Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Hvalaskoðun
Exploring Iceland
Fálkastígur 2, 225 GarðabærExploring Iceland er ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í rútu- og gönguferðum fyrir hópa.
Einnig bjóðum við uppá margskonar hestaferðir fyrir hópa og einstaklinga og erum með ýmsar nýjungar s.s. lúxushestarferðir með hótel gistingu, reiðkennsluferðir, heimsókn á hestabúgarða, dvöl á hestabúgörðum, vetrarferðir og ýmislegt fleira.
Norðursigling Hvalaskoðun
Hafnarstétt 9, 640 HúsavíkNorðursigling - Umhverfisvæna hvalaskoðunarfyrirtækið
Njótið fjölbreytts dýralífs í einstöku umhverfi Skjálfandaflóa um borð í fallegum og endurgerðum eikarbátum.
Norðursigling hefur frá árinu 1995 verið í broddi fylkingar í umhverfisvænni ferðaþjónustu og varðveislu strandmenningar og var meðal fyrstu fyrirtækja á Íslandi til að bjóða upp á reglulegar hvalaskoðunarferðir sem hafa notið sívaxandi vinsælda.
Sjávarþorpið Húsavík er þekkt fyrir frábæra möguleika til hvalaskoðunar og hafa ferðir Norðursiglingar gefið bænum það orðspor að vera höfuðborg hvalaskoðunar í Evrópu. Það er ekki að ástæðulausu en Skjálfandaflói er einn örfárra staða í heiminum sem vitað er að steypireyður, stærsta dýr jarðar, hafi reglulega viðkomu.
Markmið Norðursiglingar er að efla sjálfbæra ferðaþjónustu og hefur fyrirtækið lagt metnað sinn í að endurnýja og viðhalda gömlum eikarskipum. Umhverfisvernd hefur ætíð verið starfsfólki fyrirtækisins hugleikin og var Norðursigling fyrst fyrirtækja í heiminum til þess að bjóða upp á kolefnislausar hvalaskoðunarferðir á rafmagnsskipi. Ásamt fjölda annarra viðurkenninga hlaut fyrirtækið Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu árið 2015 auk þess að hljóta silfurverðlaun á hinum eftirsóttu World Responsible Tourism Awards, sama ár, fyrir „Best Innovation for Carbon Reduction“.
Auk hvalaskoðunar á Húsavík býður Norðursigling einnig upp á sumarhvalaskoðun á Hjalteyri/Árskógssandi við Eyjafjörð, rafmagnaðar kvöldsiglingar í Reykjavík og vikulangar ævintýraferðir við austurströnd Grænlands, ásamt ýmsum öðrum spennandi sérferðum á norðlægari slóðum.
Akureyri Whale Watching ehf.
Oddeyrarbót 2 / Torfunesbryggja, 600 AkureyriHvalaskoðun Akureyri hóf starfssemi á vormánuðum 2016 og býður nú upp á heilsárs hvalaskoðun. Á sumrin er boðið upp á klassíska hvalaskoðun á stærri bátum og hvalaskoðun á hraðskreiðum 12 manna RIB bátum sem kemur þér hraðar að hvalamiðum og í meira návígi við þessar risavöxnu skepnur hafsins.
Í ferðum okkar má sjá fallega Eyjafjörðinn, en hann er lengsti og þrengsti fjörður á landinu, en hann er einungis 6-10 km. þar sem hann er þrengstur og dregur nær 60 km. í lengd. Fallegt landslag er við fjörðinn og er hann umkringdur fjöllum í allar áttir, þar með talið Súlur í botni fjarðarins sem nær tæplega 4 km. yfir sjávarmál. Áhugaverðir staðir á leiðinni á hvalamið eru sem dæmi Dagverðaeyri, Svalbarðseyri, Hjalteyri, Hrísey, Grenivík, Hauganes, Árskógarsandur, Dalvík og náttúrulegi jarðhitafossinn úr Vaðalheiðargöngum sem rennur út í sjó.
Áætlun: Akureyri
Hvalaskoðun:
Tímabil: | Brottfarir: | Lengd: |
1.jan - 31. jan |
Daglega kl. 11:00 |
2,5-3,5 klst |
1. feb-31. mars |
Daglega kl. 13:00 | 2,5-3,5 klst |
1. apr-31. maí |
Daglega kl. 09:00 & 13:00 | 2,5-3,5 kls |
1. júní-31. ágúst | Daglega kl. 09:00, 13:00, 17:00 & 20:30* | 2,5-3,5 kls |
1. sept-30. sept | Daglega kl. 09:00 & 13:00 | 2,5-3,5 kls |
1. okt-30. nóv | Daglega kl. 13:00 | 2,5-3,5 klst |
1. des-31.des | Daglega kl. 11:00 | 2,5-3,5 klst |
*20:30 ferðirnar hefjast 15. júní og enda 14. ágúst
Hvalaskoðun express:
Tímabil: | Brottfarir: | Lengd: |
15. apr-31. maí | Daglega kl. 10:00 & 14:00 | 2 klst |
1. jún-31. ágúst | Daglega kl. 10:00, 12:00*, 14:00, 16:00* & 20:00* | 2 klst |
1. sept-30. sept | Daglega kl. 10:00 & 14:00 | 2 klst |
* Ferðirnar kl. 12:00, 16:00 og 20:00 hefjast 15. júní. Ferðirnar kl. 20:00 enda 15. ágúst.
Touris ehf.
Fiskislóð 77, 101 ReykjavíkTouris er ferðaskrifstofa með yfir 30 ára reynslu í ferðaþjónustu á Íslandi. Touris býður upp á ferðir á Íslandi fyrir einstaklinga og hópa.
Touris býður upp á margskonar ferðapakka á Íslandi fyrir einstaklinga og hópa. Hvort sem þú vilt ferðast á eigin vegum eða taka þátt í rútuferð með leiðsögn, þá gerum við allar ráðstafanir. Hvaða þjónustu sem þú velur frá okkur þá er ánægja þín tryggð.
Gray Line Iceland
Klettagarðar 4, 104 ReykjavíkMarkmið okkar er að veita ógleymanlega upplifun á Íslandsferð.
Gray Line Iceland býður upp á ferðaskipulagningu fyrir hópa af öllum stærðum og rútuleigu á fyrsta flokks hópferðabílum.
Einnig bjóðum við upp á skemmtilegar dagsferðir með leiðsögn frá Reykjavík og áætlunarferðir til og frá Keflavíkurflugvelli.
Allir okkar bílar eru útbúnir öryggisbeltum, WiFi, sjónvarpi og DVD spilara og hægt er að panta bíla með salerni og extra fótaplássi. Einnig bjóðum við upp á fjórhjóladrifna hópferðabifreiðar fyrir hálendisferðir.
Við höfum skipulagt ferðir um Ísland fyrir Íslendinga og aðra ferðamenn í yfir 30 ár og erum stolt af því frábæra starfsfólki okkar sem býður upp á persónulega þjónustu og aðstoð til viðskiptavina okkar.
Kíktu við, hringdu eða skrifaðu okkur línu og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig.
Whale Watching Hauganes
Hauganes, 621 DalvíkWhale Watching Hauganes er elsta hvalaskoðun landsins staðsett í hjarta Eyjafjarðar í aðeins 25 mínútna fjarlægð norður af Akureyri. Þar sem hvalirnir eru ávallt stutt frá Hauganesi henta eikarbátarnir okkar tveir fullkomlega til hvalaskoðunar þar sem þeir fara tiltölulega hægt yfir sem gerir gestum okkar kleyft að njóta ferðarinnar enn betur. Við bjóðum upp á stjóstöng í lok ferðanna okkar.
Ferðirnar okkar eru kolefnisjafnaðar sem þýðir það að við gróðursetjum eitt tré fyrir hverja ferð ásamt því að við blöndum olíuna á bátana okkar með lífdísli sem framleiddur er á Akureyri úr djúpsteikingarolíu af veitingastöðum svæðisins.
Við sjáum hnúfubak í öllum okkar ferðum en einnig hrefnur, hnýsur og höfrunga. Nokkrum sinnum á árum sjáum við háhyrninga og steypireyðir sem er alltaf tilkomumikil sjón.
Einnig á Hauganesi er afar vinsæll veitingastaður, Baccalá Bar, tjaldstæði og heitir pottar niðri við Sandvíkurfjöru. Bjórböðin eru svo hér rétt í 5 mínútna akstursleið norður frá okkur.
Daglegar ferðir kl 13:30 (þegar lágmarksfjöldi næst). Sjóstöng í lok ferðar. Hver ferð er 2,5 til 3 klst. Innifalið: hlýir gallar, sjóstangir, kaffi og kakó með bakkelsi.
Upplýsingar í síma 867 0000, á whales@whales.is eða www.whales.is
Elding Hvalaskoðun Reykjavík
Ægisgarður 5, 101 ReykjavíkElding Hvalaskoðun Reykjavík er fjölskyldurekið fyrirtæki sem gert hefur út á hvalaskoðun frá árinu 2000 og er nú leiðandi í sjótengdri ferðaþjónustu á Íslandi. Við bjóðum einnig upp á aðrar fjölbreyttar ævintýraferðir á sjó svo sem lundaskoðun, sjóstangveiði, norðurljósasiglingu, friðarsúluferðir, ferjusiglingar út í Viðey sem og sérsniðnar sérferðir allt árið um kring. Allir farþegar Eldingar fá frían aðgang að ‘hvalasetrinu’ sem er einskonar fljótandi sædýrasafn og er staðsett um borð í fyrrum fiskibát við Ægisgarð.
Ferðirnar okkar eru einstakar náttúrulífsferðir þar sem sérþjálfaðir leiðsögumenn segja á skemmtilegan og fræðandi hátt frá dýralífinu og nærumhverfinu á meðan siglingu stendur. Við fylgjum siðareglum IceWhale um ábyrga hvalaskoðun, þar sem markmiðið er að vinna að verndun hvala við Íslandsstrendur. Þá höfum við einnig öðlast vottun sem ábyrgt hvalaskoðunarfyrirtæki af World Cetacean Alliance, sem er öflugt bandalag einstaklinga, fyrirtækja og samtaka sem vinna að bestu starfsháttum og sjálfbærni í ferðaþjónustu sem snýr að hvala- og höfrungaskoðun.
Elding leggjur mikið upp úr umhverfismálum og kappkostar við að bjóða upp á hágæða ferðir með eins litlum áhrifum á umhverfið og hægt er. Við erum platínum vottað fyrirtæki frá EarthCheck og bátar okkar bera Bláfánann. Árið 2008 hlutum við umhverfisverðlaun Ferðamálastofu og vorum meðal fyrstu þátttakenda í gæða- og umhverfiskerfi Vakans. Við teljum að nýting umhverfisauðlinda sé lykilatriði í þróun ferðaþjónustu til þess að viðhalda nauðsynlegum vistfræðilegum ferlum og stuðla að verndun náttúruarfleifðar og líffræðilegs fjölbreytileika.
Verið velkomin um borð!
Fish Partner
Dalvegur 16b, 201 KópavogurÁstríða fyrir veiði !
Við hjá Fish Partner höfum áratuga reynslu af stangveiði, leiðsögn og skipulagningu veiðiferða. Það er ástríða fyrir veiði sem rekur okkur áfram og má segja að allir sem koma að félaginu séu í sínu drauma starfi. Við þreytumst aldrei á því að kanna nýjar veiðilendur og kynna ný svæði fyrir veiðimönnum. Þau svæði sem við bjóðum upp á eru rjóminn af því sem við höfum uppgötvað auk gamal þekktra svæða.
Borea Adventures
Aðalstræti 17, 400 ÍsafjörðurBorea Adventures á Ísafirði býður upp á ævintýraferðir með leiðsögn fyrir minni og stærri hópa.
Fyrirtækið á og rekur hraðbátinn Bjarnarnes sem flytur allt að 18 farþega í skipulögðum ferðum og sérferðum um Hornstrandir, Jökulfirði og Ísafjarðardjúp. Borea Adventures býður upp á ýmsar ferðir um friðlandið, þar sem gist er í tjöldum, tjaldbúðum í Hornvík eða í nýuppgerða eyðibýlinu á Kvíum í Jökulfjörðum.
Borea Adventures býður upp á fjölbreytt úrval lengri ferða, sem og dagsferða út frá Ísafirði. Kayakferðir um ævintýralega firði Hornstranda og Jökulfjarða, fjölbreyttar göngur um Hornstrandir og nágrenni Ísafjarðar, skíðaferðir, fjallahjólaferðir og náttúruupplifanir. Einnig eru í boði sérferðir, sérsniðnar að þörfum þeirra sem okkur vilja heimsækja.
Borea Adventures býr að einvala liði reynslumikilla og skemmtilegra leiðsögumanna, sem tryggja það að allir fari heim með bros á vör.
Reykjavík Sailors ehf.
Hlésgata, Vesturbugt F, 101 ReykjavíkReykjavík Sailors er ferðaþjónustufyrirtæki sem býður upp á afþreyingu til sjós frá Reykjavíkurhöfn, Vesturbugt. Við kappkostum að veita góða og persónulega þjónustu og leggjum sérstaka áherslu á öryggi viðskiptavina okkar.
Í skipinu eru góðir útsýnispallar og góð aðstaða inni sem úti og nægt pláss er fyrir alla. Stórt og gott veitingarými er um borð, þráðlaust internet, salerni og snyrtiaðstaða. Einnig eru hlýir gallar í boði fyrir þá sem vilja.
Opið allt árið:
Sumar: 08:00-18:00 (mars - 15. nóvember)
Vetur: 09:30-18:00 (16. nóvember - febrúar)
Beffa Tours / Harbour Inn Guesthouse
Dalbraut 1, 465 BíldudalurHjá Beffa Tours er boðið upp á siglingu um Arnarfjörð, sem er með fallegri fjörðum landsins. Í firðinum hefur hnúfubakur komið sér fyrir til sumardvalar okkur til mikillar ánægju og er boðið upp á daglegar ferðir í hvalaskoðun á föstum tímum yfir sumarið, en eftir samkomulagi þess utan. Einnig er boðið upp á ferðir í sjóstöng, þar sem gestum er velkomið að taka aflann með sér heim.
Báturinn rúmar allt að 7 farþega og er gestum velkomið að upplifa sjávarniðinn á dekkinu eða koma sér fyrir inni í hlýjunni hjá skipstjóranum og heyra hann ausa úr viskubrunni sínum. Hægt er að bóka bátinn í prívatferðir, tilvalið fyrir fjölskyldur og vinahópa.
Hvalaskoðun:
20. júní- 20. ágúst: daglega kl. 08:30 og 19.30, lengd ferðar 2 klst.
20. ágúst- 31. október: brottför eftir samkomulagi, lengd ferðar 2 klst.
Sjóstangveiði:
Sérferðir er hægt að bóka á heimasíðu eða í síma.
Prívatferðir, náttúruskoðun og skutl:
Hægt að bóka með tölvupósti eða í síma.
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Láki Tours
Norðurtangi 9, 355 ÓlafsvíkLáki Tours býður upp á hvalaskoðun frá Ólafsvík á Snæfellsnesi. Einnig bjóða þau upp á hvalaskoðunarferðir frá Hólmavík á Vestfjörðum.
Hvalaskoðun frá Ólafsvík
Vesturland er sannkölluð paradís fyrir hvala-áhugafólk og er það þekkt fyrir einstakar hvalategundir. Snæfellsnes er eini staðurinn á Íslandi sem háhyrningar sjást reglulega. Önnur einstök tegund er búrhvalur. Búrhvalir eru stærstu tannhvalir í heimi og þeir kafa einna dýpst af öllum hvölum. Aðrar tegundir sem sjást reglulega eru hnúfubakar, hrefnur, grindhvalir og hnýðingar. Hvalaskoðun frá Ólafsvík er í boði frá miðjum febrúar til lok september og getur hver ferð varað frá 2 klst upp í 3,5 klst. Útsýnið á stórkostlegt landslagið um kring, m.a. á jökulinn og Kirkjufellið fræga eykur upplifunina á góðviðrisdögum.
Árstími: Febrúar - September
Heimilisfang: Norðurtangi 9, 355 Ólafsvík
Fylgið okkur á samfélagsmiðlum þar sem við deilum reglulega myndum frá ferðunum - Facebook , Instagram
Wild Westfjords
Pollgata 2, 400 ÍsafjörðurVið bjóðum uppá sérsniðnar pakkaferðir á Vestfjörðum.
Einnig þá bjóðum við gott úrval af dagsferðum fyrir ferðamenn á Vestfjarðaleiðinni sem og skemmtiferðaskipafarþega.
Special Tours Akureyri
Oddeyrarbót 1, 600 AkureyriHvalaskoðunarferðir með Special Tours frá Akureyri eru spennandi upplifun fyrir alla náttúruunnendur! Ferðirnar okkar um fallega Eyjafjörðinn bjóða upp á kynni af hnúfubökum og öðrum hvalategundum í sínu náttúrulega umhverfi.
Fróðir og vingjarnlegir leiðsögumenn okkar auðga hverja ferð með innsýn í dýralíf og landslag Norðurlands, og hraðskreiða en þægilega katamaran okkar Lilja býður upp á hið fullkomna skip fyrir stefnumót við hvalina.
Við bjóðum uppa hvalaskoðun frá maí til september með daglegum brottförum klukkan 9:00 og 13:00.
Kynnisferðir - Reykjavik Excursions
BSÍ Bus Terminal, 101 ReykjavíkReykjavik Excursions – Kynnisferðir bjóða upp á daglegar áætlunarferðir inn á hálendið í Landmannalaugar og Þórsmörk, og einnig að Skógum. Hálendisrútan er tilvalin fyrir þá sem að vilja ganga Laugaveginn eða Fimmvörðuhálsinn eða að gera sér glaðan dag á þessum fallegu svæðum sem ekki eru á færi fólksbíla.
Tímatöflur má finna á https://www.re.is/is/highland-bus/
Einnig býður Reykjavik Excursions upp á eitt stærsta úrval dagsferða á Íslandi og má þar nefna hinn heimsfræga gullhring, dagsferð um suðurströndina sem og Snæfellsnesið, að ógleymdum sætaferðum til og frá Bláa lóninu og Leifstöð.
Vesturferðir
Aðalstræti 7, 400 ÍsafjörðurEf Vestfirðir eru áfangastaðurinn þá erum við þjónustuaðilinn sem þig vantar. Við erum staðsett á Ísafirði og sjáum um sölu og bókanir í alla afþreyingu, dagsferðir, bátaáætlun til Hornstranda og lengri ferðir sem í boði eru á svæðinu.
Vinsælustu dagsferðirnar okkar eru Vigurheimsókn og heimsókn til yfirgefna þorpsins Hesteyrar. Einnig kjósa margir að fara í hestaferðir, hvalaskoðun, leigja kayak eða hjól eða fara í jeppaferð. Hér er margt í boði og hægt að kynna sér ferðirnar á heimasíðu okkar www.vesturferdir.is.
Sala farmiða í Hornstrandabáta
Hornstrandir eru ekki í alfaraleið og til að komast þanngað þarf að ferðast með bát.Vesturferðir selja miða í áætlunarferðir til friðlandsins frá Ísafirði með Sjóferðum og Borea Adventure. Við leggjum mikla áherslu á að bátarnir og fyrirtækin sem við vinnum með séu með öll tilskilin leyfi.
Við bjóðum hópum margskonar þjónustu, allt frá stuttum bæjarferðum með leiðsögn heimamanna til margra daga gönguferða með leiðsögn um Hornstrandir. Við hvetjum þig til að hafa samband við okkur og við setjum saman sérsniðið ferðatillögu og verðtilboð.
Arctic Sea Tours ehf.
Hafnarbraut 22-24, 620 DalvíkArctic Sea Tours er fjölskyldufyrirtæki í hvalaskoðun staðsett á Dalvík, 30 mín frá Akureyri. Við viljum að ferðir okkar séu ævintýri og berum mikla virðingu fyrir upplifun gesta okkar um borð.
Hvalaskoðunin fer fram í Eyjafirði oftast í kringum Hrísey. Við bjóðum uppá kuldagalla fyrir alla, heitan drykk og meðlæti. Í hverri ferð er stoppað til að veiða í 10 - 15 mínútur, síðan er fiskurinn sem veiddist smakkaður af grilli eftir ferðina.
Arctic Sea Tours rekur tvo eikarbáta sem voru smíðaðir á Íslandi, bátunum hefur verið breytt samkvæmt ströngustu kröfum Samgöngustofu. Einnig rekur Arctic Sea Tours Rhib bát, sem bíður upp á frábæra upplifun. Áhöfnin hefur öll hlotið þjálfun hjá Slysavarnaskóla sjómanna.
Frá árinu 2011-2015 sáust hvalir í 98% - 99,5% ferða okkar, algengustu tegundir eru hnúfubakar, höfrungar, hnísur, hrefnur og stöku sinnum háhyrningar og stærsta dýr jarðar, steypireyður.
Skoðið frábæra umsögn gesta okkar um Arctic Whale Watching á TripAdvisor.com.
Arctic Sea Tours starfar undir vörumerki Arctic Adventures.
Húsavík Adventures ehf.
Suðurgarður 6, 640 HúsavíkHúsavík Adventures er afþreyingarfyrirtæki, stofnað árið 2015. Félagið býður upp á tvennskonar ferðir: hvala- og lundaskoðun í Skjálfandaflóa á RIB bátum annarsvegar og hvalaskoðun í miðnætursól hins vegar. Verið velkominn til okkar, miðasalan er að Hafnarstétt 11, Húsavík.
Mountain Family
Vesturberg 148, 111 ReykjavíkGentle Giants
Hafnarsvæði (Harbour Side), 640 HúsavíkHvalaskoðun og ævintýri á sjó frá Húsavík
LANGAR ÞIG Í ALVÖRU ÆVINTÝRI?
Skemmtilegir afþreyingarmöguleikar í einstakri náttúru og fegurð á Skjálfandaflóa. Við bjóðum uppá alls konar bátsferðir frá Húsavík. Tilvalið fyrir einstaklinga og hópa af öllum stærðum og gerðum við öll tilefni.
Gentle Giants er fjölskyldufyrirtæki á Húsavík með 160 ára fjölskyldusögu við Skjálfandaflóa og áratuga reynslu í að skipuleggja eftirminnilegar ferðir.
FJÖR Í FLATEY
Upplifðu paradís Skjálfandaflóa í allri sinni dýrð með einstaka náttúru og ríku fuglalífi. Gentle Giants býður uppá alls konar sérferðir frá Húsavík til Flateyjar. Tilvalið fyrir einstaklinga og hópa við öll tilefni, einfalt eða lúxus með öllu. Fyrirtækið er með sterkar rætur í Flatey og hefur uppá að bjóða glænýja og umhverfisvæna byggingu með stórum veislusal ásamt úti grillaðstöðu í eyjunni.
Verið velkomin um borð!
Arctic See Angling and Hunting
Böggvisbraut 6, 620 DalvíkVinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Reykjavík Sea Adventures
Ægisgarður 3, 101 ReykjavíkVið sérhæfum okkur í hvalaskoðun og lundaskoðun og bjóðum einnig upp á sjóstangveiði. Allar ferðir eru frá gömlu höfninni í Reykjavík.
Láki Tours
Hafnarbraut 14, 510 HólmavíkLáki Tours bjóða upp á hvalaskoðunarferðir út frá Hólmavík yfir sumartímann. Algengustu hvalirnir sem þau sjá eru hnúfubakar og eru þeir þekktir fyrir að vera leikglaðir og hafa gaman af loftfimleikum, þeir eru forvitnir í kringum bátana og koma oft upp á yfirborðið.
Steingrímsfjörður er skjólgóður og er bátsferðin því yfirleitt þægileg og góð ásamt því að sjaldan þarf að hætta við ferð vegna veðurs. Þar sem hvalirnir halda sig oft nálægt landi er þessi tveggja tíma ferð með þeim stystu á Íslandi og sjást hvalir í nánast 100% tilfella.
Iceland Outfitters ehf.
Hrauntunga 81, 200 KópavogurIceland Outfitters er ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í veiðiferðum.
Við seljum veiðileyfi í Ytri Rangá, Vesturbakka Hólsár, Urriðafoss og önnur veiðisvæði í Þjórsá, Leirá, Hólaá, Brúará, Vatnasvæði Lýsu og fleiri svæði.
Vefsala veiðileyfa er ioveidileyfi.is en einnig bjóðum við upp á dagsferðir í veiði með leiðsögn og kennslu, flugukastnámskeið, sölu á Salmologic veiðivörum, stangarleigu, leiðsögn, gæsaveiði og fleira.
Endilega verið í sambandi við okkur ef ykkur vantar hugmyndir fyrir veiði.
Iceland Travel / Nine Worlds
Skógarhlíð 12, 105 ReykjavíkIceland Travel býður upp á fjölbreytt úrval ferða á Íslandi, mestmegnis fyrir erlenda ferðamenn.
Í boði eru allt frá dagsferðum með afþreyingu upp í lengri ferðir með faglegri leiðsögn, bæði fyrir hópa og einstaklinga. Við tökum einnig að okkur að skipuleggja ráðstefnur, viðburði, fundi og hvataferðir.
Special Tours
Geirsgata 11, 101 ReykjavíkSpecial Tours bjóða uppá ævintýraferðir á sjó fyrir alla fjölskylduna frá gömlu höfninni í Reykjavík. Dæmi um ferðirnar sem eru í boði eru hvalaskoðun, lundaskoðun, sjóstangaveiði, RIB hraðbátaferðir og norðurljósaferðir. Allar ferðirnar eru í boði fyrir einstaklinga, fjölskyldur og hópa.
Special Tours gera út 6 báta og geta því boðið uppá fjölbreytt úrval ferða fyrir einstaklinga og hópa bæði í skipulagðar brottfarir og sérferðir fyrir fyrirtækjahópa, vinahópa o.s.fr. Lengd ferða er allt frá 45 mín. til 3,5 klst.
Sjóstangaveiði er frábær skemmtun fyrir alla aldurshópa. Sjóstangir og hlífðarfatnaður er til staðar og áhöfnin hjálpar til við að gera að aflanum sem er grillaður um borð í lok ferðar við mikinn fögnuð stoltra veiðimanna. Sé afgangs afli er að sjálfsögðu boðið uppá að taka aflann með sér heim.
RIB hraðbátaferðir eru tilvaldar fyrir þá sem vilja meiri hraða og meira stuð í ferðunum. Báturinn tekur allt að 12 manns í dempandi sæti fyrir aukin þægindi og er tilvalinn í skemmtiferðir um sundin en er einnig frábær í 2 klst. hvalaskoðunarferðir út í Faxaflóa. Frábær skemmtun fyrir vinahópa, starfsmannahópa, gæsanir og steggjanir.
Lundaskoðunarferðir eru sérgrein Special Tours enda hefur fyrirtækið farið slíkar ferðir frá árinu 1996. Farþegar okkar komast mjög nálægt eyjunum rétt fyrir utan Reykjavík vegna þess hve grunnt báturinn Skúlaskeið ristir. Stutt og tilvalin ferð fyrir fjölskylduna þar sem ekki þarf að sigla langt út, heildartími ferðarinnar er um 1 klst. og nóg af sætum bæði innandyra og úti.
Norðurljósasiglingar er ógleymanleg ferð þar sem norðurljósin eru elt uppi á sundunum fyrir utan Reykjavík, í fjarlægð frá ljósmengun borgarinnar.
Fyrir nánari upplýsingar um ferðirnar, verð og brottfarartíma bendum við á heimasíðu Special Tours www.specialtours.is. Fyrirspurnir um sérhópa má senda á info@specialtours.is eða hringja í síma 560 8800.
Snekkjan
Ægisgarður 5G, 101 ReykjavíkUpplifðu Ísland á nýjan og einstakan hátt frá sjó. Harpa Yachts býður uppá sérferðir fyrir hópa sem eru sérsniðnir til að hæfa öllum. Ferðirnar sem við bjóðum uppá geta verið hluti af viðameiri hópeflis- eða hvata-ferð í samstarfi við önnur fyrirtæki eða staðið einar og sér sem stuttar dagamuns ferðir.
Viltu bjóða starfsfólkinu uppá einstaka upplifun, eitthvað sem talað verður um í lengri tíma, hafðu þá samband og láttu okkur þá hjálpa þér að skipuleggja einstaka upplifun.
Sjóferðir Kela/Keli Sea Tours
Oddeyrarbót 1, 600 AkureyriSjóferðir Kela/Keliseatours.is
Keli Seatours/Sjóferðir Kela er lítið fjölskyldufyrirtæki í hvalaskoðun á Akureyri sem hóf starfsemi sumarið 2017. Fyrirtækið er í eigu þriggja bræðra, Áskelssona, sem gerðu upp gamlan eikarbát sem byggður var af föður þeirra, Áskeli Egilssyni, og félögum hans á Akureyri árið 1975. Bátinn, sem var fiskibátur í um 40 ár, átti að rífa. Á tímabilinu maí til október eru í boði daglegar siglingar um Eyjafjörð, aðallega hvalaskoðun en einnig er möguleiki á sjóstöng eða einkaferðum sé þess óskað. Við bjóðum upp á frítt kaffi, heitt súkkulaði og kex um borð fyrir viðskiptavini. Allir farþegar klæðast hlífðarfatnaði um borð (flotgöllum) til þæginda og öryggis og þá er að sjálfsögðu salerni um borð. Gott er að vera í góðum skóm og taka með sér húfu og vettlinga. Áætlaður ferðatími í hvalaskoðun er 3 tímar
Iceland Discover
Ægisgarður 5b, 101 ReykjavíkIceland Discover is a leading tour operator in Iceland, specializing in providing high-quality, fun, and safe adventure tours. Our expert guides will take you on a journey of a lifetime, showing you the best of what Iceland has to offer. Whether you're looking for an exciting whale watching tour, a chance to see the Northern Lights, a Golden Circle tour, or a day tour exploring the beauty of Iceland, we have something for everyone. Our tours are designed to showcase the incredible Icelandic wildlife, stunning landscapes, and unique culture. Join us for an adventure that you'll never forget! Book your trip today and experience the best tours in Iceland with Iceland Discover.
SEA TRIPS
Ægisgarður 3, 101 ReykjavíkPersónulegri þjónusta: með áherslu á upplifun ferðamannsins. Við á Amelíunni tökum færri farþega en aðrir bátar og það gefur okkur tækifæri til að hlúa betur að einstaklingnum og tryggja jákvæða upplifun ferðamannsins.
Aukin þægindi: Amelían er lúxussnekkja þar sem allt umhverfi, bæði utan- og innandyra er afar aðlaðandi og aukin þægindi tryggja ánægðari farþega.
Betra aðgengi – mun betri upplifun: Amelía Rose er ólík öðrum hvalaskoðunarbátum að því leyti að um borð eru þrjú þilför sem tryggja að allir gestir geti notið útsýnisins í botn. Hægt er að ganga hringinn í kringum þilförin og færa sig þannig á auðveldan hátt til að sjá betur það sem fyrir augun ber. Að auki eru þilförin að hluta til yfirbyggð og veita því betra skjól gegn veðri og vindum.
Ljúfari sigling: Hin sérstaka hönnun Amelíu Rósar, gerir það að verkum að ferðamaðurinn finnur lítið fyrir sjóveiki meðan á siglingu stendur en skipið er byggt sem úthafsskip og þolir því betur allan öldugang. Það er stór plús þar sem margir ferðalangar verða sjóveikir i lengri ferðum eins og hvalaskoðunarferðum.
Sérsniðnar sundasiglingar: Okkar vinsælu sundasiglingar byrja frá og með 16. maí.
Við bjóðum fyrirtækjum, vinahópum og fjölskyldum uppá allar gerðir af sérsniðnum ferðum. Hvort sem tilefnið er að halda uppá stórafmæli, fagna útskrift, hitta vinnufélagana eða bara hreinlega gera sér glaðan dag þá býður Amelia Rose og Axel Rose uppá einstaka aðstöðu til að gera daginn eftirminnilegan.
Snekkjan er búin góðu hljóðkerfi fyrir tónlist og leðursófum. Tilvalið er að byrja kvöldið með fordrykk við bryggju, meðan gestir ganga um borð og síðan sigla um sundin blá við ljúfa tónlist í einstöku umhverfi. Hægt er að flétta inn í ferðina sjóstöng, krabbaveiði eða okkar einstaka leik “ Eat like a Viking”, svo fátt eitt sé nefnt. Hvert sem tilefnið er þá getum við sérsniðið veisluna eftir þörfum hvers og eins.
Hentar:
- Fyrirtækjum
- Starfsmannafélög
- Hópeflisferðir
- Afmæli
- Útskriftaferðir
- Veislur
- Vinahópar
Sundasigling á Snekkju: Okkar vinsælu sundasiglingar byrja frá og með 19. júní. Komdu og sjáðu hið einstaklega fallega landslag frá Faxaflóa ásamt á því sjá seli, fugla og jafnvel hvali í þeirra náttúrulega umhverfi.
Þetta er 1,5 tíma ferð um Faxaflóa með viðkomu í Engey, Lundey, Viðey ofl. staði.
Tímabil: 15/06 - 30/09 2020
Brottför: föstdaga kl. 16, laugar- og sunnudaga kl. 10 og kl. 14
Lengd ferðar: Ca. 1,5 -2 klst.
Innifalið:
- Bátsferð
- Leiðsögn
- Áhöfn með mikla reynslu
- Frítt WiFi
- Björgunarvesti
- Salerni um borð
- Hægt að kaupa veitingar um borð
- Afnot af grilli (kær komið að taka með sér eitthvað til að grilla)
Nánari upplýsingar og bókanir á seatrips@seatrips.is eða í síma 865 6200. www.seatrips.is/is/
Whale Safari / Mr. Puffin
Ægisgarður 5D, 101 ReykjavíkVið hjá Whale Safari erum frumkvöðlar á sviði hvalaskoðunarferða á litlum sérsmíðuðum RIB bátum. Við höfum verið í farabroddi hvað varðar náttúru og dýralífsferðir fyrri minni hópa farþega og leggjum gríðarlega áherslu á einstaka og persónulega upplifun hvers og eins farþega. Hver bátur tekur einungis 12 farþega í sæti auk leiðsögumanns og skipstjóra og henta ferðirnar því einna helst þeim sem eru að leita af náinni upplifun af náttúrunni og hafinu.
Bátarnir fara hratt yfir og geta því skoðað lífríkið á tiltölulega stóru svæði ef miðað er við stærri bátana okkar. Þegar hvalir, höfrungar og lundar eru innan seilingar er fátt sem getur slegið upp þá miklu nálægð sem RIB bátarnir bjóða ævintýragjörnum ferðalöngum upp á. Við leggjum ríka áherslu á öryggi og velferð farþega og er hönnun bátanna er miðuð út frá því að viðskiptavinum okkar líði vel um borð og njóti upplifun sinnar í sem allra mesti nánd við hafið, dýrin og fuglana.
Einnig er hægt að leigja bátana per klukkustund í einkaferðir og er þá hugmyndaflugið eitt sem takmarkar hvað er hægt að gera. Við höfum m.a leigt bátana í ljósmyndaferðir og hafi ferðalangar áhuga á slíku mun ekkert sem flýtur við Íslandsstrendur bjóða upp á betri möguleika til að taka ótrúlegar myndir af hvala og fuglalífinu.
Vinsælasta ferðin okkar er tveggja tíma ferð sem heimsækir bæði lundana (þegar þeir eru á svæðinu), hvalina og tilviðbótar þá siglum við meðfram strandlengju Reykjavíkur og bjóðum upp á annað sjónarhorn á Sólfarið og Hörpuna! Fullkomið til að smella af myndum. Lundaferðirnar okkar eru klukkutímaferðir og vegna þess hve hraðir og litlir bátarnir eru nýtist nær allur tími ferðarinnar við eyjarnar vegna þess hve skamma stund tekur að sigla frá höfninni. Ferðirnar bjóða upp á einstaka nálægð við lundana þar sem slökkt er á vélum bátanna til að upplifa hversdagslíf lundanna og einstakanna máta í kyrrð náttúrunnar.
Frá apríl og út október erum við með allt að 6 báta á sjó og yfir háannatímabilið bjóðum við upp á allt að 19 brottfarir í sannkallaðar ævintýraferðir út á Faxaflóa.