Frá okkur er aðeins 12 km til Hafnar þar sem er góð sundlaug, matvöruverslun, veitingastaðir og fleira. Miðsker er bondabær rett fyrir utan Höfn. þar er kindur, hestar , karföflurækt , Hundar, kettir svo eitthvað sé upptalið. Hér eru tveir ábúendur. Frá Miðskeri er mjög gott útsýni til allra átta.
Flying Viking
Laufásvegi 2, 101 ReykjavíkThe Flying Viking er lítið fjölskyldurekið gistiheimili. Við bjóðum gistingu á tveimur stöðum. Við erum með farfuglaheimili í Reykjavík. Staðsetningin er í hjarta Reykjavíkur með ótal áhugaverða staði og afþreyingu í göngufæri.
Við leigjum líka út sumarhús sem staðsett eru við leiðina að Hafravatni og því aðeins í um 10 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík eða Mosfellsbæ.
Ocean Break Cabins
Nátthagi, 245 SuðurnesjabærSandgerði Sumarhús eru staðsett 10 mínútum frá alþjóðlega flugvellinum (KEF). Við bjóðum upp á fimm ný uppgerð sumarhús öll með sér heitan pott.
Sumarhúsin eru staðsett við strandlengju Sandgerðis sem gefur þér tækifæri að að njóta ferska sjávarloftsins og friðsællar náttúru sem umliggur svæðið. Fullkominn staður til að njóta norðurljósa að vetralagi og miðnætursólar á sumrin.
Lambhús
Lambleiksstaðir, 781 Höfn í HornafirðiLambhús
Í Lambhúsum er boðið upp á gistingu í smáhýsum. Þau eru staðsett við bæinn Lambleiksstaði, 30 km vestan við Höfn.
Smáhýsin eru eitt rými með gistipláss fyrir allt að 4 gesti. Þau eru tilvalin fyrir pör eða fjölskyldur. Húsin eru búin eldhúskrók, þráðlausu neti og snyrtingu með sturtu. Öll húsin hafa útsýni til Vatnajökuls.
Gestir geta komið með eigin mat og matreitt einfaldar máltíðir. Einnig eru fjölmargir veitingastaðir í nágrenninu sem bjóða upp á matvæli úr héraði.
Lambhús er staður fyrir náttúruunnendur sem sæjast eftir ró og óspilltri náttúru. Göngufólk hefur úr fjölda gönguleiða að velja. Jafnframt er fjölbreytt afþreying í boði í nágrenninu eins og til dæmis snjósleðaferðir á Vatnajökli, bátsferðir á Jökulsárlóni og heitir pottar í Hoffelli.
Í Höfn má finna gott úrval veitingastaða, sundlaug, gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs, matvöruverslun o.fl.
Nánari upplýsingar um héraðið: www.visitvatnajokull.is
Hvítahúsið
Skjöldur, Helgafellssveit, 340 StykkishólmurHvíta húsið er staðsett rétt hjá félagsheimilinu Skjöldur á leiðinni til Stykkishólms.
Gisting
Í Hvíta húsinu er gisting fyrir 2
GPS Punktar
Hvíta húsið = N 65° 0' 12.274" W 22° 45' 57.122"
Finnið okkur á Airbnb hér.
Kaldá
Kaldá 1, 701 EgilsstaðirÞetta er fjölskyldurekin ferðaþjónusta með þrjú falleg bjálkahús 25,7fm. Þau eru útbúin ísskápum, eldunaraðstöðu, borðbúnaði og gasgrilli og eru leigðir út til lengri og skemmri tíma.
Þráðlaus nettenging er í húsunum og ávallt boðið upp á kaffi og te. Kaldá er á Fljótsdalshéraði, aðeins 9 km suður af Egilsstöðum.
Karlsá gistiheimili
Karlsá, 621 DalvíkKarlsá er reisulegt hús á 3 hæðum, staðsett nokkrum kílómetrum norðan við Dalvík. Tilvalið fyrir stórar fjölskyldur, pör eða hópa sem vilja slaka á í fallegu umhverfi eða kanna það sem Tröllaskaginn hefur upp á að bjóða. Gestir leigja allt húsið.
Í húsinu eru 7 herbergi með uppbúnum rúmum fyrir allt að 15 manns, eldhús, borðstofa og setustofa. Úti er lítið gufubaðshús og heitur pottur með útsýni yfir fjörðinn og fjöllin allt í kring.
www.karlsa.com
www.ravenhilllodge.com
www.bergmenn.com
www.arcticheliskiing.com
Bjarg Borgarnes
Bjarg, 310 BorgarnesBjarg Borgarnes er lítið fjölskyldurekið gistihús í gömlum bóndabæ í útjaðri Borgarness, þar hafa gömlu útihúsin verið innréttuð sem gistihús. Gisting er í séríbúð fyrir 4 með eldunaraðstöðu og baði og í íbúð með 3 herbergjum; tveim 2ja manna herbergjum og einu fjölskylduherbergi, með sameiginlegri eldunaraðstöðu og baðherbergjum. Einnig í 4-6 manna bústað (81m2) með tveim 2ja manna herbergjum, svefnsófa í stofu, baðherbergi og vel útbúnu eldhúsi ásamt einstöku útsýni yfir Borgarfjörðin. Bjarg er staðsett á kyrrlátum stað en stutt er í alla þjónustu í Borgarnesi. Vel staðsett fyrir skoðunarferðir um Vesturland.
Comfortable Bungalow
Silfurgata 12, 400 ÍsafjörðurNotaleg gisting í gömlu nýuppgerðu húsi í hjarta Ísafjarðabæjar. Gisting fyrir 2-4 manns, uppbúin rúm. Háhraða, þráðlaus internettenging og aðgangur að tölvu innifalið. Reyklaust. Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Ferðaþjónustan Síreksstöðum
Síreksstaðir, 690 VopnafjörðurSíreksstaðir eru í Sunnudal, litlum og friðsællum dal inn af Hofsárdal í Vopnafirði. Þar er frístandandi gistihús og tvö 32 fermetra sumarhús í boði fyrir ferðamenn er rúma 4 manns hvort, hlýleg og vel búin öllum þægindum.
Verönd með gasgrilli eru við hvort hús og heitur pottur við annað húsið. Í gistihúsinu eru 7 tveggja manna herbergi og eitt þriggja manna svefnherbergi með koju og eins manns rúmi. Setustofa með sjónvarpi. Uppbúin rúm eða svefpokapláss. WC og sturtur til sameiginlegra afnota í miðrými hússins. Handlaugar eru í hverju herbergi. Morgunverður borin fram í veitingarstaðnum sem er áfastur við gistihúsið. Hentugt fyrir alla þá er áhuga hafa fyrir að komast út og upplifa náttúruna og kyrrðina.
Á Síreksstöðum er einnig rekinn veitingastaðurinn „Hjá okkur“ sem býður upp á fjölbreyttan og góðan mat. Leitast er við að vera með sem mest af hráefni frá búinu og nágrenni. Veitingarstaðurinn er opin 1. júní til 1. september, frá kl. 18 til 21.
Á Síreksstöðum er stundaður hefðbundinn búskapur og njóta gestir stúkusæta sem áhorfendur að bússtörfum. Hér eru griðavé til að upplifa kyrrðina og rólegheitin, hlusta á fuglasönginn og skoða plöntulífið. Staðurinn er fjölskylduvænn og dvöl í sveitasælunni er vel þess virði að upplifa.
Afþreying:
Leiktæki, rólur, rennibraut, sandkassi.
Minjasafnið Bustarfelli og "Hjáleigan" kaffihús 8km. Gönguleiðir í nágrenninu. Veiði í ám og vötnum. Á slóðum Vopnfirðingasögu með leiðsögn.
Nánari upplýsingar á www.sireksstadir.is
Hvalfjarðarsveit Cottage
Litla-Lambhagaland, 301 AkranesRjúpnavellir
Holta- og Landsveit (vegur/road 26), 851 HellaRjúpnavellir í Rangárþingi Ytra
Ferðaþjónustan á Rjúpnavöllum býður gestum sínum upp á rólegt og fallegt umhverfi þar sem Hekla gnæfir yfir og Ytri- Rangá rennur rétt við túnfótinn.
Sérstaða staðarins er nálægðin við hálendið og eru því margir möguleikar á spennandi útivist og náttúruskoðun, allt árið um kring.
Skemmtilegir staðir í göngufæri til útivistar og náttúruskoðunar, má þar nefna: Merkihvollsskóg, Fossabrekkur, Galtalækjarskóg, Þjófafoss og að sjálfsögðu Heklu.
Aðrir spennandi staðir í næsta nágrenni:
Landmannalaugar eru einn fjölsóttasti ferðamannastaðurinn á hálendinu og liggur vel við reið- og gönguleiðum.
Gisting á Rjúpnavöllum
Gisting er í tveimur skálum sem taka samtals 44 í svefnpokaplássi. Einnig eru 3 smáhýsi sem taka 6-10 manns hvert. Frítt Wifi er á svæðinu.
Aðstaða í skálum: Þar er frábær eldunaraðstaða, bekkir og borð fyrir alla. Svefnbálkar eru í sal ásamt einu sérherbergi.
Rjúpnavellir eru góður áningastaður fyrir bæði hópa og einstaklinga sem vilja njóta náttúrunnar í fallegu umhverfi, fagna tímamótum í góðum félagsskap eða vantar áningastað á ferð sinni um hálendið.
Einnig er aðstaða fyrir tjöld eða ferðahýsi.
Hestafólk
Frá upphafi hafa Rjúpnavellir verið vinsæll áningastaður fyrir hestafólk, því staðsetningin er í alfaraleið og skálarnir henta vel stórum hópum. Það er gott gerði fyrir hestana og margar spennandi reiðleiðir í nágrenninu. Aðstaðan er því jafn góð bæði fyrir hesta og menn.
GPS HNIT: N64° 2' 3.857" W19° 50' 6.233"
Ferðaþjónustan Ekru
Ekra, 701 EgilsstaðirAð Ekru eru 2 sumarhús, reist 2005. Í báðum húsum eru með svefnaðstöðu fyrir 5, í tveimur svefnherbergju, öðru með tvíbreiðu rúmi en hinu með tvíbreiðu rúmi og koju. Þá er stofa með sófum, sjónvarpi og dvd spilara, eldhús með góðri aðstöðu og baðherbergi með sturtu.
Sængur fylgja með, hægt er að leigja sængurver og handklæði. Gasgrill er á veröndinni.
Í næsta nágrenni fellur Lagarfljót við túnfótinn og Eiríkavatn og fleiri vötn eru kippkorn handan vegarins. Krókavatn er þekkt fyrir væna urriða, allt upp í 10 pund, og eru veiðileyfin seld í aðalhúsinu.
Einungis 30 km. eru til Egilsstaðar og skammt til hins fornfræga skólaseturs að Eiðum. Á Galtastöðum fram er gamall torfbær, sem er í umsjá Þjóðminjasafnsins og opinn gestum.
Gönguferð í Stórurð er ógleymanleg upplifun og hægt að fara dagsferðir niður á nærliggjandi firði sem búa hver að sínum sérkennum og töfrum.
Nánari upplýsingar er að finna á sumarhusekru.blogspot.com
Gljúfurbústaðir
Gljúfur , 816 ÖlfusGljúfurbústaðir leigja út sumarhús í hæsta gæðaflokki, þar sem góður aðbúnaður gesta er í fyrirrúmi. Í bústöðunum er pláss fyrir 6 fullorðna. Það eru 2 hjónarúm með heilum dýnum, sængur og koddar, sturtuklefi, heitur pottur, sjónvarp, DVD spilari, geislaspilari, útvarp, gasgrill, garðhúsgögn á afgirtri verönd, kæliskápur með frystihólfi, eldavél, ofn og örbylgjuofn, allur borðbúnaður, svo og vönduð húsgögn.
Vinsamlegast sendið pantanir með tölvupósti á gljufur@gljufur.is.
Skinnhúfa
Skinnhúfa, 851 HellaVið erum með þrjú notaleg lítil hús (fyrir 2 - 4), sem eru útaf fyrir sig með fallegu útsýni til Heklu eða Gíslholts vatn. Kjörið fyrir þá sem vilja slappa af í kyrð og ró.
Allir eru velkomnir og tökum við vel á móti ykkur.
Hafið samband beint við okkur ef þið viljið forvitnast um staðinn eða bóka hjá okkur.
Lýsuhóll-Snæhestar
Lýsuhóll, Snæfellsnesi, 356 SnæfellsbærLýsuhóll er lítið fjölskyldufyrirtæki. Boðið er upp á gistingu í huggulegum sumarbústöðum og þægilegum gistihúsum. Einnig eru veitingar í boði og ferðir á hestbak.
Sumarhúsin samanstanda af svefnherbergi, setustofa, lítið eldhús, sturtu og klósett, tilvalið fyrir 2-4 manna fjölskyldu. Það eru tvö rúm í svefnherbergi og svefnsófi fyrir tvo í setustofu. Úr sumarhúsum er mjög fallegt útsýni og góð verönd tilvalin til að sitja úti eða grilla.
Tvö gistihús með 4 herbergjum hvert, tvö tveggja manna, eitt fjölskylduherbergi og eitt eins manns. Öll herbergin eru með vaski. Tvö stór baðherbergi með sturtu, hugguleg setustofa, eldunaraðstaða og grill er sameiginlegt.
Hestaferðir í boði frá stuttum reiðtúr upp í 8 daga ferð. það er möguleiki á að ríða meðfram ströndinni eða yfir fjöllin og hraunin. Til dæmis þriggja klukkustunda reiðtúr meðfram ströndinni í gullnum sandi út að Búðum, þar sem selir liggja í klettunum og allt útsyni magnað.
Dalahyttur
Hlíð, 371 BúðardalurDalahyttur er fjölskyldurekið fyrirtæki sem býður upp á gistingu í 9 tveggja manna
herbergjum.
Á staðnum eru þrjú 15m2 smáhýsi. Húsin eru öll útbúin 160 cm rúmi, eldhúseiningu, baðherbergi með sturtu, WiFi og bílastæði er við hvert hús.
Þrjú hús eru útbúin með tveimur 20m2 herbergjum. Sér inngangur er í hvert herbergi utan frá. Í hverju herbergi er 160 cm rúm, sófi, baðherbergi með sturtu, hægindastóll, kaffi og te aðstaða, WiFi og bílastæði fyrir hvert herbergi er við húsin.
Móttaka og veitingahús eru í nýuppgerðum bragga á svæðinu. Matseðillinn er ekki stór en á honum reynum við að hafa eins mikið af heimasvæðinu og við getum. Ef þú hefur einhverja góða hugmynd að veislunni þinni, ekki hika við að spyrja okkur, við erum alltaf til í eitthvað nýtt og reynum eftir fremsta megni að koma til móts við gesti.
Frá húsunum
getur þú notið útsýnis yfir fjöllin, dalinn og Hörðudalsá. Ef norðurljósin láta
sjá sig er tilvalið að sitja úti á verönd og njóta.
Staðsetning Dalahyttna er góð til að njóta bæði friðar og ferðalaga.
Stutt er í allar áttir. Við erum í um klukkutíma akstursfjarlægð frá
Stykkishólmi, Borgarnesi, Hólmavík og Hvammstanga og er staðsetningin því
þægileg til dagsferða um Snæfellsnes, Borgarfjörð, Strandir, Húnaþing og
sunnanverða Vestfirði.
Fyrir bókanir, vinsamlegast hafið samband í síma 869 8778 eða netfangið gudrun@dalahyttur.is.
Ferðaþjónustan í Djúpadal
Djúpidalur, 381 ReykhólahreppurÍ Djúpadal er fjölskyldu rekin ferðaþjónusta. Boðið er uppá gistingu.
Gamli bærinn
í gamla bænum eru 3 tveggja manna herbergi og 1 eins manns herbergi. Sameiginleg salerni og eldhús. Hægt að leigja allt húsið eða stök herbergi.
Þórishólmi
Sér hús sem stendur nálægt sundlaug. Húsið er 48fm 4 manna með 2 herbergjum. hjónaherbergi með tvíbreiðurúmi og kojuherbergi. Einnig er svefnsófi í stofu. Í húsinu er fullbúið eldhús og baðherbergi með þvottavél.
Stúdióíbúð í enda á sundlaugarhúsi herbergi fyrir 2 með lítilli eldunaraðstöðu og salerni.
Einnig bjóðum við upp á gistingu í 4 kofum á tjaldstæðinu hver kofi er 14fm svefnpláss fyrir 4. Borð, stólar,rafmagn og hiti. ATH einungis svefnaðstaða með aðgang að hreinlætisaðstöðu og þjónustuhúsi á tjaldstæði.
Allri innigistingu fylgir aðgangur að sundlaug og heitum potti.
Boðið er uppá svefnpokagistingu eða uppábúin rúm.
Tjaldsvæðið Skriðan Djúpadal
Nýtt tjaldsvæði sem er enn í uppbyggingu, góð aðstaða fyrir tjöld og ferðavagna. Salerni, sturtur, heitt og kalt vatn, aðstaða fyrir uppvask, seirulosun, 150 fm aðstöðu hús og nóg af rafmagni og heitu vatni.
Sundlaug
Lítil innisundlaug með heitum potti er á staðnum.
Opið allt árið
Íslandsbærinn - Old Farm
Þrastarlundur, 601 AkureyriÍslandsbærinn er fjögurra bursta bær, byggður að gömlum stíl, stórglæsilegt og rúmgott hús með öll þægindi nútímans og endalausa möguleika. Tilvalinn fyrir fjölskyldur og/eða vini til að láta fara vel um sig á yndislegum stað. Rúmgóð forstofa og fjögur herbergi með uppábúnum rúmum fyrir 7-8 manns. Hvert herbergi er með sér útgang á verönd þar sem heitur pottur er. Tvö baðherbergi eru í húsinu og er sturta og þvottaaðstaða í því stærra. Rúmföt og handklæði eru með ísaumuðu merki Íslandsbæjarins sem og baðsloppar.
Stofa og borðstofa eru samtengd og opið er inn í eldhúsið. Þetta rúmgóða samverusvæði er glæsilega innréttað og inniheldur öll helstu þægindi til að gera dvölina sem ánægjulegasta. Í eldhúsinu má finna sérvalinn borðbúnað fyrir 12 manns, ísskáp með klaka- og vatnsvél, vínkæli, örbylgjuofn, eldavél og ofni.
Kaffi, te og súkkulaði er í boði hússins.
Á veröndinni má finna, auk heita pottsins, fullbúið gasgrill og útigeymslu fyrir til dæmis skíði.
Málverkin á veggjunum eru eftir listakonu úr heimabyggð, Sunnu Björk.
ATH að húsið leigist út sem ein heild.
Panorama Glass Lodge ehf.
Austurkrókur L6B, 851 HellaPanorama Glass Lodge er fjölskyldufyrirtæki en við erum ung fjölskylda á Selfossi (upphaflega frá Sviss og Þýskalandi) sem fengum hugmynda að því að búa til algerlega einstakt og rómantískt athvarf saman á Íslandi. Þar sem hægt væri að hvíla í rúminu eða sitja í heita pottinum en njóta samtímis norðurljósanna og miðnætursólarinnar.
Þess vegna hönnuðum við Panorama glerskálana. Húsin okkar voru þau fyrstu á Íslandi þar sem hægt er að sofa undir glerlofti. Við erum með fjögur hús og þau eru öll með Weber grilli á pallinum, sem og hengirúmi og heitum potti.
Gestir okkar geta einnig notið þess að fara í Panorama gler-sauna.
Verð frá EUR 430 á nótt.
Sumarhúsin Fögruvík
Hörgársveit, 601 AkureyriVinaleg og hlýleg hús með frábærri staðsetningu gerir Sumarhúsin Fögruvík að vinsælum kosti þegar leitað er gistingar á Akureyri.
Rólegt og fjölskylduvænt umhverfi, fjarri ys og þys bæjarlífsins, en samt stutt í það helsta sem Akureyri hefur upp á að bjóða.
Sumarhúsin Fögruvík eru vel staðsett við sjóinn með frábærri fjallasýn og útsýni yfir Eyjafjörð. Fyrir útivistarfólk er hvergi betra að vera.
Starmýri cottages
Starmýri 2, 766 DjúpivogurSumarhús til leigu á friðsælum og fallegum stað með stórbrotnu útsýni til fjalla og jökla.
Ferðaþjónustan Urðartindur
Norðurfjörður 1, 524 ÁrneshreppurUrðartindur er fjölskyldurekin gistiaðstaða fjarri ysi og þysi í einstaklega fallegu umhverfi Norðurfjarðar. Boðið er upp á gistingu í herbergjum með baði og sumarhúsum, ásamt tjaldstæði.
Tjaldsvæðið stendur á tveimur stórum túnum í Norðurfirði með einstöku útsýni yfir fjörðinn og fjallahringinn allt í kring. Stutt er niður á fallega sandströnd þar sem sjávarniðurinn berst um fjörðinn og börn hafa gaman af að leika sér.
Verð á tjaldsvæði 2023
Verð fyrir fullorðna, eldri en 15 ára: 1.500 kr.
Verð fyrir börn: Frítt
Rafmagn fyrir ferðavagna: 1.000 kr.
Hleðslustöð fyrir bíla
Opnunartími
1. júní til 15. september
Háafell Lodge
Háafell, 371 BúðardalurNýtt og glæsilegt heilsárshús að Háafelli í Dölum. Húsið er um 100 m2 og er byggt í burstabæjarstíl. Í miðju burstinni sem er um 45 m2 er mjög vel búið eldhús með ísskáp m/frysti, spanhelluborði, bakaraofn, örbylgjuofn , uppþvottavél og svo stofa með góðum svefnsófa fyrir 2. Rúmgóð svefnherbergin eru 2 og hvort um sig með svölum og sér baðherbergi með sturtu. Þriðja baðherbergið er einnig með sturtu og þar er þvottavél.
Mjög fallegt útsýni er yfir Hvammsfjörðinn og sólarlagið einstakt. Fínar gönguleiðir á fjöllin hér við túnfótinn.
Þetta er góður staður til að dvelja á ef fólk vill skoða það sem Dalirnir hafa uppá að bjóða en einnig er stutt í Borgarfjörðinn, út á Snæfellsnes og norður í Húnavatnssýslur og jafnvel á Vestfirði.
Farfuglaheimilið Sæberg
Reykjaskóli, Hrútafjörður, 500 StaðurFarfuglaheimilið Sæberg er við austanverðan Hrútafjörð, rétt við Reykjaskóla, um það bil miðja vegu milli Akureyrar og Reykjavíkur. Farfuglaheimilið er í reisulegu húsi sem fyrrum var bóndabær og stendur á nesi sem gengur út í fjörðinn og nefnist Stekkjarnes. Bæjarstæðið er sérstakt og er þaðan víðsýnt um sveitina. Auk gistingar í húsinu er boðið upp á gistingu í tveimur smáhýsum fyrir þá sem kjósa það heldur. Heitur pottur og tjaldstæði með eldunaraðstöðu og góðri snyrtiaðstöðu er á staðnum. Góðar gönguleiðir eru í nágrenninu, um fjöruna og upp á Hrútafjarðarháls, auk þess sem hægt er að ganga þurrum fótum út á miðjan fjörð eftir Reykjarifi á stórstreymisfjöru. Fjölskrúðugt fuglalíf. Sundlaug er í Reykjaskóla og mjög áhugavert byggðasafn, þar sem m.a. má finna hákarlaskipið Ófeig. Þeir gestir sem koma með áætlunarbíl fara úr við Reykjaskóla. Athugið að næsta verslun er í 18 km fjarlægð.
Sumarbústaður - Sléttuhlíð Hafnarfirði - F3
Sléttuhlíð F3 við Kaldárselsveg, 221 HafnarfjörðurStaðsetningin er í upplandi Hafnarfjarðar, í fallegu náttúruverndarsvæði sem er jafnframt vinsælt útivistarsvæði, nálægt miðbæ Reykjavíkur, Bláa lóninu, Íshestum, Krísuvík og fl.
Fjölmargar göngu- og reiðleiðir eru um svæðið ásamt hinum ýmsu afþreyingarmöguleikum að ógleymdum norðurljósum og stjörnuskoðun.
Rýmið
Bústaðirnir eru bjartir og notarlegir. Hentungir fyrir 2 fullorðna og 2 börn. Annar bústaðurinn er með heitum potti en hinn með kamínu. Fallegt útsýni er úr báðum bústöðunum.
Ofanleiti gistiheimili og smáhýsi
Ofanleitisvegur 2, 900 VestmannaeyjarGistiheimili með þremur svefnherbergjum ásamt tveimur smáhýsum.
Ferðaþjónustan Syðstu-Grund
Syðsta-Grund, 560 VarmahlíðHeimagisting
Boðið er upp á notalega heimagistingu þar sem hægt er að fá uppábúin rúm, svefnpokapláss og morgunverð. Persónuleg og góð þjónusta.
Sumarhús
Einnig gisting í 25 fm sumarhúsi sem smíðað var af Trésmiðjunni Akri á Akranesi. Það er útbúið öllum nútímaþægindum í skjólsælu umhverfi. Gistipláss fyrir 4-5 manns og hægt er að leigja húsið í einn sólarhring eða lengur. Allt eftir þörfum.
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Kalastaðir sumarhús
Kalastaðir , 301 AkranesSumarhúsin eru 3, eitt er 6 manna og tvö eru 2-4 manna og er vandað til frágangs þeirra.
Stóri bústaðurinn er með 2 svefnherbergi með tvíbreiðum rúmum og að auki er tvíbreiður svefnsófi í öðru þeirra. Í stofu er tungusófi sem hægt er að breyta í tvíbreitt rúm. Eldhúsið er fullbúið, með uppþvottavél og örbylgjuofni. Baðherbergið er með sturtuklefa og góðum innréttingum. Á verönd er stór heitur pottur, gasgrill, borð og stólar.
Í smærri húsunum er svefnherbergi með tvíbreiðu rúmi, vel búið eldhús, stofa með tungusófa sem hægt er að breyta í tvíbreitt rúm og gott baðherbergi með sturtu. Á verönd er heitur pottur, gasgrill, borð og stólar.
Verönd allra bústaðanna veit mót suðri og þar er hægt að njóta fagurs útsýnis yfir Hvalfjörðinn.
Við bústaðina er leiksvæði fyrir börnin.
Frítt internet er í bústöðunum.
Skipalækur
Fellahreppur, 701 EgilsstaðirSkipalækur sameinar alla helstu kosti þéttbýlis og dreifbýlis. Þessi friðsæli unaðsreitur í Fellum, þar sem njóta má eins besta útsýnis á Héraði, er aðeins steinsnar frá allri þjónustu Fellabæjar og Egilsstaða. Einnig býður Skipalækur upp á tjaldstæði með öllum þægindum.
GISTING Í HERBERGJUM
Almenn gisting af þrennu tagi er í boði auk svefnpokaplássa.
FLOKKUR I
Herbergi án baðs – sameiginleg setustofa, salernis- og
eldunaraðstaða með 6-10 manns
Uppbúið rúm með eða án morgunverðar í einsmanns- eða tveggjamannaherbergjum.
FLOKKUR II
Fjölskylduherbergi fyrir fjóra með sér salerni og handlaug en sameiginlegri sturtu, eldunaraðstöðu og setustofu.
Uppbúið rúm með eða án morgunverðar, hálft gjald fyrir börn á aldrinum tveggja til ellefu ára.
FLOKKUR III
Herbergi með baði – eldunaraðstaða ekki í boði en ísskápur og teketill er inni á herbergjum
Uppbúið rúm með morgunverðarhlaðborði í tveggja manna herbergjum, aukarúmi má bæta inn á herbergin
Uppbúið rúm með morgunverðarhlaðborði í tveggja manna herbergjum, aukarúmi má bæta inn á herbergin.
SUMARHÚSIN SKIPALÆK
Sumarhúsin á Skipalæk standa á bökkum Lagarfljóts og hafa því einstakt útsýni. Húsin eru lítil og sjarmerandi A-hús frá árunum 1985 til 1987 með veggföstum rúmum og innréttingum. Baðherbergi með sturtu eru í hverju húsi auk eldhúskróks með tveimur eldavélarhellum og ísskáp. Lítið sjónvarp, útvarp og gasgrill er í hverju húsi. Þrjú húsanna eru fjögurra manna og tvö þeirra eru tveggja manna. Hvert hús getur tekið tvo auka einstaklinga en setustofurnar rúma tæplega fleiri en stærðin segir til um. Sængur eru í húsunum ef þess er óskað og hægt er að leigja rúmföt. Húsin skulu þrifin vel að lokinni dvöl, nema þess sé óskað að greiða aukalega fyrir þrif.
Litla-Hof
Öræfi, 785 ÖræfiHerbergi með sameiginlegu baðherbergi í húsi ábúenda og í litlu sérhúsi á bóndabænum Litla-Hofi í sveitinni Öræfum á Suðaustur-Íslandi, skammt frá þjóðgarðinum Skaftafelli. Hentugur dvalarstaður fyrir þá sem ætla að gefa sér góðan tíma til að skoða Skaftafell og nágrenni og stórbrotna náttúru jökla og svartra sanda undir rótum Vatnajökuls allt austur að Jökulsárlóni. Opið frá 1. mars til 30. nóvember.
Gistiheimilið Höfði
Hrísahöfði, 620 DalvíkGistiþjónusta í þremur húsum í 1 nótt eða fleiri. Með eða án sængurfatnaði.
Vel staðsett hús í nágrenni við Dalvík, aðeins 15 mínútna gangur. Frábært útsýni inn Svarfaðardalinn. Tvö hús eru í boði, minna húsið er fyrir hámark tvo og það stærra fyrir hámark sjö manns. Sauna og heitur pottur á staðnum.
Stikaðar gönguleiðir tengdar fuglalífi í næsta nágrenni. 5 mínútna akstur að skíðasvæðinu.
Afþreying í nágrenninu: sundlaug, hestaleiga, skíði, hvalaskoðun, golf, gönguferðir.
Tjaldsvæðið á Höfn í Hornafirði
Hafnarbraut 52, 780 Höfn í HornafirðiTjaldsvæðið á Höfn er staðsett á vinstri hönd þegar komið er inn í bæinn. Stutt er í alla þjónustu og aðeins örfáar mínútur tekur að ganga að sundlauginni og góðum golfvelli.
Tjaldsvæðið býður upp á skipulögð stæði fyrir húsbíla og ferðavagna, gott aðgengi að rafmagni, eldunaraðstöðu, þráðlausa nettengingu, þvottaaðstöðu og afgirtan leikvöll.
Á tjaldsvæðinu er einnig boðið upp á gistingu í smáhýsum með uppábúnum rúmum frá miðjum apríl til 15. október (einnig er mögulegt að fá þau leigð án rúmfata).
Opnunartími
Tjaldsvæðið er opið allt árið en smáhýsi eru aðeins leigð út á sumrin.
Arabær Holiday Home
Arabær , Háfur, 801 SelfossÞetta sumarhús er staðsett á sveitabæ, 25 km frá Selfossi. Það er með ókeypis Wi-Fi Interneti, fullbúnu eldhúsi og verönd með fjallaútsýni. Hringvegurinn er í 19 km fjarlægð.
Stofan á Arabæ Holiday Home er með sófa og sjónvarpi með DVD-spilara. Íbúðin er búin borðstofuborði og sérbaðherbergi með sturtu.
Grillaðstaða stendur gestum til boða. Á staðnum og á svæðinu í kring er boðið upp á fjölbreytt úrval af afþreyingu, þar má nefna hestaferðir, fiskveiði og gönguferðir.
Miðbær Reykjavíkur er í 81 km fjarlægð.
Blue View Cabins
Eiríksbraut 4, 806 SelfossVið erum með tólf 25-62 fm sumarhús á Torfastaðaheiði í Biskupstungum, aðeins um 3-4 km frá Reykholti þar sem eru veitingastaðirnir Friðheimar og Mika, þægindaverslunin Bjarnabúð, N1 sjálfsali og sundlaug. Húsin eru vel búin og ölll með heitum potti.
Í 25 fm húsunum er eitt svefnherbergi, lítið eldhús með tveimur eldavélarhellum, örbylgjuofni og baðherbergi með rúmgóðri sturtu. Þau eru að öllu jöfnu aðeins ætluð tveimur einstaklingum. Í stærri húsunum eru tvö svefnherbergi og svefnsófi í stofunni, gott eldhús með 4 eldavélarhellum og bakaraofni ásamt örbylgjuofni o.fl., rúmgott baðherbergi með sturtu. Stærri húsin eru ætluð allt að 6 manns.
Geggjað útsýni og rólegt og gott hverfi. Hvers konar partýhald, háreysti eða annað ónæði er stranglega bannað og við erum með vakt á svæðinu. Sjá nánar á www.bluevacations.is.
Allar nánari upplýsingar veitir Ína Björk 696 3463 á skrifstofutíma eða Jóhann Guðni í síma 665 8928.
Jórvík I
Jórvík I, 880 KirkjubæjarklausturVið bjóðum upp á þrjá huggulega bústaði á frábærum stað. Tveir þeirra eru 30 fermetrar með einu svefnherbergi og tvíbreiðum svefnsófa 140 cm. í aðalrými. Í rauða bústaðnum Jórvík cottage 3, eru tvö einstaklingsrúm í svefnherbergi, en í Jórvík cottage 2, miðbústaðnum, er hjónarúm 153 cm. í svefnherbergi. Báðir þessir bústaðir eru ætlaðir fyrir fjóra í gistingu.
Minnsti bústaðurinn Jórvík cottage 1, er 24 fermetrar og ætlaður fyrir þrjá fullorðna í gistingu, eða fyrir tvo fullorðna og eitt til tvö börn. Í honum er svefnherbergi með hjónarúmi 153 cm. og í aðalrými er svefnsófi ca. 135 cm.
Í öllum bústöðunum er baðherbergi með sturtu, lítið eldhús með öllum helstu áhöldum til eldunar, eldhúsborð og stólar, sjónvarp og frítt wifi. Bílastæði eru fyrir utan alla bústaðina.
Birkikinn Holiday Home
Birkikinn, 801 SelfossBirkikinn Holiday Home er sumarhús með garði, staðsett í Birkikinn á Suðurlandi. Boðið er upp á ókeypis WiFi og einkabílastæði á staðnum.
Það er eldhús í húsinu. Handklæði, rúmföt og eldunaraðstaða eru til staðar. Einnig er heitur pottur á Birkikinn Holiday Home.
Hraunháls
Hraunháls, 340 StykkishólmurGóð gisting í boði í notalegu heilsárshúsi á hefðbundnum sveitabæ, í utanverðri Helgafellssveit mitt á milli Stykkishólms (19 km.) og Grundarfjarðar (22 km.)
Húsið er 82 fermetrar með tveimur svefnherbergjum, tvö rúm eru í hvoru herbergi. Rúmgóður svefnsófi er í stofu með svefnpláss fyrir tvo. Auk þeirra eru á staðnum 2 dýnur sem leggja má á gólf. Gott eldhús er í húsinu með öllum nauðsynlegum útbúnaði, gott baðherbergi með sturtu, björt og rúmgóð stofa og þvottavél í þvottahúsi. Skjólgóður pallur er sunnanmegin við húsið með gasgrilli og garðhúsgögnum en góð grasflöt norðanmegin.
Góð staðsetning fyrir þá sem vilja njóta alls þess sem Snæfellsnesið hefur upp á að bjóða .
Sólbrekka Mjóafirði
Sólbrekka, 715 MjóifjörðurFerðaþjónustan Sólbrekku er 42 km frá Egilsstöðum, ekið um veg nr. 953. Í Sólbrekku gistiheimili eru 5 herbergi með samtals 18 rúmstæðum, uppbúið rúm eða svefnpokapláss, sameiginlegt eldhús og setustofa, þrjár snyrtingar m/ sturtum. Frí nettenging er fyrir næturgesti og afnot af þvottavél og þurrkara.
Fyrir framan gistiheimilið eru útibekkir, borð og stólar og leikvöllur er skammt undan. Tjaldsvæðið er á grasfleti fyrir framan og til hliðar við gistiheimilið og möguleiki á rafmagni f/ húsbíla. Einnig er reiðhjólaleiga í Sólbrekku og hægt að leigja reiðhjól heilan dag eða hluta úr degi.
Tvö sumarhús standa neðan við bæinn Brekku. Í hvoru húsi er svefnpláss fyrir 4-5, svefnherbergi með tvíbreiðu rúmi á neðri hæð auk svefnlofts með rými fyrir 2. Á neðri hæð er fullbúinn eldhúskrókur, eldhúsborð, svefnsófi og sófaborð. Húsin leigjast með uppbúnum rúmum og handklæðum. Heitir pottar eru aðgengilegir á veröndinni við bústaði frá júní - september/október. Frí nettenging.
Kaffi og léttar veitingar eru seldar í Sólbrekku frá 10. júní - 20. ágúst.
Merktar gönguleiðir eru í nágrenninu, fallegir fossar og mikil náttúrufegurð.
Opnunartími:
Gisting í smáhýsum er opin allt árið.
Gisting í Sólbrekku gistiheimili er opin 06/06 - 31/08.
Kaffi og veitingasala er opin 10/06 - 20/08.
Til að sjá 360° mynd af Sólbrekku, smellið hér.
Smáhýsi á Hvammstanga
Kirkjuhvammur , 530 HvammstangiSmáhýsin okkar eru staðsett í Kirkjuhvammi, gullfallegur hvammur fyrir ofan Hvammstanga. Nógu afskekkt til að upplifa ró og næði en líka mjög nálægt allri þjónustu.
Á veturna eru líkurnar á því að njóta stjörnubjartra kvölda og upplifa dans norðurljósanna mjög góðar og á sumrin má njóta íslenskrar náttúru eins og hún gerist best.