Fara í efni

Vetrarþjónusta við campera / húsbíla

38 niðurstöður

Hótel Laugarvatn

Dalbraut 10, 840 Laugarvatn
Frábær staðsetning, miðsvæðis á Suðurlandi. Góð gisting á hagstæðu verði. ótelið okkar er með 30 herbergi sem rúma allt að 80 manns í einstaklings-, hjóna- eða fjölskylduherbergjum, veitingastað og stofu. Öll herbergin okkar eru með sérbaðherbergi og ókeypis Wi-Fi er í boði fyrir gesti okkar.

Fjalladýrð

Reykjahlíð/Mývatn, 701 Egilsstaðir

Velkomin í Fjalladýrð í Möðrudal! Hér er að finna gistingu við allra hæfi, kaffi – og veitingahús. Hægt er að njóta umhverfisins á eigin spýtur en einnig eru skipulagðar skoðunarferði í boði. Möðrudalur er um 10 mín. akstur frá hringvegi 1, á vegi 901, mitt á milli Mývatnssveitar og Egilsstaða.

Möðrudalur er hæsta byggða ból á Íslandi, 469 metra yfir sjávarmáli. Bæinn er að finna á hásléttunni norðan Vatnajökuls. Möðrudalur var landnámsjörð og kirkjustaður allt frá fyrstu dögum kristni. Í dag er blandaður búskapur stundaður í Möðrudal og afurðir búsins nýttar í ferðaþjónustu staðarins.
Í Möðrudal er lítil snotur kirkja sem reist var af ábúandanum Jóni Stefánssyni í minningu konu sinnar og málaði hann einnig altaristöfluna í sínum sérstaka stíl. Sonur hans Stefán Jónson, Stórval, gerði seinna garðinn frægan með myndum sínum af Herðubreið. Listin blundar enn í afkomendum Jóns bónda og myndir Írisar Lindar prýða betri herbergi Fjalladýrðar.

Fjallakaffi, er kaffi-/veitingahús staðarins og þar má gæða sér á kleinum og ástarpungum með kaffibollanum eða panta sér dýrindis máltíð af matseðlinum þar sem áhersla er á afurðir beint frá býli.

Nokkrar gönguleiðir eru í boði á svæðinu og hægt að nálgast kort í upplýsingamiðstöð. Þar er einnig hægt að sjá kvikmynd sem sýnir svipmyndir frá gosinu í Holuhrauni 2014. Úr Möðrudal er stutt í margar óviðjafnanlegar náttúruperlur eins og Herðubreiðarlindir, Öskju, Kverkfjöll, Hvannalindir, Jökuldalsheiði Stuðlagil og Stórurð.

Gistingin hjá okkur er með ýmsu sniði, hægt er að upplifa gömlu baðstofumenninguna í baðstofunum okkar sem eru frábær kostur fyrir fjölskyldur og vinahópa. Fyrir einstaklinga og pör eru herbergi með og án baðs í boði sem og aðgangur að eldhúsi. Síðast en ekki síst er tjaldstæðið okkar til reiðu fyrir bæði tjöld og húsbíla.

Tjaldsvæði opin frá júní fram í miðjan september.

Tjaldsvæðið á Egilsstöðum

Kaupvangur 17, 700 Egilsstaðir

Camp Egilsstaðir er miðsvæðis í Egilsstaðabæ, undir klettunum við Kaupvang. Þaðan er spölkorn í helstu verslanir og þjónustu. Á tjaldsvæðinu er rafmagn fyrir húsbíla, leiktæki fyrir börn, snyrtingar með aðgengi fyrir fatlaða, þvottavélar, þurrkarar, sturtur og salerni. 

Á svæðinu eru einnig útiborð og bekkir og aðstaða til að vaska upp. Þjónustuaðstaðan er opin allan sólarhringinn og í byrjun árs 2022 var hún stækkuð um helming og nú, ásamt úti-eldunarskýli, er komin aðstaða innanhús til eldunar. Á háönn er nauðsynlegt að bóka og greiða fyrir tjaldsvæðið á netinu en möguleiki er á greiðslu í gegnum sjálfsafgreiðsluposa á lágönn ef móttakan er lokuð.   

Tjaldsvæðið er opið allan sólarhringinn, allt árið um kring. Egilsstaðastofa Visitor Center er í þjónustuhúsi á tjaldsvæðinu. Gistu hjá okkur á ferð þinni um Ísland en stutt er í alls kyns afþreyingu eins og Stuðlagil, Vök Baths, Hengifoss og fleiri frábærar náttúruperlur.


Hægt er að bóka pláss fyrirfram á vef Camp Egilsstaðir sem og verðskrá

Egilsstaðastofa Visitor Center er staðsett í þjónustuhúsi Camp Egilsstaða. Þar er hægt að fá upplýsingar um svæðið.  Hægt er að kaupa kaffi, te, póstkort, frímerki og fleira. Nánari upplýsingar um Egilsstaðastofu er að finna á vef Camp Egilsstaðir .

Tjaldsvæðið v/ Hrafnagil

Hrafnagilsskóli, 601 Akureyri

Fjölskyldutjaldsvæði Eyjafjarðarsveitar er staðsett norðan sundlaugar og íþróttamiðstöðvar sveitarinnar. Svæðið er veðursælt og tjaldsvæðið á flötu þurrlendi og því er mögulegt að opna svæðið snemma á vorin. Á tjaldsvæðinu er lítið uppþvottahús með heitu og köldu vatni auk snyrtinga.  Einnig eru snyrtingar og sturta í kjallara Íþróttamiðstöðvarinnar. Góð aðstaða er fyrir húsbíla svo sem raftenglar og skólplosun.

Gjaldskrá tjaldsvæðis 2022

Frítt fyrir börn 0-17 ára í fylgd með forráðamönnum.

Tjald/húsbíll 1.500 kr. pr. mann. nóttin

Rafmagn fyrir húsbíl  1000 kr. á sólarhring

Fastur opnunartími er 1. júní til 31. ágúst ár hvert en helgaropnun er í maí og september þegar vel viðrar.

Sparkvöllur og íþróttavöllur eru fast við tjaldsvæðið sem og leiksvæði Hrafnagilsskóla þar sem víkingaskip, litlir leikkofar og sandkassar hafa í áranna rás verið vinsæl leiksvæði barna.

Tjaldsvæðið við Skógafoss

Skógum, 861 Hvolsvöllur

Tjaldsvæðið er við Skógarfoss sem er einn af glæsilegri fossum á Suðurlandi.  Svæðið er nálægt þjóðvegi 1.  Tjaldsvæðið við Skógafoss er opið allt árið. 

 

Verð:

1.500 kr fyrir manninn, 13 ára og eldri.
Sturtugjald 400 kr, greitt í sturtusjálfsala. Sturturnar verða opnar allavega fram í nóvember en skrúfað fyrir vatn úti þegar fer að frysta.

Hægt er að fá rafmagn fyrir húsbíla.


Ferðaþjónustan Mjóeyri

Strandgata 120, 735 Eskifjörður

Gistiheimilið er staðsett í fögru og friðsælu umhverfi á Mjóeyri, rétt utan við þéttbýlið við Eskifjörð. Húsið er nýlega innréttað, var byggt árið 1895 og ber merki gamalla og nýrra tíma. Við leggjum áherslu á hlýlegt og heimilislegt andrúmsloft.

Stórkostlegt útsýni er út Reyðarfjörð, inn Eskifjörð, yfir Hólmanes og Hólmatind. Hægt er að fá morgunmat og kvöldmat ef pantað er með fyrirvara. Boðið er upp á gistingu í fjórum, eins til tveggja manna herbergjum með sameiginlegum eldhúskrók, setustofu með sjónvarpi og góða hreinlætissaðstöðu. Útvarp og sjónvarp er í öllum herbergjum. Reyklaust umhverfi er innandyra. Stór sólpallur er við innganginn á neðri hæð og þaðan er einnig gengið inn í morgunverðarsal.

Ferðaþjónustan á Mjóeyri býður einnig upp á fimm 39m2 smáhýsi. Húsin eru klædd að innan með panil og á gólfi er parket, hvert hús er með verönd og á efri hæð eru svalir með frábæru útsýni. Hvert hús rúmar 4-6 manns. Í setustofu er sjónvarp og útvarp með geislaspilara. Eldhúsið er úbúið með örbylgjuofni, ísskáp, hraðsuðukatli og pressukönnu auk áhalda og borðbúnaðar. Í setustofunni er sófi sem auðvelt er að breyta í þægilegt tvíbreitt rúm. Á efri hæðinn er eitt herbergi með 2 rúmum og svefnloft með pláss fyrir 2-3 persónur. Baðherbergið er á neðri hæðinni. Á Mjóeyri er einnig baðhús með heitum potti og sauna. Þá eru þrjú nýbyggð 24m2 og tvö 29m2 hús. Þau eru með 2x90cm rúm á neðri hæðinni, eldunaraðstöðu, baðherbergi með sturtu og svefnlofti. Fínt fyrir tvo til fjóra gesti.

Öll húsin eru með aðgangi að interneti. 

Í næsta nágrenni Mjóeyrar er Randulffssjóhús sem er opið frá kl 12-21 alla daga sumarsins. Þar er matseðil bæði í hádeginu og á kvöldin og kaffimatseðil yfir daginn. Svo er auðvitað hægt að panta fyrir hópa á öðrum tímum. Í Randulffssjóhúsi starfa lærðir kokkar sem leggja mikla áheyrslu á ferskan mat úr nágrenninu. 

http://www.mjoeyri.is

Tjaldsvæðið Djúpavogi

Vogaland 4, 765 Djúpivogur

Á Djúpavogi er mjög gott tjaldsvæði sem er staðsett í kjarna bæjarins, öll þjónusta í bænum í innan við 500 m fjarlægð frá tjaldsvæðinu. Miklir möguleikar eru á afþreyingu í Djúpavogshreppi. Má þar nefna að á Djúpavogi er ný og glæsileg sundlaug, mjög góður 9 holu golfvöllur, skemmtilegar gönguleiðir og boðið er upp á siglingu út í Papey.

Í þjónustuhúsinu er eldunaraðstaða, setustofa, þvottavél/þurrkari, auk þess er aðstaða til losunar/áfyllingar fyrir húsbíla og rafmagn. Hægt er að kaupa aðgang að interneti.

Á tjaldsvæðinu bjóðum við upp á gistingu í smáhýsumi, gestir koma með allt það sem þeir myndu vanalega nota til þess að tjalda en í stað þess að gista í tjaldi er gist í notalegu litlu smáhýsi.

Frá tjaldsvæðinu er fallegt útsýni yfir höfnina og víðar. Þá er öll helsta þjónusta í bænum innan við 500 m fjarlægð frá tjaldsvæðinu, sundlaug, verslun, söfn, veitingarstaðir og kaffihús o.f.l.

Skemmtilegar gönguleiðir í nágrenninu og stutt til fjalls og fjöru.

Afgreiðsla er á Hótel Framtíð.

Skemmtigarðurinn Grafarvogi

Grafarvogur, Gufunesvegur, 112 Reykjavík

Skemmtigarðurinn í Grafarvogi býður upp á fjölbreytt hópefli. Garðurinn er opinn eftir pöntunum allan ársins hring, en mini-golfið og fótboltagolfið er opið alla daga á sumrin. Skemmtigarðurinn í Grafarvogi leggur aðaláhersluna á litbolta, lasertag, minigolf, hópefli, ratleiki, fótboltagolf ásamt ýmsum skemmtilegum dagsferðum. Í garðinum er skáli sem rúmar 200 manns i sæti og eru grillveislurnar okkar rómaðar. Helstu viðskiptavinir okkar eru: ferðaskipuleggjendur, fyrirtæki, steggjahópar, ýmsir skólahópar og einstaklingar. Láttu okkur sjá um viðburðinn – viðburðir eru okkar fag. Við komum líka með fjörið til þín. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu okkar www.skemmtigardur.is , með því að senda póst á info@skemmtigardur.is eða bara með því að slá á þráðinn til okkar í síma 587-4000

CJA tjaldsvæði

Hjalli, 650 Laugar

Á bænum Hjalla í Reykjadal er rekið fallegt tjaldsvæði í rólegu umhverfi. Þar sem tjaldsvæðið er allt hólfað niður er auðvelt að láta taka frá fyrir sig pláss. Hafa má samband samdægurs og líka er hægt að panta fram í tímann. Þjónustuhúsnæðið er með upphituðum baðherbergjum (snyrting og sturta) en einföld eldunar- og uppvöskunaraðstaða er óupphitað rými. Upplýsingatafla með helstu afþreyingu í nágrenninu og opnunartíma verslana og sundlauga er utan á þjónustuhúsi en starfsfólkið er líka alltaf innan seilingar og veitir fúslega allar upplýsingar og aðstoð. Mikil áhersla er lögð á vandaða umgerð og persónulega þjónustu. Tjaldsvæðið er vel vaktað og vandlega hirt og metnaður lagður í að hafa það, umhverfið allt og þjónustuhúsnæðið hreint, snyrtilegt og aðlaðandi.

Til að komast á tjaldsvæðið er beygt heim að Laugum af þjóðvegi 1 í Reykjadal á veg 846. Þegar komið er yfir brúna er beygt til hægri, suðurfyrir sundlaugina. Í miðri brekku upp úr dalbotninum að austanverðu er svo aftur beygt til suðurs (hægri) á ómerktan malarveg sem liggur fram (inn) dalinn og hann ekinn til enda (2 km). þar er Hjalli og Tjaldsvæði Lífsmótunar. Það eru skilti á brúnni og í brekkunni sem hjálpa til við að vísa veginn. Við gatnamót þjóðvegarins er líka stórt yfirlitskort og annað fyrir framan Íþróttamiðstöðina á Laugum.

Upplýsingar um reglur tjaldstæðisins má finna á heimasíðunni sem og á Facebook síðunni okkar.

Einnig líka hægt að panta fram í tímann, t.d. á parka.is  

Gistihúsið Skeið

Svarfaðardalur, 621 Dalvík

Bærinn Skeið er á Tröllaskaga og stendur á rólegum stað í botni Svarfaðardals í faðmi svarfdælsku fjallanna, 18 km frá Dalvík.

Tröllaskagi er kjörinn staður fyrir þá sem vilja komast í kyrrð og ró. Á Tröllaskaga og nágrenni er að finna áhugaverðar gönguleiðir, hvalaskoðun, kajak-ferðir, hestaferðir, golf, skíðaferðir o.fl. Tröllaskagi er paradís fyrir fjallaskíðamenn.

Stutt er að fara á ýmsa áhugaverða staði, t.d. tekur aðeins 2-21/2 klst að aka til Mývatns og Kröflu. Klukkutímaakstur er frá Skeiði til Akureyrar. Um vetrartímann er ráðlegt að vera á fjórhjóladrifnum bíl en við pöntum snjómokstur eftir þörfum.

Hægt er að fá að tjalda allt árið ef veður og tíð leyfir.

Tjaldmiðstöðin Flúðum

Hrunamannahreppur, 845 Flúðir

Tjaldmiðstöðin á Flúðum er glæsilegt tjaldsvæði við bakka Litlu Laxár.  Flúðir í Hrunamannahreppi hefur í gegnum tíðina verið vinsæll áfangastaður fyrir innlenda og erlenda ferðamenn enda eru Flúðir þekkt fyrir mikla veðursæld og má þar einnig finna ýmislegt sér til afþreyingar. Flúðir eru ekki nema í rúmlega 100 kílómetra fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu.

Á Tjaldsvæðinu eru nokkrar þjónustubyggingar með salernisaðstöðu og sturtum. Þvottahús með þvottavél og þurrkara eru í boði við Tjaldmiðstöð. Í Tjaldmiðstöðinni (rautt hús upp á hæðinni) er seldur ís, gos, grillkol og undirstöðu vörum tengdu því ásamt því að hægt er að versla kúta og áfyllingar frá AGA. Í Tjaldmiðstöðinni er hægt að nálgast alla helstu kynningarbæklinga er varða ferðaþjónustu í uppsveitum Suðurlands. Þráðlaust internet er á svæðinu, stór útigrill, leiksvæði ofl. Vatn og rafmagn er á stæðsta hluta svæðisins.  

Tjaldsvæðið er í göngufæri frá kjarna bæjarins. Á Flúðum er matvöruverslun, veitingastaðir, bar, sundlaug og fleira s.s. körfubolta- og sparkvöllur.

Svæðið henntar einkar vel fjölskyldufólki þar sem leikur í Litlu-Laxá er vinsælt og hægt að finna skemmri eða lengri gönguleiðir sem hennta jaft reyndum sem óreyndum göngugörpum. Má þá einnig nefna að yfir sumartíman eru skipulagðar gönguferðir með leiðsögumanni í Hrunamannahreppi þar sem finna má leyndar náttúruperlur.

Ýmsar aðrar skemmtilegar afþreyingar eru í boði nágrenis Flúða. Má þar meðal annars nefna; Hestaleigur, Gólfvellir, Flúðasiglingar og Riverjet í Hvítá, Dýragarðurinn Slakki í Laugarási, tónleikar í Skálholti, Þjórsárstofa í Árnesi og ekki má gleyma vinsælasta áningarstað ferðafólks, Gullfoss og Geysi.

A.T.H. 25 ÁRA ALDURSTAKMARK ER Á TJALDSVÆÐIÐ! Nema í fylgd forráðamanna.

Tjaldsvæðið Grindavík

Austurvegur 26, 240 Grindavík

Tjaldstæðið í Grindavík opnaði sumarið 2009. Mjög góð aðstaða fyrir ferðamenn sem gista í tjöldum, fellihýsum, húsbílum og hjólhýsum. Tveir leikvellir fyrir börnin, grillaðstaða, rafmagn, ferðaklósett-losun

Sumarið 2009 var nýtt og glæsilegt tjaldsvæði tekið í notkun í Grindavík. Þá var nýtt 200 fermetra þjónustuhús tekið í notkun í maí 2011. Um er að ræða 13.500 fm svæði sem staðsett er við Austurveg 26. Þar eru 42 stæði fyrir húsbíla, fellihýsi og tjaldvagna. Afgirt svæði og sérhannað Fullkomin aðstaða til seyrulosunar. Malbikuð og hellulögð bílastæði í innkomu tjaldsvæðisins. Tvö leiksvæði fyrir börn með rólum, 2 köstulunum, kóngulóarneti o.fl. Í nýja þjónustuhúsinu er aðstaða til að elda, sturtur, þvottahús og aðgangur að interneti.

Aðkoma: Þegar keyrt er inn í bæinn er ekið í gegnum hringtorg og svo beint áfram eftir Víkurbrautinni. Beygt til vinstri við Ránargötu og svo til vinstri inn Austurveg (við kirkjuna).

Aldurstakmark á tjaldsvæðinu fyrir þá sem ferðast einir er 18 ár (20 ár á Sjóaranum síkáta)

Sími umsjónarmanns á tjaldsvæði er 830-9090.

Uppákomur: Bæjarhátíðin Sjóarinn síkáti, sjómannadagshelgina 5.-7. júní. Fjölskylduhátíð með glæsilegri dagskrá frá Viðburða- og menningardagskrá Grindavíkurbæjar og Saltfisksetursins; Jónsmessuganga, listsýningar, náttúruvika, gönguhátíð, Þórkötlustaðaréttir o.fl. Sjá www.sjoarinnsikati.is. Gott bílastæði

VERÐSKRÁ:

  • Verð fyrir fullorðna kr. 2.200 (gistináttagjald innifalið).Fjórða hver nótt er ókeypis. Ókeypis fyrir 14 ára og yngri.
  • Rafmagn kr. 1.300kr per. sólarhring.
  • Einn þvottur í þvottavél kr. 800
  • Notkun á þurrkara kr. 800
  • Seyrulosun innifalin í verði.
  • Sturta innifalin í verði.
  • Bara sturta 500 kr.
  • Ekki er hægt að panta pláss.

Tjaldsvæðið Borgarfirði eystri

Álfaborg, 720 Borgarfjörður eystri

Tjaldsvæðisgestir hafa aðgang að eldunaraðstöðu og sturtum (sturta gegn vægu gjaldi), eldunaraðstaðan er frí fyrir gesti. Smá eldunaraðstaða er í þjónustuhúsinu og rafmagn fyrir smátæki.

  • Sturtur eru í þjónustuhúsinu.
  • Góð aðstaða og rafmagnstenglar fyrir hjólhýsi og húsbíla.
  • Góð aðstaða til að losa úrgang úr húsbílum.
  • Sorptunnur eru á tjaldstæði og móttaka endurnýtanlegs sorps í áhaldahúsi Borgarfjarðarhrepps. Móttakan er opin frá 08:00-16:30.
  • Vatnssalerni eru í þjónustuhúsinu.
  • Gönguleiðir eru frá tjaldsvæði umhverfis og upp á Álfaborg en þar er hringsjá.

Fyrir hjólhýsi og húsbíla er góð aðstaða en þar er m.a. rafmagnstenglar og góð aðstaða til að losa úrgang úr húsbílum. Sorptunnur eru á tjaldsvæðinu.

Íbúar Borgarfjarðarhrepps eru um 140. Talsvert er af hreindýrum á svæðinu, en þau eru stygg og oft erfitt að koma auga á þau. Hafnaraðstaða á Borgarfirði er slæm frá náttúrunnar hendi enda fjörðurinn stuttur og breiður, en við Hafnarhólma austan fjarðar hefur verið gerð góð smábátahöfn.

Frábær aðstaða er til fuglaskoðunar við Hafnarhólma. Þar eru tveir pallar fyrir fuglaáhugamenn og óvíða er betri aðstaða til að fylgjast með lunda og ritu. Lundinn kemur um miðjan apríl, en hverfur allur á braut á einni nóttu um miðjan ágúst. Góð aðstaða er líka fyrir fuglaáhugamenn í fuglaskoðunarhúsi í þorpinu.

Víknaslóðir við Borgarfjörð frá Héraðsflóa í norðri til Seyðisfjarðar í suðri. Þar er fjöldi áhugaverðra, vel merktra og stikaðra gönguleiða við allra hæfi, bæði stuttar leiðir fyrir alla fjölskylduna og lengri leiðir fyrir „fullorðna“. Aðgengi er mjög gott svo og allur aðbúnaður. Öflug þjónusta hefur byggst upp á svæðinu, svo sem góð tjaldstæði, fjölbreytt gisting, veitingar, söfn, leiðsögn, aðstoð við skipulagningu gönguferða og flutningar á fólki og farangri.

Tjaldsvæðið á Höfn í Hornafirði

Hafnarbraut 52, 780 Höfn í Hornafirði

Tjaldsvæðið á Höfn er staðsett á vinstri hönd þegar komið er inn í bæinn. Stutt er í alla þjónustu og aðeins örfáar mínútur tekur að ganga að sundlauginni og góðum golfvelli.

Tjaldsvæðið býður upp á skipulögð stæði fyrir húsbíla og ferðavagna, gott aðgengi að rafmagni, eldunaraðstöðu, þráðlausa nettengingu, þvottaaðstöðu og afgirtan leikvöll. 

Á tjaldsvæðinu er einnig boðið upp á gistingu í smáhýsum með uppábúnum rúmum frá miðjum apríl til 15. október (einnig er mögulegt að fá þau leigð án rúmfata). 

Opnunartími

Tjaldsvæðið er opið allt árið en smáhýsi eru aðeins leigð út á sumrin.

Þingvellir

Þingvellir, 806 Selfoss

Á tjaldsvæði má finna, salerni, sturtur, þvottaaðstöðu, útivaska og kolagrill. Í þjónustumiðstöðinni er kaffi- og veitingaaðstaða. Þar er einnig seld tjald- og veiðileyfi.

Sumaropnunartími (júní-ágúst):
09:00 - 20:00

Vetraropnunartími (september - maí):
Upplýsingahlið gestastofu: 09:00-16:00
Verslun og þjónustumiðstöð á Leirum: 09:00-18:00

Tjaldsvæði Seyðisfjarðar

Ránargata 5, 710 Seyðisfjörður

Tjaldsvæðið er staðsett í hjarta bæjarins, er umgirt trjágróðri og hólfað niður með kjarri. Á Seyðisfirði syngja fossarnir þig í svefn.

Tjaldsvæðið á Seyðisfirði er rómað fyrir góða þjónustu og hlýlegt umhverfi. á svæðinu er þjónustuhús með aðstöðu fyrir gesti. Eldunaraðstaða og seturstofa er í þjónustuhúsinu. Á tjaldsvæðinu eru sturtur, salerni, þvottavél, þurrkari, borðsalur, eldunaraðstaða inni, frír aðgangur að interneti, útigrill og aðstaða fyrir húsbíla, þar með talið rafmagn og hreinsiaðstaða fyrir húsbíla-wc.

Í göngufæri er sjoppa, matvöruverslun, sundlaug, matsölustaðir, íþróttamiðstöð, sauna og heitir pottar, handverksmarkaður, Tækniminjasafnið, Skaftfell menningarmiðstöð og margt fleira. Tjaldsvæði Seyðisfjarðar er aðili að Útilegukortinu.

Opið frá 1. maí til 30. september

Aldurstakmark er 18 ára nema í fylgd forráðamanna.

Á Seyðisfirði syngja fossarnir þig í svefn.

 

Reykjavík – Dalur HI Hostel / Farfuglaheimili

Sundlaugavegur 34, 105 Reykjavík

Reykjavík - Dalur HI Hostel / Farfuglaheimili býður gesti velkomna í Laugardalinn, í stílhreina og sérlega hagkvæma gistingu hvort sem er fyrir fjölskylduna, vinahópinn, æfingafélagana eða allt stuðningsliðið. Sendið okkur endilega ósk um tilboð fyrir stærri hópa.

Á Hostelinu eru stílhrein og þægileg 2ja til 5 manna fjölskylduherbergi með sér baði. Lín og handklæði innifalin. Hægt er að fá barnarúm. Gestir hafa aðgengi að fullbúnum gestaeldhúsum, WIFI, farangursgeymslum, stofum og frírri gestaþvottahúsi.

Fjölskyldukaffihús Dalur er opið alla daga og frábær aðstaða fyrir barnafólk þar sem boðið er upp á morgunverð, heimabakað og léttar veitingar.

Aðgengi hjólastóla er ágætt. Næg frí bílastæði og flugrútan stoppar fyrir utan.

Reykjavík - Dalur HI Hostel / Farfuglaheimili ber umhverfismerki Norðurlandanna - Svaninn - síðan 2004.

Verið velkomin að njóta gestrisni í Laugardalnum.

Tjaldsvæðið Þingeyrarodda

Íþróttamiðstöðin, 470 Þingeyri

Nýtt mjög gott þjónustuhús er á svæðinu með eldunaraðstöðu, sturtum og góðu aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Tjaldsvæðið er skipt í þrjá hluta rétt ofan við fjörukambinn þar sem má sjá sólina setjast í hafið á fallegum síðsumars kvöldum, mjög vel staðsett og skjólgott. Búið rafmagns tenglum og seyru losun fyrir húsbíla. 

Tjaldsvæðið er við hliðina á sundlauginni og er þjónustað þaðan. Þjónusta sem þar er í boði er sundlaug / sauna, líkamsræktarstöð og íþróttahús, þvottavél og þurrkari. 

Við tjaldsvæðið eru strandblaksvellir og leiksvæði fyrir börn. 

Ágætar gönguleiðir eru hér bæði í fjöllum, dölum og fjörum, þó ekki stikaðar. 

N1 er á staðnum með úrval af matvöru. Einnig hótel og kaffihús.

Hestaleiga í næsta nágreni.

Verð 2023

Fullorðnir: 1.900 kr
- fjórða nóttin frí
+67 ára 1.330 kr
- fjórða nóttin frí
Börn, 16 ára og yngri: Frítt í fylgd með fullorðnum
Rafmagn: 1.300 kr
Þvottavél: 1.100 kr
Þurrkari: 1.100 kr 


Skjól

Kjóastaðir, 806 Selfoss

Tjaldsvæðið Skjól er staðsett milli Gullfoss og Geysis. Tjaldsvæðið er stórt og þar er rafmagn og frítt wifi. 

Á svæðinu er veitingastaður, eldhús opið milli 12-15 og 18-23  

Einnig er seyrulosun, mini golf ásamt poolborði á efri hæð og stór hoppudýna sem hefur slegið í gegn hjá börnunum. - frítt í afþreyingu .

Það eru nægir staðir að skoða í nágrenni tjaldsvæðisins og þar á meðal eru Geysir, Gullfoss, Laugavatn, Kerlingafjöll og margt fleira. Einnig má finna næga afþreyingu en á næsta bæ er hestaleiga og svo er einn glæsilegasti golf völlur landsins aðeins 3 km frá tjaldsvæðinu.

Boltinn sýndur á tjaldsvæðinu um helgar.

Opnunartími: Opið allt árið

Tjaldsvæðið Vogum - Vogar ferðaþjónusta

Vogar, 660 Mývatn

Frystiklefinn Hostel og menningarsetur

Hafnargata 16, Rifi, 360 Hellissandur

Frystiklefinn er marg-verðlaunað menningarsetur og hostel, staðsett í uppgerðu frystihúsi í Rifi, litlu þorpi á norðanverðu Snæfellsnesi. 

Íslensk list, menning og gestrisni einkenna Frystiklefann og fara gestir, sem leita eftir einstakri íslenskri upplifun þaðan með ógleymanlegar minningar í farteskinu. 

Hjá Frystiklefanum er boðið upp á sérherbergi, dorm, tjaldsvæði og fimm íbúðir.

Tjaldsvæðið við Geysi í Haukadal

Geysir, Haukadalur, 801 Selfoss

Tjaldsvæðið er í göngufæri við hverasvæðið, Haukadalsskóg, Hótel Geysi og veitingahúsið og ísbúðina Geysi

Tjaldsvæðið við Geysi í Haukadal er staðsett í náttúruperlunni á Geysi, við hliðina á hverasvæðinu og á móti Hótel Geysi og söluskálanum á Geysi. Á tjaldsvæðinu geta náttúruelskendur og þeir ævintýragjörnu sem vilja vera frjálsir eins og fuglinn haft möguleika á að tjalda við jaðar hverasvæðisins með Geysi og Strokk í nokkurra metra fjarlægð. Látið hverinn vekja sig á morgnana eða svæfa sig á kvöldin.

Í þjónustuhúsinu er aðstaða fyrir gæslu, sturtur, góð salernisaðstaða, salerni fyrir fatlaða og þvottaaðstaða. Leiktæki eru fyrir börnin og fótboltamörk. Rafmagn er á svæðinu.
Tjaldsvæðið er í göngufæri við hverasvæðið, Haukadalsskóg og alla þá þjónustu sem býðst á Geysissvæðinu. Til dæmis geta gestir farið út að borða á Hótel Geysi, og nýtt sér fjölbreytta verslun söluskálans. Alltaf er líf og fjör í garðinum við hótelið, góðar veigar af matseðli í allt sumar. Á Geysir Glímu sem er beint á móti tjaldsvæðinu er fjölbreyttur veitingastaður, ísbúð og kaffihús. Hægt að finna eitthvað fyrir alla fjölskylduna allt frá pizzu upp í ferskan fisk eða gómsæta súpu. Einnig gómsætt nýmalað Illy kaffi og úrval af kökum og sætum bitum.

Notalegt umhverfi þar sem gott er að njóta góðra veitinga á.

 

 

 

Fjölbreytt afþreying er í boði á Geysissvæðinu. Haukadalsvöllur er rétt hjá tjaldstæðinu (www.geysirgolf.is), hestaleiga er á Kjóastöðum rétt við Geysi, flúðasiglingar á Hvítá og riverjet (http://www.icelandriverjet.is/), hestasýningar í Friðheimum (Reykholti) og laxveiði í Tungufljóti svo fátt eitt sé nefnt. Frábært nútímalegt margmiðlunarsafn er staðsett í söluskálanum á Geysi. Aðgangur er ókeypis. Þar er að finna margskonar fróðleik um náttúru Íslands. Gestir geta fundið og upplifað kraftinn sem einkennir náttúru þessa lands og kynnst fyrirbærum á borð við eldgos, hlaup, jarðskjálfta, norðurljós og íshelli.

Tjaldsvæðinu er skipt upp þannig að hluti þess sem liggur að hverasvæðinu er eingöngu fyrir tjöld.
Húsbílar, hjólhýsi, fellihýsi, tjaldvagnar og aðrir vagnar tjalda á sérsvæði þar sem einnig er boðið upp á rafmagn.

Njótið sumarsins og fallegrar náttúru Íslands

 

 

Opnunartími
15. maí til 15 september

 

 

Umgengisreglur

  • Greitt er fyrir tjaldstæði í tjaldhúsi Geysis á tjaldsvæði við komu
  • Umferð ökutækja er ekki leyfð frá kl. 24:00 til kl. 8:00
  • Á miðnætti skal vera komin ró á svæðið. Þar sem hvíld er öllum ferðamönnum nauðsynleg þá vonum við að þú munir sofa vel
  • Vinnið ekki spjöll á náttúrunni
  • Sorp skal láta í þar til gerð ílát
  • Rafmagn greiðist í tjaldshúsi tjaldsvæðisins fyrir notkun
  • Brot á umgengnisreglum getur varðað brottrekstri
  • Engin ábyrgð er tekin á eignum tjaldgesta
  • Leiksvæði er á eigin ábyrgð og börn á ábyrgð ábyrgðarmanna sinna

Starfsfólk Geysis leggur sig fram um að mæta kröfum ykkar og óskum eftir bestu getu. Ef þið hafið einhverja spurningar eða óskir, endilega leitið til tjaldstæðavarðar.

Verð 2016:

Verð fyrir fullorðna:  1.700 kr
Verð fyrir börn (8 – 15 ára):  500 kr
Verð fyrir börn (0-7 ára):  frítt
Eldri borgarar og öryrkjar:  800 kr
Rafmagn:  1.000 kr fyrir 24 klst
Sturtur:  400 kr

Greitt er fyrir tjaldstæði hjá tjaldsvæðaverði sem er staðsettur í þjónustuhúsnæðinu á tjaldsvæðinu.

Grettislaug

Við Grettiströð, 380 Reykhólahreppur

Á Reykhólum má finna frábæra sundlaug sem heitir Grettislaug. Við hlið sundlaugarinnar er að finna tjaldsvæði sem er opið yfir sumarið. 

Vogar, ferðaþjónusta

Vogum, 660 Mývatn

Fyrirtækið Vogar, ferðaþjónusta ehf bíður upp á margþætta þjónustu fyrir ferðamenn s.s. tjaldsvæði, svefnpokagistingu, gistingu í herbergjum án baðs og með baði, morgunverð, pizzur, létta drykki, veiði, leigubíl ofl. Auk þess eru innan við 7 km í marga af vinsælustu stöðunum í Mývatnssveit s.s Grjótagjá, Hverfjall, Dimmuborgir, Hverarönd, Jarðböðin ofl.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Ferðaþjónustan Hellishólum

Hellishólar, 861 Hvolsvöllur

Hellishólar í Fljótshlíð er glæsileg ferðaþjónusta sem býður upp á fjölbreytta afþreyingu fyrir gesti, gistingu í sumarhúsi og fullkomna tjaldaðstöðu.  Hellishólar eru staðsettir mitt í sögusviði Brennu-Njálssögu og eru í um klukkutíma fjarlægð frá Reykjavík.

Hellishólar eru stoltir að kynna þá afþreyingu sem hægt er að stunda á svæðinu og má þar helst nefna glæsilegan níu holu golfvöll, Hellishólavatn til að veiða í, heita potta, leiksvæði, hestaleigu og margt fleira.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Vakinn

Skaftafellsstofa – gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs í Skaftafelli

Skaftafellsstofa , 785 Öræfi

Skaftafellsstofa er upplýsinga- og fræðslumiðstöð þar sem gestir fá svör við spurningum um náttúrufar Skaftafells, gönguleiðir, gistingu og afþreyingu í næsta nágrenni.

Upplýsingar um opnunartíma má finna hér: https://www.vatnajokulsthjodgardur.is/is/svaedin/skaftafell/skipuleggja-heimsokn/skaftafellsstofa

Gönguleiðir á svæðinu eru margar og fjölbreyttar. Hér má nálgast yfirlit gönguleiða í Skaftafelli. Yfir sumarið bjóða landverðir uppá fræðslugöngur og barnastundir. 

Í Skaftafellsstofu eru upplýsingar um jarðfræði og náttúru í Skaftafelli. Sýnd er mynd um suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs á opnunartíma Skaftafellsstofu. Í Skaftafellsstofu má einnig sjá muni úr örlagaríkum leiðangri breskra háskólastúdenta árið 1952.

Í Skaftafellstofu er minjagripaverslun með bækur, póstkort og handverk. Lögð er áhersla á íslenskar vörur og muni sem tengjast byggðarlaginu. Þar er einnig hægt að kaupa fræðslumynd um flóð Skeiðarárjökuls árið 1996.

Veitingasala og sölubásar ferðaþjónustuaðila er á svæðinu ásamt stoppistöð áætlunarbíla. 

Á tjaldsvæðinu í Skaftafelli er WC, (líka fyrir hreyfihamlaða), rennandi vatn (heitt og kalt), sturtuaðstaða, aðstaða fyrir losun húsbílasalerna, útigrill, þvottavél, þurrkari og nettenging. Þjónustumiðstöð í nágrenninu og margskonar tækifæri. 

Tjaldsvæðið er opið allt árið um kring.

Þátttakandi í VAKINN - gæða og umhverfiskerfi íslenskrar ferðaþjónustu.

Fossatún Poddar

Fossatún, Borgarbyggð, 311 Borgarnes

Gisting í podda er hentug lausn fyrir gesti sem leita að góðri grunngistingu og sanngjörnu verði. Poddarnir eru einangraðir, upphitaðir og í hverjum podda er lítill kæliskápur. Aðgengi er að vel útbúnu eldhúsi, kolagrilli og hreinlætisaðstöðu, baðherbergjum, sturtum, skiptiklefum og heitum pottum. Fallegt umhverfi, Tröllagarðurinn, áhugaverðar gönguleiðir ásamt svo miðlægri staðsetningu á Vesturlandi eru tilvaldar ástæður til að heimsækja Fossatún og dvelja þar og/eða fara þaðan í dagsferðir í allar áttir. 

Poddarnir í Fossatúni eru svefnpokapláss en lak er á hverju rúmi. Hægt er að leigja rúmfatapakka með: sæng, kodda, rúmfötum og handklæði. Morgunmatur er ekki innifalinn í poddagistingu - en gott og hagstætt morgunverðarhlaðborð er á veitingastaðnum. 

Aldurstakmark er 20. 

Sólarlagsbústaðurinn

Tveggja herbergja, 42m2 hús, 150 m frá móttökunni. Leigt út sem ein eining. Einstakt útsýni í miðjum Borgarfirði: nærumhverfi Blundsvatns, fjallahringurinn frábæri og Snæfellsjökull við sjóndeildarhringinn. 

Sólalagsbústaðurinn hefur 2 uppá búin herbergi, annað með hjónarúmi en hitt með einstaklingsrúmum sem hægt er að færa saman. Að auki er seturými, baðherbergi, eldhúsaðstaða og útigrill. 

Frábær aðbúnaður fyrir dásamlega dvöl og aðgengi að heitum pottum. Ókeypis þráðlaust net er innifalið. Reyklaust hús og 20 ára aldurstakmark. 

Hlíð ferðaþjónusta

Hraunbrún, 660 Mývatn

Hlíð ferðaþjónusta býður upp á nokkra möguleika í gistingu.

Hraunbrún: Svefnpokagisting í fjögurra manna herbergjum án baðs.  Eldunaraðstaða, setustofa, sturtur og snyrtingar sameiginlegt.

Kytrur: 9m2 smáhýsi með 2 rúmum, hjónarúm. Eldunaraðstaða, setustofa, sturtur og snyrtingar í Hraunbrún eða á tjaldsvæðunum, hvorutveggja ca 100m í burtu. 

Álfahlíð/Dvergahlíð:  Sumarhús, 50m2 + 22m2 svefnloft.  Í húsinu er eldunaraðstaða, þar eru 2 svefnherbergi annað með 2 * 80cm breiðu rúmi og hitt með 1 * 140cm breiðu rúmi, á svefnlofti eru dýnur,  einnig er setustofa og snyrting með sturtu.

Andabyggð:  Tveggja manna herbergi með sérbaðherbergi.  2 * 90cm breið rúm, uppábúið með morgunverði.

Tjaldsvæði:  Við bjóðum  upp á tjaldsvæði með fyrsta flokks aðstöðu.  Alls konar tjaldsvæði eru í boði, dokkir og hraunbalar.  Ekki er mikill trjágróður á staðnum.  Það er lítil fluga vegna fjarlægðar við Mývatn og lítils trjágróðurs, en tjalsvæðin eru ca 1 km frá vatnsbakkanum. Vaskar með heitu og köldu vatni eru á nokkrum stöðum á tjaldsvæðinu, 2 snyrtingahús og 1 sturtuhús, sturta er innifalin í verði.  Rafmagnstenglar eru í boði víðs vegar um svæðið og er borgað sér fyrir það.  Við erum með litla verslun í afgreiðsluhúsi þar sem hægt er að kaupa sælgæti, gos og mjólkurvörur og einnig póstkort og filmur.  Stórt eldhústjald er á svæðinu.

Hlíð ferðaþjónusta býður einnig upp á alls kyns afþreyingu,  t.d er á tjaldsvæðunum leiksvæði fyrir börn og þar er einnig reiðhjólaleiga.  Hægt er að fara í margar mismunandi gönguferðir, langar og stuttar yfir fjöll og fyrnindi,  við gefum allar upplýsingar um þessar gönguleiðir. Í nánasta nágrenn við okkkur er upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn sem vel er þess virði að heimsækja, þar er líka sundlaug, kaffihús, bar, og ýmsir matsölustaðir.

 

Ártún Ferðaþjónusta

Ártún, Grýtubakkahreppur, 616 Grenivík

Ártún, Heimagisting - Boðið er upp á 5 notaleg herbergi á sér hæð, þrjú 2ja manna herbergi og tvö 3ja manna herbergi. Öll herbergin eru nýstandsett og vönduð rúm. Á hæðinni er sér snyrting með sturtu. Möguleiki á að setja inn aukadýnu í herbergin. Morgunverður, í veitingaskála á neðri hæð, innifalinn. Hlý og persónuleg þjónusta. 
Ath! Hægt er að fá keyptan mat ef pantað er fyrirfram, eða eftir nánara samkomulagi.
Ártún, Tjaldstæði - Góð aðstaða, og nægt pláss er fyrir tjöld, fellihýsi, húsvagna og húsbíla. Góð hreinlætisaðstaða. Snyrtingar með sturtu, inniaðstaða fyrir fólk til að matast. Rafmagn. Seyrulosun er á staðnum. Möguleiki á þráðlausri internettengingu. Vínveitingar eru í boði í veitingaskálanum í Ártúni. Tjaldstæðin eru vel slétt og þétt. Rýmið er nánast óendanlegt og gefur því þeim sem það vilja, kost á að vera vel útaf fyrir sig. Opnunartími tjaldstæðisins er frá 1. maí - 30. september, eða eftir nánara samkomulagi.
Stutt er til Grenivíkur í aukna þjónustu svo sem verlsun, sundlaug, golfvöll, útgerðarminjasafn, gallery og fleira. Úrval áhugaverðra staða er í nágrenni Ártúns sem vert er að skoða svo sem Minjasafnið í Laufási. Fallegar gönguleiðir, fjölskrúðugt fuglalíf, hestferðir í nágrenninu, sólsetur á heimsmælikvarða og fleira sem heillar.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Hótel Fljótshlíð

Smáratún, 861 Hvolsvöllur

Smáratún er bóndabýli staðsett við miðri Fljótshlíðinni við veg nr. 261, í 10 mínútna akstursfjarlægð frá Hvolsvelli.

Þriðja kynslóð sömu fjölskyldu býr núna að Smáratúni en ferðaþjónusta hófst þar í smáum stíl árið 1986. Við höfum unnið í samræmi við sjálfbærnisstefnu sem við settum okkur árið 2007 og við hlutum Svansvottun árið 2014.

Við bjóðum uppá gistingu í hótelherbergju, smáhýsum og stærri sumarhúsum. Við erum líka með tjaldsvæði og eldunaraðstöðu fyrir gesti allan ársins hring. Veitingastaðurinn okkar er opinn öllum, bæði fyrir morgunverð og kvöldverð. Við erum stoltir stofnfélagar Beint frá býli og bjóðum uppá matvæli frá býlinu í veitingastað okkar. 


Garðskagi - tjaldsvæði

Skagabraut 100, 250 Suðurnesjabær

Tjaldsvæðið á Garðskaga er hentugt fyrir ferðalanga á húsbílum og aðra sem vilja njóta opinnar náttúru við sjóinn. Það er opið allt árið.

Garðskagatá, nyrsti hluti Reykjanesskaga, býður upp á frábæra upplifun fyrir gesti með tveimur vitum, fallegri sandströnd og rómuðum sólsetrum. Vitarnir skapa sérstakt andrúmsloft og veðrið og sjórinn geta verið eftirminnileg, hvort sem það eru morgunstillur eða byljandi stormur með tilheyrandi brimi. Vitarnir á Garðskaga voru byggðir 1897 og 1944. Annar er sá næstelsti á landinu og hinn sá stærsti. Garðskagi is a premium site for bird-watching where whales can also often be observed from the coast. Garðskagi er einstakur áfangastaður í nýjum jarðvangi á Reykjanesskaga, sannkölluð náttúruperla.

Stóri vitinn hýsir tvær áhugaverðar sýningar, norðurljósasýningu og hvalasýningu. Frá toppi vitans er stórkostlegt útsýni.

Veitingastaðurinn Röstin er staðsett á efri hæð byggðasafnsins á Garðskaga. Þar er hægt að fá góðan mat á sanngjörnu verði allt árið um kring. Útsýnið frá Röstinni er frábært og hægt að njóta sólarlagsins yfir Snæfellsjökil, fjölbreytts fuglalífs og stundum má sjá hvali rétt undan ströndinni.

Opnunartími: allt árið

Fyrir hópa hafið samband í síma 893-8909 eða með tölvupósti: johann@gardskagi.com

Vakinn

Tjaldsvæðið Reykjavík

Sundlaugarvegur 32, 105 Reykjavík

Tjaldsvæðið er frábærlega staðsett, við hliðina á sundlauginni og Farfuglaheimilinu í Laugardal. Auk þess er stutt í aðra þjónustu og afþreyingu í borginni.

Húsbílasvæðið bíður góða aðstöðu fyrir campera, húsbíla og tjaldvagna inn á vöktuðu svæði sem læst er með hliði. Um 40 bílar geta tengt samtímis í rafmagn en samtals er pláss fyrir 60 bíla. Þráðlaust WIFI. Skammt frá er aðstaða til að losa ferðasalerni. Tjaldgestum og gestum á bílum með fortjöldum er vísað á efra svæðið þar sem er ekki rafmagn.

Svæðið er opið allt árið en yfir vetrarmánuðina takmarkast aðstaðan við bað- og eldurnaraðstöðu. Aðra þjónustu finna gestir á Farfuglaheimilinu Dal við hliðina þar sem er móttakan.   

Það er nauðsynlegt að bóka pláss fyrirfram á vefsíðu okkar. Þannig býðst besta verðið og þið fáið aðgang að hliðinu á húsbílasvæðinu frá kl 13:00 til kl 11:00 á brottfarardegi. Hámarksdvöl á svæðinu er 14 dagar yfir vetrarmánuðina annars 7 dagar.

Ferðaþjónustan Úthlíð

Bláskógabyggð, 806 Selfoss

Ferðaþjónustan í Úthlíð stendur í jaðri óspilltrar náttúru Suðurlands. Bærinn stendur við þjóðveg nr. 37 og er í 100 km fjarlægð frá Reykjavík. Frá Úthlíð og þaðan er stutt að sækja heim marga áhugaverða staði eins og Gullfoss og Geysi.  Bláa kirkjan vísar veginn heim að Úthlíðarbænum en ferðaþjónustan er við næsta afleggjara fyrir austan. 

Orlofshúsin í Úthlíð eru staðsett á brúninni fyrir ofan bæinn og skarta einstöku útsýni yfir sveitir suðurlands. Húsin eru misstór og er best að skoða úrvalið og bóka gistingu á vefsíðunni okkar www.uthlid.is 

Veitingastaðurinn Réttin er opin alla daga ársins kl. 16 – 20. Alla laugardaga er opið kl. 11 – 21.  Á sumrin er að sjálfsögðu opið lengur. Sjá nánar á www.uthlid.is 

Úthlíðarvöllur er 9 holu golfvöllur í holtinu fyrir neðað þjóðveg. Rástímabókanir á www.golf.is 

Tjaldsvæði með rafmagni, góðri aðstöðu í þjónustuhúsi svo sem heitum pottum og þvottaaðstöðu. Tjaldsvæðið er hugsað fyrir fjölskyldufólk og er óskað eftir kyrrð eftir miðnætti. 

Cottage of the year 2020. Ferðaþjónustan Úthlíð var valin „Cottage of the year 2020 in Iceland“ sem byggir á umsögnum fjölda viðskiptavina Ferðaþjónustunnar í Úthlíð. 

Hestaleigan Bjössa Blesi og Svali ásamt öllum hinum skemmtilegu hestunum í Úthlíð eru miklir gleðigjafar og skokka með krakka sem fullorðna í spennandi útreiðartúra. 

Til að bóka hestaleigu er best að fara inn á vefinn www.uthlid.is, panta þarf hesta með fyrirvara, helst daginn áður. 

Búnaður:
Ferðalangar skulu vera í hlýjum, mjúkumog vantsheldum fatnaði ásamt vatnsheldum skóm
Ferðaþjónustan skaffar hesta, reiðhjálma og reiðtygi.
Leiðsögumaður stýrir ferðinni og hraða 

Brúarfoss:
Skemmtilegur útreiðartúr frá Úthlíð sem leið liggur eftir Kóngsveginum að gömlu brúnni sem liggur yfir Brúará og er við Brúarfossinn. Kóngsvegurinn var lagður fyrir konungskomuna 1907. Stuttir kaflar hafa varðveist af þessum vegi og munum við ríða hann alla leið að fossinum.

Ferðin tekur liðlega klukkustund. 
Útreiðartúr á frekar sléttu landi en það er riðið yfir á. Krefjandi fyrir óvana.

Kolgrímshóll:
Riðið er sem leið liggur frá Úthlíð upp svokallaðan Skarðaveg. Eftir stutta reið er leiðangurinn kominn í ósnortna náttúru Úthlíðar með óviðjafnanlega sýn til fjalla. Áð er við Kolgrímshól sem dregur nafn sitt af þeim tíma þegar Skálholtsbiskup átti Úthlíðarjörðina og nýtti skóginn til kolagerðar. Létt ganga er upp á hólinn en þar er fallegt útsýni til allra átta.

Ferðin tekur 1 1/2 tíma.
Léttur útreiðartúr á frekar sléttu landi, en er krefjandi fyrir óvana.

Kóngsvegurinn:
Riðið er frá Úthlíð upp að veitingastaðnum Réttinni og þaðan eftir kóngsveginum sem var lagður fyrir konungskomuna 1907. Riðið er um fallega kjarrivaxna slóð.

Ferðin tekur um 30 mín. 
Léttur útreiðartúr á frekar sléttu landi fyrir alla.

Tjaldsvæðið á Akureyri - Hamrar við Kjarnaskóg

Hamrar við Kjarnagötu, 602 Akureyri

Verð 2024:

Gistigjald fyrir eina einingu pr. nótt er kr. 333.
Gistigjald fyrir einn eina nótt er kr. 2.350.
Gistigjald fyrir eldriborgara og öryrkja kr. 1.950
Gjald fyrir aðgang að rafmagni einn sólarhr. er kr. 1.450
Gjald fyrir afnot af þvottavélum og þurrkara er kr. 1.000 fyrir hvert tæki.
Gjöld eru með virðisaukaskatti. 

Þeir sem greiða fyrir fleiri en eina nótt geta fengið afslátt af gistigjaldi.

Gistináttaskattur 300 kr pr einingu er innifalinn í gistigjladi fyrir hverja einingu

Tjaldsvæðið Hólmavík

Jakobínutúni, 510 Hólmavík

Tjaldsvæðið á Hólmavík er gott tjaldsvæði á besta stað í þorpinu við hlið sundlaugar (íþróttamiðstöðvar) og félagsheimilis. Örstutt í verslun og handverksmarkað. Veitingahús og safn í þægilegu göngufæri ásamt skemmtilegum gönguleiðum með góðu útsýni. Þægilegar dagsferðir á bíl eru norður í Árneshrepp og yfir í Ísafjarðardjúp t.d í Kaldalón.

Ekki er nauðsynlegt að panta gistingu en ef um stærri hópa er að ræða er gott að hafa samband. Þvottavél og þurkari er á svæðinu. Rafmagn er fyrir húsbíla og tjaldvagna. Góð salernisaðstaða og WC losun fyrir húsbíla.

Greitt er fyrir tjaldstæði í íþróttamiðstöðinni:

Gestir 14 ára og eldri 1630 kr
Öryrkjar og ellilífeyrisþegar 945 kr
Tenging við rafmagn 1045 kr
Afnot af þvottavél 790 kr
Afnot af þurrkara 790 kr

Volcano Huts Þórsmörk

Húsadalur Þórsmörk via Road no. F 249 ,

Volcano Huts í Húsadal í Þórsmörk

Volcano Huts er þjónustu fyrirtæki sem staðsett er í Húsadal í Þórsmörk og býður upp á gistingu og veitingar fyrir hópa og einstaklinga. Þórsmörk er ævintýraheimur göngufólks og náttúruunnenda á öllum aldri. Landslagið er ægifagurt og mótast af samspili eldfjalla, jökla, skóga og jökuláa sem móta útsýnið til allra átta. 

Hægt er að bóka gistingu og aðra þjónustu í gegnum vefsíðu okkar www.volcanotrails.is

Þjónusta í Húsadal

Gisting og aðstaða: í Húsadal er boðið upp á gistingu í notalegum fjallaskálum, fjögurra manna smáhýsum, tveggja manna herbergjum, glæsi tjöldum og stórt tjaldsvæði. Hægt er að fá leigð rúmföt og sængur á staðnum. Sturtur, gufubað og heit náttúrulaug er innifalið í gistingu en aðrir ferðalangar geta fengið aðgang að þeirri þjónustu gegn vægu gjaldi.

Veitngastaðurinn okkar býður upp á ljúffengar veitingar fyrir hópa og einstaklinga sem leið eiga um Húsadal og Þórsmörk. Boðið er upp á morgunverð, hádegisverð, kaffiveitingar og kvöldverð auk þess sem hægt er að setja upp veislur og viðburði fyrir hópa hvort heldur sem er innandyra eða utan. Eftir matinn er svo tilvalið að fá sér drykk á barnum og deila ferðasögunni með öðrum ferðalöngum.

Afþreying: Frá Húsadal liggur fjöldi gönguleiða um Þórsmörk og Goðaland og má þar helst nefna Laugaveginn og Fimmvörðuháls sem eru vinsælustu gönguleiðir landsins. Einnig er hægt að fara í styttri göngur sem henta fyrir alla aldurshópa, skoða sönghelli og taka lagið, sauna og toppa daginn í heitir náttúrulaug. 

Gönguleiðir: Fjöldi skem mtilegra göngu- og hlaupaleiða liggja um Þórsmörk og nágrenni Húsadals og hér ættu allir að finna sér leiðir við hæfi. Laugavegurinn og Fimmvörðuháls eru meðal þekktustu gönguleiða á Þórsmerkursvæðinu en auk þeirra eru fjöldi annarra skemmtilegra leiða. Gönguleiðakort eru seld í Húsadal.

Samgöngur: Til að ko mast í Húsadal er ekið frá Suðurlandsvegi upp jeppafæran vegarslóða merktan F249 í Þórsmörk. Fara þarf yfir nokkrar ár og læki á leiðinni en helst má þar nefna Krossá sem eingöngu er fær vönum bílstjórum á vel útbúnum jeppum. 

Daglegar rútuferðir eru frá BSÍ yfir sumar mánuðina en hægt er að nálgast nánari upplýsingar um áætlun rútuferða og að bóka rútumiða á vefsíðu Volcano Huts.

Bókanir og allar nánari upplýsingar um þjónustu í Húsadals er að finna á vefsíðunni og hægt er að hringja í síma 4194000 eða senda tölvupóst á netfangið info@volcanotrails.is  

Glamping lúxustjöld - eins manns / tveggja manna - 16 stk
Herbergi - eins manns / tveggja manna - 14 stk
Smáhýsi - 4 pers - 8 stk
Skálagisting - 34 rúm
Tjaldstæði 100 +

Gesthús gistiheimili

Engjavegur 56, 800 Selfoss

Gesthús eru staðsett á besta stað í miðjum bænum á Selfossi, rétt við íþróttavöllin og sundlaugina. 

Við bjóðum smáhýsi til leigu en á staðnum eru einnig gott tjaldsvæði. 

Á því er góð aðstaða og má þar nefna vatnssalerni, sturtur, eldhúsaðstaða og matsalur.

Tjaldsvæðið Hvolsvelli

Austurvegur 4, 860 Hvolsvöllur

Tjaldsvæðið er fyrsti afleggjari á hægri hönd þegar keyrt er inn í Hvolsvöll og komið er úr vestri ( frá RVK ) við þjóðveg 1 Svæðið sem tekið var í notkun 1980 er afgirt með háum Öspum og hver flöt er afstúkuð með trjám, flatirnar eru sléttar og vel þjappaðar.
Fjarlægð frá þjóðvegi er 150 mtr. Stutt er í alla þjónustu þar sem miðbær Hvolsvallar er einungis í 150 mtr. fjarlægð en þar er að finna banka, pósthús, apótek matvöruverslun, snyrtistofu, hársnyrtingu, sundlaug, gufubað, bókasafn, uppplýsingamiðasöð, kaffihús, matsölustaði, sveitamarkað, bensínstöðvar og skyndibitastaði.
Stutt er í fjölmargar áhugaverðar gönguleiðir ásamt 3ja km heilsustíg sem nýtist vel fyrir þá sem vilja fara og hreyfa sig úti í náttúrunni.

 

Lýsing á aðstöðu:
Tjaldsvæðið á Hvolsvelli er gamalgróið svæði með tveimur aðstöðuhúsum. Annað er með uppvöskunaraðstöðu og salernum, ásamt einfaldri eldunaraðstöðu.
Einnig er um að ræða nýtt hús með salernis og sturtuaðstöðu sem einnig er með aðgengi fyrir fatlaða og skiptiaðstöðu fyrir barnafólk.uppvöskunaraðstaða er einnig úti.
Losunarsvæði er fyrir húsbíla og hjólhýsi og rennandi vatn er á því svæði.
Svæðið er með leiktæki fyrir börn.  Þá erum við með 2 þvottavélar ásamt þurkara og einnig er aðstað til þess að þurka þvott úti.
Rafmagnstenglar eru á svæðinu sem og nettenging, stutt er í alla almenna þjónustu sem er á Hvolsvelli

 

Annað:
Á Hvolsvelli er stoppistöð fyrir áætlunarbíla sem ganga til og frá RVK, til og frá Þórsmörk, Landmannalaugar, Vestmannaeyjar og þjóðveg 1.
Segja má að við séum miðsvæðis á Suðurlandi, þ.e. að tiltölulega stutt er í fjölmarga áhugaverða staði á Suðurlandi t.d. Seljalandsfoss, Skógafoss, Hekla, Þórsmörk, Landmannalaugar, Vestmannaeyjar, Vík, Eyjafjallajökull og Mýrdalsjökull.