Fara í efni

Barir og skemmtistaðir

155 niðurstöður

Stúdentakjallarinn

Háskólatorg, Sæmundargötu 4, 102 Reykjavík

Stúdentakjallarinn er veitinga- og skemmtistaður, kaffihús og bar. Þar er boðið upp á fjölbreyttan mat og drykki á mjög sanngjörnu verði, líflega dagskrá og notalegt andrúmsloft. Staðurinn er opinn öllum, allt árið um kring. 

MiniGarðurinn

Skútuvogur 2, 104 Reykjavík

MiniGarðurinn 1900m2 staður með tvo minigolfvelli, veitingastað, sportbar og bar.

- Tveir 9 holu minigolf vellir sem eiga sér enga hliðstæðu á Íslandi.

- 350 manna veitingastaður sem leggur áherslu á spennandi og bragðgóðan mat.

- 150 manna sportbar með nýjustu tækni í hljóði og mynd.

MiniGarðurinn mun taka á móti fjölskyldufólki, barnaafmælum, hópefli
fyrirtækja,vinahópum og saumaklúbbum.

Lifandi DJ‘ar verða á fimmtudags-, föstudags- og laugardagskvöldum.
Mini golf mót, HappyHour og uppákomur.

MiniGarðurinn er staðsettur í Skútuvogi 2, þar sem gamla Vodafone var til húsa. 

 

Verbúðin pub

Aðalstræti 9a, 415 Bolungarvík

Verbúðin pub, er krá í Bolungarvík þar sem þyrstir og þreyttir ferðalangar geta sest niður skipst á ævintýralegum fiskisögum á meðan þeir dreypa á dýrindis veigum. Þema kráarinnar er byggir á sögu Bolungarvíkur sem sjávarþorpi og eru munir frá gömlum tímum hangandi um alla veggi sem veita gestum innsýn í gamla og góða tíma.

Röntgen Bar

Hverfisgata 12, 101 Reykjavík

Vestur restaurant

Aðalstræti 110, 450 Patreksfjörður

Vestur restaurant er fjölskyldurekinn veitingastaður á Patreksfirði og bjóðum við upp á súpu, hamborgara, pizzur, salat, taco og fleiri rétti. Við leggjum áherslu á að bjóða upp á fyrsta flokks gæðahráefni úr heimabyggð. Við erum með bar og oft með viðburði fram eftir kvöldi. Sýnum einnig fótboltaleiki og helstu íþróttaviðburði. 

Húsið Kaffihús

Hrannargata 2, 400 Ísafjörður

Húsið er staðsett í miðbæ Ísafjarðar og er það veitingastaður með alskyns mat, heimagerðar kökur með kaffinu og einnig bar á kvōldin.

Einnig erum við með lítinn sportbar í garðinum fyrir fótbolta og þess hattar.

Dokkan brugghús

Sindragata 14, 400 Ísafjörður

Dokkan brugghús er fyrsta Vestfirska handverks brugghúsið sem bruggar hágæða Vestfirskan bjór.

Frá 3. júní er opið alla daga vikunnar frá kl. 15:00 til 23:00

Ef þú vilt koma með hópinn þinn á öðrum tíma en auglýstur er þá getur þú sent okkur skilaboð gegnum facebook eða á netfangið dokkan@dokkanbrugghus.is.  

Baccalá Bar

Hafnargata 6, Hauganes, 621 Dalvík

Á Hauganesi í Eyjafirðinum sem er í aðeins 25 mínútna akstursfjarlægð norður af Akureyri er að finna veitingastaðinn Baccalá Bar þar sem dýrindis ferskeldaður fiskur sem og saltfiskur verkaður eftir gamla mátanum er borið á borð. Þar geta gestir setið og snætt og notið útsýnisins inn fallega Eyjafjörðinn.

Opið í júní: þriðjudaga – sunnudaga milli kl. 12.00-21.00.

Hægt er að fylgjast með Facebook síðunni Baccalá Bar til að fá nánari upplýsingar um opnunartíma, matseðil og skemmtilega viðburði. Síminn á Baccalá Bar er 620 1035, best er að taka frá borð.

Matseðillinn er fjölbreyttur og þar má finna saltfiskrétt hússins, fiskisúpu, pizzur og hamborgara, fisk og franskar, salat, vöfflur, ís og ýmsa drykki

Enski Barinn

Austurstræti 12a, 101 Reykjavík

The English Pub sýnir alla helstu íþróttaviðburði í beinni á 6 HD skjám og tveimur sjónvörpum. Staðurinn getur hýst um 150 manns og jafnvel fleiri þegar útisvæðið er opið á sólardögum yfir sumarið. Lifandi tónlist öll virk kvöld frá kl.22 og um helgar frá kl.21. Hamingjustund (happy hour) er alla daga frá kl.16-19 og svo erum við með lukkuhjól fyrir þá sem vilja freista gæfunnar. The English Pub er staðsett í hjarta Reykjavíkur, Austurstræti 12a.

 

Samfélagsmiðlar:

LÚX Nightclub

Austurstræti 7, 101 Reykjavík
Stærsti skemmtistaðurinn í Reykjavík með helstu topp plötusnúðanna og ljósashow af bestu gerð. Stórt dansgólf og nóg pláss.

Já sæll - Grill og bar

Fjarðarborg, 720 Borgarfjörður eystri

Veitingastaðurinn („Já sæll“) er opinn á sumrin. Á öðrum árstímum þjónar húsið sem félagsheimili.

Diamond Lounge and Bar

Vatnsnesvegur 12, 230 Reykjanesbær

Diamond Lounge & Bar er nýopnaður glæsilegur bar staðsettur í móttöku Hótel Keflavík & Diamond Suites. Við erum með mikið úrval af vínum, viskí, bjór og kokteila auk uppáhalds kaffidrykkjanna þinna. Við bjóðum upp á frábæra persónulega þjónustu og eftirminnilega upplifun í fallegu umhverfi.

Á daginn er boðið upp á frábæra kaffihúsastemningu þar sem kaffidrykkir, litlir forréttir og sætir viðkvæmir eftirréttir eru bornir fram. 

Á kvöldin dimmum við ljósin fyrir glæsilegt lúxus andrúmsloft sem er fullkomið fyrir rómantískt stefnumót eða samkomu vina sem vilja njóta.

Diamond Bar býður upp á ævintýralega rétti, eldaða úr fersku úrvalshráefni úr héraði svo þú getur alltaf verið viss um gæðin. Starfsfólkið okkar dekstrar við þig svo þú hafir það notalegt hjá okkur og af barnum afgreiðum við sérvalið vín, úrval kokteila og íslenskan bjór á krana.

Diamond Bar er tilvalinn til að snæða einn, með ástvinum, félögum eða í hóp. Einnig er hægt að panta hjá okkur sal fyrir einkaviðburði og við bjóðum alla velkomna, hótelgesti jafnt sem gesti inn af götunni.

Fyrir frekari upplýsingar, hópseðla eða borða/hópapantanir, vinsamlega sendið tölvupóst á bar@kef.is.

Til okkar er aðeins 5 mín. akstur frá Leifsstöð, 15 mín. frá Bláa Lóninu og 40 mín. frá miðborg Reykjavíkur.  Við bjóðum frí bílastæði í vöktuðum stæðum.

Vox

Suðurlandsbraut 2, 105 Reykjavík

VOX Brasserie & bar

Þægileg stemning og fagleg gestrisni.  

VOX býður upp á fjölbreyttan matseðil sem sameinar nútíma íslenska matargerð og klassíska alþjóðlega rétti á einstakan hátt, þar sem við tökum hágæða hráefni og kinkum bæði kolli til hefðbundinna aðferða og nýrra matreiðsluaðferða.

Hvort sem er heldur þú velur að snæða með vinum og fjölskyldu, einn eða eiga rómantíska stund áttu von á faglegri gestrisni, þægilegri stemningu og einstökum mat að hætti VOX Brasserie þar sem matreiðslumeistarar okkar ráða ríkjum. Þeir og töfrateymið þeirra eru hugmyndarík og þaulreynd þegar kemur að matreiðslu og útfærslu litríkra rétta.

Grand-Inn Bar and Bed

Aðalgata 19, 550 Sauðárkrókur

Bar og gistiheimili í hjarta gamla bæjarins á Sauðárkróki.  Upplýsingar um opnunar tíma finnast á Facebook síðu Grand-Inn Bar and Bed.  

Billiardbarinn

Faxafen 12, 108 Reykjavík

Sæta Svínið

Hafnarstræti 1-3, 101 Reykjavík

Sæta svínið er Gastropub þar sem þú getur droppað við í hádeginu, í eftirmiðdaginn eða á kvöldin í drykk og hágæða mat í skemmtilegri og afslappaðri stemningu.
Við leggjum áherslu á bragðgóðan mat búin til að mestu úr íslenskum fyrsta flokks hráefnum - á góðu verði.
Og við leggjum metnað í að bjóða upp á gott úrval af bjór, víni og kokteilum til að njóta með matnum.

American Bar

Austurstræti 8-10, 101 Reykjavík

Gaukurinn

Tryggvagata 22, 101 Reykjavík

Gaukurinn er miðstöð lifandi tónlistar í miðborg Reykjavíkur. Með margra ára reynslu í tónleikahaldi hefur Gaukurinn skipað sér fastan sess í menningarlífinu. Allar tónlistarstefnur eiga heimili á Gauknum. Tónleikahald og aðra viðburði má finna á Facebook síðu Gauksins. Auk þess að halda tónleika er Gaukurinn með allskonar viðburði á boðstólunum meðal annars Karaoke, Drag sýningar, plötusnúða og fleira. Gaukurinn er LGBTQ+ vinalegur staður þar sem allir eru velkomnir. 

 

Þingholt by Center Hotels

Þingholtsstræti 5, 101 Reykjavík

Þingholt by Center Hotels er einstaklega fallega hannað boutique hótel staðsett á Þingholtsstræti í hjarta Reykjavíkur. Hótelið er hannað á afar nútímalegan en um leið notalegan máta þar sem þemað í hönnuninni er íslensk náttúra.  

Á hótelinu eru 52 fallega innréttuð herbergi. Ekkert þeirra er eins í útliti en öll eiga þau það sameiginlegt að vera vel búin þægindum. Morgunverður er innifalin með öllum herbergjunum og frítt þráðlaust internet er að finna á öllu hótelinu.  

Á Þingholti er bar þar sem boðið er upp á Happy Hour alla daga vikunnar frá 16:00 til 18:00 og skemmtilega hannað spa þar sem finna má rúmgóðan heitan pott, gufubað og búningsklefa. Hægt er að panta ýmiss konar nuddmeðferðir í heilsulindinni. 

Á Þingholti er einnig lítið fundarherbergi sem tilvalið er fyrir smærri fundarhöld. 

- 52 herbergi
- Morgunverður innifalinn
- Ókeypis þráðlaust internet
- Bar
- Fundarsalur
- Spa

Þingholt by Center Hotels er hluti af Center Hotels hótelunum sem öll eru staðsett í hjarta miðborgar Reykjavíkur. 

 

Laundromat Café

Austurstræti 9, 101 Reykjavík

Í Ágúst 2004 opnaði The Laundromat Café í Elmegade 15 á Norðurbrú í Kaupmannahöfn.

Hugmyndin er að hægt sé að þvo fötin sín, fá sér að borða, lesa bók, drekka kaffi eða sörfa á netinu í þægilegu og afslöppuðu andrúmslofti.

Í Ágúst 2006 opnaði Laundromat Café í Århusgade 38 á Austurbrú í Kaupmannahöfn.

Í Mars 2011 opnaði Laundromat Café í Austurstræti 9 í Reykjavík.

Í Desember 2011 opnaði Laundromat Café á Gammel Kongevej 96 á Frederiksberg í Kaupmannahöfn.

Við bjóðum upp á fjölbreyttan matseðil með heimagerðum mat, kökum, heilsudrykkjum, smoothies, mjólkurhristingum, kaffi, tei, vínum og úrvali af bjór.

Allt borið fram með brosi á vör.

Hér finnurðu gott úrval tímarita og dagblaða og í barborðinu eru 6000 bækur sem þú getur lesið. Hjá okkur getur þú spilað yatzy, kotru, teflt eða spilað á spil.

Í kjallarnum er stórt barnaleiksvæði.


Hótel Óðinsvé

Þórsgata 1, 101 Reykjavík

Hótel Óðinsvé er fjögurra stjörnu hótel staðsett í rólegu íbúðahverfi í hjarta Reykjavíkur, frá skarkala miðbæjarins. Á Hótel Óðinsvé eru 50 herbergi, þar af 5 svítur, og 10 glæsilegar íbúðir. Stutt er í alla helstu merku staði miðborgarinnar sem og leikhús, söfn, veitingastaði og bari; allt í göngufæri. Á hótelinu er líka hinn vinsæli veitingastaður Snaps Bistro ásamt bar.

Herbergin eru búin helstu nútíma þægindum eins og flatskjásjónvarpi með innlendum og erlendum rásum, síma, og míníbar. Þar að auki er frí internettenging, kaffi- og tesett, sérbaðherbergi með sturtu og/eða baðkari, baðvörur, hárblásari, strauborð og straujárn og parketlögð gólf á öllum herbergjum.

Á jarðhæð hótelsins er veitingastaðurinn Snaps þar sem áhersla er lögð á hágæða hráefni sem eru unnin frá grunni, þægilegt umhverfi og skemmilega stemmningu. Matseðillinn er innblásinn sannri Bistro matarmenningu.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Hótel Kría

Sléttuvegur 12-14, 870 Vík

Hótel Kría opnaði sumarið 2018 í Vík í Mýrdal. Hótelið samanstendur af 72 herbergjum og einni svítu, bar og veitingarstað. Öll herbergin eru rúmgóð, björt og með þægindin í fyrirrúmi. Vík í Mýrdal einkennist af einstakri náttúru þar sem jöklar, svartar strendur og grænar hlíðar mætast. Það er eitthvað fyrir alla að finna í Mýrdalshrepp, hvort sem að það eru gönguferðir, zip-line ævintýri eða tekið hring á golfvellinum!

The Bridge

Aðalgata 60, 230 Reykjanesbær

Veitingastaðurinn, The Bridge, er opinn alla daga þar sem finna má fjölbreyttan matseðil við allra hæfi, bæði fyrir þá sem eru á hraðferð og þá sem vilja setjast niður og njóta góðs matar í fallegu og notalegu umhverfi. Á barnum eru framleiddir lúxus kokteilar og úrvalskaffiréttir og þar eru líka góð vín og kaldur á krana.

Bál Vín & Grill

Borgartún 29, 105 Reykjavík
Okkur fannst vanta meira úrval af vínbörum og veitingastöðum sem bjóða upp á vín í hærri gæðaflokki á samgjörnu verði. Út frá þessum pælingum fæddist hugmyndin að Bál, en Bál er vín og grill bar sem að notast við Japanskt Robata kolagrill sem að nær allt að 800°C og gefur matnum einstakan kola-grill keim. Einnig leggur Bál áherslu á að bjóða upp á fjölbreytt úrval af gæða léttvíni og að gera hreinskilinn mat sem parast vel með þeim vínum.

Eyja - Vínbar og Bistro

Hafnarfstræti 90, 600 Akureyri

Eyja er vínbar og Bistro, staðsett í Hafnarstræti 90 miðbæ Akureyrar.

Vín­list­inn okk­ar ein­kenn­ist af vín­um frá litl­um líf­ræn­um vín­fram­leiðend­um og gæðavín­um frá vín­inn­flytj­end­um sem við vinn­um náið með.

Danska kráin

Ingólfsstræti 3, 101 Reykjavík

Den Danske Kro er vinsæll bar staðsettur í hjarta Reykjavíkur við Ingólfsstræti 3.

Við bjóðum upp á hamingjustund alla daga frá kl. 16:00 - 19:00 og lifandi tónlist öll kvöld. Á fimmtudögum er tilboð á kokteilum og í hverjum mánuði eru viðburðir eins og hið vinsæla bjór bingó. 

Píluspjald er til staðar og við bjóðum einnig upp á allskonar borðspil sem gestir geta fengið að láni. 

Það er ávallt góð stemning á Den Danske Kro. Vertu velkomin(n). 

Vagninn

Hafnarstræti 19, 425 Flateyri
Vagninn er Veitingastaður, bar og tónleikastaður sem að er virkastur á sumrin. Hefur getið sér gott orð sem mekka menningar á Vestfjörðum þar sem landsþekktir tónlistarmenn, uppistandarar koma með list sína öðrum til yndisauka. Vagninn er einnig þekktur fyrir góðan mat og almennt góða stemningu.

Center Hotels Laugavegur

Laugavegur 95-99, 101 Reykjavík

Center Hotels Laugavegur er staðsett líkt og nafnið bendir til á Laugaveginum. Nánar tiltekið á horni Laugavegar og Snorrabrautar. Hótelið er því staðsett í hringiðu miðborgarinnar í grennd við allt það besta sem miðborgin býður upp á.  

Á Laugaveg eru 102 einstaklega fallega hönnuð herbergi sem eru björt með stórum gluggum. Sum hver snúa út á Laugaveg á meðan önnur snúa út á Snorrabraut. Þau herbergi sem eru staðsett ofarlega hafa aðgang að svölum með útsýni út á Faxaflóa. Öll nútíma þægindi er að finna inni á herbergjunum. Morgunverður fylgir með sem og frítt þráðlaust internet á hótelinu.  

Tveir veitingastaðir eru á Center Hotels Laugaveg. Annar er Lóa Bar-Bistro sem býður upp á létta rétti og Stökk er staðurinn til að staldra við ef stemming er fyrir góðri súpu, kaffi eða samloku. 

- 102 herbergi
- Morgunverður innifalinn
- Ókeypis þráðlaust internet
- Bar
- Veitingastaðurinn Lóa Bar-Bistro
- Veitingastaðurinn Stökk

Center Hotels Laugavegur er hluti af Center Hotels hótelunum sem öll eru staðsett í hjarta miðborgar Reykjavíkur. 

27 mathús og bar

Víkurhvarf 1, 203 Kópavogur

Blábjörg Resort

Gamla Frystihúsið, 720 Borgarfjörður eystri

Blábjörg Resort er staðsett í sjávarþorpinu Bakkagerði á Borgarfirði eystri, sem er náttúruperla með óteljandi útivistarmöguleika allt árið um kring. Svæðið er rómað fyrir náttúrufegurð, fjallahringurinn umvefur fjörðinn og fyrir miðjum firði, neðst í þorpinu Bakkagerði, trónir Álfaborgin yfir. 

Hafnarhólminn iðar af fuglalífi frá maí og allt til byrjun ágúst. Lundinn sest upp í hólmann fyrstu vikuna í apríl og fer svo aftur í kringum 10. ágúst. 

Í Blábjörgum finna allir eitthvað við sitt hæfi. Gisitheimilið hefur uppá að bjóða 11x lítil og snyrtileg herbergi með 3x sameiginlegum baðherbergjum, 9x lúxus hótel herbergi með sérbaði og útsýni yfir fjörðinn, og síðast en ekki síst hótel íbúðirnar okkar fjórar. Þar af eru 2x studio íbúðir með sjávarsýn, 1x 2-svefnherbergja íbúð og 1x 3-svefnherbergja íbúð. 

Veitingastaðurinn okkar, Frystiklefinn, leggur mikla áherslu á að vinna með hráefni úr nærumhverfinu og Musterið Heilsulind býður upp á fjöldan allan af meðferðum fyrir bæði líkama og sál. 

Barion Bryggjan

Grandagarður 8, 101 Reykjavík

Reykjavík Marina | Berjaya Iceland Hotels

Mýrargata 2-8, 101 Reykjavík

Reykjavík Marina er litríkt hótel við Reykjavíkurhöfn með einstakan karakter þar sem gaman er að vera. Frumleg íslensk nútímahönnun í bland við gamla muni úr slippnum einkenna hótelið og herbergi þitt, sem hefur þægindin í fyrirrúmi, en er einnig skreytt á einstakan, heimilislegan hátt.

Slippbarinn sér um veitingasöluna og er orðinn vel þekktur fyrir óhefðbundin mat og frábæra kokteila.  

  • 147 glæsileg herbergi
  • Svítur og fjölskylduherbergi
  • Í hjarta borgarinnar
  • Við Slippinn og fallega gamla hafnarsvæðið
  • Frábær matur og drykkur á Slippbarnum
  • Frítt internet
  • Bíósalur fyrir ýmis tilefni
  • Fundarherbergi og óhefðbundin fundarrými
  • Viðburðir og menning

Einarshúsið

Hafnargötu 41, 415 Bolungarvík

Einarshúsið í Bolungarvík er timburhús byggt árið 1902.  Húsið stendur á besta stað við höfnina með útsýni yfir Ísafjarðardjúp og fjöllin í kring.  Það var byggt af Pétri Oddsyni athafnamanni sem bjó þar og rak verslun.  Eftir daga Péturs keypti Einar Guðfinnsson húsið, rak þar verlsun og stýrði þaðan viðskiptaveldi sínu.  Húsið hefur verið gert upp í upprunalegri mynd og er þar rekið gistihús allt árið ásamt veitingarekstri yfir sumarmánuðina.

Einarshúsið er með 8 herbergjum, 6 tveggja manna, eitt þriggja manna ásamt þriggja manna svítu.  Herbergin eru öll með vaski en önnur baðherbergisaðstaða er sameiginleg.   Frítt og hraðvirkt þrálaust net er í herbergjum og sameiginlegum rýmum hússins.

Veitingastaðurinn er opinn alla daga frá 11:45 - 20:30 á sumrin en opnunartíminn er heldur takmarkaðri yfir vetrartímann. Einarshúsið hefur getið sér gott orð fyrir saðsamar og glæsilegar pizzur sem hægt er að fá allan daginn en einnig er boðið upp á rétt dagsins af einföldum og góðum íslenskum heimilismat.

Hægt er að fá morgunverð með gistingu sé þess óskað.

Á útiverönd er hægt að njóta matar og drykkjar á hlýjum sumardögum.

Í Bolungarvík og nágrenni er margt að skoða, má þar nefna sjóminjasafnið Ósvör,  Náttúrugripasafn Bolungarvíkur, sundlaug Bolungarvíkur, útsýnið af Bolafjalli og keyra yfir til Skálavíkur.  Ísafjörður er aðeins 13 km frá Bolungarvík.

Lindin Restaurant

Lindarbraut 2, 840 Laugarvatn

Opið allt árið. Staðsett við hlið gufubaðsins, Fontana.

Center Hotels Plaza

Aðalstræti 4, 101 Reykjavík

Center Hotels Plaza er staðsett við Aðalstræti beint fyrir framan Ingólfstorg í miðju Reykjavíkur í grennd við allt það helsta sem miðborgin býður upp á.  

Á hótelinu eru 255 herbergi sem öll eru nýuppgerð á einstaklega fallegan máta. Herbergin eru af öllum stærðum og gerðum en eiga það öll sameiginlegt að vera vel búin og notaleg. Vel flest búa að því að hafa gott útsýni yfir miðborgina, sum hver beint yfir Ingólfstorg og alla leið út á Faxaflóann.

  Morgunverður er innifalinn með öllum herbergjum hótelsins. Á hótelinu er skemmtilegur bar þar sem boðið er upp á Happy Hour alla daga frá 16:00 til 18:00 og á hótelinu er góðir salir sem bjóða upp á gott næði til fundar og/eða veisluhalda. Útgengt er út í lokað port frá sölunum þar sem gestum gefst kostur á að næla sér í ferskt loft. Gott aðgengi er að sölunum.  

Frítt þráðlaust internet er á öllu hótelinu. 

- 255 herbergi
- Morgunverður innifalinn
- Ókeypis þráðlaust internet
- Bar
- Fundarsalir
- Afgirt port á hótelinu

Center Hotels Plaza er hluti af Center Hotels hótelunum sem öll eru staðsett í hjarta miðborgar Reykjavíkur. 

 

Kaffibarinn

Bergstaðastræti 1, 101 Reykjavík

Hólanes veitingar ehf.

Hólanesvegur 11, Kantrybaer, 545 Skagaströnd

Veitingahús og bar í hjarta Skagastrandar. Bjóðum upp á almennan heimilismat, súpur ásamt pizzum og hamborgurum. Happy hours, gleði tímar alla daga 14:00 - 18:00 Sportbar þar sem hægt er að fylgjast með helstu sportviðburðum á 86" risaskjá. 

Staðsett í hinu fallega húsi, Kántrýbær.

The drunk Rabbit

Austurstræti 3, 101 Reykjavík

Írskur bar í miðbæ Reykjavíkur.

Cafe Petite

Framnesvegur 23, 230 Reykjanesbær

Cafe Petite er sætur fjársjóður vel falinn á bak við Hafnargötuna í Reykjanesbæ. Skemmtilegur bar og kaffihús þar sem m.a. má finna þrjú pool borð, spil og skákborð. Frábært úrval af bjór og sætir eftirréttir einnig í boði með kaffinu í afslöppuðu umhverfi.

Hótel Reykjavík Centrum

Aðalstræti 16, 101 Reykjavík

Hótel Reykjavík Centrum er fyrsta flokks hótel í hjarta borgarinnar. Á hótelinu fá töfrar liðinna tíma að skína í gegn, enda er það staðsett við eina af elstu götum borgarinnar, Aðalstræti. Hótelið er byggt á gömlum grunni og elsti hluti hússins var byggður árið 1764.

 Á hótelinu eru 89 herbergi með öllum helstu þægindum.

  • Morgunverður í boði
  • Bar & Café
  • Fundaraðstaða
  • Ókeypis þráðlaust net
  • Lyfta

 Hluti af Íslandshótelum.

Veitingahúsið Hvönn

Skálholt, 806 Selfoss

Veitingahúsið Hvönn er staðsett í Skálholti og er opið frá kl. 11:30-21:00. Þar er mikil áhersla lögð á að vinna matinn úr íslensku hráefni og erum við í blómlegu samtarfi við ræktendur og matvælaframleiðendur á svæðinu. Á Hvönn getur þú notið íslenskrar matargerðar matreidda á framúrstefnulegan hátt og við leggjum metnað okkar í að hafa matinn okkar heimalagaðan að hætti hússins. Við vinnum mikið með gerjaðar vörur og erum meðal annars að búa til okkar eigið Kombucha og súrkál, svo eitthvað sé nefnt. Við hlökkum til að taka á móti ykkur og bjóða ykkur velkomin.

Norð Austur - Sushi & Bar

Norðurgata 2, 710 Seyðisfjörður

Norð Austur sushi & bar er hluti af Hótel Öldunni, fjölskyldureknu hóteli í þremur byggingum staðsett á Seyðisfirði einungins nokkrum metrum frá Regnbogagötunni og Bláu Kirkjunni. Veitingastað urinn hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem einn af fremstu sushi veitingastöðum landsins og hefur m.a. hlotið viðurkenningu fyrir besta sushi landsins.

Nafn veitingastaðarins, Norð Austur er dregið af vindáttinni sem sem íbúar Austurlands þekkja vel. Veitingastaðurinn nýtir einungis ferskasta hráefni sem völ er á hverju sinni. Fiskurinn er allur veiddur á svæðinu sem tryggir ferskleika í hverjum bita.  

Veitingastaðurinn er eingöngu opinn á sumrin og því er mælt með að bóka borð fram í tímann. 

Hljómahöll

Hjallavegur 2, 260 Reykjanesbær

Hljómahöll er menningar- og ráðstefnumiðstöð í Reykjanesbæ. Þar hefur skapst mikilvægur vettvangur fjölskrúðugs mannlífs, ráðstefnuhalds, funda og menningarviðburða í Reykjanesbæ. Hið sögufræga félagsheimili Stapi er hluti af Hljómahöll og þjónar áfram sínu hlutverki eins og áður. Auk þess er nýtt Rokksafn Íslands hluti af Hljómahöll en safnið er mikið aðdráttarafl fyrir innlenda og erlenda ferðamenn sem vilja kynnast og upplifa popp- og rokksögu Íslands. Í húsi Hljómahallar hefur Tónlistarskóli Reykjanesbæjar einnig fengið nýtt og glæsilegt kennsluhúsnæði. Með tilkomu Hljómahallar er lagður grunnur að auknum atvinnutækifærum í skapandi greinum á Reykjanesi.

Pantaðu sal
Hljómahöll hentar undir viðburði af öllum stærðum og gerðum. Ráðstefnur, fundir, árshátíðir, dansleikir, afmæli, fermingarveislur, erfidrykkjur o.s.frv.

 

Hotel Reykjavík Grand

Sigtún 38, 105 Reykjavík

Hótel Reykjavík Grand er ráðstefnuhótel í kyrrlátu umhverfi í hjarta Reykjavíkur. Hótelið er stærsta ráðstefnuhótel landsins með 311 herbergi og 15 ráðstefnu- og veislusali sem rúma allt að 470 manns í sitjandi veislu og 800 manns í standandi móttöku. Á hótelinu er svo einnig að finna fyrsta flokks veitingahús, líkamsræktaraðstöðu og heilsulindina Reykjavík Spa sem býður upp á glæsilegt úrval af spa-, nudd- og snyrtimeðferðum.

  • 311 herbergi
  • Morgunverður í boði
  • Fundaraðstaða
  • Ókeypis þráðlaust net
  • Ókeypis bílastæði
  • Aðgangur að líkamsrækt
  • Spa
  • Veitingastaðurinn Grand Brasserie
  • Tveir barir; Torfastofa og Miðgarður

Hótel Reykjavík Grand hefur hlotið vottun Norræna umhverfismerkisins, Svanurinn, samkvæmt viðmiðunarreglum fyrir hótel. Hótelið hefur einnig hlotið vottun frá Túni, sem er faggild eftirlits- og vottunarstofa fyrir lífræna og sjálfbæra framleiðslu.

Reykjavík Spa ( www.reykjavikspa.is ) er heilsulind sem býður upp á fjölbreytt úrval spa-, nudd- og snyrtimeðferða. Þá er einnig líkamsræktarstöð á hótelinu fyrir hótelgesti.

Hluti af Íslandshótel hf.

Hvanneyri Pub

Hvanneyrartorfa, 311 Borgarnes

Allir eru velkomnir á Hvanneyri Pub! Ferðamenn jafnt sem heimafólk. 

Hlökkum til að sjá ykkur.

BrewDog Reykjavík

Frakkastígur 8a, 101 Reykjavík

BrewDog Reykjavík er íslenskur veitingarstaður og bjórbar á horni Frakkastígs og Hverfisgötu með áherslu á handverksbjór og hágæða íslensk matvæli. 

Okkar helsta markmið er að gera fólk jafn ástríðufullt fyrir góðum handverksbjórum íslenskum sem erlendum.

Maturinn gefur bjórnum ekkert eftir og hefur staðurinn stimplað sig inn í íslenska matarflóru með frábærum einföldum mat í amerískum BBQ stíl. 

Grímsborgir veitingastaður

Ásborgir 30, 805 Selfoss

Hótel Grímsborgir er með glæsilegan veitingastað og bar í aðalbyggingu hótelsins. Staðurinn, sem er innréttaður í fáguðum sveitastíl er afar rúmgóður og tekur allt að 240 manns í sæti. Veitingastaðurinn er opinn daglega frá 7.00 til 22.00.

Á A la Carte matseðlinum okkar má finna fjölbreytt úrval af íslenskum og alþjóðlegum gourmet réttum og fínum vínum. Lifandi tónlist, sýningar og uppákomur um helgar og eftir óskum. Hið höfðinglega morgunverðarhlaðborð er staðsett í sal veitingarstaðarins og er ávallt innifalið í gistingu á hótelinu en opið fyrir alla. Á hlaðborðinu má finna heimabakað brauð og bakkelsi, álegg, ferskt grænmeti, marmelaði og sultu, jógúrt, súrmjólk, músli og ferska ávexti, sem og heita rétti eins og hrært egg, pulsur, beikon og hafragraut. Morgunverðarhlaðborðið er opið alla daga frá kl. 7:00 – 10:00.

Barinn okkar er opinn alla daga og við erum með happy hour alla daga frá kl 16:00 – 18:00.

Veitingahúsið Suður-Vík

Suðurvíkurvegur 1, 870 Vík

Við erum fjölskyldurekið fyrirtæki.

Bjóðum upp á ferskar og góðar máltíðir gerðar af ást og staðbundnu hráefni. Þetta heillandi hús er staðsett efst á hæðinni með ótrúlegu útsýni yfir hafið, bæinn og fjöllin í kring.

Við endurnýjuðum nýlega kjallarann okkar og opnuðum hann sem bar og biðsvæði á annasömum kvöldum! Við erum með dýrindis kokteila, frábært úrval af bjór (flöskur og drög) og vín. Fylgdu okkur á facebook fyrir lifandi tónlist, spilakvöld, íþróttaviðburði og slíkt!

Vitabarinn

Bergþórugata 21, 101 Reykjavík

Burger og bjór

Húsavík Öl

Héðinsbraut 4, 640 Húsavík

Session Craft Bar

Bankastræti 14, 101 Reykjavík

Session er bar í miðbæ Reykjavíkur

Ströndin

Austurvegur 18, 870 Vík

Ströndin er nútímaleg krá í Vík þar sem þú getur komið og slakað á eftir langan dag. 

Einstök staðsetning við ströndina skapar notalegt andrúmsloft þar sem gestir geta t.d. setið og fylgst með sólinni setjast á bakvið Reynisdranga á meðan þeir gæða sér á dýrindis vetingum.

Hótel Borg

Pósthússtræti 11, 101 Reykjavík

Hótel Borg er 4 stjörnu hótel staðsett við Pósthússtræti í Reykjavík. Hótelið er í hjarta Reykjavíkur en allt í kring má finna fjölbreytt mannlíf, veitingahús og verslanir. Á Hótel Borg eru 99 herbergi, þar af eru 7 svítur og 1 turnsvíta. Líkt og hótelið sjálft eru öll herbergin innréttuð í art deco stíl sem er einkennandi fyrir bygginguna og kemur fram jafnvel í minnstu smáatriðum. Lagt var upp með þægindi í bland við fágun við hönnun herbergjanna.

Herbergin á Hótel Borg eru búin helstu nútíma þægindum eins og flatskjásjónvarpi með innlendum og erlendum rásum, síma, öryggishólfi og míníbar. Þar að auki er frí internettenging, kaffi- og tesett, sérbaðherbergi með sturtu og/eða baðkari, upphituð baðherbergisgólf, skrifborð, baðsloppur og inniskór, baðvörur, hárblásari, strauborð og straujárn og parketlögð gólf inn á öllum herbergjum.

Hótel Borg býður gesti velkomna á Borg Spa, heilsulind og líkamsrækt þar sem boðið er upp á slakandi og endurnærandi meðferðir. Heilsulindin er búin heitum potti, gufubaði, sána og afslöppunarherbergi.

Á jarðhæð hótelsins er veitingastaðurinn Jamie´s Italian þar sem áhersla er lögð á hágæða hráefni frá bæði innlendum og erlendum framleiðendum. Matseðillinn er innblásinn af Ítalskri menningu – hefðum gildum og matarástríðu Ítala, og státar af úrvals antipasti og klassískum ítölskum réttum.

Hótel Borg er eitt af fimm Keahótelum sem staðsett er í Reykjavík. 

Akureyri Backpackers

Hafnarstræti 98, 600 Akureyri

Akureyri Backpackers er staðsett í hjarta Akureyrar, við sjálfa Göngugötuna.  Stutt er í alla þjónustu, en helstu kaffihús og veitingastaðir bæjarins eru í göngufjarlægð og Sundlaug Akureyrar er einungis í 500 m fjarlægð. Þá er Menningarhúsið Hof handan við hornið og hinn landsfrægi tónleikastaður Græni hatturinn er við hliðina á Akureyri Backpackers.

Hægt er að velja um sameiginleg herbergi í svefnpokaplássi eða tveggja manna herbergi.  Sameiginlegar snyrtingar eru á öllum hæðum og sturtuaðstaða er í kjallara.

Á jarðhæð er svo ferðamiðstöð ásamt veitingastað og bar þar sem hægt er að njóta léttra veitinga.

• Morgunverður
• Uppábúin rúm
• Eldhús og grillaðstaða
• Veitingasala
• Þráðlaust internet
• Sturtur
• Gufubað
• Skíðageymsla
• „Preppaðstaða“ fyrir skíðafólk
• Þvottavélar
• Upplýsingamiðstöð
• Læstir skápar
• Farangursgeymsla
• Hópar velkomni

 

Bestu kveðjur/Best regards


Akureyri Backpackers staff

Hótel Blönduós

Aðalgata 6, 540 Blönduós

Hótel Blönduós er nýuppgert hótel með langa sögu. Vorið 2023 var blásið til nýrrar sóknar og opnað endurnýjað hótel með 19 herbergjum af ýmsum gerðum; einstaklingsherbergi, tveggja manna herbergi og fjölskylduherbergi. Baðherbergi er á öllum herbergjum sem og sturta en fjölskylduherbergin eru með baði. Útsýnið er breytilegt eftir herbergjum, ýmist yfir gamla bæinn eða Húnaflóann.

Fjölbreytt úrval veitinga: 

Apótekarastofan: hluti af Hótel Blönduósi. Er staðsett í Helgafelli Aðalgötu 8, þar var apótek sýslunnar til húsa áður fyrr. Boðið er upp á á kaffi og kökur, súpur og fleira og rólegt umhverfi í þessum elsta hluta bæjarins.
Einnig eru ýmsar vörur til sölu, sem gætu hentað heimamönnum og ferðafólki. Þar á meðal gönguskó, fatnað, matvöru notaðan borð borðbúnað og fallega handunna dúka.
Lögð er áhersla á umhverfi og endurvinnslu. Húsgögnin okkar og borðbúnaður er að mestu notaður.
Í Apótekarastofunni er heimilislegt andrúmsloft. Að auki er boðið upp á fjölbreytta viðburði eins og prjónakvöld, tónleika og ýmislegt fleira.  

Krúttvagninn: matarvagn sem býður upp á skyndibita og er yfirleitt staðsettur á Blönduósi, við ÓB stöðina. 

Sýslumaðurinn: veitingastaður Hótels Blönduóss. Lögð er mikil áhersla á gæði hráefnisins og leitumst við eftir því að vera með lambakjöt, kindakjöt og lax sem hefur tengingu við svæðið enda er héraðið rómað fyrir gjöfulan landbúnað og heimsþekktar laxveiðiár. Einnig er hægt að fá vegan og grænmetisrétti. 

Kvosin Downtown Hotel

Kirkjutorg 4, 101 Reykjavík

Kvosin hótel er staðsett í sögufrægri byggingu í hjarta borgarinnar. Nágrannar okkar eru Alþingi og Dómkirkjan þannig að gestir okkar eru sannarlega hluti af sögunni. Húsið var byggt árið 1900 en gert upp árið 2013 og uppfyllir hótelið allar þarfir nútíma ferðamannsins.

Verið velkomin.

Slippbarinn

Mýrargata 2, 101 Reykjavík

Þú færð þér sæti í notalegu andrúmslofti innan um nútímahönnun í bland við gamla tíma. Í hlýrri birtunni horfirðu út á hafið og lifandi iðnað með aldalanga sögu. Þú finnur angan af eimuðum sítrónuberki af barnum og steiktum humri úr eldhúsinu. 

Þú bragðar á kokteil sem þú gleymir aldrei. Slippbarinn snýst um ógleymanleg augnablik.

Micro Roast - Vínbar

Grandagarður 16, Grandi Mathöll, 101 Reykjavík

Uppsalir Bar and Café

Aðalstræti 16, 101 Reykjavík

Sagan er við hvert fótmál í Aðalstrætinu og eru Uppsalir engin undantekning. Uppsalir standa þar sem Ullarstofan var áður, en Ullarstofan var hús Innréttinganna og stóð syðst í Aðalstræti.

Á Uppsölum er boðið upp á létta rétti, tertur og eftirrétti, auk fjölbreytt úrval drykkja. Barinn er tilvalinn fyrir móttökur og til að hafa það huggulegt við arineld.

Hlemmur Mathöll

Laugavegur 107, 105 Reykjavík

FYRSTA STOPP FYRIR SÆLKERA

Hlemmur - Mathöll sækir innblástur í hinar rómuðu evrópsku mathallir. Hlemmur hefur gengið í endurnýjun lífdaga sem lifandi Mathöll. Þar koma saman tíu metnaðarfullir kaupmenn og reiða fram mat og drykk af bestu sort í miðborg Reykjavíkur.

Ferðaþjónustan Bakkaflöt

Tungusveit, 560 Varmahlíð

Bakkaflöt er fjölskyldurekið fyrirtæki sem byrjaði með gistingu og veitingar árið 1987. Erum með gistingu í smáhýsum með sérbaði, herbergjum með sameiginlegu baði, stærri sumarhúsum og tjaldstæði. Sundlaug, heitir pottar, veitingastaður og bar á staðnum. 

Frá árinu 1994 höfum við boðið upp á fljótasiglingar niður Austari og Vestari jökulsá. 

Í sumar(2020) erum við með tilboð í Vestari jökulsá: 11.900 kr á mann. 8.000 kr fyrir 9-12 ára. 

Frábær ferð um skemmtilegt landslag. Stoppað til að fá sér kakó úr heitri uppsprettu og svo er auðvitað stoppað við stökk klettinn og þeir sem vilja stökkva ofan í ána. 

Bjóðum einnig upp á Sit on top Kayak ferðir niður Svartá, Paintball, Þrautabraut og Loftbolta. 

Á staðnum: Gisting í smáhýsum með sérbaði, stærri sumarhúsum, herbergjum án baðs, tjaldstæði, lítil sundlaug og heitir pottar, veitingastaður og bar.

Krían - Sveitakrá

Kríumýri, 801 Selfoss

Sveitakráin Krían er á Kríumýri, rétt við Selfoss. Um er að ræða ekta sveitakrá sem tekur um 60 manns í sæti auk sólskála sem tekur 30 manns í sæti. Á staðnum er hljóðkerfi og hljóðfæri, s.s. gítarar og píanó auk skjávarpa, flatskjár og karaoke, sem notið hefur mikilla vænsælda. Á staðnum er pílukast, internettenging og aðstaða til útileikja. Tekið er á móti litlum sem stórum hópum í mat og til að mynda boðið upp á ekta íslenska kjötsúpu með brauði, grillað lambalæri með kartöflum, fersku salati og heitri sósu og fiskibollur í lauksmjöri með kartöflum og salati. Einnig er boðið upp á pottrétti með brauði. Krían er tilvalinn staður fyrir óvissuferðir, starfsmannafélög, vinnustaði og aðra hópa til að koma saman og skemmta sér í fallegu sveitaumhverfi. Tilboð eru gerð fyrir hópa. Áhersla er á persónulega og góða þjónustu en rekstraraðilar eru hjónin María Davíðsdóttir og Hörður Harðarson.

 

Hótel Siglunes

Lækjargata 10, 580 Siglufjörður

Siglunes var byggt sem hótel árið 1935 og hét þá Hótel Siglufjörður.
Miklar endurbætur hafa verið gerðar á húsinu og áhersla lögð á að gera herbergin sem heimilislegust og aðstöðuna eins þægilega og hugsast getur fyrir ferðafólk.
Sjáðu hvað er laust og bókaðu herbergi beint í gegnum vefinn.

Akureyri | Berjaya Iceland Hotels

Þingvallastræti 23, 600 Akureyri

Akureyri, Berjaya Iceland Hotels er vinalegt hótel með fallega innréttuð herbergi og frábæra aðstöðu á besta stað í bænum. Sundlaugin er hinum megin við götuna og stutt ganga í miðbæinn. Útsýnið er til fjalla og skíðaævintýrið er handan við hornið en skíðarútan stoppar beint fyrir utan hótelið á veturna ásamt því sem hótelið býður upphitaðar skíðageymslur. Hótelgarðurinn er einstaklega notalegur bæði sumar og vetur, með arineldi, skinnábreiðum og yljandi drykk, eða gómsætt High Tea að breskri fyrirmynd.

  • 99 hótelherbergi
  • 12 herbergi með hjólastólaaðgengi
  • Aurora, glæsilegur veitingastaður og bar
  • Frábær staðsetning, sundlaugin steinsnar í burtu
  • Frítt internet
  • Flott fundar- og veisluaðstaða
  • Fallegur hótelgarður þar sem gestir geta notið veitinga
  • High Tea að breskri fyrirmynd

Kanslarinn

Dynskálum 10c, 850 Hella

Veitingastaðurinn og Hótel Kanslarinn er við Þjóðveg 1 á Hellu. Við bjóðum upp á alls kyns mat - hamborgara, pizzur, samlokur, steikur og fiskrétti, ásamt boltanum í beinni og böll öðru hvoru. Góð og notaleg herbergi við allra hæfi.

Ölstofa Kormáks og Skjaldar

Vegamótastígur 4, 101 Reykjavík

Vínstúkan Tíu sopar

Laugavegur 27, 101 Reykjavík

Notalegur bar með góðu úrvali af vínum, góðum mat og andrúmslofti. Nú einnig takeaway.

Forsetinn

Laugavegur 51, 101 Reykjavík

Forsetinn er þægilegt kaffihús og bar að Laugavegi 51.

Kaldi bar

Laugavegur 20b, 101 Reykjavík

Gamla Kaupfélagið ehf

Kirkjubraut 11 , 300 Akranes

Gamla Kaupfélagið leggur áherslu á að bjóða upp á úrvals mat og góða þjónustu á sanngjörnu verði. Bjóða upp á matseðil, taka á móti hópum og eru með veisluþjónustu. Opið mánudaga-fimmtudaga frá 11:30-21:00, föstudaga-laugardaga frá 11:30-22:00 og sunnudaga frá 17:00-21:00.

Miðgarður by Center Hotels

Laugavegur 120, 101 Reykjavík

Mitt í miðri Reykjavík er Miðgarður by Center Hotels.  Hótelið er staðsett ofarlega á Laugavegi og er því nálægt öllu því helsta sem miðborgin býður upp á.  

Á hótelinu eru 170 nýmóðins og notaleg herbergi sem öll eru fallega innréttuð með útsýni yfir miðborgina og bjóða upp á öll nútímaþægindi. Litlu smáatriðin eru nákvæmlega eins og þú vilt hafa þau. Morgunverður er innifalinn með öllum herbergjum hótelsins.  Miðja hótelsins er iðagrænn og fallegur garður þar sem gott er að eiga notalega stund. Útgengt er í garðinn frá rúmgóðu alrými hótelsins sem og frá veitingastaðnum Jörgensen Kitchen & Bar sem staðsettur er á jarðhæð hótelsins. 

Vel búin heilsulind er á Miðgarði þar sem finna má gufubað, heitan pott innandyra sem og utandyra og líkamsræktaraðstöðu.  Boðið er upp á úrval af nuddmeðferðum í heilsulindinni.  Fundarsalir eru á hótelinu og eru þeir allir bjartir, skemmtilega hannaðir með litríkum og nútímalegum húsgögnum.  Gott aðgengi og næði er að finna í fundarsölunum. 

  • 170 herbergi
  • Morgunverður innifalinn
  • Ókeypis þráðlaust internet
  • Heilsulind
  • Líkamsræktaraðstaða
  • Veitingastaðurinn Jörgensen Kitchen & Bar
  • Bar
  • Fundarsalir
  • Afgirtur garður í miðju hótelsins 

Hluti af Center Hotels hótelunum sem öll eru staðsett í hjarta miðborgar Reykjavíkur.

Græni Hatturinn

Hafnarstræti 96, 600 Akureyri

Græni hatturinn er fyrir löngu orðinn einn þekktasti tónleikastaður landsins enda boðið upp á fjölbreytta og metnaðarfulla dagskrá allt árið um kring. Á Græna hattinum hafa komið fram allir helstu tónlistarmenn þjóðarinnar auk fjölda erlendra gesta.  Opnunartíma og tónleikadagskrá má sjá HÉR

Micro Bar

Vesturgata 2, 101 Reykjavík

Kaffi Lára - El Grilló Bar

Norðurgata 3, 710 Seyðisfjörður

Kaffi Lára – El Grilló Bar er fjölskyldu rekinn veitingastaður og bar sem stofnaður var árið 2001 og er staðsettur í hjarta Seyðisfjarðar við regnbogagötuna.

Staðurinn er þekkastur fyrir að bjóða uppá ýmsa ljúffenga rétti sem eru matreiddir á útigrilli staðarins. Á matseðlinum er meðal annars boðið uppá hinn geysivinsæla El Grilló hamborgara, hægelduð BBQ svínaríf, grænmetis borgara og grillaðan camenbert. Þar fyrir utan er einnig boðið uppá ýmsar gómsætar kökur og kaffi.

Kaffi Lára er ekki síst þekkt fyrir sinn eigin bjór, El Grilló sem hefur flætt á krönum barsins frá 2006, einnig er boðið uppá breytt úrval íslenskra gæða bjóra.

Borðpantanir eru ekki nauðsynilegar nema fyrir hópa með fleiri en 8 manns.

Sjáumst á Lárunni – Engin Miskunn

Flame - veitingahús og bar

Katrínartún 4, 105 Reykjavík

Flame er veitingahús og bar þar sem ferskleiki, gæði og upplifun eru í fyrirrúmi. Hugmyndin er innblásin af Japönsku matargerðinni Teppanyaki.

32 sæta sérsmíðað Teppanyaki borð, eitt af stærstu matreiðsluborðum Íslands. Teppanyaki mestari okkar mun búa til stóra elda og sýna alls konar listir meðan hann eldar matinn fyrir framan þig með kúnstir sínar. Einstök upplifun í hjarta Reykjavíkur.

Hressó Hressingarskálinn

Austurstræti 20, 101 Reykjavík

Hressingarskálinn eða Hressó eins og hann er oft nefndur, er vel staðsettur veitinga- og skemmtistaður með fjölbreytta skemmtidagskrá og ljúffengan matseðil þar sem boðið er upp á súpur, salöt, hamborgara, steikur, grillmat, morgunmat og margt fleira girnilegt á góðu verði. Hressingarskálinn er alltaf með nýjan og spennandi sérréttamatseðil auk klassísku Hressó réttanna á matseðli. 

Hressó er tilvalinn fyrir fyrirtækja- og einkahópa til að njóta ljúffengrar máltíðar og lifandi tónlistar á frábæru verði í hjarta miðbæjarins.

Við bjóðum uppá þráðlausan aðgang að internetinu þér að kostnaðarlausu.

Tapas Barinn

Vesturgata 3b, 101 Reykjavík

Tapasbarinn er fullkomin staður til að skella sér á eftir vinnu og fá sér tapas og rauðvín í góðra vina hópi í skemmtilegri spænskri stemmningu!

Þú getur smakkað um yfir 70 gómsæta tapasrétti, saltfisk, paellu, humar, lunda og svo miklu miklu fleira.

Lamb í lakkríssósu og beikonvafinn hörpuskel með döðlum er eitthvað sem allir verða að smakka, og að ógleymdum hvítlauksbökuðum humarhölum sem eru algert sælgæti!

Til að fá alvöru spænska stemmingu í æð, þarftu að smakka okkar heimsfræga Sangria með fullt af ávöxtum og okkar eigin leyniblöndu!

Spánverjar búa að ríkri tapas-hefð sem endurspeglar hinn spænska líffstíl. Að borða Tapas er að borða frjáls frá reglum og stundaskrám. Tapas er fyrir þá sem vilja njóta lífssins og eiga notalegar stundir með góðum vinum.

Frábært er fyrir hópa að koma saman og hafa ótrúlega gaman, flestir hópar fara í óvissuferðina hjá okkur sem inniheldur fordrykk, 7 tapas rétti og eftirrétt.

Fyrir þá sem eru seint á ferðinni er gott að vita að Tapasbarinn er eini veitingastaðurinn í Reykjavík sem er með opið eldhús til kl. 00:00 um helgar og 23:00 virka daga.

Grandi mathöll

Grandagarður 16, 101 Reykjavík
Grandi mathöll er með níu götu bita staði (street food) og er mathöllin staðsett í fiskmarkaðsskemmu á Grandanum.
Staðirnir bjóða upp á frumlega rétti með áherslu á íslenskt hráefni. Þeir flæða mjög vel saman við grænmetisverslun á staðnum og kaffi- og vínbar.
Nálægðin við sjóinn er einstök og alveg eins víst að gestir upplifi löndun á fiski - fiski sem gæti endað á borðum þeirra.
Við viljum vera vettvangur sem stendur fyrir hugsjónir um ferska og hreina íslenska matvöru, einstaka fjölbreytni, umhverfisvænar vörur og heilbrigðan og skemmtilegan lífsstíl.

Hilton Reykjavík Nordica

Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík

Hilton Reykjavík Nordica er eitt glæsilegasta hótel landsins og er hluti af Icelandair hótel fjölskyldunni. Hilton Reykjavík Nordica leggur mikla áherslu á að vanda til verka og bjóða ætíð fyrsta flokks þjónustu í gistingu, mat og drykk.

Veitingastaðurinn VOX Brasserie og VOX Bar eru staðsett á fyrstu hæð hótelsins ásamt spennandi rýmum hafa nú bæst við: VOX Club, VOX Home og VOX Lounge. Á hótelinu er einnig að finna fyrsta flokks heilsulind og líkamsræktarstöð, Hilton Reykjavik Spa.

Stutt er í verslanir, veitingastaði og skemmtanalífið í miðborginni.

 

Íslenski barinn

Ingólfsstræti 1a, 101 Reykjavík

Þann 22. janúar 2009 varð Íslenski barinn til, allavega sem hugmynd en skömmu síðar sem fullskapaður staður. Þetta var daginn sem táragasi var beitt á Austurvelli í búsáhaldabyltingunni. Hundruðir flúðu gasið og fengu aðhlynningu frá starfsfólki jafnt og gestum sem höfðu verið inni á staðnum þegar gashylkin sprungu fyrir utan. Þarna áttaði fólkið sig á hvað skipti máli, hve römm taugin er og hve gott var að hafa stuðning hvert af öðru.x Íslenski barinn hélt áfram að vera skjól skelfdri þjóð og staður til að ræða málin.

Ekkert varir að eilífu og svo fór að Íslenski barinn vék fyrir nýjum stað. Hann lagðist í híði í á annað ár en þá var það sem stofnandi Íslenska barsins rétti keflið til valkyrju sem áður starfaði þar. Úr varð að fyrrum veitingastjórinn, Veronika, tók stökkið og hóf annan kafla í sögu Íslenska barsins. Augljóslega má sjá að sál staðarins er sú sama en umgjörðin er betri á Ingólfsstræti. Á fyrsta degi, 2. mai 2014 mátti sjá kunnugleg andlit gesta frá gamla staðnum, fólkið sem þá hópaðist saman til að reyna að átta sig á erfiðum tímum. Það kemur nú til að plana framtíðina, viðra hugmyndir og hefja sókn.x

Það er okkur sönn ánægja að hafa þig með okkur inn í framtíðina, þú ert í góðum félagsskap. Ævintýri enn gerast!

Center Hotels Arnarhvoll

Ingólfsstræti 1, 101 Reykjavík

Nálægðin við höfnina, Hörpu og dásamlega útsýnið yfir miðborgina, Faxaflóann og fjöllin blá gera Arnarhvol að einstökum dvalarstað.  Yfirbragð hótelsins er afar nútímalegt, allt frá fallegri gestamóttöku til herbergjanna sem eru 104 talsins, öll björt með nútíma þægindum.

Morgunverður er innifalinn með öllum herbergjunum og er hann borinn fram á efstu hæð hótelsins á veitingastaðnum SKÝ Restaurant & Bar.  Útsýnið á efstu og jafnframt áttundu hæð er þannig að Skálafell, Móskarðshnjúkar, Esjan öll og Akrafjall blasa við en hinu megin er einstaklega notalegur veitingastaður þar sem boðið er upp á gómsætar veitingar.  Einstök forréttindi fyrir þá sem kunna að meta góðan mat og fallegt útsýni. Veitingastaðurinn er opinn alla daga til miðnættis. Á hótelinu er að finna heilsulind með heitum potti, gufubaði og slökunarrými.  Boðið er upp á nudd í heilsulindinni.  

  • 104 herbergi, 202 rúm
  • Morgunverður innifalinn
  • Ókeypis þráðlaust internet
  • Heilsulind
  • Veitingastaðurinn SKÝ Restaurant & Bar
  • Bar
  • Einstakt útsýni yfir miðborgina og Faxaflóann 

Hluti af Center Hotels hótelunum sem öll eru staðsett í hjarta miðborgar Reykjavíkur.

Skál

Hlemmur Mathöll, 105 Reykjavík

SKÁL! leggur áherslu á frumlega kokteila, úrval íslenskra bjóra og frumlega smárétti með íslensku ívafi.

Stracta Hótel

Rangárflatir 4, 850 Hella

Stracta Hótel er fjölskyldurekið hótel í eigu Hreiðars Hermannssonar sem stendur einnig vaktina sem hótelstjóri.

Staðsetning hótelsins er upplögð fyrir ferðalanga í leit að ævintýrum á suðurlandinu en þar er að finna fjöldan allan af helstu náttúruperlum landsins. Starfsfólkið okkar í móttökuni veitir gestum með glöðu geði aðstoð við að finna áhugaverða staði til göngu- eða skoðunarferða og ef fólk er að leitast eftir annarskonar ferðum erum við í samsstarfi við fjölda ferðaþjónustuaðila sem bjóða upp á fjölbreytta dagskrá og afþreyingu. Eftir útiveruna er tilvalið að snæða góðan mat en Bistroið okkar leggur upp með að notast við hráefni úr næsta nágrenni og er það opið frá 11:30 – 22:00.

Við mælum eindregið með að gestir ljúki deginum með slökun í heitu pottum og sánum sem allir gestir hafa aðgang að án endurgjalds. Verslun með vönduðum íslenskum gjafavörum ásamt hlýjum fatnaði má finna á neðri hæð hótelsins. 

Finnnið okkur á Facebook hér.

Askur Taproom

Fagradalsbraut 25, 700 Egilsstaðir

Askur Taproom er handverksbar á Egilsstöðum. Í samstarfi við Austra Brugghús er boðið upp á fjöldan allan af handverksbjórum. Einnig er gott úrval kokteila í boði.
Boðið er upp á ýmiskonar afþreyingu svo sem pílu, beerpong og borðspil. Þá er sýnt frá öllum helstu íþróttaviðburðum á stórum skjá. Happy hour er alla daga milli kl. 16 og 18. Hægt er að njóta veitinga frá Ask Pizzeria á staðnum.

Port 9

Veghúsastígur 7-9, 101 Reykjavík

Fallegur vínbar sem leggur áherslu á að bjóða upp á frábært úrval af léttvínum og smáréttum.

Center Hotels Klöpp

Klapparstígur 26, 101 Reykjavík

Ef þú vilt vera í hringiðu miðbæjarins þá er Center Hotels Klöpp hárrétti staðurinn. Hótelið er staðsett á horni Klapparstígs og Hverfisgötu.  

Á Klöpp eru 46 herbergi sem eru rúmgóð og bjóða ýmist upp á útsýni yfir Klapparstíginn, Hverfisgötu eða Hjartagarðinn. Öll herbergin eru einstaklega notaleg og bjóða upp á öll nútíma þægindi.  

Morgunverður fylgir með öllum herbergjunum á Klöpp sem og frítt þráðlaust internet. Staðsetning hótelsins er einstaklega góð og örstutt er í miðbæjarfjörið. Á hótelinu er lítill bar þar sem boðið er upp á Happy Hour alla daga frá 16:00 til 18:00. 

- 46 herbergi
- Bar
- Morgunverður innifalinn
- Ókeypis þráðlaust internet

Center Hotels Klöpp er hluti af Center Hotels hótelunum sem öll eru staðsett í hjarta miðborgar Reykjavíkur. 

Bravó Bar

Laugavegur 22, 101 Reykjavík

Bravó er kaffihús, bar og skemmtistaður sem er með lengsta og besta happy hour í bænum. Við bjóðum upp á alla litaflóruna af bjór auk skemmitlegra drykkja. Erum auk þess nýlega kominn með stóran og fjölbreyttan matseðil. Það er fjölbreytt og lífleg dagskrá á Bravó allt árið um kring, plötusnúðar á kvöldin og litir, spil og spjall á daginn. Bravó er LGBTQ+ friendly staður.

Take Off Bistro

Keilisbraut 762, 235 Reykjanesbær

Take Off Bistro er nýr huggulegur veitingastaður á Konvin hótelinu á Ásbrú. Lagður er metnaður í einfaldan og vandaðann matseðil bæði í hádeginu og á kvöldin. 

Matseðilinn, tilboð og upplýsingar má finna inn á heimasíðu staðarins og samfélagsmiðlum

Happy hour er daglega.

Hægt er að bóka borð með því að hafa samband í gegnum miðla staðarins eða á Dineout appinu.

Reykjavík – Dalur HI Hostel / Farfuglaheimili

Sundlaugavegur 34, 105 Reykjavík

Reykjavík - Dalur HI Hostel / Farfuglaheimili býður gesti velkomna í Laugardalinn, í stílhreina og sérlega hagkvæma gistingu hvort sem er fyrir fjölskylduna, vinahópinn, æfingafélagana eða allt stuðningsliðið. Sendið okkur endilega ósk um tilboð fyrir stærri hópa.

Á Hostelinu eru stílhrein og þægileg 2ja til 5 manna fjölskylduherbergi með sér baði. Lín og handklæði innifalin. Hægt er að fá barnarúm. Gestir hafa aðgengi að fullbúnum gestaeldhúsum, WIFI, farangursgeymslum, stofum og frírri gestaþvottahúsi.

Fjölskyldukaffihús Dalur er opið alla daga og frábær aðstaða fyrir barnafólk þar sem boðið er upp á morgunverð, heimabakað og léttar veitingar.

Aðgengi hjólastóla er ágætt. Næg frí bílastæði og flugrútan stoppar fyrir utan.

Reykjavík - Dalur HI Hostel / Farfuglaheimili ber umhverfismerki Norðurlandanna - Svaninn - síðan 2004.

Verið velkomin að njóta gestrisni í Laugardalnum.

ÚPS - Restaurant

Hafnarbraut 34, 780 Höfn í Hornafirði

ARA - Restaurant & Bar

Búðakór 1, 203 Kópavogur
ARA - Restaurant & Bar býður upp á eldbakaðar pizzur, hamborgara, Quesadillas, brauðstangir, kaldan á krana og að sjálfsögðu boltann í beinni.

Skaftfell Bistró

Austurvegur 42, 710 Seyðisfjörður

Skaftfell Bistro er staðsett á fyrstu hæð Listamiðstöðvar Skaftfells, að Austurvegi 42, á Seyðisfirði. 

Veitingastaðurinn býður upp á nýstárlegan matseðil með hefðbundnum íslenskum réttum með nýstárlegu ívafi.

Hluti veitingastaðarins er einnig gallerý sem sýnir verk eftir bæði svissnesk-þýska listamanninn Dieter Roth, sem bjó og starfaði á Seyðsifirði síðasta áratug ævi sinnar og einnig verk samtímalistamanna á Austurlandi.

Bistro-ið leggur upp með sjálfbærni og ber virðingu fyrir náttúrunni.

Bistró vinnur með ferskt hráefni úr heimabyggð og styður við bakið á bændum, sjómönnum, framleiðendum á svæðinu. 

Jörgensen Kitchen & Bar

Laugavegur 120, 101 Reykjavík

Jörgensen Kitchen & Bar er skemmtilegur veitingastaður staðsettur á besta stað í borginni, á Laugavegi 120.

Á veitingastaðnum er að finna ljúffengar veitingar, góða þjónustu, létt yfirbragð og fallegt umhverfi. Útkoman er einskær notalegheit þar sem allir geta fundið sér eitthvað við hæfi. Matseðillinn á Jörgensen samanstendur af bragðgóðum réttum og spennandi drykkjum.

Happy Hour er alla daga frá 16:00 - 18:00, en á fimmtudögum er hann lengdur til kl. 20:00 þegar boðið er upp á lifandi tónlist.

Veitingastaðurinn er staðsettur á jarðhæð þar sem einnig er aðgengi að garði með borðum og stólum sem hægt er að sitja við og njóta matarins þegar vel viðrar. Veitingastaðurinn er rúmgóður og getur því tekið við bæði stórum og smáum hópum, en í boði er úrval rétta á hópmatseðli veitingastaðarins.

Exeter Hótel

Tryggvagata 12-14, 101 Reykjavík

Exeter Hótel er töff og nútímalegt 106 herbergja hótel í miðbæ Reykjavíkur. Hótelið er glæsilega hannað og með skemmtilegum veitingastað, bar og dásamlegu bakaríi. Öll herbergi og svítur eru með nútímalegum húsgögnum, þráðlausu interneti, ísskáp og Nespresso kaffivél. Einnig býðst hótelgestum að slaka á í notalegu gufubaði og nýta sér glæsilega líkamsræktaraðstöðu.

Sólon Bistro

Bankastræti 7a, 101 Reykjavík

Sólon Bistro býður upp á úrval smárétta, salöt, hamborgara, samlokur og steikur ásamt ferskum fiski daglega. Sólon Bistro er í miðbæ Reykjavíkur, með líflegt og rómantískt yfirbragð.

Hægt er að leigja sal á efri hæð hússins.

Fjölbreytt úrval drykkja.

Verið velkomin.

Ölverk Pizza & Brugghús

Breiðamörk 2, 810 Hveragerði

Á Ölverk hafa tveir hlutir verið fullkomnaðir, handverksbjór úr okkar eigin brugghúsi og eldbakaðar pizzur úr deigi sem útbúið er á staðnum daglega. Ölverk er staðsett  í Hveragerði, í 35 mínútum aksturfjarlægð frá Reykjavík . Á bak við hugmyndina að Ölverk liggur einlægur áhugi á eldbökuðum handverkspizzum og bruggun á vönduðum bjórum. Á stuttum tíma hefur Ölverk náð að skapa sér gott orðspor enda afar sérstætt og merkilegt á heimsvísu fyrir brugghús sem Ölverk að nýta jarðhitaorku í framleiðsluferli bjórsins.

Í boði eru skemmtilegar bjórkynningar sem eru tilvaldar fyrir allar smærri eða stærra hvata-, og hópeflisferðir. Í kynningunum er stiklað á bjórsögu Íslands, jarðhitavirkni Hengil svæðisins og nýtingu þeirrar orkuauðlinda hér á Íslandi. Aðaláherslan liggur svo í skemmtilegri og fræðandi frásögn um einstakt bjórframleiðsluferli Ölverks og fá gestir að smakka á fjórum bjórtegundum á meðan kynningu stendur. Hefðbundin bjórkynning varir í 30 til 40 mínútur og bókast á olverk@olverk.is.  

Á matseðli Ölverks er að finna afar fjölbreytt úrval af forréttum, salötum og eldbökuðum pizzum við allra hæfi.

Á Ölverk eru átta bjórkranar með síbreytilegum bjórtegundum framleiddum á staðnum en einnig er gott úrval af vörum frá öðrum íslenskum áfengisframleiðendum.  Á matseðli Ölverks er að finna afar fjölbreytt úrval af forréttum, salötum og eldbökuðum pizzum við allra hæfi.

Frá stofnun Ölverk vorið 2017 hefur Ölverk framleitt sínar eigin sterku sósur eða ´hot sauce´ og notað við framleiðslu á þeim chili sem ræktaður er af þeirra eiginn chili-bónda í gróðurhúsi sem er upphitað með jarðgufu. Þessa sterku en bragðgóðu sósu, sem nú eru fáanlegar í öllum betri verslunum, ganga undir nafninu Eldtungur og eru orðnar fjórar talsins.

Malbygg Taproom

Skútuvogur 1G, 104 Reykjavík

Brugghús með áherslu á gæðabjór.

Landhótel

Við Landveg (Road nr 26), 851 Hella

Verið velkomin á Landhotel sem er staðsett í friðsælu umhverfi Landsveitar á Suðurlandi. Þegar þú nálgast hótelið tekur á móti þér töfrandi fjallasýn til austurs þar sem Hekla rís tignarlega í fjarska.

Þegar þú kemur inn á hótelið tekur á móti þér hlýtt og aðlaðandi andrúmsloft sem lætur þér strax líða vel. Hótelið er innréttað í notalegum Rustic stíl, með sambland af viðar- og steinveggjum og nútímalegum húsgögnum. 

Herbergin eru rúmgóð og vel útbúin, með þægilegum rúmum, hágæða rúmfötum og öllum þeim þægindum sem þú þarft fyrir afslappandi dvöl. Öll herbergin eru einnig með setusvæði, þar sem þú getur notið töfrandi útsýnis til fjalla eða sveita.

Hótelið býður upp á úrval af afþreyingu til að hjálpa þér að slaka á og tengjast náttúrunni. 

Í SPA-inu okkar eru tvær saunur, ein infrafauð og ein gufu sauna. Einnig erum við með heitan pott á frábærum útsýnisstað fyrir utan gufubaðsaðstöðu okkar. Gestir hafa einnig aðgang að líkamsrækt okkar og leikherbergi með billjard og pílu. Hér er svo sannarlega hægt að slaka á og njóta.

Fyrir þá sem vilja fara í ævintýragírinn þá getur hótelið skipulagt skoðunarferðir með leiðsögn um Landmannalaugar, Þórsmörk, Fjallabak Syðra og aðra ævintýralega staði.

Veitingastaður hótelsins býður upp á ljúffenga, staðbundna matargerð í notalegu og rómantísku umhverfi. Á matseðlinum er úrval rétta sem eru úr ferskum hráefnum úr heimabyggð og endurspeglar það sem fæst úr nánast umhverfi. Starfsfólk okkar er alltaf reiðubúið til að mæla með uppáhaldsréttunum sínum og drykkjum.

Við Landhótel eru tvær hleðslustöðvar fyrir rafbíla sem eru einungis ætlaðar fyrir gesti hótelsins.

Hvort sem þú ert að leita að notalegri gistingu, útivistarævintýri eða rómantísku fríi, þá er Landhótel fullkominn áfangastaður fyrir þig.

Skerjakolla

Bakkagata 10, 670 Kópasker

Bara Ölstofa Lýðveldisins

Brákarbraut 3, 310 Borgarnes

Ölstofan er lítil, fjölskyldurekin, fjölskylduvæn matkrá í Borgarnesi. Við sérhæfum okkur í íslenskum handverksbjórum og matargerð með mikilli ást, ásamt viðburðum og afþreyingu.

Skúli Craft Bar

Aðalstræti 9, 101 Reykjavík

Skúli Craft Bar er á Fógetatorginu við Aðalstræti 9. Skúli er sjálfstæður bar sem sérhæfir sig í handverksbjór í hæsta gæðaflokki.

Bjórvitund okkar Íslendinga fer ört vaxandi og í ljósi þess verður ekki lengur hægt að bjóða okkur upp á hvaða bjórsull sem er því gæðakröfur okkar á bjór eru einfaldlega að aukast. Við hjá Skúla Craft Bar heyrum þessar kröfuraddir bjórunnenda og mætum þeim með notalegum stað í hjarta borgarinnar þar sem hægt er að njóta handverksbjórs í hæsta gæðaflokki. Þú þarft ekki að taka flugið lengur, kíktu heldur við Í Aðalstræti 9, við Fógetatorgið, 101 Rvík og bjóddu bragðlaukunum með í ævintýraferð.

Ölstofa Akureyrar

Kaupvangsstræti 23, 600 Akureyri

Ölstofa Akureyrar er nýr bar í gilinu á Akureyri, sýnum enska boltann á efri hæðinni en alltaf sama góða stemmingin niðri :)

Dubliner

Naustin 1, 101 Reykjavík

Canopy by Hilton Reykjavik City Centre

Smiðjustígur 4, 101 Reykjavík

Canopy Reykjavík er staðsett í hjarta miðbæjarins og sameinar fallega hönnun, öðruvísi listaverk og öll helstu þægindi hótels.

Segull 67 Brugghús

Vetrarbraut 8, 580 Siglufjörður

Segull 67 er fjölskyldurekið brugghús, staðsett á Siglufirði í gamla frystihúsinu sem hefur verið tómt til margra ára. Árið 2015 var hafist handa og gamla frystihúsið fékk nýtt hlutverk. Verksmiðjan sjálf er inni gamla frystiklefanum og smökkunar barinn þar sem fiskurinn var frystur í pönnur og fyrir ofan allt saman var sjálf fisk vinnslulínan. Nú er hægt að taka brugghús kynningu um verksmiðjuna og smakkað á handverks bjórum. 

Bjórböðin

Öldugata 22, Árskógssandur, 621 Dalvík

Bjórbað virkar þannig að þú liggur í 25 mínútur í baði sem er fyllt af bjór, vatni, humlum og geri. Eftir það ferðu upp í slökun þar sem þú liggur í aðrar 25 mínútur.

Bjór gerið er notað á ýmsan hátt, það sem algengast er, er töfluform þar sem eiginleikar gersins nýtast mjög vel. „Bjórbað“ þar sem er baðað sig í bæði ungum bjór og lifandi bjórgeri, án þess að sturta það af sér fyrr en einhverjum klukkustundum síðar, hefur afar öflug áhrif á líkamann og húð. Þessi meðferð er bæði mjög hreinsandi fyrir húðina og hefur einnig mjög jákvæð áhrif á heilsuna.

Kerin eru 7 talsins og getum við því tekið á móti 14 manns á klukkutíma. Það er í boði að fara einn eða tveir saman. Það er ekkert aldurstakmark í bjórbað þar sem bjórvatnið er ódrykkjarhæft en bjórdæla er við hvert bað fyrir þá sem eru 20 ára og eldri. 16 ára og yngri þurfa að koma í fylgd með fullorðnum. 

Prikið

Bankastræti 12, 101 Reykjavík

Prikið er opið :
Mánudaga til fimmtudaga 08:00 til 01:00 | Föstudaga 08:00 til 04:30 | Laugardaga 12:00 til 04:30 | Sunnudaga 12:00 til 01:00

Kröst - Grill og vínbar

Hlemmur Mathöll, 105 Reykjavík

Nútímalegur veitingastaður og vínbar fyrir sælkera þar sem unnið er með árstíðabundið gæðahráefni.

Kröst leika á strengi tímans til að elda mat í hæsta gæðaflokki. Kokkarnir hjá Kröst taka sér tímann sem þarf svo þú getir notið máltíðarinnar þegar hún er fullkomin.

Brons Keflavík

Sólvallagata 2, 230 Reykjanesbær
Velkomin á Brons, Þar sem stemningunni er haldið á lofti í mat og drykk. Við bjóðum uppá fyrsta flokks skemmtun fyrir alla. Píla, karaoke, lifandi tónlist og allt sportið í beinni. Komdu og njóttu með okkur.

The Irishman Pub

Klapparstígur 27, 101 Reykjavík
The Irishman Pub er vinsæll bar í miðbæ Reykjavíkur. Happy hour frá 12-17 alla daga, píla, karaoke o.fl.

Hestakráin sveitahótel / Land og hestar

Húsatóftir 2a, 801 Selfoss

Hestakráin á Húsatóftum Skeiðum er aðlaðandi sveitakrá sem er tilvalinn staður til mannfagnaða s.s. árshátíðir. Hestakráin rúmar hæglega 50 - 70 gesti í sæti. 

Áhersla er lögð á þjóðlega, ferska og góða rétti t.d. grillað lambakjöt, lambasteik, fiskrétti, kjötsúpu, kúrekasúpu, heimabakað brauð og bakkelsi. Allt hráefni kemur úr héraði. 

Fyrir hópa er t.d. hægt að velja um:
· Súpu og brauð
· Tveggja rétta máltíð
· Þriggja rétta máltíð 

Einnig er reynt að verða við séróskum viðskiptavina, má þar nefna afmælisveislu, jólahlaðborð, þorrablót og sviðamessu.

Gistirými er fyrir 20 manns í tveggja manna herbergjum. Í öllum herbergjum er baðherbergi með sturtu og snyrtiaðstaða og úti á verönd er heitur pottur.

· Uppá búin rúm í gistiherbergjum með snyrtiaðstöðu

· Tvær vistlegar setustofur
· Heitur pottur á verönd
. Sauna


Holtið Kitchen bar

Langanesvegur 16, 680 Þórshöfn

Við erum með sveigjanleg með opnunartíma þegar eitthvað er um að vera.

Við bjóðum upp á fjölbreyttan matseðil. Leggjum áherslu á nýjan fisk, lambakjöt frá svæðinu, heimabakað brauð, ferskt grænmeti og gómsæta eftirrétti.

Allir helstu leikir eru sýndir á stóra skjánum.

Skemmtilegt og rúmgott barnahorn.

Hafið samband og fáið tilboð fyrir hópa og/eða sérstök tilefni. 

Kringlukráin

Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Kringlukráin er lifandi veitingahús, þar sem lögð er áhersla á faglega þjónustu og góðan mat. Allt frá opnun staðarins árið 1989 hafa vinsældirnar aukist jafnt og þétt. Þar fer saman klassískt yfirbragð og létt andrúmsloft í hádeginu, á kvöldin og um helgar. Um helgar er boðið uppá lifandi tónlist og dansleik.

Héraðsskólinn Historic Guesthouse

Laugarbraut 2, 840 Laugarvatn

Héraðsskólinn að Laugarvatni er staðsettur í hjarta Gullna hringsins. Héraðsskólinn er opinn allan ársins hring og þar geta gestir okkar notið þess að dvelja í sögulegri byggingu og notið matarins á veitingastað Héraðsskólans. Stutt er í eina fallegustu náttúru landsins sem býður upp á ótal möguleika tengdri útivist. Gott er að enda daginn á heimsókn í jarðböðin við Laugarvatn.

Lebowski bar

Laugavegur 20a, 101 Reykjavík

Fosshótel Reykjavík

Þórunnartún 1 - Höfðatorg, 105 Reykjavík

Fosshótel Reykjavík er stærsta hótel landsins og býður upp á magnað útsýni til allra átta. Á hótelinu má finna 320 herbergi og 4 fyrsta flokks fundar- og ráðstefnusali sem rúma allt að 220 manns. Á hótelinu má svo einnig finna Haust Restaurant. Haust er stór glæsilegt veitingahús sem var hannað af Leifi Welding og tekur rúmlega 200 manns í sæti. Bjórgarðinn er einnig að finna á jarðhæð hótelsins en þar er boðið upp á landsins mesta úrval af bjór.

Nálægð hótelsins við miðbæ Reykjavíkur gerir það að frábærum áfangastað fyrir þá sem vilja njóta alls þessa sem Reykjavík hefur upp á bjóða en vilja á sama tíma geta notið góðs nætursvefns og vinalegrar þjónustu. Allir hótelgestir hafa aðgang að líkamsræktaraðstöðu.

  • 320 herbergi
  • Morgunverður í boði
  • Fundaraðstaða
  • Ókeypis þráðlaust net
  • Aðgangur að líkamsrækt fyrir alla hótelgesti
  • Bjórgarðurinn / Beer Garden
  • Veitingastaðurinn Haust
  • Lyfta

Hluti af Íslandshótelum

Umi Hótel

Leirnavegur nr. 243, 861 Hvolsvöllur

UMI hótel er glæsilegt fjögurra stjörnu hótel sem opnaði í ágúst 2017. Hótelið er staðsett við rætur Eyjafjallajökuls og bíður upp á einstakt útsýni á eldfjallið ásamt því að vera í nálægð við allar helstu perlur suðurlands og er því kjörin staður til að gista og njóta góðra veitinga eftir að hafa skoðað þær náttúruperlur sem Ísland hefur uppá að bjóða. Hótelið býður upp á fyrirtaksaðstöðu fyrir brúðkaup, veislur og ráðstefnur. UMI hótel býður upp á 28 herbergi og þar af eru 4 superior herbergi, veitingarstað og bar. 

Til að bóka beint:
e-mail: info@umihotel.is (Ef bóka á sérstök tilboð)
Bókunarsíðan okkar: https://property.godo.is/booking2.php?propid=124956 

Kaffi 59

Grundargata 59, 350 Grundarfjörður

Kaffi 59 er lítill einkarekinn fjölskylduveitingastaður og bar við aðalgötu bæjarins.  

Kaffi 59 er í alfaraleið skammt frá Kirkjufellsfossi og býður upp á fallegt útsýni á Kirkjufell.

Á matseðlinum eru hamborgarar, pizzur, djúpsteiktur fiskur og fleira góðgæti.  

Réttirnir á matseðlinum draga nafn sitt af náttúruperlum í umhverfinu bæjarins og ber þá helst að nefna vinsælasta borgarann, Kirkjufellsfoss eða pizzurnar Kirkjufell, Stöð og Helgrindur. 

Á Kaffi 59 er einnig hægt að setjast niður og gæða sér á ís úr vél og köku dagsins. 

Á Kaffi 59 er notaleg fjölskyldustemning innan um heimamenn og ferðamenn.

Ýmsir viðburðir á Kaffi 59 setja litríkan svip á skemmtanalífið í bænum. 

Endilega fylgist með á fésbókarsíðu Kaffi 59 en þar eru ýmsir viðburðir auglýstir sem og opnunartími. 

Cafe Babalú

Skólavörðustígur 22a, 101 Reykjavík

Kósý kaffihús í hjarta Reykjavíkur þar sem hægt er að fá kaffi, drykki og léttar máltíðar.

Útiverönd einstaklega vinsæl á sumrin.

Jungle Cocktail Bar

Austurstræti 9, 101 Reykjavík

LYST - Lystigarðurinn

Eyrarlandsvegi 30, 600 Akureyri

LYST er veitingastaður og menningarvettvangur staðsettur í hjarta Lystigarðsins á Akureyri. Best þekkt fyrir hádegismatseðilinn okkar þar sem fiskur & grænmeti eru í aðalhlutverki, og leggjum áherslu á að búa til bragðgóða rétti úr fersku, staðbundnu hráefni til að skapa hina fullkomnu hádegisupplifun. Njóttu dagsins með glasi af  náttúruvíni eða hágæða handverkskaffi fyrir fullkomna heildarupplifun. Í fallegu umhverfi Lystigarðsins er LYST einnig einstakur vettvangur fyrir tónleika og aðra viðburði.

Vínlandssetrið Leifsbúð

Búðarbraut 1, 370 Búðardalur

Vínlandssetrið er spennandi áfangastaður fyrir unga sem aldna, þar sem sögum af landafundum Eiríks rauða og Leifs heppna Eiríkssonar á Grænlandi, Kanada og í Bandaríkjunum, eru gerð skil í nýrri sýningu sem samanstendur af myndverkum tíu þekktra íslenskra myndlistarmanna. Þú ferðast um söguna með hljóðleiðsögn og skoðar um leið töfraheim sýningarinnar. Að sýningu lokinni getur verið gott að fá sér einhverja næringu eða gott kaffi á neðri hæðinni. 

Opið daglega á tímabilinu maí til október.

Flatus

Skúlagata 28, 101 Reykjavík

Flatus er glænýr pop-up bar og veitingastaður á KEX þar sem þú færð pizzu á 1200 kr og Flatus af krana á 800 kr. enda lág verð og góð stemning númer eitt, tvö og þrjú hjá okkur. Lifandi tónlist og fjölbreytt afþreying í boði!

Smiðjan brugghús

Sunnubraut 15, 870 Vík

Smiðjan brugghús er handverksbrugghús og veitingastaður sem vara stofnað af hópi af fjölskyldu og vinum árið 2017. Smiðjan er staðsett í hjarta Víkur í eldra iðnaðarhúsnæði, þar getur þú notið útsýnis upp í fallegar hlíðar Reynisfjalls eða inn í brugghús á meðan þú slakar á og færð þér mat og fyrsta flokks handverksbjór. 

Við erum einstaklega stolt af bjórnum okkar og mat. Okkar sérgrein eru þykkir og safaríkir hamborgarar, vængir og grísa spare ribs elduð upp úr Stuck at home milk stout. 

Við bjóðum upp á brugghústúra þar sem við leiðum ykkur í gegnum brugghúsið og segjum ykkur söguna af því hvernig Smiðjan varð til og sögu fyrirtækisins. Við segjum ykkur frá sögu bjórsins og kynnum ykkur fyrir bruggferli bjórs. Á meðan
brugghústúrnum stendur bjóðum við ykkur bjórsmakk af hinum ýmsu bjórum sem framleiddir eru á staðnum. Túrinn tekur um 30-45 min og þarf að bóka fyrirfram. 

Matseðilinn okkar er aðgengilegur hér .

Sportbarinn Ölver

Álfheimar 74, 104 Reykjavík

Sportbarinn Ölver í Glæsibæ er elsta krá landsins og hefur verið starfrækt síðan 1984. Staðurinn hefur alls 5 mismunandi sali sem henta til ýmissa viðburða. Alls eru 5 breiðtjöld og 20 sjónvörp og hægt er að sýna allt að 9 mismunandi íþróttaviðburði þar af 5 með hljóði.

WEMBLEY

Á Wembley eru þrír salir. Aðalsalurinn tekur um 130 manns og innaf honum eru tveir minni salir. Annar þeirra tekur um 40 manns og er mjög heppilegur fyrir minni samkomur og fundi. Sá þriðji er pool-stofan sem er með þremur pool borðum og pílukastaðstöðu og litlum sal sem tekur um 20 manns í sæti. Wembley opnar alla virka daga kl. 10 á morgnana og er opinn til 1 í miðri viku og til 3 um helgar en þá tekur karaoke við eftir kl. 21. Þar er grillið opið í hádeginu og á kvöldin frá kl. 18-21 og lengur þegar leikir eru í gangi.

ÖLVER

Salurinn Ölver tekur yfir 200 manns. Salurinn er opinn þegar verið er að sýna beint frá stórleikjum. Í salnum hafa verið haldnar allt að 140 manna árshátíðir og mannfagnaðir og nokkuð er um að salurinn sé leigður fyrir fundi og ráðstefnur á virkum dögum.

Hótel Tangi

Hafnarbyggð 17, Vopnafjörður, 690 Vopnafjörður

Hótel Tangi býður upp á 4 rúmgóð herbergi með sér baðherbergi og sjónvarpi. Þar af er eitt með aðgengi fyrir hjólastóla. Einnig eru 13 minni herbergi á efri hæðinni með handlaug og sjónvarpi en með sameiginlegum snyrtingum og sturtum. Heildarfjöldi rúma er 37.

Einnig er í boði ein stúdíóíbúð fyrir allt að 4 manneskjur. Sjónvarp er í öllum herbergjum hótelsins.

Á neðri hæð hússins er setustofa með sjónvarpi og veitingasalur með bar.

Veitingasalurinn er opinn fyrir morgunverð frá kl. 07.00-09.00, en fyrir kvöldverð frá kl.17.00-20.00 að sumri en 18-20 að vetri.

Skoðið matseðilinn okkar hér.

 

Hótel Laxá

Olnbogaás 1, 660 Mývatn

Hótel Laxá var opnað árið 2014 og stendur við hið fallega Mývatn. Á hótelinu er að finna tvær herbergistegundir: standard herbergi og herbergi með útsýni yfir vatnið. Herbergin er innréttuð á nútímalegan hátt og hægt að bæta við auka rúmi sé þess óskað. 

Veitingastaðurinn Eldey býður uppá glæsilegan matseðil með mat úr héraðinu og er tilvalið að njóta matarins með fallegu útsýni yfir Mývatnssveitina.  

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Útgerðin Bar

Stillholti 16-18, 300 Akranes

Útgerðin tekur vel á móti þér í fallegu umhverfi, faglegri þjónustu og fyrsta flokks skemmtun. Kíktu til okkar og leyfðu okkur að leiða þig inn í heim skemmtunar, gleði og alls því sem útgerðin hefur upp á að bjóða

Pósthús Foodhall

Pósthússtræti 5, 101 Reykjavík
Mathöll í gamla Pósthúsinu, 8 veitingastaðir og 1 kokteilbar

Bragginn Bar

Nauthólsvegur, 101 Reykjavík

Bragginn í Nauthólsvík býður uppá frábæran mat í street food stíl og gómsæta drykki á mjög viðráðanlegu verði.

Í Bragganum er pláss fyrir 75 manns í sæti og enn fleiri standandi. Hjá okkur er allt til alls.

Að auki er glæsilegt útisvæði með útsýni yfir Nauthólsvík. 

R5 Bar

Ráðhústorg 5, 600 Akureyri

Á R5 leggjum við gríðarlega mikið á okkur við að eiga langmesta úrvalið af hágæða bjór sem er oft fáanlegur í skamman tíma. Hágæða bjór, mikið úrval, langur opnunartími, mikil fagmennska starfsfólks og frumlegt umhverfi eru aðalsmerki R5. Við tökum vel á móti hópum í bjór og matarsmakk þar sem meistarakokkur og bjórmeistari fara gjörsamlega á kostum. Frábært hópefli, vinahittingur eða gjöf til sælkera. R5 er staður sem gleymist ekki.Sendu okkur línu á r5@r5.is og við sníðum smakk fyrir þinn hóp. 

Reykjavík Natura | Berjaya Iceland Hotels

Nauthólsvegur 52, 101 Reykjavík

Reykjavík Natura er hlýlegt hótel staðsett mitt í náttúru Nauthólsvíkur og Öskjuhlíðar. Þar býðst öll sú þjónusta sem gestir gera kröfu um á fyrsta flokks hóteli, hvort sem er í mat og drykk á veitingastaðnum Satt eða í afslöppun og dekri í Natura Spa. Hótelið starfar eftir gæðastöðlum og er umhverfisvottað samkvæmt ISO 14001.

  • 220 herbergi af mörgum gerðum
  • 3 svítur
  • Fundaraðstaða
  • Veitingastaðurinn Satt
  • Natura Spa
  • Frítt internet
  • 20-30 mínútna gangur í miðbæ Reykjavíkur
  • Næg bílastæði
  • Hjólastólaaðgengi

Dillon Whiský bar

Laugavegur 30, 101 Reykjavík

Dillon Whiský bar er gamalgróinn bar við Laugaveg. Með yfir 170 tegundir af whiský og lifandi tónlist reglulega. Þá er stærsta útisvæði miðbæjarins í bakgarðinum og þar verður lifandi tónlist ásamt ýmsum öðrum uppákomum í sumar. Rokkamman Andrea Jónsdóttir sér um tónlistina allar helgar

12 tónar

Skólavörðustígur 15, 101 Reykjavík

12 Tónar, stofnað 1998, er goðsagnakennd plötubúð í hjarta Reykjavíkur. Árið 2019 bættum við við bar og kaffihúsi sem notið hefur vinsælda, ekki síst hjá Íslendingum. Við höldum reglulega tónleika og uppákomur í versluninni eða í fallega bakgarðinum okkar, þar sem sólin skín alltaf. Verið velkomin.

Fjörukráin - Víkingaþorpið

Víkingastræti 1-3, 220 Hafnarfjörður

Valhöll Víkinga er öðruvísi A la carte veitingastaður í næst elsta húsi Hafnarfjarðar, þar sem innréttingar og húsgögn eru gerð úr hundrað ára gömlum neftóbaks-og víntunnum og veggir skreyttir málverkum af Hafnarfirði og veisluborði goðanna.

ATH: Vinsamlegast pantið borð fyrirfram og látið vita ef þið hyggist greiða með ferðagjöfinni.

Valhöll er með  setustofu á efrihæð með útsýni yfir höfnina og bíður upp á notalegt andrúmsloft, þó svo að Víkingar komi þar við með sínar skemmtilegu uppákomur.
Valhöll er opin fyrir matargesti alla daga frá kl. 18:00 og þar er opið fyrir hópa í hádeginu.

 Notalegur og öðruvísi veitingastaður sem vert er að heimsækja aftur og aftur.

Fjörugarðurinn  býður upp á ekta Vikinga umhverfi, góðan mat og lifandi tónlist.
Þið munið eiga eftirminnilega stund í Fjörugarðinum, sem á sér engan líka,
útskurður, listmunir og skrautmunir á staðnum virðast óteljandi svo gestir upplifa heimsóknina ekki bara sem veitingastað. Sjón er sögu ríkari.

Fjörugarðurinn er opinn fyrir matargesti frá kl. 18:00-22:00 alla daga en þá lokar eldhús staðarins, barinn hinsvegar er opinn fram eftir kvöldi. Boðið er uppá okkar margrómuðu Víkingaveislur öll kvöld vikunnar, auk þess sem gestir geta valið af fjölbreyttum sérréttarseðli.

 


Veitingahúsið Mónakó

Laugavegur 78, 101 Reykjavík

Fosshótel Rauðará

Rauðarárstígur 37, 105 Reykjavík

Fosshótel Rauðará er staðsett á Rauðarárstíg, í göngufæri frá bæði Laugaveginum og Klambratúninu. Öll neðsta hæðin á Fosshótel Rauðará var endurnýjuð árið 2016 og skartar hótelið nú einni skemmtilegustu morgunverðaraðstöðu meðal hótela í hjarta Reykjavíkur. 

  • 85 herbergi
  • Morgunverður í boði
  • Ókeypis þráðlaust net
  • Lyfta
  • Móttaka opin 24/7

Hluti af Íslandshótelum.

Gamli Baukur

Hafnarsvæðið, 640 Húsavík

Innandyra er Baukurinn hlýlegur, sjórekinn viðurinn kallast á við ýmsa muni tengda sjósókn og gömul gildi eru í hávegum höfð, gamlir skipakastarar og koparluktir skapa þægilega og rólega stemningu og fyrir utan gluggann vagga bátarnir í höfninni. Á Gamla Bauk er rekinn metnaðarfullur veitingastaður þar sem matseðillinn samanstendur af réttum úr ýmsum áttum og er hráefnið ávallt fengið brakandi ferskt frá birgjum úr nágrenninu. Bjór- og vínseðlar eru fjölbreyttir og starfsfólkið boðið og búið til ráðlegginga varðandi val á vínum með mat. Kaffidrykkir fást í úrvali ásamt eftirréttum. Á kvöldin skapast þægileg kráarstemning á Bauknum. Mikið úrval drykkja prýðir barinn og hægt er að panta sér smárétti eða grípa í spil. Um helgar dunar dansinn á Skipasmíðastöðinni, tónleikar, böll og diskótek meðan rólegri gestir geta haft það náðugra á Gamla Bauk yfir drykk.

Magic Ice Bar & Gallery

Laugavegur 4-6, 101 Reykjavík

SKÝ Bar Lounge

Ingólfsstræti 1, 101 Reykjavík

SKÝ Bar Lounge er veitingastaður staðsettur í miðborg Reykjarvíkur, nánar tiltekið á 8. hæð og janframt efstu hæð á Center Hotels Arnarhvoll.

Á veitingastaðnum er að finna ljúffenga rétti, skemmtilega drykki og notalegt andrúmsloft.  Frá veitingastaðnum er einstakt útsýni bæði yfir miðborg Reykjavíkur og Faxaflóann þar sem fjallasýnin er stórbrotin.  Veitingastaðurinn er hannaður á nýtískulegan máta en um leið hlýlegan máta með stórum gluggum og aðgengi út á stóra verönd þar sem fyrir eru borð og stólar þannig að hægt er að njóta veitinganna úti við með óhindrað útsýni.

Við tökum fagnandi á móti hópum, allt að 80 manns og erum með sérsniðin hópmatseðil fyrir bæði smærri og stærri hópa.  Einnig bjóðum við upp á sér sýningarseðil sem skemmtilegt er að nýta áður en farið er á tónleika í Hörpu þar sem nálægðin við tónleikahúsið er mikil. 

Happy Hour er í boði alla daga frá 16:00 - 18:00 

Kaffi Hornið

Hafnarbraut 42, 780 Höfn í Hornafirði

Kaffi Hornið býður fjölbreytta rétti úr hráefni úr héraði. Meðal annars sjávarrétti úr spriklandi nýju sjávarfangi, úrval af réttum úr lambakjöti, kjúkling, salati eða humri. Súpa er borin fram daglega með heimabökuðu brauði.

Cafe Catalina

Hamraborg 11, 200 Kópavogur

Café Catalína er skemmti- og veitingastaður sem er opinn alla daga vikunnar. Við bjóðum upp á frábæran mat, það er lifandi tónlist hjá okkur allar helgar og svo er hægt að koma til okkar og horfa á alla helstu íþróttaviðburði á risaskjá.

Vakinn

Bjórgarðurinn

Þórunnartún 1, 105 Reykjavík

Bjórgarðurinn á Fosshótel Reykjavík er samkomustaður allra bjórunnenda og þeirra sem þykir gott að borða góðan mat.

Á Bjórgarðinum getur þú gengið að því vísu að fá alltaf góðan bjór, enda bjóðum við ótrúlegt úrval úr öllum áttum, bæði á krana og flöskum. Mikil áhersla er lögð á árstíðarbundinn bjór og samstarf við innlend brugghús. Við sérhæfum okkur í að para saman mat og bjór enda teljum við að bjór upphefji allar máltíðir.

Hard Rock Cafe Reykjavík

Lækjargata 2, 101 Reykjavík

HARD ROCK CAFE REYKJAVIK

STOFNAÐ 30 OKTÓBER, 2016 

Hard Rock Cafe Reykjavik hefur verið á besta stað í miðbænum síðan 2016.
Á matseðlinum finna allir eitthvað við sitt hæfi enda samanstendur hann af fjölbreyttum og ljúffengum réttum. Sumir þeirra eru fyrir löngu orðnir klassískir eins og Original Legendary® borgarinn og bragðgóðu Bourbon rifin.
Við bjóðum einnig upp á mikið úrval hanastéla, annarra drykkja og auðvitað einstakra eftirrétta.

Upp um alla veggi er að finna merkilega hluti úr rokksögunni og í Rock Shop er svo fjölbreytt úrval af rokkvarningi og minjagripum fyrir alla alvöru Hard Rock aðdáendur.

Við tökum vel á móti ykkur í Hard Rock stemningu sem stendur alltaf fyrir sínu!

Til þess að panta borð fyrir fleiri en 9, vinsamlegast sendið tölvupóst á GROUPS@HRCREYKJAVIK.COM
Þú finnur okkur á Facebook og Instagram og getur heyrt í okkur í síma 5600803 

Aurora restaurant

Þingvallastræti 23, 600 Akureyri

Aurora Restaurant er fullkomin viðbót við Berjaya Akureyri Hótel. Staðurinn tengir öll almenn rými hótelsins mjög vel saman og er hann einkar þægilegur og notalegur. 

Ljósmynd af tignarlegum norðurljósum yfir Súlum, bæjarfjalli Akureyringa, eftir ljósmyndarann Gísla Dúa Hjörleifsson setur mikinn svip á rýmið og eldstæði prýðir einnig staðinn sem eykur á hlýleikann. 

Á matseðlunum úir og grúir af einstökum réttum, samansettum úr því besta sem norðlenska matarkistan hefur uppá að bjóða.

Einstakur staður fyrir notalega kvöldstund.

Galdur Brugghús

Hafnarbraut 37, 510 Hólmavík

Reykjavik – Loft HI Hostel / Farfuglaheimili

Bankastræti 7, 101 Reykjavík

Reykjavik – Loft HI Hostel / Farfuglaheimili er staðsett í hjarta höfuðstaðarins með útsýni yfir Þingholtið en þessi skemmtilega staðsetning á stóran þátt í að skapa góðu stemminguna sem LOFTIÐ þekkt fyrir.

Farfuglaheimilið opnaði árið 2013 og er margverðlaunað fyrir gæða- og umhverfisstarf sitt. Það ber umhverfismerki Norðurlandanna – Svaninn og hlotið alþjóðlegu nafnbótina Heimsins Besta Hostel af HI. 

Ef þú ert að leita þér að nútímalegri og hagkvæmri gistingu og viðburðastað fyrir fjölskylduna eða vinahópinn í hjarta Reykjavíkur þá gæti LOFTIÐ verið akkúrat staðurinn þinn. Þú gætir jafnvel tekið frá allt húsið fyrir hópinn þinn Sendið okkur endilega ósk um tilboð fyrir stærri hópa.   

Á Reykjavik – Loft HI Hostel / Farfuglaheimili eru 19 stílhrein og hlýleg 2ja til 6 manna fjölskylduherbergi Hægt er að fá barnarúm í öll herbergi án endurgjalds og í stofunni er barnahorn. Herbergi eru með sér baði, nettengingu og seturými.  Gestir hafa aðgengi að vel búnu eldhúsi með grillsvölum, stofum með skiptibókahillum og fótboltaspili, þvottaaðstöðu og barnum. Léttur morgunverður í boði. Aðgengi hjólastóla er gott um allt hús og öll hafa aðgang að böðum með þarfir fatlaðra í huga.

Efsta hæðin á Reykjavik – Loft HI Hostel / Farfuglaheimili er viðburðastaður og bar sem státar einnig af besta útsýninu í bænum af þaksvölunum. Á barnum er gott úrval af innlendum bjór af krana. Þín bíður Hamingjustund alla daga frá klukkan 16 – 20 af kranabjór og vínglösum hússins. Hundar eru sérlega velkomnir.

Verið velkomin að njóta gestrisni og menningar í hjarta Reykjavíkur. 

www.lofthostel.is

Lundinn Veitingahús

Kirkjuvegur 21, 900 Vestmannaeyjar

Lundinn er elsti Pöbbinn í bænum, Lundinn býður upp á lifandi tónlist flestar helgar ársins.  

Sælureiturinn Árblik

Miðskógur, 371 Búðardalur

Sælureiturinn er lítið kaffihús sem býður uppá súpu og brauð í hádeginu, kaffi og heimabakað bakkelsi yfir daginn. Við erum með vörur Beint frá býli og handverk úr héraði. Einnig er rekið tjaldsvæði. 

Bastard - brew & food

Vegamótastígur 4, 101 Reykjavík

Við hjá Bastardinum erum með tvo sérbruggada bjóra sem við gerum í samstarfi við Ægirsgarð og Malbygg brugghús og erum einnig með þó nokkrar tegundir frá vinum okkar sem eru alveg geggjað góðir, hvort sem það er á krana eða í flösku. 

Eldhúsið er opið til 23 alla daga vikunnar, á boðstólum eru réttir eins og flatbrauð með úrvali af áleggjum, tacos, frábærir hamborgarar, Luisiana kjúklingur, osta og kjöt platti ásamt frábæru úrvali af ýmsum réttum.

Við erum með fullt af frábærum bjórum á krana !

Tónlistin hjá okkur er lifandi og skemtileg samsuða af rokk-, soul-, funk- og diskótónlist síðustu áratuga. Barinn er opinn frá hádegi inní nóttina. Gleðistundin okkar er á hverjum degi frá 4 til 7 (í eftirmiðdaginn).

Fröken Reykjavík Kitchen & Bar

Lækjargata 12, 101 Reykjavík
Fröken Reykjavík Kitchen & Bar er nýr og glæsilegur veitingastaður staðsettur í hjarta Reykjavíkur. Við leggjum áherslu á ný-Evrópska matargerð og notumst við bestu og ferskustu staðbundnu hráefni sem fáanleg eru en leikum okkur með bragð og áferð. Á veitingastaðnum sem hannaður er með ívafi af Art Deco stíl er líflegur bar, vínherbergi, vetrargarður og opið eldhús þar sem þú getur fylgst með kokkunum elda matinn. Fágaðar innréttingar í dökk gráum og bláum litatónum og hlýlegum við mynda fullkomna umgjörð fyrir einstaka matarupplifun.

Bláa Kannan

Hafnarstræti 96, 600 Akureyri

Bláa Kannan kaffihús er staðsett í hjarta bæjarins og opnar á morgnana með nýbökuðu brauði, samlokum og allskonar kruðeríi. Allan daginn er boðið upp á súpu dagsins með nýbökuðu súrdeigsbrauði. Kökur og samlokur eru framreiddar allan daginn ásamt fersku Rubin kaffi. Á kvöldin er róleg kaffihúsa - bar-stemning. 

Bláa Kannan var til margra ára eitt af fáum reyklausu kaffihúsum landsins og því brautryðjandi í þeim málum.

Opið:
mán-fös 9-22
lau-sun 10-22

Götubarinn

Hafnarstræti 96, 600 Akureyri

Götubarinn er bar í hjarta bæjarins og stendur við Göngugötuna. Innréttingar og útlit staðarins ríma við hina gömlu Akureyri og má þar sjá ýmsar skírskotanir í liðinn tíma. Götubarinn er rómaður fyrir einstaka píanóstemningu á landsvísu sem myndast þar um helgar og er hverjum þeim sem kann frjálst að spila. Mikið úrval bjórtegunda fæst á staðnum.

Opnunartími:

Opnunartíminn er fimmtudagur 19-01

Föstudagur 19-03

Laugardagur 19-03:30

Hótel Holt

Bergstaðastræti 37, 101 Reykjavík

Hótel Holt er fyrsta flokks fjögurra stjörnu hótel í hjarta borgarinnar. Hótelið, sem byggt var af hjónunum Þorvaldi Guðmundssyni og Ingibjörgu Guðmundsdóttur, var opnað árið 1965 og hefur verið í eigu fjölskyldunnar síðan. Það hefur allt frá upphafi verið þekkt innanlands sem utan fyrir gestrisni og hlýju, notaleg herbergi og framúrskarandi þjónustu. Á hótelinu eru 42 herbergi, þar af fjórar svítur. Herbergin eru innréttuð í sígildum stíl og búin öllum helstu nútíma þægindum. Hótel Holt er einstakt  á sína vísu, en það státar af stærsta einkasafni íslenskrar myndlistar sem prýðir bæði sali og herbergi hótelsins.

Álfurinn Sportbar

Lóuhólar 2-4, 111 Reykjavík