BrewDog Reykjavík
BrewDog Reykjavík er íslenskur veitingarstaður og bjórbar á horni Frakkastígs og Hverfisgötu með áherslu á handverksbjór og hágæða íslensk matvæli.
Okkar helsta markmið er að gera fólk jafn ástríðufullt fyrir góðum handverksbjórum íslenskum sem erlendum.
Maturinn gefur bjórnum ekkert eftir og hefur staðurinn stimplað sig inn í íslenska matarflóru með frábærum einföldum mat í amerískum BBQ stíl.