Fara í efni

Setur og menningarhús

60 niðurstöður

Gallerí Úthverfa / Outvert Art Space

Aðalstræti 22 , 400 Ísafjörður

 Gallerí Úthverfa / Outvert Art Space er vettvangur fyrir samtímalist og tilraunakennd verkefni sem unnin eru þvert á listgreinar. Starfsemi gallerísins var gangsett árið 2013 í húsnæði gamla Slunkaríkis af Elísabetu Gunnarsdóttur og Gunnari Jónssyni myndlistarmanni.

Starfsemi gallerísins fer fram í náinni samvinnu við alþjóðlegar gestavinnustofur ArtsIceland. ArtsIceland og Úthverfa / Outvert Art Space leggja áherslu á að greiða götu listafólks og sýniningarstjóra og gera þeim
kleift að framkvæma verkefni sem geta skipt máli og haft afgerandi menningarleg áhrif.
 

Opnunartímar: Fimmtudaga – laugardaga 16:00 - 18:00 og eftir samkomulagi.  

Starfsemi Gallerís Úthverfu/Outvert Art Space nýtur styrkja úr Uppbyggingarsjóði Vestfjarða og frá Ísafjarðarbæ.  

Kómedíuleikhúsið

Haukadalur, Dýrafirði, 471 Þingeyri

 Kómedíuleikhúsið er eina atvinnuleikhús Vestfjarða með bækistöðvar í Dýrafirði. Leikhúsið er með eigið leikhús í Haukadal í Dýrafirði sem ku vera minnsta atvinnuleikhús á Íslandi. 

Á heimasíðu okkar www.komedia.is og facebook síðu Kómedíuleikhússins eru ávallt nýjustu fréttir af hvaða leiksýningar eru á fjölunum hverju sinni í minnsta atvinnuleikhúsi á Íslandi. 

Allir nánari upplýsingar og miðasala er í síma 891 7025. Einnig er hægt að kaupa miða á allar sýningar okkar í Haukadal á tix.is   

Skrímslasetrið

Strandgata 7, 465 Bíldudalur

Skrímslasögur hafa fylgt íslensku þjóðinni í gegnum aldirnar og til er fjöldi skráðra heimilda um skrímsli víðsvegar um landið. Þeim hefur nú verið fundinn verður samastaður í Skrímslasetrinu á Bíldudal við Arnarfjörð sem er sagður einn mesti skrímslastaður landsins. 

Eiríksstaðir

Haukadalur, 371 Búðardalur

Kíkið til okkar á 10. öldina. Setjumst við eldinn og spjöllum við sagnafólk, sem segir okkur fornar sagnir af búskap og fólki á Eiríksstöðum til forna. Það er hægt að fá að handleika verkfæri, vopn og gripi sem eru eftirgerðir af gripum landnámsaldar. 

Sagnafólkið okkar hefur djúpa þekkingu á sögu bæjarins, ábúendum og á landsnámsöldinni. Leiðsagnir eru í boði allan daginn.

Opið frá klukkan 10:00 til 17:00 alla daga frá 1. maí til 15. október.
    


Listasafn Árnesinga

Austurmörk 21, 810 Hveragerði

Gæðastundir á gefandi stað! Litríkt merkið endurspeglar fjölbreytta starfsemi safnsins.
Í fjórum rúmgóðum sýningarsölum er settar upp vandaðar sýningar, innlendar og erlendar, sem endurspegla menningararfleifð okkar og mótun hennar í dag. Hverri sýningu er fylgt úr hlaði með sýningarskrá, upplýsingum og fræðslu- og afþreyingardagskrá.

Í safninu má einnig finna notalegt kaffihús og safnbúð með vörum úr heimabyggð og skemmtilegt afþreyingarefni tengt sýningum safnsins hverju sinni. Það er frítt inn og næg bílastæði.

Safnið er í eigu sveitarfélaganna átta í Árnessýslu og er viðurkennt af Safnaráði Íslands.

Listasafn Árnesinga á Facebook

Opnunartími:
maí - ágúst – alla daga: 12:00-17:00
september - apríl – alla daga nema mánudaga 12:00-17:00

Þingvellir

Þingvellir, 806 Selfoss

Á tjaldsvæði má finna, salerni, sturtur, þvottaaðstöðu, útivaska og kolagrill. Í þjónustumiðstöðinni er kaffi- og veitingaaðstaða. Þar er einnig seld tjald- og veiðileyfi.

Sumaropnunartími (júní-ágúst):
09:00 - 20:00

Vetraropnunartími (september - maí):
Upplýsingahlið gestastofu: 09:00-16:00
Verslun og þjónustumiðstöð á Leirum: 09:00-18:00

Fræðasetur um forystufé

Svalbarð, 681 Þórshöfn

Fræðasetur um forystufé á Svalbarði í Þistilfirði er einstakt setur á heimsvísu. Hvergi í heiminum er til forystufé annars staðar en á Íslandi. Þarna er safn upplýsinga um forystufé, safn sagna, mynda og annars þess sem gerir forystufé sérstakt en það er viðurkennt sem sérstakur fjárstofn.

Auk upplýsinga er lítil sölubúð á staðnum sem selur vörur unnar úr ull, hornum, beinum og öðrum afurðum forystufjár. Ullin af forystufé er mýkri en ull af öðru íslendku fé. Fræðasetur um forystufé hefur fengið viðurkenningu frá ICELANDIC LAMB fyrir metnaðarfulla og nýstárlega nýtingu ullar af forystufé.

,,Ef þú klæðist fatnaði sem unninn er úr ull af forystufé ratar þú alltaf heim”.

Á staðnum er rekið lítið kaffihús þar sem boðið er upp á sérblandaða kaffiblöndu ,,Ærblöndu” auk annars góðgætis.

Ein listsýning er í Fræðasetri um forystufé hvert sumar og er hún uppi allt sumarið. Þegar eru bókaðar sýningar 10 ár fram í tímann.

Einnig er rekið á staðnum lítið gistihús, ÞISTILL GISTIHÚS, þar sem er gisting fyrir 12 í rúmum. Mjög góð aðstaða er þar, vel búið eldhús og setustofa.

Opið frá 11-18, júní-ágúst. Þess utan eftir samkomulagi.

Vesturfarasetrið

Kvosin, 565 Hofsós

Vesturfarasetrið á Hofsósi var stofnað 1996 til heiðurs Íslendingum sem fluttust til Norður Ameríku á árabilinu 1850-1914. Markmið Setursins er að segja sögu fólksins sem fór og efla tengslin milli afkomenda þeirra og frændfólksins á Íslandi. Vesturfarasetrið býður upp á fjórar sýningar í þremur húsum auk ættfræðiþjónustu, bókasafn, og íbúðar fyrir fræðimenn.

 

Saltport

Keflavíkurgata 1, 360 Hellissandur

Saltport er listhús sem býður listamönnum aðstöðu til listsköpunar í skapandi umhverfi. Í húsinu er frábær vinnuaðstaða fyrir einn eða fleiri listamenn og í porti við húsið er einstakt sýningarsvæði fyrir útilist. Í Saltporti verða fjölbreyttar listsýningar bæði inni og úti og góð aðstaða til námskeiðahalds. Húsið er staðsett á sjávarbakka með órofna tengingu við hafið sem hefur sterk og mótandi áhrif á alla listsköpun í húsinu. 

Ferðaþjónustan á Hólum

Hjaltadalur, 551 Sauðárkrókur

Á Hólum er boðið upp á gistingu í smáhýsum og íbúðum og er eldunaraðstaða og borðbúnaður í þeim öllum. Veitingastaðurinn Kaffi Hólar er í háskólabyggingunni og er opinn allt árið.

Hólar í Hjaltadal eru einn merkasti sögu- og menningarstaður landsins. Margt er að skoða á Hólum svo sem Háskólann, Hóladómkirkju, Auðunarstofu, Nýjabæ og Sögusetur íslenska hestsins.

Gott útivistarsvæði með merktum gönguleiðum við allra hæfi er á Hólum einnig eru í boði lengri og meira krefjandi leiðir.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.  Hundar eru leyfðir á tjaldsvæðinu.

Snorrastofa Reykholti

Reykholt, 320 Reykholt í Borgarfirði

Reykholt í Borgarfirði er einn sögufrægasti staður landsins. Þar er eitt elsta mannvirki á Íslandi, Snorralaug.

Snorrastofa var reist til minningar um Snorra Sturluson og einstæð verk hans. Stofnunin vinnur að rannsóknum í miðaldafræðum og sögu Borgarfjarðar og miðlar þekkingu með sýningum, ýmsum viðburðum, ráðstefnuhaldi og bókaútgáfu. Einnig er þar safnabúð með íslensku handverki, listmunum og bókum um sagnfræði og bókmenntir.

Gamla kirkjan í Reykholti var reist 1885-86 og var í notkun sem sóknarkirkja til 1996. Hún tilheyrir nú húsasafni Þjóðminjasafns Íslands sem annast viðgerð hennar. Snorrastofa sér um gömlu kirkjuna á vegum Þjóðminjasafns, en hún er opin gestum staðarins.

Nýja kirkjan í Reykholti var vigð 28. júli 1996. Hún er rómuð fyrir góðan hljómburð og eru þar haldnir tónleikar allt árið. Hápunktur tónleikahalds er Reykholtshátið, sem haldin er í lok júli ár hvert.

Í Snorrastofu er gestahúsnæði fyrir gesti Snorrastofu og Reykholtskirkju og aðstaða fyrir ráðstefnur og mannamót. Snorrastofa er einnig svæðismiðstöð fyrir upplysingar um næsta nágrenni.
Opið: Virkir dagar: Laugardagar: Sunnudagar:
1. maí - 31. ágúst: 10:00-17:00 10:00-17:00 10:00-17:00
1. september - 30. apríl: 10:00-17:00 Lokað Lokað
Opið eftir samkomulagi um helgar yfir veturinn.

Rokksafn Íslands

Hjallavegur 2, 260 Reykjanesbær

ROKKSAFN ÍSLANDS - ÓKEYPIS AÐGANGUR

Rokksafn Íslands er safn um sögu popp- og rokktónlistar á Íslandi og er staðsett í Reykjanesbæ. Á safninu er að finna tímalínu um sögu íslenskrar tónlistar á Íslandi allt frá árinu 1830 til dagsins í dag.

Á safninu er að finna lítinn kvikmyndasal þar sem sýndar eru ýmsar heimildarmyndir um íslenska tónlist og hljóðbúr þar sem gestir geta leikið lausum hala og prófað rafmagnstrommusett, gítar, bassa og sungið í sérhönnuðum söngklefa. Þá geta gestir skoðað sögu tónlistarmanna á gagnvirkum plötuspilurum sem voru sérstaklega framleiddir fyrir Rokksafn Íslands.

Á meðal þeirra muna sem eru að finna á safninu er trommusett Gunnars Jökuls Hákonarsonar sem var m.a. notað á meistaraverkinu ...Lifun með Trúbrot, kjól sem Emilíana Torrini klæddist í myndbandinu Jungle Drum, tréskúlptúr af reggí-hljómsveitinni Hjálmum, lúðrasveitarjakka sem Stuðmenn klæddust í myndinni Með allt á hreinu, kjól af Elly Vilhjálms, föt af Rúnari Júlíussyni, jakkaföt af Herberti Guðmundssyni, hljóðnema sem Megas söng í á tveimur plötum og þannig mætti lengi telja.

Vakinn

Skriðuklaustur, menningarsetur og sögustaður

Skriðuklaustur, 701 Egilsstaðir

Skriðuklaustur er merkur sögustaður í Fljótsdal, ekki síst þekktur fyrir stórhýsið sem rithöfundurinn Gunnar Gunnarsson (1889-1975) byggði þar árið 1939. Frá aldamótum hefur Gunnarshús verið opið sem menningar- og fræðasetur með fjölbreyttum viðburðum og sýningum. Þar hægt að skoða safn um skáldið og njóta persónulegrar leiðsagnar um ævi Gunnars og húsið sjálft sem var gefið íslensku þjóðinni árið 1948. Húsið er friðað en það er teiknað af þýska arkitektinum Fritz Höger.

Skriðuklaustur er einnig þekkt fyrir klausturminjar en á 16. öld stóð þar munkaklaustur af Ágústínusarreglu. Rústir þess voru grafnar upp á árunum 2000-2012. MInjasvæðið er aðgengilegt allt árið, rétt neðan við Gunnarshús. Hægt er að fá leiðsögn um minjasvæðið en sýning um sögu klaustursins er í húsi skáldsins. Þar er einnig veitingastaðurinn Klausturkaffi. 

Opnunartími

Apríl og maí, kl 11-17
Júní - ágúst, kl. 10-17
September - 13. október, kl. 11-17  

 

Ullarselið á Hvanneyri

Hvanneyri, 311 Borgarnes

Ullarselið á Hvanneyri er verslun með vandað handverk, ullarvörur úr íslenskri ull og gæðahandverk úr íslensku hráefni. Vörurnar sem í boði eru í Ullarselinu eru handspunnið band, peysur úr handspunnu bandi sem og flíkur úr lopa, léttlopa og ber þar hæst hinar sérhönnuðu Borgarfjarðarpeysur. Jurtalitað band, kanínufiðuband og fiðuvörur, skartgripir úr hrosshári, steinum og hornum, þæfðir hattar, inniskór og vettlingar. Ullarselið selur líka plötulopa, léttlopa og eingirni frá Ístex, prjóna og uppskriftir. Ullarselinu á Hvanneyri var komið á fót haustið 1992, sem þróunarverkefni, að tilstuðlan Bændaskólans á Hvanneyri, Búnaðarsamtaka Vesturlands og Kvenfélagasambandanna á Vesturlandi. Ullarselið er í senn verslun og vinnustofa áhugafólks af Vesturlandi um ullariðn, þar sem gömul vinnubrögð við ullarvinnslu eru notuð. Meðal annars er kembt, spunnið, prjónað, þæft og ofið.

Sjón er sögu ríkari.

Sumaropnun : Opið alla daga: 15. maí - 15. september kl. 11:00-17:00

Vetraropnun: Opið á fimmtud, föstud og laugard. kl.13:00 - 17:00.

Byggðasafnið á Garðskaga

Skagabraut 100, 250 Suðurnesjabær

Byggðasafnið á Garðskaga er staðsett í miðri náttúruparadís þar sem fjölbreytt fuglalíf, náttúrufergurð og dýrarlíf skarta sínu fegursta.

Safnið var fyrst opnað 1995 og hefur verið starfrækt síðan. Safnið er alhliða byggða og sjóminjasafn og er sérstaða safnsins einstakt vélasafn þess. 60 vélar eru á safninu sem eru allar uppgerðar af Guðna Ingimundarsyni í Garði, flestar eru þær gangfærar. Safnið hefur til sýnis ýmsa muni sem tengdust búskaparháttum til sjós og lands, elstu munir eru orðnir yfir eitthundrað ára gamlir. Fallegt safn af gömlum útvörpum og ýmsum tækjum og tólum sem notuð voru á heimilum á fyrri árum, skólastofa, skóvinnustofa og verslun Þorláks Benediktssonar svo fátt eitt sé nefnt. Stór hluti af safninu eru sjóminjar, ýmsir hlutir sem notaðir voru við fiskveiðar og til verkunar fisks á landi. Á safninu er sexæringur, níu metra langur bátur með Engeyjarlagi smíðaður 1887.

Opnunartími: Safnið er opið kl. 10-17,  frá 1. maí - 30. sept. 

Frá október til apríl er byggðasafnið opið fyrir hópa sem panta heimsóknir í síma 862 1909,  byggdasafn@sudurnesjabaer.is eða með skilaboðum á Facebook Byggðasafnið á Garðskaga. 

Cafe Dunhagi

Sveinseyri, 460 Tálknafjörður

Dunhagi er sögufrægt félagsheimili þar sem veitingarhúsið Cafe Dunhagi er rekið frá vori til hausts. Veitingarhúsið er landsfrægt fyrir að hrista saman heimsins kryddum til að gera máltíðina eftirminnilega.
Á efri hæð hússins er Menningarhátíð Dunhaga þar sem landsfrægir listamenn, rithöfundar, ljóðaskáld og tónlistarmenn stíga á stokk allar helgar sumarsins. Í húsinu er víðamikið ljósmyndasafn þar sem saga Tálknfirðinga er rakin í máli og myndum. 

Ljóðasetur Íslands

Túngata 5, 580 Siglufjörður

Opið á sumrin, 14-18 alla daga. Aðgangur ókeypis.

Menningarmiðstöð Hornafjarðar

Litlabrú 2, Nýheimar, 780 Höfn í Hornafirði

Menningarmiðstöð Hornafjarðar og starfssvæði hennar er Sveitarfélagið Hornafjörður. Stofnunin varð til árið 1990 með sameiningu nokkurra safna. Heiti stofnunarinnar var upphaflega Sýslusafn Austur-Skaftafellssýslu en breyttist árið 2001 í Menningarmiðstöð Hornafjarðar. Árið 2020 voru atvinnu- og ferðamál sameinuð Menningarmiðstöð Hornafjarðar og því er Menningarmiðstöðin orðin miðstöð menningar- atvinnu-, og ferðamála í sveitarfélaginu.

Innan Menningarmiðstöðvarinnar eru starfrækt sex söfn ásamt atvinnu-, ferða- og rannsóknarsviði sem starfar þvert á einingarnar. Söfnin eru byggða-, sjóminja-, náttúrugripa-, lista-, bóka-, héraðsskjala-, náttúrugripa- og sjóminjasafn.

Sýningar á vegum safnanna eru mikilvægur þáttur í safnastarfinu, og hér leggjum við áherslu á sérstöðu Hornafjarðar og því samfélagi sem er og var. Í dag er opnar sýningar í bókasafninu, Verbúðinni í Miklagarði og Svavarssafni og er aðgangur að sýningum Menningarmiðstöðvarinnar frír.

Menningarmiðstöðin leggur mesta áherslu á miðlun og fræðslu menningararfs Hornafjarðar á sýningum sínum, skrásetningu hans og varðveislu til framtíðar. Nýsköpun og þróun til framtíðar á atvinnustarfsemi og ferðamannaiðnaðinum. Einnig er æ ríkari áhersla lögð á rannsóknarstarf og ekki síst miðlun þess starfs til almennings sem og þátttöku barna og unglinga á þeim vettvangi.

Menningarmiðstöð Hornafjarðar stendur einnig fyrir barnastarfi á sumrin, þar sem boðið er upp á styttri ferðir um svæðið þar sem krakkar fá tækifæri til þess að kynnast nærumhverfi sínu á nýjan hátt. Einnig hefur verið lestrarátak á bókasafninu sem kallast sumarlestur þar sem krakkar eru hvattir til þess að lesa yfir sumarmánuðina, svo eru veitt hvatningarverðlaun að hausti. Einnig er á bókasafninu barnahorn og unglingahorn, og hvetjum við foreldra eindregið til þess að koma með börnunum á bókasafnið. Við tökum reglulega á móti skólahópum og kynnum þeim fyrir list og sögum og stuðlum að og erum þátttakendur í ýmsum viðburðum í sveitarfélaginu.

Samfélagsmiðlar Menningarmiðstöðvarinnar á facebook eru:

Menningarmiðstöð Hornafjarðar
Svavarssafn 

Opnunartímar eru:
Vetraropnun
1. okt-31. maí
Virka daga 9:00-17:00

Sumaropnun
1. júní-31. sept
Virka daga 9:00-17:00
Helgar 13:00-17:00

Norræna húsið

Sturlugata 5, 101 Reykjavík


Norræna húsið
Open daily: 10:00 – 17:00 

Móttaka
Open daily: 10:00 – 17:00 

Bókasafn
Open daily: 10:00 – 17:00
Sími: 551 7090 

AALTO Bistro
Sun - þri: 11:30 - 17:00
Mið - lau: 11:30 - 21:30
Sími: 551 0200

Frystiklefinn Hostel og menningarsetur

Hafnargata 16, Rifi, 360 Hellissandur

Frystiklefinn er marg-verðlaunað menningarsetur og hostel, staðsett í uppgerðu frystihúsi í Rifi, litlu þorpi á norðanverðu Snæfellsnesi. 

Íslensk list, menning og gestrisni einkenna Frystiklefann og fara gestir, sem leita eftir einstakri íslenskri upplifun þaðan með ógleymanlegar minningar í farteskinu. 

Hjá Frystiklefanum er boðið upp á sérherbergi, dorm, tjaldsvæði og fimm íbúðir.

Hótel Leirubakki

Landsveit, 851 Hella

Hótel Leirubakki leggur áherslu á góða og persónulega þjónustu og kappkostar að mæta kröfum hvers og eins.
Mjög falleg og hlýleg setustofa er í hótelinu og heitir pottar við húsvegginn, auk þess sem saunabað og stærri laug, Víkingalaugin, standa gestum til boða.
Veitingahúsið í sal Heklusetursins er í hæsta gæðaflokki og þar fer saman glæsilegur salur og frábært útsýni þar sem Hekla og Búrfell blasa við augum.

Mjög góð aðstaða er til funda- og ráðstefnuhalds og einnig hefur starfsfólk okkar mikla reynslu í að skipuleggja brúðkaupsveislur, óvissuferðir, hvataferðir, ættarmót og hvers kyns samkomur.
Leirubakki er í aðeins 100 km fjarlægð frá Reykjavík á góðum, malbikuðum vegi alla leið. Staðurinn er miðsvæðis á Suðurlandi og flestir sögustaðir og náttúruperlur  þessa landshluta eru í innan við klukkustundar akstursfjarlægð frá Leirubakka.

Hótel Leirubakki og Heklusetrið bjóða gesti velkomna allt árið.  Staðurinn er þekktur fyrir mikla náttúrufegurð og gott veður. Glæsilegt útsýni er til allra átta og fátt er betra en að njóta slökunar í heitum laugum staðarins hvort heldur er í miðnætursól á sumrin eða við skin norðurljósa og stjarna að vetrinum.

Tjaldsvæði eru opin frá maí og út september.

Æðarsetur Íslands

Frúarstígur 6, 340 Stykkishólmur

Æðarsetur Íslands er upplýsinga og fræðslusetur um æðarfuglinn, æðardúninn og æðarræktina, hið fullkomna og fallega samspil manns og náttúru. Æðarsetrið er staðsett í gamla miðbænum í Stykkishólmi við Breiðafjörð. Í firðinum eru fjölmörg æðarvörp og ætla má að hvergi í heiminum verpi jafn mikill fjöldi æðarfugla og í Breiðarfirði. Í setrinu fást vörur úr æðardúni og vörur tengdar æðarfuglinum. Heitt kaffi á könnunni og með því. 

Opnunartími:
Sumar: daglega kl. 13:00-17:00
Vetur: opið fyrir hópa samkvæmt samkomulagi. Vinsamlegast bókið fyrirfram.

KVIKAN - Auðlinda- og menningarhús

Hafnargata 12a, 240 Grindavík

Á efri hæð hússins er sýningin „Saltfiskur í sögu þjóðar“. Sýningin ætti að geta að vera forvitnileg fyrir erlenda ferðamenn, fróðleg fyrir skólafólk, sem getur hér kynnt sé mikilvægasta atvinnuveginn, og ánægjuleg fyrir hinn almenna Íslending sem fer í helgarbíltúr með fjölskylduna. 

Þegar leið á 18. öldina, og þilskip tóku að leysa áraskipin af hólmi, varð saltfiskur aðalútflutningsvara Íslendinga. Fram að því höfðu vaðmál og skreið verið undirstaða utanríkisverslunar. Með tilkomu togaranna varð saltfiskverkun í raun að stóriðju og saltfiskur hefur æ síðan skipt verulegu máli fyrir afkomu þjóðarbúsins. Grindvíkingar hafa löngu verið drjúgir við að saltfiskinn og sýningum sögu verkunar og sölu á saltfiski og þýðingu hans fyrir þjóðarbúið í gegn um tíðina á því vel heima í þessu ágæta sjávarplássi við suðurströndina.

Sýningar textar eru bæði á íslensku og ensku.

 

Opnunartími                  

15. maí – 31. ágúst        alla daga kl. 11-17

1. September - 14. maí  alla daga nema sunnudaga kl 11-17

Aðgangur er ókeypis

Einnig hægt að taka á móti hópum utan afgreiðslutíma eftir samkomulagi.

Draugasetrið

Hafnargata 9, 825 Stokkseyri

Draugasetrið er staðsett á þriðju hæð Menningarverstöðvarinnar á Stokkseyri. Gestir safnsins fá að kynnast nokkrum af frægustu draugum íslandssögunnar og upplifa sögurnar um þá í 1000fm völundarhúsi. Hver gestur fær lítinn iPod sem inniheldur 24 rammíslenskar draugasögur og inní safninu sjálfu eru 24 herbergi. Á draugabarnum situr Brennivínsdraugurinn uppi í einu horninu og fylgist með gestum og gangandi. Þorir þú?

 

Upplýsingar um opnunartíma á vefsíðu Draugasetursins.

Fischersetur Selfossi

Austurvegur 21, 800 Selfoss

Í Fischersetrinu er verið að segja sögu skákmeistarans Róbert James Fischer. Auk þess er þarna félagsleg aðstaða fyrir Skákfélag Selfoss og nágrennis og aðra er vilja tefla og skákmót eru haldin. Ennfremur er þarna vísir að bókasafni um skákina, þar sem fólk getur sest niður og aflað sér frekari fróðleiks um skáklistina. Þá eru þarna fyrirlestra og kynningar á efni er tengjast skáklistinni.

Í setrinu er verið að sýna muni og myndir sem tengjast skákmeistaranum Bobby Fischer, eins og hann er jafnan nefndur. Aðallega eru þetta munir og myndir tengdir veru skákmeistarans hér á Íslandi og ber þar hæst skákeinvígi aldarinnar í Reykjavík 1972. Ennfremur eru munir og myndir frá síðustu æviárum hans hér á landi eða eftir að hann gerðist íslenskur ríkisborgari.

Hér er um að ræða skáksetur sem heldur uppi minningu skákeinvígis aldarinnar, þjónar ferðamönnum sem vilja fræðast meira um Fischer og eflir áhuga og iðkun skáklistarinnar.

Heimsmeistarinn hvílir svo í Laugardælakirkjugarði, sem er rétt austan við Selfoss.

Opið er frá 13:00-17:00 alla daga vikunnar, frá 1. júní - 22. ágúst, og á öðrum tímum opnað samkvæmt óskum.

Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla, Norska húsið

Hafnargata 5, 340 Stykkishólmur

Norska húsið er Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla og er fyrsta tvílyfta íbúðarhús á Íslandi. Það var byggt úr tilsniðnum viði frá Noregi árið 1832 og er því rúmlega 180 ára gamalt. Í safninu er fastasýning á heimili Árna Ó. Thorlacius (1802–1891) og Önnu Magdalenu Steenback (1807–1894) eins og talið er að það hafi verið á seinni hluta 19. aldar. Í risi er opin safngeymsla með munum frá öllu Snæfellsnesi. Á fyrstu hæð eru breytilegar sýningar í Mjólkurstofu og Eldhúsi sem tengjast listum, menningu og/eða sögu svæðisins og safnbúð í krambúðarstíl.


Opnunartími:

Frá 1. júní - 31. ágúst er opið alla daga frá kl. 11-17.

Í maí er opið alla daga frá kl. 13-16

Safnapassi stykkishólmsbæjar - Norska húsið og Vatnasafn

Fullorðnir kr. 2.080,-

Aðgangur í söfnin fæst í Norska húsinu.

Byggðasafnið í Görðum Akranesi

Garðaholt 3, 300 Akranes

Á Byggðasafninu í Görðum gefst kostur á að kynna sér sögu Akraness og nágrennis. Safnið var stofnað og opnað á árinu 1959 og er staðsett á hinu forna höfuðbóli að Görðum á Akranesi sem var kirkjustaður og presstsetur frá öndverðri kristni til loka 19. aldar.

Opnunartími:
Sumaropnun 15. maí - 14. september, alla daga frá 11:00-17:00

Vetraropnun 15. september - 14. maí, laugardaga frá 13:00-17:00, aðra daga eftir samkomulagi fyrir hópa.

Hægt er að leigja stúkuhúsið undir fundarhöld.

Vesturfaramiðstöð Austurlands

Hafnarbyggð 4, 690 Vopnafjörður

Vesturfaramiðstöð Austurlands er staðsett í menningarmiðstöðinni Kaupvangi.

Í garðinum framan við Kaupvang stendur minnisvarði um þá Vopnfirðinga sem fóru til Vesturheims. Línur úr ljóði Stephans G. Stephanssonar, Úr Íslendingadags ræðu, eru letraðar á steininn.

Vesturfarinn rekur Vesturfaramiðstöð Austurlands. Vesturfarinn er félag áhugasamra um að efla samband við afkomendur vesturfara sem fóru frá Austur- og Norðausturlandi, sérstaklega frá Vopnafirði og öðrum stöðum í Múlasýslum og Þistilfirði eftir Öskjugosið 1875.

Boðið er upp á ættfræðiþjónustu en þá er farið aftur í tímann í leit að ættingjum og tengingar við samtímann leitað. Einnig er boðið upp á aðstoð við að undirbúa heimsókn til Íslands þar sem fólk getur hitt sína ættingja hér og komist á sínar ættarslóðir.

Á hverju ári koma Vestur-Íslendingar frá Kanada og Bandaríkjunum - stundum jafnvel frá Brasilíu - til Vopnafjarðar og annarra staða á Austurlandi. Menn fá á tilfinninguna að þeir séu að snúa heim. Standandi á sínum upprunastað líta þeir á umhverfið, fjöll, ár og vötn, jafnvel með tárin í augunum. Fólk kemur ýmist eitt eða í litlum hópum; iðulega vel upplýst og oft með sögu fjölskyldunnar, ættartölurnar og fjölskyldumyndir í fórum sínum.

Opnunartímar:
Mánudaga og fimmtudaga: 10-16
Tökum annars glöð á móti gestum á öðrum tímum eftir samkomulagi.

Kötlusetur

Víkurbraut 28, 870 Vík

Í hjarta gamla Víkurþorps finnið þið Brydebúð, glæsilegt timburhús frá 1895. Þar er Kötlusetur til húsa, miðstöð menningar, fræða og ferðamála í Mýrdal. 

Kannið náttúru Kötlu UNESCO jarðvangs á Kötlusýningunni. Handleikið mismunandi bergtegundir, skoðið eldfjallaösku allt aftur til ársins 1860 og sjáið stuttmynd um sögur af Kötlugosum í gegn um aldirnar. 

Uppgvötvið sögu strandaðra skipa á svörtum söndum Suðurlands og kynnist happaskipinu Skaftfellingi á Sjóminjasafninu Hafnleysu. Setjið ykkur í spor sjómanna í baráttu sinni við hina hafnlausu strönd. 

Í upplýsingamiðstöðinni lærið þið hvernig er best að upplifa Mýrdalinn. Verslið vöru úr heimabyggð og kannið Vík með því að keppa í Fjársjóðleik Kötluseturs eða ganga hinn glænýja Menningarhring. Kort af svæðinu með öllum sínum spennandi útivistartækifærum fást hér!   

Hellarnir við Hellu

Ægissíða 4, 851 Hella

Upplifið einstakan ævintýraheim í hellaferð um Hellana við Hellu og heyrið söguna sem ekki hefur mátt segja um landnámið fyrir landnám.​

Fræðandi og heillandi afþreying sem hentar öllum aldri og í hvaða veðrum sem er. Hellarnir við Hellu eru staðsettir við þjóðveg 1 í aðeins um klukkutíma akstursfjarlægð frá Reykjavík.

Tólf fornir manngerðir hellar hafa fundist í landi Ægissíðu við Hellu og fjórir þeirra hafa nú verið opnaðir. Hellarnir eru friðlýstir og þeir sýndir með leiðsögn. Fjölskyldan á Ægissíðu vinnur að því að byggja upp og varðveita umhverfi og sögu hellanna í samvinnu við nærsamfélagið og Minjastofnun Íslands.

Í hellunum má t.d. finna stórmerka krossa, gamlar veggjaristur, myndir, syllur og innhöggvin sæti. Leyndardómur umlykur hellana og öldum saman hefur fólk velt fyrir sér hvort hellarnir séu gerðir af pöpum og hve gamlir þeir séu. 

Menningarhúsið Tjarnarborg

Aðalgata 13, 625 Ólafsfjörður


Menningarhúsið Tjarnarborg. Fjölbreytt menningarstarfsemi fer fram í Tjarnarborg allt árið um kring. Hægt er að fá húsið leigt undir hina ýmsu mannfagnaði.

Safnahúsið Ísafirði

Eyrartún, 400 Ísafjörður

Ísfirskt menningarhús sem hýsir bókasafn, listasafn, ljósmyndasafn og skjalasafn.

Safnahúsið er opið allt árið sem hér segir:
- virka daga kl. 12:00 - 18:00
- laugardaga kl. 13:00 - 16:00

Bókasafnið Ísafirði s. 450-8220 bokasafn@isafjordur.is
Skjalasafnið Ísafirði s. 450-8226 skjalasafn@isafjordur.is
Listasafn Ísafjarðar s. 450-8225 listasafn@isafjordur.is
Ljósmyndasafnið Ísafirði s. 450-8228 myndasafn@isafjordur.is   

Menningarstofa Fjarðabyggðar

Dalbraut 2, 730 Reyðarfjörður

Menningarstofa Fjarðabyggðar starfar í Fjarðabyggð og undir henni Tónlistarmiðstöð Austurlands, en hún er miðstöð tónlistar á Austurlandi og er leiðandi í fræðslu og framþróun listgreinarinnar í landshlutanum.

Menningarstofa Fjarðabyggðar var sett á laggirnar árið 2017 og hlutverk hennar er að styðja við og efla menningarstarf í Fjarðabyggð á breiðum grundvelli. Öflugt og fjölbreytt menningarlíf er grundvallarþáttur í að gera Fjarðabyggð að góðum stað til að búa á, og þar leikur Menningarstofa lykilhlutverk.

Menningarstofa er vöktunaraðili menningarumhverfis í Fjarðabyggð sem felst í að greina þarfir ólíkra hópa samfélagsins og koma til móts við þarfir og langanir sem flestra. Menningarstofa starfar með fjölbreyttum aðilum í menningar- og listalífinu og styður þá og eflir til góðra verka. Menningarstofa leggur áherslu á að tryggja aðgengi allra íbúa svæðisins að menningu og listum, óháð búsetu, uppruna og þjóðfélagsstöðu. Menningarstofa Fjarðabyggðar er tengiliður við grasrótarsamtök á sviði menningar, svo sem áhugaleikfélög og kóra og stuðlar að góðu aðgengi til viðburðarhalds í húsnæði á vegum sveitarfélagsins.

Menningarstofa er tengiliður leik,- grunn- og tónlistarskóla, safna og annarra stofnana sveitarfélagsins við fagaðila úr skapandi greinum. Menningarstofa vinnur markvisst að auknu aðgengi að skapandi námi og starfi í samstarfi við fræðslustjóra, íþrótta- og tómstundarfulltrúa og Safnastofnun Fjarðabyggðar. Menningarstofa er vakandi fyrir því að draga svið og stofnanir að borðinu, leiða samstarf og leggja til samstarfsverkefni þar sem við á.

Tónlistarmiðstöð Austurlands var stofnuð 2001 og starfar samkvæmt samþykkt frá 2018 en í dag fer Menningarstofa Fjarðabyggðar fyrir starfseminni.

Tónlistarmiðstöð/Menningarstofa er samstarfsaðili annarra menningarmiðstöðva á Austurlandi varðandi stefnumótun í málefnum tónlistar fyrir landshlutann og samstarfsverkefna á breiðum grunni.

Hlutverk Tónlistarmiðstöðvar Austurlands er að: 

a) Standa vörð um tónlistarstarf, tónlistarfólk og tónlistarskóla. Hlúa að vaxtarsprotum á sviði tónlistar, svo sem starfsemi Sinfóníuhljómsveitar Austurlands.

b) Vinna að þróunarstarfi og fræðslu á sviði tónlistar.

c) Vinna að eflingu samstarfs á sviði tónlistar og halda úti fjölbreyttum samstarfsverkefnum með stofnunum innan Austurlands, sem utan.

d) Standa fyrir tónleikahaldi sem eflir menningarlæsi í samfélaginu og eykur þekkingu á fjölbreyttum straumum og stefnum í tónlist.

Markmiðið með fræðsluverkefnum Tónlistarmiðstöðvar er að stuðla að sjálfstæði og sjálfsöryggi barna til að iðka tónlist í sínu daglega lífi, í leik og starfi. Fræðsluverkefnin eru byggð uppá mismunandi aðferðum til að miðla þessari hugmyndafræði til barna og ungmenna, t.d. með fyrirlestrum, vinnustofum og viðburðum á sviði tónlistar. Lagt er upp með að börn tileinki sér aðferðir til tjáningar og miðlunar á hugmyndaheimi sínum en um leið að gefa þeim innsýn í fjölbreytt tækifæri hvað varðar nám og starf til framtíðar.

Fræðsluverkefni Tónlistarmiðstöðvar stuðla að auknu menningarlæsi barna og ungmenna, þá einkum sem snýr að tónlist, en það er eitt af markmiðum Sóknaráætlunar Austurlands.

Víkingaheimar

Víkingabraut 1, 260 Reykjanesbær

Víkingaheimar í Reykjanesbæ er glæsilegt sýningahús sem hýsir nú fimm áhugaverðar sýningar þar á meðal víkingaskipið Íslending sem sigldi til Ameríku árið 2000. Húsnæðið er hannað af hinum margverðlaunaða arkitekt Guðmundi Jónssyni. Nútímaleg hönnun þess undirstrikar fegurð Íslendings.
Aðgengi að safninu er góður fyrir fólki sem á erfitt með gang eða háð hjólastól/göngugrind.  Gjafavara, ráðstefnu- og móttökusalir fyrir öll tækifæri og útisvæði fyrir víkingahátíðir eru einnig til staðar.

Opnunartími er 10 - 16 alla daga og hægt er að bóka morgunmat fyrir stærri hópa. 

Sýningar:

Örlög guðanna
Sýning um norræna goðafræði og goðsögur. Gesturinn er leiddur í gegnum þennan forna hugmyndaheim og goð og goðheimar birtast ljóslifandi á myndrænan og nýstárlegan hátt þar sem myndlist, frásögn og tónlist fléttast saman í eina heild. Sýningin er samin og unnin af viðurkenndum íslenskum samtímalistamönnum og norrænufræðingum sem þarna leiða saman hesta sína til að skapa glæsilegt og nútímalegt listaverk um fornan menningararf.

Víkingar Norður-Atlantshafsins
Sýning um siglingar og landnám norrænna manna og þátt þeirra í landafundum Norður-Ameríku. Sýningin var unnin í samstarfi við Smithsonian stofnunina í Bandaríkjunum.

Víkingaskipið Íslendingur
Skipið er nákvæm eftirgerð af Gaukstaða skipinu, níundu aldar víkingaskipi og sigldi árið 2000 yfir Atlantshafið til að minnast ferðar Leifs Eiríkssonar til Nýja heimsins þúsund árum fyrr.

Landnám á Íslandi
Merkar fornleifar af Suðurnesjum. Minjar um elstu byggð á Reykjanesi, nánar tiltekið frá Vogi í Höfnum og Hafurbjarnarstöðum.

Söguslóðir á Íslandi
Kynning á helstu söguslóðum Íslands unnin í samstarfi við Samtök um sögutengda ferðaþjónustu. Rúmlega 30 staðir, söfn, sýningar, minjar, hátíðir, mannvirki og slóðir ákveðinna sagna er kynnt hér.

Nánari upplýsingar á www.vikingaheimar.is eða í síma 422-2000.

Breiðdalssetur

Gamla kaupfélaginu, 760 Breiðdalsvík

Í húsnæði setursins er sýning um notkun borkjarna til að varpa ljósi á leyndardóma íslenskrar jarðfræði, þar á meðal eldgosin í Surtsey og hraunstaflann mikla sem myndar Austurland. Einnig getur þar að líta upplýsingar um fræðimennina George Walker og Stefán Einarsson og muni úr þeirra fórum.

George Walker var einn fremsti eldfjallafræðingur 20. aldarinnar. Hann vann brautryðjendarannsóknir á jarðsögu Íslands á Austurlandi, kortlagði meðal annars hina fornu Breiðdalseldstöð og renndi stoðum undir flekakenninguna. Breiðdælingurinn Stefán Einarsson var prófessor í málvísindum við Johns Hopkins-háskóla í Baltimore í Bandaríkjunum. Hann var afkastamikill og fjölhæfur fræðimaður, einkum á sviði hljóðfræði og bókmenntafræði, og sennilega hefur enginn fyrr og síðar kynnt Ísland og íslenskar bókmenntir jafn ítarlega fyrir enskumælandi heimi.

Opnunartími safnsins

Sumaropnun (1. júní til 31. ágúst):

Sunnudaga - fimmtudaga kl. 12:00-16:00

Lokað er á föstu- og laugardögum. Aðgangur ókeypis.

Vetraropnun (1. september - 31. maí)

Engir fastir opnunartímar eru á veturna. Starfsfólk er yfirleitt á staðnum milli 10:00- 16:00 á virkum dögum og gestum er velkomið að líta við. Einnig er hægt að bóka heimsóknir fyrirfram á netfangið mariahg@hi.is. Verið velkomin!

Edinborg Menningarmiðstöð

Aðalstræti 7, 400 Ísafjörður

Margvíslegir menningarviðburðir hafa átt sér stað í húsinu um árabil. Á síðustu árum hefur húsið hýst hvorutveggja fasta viðburði menningarmiðstöðvarinnar og uppáfallandi viðburði af ýmsu tagi sem allt of langt yrði að telja upp. Fulltrúar eigenda hússins skipa með sér stjórn menningarmiðstöðvarinnar og ákveða dagskrá hennar.

 

Litli Leikklúbburinn var stofnaður árið 1965 af ungu fólki á Ísafirði. Síðustu árin hefur húsnæðisskortur hamlað starfseminni, en nú hillir undir framtíðarhúsnæði leikklúbbsins í Edinborgarhúsinu. Klúbburinn hefur sett upp fjölda leikrita í áranna rás og oftast fengið prýðilegar móttökur. Hinn nýi salur í Edinborgarhúsinu mun marka þáttaskil í sögu Litla leikklúbbsins og má vænta margra skemmtilegra sýninga á næstu árum.


Myndlistarfélagið á Ísafirði var stofnað árið 1985 og starfrækti lengst af sýningarsalinn Slunkaríki. Í Slunkaríki voru settar upp á annað hundrað sýninga. Félagið stóð snemma fyrir námskeiðum í myndlist eða þangað til listaskólinn var stofnaður. Félagið mun standa fyrir sýningum í Edinborgarhúsinu líkt og það gerði í Slunkaríki þó að það verði kannski með öðru sniði en áður var.

 

Skrifstofa Menningarmiðstöðvarinnar er opin alla virka daga milli kl. 10:00-12:00. Einnig er hægt að ná í starfsmann menningarmiðstöðvarinnar í s. 852-5422. 

Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús

Austurbakki 2, 101 Reykjavík

Harpa er eitt helsta kennileiti Reykjavíkur og er miðstöð menningar og mannlífs í hjarta miðborgarinnar. Harpa er áfangastaður ferðamanna og margverðlaunað listaverk sem milljónir manna hafa heimsótt frá opnun.

Harpa er heimili Íslensku óperunnar, Stórsveitar Reykjavíkur, og Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem heldur vikulega tónleika í Hörpu allt árið um kring. Jazzklúbburinn Múlinn á einnig heimilisfestu í Hörpu sem og Sígildir sunnudagar sem standa fyrir reglulegum tónleikum.

Í húsinu er fjölbreytt þjónusta og gestastofa, ásamt glæsilegum veitingastöðum, Hnoss og La Primavera, auk nýrrar verslunar Rammagerðarinnar.  

Opnunartími hússins:
Harpa er opin alla daga frá kl. 10:00 – 20:00 (lengur í tengslum við viðburði)

Menningarhúsið Hof

Strandgata 12, 600 Akureyri

Í Hofi er framúrskarandi aðstaða fyrir allar gerðir viðburða. Fjölbreytt úrval rýma í húsinu gefur kost á að halda þar allt frá litlum stjórnarfundum og námskeiðum upp í fjölmennar ráðstefnur, stórtónleika og glæsilegar veislur. Starfsfólk Menningarhússins Hofs hefur mikla reynslu af skipulagningu fjölbreyttra viðburða og veitir faglega ráðgjöf auk þess að vera skipuleggjendum innan handar við undirbúning og framkvæmd.

Menningarfélag Akureyrar á heima í Menningarhúsinu Hofi. Menningafélag Akureyrar er sjálfseignarstofnun sem samanstendur af þremur menningarstofnunum á Akureyri; Leikfélagi Akureyrar, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Menningarfélaginu Hofi. Sameiningin tók í gildi árið 2014 og er markmiðið að skapa öflugan vettvang fyrir þrjár af stærstu menningarstofnunum á Norðurlandi til að starfa saman, sækja fram í menningarlífi á Akureyri og efla enn frekar þá starfsemi sem þessir aðilar hafa staðið að. 

Þjóðlagasetur Sr. Bjarna Þorsteinssonar

Norðurgata 1, 580 Siglufjörður

Þjóðlagasetrið á Siglufirði er staðsett í einu elsta húsi Siglufjarðar. Í því eru íslensk þjóðlög kynnt á aðgengilegan og skemmtilegan hátt. Þar er boðið upp á myndbönd af fólki á öllum aldri sem syngur, kveður eða leikur á hljóðfæri. Sagt er frá þjóðlagasöfnun sr. Bjarna Þorsteinssonar (1861 – 1938), greint frá heimildarmönnum hans og mörgum þeim sem aðstoðuðu hann við söfnunina víða um land.

Aðgangseyrir:
Fullorðnir: 1400
Eldri borgar og námsmenn: 900
Börn 16 ára og yngri: ókeypis
Sameiginlegur miði með Síldarminjasafninu 2400/1300

Hópar (8 eða fleiri):
Aðgangseyrir: 1200 á mann
Aðgangseyrir og leiðsögn: 1200 á mann + 8000 fyrir leiðsögn

Opnunartímar:
Sumar: 1. júní til 31. ágúst 11.00-17.00, 11-17
Vetur: September til maí: samkvæmt samkomulagi

Gamla bókabúðin Flateyri

Hafnarstræti 3-5, 425 Flateyri

Gamla Bókabúðin á Flateyri er elsta upprunalega verslun Íslands. Fjölskyldufyrirtæki í fjórar kynslóðir síðan 1914. Verslunin sérhæfir sig í gæða vörum og bókum frá Vestfjörðum í bland við heimsþekkt vörumerki frá fyrirtækjum sem hafa starfað í lengur en 100 ár. 

Samhliða versluninni er hægt að skoða íbúð kaupmannshjónanna sem hefur verið varðveitt í óbreyttri mynd frá því að þau féllu frá. Þá er einnig hægt að gista á efri hæð hússins, þar sem svefnherbergi Bókabúðarfjölskyldunnar eru.

Heimasíða
Booking
 

Sviðið

Eyravegur 1d, 800 Selfoss

Sviðið er glæsilegur viðburðarsalur staðsettur á besta stað við Brúartorg í nýja miðbænum á Selfossi. Salurinn er sérhannaður fyrir tónleikahald og hentar einnig mjög vel fyrir veislur og viðburði, fundi og mannfagnaði. Salurinn tekur um 100 manns í sitjandi borðhald og allt að 230 manns í standandi veislur og viðburði. Einnig er hægt að vera með 4-6 manna borð fyrir 140 manns sem hentar vel fyrir smáréttaveislur.

Hljómahöll

Hjallavegur 2, 260 Reykjanesbær

Hljómahöll er menningar- og ráðstefnumiðstöð í Reykjanesbæ. Þar hefur skapst mikilvægur vettvangur fjölskrúðugs mannlífs, ráðstefnuhalds, funda og menningarviðburða í Reykjanesbæ. Hið sögufræga félagsheimili Stapi er hluti af Hljómahöll og þjónar áfram sínu hlutverki eins og áður. Auk þess er nýtt Rokksafn Íslands hluti af Hljómahöll en safnið er mikið aðdráttarafl fyrir innlenda og erlenda ferðamenn sem vilja kynnast og upplifa popp- og rokksögu Íslands. Í húsi Hljómahallar hefur Tónlistarskóli Reykjanesbæjar einnig fengið nýtt og glæsilegt kennsluhúsnæði. Með tilkomu Hljómahallar er lagður grunnur að auknum atvinnutækifærum í skapandi greinum á Reykjanesi.

Pantaðu sal
Hljómahöll hentar undir viðburði af öllum stærðum og gerðum. Ráðstefnur, fundir, árshátíðir, dansleikir, afmæli, fermingarveislur, erfidrykkjur o.s.frv.

 

Valhalla Restaurant

Hlíðarvegur 14, 860 Hvolsvöllur

Í Sögusetrinu er einstök Njálusýning, kaupfélagssafn, myndlistarsalurinn Gallerí Ormur, líkan af Þingvöllum árið 1000, minjagripa & bókaverslun og Söguskálinn – sem er veitinga- og samkomusalur í sögualdarstíl fyrir allt að 100 manns og hægt er að fá leigðan fyrir hverskyns mannfagnað, fundi og veislur.

 

Þórbergssetur

Hali, Suðursveit, 781 Höfn í Hornafirði

Í Þórbergssetri er veitingasala,gestamóttaka, salerni og sýningarsalir.   Sýning Þórbergsseturs er fjölbreytt upplifunarsýning er tengist ævi og verkum skáldsins, en einnig sögu íslensku þjóðarinnar. Sjá má breytingar og þjóðlifsmyndir frá frumstæðu bændaþjóðfélagi yfir í bæjarlíf og búsetu í ört vaxandi höfuðborg. Textar úr verkum Þórbergs varða leiðina á fallega hönnuðum ljósaskiltum, en einnig er hægt að fá hljóðleiðsögn með viðbótarefni. Þannig er sýningin sambland af fræðsluefni, safni og sagnaskemmtan og gengið er inn í leikmyndir þar sem reynt er að ná andblæ liðinna ára og njóta um leið stórbrotinna lýsinga meistarans sem leiðsögn um staðinn. Vakin er athygli á að sýningin höfðar einnig mjög vel til barna og unglinga.

Hópar eða fjölskyldur geta bókað leiðsögn um Þórbergssetur þar sem heimamenn fræða gesti um lífið í Suðursveit  og hverning sögusvið bóka Þórbergs opnar sýn inn í horfna veröld liðins tíma.

Arkitekt að húsinu er Sveinn Ívarsson og hönnuður sýningar Jón Þórisson.

Opið er allt árið,  en í sumar verður opnunartími á sýninguna frá klukkan 10 á morgnana til  klukkan 6 á kvöldin.

Veitingahús Þórbergsseturs er opið fyrir almenning frá klukkan 10 - 8 í sumar.

Í boði eru ýmsir þjóðlegir réttir úr heimabyggð, kjötsúpa, heimabakað brauð, samlokur, bleikjuréttir og Halalamb.

Kvöldmatur er framreiddur frá klukkan 6 til 8 á kvöldin 

Deiglan

Kaupvangsstræti 23 / Grófargil, 600 Akureyri

Deiglan er fjölnota menningarrými rekið af Gilfélaginu auk gestavinnustofu í sama húsi. Markmið félagsins er að efla menningar- og listalíf í bænum, auka tengsl almennings við listir og koma á samskiptum norðlenskra listamanna við innlenda og erlenda listamenn. Gilfélagið eru félagasamtök rekin af sjálfboðaliðum. 

Í Deiglunni eru m.a. haldnar myndlistasýningar, gjörningar, tónleikar og markaðir.

Opnunartímar eru breytilegir eftir viðburðum, vinsamlegast athugið heimasíðu fyrir nánari upplýsingar.

Landnámssetur Íslands

Brákarbraut 13-15, 310 Borgarnes

Í Landnámssetrinu er sögð saga Landnámsins og söguþráður Egilssögu rakinn. Gesturinn er leiddur áfram með hljóðleiðsögn sem hægt er að fá á 15 tungumálum auk leiðsagnar á íslensku sem sérstaklega er sniðin fyrir börn frá allt að fjögurra ára aldri. Sýningarnar eru um margt ólíkar en eiga það sameinginlegt að vera einstaklega skemmtileg viðbót við frásögnina í hljóðleiðsögninni.


Franska bókasafnið í Reykjavík

Tryggvagata 8, 2. hæð, 101 Reykjavík

Bókasafn Alliance française er menningarmiðstöð, bókasafn og frönskuskóli  í miðbæ Reykjavíkur sem er opinn öllum þeim sem sem vilja njóta franskrar tungu í gegnum bókmenntir, kvikmyndir, tónlist eða daglegar fréttir. Í bókasafninu eru um 7000 bókatitlar, mikið úrval DVD diska með frönskum kvikmyndum, bæði klassískum og nýlegum. (sumar þeirra eru með enskum, íslenskum eða frönskum texta), nokkuð gott úrval af franskri tónlist á CD. Einnig er hægt að nálgast ýmislegt efni tengt frönskunámi íslenskra nemenda.

Öllum er velkomið að koma á bókasafnið til að lesa og skoða, en til þess að fá lánað efni þarf að vera félagi í Alliance française.

Opnunartími: 
Mánudaga - föstudaga: 13:00-18:00
Laugardaga: 10:00-12:00

Skaftfell - myndlistarmiðstöð Austurlands

Austurvegur 42, 710 Seyðisfjörður

Skaftfell, myndlistarmiðstöð Austurlands, var stofnað 1998 af hópi áhugamanna um menningu og listir sem kallaði sig Skaftfellshópinn. Stofnár listamiðstöðvarinnar er einnig dánarár myndlistarmannsins Dieters Roth (1930-1998) en hann gegndi stóru hlutverki í menningarflóru Seyðfirðinga allt frá því að hann hóf að venja komur sínar í fjörðinn upp úr 1990. Skaftfellshópurinn samanstendur að miklu leyti af fólki sem naut mikilla og góðra samvista við Dieter og er tilurð miðstöðvarinnar sprottin úr þeim frjóa jarðvegi er hann átti þátt í að skapa á Seyðisfirði. 

Starfsemin er staðsett í gömlu og glæsilegu timburhúsi að Austurvegi 42 á Seyðisfirði og var gjöf frá hjónunum Karólínu Þorsteinsdóttur og Garðari Eymundssyni. Í dag má þar finna sýningarsal og litla verslun á annarri hæð, gestavinnustofu fyrir listamenn á þriðju hæð og bistró á jarðhæð sem einnig geymir bókasafn bókverka og listaverkabóka.

Starfsemi Skaftfells er helguð samtímamyndlist á alþjóðavísu. Miðstöðin þjónar jafnframt sem vettvangur fyrir listamenn og áhugafólk um listir til að skiptast á hugmyndum, taka þátt í skapandi samræðum og verða fyrir áhrifum hvert af öðru í umhverfinu. Í miðstöðinni er öflug sýninga- og viðburðadagskrá, starfræktar gestavinnustofur fyrir listamenn og boðið upp á fjölþætt fræðslustarf. Jafnframt er hægt er að skoða verk eftir alþýðulistamanninn Ásgeir Jón Emilsson (1931-1999) sem er að finna í Geirahúsi og er í eigu og umsjá Skaftfells. Hægt er að skoða húsið eftir samkomulagi. Einnig er hægt að skoða útilistaverkið Tvísöngur sem er hljóðskúlptúr eftir þýska listamanninn Lukas Kühne en verkið vann hann í samvinnu með Skaftfelli árið 2012. 

Skaftfell hlaut Eyrarrósina fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni árið 2013. 

Nánari upplýsingar um sýningarhald, aðra starfsemi Skaftfells og opnunartíma má finna á skaftfell.is  

Einnig er hægt að senda fyrirspurn á skaftfell@skaftfell.is

Hælið - Setur um sögu berklanna

Kristnes, 601 Akureyri

HÆLIÐ setur um sögu berklanna 

Andi liðins tíma svífur yfir vötnunum og sagan er allt í kring. Áhrifarík og sjónræn sýning um sorg, missi og örvæntingu en ekki síður von, æðruleysi og lífsþorsta.

Opnunartímar:
Júní-ágúst: Alla daga 13:00-17:00
Maí og september: Um helgar 14:00-17:00
Opnum fyrir hópa eftir samkomulagi.

Kakalaskáli

Kringlumýri, 561 Varmahlíð

Í Kakalaskála í Kringlumýri, Skagafirði, er sögu- og listasýning með hljóðleiðsögn frá átakatímum 13. aldar með áherslu á líf Þórðar kakala. Sýninguna prýða 30 listaverk sem unnin eru af 14 listamönnum frá 10 þjóðlöndum. Jón Adólfs Steinólfsson, myndhöggvari, var listrænn stjórnandi sýningarinnar.

Sturlungaöldin einkenndist af miklum átökum milli helstu höfðingjaætta Íslands um eignir og völd. Skagafjörður varð miðpunktur þessara átaka og þar voru háðar nokkrar af stórorrustum Sturlungaaldar. Meðal þeirra var Haugsnesbardagi sem fram fór þann 19. apríl 1246 og er hann mannskæðasti bardagi sem háður hefur verið á Íslandi.

Við Kakalaskála er að finna stórt útilistaverk, Sviðsetningu Haugsnesbardaga 1246 (Grjótherinn). Verkið var sett upp af Sigurði Hansen.

Hægt er að kaupa app (smáforrit) þar sem Sigurður býður upp á leiðsögn um sviðsetningu Haugsnesbardaga þar sem hann segir frá tilgátu sinni um aðdraganda og atburðarrás bardagans. Sjá nánar á https://www.kakalaskali.is/appid 

Í Kakalaskála er hlýlegur, timburklæddur salur sem nýtist undir ýmiskonar viðburði og veislur. Þar hefur verið boðið upp á fyrirlestra sem tengjast sögu og menningu, ráðstefnur, málþing og tónleika.

Á staðnum er Vinnustofa Maríu þar sem er að finna handverk og ýmislegt gamalt og nýtt.

Opnunartími sögu- og listasýningar: 

Alla daga frá kl. 13-17 frá 1. júní - 31. ágúst nema mánudaga. 

Utan þess tíma eftir samkomulagi: 8992027 (Sigurður), 8658227 (María), 6708822 (Esther)

Aðgangur: 3000 kr. / Eldri borgarar 2500 kr. Frítt fyrir yngri en 12 ára

Opnunartími Sviðsetningar Haugsnesbardaga (Grjóthersins):
Alltaf opið, Frítt inn

Opnunartími Vinnustofu Maríu: Fylgir opnunartíma sögu- og listasýningar: 8658227 (María)

Sláturhúsið

Kaupvangur 7, 700 Egilsstaðir

Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs var stofnuð árið 2005 og er hlutverk hennar að ýta undir skapandi starfsemi,hvetja til þátttöku almennings og efla lista- og menningarstarf á Austurlandi. Menningarmiðstöðin er lykilstofnun við framkvæmd menningarstefnu sveitarfélagsins og leggur sérstaka áherslu á sviðslistir (performing arts).

Önnur áhersla miðstöðvarinnar er lista og menningaruppeldi barna og ungmenna og því er áhersla á að sem flest verkefni hafi fræðslugildi auk hins listræna og menningarlega gildis. 

Þó áhersla sé lögð á sviðslistir þá sinnir MMF / Sláturhús einnig öðrum listgreinum, meðal annars með myndlistarsýningum, kvikmyndasýningum, tónleikum auk annarra menningarviðburða. 

Í Sláturhúsinu er einnig gestaíbúð og vinnuaðstaða fyrir listafólk. 

MMF er til húsa í Sláturhúsinu við Kaupvang.

Langabúð-Byggðasafn - Ríkarðssafn

Búð I, 765 Djúpivogur

Langabúð er reist á grunni eldra húss og þar sem Langabúð stendur hefur verið verslun frá árinu 1589 er Þýskir kaupmenn frá Hamborg hófu verslunarrekstur á Djúpavogi.

Langabúð hýsir safn Ríkarðs Jónssonar, ráðherrastofu Eisteins Jónssonar og minjasafn. Þar er einnig rekið yndælis kaffihús ásamt minjagripasölu.

Kirkjubæjarstofa

Klausturvegur 2, 880 Kirkjubæjarklaustur

Kirkubæjarstofa var stofnuð sem rannsókna- og menningarsetur á Kirkjubæjarklaustri að frumkvæði dugmikilla heimamanna með dyggum stuðningi nokkurra áhugasamra vísindamanna, sem hafa stundað hluta af rannóknum sínum á vettvangi í héraðinu. Telja þessir frumkvöðlar að náttúra og saga héraðsins sé um margt svo sérstæð að full ástæða sé til að hafa í aðstöðu til að tengja störf vísindafólks á vettvangi héraðinu enn sterkari böndum og skapa um leið betri aðstöðu til að kynna hina sérstæðu náttúru og sögu fyrir gestum héraðsins.

Starfsemi Kirkjubæjarstofu hófst 1.júli 1997, þá hafði verkefnisstjórn unnið að undirbúningi starfseminnar frá 1. mars 1997. Stofnuð hefur verið sjálfseignarstofnunin Kirkjubæjarstofa, sem hefur komið upp húsnæði og aðstöðu fyrir starfsemi stofunnar á Kirkjubæjarklaustri. Einnig hefur verið tilnefnd ráðgjafanefnd fyrir starfsemina og í þeirri ráðgjafanefnd eiga eftirtaldar stofnanir fulltrúa:

Háskóli Íslands og ýmsar stofnanir hans, Landgræðsla ríkisins, Náttúrufræðistofnun Ísland, Náttúrustofa Suðurlands, Náttúruvernd ríkisins, Orkustofnun, Norræna Eldfjallastöðin, Landsvirkjun, Byggðastofnun, Umhverfisráðuneytið, Verðurstofa Íslands,Ferðamálaráð, Þjóðminjasafn Íslands.

Markmið starfseminnar er að efla og styðja rannsóknir og lifandi fræðslu um náttúrufar, sögu og menningu héraðsins. Lögð verður áhersla á starfsemin sé í fullu samræmi bæði við áherslur í stefnumörkun sveitarfélagsins og kröfur og aðstæður í nútíma upplýsingar– og þekkingarþjófélagi. Í því skyni hefur á árinu 2000 verið lögð megináhersla á uppbyggingu landupplýsingakerfis utan um upplýsingar um náttúrufar menningu og sögu héraðsins. Kirkjubæjarstofa hyggst einnig með starfsemi sinni stuðla að auknu streymi ferðafólks í héraðið og lengingu á viðverutíma þess með nýju og endurbættu sýningarefni.

Markmiðum þessum hyggst Kirkjubæjarstofa ná á eftirfarandi hátt :

1. Söfnun, flokkun og skráning gagna um náttúru, menningu og sögu héraðsins.
2. Öflun nýrrar þekkingar með þvi að stuðla að frekari rannsóknum í samstarfi við innlendar og erlendar vísindastofnanir.
3. Að standa fyrir ráðstefnum og fræðslufundum um náttúru, menningu og sögu og héraðsins.
4. Kynningar- og fræðslustarfsemi og rekstur sýningarsalar.
5. Efling ferðaþjónustu með samvinnu við ferðamálafélag Skaftárhrepps.

Dalbær / Snjáfjallasetur

Dalbær, Snæfjallaströnd, 401 Ísafjörður

Sýningar um Drangajökul og horfna byggð í Snæfjalla- og Grunnavíkurhreppum hinum fornu, um tónskáldið Sigvalda Kaldalóns og um Spánverjavígin 1615. 

Snjáfjallasetri er ætlað að safna, skrá og varðveita sagnir, kveðskap, myndir, muni og ýmis gögn sem tengjast sögu byggðar í Snæfjalla- og Grunnavíkurhreppum og standa að sýningahaldi, útgáfustarfsemi, vefgagnasafni og ýmsum viðburðum.

Í Dalbæ er einnig rekin ferðaþjónusta, sjá hér .

Menningarhúsið Berg

Goðabraut, 620 Dalvík

Menningarhúsið Berg  er staðsett á Dalvík, í hjarta bæjarins. Bókasafn Dalvíkurbyggðar hefur fast aðsetur í húsinu en auk þess er þar glæsilegur fjölnota salur, kaffihús og stór pallur. Húsið hefur að geyma fjölbreytta starfsemi s.s. tónleika, sýningar, fundaraðstöðu og fl. en fjölbreytt dagskrá er í boði allt árið. Í hvejum mánuði opnar ný myndlistasýning í salnum.

Nánari upplýsingar á  https://www.dalvikurbyggd.is/berg og á facebook síðunni Menningarhúsið Berg

Opnunartími í Bergi:
Virka daga 10:00-17:00
Laugardaga 13:00-16:00
Sunnudaga 12:00-16:00

Bókasafnið er opið er 10:00 -17:00 virka daga og 13:00 -16:00 á laugardögum. Lokað á sunnudögum.

 

Safnahús Vestmannaeyja

Ráðhúsatröð, 900 Vestmannaeyjar

Í Safnahúsi Vestmannaeyja má finna mikla og fjölbreytta safnaflóru og starfsemi. Safnahúsið stendur við Ráðhúströð og hýsir bókasafn, héraðsskjalasafn, listasafn, ljósmyndasafn og byggðasafnið Sagnheima, auk sérstaks sýningarrýmis.

Opið allt árið, sjá nánar um opnunartíma í kynningu á Sagnheimum og Bókasafni.

Skálholt

Skálholt, 806 Selfoss

Skálholtsstaður er einn helsti sögustaður Íslands. Þar var stofnað biskupssetur árið 1056 og var staðurinn á margan hátt höfuðstaður Íslands í 750 ár. Hann var eitt helsta menntasetur þjóðarinnar um aldir, þar voru skrifaðar og þýddar bækur en einnig varðveitt handrit. Skálholt var sögusvið átaka siðaskiptana um 1550 og þar var síðasti kaþólski biskupinn Jón Arason hálshöggvinn það ár. Í fjósinu í Skálholti var einnig hafin þýðing Biblíunnar á íslensku. Skálholt er einnig sögusvið harmsögu Ragnheiðar Brynjólfsdóttur biskups og ástmanns hennar Daða Halldórssonar.

Skálholtsdómkirkja var vígð 1963 og er hún tíunda kirkjan sem stendur þar á sama stað. Sú fyrsta var reist skömmu eftir árið 1000 þegar Íslendingar tóku kristni. Áður en kirkjan var reist fóru fram merkilegar fornleifarannsóknir á staðnum undir stjórn dr. Kristjáns Eldjárn seinna forseta Íslands. Fannst þá m.a. steinkista Páls biskups Jónssonar sem jarðsettur var árið 1211 og er hún talin einhver merkilegasti fornleifafundur Íslandssögunnar.

Í Skálholtsdómkirkju er að finna einhver merkilegustu listaverk 20. aldar á Íslandi; steindir gluggar Gerðar Helgadóttur og altaristafla Nínu Tryggvadóttur auk muna úr þeirri kirkju sem Brynjólfur Sveinsson biskup reisti 1650.

Kirkjan er opin alla daga ársins frá kl. 9 til 18 og messur eru alla sunnudagsmorgna kl. 11.

Hljómburður Í Skálholtdómkirkju þykir einstakur og eru þar oftsinnis haldnir tónleikar af innlendum sem erlendum tónlistarmönnum. Í Skálholtsdómkirkju hafa verið haldnir sumartónleikar frá 1975 þar sem lögð er áhersla á barok og nútímatónlist og er hátíðin ein sú elsta sinnar tegundar á Norðurlöndum.

Hótel Skálholt er með fjölbreytta gistimöguleika; á hótelinu eru 18 tvímennings herbergi og sér baðherbergi. Þar er notaleg arinstofa, sólstofa og aðstaða fyrir fundi, námskeið og ráðstefnur. Rýmið er líka frábært fyrir viðburði eins og brúðkaup, tónleika og fleira og er aðstaðan í boði fyrir hópa til útleigu.

Hótel Skálholt er reglulega með uppákomur eins og uppistand, smátónleika, bókaviðburði, listasýningar og fleira.

Skálholtsbúðir er með 10 tvímennings herbergjum og baðherbergi frammi á gangi. Þar er stór salur, borðstofa, setustofa og gott eldhús. Rýmið hentar sérstaklega fyrir hópa á borð við kóra, ættarmót, veislur, skólahópa og jógahópa. Við Skálholtsbúðir er tjaldstæði með aðstöðu fyrir fellihýsi.

Tvö sumarhús með 2 svefnherbergjum hvor (4 rúm) og sér heitum potti. Sumarhúsin eru við Skálholtsbúðir og hentar því að leigja það saman.

Selið er 3-5 herbergja einbýlishús með 2 baðherbergjum og sér heitum potti.

Veitingahúsið Hvönn er tilraunaeldhús þar sem íslenskt hráefni er í fyrirrúmi. Í eldhúsinu takast íslenskar og erlendar matarhefðir á. Unnið er með kjöt, fisk og grænmeti úr héraði en einnig erlendar aðferðir við gerjun á borð við kombucha, mjólkursýru, kefir og þurr meyrnun. Þessar aðferðir veita mat og drykk okkar sérstöðu í bragði og áferð.

Á daginn bjóðum við upp á bístró matseðil með ljúffengum réttum en á kvöldin breytum við um stíl og bjóðum upp á þriggja rétta matseðil sem er mismunandi á hverju kvöldi og er sannkölluð matarupplifun.

Kokkurinn Bjarki Sól er einn af eigendum hótelsins. Hann er matreiðslumaður sem hefur í mörg ár unnið við að auka gæði matvælafyrirtækja á svæðinu og nýtum við alla reynslu og tengsl á veitingastaðnum.

Sumar opnunartími - maí - nóvember: Alla daga frá 11:30 - 21:00.

Bistró matseðillinn er í boði frá 11:30 til 17:00 en á kvöldin er borinn fram 3ja rétta matseðill.

Nánari upplýsingar: www.hotelskalholt.is 

Melrakkasetur Íslands

Eyrardalur 4, 420 Súðavík

Melrakkasetur Íslands er fræðasetur sem helgað er íslenska melrakkanum sem er af tegundinni Vulpes lagopex og er eina upprunalega landspendýrið á Íslandi.

Melrakkasetur Íslands ehf. var stofnað í Súðavík 15. september 2007 og meðal stofnfélaga eru einstaklingar, fyrirtæki og sveitarfélög. þessir aðilar eiga það sameiginlegt að hafa áhuga á íslensku tófunni og öllu sem henni viðkemur, svo og náttúrulífs- og sögutengdri ferðaþjónustu.

Langtímamarkmið með stofnun setursins eru þau að safna saman á einn stað allri þekkingu, efni og hlutum sem tengjast melrakkanum í fortíð og nútíð. Að setja upp sýningu fyrir ferðamenn þar sem mun verða á boðstólnum fræðandi efni í máli og myndum um refi í náttúrunni, hérlendis sem erlendis, refarækt og refaveiðar. Ennfremur að stuðla að og taka þátt í rannsóknum á líffræði tegundarinnar og þróun sjálfbærrar náttúrulífs-ferðamennsku.

Opið:

  • Maí: 10:00-16:00
  • Júní - Júlí: 09:00-18:00
  • September: 10:00-16:00
  • 01. október - 14. maí:  eftir samkomulagi

 

Flóra menningarhús

Sigurhæðir, 600 Akureyri
Flóra menningarhús í Sigurhæðum er einstakur staður í gróðurkvos miðbæjar Akureyrar. viðburðir - verslun - vinnustofur

Bakkastofa

Eyrargata 32, 820 Eyrarbakki

Við, Ásta Kristrún og Valgeir, höfum tekið á móti fjölda íslenskra gesta sem vilja létta lund í góðum félagsskap vina, vinnufélaga og fjölskyldna og njóta friðsældar við ströndina og í þorpi Eyrarbakka. Við tökum á móti góðum gestum, íslenskum og erlendum, jafnt í stórum sem smáum hópum - segjum sögur, höldum tónleika og sýnum þeim djásn Eyrarbakka.

Stutt myndbands kynning um okkur :)