Whale Safari / Mr. Puffin
Við hjá Whale Safari erum frumkvöðlar á sviði hvalaskoðunarferða á litlum sérsmíðuðum RIB bátum. Við höfum verið í farabroddi hvað varðar náttúru og dýralífsferðir fyrri minni hópa farþega og leggjum gríðarlega áherslu á einstaka og persónulega upplifun hvers og eins farþega. Hver bátur tekur einungis 12 farþega í sæti auk leiðsögumanns og skipstjóra og henta ferðirnar því einna helst þeim sem eru að leita af náinni upplifun af náttúrunni og hafinu.
Bátarnir fara hratt yfir og geta því skoðað lífríkið á tiltölulega stóru svæði ef miðað er við stærri bátana okkar. Þegar hvalir, höfrungar og lundar eru innan seilingar er fátt sem getur slegið upp þá miklu nálægð sem RIB bátarnir bjóða ævintýragjörnum ferðalöngum upp á. Við leggjum ríka áherslu á öryggi og velferð farþega og er hönnun bátanna er miðuð út frá því að viðskiptavinum okkar líði vel um borð og njóti upplifun sinnar í sem allra mesti nánd við hafið, dýrin og fuglana.
Einnig er hægt að leigja bátana per klukkustund í einkaferðir og er þá hugmyndaflugið eitt sem takmarkar hvað er hægt að gera. Við höfum m.a leigt bátana í ljósmyndaferðir og hafi ferðalangar áhuga á slíku mun ekkert sem flýtur við Íslandsstrendur bjóða upp á betri möguleika til að taka ótrúlegar myndir af hvala og fuglalífinu.
Vinsælasta ferðin okkar er tveggja tíma ferð sem heimsækir bæði lundana (þegar þeir eru á svæðinu), hvalina og tilviðbótar þá siglum við meðfram strandlengju Reykjavíkur og bjóðum upp á annað sjónarhorn á Sólfarið og Hörpuna! Fullkomið til að smella af myndum. Lundaferðirnar okkar eru klukkutímaferðir og vegna þess hve hraðir og litlir bátarnir eru nýtist nær allur tími ferðarinnar við eyjarnar vegna þess hve skamma stund tekur að sigla frá höfninni. Ferðirnar bjóða upp á einstaka nálægð við lundana þar sem slökkt er á vélum bátanna til að upplifa hversdagslíf lundanna og einstakanna máta í kyrrð náttúrunnar.
Frá apríl og út október erum við með allt að 6 báta á sjó og yfir háannatímabilið bjóðum við upp á allt að 19 brottfarir í sannkallaðar ævintýraferðir út á Faxaflóa.