Súlur Vertical
Fjallahlaupið Súlur Vertical fer fram á Akureyri um verslunarmannahelgina og er eitt magnaðasta utanvegahlaup landsins. Hlaupið var fyrst haldið árið 2016 að frumkvæði Þorbergs Inga Jónssonar ofurhlaupara. UFA Eyrarskokk tók síðan við keflinu 2017 og hélt hlaupið næstu ár á eftir. Félagasamtökin Súlur Vertical standa að viðburðinum í dag.
Keppt er í fjórum vegalengdum, 100km, 43km, 28km og 19km. Styttri vegalengdirnar fara af stað í Kjarnaskógi en 100km hlaupið hefst við Goðafoss. Öll hlaupin enda í miðbæ Akureyrar. Lengsta vegalengdin gefur 4 ITRA punkta.