Fara í efni

Almenningshlaup

7 niðurstöður

Reykjavíkurmaraþon

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Reykjavíkurmaraþonið byrjar og endar í miðbæ Reykjavíkur. Fyrsta Reykjavíkurmaraþonið var haldið árið 1984 þar sem 214 hlauparar frá 8 þjóðum tóku þátt. Síðan þá hefur Reykjavíkurmaraþonið stækkað og hafa mest hátt í 15.000 hlauparar tekið þátt.

Hægt er að velja milli sex vegalengda, marathon (42.2 km), hálf maraþon (21.1 km), 10 km hlaup, 3 km skemmtiskokk og svona rúmlega 1 km barnahlaup. Reykjavíkurmaraþon hentar öllum í fjölskyldunni.

Súlur Vertical

Akureyri, 600 Akureyri
Fjallahlaupið Súlur Vertical fer fram á Akureyri um verslunarmannahelgina og er eitt magnaðasta utanvegahlaup landsins. Hlaupið var fyrst haldið árið 2016 að frumkvæði Þorbergs Inga Jónssonar ofurhlaupara. UFA Eyrarskokk tók síðan við keflinu 2017 og hélt hlaupið næstu ár á eftir. Félagasamtökin Súlur Vertical standa að viðburðinum í dag. Keppt er í fjórum vegalengdum, 100km, 43km, 28km og 19km. Styttri vegalengdirnar fara af stað í Kjarnaskógi en 100km hlaupið hefst við Goðafoss. Öll hlaupin enda í miðbæ Akureyrar. Lengsta vegalengdin gefur 4 ITRA punkta.

Mývatnsmaraþon

Hlíðavegur 6, 660 Mývatn

Mývatnsmarþaon & Mývatnshringurinn - ógleymanleg upplifun!

Um mánaðarmótin maí/júní ár hvert er sannkölluð gleðibomba við Mývatn, þá fara fram Mývatnsmaraþonið og Mývatnshringurinn hjólreiðakeppni.

Hlaupið er í kringum Mývatn, um svæði sem er þekkt fyrir stórbrotna náttúrufegurð. Yfirborð vegarins er malbikað. Hér er hægt að sjá kort af hlaupaleið .

Keppt er í 42 km, 21 km og 10 km.

Mývatnshringurinn hjólreiðakeppni er líka 42 km og hjólað sömu leið og heilmaraþon. 

Allar nánari upplýsingar má finna á myvatnmarathon.com 

Facebook síðan okkar er hér .

Miðnæturhlaupið

Laugardalur, 104 Reykjavík

Haldið árlega í kringum 20 júní og hlaupið að kvöldi til.

    Hálfmaraþon - fyrir 15 ára og eldri
    10 km hlaup - ekki mælt með að yngri en 12 ára taki þátt
    5 km hlaup - fyrir fólk á öllum aldri

Exploring Iceland

Fálkastígur 2, 225 Garðabær

Exploring Iceland er ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í  rútu- og gönguferðum fyrir hópa.

Einnig bjóðum við uppá margskonar hestaferðir fyrir hópa og einstaklinga og erum með ýmsar nýjungar s.s. lúxushestarferðir með hótel gistingu, reiðkennsluferðir, heimsókn á hestabúgarða, dvöl á hestabúgörðum, vetrarferðir og ýmislegt fleira.

Náttúruhlaup

Stórhöfði 33, 110 Reykjavík

Náttúruhlaup er spennandi, nýr valkostur fyrir skokkara og langhlaupara þar sem valdar eru náttúrulegar hlaupaleiðir utan gatnakerfisins. Hlaupið er á manngerðum stígum, kindaslóðum eða yfir móa, tún, fjöll og mela, hvert sem leið liggur um íslenska náttúru.

Náttúruhlaup kallar á annan búnað og öðruvísi hugsunarhátt en hefðbundið götuhlaup. Boðið er reglulega upp á grunnnámskeið í náttúruhlaupum fyrir alla getuhópa. Einnig er má gerast áskrifandi að virku hlaupasamfélagi. Að auki eru í boði hlaupaferðir bæði innanlands og erlendis.

Laugavegur Ultra Marathon

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Laugavegur Ultra Marathon er 55 km utanvegahlaup þar sem hlauparar byrja í Landmannalaugum og enda í Þórsmörk. Hlaupið er haldið miðjan júlí ár hvert. Mikil aðsókn hefur verið í hlaupið þar sem uppselt hefur verið í hlaupið síðustu ár. Skráning í hlaupið er í nóvember árið á undan.