Köfun & Yfirborðsköfun
Adventure Vikings
Gylfaflöt 17, 112 ReykjavíkAdventure Vikings býður uppá stórskemmtilegt úrval af ævintýraferðum bæði fyrir einstaklinga og hópa.
Snorkeling: Dagsferðir í Silfru bæði í þurrgöllum sem fólk flýtur á yfirborðinu og í blautgöllum sem fólk getur fríkafað til að upplifa Silfru enn nánar.
Surfing: Námskeið og dagsferðir bæði fyrir byrjendur og lengra komna.
Standbretti / SUP: Námskeið fyrir alla fjölskylduna á sumrin auk ævintýra ferða í boði.
Hellaskoðun: Hellaferðir í Leiðarenda og fleiri hella í nágrenni Reykjavíkur.
Fjallgöngur: Reykjadalur við Hveragerði með slökun í heita hveralæknum.
Gullhringur: Þar sem hægt er að sameina ferðina með yfirborðsköfun eða hellaskoðun.
Strýtan Divecenter - Erlendur Bogason
Verksmiðjan Hjalteyri, 604 AkureyriStrýtan Divecenter er staðsett í gömlu síldarverksmiðjunni á Hjalteyri við Eyjafjörð.
Eigandi Strýtan Divecenter, Erlendur Bogason er lærður PADI alþjóðlegur köfunarkennari.
Við bjóðum upp á:
• Köfun á Strýturnar – farið er með bát frá Hjalteyri og tekur sigling á Strýturnar 5-10 mín.
• Köfunar- og snorkelferðir í Öxarfjörð þar sem hægt er að snorkla eða kafa í Nesgjá, Lóni og í Litlu á.
• Prufu köfun fyrir einstaklinga sem ekki hafa köfunarréttindi
• Köfunarkennslu - námskeið sem í boði eru;
- Open water diver sem veitir köfunarréttindi niður á 18m dýpi.
- Advance open water diver sem veitir köfunarréttindi niður á 30m dýpi.
- Rescue diver – björgunarköfun
- Divemester ásamt fjölda annarra námskeiða í köfun.
Hnúfubakar sjást oft ásamt öðrum hvölum fyrir utan Hjalteyri
Við bjóðum upp á að panta bátsferðir til hvala, fugla og sela skoðunar.
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Ice Guardians Iceland
**, 780 Höfn í HornafirðiVið erum fyrirtæki sem sérhæfir sig í ævintýraferðamennsku. Fyrirtækið var stofnað af tveimur alþjóðlega reyndum leiðsögumönnum. Okkar starfsemi fer fram í okkar nánasta umhverfi, í kringum Hornafjörð.
Okkar markmið er að bjóða upp á einstaka og heillandi upplifun á stóra leikvellinum sem er Vatnajökull er. Innan við 100-200 ár munu allir aðgengilegir skriðjöklar hafa hopað að öllu leyti vegna 1-2 °C hlýnunar jarðar.
Ferðirnar okkar ganga út á fræðslu og ævintýri. Við viljum deila okkar þekkingu á jöklafræði, eldfjöllum, loftslagsbreytingum, jarðfræði og fleiru á meðan við sköpum eftirminnilega upplifun.
Bókaðu hjá okkur eða sendu okkur fyrirspurn til að byrja þitt ferðalag i kringum Vatnajökul.
Kynnisferðir - Reykjavik Excursions
BSÍ Bus Terminal, 101 ReykjavíkReykjavik Excursions – Kynnisferðir bjóða upp á daglegar áætlunarferðir inn á hálendið í Landmannalaugar og Þórsmörk, og einnig að Skógum. Hálendisrútan er tilvalin fyrir þá sem að vilja ganga Laugaveginn eða Fimmvörðuhálsinn eða að gera sér glaðan dag á þessum fallegu svæðum sem ekki eru á færi fólksbíla.
Tímatöflur má finna á https://www.re.is/is/highland-bus/
Einnig býður Reykjavik Excursions upp á eitt stærsta úrval dagsferða á Íslandi og má þar nefna hinn heimsfræga gullhring, dagsferð um suðurströndina sem og Snæfellsnesið, að ógleymdum sætaferðum til og frá Bláa lóninu og Leifstöð.
Absorb Iceland
Rósarimi 1, 112 ReykjavíkAbsorb Iceland er íslensk ferðaskrifstofa staðsett í Reykjavík sem vottuð er af Ferðamálastofu Íslands og fer eftir öllum lögum og reglum í ferðaþjónustu á Íslandi.
Við sérhæfum okkur í einkaferðum innanlands þar sem ferðast er á afslappandi og ánægjulega vegu. Með okkar reynda leiðsögufólki færðu að upplifa allt sem Ísland og hrífandi náttúru þess hafa að bjóða, hvort sem er með stútfullri ferðaáætlun af fjöri eða rólegum og þægilegum degi.
Við elskum að sníða ferðir að þörfum gesta okkar til að gera upplifun þeirra af Íslandi einstaka og ógleymanlega um alla ævi. Við leggjum ávallt áherslu á að veita gestum okkar persónulega og vinalega þjónustu, svo þeim líði eins og þeir séu að skoða landið með vini. Þú getur alltaf haft samband við okkur til að byrja að skipuleggja dvöl þína á Íslandi með bestu mögulegu ferðaáætlun sem er útbúin sérstaklega fyrir þig.
Við búum í Reykjavík og höfum brennandi áhuga á Íslandi. Okkur finnst við svo lánsöm að hafa alist upp og búið í okkar frábæra landi og viljum deila þekkingu okkar og kunnáttu á landinu og öllum þeim undrum sem Ísland hefur upp á að bjóða með nýjum vinum okkar.
Þú ferðast í einkaferð með persónulegum leiðsögumanni og færð nákvæmari upplifun af Íslandi og náttúru þess, menningu og sögu. Þess vegna eru ferðirnar okkar einkaferðir svo gestir okkar fái persónulegri nálgun.
Arctic Trip
Sveinsstaðir, 611 GrímseyArctic Trip er ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjandi á Norðurlandi með sérhæfingu í ferðum um heimskautaeynna Grímsey.
Grímsey er einstakur staður, sérstaklega þegar kemur að fuglalífi. Eyjan er vin í þeirri eyðimörk sem Norður-Atlantshafið er og björgin veita skjól þeim sjófuglum sem þangað sækja, meðal þeirra má nefna fýl (Fulmarus glacialis), teistu (Cepphus grylle), ritu (Rissa tridactyla), lunda (Fratercula arctica), álku (Alca torda), langvíu (Uria Aalge) og stuttnefju (Uria Lomvia). Grímsey er einstakur staður til fuglaskoðunar þar sem flesta þá vað- , mó- og sjófugla sem eiga sumardvöl á Íslandi má finna í eynni á litlu landsvæði.
Sögur og sagnir skipa æ sterkari sess í ferðaþjónustu og af þeim er nóg að taka í Grímsey. Með samstarfi við heimamenn viljum við segja þessar sögur og bjóða ferðamenn velkomna á þessa afskekktu eyju, nyrsta odda Íslands, undir heimskautsbaugi, þar sem þú ert svo sannarlega „on top of the world!”
Helstu ferðir þetta ferðaár eru skoðunarferðir á landi og á sjó ásamt fugla-áskorun í anda Hitchcock. Einnig bjóðum við köfunar- og snorklferðir, sjóstöng, eggjatínslu og hjólreiðaleigu en um eynna liggja ýmsir stígar sem mótaðir hafa verið í aldanna rás og eru spennandi yfirferðar.
Einnig bjóðum við upp á gistingu allt árið fyrir þá sem vilja dvelja lengur og njóta Grímseyjar.
Virðing fyrir umhverfinu, hinu villta dýralífi og viðkvæmri náttúru Íslands er hornsteinninn í okkar hugsjón. Arctic Trip var stofnað með þá hugsjón að ferðamenn eigi skilið að slaka á á ferðum sínum, næra hugan og endurnæra líkama og sál. Mikilvægur þáttur er einnig að skapa minningar sem lifa um ókomna tíð.
Arctic Adventures
Köllunarklettsvegur 2, 104 ReykjavíkArctic Adventures býður uppá eitt mesta úrval afþreyingarferða á Íslandi og eru starfsstöðvar þess víðsvegar um landið, m.a. í Reykjavík, við Sólheimajökul, í Skaftafelli og á Húsafelli. Þær afþreyingarferðir sem Arctic Adventures býður upp á eru meðal annars jöklagöngur, íshellaferðir, köfun og yfirborðsköfun í Silfru, gönguferðir, hellaskoðun, vélsleðaferðir, hvalaskoðun og útsýnisferðir.
Arctic Adventures býður bæði upp á dagsferðir og lengri ferðir allt árið, auk þess að taka að sér prívat ferðir, skóla- og fyrirtækjahópa. Arctic Adventures rekur einnig hótel víðsvegar um landið m.a. Adventure Hótel Geirland við Kirkjubæjarklaustur, Adventure Hótel Hof í Öræfum, Hótel Hellissandur og Óbyggðasetrið í Fljótsdal.
Arctic Adventures er gæða- og umhverfisvottað af Vakanum, gæða og umhverfiskerfi ferðaþjónustu á Íslandi
Jöklagöngur á Sólheimajökli og frá Skaftafelli.
Gönguferðir í Landmannalaugum og Þórsmörk, auk Laugavegsins.
Íshellaferðir í Kötlujökli, Sólheimajökli, Langjökli, Falljökli og frá Jökulsárlóni.
Hellaferðir í Raufarhólshelli.
Köfun/yfirborðsköfun í Silfru á Þingvöllum.
Vélsleðaferðir á Langjökli.
Útsýnisferðir bæði ferðir til að skoða svæðin í kringum Reykjavík og allt landið.
Touris ehf.
Fiskislóð 77, 101 ReykjavíkTouris er ferðaskrifstofa með yfir 30 ára reynslu í ferðaþjónustu á Íslandi. Touris býður upp á ferðir á Íslandi fyrir einstaklinga og hópa.
Touris býður upp á margskonar ferðapakka á Íslandi fyrir einstaklinga og hópa. Hvort sem þú vilt ferðast á eigin vegum eða taka þátt í rútuferð með leiðsögn, þá gerum við allar ráðstafanir. Hvaða þjónustu sem þú velur frá okkur þá er ánægja þín tryggð.
DIVE.IS
Hólmaslóð 2, 101 ReykjavíkDIVE.IS / Sportköfunarskóli Íslands var stofnaður árið 1997 til þess að kenna fólki að kafa og hefur haldið fjölmörg köfunarnámskeið í gegnum tíðina. Við byrjuðum fljótlega að fara með innlenda og erlenda kafara að kafa í Silfru, sem er einn af okkar uppáhalds köfunarstöðum nálægt Reykjavík. Tíminn leið og smám saman fóru kafararnir okkar að deila frábærri reynslu sinni af ferðum í Silfru þannig að hún varð heimsþekktur köfunarstaður. Við erum stolt af því að vera leiðtogar á okkar sviði á Íslandi og förum nú daglega margar köfunar- og snorklferðir á Silfru og aðra stórbrotna köfunarstaði. Okkar starfsfólk er með hæstu PADI köfunarréttindi og drifið áfram af ást og virðingu fyrir íslenskri náttúru, undirdjúpunum og hvert öðru. Við erum þar að auki 5 stjörnu PADI köfunarmiðstöð en PADI eru virt köfunarsamtök og gefa út flest köfunarréttindi í heiminum.
Vinsælustu ferðir DIVE.IS eru snorkl og köfunarferðir í Silfru og Kleifarvatn. Við bjóðum einnig uppá fjölda köfunarnámskeiða og lengri köfunarferða á fjölbreytta köfunarstaði.
Sjáðu ferðirnar okkar á Youtube
Snorkl ferðir
Þú þarft engin réttindi eða reynslu til að snorkla enda flýturðu á yfirborðinu og nýtur útsýnisins. Við snorklum í þurrgalla og vatteruðum undirgalla sem heldur öllum hlýjum og þurrum meðan á snorklinu stendur. Snorkl hentar fyrir alla fjölskylduna (eldri en 12 ára sem kunna að synda).
Snorkl í Silfru ferðin okkar var valin besta snorkl upplifun og fjórða besta upplifun í heimi á TripAdvisor árið 2019. Snorkl ævintýri í Silfru á Þingvöllum er ógleymanlega stund þar sem þú upplifir leyndardóma undir yfirborðinu í ótrúlega tæru vatni.
Snorkl í Kleifarvatni er allt öðruvísi en engri síðri upplifun. Við snorklum yfir köldum en bubblandi hver og loftbólurnar eru heillandi sýn, stundum líkt við að vera í kampavínsglasi. Mjög fáir eru á svæðinu þannig að tilfinningin er eins og að vera ein(n) með náttúrunni.
Köfunarferðir
Ef þú ert með köfunarréttindi geturðu komið í köfunarferðir út um allt með okkur. Við köfum í Silfru og á ýmsum stöðum um allt land. Köfun í Silfru er vinsælasta ferðin okkar enda státa ekki margir aðrir köfunarstaðir af jafnmiklu víðsýni og tæru vatni og Silfra.
Köfunarnámskeið
Ef í þér býr kafari þá erum við hjá Dive.is Sportköfunarskóla Íslands með námskeiðin fyrir þig. Eftir námskeið hjá okkur færðu PADI réttindi sem þú getur notað hvar sem er í heiminum til lífstíðar. Flest stéttarfélög niðurgreiða námskeið hjá okkur. Láttu drauminn rætast og komdu að kafa með Dive.is.
Víkingapakkinn er námskeiðið fyrir þig ef þú vilt kafa í Silfru. Þú færð byrjunarréttindi og þurrbúningaréttindi frá PADI og endar svo á því að kafa í Silfru.
Fyrir hópa
Við erum með ýmsa skemmtilega möguleika fyrir hópinn þinn, hvort sem það er fjölskyldan, vinirnir, vinnufélagarnir, gæsa- eða steggjahópurinn.
Snorkl í Silfru er frábær upplifun fyrir hópa.
Á Kleifarvatni getum við boðið upp á heildarpakka með snorkli, hellaferð í Leiðarenda og heimsókn í kúlurnar í Hafnarfirði að fræðast um norðurljósin. Hægt er að vera með grill og hafa það notalegt í hrauninu við kúlurnar.
Prufuköfun er svo frábær skemmtun fyrir hóp sem hefur áhuga að prófa að kafa. Við köfum í sundlaug og hópurinn fær að prófa búnaðinn og fræðast um líf kafarans.
Exploring Iceland
Fálkastígur 2, 225 GarðabærExploring Iceland er ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í rútu- og gönguferðum fyrir hópa.
Einnig bjóðum við uppá margskonar hestaferðir fyrir hópa og einstaklinga og erum með ýmsar nýjungar s.s. lúxushestarferðir með hótel gistingu, reiðkennsluferðir, heimsókn á hestabúgarða, dvöl á hestabúgörðum, vetrarferðir og ýmislegt fleira.
Dive Silfra
Vatnagarðar 8, 104 ReykjavíkDive Silfra bíður upp á snorkeling og köfunarferðir frá þingvöllum - möguleiki á pick up-i frá Reykjavik.
Iceland is Hot ehf. / Come to Iceland
Norðurvangur 44, 220 HafnarfjörðurIceland is Hot ehf., sérhæfir sig í að skipuleggja og framkvæma ferðir, fyrir litla hópa (10-16 manns í senn). Aðaláherslan hefur verið á ljósmyndaferðir, landslag og náttúru landsins. Ferðirnar eru skipulagðar fyrir 7 - 10 daga tímabil og ferðast er hringinn í kringum landið. Þar sem hóparnir eru fámennir, þá skapast oft sérstakt andrúmsloft vinskapar meðal þátttakenda, sem gerir heimsóknina til Íslands eftirminnilegri fyrir vikið.
Iceland is Hot ehf., skipuleggur hverslags ferðir eftir áhugasviði fólks, hvort sem heldur er arkitektúr, náttúra, saga, jarðfræði eða annað þema.
Frekari upplýsingar má fá í tölvupósti: Info@icelandishot.com .