Æðarsetur Íslands
Æðarsetur Íslands er upplýsinga og fræðslusetur um æðarfuglinn, æðardúninn og æðarræktina, hið fullkomna og fallega samspil manns og náttúru. Æðarsetrið er staðsett í gamla miðbænum í Stykkishólmi við Breiðafjörð. Í firðinum eru fjölmörg æðarvörp og ætla má að hvergi í heiminum verpi jafn mikill fjöldi æðarfugla og í Breiðarfirði. Í setrinu fást vörur úr æðardúni og vörur tengdar æðarfuglinum. Heitt kaffi á könnunni og með því.
Opnunartími:
Sumar: daglega kl. 13:00-17:00
Vetur: opið fyrir hópa samkvæmt samkomulagi. Vinsamlegast bókið fyrirfram.