Fara í efni

Beint frá býli

31 niðurstöður

Hengifoss Food Truck

Egilsstöðum, 701 Egilsstaðir

Við bjóðum upp á mat úr héraði og allt er heimatilbúið af okkur sjálfum. Bjóðum upp á ekta íslenska kjötsúpa, vöfflur eftir uppskrift ömmu minnar og Gúdd ís, ís sem við framleiðum einnig sjálf í Fljótsdal. Til viðbótar erum við einni staðurinn á Íslandi sem framleiðir og býður upp á ís úr sauðamjólk úr okkar kindum frá okkar litla fyrirtæki Sauðagull. 

Einnig erum við með vegan og glútenfrí valmöguleika.

Við erum hinum megin ána, séð frá stóra bílaplaninu. Hægt er að ganga yfir brúna við bílaplanið eða leggja hjá okkur. 

Dæli Guesthouse

Víðidalur, 531 Hvammstangi

Ferðaþjónustan Dæli í Víðidal hefur verið rekin frá árinu 1988.  Fjölbreytt aðstaða og afþreying, bæði fyrir einstaklinga og hópa, 16 herbergi með baði þar af 10 tveggja og 4 þriggja manna og 1 með aðgengi fyrir fatlaða. Þá eru 6 smáhýsi með rúmum og kojum fyrir allt að 24 manns og er hvert hús 12 m² að stærð með WC í hverju húsi.  Sameiginleg sturtu- og snyrtiaðstöða.  Þar er einnig matsalur með eldunaraðstöðu.

Í Dæli er rekin veitingasala með bar fyrir gesti og gangandi, hópa jafnt sem einstaklinga. Okkar rómaða kaffihlaðborð með heimabökuðu íslensku bakkelsi nýtur líka sívaxandi vinsælda. Við gerum tilboð í hópa, bæði í mat og kaffi, svo hafið endilega samband og fáið frekari upplýsingar!

Veitingasalan er opin alla daga og öll kvöld frá 15. maí til 30. september, en annars eftir samkomulagi.

Boðið er upp á hestasýningar fyrir 15 eða fleiri en þær þarf að panta fyrirfram.  Þá bjóðum við upp á reiðkennslu fyrir einstaklinga og þarf að bóka það sérstaklega .

Háafell - Geitfjársetur

Háafell, 320 Reykholt í Borgarfirði

Á Háafelli er unnið að verndun og viðhaldi geitastofnsins. Gestir fá góðar móttökur hjá geitunum sem eru mjög mannelskar. Frítt kaffi og te á staðnum auk þess fá gestir smakk af geitaostum og pylsu úr geitakjöti auk annarra afurða. 

Hægt er að taka geitur í fóstur og taka þannig þátt í að vernda stofninn. 

Salernisaðstaða. Verslun Beint frá býli. Geitaafurðir, baðvörur, krem, sápur, skinn og minjagripir. 

Opið 1. júní til 31. ágúst frá 11:00 til 18:00 og síðan allt árið eftir samkomulagi. 

Pantanir fyrir hópa á geitur@geitur.is 

Græna kannan lífrænt kaffihús

Sólheimar, 805 Selfoss

Græna kannan kaffihús/listmunabúð er kaffi- og samveruhús íbúa Sólheima og gesta. Ef þú vilt upplifa Sólheima með bragðlaukunum þá er Græna Kannan þinn heppilegasti kostur. Græna kannan er staðsett í hjarta Sólheima og notar hráefni úr nærumhverfinu svo sem gróðurhúsinu Sunnu og matjuragarðinum Tröllagarði. Í Grænu könnunni má einnig finna Listmunaverslunina Völu, fallega listmuni, kerti, tún vottaðar jurtavörur sem eru framleiddar úr náttúrulegum hráefnum og jurtum úr jurtagarði Sólheima auk fullt af spennandi vörum sem Íbúar Sólheima búa til.

Sjá má opnunartíma á forsíðu heimasíðu Sólheima. Oft eru uppákomur á kaffihúsinu og er vakin sérstök athygli á facebook síðu Sólheima og einnig á instagram síðu Sólheima þar sem sérstaklega eru tilgreindir þeir atburðir sem eru á boðstólnum hverju sinni. Verið velkomin á Sólheima.

Þið finnið okkur á facebook hér: https://www.facebook.com/heimasol
Þið finnið okkur á instagram hér: @solheimareco 

Ferðaþjónustan Erpsstöðum

Erpsstaðir, Miðdölum, 371 Búðardalur

Opinn landbúnaður, frá 15. maí - 14. júní, daglega frá 13:00 til 17:00, 15. júní - 14. ágúst, daglega frá 11:00 til 18:00, 15. ágúst - 15. september, daglega frá 13:00 - 17:00 og 16. september - 14. maí samkvæmt samkomulagi.

Hópar panti fyrirfram.

Til sölu rjómaís, skyr og ostar framlett af Rjómabúinu Erpsstöðum. Fjósaskoðun, kynning á starfssemi kúabús, skoða byggingar og húsdýr með leiðsögn ábúenda.

Seld gisting í sumarhúsi, opið allt árið.

Sjá vefsíðu

 

 

 

 

Skarðaborg

Skarðaborg, 641 Húsavík

Móra guesthouse

Skálholt, Krossholti Barðaströnd, 451 Patreksfjörður

Gisting í tveim íbúðum og húsi með sér heitum potti

Litla-Krossholt: er fyrir 5 manns
Stóra-Krossholt: er fyrir 7 manns
Ægisholt : sér hús með heitum potti, tekur 6-8manns Hnit: 65.521362, -23.400947 (65° 31.282'N, 23° 24.057'W)
ISN93: 296.611, 565.208

 Aðrar vörur: landnámshænu egg, lambakjöt og hangikjöt. 

Fjóshornið

Egilsstaðir I, 700 Egilsstaðir

Fjóshornið er staðsett á Egilsstaðabúinu, en þar hefur sama fjölskyldan stundað búskap í hartnær 130 ár. Í Fjóshorninu er búið til skyr, ostur og jógúrt allan ársins hring en kaffihús Fjóshornsins er þó aðeins opið á sumrin. Einnig er hægt að kaupa nautakjöt beint frá býli. Á kaffihúsinu er hægt að setjast niður í notalegu umhverfi, gæða sér á heimagerðum veitingum og drekka gott kaffi.

Því miður verður kaffihús Fjóshornsins ekki opið sumarið 2022 en áhugasamir um kaup á afurðum frá búinu eru hvattir til að hafa samband í skilaboðum á facebook, í tölvupósti eða í gegnum síma.

Grímsstaðir 2

Grímsstaðir 2, 320 Reykholt í Borgarfirði

Nýsmiði og viðgerðir á reiðtygjum, lambakjöt og egg.

Vinsamlegast hafið samband vegna frekari upplýsinga.

Miðhús

Miðhús, Kollafirði, 510 Hólmavík

Vörur í boði eru: Lambakjöt.

Vinsamlegast hafið samband vegna frekari upplýsinga.

Heimagisting Fossnesi

Fossnes, 801 Selfoss

Sauðfjárrækt,  skógrækt, gisting.  Kaldreykt og tví-reykt sauðakjöt og lambakjöt.
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Blöndubakki

Blöndubakki, 701 Egilsstaðir

Á Blöndubakka er til sölu frosið lambakjöt. Pantanir allt árið. Kjötið afgreitt í september til nóvember.

Vinsamlegast hafið samband vegna frekari upplýsinga.

Sælureiturinn Árblik

Miðskógur, 371 Búðardalur

Sælureiturinn er lítið kaffihús sem býður uppá súpu og brauð í hádeginu, kaffi og heimabakað bakkelsi yfir daginn. Við erum með vörur Beint frá býli og handverk úr héraði. Einnig er rekið tjaldsvæði. 

Rúnalist Stórhól - Handverk og húsdýr

Stórhóll, 560 Varmahlíð

Stórhóll er staðsettur í Skagafirði í Lýtingsstaðahreppi hinum forna, um 18 km í suður frá Varmahlíð við veg 752 Skagafjarðarveg.  

Stórhóll er 50ha að stærð, ein af nýbýlajörðum ríkisins sem búnar voru til um 1950. Frá 1995 leigðum við jörðina en 2008 var okkur heimilt að kaupa jörðina. Í upphafi voru ærnar 33 og hrossin innan við 10 og einn flækingsköttur. Í dag, 24 árum seinna er bústofninn 120 ær, gemlingar og hrútar 30 geitur og hafrar, rúmlega 30 hross, hænur , endur, hundar , kettir og kanínur.  

Árið 2011 festum við kaup á 3 gámum sem byggðir voru svo saman en þar er nú Rúnalist Gallerí, vinnustofa og lítil búð þar sem selt er handverk og afurðir búsins, kjöt og egg Beint frá Býli en við erum einnig félagar í þeim samtökum.

Við erum einnig í Opnum Landbúnaði og tökum á móti fólki til að skoða og fræðast um dýrin, gegn vægu gjaldi.

Vogafjós

Vogum , 660 Mývatn

Velkomin í Vogafjós

Árið 2005 voru reist gistihús til viðbótar við fjósið .Gistihúsin eru bjálkahús austan við fjósið á fallegum reit umkringdu hrauni og birkiskógi. Herbergin eru rúmgóð og hægt er að velja milli 2ja, 3ja og 4ja manna, allt með sérbaðherbergjum. Morgunverður er innifalinn. Herbergin eru fallega innréttuð og höfuðmarkmiðið er að gestum líði vel og geti slappað af
eftir langan dag.  

Vinsamlegast bókið beint hér eða í síma 464-3800 eða sendið fyrirspurn á netfangið vogafjos@vogafjos.is til að fá nánari upplýsingar. 

Morgunverður

Morgunverður er framreiddur í veitingasalnum, í um þriggja
mínútna göngufjarlægð frá gistihúsunum. Hægt er að fylgjast með morgunmjöltum
sem byrja klukkan 7.30 og jafnvel fá að smakka ylvolga og ferska mjólkina,
beint úr spenanum.  

Morgunverðartími er breytilegur milli árstíma.  

Veitingastaður

Inni í Vogafjósi rekum við glæsilegan veitingastað þar sem við leggjum áherslu á að bjóða veitingar beint frá býli.  

Einkunnarorð Vogafjóss eru: ,,Þú ert það sem þú borðar". Með það að leiðarljósi leggjum við metnað okkar í að hafa
einungis á boðstólum úrvals hráefni. Við notum mikið af okkar eigin afurðum svo sem hangikjöt, reyktan silung, heimagerða osta, heimabakað bakkelsi, hverabrauð og að sjálfsögðu kjöt frá okkar eigin búi.  

Þá er vert að geta þess að Vogafjós er aðili að Beint frá býli og matarklasanum Þingeyska matarbúrið. 

Opnunartími er breytilegur yfir árið, best er að hafa samband í síma 464-3800 eða á vogafjos@vogafjos.is fyrir upplýsingar varðandi það.  

Bakland að Lágafelli

Lágafell, 861 Hvolsvöllur

Íbúðir í friðsælu og fallegu umhverfi í hjarta Suðurlands. Við sérhæfum okkur í móttöku fatlaðs fólk og aðstandenda þeirra og vinnum stöðugt að betra a'gengi fyrir alla. Íbúðir Bakland að Lágafelli eru aðgengilegar fyrir hjólastóla. Íbúðirnar eru með fullbúnu eldhúsi, þvottaaðstöðu og ókeypis Wi-Fi aðgangi.

Vörur í boði eru: Alikálfakjöt, broddmjólk, folaldakjöt, og lambaskrokkar.

Brekkulækur

Brekkulækur, 531 Hvammstangi

Fjölbreytt ferðaþjónusta er rekin á sveitabænum Brekkulæk í Miðfirði. Í gegnum árin höfum við skipulagt hestaferðir yfir hálendi Íslands ásamt gönguferðum þar sem áhersla er lögð á náttúru Íslands og sveitina. 

Brekkulækur býður upp á gistingu, veitingar og afþreyingu. Fuglaskoðunarferðir í júní. Hestaferðir og gönguferðir í júní-ágúst. Náttúruskoðunarferðir með lítilsháttar klifri og hellaskoðun. Haustferðir þar sem m.a. er farið í réttir.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Endilega heimsækið okkur hér.

Miðsker

Miðsker 1, Nesjum í Hornafirði, 781 Höfn í Hornafirði

Boðið er upp á gistingu í tveimur húsum sem hvort um sig tekur 4 í gistingu. Annað húsið er með 1 tvíbreytt rúm og 1 koju en hitt er með 2 einbreiðrum og 1 koju. Báðir bústaðir eru tveggja herbergja.

Það er baðherbergi með sturtu og síðan alrými sem inniheldur litla setustofu og eldhús.  Í eldhúsinu er lítil eldavél, ískápur, kaffivlél, eggjasuðutæki, hrisgrjónapottur, örbylgjuofn og eðlilegur búnaður tilheyrandi því s.s pottar, pönnut og borðbúnaður. Veröndin er rúmgjóð og gott pláss til þess að sitja úti. Hægt er að grilla úti á veröndinni.  Útsýnið er mjög fallegt, jökla og fjallasýni. 

Frá okkur er aðeins 12 km til Hafnar þar sem er góð sundlaug, matvöruverslun, veitingastaðir og fleira.   Miðsker er bondabær rett fyrir utan Höfn. þar er kindur, hestar , karföflurækt , Hundar, kettir svo eitthvað sé upptalið. Hér eru tveir ábúendur. Frá Miðskeri er mjög gott útsýni til allra átta.

Móðir Jörð í Vallanesi

Vallanes, 701 Egilsstaðir

Hjá Móður Jörð í Vallanesi er boðið uppá gistingu í nýuppgerðum svítum með eldhúskrók og baðherbergi með sturtu. 

Á staðnum er rekið kaffihús (Asparhúsið) og verslun þar sem boðið er uppá staðbundinn morgunmat og máltíðir úr jurtaríkinu frá kl 10 - 17:00 mánudaga til laugardaga í júní, júlí og ágúst. Í maí og september er opið frá kl 11 - 16.
 

Hægt er að versla ferskt grænmeti sem er lífrænt ræktað á staðnum og forvitnilegar heilsu- og sælkeravörur Móður Jarðar.  Tekið er á móti hópum og sérpöntunum en senda má fyrirspurn á info@vallanes.is.

Gamli bærinn Brjánslæk

Brjánslækur, 451 Patreksfjörður

Gistingin er í þremur herbergjum með sameiginlegu baðhergergi (tvö salerni og ein sturta) í gömlu uppgerðu húsi sem var byggt 1912 sem prestsetur.
Í sama húsi er kaffihús opið 12:30 -17:00 yfir sumartímann og á neðri hæðinni má einnig finna upplýsingasýningu á vegum Umhverfisstofnunar um Surtarbrandsgil, en þar finnast margra milljón ára gamlir plöntusteingervingar.
Einnig er þar fróðleikur um Hrafna Flóka, sem hafði vetursetu á Barðaströnd, mannvistaleifar frá þeim tíma finnast rétt hjá Brjánslæk, rétt hjá höfninni. En þekktastur er hann fyrir að ganga á Lómfell, sjá fjörð fullan af ís og nefna landið Ísland.

Í tengslum við opnunartíma sýningar er boðið upp á göngur í fylgd landvarðar í gilið eftir því sem hér segir:
Þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 13:00.

Athugið að uppganga í gilið er óheimil nema í fylgd landvarðar. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 822-4080 eða 831-9675.

Efsti-Dalur II

Efsti-Dalur II, 806 Selfoss

Vorið 2013 opnaði ferðamannafjósið í Efstadal veitingastað og ísbúð, þar sem fyrir var gistiheimili og mjólkurbú. Þar geta gestirnir fylgst með sveitastörfum, séð kýr og kálfa í sínu daglega umhverfi og fylgst með þegar verið er að framleiða hinar ýmsu mjólkurafurðir, svo sem ís, skyr, fetaost.

Hægt er að setjast niður á kaffihúsinu Íshlöðunni og gæða sér á nýbakaðri vöfflu og heimagerðum ís, kaffi og köku, eða fengið sér máltíð á veitingastaðnum Hlöðuloftinu á annarri hæð hússins þar sem þemað er „Beint frá býli“ og notast er við afurðir frá bænum og úr nágrenninu. Verið velkomin að koma og fylgjast með fjölskyldunni að störfum!

Opnunartíma má sjá á facebook síðu Efstadals

Hestaleigan opin maí – september.  

 

 

Ytri-Fagridalur

Ytri-Fagridalur, 371 Búðardalur

Lífrænt vottað lambakjöt.
Lífrænt vottaðar jurtir og söl.

Vinsamlegast hafið samband vegna frekari upplýsinga.

Hótel Fljótshlíð

Smáratún, 861 Hvolsvöllur

Smáratún er bóndabýli staðsett við miðri Fljótshlíðinni við veg nr. 261, í 10 mínútna akstursfjarlægð frá Hvolsvelli.

Þriðja kynslóð sömu fjölskyldu býr núna að Smáratúni en ferðaþjónusta hófst þar í smáum stíl árið 1986. Við höfum unnið í samræmi við sjálfbærnisstefnu sem við settum okkur árið 2007 og við hlutum Svansvottun árið 2014.

Við bjóðum uppá gistingu í hótelherbergju, smáhýsum og stærri sumarhúsum. Við erum líka með tjaldsvæði og eldunaraðstöðu fyrir gesti allan ársins hring. Veitingastaðurinn okkar er opinn öllum, bæði fyrir morgunverð og kvöldverð. Við erum stoltir stofnfélagar Beint frá býli og bjóðum uppá matvæli frá býlinu í veitingastað okkar. 


Húsavík

Húsavík, 510 Hólmavík

Í Húsavík hefur verið stunduð sauðfjárrækt í áratugi. Þar er kjötvinnsla, með starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða. Þar er unnið úr framleiðslu búsins, bæði lambakjöti og ærkjöti. Kjötið er sagað og vacumpakkað eftir óskum kaupenda. Þá framleiðum við Lostalengjur, sem eru kindavöðvar sem eru léttreyktir og marineraðir í aðalbláberjakryddlegi. Við reykjum líka og seljum hangikjöt. Hjá Húsavík er fuglaskoðunarhús og Matthías er svæðisleiðsögumaður á Ströndum.

Lambakjöt og Lostalengjur frá Húsavík eru á matseðli í Heydal (http://heydalur.is),Café Riis(http://www.caferiis.is ), Kaffi Galdri (http://www.galdrasyning.is). Skammt frá Húsavík er Sauðfjársetrið í Sævangi (http://www.strandir.is/saudfjarsetur/).

Sauðagull

Egilsstöðum, 701 Egilsstaðir

Syðri-Hagi

Syðri-Hagi, Árskógsströnd, 621 Dalvík

Tveir heilsársbústaðir Götusel og Sólsetur eru til leigu að Syðri-Haga í Dalvíkurbyggð. 

Götusel er 37 fm. ásamt stórri verönd. Í bústaðnum er svefnaðstaða fyrir 4 í tveimur svefnherbergjum, auk þess er svefnsófi fyrir 2 í stofu og dýnur á svefnlofti. Eldhúsið er fullbúið. Borðbúnaður er fyrir 8 manns. Sjónvarp er í bústaðnum og frítt þráðlaust net. Heitur pottur og gasgrill er á verönd. 

Húsið er til leigu frá mars og fram í nóv, en lokað yfir vetrarmánuðina.  

Sólsetur er 25 fm, byggt 2016 - 2017. Í bústaðnum er eitt svefnherbergi með svefnaðstöðu fyrir tvo. (2 rúm *90 cm, hægt er að setja rúmin saman), auk þess er svefnsófi fyrir tvo í stofu. Eldhúsið er fullbúið. Borðbúnaður er fyrir fjóra. Sjónvarp er í bústaðnum og frítt þráðlaust net. Heitur pottur og gasgrill er á verönd. 

Húsið er til leigu allt árið. 

Húsdýr eru ekki leyfð. 

Gestgjafar eru:  Gitta Ármannsdóttir og Hafliði Sigurðsson, Linda Andersson og Jónas Leifsson.

Ferðaþjónustan Brúnastöðum

Brúnastaðir, Fljót, 570 Fljót

Á Brúnastöðum er rekin ferðaþjónusta allt árið um kring. Boðið er upp á gistingu í tveimur stórum húsum sem leigjast út í heilu lagi og geta hýst að minnsta kosti tíu manns hvort.  Bæði húsin eru með heitum pottum. Tilvalið fyrir litla hópa eða stórfjölskyldur.

Með húsunum fylgir aðgangur að húsdýragarðinum á Brúnastöðum og að tveimur „sit on top“ kajökum sem hægt er að nota á Miklavatni, en vatnið er stutt frá húsunum. Fljótin eru mikil náttúruparadís. Ótal gönguleiðir eru í fjallgörðum Tröllaskagans. Hægt er að kaupa ódýr veiðileifi í Miklavatn hjá húsráðendum. Stutt er í sundlaugar, á Sólgörðum, Hofsósi, Siglufirði og Ólafsfirði, á þessum stöðum eru einnig forvitnileg söfn og góðir veitingarstaðir. Mikið og fjölbreytt fuglalíf er á svæðinu, einnig eru Fljótin þekkt fyrir mikla berjasprettu.

Húsdýragarðurinn
Á Brúnastöðum er lítill húsdýragarður opinn yfir sumartímann. Þar má finna öll helstu íslensku húsdýrin, s.s. geitur, heimalinga, grísi, kanínur, kalkúna, endur, margar tegundir af hænum og yrðlinga.

Garðurinn er opinn frá 25. júní til 1. sept, frá 11:00 til 18:00. 

Þið finnið okkur á Facebook hér.

Ljómalind - sveitamarkaður

Brúartorg 4, 310 Borgarnes

Ljómalind sveitamarkaður er matar- og handverksmarkaður sem selur eingöngu vörur framleiddar á Vesturlandi. Ljómalind stundar sanngjörn viðskipti og skapar vettvang fyrir handverk og matvörur af Vesturlandi. Áhersla er á matvöru beint frá býli. Fjölmargir aðilar eru í umboðssölu hjá Ljómalind og framboð vara árstíðabundin.

Opið allt árið, alla daga frá 10:00-18:00.

Hella - Reykkofinn

Hella, 660 Mývatn

Við erum sauðfjárbændur á Hellu í Mývatnssveit. Við fullvinnum okkar afurðir og seljum beint frá býli. Við framleiðum líka reyktan silung, bæði veiddan úr Mývatni og regnbogasilung. 

Vörurnar okkar eru til sölu í "litlu sveitabúðinni" sem staðsett er hér heima á Hellu. Litla sveitabúiðn er alltaf opin þegar við erum heima. 

Við eigum heimasíðuna www.hangikjot.is og þar eru upplýsingar um vörurnar ásamt pöntunarformi ef óskað er eftir að fá sent heim.

Gistihúsið Seljavellir

Seljavellir, 781 Höfn í Hornafirði

Þetta gistihús, staðsett aðeins í 1 km frá flugvellinum á Hornafirði, býður upp á herbergi með flatskjásjónvarpi og ókeypis þráðlausum Internetaðgangi. Þjóðvegur 1 er beint við hliðina á gistihúsinu.

Sætisaðstaða og skrifborð eru staðalbúnaður í öllum herbergjum Seljavellir Guesthouse. Þau eru einnig öll með sérbaðherbergi með sturtuaðgengi. Sum herbergin eru með fjallaútsýni en önnur með útsýni yfir jökulinn.

Gestir geta tekið því rólega á veröndinni eða á barnum á gistihúsinu Seljavellir Guesthouse. Hægt er að leigja bílaleigubíla á staðnum.

Miðbær Hafnar er í 8 mínútna akstursfjarlægð. Jökulsárlón er í 72 km fjarlægð frá gistihúsinu.

Á gistiheimilinu Guesthouse Seljavellir er garður, aðgengi að verönd og bar. 

Bjarteyjarsandur

Bjarteyjarsandur, 301 Akranes

Bjarteyjarsandur í Hvalfirði er heimili þriggja fjölskyldna og þar er stunduð fjölbreytt atvinnustarfsemi sem tengist búskap, ferðaþjónustu, fræðslustarfsemi, matvælaframleiðslu, verktakastarfsemi og fleiru. Bærinn stendur á fallegum stað innarlega í Hvalfirði og þar hefur sama ættin búið allt frá árinu 1887. 

Gönguferðir, fræðsla og leiðsögn - boðið er upp á leiðsögn og fræðslu í Hvalfirði og nágrenni. Göngu- og rútuleiðsögn um Hvalfjörð, Akranes, Þingvöll og Borgarfjörð. Vinsælar gönguleiðir í nágrenninu eru Leggjabrjótur, Síldarmannagötur, Glymur og fjörusvæðin. 

Á Bjarteyjarsandi er í boði gisting í notalegum sumarbústöðum og á skjólgóðu fjölskyldutjaldsvæði. Sumar - Í Fornastekk á Bjarteyjarsandi eru leigðir út vel útbúnir sumarbústaðir fyrir 5-7 manns. Bústaðirnir standa í fjallshlíð mót suðri og er útsýnið afar fagurt. Heitur pottur fylgir hverjum bústað. Helgar- og vikulega möguleg. Tjaldsvæðið er á sléttri flöt neðan við gamla bæinn á Bjarteyjarsandi. Skjólbelti veitir ágætt skjól á hluta svæðisins. Salerni og ein sturta eru í þjónustuhúsi rétt ofan við tjaldflötina. Eldunaraðstaða eftir samkomulagi.

Eingöngu opið fyrir hópa sem bóka fyrirfram.

Opið allt árið.