Reykjavíkurmaraþonið byrjar og endar í miðbæ Reykjavíkur. Fyrsta Reykjavíkurmaraþonið var haldið árið 1984 þar sem 214 hlauparar frá 8 þjóðum tóku þátt. Síðan þá hefur Reykjavíkurmaraþonið stækkað og hafa mest hátt í 15.000 hlauparar tekið þátt.
Hægt er að velja milli sex vegalengda, marathon (42.2 km), hálf maraþon (21.1 km), 10 km hlaup, 3 km skemmtiskokk og svona rúmlega 1 km barnahlaup. Reykjavíkurmaraþon hentar öllum í fjölskyldunni.