Fara í efni

Hjólaleigur

20 niðurstöður

Reiðhjólaleiga Axels

Merkigerði 2, 300 Akranes

Ágæta hjóla og ferðafólk. Verið velkomin á Akranes. Axelsbúðin Akranesi er með ný TREK reiðhjól til leigu. Ég er staddur á Merkigerði 2 , sömu götu og sjúkrahúsið. Njótið þess að hjóla um bæinn okkar, sjá vitann, Byggðasafnið, Langasandinn, Gólfvöllinn, fallegu Skógræktina okkar, veitingastaðina og margt fleira.

Simply the West

Hellnar, 356 Snæfellsbær

Simply the West er framsækin ferðaskrifstofa sem býður upp á fjölbreyttar dagsferðir og er sífellt að bæta við. Við getum líka skipulagt afþreyingu á Vesturlandi og boðið upp á sérsniðnar einkadagsferðir.

Hótel Framtíð

Vogaland 4, 765 Djúpivogur

Hótelið hefur í heild til umráða 42 herbergi. 18 herbergi búin öllum helstu þægindum, baðherbergi, síma og sjónvarpi. Einnig býður hótelið uppá 24 herbergi með handlaug. Mjög góð aðstaða er fyrir svefnpokahópa. Sturtur og sauna eru í kjallara gamla hússins.
Byggð hefur verið viðbygging við hótelið sem tekin var í notkun í júní 1999. Viðbyggingin er um 740 m2 sem skiptist í 250 m2 samkomusal og 18 tveggja manna herbergi með baði.

Hótelið býður uppá þrjá veitingasali. Nýr veitingasalur tekur 250 manns í sæti, gamli veitingasalurinn tekur um 40 manns í sæti og bar hótelsins tekur 50 manns í sæti.

Mjög fjölbreyttur og góður matseðill er í gangi yfir sumarmánuðina. Sérstök áhersla er lögð á sjávarrétti úr glænýjum fiski, helst frá fiskimönnum staðarins.

Fjögur sumarhús eru á lóð hótelsins auk þriggja íbúða til leigu.

Starfsfólk okkar er vingjarnlegt og lipurt og gerir sitt besta til þess að gestum okkar geti liðið vel á meðan á dvöl þess stendur í þessu fallega fjalla- og fjarðahéraði.

Sólbrekka Mjóafirði

Sólbrekka, 715 Mjóifjörður

Ferðaþjónustan Sólbrekku er 42 km frá Egilsstöðum, ekið um veg nr. 953. Í Sólbrekku gistiheimili eru 5 herbergi með samtals 18 rúmstæðum, uppbúið rúm eða svefnpokapláss, sameiginlegt eldhús og setustofa, þrjár snyrtingar m/ sturtum. Frí nettenging er fyrir næturgesti og afnot af þvottavél og þurrkara.

Fyrir framan gistiheimilið eru útibekkir, borð og stólar og leikvöllur er skammt undan. Tjaldsvæðið er á grasfleti fyrir framan og til hliðar við gistiheimilið og möguleiki á rafmagni f/ húsbíla. Einnig er reiðhjólaleiga í Sólbrekku og hægt að leigja reiðhjól heilan dag eða hluta úr degi.

Tvö sumarhús standa neðan við bæinn Brekku. Í hvoru húsi er svefnpláss fyrir 4-5, svefnherbergi með tvíbreiðu rúmi á neðri hæð auk svefnlofts með rými fyrir 2. Á neðri hæð er fullbúinn eldhúskrókur, eldhúsborð, svefnsófi og sófaborð. Húsin leigjast með uppbúnum rúmum og handklæðum. Heitir pottar eru aðgengilegir á veröndinni við bústaði frá júní - september/október. Frí nettenging.

Kaffi og léttar veitingar eru seldar í Sólbrekku frá 10. júní - 20. ágúst.

Merktar gönguleiðir eru í nágrenninu, fallegir fossar og mikil náttúrufegurð.

Opnunartími: 

Gisting í smáhýsum er opin allt árið.
Gisting í Sólbrekku gistiheimili er opin 06/06 - 31/08.
Kaffi og veitingasala er opin 10/06 - 20/08.

Til að sjá 360° mynd af Sólbrekku, smellið hér.

 

The Fjord Hub

Suðurgata 12, 400 Ísafjörður

Fjord Hub er ævintýramiðstöð staðsett í miðbæ Ísafjarðar. The Fjord Hub er sannkölluð útivistarmiðstöð og býður upp á fulla þjónustu. Þar finnur þú hjólaleigu og reiðhjólabúð með ýmsan útivistarbúnað og skíða-/snjóbrettavax. Markmið okkar er að vera fyrsta og síðasta stopp til að skipuleggja ævintýrið þitt um Vestfirði. Fyrir utan verslun og þjónustu stöndum við fyrir ýmsum viðburðum er snúa að útivist. Fylgdu okkur á Facebook til að þess að fylgjast með viðburðum og fréttum.

Hótel Staðarborg

Staðarborg, 760 Breiðdalsvík

Hótel Staðarborg er glæsilegt, nýlegt 30 herbergja hótel í Breiðdal í Suður-Múlasýslu, aðeins 7 km. frá Breiðdalsvík. Hér er um að ræða endurnýjað skólahúsnæði er rúmar 54 gesti í 30 rúmgóðum herbergjum með sér baði og sjónvarpi, auk svefnpokaplássa. Hótelið er við þjóðveg nr. 1 í 625 km fjarlægð frá Reykjavík og um 100 km frá Seyðisfirði, sem gerir hótelið að ákjósanlegum áningarstað fyrir þá sem ferðast með bílferjunni Norrænu. Afþreying er fjölbreytt á svæðinu og við allra hæfi í fögru umhverfi.

Hótel Staðarborg var opnað sumarið 2000 í Breiðdal. Í veitingasal er framreiddur morgunverður, hádegisverður og kvöldverður auk þess sem hægt er að fá kaffi og meðlæti allan daginn. Á lóðinni eru tjaldstæði og heitur pottur gestum til afnota.

Hopp Akureyri

Njarðarnes 6, 603 Akureyri

Fjórhjólaævintýri

Þórkötlustaðavegur 3, 240 Grindavík

Fjórhjólaævintýri ehf býður upp á fjórhjólaferðir í nágrenni Bláa Lónsins (Krýsuvík og Reykjanes) ferðirnar eru frá hálftíma upp í dagsferðir.  Viðbjóðum upp á bestu fjórhjól sem völ er á, vatnsheldan og hlýjan galla, hjálma og vetlinga. Við leggjum metnað í að ferðin verði skemmtileg, þægileg og í sátt og samlindi við náttúru landsins.

Raðaðu saman þínum pakka. Leitið tilboða í minni og stærri hópa info@atv4x4.is  

Þetta eru bara hugmyndir,við getum bætt inn í og tekið út úr:

Bláa lónið, Rúta, Saltfisksetur, Hellaskoðun, Hestaferðir, Hópeflisleikir, Matur, Paintball, Sund, Hjólaferðir, Fundarsalir, dans, Mótorkross, Klifur, gisting o.s.frv.

Auk fjórhjóla bjóðum við uppá ferðir í Buggy og leigum út rafmagnshjól.

Vesturferðir

Aðalstræti 7, 400 Ísafjörður

Ef Vestfirðir eru áfangastaðurinn þá erum við þjónustuaðilinn sem þig vantar. Við erum staðsett á Ísafirði og sjáum um sölu og bókanir í alla afþreyingu, dagsferðir, bátaáætlun til Hornstranda og lengri ferðir sem í boði eru á svæðinu.

Vinsælustu dagsferðirnar okkar eru Vigurheimsókn og heimsókn til yfirgefna þorpsins Hesteyrar. Einnig kjósa margir að fara í hestaferðir, hvalaskoðun, leigja kayak eða hjól eða fara í jeppaferð. Hér er margt í boði og hægt að kynna sér ferðirnar á heimasíðu okkar www.vesturferdir.is

Sala farmiða í Hornstrandabáta
Hornstrandir eru ekki í alfaraleið og til að komast þanngað þarf að ferðast með bát.Vesturferðir selja miða í áætlunarferðir til friðlandsins frá Ísafirði með Sjóferðum og Borea Adventure. Við leggjum mikla áherslu á að bátarnir og fyrirtækin sem við vinnum með séu með öll tilskilin leyfi. 

Við bjóðum hópum margskonar þjónustu, allt frá stuttum bæjarferðum með leiðsögn heimamanna til margra daga gönguferða með leiðsögn um Hornstrandir. Við hvetjum þig til að hafa samband við okkur og við setjum saman sérsniðið ferðatillögu og verðtilboð.

True Adventure Bike

Víkurbraut 5, 870 Vík

Icebike adventures

Icebike Adventures Trail Center Reykjadalur, Hveragerði, 810 Hveragerði

Komdu út að hjóla! Icebike Adventures eru leiðandi í uppbyggingu fjallahjólleiða á landinu. Við erum staðsett við kafifhúsið í Reykjadal. Hjólaleiga, kennsla og hjólaferðir eru okkar ástríða. Kíktu í heimsókn, við tökum vel á móti þér. 

Icebike Adventures var stofnað af Magne Kvam sem hefur í áratugi staðið fyrir uppbyggingu stíga fyrir fjallahjólara og útivistarfólk. Hjólaleiðirnar í Ölfusdölum eru öllum opnar - endilega kíkið til okkar í Trailcenter og gefið stígagerðamönnum klapp á bakið. Framtíð fjallahjólreiða mótast af því hvernig þú hjólar - umgöngumst náttúruna af virðingu og hjólum innan stíga, alltaf.
Lærum meira, hjólum meira og skemmtum okkur í leiðinni.  Ítarlegri upplýsingar hér: https://icebikeadventures.com og í síma 625 0200. 

Óbyggðasetur Íslands

Norðurdalur, 701 Egilsstaðir

Óbyggðasetrið bíður upp á fjölbreytta afþreyingu, heimilislegan veitingastað og gistingu í einstöku umhverfi.

Lifandi sýning Óbyggðasetursins um ævintýri óbyggðanna hefur hlotið fjölda viðurkenninga og hentar gestum á öllum aldri.

Fjöldi lengri sem styttri gönguleiða er í nágrenninu og staðurinn vinsæll hjá gönguhópum.

Dæmi um styttri göngu er eyðibýlagangan sem liggur inn með ánni að endurgerðum kláf sem gestum er velkomið að prófa.

Iceland Bike Farm

Mörtunga 2, 881 Kirkjubæjarklaustur

Við erum lítið fjölskyldufyrirtæki rétt hjá Kirkjubæjarklaustri og bjóðum upp á fjallahjólaferðir, fjallahjólanámskeið sem og ýmsa aðra viðburði. Við erum svo lánsöm að vera með heimsklassa hjólaslóða í bakgarðinum okkar, sem kindurnar hafa lagt grunninn að síðustu aldirnar, og eru enn að.

Hjólaferðirnar okkar henta flestum sem hafa eitthvað hjólað áður, allt frá þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref á fjallahjóli til reyndra fjallahjólara. Við bjóðum upp á hálfan dag og heilsdags ferð með leiðsögn, hvort sem þú kemur með þitt eigið fjallahjól eða leigir fulldempað hjól hjá okkur.

Frá og með sumrinu 2020 bjóðum við upp á gistingu í litlum A-húsum með uppábúnum rúmum og aðgengi að notalegri nýuppgerðri hlöðu þar sem hjólafólk getur átt góðar stundir saman í lok hjóladags. Þar er líka sauna sem gott er að láta líða úr sér eftir hjólaferð. Sameiginlegt sturtu- og salernisaðstaða og eldunar- og grillaðstaða.

Við hlökkum til að taka vel á móti ykkur, hvort sem það eru enstaklingar, fjölskyldur eða hópar

Sumar 2021 verð á mann:
Hálfur dagur (~3 klst): 6.500 kr
Heill dagur (~6 klst): 17.000 kr /14.500 fyrir 14 ára og yngri
Fjölskylduvæn ferð (~4 klst): 15.000 kr fyrir fullorðna og 12.500 fyrir börn

Gisting í uppábúnu rúmi í smáhýsi: 20.000 kr fyrir 1-2 / 30.000 fyrir 3-4
Leiga á fulldempuðu rafmagnshjóli: 15.000 kr

Bike Rental

Faxafen 8, 108 Reykjavík

Bike Rental býður upp á fjölbreyttan hjólaflota, allt frá venjulegum hjólum yfir í rafmagnshjól og full dempuð fjallahjól, aðallega frá TREK. Við leigjum til einstaklinga og hópa en bjóðum ekki upp á skipulagðar ferðir né leiðsögumenn.

Allar nánari upplýsingar eru á heimasíðunni okkar www.bikerental.is - Ekki hika við að hafa samband ef það eru einhverjar spurningar.

Örninn

www.orninn.is

Vinsamlega pantið tíma á verkstæði áður en komið er með hjólið til okkar

North E-bike

Hafnarstétt 11, 640 Húsavík

North E-bike bíður upp á rafmagnshjólaferðir fyrir allan aldur á skemmtilegum og miskrefjandi stígum í bakgarði Húsavíkur.

Reykjavík Rollers

Skólavörðustígur 6b, 101 Reykjavík

Reykjavík Rollers er rafhjólafyrirtæki sem býður upp á rafhjólaferðir með ferðamenn. Ferðirnar eru fjölbreyttar og eru samblanda af sögu, menningu og fjöri. Við bjóðum einnig upp á sérstakar matarupplifanir ásamt því að bjóða hjólin til leigu til að ferðast um borgina á eigin vegum.

Borea Adventures

Aðalstræti 17, 400 Ísafjörður

Borea Adventures á Ísafirði býður upp á ævintýraferðir með leiðsögn fyrir minni og stærri hópa.

Fyrirtækið á og rekur hraðbátinn Bjarnarnes sem flytur allt að 18 farþega í skipulögðum ferðum og sérferðum um Hornstrandir, Jökulfirði og Ísafjarðardjúp. Borea Adventures býður upp á ýmsar ferðir um friðlandið, þar sem gist er í tjöldum, tjaldbúðum í Hornvík eða í nýuppgerða eyðibýlinu á Kvíum í Jökulfjörðum. 

Borea Adventures býður upp á fjölbreytt úrval lengri ferða, sem og dagsferða út frá Ísafirði. Kayakferðir um ævintýralega firði Hornstranda og Jökulfjarða, fjölbreyttar göngur um Hornstrandir og nágrenni Ísafjarðar, skíðaferðir, fjallahjólaferðir og náttúruupplifanir. Einnig eru í boði sérferðir, sérsniðnar að þörfum þeirra sem okkur vilja heimsækja. 

Borea Adventures býr að einvala liði reynslumikilla og skemmtilegra leiðsögumanna, sem tryggja það að allir fari heim með bros á vör. 

Borgarhjól ehf.

Hverfisgata 50, 101 Reykjavík

Hjólaviðgerðir

Tökum allar gerðir reiðhjóla til viðgerða. Varahlutir og íhlutir á góðu verði.

 Brýning

Brýnum bæði skæri og hnífa, fljót og góð þjónusta.

Vinsamlegast hafið samband vegna frekari upplýsinga.

Opnunartímar

Mánudaga - föstudaga frá 08:00-18:00

Laugardaga frá 10:00-14:00

Sunnudaga - Lokað

Hlíð ferðaþjónusta

Hraunbrún, 660 Mývatn

Hlíð ferðaþjónusta býður upp á nokkra möguleika í gistingu.

Hraunbrún: Svefnpokagisting í fjögurra manna herbergjum án baðs.  Eldunaraðstaða, setustofa, sturtur og snyrtingar sameiginlegt.

Kytrur: 9m2 smáhýsi með 2 rúmum, hjónarúm. Eldunaraðstaða, setustofa, sturtur og snyrtingar í Hraunbrún eða á tjaldsvæðunum, hvorutveggja ca 100m í burtu. 

Álfahlíð/Dvergahlíð:  Sumarhús, 50m2 + 22m2 svefnloft.  Í húsinu er eldunaraðstaða, þar eru 2 svefnherbergi annað með 2 * 80cm breiðu rúmi og hitt með 1 * 140cm breiðu rúmi, á svefnlofti eru dýnur,  einnig er setustofa og snyrting með sturtu.

Andabyggð:  Tveggja manna herbergi með sérbaðherbergi.  2 * 90cm breið rúm, uppábúið með morgunverði.

Tjaldsvæði:  Við bjóðum  upp á tjaldsvæði með fyrsta flokks aðstöðu.  Alls konar tjaldsvæði eru í boði, dokkir og hraunbalar.  Ekki er mikill trjágróður á staðnum.  Það er lítil fluga vegna fjarlægðar við Mývatn og lítils trjágróðurs, en tjalsvæðin eru ca 1 km frá vatnsbakkanum. Vaskar með heitu og köldu vatni eru á nokkrum stöðum á tjaldsvæðinu, 2 snyrtingahús og 1 sturtuhús, sturta er innifalin í verði.  Rafmagnstenglar eru í boði víðs vegar um svæðið og er borgað sér fyrir það.  Við erum með litla verslun í afgreiðsluhúsi þar sem hægt er að kaupa sælgæti, gos og mjólkurvörur og einnig póstkort og filmur.  Stórt eldhústjald er á svæðinu.

Hlíð ferðaþjónusta býður einnig upp á alls kyns afþreyingu,  t.d er á tjaldsvæðunum leiksvæði fyrir börn og þar er einnig reiðhjólaleiga.  Hægt er að fara í margar mismunandi gönguferðir, langar og stuttar yfir fjöll og fyrnindi,  við gefum allar upplýsingar um þessar gönguleiðir. Í nánasta nágrenn við okkkur er upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn sem vel er þess virði að heimsækja, þar er líka sundlaug, kaffihús, bar, og ýmsir matsölustaðir.

 

Reykjavík Bike Tours / Reykjavik Segway Tours

Hlésgata street, Reykjavík Old Harbor (no house no), 101 Reykjavík

Reiðhjólaferðir, hjólaleiga, Segway ferðir, Game of Thrones ferðir.

Reiðhjól, reiðhjólaferðir, reiðhjólaleiga, hjól, hjólaferðir, hjólaleiga.

Segway ferðir um Reykjavík með leiðsögn.

Dagsferðir frá Reykjavík með leiðsögn með og án reiðhjóla.

Norðurljósaferðir.

Gönguferðir um Reykjavík - almenn kynnisferð - gönguferðir með áherslu á mat og smökkun

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Stefán & Ursula