Ferðaþjónustan Syðstu-Grund
Heimagisting
Boðið er upp á notalega heimagistingu þar sem hægt er að fá uppábúin rúm, svefnpokapláss og morgunverð. Persónuleg og góð þjónusta.
Sumarhús
Einnig gisting í 25 fm sumarhúsi sem smíðað var af Trésmiðjunni Akri á Akranesi. Það er útbúið öllum nútímaþægindum í skjólsælu umhverfi. Gistipláss fyrir 4-5 manns og hægt er að leigja húsið í einn sólarhring eða lengur. Allt eftir þörfum.
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.